1 Ár 20 10 , fimmtudaginn 24. júní, var í Félagsdómi í málinu nr. 2/2010. Alþýðusamband Íslands vegna Rafiðnaðarsamband Íslands vegna Félags íslenskra símamanna gegn Samtökum atvin n ulífsins vegna Skipta hf., Símans hf., Mílu ehf. og Já upplýsingaveita ehf. kveðinn upp svofelldur D Ó M U R : Mál þetta var dómtekið 4. maí sl. að loknum munnlegum málflutningi. Málið dæma Eggert Óskarsson, Gylfi Knudsen, Steinunn Guðbjartsdóttir , Valgeir P álsson og Lára V. Júlíusdóttir Stefnandi er Alþýðusamband Íslands, Sætúni 1, Reykjavík, vegna Rafiðnaðarsambands Íslands, Stórhöfða 31, Reykjavík, vegna Félags íslenskra síma - manna, Stórhöfða 31, Reykjavík. Stefndi er Samtök atvinnulífsins, Bo rgartúni 35, Reykjavík, vegna Skipta hf., Ármúla 25, Reykjavík, Símans hf., Ármúla 25, Reykjavík, Mílu ehf., Stórhöfða 22 - 30, Reykjavík og Já upplýsingaveitu ehf., Stórhöfða 33, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda Að viðurkennt verði að stefndu hafi brotið gegn 2. gr. gerðs kjarasamnings milli Rafiðnarsambands Íslands vegna Félags íslenskra símamanna og Samtaka atvinnulífsins vegna Skipta hf., Símans hf., Mílu ehf. og Já upplýsingaveitu ehf. með því að láta 11.000 króna kauphækkun starfsmanna stefndu , félags manna stefnanda , ekki koma til framkvæmda 1. janúar 2010. 2 Að viðurkennt verði að launatöflur hjá Já upplýsingaveitum ehf. skuli hækka í samræmi við 2. gr. gerðs kjarasamnings um 11.000 krónur frá og með 1. janúar 2010. Að stefndu verði dæmd in solidum ti l að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu að mati Félagsdóms. Dómkröfur stefnda Stefndi krefst þess að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað að mati dómsins. Málavextir Stefnandi lýs ir málsatvikum svo að hinn 19. desember 2008 hafi verið undirritaður sérstakur kjarasamningur milli Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) vegna Félags íslenskra símamanna (FÍS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) vegna Skipta hf., Símans hf., Mílu ehf. og Já upplýsi ngaveitna ehf. Samningur þessi kveði á um það að fyrri kjarasamningur aðila frá 4. febrúar 2005, sem gilti til 30. nóvember 2008, sé framlengdur til 31. desember 2010 ásamt því að gerðar eru nokkrar viðbætur. Téður kjarasamningur aðila sé svokallaður ,,sér kjarasamni ,,fyrirtækjasamningur . Ástæða þess að framlenging kjarasamnings aðila frá 19. desember 2008 var gerð í sérkjarasamning sé fyrst og fremst sú að stefndu hafi sótt fast að stefnanda um að slíkur háttur yrði á þar sem rekstur stefndu væri erfiður og þeir treystu sér ekki til að fylgja þeim launahækkunum sem almennir samningar kváðu á um og væntanlegar voru á almennum vinnumarkaði. Slíkar hækkanir myndu leiða til þess að stefndu þyrftu að grípa til uppsagna til að ráða við það. Á þeim forse ndum, að vernda störf félagsmanna, hafi stefnandi ákveðið að fallast á rök stefndu um að þetta væri farsælasta leiðin fyrir alla aðila og því hafi verið tekin sameiginleg ákvörðun um að reyna fyrst og fremst að vernda störf félagsmanna fremur en að fórna f jölda starfsmanna svo að þeir sem eftir væru gætu fengið launahækkun. Téður kjarasamningur málsaðila feli ekki í sér neina grunnhækkun launa. Þó hafi verið mælt fyrir um tilfærslu starfsmanna á milli launaflokka frá og með gildistöku samningsins. Hinn 1. janúar 2010 hafi laun síðan átt að hækka um 11.000 krónur, eins og áður hafi komið fram, ásamt því að launatafla hjá Já upplýsingaveitum ehf. tæki sömu hækkun. Til samanburðar megi nefna að heildarkjarasamningur milli RSÍ, vegna aðildarfélaga og SA á þeim tíma er umræddur sérkjarasamningur málsaðila var gerður, hafi kveðið á um 5,5% grunnhækkun launa við gildistöku 1. febrúar 2008 og 3,5% launahækkun frá 1. mars 2009 en aðrar ótengdar launahækkanir á samningstímanum hafi þó átt að koma til frádráttar henni . Að endingu hafi svo laun átt að hækka um 2,5% þann 3 1. janúar 2010. Báðir kjarasamningarnir innihaldi þó ákvæði sem beri yfirskriftina samnings eða innihald geti breyst . Forsendunefnd ASÍ og SA hafi í febrúar 2009 fjallað um áframhaldandi líf kjarasamninga og hafi í kjölfarið úrskurðað að samningsforsendur hafi ekki staðist. Komi jafnframt fram í téðum úrskurði að störfum nefndarinnar væri þar með lokið . Samninganefndir ASÍ og SA haf i því tekið við keflinu og komist að þeirri niðurstöðu, með samkomulagi þann 25. febrúar 2009, að endurskoðunar - og framlengingarákvæði samninga skuli frestast en engu að síður vera lokið fyrir lok júní 2009. Samhliða því samkomulagi skyldi l iggja fyrir ákvörðun um tímasetningu umsaminna launabreytinga sem taka áttu gildi 1. mars 2009 en þeim hafi verið frestað um óákveðinn tíma, eða þar til aðilar hefðu náð samkomulagi um framlengingu. Önnur ákvæði kjarasamninga en nefndar launabreytingar haf i þó átt að halda gildi sínu. Samhliða undirritun svokallaðs stöðugleikasáttmála ASÍ, Bandalags háskólamanna, BSRB, Kennarasambands Íslands, Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, Samtaka