1 Ár 201 5 , miðvikudaginn 20 . maí , er í Félagsdómi í málinu nr. 1/2015: Sjúkraliðafélag Íslands (Gísli Guðni Hall hrl.) gegn Akureyrarbæ (Anton Björn Markússon hrl.) kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 15. aprí l 2015. Málið dæma Sigurður G. Gíslason, Ásmundur Helgason, Guðni Á. Haraldsson, Gísli Gíslason og Bergþóra Ingólfsdóttir . Stefnandi er : Sjúkraliðafélag Íslands, kt. 560470 - 0109, Grensásvegi 16, Reykjavík. Stefndi er: Akureyrarbær, kt. 410169 - 6 229, Geislagötu 9, Akureyri. Dómkröfur stefnanda: Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að starfandi sjúkraliðar á Hjúkrunar - og dvalarheimilinu Hlíð og á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshl í ð á amkvæmt grein 1.3.1 í kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd þeirra sveitarfélaga og annarra aðila sem það hefur samningsumboð fyrir, þar á meðal Akureyrarbæ, eins og greininni var breytt með 5. gr. samkomulag s þessara aðila dagsettu 23. október 2014. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda að skaðlausu og að við ákvörðun málskostnaðar verði gætt að skyldu stefnanda til að greiða virðisaukaskatt af þóknun lögmanns síns. Dómkröfur stefnda : 2 Stefndi krefst þess að verða sýknaður af öllum dómkröfum stefnanda fyrir Félagsdómi. Þá krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda að skaðlausu samkvæmt mati Félagsdóms . Málavextir: Stefnandi er stéttarfélag sjúkraliða og hefur rétt samkvæmt lögum nr. 94/19 86 til að gera kjarasamninga fyrir félagsmenn sína, m.a. við ríkið og sveitarfélög. Stefnandi er aðili að Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Stefndi er sveitarfélag sem hefur falið Sambandi íslenskra sveitarfélaga umboð sitt til að gera kjarasamninga fyr ir sig, m.a. við stefnanda . Stefndi rekur Öldrunarheimili Akureyrar sem rekur h júkrunarheimili, annars vegar Hjúkrunar - og dvalarheimilið Hlíð og hins vegar Hjúkrunarheimilið Lögmannshl í ð . Í kynningarefni á vegum stefnda kemur fram að flestir íbúa beggja heimilanna séu í hjúkrunarrýmum, nánar tiltekið 151 íbúi af 186. Dvalarrými séu 18 og rými fyrir skammtímadvöl 17. Þá segir að umfang og verkefni öldrunarheimila hafi breyst undanfarna áratugi í breyttu þjóðfélagi. Samband íslenskra sveitarfélaga f.h. þei rra sveitarfélaga og annarra aðila , sem það hefur samningsumboð fyrir , og stefnandi gerðu kjarasamning með gildistíma frá 1. maí 2011 til 30. september 2014. Varðar s akarefni málsins grein 1.3.1 í kjarasamning i aðila um röðun í launaflokka , en þ ar er mismu nandi starfsheitum, sem eru skilgreind, skipað í launaflokka. A ðilar kjarasamningsins gerðu með sér samkomulag, dags. 23. október 2014, um breytingar og framlengingu kjarasamningsins. Samkomulag þetta er með gildistíma frá 1. ágúst 2014 til 30. apríl 2015. Með 5. gr. samkomulagsins var grein 1.3.1 breytt með nýjum skilgreiningum á Starfar í félagsþjónustu, vistdeildum hjúkrunarheimila, dagvist aldraðra, sambýl um fyrir fatlaða og sambýlum fyrir aldraða. Starfar í grunnskóla og veitir þroskaheftum og fötluðum aðhlynningu, stuðning og