1 Ár 2012, fimmtudaginn 12. júlí, er í Félagsdómi í málinu nr. 6/2012 Fyrir er tekið: Málið nr. 6/2012. Fræðagarður gegn íslenska ríkinu v/ Vinnumálastofnu nar kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 20. júní sl. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, Gylfi Knudsen, Kristjana Jónsdóttir, Elín Blöndal og Inga Björg Hjaltadóttir . Stefnandi er Fræðagarður , Borgartúni 6, Reykjavík . Stefndi er íslenska ríkið , Arnarhvoli við Lindargötu, Reykjavík, vegna Vinnumálastofnunar , Kringlunni 1, Reykjavík . Endanlegar d ómkröfur stefnanda Stefnandi gerir þá dómkröfu aðallega að viðurkennt verði með dómi að Vinnumálast ofnun hafi brotið í bága við greinar 5.1 og 5.2 í stofnanasamningi V innumálastofnun ar og stefnanda o.fl., dagsettum 13. júlí 2007, með því að hafa ekki úthlutað Þórdísi Guðmundsdóttur, kt. 240460 - 3519, einum álagsþætti eftir eitt ár í starfi hjá Vinnumálastofnun, árið 2009, og öðrum álagsþætti eftir þrjú ár í starfi hjá Vi nnumálastofnun, árið 2011. Til vara krefst stefnandi þess að viðurkennt verði með dómi að Vinnumálast ofnun hafi brotið í bága við greinar 5.1 og 5.2 í stofnanasamningi Vinnumálastofnun ar og stefnanda o.fl., dagsettum 13. júlí 2007, með því að hafa ekki úth lutað Þórdísi Guðmundsdóttur, kt. 240460 - 3519, einum álagsþætti eftir fimm ár í starfi, árið 2010. Í báðum tilvikum k refst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins, að viðbættum 2 virðisauk askatti, en stefnandi áskilur sér rétt til að leggja fram málskostnaðarreikning við aðalmeðferð málsins. D ómkröfur stefnda Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda og að stefn anda verði gert að greiða stefnda málskostnað samkvæmt mati dómsins. Málavextir Stefnandi lýsir málavöxtum á þann veg að stefnandi, stéttarfélagið Fræðagarður, hafi orðið til með sameiningu stéttarfélagsins Útgarðs og kjaradeildar Félags íslenskra fræða. Starfsmenn stefnda séu meðal félagsmanna stefnanda og hafi stefndi og nokkur stéttarfélög, þ.m.t. stefnand i , gert með sér stofnanasamning, dags ettan 13. júlí 2007. Stofnanasamningur inn hafi verið gerður á grundvelli 11. kafla í kjarasamningi stefnanda og fjármálaráðhe rra f.h. ríkissjóðs frá 28. febrúar 2005. Stefnandi kveðu r kafla 5 í framangreindum stofnanasamningi fjalla um álagsþætti sem bætist við laun vegna einstaklingsbundinna þátta. Í kafla 5.1 segi: 5.1. Álagsþættir vegna starfsreynslu Starfsreynsla: Gert er ráð fyrir álagi á laun vegna starfsreynslu starfsmanns hjá Vinnumálastofnun sem hér segir: Eftir 1 ár: Einn álagsþáttur Eftir 3 ár: Tveir álagsþættir Eftir 5 ár: Þrír álagsþættir Eftir 8 ár: Fjórir álagsþættir Í kafla 5.2 komi m.a. fram að hver álagsþáttur svari til 2,5% álags á laun. Stefnandi kveðst hafa lagt þann skilning í framangreint ákvæði að ef stefndi hafi samið við starfsmann sinn , sem undir stofnanasamning falli , um úthlutun álagsþátta vegna starfsreynslu annars staðar frá við upphaf starfs hjá Vinnumálastofnun, beri að úthluta sama st arfsmanni áframhaldandi álagsþáttum í samræmi við starf sreynslu, nákvæmlega eins og grein 5.1 stofnanasamnings mæli fyrir um. Þegar samið hafi verið við starfsmann við upphaf starfs han s hjá stofnuninni um að hann sky l d i fá í byrjun tvo álagsþætti greidda vegna starfsreynslu annars staðar frá, beri að greiða starfsmanninum einn álagsþátt eftir eitt ár í starfi, tvo álagsþætti ef tir þrjú ár frá upphafi starfs og síðan koll af kolli í samræm i við grein 5.1 í stofnanasamningnum . Eða til vara, að stefnda beri a ð greiða viðkomandi þriðja álagsþáttinn á laun tveimur árum síðar, þ.e. samkvæmt gr ein 5.1 þegar viðkomandi 3 starfsmaður hefur öðlast fimm ára starfsreynslu, enda hafi starfsmaðurinn við upphaf star fs verið staðsettur samkvæmt grein 5.1 á tímapunktinum þrig gja ára starfsreynsla og því þá þegar hlotið tvo álagsþætti. Undir rekstri málsins leiðrétti stefnandi kröfugerð sína að því er varðar fjölda álagsþátta og verður því að skilja stefnuna með hliðsjón af þeirri breytingu. Stefndi hafi hafnað því að leggja sama skilning í ákvæði gr ein ar 5.1 stofnanasamnings ins og telji sem dæmi að starfsmaður í sömu stöðu og að framan greinir eigi ekki rétt á vi ðbótar álagi á laun samkvæmt grein 5.1 fyrr en í fyrsta lagi að fimm árum liðnum, enda þótt starfsmaðurinn hafi fen gið þriggja ára starfsreynslu af öðrum vinnustað metna við upphaf starfs . Telji stefndi að þá hafi starfsmaðurinn ekki átt rétt á hækkun fyrr en hann hafi verið