atvinnulífsins, ríkisstjórnar Íslands og Sambands íslenskra sveitar félaga þann 25. júní 2009 hafi ASÍ og SA náð heildarsamkomulagi um breytingar á kjarasamningum milli aðildarfélaga. Hafi verið ákveðið að hinar áðurnefndu frestuðu launabreytingar sem samkvæmt samningum áttu að taka gildi 1. mars 2009, en var frestað með s amkomulaginu frá því í febrúar, skyldu koma til framkvæmda með breyttum hætti svo að þær hafi verið færðar aftar á samningstímann samkvæmt samkomulagi. Túlkun RSÍ á kjarasamningnum milli stefnanda og stefndu sem hér um ræði, við gerð þessara tilvitnuðu alm ennu breytinga, hafi verið og sé reyndar enn sú að ofangreindar breytingar á kjarasamningum hafi enga þýðingu fyrir sérkjarasamning stefnanda og stefndu með vísan í orðalag og forsendur samningsins. Í desember sl. hafi spurst að starfsmenn stefndu og félag smenn þeirra myndu ekki fá launahækkun 1. janúar 2010. Í kjölfar þessa fregna sendi formaður RSÍ fulltrúum stefndu, hinn 3. og 4. desember 2009, bréf ásamt ályktun miðstjórnar sambandsins þar sem fyrirhugaðri frestun var mótmælt sem ólögmætri einhliða ákvö rðun andstæð ri gildandi kjarasamningi. Í svar bréfi SA hafi verið staðfest sú túlku n stefnda að launahækkun skyldi ekki koma til framkvæmda fyrr en 1. júní 2010 með vísan í nefnt samkomulag ASÍ og SA frá því í júní 2009 sem eigi við um kjarasamning aðila þe ssa máls samkvæmt 9. gr. hans. Hafi þessi skilningur stefndu nú fengist endanlega staðfestur þar sem viðeigandi starfsmenn stefndu hafi nú fengið laun sín fyrir janúar mánuð greidd og hækkunin hafi ekki verið innifalin. Stefnandi kveðst því enga aðra úrkost i hafa en að sækja viðurkenningu á samningsbroti stefndu með málshöfðun þessari fyrir Félagsdómi. 4 Stefndi lýsir málavöxtum svo að málið varði Skipti hf. og þrjú dótturfyrirtæki þess . Kjarasamningar stefndu við RSÍ hafi runnið út 30. nóvember 2008, annar s vegar kjarasamningur við RSÍ vegna Félags íslenskra símamanna (FÍS) og hins vegar kjarasamningur við RSÍ vegna annarra aðildarfélaga. Við endurnýjun kjarasamninganna í desember 2008 hafi legið fyrir það meginmarkmið almennra kjarasamninga landssambanda o g landsfélaga ASÍ, sem gerðir voru í febrúar sama ár, að hækka lægstu launataxta og að hækka laun þeirra sem ekki höfðu notið launaskriðs frá janúar 2007. Samið hafi verið um árið 2010. Við samningsgerðina hafi stefndu kynnt alvarlegar afleiðingar efnahagshrunsins fyrir rekstur stefndu og ljóst væri að gæta þyrfti mikils aðhalds í launamálum og öðrum útgjöldum. Þegar hefðu náðst samningar um 10% lækkun launa starfsmanna með yfir 350.000 krónur í mánaðarlaun en ekki hefði verið hróflað við launum starfsmanna undir þeim mörkum. Ekki væri mögulegt að hækka aftur laun þeirra sem nýlega höfðu samið um lækkun launa. Jafnframt hafi stefndu kynnt upplýsingar um launaskrið starfsmanna á umliðnum misserum. Ljóst væri að laun hefðu hækkað mikið hjá stefndu undanfarin ár og væri launaþróun þeirra í skilningi almennra kjarasamninga þegar tryggð og vel það. Tveir kjarasamningar hafi verið undirritaðir 19. desember 2008 sem sérstaklega hafi verið ætlað að bæta kjör starfsmanna með lægstu launin. Félagsmenn stefnanda í FÍS sem tóku laun samkvæmt töxtum hafi fengið sérstaka hækkun launa frá og með 1. desember 2008 og hafi kostnaður vegna þessa verið metinn á um 5 - 6% hjá Já upplýsingaveitum ehf. Jafnframt h afi verið samið um almenna launahækkun fyrir alla félagsmenn FÍS frá 1. janúar 2010. Félagsmenn RSÍ í öðrum aðildarfélögum hafi samið um sérstaka hækkun launataxta, án verulegra kostnaðaráhrifa fyrir stefndu, og hafi nýir taxtar gilt frá 1. desember 2008, 1. mars 2009 og 1. janúar 2010. Jafnframt hafi verið samið um almenna 2,5% lágmarkshækkun launa 1. janúar 2010. Við samningsgerðina hafi legið fyrir að samningsforsendur almennu kjarasamninganna voru brostnar, þótt ekki lægi fyrir formlegur úrskurður þar u m. Ekki hafi legið fyrir hvernig við því yrði brugðist en talið var sjálfsagt að í kjarasamningum stefndu væru ákvæði um samningsforsendur og endurskoðun eins og í öðrum kjarasamningum sem gerðir höfðu verið milli RSÍ og Samtaka atvinnulífsins. Þannig mynd u kjarasamningar aðila taka sömu breytingum og almennir kjarasamningar, næðist um það samkomulag á vettvangi ASÍ og SA. 3 5 Í febrúar 2009 hafi verið mikil óvissa um framvindu efnahagsmála ásamt óróa á vettvangi stjórnmálanna. Í því ljósi hafi orðið að samkomu lagi milli ASÍ og SA að fresta endurskoðunar - og framlengingarákvæðum kjarasamninga þannig að fyrir lok júní 2009 skyldi samið um endanlegar dagsetningar launahækkana út samningstímann. Launabreytingum sem taka áttu gildi 1. mars 2009 hafi þannig verið fre stað. Samkomulag samninganefndar ASÍ og SA hafi einnig náð til kjarasamninga stefnanda og stefndu. Heimild til uppsagnar þeirra var þannig frestað auk þess sem umsaminni hækkun lágmarkstaxta 1. mars 2009 var frestað í þeim kjarasamningi sem stefndu