fræðslu. Sjúkraliði B 3 Áður en ákvæðum sem skilgreina s júkraliða A og sjúkraliða B var breytt voru ákvæðin þannig: Sjúkraliði A Starfar í heilsugæslu, í félagsþjónustu, við öldrunarþjónustu á vist og hjúkrunardeildum, á sambýlum fyrir fatlaða eða á sambýlum fyrir aldraða. Starfar í grunnskóla og veitir þrosk aheftum og fötluðum fræðslu, stuðning og aðhlynningu. Sjúkraliði B Starfar við heimahjúkrun og á sérdeildum fyrir heilabilaða. Starfar á heilsugæslustöð sem vinnur sjálfstætt að fjölþættum verkefnum. Stefnandi telur að starf sjúkraliðanna falli undir sk aðila hafa átt um þetta tölvupóstsamskipti og þá var deilunni vísað til samstarfsnefndar aðila samkvæmt kjarasamningnum. Lögmaður stefnanda ritaði stefnda bréf, dags. 9. desember 2014 , þar sem skorað var á stefnda að endurskoða afstöðu sína, ella kæmist stefnandi ekki hjá því að höfða mál fyrir Félagsdómi vegna ágreinings um túlkun kjarasamningsins. Áður en málið var tekið fyrir í samstarfsnefnd rit aði Samband íslenskra sveitarfélaga dreifibréf til sveitarfélaga, dvalar - og hjúkrunarheimila , þ ar sem lýst er þeim skilningi að sjúkraliðum sem þar starfa bjarga eða hvort þeir hafi breytilegar þarfir. Stefnandi hafnar þeim skilningi. Ekki náðist að jafna umræddan ágrei ning í samstarfsnefndinni. Málsástæður og lagarök stefnanda : Stefnandi kveður s akarefnið varða túlkun á kjarasamningi. Um lögsögu Félagsdóm s vísa r stefnandi til 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 4 Stefnandi kveður s júkraliða á Hjúkrunar - og dvalarheimilinu Hl í ð og á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshl í ð starfa við hjúkrun og umönnun á þessum hjúkrunarheim ilum. Starf þeirra f alli hafi verið breytt með samkomulagi um breytingar og framlengingu á kjarasamningnum. Orðalagið að þessu leyti sé svo sk ýrt að enginn vafi get i verið uppi um túlkun þess. Þá telur stefnandi að ekki sé úr vegi að bera saman upprunalega orðalagið og hið breytta með samkomulaginu til staðfestu á því að gerðar hafi verið efnislegar breytingar á téðum skilgreiningum. Stefnandi bendir einnig á að honum vitanlega hafi ö nnur sveitarfélög og stofnanir framkvæmt téðar breytingar á kjarasamningi í samræmi við túlkun stefnanda, a.m.k. allt þar til áður um getið dreifibréf hafi verið sent út. Vegna dreifibréfs ins tekur stefnandi fram eftirfarandi: 1. sé rangt, eins og sjá m egi af samanburði eldri og yngri skilgreiningarinnar. 2. Viðsemjandi stefnanda sé sérhæfður aðili á sviði kjarasamningsgerðar. Sú f rumskylda hvíli á samningsaðilum að orða samningsákvæði eins skýrt og frekast sé unnt, þannig að ekki komi upp vafi síðar meir, eftir að greidd haf i verið atkvæði um viðkomandi kjarasamning. Stefnandi mótmælir fullyrðingum í dreifibréfinu um efni og markmi ð breytinga sem röngum. Þær fá i ekki með nokkru móti samrýmst orðalagi samkomulagins. Hafi hugsun viðsemjanda stefnanda verið einhver allt önnur en fram k omi í orðalagi ákvæðanna hefði honum verið í lófa lagið að orða þau öðruvísi. 