1 Ár 20 12 , mánu daginn 12. nóvem ber , er í Félagsdómi í málinu nr. 9 /201 2 Alþýðusamband Íslands f.h. Starfsgreinasambands Íslands vegna Verkalýðsfélags Akraness gegn íslenska ríkinu vegna Heilbrigðisstofnunar Vest urlands kveðinn upp svofelldur D Ó M U R Mál þetta var dómtekið 4. október 2012 að loknum munnlegum málflutningi. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir , Gylfi Knudsen, Kristjana Jónsdóttir, Lára V. Júlíusdóttir og Inga B. Hjaltadóttir . Stefnandi er Alþ ýðusamband Íslands, kt. 420169 - 6209, Sætúni 1, Reykjavík, f.h. Starfsgreinasambands Íslands, kt. 601000 - 3340, Sætúni 1, Reykjavík, vegna Verkalýðs félags Akraness, kt. 680269 - 6889, Sunnubraut 13, Akranesi Stefndi er í slenska ríkið vegna Heilbrigðisstofnun ar Vesturlands, kt. 630909 - 0740, Merkigerði 9, Akranesi. Dómkr öfur stefnanda Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði að ákvörðun Heilbrigðisstofnunar Vesturlands um að hætta greiðslum vakta álags í helgidagafríum til félagsmanna Verkalýðsfélags Akra ness, sem starfa hjá Heil brigðis stofnun Vesturlands á Akranesi, feli í sér brot á framkvæmd greinar 2.6.7 í aðal kjara samningi fjármála ráðherra, f.h. ríkissjóðs og Starfsgreinasambands Íslands, f.h. Verka lýðsfélags Akra ness, gagnvart félagsmönnun Ver kalýðsfélags Akraness sem starfa við Heil brigðisstofnun Vestur - lands á Akranesi. Stefnandi krefst þess einnig að viðurkennt verði að stefnda sé skylt að greiða félagsmönnum Verkalýðsfélags Akraness, sem starfa við Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranes i, vaktaálag á helgidagafríum frá 1. janúar 2011. Þá krefst stefnandi þess að viðurkennt verði að vaktaálag á greiðslur í helgidagafríum sé hluti af föstum launum félags manna Verkalýðsfélags Akraness sem starfa hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akrane si. 2 Í öllum tilvikum krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað samkvæmt framlögðu málskostnaðaryfirliti, ásamt virðis - aukaskatti á málflutningsþóknun. Dómkröfur stefnda Stefndi krefst aðallega sýknu af öllum krö fum stefnanda og að honum verði tildæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati réttarins. Til vara er þess krafist að málskostnaður verði látinn niður falla. Málavextir Dómkröfur þessa máls eru settar fram vegna félagsmanna Verkalýðsfélags Akrane ss (hér eftir vísað til sem VLFA) , sem starfa hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi (hér eftir vísað til sem HVE ). Félagsmenn VLFA hafi um árabil fengið greitt vakta álag í helgidagafríum frá störfum sínum hjá H VE og áður forvera hennar, Heilbrigði sstofnuninni Akranesi. Síðarnefnd stofnun sameinaðist öðrum stofnunum undir nafni stefnda með reglugerð nr. 448/2009, um breytingu á reglugerð nr. 764/2008 um sameiningu heilbrigðisstofnana. Stefnandi kveður greiðslu vaktaálags í helgidagafríum hafa verið byggða á túlkun aðil a á ákvæði 2.6.7 í kjara - samningi milli fjármálaráðherra f.h. r íkissjóðs og Starfsgrein asam bandsins f.h. VLFA o g fl eiri um að í stað þess að fá greidda vinnu sem unnin væri á sérstökum frí dögum s em yfirvinnu, sbr. ákvæði 2.3.2 í kjara samning n um, ætti st arfsmaður sem grein 2.6.7 tæki til, val um að fá frí á óskertum föstum launum í 88 vinnuskyldustundir á