FÉLAGSDÓMUR Dómur mánudaginn 6. mars 2023. Mál nr. 5/2023: Alþýðusamband Íslands fyrir hönd Starfsgreinasambands Íslands vegna Eflingar - stéttarfélags (Magnús M. Norðdahl lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins (Ragnar Árnason lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 1. mars sl. Málið dæma Ásgerður Ragnarsdóttir, Ásmundur Helgason , Ragnheiður Bragadóttir, Eva Dís Pálmadóttir og Einar Hugi Bjarnason. Stefnandi er Alþýðusamband Íslands, fyrir hönd Starfsgreinasambands Íslands vegna E flingar stéttarfélags, Guðrúnartúni 1 í Reykjavík. Stefndi er Samtök atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru að viðurkennt verði með dómi að ótímabundið verkbann stefnda frá klukkan 12:00 fimmtudaginn 2. mars 2023 á félagsmenn Eflingar stéttarfélags sem starfa á félagssvæði stéttarfélagsins og sinna störfum sem falla undir alm ennan kjarasamning aðila og kjarasamning aðila vegna veitinga - , gisti - , þjónustu - og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi, sem frestað var til mánudagsins 6. mars 2023, klukkan 16, og aftur til fimmtudagsins 9. mars 2023, klukkan 16 sé ólögmætt. 2. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnda 3. Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. Málavextir 4. Gildistími kjarasamnings stefnda, Samtaka atvinnulífsins, og stefnanda, Eflingar stéttarfélags, leið undir lok 1. nóvember 2022. Degi fyrir lok gildistímans lagði stefnandi fram kröfugerð og gerðu aðilar með sér viðræðuáætlun á samningafundi 14. nóvember sama ár. Samkvæmt áætluninni var gert ráð fyrir vikulegum samningafundum undir fundarstjórn ríkissáttasemjara og undirritun nýs kjarasamnings 12. desember 2022. Með skírskotun til 24. gr. laga nr. 80/1938 um 2 stéttarfélög og vinnudeilur vísaði stefnandi kj aradeilunni til ríkissáttasemjara 7. desember 2022. 5. Stefnandi lýsti því yfir 10. janúar 2023 að hann hefði slitið viðræðum við stefnda. Kvað stefnandi að viðræður hefðu ekki borið neinn árangur og að rétt væri að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall. Á fun di samninganefndar stefnanda 22. sama mánaðar var samþykkt að láta fara fram rafræna atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls hjá sjö tilgreindum hótelum. Skyldi verkfallið vera ótímabundið og hefjast 7. febrúar 2023, klukkan 12. Atkvæðagreiðslan hófst 24. janúa r 2023 og lauk að kvöldi 30. sama mánaðar. Verkfallsboðun var samþykkt með 124 atkvæðum af 189 greiddum atkvæðum en 287 félagsmenn voru á kjörskrá 6. Að loknum fundum með samninganefndum aðila 26. janúar 2023 kynnti ríkissáttasemjari ákvörðun sína um framlag ningu miðlunartillögu í deilu aðila. Samkvæmt fyrirmælum ríkissáttasemjara skyldi fyrirtækið Advania annast rafræna atkvæðagreiðslu um hana sem átti að hefjast 28. janúar, klukkan 12, og ljúka 31. sama mánaðar, klukkan 17. Lagði ríkissáttasemjari fyrir mál saðila að senda Advania skrá yfir kennitölur og nöfn allra atkvæðisbærra félagsmanna sem væru á kjörskrá 26. janúar 2023 fyrir klukkan 16. Stefndi sendi fyrirtækinu nauðsynleg kjörgögn vegna atkvæðagreiðslunnar en stefnandi neitaði að afhenda umbeðin gögn. 7. Stefndi höfðaði mál gegn stefnanda fyrir Félagsdómi og krafðist aðallega viðurkenningar á því að ótímabundið verkfall stefnanda væri ólögmætt, en til vara að óheimilt væri að láta verkfallið koma til framkvæmda þar til niðurstaða lægi fyrir í atkvæðagreið slu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Með dómi Félagsdóms 6. febrúar 2023 í máli nr. 1/2023 var stefnandi sýknaður af kröfum stefnda. 8. Ríkissáttasemjari lagði fram beiðni til Héraðsdóms Reykjavíkur 27. janúar 2023 um að kjörskrá stefnanda yrði afhent h onum með beinni aðfarargerð samkvæmt 78. gr., sbr. 73. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, svo að atkvæðagreiðsla um miðlunartillöguna gæti farið fram í samræmi við 2. mgr. 29. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Stefnandi mótmælti því að aðför yrði heimiluð. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 6. febrúar 2023 var fallist á kröfu ríkissáttasemjara um beina aðfarargerð. Úrskurðurinn sætti kæru til Landsréttar og var kröfu ríkissáttasemjara hafnað með úrskurði réttarins 13. sama mánaðar. 