1 Ár 2014, mánudaginn 3. nóvember, er í Félagsdómi í málinu nr. 3/2014: Starfsmannafélag Mosfellsbæjar Stamos (Helga María Pálsdóttir hdl.) gegn Mosfellsbæ (Heiðrún Lind Marteinsdóttir hdl.) kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 6. október 2014. Málið dæma Sigurður G . Gíslason, Ásmundur Helgason, Guðni Á. Haraldsson, Gísli Gíslason og Gísli Guðni Hall. Stefnandi er Starfsmannafélag Mosfellsbæjar, Stamos, kt. 680183 - 0239, Hlégarði, Mosfellsbæ. Stefnd i er Mosfellsbær, kt. 470269 - 5969, Þverholti 2, Mosfellsbæ. Dómkröfur stefnanda: Stefnandi gerir þær dómkröfur að viðurkennt verði með dómi að stefnda sé í samræmi við sérákvæði kjarasamnings Stamos við Launanefnd sveitarfélag og samflots frá 29. maí 2 005, skylt að greiða Friðþjófi Haraldssyni áunna hlutdeild í sérstakri desemberuppbót í tengslum við starfslok hans. Þá er þess krafist að stefndi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar að mati dómsins. Dómkröfur stefnda: Stefndi krefst þess að stefn di verði sýknaður af kröfum stefnanda. Þá krefst stefndi málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnanda. Málavextir: Stefnandi er félag starfsmanna stefnda, Mosfellsbæjar. Kveður stefnandi að í félaginu séu allir starfsmenn stefnda og stofnana hans sem þess óska og hafa a.m.k. hálft aðalstarf hjá bæjarfélaginu. Friðþjóf ur Haraldsson starfað i sem vélama ður hjá stefnda samfleytt í tæp 20 ár eða frá 28. október 1992 til 30. júní 2012. Um laun hans og önnur starfskjör fór samkvæmt gildandi 2 kjarasamningi Stamos við launanefnd sveitarfélaga og Samflots. Friðþjófur lét af störfum hjá stefnda þann 30. júní 2012 sö kum aldurs. Þegar Friðþjófur lét af störfum hjá stefnda, var að finna sérákvæði í gildandi sem höfðu gegnt starf i hjá stefnda í að minnsta kosti 10 ár og voru ráðn ir fyrir 1. mars 1997, til sérstakrar uppbótar í desembermánuði ár hvert sem jafngilda skyldi föstum launum viðkomandi í þeim mánuði. Stefndi kveður að sérákvæði efnislega sambærilegt umræddu sérákvæði hafi verið að finna í kjarasamningum í rúm 30 ár. Ákvæ ðið eigi rætur sínar að rekja til kjarasamnings sem hafi verið gerður árið 1982, en þar hafi verið að finna svohljóðandi sérákvæði: Sá starfsmaður, sem gen g t [sic.] hefur starfi hjá Mosfellsbæ í a.m.k. 10 ár skal í desembermánuði ár hvert fá greidda sérst aka persónuuppbót sem jafngildir föstum launum hans í þeim mánuði. Ofangreindur kjarasamning ur var framlengdur og honum breytt nokkrum sinnum, en sérákvæðið um hina sérstöku persónuuppbót var óbreytt. Í kjarasamningi, dags. 6. maí 1997, sem var í gildi frá 1. mars 1997 til 1. nóvember 2000 var umræddu sérákvæði verið breytt í svokallað sólarlagsákvæði, þannig: Starfsmenn, sem gen g t [sic.] hafa starfi hjá Mosfellsbæ í a.m.k. 10 ár, skulu í desembermánuði ár hvert fá greidda sérstaka persónuuppbót sem jaf ngildir föstum launum hans í þeim mánuði. Ákvæði þetta tekur til starfsmanna sem voru í starfi 1. mars 1997, en tekur ekki til þeirra starfsmanna sem ráðnir verða hjá Mosfellsbæ eftir 1. mars 1997. Sérákvæði samhljóða ofangreindu ákvæði var að finna í kja rasamningi, dags. 25. apríl 2001, sem var í gildi frá 1. febrúar 2001 til 31. mars 2005. Í kjarasamningi, dags. 29. maí 2005, verið í eldri ákvæðum, skipt út fy þannig: Starfsmenn sem gen g t [sic.] hafa starfi hjá Mosfellsbæ í a.m.k. 10 ár, skulu í desembermánuði ár hvert fá greidda sérstaka desemberuppbót sem jafngildir föstum launum hans í þeim mánuði . Ákvæði þetta tekur til starfsmanna sem voru í starfi 1. mars 1997, en tekur ekki til þeirra starfsmanna sem ráðnir voru hjá Mosfellsbæ eftir 1. mars 1997. Ofan greindur samningur hefur verið framlengdur og honum breytt í tvígang, en sérákvæðið um hina sé rstöku persónuuppbót hefur staðið óbreytt. Við starfslok sín fékk Friðþjófur ekki umrædda desemberuppbót greidda eða neina hlutdeild í henni. Stefnandi kveður Friðþjóf hafa leitað til sín, þar sem hann hafi talið að uppgjör á launum hans við starfslok hafi ekki verið í samræmi við kjarasamninga. Edda Davíðsdóttir, formaður 3 stefnanda, sendi í kjölfar þess tölvupóst, dags. 3. september 2012, til