1 Ár 201 6 , 1. desember , er í Félagsdómi í málinu nr. 6 /201 6 . Mál nr. 6/2016: Alþýðusamband Íslands vegna Verkalýðsfélags Akraness f.h. Margrétar Á. Þorsteinsdóttur gegn Samtökum atvinnulífsins, f.h. Norðuráls Grundartanga ehf. kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 12. október sl. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson , Valgeir Pálsson og Lára V. Júlíusdóttir . Stefnandi er Alþýðusamband Íslands, Sætúni 1, Reykjavík, vegna Verkalýðsfélags Akraness, Sunnubraut 13, Akranesi , fyrir hönd Margrétar Á. Þorsteinsdóttur, Reykási 41, Reykjavík . Stefndi er Samtök atvinnulífsins, Borgartúni 35, Reykjavík, fyrir hönd Norðuráls Grundartanga ehf., Grundartanga, Akranesi . Dómkrö fur stefnanda Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði að Margrét Á. Þorsteinsdóttir, félagsmaður í Verkalýðsfélagi Akraness, eigi rétt á eftirfarandi launauppbótum frá Norðuráli Grundartanga ehf.: G reiðslu orlofsuppbótar sem nemur 38,46% af fullri uppb ót fyrir orlofsárið 2014 - 2015 og greiðslu desemberuppbótar fyrir árin 2014 og 2015, sem nemur 36,43% af fullri uppbót fyrir árið 2014 en 41,53% af fullri uppbót fyrir árið 2015. Auk þess krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnd a Stefndi krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá Félagsdómi en til vara að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda. Auk þess krefst stefndi þess að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað að mati dómsins. Með úrskurði Félagsdóms 14. júlí sl. var frávísunarkröfu stefnda hrundið. 2 Málavextir Verkalýðsfélag Akraness er stéttarfélag sem fer með samningsumboð við gerð kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna sinna. Innan félagsins eru meðal annars launþegar sem starfa hjá Norðuráli Grundartanga ehf. Norðurál Grundartanga ehf. er fyrirtæki í álframleiðslu, sem fer sjálft með samningsumboð við gerð kjarasamninga , og hefur gert sérstakan kjarasamning, meðal annars við Verkalýðsfélag Akraness, um lágmarkskjör starfsmanna félagsins. Samk væmt framlögðum starfssamningi, dagsettum 17. mars 2014, var Margrét Á. Þorsteinsdóttir ráðin til starfa sem fra mleiðslustarfsmaður tímabundið frá 17. mars 2014 til 20. ágúst 2014 . Um vinnutíma og laun er vísað til kjarasamnings og þá er Verkalýðs félag Akr aness tilgreint sem stéttarfélag Margrétar. Hinn 12. ágúst 2014 var undirri tuð viðbót við starfssamninginn sem kvað á um að Margrét skyldi sinna störfum í afleysingu veturinn 2014 - 2015 og að sá samningur skyldi gilda til 20. maí 2015. Hinn 23. júní 2015 var undirritaður nýr samningur sem skyldi gilda frá 18. maí til 20 ágúst 2015 en þar kom fram að laun Margrétar skyldu vera samkvæmt kjara samningi starfsmanna Norðuráls Grundartanga ehf. sem gildir frá 1. janúar 2015 til 31. desember 2019. Hinn 10. ágúst 2 015 var undirrituð viðbót við starfssamning sem kvað á um að Margrét skyldi sinna störfum í afleysingu og að samningurinn skyldi gilda til 20. maí 2016. Í málinu liggur frammi kjarasamningur starfsmanna Norðuráls Grundartanga ehf. milli annars vegar Norð uráls Grundartanga ehf. og hins vegar Félags iðn - og tæknigreina, Verkalýðsfélags Akraness, Stéttarfélags Vesturlands, VR og Rafiðnaðarsambands Íslands vegna aðildarfélaga. Gildistími samningsins er frá 1. janúar 2015 til 31. desember 2019. Í kafla 3 er að finna ákvæði samningsins um laun. Í grein 3. 09.1 í núgildandi kjarasamningi er fjallað um orlofsuppbót en þar segir að um miðjan maí ár hvert skuli starfsmenn, sem unnið hafa samfellt hjá félaginu í heilt orlofsár eða lengur, fá greiðslu að fjárhæð 170. 