9. Á fundi stjórnar stefnda 19. febrúar 2023 var samþykkt að boða til almennrar, rafrænnar atkvæðagreiðslu um verkbann meðal félagsfólks stefnanda sem starfar samkvæmt aðalkjarasamningi aðila og samkvæmt kjarasamningi vegna veitinga - , gisti - , þjónustu - og greiðasölus taða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. Hinn 20. febrúar 2023 auglýsti stjórn stefnda almenna leynilega rafræna atkvæðagreiðslu meðal aðildarfyrirtækja sinna um boðun verkbanns sem nær til alls starfsfólks sem starfar á félagssvæði stefnanda samkvæmt fyrrgreindum kjarasamningum. Skyldi verkbannið vera ótímabundið og hefjast á hádegi 3 fimmtudaginn 2. mars 2023 nema að kjarasamningar hefðu náðst eða vinnustöðvun verið aflýst fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðslan hófst 20. febrúar 2023, klukkan 11, og lauk 22. sama mánaðar, klukkan 16. Þá kom fram að kosningin færi fram samkvæmt XIII. kafla samþykkta stefnda um vinnustöðvanir. 10. Niðurstaða rafrænnar atkvæðagreiðslu um boðun verkbanns lá fyrir eftir klukkan 16 hinn 22. febrúar 2023. Verkbannsboðun var sa mþykkt af 94,73% þeirra sem greiddu atkvæði, en 3,32% greiddu atkvæði á móti og 1,96% tóku ekki afstöðu. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni nam 87,88% af heildaratkvæðafjölda samkvæmt atkvæðaskrá stefnda. 11. Með bréfi 22. febrúar 2023 tilkynnti stefndi stefnanda að tillaga stjórnar stefnda um ótímabundið verkbann frá klukkan 12 fimmtudaginn 2. mars 2023 hefði verið samþykkt og var verkbannið boðað. Samrit var sent ríkissáttasemjara. 12. Hinn 27. febrúar 2023 óskaði settur ríkissáttasemjari eftir fundi með aðilum til a ð ráðgast um framlagningu miðlunartillögu. Með vísan til þessa tilkynnti stefndi stefnanda og ríkissáttasemjara að ákveðið hefði verið að fresta upphafi verkbannsins um rúma fjóra sólarhringa eða til 6. mars 2023, klukkan 16. Settur ríkissáttasemjari funda ði með samninganefndum aðila að kvöldi sama dag. 13. Settur ríkissáttasemjari lagði fram nýja miðlunartillögu 1. mars 2023 og stendur atkvæðagreiðsla um hana yfir frá 3. mars, klukkan 12, til 8. mars, klukkan 10. Stefnandi samþykkti að fresta verkföllum og st efndi að fresta fyrirhuguðu verkbanni þar til niðurstaða úr atkvæðagreiðslunni lægi fyrir. Með bréfi stefnda 1. mars 2023 var stefnanda og ríkissáttasemjara tilkynnt að ákveðið hefði verið að fresta upphafi boðaðs verkbanns til 9. sama mánaðar, klukkan 16. Málsástæður og lagarök stefnanda 14. Stefnandi byggir á því að boðað verkbann stefnda sé ólögmætt. Því til stuðnings er vísað til þess að stefndi geti ekki boðað til verkbanns þar sem hann hafi ekki komið kröfum vegna viðræðna aðila á framfæri með formlegum hætti, en það sé forsenda verkbanns samkvæmt 14. gr. laga nr. 80/1938. Þá hafi ekki verið tilgreint hvort boðað verkbann ætti að hefjast klukkan 12 á hádegi eða miðnætti hinn 2. mars 2023. Það sé í andstöðu við 1. málslið 3. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938 þ ar sem fram komi að tilgreina skuli hvenær vinnustöðvun skuli hefjast. 15. Stefnandi vísar til þess að ákvarðanir um að efna til atkvæðagreiðslu um verkbann og um boðun verkbanns hafi báðar verið teknar af stjórn stefnda. Samkvæmt 2. gr. samþykkta stefnda sé stefndi heildarsamtök félaga, sjálfseignarstofnana og einstaklinga sem stunda atvinnurekstur, sbr. 3. gr. samþykktanna. Fram komi í 3. gr. að aðildarfélög stefnda teljist vera Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. Þá komi fram í 3. mgr. 4. gr. samþykktanna að með aðildarfyrirtæki sé átt við félög, sjálfseignarstofnanir og einstaklinga í atvinnurekstri. 4 Jafnframt segi í 1. mgr. 4. gr. samþykktanna að aðildarfyrirtækin feli stefnda umboð sitt til þess að fara með kjarasamninga og ákvarðanir um vinnustöðvanir. 