3. Stefnandi kveðst mótmæ l a sérstaklega hugleiðingum í dreifibréfinu um að til grundvallar kjarasamningnum hafi legið sameiginlegt kostnaðarmat unnið af hagfræðingum beggja aðila. Hagfræðingi stefnanda hafi ekki verið veittur nægjanlegur aðgangur að launagögnum til að hann gæti la gt sjálfstætt mat á kostnaðinn. Hagfræðingur stefnanda hafi á einum tímapunkti átt í viðræðunum fund með hagfræðingi viðsemjanda þar sem hann hafi kynnt kostnaðarmat sitt 5 á tilboði viðsemjanda eins og það hafi legið fyrir þá án þess að gefa hagfræðingi ste fnanda færi á að framkvæma sjálfstætt kostnaðarmat á tilboðinu með því að veita nauðsynlegan aðgang að launagögnum. Fundurinn hafi ekki verið á vinsamlegum nótum. Því hafi þetta þ etta aldrei getað verið annað en kostnaðarmat viðsemjanda. Þetta komi fram í tölvup óstsamskipt um . Framangreindu til viðbótar ben dir stefnandi á að orðalagsbreytingar á starfslýsingum Sjúkraliða A og B hafi verið gerðar í lok viðræðna eftir að kostnaðarmat hagfræðings viðsemjanda hafi verið kynnt hagfræðingi stefnanda og kostnaðarma tið sem kynnt hafi verið á fundinum hafi því ekki tekið tillit til þeirra. Það sé ekki hlutverk hagfræðinga að gera kjarasamninga, né heldur að túlka þá. Kostnaðarmöt, sem þeir kunn i að gera, séu eftir atvikum á þeirra ábyrgð en get i ekki haft áhrif á túlk un skýrra og ótvíræðra samningsákvæða. 4. Í dreifibréfinu sé lýst margvíslegum sjónarmiðum, sem ekki kom i fram í kjarasamningnum. Við túlkun kjarasamninga sé grundvallaratriði að farið sé eftir orðanna hljóðan ákvæða ef unnt er, þar sem kjarasamningur sé háður atkvæðagreiðslu félagsmanna, sem legg i traust sitt á orðalag kjarasamninga en ekki einhverjar ytri forsendur. Um málskostnaðarkröfu sína vísar stefnandi til 130. sbr. 129. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Stefnandi h afi ekki frádráttarr étt vegna kostnaðar af virðisaukaskatti af aðkeyptri lögmannsþjónustu. Málsástæður og lagarök stefnda : Stefndi kveður það vera meginmálsástæð u sína fyrir sýknu kröfu, að starfandi sjúkraliðar á Öldrunarheimilum Akureyrar sem fall i undir starfsskilgrein inguna f.h. þeirra sveitarfélaga og annarra aðila sem það hefur samningsumboð fyrir og Sjúkraliðafélags Íslands skuli áfram raðast sem slíkir. Ekki hafi staðið til að breyta starfsheitum í þá veru að þau féllu eftirleiðis undir skilgreiningu starfsheitisins Sé nánari rökstuðningur fyrir því eftirfarandi . 6 Í kjaraviðræðum sem fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga, þau Sólveig B. Gunnars dóttir og Benedikt Þór Valsson, hafi átt við Kristínu Á. Guðmundsdóttur formann stefnanda og Gunnar Örn Gunnarsson framkvæmdastjóra hafi, auk margvígslegra atriða , verið rætt um röðun sjúkraliða eftir starfslýsingum m.t.t. röðunar í launaflokka. Meðal þeir ra breytinga sem sambandið hafi fallist á að gera á hafi verið að ekki yrði lengur gerður greinarmunur á umönnun heilabilaðra og þeirra sem væru ósjálfbjarga af öðrum ástæðum. Til grundvallar samþykkis sambandsi ns á framangreindri breytingu, sem sé orðlagsbreyting, hafi legið s ú ástæða að fulltrúar stefnanda hafi fullviss a ð viðsemjendur sína um að vistdeildir hjúkrunarheimila væru þær deildir