FÉLAGSDÓMUR Dómur þriðjudaginn 13. júní 20 2 3 . Mál nr. 4 /20 22 : Bandalag háskólamanna vegna Félags íslenskra hljómlistarmanna ( Daníel I. Ágústsson lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins vegna Ríkisútvarpsins ohf. ( Stefán A. Svensson lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 2 3 . maí sl. Málið dæma Kjartan Bjarni Björgvinsson, Ásmundur Helgason, Guðni Á. Haraldsson, Kristín Benediktsdóttir og Valgeir Pálsson . Stefnandi er Bandalag háskólamanna, Borgartúni 6 í Reykjavík, fyrir hönd Félags ísle nskra hljómlistarmanna, Rauðagerði 27 í Reykjavík . Stefndi e r Samtök atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík, vegna Ríkisútvarpsins ohf. , Efstaleiti 1 í Reykjavík . Dómkröfur stefnanda 1 Í málinu gerir stefnandi eftirfarandi dómkröfur : 2 Að viðurkennt verði með dómi að Ríkisútvarpinu ohf. beri að greiða þeim félagsmönnum í Félagi íslenskra hljómlistarmanna sem léku á tónleikum tónleikaraðar Jazzhátíðar Reykjavíkur í september 2020, fyrir hljóðritanir af tónleikunum og útsendingu þeirra í d agskrá Ríkisútvarpsins, samkvæmt samningi Félags íslenskra hljómlistarmanna og Ríkisútvarpsins um launataxta og önnur atriði vegna hljóðritana eða beinna útsendinga á tónlist og flutnings tónlistar í útvarpi og sjónvarpi frá 27. febrúar 2008, með verðbótum miðað við árið 2020. 3 Til vara gerir stefnandi þá kröfu að staðfest verði með dómi að Ríkisútvarpið ohf. hafi brotið gegn sama samningi með því að neita að greiða A, kt. [...], B, kt. [...], C, kt. [...], D, kt. [...], E, kt. [...], F, kt. [...], G, kt. [. ..], H, kt. [...], I, kt. [...], J, kt. [...], K, kt. [...], L, kt. [...], M, kt. [...], N, kt. [...], O, kt. [...], P, kt. [...], Q, kt. [...], R, kt. [...], og S kt. [...], sem öll eru í Félagi íslenskra hljómlistarmanna og léku á tónleikum í tónleikaröð Jazzhátíðar Reykjavíkur í september 2020, fjárhæð samkvæmt 2. gr., sbr. 1. mgr. 3. gr. kjarasamnings milli aðila, fyrir hljóðritanir og útsendingar frá tónleikum. Dómkröfur stefnda 2 4 Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnanda, að skaðlausu samkvæmt mati dómsins. 5 Með úrskurði Félagsdóms, dags. 4 október 2022, var frávísunarkröfu stefnda í málinu hafnað . Upphaflegri varakröfu stefnanda var vísað frá í sama úrskurði. Málavextir 6 Ágreiningur þessa máls lýtur að því hvernig Ríkisútvarpinu ohf. hafi borið að haga greiðslum til félagsmanna stefnanda vegna hljóðfæraleiks þeirra á tónleikum Jazzhátíð ar Reykjaví kur 2020 sem haldin var í tónlistarhúsinu Hörpu 29. ágúst til 5. september 2020. 7 Í málinu liggur fyrir undirritaður samningur á milli Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Ríkisútvarpsins (RÚV) frá 27. febrúar 2008 um launataxta og önnur atriði vegna hljóðritana eða beinna útsendinga á tónlist og flutnings tónlistar í útvarpi og sjónvarpi. Í 1. mgr. 1. gr. samningsins kemur fram að hann gildi um kaupsamninga á hækkunar frá 8 Í 2. gr. samningsins segir að fyrir hljóðfæraleik í hljóðritun, sem ekki er frá opinberum tónleikum eða öðrum opinberum tónlistarflutningi, skuli greiða samkvæmt þeim töxtum sem tilgreind i r eru í ákvæðinu. Í 1 . mgr. 3. gr. samningsins segir síðan að fyrir hljóðritanir og/eða útsendingar frá opinberum tónleikum, sem haldnir eru af þriðja aðila , skuli greiðsla til tónlistarmanna nema 30% af gildandi töxtum FÍH samkvæmt dur fái greitt beint vegna útsendinga og mun , sbr. 2. mgr. 3. gr. 9 Samkvæmt 3. mgr. 3. gr. samnings ins þriðja aðila enda hafi hann til þess fullt skriflegt umboð flytjen Þá segir í 4. mgr. er óskað megi greiða eingreiðslu til FÍH vegna flytjenda fyrir hvern þátt og innan þeirra tímamarka sem um getur í gildandi samningi aðila og muni FÍH sjá um greiðslur til þeirra. 10 Í 7. gr. samningsins segir að samningar við einstaka tónlistarmenn skuli ve ra skriflegir ef annar hvor aðila óskar þess. Í skriflegum samningi skuli tilgreina upptökudag og upptökutima og umsamda greiðslu. Í ákvæðinu segir jafnframt að RÚV setur að öðru leyti nánari reglur um skriflega samninga samkvæmt samningnum. 11 Í 8. gr. samn ingsins kemur fram að greiðslur í honum, ásamt bókunum skuli breytast, til hækkunar eða lækkunar, 1. janúar og 1. júlí ár hvert í hlutfalli við breytingu á launavísitölu sem Hagstofa Íslands reiknar. Í 9. gr. samningsins er síðan kveðið á um að orlof, gjald í sjúkrasjóð og orlofsheimilasjóð og iðgjald í lífeyrissjóð greiðist o fan á öll laun samkvæmt samningnum. 3 12 Í samningnum kemur fram að hann sé gerður með fyrirvara um samþykki félagsfundar en í gögnum málsins kemur fram að samningurinn hafi ver ið lagður fyrir félagsfund og samþykktur þar 4. mars 2008. Í samræmi við heimildarákvæði í samningnum sagði FÍH honum upp 12. júní 2020. 13 Í gögnum málsins kemur fram að Jazzhátíð Reykjavíkur eigi sér 30 ára sögu en árið 1991 mun hafa verið stofnað til sérs takra félagasamtaka um hátíðina sem bera heitið Jazzhátíð Reykjavíkur. 14 Samtökin Jazzhátíð Reykjavíkur og RÚV gerðu með sér samning 9. ágúst 2020 um að RÚV hljóðritaði og sendi út í dagskrá Rásar 1 tilgreinda átta tónleika dagana 29. ágúst og 4. og 5. septe mber 2020 , sbr. 1. gr. samningsins. Í 3. gr. samningsins var kveðið á um að RÚV áskildi sér flutningsrétt á hljóðritunum í útvarpi en kæmi til endurflutnings þyrfti til þess samþykki Jazzhátíðar Reykjavíkur. öðru leyti vísast í sérsamning 15 Í 1. mgr. 5. gr. samningsins kemur fram að fyrir útvarpsréttinn greiði RÚV Jazzhátíð Reykjavíkur 800.000 kr ónur . Þar af séu 550.000 krónur greiddar með auglýsingasamningi . Í 2. mgr. 5. gr. var síðan t eki ð fram að um væri að ræða fullnaðargreiðslu fyrir hljóðritanir og útsendingu tónleikanna eins og hún væri skilgreind í samningi aðila . 16 Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. samningsins ábyrgðist Jazzhátíð Reykjavíkur að samningurinn yrði kynntur öllum flytjendum og einnig samþykki þeirra vegna hljóðritana og útsendinga tónleikan n a. Þá ábyrgðist Jazzhátíð Reykjavíkur einnig að RÚV bæri engar frekari fjárskuldbindingar vegna hljóðritana og útsendinga , sbr. 2. mgr. 6. gr. 17 Ágreiningslaust er að RÚV hefur greitt Jazzhátí ð Reykjavíkur 250.000 krónur samkvæmt framangreindum samningi. Ágreiningslaust er að greiðslu þessari var skipt á milli hljóðfæraleikaranna í samræmi við þátttöku þeirra í hljómlistarflutningnum . Stefnandi telur þó greiðsluna einungis nema 11,73% af greiðs lu miðað við þá taxta sem tónlistarmönnum á hátíðinni hafi borið að fá greitt samkvæmt 1. mgr. 3. gr. samnings aðila frá 27. febrúar 2008 , og sem nema 30% af þeim töxtum sem fram koma í 2. gr. samningsins. 