16. Stefnandi telur ekki unnt að draga skýra ályktun af samþykktum stefnda um eiginlegt stjórnskipulag hans. Virðist stefndi ýmist geta komið fram se stefnanda í hag. Samkvæmt 14. gr. laga nr. 80/1938 sé stéttarfélögum, félögum atvinnurekenda og einstökum atvinnurekendum heimilt að gera verkföll og verkbönn í þeim tilg angi að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum. Sambönd stéttarfélaga og heildarsamtök atvinnurekenda hafi annað hlutverk, sbr. til dæmis 23. og 45. gr. laga nr. 80/1938. Lögin geri þannig mun á félögum og samtökum, sem og hlutverki þeirra. Unnt sé að framselja samningsumboð til landssambanda eða heildarsamtaka félaga en aftur á móti ekki verkfalls - eða verkbannsrétt samkvæmt 14. og 1. mgr. 15. gr. laganna. 17. Stefnandi leggur áherslu á að samkvæmt 2. gr. samþykkta stefnda sé stefndi meðlimi sína fyrir dómi, sbr. 45. gr. laga nr. 80/1938. Stjórn stefnda hafi ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um verkbann meðal aðildarfyrirtækja stefnda. Þá hafi stefndi boðað verkbannið í eig in nafni án þess að tilgreina fyrir hönd hvaða aðila það væri boðað. Að framangreindu virtu verði að telja verkbannið ólögmætt, sbr. til hliðsjónar dóma Félagsdóms í málum nr. 2/1998 og 8/2015. 18. Stefnandi tekur fram að í boðun vegna verkbanns hafi reyndar komið fram að aðildarfyrirtæki stefnda hafi greitt atkvæði um og samþykkt verkbannsboðunina, enda þótt verkbannið hafi ekki verið boðað fyrir þeirra hönd. Sé væntanlega átt við að þau aðildarfélög sem talin séu upp í 3. gr. samþykkta stefnda. Það sé bæði r angt og villandi, enda hafi hvert fyrirtæki, sjálfseignarstofnun og einstaklingar í atvinnurekstri greitt vegin atkvæði samkvæmt 19. gr. samþykktanna. Stefndi verði að bera ábyrgð á óljósu skipulagi samkvæmt samþykktum sínum, sem og óskýrri og ónákvæmri fr amsetningu á verkbannsboðun og undirbúningi hennar. 19. Stefnandi byggir jafnframt á því að atkvæðagreiðsla um verkbannið hafi ekki verið í samræmi við lög nr. 80/1938. Samkvæmt 19. gr. samþykkta stefnda sé við hver áramót útbúin atkvæðaskrá sem miðist við gr eidd árgjöld næstliðins reikningsárs. Samkvæmt 11. gr. samþykktanna séu árgjöld reiknuð af heildarlaunagreiðslum næstliðins árs og gildi það einnig um launagreiðslur stjórnenda fyrirtækjanna. Samkvæmt þessu hafi vegin atkvæði verið greidd um boðun verkbann s. Enga beina eða skýra heimild sé að finna í lögum nr. 80/1938 til atkvæðagreiðslu af þessum toga. Ráðið verði af athugasemdum í greinargerð með frumvarpi til breytinga á lögum nr. 80/1938, sem varð að lögum nr. 75/1996, að vegin atkvæði atvinnurekenda sk yldu miðast við útgreidd laun, það er laun að frádregnum sköttum, iðgjöldum og öðrum lög - og samningsbundnum framlögum. Þar sem atkvæðaskrá stefnda sé byggð á heildarlaunum hafi verið ólögmætt að nýta hana við atkvæðagreiðslu um verkbannið. 5 20. Stefnandi telu r að hafa verði í huga að tilgangur breytinga sem gerðar voru með lögum nr. 75/1996 hafi verið að auka lýðræði á vinnumarkaði. Vegna mikillar samþjöppunar í íslensku atvinnulífi fari nú fá en stór fyrirtæki með stjórn stefnda og vinni það gegn þeirri lýðræ ðisvæðingu sem stefnt hafi verið að. Þá hafi samkvæmt 11. gr. samþykktanna verið tekið tillit til hárra launa stjórnenda fyrirtækjanna sem hafi engra hagsmuna að gæta sem launamenn. Með þessu hafi völd og áhrif innan stefnda verið skekkt verulega og samræm ist það vart þeim breytingum sem gerðar voru með lögum nr. 75/1996. Til samanburðar hafi starfsmenn atkvæðisrétt um verkföll óháð tekjum og starfshlutfalli og sé þessi mismunun væntanlega andstæð ákvæðum stjórnarskrár og banni við mismunun. 21. Stefnandi vísa r einnig til þess að öll fyrirtæki innan stefnda og aðildarfélaga hans virðast hafa verið á kjörskrá við atkvæðagreiðslu um verkbann, óháð því hvort félagsmenn stefnanda störfuðu hjá þeim, hvort starfsemi fyrirtækjanna væri á félagssvæði stefnanda og hvort fyrirtækin væru sjálf bundin af kjarasamningum sem þegar eru í gildi. Samkvæmt 19. gr. laga nr. 80/1938 sé tilgangur verkfalls og verkbanns að vinna að framgangi krafna aðila í vinnudeilum og ná tilteknu sameiginlegu markmiði. Vinnudeila vegna þeirra tveg gja kjarasamninga sem um ræðir varði eingöngu þá atvinnurekendur sem hafi félagsmenn stefnanda í vinnu. Aðrir atvinnurekendur eigi ekki aðild að vinnudeilunni og hafi stefndi sjálfur lýst því yfir að allt að 90% af starfsmönnum og fyrirtækjum á almennum vi nnumarkaði séu undir friðarskyldu vegna kjarasamninga sem hafi verið gerðir. Hið umfangsmikla verkbann stefnda beri meiri einkenni samúðarverkbanns sem einungis sé heimilt að efna til af hálfu aðila undir friðarskyldu til stuðnings atvinnurekanda í verkban ni sem sé löglega hafið. Af þessum sökum hafi atkvæðagreiðsla um boðun umrædds verkbanns jafnframt verið í andstöðu við 1. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938. Málsástæður og lagarök stefnda 22. Stefndi byggir á því að boðað verkbann hafi verið löglegt og í samræmi við lög nr. 80/1938 og samþykktir stefnda. Að morgni 20. febrúar 2023 hafi verið tilkynnt um ákvörðun stjórnar stefnda um að hefja almenna atkvæðagreiðslu meðal aðildarfyrirtækja sinna um verkbann á félagsmenn stefnanda. Hvorki hafi borist mótmæli né athu gasemdir frá stefnanda fyrr en með birtingu stefnu síðdegis 24. febrúar sl. Stefnandi hafi þegar boðað og haldið virkum verkföllum þrátt fyrir lögmæta miðlunartillögu ríkissáttasemjara, auk þess sem stefnandi hafi komið í veg fyrir að ríkissáttasemjari gæt i framfylgt lögbundinni skyldu sinni til að hlutast til um atkvæðagreiðslur um miðlunartillögu. Af hálfu stefnanda sé nú byggt á því að stefnda, sem aðalviðsemjanda stefnanda, sé óheimilt að verjast verkföllum stefnanda með boðun verkbanns. Stefnandi virði st telja að boðun verkbanns hafi fallið í hlut annarra félaga atvinnurekenda sem hvorki hafi það hlutverk samkvæmt samþykktum sínum að gera kjarasamninga né boða verkbönn. Hafa verði í huga að rétturinn til að gera kjarasamninga og boða til vinnustöðvunar sé nátengdur. 6 23. Stefndi mótmælir röksemdum stefnanda um að kröfur stefnda vegna viðræðna aðila hafi ekki legið fyrir. Stefndi hafi undirritað kjarasamning við 18 af 19 aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands og gert stefnanda tilboð um sömu breytingar á kjarasamningi, þar með talið á fundi 4. janúar 2023. Þessu tilboði hafi verið hafnað af stefnanda og hafi forsvarsmenn stéttarfélagsins ítrekað sagt í fjölmiðlum að tilboðið fæli í sér kröfu um samningsniðurstöðu sem ekki væri unnt að fallast á. Stefndi h afi þannig sett fram kröfur og hafi stefnanda verið kleift að verða við þeim í því skyni að komast undan vinnustöðvun. Formskilyrði 14. gr. laga nr. 80/1938 hafi því verið uppfyllt þegar boðað var til verkbanns. 24. Stefndi telur að boðun verkbanns, þar með t alið tímasetning þess, sem var tilkynnt stefnanda 21. febrúar 2023 hafi verið skýr. Upplýsingar um verkbannið hafi verið kynntar á vef stefnanda og vísað til þess að stefndi hefði samþykkt verkbann frá og með klukkan 12:00 á hádegi 2. mars. Hafi stefnandi þannig lagt réttan skilning í tímasetningu upphafs verkbanns sem hafi tekið mið af sólarhring sem hefst klukkan 00:00 og lýkur klukkan 24:00. 25. Stefndi telur einsýnt að hann hafi lögbundna heimild til boðunar vinnustöðvunar. Stefndi sé aðalviðsemjandi stefna nda í kjarasamningsviðræðum og hafi umboð til að gera kjarasamninga á grundvelli 39. gr. samþykkta sinna. Umboð til samningsgerðar sé veitt með beinni aðild aðildarfyrirtækja að stefnda og verði ekki afturkallað nema með úrsögn. Í því felist einnig umboð s amkvæmt samþykktum til að fylgja eftir kröfum í kjaraviðræðum og taka ákvarðanir um verkbönn, að undangenginni atkvæðagreiðslu meðal aðildarfyrirtækja. 26. Vísað er til þess að stefndi hafi verið stofnaður 1999 og hafi samþykktir félagsins verið samþykktar á stofnfundi 15. september sama ár. Samkvæmt 2. gr. samþykktanna sé tilgangur stefnda meðal annars að annast samskipti við stéttarfélög og gera kjarasamninga fyrir hönd aðildarfyrirtækja sem falið hafa samtökunum umboð til þess. Samkvæmt 3. gr. samþykktanna öðlist aðildarfyrirtæki beina aðild að stefnda með inngöngu í eitt af aðildarfélögum hans. Í 4. gr. komi fram að með aðild að stefnda feli aðildarfyrirtækin honum umboð til að fara með gerð kjarasamninga og ákvarðanir um vinnustöðvanir, sbr. þó ákvæði 5. g r. um fyrirtæki í þjónustudeild stefnda sem teljist ekki félagsmenn í merkingu vinnulöggjafarinnar og hafi ekki atkvæðisrétt um kjarasamninga eða verkbönn. Að þessu leyti sé uppbygging stefnda ólík uppbyggingu Alþýðusambands Íslands þar sem svæðisbundin st éttarfélög geti ekki átt beina aðild, heldur eigi þau aðild að landssamböndum sem aftur eigi aðild að Alþýðusambandinu. Þá hafi Alþýðusambandið ekki umboð aðildarfélaga eða aðildarsambanda til gerðar kjarasamninga fyrir þeirra hönd, heldur sé þörf á umboði frá einstökum stéttarfélögum til Alþýðusambandsins eða Starfsgreinasambandsins í hvert og eitt sinn. Umboð geti verið afturkallað án fyrirvara og séu kjarasamningar undirritaðir fyrir hönd aðildarfélaga sem hvert og eitt greiði atkvæði um kjarasamninga. 