þar sem umönnun væri almennt auðveldari en t.d. á þeim deildum þar sem meginþorri íbúa væri ósjálfbjarga, hvort heldur sem er vegna heilabilunar eða annarra ástæðna. Í því sambandi hafi vegið þ yngst það sjónarmið að ekki væri eðlismunur á því að annast einstaklinga sem væru ófærir um allar eða a.m.k. allflestar athafnir dagle gs lífs hvort heldur það væri vegna líkamlegra eða andlegra veikinda. Á því sé byggt að aldrei hafi staðið til að breyta starfsheitinu sjúkraliði A hvorki að eðli né inntaki. Það hafi verið sameiginlegur skilningur að sjúkraliðar sem sinntu umönnun íbúa á hefðbundnum dvalar - eða hjúkrunarheimilum, þ.e.a.s. þar sem aldraðir einstaklingar búa með breytilegar þarfir fyrir aðstoð og umönnun, skyldu áfram raðast sem sjúkraliðar A. Vegna þessa sameiginlega skilnings hafi þ að komið stefnda algjörlega í opna skjöld u er sjúkraliðar á öldrunarheimilum sveitarfélagsins, sem haf i alla tíð verið skilgreindir sem sjúkraliðar A og verið launaraðað sem slíkum, hafi krafist fjögurra launaflokka hækkunar enda hafi þeir samkvæmt nýgerðum kjarasamningi fallið undir skilgreining u samningsins á starfsheitinu sjúkraliði B. Nánari eftirgrennslan hafi leitt í ljós að krafa sjúkraliðanna hafi grundvallast á kynningu sem Gunnar Örn Gunnarson, framkvæmdastjóri stefnanda, hafi haldið fyrir félagsmenn um samninginn. Mun i hann hafa túlkað ákvæði 5. gr. samningsins sem breytti gr. 1.3.1 um launaröðun, starfsheiti og starfaskilgreingar svo fyrir félagsmenn sína að þeir sjúkraliðar sem hafi flokk a st sem sjúkraliðar A samkvæmt þágildandi kjarasamningi, ættu að flokkast sem sjúkraliðar B á grund velli nýgerða samningsins, með tilheyrandi launahækkunum. Hvers vegna fyrirsvarsmenn stefnanda hafi kom i st að þessari niðurstöðu um túlkun ákvæðisins sé stefnda með öllu fyrirmunað að skilja. Engar forsendur séu fyrir hendi, hvorki efnislegar né reikningsl egar, er gef i tilefni til slíkrar túlkunar. Kveðst 7 stefndi ekki geta varist þeirri tilhugsun í ljósi einarðrar afstöðu stefnanda í málinu að draga megi heilindi hans við gerð kjarasamningsins í efa. Öll áhersla sé lögð á að samskipti aðila í kjarasamningsf erli verð i að byggjast á trausti og gagnkvæmum skilningi og að samningsferlið sé með þeim hætti að talsverðar líkur séu á því að samningar náist. Eftiráskýringar, mistúlkanir og einhliða framganga eins og stefnandi h afi haft í frammi, stang i st augljóslega á við þann megintilgang, eins og sýnt h a f i verið fram á með bréfum um túlkun og útreikninga á áhrifum samningsins og með því að leggja drög að málshöfðun áður en samningsbundnar leiðir væru reyndar. Það renni frekari stoðum undir þetta sjónarmið að hinn 3. apríl 2014 hafi þau Kristín Á. Guðmundsdóttir og Gunnar Örn Gunnarsson undirritað sérákvæði með kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sjúkraliðafélags Íslands við Garðabæ. Samkvæmt samkomulaginu skyldu sjúkraliðar sem störfuðu á hjúkrunarheimi linu Ísafold sem sjúkraliðar A eftirleiðis raðast sem sjúkraliðar B í launaflokk 213. Slíkt hafi verið nauðsynlegt enda um tilflutning að ræða