1 Ár 201 9 , þriðj udaginn 15. október , er í Félagsdómi í málinu nr. 17/2019 Félag íslenskra náttúrufræðinga ( Jón Sigurðsson lögmaður) gegn Mosfellsbæ ( Heiðar Örn Stefánsson lögmaður) kveðinn upp svofelldur ú r s k u r ð u r : Mál þetta var tekið til úrskurðar 10. október sl. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Guðni Á. Haraldsson , Guðmundur B. Ólafsson og Gísli Gíslason . Stefnandi er Félag íslenskra náttúrufræðinga, Borgartúni 6 í Reykjavík . Stefndi er Mosfellsbær, Þverholti 2 í Mosfellsbæ . Dómkröfur stefnanda Stefnandi krefst þess að eftirtalið starf verði með dómi fellt út af skrá yfir þau störf hjá stefnda sem eru undanþegin verkfallsheimild og birt var í B - deild Stjórnartíðinda með auglýsingu nr. 11 3/2019 þann 31. janúar 2019: - Skipulagsfulltrúi - 1 stöðugildi. Þá krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins, auk virðisaukaskatts, samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Dómkröfur stefnda Í þinghaldi 24. september sl. lýsti lögmaður stefnda því yfir að s tefndi f é llist á dómkröfu stefnanda í stefnu að öðru leyti en því að hann mótmæl t i málskostnaðarkröfu stefnanda og krafðist þess að málskostnaður milli aðila f é lli niður. Niðurstaða Mál þetta var þingfest 26. ágúst sl. Lögmaður stefnda fékk frest til framlagningar greinargerðar til 24. september sl. en svo sem fram er komið lýsti hann því þá yfir að stefndi féllist á dómkröfu stefnanda í stefnu að öðru leyti en því að mótmælt var málskostnaðarkröfu stefnanda og þess krafist að málskostnaður milli aðila yrði látinn falla niður. Málið var tekið fyrir að nýju 10. október sl. og gerðu aðilar þá dómsátt um að þeir væru sammála um að starf skipulagsfulltrúa, eitt stöðugildi, félli út af skrá yfir þau störf hjá stefnda sem eru undanþegin 2 verkfallsheimild og birt var í B - deild Stjórnartíðinda með auglýsingu nr. 113/2019 þann 31. janúar 2019 og urðu j afnframt ásáttir um að stefndi birti auglýsingu þess efnis fyrir 18. október 2019. Í sama þinghaldi var málið flutt um málskostnaðarkröfur aðila og ágreiningur þeirra að því leyti lagður í úrskurð Félagsdóms. Svo sem framlögð tölvuskeyti milli aðila bera með sér sendi stefndi stefnanda skrá yfir þau störf hjá Mosfellsbæ , sem stefndi taldi vera undanskilin verkfallsheimild , þann 29. janúar 2019. Óskaði stefndi jafnframt eftir því að athugasemdir við skrána , ef einhverjar væru, yrðu sendar bæði til lögmanns stefnda og mannauðsstjóra . Af hálfu stefn an da var samdægurs óskað eftir rökstuðningi stefnda fyrir því að starf skipulagsfulltrúa væri á undanþágulista num og jafnframt vísað til ákvæða um samráð ráðherra og sveitarfélaga við stéttarfélög áður en til birtin gar slíkra skráa kæmi, sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna . Var tekið fram að svo unnt yrði að uppfylla skilyrði lagaákvæðisins um undangengið samráð við viðkomandi stéttarfél ög , legði stefnandi til að stefnd i færð i rök fyrir því að nefnt starf yrði undanskilið verkfallsheimild svo hann gæti tekið afstöðu til þess. Í svari stefnda sama dag kemur fram að starf skipulagsfulltrúa falli undir ákvæði 6. - 8. töluliðar 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 og sé því á skrá yfir störf sem undanþegin séu verkfallsheimild. Um stöðu skipulagsfulltrúa var jafnframt vísað til ákvæða 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og um störf hans til viðauka I við samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar . Með bréfi til stefnda , dagsettu 30. janúar 2019, lý sti stefnandi þeirri afstöðu sinni að hann teldi að ekki hefði farið fram samráð við viðeigandi stéttarfélag í samræmi við ákvæði 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 og hafnaði því jafnframt að starf skipulagsfulltrúa væri á undanþágu lista. Þ ann 31. janúar 20 19 birt ist í Lögbirtingablaðinu auglýsing stefnda um óbreytta skrá yfir þau störf hjá Mosfellsbæ , sem eru undanskilin verkfallsheimild , þar sem meðal annars er að finna starf skipulagsfulltrúa, eitt stöðugildi . Stefnandi sendi formleg andmæli sín gegn skránni samkvæmt 4. málslið 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 með bréfi til stefnda , dagsettu 28. febrúar sl . Ekki verður séð að til frekari samskipta hafi komið milli aðila vegna málsins fyrr en með bréfi lögmanns s tefnanda 19. ágúst sl. þar sem hann tilkynnti stefnda um höfðun máls þessa. Þegar litið er til framangreindra samskipta málsaðila verður að telja að þeim hafi báðum frá upphafi verið ljóst að ágreiningur væri milli þeirra um það hvort starf skipulagsfull trúa hjá stefnda ætti að vera undanskilið verkfallsheimild. Stefnda mátti því vera ljóst að með birtingu óbreyttrar skrár í Lögbirtingablaði , sem stefnandi hafði gert athugasemdir við og síðar andmælt formlega, hefði stefnandi f engið fullt tilefni til að höfða mál fyrir Félagsdómi á grundvelli 4. málslið ar 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 til að fá umrætt starf fellt út af birtri skrá . A llt að einu var það ekki fyrr en eftir að mál þetta var þingfest og greinargerðarfrestur liðin n sem stefndi féllst á dóm kröfu stefnanda. Með hliðsjón af því sem hér hefur verið rakið og með vísan til meginreglu 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og 3 vinnudeilur, verður stefnda ge rt að greiða stefnanda vegna málskostnað ar þá fjárhæð sem í úrskurðar orði greinir sem þykir hæfileg miðað við atvik málsins. Ú r s k u r ð a r o r ð: Stefndi, Mosfellsbær, greiði stefnanda, Félagi íslenskra náttúrufræðinga, 350.000 krónur í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Guðmundur B. Ólafsson Gísli Gíslason