ári miðað við fullt starf í heilt ár, þar með talið vaktaálag. Stefnandi kveður ákvæðið hafa verið túlkað og framkvæmt athugasemdala ust með þessum hætti um langt árabil. Í svari Ásgeirs Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra fjármál a og rekstrar hjá HVE , við spurningum Vilhjálms Bi rgissonar, for manns VLFA, dagsettu 29. nóvember 2011, kemur fram að eftir úttekt launafulltrúa hafi komið í ljós að það hafi verið upp og ofan hvort laun væru greidd með þessum hætti í fríum eða hvort greitt hafi verið orlof ofan á álag eins og gert sé nú í öllum tilfellum, líkt og segi r í sv arinu. Segir í stefnu að samkvæmt elstu heimildum hafi framkvæmd greiðslna v erið með þessum hætti til fast ráðinna sta rfsmanna frá árinu 1985 . Greiðslur þessar hafi verið felldar niður hinn 31. desember 2010 eftir ábendingu frá Fjársý slu ríkisins og í sam ráði við s tarfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, þar sem það hafi veri ð metið svo að greiðslurnar væru ekki í samræmi við kjarasamning. Allt vaktaálag starfsmanna hafi jafn framt verið bætt með reiknuðu orlofi til að koma til móts við þessa breytingu. Í áðurgreindu svari frá Ásgeiri Ásgeirssyni til Vilhjálms Birgissonar segi að litið sé svo á að með þessu sé ekki verið að skerða laun starfsmanna stofnunar innar, heldur séu þau útfærð með öðrum hætti, þ.e. með 3 áreiknuðu orlofi. Komi þar jafnframt fram a ð á ári hverju hafi 24 starfsmenn að meðaltali fengið þessar greiðslur og þ eir hafi unnið í býtibúrum, við ræstingu og í eld - húsi. Þá segi að uppsagnarfrestur þessara starfsmanna hafi verið þrír mánuðir. Með bréfi , dagsettu 1. nóvem ber 2010 til trúnaðarmanna VLFA, var staðfest af hálfu HVE að frá og með 1. janúar 2011 myndi HV E hætta greiðslum vaktaálags í helgid agafríum. Var það sagt vera í samræmi við túlkun og ábendingu starfsmannas krifstofu fjármálaráðuneytisins . Hinn 3. nóvember 2011 ritaði VLFA bréf til HVE þar sem þess var óskað að framan greind breyting á fram kvæmd kja ra - samn ings ins yrði þegar afturkölluð og laun starfs manna leiðrétt, þar sem það ætti við, með vísan til þar til greindra raka en að ö ðrum kosti yrði málinu vísað til Félagsdóms. Þessu bréfi hafi HVE svarað með bréfi , dagsettu 8. nóvember 2011, þar sem r aktar hafi verið ástæður þess að umþrættar greiðslur hafi verið felldar niður og því teflt fram að greiðslurnar hafi viðgengist ranglega í einhver ár á stofnuninni og slíkt beri að leiðrétta. Hafi kröfu VLFA verið hafnað. Málsástæður stefnanda og lagar ök Stefnandi kveður ágreining máls þessa vera um skilning á kjarasamn ingi og gildi hans og sé málið því höfðað fyrir Félagsdómi samkvæmt IV. kafla laga um stéttarf élög og vinnudeilur nr. 80/1938 en í 39. gr. sé fjallað um tilnefningu dómara og í 45. gr. u m aðild og fyrirsvar. Stefnandi byggir kröfur sínar á því að áralöng og athugasemdalaus framkvæmd á kjarasamningi milli aðila, þar sem vaktaálag hafi verið greitt á h elgidagafríum allt fram til 31. desember 2010, feli í sér svo sterka venju að henni verð i ekki vikið til hliðar nema með því að taka ákvæðið sérstak lega upp í kjarasamningi og semja um það upp á nýtt milli aðila. Vísar stefndi um það til almenn r a reglna samningaréttar og vinnuréttar um að venja skapi inntak