7 27. S tefndi leggur áherslu á að samkvæmt 1. mgr. 45. gr. samþykkta stefnda fari um ákvörðun verkbanns samkvæmt 15. gr. laga nr. 80/1938. Þá sé áréttað í fyrrgreindu enda eiga aðild verkbanns sé reistur á beinni aðild aðildarfyrirtækjanna að stefnda, en ekki á framsali atvinnugreinafélaga innan stefnda á verkbannsrétti. Með beinni aðild aðildarfyrirtækjanna að stefnda sé réttur til boðunar verkbanns framseldur, eins og 14. gr. laga nr. 80/1938 heimili, en ákvörðun um verkbann tekin með leynilegri atkvæðagreiðslu meðal aðildarfyrirtækja lögum samkvæmt. 28. Málshöfðun stefnanda beinist að félagslegri uppbyggingu stefnda og virðist byggt á því að stefnda hafi verið óheimilt að skilgreina sig sem félag atvinnurekenda í skilningi 14. gr. laga nr. 80/1938. Leitist stefnandi við að takmarka réttindi stefnda til að stofna félag og ákveða uppbyggingu þess, en sá réttur njóti vernda r 74. gr. stjórnarskrárinnar. Þá séu takmarkanir af þessu tagi og skorður á rétti stefnda til að boða til aðgerða á borð við verkbann í andstöðu við 6. gr., sbr. 5. gr., félagsmálasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 3/1976. Jafnframt séu kröfur stefnanda andstæð ar grunnsamþykktum Alþjóðavinnumálstofnunarinnar, þar með talið samþykkt nr. 87 um félagafrelsi sem hafi verið fullgilt með auglýsingu nr. 86/1950 og verndi rétt félaga vinnuveitenda til að setja sér lög og reglur, skipuleggja stjórn sína og starfsemi, sem og til að setja sér stefnuskrá, sbr. nánar 3. gr. samþykktarinnar. 29. Stefndi telur dóm Félagsdóms í máli nr. 2/1998 ekki hafa fordæmisgildi við úrlausn máls þessa. Því til stuðnings er meðal annars vísað til þess að uppbygging stefnda og samþykktir séu frá brugðnar því sem átt hafi við um Vinnuveitendasamband Íslands og að niðurstaða dómsins hafi gengið gegn langri framkvæmd, skilningi stéttarfélaga og sambanda þeirra, sem og skilningi löggjafans eins og hann birtist í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 75/1996 sem breyttu lögum nr. 80/1938. 30. Stefndi vísar til þess að samkvæmt 14. gr. laga nr. 80/1938 sé félagi atvinnurekenda heimilt að boða verkbann í þeim tilgangi að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum og til verndar rétti sínum samkvæmt lögunum. Það sé óumdeilt að stefndi sé viðsemjandi stefnanda en ekki önnur félög atvinnurekenda sem aðild eiga að stefnda. Það falli í hlut stefnda að setja fram kröfur um breytingar á kjarasamningi stefnda og stéttarfélagsins, sem og að vinna að framgangi þeirra krafna í skilningi 14. gr. laganna. Samkvæmt málatilbúnaði stefnanda eigi að skilja á milli stöðu stefnda sem viðsemjanda í kjaraviðræðum við stefnanda og stöðu hans í vinnudeilum, en slík túlkun geti ekki staðist. 31. Stefndi telur þess miss kilnings gæta í málatilbúnaði stefnanda að stjórn stefnda hafi tekið ákvörðun um verkbann. Hið rétta sé að stjórn stefnda hafi skilgreint tillögu að verkbanni sem hafi síðan verið lögð fyrir aðildarfyrirtæki stefnda í leynilegri atkvæðagreiðslu til samþykk tar eða synjunar. Þannig hafi aðildarfyrirtæki stefnda 8 tekið ákvörðun um verkbann í atkvæðagreiðslu sem síðan var tilkynnt stefnanda og hafi það verið í fullu samræmi við lög nr. 80/1938. 