Guðrúnar Þorsteinsdóttur, deildarstjóra launadeildar stefnda, og spurðist fyrir um það hvort til væru verklagsreglu r eða samþykktir sem túlkun stefnda á áðurnefndu ákvæði byggðu á. Í svari Guðrúnar Þorsteinsdóttur, sem barst samdægurs, kom fram að engar verklagsreglur væru til aðrar en greinin sjálf. Í svarbréfi Guðrúnar var túlkun stefnda á ákvæðinu lýst með nokkuð ít arlegum hætti. Þar segir m.a. að viðhöfð hafi verið sú vinnuregla við greiðslu á sérstakri persónuuppbót að farið hafi verið eftir orðanna hljóðan. Þannig hafi starfsmaður sem hefur verið í 50% starfi en fer í 100% starf 1. desember fengið greidda sérstaka persónuuppbót sem nemi launum hans í desember eða sem samsvarar 100% launum. Þá segir í téðu bréfi að sé starfsmaður í launalausu leyfi í desember, þá fái hann ekki sérstaka persónuuppbót það árið. Starfsmaður í fæðingarorlofi eða í launalausu leyfi, hvor t sem það er vegna veikinda eða af öðrum orsökum og njóti ekki launa í desember, fái ekki sérstaka desemberuppbót burtséð frá vinnuframlagi hans á árinu. Loks segir í tölvupósti Guðrúnar að láti starfsmaður af störfum á árinu og sé því ekki í starfi í dese mber fái hann ekki uppgerða sérstaka desemberuppbót. Í framhaldi af svari stefnda um túlkun á ákvæðinu leitaði stefnandi til Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, BSRB með mál Friðþjófs. BSRB sendi stefnda bréf, dags. 9. janúar 2013, þar sem túlkun stefnda á umræddu kjarasamningsákvæði var hafnað og þess krafist að Friðþjófi yrði greitt áunnið hlutfall af sérstakri orlofsuppbót án tafar. Í svarbréfi stefnda, dags. 8. mars 2013, kvaðst stefndi ekki geta fallist á skilning stefnanda um að ekki hafi rétt verið staðið að uppgjöri á launum Friðþjófs Haraldssonar með vísan til þess að ákvæði kjarasamnings hafi verið túlkað eftir orðanna hljóðan. Ekki kveðst stefnandi hafa getað fallist á þessa afstöðu stefnda og hafi hann því leitað til lögmanna sem sent hafi stefnda bréf, dags. 5. nóvember 2013, þar sem afstaða Friðþjófs um að hann ætti rétt á greiðslu áunninnar hlutdeildar í sérstakri desemberuppbót fyrir árið 2012, hafi verið ítrekuð og stefndi krafinn um leiðréttingu á þessu. Stefndi svaraði þessu 8. nóvemb er 2013 og áréttaði fyrri afstöðu og hafnaði kröfum Friðþjófs. Stefndi kveður að hið umþrætta ákvæði hafi verið að mestu leyti óbreytt í kjarasamningum stefnda í rúm 30 ár og a llt frá því ákvæðið kom fyrst inn í kjarasamning stefnda árið 1982 hafi það veri ð framkvæmt á þann hátt að aðeins þeir starfsmenn sem eru í launuðu starfi hjá stefnda í desembermánuði fái greidda hina sérstöku uppbót og hafi hún numið launum þeirra í þeim mánuði, algerlega óháð störfum og launum viðkomandi aðra mánuði ársins. Fram að þessu hafi hvorki stefnandi né aðrir gert athugasemd við þessa framkvæmd. Málsástæður og lagarök stefnanda : 4 S tefnand i kveður ágreiningsefni máls ins eiga undir Félagsdóm samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, sbr. 44. gr. laga nr. 80/1938. Samkvæmt 4. mgr. 27. gr. laga nr. 94/1986 rek i stéttarfélög mál sín fyrir dóminum. Stefnandi kveður kröfu sína byggja á sérákvæði kjarasamnings Stamos við Launanefnd sveitarfélaga og Samflots frá 29. maí 2005, en á kvæðið sé svohljóðandi: Starfsmenn sem gengt [sic.] hafa starfi hjá Mosfellsbæ í a.m.k. 10 ár, skulu í desembermánuði ár, skulu [æi] [sic.] desembermánuði ár hvert fá greidda sérstaka desemberuppbót sem jafngildir föstum launum hans í þeim mánuði. Ák væði þetta tekur til starfsmanna sem voru í starfi 1. mars 1997, en tekur ekki til þeirra starfsmanna sem ráðnir voru hjá Mosfellsbæ eftir 1. mars 1997. Þá vísar stefnandi til þess að stefnda sé skylt að virða gerða kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins, þar með talið kjarasamning Stamos við Launanefnd sveitarfélaga og Samflots frá 29. maí 2005. Samkvæmt almennri reglu vinnuréttarins beri við starfslok að gera upp við starfsmenn öll áunnin sérstök réttindi sem endranær séu greidd út til starfsmanna á ákveðnum gjalddögum. Kveður stefnandi mega leiða þessa skyldu af ákvæðum 1.7 og 1.8 í kjarasamningi Stamos við Launanefnd sveitarfélaga og