kominn með fimm ára starfsreynslu hjá stefnda . Stefnandi bendir á að meðal félagsmanna stefnanda , sem starfi hjá Vinnumálastofnun , séu starfsmenn sem hafi samið í ráðningarsamningi við stofnu nina á þann veg að við byrjun starfs hafi verið metin til starfsaldurs sú starfsreynsla , sem viðkomandi hefð i aflað sér annars staðar frá. Þórdís Guðmun dsdóttir sé ein þessara starfsmanna. Hafi hún hafið störf hjá Vinnumálastofnun 15. maí 2008 og sé ráðningarsamningur hennar dagsettur 20. sama mánaðar. Samkvæmt ráðningarsamningnum hafi Þórdísi verið veittir tveir álagsþættir við upphafs starfs, sbr. eftir farandi ákvæði í ráðningarsamningi: aðrir tveir vegna annarra álagsþátta skv. gr. 5.1 og 5.2 í stofnanasamningi Hafi Þórdís e ngar launahækkanir fengið frá ráðningardegi samkvæmt gr ein 5.1 í ráðningarsamningi en hún hafi talið sig eiga hvort tveggja rétt á viðbótar álagsþáttum eftir eitt ár í starfi og aðra álagsflokkahækkun eftir þrjú ár í starfi, þ.e. árið 2009 og 2011. Stefnd i hafi skirrst við að veita þær launahækkanir, þrátt fyrir að Þórdís hafi ítrekað óskað eftir því að laun hennar yrðu leiðrétt til samræmis við þennan skilning, m.a. í tölvupósti til forstjóra stefnda 30. mars 2011. Forstjóri stefnda hafi svarað Þórdísi me ð tölvupósti samdægurs og hafnað leiðréttingakröfu hennar. Stefnandi kveðst hafa gert stefnda grein fyrir umkvörtunum og kröfum félagsmanna sinna , sem starfa hjá stofnuninni , í maí 2011 en e ngin viðbrögð hafi fengist frá stefnda. Hafi erindi stefnanda ver ið ítrekað haustið 2011 og hafi aðilar átt fund vegna málsins í nóvember sama ár. Stefndi hafi þá sagst myndu skoða málið og veita svör og á fundi 14. desember 2011 hafi komið fram að stefndi teldi sig ekki hafa farið á svig við stofnanasamning og hafi ekk i talið sér skylt að hækka umrædda starfsmenn um launaflokk í samræmi við skilning þeirra og stefnanda á ákvæði greinar 5.1 í stofnanasamningi. Engu að síður hafi niðurstaða fundarins orðið sú að 4 málið yrði enn skoðað af hálfu stofnunarinnar og að svör yrð u veitt síðar í desembermánuði. Þegar engin svör hefðu borist í lok mánaðarins , hafi stefnandi ritað stefnda bréf, dagsett 30. desember 2011, og boðað málshö fðun af sinni hálfu, enda he fði stefndi ekki orðið við kröfum stefnanda um leiðréttingu launa vegna framangreinds. Hið sama hafi verið ítrekað með bréfi lögmanns stefnanda til stefnda, dagsettu 24. febrúar 2012. Stefndi hafi sv arað því erindi með bréfi, dagsettu 5. mars 2012 , sem sva rað hafi verið af hálfu stefnanda með bréfi lögmanns stefnanda, dagsettu 9. sama mánaðar. Stefndi hafi þrátt fyrir það ekki orðið við kröfum stefnanda og því sé honum nauðsyn á að höfða mál þetta. Málsástæður stefnanda og lagarök Stefnandi kveðst byggj a aðalkröfu sína á því að stefndi , Vinnumálasto fnun, hafi með því að úthluta ekki Þórdísi Guðmundsdóttur, starfsmanni stefnda, einum álagsþætti eftir eitt ár í starfi árið 2009 og tveimur álagsþáttum eftir þrjú ár í starfi árið 2011, brotið í bága við grei n ar 5.1 og 5.2 í stofnanasamningi Vinnumálastofnunar og stefnanda o.fl., dagsettum 13. júlí 2007 . Samkvæmt ráðningarsamningi Þórdísar og stefnda hafi henni verið veittir tveir álagsþættir við upphafs starfs ofan á grunnlaun vegna þriggja ára starfsreynslu. Í samræmi við ákvæði gr einar 5.1, sbr. einnig gr ein 5.2 í stofnanasamningi, hafi Þórdís farið fram á að fá einn álagsþátt frá og með þeim tímapunkti er hún hafði unnið í eitt ár fyrir stofnunina, þ.e. á árinu 2009, en aðra tvo álagsþætti eftir þrjú ár í s tarfi, þ.e. á árinu 2011. Stefndi hafi hafnað kröfum Þórdísar að þessu leyti en sú höfnun sé ólögmæt með vísan til framangreindra ákvæða stofnanasamnings, sem byggi á 11. kafla kjarasamnings stefnanda og fjármálaráðhe rra f.h. ríkissjóðs frá 28. febrúar 200 5 , sbr. einnig 1. gr. laga nr. 55/1980 , um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Stefnandi byggir á því að allir starfsmenn stefnda, sem hafa gert ráðningarsamning með sams konar hætti og Þórdís Guðmundsdóttir, eigi skýlausan rétt á því að hljóta launahækkun í formi úthlutunar álagsþátta í samræmi við þau fyrirmæli sem gefin séu samkvæmt grein 5.1 í s tofnanasamningi, sbr. einnig grein 5.2. Hafi stefndi samið við starfsmann um úthlutun álagsþátta vegna starfsreyn slu annars staðar frá við upphaf starfs hjá Vinnumálastofnun, beri að úthluta starfsmanni num áframhaldandi álagsþáttum í samræmi við starf sreynslu, nákvæmlega eins og grein 5.1 stofnanasamnings