höfðu g ert við stefnanda vegna annarra aðildarfélaga en FÍS. Í júní 2009 hafi SA lýst því yfir að forsendur hefðu ekki enn skapast fyrir launahækkunum enda vextir háir, gengi krónunnar lágt og hækkun skatta á atvinnulífið. Því gæti að óbreyttu ekki komið til fram lengingar kjarasamninga frá og með 1. júlí 2009. Uppi hafi verið sú hætta að kjarasamningum SA og aðildarfélaga ASÍ yrði sagt upp og umsamdar launahækkanir kæmu ekki til framkvæmda. Hafi það einnig átt við um kjarasamninga stefnanda og stefndu. Hinn 25 . jú ní 2009 hafi náðst samkomulag milli samninganefndar ASÍ og SA um frestun launabreytinga. Jafnframt hafi endurskoðunar - og framlengingarákvæðum samninga verið frestað og skyldi endurskoðun og ákvörðun um framlengingu vera lokið eigi síðar en 27. október 200 9. Ákveðið hafi verið að launabreytingar sem taka áttu gildi 1. mars 2009 kæmu til framkvæmda 1. júlí og 1. nóvember 2009 og launabreytingar sem áttu að taka gildi 1. janúar 2010 færðust til 1. júní 2010. Launabreytingar frá og með 1. nóvember 2009 hafi þ ó ekki verið fastar í hendi því samninganefnd ASÍ og SA höfðu enn heimild til að falla frá framlengingu kjarasamninga. Hinn 27 . október 2009 hafi SA ákveðið að nýta ekki þá heimild og hafi þá endanlega legið fyrir að launabreytingar 1. nóvember 2009 og 1. júní 2010 kæmu til framkvæmda. Hafi það verið talið fagnaðarefni af hálfu verkalýðshreyfingarinnar enda ekki sjálfgefið að launabreytingar kæmu til framkvæmda í ljósi erfiðrar stöðu atvinnulífsins. Stefnandi hafi verið virkur þátttakandi í þessu samningafe rli með aðild sinni að samninganefnd ASÍ og samstarfssamningi aðildarsamtaka ASÍ frá 22. júní 2007. Stefnandi hafi fylgt eftir ákvörðun um frestun launabreytinga, t.d. með því að birta nýjar launatöflur ýmissa kjarasamninga í samræmi við nýjar dagsetningar launabreytinga. Hafi stefnandi verið í samskiptum við aðildarfyrirtæki SA vegna útgáfu nýrra launataflna m.v. 1. nóvember 2009. Stefnandi hafi hins vegar tekið aðra stefnu gagnvart stefndu og talið önnur sjónarmið gilda hvað snerti kjarasamning stefnanda vegna FÍS. 6 Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi kveðst byggja á eftirfarandi málsástæðum og lagarökum: Stefnandi telji að samanburður annars vegar á 9. gr. kjarasamnings aðila þe ss mál s og hins vegar 19. gr. heildar kjarasamnings milli RSÍ, vegna aðildarfélaga og SA leiði í fylgdu eigi ekki við um kjarasamning málsaðila. Stefnandi nefni að í svar bréfi SA til Rafiðnaðarsambands Íslands í desember 2009 komi fram að stefndu telji að verði gerð breyting á almennum kjarasamningum SA og landssambanda ASÍ vegna breyttra forsendna þá skuli sama breyting gilda um kjarasamning RSÍ og Símans/Mílu. Í tilvitnu ðu framlengingarákvæði kjarasamnings málsaðila sé einungis vísað til þess að ef forsendunefnd ASÍ og SA nái samkomulagi um breytingar skuli það sama gilda um þennan samning málsaðila. Fjöldamörg dæmi séu um það í gegnum tíðina að slík forsendunefnd hafi br eytt kjarasamningum og geti slíkt ekki talist það sama og að forsendunefnd ljúki störfum með því að úrskurða forsendur brostnar og í kjölfarið taki samninganefndir ASÍ og SA við málinu eins og staðreyndin sé í þessu máli. Stefnandi telji að stöðugleikasát tmálinn hafi verið byggður á samkomulagi nefndra samninganefnda og hin eiginlega forsendunefnd komi ekkert að honum. Í kjarasamningi málsaðila sé að engu getið um samninganefnd ASÍ og SA og mögulega aðkomu hennar að samningnum. Það sé til samanburðar hins vegar gert í tilvitnuðu framlengingarákvæði heildarkjarasamnings RSÍ og SA. Sé þetta til stuðnings þeim skilningi sem stefnandi hafi alla tíð haft, að framlengingarákvæði sérkjarasamnings málsaðila hafi fyrst og fremst verið hugsað sem öryggisventill ef fo rsendunefnd kæmist að róttækri niðurstöðu og að áframhaldandi líftími samningsins væri í raun ómögulegur. Stefnandi telur að samninganefnd ASÍ og SA geti í raun ekki haft umboð til að hrófla við kjarasamningi málsaðila enda sé ekki á hana minnst í texta sa mningsins heldur eingöngu forsendunefndina. Til samanburðar hafi samninganefndin óskorað umboð í heildarsamningi RSÍ og SA, eins og sjá megi í framlengingarákvæði þess samnings, en þar sé fjallað um forsendunefndina o g samninganefndina sem tvær nefn dir með ólíkt hlutverk, eins og reyndin sé. 7 Tilvitnaða launabreytingu í samkomulaginu frá því 25. júní 2009 sé ekki að finna í sérkjarasamningi málsaðila Telji Félagsdómur að títtnefnd samkomulög SA o g samninganefndar ASÍ frá því í febrúar og júní 2009 eig i við sérkjarasamning málsaðila telji stefnandi að þær launabreytingar sem þar sé mælt fyrir um eigi ekki við um samning málsaðila með vísan í almenna orðskýringu. Stefnandi nefni þessu til stuðnings að í samkomulagi SA og samninganefndar ASÍ frá því 25. júní 2009 sé umsömdum launabreytingum lýst með eftirfarandi hætti: ,, Launabreytingar sem samkvæmt samningum áttu að taka gildi 1. mars 2009 en var frestað skulu koma þannig til framkvæmda: 1. Helmingur hækkana almennra kauptaxta kemur til framkvæmda 1. júl í sem hækka þá um 6.750 kr. eða 8.750 kr. á mánuði. Helmingur hækkana á ákvæðisvinnutöxtum, kostnaðarliðum og fastákveðnum launabreytingum kemur jafnframt til framkvæmda 1. júlí. Hinn helmingur þessara hækkana (sömu tölur) kemur til framkvæmda 1. nóvember 2009. 