kjarasamninga og ráðningarsamninga . Stefnandi byggir á því að stefndi hafi í bréfum sínu m viðurkennt og lýst yfir að kjarasamningur aðila hafi verið framkvæmdur í samræmi við dóm kröfur stefnanda í máli þessu um árabil. Sé því komin fram sönnun um að svo sterk venja hafi skapast um skilnin g og framkvæmd samningsins að honum verði ekki breytt nema með því að gera nýjan kjarasamning. Skipti engu máli af hvaða ástæðum skilningur eða framkvæmd samnings var með þeim hætti sem raun bar vitni. Félagsmenn VLFA hafi í öll þessi ár þegið laun samkvæm t tilgreindri framkvæmd í góðri trú. Hafi þ essu auk þess ekki verið breytt þó tt kjarasamningar hafi verið teknir upp frá því sú framkvæmd, sem gerð er krafa um að áfram verði beitt , festist í sessi. Verði stefndi að bera hallann af því að hafa ekki haldið eigin túlkun á loft i eða gætt betur að framkvæmd samnings af sinni hálfu, ef hann hafði annan skilning á samningum heldur en þann , sem lá til grundvallar launagreiðslum hans. St oði ekki að vísa til upplýsingarita , sem stefndi 4 hafi útbúið einhliða , enda séu þau ekki kjarasamningur og get i aldrei skákað honum eða breytt inntaki hans. Stefnandi byggir enn fremur á því að honum sé tækt að höfða mál þetta um réttindi félags manna VLFA , sem starfa hjá HVE á Akranesi, óháð því hvernig sami samningur hafi verið tú lkaður á öðrum starfsstöðvum HVE eða m illi annarra aðila sem ekki eigi aðild að þessu máli. Til stuðnings ofangreindum málsástæðum sínum vísar stefndi til dóms Félagsdóms í máli nr. 3/2011 sem hafi fordæmisgildi um ofangreind atriði. N ý túlkun eða skilni ngur s tarfsmannaskrifstofu fjármálaráðu neytisins eða Fjársýslu ríkisins á framkvæmd kjarasamnings aðila geti ekki réttlætt einhliða og svo að segja fyrirvaralausa breytingu á skilningi og gildi kjara samnings sem hafi viðgengist árum saman. Sé hvorug þess ara stofnanna eða deilda bær til þess einhliða að gefa fyrirmæli um skilning eða túlkun á kjara samningi . Stefnandi byggir á því að ekki sé hægt að segja starfsmönnum upp greiðslum vaktaálags í helgarfríum með sama hætti og unnt sé að segja upp einstaklin gsbundnum ráðningar kjörum, enda ljóst að framkvæmdin hafi ekki tekið mið af einstaklingsbundum ákvæðum ráðningar samnings, heldur skilningi aðila á ákvæði kjarasamnings sem um 24 starfsmenn að jafnaði hafi þegið greiðslur samkvæmt á hverju ári. Kröfur ste fnanda grundvallist á túlku n kjara samnings samkvæmt venju sem ekki verði breytt nema með því að gera nýjan kjarasamning fyrir félagsmenn VLFA sem starfa hjá HVE á Akranesi. Vísar stefndi í þessu sambandi til dóma fordæmis Félagsdóms í máli nr. 3/2010 . M álsástæður stefnda og lagarök Stefndi vísar því eindregið á bug að ákvörðun HVE um að hætta að greiða vaktaálag í helgidagafríum feli í sér brot á framkvæmd greinar 2.6.7 og að greiðslurnar séu hluti af föstum launum sem HVE sé skylt að greiða félagsmönnu m VLFA á Akranesi. Ekki fá i staðist staðhæfingar stefnanda um að hér sé um að ræða nýja túlkun eða skilning starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins eða Fjársýslu rí kisins. Ráðuneytið hafi aldrei gengið út frá tilvist framkvæmdar HVE á grein 2.6.7 við k jaras amningsgerð, þ vert á móti hafi ríkið talið að framkvæmd ákvæðisins hafi verið með sama