mæli fyrir um. Þórdís Guðmundsdótti r hafi engar útskýringar fengið frá stefnda við ráðningu eða ge rð ráðningarsamnings í þá veru að hún myndi ekki vinna sér inn álagsþætti í samræmi við grein 5.1 stofnanasamnings og sameiginlegan skilning stefnanda og Þórdísar. Engu að síður hefði slíkur áskilnaður brotið í bága vi ð þau lágmarkskjör sem 5 að Þórdísi bar samkvæmt stofnanasamningi og kjarasamningi, sbr. 1. gr. laga nr. 55/1980. Verði að túlka allan vafa um skilning umrædds ákvæðis ráðningarsamnings stefnanda launþega í hag, enda hafi stefndi verið í yfirburðarstöðu gagn vart stefnanda við samningsgerð og hafi verið í lófa lagið að útfæra samningsákvæðið til samræmis við síðar tilkomna túlkun sína á ákvæðinu. Það hafi stefndi hins vegar ekki gert og hljóti að bera hallann af öllum vafa se m uppi sé um inntak ákvæðisins. Ste fnandi vísar til þess að hann hafi gert stefnda grein fyrir umkvörtunum og kröfum félagsmanna sinna , sem starfa hjá stofnuninni , í maí 2011 og krafist frá þeim tíma leiðréttingar launa á grundvelli greinar 5.1, sbr. 5.2, í stofnanasamningi án árangurs. Hið sama eigi við um Þórdísi Guðmundsdóttur. Fram hafi komið af hálfu stefnda að hann hafi ekki talið sig fara á svig við stofnanasamning og hafi ekki talið sér skylt að hækka umrædda starfsmenn um launaflokk í samræmi við skilning þeirra og stefnanda á ákvæð i greinar 5.1 í stofnanasamningi. Verði ekki fallist á að stefnandi hafi brotið í bága við ákvæði stofnanasamnings með þeim hætti , sem lýst er í aðalkröfu, kveðst stefnandi byggja á því til vara að viðurkennt verði með dómi að stefndi hafi brotið í bága v ið greinar 5.1 og 5.2 stofnanasamnings Vinnumálastofnunar og stefnanda o.fl. með því að úthlu ta ekki Þórdísi Guðmundsdóttur einum álagsþætti eftir fimm ár í starfi árið 2010. Stefnandi kveður varakröfuna gera ráð fyrir að í stað ávinnslu álagsþátta , svo se m henni er lýst í aðalkröfu, beri stefnda að greiða Þórdísi þriðja álagsþáttinn á laun tveimur árum síðar, þ.e. samkvæmt grein 5.1, þegar hún hafi öðlast fimm ára starfsreynslu, enda hafi Þórdís við upphaf st arfs verið staðsett samkvæmt grein 5.1 á tímapun ktinum þriggja ára starfsreynsla, sbr. ráðningarsamning. Geri kröfugerðin þannig ráð fyrir að líta beri svo á að Þórdís hafi öðlast við upphaf starfs þriggja ára starfsreynslu og því beri henni hækkun með auknum álagsþáttum tveimur árum síðar, rétt eins og hún hefði þá fimm ára starfsreynslu hjá stefnda . Þessum skilningi stefnanda og Þórdísar Guðmundsdóttur hafi stefndi hafnað og talið sér ó skylt að úthluta álagsþáttum í tilviki Þórdísar fyrr en að liðnum fimm árum frá upphafstíma ráðningar hennar hjá stofnuninni. Að öðru leyti kveðst stefnandi vísa til stuðnings varakröfu til málsástæðna sinna fyrir aðalkröfu að breyttu breytanda. Auk fram angreindra lagaraka kveðst stefnandi byggja kröfur sínar fyrst og fremst á gildandi kjarasamningi aðila, sbr. kjarasamning dags ettan 28. feb. 2005, og stofnanasamningi, dagsettum 13. júlí 2007. Stefnandi kveðst einnig vísa til almennra reglna um skuldbindi ngargildi samninga og meginreglna vinnuréttar. Enn fremur til ákvæða laga nr. 55/1980 , u m starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Þá er vísað til laga nr. nr. 94/1986 , um kjarasamninga opinberra starfsmanna, þ.m.t. 3. tl. 1. mgr. 26. gr. og 27. gr., sbr. einnig IV. kafla, þ.m.t. 44. gr., laga nr. 80/1938 , um 6 stéttarfélög og vinnudeilur. Kröfu um málskostnað styður stefnandi við XXI. kafla l aga nr. 91/1991, aðallega 129. og 130. gr. Krafa um virðisaukas katt af málskostnaði byggir á lögum n r. 50/1988 , um virðisaukaskatt, en stefnandi kveðst ekki vera virðisaukaskattskyldur og til að tryggja skaðleysi sitt sé honum nauðsynlegt að fá skattinn dæmdan úr hendi stefnda. Málsástæður stefnda og lagar ök Stefndi byggir á því að sérstaklega hafi veri ð samið um álagsþættina við upphaf ráðningar Þórdísar Guðmundsdóttur, svo sem ráðið verði af ráðningarsamningi. Dómkröfur eða málatilbúnaður stefnanda um tilkall til álagsþátta eigi sér hins vegar enga stoð í grein 5.2 í stofnanasamningi og sé málið ekki r eifað með tilliti til ákvæða hennar, nema átt sé við hundraðshluta hvers þáttar. Stefndi bendir á að málið eigi ekki undir Félagsdóm. Ljóst sé af málatilbúnaði stefnanda og gögnum að ágreiningur málsins lúti alfarið að réttarstöðu tiltekins starfsmanns st efnda samkvæmt ráðningarsamningi. Örðugt sé að greina hvers konar ágreiningur sé milli stefnan da sem stéttarfélags og stefnda sem eigi réttilega undir Félagsdóm á grundvelli 26. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Í ljósi atvika m álsins verði t.d. ekki séð að málatilbúnaður stefnanda sé í samræmi við þær áherslur, sem fram komi í bréfi félagsins frá 30. desember 2011. Þá sé málið vanreifað af hálfu stefnanda þar sem útskýringar og framsetning á grein 5.1 sé ekki í innbyrðis samheng i. Vísar stefndi því einnig til meginreglna einkamálaréttarfars og 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Stefndi hafnar kröfum og málatilbúnaði stefnanda. Framsetning stefnan da byggi á röngum grundvelli. Við ráðningu Þórdísar Guðmundsdóttur hafi verið samið um launakjör og tveimur álagsþáttum á grundvelli gr einar 5.1 bætt við fyrirfram. Það hafi ekki verið gert á grundvelli starfsreynslu annars staðar frá, heldur hafi verið ví sað til þessa ákvæðis, sem varði aðeins starfsreynslu hjá Vinnumálastofnun. Í grein 5.1 í stofnanasamningi stefnda og BHM sé gert ráð fyrir að launþegi fái einn álagsþátt eftir eitt ár í starfi og annan eftir þrjú ár. Rétt sé því að mótmæla sérstaklega að eftir eitt ár geri stofnanasamningur ráð fyrir einum flokki og tveimur til viðbótar eftir þrjú ár. Hins vegar sé óljóst af málatilbúnaði stefnanda, hvaða skilning hann leggur í þetta í dómkröfum sínum og útskýringum að öðru leyti. Fyrirkomulagið sé það, a ð eftir þrjú ár geti álagsþættir orðið tveir, enda séu einungis fjórir til ráðstöfunar eftir átta ár eftir grein 5.1 og fjórir eftir grein 5.2 eða samtals átta. Fleiri álagsþrep séu ekki í launatöflunni. Þetta hafi hins vegar ekki átt við í tilviki Þórdísar Guðmundsdóttur þar sem samið hefði verið um þessa þætti fyrirfram. Samkomulag hafi orðið á milli hennar og stefnda um að hún fengi eins árs og þriggja ára 7 starfsaldurshækkanir, þ.e. tvo álagsþætti, strax við undirritun samningsins. Því hafi verið um að ræða fyrirframgreiðslu á fyrstu tveimur starfsaldurhækkunum samkvæmt grein 5.1 í stofnanasamningnum. Stefndi hafi haft svigrúm til að hafa ráðningu og röðun í launaflokk með þeim hætti, m.a. í ljósi þess að í gr ein 5.1 sé um heimild að ræða, sbr. orð stofnanasamningsins með því að bæta umræddum álagsþáttum við strax frá upphafi ráðningar, Þórdísi í vil. Hafi sérstaklega verið tekin upp skýring í ráðningarsamning num og vísað til greinar 5. 1. Sú grein eigi einungis við um álagsþætti vegna starfsreynslu hjá Vinnumálastofnun en ekki annars staðar og hafi Þórdísi því mátt vera ljóst að ekki hefði verið stuðst við starfsreynslu annars staðar frá. Stefnanda hafi að sama skapi mátt vera þetta ljós t. Um hafi verið að ræða sérskilmála sem settir hefðu verið inn í ráðningarsamning og hafi þessi atriði einnig verið útskýrð fyrir Þórdísi við gerð samningsins. Stofnunin hafi einnig haldið skrá yfir framvindu launaákvarðana Þórdísar, sem beri með sér að á kvæða stofnanasamningsins hafi verið sérstaklega gætt í samræmi við framangreint. Af framansögðu le iði að næsta hækkun samkvæmt grein 5.1 verði eftir fimm ár, þ.e. á árinu 2013. Þórdís hafi fengið samtals fjóra álagsflokka ofan á grunnlaun við ráðningu og hinir tveir hafi verið með vísan í grein 5.2. Á árinu 2008 hafi verið mikil eftirspurn eftir vinnuafli og erfitt að fá fólk til starfa. Þar sem Vinnumálastofnun hafi verið skuldbundin til að byggja launasetningu á stofnanasamningum, hafi verið farin sú lei ð í nokkrum tilvikum, þar sem þess var talin þörf, að bjóða umsækjendum að fá starfsreynslu að einhverju leyti fyrirframgreidda. Í ráðningarsamningi Þórdísar við stefnda sé að finna sérstaka skýringu á launaröðun hennar þar sem segi að ofan á grunnlaun ra ðist tveir álagsflokkar vegna þriggja ára starfsreynslu og aðrir tveir vegna annarra álagsþátta samkvæmt gr einum 5.1 og 5.2 í stofnanasamningi stefnda og BHM félaga, dagsettum 13. júlí 2007. hafi ve rið gengið út frá því að það væri matskennt hvort eða hvenær starfsmaður fengi álagsþætti samkvæmt greininni. Því beri að leggja til grundvallar að hér sé ekki um sjálfstæðan rétt starfsmanns að ræða, heldur sé það háð mati, hvort og hvenær starfsmaður fái álagsþættina. Ef ekki sé annað ákveðið, fái starfsmaður greitt miðað við þau tímamörk, sem tilgreind séu samkvæmt stofnanasamningnum. Þá sé einnig ljóst að álagsþætti r , sem Þórdís hafi fengið við ráðningu samkvæmt ráðningarsamningnum, hafi verið hugsaðir sem fyrirframgreiðsla, þ.e. að hún fengi álagsþættina samkvæmt stofnanasamningnum. Því sé ljóst að Þórdís