000 krónur til að standa straum af hluta orlofskostnaðar. Þá segir í grein 3.10.1 að um miðjan desember ár hvert skuli hver starfsmaður, sem verið hefur í fullu starfi allt það sama ár hjá félaginu, fá greidda launauppbót að fjárhæð 170.000 krónur. Samkvæm t sömu grein í kjarasamningi starfsmanna Norðuráls Grundartanga ehf. , sem gilti frá 1. janúar 2010 til 31. desember 2014 , sagði að hver starfsmaður, sem unnið he fði síðasta ár hjá félaginu , skyldi fá greidda launauppbót um miðjan desember að fjárhæð 132.01 8 krónur. Því er lýst í stefnu að Norðurál Grundartang i ehf. hafi hvor ki greitt Margréti orlofsuppbót né desemberuppbót á þeim tíma sem hún h afi starfað hjá félaginu . Verkalýðsfélag Akraness hefur gert kröfu fyrir hönd Margrétar um greiðslu orlofs - og desemberu ppbótar en Norðurál Grundartangi ehf. hefur ekki fallist þá kröfu. Í málinu liggur frammi yfirlýsing Alþýðusambands Íslands, dagsett 30. mars 2016, þar sem málsókn þessi er heimiluð í nafni sambandsins fyrir hönd Verkalýðsfélags Akraness fyrir hönd Margrétar Á. Þorsteinsdóttur. 3 Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi kveðst höfða mál þetta á grundvelli 2. tölulið ar 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Stefnandi byggir á því að Margrét Á. Þorsteinsdóttir eigi rét t á greiðslu orlofs - og desemberuppbótar úr hendi Norðuráls Grundartanga ehf. í samræmi við ákvæði í kjarasamningi. Mál þetta sé rekið til að ná fram kjarasamningsbundnum réttindum Margrétar en úrlausn um réttan skilning á kjarasamningi mun i einnig hafa áh rif á réttindi annarra félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness . Krafa stefnanda u m greiðslu orlofsuppbótar byggist á kjarasamningi starfsma nna Norðuráls Grundartanga ehf. sem gildir frá 1. janúar 2015 til 31. desember 2019. Stefnandi vísar til þess að í grein 3.09.1 í kjarasamningnum sé kveðið á um að um miðjan maí ár hvert skuli starfsmenn, sem unnið hafa samfellt hjá félaginu í heilt orlofsár eða lengur, f á greiðslu að fjárhæð 170.000 krónur til að standa straum af hluta orlofskostnaðar. Orlofsárið sé samkvæmt 2. mgr. 3. gr. laga nr. 30/1987, um orlof, frá 1. maí til 30. apríl. Stefnandi vísar til þess að skýra verði á kvæði í kjarasamningi starfsmanna Norðuráls Grundartanga ehf. með h liðsjón af þeim reglum sem gildi á almennum vinnumarkaði en g rundval larreglur hans endur spegli st meðal annars í kjarasamningi milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands frá 1. febrúar 2014. Samkvæmt grein 1.4.2. í síðarnefndum kjarasamningi tel jist fullt starf í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira , fy rir utan orlof. Uppbótin sku l greiðast 1. júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, öl lum starfsmönnum, sem verið hafi samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum, miðað við 30. apríl , eða sé u í starfi fyrstu viku í maí. Margrét hafi undirritað starfssamning við Norðurál Grundartanga e hf. hinn 17. mars 2014 og hafi samningurinn tekið gildi frá og með þeim degi. Margrét hafi mætt til vinnu hjá Norðurál i Grundartanga ehf. í fyrsta sinn á grundvel li framangreinds sta rfssamnings á tímabilinu 21. mars til 20. apríl 2014. Starfssamningurinn hafi verið tímabundinn til 20. ágúst sama ár en áður en hann hafi runnið út, hafi hann verið framlengdur 12. ágúst 2014 til 20. maí 2015. Allan þann tíma hafi Margrét mætt reglulega t il vinnu hjá Norðuráli Grundartanga ehf. í samræmi við starfssamning og viðauka við samninginn . Margrét hefði því unnið meira en heilt orlofsár hjá félaginu um miðjan maí 2015 þegar kom ið hafi að greiðslu orlofsuppbótar fyrir orlofsárið 2014 - 2015 og eigi þ ví rétt á greiðslu orlofsuppbótar fyrir orlofsárið 1. maí 2014 til 30. apríl 2015. Stefnandi vísar til þess að greiðslan verði að taka mið af starfshlutfalli Margrétar hjá Norðuráli Grundartanga ehf. á orlofsárinu, þ.e. frá 1. maí 2014 til 30. apríl 2015 , miðað við að fullt starf sé 45 unnar vikur eða meira , fyrir utan orlof. Samkvæmt grein 2.01.1. í kjarasamningi starfsmanna Norðuráls Grundartanga ehf. sé fullt starf 36 vinnustundir á viku. Fullt starf í 45 unnar vikur séu því samtals 1620 klukkustundir (45x 36). Á orlofsárinu 1. maí 2014 til 30. apríl 2015 hafi Margrét unnið samtals 623,21 klukkustund og starfshlutfall hennar á orlofsárinu hafi því verið 38,46% (623,21/1620). Margrét eigi því rétt á greiðslu 4 orlofsuppbótar sem nemi 38,46% af fullri uppbót fyrir orlofsárið 2014 - 2015 en sá réttur sé að fjárhæð 65.399 krónur (170.000x38,46%) . Krafa stefnanda um greiðslu desemberuppbótar byggist á kjarasamningi starfsma nna Norðuráls Grundartanga ehf. sem gildir frá 1. janúar 2015 til 31. desember 2019. Stefna ndi vísar til þess, að í grein 3.10.1 í kjarasamning num sé kveðið á um að um miðjan desember ár hvert skuli hver starfsmaður, sem verið hefur í fullu starfi allt það sama ár hjá félaginu, fá greidda launauppbót að fjárhæð 170.000 krónur. Kröfuna byggir ste fnandi jafnframt á eldri kjarasamningi Norðuráls Grundartanga ehf., sem gilti frá 1. janúar 2010 til 31. desember 2014 , þar sem segi að hve r starfsmaður, sem unnið hefur síðasta ár hjá félaginu skuli fá greidda launauppbót um miðjan desember að fjárhæð 132 .018 krónur. Stefnandi bendir á að á kvæði í kjarasamningnum verði að skýra með hliðsjón af þeim reglum , sem gildi á almennum vinnumarkaði , en gr undvallarreglur h ans endurspegl i st meðal annars í áðurgreindum kjarasamningi milli Samtaka atvinnulífsins og St arfsgreinasambands Íslands frá 1. febrúar 2014. Vísar stefnandi að þessu leyti til sömu ákvæða þess kjarasamnings og sjónarmiða og fyrr eru rakin. Stefnandi vísar til þess að desemberuppbót sk u l i greiða eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, ö llum starfsmönnum sem verið hafi samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða sé u í starfi fyrstu viku í desember. Stefnandi vísar til þess að u m miðjan desember 2014 h e fði Margrét verið samfellt í starfi hjá Norðuráli Grundartanga ehf. frá því starfssamningur hennar tók gildi 17. mars 2014, eða í rúma níu mánuði. Því eigi Margrét ótvíræðan rétt á greiðslu desemberuppbótar fyrir árið 2014. S tefnandi vísar til þess að greiðslan verði að taka mið af starfshlutfalli Margrétar hjá Norðuráli Grundartanga ehf. á árinu 2014, miðað við að fullt starf sé 45 unnar vikur eða meira , fyrir utan orlof. Samkvæmt grein 2.01.1. í kjarasamningi starfsmanna Nor ðuráls Grundartanga ehf. sé fullt starf 36 vinnustundir á viku en f ullt starf í 45 unnar vikur sé því samtals 1620 klukkustundir. Ef miðað sé við að uppgjörstímabilið sé frá 1. desember til 30. nóvember ár hvert , hefði Margrét unnið samtals 590,22 klukkust undir hinn 30. nóvember 2014 og starfshlutfall hennar reiknist því 36,43 % (590,22/ 1620). Því eigi Margrét rétt á greiðslu desemberuppbótar sem nemi 36,43% af fullri uppbót fyrir árið 2014 en s á réttur sé að fjárhæð 56.771 krónur (155.822x 36,43%) fyrir árið 2014. Um miðjan d esember 2015 he fði Margrét verið samfellt í starfi hjá Norðuráli Grundartanga