Samflots frá 1. maí 2011 þar sem annars vegar sé kveðið á um að við starfslok beri að gera upp áunna hlutdeild starfsmanns í desemberuppbót og hið sama eigi við um uppgjör á orlofsuppbót. Þá beri samkvæmt gr. 2.4.5.9 við starfslok að gera upp ótekinn frítökurétt með sama hætti og orlof sbr. 8. gr. orlof slaga nr. 30/1987. Stefnandi byggir á því að hið sama eigi við um hina sérstöku desemberuppbót sem kveðið sé á um í sérákvæði kjarasamnings. Þá kveðst stefnandi bygg ja á því að í orðanna hljóðan felist að uppruni ákvæðisins tengist hefðbundinni desemberup pbót og því beri að skýra ákvæði um sérstaka desemberuppbót með hliðsjón af þeim reglum sem gild i um skýringu ákvæðis um hefðbundna desemberuppbót. Greiðslan hafi fastan gjalddaga og því sé ljóst að réttindin séu föst og bundin en ekki háð atvikum eins og t.d. veikindaréttur. Af þessu leiði að stefnda hafi verið skylt að gera upp við Friðþjóf áunna hlutdeild hans í sérstakri desemberuppbót fyrir árið 2012 enda skilyrði ákvæðisins uppfyllt þar sem Friðþjófur hafi starfað hjá stefnda frá 28. október 1992. St efnandi vísar til þess að með framgöngu stefnda sé kjarasamningsbundnum réttindum starfsmanna sem eru frá vinnu í desembermánuði t.a.m. vegna fæðingarorlofs, ólaunaðs veikindaleyfis og þeirra sem eru í launalausu leyfi í desembermánuði kastað fyrir róða se m og réttindum þeirra sem láta af störfum hjá stefnda fyrr á árinu. Túlkun stefnda og framkvæmd sé í andstöðu við tilefni þess að umrætt ákvæð i hafi verið sett í kjarasamning, en tilgangurinn sé að umbuna starfsmönnum fyrir starfsframlag á árinu en ekki fy rir það eitt að hafa verið í starfi í desembermánuði á ári hverju. Réttindin sem um ræði séu nátengd launum starfsmanna stefnda og óeðlilegt annað en miða við áunna hlutdeild starfsmanna við uppgjör. Sé ákvæðið túlkað með 5 þeim hætti sem stefndi h afi gert s é stefnda í lófa lagið, komi til uppsagnar starfsmanns sem eigi réttindi samkvæmt ákvæðinu, að haga uppsögninni með þeim hætti að stefndi þurfi ekki að greiða sérstaka desemberuppbót við starfslok starfsmannsins. Kveður stefnandi þau rök stefnda ekki stan dast , sem fram kom i í framangreindu bréfi stefnda frá 8. mars 2013, um að alltaf hafi verið miðað við laun desembermánaðar eingöngu og greitt til þeirra sem voru í starfi í þeim mánuði . Túlkun stefnda fari í raun gegn orðalagi ákvæðisins og sé beinlínis andstæð lögum. Starfsmenn sem séu í fæðingarorlofi eða í launalausu leyfi , hvort sem það sé vegna veikinda eða annars , séu enn í ráðningarsambandi við stefnda og þar með enn í starfi og e igi því rétt á greiðslu samkvæmt ákvæðinu í samræmi við starfshlutfall þeirra á árinu. Hvað varðar réttindi foreldris í orlofi þá segi í 2. mgr. 14. gr. laga nr. 95/2000 að fæðingarorlof reiknist til starfstíma við mat á starfstengdum réttindum, svo sem ré tti til orlofstöku og lengingar orlofs samkvæmt kjarasamningum, starfsaldurshækkana, veikindaréttar, uppsagnarfrests og réttar til atvinnuleysisbóta og sé ákvæðinu ætlað að tryggja áframhaldandi uppsöfnun almennra réttinda þannig að kjör þeirra skerðist ek ki á meðan á fæðingarorlofi stendur. Þá sé ráðningarsambandi starfsmanna sem tæmt hafi rétt sinn til launa í veikindaleyfi ekki slitið án þess að til uppsagnar komi. Þá geti starfsmenn átt rétt á launalausu leyfi, ef þeim býðst tækifæri og/eða styrkur til að vinna að tilteknu verkefni, m.a. tengdu starfi þeirra samkvæmt gr. 10.1.2 í kjarasamningi. Túlkun stefnda á umræddu sérákvæði leiði þannig til þess að starfsmaður sem er í launalausu leyfi en enn í starfi hjá stefnda í desembermánuði og sem hefur jafnve l unnið alla hina mánuði ársins fái enga sérstaka desemberuppbót greidda. Slíkt verði að telja í andstöðu við ákvæði kjarasamninga og laga og brot á jafnræðisreglum. Jafnframt kveður stefnandi að við skýringu á umræddu ákvæði beri að líta til sams konar ákvæða í öðrum kjarasamningum þar sem kjarasamningar hér á landi séu eðlislíkir. Í þeim kjarasamningum , sem álíka ákvæði finn i st hér á landi , hafi þau ætíð verið túlkuð svo meðal samnin gsaðila að greiða beri starfsmönnum hlutfallslega starfi þeir hluta