32. Stefndi byggir á því að atkvæðaskrá hans sé í samræmi við lög nr. 80 /1938 og samþykktir. Fjallað sé um atkvæðaskrá í V. kafla samþykkta stefnda og ráðist atkvæðavægi aðildarfyrirtækja af greiddum árgjöldum liðins árs. Gert sé ráð fyrir því að forsvarsmaður aðildarfyrirtækis, rétthafi, greiði atkvæði fyrir hönd fyrirtækisin s. Málsástæðum stefnanda sem tengjast atkvæðavægi er mótmælt sem haldlausum. Í ákvæðum laga nr. 80/1938 sem varði atkvæðagreiðslur sé bæði vísað til félagaskrár stéttarfélaga og atkvæðaskrár félaga atvinnurekenda. Það sé ljóst af athugasemdum með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 75/1996 að atkvæðaskrár miðist jafnan við launagreiðslur aðildarfyrirtækja. Það fyrirkomulag hafi gilt frá stofnun stefnda og áður verið við lýði hjá Vinnuveitendasambandinu og Vinnumálasambandinu. Aðildarfyrirtæki greiði stefnda félagsgjöld sem taki mið af heildarlaunagreiðslum og njóti fyrirtækin atkvæðisréttar í samræmi við greidd félagsgjöld. Hefði vilji löggjafans staðið til þess að þrengja eða fella niður heimildir félaga atvinnurekenda til að byggja á slíkum atkvæðaskrám he fði það þurft að koma skýrt fram í lögum. 33. atkvæðaskrár byggð á misskilningi. Atkvæðaskrá sé byggð á launagreiðslum frá atvinnurekendum til launamanna en ekki gjaldstofni sem sé breytilegur eftir mismunandi staðgreiðslu eða öðrum frádrætti frá launum starfsmanna. Að sama skapi eigi hugleiðingar stefnanda um að atkvæðaskrá stefnda sé ólögmæt þar sem laun stjórnenda séu hluti hennar sér enga stoð í lögum. 34. Stefndi byggir á því að s ú almenna atkvæðagreiðsla meðal allra aðildarfyrirtækja sem fór fram hafi verið lögmæt. Samkvæmt 15. gr. laga nr. 80/1938 sé heimilt að taka ákvörðun um vinnustöðvun með almennri og leynilegri atkvæðagreiðslu, enda þótt vinnustöðvun sé einungis ætlað að ná til ákveðins hóps, sbr. einnig dóm Félagsdóms í máli nr. 2/2019. Með atkvæðagreiðslunni hafi atvinnurekendur í heild lagt kvöð á tiltekna atvinnurekendur sem var bannað að hafa félagsfólk stefnanda við störf. Um sé að ræða sama fyrirkomulag og stefnandi v iðhafði við atkvæðagreiðslu í mars 2019 og hafi það verið talið lögmætt samkvæmt fyrrgreindum dómi Félagsdóms. 35. Stefndi leggur áherslu á að atkvæðagreiðslan hafi farið fram samkvæmt 1. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938. Það falli í hlut stefnda að ákveða hvort fram fari almenn atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun samkvæmt ákvæðinu eða atkvæðagreiðsla samkvæmt 2. mgr. 15. gr. þar sem einungis þeir greiða atkvæði sem vinnustöðvun er ætlað að taka til. Röksemdir stefnanda um að einungis atvinnurekendur sem hafi félagsf ólk stefnanda í vinnu hafi átt að greiða atkvæði um verkbann stefnda séu því haldlausar. Þá hafi stefndi ekki upplýsingar um hjá hvaða atvinnurekendum félagsfólk stefnanda starfi og geti ekki útbúið atkvæðaskrá sem taki eingöngu til viðkomandi atvinnureken da. Jafnframt verði að líta til afgerandi niðurstöðu í 9 atkvæðagreiðslu um verkbann og að frávik, ef einhver eru, hefðu ekki haft teljandi áhrif á niðurstöðuna. Niðurstaða 36. Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 1. tölulið 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. 37. Ágreiningur aðila lýtur að því hvort fyrirhugað verkbann stefnda, sem hefur verið frestað til 9. mars 2023, sé lögmætt. Hefur stefnandi einkum borið þ ví við að stefndi hafi ekki haft heimild til að boða til verkbanns, að boðunin hafi ekki verið nægilega skýr og að atkvæðagreiðsla vegna verkbannsins hafi verið í ósamræmi við ákvæði laga nr. 80/1938. 38. Samkvæmt 14. gr. laga nr. 80/1938 er stéttarfélögum, f élögum atvinnurekenda og einstökum atvinnurekendum heimilt að gera verkföll og verkbönn í þeim tilgangi að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum og til verndar rétti sínum samkvæmt lögunum, með þeim skilyrðum og takmörkunum einum sem sett eru í lög um. Í 15. gr. laganna, eins og ákvæðinu var breytt með 3. gr. laga nr. 75/1996, er meðal annars kveðið á um að í tillögu um vinnustöðvun skuli koma skýrt fram til hverra henni sé einkum ætlað að taka og hvenær vinnustöðvun sé ætlað að koma til framkvæmda. 