hafi ekki átt rétt á að fá einn álagsþátt eftir eitt ár í starfi hjá stefnda og annan álagsflokk eftir þrjú ár, enda hafi hún þegar verið búin að fá þ essa álagsþætti samkvæmt ráðningarsamningnum. Hún hefði því fyrst átt rétt á einum álagsþætti í viðbót eftir fimm ára starfsreynslu hjá stefnda, þ.e. á 8 árinu 2013. Þá beri að líta til þess að Þórdís hafi skrifað athugasemdalaust undir ráðningarsamning við stefnda en hún hefði getað gert athugasemdir eða óskað eftir skýringum, hefði hún talið samninginn ekki nógu skýran. Stef ndi mótmæli því, sem stefnandi byggir á, að starfsmenn með sams konar ráðningarsamning og Þórdís eigi skýlausan rétt á því að hljóta l aunahækkun í formi úthlutu nar álagsþátta í samræmi við grein 5.1 í stofnanasamningi. Dómkröfur stefnanda varði einungis Þórdísi en ekki aðra starfsmenn stefnda. Með vísan til alls framangreinds byggir stefndi á því að engri vanefnd sé til að dreifa á ákvæðum stofnana - eða kjarasamnings og að þegar hafi verið bætt við laun Þórdísar Guðmundsdóttur þeim álagsþáttum, sem til álita komi á grundvelli greinar 5.1, miðað við þriggja ára starfsreynslu hjá Vinnumálastofnun. Í dómkröfum stefnanda felist röng túlkun á ákvæði stofnanasamningsins almennt, enda sé ekki gert ráð fyrir að til álita geti komið að leggja við þrjá álagsþætti eftir þriggja ára starf, heldur aðeins tvo. Kröfugerð stefnanda taki einnig mið af grein 5.2, sem standist ekki, nema átt sé við hundraðshlutfall hækkunar. Á hinn bóginn séu þeir álagsþættir, sem til álita komi, skilgreindir í launatöflunni, samtals átta fyrir hvern launaflokk. Enginn skýlaus réttu r sé til álagsþ átta samkvæmt grein 5.2 eftir tiltekið tímabil. Málið geti því ekki snert það ákvæði, auk þess sem Þórdísi hafi þegar verið greiddir tveir álagsþættir á grundvelli þeirrar greinar í upphafi. Stefndi mótmælir varakröfu stefnanda á grundvelli sömu málsástæðna og vegna aðalkröfu. Það að samið hafi verið um að Þórdís fengi álagsþætti fyrr en hún átti rétt á samkvæmt stofnanasamningnum, þýði ekki að hún hafi við upphaf starfs verið staðsett á tímapunktinum þriggja ára starfsreynsla. Ljóst sé að ál agsþættir, sem Þórdís hafi fengið við ráðningu samkvæmt ráðningarsamningnum, hafi verið hugsaðir sem fyrirframgreiðsla, þ.e. að hún fengi álagsþættina samkvæmt stofnanasamningnum fyrr en hún ætti rétt á samkvæmt honum. Geti Þórdís því fyrst átt rétt á einu m álagsþætti í viðbót eftir fimm ára starfsreynslu hjá stefnda, þ.e. á árinu 2013. Engin stoð sé fyrir varakröfu stefnanda um álagsþætti á grundvelli greinar 5.1 á árinu 2010 miðað við fimm ára starfsreynslu þegar fyrir liggi að Þórdís var ráðin til Vinnum álastofnunar árið 2008. Stefndi bendir á að lög nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, hafi ekki verið talin eiga við um ríkisstarfsmenn en frumvarpið hafi verið samið af svonefndri 8 - manna lífeyrisnefnd ASÍ, FFSÍ, VSÍ og VSS. Lögin hafi eingöngu verið hugsuð fyrir starfsmenn almenna vinnumarkaðarins samkvæmt yfirlýsingu, sem gefin hafi verið út í tengslum við kjarasamninga þeirra. Bendir stefndi jafnframt á samkomulag ríkisstjórnarinnar og BSRB um málefni opinberra sta rfsmanna, dagsett 20. ágúst 1980. 9 Stefndi mótmælir því jafnframt að lög nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, eigi hér við en starfsmaðurinn, sem mál þetta varði, falli undir lög nr. 94/1986, um kjarasamning opinberra starfsmanna, sbr. 1. gr. lagan na. Hafi á engan hátt verið samið um lakari kjör Þórdísar en kjarasamningur kveði á um, heldur hafi henni verið ákvarðaðir álagsþættir fyrirfram og þannig í vil og umfram skyldu, sbr. 24. gr. laga nr. 94/1986. Hafi hún þannig fengið betri kjör þar sem sami ð hafi verið sérstaklega um tveggja álagsþátta viðbót á grundvelli gr. 5.1 fyrirfram. Um málskostnað vísar stefndi til XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. Niðurstaða Samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, fellur m.a. undir valdsvið Félagsdóms að dæma í málum sem rísa á milli samningsaðila um ágreining um skilning á kjarasamningi eða gildi hans. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 94/1986 gilda lögin um alla starfsmenn sem eru félagar í stéttarfélögum er samkvæmt 4. og 5. gr. laganna hafa rétt til að gera kjarasamninga samkvæmt þeim og eru ráðnir hjá ríkinu, ríkisstofnunum, sveitarfélögum eða stofnunum þeirra með föstum tíma - , viku - eða mánaðarlaunum, enda ver ði starf þeirra talið aðalstarf. Í 1. mgr. 4. gr. laganna segir að stéttarfélög starfsmanna ríkis og sveitarfélaga eða samtök slíkra félaga fari með fyrirsvar félagsmanna sinna um gerð kjarasamninga samkvæmt lögunum og aðrar ákvarðanir í sambandi við þá. N ánar er fjallað um samningsrétt í 2. mgr. lagagreinar þessarar. Stefnandi, Fræðagarður, fellur undir 4. gr. laga nr. 94/1986. Stefndi er íslenska ríkið vegna Vinnumálastofnunar, sem er ríkisstofnun, sbr. II. kafla laga nr. 55/2006, um vinnumarkaðsaðgerðir, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 94/1986. Í málinu er uppi ágreiningur um sk ilning á stofnanasamningi, dagsettum 13. júlí 2007, milli Vinnumálastofnunar annars vegar og tilgreindra stéttarfélaga, þar á meðal Útgarðs, félags háskólamanna hins vegar . Fram er ko mið að stefnandi er sameinað félag Útgarðs og kjaradeildar Félags íslenskra fræða. Í umræddum stofnanasamningi er vísað til kjarasamnings milli Útgarðs, félags háskólamanna, annars vegar og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs hins vegar, dagsetts 28. febrúa r 2005. Í kjarasamningi þessum er stofnanasamningur skilgreindur og m.a. tekið fram að hann sé hluti kjarasamnings, sbr. grein 11.1 . 1 í kjarasamning num. Með vísan til þess, sem að framan er rakið, er ljóst að um mál þett a gilda lög nr. 94/1986 en samkvæmt upphafsákvæði 26. gr. laganna dæmir Félagsdómur í málum sem rísa á milli samningsaðila um þau atriði sem þar greinir. A f hálfu stefnda hefur komið fram ábending um að þrátt fyrir framangreint eigi málið allt að einu ekki undir valdsvið Félagsdóms, enda sé ljóst af gögnum 10 málsins og málatilbúnaði stefnanda að ágreiningur málsins snúist alfarið um réttarstöðu tiltekins starfsmanns Vinnumálastofnunar, Þórdísar Guðmundsdóttur, samkvæmt ráðningarsamningi. Aukinheldur er fundið að málatilbúnaði stefnanda, þar sem gæti misræmis og vanreifunar þannig að skilyrði 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, séu ekki uppfyllt. Ekki hefur stefndi þó krafist frávísunar málsins af þessum sökum. Enda þótt dómkröfur stefnanda séu orðaðar miðað við starfskjör Þór dísar Guðmundsdóttur er fram komið í málinu að eins standi á hjá fleiri starfsmönnum Vinnumálastofnunar þannig að ágreiningsefnið varði þá bæði beint og óbeint. Verður ekki séð að ágreiningur sé um það en af málsgögnum er ekki unnt að sjá hversu margir eig a hér hlut að máli. Í skýrslutökum bar töluvert á milli um fjölda starfsmanna er ágreiningsefnið varðar . Samkvæmt þessu verður að telja að ágreiningur sé með samningsaðilum um skilning á tilgreindum ákvæðum stofnanasamningsins, einkum grein 5.1, sem á undi r Félagsdóm samkvæmt fyrrgreindu ákvæði 3. tölul. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986. Þykir þessi ábending stefnda því ekki eiga við rök að styðjast. Stefndi hefur takmarkaða grein gert fyrir þeim ágöllum sem hann telur vera á málatilbúnaði stefnanda. Taka má þó undir það með stefnda að nokkuð skortir á að rökbundið samhengi sé á milli dómkrafna stefnanda og framsetningar málsástæðna, sbr. d - og e - liði 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. hér síðar þar sem nánar verður fjallað um afmö rkun ágreiningsefnis málsins. Hins vegar verður ekki talið að málatilbúnaður stefnanda sé svo óljós að það fari milli mála hvert sakarefnið er. Verður því ekki talið að næg ástæða sé til frávísunar málsins án kröfu af þessum sökum. Varðandi tilvísun stefn anda til greinar 5.2 í stofnanasamningnum, sem stefndi finnur að, skal tekið fram að af hálfu stefnanda hefur komið fram að sú tilvísun sé aðeins gerð vegna vægis hvers álagsþáttar í launum (2,5%). Að þessu athuguðu þykir ekki hald í þessari athugasemd ste fnda. Samkvæmt því, sem hér hefur verið rakið, verður ekki talið að málið sé svo vanreifað eða öðrum þeim ágöllum haldið af hendi stefnanda að frávísun varði. Samkvæmt endanlegri kröfugerð stefnanda er aðalkrafa stéttarfélagsins í málinu að viðurkennt verð i með dómi að Vinnumálastofnun hafi brotið í bága við greinar 5.1 og 5.2 í s tofnanasamningi málsaðila, dagsettum 13. júlí 2007, með því að hafa ekki úthlutað Þórdísi Guðmundsdóttur einum álagsþætti eftir eitt á r í starfi hjá Vinnumálastofnun árið 2009 og ö ðrum álagsþætti eftir þrjú ár í starfi árið 2011. Til vara er þess krafist að viðurkennt verði með dómi að Vinnumálastofnun hafi brotið í bága við greinar 5.1 og 5.2 í umræddum stofnanasamningi með því að hafa ekki úthlutað Þórdísi Guðmundsdóttur einum ála gsþætti eftir fimm á r í starfi árið 2010. Í 5. kafla