úr ári eða breyti starfshlutfalli sínu. Stefnandi kveðst bygg ja málatilbúnað sinn á lögum nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeil ur, lögum nr. 30/1987 um orlof, lögum nr. 95/2000 um fæðingar - og foreldraorlof og varðandi málskostnað á lögum nr. 91/1991 um meðferð einkamála í héraði. Kr ö f u um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun styð ur stefnandi við lög nr. 50/1988 en stefnandi sé ek ki virðisaukaskattsskyldur og ber i því nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefnda. Málsástæður og lagarök stefnda: Stefndi mótmælir öllum dómkröfum, málsástæðum og lagarökum stefnanda og telur að engin þeirra eigi að leiða til þess að fallist verði á dómkröfur stefnanda. 6 Stefndi kveðst bygg ja sýknukröfu sína á eftirgreindu m þremur meginmálsástæðum : 1. Orðanna hljóðan ákvæðis styð ji kröfu stefnda Stefndi byggir aðallega á því að umrætt sérákvæði kjarasamnings sem tók gildi þann 1. maí 2011, um sérstaka desemberuppbót , beri að túlka samkvæmt orðanna hljóðan. Sérstaklega beri þar að athuga að í ákvæðinu sé skýrlega kveðið á um að nánar tilgreindir starfsmenn skuli í desember ár hvert fá gr eidda sérstaka desemberuppbót sem jafngildi föstum launum þeirra í þeim mánuði. Miðað við almennan málskilning verði ekki annað af orðalagi þessu ráðið en að hin sérstaka uppbót skuli jafngilda launum í desembermánuði. Þiggi starfsmaður engin laun frá ste fnda þann mánuð, verði fjárhæð uppbótar að sama skapi engin, 0 kr. Í tilviki Friðþjófs Haraldssonar hafi atvik verið með þessum hætti, þ.e. hann hafi engin laun þegið hjá stefnda í desembermánuði og hin sérstaka uppbót þ ví orðið engin. Fyrrgreint orðalag s é skýrt að þessu leyti, en haldi stefnandi öðru fram beri hann sönnunarbyrði fyrir því að samningur hafi verið gerður með því efni sem samrým is t kröfu hans. Hafi stefnandi ekki fært fram s lík a sönnun og ber i því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. 2. Önnur sjónarmið eig i við um hina sérstöku desemberuppbót en almenna desemberuppbót samkvæmt grein 1.7 í kjarasamningnum Stefndi byggir á því að hið umþrætta ákvæði kjarasamningsins kveði á um sérstaka desemberuppbót, sem ekki verði lögð að jöfnu við hina almennu desemberuppbót sem kveðið er á um í grein 1.7 í kjarasamningnum. Gildi þannig ekki sömu sjónarmið um hina sérstöku uppbót og eiga við um hina almennu . Samkvæmt o rðanna hljóðan n jóti hin sérstaka uppbót sérstöðu gagnvart hinni hefðbundnu desemberuppbót, sem gjarnan sé kveðið á um í kjarasamningum. Kveður stefndi augljós t að hin sérstaka uppbót sé einmitt aðgreind frá hinni hefðbundnu með því að nefna ha Væri hún að öllu leyti eins og hin venjulega, væri engin þörf á slíkri aðgreiningu. Hvað sérstöðu sérstöku uppbótarinnar varði, bendir stefndi jafnframt á að augljós eðlismunur sé á þessu tvennu. Í kjarasamningnum sé fjallað um desemberuppbó t í grein 1.7. Sé þar kveðið á um desemberuppbót sem sé föst upphæð, óháð launum. Ólíkt þessu sé hin sérstaka uppbót reiknuð út frá launum starfsmanna í desembermánuði. Í stefnu sé byggt á því að skýra beri hið umþrætta ákvæði kjarasamningsins með hliðsjó n af þeim reglum sem gildi varðandi skýringu ákvæðis um hefðbundna desemberuppbót. Stefndi mótmælir því s jó narmiði og bendir á að í grein 1.7 í kjarasamningnum sé kveðið á um rétt starfsmanna til hlutfallslegrar desemberuppbótar hafi þeir ekki geg n t fullu starfi allt árið. Þar komi meðal annars fram að starfsmaður sem h afi geg n t hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skuli 7 fá greidda desemberuppbót miðað við starfshlutfall og/eða starfstíma, þó þannig að hann hafi starfað samfellt að minnsta kosti frá 1. sep tember það ár. Starfsmenn sem láti af störfum á árinu og hafi starfað samfellt í að minnsta kosti 6 mánuði skuli einnig fá greidda hlutfallslega desemberuppbót. Þá skuli starfsmenn sem farið hafi á eftirlaun á árinu, sem hafa skilað starfi er svarar til a. m.k. hálfs starfsárs það ár, jafnframt eiga rétt til hlutfallslegrar desemberuppbótar. Sé þannig í kjarasamningnum kveðið á um það með ítarlegum hætti við hvaða aðstæður starfsmenn sem