hætti og annars staðar. Ráðuneytið hafi ávallt talið að greidd væru föst laun fyri r dagvinnu þegar starfsmaður fengi frí , með vísan til greinar 2.6.7. Þá sé sá upp gjörsmöguleiki fyrir hendi samkvæmt grein 2.6.8 að fá greiðslu í stað þess að taka frí. Framkvæmd HVE hafi fyrst komið í ljós við innleiðingu á Vinnustund, rafrænni viðveru og fjarvistarskráningu, þegar í ljós hafi komið að kerfisþættir Vinnustundar héldu ekki utan um þes sa útreikninga og greiðslur HVE . Við gerð kerfisþáttar vegna greinar 2.6.7 í Vinnustund hafi verið horft til venjubundinnar 5 túlkunar á greininni. Þar sem framkvæmd HVE hafi ekki verið í samræmi við hina venjubundnu túlkun á því ákvæði, haf i ekki verið gert ráð fyrir þeirri framkvæmd í kerfisþáttum Vinnustundar. Stefndi kveður f orsvarsmenn stefnanda hafa vitað eða mátt vita um þessa skýringu á kjarasamningsákvæðinu hjá öðrum stétt arfélögum innan ASÍ en e kki hafi verið ágreining ur milli ríki sins og ASÍ um almenna túlkun á því . Ráðuneytið hafi því talið að þessi skýring væri sameiginlegur skilningur stefnda og allra þeirra stéttarfélaga innan ASÍ sem að samb ærilegu kjarasamningsákvæði hafi komið . Framkvæmd HVE hafi ekki verið til umfjöllunar sem samningsatriði við kjarasamningsgerð aðila og geti framkvæmdin því ekki talist hluti af kjarasamningi ríkisins og Starfsgreinasambands Íslands f.h. V L F A og fleiri stéttarfélaga. Í framlögðu bréfi fjármálaráðuney tisins til ríkislögmanns, dagsettu 10. ap ríl 2012, sé rakin forsaga þess að starfsmenn sjúkrahúsanna urðu starfsmenn ríkisins og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs hóf að semja við stéttarfélög starfsmanna þeirra og vísast til þeirrar umfjöllunar. Í tengslum við gerð fyrsta sameiginleg a kjarasamn ings ins milli ríkisins og S tarfsgreinasambandsins vegna allra stéttarfélaga innan vébanda sambandsins , sem undirritaður var 7. apríl 2004 , hafi, auk sameiginlegs kjarasamnings , verið gert sérstakt samkomulag við hvert og eitt félag um afmörkuð ákvæði sem þ að taldi vera sitt sérmál. Þannig hafi verið gert sérstakt samkomulag í fimm liðum um slík sérákvæði við VL F A , auk einnar einhliða yfirlýsingar fjármálaráðuneytisins um að tiltekin framkvæmd á svokölluðu sex daga fríi yrði áfram sú sama og áður. Engin kraf a hafi hins vegar komið fram á þeim tíma af hálfu VLFA um að sú framkvæmd , sem nú sé gerð krafa um , skyldi ha lda gildi sínu. Ráðuneytið telji því að túlkun þess á grein 2.6.7 hafi verið sameiginlegur skilningur ríkisins og allra þeirra stéttarfélaga , sem a ð sambærilegu kjarasamningsákvæði komu , þ. á m. aðildarféla g a S tarfsgreinasambandsins, og sé ekki unnt að falla st á að túlkun greinar 2.6.7 sé mismunandi eftir því hvaða aðildarfélag innan þess eigi í hlut. Stefndi vísar því eindregið á bug að framkvæmd H VE á greiðslu vaktaálags í helgidagafríum feli í sér svo sterka venju að henni verði ekki vikið til hliðar nema með því að taka ákvæðið sérstaklega upp í kjarasamningi og semja um það upp á nýtt milli aðila . Ekki sé hægt að lesa út úr ákvæði greinar 2.6.7 þá framkvæmd sem HVE byggi á. Af b réfi Ásgeirs Ásgeirssonar til V L F A, dagsettu 8. nóvember 2011, megi ráða að HVE hafi byggt þessa einhliða ákvörðun um rýmri framkvæmd á ákvæði greinar 2.6.7 á