ehf. frá því starfssamningur hennar tók gildi 17. mars 2014 eða í rúmlega eitt ár og níu mánuði. Hún eigi því ótvíræðan rétt á greiðslu desemberuppbótar úr hen di Norðuráls G rundartanga ehf. fyrir árið 2015. Greiðslan verði að taka mið af starfshlutfalli Margrétar hjá félaginu á árinu 2015, miðað við að fullt starf sé 45 unnar vikur eða meira , fyrir uta n orlof. Samkvæmt grein 2.01.1 í kjarasamningi starfsmanna No rðuráls Grundartanga ehf. sé fullt starf 36 vinnustundir á viku en f ullt starf í 45 unnar vikur sé því samtals 1620 klukkustundir. 5 Ef miðað sé við að uppgjörstímabilið sé frá 1. desember til 30. nóvember ár hvert , hefði Margrét unnið samtals 672,85 klukkus tundir hinn 31. nóvember 2014 og s tarfshlutfall hennar reiknist því 41,53% (672,85/ 1620). Því eigi Margrét rétt á greiðslu desemberuppbótar sem nemi 41,53% af fullri uppbót fyrir árið 2015 en sá réttur að fjárhæð 73.659 krónur (177.347x 41,53%) fyrir árið 2 015. Samkvæmt grein 4.06.2 í kjarasamningi starfsmanna Norðuráls Grundartanga ehf. sk u l i starfsmaður, sem ráðinn sé tímabundið, taka hlutfallsleg laun miðað við vinnutíma fastráðinna starfsmanna. Samkvæmt grein 3.01.1 í kjarasamningnum greiði st laun hlutfallslega með sama hætti fyrir að gegna starfi að hluta og samkvæmt grein 3.01.2 í sama samningi sku l i af föstum mánaðarlaunum til viðbótar greiðast meðal annars orlofsuppbót og desemberuppbót. Þá segi í grein 6.2.1 í kjarasamningi Samtaka atvi nnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands frá 1. febrúar 2014 að starfsme nn sem vinni reglubundið hlutastarf, hvort sem er hluta úr degi eða hlutastarf með öðrum hætti, skuli njóta sama réttar til greiðslu samningsbundinna og lögbundinna áunninna réttinda og að greiðslur skuli miðaðar við starfshlutfall og venjulegan vinnudag viðkomandi starfsmanns. Stefnandi bendir á að Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafi í nóvember 2002 undirritað kjarasamning um hlutastörf. Meginmarkmiðið með samningnu m sé a ð afnema mismunum gagnvart starfsmönnum í hlutastarfi og stuðla að auknum gæðum slíkra starf a . S amkvæmt grein 3 í samningnum skuli starfsmenn í hlutastörfum ekki njóta hlutfallslega lakari kjara eða sæta lakari meðferð en sambærilegir starfsmenn í fu llu starfi af þeim ástæðum einum að þeir eru ekki í fullu starfi , nema slíkt sé réttlætanlegt á grundvelli hlutlægra ástæðna. Þá vísar stefnandi til þess að u m tí mabundna ráðningarsamninga gildi lög nr. 139/2003, um tímabundna ráðningu starfsmanna. Sam k væmt 1. mgr. 4. gr. laganna sku l i starfsmaður með tímabundna ráðningu hvorki njóta hlutfallslega lakari starfskjara né sæta lakari meðferð en sambærilegur starfsmaður með ótímabundna ráðningu af þeirri ástæðu einni að hann er ráðinn rímabundið , nema það sé réttlætanlegt á grundvelli hlutlægra ástæðna. Sambærilegt ákvæði sé að finna í 1. mgr. 4. gr. laga nr. 10/2004, um star fsmenn í hlutastörfum. Stefnandi telur að á kvæði kjara samnings aðila verði að túlka í samræmi við reglur á hinum almenna vinnumarkaði. Það þyrfti því að koma skýrt fram í samningnum ef ætl unin væri að launþegum, sem eiga réttindi samkvæmt samningnum, væri ætlað að fá lakari kjör en almennt gerist á almennum vinnumarkaði. Um leið þyrftu að liggja fyrir málefnalegar ástæður fyrir slíkri sk erðingu réttinda. Verkalýðsfélag Akraness hafi ekki samþykkt að félagsmenn þess , sem starfa hjá Norðuráli Grundartanga ehf. , skuli njóta lakari réttinda til orlofs - og des emberuppbótar en almennt gerist og beri s tefndi sönnunarbyrðina fyrir því að í sérsam