eru ekki í fullu starfi allt árið geti átt rétt til hefðbundinnar desem beruppbótar miðað við starfshlutfall og/eða starfstíma. Hvorki sé að finna slíkar reglur í hinu umþrætta ákvæði né sé þar að finna tilvísun til framangreinds ákvæðis samningsins um desemberuppbót. Stefndi mótmælir því einnig að túlkun stefnanda á hinu umþ rætta sérákvæði kjarasamningsins geti átt sér stoð í almennum reglum um túlkun ákvæða um desemberuppbót, enda gildi eng in algild regl a um hlutfallslegan rétt launþega til desemberuppbótar. Kveður stefndi að stefnandi hafi ekki sýnt fram á tilvist slíkrar r eglu. Stefndi kveður rétt til hlutfallslegrar greiðslu desemberuppbótar þannig aðeins verða byggðan á ákvæðum kjarasamnings í hverju tilviki fyrir sig, en ákvæði kjarasamninga geti verið mismunandi hvað varð i skilyrði um starfshlutfall og/eða starfstíma til að réttur til desemberuppbótar skapist. S tefndi mótmælir því að ákvæði kjarasamningsins um hina sérstöku uppbót eigi að skýra með hliðsjón af sams konar ákvæðum í öðrum kjarasamningum. Í stefnu geri stefna ndi ekki nokkurn reka að því að sýna fram á hvers konar ákvæði um ræði eða hvernig þau séu túlkuð í framkvæmd. Með vísan til framan g rein ds kveðst stefndi byggja á því að við túlkun ákvæðis kjarasamningsins um hina sérstöku uppbót beri að líta til orðalags ákvæðisins sjálfs. Orðalag ákvæðisins sé afdráttarlaust og gefi ekkert svigrúm til þeirrar túlkunar sem stefnandi reisi kröfur sínar á. Ekki sé hægt að túlka ákvæðið á annan veg en þann, að aðeins þeir starfsmenn, sem uppfylli skilyrði þess og séu við lau nuð störf hjá stefnda í desembermánuði, eigi rétt á sérstakri uppbót sem samsvar i launum þeirra í þeim mánuði. 3. Þróun ákvæðisins frá árinu 1982 og áralöng framkvæmd Stefndi kveður óhjákvæmilegt við túlkun umrædds ákvæðis að líta þess að ákvæði , efnislega s ambærilegt því , hafi verið að finna í kjarasamningum milli aðila frá árinu 1982. Hafa beri í huga að hið umþrætta ákvæði hafi ekki tekið neinum efnislegum breytingum í gegnum tíðina, e f frá sé talin breyting árið 1997 þegar ákvæðið hafi orðið sólarlagsákvæði, þ.e. að ákvæðið skyldi aðeins ná til starfsmanna sem hófu störf hjá stefnda fyrir 1. mars 1997. Á árinu hafi verið ákvæðið að öðru leyti verið óbreytt. Hafi aðeins verið um orðalagsbreytingu að ræða sem hafi ekki verið ætlað að hafa neinar efnislegar breytingar í för 8 með sér. Breyti þetta engu um eðli hinnar umþrættu uppbótar og hafi enga þýðingu að uppbótin sé nú nefn d sérstök desemberuppbót, fremur en sérstök persónuuppbót. Þetta fái jafnframt stuðning í því að þegar breytingin hafi átt sér stað árið 2005 hafi verið liðin 8 ár frá því ákvæðið var gert að sólarlagsákvæði , en slíkum ákvæðum sé að jafnaði ekki breytt efn islega á líftíma þeirra. Þannig kveðst stefndi hafna því að uppruni ákvæðisins tengist hefðbundinni desemberuppbót. Þvert á móti hafi hin sérstaka uppbót ávallt verið nefnd sérstök persónuuppbót framan af, eða allt til ársins 2005, þegar heiti hennar hafi verið breytt. Hafi ákvæðið verið túlkað með sama hætti frá því fyrst var kveðið á um þessa sérstöku uppbót í kjarasamningi árið 1982. Hafi uppbótin þannig ávallt verið miðuð við laun desembermánaðar eingöngu og greidd til þeirra sem haf i verið á launum hjá stefnda þann mánuð. Ef um starfslok hafi verið að ræða, h afi framangreind uppgjörsaðferð verið notuð í öllum tilvikum frá upphafi. Í öðrum tilvikum þar sem starfsmenn stefnda hafi verið launalausir eða á hlutfallslega hærri eða lægri launum en aðra mánuði ársins hafi einnig ávallt verið miðað við laun desembermánaðar. Á þeim rúmu þrjátíu árum sem umrætt ákvæði hafi verið að finna í kjarasamningum stefnanda haf i hvorki stefnandi né aðrir gert athugasemd við þessa framkvæmd. 