18 Fyrir liggur að 19 af þeim félagsmönnum FÍH sem lé ku á tónleikum Jazzhátíðar í september 2020 leituðu til félagsins um að gæta hagsmuna sinna vegna þess að þeir töldu RÚV hafa brotið gegn samningi þess við FÍH frá 2008. Taldi FÍH að vangreidd laun til þessara 19 hljómlistarmanna fyrir hljóðfæraleik á tónl eikunum, næmu samanlagt 772.304 kr., ef miðað væri við að auglýsingasamningurinn hafi verið efndur í öllum atriðum, en 1.057.898 kr. ef svo væri ekki. 19 Af þessu tilefni sendi FÍH kröfubréf til RÚV 15. desember 2020 vegna vangreiddra launa til sömu 19 tónli starmanna, samtals að fjárhæð 772.240 kr. Í bréfinu var 4 jafnframt vísað til þess að samningur RÚV við Jazzhátíð Reykjavíkur væri ekki heildarsamningur í skilningi 1. mgr. 3. gr. samnings stefnanda og RÚV, þar sem einungis væri verið að semja um á tta tónlei ka. Þá lægi ekkert skriflegt umboð fyrir frá flytjendum um þetta fyrirkomulag eins og áskilið væri í sama ákvæði. 20 Með bréfi, dags. 22. desember 2020, til lögmanns FÍH hafnaði RÚV greiðsluskyldu með þeim rökum að RÚV hefði ekki samið beint við hljómlistarm ennina um greiðslu fyrir hljóðfæraleik þeirra á hinum hljóðrituðu og útsendu tónleikum, heldur hafi verið samið beint við skipuleggjendur tónleikanna. Var þá vísað til þess að RÚV hefði undanfarin ár á grunni heimildar í samningi FÍH og RÚV gert heildarsam ninga við ýmsa aðila vegna stærri við b urða á borð við Myrka músíkdaga og Jazzhátíð. Umræddir samningar væri þá gerðir við skipuleggjendur umræddra tónleika eða tónleikar a ða um hljóðritun eða útsendingu á RÚV. Þegar slíkur samningur væri gerður væri RÚV ekki að semja beint við eða greiða einstaka tónlistarmönnum fyrir þátttöku þeirra í umræddum viðburði, heldur hlutaðeigandi skipuleggjanda/tónleikahaldara fyrir hljóðritun o g útsendingu. 21 Í bréfi RÚV var síðan rakið að í samningi RÚV við Jazzhátíð Reykjavíkur væri skýrt kveðið á um að Jazzhátíð ábyrgist að umræddur samningur yrði kynntur öllum flytjendum og að hátíðin ábyrg ð ist einnig samþykki þeirra vegna hljóðritana og útse ndinga tónleikanna. Enn fremur hafi Jazzhátíð Reykjavíkur ábyrgst að RÚV bæri engar frekari fjárskuldbindingar vegna hljóðritana og útsendinga. 22 Í skýrslu sinni fyrir Félagsdómi við aðalmeðferð málsins 23. maí 2023, greindi Gunnar Hrafnsson, formaður FÍH , f rá því að hann hafi tekið við formennsku í félaginu árið 2018. Gunnar kvað FÍH ekki hafa komið að samning n um á milli RÚV og Jazzhátíðar Reykjavíkur vegna jazzhátíðarinnar 2020 , þótt félagið hefði gert það áður. 23 Gunnari kvaðst vera kunnugt um að RÚV innti af hendi greiðslur til Jazzhátíðar Reykjavíkur en ekki beint til tónlistarfólks. Greiðslurnar til félagsmanna FÍH samkvæmt samningi við Jazzhátíð hafi hins vegar ekki haldið verðgildi sínu og Jazzhátíð taki mest af tekjunum. Gunnar kvað tilefni málarekstrarins vera óánægju félagsmanna með að almennt hafi ekki verið unnt að reiða sig á að fá greitt frá RÚV að einhverju marki og að erfitt hafi verið fyrir tónlistarfólk að sækja rétt sinn gagnvart ríkisstofnun á borð við RÚV. Gunnari kvaðst ekki vera kunnugt um að ákvæði 7. gr. samnings aðila um að samningar við einstaka tónlistarmenn skulu vera skriflegir ef þess er óska ð hafi gengið eftir í framkvæmd. 24 D greindi frá því í skýrslu sinni fyrir dómi að hann hefði tekið þátt í flestum j azzhátíðum frá upphafi. Aðspurður um hvort tónlistarfólk hefði verið að semja frá sér réttindi sem tryggð vær u í kjarasamningum svaraði hann neitandi, en hann kannaðist við að hafa fengið símtöl frá framkvæmdastjórum hátíðarinnar um hvort hann gæti ekki gengið að þeim kjörum sem honum buðust í þágu liðsheildarinnar þar sem gerður hafi verið samningur við RÚV um að kynna hátíðina. 5 25 D rak ekki minni til þess hvort hann hefði fengið beint greiðslur frá RÚV frá því að hann hóf þátttöku í hátíðinni, sennilega árið 1990. Þá kannaðist hann við það fyrirkomulag að RÚV ger ð i upp við Jazzhátíðina sem síðan gerði upp við tónlistarfólk. Um hvort eitthvað hefði breyst árið 2020 kvað D tónlistarfólk hafa átta ð sig á því að valdaójafnvægið gagnvart þeim væri of mikið. Ho num hafi þó aldrei verið kynnt að RÚV myndi greiða honum sérstaklega. Hann hafi staðið í þeirri trú að hljóðfæraleikarar tækju á sig óásættanlega launaskerðingu í staðinn fyrir að RÚV kynn t i hátíðina í gegnum auglýsingar en Jazzhátíðin gerði síðan upp við hann. 26 O greindi frá því fyrir dómi að hann hefði spilað á hátíðinni síðan 1999 og verið tilkynnt að tónlistarfólk gæti tekið þessum kjörum eða sleppt því að hátíðin yrði auglýst á RÚV . O minntist þess ekki hvort einhver samskipti hefðu verið fyrir hátíðin a 2020 sem gáfu til kynna að greiðslufyrirkomulagið yrði öðruvísi en áður hefði verið. Þá kannaðist hann ekki við að RÚV myndi greiða honum beint samhliða að Jazzhátíðin gerði upp við hann. 27 Q greindi frá því í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins að hann hefði spilað nokkrum sinnum á Jazzhátíð Reykjavíkur. Q kvað tónlistarfólki að jafnaði ekki hafa verið kynnt fyrirfram að tónleikar á hátíðinni yrð u teknir upp. Greiðslur hafi einnig farið í gegnum þriðja aðila en ekki komið beint frá RÚV og sagði Q að hann hefði engar upplýsingar fengið fyrir hát í ðina 2020 um að það yrði með öðru sniði. 28 S lýsti því í skýrslu sinni að hann hefði leikið á sennilega öllum jazzhátíðum frá 2007 og kvaðst vel þekkja það að greiðslur nar til tónlistarfólks væru ekki í samræmi við kjarasamning. Ef þetta fyrirkomulag hafi verið kynnt fyrir tónlistarmönnum þá hefði það verið undir þeim formerkjum að hluti launa tónlistarfólks færi í auglýsingar , þ.e. að tónlistarfólk gæfi í reynd eftir la un í skiptum fyrir auglýsingar á hátíðinni. S lýsti því að hann væri ekki sáttur við þetta en fellt sig við þetta af hollustu við sína tónlistarstefnu. Aðspurður sagði S ekkert í aðdraganda hátíðar in nar 2020 hafa borið með sér að greiðslufyrirkomulagið yrð i með öðrum hætti en áður. 29 H sagði í skýrslu sinni fyrir dómi að hann hefði leikið á langflestum jazzhátíðum eftir miðjan tíunda áratug síðustu aldar og hann þekkti það vel að RÚV greiddi ekki samkvæmt kjarasamningi við FÍH . H kvaðst ekki vita til þess að nein samskipti hafi átt sér stað um að greiðslufyrirkomulagið yrði með öðrum hætti árið 2020. 30 G kvaðst í skýrslu sinni fyrir dómi hafa tekið þátt um 15 - 20 sinnum í Jazzhátíð Reykjavíkur. Greindi G frá því að honum væri vel kunnugt um að greiðslur væru ekki í samræmi við samning RÚV og FÍH og hann minntist þess ekki að hafa fengið beinar greiðslur frá RÚV heldur hefði hann fengið greitt frá hátíðinni. G minntist engra samskipta árið 2020 um að fyrirkomulaginu yrði breytt þannig að RÚV myndi greiða flytje ndum. 31 Bergljót Haraldsdóttir verkefnisstjóri tónlistar á Rás 1 hjá RÚV sagði í skýrslu sinni að ekkert hefði gefið til kynna að samþykki flytjenda lægi ekki fyrir eins og áskilið 6 væri í 6. gr. samnings RÚV við Jazzhátíð Reykjavíkur. Bergljót kvaðst einung is hafa verið í samskipum við Jón Ómar Árnason, framkvæmdastjóra hátíðarinnar , og hún hefði ekki nánari vitneskju um hvort samþykki lægi fyrir. Að sögn Bergljótar leit RÚV svo á að Jazzhátíð Reykjavíkur myndi gera upp við flytjendur í samræmi við réttindi þeirra . Bergljót treysti sér þó ekki til fullyrða hvort RÚV hefði í einhverjum tilvikum greitt tónlistarfólki samkvæmt töxtum kjarasamnings þegar þriðji aðili héldi tónleika. 