2. 3,5% launaþróunartrygging kemur til framkvæmda 1. nóvember 2009 og viðmiðunartími vegna hennar miðast við tímabilið 1. janúar 1. nóvember 2009. 3. Hækkun kauptaxta, almennar launahækkanir og aðrar kjarabreytingar sem áttu að taka gildi 1. janúar Stefnandi telji að sjá megi af tilvitnuðum texta að verið sé að fjalla um hvernig umsamdar launabreytingar kjarasamninga, sem hafi átt að taka gildi 1. mars 2009, en gildistöku verið frestað í febrúar, komi til áhrifa. Í sé rkjarasamningi málsaðila, sem hér um ræði, sé ekki mælt fyrir um neina launabreytingu í mars 2009, eins og sjá megi af 2. gr. samningsins . Stefnandi telji því að frestun launahækkunarinnar, sem hafi átt að taka gildi 1. janúar 2010 samkvæmt 2. gr. kjarasam nings aðila sæki því, samkvæmt túlkun stefnda, stoð í einn af þremur liðum samkomulags sem fjalli um frestun á launabreytingu sem sé ekki til staðar í sérkjarasamning i málsaðila. Þetta sé að mati stefnanda ekki tæk túlkun þar sem ekki sé hægt að velja einn af þremur launabreytingarliðum eftir hentisemi. Jafnframt sé að mati stefnanda ekki hægt að fresta einhverju sem aldrei hafi verið til staðar. Stefnandi telji að með einfaldri gagnályktun við túlkun á launabreytingarákvæði samkomulagsins frá því í júní 20 09 megi fullyrða að launabreytingar sem hafi átt að taka gildi á öðrum tíma en 1. mars 2009 skuli ekki frestast. Lesa verði launabreytingarákvæðið frá upphafi þess til enda og túlka í samræmi við framlengingarákvæði kjarasamninga. Sé 8 það gert telji stefnan di að sú niðurstaða fáist, út frá almennri orðskýringu, að frestun launahækkunar stefnda í máli þessu sé brot á kjarasamning i málsaðila. Stefnandi telji þessu enn fremur til stuðnings að bera megi saman tilvitnað launabreytingarákvæði sérkjarasamnings máls aðila og launabreytingarákvæði 3. gr. kjarasamnings RSÍ, vegna aðildarfélaga og SA, sem óumdeilt sé að skuli breytast í samræmi við tilvitnað launabreytingarákvæði samkomulagsins frá því 25. júní 2009. Stefnandi telji að hafi ætlun stefnda verið sú að laun abreytingin, sem samið hafi verið um í júní 2009, ætti að ná yfir sérkjarasamning málsaðila hafi honum verið í lófa lagið að hlutast til um það á sínum tíma að það kæmi fram með fullnægjandi hætti í samkomulaginu. Frestun launabreytingarinnar í janúar sé byggð á forsendum sem eigi ekki við kjarasamning málsaðila Líkt og rakið hafi verið sé það túlkun stefnanda á samkomulaginu um breytingar á kjarasamningum frá því í júní 2009 að þær séu útfærsla á launahækkun sem hafi átt að koma til framkvæmda 1. mars 2 009 en hafi verið frestað líkt og rakið hafi verið. Umrædd túlkun sé að mati stefnanda byggð á orðanna hljóðan í nefndu samkomulagi. Stefnandi telji það liggja fyrir að þegar umrædd samkomulög um frestun og breytta útfærslu launabreytinga kjarasamninga vo ru gerð og samþykkt í febrúar og júní 2009 hafi það fyrst og fremst verið vegna þess að flest aðildarfélög SA hafi ekki treyst sér til að standa við umsamda launahækkun sem átti að eiga sér stað 1. mars 2009 vegna óvissuástands í efnahagslífinu á Íslandi. Hafi því verið samið um að hækkunin skyldi frestast um sex mánuði eða til 1. nóvember. Hafi jafnframt komið fram að atvinnurekendur treystu sér ekki til að hafa tvær launahækkanir með tveggja mánaða millibili og hafi því verið samið um að launahækkunin, se m samkvæmt almennum kjarasamningum átti að taka gildi 1. j anúar 2010, skyldi líkt og mars hækkunin frestast um sex mánuði, eða til 1. júní 2010. Líkt og rakið hafi verið, þá hafi engin umsamin launahækkun í sérkjarasamningi málsaðila átt að eiga sér stað 1 . mars 2009. Því telji stefnandi að það sjónarmið sem hafi ráðið því að hækkuninni, sem hafi átt að koma til framkvæmda 1. janúar 2010 í almennum kjarasamningum, var frestað, eiga ekki við um sérkjarasamning málsaðila. Af öllu framanröktu telji stefnandi a ð frestun stefndu á umsaminni launahækkun starfsmanna sinna og félagsmanna stefnanda, sem eigi að mati stefnanda að koma til framkvæmda 1. janúar 2010, sé brot á efndaskyldu stefndu samkvæmt kjarasamningi. 