4. Mótmæli við málsástæðum stefnand a Stefndi kveður að í málsástæðum hans fel i st í raun mótmæli við öllum málsástæðum stefnanda. Sérstaklega sé þó mótmælt eftirfarandi : Stefnandi hafi haldið því fram í stefnu að með túlkun stefnda og framkvæmd á hinu umþrætta sérákvæði kjarasamningsins sé stefndi að brjóta á kjarasamningsbundnum réttindum starfsmanna sem eru frá vinnu í desembermánuði til að mynda vegna fæðingarorlofs, ólaunaðs veikindaleyfis og þeirra sem eru í launalausu leyfi í desembermánuði. Þessu mótmæli r stefndi í fyrsta lagi á þeim grundvelli að stefndi sé ekki að brjóta á samningsbundnum réttindum starfsmanna sinna sem framangreindar aðstæður eigi við um, enda sé sá samningsbundni réttur sem er til umfjöllunar í þessu máli skýr að mati stefnda og nái e ingöngu til þeirra starfsmanna sem séu í launuðu starfi hjá stefnda í desembermánuði. Sé þannig ekki um nein brot að ræða af hálfu stefnda. Í öðru lagi kveður stefndi að þau atvik og aðstæður séu ekki til umfjöllunar í þessu máli. Þá kveður stefndi að því sé haldið fram í stefnu að þau rök stefnda, sem kom i fram í bréfi mannauðsstjóra stefnda , standist ekki og reki stefnandi þar hvernig tilteknir starfsmenn teljist vera í starfi hjá stefnda á grundvelli ráðningarsambands þrátt fyrir að vera frá störfum. Ste fndi kveðst mótmæl a þessari málsástæðu stefnanda og bendir á að í bréfinu segi að samkvæmt orðanna hljóðan skuli í desembermánuði vera greidd sérstök desemberuppbót sem jafngildi föstum launum viðkomandi í desember og eingöngu greitt til þeirra sem hafi ve rið í starfi í þeim 9 mánuði. Sé þetta í samræmi við hið umþrætta sérákvæði kjarasamningsins sem nái til þeirra sem séu í starfi og þiggi laun hjá stefnda í desembermánuði. H ið umþrætta ákvæði kjarasamnings stefnanda og stefnda verði þannig ekki túlkað á ann an hátt en orðalag þess og áralöng framkvæmd gefi tilefni til. Sé ljóst að þeir starfsmenn sem séu ekki í launuðu starfi hjá stefnda í desembermánuði, hvort sem er vegna starfsloka eða af öðrum ástæðum, eigi ekki rétt til hinnar sérstöku uppbótar. Um laga rök vísar stefndi til almennra reglna vinnuréttar og meginreglna samningaréttar um túlkun samninga. Kr öfu sína um málskostnað styð ur stefndi við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og kröfu um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun við lög nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, en stefndi kveðst ekki vera virðisaukaskattskyldur og ber i því nauðsyn til að fá dóm fyrir skattinum úr hendi stefnda. Forsendur og niðurstaða Mál þetta á undir Félagsdóm skv. 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Stefnandi vísar í málinu til þess að almenn regla vinnuréttarins sé sú, að við starfslok beri að gera upp við starfsmann öll áunnin sérstök réttindi sem endranær séu greidd út á sérstökum gjalddögum. Í orðanna hljóðan felist það að uppbótin tengist hefðbundinni desemberuppbót og beri að skýra umrætt ákvæði með hliðsjón af þeim reglum sem gildi um hina hefðbundnu desemberuppbót. Þá vísar stefnandi til þess að túlkun stefnda leiði til óeðlilegrar niðurstöðu enda sé ákvæði nu ætlað að umbuna starfsmönnum fyrir vinnuframlag ársins, en ekki fyrir það eitt að hafa verið í starfi í desember. Rök stefnda standist ekki. Jafnframt beri að líta til samskonar ákvæða í öðrum kjarasamningum sem hafi ávallt verið túlkuð svo að greiða be ri starfsmönnum hlutfallslega ef þeir starfa hluta úr ári eða breyti starfshlutfalli sínu. Við starfslok Friðþjófs Haraldssonar var umrætt ákvæði svohljóðandi: desembermánuði ár hvert fá greidda sérstaka desemberuppbót sem jafngildir föstum launum hans í þeim mánuði. Ákvæði þetta tekur til starfsmanna sem voru í starfi 1. mars 1997, en tekur Hefur ákvæðið verið eins allar götur frá 1 982, en þó þannig að orðið desemberuppbót kom inn í stað orðsins persónuuppbót í kjarasamningi 29. maí 2005. Þá varð ákvæðið að sólarlagsákvæði í kjarasamningi 6. maí 1997. Aðrar breytingar hafa ekki verið gerðar á þ ví eftir því sem best verður séð. Það er álit dómsins að ekki sé það sjálfgefið að reglur um uppgjör hefðbundinnar desemberuppbótar skuli eiga við um hina sérstöku desemberuppbót sem svo er nefnd, fyrir það eitt að hugtakið desemberuppbót sé notað. Er til þess að líta að í kjarasamningi er kveðið 10 sérstaklega á um það hvernig haga beri uppgjöri hinnar hefðbundnu desemberuppbótar, sem og sérstakrar orlofsuppbótar. Engin slík ákvæði er hins vegar að finna um hina sérstöku desemberuppbót sem um er þrætt