32 Jón Ómar Árnason, framkvæmdastjóri Jazzhátíðar Reykja víkur, kvaðst aðspurður í s kýrslutöku fyrir dómi ekki minnast þess að samningur hátíðarinnar við RÚV hefði verið kynntur öllum flytjendum í samræmi við ákvæði 6. gr. samnings hátíðarinnar við RÚV. Jón Ómar kvaðst aftur á móti ekki hafa áttað sig á því að í gildi væri samningur á mil li RÚV og tónlistarmanna. 33 Jón Ómar lýsti því fyrir dóminum að flytjendum hafi verið gert kunnugt um að Jazzhátíð Reykjavíkur myndi greiða þeim fyrir flutning á tónleikum. Einhverjir meðal tónlistarmanna hefðu neitað að taka þátt en það hafi einkum verið þ eir sem störfuðu á sviði sígildrar tónlistar. Jón Ómar kvaðst aldrei hafa gefið flytjendum til kynna að þeir myndu fá samhliða greiðslur frá RÚV fyrir flutning sinn. 34 Pétur Grétarsson, sem nú starfar sem dagskrárgerðarmaður og þulur hjá RÚV, greindi frá þv í fyrir dómi að hann hefði starfað sem framkvæmdastjóri og listrænn stjórnandi Jazzhátíðar Reykjavíkur árin 2007 til 2014. Kvað vitnið að samningar við flytjendur hefðu verið með ýmsum hætti, en yfirleitt hefði verið reynt að semja um fastar greiðslur og í einhverjum tilvikum hluta af tekjum hátíðar innar . Hins vegar hafi aldrei verið gert ráð fyrir að RÚV kæmi að þessum samningum. Málsástæður og lagarök stefnanda 35 Stefnandi byggir á því að samningurinn á milli FÍH og RÚV frá árinu 2008 sé kjarasamningur . Vísar stefnandi þá jafnframt til þess að í 1. gr. samningsins komi fram að samningurinn gildi um kaupsamninga milli RÚV og félagsmanna FÍH, sbr. þó 3. gr. samningsins, sem fjalli um laun þegar hljóðritaður er flutningur á tónleikum á vegum þriðja aðila, en samningurinn gildi einnig um slíkt. 36 Stefnandi leggur áherslu á að 3. gr. samningsins feli í sér sérstakt ákvæði um greiðsluskyldu RÚV til listamanna þegar RÚV hljóðritar eða sendir út frá opinberum tónleikum sem þriðji aðili heldur , þ.e.a.s. ekki RÚV. Ás tæða fyrir þessu ákvæði sé að tryggja að tónlistarmenn fái greitt aukalega fyrir vinnu sína þegar RÚV hljóðritar og sendir út flutning þeirra þótt RÚV standi ekki sjálft fyrir flutningnum. Byggist sú greiðsla á því að það feli ávallt í sér aukavinnu fyrir listamenn þegar tónleikar eru hljóðritaðir og sendir út, auk þess sem sanngjarnt þyki og eðlilegt að tónlistarmenn gefi ekki vinnu sína alfarið til dagskrárgerðar RÚV , heldur fái greitt fyrir hana . 37 Stefnandi telur að s ú staðreynd að RÚV ákveði að greiða Ja zzhátíð Reykjavíkur sem tónleikahaldara t iltekna fjármuni fyrir að hljóðrita tónleika sem dagskrárefni fyrir stofnunina, leysi RÚV ekki undan skyldum sínum samkvæmt kjarasamningi sem 7 gildir um réttindi þeirra félagsmanna sem taka þátt í tónleikunum. RÚV be r i að greiða flytjendum samkvæmt kjarasamningi. Í þessu sambandi er vísað til bókunar 4 við samninginn, þar sem fram kemur að aðilar hans séu sammála um að virða réttindi flytjenda í hvívetna. 38 Stefnandi telur einnig að RÚV hafi brugðist þeirri skyldu sinni samkvæmt 3. gr. samningsins að láta hann vita af fyrirhugaðri upptöku og tryggja að flytjendum yrði greitt beint. Sú staðreynd leysi þó RÚV að sjálfsögðu engan veginn undan þeirri frumskyldu a ð greiða flytjendum samkvæmt samningi sem gildir um kaup þeirra og kjör um þátttöku í einstökum verkefnum sem samningurinn tekur til. 39 Að því er snertir þau andmæli sem koma fram í bréfi RÚV , dags. 22. desember 2020, um að tekið sé fram í samning i RÚV og J azzhátíðarinnar að um sé að ræða fullnaðargreiðslu og ekki sé hægt að krefja RÚV um frekari greiðslur vísar stefnandi til þess að aðili kjarasamning s geti ekki gert samning við þriðja aðila sem felur í sér lægri greiðslur en honum ber að greiða samkvæmt kj arasamningi, sbr. einnig 7. gr. laga nr. 80/1938 og 1. gr. laga nr. 55/1980 , um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda . 40 Í samningi stefnda RÚV og Jazzhátíðar fel i st enn fremur ráðstöfun á réttind um og skyldu m bæði listamannanna sem í hl ut eiga og stefnanda. Hvorki þeir listamenn né stefnandi séu aðilar að þeim samningi sem RÚV og Jazzhátíð Reykjavíkur gerðu. Aðilar þess samnings geti ekki samið í slíkum samningi um réttindi og skyldur annarra en sjálfra sín og því síður um lægri þóknun t il listamanna en kjarasamningur kveður á um. Samningur sem felur í sér að ekki beri að greiða listamönnunum fyrir hljóðritunina hafi ekkert gildi gagnvart flytjendum eða stefnanda . 41 Samkvæmt kröfugerð stefnanda gagnvart RÚV er miðað við að RÚV hafi borið a ð greiða 30% af viðmiðunarfjárhæðum í 2. gr. samningsins til flytjenda, sbr. 3. gr. samningsins. Að auki beri að greiða launatengd gjöld , sbr. 9. gr. samningsins. 42 Stefnandi bendir á að a f átta tónleikum sem RÚV hljóðritaði og eða sendi út á Jazzhátíð Reyk javíkur árið 2020 voru fimm þar sem fjöldi þátttakenda var þrír til fimm , tveir þar sem fjöldinn var sex til átta og einir tónleikar þar sem flytjendur voru fjórtán til átján . Í 2. gr. samnings aðila sé miðað við að greiddar séu er 136.049 kr. fyrir þrjá til fimm flytjendur í 41 - 60 mínútur en 30% af því , sbr. 3. gr. samningsins , séu 40.815 kr. Í sama ákvæði sé miðað við að greiddar séu 119.046 kr. fyrir sex til átta flytjendur í 41 - 60 mínútur en 30% af því séu 35.714 kr. Loks sé miðað við 102.035 kr. fyrir fjórtán til átján flytjendur í 41 - 60 mínútur en 30% af því séu 30.611 kr . Því sé ljóst að þær fjárhæðir sem félagsmönnum stefnanda voru greiddar séu lægri en þær sem bar að greiða á grundvelli samnings aðila. Málsástæður og lagarök stefnda. 43 S tefndi mótmælir öllum málatilbúnaði stefnanda að því leyti sem ekki hefur verið fallist á málatilbúnaðinn með úrskurði Félagsdóms 4. október 2022 8 44 Stefndi kveðst byggja á því að s amkvæmt 1. mgr. 1. gr. kjarasamningsins gildi hann Samkvæmt 3. mgr. 3. gr. kjarasamningsins sé Ríkisú sérstaka heildarsamninga við þriðja aðila enda hafi hann til þess fullt skriflegt umboð 45 Stefndi vísar jafnframt til þess að í málinu liggi fyrir kisútvarpsins ohf. og Jazzhátíðar Reykjavíkur, sem séu skráð félagasamtök líkt og samningurinn sjálfur beri með sér. Samkvæmt því hljóðrita og senda út í dagskrá Rásar 1 efti rfarandi átta tónleika á Jazzhátíð [sjái] um launakostnað tæknimanna og ber [i] kostnað af tækjum og aðstöðu vegna hljóðrit [sjái] Þá vísar stefndi enn fremur til ákvæða 3., 5. og 6. gr. samningsins sem rakin eru í efnisgreinum 14 til 16 hér að framan. 