9 Stefnandi kveðst byggja mál sitt á lögum nr. 80/19 38 um stéttarfélög og vinnudeilur, einkum 1. gr. og 1. mgr. 5. gr. Jafnframt á lögum nr. 55/1980 um starfskjör um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, einkum 1. gr. Hvað varðar lögsögu Félagsdóms vísar stefnandi til 2. tl. 1. mgr. 44. gr . laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, og hvað varðar aðild vísist til 1. mgr. 45. gr. sömu laga. Stefnandi kveðst reisa málskostnaðarkröfu sína á reglum XXI. kafla, sérstaklega laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála , sbr. 65. gr. laga nr. 8 0/1938. Málsástæður stefnda og lagarök Krafa stefndu um sýknu byggist á því að kjarasamningur stefnanda við stefndu frá 19. desember 2008 hafi að geyma ákvæði um framlengingu samningsins og breytingar til samræmis við almenna kjarasamninga. Nefnd á vegum ASÍ og SA hafi náð samkomulagi 9. gr. kjarasamnings aðila. Launabreytingar 1. janúar 2010 samkvæmt kjarasamningi aðila hafi því frestast til 1. júní 2010 eins og hjá vel flestum fyrirtækjum á almennum vinnumarkaði. Málssókn stefnanda byggist á þeirri meginmálsástæðu að vísað sé til ekki komið til frestunar launabreytinga í kjarasamningi aðil a. Til vara byggir stefnandi á því að kjarasamningur aðila hafi verið annars eðlis en aðrir kjarasamningar á vinnumarkaði og því séu ekki efnisrök fyrir því að láta niðurstöðu ASÍ og SA um frestun launabreytinga ná til kjarasamnings aðila. Stefndu andmæli þessum rökum og telji kjarasamning aðila ekkert frábrugðinn öðrum kjarasamningum og sama skuli gilda um hann og aðra kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Forsendunefnd eða samninganefnd? Í stefnu sé á því byggt að 1. mgr. 9. greinar kjarasamnings aðil a um breytingar á kjarasamningum hafi í raun enga þýðingu því þar sé vísað til samkomulags á vettvangi sem hafi frestað launabreytingum . Stefndi andmæli þessari nýju túlkun og byggir á því að t úlka verði ákvæði 9. greinar kjarasamningsins um framlengingu á grundvelli tilgangs ákvæðisins og sameiginlegs skilnings samningsaðila þegar samningurinn var gerður. Aðilar samningsins hafi viljað tryggja að ef gerðar yrðu breytingar á launalið kjarasamninga vegna brostinna forsend n a þá myndu félagsmenn stefnanda hjá stefnda einnig njóta þeirra breytinga. 10 Sama hafi gilt um uppsögn samninga og aðrar breytingar sem hugsanlega yrðu gerðar á almennum kjarasamningum. Þessi skilningur samnin gsaðila við samningsgerðina eigi sér mjög sterka stoð í orðalagi ákvæðisins. Aðilar hafi gengið út frá því að nefnd á vettvangi ASÍ og SA hefði heimild, eins og áður hafði tíðkast, til að semja um breytingar á kjarasamningum sem bindandi væru fyrir aðila. Samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins sé það jafnframt forsenda uppsagnar kjarasamninga að forsendunefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að ramhaldandi gildi kjarasamninga . Af þessu ákvæði megi ljó st vera að samningsaðilar hafi ákveðið að fela ASÍ og SA að meta samningsforsendur og semja um viðbrögð ef forsendur brystu. Samninganefnd ASÍ hafi gert samkomulag við SA 17. febrúar 2008 um forsendur kjarasamninga aðildarfélaga sinna og hvaða skilyrði þyr fti að uppfylla svo falla mætti frá framlengingu kjarasamninga. Forsendur þessar og skilyrði hafi gilt fyrir alla kjarasamninga sem gerðir voru 17. febrúar 2008. Kjarasamningar sem gerðir voru síðar hafi ekki haft að geyma sjálfstætt ákvæði um samningsfors endur. Þess í stað hafi verið vísað til niðurstöðu forsendunefndar ASÍ og SA og tilgreint að samkomulag um breytingar á kjarasamningum skyldi gilda sjálfkrafa um viðkomandi samninga. Stefnandi hafi gert fjölda kjarasamninga frá júní 2008 til ársloka sama á r með tilvísunarákvæðum sem þessum. Stefnandi hafi ekki verið einn um að gera slíka samninga því mörg önnur stéttarfélög hafi verið með samhljóða ákvæði í kjarasamningum sínum. Í þessum fram til þessa verið ágreiningslaust að sú tilvísun hafi fullt gildi og launahækkanir samkvæmt þeim kjarasamningum hafi frestast. Vissulega megi halda því fram að orðalag 9. gr. kjarasamnings aðila hefði mátt vera nákvæmara og í meira samræmi við nýja hug takanotkun í samkomulagi samninganefndar ASÍ og SA frá 17. febrúar 2008. Í því sambandi verði þó að líta til þess hún fyrst verið sett á fót með samstarfssamningi aðildarsa mtaka ASÍ frá 22. jún1 2007. Samningsaðilar hafi hins vegar ekki gætt þess að uppfæra tilvísunarákvæði sín til samræmis. Sú handvömm breyti ekki þeim skilningi sem aðilar hafi lagt í ákvæðið. RSÍ hafi gert sinn fyrsta kjarasamning vegna FÍS við Landssíma Í slands hf. í janúar 2001. Í þeim kjarasamningi hafi verið vísað til nefndar ASÍ og SA sem fjalla átti um forsendur kjarasamninga. Næði hún samkomulagi um breytingu á launalið samninga þá skyld . Sama hafi átt við um kjarasamn ing sömu aðila sem undirritaður hafi verið 4. febrúar 2005. Þessum samningum hafi verið breytt með samkomulagi forsendunefndar ASÍ og SA eða með samningum sömu aðila í 11 desember 2001, nóvember 2005 og júní 2006. Ával l t hafi verið um aukinn launakostnað að r æða fyrir stefndu. Af þeim sökum sé illskiljanlegur sá málflutningur stefnanda að hann hafi við gerð kjarasamnings aðila 19. desember 2008 viljað fella niður þær sjálfvirku breytingar á kjarasamningum sem í þrígang höfðu bætt kjör félagsmanna stefnanda. S tefnandi hafi hins vegar ekki útskýrt hvaða tilgangi 1. mgr. 9. gr. kjarasamnings aðila hafi verið ætlað að þjóna ef ekki til að tryggja áfram sjálfvirkar