í þ essu máli. Hefði vilji samningsaðila staðið til þess að sömu reglur giltu var ástæða til að geta þess í kjar asamningi, en það var ekki gert. Í þessu sambandi má jafnframt geta þess að ákvæði um hina almennu desemberuppbót voru tekin inn í kjarasamninga eftir að samið var um þá uppbót sem um er deilt í máli þessu. Hefði vilji samningsaðila staðið til þess að láta reglur um hina almennu desemberu ppbót og uppgjör hennar og hlutföllun ná til hinnar sérstöku uppbótar, þá hefði mátt vænta þess að það kæmi fram í kjarasamningnum. Það er álit dómsins að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að vilji samningsaðila hafi staðið til þess að sömu reglur giltu að þ essu leyti. Stefnandi hefur vísað til þess að í orðanna hljóðan felist það að uppruni ákvæðisins tengist hinni hefðbundnu desemberuppbót og beri því að skýra reglur um hina sérstöku desemberuppbót með hliðsjón af þeim reglum sem gildi um hina hefðbundnu de semberuppbót. Um þetta má v í sa til þess sem áður segir um að hefði vilji samningsaðila staðið til þess að sömu reglum yrði beitt, þá hefði mátt gera ráð fyrir að þess yrði getið í ákvæðum kjarasamnings um hina sérstöku desemberuppbót. Þá er í þessu samband i óhjákvæmilegt að líta til þess að hin sérstaka uppbót var frá árinu 1982 nefnd persónuuppbót , en orðið desemberuppbót var ekki tekið upp fyrr en í kjarasamningi 29. maí 2005. Við þá breytingu var orðalagi greinarinnar að öðru leyti haldið óbreyttu. Stefnandi hefur vísað til þess að hin sérstaka og umþrætta desemberuppbót hafi fastan gjalddaga og sé því ljóst að réttindin séu föst og bundin en ekki háð atvikum s.s. veikindarétti . Leiði þetta til þess að óhjákvæmilega beri að gera upp við Friðþjóf Hel gason áunna hlutdeild hans í umræddri desemberuppbót. Á þetta fellst dómurinn ekki og er ekki hægt að líta svo á að þrátt fyrir að um tiltekinn gjalddaga sé að ræða þá leiði það til þess að umræddur starfsmaður hafi áunnið sér rétt til hlutdeildar í umrædd ri uppbót . Hið umdeilda ákvæði verður að túlka sem sérákvæði þar sem skilyrði fyrir greiðsluskyldu er háð því að viðkomandi starfsmaður sé starfandi hjá stefnda. Þá hefur stefnandi vísað til þess að með túlkun og framgöngu stefnda sé stefnt í voða kjarasamningsbundnum réttindum þeirra starfsmanna sem séu frá vi n nu í desembermánuði s.s. vegna ólaunaðs veikindaleyfis, færðingarorlofs o.fl. Með þessum hætti sé vinnuveitanda í lófa lagi ð að haga uppsögnum þannig að starfsmaður missi af hlutdeild hinni u mþrættu desemberuppbót við starfslok. Sé túlkun stefnda í andstöðu við tilgang hins umþrætta ákvæðis, en tilgangurinn hafi verið sá að umbuna fólki fyrir starfsframlag á árinu en ekki fyrir það eitt að hafa verið í starfi í desember. Stefnandi hefur að mat i dómsins ekki rennt neinum stoðum undir það hver hafi verið tilgangur umræddrar sérstakrar desemberuppbótar og er ekkert upplýst um hver tilgangur hennar hafi verið í öndverðu. Að því virtu að um er að ræða sérstaka 11 desemberuppbót andspænis hinni almennu þykir ekki unnt að slá því föstu að tilgangurinn hljóti að hafa verið sá sami. Þá er ekki unnt að fallast á það með stefnanda að með túlkun stefnda á umæddu ákvæði sé stefnt í voða eða kastað fyrir róða kjarasamningsbundnum réttindum starfsmanna sem eru fr á vinnu í desember. Í ákvæðinu er mælt fyrir um tiltekin réttindi sem fela í sér greiðslu launauppbótar sem tekur mið af launum starfsmanns í desembermánuði , en ekki verður af ákvæðinu ráðið að aðrir eigi þessi réttindi og því ekkert af þeim tekið. Þá ligg ur ekkert fyrir um að túlkun eða framkvæmd þessa ákvæðis hafi áhrif á önnur réttindi starfsmanna stefnda. Stefndi byggir á því að umrætt ákvæði hafi alla tíð verið framkvæmt á þann hátt sem hann byggir á. Hefur stefnandi ekki hnekkt þessu. Þá hefur stefnan di vísað til þess að við skýringu á umræddu ákvæði verði að líta til samskonar ákvæða í öðrum kjarasamningum þar sem kjararsamningar hérlendis séu eðlislíkir. Ekkert liggur hins vegar fyrir um slík ákvæði í öðrum kjarasamningum, hvort þau tíðkast , hvaða sk ilyrði eru sett fyrir áunninni hlutdeild eða hvernig þeim hefur verið beitt. Verður ekki fallist á kröfur stefnanda á grundvelli þessara málsástæðu. Að framangreindu virtu þykir stefnandi ekki hafa sýnt fram á að stefnda hafi borið að greiða Friðþjófi Hara ldssyni áunna hlutdeild í sérstakri desemberuppbót í tengslum við starfslok hans. Er þá óhjákvæmilegt að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Samkvæmt 65. gr. laga nr. 80/1938, sbr. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, er rétt að stefndi greiði stefnanda kr. 300.000 í málskostnað. D ó m s o r ð: Stefndi, Mosfellsbær, skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Starfsmannafél a gs Mosfellsbæjar Stamos. Stefn andi greiði stefn da kr. 300.000 í málskostnað. Sigurður G . Gíslason Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Gísli Gíslason Sératkvæði Gísla Guðna Hall Ég er sammála reifun meirihluta dómenda á málavöxtum, málsástæðum og lagarökum aðila en ósammála forsendum og niðurstöðu þeirra. Ákvæðið, sem um er deilt, er tekið upp orðrétt í málavaxtalýsingu. Fyrri málsliðurinn á uppruna í kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar og Launanefndar sveitarfélaganna fyrir hönd Mosfellshrepps frá árinu 1982. Hvorugur málsaðili hefur fundið þan n samning, en lagður hefur verið fram kjarasamningur sömu aðila frá árinu 1987, þar sem ákvæðið er orðað 12 ag fyrri málsliðar haldist óbreytt allar götur frá 1982. Ágreiningur málsaðila lýtur að því hvort Friðþjófur Haraldsson, félagsmaður í stefnanda, sem hóf störf hjá stefnda fyrir 1. mars 1997, en hætti 30. júní 2012 sökum aldurs, eigi við starfslok rétt til að fá greidda áunna hlutdeild í sérstakri desemberuppbót í tengslum við starfslokin. Ekki verður leyst úr ágreiningi aðila á þeim grundvelli að tilteknar venjur hafi skapast um framkvæmd ákvæðisins sem um er deilt. Ekki hefur verið sýnt fram á slíkar ven jur með gagnaframlagningu. Þaðan af síður hefur verið sýnt fram á að gagnaðila kjarasamningsins og þeim, er sækja rétt sinn til hans, hafi verið, eða hafi mátt verið, kunnugt um einhverjar slíkar venjur. Í ákvæðinu er ekki mælt fyrir um hvernig fari um ré tt starfsmanna, sem ljúka störfum innan árs, eða eru af öðrum ástæðum ekki á launaskrá í desembermánuði. Því er ekki haldið fram að tilgangur með kjarasamningsákvæðinu hafi verið að umbuna starfsmönnum vegna sérstaks framlags eða álags í desembermánuði um fram mánuði. Rétturinn, sem í ákvæðinu felst, ávinnst jafnt yfir allt árið án sérstakra skilyrða. Í framlögðum kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og nokkurra starfsmannafélaga sveitarfélaga, Mosfellshrepps þar á meðal, frá árinu 1990 er í 4. gr. að finna ákvæði um orlofsuppbót, þar sem mælt er fyrir um að starfsmaður, sem léti af störfum og hæfi töku eftirlauna á orlofsári, skyldi fá greidda orlofsuppbót hlutfallslega miðað við áunninn tíma. Þá bættist við eldri kjarasamning ný grein 1.1.10, er hlj störfum á árinu, en hafði þá starfað, samfellt í a.m.k. 6 mánuði, skal einnig fá greidda persónuuppbót miðað við starfstíma og starfshlutfall á árinu. Hlutfall skv. þessari málsgrein er reiknað sem hlutfall af fullri vinnu (100%) í 12 mánuði á almanaksárinu af síðast gildandi Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 94/1994 var því slegið föstu að desemberuppbót og eftir laga nr. 38/1954. Ekki hefur verið bent á nein efnisleg rök, sem standi til þess að ákvæðinu um sérstaka desemberuppbót, sem málsaðilar deila um,verði beitt með öðrum hætti heldur en ákvæðum um aðrar eðlislíkar launauppbætur, sem nánari ákvæði eru um í sí ðari tíma kjarasamningum. Þvert á móti þykir nærtækt að hafa hliðsjón af þeim, einkum ákvæðum um persónuuppbót sem að framan er rakið. Verður að telja að vilji kjarasamningsaðila hafi ekki staðið til að gera sérstakan greinarmun hvað hina sérstöku desemb eruppbót varðaði. Til þess hefði skort efnisleg rök auk þess sem það hefði leitt til tilviljanakennds launamisræmis eftir því hvenær innan árs starfsmenn 13 hætti störfum. Að þessu virtu tel ég taka beri kröfu stefnanda til greina. Eftir þeim úrslitum beri að dæma stefnda til að greiða stefnanda kr. 300.000 í málskostnað. Gísli Guðni Hall