46 Stefndi kveðst byggja á því að k jarasamningar séu sa mningar um kaup og kjör launafólks, sem gerðir séu af stéttarfélagi og ætlað sé að gilda um tiltekinn tíma. Þar sé kveðið almennt á um kaup, mánaðar - , viku - eða tímakaup, lengd vinnutíma, dagvinnu, yfirvinnu, vaktavinnu, matar - og kaffitíma, uppsagnarfrest , orlof og greiðslur í veikindum. Kjarasamningur fel i eðli máls samkvæmt ekki í sér stofnun ráðningarsambands í skilningi vinnuréttar, heldur sé grundvöllur að þeim kjörum sem skul i gilda komi til stofnunar slíks réttarsambands á annað borð í samræmi við þ ær reglur sem gilda um stofnun slíkra réttarsambanda. 47 Stefndi bendir á að þeir einstaklingar sem kröfugerð stefnanda t aki til, hafi hvorki verið né séu í ráðningarsambandi við Ríkisútvarpið ohf. Þátttaka þeirra á hátíðinni h afi engin einkenni slíks réttar sambands haft . H afi þátttaka þeirra á hátíðinni verið undir þeim formerkjum, eða verið skilyrt við það, að stefnda Ríkisútvarpinu ohf. bæri sérstök greiðsluskylda gagnvart þeim sem launþegum á grundvelli kjarasamningsins, þvert á viðtekið fyrirkomulag til margra ára, hefðu þeir eðli máls og lögum samkvæmt þurft að stofna til ráðningarsambands við Ríkisútvarpið ohf. með gagnkvæmum vilja þess í samræmi við meginreglur samningaréttar um stofnun samninga. 48 Það hafi umræddir einstaklingar á hinn bóginn ekki gert, hvorki árið 2020 né á fyrri hátíðum þar sem áþekkt fyrirkomulag hafi ríkt. Vísar stefndi til þess að Ríkisútvarpið ohf. hefði heldur aldrei fyrir sitt leyti samþykkt slíkt, hvað þá að virtu samningsfyrirkomulagi þess og Jazzhátíða rinnar sem hafi verið við lýði til margra ára. Framangreind atriði standi jafnframt kröfum stefnanda, þ. á m. eins og sakarefninu sé markaður farvegur, bersýnilega í vegi. 9 49 Stefndi telur, a ð ofangreindu frátöldu, og einnig til fyllingar því sem þar greinir, að ekki verði séð h vað sem öðru líður að umræddur kjarasamningur geti orðið grundvöllur að kröfum stefnanda fyrir Félagsdómi. 50 Að því marki sem fyrirliggjandi kjarasamningur get i á annað borð talist hafa þýðingu fyrir úrlausn sakarefnisins, sé ljóst að um ræddur samningur á milli Ríkisútvarpsins ohf. og Jazzhátíðar Reykjavíkur tel jist kjarasamningsins. 51 Stefndi vísar til þess að samkvæmt kjarasamningnum sé Ríkisútvarpinu ohf. heimilt að gera slíka samninga, s em gang i þá jafnframt framar efni kjarasamningsins, sbr. 1. , sbr. 3. mgr. 3. gr samningsins . Þá fellst stefndi heldur ekki á þá málsástæðu stefnanda að slíkt samningsfyrirkomulag sé andstætt efni 7. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur og 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, eins og á st andi . 52 Stefndi gengur út frá því að Jazzhátíð Reykjavíkur hafi haft umboð flytjenda til að gera samning um hljóðritanir á Jazzhátíð Reykjavíkur 2020 . Jafnvel þótt slíkt umboð hafi eftir atvikum verið í verki eða byggt á venju, frekar en skriflegt, geti það einu gilt, þ. á m. að virtri þeirri staðreynd að sama fyrirkom ulag hafi verið lengi við lýði. Sé heldur ekki á því byggt í stefnu málsins að umboð hafi ekki legið fyrir. 53 Þegar af framangreindum ástæðum telur stefnandi málatilbúnaði stefnanda bresta stoð. 54 Hafi umboð til þriðja aðila ekki legið fyrir, þvert á það sem Jazzhátíð Reykjavíkur hafi lýst yfir við Ríkisútvarpið ohf., f ái stefndi ekki séð að slíkt skapi félagsmönnum FÍH kröfurétt gagnvart sér, heldur verði þeir þá að réttu lagi að snúa sér að Jazzhátíð Reykjavíkur enda hafi þeir komið fram á hátíðinni á vegum og/eða fyrir tilstuðlan þessara félagasamtaka , sem hafi um árabil verið rekstraraðili hátíðarinnar, meðal annars undir umsjón stefnanda . Þeir hafi á hinn bóginn ekki verið í ráðningarsambandi við stefnda. 55 Stefndi gengur jafnframt út frá að þeir einstaklingar sem í hlut eig a hafi tekið þóknun, beint eða óbeint, í tengslum við framkomu sína á hátíðinni. Málatilbúnaði stefnanda í stefnu málsins, hvar reynt sé markvisst að gera lítið úr tengslum stefnanda við hátíðina sé sér staklega mótmælt. Sömuleiðis kveður stefndi að engin stoð sé fyrir því sem haldið er fram í stefnu að félagsmönnum FÍH hafi fyrir hljóðritun og útsendingu frá tónleikunum og að það yrði gert upp samhliða öðru uppgjöri við þá . Slík skilaboð hafi a.m.k. ekki komið frá stefnda Ríkisútvarpinu ohf. 56 Að mati stefnda f ær þannig ekki staðist, meðal annars í kröfuréttarlegu tilliti og að virtum reglum fjármunaréttar um umboð og umboðsskort, að stefndi Ríkisútvarpið ohf. sem hafi mátt teljast í góðri trú, þ. á m. að virtu því að þetta fyrirkomulag h afi 10 lengi verið við lýði, geti að réttu lagi borið halla af og ábyrgð á meintri vanheimild viðsemjanda síns (og viðsemjanda félagsmanna stefnanda), Jazzhátíðar Reykjavíkur, þannig að stofnist til beinnar greiðsluskyldu Ríkisútvarpsins ohf. gagnvart félagsmönnum FÍH með þeim hætti að um ráðningarsamband teljist vera að ræða. Þvert á móti verð i félagsmenn FÍH þá að snúa sér að sínum viðsemjanda, þ.e. rekstraraðilanum Jazzhátíð Reykjavíkur, hafi félagasamtökin farið út fyrir umboð sitt gagnvart Ríkisútvarpinu ohf. í samningum við það, eða eftir atvikum að snúa sér að FÍH sem h afi haft bein tengsl við hátíðina. 57 Í framangreindu samhengi ítrekar stefndi að félagsmenn FÍH , þ. á m. þeir sem hér eig a í hlut, haf i ekki áður teflt fram viðlíka kröfum og röksemdum gagnvart Ríkisútvarpinu ohf. á grundvelli kjarasamningsins frá árinu 2008, þó svo að hátíðin hafi farið fram um árabil eftir sama fyrirkomulagi. 58 Stefndi kveðst byggja á því að við úrlausn sakarefnisins verð i jafnframt ekki horft fram hjá reglum fjármunaréttar um tómlæti. Aldrei fyrr haf i viðlíka kröfur verið gerðar. Aðgerðarleysi stefnanda, og þeirra sem í hlut eig a , samkvæmt framangreindu fel i í sér tómlæti, eins og það hugtak h afi verið skýrt í réttarframkvæmd, og st andi öllum kröfum, þ. á m. um að líta skuli á réttarsamböndin skyndilega sem ráðningarsambönd, í vegi. 59 Þar sem kröfur stefnanda séu viðurkenningark röfur, en ekki fjárkröfur, t aki greinargerð stefnda ekki til tölulegra útlistana í stefnu. Fari svo ólíklega að fallist yrði á kröfur stefnanda í málinu áskil ji stefndi sér allan rétt til tölulegra mótmæla við uppgjör launakrafna, þ. á m. varðandi grundvöl l útreikninga. Niðurstaða 60 Ágreiningur aðila lýtur í meginatriðum að túlkun 3. gr. samnings Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) um launataxta og önnur atriði vegna hljóðritana eða beinna útsendinga á tónlist og flutnings tónlistar í útvarpi og sjónvarpi frá 27. febrúar 2008 . Í úrskurði dómsins frá 4. október sl. þar sem frávísunarkröfu stefnda var hafnað er lagt til grundvallar að umræddur samningur sé kjarasamningur sem heyri undir lögsögu Félagsdóms samkvæmt 2. tölul. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, eins og það ákvæði hljóðaði þegar mál þetta var þingfest . 