milli starfsheita án stoðar í kjarasamningi. Það atriði sem öllu máli skipti fyrir þessa umfjöllun sé að stefnand i hafi talið þörf á sérstakri bókun um að sérákvæðið héldi á meðan hann staðhæfi núna að samið hafi verið um það sama og sérákvæðið kveð i á um. Alkunna sé að til grundvallar öllum kjarasamningum liggi svokallað kostnaðarmat og séu engar undantekningar frá því . Svo hafi einnig verið í þessu tilviki sem hér um ræðir. Til upplýsingar tek ur stefndi fram að kjarasvið sambandsins hafi sen t launagögn sveitarfélaga (RVK - borg ekki meðtalin) vegna félagsmanna stefnanda til BSRB hinn 25. ágúst 2014. Gögnin hafi verið afhent á grundvelli samkomulags sambandsins og bandalag stéttarfélaga, þ.m.t. BSRB, sem undirritað hafi verið 21. febrúar 2011. Í umræddu samkomulagi sé kveðið á um í 2. gr. að gögn frá sveitarfélögum með færri en 10 félagsmenn séu ekki afhent til bandalag a stéttarfélaga. Af þessum sökum séu gögnin, sem send hafi verið til BSRB hinn 25. ágúst 2014, með færri félagsmönnum en sá grunnur sem notaður hafi verið á kjarasviði sambandsins til að kostnaðarmeta breytingar á hlutaðeigandi kjarasamningi. Þegar fulltrú um stefnanda hafi verið gert þetta ljóst hafi orðið samkomulag um að fulltrúi félagsins, Gunnar Gunnarsson, hagfræðingur, fengi að sjá gögn og útreikninga kjarasviðs sambandsins. Hinn 30. september 2014 hafi Benedikt Þór Valsson sent töflureikni til fyrirs varsmanna stefnanda, þeirra Kristínar Á. Guðmundsdóttur og Gunnars Arnar Gunnarssonar með reikningslegum upplýsingum varðandi kostnaðarmat kjarasamningsins. Helstu upplýsingar sem þar kom i fram séu að á gildistíma 8 samningsins sem hafi verið til 9 mánaða sk yldu laun félagsmanna innan stefnanda hækka um 7,5%. Fyrir ligg i að Gunnar Örn Gunnarsson hafi sen t upplýsingarnar áfram til nafna síns Gunnars Gunnarssonar sama dag. Í svarbréf i hans dags. 2. október sama ár k omi fram að hann telji sig ekki hafa nægar upp lýsingar til að leggja mat á kostnaðarmat sambandsins. Vegna þessa hafi aðilar ákveðið á hittast á fundi til að fara yfir upplýsingarnar. Fundurinn hafi farið fram í húsakynnum sambandsins 8. október 2014. Á fundinum hafi Gunnar ekki gert ágreining um niðu rstöðu kostnaðarmatsins. Hafi hann s pur t sérstaklega hvort matið fæli í sér að sjúkraliðar A, samkvæmt skilgreiningu viðeigandi kjarasamnings, yrðu færðir í sama launaflokk og sjúkraliðar B. Hafi honum verið tjáð að ekki yrði reiknað með í kostnaðarmatinu að sjúkraliðar A yrðu færðir í sama launaflokk og sjúkraliðar B. Tilboð sambandsins um endurnýjun kjarasamnings aðila væri byggt á tilgreindu kostnaðarmati sem fæli í sér 7,5% hækkun á meðalkaupi sjúkraliða starfandi hjá sveitarfélögum reiknað á grundvelli gagnagrunns sambandsins . Í tölvubréfi sem Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri stefnanda hafi sent fulltrúum sambandsins og formanni stefnanda, dags. 13. október 2014 , segi orðrétt: Gunnar Gunnarsson hagfræðingur hefur hitt Benedikt til að fara yfir það Að mati stefnda get i þetta ekki orðið skýrara. Hvernig hagfræðingurinn eða fyrirsvarsmenn stefnanda