breytingar á kjarasamningum. Stefndu vísi einnig til þess að stefnandi hafi litið svo á að samhljóða ákvæði í öðrum kjarasamningum hafi þá þýðingu að launabreytingar hafi frestast í samræmi við samningum hafi fullt gildi. Svo virðist sem stefnandi hafi með stefnu í máli þessu teki ð upp nýja túlkun þessara ákvæði. Túlkun stefnanda hafi a.m.k. verið önnur í bréfi formanns RSÍ til stefndu, dags. 3. desember 2009 þar sem segi: samkomulagi í byrjun febrúar 2009 um br eytingu á almenna samning RSÍ þá skuli það Stefnandi hafi því í desember 2009 verið þeirrar skoðunar að tilvísun til Þess megi geta að fjölmörg önnur stéttarfélög og sambönd innan ASÍ hafi sambærileg ákvæði þar sem vísað sé til samkomulags forsendunefndar ASÍ og SA. Megi þar nefna Samiðn, VM og SGS. Félög utan ASÍ hafi einnig sambærileg ákvæði með vísan til samkomulags forsendunefndar. Enginn ágreiningur hafi verið við þessi félög um túlkun ákvæðisins. Hækkun 1. mars eða ekki Stefnandi byggi á því að kjarasamningur við stefndu sé annars eðlis en aðrir samningar þar sem ekki hafi verið samið um hækkun launa 1. mars 2009. Af þeim sökum eigi frestun launabreytinga 1. janúar 201 0 ekki við um kjarasamning aðila. Stefndi andmæli þessari túlkun enda eigi hún sér enga stoð í samkomulagi ASÍ og SA frá 25. júní 2009 um frestun launabreytinga. Tilgangur samkomulagsins sé sá eini að fresta umsömdum launabreytingum í kjarasamningum. Ljóst sé af texta samkomulagsins að fresta beri launabreytingum sem ráðgerðar hafi verið 1. janúar 2010 til 1. júní 2010. Í þessu sambandi verði að líta til þess að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hafi verið framlengdir í tveimur lotum. 12 Annars vegar hafi verið um að ræða almenna kjarasamninga landssambanda og landsfélaga ASÍ sem hafi runnið út 31. desember 2007 og hafi flestir verið framlengdir í febrúar 2008 til tæpra þriggja ára. Gildistími þeirra sé til 30. nóvember 2010 og hafi hækkanir verið ráðgerða r 1. febrúar 2008, 1. mars 2009 og 1. janúar 2010. Síðari lota kjaraviðræðna hafi verið vegna kjarasamninga einstakra aðildarfyrirtækja SA en þeir hafi flestir runnið út í lok október og nóvember 2008. Hafi þeir kjarasamningar verið framlengdir til tveggja ára eða til ársloka 2010 . Kjarasamningur stefnanda og stefndu tilheyri síðari lotunni. Stefnandi hafi þá gert tvo kjarasamninga við stefndu. Annars vegar f.h. símamanna í FÍS og hins vegar vegna rafiðnaðarmanna í öðrum aðildarfélögum RSÍ, s.s. rafeindavi rkja og símsmiða. Í kjarasamningi stefnanda vegna FIS hafi verið samið um sérstaka hækkun lægstu launa m.v. 1. desember 2008 og almenna hækkun launa m.v. 1. janúar 2010. Í kjarasamningi stefnanda vegna annarra aðildarfélaga hafi verið samið um hækkun lágma rkstaxta m.v. 1. desember 2008, 1. mars 2009 og 1. janúar 2010. Hækkun taxtanna átti ekki að hafa áhrif á laun þeirra sem hærri laun höfðu. Ekkert sé óeðlilegt við að annar kjarasamningur aðila hafi að geyma hækkun 1. mars 2009 en hinn ekki. Af kjarasamnin gum sem gerðir voru í desember 2008 megi sjá að algengt var að ekki væri samið um hækkun launa 1. mars 2009. Stefnandi hafi t.a.m. gert kjarasamning við tvö orkufyrirtæki þar sem samið var um 5,5% hækkun við gildistöku og önnur 3,5% frá 1. mars 2009, samta ls um 9%. Í sama mánuði hafi stefnandi gert kjarasamning við þriðja orkufyrirtækið þar sem þessum hækkunum var skellt saman í eina hækkun við gildistöku, 21.000 krónur, með sömu kostnaðaráhrifum. Samningar þessir hafi allir sömu ákvæði um framlengingu sam ninga og sé að finna í kjarasamningi stefnanda við stefndu. Ekki verði séð að þessi ákvæði kjarasamninganna verði túlkuð þannig að hækkun launa 1. janúar 2010 frestist í sumum samningum en öðrum ekki. Kjarasamningarnir tveir milli RSÍ og stefndu frá 19. de sember 2008 hafi samhljóða ákvæði um framlengingu. Þau verði, að mati stefndu, ekki túlkuð með mismunandi hætti eftir því hvort samið hafði verið um hækkun 1. mars 2009 eða ekki. Stefndu byggi jafnframt á því að ekki hafi verið samið um sjálfstæðar samning sforsendur í kjarasamningum stefnanda við stefndu. Samningskostnaður í einstaka kjarasamningum hafi því engin áhrif á hvort til frestunar launabreytinga komi eða ekki. Eitt gangi yfir alla kjarasamninga sem samkomulag um frestun nái til. Krafa um málskostn að styðst við 130. gr. l. nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 13 Niðurstaða Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 2. tölul. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1 9 38, um stéttarfélög og vinnudeilur. Dómkröfur stefnanda í máli þessu eru í fyrsta lagi að viðurkennt verði að stefndu hafi brotið gegn 2. gr. í kjarasamningi málsaðila með því að láta 11.000 kr. kauphækkun starfsmanna stefndu og félagsmanna stefnanda ekki koma til framkvæmda 1. janúar 2010. Í öðru lagi er þess krafist að viðurkennt verði að launatöflur hj á Já upplýsingaveitum ehf. skuli hækka í samræmi við 2. gr. í kjarasamningi aðila um 11.000 kr. frá og með 1. janúar 2010. Með umræddum kjarasamningi málsaðila, sem undirritaður var hinn 19. desember 2008, var fyrri kjarasamningur þeirra frá 4. febrúar 20 05 framlengdur til 31. desember 2010 með þeim breytingum og fyrirvörum sem felast í hinum fyrrnefnda kjarasamningi, þar á meðal umræddum launahækkunum sem taka skyldu gildi hinn 1. janúar 2010, sbr. 2. gr. kjarasamningsins. Þess er að geta að kjarasamning ar á greindum tíma voru framlengdir í tveimur lotum. Annars vegar voru almennir kjarasamningar landssambanda og landsfélaga ASÍ, sem runnu út hinn 31. desember 2007, í flestum tilvikum framlengdir í febrúar 2008 til 30. nóvember 2010, og hins vegar voru kj arasamningar vegna einstakra aðildarfyrirtækja SA, er runnu flestir út í október og nóvember 2008, framlengdir til ársloka 2010. Kjarasamningur aðila máls þessa tilheyrir síðari lotunni. Í málinu er m.a. tekist á um skilning á 9. gr. kjarasamnings aðila s em fjallar um framlengingu samningsins. Þar segir að komi til þess að forsendunefnd ASÍ og SA, sem fjalli um framlengingu kjarasamninga í byrjun febrúar 2009, nái samkomulagi um breytingu á kjarasamningum skuli sama gilda um kjarasamning aðila málsins. Kom ist forsendunefnd að þeirri niðurstöðu að forsendur hafi ekki staðist og nái ekki samkomulagi um áframhaldandi gildi kjarasamninga verði heimilt að falla frá framlengingu samningsins frá lokum febrúar 2009. Skuli þá sá aðili, sem ekki vill framlengingu sam ningsins, skýra frá þeirri ákvörðun og fellur þá samningurinn úr gildi frá lokum febrúar 2009, ella framlengist hann til 31. desember 2010. Í kjarasamningum aðildarfélaga ASÍ og SA frá 17. febrúar 2008 eru ákvæði um sérstaka framlengingu samninganna fyrir tímabilið 1. mars 2009 til 30. nóvember 2010. Sérstök forsendunefnd, skipuð fulltrúum ASÍ og SA, hafði m.a. það hlutverk samkvæmt samningunum að stuðla að því að markmið samninganna um lága verðbólgu næðu fram að ganga. Í flestum ö ðrum kjarasamningum á al mennum markaði er tilvísun til niðurstaðna nefndarinnar. Samkvæmt ákvæðum samninganna skyldu þeir framlengjast óbreyttir hefðu nánar tilgreindar forsendur staðist. Hinn 25. febrúar 2009 komst 14 forsendunefnd að þeirri niðurstöðu að forsendur hefðu ekki staði st. Lauk forsendunefndin við svo búið störfum og kom þá til kasta samninganefnda ASÍ og SA að leita samkomulags um viðbrögð til að stuðla að framgangi markmiðs samninganna um lága verðbólgu og hækkun lægstu launa, festa forsendur þeirra í sessi og tryggja að þeir héldu gildi sínu. Hinn 25. febrúar 2009 tóku samninganefndir ASÍ og SA þá ákvörðun í ljósi erfiðra efnahagsaðstæðna í landinu, sem nánar var lýst, að fresta endurskoðunar - og framlengingarákvæði samninganna þannig að fyrir lok júní 2009 yrði samið um endanlegar dagsetningar launahækkana út samningstímann. Að sama skapi frestuðust launabreytingar sem taka áttu gildi 1. mars 2009, að undanskilinni lágmarkstekjutryggingu fyrir fullt starf og öðrum ákvæðum samninganna, þar á meðal lengingu orlofs. Í fra mhaldinu gerðu ASÍ og SA með sér samkomulag hinn 25. júní 2009 um breytingar á kjarasamningum aðildarfélaga ASÍ og SA frá 17. febrúar 2008 og síðar, samhliða undirritun svonefnds stöðugleikasáttmála. Var endurskoðunar - og framlengingarákvæðum samninga skil yrt frestað og skyldi endurskoðun og ákvörðun um framlengingu vera endanlega lokið eigi síðar en 27. október 2009. Laun a breytingar, sem taka áttu gildi 1. mars 2009, en var frestað, skyldu koma til framkvæmda með nánar tilgreindum hætti. Þá skyldu launahæk kanir, sem taka áttu gildi 1. janúar 2010, færast til 1. júní 2010. Stefnandi byggir dómkröfur sínar annars vegar á því að í kjarasamningi aðila sé vísað til samkomulags forsendunefndar ASÍ og SA en ekki samninganefndar ASÍ og því hafi ekki komið til fres tunar launabreytinga í kjarasamningi aðila, og hins vegar á því að kjarasamningur málsaðila hafi verið annars eðlis en aðrir kjarasamningar á vinnumarkaði og því standi efnisrök ekki til þess að láta niðurstöðu ASÍ og SA um frestun launabreytinga ná til kj arasamnings aðila. Stefndi andmælir þessum skilningi stefnda á 9. gr. kjarasamnings aðila, enda verði að túlka ákvæðið í samræmi við tilgang þess og sameiginlegs skilnings samningsaðila við gerð kjarasamningsins. Stefndi viðurkennir þó að ákvæðið hefði mát t vera nákvæmara. Hvað snertir síðari málsástæðuna telur stefndi að sama skuli gilda um kjarasamning aðila og aðra kjarasamninga á almennum vinnumarkaði, enda sé kjarasamningurinn ekkert frábrugðinn þeim. Fyrst skal vikið að fyrri málsástæðunni. Í málinu aðildarsamtaka Alþýðusambands Íslands um leikreglur vegna sameiginlegra mála við gerð og endurnýjun kjarasamninga 2007 - fyrirsvarsmönn um tilgreindra landssambanda ASÍ, þar á meðal stefnanda í máli þessu, félaga með beina aðild að ASÍ og forseta ASÍ. Samkvæmt yfirlýsingunni er 15 hlutverk (umboð) skilgreint. Sa mkvæmt 5. gr. yfirlýsingarinnar fellur undir umboð