61 Dómkröfur stefnanda í málinu byggja á þ ví að kjarasamningur inn eigi við um hljóðfæraflutning félagsmanna FÍH á Jazzhátíð Reykjavíkur sem fram fór í september 2020. Enda þótt FÍH hafi tilkynnt um uppsögn samningsins 12. júní 2020, áður en umræddir tónleikar fóru fram í september sama ár, þá virð ist enginn ágreiningur um að samningurinn hafi þá enn þá verið í gildi milli aðila, sbr. 13. gr. hans, sem tekur til framlengingar og uppsagnar samningsins. 11 62 Stefndi hefur til stuðnings sýknukröfu sinni í málinu vísað til þess að kjara samningur aðila geti ekki átt við um kröfur stefnanda þar sem þeir félagsmenn FÍH sem kröfugerð hans taki til hafi aldrei verið í neinu ráðningarsambandi við RÚV . 63 Þegar deilt er um skýringu samningsákvæða, þar á meðal ákvæða sem aðilar vinnumarkaðarins semja um við gerð kjarasamninga, liggur beinast við að skýra ákvæðin samkvæmt orðanna hljóðan, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 444/2016. 64 Eins og gildissvið kjarasamnings aðila er afmarkað í 1. mgr. 1. gr. gildir samningurinn þessu orðalagi verður ekki an nað ráðið en að samningurinn gildi að meginstefnu um kaupsamninga félagsmanna FÍH við RÚV, þó með því fráviki sem greinir í 3. gr. samningsins. 65 Í 1. mgr. 3. gr. samningsins er síðan mælt sérstaklega fyrir um greiðslu skyldu RÚV til félagsmanna FÍH þegar RÚ V hljóðritar og/eða stendur að útsendingum frá opinberum tónleikum , sem þriðji aðili heldur . Nemur greiðslan þá 30% af þeim taxta sem félagsmanni ber fyrir hljóðfæraleik í hljóðritun sem ekki er frá opinberum tónleikum eða öðrum opinberum tónlistarflutning i, sbr. 2. gr. kjarasamnings aðila. 66 Af orðalagi ákvæðisins er þannig ljóst að greiðsluskylda RÚV er ekki háð því að RÚV hafi stofnað til ráðningarsambands við félagsmann stefnanda heldur er hún bundi n við hljóðfæraleik félagsmanns á tónleikum sem RÚV hljó ðritar og / eða sendir út án þess að beint ráðningarsamband sé á milli RÚV og einstakra hljóðfæraleikara . Þá leiðir af 9. gr. samningsins að fara ber með þessar greiðslur sem launagreiðslur, enda skal greiðast ofan á öll laun samkvæmt samningnum orlof, gjald í sjúkrasjóð og orlofsheimilasjóð og iðgjald í lífeyrissjóð . Verður því að hafna málsástæðum stefnda um að RÚV beri ekki greiðsluskyldu til félagsmanna FÍH á þeim forsendum að ráðningarsamband sé ekki fyrir hendi . 67 Stefndi byggir jafnframt á því að samnin gur RÚV og Jazzhátíðar Reykjavíkur sé aðila. Telur stefndi að RÚV sé heimilt að gera slíka samninga sem gangi þá jafnframt framar efni kjarasamningsins, sbr. 1. mgr. 1. gr. kjarasamningsins 68 Samkvæ mt 3. mgr. 3. gr. kjarasamningsins er RÚV eingreiðslu til FÍH vegna flytjenda fyrir hvern þátt og innan þeirra tímamarka sem um getu r í gildandi samningi aðila og muni FÍH sjá um greiðslur til þeirra. 12 69 Ljóst er að ákvæði 3. mgr. 3. gr. veitir RÚV samkvæmt orðalagi sínu heimild til að gera heildarsamninga við þriðja aðila þegar félagið hljóðritar og/eða sendir út opinbera tónleika sem f élagsmenn FÍH flytja tónlist á. Orðalag ákvæðisins ber hins vegar ekki með sér að RÚV sé að sama skapi heimilt að víkja frá þeim töxtum sem kveðið er á um í 1. mgr. 3. gr. kjarasamningsins , sbr. 2. gr., við gerð slíkra samninga. 70 Ekki verður heldur séð að önnur ákvæði 3. gr. kjarasamnings aðila renni stoðum undir þá túlkun stefnda að 3. mgr. 3. gr. feli í sér heimild til að semja við þriðja aðila um lægri taxta en kveðið er á um í 1. mgr. 3. gr. Í því sambandi verður að hafa í huga að í 4. mgr. 3. g r. samningsins, sem fjallar um beina samninga F Í H við aðila sem standa fyrir stórverkefnum á borð við tónlistarhátíðir vegna flytjenda, er einungis gert ráð en ekki fjárhæð greiðslunnar. 71 Að þessu leyti verður heldur ekk i litið fram hjá því að í 3. mgr. 3. gr. samningsins er gerð sú krafa að fullt skriflegt umboð flytjenda liggi fyrir áður RÚV gerir samning við þriðja aðila . Af þessum áskilnaði ákvæðisins verður ekki önnur ályktun dregin en að með því sé leitast við að tr yggja að það liggi fyrir með skýrum hætti við gerð samninga RÚV við þriðja aðila að félagsmenn FÍH hafi samþykkt að sami aðili geri heildarsamning a fyrir þeirra hönd. Ljóst er að engin slík umboð liggja fyrir í þessu máli í tengslum við Jazzhátíð Reykjavík ur 2020 . Telja verður að RÚV beri ótvírætt halla af því að umboð af þessum toga skorti við skýringu 3. mgr. 3. gr. samnings aðila. Þegar slík umboð eru ekki til staðar verður að hafna því að félagsmenn FÍH hafi samþykkt lægri greiðslur sér til handa. 72 Enda þótt fyrir liggi að hvorki FÍH né félagsmenn FÍH hafi um langt skeið gert neinar formlega r athugasemdir við það fyrirkomulag sem viðhaft hefur ver i ð á greiðslum stefnda RÚV í tengslum við Jazzhátíð Reykjavíkur getur sú framkvæmd ekki leitt til þess að ákvæðum kjarasamnings sé vikið til hliðar. Er þá ekki unnt að líta framhjá því að ákvæði kjarasamnings aðila kveða á um lágmarkskjör fyrir þá vinnu sem tilgreind er í 1. mgr. 3. gr., sbr. 2. gr. samningsins, sbr. ákvæði 1. gr. laga nr. 55/1980 , um starfsk jör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, og 5. og 7. gr. laga nr. 80/1938 . Af sömu ákvæðum leiðir jafnframt að RÚV getur ekki firrt sig ábyrgð á skuldbindingum kjarasamnings með samningum við þriðja aðila eða á grundvelli reglna fjármunaréttar u m tómlæti . Það fellur hins vegar utan lögsögu Félagsdóms að taka afstöðu til þess hvaða áhrif sömu reglur kunna að hafa á fjárhagslegt uppgjör félagsmanna FÍH og RÚV, sbr. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938. 73 Með vísan til þess sem að framan er rakið fellst dómurinn á kröfur stefnanda með þeim hætti sem greinir í dómsorði. Í ljósi þessara málsúrslita verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað, sbr. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála , sem telst hæfilega ákveðinn 600.000 kr. Dómsorð: 13 Viðurkennt er að Ríkisútvarpinu ohf. ber að greiða þeim félagsmönnum í Félagi íslenskra hljómlistarmanna sem léku á tónleikum tónleikaraðar Jazzhátíðar Reykjavíkur í september 2020, fyrir hljóðritanir af tónleikunum og útsendingu þeirra í dagskrá Ríkisútvarpsins, samkvæmt samningi Félags íslenskra hljómlistarmanna og Ríkisútvarpsins um launataxta og önnur atriði vegna hljóðritana eða beinna útsendinga á tónlist og flutnings tónlistar í útvarpi og sjónvarpi frá 27. febrúar 2008, með verðbótum miðað við árið 2020. Stefndi greiði stefnanda 6 00.000 krónur í málskostnað. Kjartan Bjarni Björgvinsson Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Kristín Benediktsdóttir Valgeir Pálsson 14 FÉLAGSDÓMUR Úrskurður þriðjudaginn 4. október 202 2 . Mál nr. 4 /202 2 : Bandalag háskólamanna vegna Félags íslenskra hljómlistarmanna ( Daníel I. Ágústsson lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins vegna Ríkisútvarpsins ohf. ( Álfheiður M. Sívertsen lögmaður) Úrskurður Félagsdóms Mál þetta var tekið til úrskurðar 6. september sl. að loknum málflutningi um frávísunarkröfu stefnda. Málið úrskurða Kjartan Bjarni Björgvinsson, Ásmundur Helgason, Guðni Á. Haraldsson, Kristín Benediktsdóttir og Valgeir