ningi félagsins hafi ætlunin verið að kveða á um slíka skerðingu og að slík skerðing hafi verið lögmæt. Engar hlutlægar ástæður réttlæti að Margrét eigi ekki rétt til greið slu desember - og orlofsuppbótar, þrátt fyrir að hún hafi sinn t hlutastarfi hjá félag inu á grundvelli tímabundinnar ráðningar. Í því fel i st ótvírætt mismunun til kjarasamningsbundinna réttinda í 6 andstöðu við ákvæði laga nr. 139/2003 og laga nr. 10/2004. Að því virtu og með vísan til framanritaðs skuli réttur Margrétar til greiðslnanna vera í samræmi við starfshlutfall hennar hjá Norðuráli Grundartanga ehf. Auk framangreinds kveðst stefnandi byggja á lögum nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, lögum nr. 30/1987, um orlof, lögum nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, lögum nr. 10/2004, um starfsmenn í hlutastörfum, og lögum nr. 139/2003 , um tímabundna ráðningu starfsmanna. Þá er byggt á almennum meginreglum vinnuréttar og samningaréttar. Um varnarþing vísar stefnandi til 38. gr. laga nr. 80/1938 og u m málskostnaðarkröfu sína til 1. mgr. 129. gr. og 1. og 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála , sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. Málsástæður og lagarök stefnda Sýknukröfu sína reisir stefndi í stuttu máli á því hann hafi að fullu gert upp öll gjaldfallin laun stefnanda samkvæmt kjara - og ráðningarsamningi. Þá byggir stefndi á því að stefnandi teljist ekki hafa verið í samfelldu ráðningarsambandi við stefnda frá 17. mars 2014. Jafnframt falli vinna samkvæmt samningi um afleysingar undir gre in 4.06.1 í kjarasamningi um tímabundna ráðningu. Stefnandi uppfylli ekki kröfu greinar 3.09.2 í kjarasamningi aðila um fjögurra mánaða samfellt starf og eigi þar af leiðandi ekki kröfu til hlutfallslegrar uppbótar á grundvelli ákvæðisins. Stefndi mótmælir tilvísun stefnanda til kjarasamnings Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands og þeirra lagaákvæða sem vísað er til í stefnu. Loks mótmælir stefndi útreikningi stefnanda á kröfu sinni sem miðist við kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Sta rfsgreinasambands Íslands en hann nái ekki til starfssambands aðila. Þá bendir stefndi á að það sé ekki hlutverk Félagsdóms í viðurkenningarmáli að endurreikna dómkröfur stefnanda miðað við aðrar forsendur sem stefnandi feli dómstólnum að finna út hverjar séu. Niðurstaða Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Mál þetta höfðar stefnandi, Verkalýðsfélag Akraness, vegna félagsmanns síns, Margrétar Á. Þorsteinsdóttur , til viðurkenningar á því að stefndi hafi brotið gegn ákvæðum kjarasamnings starfsmanna Norðuráls Grundartanga ehf. að því er varðar greiðslu orlofsuppbótar samkvæmt grein 3.09.1 og greiðslu desemberuppbótar samkvæmt grein 3.10.1 . Í kjarasamningi starfsm anna Norðuráls Grundartanga ehf. með gildistíma frá 1. janúar 2010 til 31. desember 2014 er fjallað um orlofsuppbót í grein 3.09.1. Þar segir að um miðjan maí ár hvert skuli starfsmenn, sem unnið hafa hjá félaginu í heilt orlofsár eða lengur, fá greiðslu a ð fjárhæð 132.018 krónur til að standa straum af hluta orlofskostnaðar. Samsvarandi ákvæði er einnig í grein 3.09.1 í gildandi kjarasamningi starfsmanna Norðuráls Grundartanga 7 ehf. með gildistíma frá 1. janúar 2015 til 31. desember 2019. Þar segir að um miðjan maí ár hvert skuli starfsmenn, sem unnið hafa samfellt hjá félaginu í heilt orlofsár eða lengur, fá greiðslu að fjárhæð 170.000 krónur til að standa straum af hluta orlofskostnaðar. Í grein 3.10.1 í kjarasamningnum með gildistíma