grundvallarreglunni um stjórnunarrétt vinnuveitanda. Því hafi h ér hvorki verið um umsamin ráðningarbundin kjör að ræða eða greiðslu samkvæmt almennri túlkun á ákvæði 2.6.7 , heldur einhliða ákv örðun HVE um framkvæmd. HVE haf i því á grundve lli stjórnunarréttarins einnig ákvörðunarvald um að segja 6 framkvæmdinni upp einhl iða, þrátt fyrir að hafa framkvæmt hana um langa hríð, með hæfilegum fyri rvara. Ekki fái staðist að sami samningur sé túlkaður á annan hátt hjá starfsmönnum á öðrum starfsstöðvum HVE eða milli annarra starfsmanna hjá öðrum stéttarfélögum en VLFA sem starfa hjá HVE. Skilningur r áðuneytisins á grein 2.6.7 hafi ætíð verið sá að vaktaálag greidd ist ekki ti l viðbótar þegar starfsmaður fæ ri í helgidagafrí. Í vaktafríi haldi hann aðeins óskertum launum í helgidagafríi og hafi ráðuneytið túlkað það svo að vaktaálag teljist ekki til óskertra fastra launa samkvæmt ákvæðinu. Stefndi vísar því eindregið á bug að venja hafi skapast sem víki ákvæði greinar 2.6.7 til hliðar. Í svari HVE í tölvupósti, dagsettum 29. nóvember 2011, við spurningum formann s V L F A komi fram að samkvæmt úttekt launafulltrúa HVE hafi það verið upp og ofan hvort starfsmönnum hefðu verið greidd laun með vaktaálagi í helgidagafríi eða með or lofi ofan á álag eins og gert sé nú í öllum ti lvikum. Sé ekki unnt að fallast á að dómar Félagsdóms í máli nr. 3/2010 og 3/2011 hafi for dæmisgildi í því máli sem hér sé til umfjöllunar. Ekki fái heldur staðist þær staðhæfingar stefnanda í stefnu um að starfsmannaskrifstofa fjá r málaráðuneytisins eða Fjársýsla ríkisins séu ekki bær ar til að gefa fyrirmæli um skilning eða túlkun á kjarasamningi. Fjár málaráðherra f.h. ríkissjóðs fari með samningsréttinn við g erð kjarasamninga og þegar komi að t úlkun ákvæða kjarasamninga hafi fjármálaráðuneytið , í krafti þess að fara með samningsumboðið , lokákvörðunarvald um það hverni g ríkið sem vinnuveitandi túlki kjarasamninga. Niðurstaða Mál þe tta á undir Félagsdóm samkvæmt 2. tl. 1. mgr. 44 . gr. laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur . Í máli þessu er deilt um það, hvernig skilja beri ákvæði 2.6.7 í aðal kjarasamningi f j ármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Starfsgreinasambands Íslands f.h. Verkalýðsfélags Akraness ( V LFA ) , sem undirritaður var 3. júlí 2009 . Með þeim samningi var gildandi kjarasamningur aðila framlengdur til 30. nóvember 2010 með þeim breytingum og fyrirvörum sem í samningi þessum fó lust. Eldri kjarasamningur inn var undirritaður 7. apríl 200 4 og skyldi hann gilda frá 1. mars það ár til og með 31. mars 2008. Óumdeilt er að túlkun stefnda, Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) , á framangreindu kjarasamningsákvæð i og framkvæmd samningsins við launagreiðslur var um langa hríð á þann veg , að í stað þess að fá greidda vinnu, sem unnin var á sérstökum frídögum sem yfirvinnu , sbr. ákvæði greinar 2.3.2 í kjarasamningnum, átti starfsmaður, sem gr ein 2.6.7 tæki til, val u m að fá frí á óskertum föstum launum í 88 vinnuskyldustundir á ári miðað við fullt starf í heilt ár, þar með talið vak t aálag. Í tölvubréfi Ásgeirs Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra fjármála hjá H VE, til Vilhjálms 7 Birgissonar, formanns VLFA , dagsettu 