s tofnanasamnings málsaðila, dagsettum 13. júlí 2007, sem ber 11 5.1 fjallað um álagsþætti vegna starfsreynslu og í grein 5.2 um aðra álagsþætti. Í fyrri eftir eitt ár komi einn álagsþáttur, eftir þrjú ár tveir álagsþættir, eftir fimm ár þrír álagsþættir og eftir átta ár fjórir álagsþættir. Eins og fram er komið er fyrst og fremst tekist á um skilning á þessari grein í málinu. Þórdís Guðmundsdóttir var ráðin til starfa hjá Vinnumálastofnun sem sérfræðing ur 2 frá og með 15. maí 2008, sbr. fyrirl iggjandi ráðningarsamning, dagsettan 20. maí 2008. Var um að ræða ótímabundinn ráðningarsamning með þriggja mánaða gagnkvæmum uppsagnarfresti. Laun voru ákvörðuð samkvæmt launaflokki 10 - 4 í kjarasamningi Útgarðs, fé lags háskólamanna. Í ráðningarsamningnum er þriggja ára starfsreynslu og aðrir tveir vegna annarra álagsþátta skv. gr. 5.1 og 5.2 í stofnanasamningi Vinnumálastofnunar og BHM - Í stefnu er teflt fram þeim skilningi á grein 5.1 í stofnanasamningnum að hafi Vinnumálastofnun samið við starfsmann sinn um úthlutun álagsþátta vegna starfsreynslu annars staðar frá við upphaf starfs hjá stofnuninni beri að úthlut a sama starfsmanni áframhaldandi álagsþáttum í samræmi við starfsreynslu, eins og mælt sé fyrir um í grein 5.1. Að öðrum kosti sé brotið gegn 1. gr. laga nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Eins og fram er komið eru á lagsþættir vegna starfsreynslu samkvæmt grein 5.1 einskorðaðir við starfsreynslu hjá Vinnumálastofnun og í umræddu skýringarákvæði á launaröðun í ráðningarsamningi Þórdísar Guðmundsdóttur er varðandi álagsþætti vegna starfsreynslu vísað til greinar 5.1. Ve rður ekki annað ráðið en þetta sé óumdeilt. Miðað við þetta er torráðið á hverju samræmi vi ð sj ónarmið í bréfi stefnanda, dagsettu 30. desember 2011, til Vinnumálastofnunar varðandi þýðingu vísunar til greinar 5.1 við ráðningu, sbr. og bréf lögmanns stefnanda, dags ett 9. mars 2012, til Vinnumálastofnunar. Verður ekki betur séð en að þarna sé bro talöm á málatilbúnaði stefnanda svo sem fyrr er getið. Eins og málið er lagt fyrir dóminn af hálfu stefnanda, þar sem dæmi Þórdísar Guðmundsdóttur er valið sem grundvöllur ágreiningsefnisins, verður eingöngu leyst úr því miðað við atvik og aðstæður í henna r tilfelli, þar á meðal að teknu tilliti til þýðingar tilvísunar til greinar 5.1 í ráðningarsamningnum. Af hálfu stefnda er kröfum og málatilbúnaði stefnanda hafnað, enda sé framsetning stefnanda byggð á röngum grundvelli. Við ráðningu Þórdísar Guðmundsdót tur hafi verið samið um launakjör og tveimur álagsþáttum á grundvelli greinar 5.1 bætt við fyrirfram. Það hafi ekki verið gert á grundvelli starfsreynslu 12 annars staðar frá, heldur hafi verið vísað til greinar 5.1 sem varði aðeins starfsreynslu hjá Vinnumál astofnun. Þannig byggir stefndi á því að um hafi verið að ræða fyrirframgreiðslu á fyrstu tveimur starfsaldurshækkununum samkvæmt grein 5.1 í stofnanasamningnum, enda hafi Vinnumálastofnun haft svigrúm til þess með því að um heimild sé að ræða. Ákvæði stof nanasamningsins hafi því þegar verið efnt. Stefndi mótmælir því að lög nr. 55/1980 eigi við og jafnframt sé ákvæða 24. gr. laga nr. 94/1986 gætt, enda hafi Þórdísi Guðmundsdóttur ekki verið ákvörðuð lakari kjör en kjarasamningur og stofnanasamningur geri r áð fyrir, heldur þvert á móti betri kjör. Þá mótmælir stefndi varakröfu stefnanda og telur m.a. að hugmyndir stefnanda um ávinnslutíma standist ekki. Upplýst er í málinu, m.a. með framburði Þórdísar Guðmundsdóttur sjálfrar, að við ráðningu hennar í þjónust u Vinnumálastofnunar í maí 2008 blasti við að hún myndi lækka umtalsvert í launum frá því sem hún hafði haft í fyrra starfi. Kom fram í framburði hennar svo og framburði Hugrúnar Hafliðadóttur, fyrrverandi starfsmannastjóra Vinnumálastofnunar, að öll spjót hefðu verið höfð úti til að launaröðun Þór dísar yrði sem hæst. Þá kom fram í framburði starfsmannastjórans að ofan á grunnlaun hafi bæst fjórir álagsþættir, tveir vegna starfsreynslu samkvæmt grein 5.1 í stofnanasamningnum og aðrir tveir samkvæmt grein 5. 