frá 1. janúar 2010 til 31. desember 2014 segir að um miðjan desember ár hvert skuli hver starfsmaður, sem unnið hafi síðasta ár hjá félaginu, fá greidda launauppbót að fjárhæð 132.018 krónur. Í samsvarandi ákvæði í grein 3.10.1 í gildandi kjarasamningi með gildistíma frá 1. janúar 2015 til 31. desember 2019 segir að u m miðjan desember ár hvert skuli hver starfsmaður, sem verið hefur í fullu starfi allt það sama ár hjá félaginu, fá greidda launauppbót að fjárhæð 170.000 krónur. Af hálfu stefnanda er byggt á því að þessar launa uppbætur hafi ekki skilað sér til Margrétar Á. Þorsteinsdóttur, þrátt fyrir að hún hafi undirritað starfssamning við stefnda 17. mars 2014 og hafi unnið meira en heilt orlofsár hjá félaginu þegar komið hafi að greiðslu orlofsuppbótar fyrir orlofsárið 2014 - 2015. Þá hafi hún jafnframt með störfum sínum frá fyrrgreindu tímamarki áunnið sér rétt til desemberuppbótar árin 2014 og 2015. Af hálfu stefnda er vísað til þess að samningar um afleysingu feli ekki í sér samfellt, bindandi ráðningarsamband. Grein 3.09. 1 í kjarasamningi stefnda og stéttarfélaganna um greiðslu orlofs uppbótar kveði á um sérstaka launauppbót til starfsmanna sem starfað hafi í fullt orlofsár hjá stefnda. Með sama hætti sé í grein 3.10.1 kveðið á um sérstaka desemberuppbót til þeirra starfsma nna sem starfað hafi fullt almanaksár hjá stefnda. Margrét Á. Þorsteinsdóttir hafi ekki verið í samfelldu ráðningarsambandi við stefnda frá 17. mars 2014, enda hafi samningar hennar við stefnda verið afleysingasamningar sem falli undir grein 4.06.1 í kjara samningi sem fjalli um tímabundna ráðningu eða ráðningu hluta úr starfi. Af framanrituðu er ljóst að málsaðilar leggja mismunandi skilning í ákvæði greinar 3.09.1 í framangreindum kjarasamningi. Jafnframt er ljóst að stefnanda telur stefnda hafa vanefnt kjarasamninginn. Í 3. kafla bæði núgildandi og fyrri kjarasamnings Norðuráls Grundartanga ehf. og Félags iðn - og tæknigreina, Verkalýðsfélags Akraness, Stéttarfélags Vesturlands, VR og Rafiðnaðarsambands Íslands vegna aðildarfélaga er fjallað um launagre iðslur. Þar segir í grein 3.01.1 að starfsmenn, sem ráðnir eru með a.m.k. eins mánaðar uppsagnarfresti og gegni fullu starfi samkvæmt samningi þessum skuli fá greidd full mánaðarlaun samkvæmt samningunum. Síðan segir að fyrir að gegna starfi að hluta greið ist hlutfallslega með sama hætti. Í grein 3.01.2 er tíundað hvaða greiðslur eigi að greiða til viðbótar við föst mánaðarlaun og eru þar m.a. greindar greiðslur fyrir hlutdeild í eigin árangri, laun fyrir fasta yfirvinnu, ferða - , undirbúnings - og frágangsgr eiðsla og álag vegna vaktavinnu sem og orlofsuppbót og desemberuppbót. Í málinu liggja frammi ráðningarsamningar þeir, sem stefndi hefur gert við Margréti Á. Þorsteinsdóttur. Um er að ræða tvo tímabundna starfssamninga . Fyrri starfs samningurinn er dagsettur 17. mars 2014 með gildistíma frá undirritunardegi til 20. ágúst 2014 . Á meðan 8 2014 - 2015 og að samningurinn gildi til 20. maí 2015. Hinn 23. júní 2015 var undirritaður starfssamningur með gildistíma frá 18. maí 2015 til 20. ágúst sama ár en 10. sama mánaðar var undirrituð viðbót við starfssamning þar sem segir að Margrét verði í af leysingu í Skautsmiðju C - vakt veturinn 2015 - 2016. Gildistími viðbótarsamningsins var til 20. maí 2016. Í báðum viðbótarsamningunum er því lýst að afleysing feli í sér að starfsmaður sé ráðinn til afleysinga á tilfallandi vaktir samkvæmt boði yfirmanns hver ju sinni. Samkvæmt grein 3.09.1 í gildandi kjarasamningi er það skilyrði fyrir