29. nóvem ber 2011, kemur fram að það hafi að greiða vaktaálag vegna helgidagavinnu hjá stofnuninni eða hvort greitt var orlof ofan á álag eins og nú sé gert í öllum tilfellum. Segir síðan að elstu heimildir um greiðslur með þessum hætti til fastráðinna starfsmanna nái aftur til ársins 1985. Þá kemur fram að hætt hafi verið greiðslum á vaktaálagi í helgidagafríum 31. desember 2010 eftir ábendingu frá Fjársýslu ríkisins. Ágreiningur aðila máls þessa lýtur að því, hvort ste fndi hafi getað breytt framangreindri framkvæmd með því að tilkynna um breytinguna með bréfi, dagsettu 1. nóvember 2010 , til trúnaðarmanna starfsmanna þar sem fram kom að frá og með 1. janúar 2011 myndi H VE hætta umræddum greiðslum vaktaálag s í helgidagafríum. Stefnandi byggir á því að slíkri breytingu á gildandi áralöngu og athugasemdalausu fyrirkomulagi verði ekki náð fram , nema með því að taka ákvæðið sérstaklega upp í kjarasamningi og semja um það að nýju. Hafi skapast um framkvæmdina svo sterk venja að henni verði ekki breytt nema með gerð nýs kjarasamnings. Skipti þá engu máli af hvaða ástæðum skilningur eða framkvæmd samnings var með þessum tiltekna hætti. Stefndi hafnar því að sú ákvörðun H VE að hætta að greiða vaktaálag í helgidagaf ríum feli í sér brot á framkvæmd grein ar 2.6.7 í kjarasamningi aðila. Bendir stefndi á að ekki sé hægt að lesa út úr ákvæði greinar 2.6.7 þá framkvæmd sem HVE byggði á. Hafi hvorki verið um umsamin ráðningarbundin kjör að ræða né greiðslu samkvæmt almennri túlkun á framangreindu kjarasamningsákvæði. Þá mótmælir stefndi því að greiðslurnar séu hluti af föstum launum sem stofnuninni sé skylt að greiða félagsmönnum stefnanda á Akranesi. Framkvæmdin hafi í raun verið einhliða ákvörðun HVE um framkvæmd og því ha fi stofnunin á grundvelli stjórnunarréttarins einnig ákvörðunarvald til að segja framkvæmdinni upp einhliða eins og hún hafi nú gert. Af hálfu starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins hafi alltaf verið gengið út frá því að framkvæmd ákvæðisins væri með sama hætti og annars staðar, þ.e. að greidd væru föst laun fyri r dagvinnu þegar starfsmaður fengi frí samkvæmt ákvæðinu. Einnig byggir stefndi á því að sá uppgjörsm öguleiki sé fyrir hendi samkvæmt grein 2.6.8 að fá greiðslu í stað þess að taka frí. Framkv æmd H VE hafi fyrst komið í ljós við innleiðingu á Vinnustund, nýrri rafrænni viðveru - og fjarvistarskráningu. Þar sem framkvæmd stofnunarinnar hafi ekki verið í samr æmi við venjubundna túlkun á grein 2.6.7 í kjarasamningnum, hafi ekki verið gert ráð fyrir slíkri framkvæmd í kerfisþáttum Vinnustundar. Eins og getið er hér að framan er óumdeilt að félagsmönnum stefnanda hafði um langa hríð verið greitt vaktaálag í helgidagafríum . Í gögnum málsins kemur fram að 8 þá framkvæmd megi rekja allt aftur til ársins 1985 og er jafnframt ljóst að sú framkvæmd var við lýði þar til 1. janúar 2011 . Óumdeilt er að félagsmenn stefnanda , sem mál þetta varðar, vinna á reglubundnum vöktum. Í grein 2.6.7 er kveðið á um að vinnu slíkra starfsmanna skuli launa með álagi samkvæmt grein 1.5.1 en í því ákvæði segir að vaktaálag reiknist af dagvinnukaupi og þar er jafnframt að finna fyrirmæli um útreikni ng þess. vaktaálags, enda er það órofa þáttur í launakjörum