samninganefndarinnar að gera sérstaka viðræðuáætlun um þá þætti kjarasamninga sem samkomulag sé um. Þá falla undir umboðið tryggingarákvæði á gildistíma kjarasamninga og enn fremur skipan og umboð sameigin legrar forsendunefndar um mat á framvindu kjarasamninga og endurskoðun þeirra. Þá eru viðræður og samkomulag við stjórnvöld í verkahring samninganefndarinnar svo sem nánar greinir. Samkvæmt 6. gr. yfirlýsingarinnar hefur samninganefndin umboð til að ganga til samninga við atvinnurekendur fyrir hönd aðila samstarfsins í samræmi við ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Fram er komið að m.a. af þessum sökum varð breyting við gerð kjarasamninga á árinu 2008 í þá veru að forsendunefnd, sem áður hafði bæði haft með höndum að meta hvort forsendur kjarasamninga hefðu staðist og hvernig brugðist skyldi við ef forsendur brystu, fékk þrengra hlutverk er svaraði eingöngu til hins fyrrnefnda hlutverks. Við breytingarnar skyldi kalla saman samninganefndir ASÍ og SA , ef forsendur brystu, sem leita skyldu samkomulags um viðbrögð til að stuðla að framgangi markmiðs samninga, festa forsendur þeirra í sessi og tryggja að þeir héldu gildi sínu. Eins og fram er komið er í 9. gr. kjarasamnings aðila gert ráð fyrir því að forsendunefnd ASÍ og SA hafi það hlutverk að semja um breytingar á kjarasamning n um, auk þess að meta hvort forsendur hafi staðist. Gildi umsamdar breytingar um kjarasamning aðila. Eftir þær breytingar, sem að framan greinir, var fyrrnefnda hlutverkið ekki á hendi forsendunefndar, heldur samninganefnda ASÍ og SA. Samkvæmt þessu má ljóst vera, ef skilningur stefnanda er lagður til grundvallar, að umrædd grein kjarasamningsins er að verulegu leyti mar klaus eða a.m.k. illskiljanlegt miðað við verkahring forsend unefndar samkvæmt almennum kjarasamningum. Af framlögðum kjarasamningum í máli þessu verður ráðið að misræmis hefur gætt varðandi tilvísun til hlutverka forsendunefndar annars vegar og samninganefndar hins vegar. Má taka undir það með stefnda að ætla verð ur að sú ónákvæmni hafi sprottið af þeirri breyttu hugtakanotkun sem rætur á að rekja til umræddrar samstarfsyfirlýsingar frá 22. júní 2007. Af hálfu stefnda hefur m.a. verið vísað til tilgreindra kjarasamninga , sem hafi að geyma ákvæði hliðstætt 9. gr. í kjarasamningi aðila , og bendir hann á að enginn ágreiningur hafi verið um túlkun þeirra í þá veru sem stefndi heldur fram. Af hálfu stefnanda hefur því ekki verið mótmælt, en því haldið fram að það hafi byggst á samkomulagi aðila. Með vísan til þess, sem h ér hefur verið rakið , verður að taka undir það með stefnda að ótækt sé að binda sig við orðalag umrædds ákvæðis, heldur verði að túlka það í samræmi við tilgang þess og jafnframt hafa í huga þær breytingar á verksviði forsendunefndar sem til komu við kjara samninga á árinu 2008. Í 9. gr. kjarasamnings aðila er gengið út frá því að til breytinga á kjarasamningnum geti komið . Verður ekki talið að stefnandi leysist undan 16 því fyrir þær sakir einar að bær aðili til að taka ákvörðun um slíkt hafi sökum ónákvæmni e kki verið réttilega tilgreindur í kjarasamningnum. Verður krafa stefnanda því ekki te k in til greina á grundvelli þeirrar málsástæðu sem hér um ræðir. Samkvæmt síðari málsástæðu sinni byggir stefnandi á því að kjarasamningur málsaðila sé annars eðlis en að rir kjarasamningar, enda hafi ekki verið samið um hækkun launa 1. mars 2009 . Ber stefnandi því m.a. við að samkvæmt gagnályktun frá samkomulaginu frá 25. júní 2009 frestist ekki launahækkanir sem ekki sé getið þar. Stefndi bendir á að túlkun stefnanda eigi sér enga stoð í umræddu samkomulagi um frestun launabreytinga, en tilgangurinn hafi verið sá einn að fresta launabreytingum. Þá sé ljóst af samkomulaginu að fresta ber launabreytingum, sem ráðgerðar voru 1. janúar 2010 til 1. júní 2010. Þá vísar stefndi t il þess, svo sem hann skýrir nánar, að ekkert sé óeðlilegt við það að í einum kjarasamningi sé gert ráð fyrir hækkun 1. mars 2009 en ekki í öðrum. Samkvæmt niðurstöðu varðandi fyrri málsástæðu stefnanda verður stefnandi talinn bundinn við breytingar samkvæ mt samkomulaginu frá 25. júní 2009. Samkvæmt því samkomulagi færðist hækkun kauptaxta, almennar launahækkanir og aðrar kjarabreytingar, sem taka áttu gildi 1. janúar 2010, til 1. júní 2010. Með vísan til þessa og þar sem ekki þykir hald í sjónarmiðum stefn anda verður krafa hans ekki heldur tekin til grein a á grundvelli þeirrar málsástæðu sem hér um ræðir. Samkvæmt því, sem að framan greinir, ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. D Ó M S O R Ð: Stefndi, Samtök atvinnulífsins vegna Skipta hf., Símans hf., Mílu ehf. og Já upplýsingaveitu ehf., skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Alþýðusambands Íslands vegna Rafiðnaðarsambands Íslands vegna Félags íslenskra símamanna. Mál skostnaður fellur niður. Eggert Óskarsson, Gylfi Knudsen Steinunn Guðbjartsdóttir Valgeir Pálsson Lára V. Júlíusdóttir