greiðslu fullrar orlofsuppbótar að starfsmaður hafi unnið samfellt hjá félaginu í heilt orlofsár eða lengur. Eins og hér að framan er rakið liggja frammi í málinu ráðningars amningar og viðbótarsamningar sem stefndi hefur gert við Margréti Á. Þorsteinsdóttur sem samanlagt gilda frá 17. mars 2014 til 20. maí 2016. Af hálfu stefnda er á því byggt að Margrét hafi ekki unnið hjá stefnda samfellt í heilt orlofsár og eigi því ekki r étt á greiðslu orlofsuppbótar samkvæmt framangreindu kjarasamningsákvæði. F ramlagðir viðbótarsamningar lúti að afleysingum og því hafi ekki stofnast til ráðningarsambands á grundvelli þeirra í skilningi vinnuréttar . Í málinu liggur frammi bakhlið starfss amnings Margrétar og stefnda frá 2014 þar sem er að finna nánari ákvæði samningsins. Þar kemur fram í 6. tölulið að starfsmaður sinni þeim störfum sem hann er ráðinn til og yfirmaður felur honum. Í framlögðum viðbótarsamningum við báða starfsssamninga Marg rétar við stefnda segir að starfsmaður sé ráðinn til afleysinga á tilfallandi vaktir samkvæmt boði yfirmanns hverju sinni. Ekki er við önnur gögn að styðjast í málinu að þessu leyti og verður orðalag samninganna því ekki skilið með öðrum hætti en svo, að á starfstíma Margrétar samkvæmt samningunum hafi hvílt á henni vinnuskylda eftir boði yfirmanns hennar. Viðbótarsamningarnir voru gerðir þegar sta rfssamningarnir tveir höfðu ekki enn runnið út og komu samkvæmt efni sínu til viðbótar starfssamningunum. Um þá giltu því ákvæði starfssamningana að öðru leyti en því, að Margrét var samkvæmt þeim ráðin í tilgreindan tíma viðbótarsamninganna verður ekki annað ráðið en að Margréti hafi með því að undirrita þá skuldbundið sig til að vinna þá vinnu, sem yfirmaður fól henni að vinna á gildistíma þeirra , og að stefndi hafi jafnframt skuldbund ið sig til að greiða henni laun fyrir þá vinnu. Að þessu gættu verður að líta svo á að með viðbótarsamningunum hafi stofnast ráðningarsamband milli Margrétar og stefnda og jafnframt að ráðningarsamband ið hafi verið samfellt á gildistíma framangreindra star fssa mninga og viðbótarsamninga . Ekki verður því fallist á með stefnda að um hafi verið að ræða tilfallandi vinnuframlag. Að þessu gættu og af framlögðum gögnum verður því ráðið að Margrét hafði unnið hjá stefnda í meira en heilt orlofsár þegar kom að greið slu orlofsuppbótar fyrir orlofsárið sem óumdeilt er að var frá 1. maí 2014 til 30. apríl 2015. Verður því að fallast á það með stefnanda að í tilviki Margrétar Á. Þorsteinsdóttur hafi 9 skilyrði greinar 3.09.1 um samfellda vinnu hjá stefnda í heilt orlofsár eða lengur verið uppfyllt að því er varðar orlofsárið 2014 - 2015. Stefnandi byggir á því að miða beri skilgreiningu á því, hvað teljist vera fullt starf, við grundvallarreglur hins almenna vinnumarkaðar og vísar að því leyti til kjarasamnings milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands frá 1. febrúar 2014. Þar kemur fram í grein 1.4.2. að við útreikning orlofsuppbótar skuli fullt ársstarf teljast 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Á þessum grunni hefur stefnandi reiknað út að vinnuf ramlag Margrétar á orlofsárinu 2014 - 2015 , sem komi fram í gögnum málsins, veiti henni rétt til orlofsuppbótar samkvæmt ákvæðum 3.09.1 í kjarasamningi stefnda sem nemi 38,46% af fullri orlofsuppbót fyrir orlofsárið 2014 - 2015. Stefndi hefur mótmælt útreiknin gi stefnanda með vísan til þess að ekki verði miðað við framangreindan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands, enda nái hann ekki til starfssambands aðila