hafi túlk a ð samskiptin sé stefnda með öllu óviðkomandi. Hið sama gildi um þá fullyrðingu stefnanda að fundurinn hafi ekki verið á vinsamlegum nótum. Það sem öllu máli skipti fyrir stefnda sé að kostnaðarmatið , sem Benedikt Þór hafi unnið og sem stefnandi h afi lag t blessun sína yfir , hafi verið lagt til grundvallar. Með öðrum orðum, stefndi hafi mátt treysta því að stuðst yrði við þær tölulegu forsendur sem fram hafi kom ið í kostnaðarmatinu og að um endanlegar tölur yrði að ræða. Að mati stefnda hafi stefnan da að sjálfsögðu verið í lófa lagið að gera athugasemdir eða mótmæla einstökum tölulegum forsendum kostnaðarmatsins. Staðreyndin sé sú að engra gagna n jóti við um að hann hafi gert slíkt. Stoð i ekki fyrir stefnanda að bera reynsluleysi fyrir sig í þessu sa mbandi enda h afi hann á að skipa einstaklingum sem haf i margra áratuga reynslu af öllu sem viðk omi kjarasamningsviðræðum. Þegar af þeirri ástæðu sé sú lýsing sem fram k omi í stefnu á vinnslu kostnaðarmatsins og samskiptum því tengdu með öllu ósönnuð. Að sa ma 9 skapi ber i að leggja til grundvallar að aðilar hafi orðið ásáttir um að engar greiðslur ættu að fylgja orðalagsbreytingu starfsskilgreininga. Með öðrum orðum, ekki hafi verið gert ráð fyrir að mælanlegur tilflutningur yrði milli starfsheitanna í kjölfar samningsins. Máli sínu til frekari stuðnings bendir stefndi á, að ef fallist yrði á kröfur stefnanda, yrði sú staða uppi að starfsheitið sjúkraliði A hækkaði um rúmlega 13% samkvæmt nýgerðum kjarasamningi. Sú hækkun yrði í algjöru ósamræmi við það kostna ðarmat sem aðilar hafi samþykkt sín á milli enda aldrei gert ráð fyrir þeim 35 milljónum króna kostnaðarauka á ársgrundvelli sem fjöldatilflutningur á milli starfsheita myndi hafa í för með sér. Öll sanngirnis - og skynsemisrök mæl i gegn því að stefndi verð i látinn bera slíkan aukakostnað. Loks kveðst stefndi b ygg ja á því að sú meginregla sé við lýði, að umönnunarstörf sem almennir sjúkraliðar gegn i á hjúkrunar - og dvalarheimilum víðs vegar um landið, þ. á m. hjá stefnda, flokk i st samkvæmt starfsskilgreinin gu kjarasamnings sem sjúkraliði A. Engin stefnubreyting hafi átt sér stað varðandi það fyrirkomulag með nýgerðum kjarasamningi. Lögð sé áhersla á að munurinn á starfsheitunum sjúkraliði A og sjúkraliði B samkvæmt skilgreiningu í kjarasamningi, og þá um lei ð launaröðun, helg i st alfarið af þeirri sérstöðu, þ.e. eðli þeirrar umönnunar, sem sjúkraliðar B sinn i og ástæða hafi þótt að taka sérstaklega tillit til við ákvörðun launa. Sé hér átt við sjúkraliða sem starf i á alzheimerdeildum, öðrum heilabilunardeildum eða deildum þar sem meginþorri íbúa sé ósjálfbjarga í flestum afhöfnum daglegs lífs. Um þennan greinarmun h afi ekki verið deilt enda talið eðlilegt og sanngjarnt að þeir sjúkraliðar hverra starf krefst líkamlegs erfiðis við umönnun og aðhlynningu skjólstæ ðinga, njóti hærri launa en þeir sjúkraliðar sem sinna auðveldari umönnun. Á Öldrunarheimilum Akureyrar séu stöðugildi sjúkraliða 61, þar af séu stöðugildi sjúkraliða A 54. Samkvæmt starfslýsingu fyrir sjúkraliða