Pálsson. Stefnandi er Bandalag háskólamanna , Borgartúni 6 í Reykjavík, fyrir hönd Félags íslenskra hljómlistarmanna, Rauðagerði 27 í Reykjavík . Stefndi er Samtök atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík, vegna Ríkisútvarpsins ohf . , Efstaleiti 1 í Reykjaví k. Dómkröfur stefnanda 74 Í málinu gerir stefna ndi eftirfarandi dómkröfur: Að viðurkennt verði með dómi að Ríkisútvarpinu ohf. beri að greiða þeim félagsmönnum í Félagi íslenskra hljómlistarmanna sem léku á tónleikum tónleikaraðar Jazzhátíðar Reykjavíkur í september 2020, fyrir hljóðritanir af tónleiku num og útsendingu þeirra í dagskrá Ríkisútvarpsins, samkvæmt kjarasamning i Félags íslenskra hljómlistarmanna og Ríkisútvarpsins frá 27. febrúar 2008, með verðbótum miðað við árið 2020. Til vara að skýra beri kjarasamning Félags íslenskra hljómlistarmanna o g Ríkisútvarpsins ohf. þannig að Ríkisútvarpinu beri að greiða þeim hljómlistarmönnum sem eru fél ags menn í Félagi íslenskra hljómlistarmanna og léku á tónleikum í tónleikaröð Jazzhátíðar Reykjavíkur í september 2020, fjárhæð sem nemur mismuninum á hlutdeil d hljómlistarmannanna í greiðs l u Ríkisútvarpsins til tónleikahaldarans og þess, sem þeim ber fyrir viðkomandi hljóðritanir og útsendingar samkvæmt 2. gr., sbr. 1. mgr. 3. gr. kjarasamningsins. Til þrautavara gerir stefnandi þá kröfu að staðfest verði með d ómi að Ríkisútvarpið ohf. hafi brotið gegn kjarasamningi Félags íslenskra hljómlistarmanna og 15 Ríkisútvarpsins ohf. með því að neita að greiða A , kt. [...] , B , kt. [...] , C , kt. [...] , D , kt. [...] , E , kt. [...] , F , kt. [...] , G , kt. [...] , H , kt. [...] , I , kt. [...] , J , kt. [...] , K , kt. [...] , L , kt. [...] , M , kt. [...] , N , kt. [...] , O , kt. [...] , P , kt. [...] , Q , kt. [...] , R, kt. [...] , og S kt. [...] , sem öll eru í Félagi íslenskra hljómlistarmanna og léku á tónleikum í tónleikaröð Jazzhátíðar Reykjav íkur í september 2020, fjárhæð samkvæmt 2. gr., sbr. 1. mgr. 3. gr. kjarasamnings milli aðila, fyrir hljóðritanir og útsendingar frá tónleikum. Dómkröfur stefnda 75 Stefndi krefst þess að kröfum stefnanda verði vísað frá dómi og að stefnanda verði gert að gre iða honum kostnað af rekstri málsins að mati dómsins. Málavextir 76 Í málinu liggur fyrir undirritað ur samningur á milli Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Ríkisútvarp sins (RÚV) frá 27. febrúar 2008 um launataxta og önnur atriði vegna hljóðritana eða beinna útsendinga á tónlist og flutnings tónlistar í útvarpi og sjónvarpi. Í 2. gr. samningsins er mælt fyrir um að greiðslur til tónlistarmanna nemi ákveðnum töxtum. Í 3. gr. samningsins er síðan kveðið á um að fyrir hljóðritanir eða útsendingar af opinb erum tónleikum sem haldnir eru af þriðja aðila skuli greiðsla til hljómlistarmanna nema 30% af gildandi töxtum FÍH samkvæmt 2. gr. Þá er í 8. gr. samningsins kveðið á um að greiðslur í honum, ásamt bókunum skyldu breytast, til hækkunar eða lækkunar, 1. jan úar og 1. júlí ár hvert í hlutfalli við breytingu á launavísitölu sem Hagstofa Íslands reiknar. 77 Í samningnum kemur fram að hann sé gerður með fyrirvara um samþykki félagsfundar en í gögnum málsins kemur fram að samningurinn hafi verið lagður fyrir félagsf und og samþykk tur þar 4. mars 2008. Í samræmi við heimildarákvæði í samningnum sagði FÍH honum upp 12. júní 2020. 78 Jazzhátíð Reykjavíkur 2020 var haldin í Hörpu 29. ágúst til 5. september 2020. Í gögnum málsins kemur fram að hátíðin eigi sér 30 ára sögu en árið 1991 mun hafa verið stofnað til sérstakra félagasamtaka um hátíðina sem bera heitið Jazzhátíð Reykjavíkur. 79 Samtökin Jazzhátíð Reykjavíkur og stefndi RÚV gerðu samning 9. ágúst 2020 um að stefndi hljóðritaði og sendi út í dagskrá Rásar 1 tilgreinda át ta tónleika dagana 29. ágúst og 4. og 5. september 2020. Samkvæmt samningnum bar Ríkisútvarpinu að greiða Jazzhátíð Reykjavíkur 800.000 kr. fyrir hljóðritunina og útsendingarnar. Skyldu 250.000 kr. greiðast í peningum og 550.000 kr. greiddar með auglýsingu m í miðlum RÚV . Tekið var fram að um væri að ræða fullnaðargreiðslu og að Jazzhátíðin ábyrgðist að samningurinn yrði kynntur öllum flytjendum og að hátíðin ábyrgðist samþykki þeirra. 80 Ágreiningslaust er að RÚV hefur greitt J azzhátíð Reykjavíkur 250 .000 krón ur samkvæmt framangreindum samningi. Stefnandi kveður að greiðslu þessari hafi verið skipt á milli hljóðfæraleikaranna í samræmi við þátttöku þeirra í 16 hljómlistarflutningnum , en hún nemi hins vegar einungis 11,73% af greiðslu miðað við þá taxta sem tónlistarmönnum á hátíðinni hafi borið að fá greitt samkvæmt samningi FÍH og RÚV frá 27. febrúar 2008 . 81 Fyrir liggur að 19 af þeim félagsmönnum FÍH sem léku á tónleikum Jazzhátíðar í september 2020 leituðu til félagsins um að gæta hagsmuna sinna vegna þess að þeir töldu RÚV hafa brotið gegn samningi þess við FÍH frá 2008 . Taldi FÍH að v angreidd laun til þessara 19 hljómlistarmanna fyrir hljóðfæraleik á tónleikunum, næmu samanlagt 772.304 kr . , ef miðað væri við að auglýsingasamningurinn hafi verið efndur í ö llum atriðum , en 1.057.898 kr. ef svo væri ekki. Af því tilefni sendi FÍH kröfubréf til RÚV 15. desember 2020 vegna vangreiddra launa til sömu 19 tónlistarmanna, samtals að fjárhæð 772.240 kr. 82 Með bréfi , dags . 22. desember 2020 , til lögmanns FÍH hafnaði R ÚV greiðsluskyldu með þeim rökum að stefndi hafi ekki samið beint við hljómlistarmennina um greiðslu fyrir hljóðfæraleik þeirra á hinum hljóðrituðu og útsendu tónleikum, heldur hafi verið samið beint við skipuleggjendur tónleikanna. Í samnin gi RÚV við Jazz hátíð Reykjavíkur sé skýrt kveðið á um að Jazzhátíð ábyrgist að umræddur samningur sé kynntur öllum flytjendum og ábyrgist einnig samþykki þeirra vegna hljóðritana og útsendinga tónleikanna. Enn fremur hafi Jazzhátíð Reykjavíkur ábyrgst að RÚV bæri engar f rekari fjárskuldbindingar vegna hljóðritana og útsendinga. Málsástæður og lagarök stefnanda 83 Stefnandi byggir á því að samningurinn á milli FÍH og RÚV frá árinu 2008 sé kjarasamningur. Vísar stefnandi í því sambandi til þess að í lögum nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur, séu engin ákvæði um það hvað í kjarasamningi skuli standa, ef frá eru skilin ákvæði um samningstíma og uppsagnarfrest. Ekki séu heldur nein skilyrði að lögum til að nefna kjarasamning einhverju sérstöku heiti. Hins vegar geym i kjarasamningar ýmis almenn ákvæði um kaup, kjör og vinnuskilyrði. 