39. Stefnandi byggir á því að stefndi hafi ekki sett fram kröfur vegna vinnudeilu aðila og sé því ekki uppfyllt það skilyrði 14. gr. laga nr. 80/1938 að verkbanni sé ætlað að vinna að framgangi krafna aðila. Það liggur fyrir að samninganefndir aðila hafa átt fjölda funda undir stjórn ríkissáttasemjara þar sem leitað hefur verið lausnar á deilu þeirra í því skyni að undirritun nýs kjarasamnings geti farið fram. Af gögnum málsins verður ráðið að stefndi hafi meðal annars boðið stefnanda að ljúka deilunni með því að gera sömu breytingar á kjarasamningum og samið hefur verið um við önnur aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands. Slík tillaga var meðal annars sett fram skriflega 4. janúar 2023 og liggur fyrir að stefnandi gat ekki fellt sig við hana. Að framangrein du er ljóst að viðræður um kröfur aðila vinnudeilunnar höfðu farið fram og verður ekki fallist á röksemdir stefnanda að þessu leyti. 40. Stefnandi hefur vísað til þess að óljóst hafi verið hvenær fyrirhugað verkbann ætti að hefjast. Í þeim efnum er byggt á þv í að ekki hafi verið tekið af skarið um það hvort verkbannið skyldi hefjast klukkan 12 á hádegi eða miðnætti 2. mars 2023. Með bréfi, sem stefndi sendi stefnanda 22. febrúar 2023, var tilkynnt um fyrirhugað verkbann sem birtust á heimasíðu stefnanda, þar með talið 23. febrúar 2023, er ljóst að það var skilningur stéttarfélagsins að verkbannið myndi hefjast á hádegi umræddan dag. Það er jafnframt í samræmi við hefðbundinn skiln ing á tímasetningunni klukkan 12:00 þegar miðað er við sólarhring sem lýkur klukkan 24:00. Verður þannig ekki séð að vafi hafi leikið á því hvenær fyrirhuguð vinnustöðvun stefnda skyldi hefjast og var fyrirmælum 3. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938 fylgt. 10 41. Ste fnandi byggir á því að stefnda hafi skort heimild til að boða til verkbanns samkvæmt 14. og 15. gr. laga nr. 80/1938. Ágreiningur aðila hvað þetta varðar lýtur að því hvort stefndi sé félag atvinnurekenda í skilningi ákvæðanna. Eins og rakið hefur verið te lur stefnandi að stefndi sé fremur samband eða samtök atvinnurekendafélaga og því ekki bær til að taka ákvörðun um verkbann. 42. Samkvæmt samþykktum stefnda frá 15. september 1999 með síðari breytingum er stefndi félag sem hefur meðal annars þann tilgang að v era heildarsamtök íslenskra atvinnurekenda og gera kjarasamninga fyrir hönd aðildarfyrirtækja sem hafa falið honum umboð til þess, sbr. 1. og 3. tölulið 2. gr. samþykktanna. Í samþykktunum er gerður greinarmunur á aðildarfélögum og aðildarfyrirtækjum. Mælt er fyrir um að aðildarfyrirtæki, það er félög, sjálfseignarstofnanir og einstaklingar sem stunda atvinnurekstur, öðlist beina aðild að stefnda með inngöngu í eitt þeirra aðildarfélaga sem greinir í 3. gr. samþykktanna. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. fela aðildar fyrirtækin með aðild sinni að samtökunum stefnda umboð til að fara með gerð kjarasamninga og ákvarðanir um vinnustöðvanir, sbr. XII. og XIII. kafla samþykktanna. Fyrirtæki sem hafa valið að vera í sérstakri þjónustudeild stefnda njóta þó ekki atkvæðisrétta r um kjarasamninga eða verkbönn, sbr. 1. mgr. 4. gr. og 5. gr. samþykktanna. 43. Í 45. gr. samþykkta stefnda er tekið af skarið um að stefndi teljist félag atvinnurekenda í skilningi 15. gr. laga nr. 80/1938, enda eigi aðildarfyrirtækin beina aðild að stefnda . Þá er mælt fyrir um að stjórn stefnda geti ákveðið að láta fara fram atkvæðagreiðslu um verkbann meðal félagsmanna. Heimilt er að einskorða atkvæðagreiðslu við þau fyrirtæki sem verkbanni er ætlað að taka til. Tekið er fram að við atkvæðagreiðslu um verk bann ráði fjöldi atkvæða samkvæmt gildandi atkvæðaskrá stefnda, en fjallað er um atkvæðaskrána í 19. gr. samþykktanna. 44. Stefndi hefur með samþykktum sínum ákveðið hvernig uppbyggingu félagsins er háttað, sbr. til hliðsjónar þær heimildir sem felast í 74. g r. stjórnarskrárinnar. Að virtum samþykktum félagsins er ljóst að fyrirtæki eiga þar beina aðild. Þá er skýrt að með aðild að stefnda hafa fyrirtækin falið honum umboð til að fara með gerð kjarasamninga og taka ákvarðanir um boðun vinnustöðvana í samræmi v ið ákvæði laga nr. 80/1938. Telja verður ljóst að stefndi sé félag atvinnurekenda í skilningi laganna, sem og að stefnda sé sem viðsemjanda stefnanda heimilt að beita vinnustöðvun til að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilu aðila með sama hætti og stefnandi. Verður því ekki fallist á röksemdir stefnanda sem lúta að því að stefndi hafi ekki haft heimild til að setja fram tillögu um verkbann og boða til þess. 45. Koma þá til skoðunar málsástæður stefnanda sem lúta að því að atkvæðagreiðsla vegna tillögu stjórnar stefnda um verkbann hafi ekki farið fram í samræmi við lög nr. 80/1938. Fjallað er um atkvæðagreiðslu vegna tillögu um vinnustöðvun í 1. og 2. mgr. 15. gr. laganna, eins og ákvæðinu var breytt með 3. gr. laga nr. 75/1996. Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. er vinnustöðvun því aðeins heimil að ákvörðun um hana hafi verið tekin við almenna leynilega atkvæðagreiðslu með þátttöku a.m.k. 11 fimmtungs atkvæðisbærra félagsmanna samkvæmt atkvæða - eða félagaskrá og að tillagan hafi notið stuðnings meiri hluta greiddra a tkvæða. Þá segir í 2. mgr. 15. gr. að sé vinnustöðvun einungis ætlað að taka til ákveðins hóps félagsmanna eða starfsmanna á tilgreindum vinnustað sé heimilt að taka ákvörðun um vinnustöðvun með atkvæðum þeirra sem henni sé ætlað að taka til. Sé þessi leið farin er gerð krafa um sama stuðning við tillögu og samkvæmt almennri atkvæðagreiðslu. 46. Fyrirmæli 15. gr. laga nr. 80/1938 eiga rætur að rekja til breytinga sem gerðar voru með lögum nr. 75/1996. Af almennum athugasemdum og athugasemdum við 4. gr. frumvar psins, sem varð að 3. gr. laga nr. 75/1996, verður ráðið að tilefni breytinganna hafi einkum verið gagnrýni sem beindist að því hversu fáir hafi komið að ákvörðun um verkbönn í samtökum atvinnurekenda og vilji til þess að tryggja beina aðkomu félagsmanna. Segir þannig meðal annars í athugasemdum við 4. gr. frumvarpsins að lagt sé til að það verði að ótvíræðri aðalreglu að vinnustöðvun sé aðeins boðuð að fengnu samþykki félagsmanna í leynilegri allsherjaratkvæðagreiðslu þeirra. 47. Eins og rakið hefur verið fór fram almenn og leynileg atkvæðagreiðsla meðal aðildarfyrirtækja stefnda vegna tillögu stjórnar félagsins um boðun fyrirhugaðs verkbanns. Stefndi kaus þannig að taka ákvörðun um verkbannið á grundvelli almennrar atkvæðagreiðslu samkvæmt meginreglu 1. mgr. 15. gr. fremur en að beita heimild 2. mgr. greinarinnar þannig að aðeins þeir tækju þátt í atkvæðagreiðslu sem vinnustöðvun er ætlað að taka til. Það féll ótvírætt í hlut stefnda að taka ákvörðun um hvernig haga skyldi atkvæðagreiðslunni að þessu leyti, sb r. til hliðsjónar dóm Félagsdóms frá 7. mars 2019 í máli nr. 2/2019. Ákvörðun stefnda var jafnframt í samræmi við 45. gr. samþykkta hans sem áður hefur verið gerð grein fyrir. 48. Stefnandi hefur gert athugasemdir við vægi atkvæða í kosningunni og atkvæðaskrá stefnda. Samkvæmt 19. gr. samþykkta stefnda miðast atkvæðaskrá við greidd árgjöld næstliðins árs og er nánar tilgreint að 1.000 krónur í greiddum árgjöldum svari til eins atkvæðis. Þá segir meðal annars í 11. gr. samþykktanna að árgjöld taki mið af heilda rlaunagreiðslum frá atvinnurekendum, þar með talið til stjórnenda. Í lögum nr. 80/1938 er ekki að finna fyrirmæli um atkvæðaskrár félaga atvinnurekenda eða atkvæðavægi. Það verður þó ráðið af athugasemdum við lög nr. 75/1996 að atkvæðaskrár hafi jafnan tek ið mið af launagreiðslum aðildarfyrirtækja. Lögskýringargögn benda ekki til þess að ætlunin hafi verið að gera breytingu í þeim efnum eða takmarka heimildir félaga atvinnurekenda til að miða atkvæðaskrá við greidd árgjöld sem taki mið af launagreiðslum fyr irtækja. Að þessu virtu hefur stefnandi ekki fært haldbær rök fyrir því að stefnda hafi verið óheimilt að haga atkvæðaskrá sinni með framangreindum hætti eða að vægi atkvæða hafi verið í ósamræmi við lög nr. 80/1938 eða aðrar reglur. 49. Samkvæmt framangreind u hefur ekki verið fallist á röksemdir stefnanda fyrir því að fyrirhugað verkbann stefnda sé ólögmætt. Verður stefndi því sýknaður af kröfum stefnanda. 12 50. Að virtum atvikum þykir rétt að málskostnaður milli aðila falli niður. Dómsorð: Stefndi, Samtök atvinnulífsins, er sýkn af kröfum stefnanda, Alþýðusambands Íslands, fyrir hönd Starfsgreinasambands Íslands vegna Eflingar stéttarfélags. Málskostnaður milli aðila fellur niður. Ásgerður Ragnarsdóttir Ásmundur Helgason Ragnheiður Braga dóttir Eva Dís Pálmadóttir Einar Hugi Bjarnason