séu helstu þættir starfsins m.a. að vinna samkvæmt Eden hugmyndafræðinni. Að meginefni g angi hugmyndafræðin út á að uppræta einmanaleika, vanmátt og leiða meðal íbúa og um leið auka lífsgæði þeirra. Jafnframt að sjá um að hver og einn íbúi fái aðhlynningu eftir þörfum, leiðbeiningar og örvun til s jálfshjálpar. Öll aðstoð þ urfi að einkennast af hvatningu og skilningi. Þá sé lögð áhersla á að hver íbúi hjálpi sér sjálfur eftir getu og nýti sér það sem í boði er til örvunar, s.s. leikfimi, föndur, spil, leiki, samveru, göngu og fleira sem býðst hverju sinni. Svo sem framangreind upptalning ber i skýrlega með 10 sér séu starfsaðstæður sjúkraliða á Öldrunarheimilum Akureyrar ekki þess eðlis að störfin skuli njóta sérstöðu í skilningi kjarasamnings og að taka þurfi sérstaklega tillit til þeirra við ákvörðun l auna. E ðli og inntak mikils meirihluta starfa f alli ekki undir skilgreiningu starfsheitisins sjúkraliði B. Þá kveðst stefndi telja ekki síður mikilvægt fyrir þessa umfjöllun að stefnandi h afi sjálfur viðurkennt að félagsmenn hans í störfum hjá stefnda sku li ekki njóta neinnar sérstöðu. Með öðrum orðum, stefnandi h afi sjálfur talið að þeir skuli raðast sem sjúkraliðar A og njóta kjarasamningsbundinna starfskjara sem slíkir. Haldi stefnandi sig við þá túlkun, að í umræddri orðalagsbreytingu á gr. 1.3.1 kjara samnings hafi falist sá fjöldatilflutningur á milli starfsheita, sem óhjákvæmilega mun i eiga sér stað verði kröfur stefnanda viðurkenndar, blasi við sá raunveruleiki að sjúkraliðar B hafi enga sérstöðu lengur og að ekki þurfi að taka sérstakt tillit til st arfa þeirra við ákvörðun launa. Kveður stefndi að s amkvæmt framansögðu ber i að sýkna stefnda af öllum dómkröfum stefnanda. Um málskostnaðarkröfu sína vísa r stefndi til 130. gr. sbr. 129 gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Forsendur og niðursta ða: Mál þetta á undir Félagsdóm skv. 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Deiluefni málsins er það hvort sjúkraliðar, sem eru félagsmenn stefnanda og starfsmenn stefnda, sem starfa á Hjúkrunar - og dvalarheimilin u Hlíð og á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshl í ð á Akureyri , skuli teljast vera sjúkraliðar A eða sjúkraliðar B skv. grein 1.3.1 í kjarasamningi stefnanda og Sambands íslenskra sveitarfélaga eins og henni var breytt með 5. gr. samkomulags frá 23. október 2014 u m breytingar og framlengingu kjarasamnings ins. Framangreindum ákvæðum er lýst hér að ofan, en ljóst er að verulegar breytingar voru gerðar á því hvernig störf sjúkraliða A og sjúkraliða B eru skilgreind. Stefnandi byggir málatilbúnað sinn einkum á því a ð skýra beri hin umdeildu ákvæði samkvæmt orðanna hljóðan. Ljóst sé að starfsmenn stefnda og félagsmenn stefnanda, sem vinna á þeim heimilum stefnda sem lýst er í dómkröfum, falli undir skilgreiningu á sjúkraliða B og beri því að greiða þeim laun skv. því. 11 Stefndi vísar til þess að sameiginlegur skilningur aðila kjarasamningsins hafi aðeins verið sá að gera nokkrar orðalagsbreytingar sem hafi aðeins miðað að því að gera ekki lengur