84 Af hálfu stefnanda er jafnframt vísað til þess að s amningur inn sem um ræðir í málinu fjalli samkvæmt yfirskrift sinni um launataxta vegna hljóðritana eða beinna útsendinga á tónlistarflutni ngi. Í 1. gr. samningsins komi fram að hann gildi um kaupsamninga milli RÚV og félagsmanna FÍH , en einnig sé vísað í ákvæðinu til 3. gr., þar sem sérstaklega er fjallað um laun til flytjenda þegar RÚV hljóðritar tónleika sem haldir eru af þriðja aðila. Um sé að ræða samning sem borinn var undir atkvæði félagsmanna á félagsfundi og samþykktur þar. 85 S tefnandi telur að s amningurinn sé ekki verksamningur, enda feli hann ekki í sér neina vinnuskyldu félagsmanna FÍH í þágu RÚV eða nokkurra annarra, né að samkvæmt honum skuli vinna einhver tiltekin verk. Í verksamningi felist beinlínis að verktaki taki að sér ákveðið verk eða þjónustu og ber i skyldu til að leysa það verk eða þjónustu af hendi með tilteknum hætti innan tiltekinna tímamarka. Um það sé ekki að ræða í þ essum samningi. 17 86 Af hálfu stefnanda er einnig vísað til þess að í 1. gr. samningsins komi fram að samningurinn gildi um kaupsamninga milli RÚV og félagsmanna FÍH , sbr. þó 3. gr. samningsins, sem fjall i um laun þegar hljóðritaður er flutningur á tónleikum á vegum þriðja aðila, en samningurinn gildi einnig um slíkt. Í 2. gr. samningsins komi fram að greiða skuli félagsmönnum FÍH fyrir hljóðfæraleik í hljóðritun, sem ekki er frá opinberum tónleikum eða öðrum opinberum tónlistarflutningi, samkvæmt þeim töflum se m þar eru settar fram. Samkvæmt 8. gr. samningsins skuli þær fjárhæðir breytast í hlutfalli við launavísitölu. 87 Í 9. gr. samningsins sé svo kveðið á um það að ofan á öll laun samkvæmt 2. gr. samningsins skuli greiða 10,17% orlof, 1% í sjúkrasjóð og 0,25% í orlofsheimilasjóð FÍH. Þá segi jafnframt að RÚV skuli greiða 8% framlag í lífeyrissjóð á móti 4% framlagi viðkomandi listamanns. Gengi ð sé út frá því að ákvæði laga um staðgreiðslu af launum gildi samkvæmt gildandi lögum eins og um öll laun samkvæmt kjarasamningum. Samningurinn ber i því öll einkenni þess að vera kjarasamningur um laun. Kveðið sé á um launagreiðslur og öll launatengd gjöl d fyrir vinnuframlag. 88 Stefnandi leggur áherslu á að í 3. gr. samningsins sé sérstakt ákvæði um greiðsluskyldu RÚV til listamanna þegar RÚV hljóðritar eða sendir út frá opinberum tónleikum sem þriðji aðili heldur , þ.e.a.s. ekki RÚV. Ástæða ákvæðisins sé sú að tryggja að tónlistarmenn fái greitt aukalega fyrir vinnu sína þegar flutningur þeirra er hljóðritaður af og sendur út hjá RÚV þótt RÚV standi ekki sjálft fyrir flutningnum, heldur þriðji aðili. Byggist sú greiðsla á því að það feli ávallt í sér aukavin nu fyrir listamenn þegar tónleikar eru hljóðritaðir og sendir út, auk þess sem sanngjarnt þyki og eðlilegt að tónlistarmenn gefi ekki vinnu sína alfarið til dagskrárgerðar RÚV , heldur fái greitt fyrir það. 89 Stefnandi telur að s ú staðreynd að RÚV ákveði að g reiða Jazzhátíð Reykjavíkur sem tónleikahaldara t iltekna fjármuni fyrir að hljóðrita tónleika sem dagskrárefni fyrir stofnunina, leysi RÚV ekki undan skyldum sínum samkvæmt kjarasamningi sem gildir um réttindi þeirra félagsmanna sem taka þátt í tónleikunum . RÚV ber i að greiða flytjendum samkvæmt kjarasamningi. Í þessu sambandi er vísað til bókunar 4 við samninginn, þar sem fram kemur að aðilar hans séu sammála um að virða réttindi flytjenda í hvívetna. 90 Stefnandi telur einnig að RÚV hafi brugðist þeirri sky ldu sinni samkvæmt 3. gr. samningsins að láta FÍH vita af fyrirhugaðri upptöku og tryggja að flytjendum yrði greitt beint. Sú staðreynd leysi þó RÚV að sjálfsögðu engan veginn undan þeirri frumskyldu að greiða flytjendum samkvæmt samningi sem gildir um kau p þeirra og kjör um þátttöku í einstökum verkefnum sem samningurinn tekur til. 91 Að því er snertir þau andmæli sem koma fram í bréfi RÚV , dags. 22. desember 2020, um að tekið sé fram í samning i RÚV og Jazzhátíðarinnar að um sé að ræða fullnaðargreiðslu og e kki sé hægt að krefja RÚV um frekari greiðslur vísar stefnandi 18 til þess að aðili kjarasamning s geti ekki gert samning við þriðja aðila sem felur í sér að greiða lægri greiðslur en honum ber samkvæmt kjarasamningi, sbr. einnig 7. gr. laga nr. 80/1938 og 1. gr. laga nr. 55/1980 , um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda . 92 Í samningi stefnda RÚV og Jazzhátíðar fel i st enn fremur ráðstöfun á réttind um og skyldu m bæði listamannanna sem í hlut eiga og FÍH . Hvorki þeir listamenn né stefnandi séu aðilar að þeim samningi sem RÚV og Jazzhátíð Reykjavíkur gerðu. Aðilar þess samnings geti ekki samið í slíkum samningi um réttindi og skyldur annarra en sjálfra sín og því síður um lægri þóknun til listamanna en kjarasamningur kveður á um. Samningur sem f elur í sér að ekki beri að greiða listamönnunum fyrir hljóðritunina hafi ekkert gildi gagnvart flytjendum eða FÍH . 93 Samkvæmt kröfugerð stefnanda gagnvart RÚV er miðað við að RÚV hafi borið að greiða 30% af viðmiðunarfjárhæðum í 2. gr. samningsins til flytj enda, sbr. 3. gr. samningsins. Að auki beri að greiða launatengd gjöld , sbr. 9. gr. samningsins. Málsástæður og lagarök stefnda 94 Stefndi gerir þá kröfu að málinu verði vísað frá dómi þar sem viðurkenningarkrafa stefnanda eigi ekki undir F lagsd m samkvæm t 2. t ölu l. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 um st ttarf l g og vinnudeilur, en samkvæmt þeirri grein sé verkefni F lagsd ms að dæma m lum sem r sa t af kærum um brot vinnusamningi eða t af greiningi um skilning vinnusamningi eða gil di hans 95 Þ svo engin formleg skilgreining s l gum nr. 80/1938 þ hafi kjarasamningur verið skilgreindur sem skriflegur samningur sem gerður sé milli st ttarf lags annars vegar og atvinnurekanda, eða f lags atvinnurekanda eða sambands atvinn urekenda hins vegar um kaup og kj r og nái til allra þeirra launamanna sem vinna f lagssviði st ttarf lagsins. 96 Stefndi vísar til þess að samningurinn sem gerður var 27. febr ar 2008 kveði um greiðslur til t nlistarmanna þegar þeir koma fram tvarpi og sj nvarpi RÚV allt að 80 m n tur. Formlegt r ðningarsamband sé ekki til staðar. Greitt hafi verið samkvæmt þeim samningi þegar stefndi hefur beint samband við t nlistarmenn innan F H um t nlistaratriði i tvarpi og sj nvarpi. Samni ngurinn uppfyll i þv ekki það skilyrði kjarasamninga að vera fyrir launamenn enda afhend i félagsmenn FÍH almennt reikning vegna framkomunnar. Þótt aðilar málsins hafi undirritað samninginn verði hann ekki þar með sj lfkrafa að kjarasamningi. 97 Af hálfu stefnda er einnig vísað til þess að samkvæmt 1. gr. samningsins gildi hann um kaupsamninga milli R V og f lagsmanna F H... sbr. þ 3. gr. Í 3. gr. samningsins sé síðan kveðið s rstaklega um samninga R V við þriðja aðila. Samningar gerði r grundvelli 3. gr. geti þv ekki talist vera kaupsamningar milli R V og f lagsmanna F H, enda sé s rstaklega tilgreint 1. gr. að þeir falli ekki þar undir. 19 98 Stefndi vísar ti l þess að í 3. mgr. 3. gr. samningsins komi fram að honum sé heimilt að gera s rstaka heildarsamninga við þriðja aðila enda hafi hann til þess fullt skriflegt umboð flytjenda. Flytjendur veiti þv þriðja aðila, þessu tilviki Jazzh t í ð Reykjav kur, umboð til að semja um endurgjald vegna flutningsins og ber i þv Jazzh t ðin byrgð skuldbindingum gagnvart flytjendum. 