málsins. Stefndi hefur ekki fært fram haldbær rök gegn því að miða fullt ársstarf við 45 unnar vikur eða meira og hefur heldur ekki bent á annað viðmið. Í kjarasamningi aðila er gert ráð fyrir því að laun séu greidd í hlutfalli við vinnuframlag starfsmanns. Þannig segir í grein 3.01.1, sem fjallar um mánaðarlaun, að fyrir að gegna starfi að hluta greiðist laun hlutfallslega. Þá segir í grein 4.06.2 að starfsmaður, sem ráðinn sé tímabundið, skuli taka hlutfallslega laun miðað við vinnutíma fastráðinna starfsmanna. Að þessu g ættu og þegar litið er framangreindrar niðurstöðu dómsins um að uppfyllt sé skilyrði greinar 3.09.1 um samfellda vinnu Margrétar hjá stefnda í heilt orlofsár eða lengur að því er varðar orlofsárið 2014 - 2015, verður að fallast á viðurkenningarkröfu stefnand a um greiðslu orlofsuppbótar eins og hún er sett fram í stefnu. Samkvæmt grein 3.10.1 um desemberuppbót í kjarasamningi aðila, sem gilti frá 1. janúar 2010 til 31. desember 2014, skyldi hver starfsmaður, sem unnið hafði síðasta ár hjá félaginu, fá grei dd a launauppbót að fjárhæð 132.018 krónur. Eins og áður er komið fram , hafði Margrét verið í samfelldu starfi hjá stefnda frá því fyrri starfsamningur hennar tók gildi 17. mars 2014 eða í rúmlega 9 mánuði þegar kom að greið slu desemberuppbótar 2014. Samkvæmt grein 3.10.1 um desemberuppbót í núgildandi kjarasamningi aðila með gildistíma frá 1. janúar 2015 til 3. desember 2019 ber að greiða launauppbót að fjárhæð 170.000 til þeirra starfsmanna sem hafa verið í fullu starfi allt það sama ár hjá félaginu. Þegar k om að greiðslu desemberuppbótar í desember 2015 samkvæmt ákvæðinu hafði Margrét samkvæmt framangreindu því verið í starfi hjá stefnda í eitt ár og níu mánuði. Að þessu virtu og þegar litið er til áðurrakinnar niðurstöðu dómsins að því er varðar bæði samfel lt ráðningarsamband Margrétar og stefnda og viðmiðun við útreikning á hlutfallslegum réttindum hennar að þessu leyti, er það niðurstaða dómsins að uppfyllt séu skilyrði greinar 3.10.1 um desemberuppbót í framangreindum kjarasamningum. Ber því að fallast á viðurkenningarkröfu stefnanda um greiðslu desemberuppbótar eins og hún er sett fram í stefnu. Að öllu framangreindu virtu þykir, með 10 sömu rökum og hér að framan hafa verið rakin, engu breyta tilvísun stefnda til greinar 4.06.1 í umræddum kjarasamningi. Samkvæmt 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað . Málskostnaður þykir hæfile ga ákveðinn 500.000 krónur, meðal annars með hliðsjón af því að í málinu fór fram munnlegur málflutningur um frávísunarkröfu stefnda . Uppkvaðning dómsins hefur dregist vegna embættisanna dómsforseta. D Ó M S O R Ð: Viðurkennt er að skýra skuli grein ar 3.09.1 og 3.10.1 í kjarasamningi starfsmanna Norðuráls Grundartanga ehf., með gildistíma frá 1. janúar 2010 til 31. desember 2014 , og samhliða ákvæði í núgildandi kjarasamningi starfsmanna Norðuráls Grundartanga ehf., með gildistíma frá 1. janúar 2015 til 31. desember 201 9, á þann veg að Margrét Á. Þorsteinsdóttir, félagsmaður í Verkalýðsfélagi Akraness, eigi rétt á g reiðslu orlofsuppbótar sem nemur 38,46% af fullri uppbót fyrir orlofsárið 2014 - 2015 og greiðslu desemberuppbótar fyrir árin 2014 og 2015, sem nemur 36,43% af fullri uppbót fyrir árið 2014 en 41,53% af fullri uppbót fyrir árið 2015. Stefndi, Samtök atvinnulífsins vegna Norðuráls Grundartanga ehf., greiði stefnanda, Alþýðusamband i Íslands vegna Verkalýðsfélags Araness, 5 00.000 krónur í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Valgeir Pálsson Lára V. Júlíusdóttir