þeirra. Þá m á hér einnig líta til þess skilnings, sem fram kemur í grein 12.2.6 í kjarasamningnum, þar sem vísað er til vaktaálags sem fastrar greiðslu sem greiða beri, auk mánaðarlauna, í fyrstu viku veikinda - og slysaforfalla þegar um er að ræða m.a. vin nu samkvæmt reglubundnum vöktum. Að þessu virtu verður hvor ki fallist á það með stefnda að greiðsla vaktaálags í helgidag fríum verði ekki lesin út úr ákvæði greinar 2.6.7 né að sú staðreynd, að framkvæmd greiðslnanna kom ekki til umfjöllunar sem sérstakt s amningsatriði við kjarasamningsge rð, leiði til þess að hún verði talin falla utan kjarasamningsins. Af þessum sökum er ekki unnt að líta svo á að umþrætt framkvæmd HVE við greiðslu álagsins verði talin einhliða ákvörðun á sviði stjórnunarréttar vinnuveitan da sem segja megi upp einhliða. Þegar venja hefur myndast um framkvæmd og túlkun kjarasamnings hefur hún svipað gildi og kjarasamningur og verður ekki breytt einhliða af öðrum samningsaðila. Í ljósi efnis kjarasamnings aðila að þessu leyti og þe ss, að at hugasemdalaus framkvæmd greiðslu vaktaálags í helgidagafríum verður rakin allt aftur til ársins 1985, verður að fallast á það með stefnanda að myndast hafi venja um framkvæmd umræddra greiðslna. Breytir ekki þeirri niðurstöðu þótt í bréfi framkvæmdastjóra fjármála hjá HVE til formanns VLFA, dagsettu 29. nóvember hætti, s em hér um ræðir. Hefur enda ekkert verið leitt í ljós sem bendir til annars en að framkvæmdin hafi verið almen n. Máttu félagsmenn stefnanda því treysta því að umrætt álag yrði greitt ti l samræmis við umrædda venju. V erður slíkri venjubundinni framkvæmd almennt ekki breytt nema með nýjum kjarasamningi milli aðila. Breytir engu um þá niðurstöðu þótt fjármálaráðuneyt ið og Fjársýsla ríkisins hafi gengið út frá því að framkvæmdin væri með öðrum hætti en raunin var. Samkvæmt framansögðu b er því að fallast á viðurkenningarkröfu stefnanda, eins og nánar greinir í dómsorði. Eftir niðurstöðu málsins verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 300.000 krónur. 9 D ó m s o r ð: V iðurkennt er að ákvörðun stefnda, Heilbrigðisstofnunar Vesturlands , að hætta greiðslum vakta álags í helgidagafríum til félagsmanna stefnanda, Verkalýðsfélags Akr aness sem starfa hjá Heil brigðis stofnun Vesturlands á Akranesi, feli í sér brot á framkvæmd greinar 2.6.7 í aðal kjara samningi fjármála ráðherra, f.h. ríkissjóðs og Starfsgreinasambands Íslands, f.h. Verka lýðsfélags Akra ness, gagnvart félagsmönnun Ver kalýðsfélags Akraness sem starfa við Heil brigðisstofnun Vestur lands á Akranesi. V iðurkennt er að stefnda sé skylt að greiða félagsmönnum Verkalýðsfélags Akraness, sem starfa við Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, vaktaálag á helgidagafríum frá 1 . janúar 2011. Viðurkennt er að vaktaálag á greiðslur í helgidagafríum sé hluti af föstum launum félags manna Verkalýðsfélags Akraness sem starfa hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Stefndi greiði stefnanda 300.000 krónur í málskostnað. Arnfr íður Einarsdóttir Gylfi Knudsen Kristjana Jónsdóttir Lára V. Júlíusdóttir Inga B. Hjaltadóttir ------------------------------- -------------------------- ---------------------------- Rétt endurrit staðfestir, Reykjavík, 12. nóvember 2012 .