99 Stefndi telur e kkert samningssamband vera milli f lagsmanna FÍH og RÚV varðandi þetta verkefni. Ekkert r ðningarsamband liggi til grundvallar þessum kr fum l kt og þegar kaupsamningar eru gerðir milli atvinnurekanda og launamanna. 100 Stefndi vísar til þess að á greiningur um gildi samningsins í máli þessu hafi komið til kasta F lagsd ms og Hæstar ttar, sbr. dóm Hæstaréttar frá 9. júní 1995 í máli nr. 185/1995. þv m li hafi verið samið um ve rktakagreiðslur fyrir framkomu þætti dagskr sj nvarps en Hæstiréttur hafi vísað málinu frá F lagsd mi þeim grunni að samningur RÚV og t nlistarmannanna sem um ræddi hafi verið verksamningur. Stefndi telur að sömu sj narmið eigi við í þessu máli þar sem samningur hafi verið gerður við t nleikahaldara sem hafi til þess umboð viðkomandi t nlistarmanna. 101 Stefndi bendir á að Jazzh t ð Reykjav kur f r ekki fram að frumkvæði eða að sk RÚV og RÚV hafði ekki neina millig ngu um val t nlistarmanna eða fj lda þeirra Jazzh t ðinni. RÚV hafi engin hrif haft það hvaða t nlistarmenn komu þar fram eða fj lda þeirra sem t ku þ tt hverju atriði. Sama gildi um gerð samninga við hlj mlistarmennina, auk þess sem RÚV hafi enga r uppl singar um innihald þeirra eða nokkra yfirs n yfir greiðslur til þeirra fr Jazzh t ð Reykjav kur. 102 Stefndi telur að það falli utan verksviðs F lagsd ms samkvæmt 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 að skera r um gildi verksamninga. Það form að samið s við þriðja aðila vegna t nlistarflutnings eru undantekningalaust samningar um framkvæmd verkefnis sama h tt og gerðir eru við verktaka. Aðeins hafi verið samningssamband milli Jazzh t ðar Reykjav kur og tilgreindra hlj mlistarmanna um g reiðslur vegna þ ttt ku Jazzh t ðinni. Jazzh t ðin sé s rstakur l gaðili með s rstaka kennit lu. 103 Stefndi byggir á því að samningur inn frá 29. ágúst 2020 hafi verið gerður milli RÚV og Jazzhátíðar Reykjavíkur en ekki við launamenn. Jazzdeild F ÍH hafi hins vegar staðið að Jazzh t ð Reykjav kur fr upphafi rið 1991 og haft ein umsj n með framkvæmd hennar s ðan 1998 . Með v san til þess að FÍH sé raun skipuleggjandi og umsj naraðili umræddrar t nlistarh t ðar og ber i þannig byrgð undirritun samnings ins við RÚV þ komi 7 . gr. laga nr. 80/1938 ekki til skoðunar. 104 Um málskostnaðarkröfu stefnda vísar stefndi til 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. og 69. gr. laga nr. 80/1938. Niðurstaða 105 Samkvæmt 2. tölul. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1 938 , um stéttarfélög og vinnudeilur , eins og það ákvæði hljóðaði þegar mál þetta var þingfest, er verkefni Félagsdóms að 20 dæma í málum sem rísa út af kærum um brot á vinnusamningi eða út af ágreiningi um skilning á vinnusamningi eða gildi hans. Með vinnusam ningi samkvæmt framangreindu ákvæði er átt við kjarasamning. 106 Málatilbúnaður stefnanda í þessu máli byggist á því að FÍH og Ríkisútvarpið ohf. hafi gert með sér samning 27. febrúar 2008 um launataxta og önnur atriði vegna hljóðritana eða beinna útsendinga og flutnings tónlistar í útvarpi og sjónvarpi og að sá samningur sé kjarasamningur í skilningi laga nr. 80/1938. Samningurinn falli þar með undir lögsögu Félagsdóms. 107 Til stuðnings þessari málsástæðu hefur stefnandi lagt fram undirritaðan samning sem dagsettur er 27. febrúar 2008. Í samningnum segir enn fremur hann sé gerður með fyrirvara um samþykki félagsfundar en í gögnum málsins kemur fram að samningurinn hafi verið lag ður fyrir félagsfund og samþykkt ur þar 4. mars 2008. 108 Af ákvæðum samningsins verður ráðið að þar er fjallað um réttindi og skyldur félagsmanna FÍH gagnvart stefnda RÚV ohf., en ágreiningslaust er að FÍH er sem stéttarfélag lögformlegur samningsaðili u m kaup og kjör félagsmanna sinna, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. samningsins gildir hann um kaupsamninga milli RÚV og félagsmanna FÍH sé ekki samið á annan veg um einstök verkefni til hækkunar frá því sem greinir í samningnum , sbr. þó 3. gr. Í 2. mgr. 1. gr. samningsins er enn fremur kveðið á um að fyrst og fremst skuli ráðnir fullgildir félagsmenn FÍH. 109 Í öðrum ákvæðum samningsins er fjallað um greiðslur RÚV ohf. til félagsmanna FÍH, sbr. 2. og 3. gr. samningsins. Þá er kveði ð á um það í 8. gr. samningsins að greiðslur samkvæmt samningnum skuli breytast í hlutfalli við breytingu á launavísitölu sem Hagstofa Íslands reiknar. Samkvæmt 9. gr. skal greiðast orlof, gjald í sjúkrasjóð og orlofsheimilasjóð og iðgjald í lífeyrissjóð o fan á öll laun samkvæmt samningnum. 110 Í ljósi þess sem að framan er rakið verður að leggja til grundvallar að samningurinn sem um ræðir sé kjarasamningur sem heyrir að réttu lagi undir valdssvið Félagsdóms á grundvelli 2. tölul. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/ 1938. 111 Dómurinn telur ekki efni til að fallast á þá málsástæðu stefnda 1. gr. samningsins feli í sér að samningar sem gerðir eru á grundvelli 3. gr. geti ekki talist vera samningar á milli R V og f lagsmanna FÍH um kaup. L jóst er að hvorki orðalag 1. gr. né 3. gr. ber með sér að undanskilja hafi átt ákvæði 3. gr. frá öðrum ákvæðum samningsins um kjör félagsmanna FÍH . Að því er varðar málsástæður stefnda um að vísa beri málinu frá þar sem ekkert ráðningarsamband sé á milli R ÚV og félagsmanna stefnanda þá lúta varnir stefnda að þessu leyti að því að RÚV eigi ekki að réttu lagi aðild að málinu. Samkvæmt 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 leiðir aðildarskortur til sýknu en ekki frávísunar. Getur frávísunarkrafa stefnda því ekki ko mið til álita á grundvelli þessarar málsástæðu. 21 112 Varakrafa stefnanda kveður á um að viðurkennt verði að skýra beri samning aðila á þann veg að greiða beri félagsmönnum FÍH fjárhæð sem nemur mismuninum á hlutdeild hljómlistarmannanna í greiðslu stefnda RÚV til Jazzhátíðar Reykjavíkur og þess sem greiða skyldi fyrir viðkomandi hljóðritanir og útsendingar samkvæmt samningi aðila frá 27. febrúar 2008 . Þ að er ekki í verkahring Félagsdóms að úrskurða um hvaða mismun RÚV beri að greiða einstökum félagsmönnum FÍH vegna tiltekinnar vinnu. Þar sem í varakröfu stefnanda felst að dómurinn úrskurði um ágreining um launauppgjör sem á undir almenna dómstóla er henni vísað frá dómi af sjálfsdáðum. Þrautavarakrafa stefnanda felur hins vegar efnislega í sér að viðurkennt ver ði með dómi að RÚV hafi broti gegn ákvæðum kjarasamnings. Fellur hún því undir valdsvið Félagsdóms, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, sem áður er vitnað til. 113 F rávísunarkröfu stefnda er að öðru leyti hafnað en rétt þykir að málskostnaður bíð i efnislegs dóms. Úrskurðarorð : Varakröfu stefnanda er vísað frá dómi. Frávísunarkröfu stefnda, Samtaka atvinnulífsins vegna RÚV ohf., er að öðru leyti hafnað. Málskostnaður bíður efnisdóms.