2 í samningnum. Vegna fyrri álagsþáttanna hefði verið um fyrirframhækkanir að ræða sem ella hefðu komið til eftir eitt og þrjú ár. Hefði þetta verið haft svona til að geta hækkað launin þegar í upphafi. Í framburði sínum staðfesti Sigurður P. Sigmundsson, sviðsstjóri fjármála - , rekstrar - og mannauðssviðs Vinnumálastofnunar , að þetta fyrirkomulag hefði verið viðhaft. Þá kom fram í framburði Hugrúnar Hafliðadóttur að hún hefði farið yfir ráðningarsamninginn með Þórdísi Guðmundsdóttur og útskýrt fyrir henni að um væri að ræða fyrirframgreiðslu á starfsreynsluþáttum. Þórdís Guðmundsdóttir hefur aftur á móti mótmælt því að ákvörðun launaröðunar og viðmið í því sambandi hafi verið skýrð fyrir henni og ekkert verið vikið að því að hún fengi ekki hækkanir vegna star fsreynslu næstu árin. Hún hafi hvorki beðið um skýringar né kynnt sér stofnanasamninginn. Hún hafi gengið út frá því að umsamdar hækkanir samkvæmt stofnanasamningnum kæmu til framkvæmda. Þá er rétt að fram komi, til skýringar á umræddum ráðstöfunum, að auk þess markmiðs að bæta tekjutap Þórdísar frá fyrra starfi, knúðu aðstæður á vinnumarkaði á greindum tíma, þegar mikil eftirspurn var eftir vinnuafli, á að gripið yrði til tiltækra úrræða til að bjóða sem best laun, sbr. skýringar stefnda. Þegar það er virt , sem að framan greinir, þar á meðal það sem upplýst var við greindar skýrslutökur, verður ekki fallist á það með stefnanda að um eftiráskýringu stefnda sé að ræða, hvað varðar fyrirframgreiðslu á starfsreynsluþáttum, og stefndi sé með afstöðu sinni að rey na að koma sér undan ákvæðum stofnanasamningsins. Eins 13 og stefndi hefur bent á verður ekki betur séð en að í bréfi stefnanda, dags ettu 30. desember 2011, til Vinnumálastofnunar sé tekið undir það að um fyrirframgreiðslu álagsþátta sé að ræða, en þar segir stéttarfélögin litið svo á að í þeim tilvikum þar sem samið er við starfsmenn um álagsþætti vegna starfsreynslu með vísan til gr. 5.1 í stofnanasamningi, við upphaf starfs hjá Vinnumálastofnun, sé um að ræða hröðun á gr. 5.1 í heild sinni, þ.e. að Eins og fram er komið er í ráðningarsamningi Þórdísar Guðmundsdóttur vísað til greinar 5.1 í stofnanasamningnum hvað varðar álagsþætti vegna starfsreynslu. Sú grein er einskorðuð við starfsreynslu starfsmanns hjá Vinnumálastofnun. Má því ljóst vera að þarna er ekki verið að vísa til starfsreynslu annars staðar frá og mátti Þórdís ekki velkjast í vafa um þetta og breytir engu þótt hún hafi ekki kynnt sér stofnan asamninginn svo sem fram kom í framburði hennar eða leitað skýringa á þessu. Að því leyti sem skilja má málatilbúnað stefnanda svo að ekki skipti máli á hvaða grundvelli umræddir álagsþættir vegna starfsreynslu voru ákvarðaðir eða eftir atvikum að virða be ri þá sem starfsreynslu annars staðar frá og allt að einu standi réttur til álagsþátta í samræmi við grein 5.1 í stofnanasamningnum þá verður ekki á það fallist, enda leiðir slíkt til þess að launahækkun vegna álagsþátta vegna starfsreynslu hjá Vinnumálast ofnun verður tvítekin. Vegna viðbáru stefnanda um að brotið sé gegn ákvæðum um lágmarkskjör verði aðalkröfu stéttarfélagsins hafnað, sbr. 1. gr. laga nr. 55/1980, skal tekið fram að ljóst þykir að Þórdísi Guðmundsdóttur voru með greindri launaákvörðun ekki ákvörðuð lakari kjör en kjarasamningur mælir fyrir, heldur þvert á móti betri kjör vegna umræddrar fyrirframgreiðslu. Var því ekki farið á svig við 24. gr. laga nr. 94/1986. Með vísan til þess, sem að framan er rakið, ber að sýkna stefnda af aðalkröfu stefnanda í máli þessu. Víkur þá að varakröfu stefnanda. Varakrafa stefnanda er á því byggð að flýta beri framkvæmd þess álagsþáttar, sem samkvæmt grein 5.1 í stofnanasamningnum er miðaður við fimm ára starfsreynslu hjá Vinnumálastofnun þannig að hann fall i til í tilviki Þórdísar Guðmundsdóttur á árinu 2010, enda verði að líta svo á að við upphaf starfs hafi Þórdís talist hafa þriggja ára starfsreynslu. Enda þótt Þórdís hafi fengið fyrirframgreiðslu álagsþátta vegna starfsreynslu, miðað við þriggja ára star f, þegar í upphafi starfs, stendur engin rökbundin nauðsyn til að líta svo á að við það styttist ávinnslutími greinar 5.1 í heild sinni samsvarandi. Þvert á móti verður að telja að hann haldist eins og kveðið er á um, enda verður að telja umrædda fyrirfram greiðslu eða hröðun frávik frá því sem greinin kveður á um. Með vísan til þessa ber einnig að sýkna stefnda af varakröfu stefnanda. 14 Samkvæmt úrslitum málsins ber að dæma stefnanda t il að greiða stefnda 250.000 krónur í málskostnað. D ó m s o r ð: Stefndi , íslenska ríkið vegna Vinnumálastofnunar, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Fræðagarðs, í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda 250.000 kr ónur í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Kristjana Jónsdóttir Gylfi Knudsen Elín Blöndal Inga Björg Hjaltadóttir