greinarmun á launum þeirra sjúkraliða sem annast um aldraða sem eru ósjálfb jarga vegna heilabilunar annars vegar og vegna líkamlegrar vanheilsu hins vegar. Þá hefur stefndi vísað til þess að fram hafi komið í kjarasamningsviðræðum að breytingar á skilgreiningum á sjúkraliða A og sjúkraliða B mynd u litlu breyta og aðeins örfáir st arfsmenn myndu færast milli flokka. Stefndi kveður jafnframt að í kostnaðarmati vegna umræddra breytinga hafi ekki verið gert ráð fyrir tilfærslum milli A og B flokka sjúkraliða að neinu marki. Samkvæmt framansögðu skiptast sjúkraliðar í A og B flokka skv . umræddum ákvæðum kjarasamningsins. Stefndi hefur ekki byggt á því að sjúkraliðar þeir sem um ræðir í málinu starfi á vistdeildum hjúkrunarheimila, en fram kom í framburði vitnisins Halldórs Sigurðar Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyr ar, að þar eru ekki skilgreindar sérstakar vistdeildir. A ð þessu frágengnu geta sjúkraliðar sem starfa á framangreindum hjúkrunarheimilum stefnda ekki fallið undir neinn af öðrum flokkum sem lýst er í A flokki sjúkraliða í kjarasamningsákvæðinu, en ekki er um að ræða starfsmenn í félagsþjónustu , dagvist aldraðra, sambýli fyrir fatlaða eða annað sem lýst er í A flokki í umræddri grein kjarasamningsins. Í framburði nefnds Halldórs Sigurðar Guðmundssonar kom fram að á Öldrunarheimilum Akureyrar starfa 104 sta rfsmenn sem sjúkraliðar. Þar af eru 86 sjúkraliðar sem starfa við hjúkrun eða umönnun aldraðra á hjúkrunardeildum eða hjúkrunarheimili, en allir hafa þeir starfað sem sjúkraliðar í A flokki. Þeim til viðbótar eru 8 sjúkraliðar sem starfa á sérstakri deild fyrir heilabilaða, en þeir hafa verið í sjúkraliðaflokki B , en ekki er önnur deildaskipting fyrir hendi . Stefndi byggir á því að þrátt fyrir þetta beri ekki að fella umrædda sjúkraliða í B flokk, enda hafi aðeins verið um að ræða orðalagsbreytingu sem ek ki hafi verið ætlað að hafa önnur áhrif en þau að sjúkraliðar sem sinna fólki sem er ósjálfbjarga vegna líkamlegrar vanheilsu njóti ekki lakari kjara en þeir sem sinna fólki sem er ósjálfbjarga vegna heilabilunar. Þá hafi ekki verið gert ráð fyrir kostnaða rauka vegna þessara breytinga í kostnaðarmati vegna kjarasamningsins. Ekki sér þess stað í umræddum breytingum að þeim hafi ekki verið ætlað að hafa önnur áhrif en stefndi vill meina. Þvert á móti verður ekki betur séð en að verulegar breytingar hafi verið gerðar á ákvæðunum, en sem víkja þó ekki sérstaklega að þeim tilgangi sem stefndi kveður vera þann sem hafi verið að baki. Hafi tilgangur samningsaðila með 12 breytingunum verið sá sem stefndi kveður var rík ástæða til að kveða nánar um það og láta það koma skýrt fram í ákvæðum kjarasamningsins, en í framburði vitnisins Sólveigar Bachmann Gunnarsdóttur lögfræðings kom fram að breytingar á þessum ákvæðum voru ræddar dögum saman á samningafundum. Túlkun stefnda á sér ekki stoð í ákvæðum kjarasamningsins sjálfs. Myndi hún leiða til þess að sjúkraliðar á hjúkrunarheimilum, sem eru sjúkraliðar B skv. ákvæðunum, yrðu ýmist raðaðir sem sjúkraliðar A eða B , án þess að það ætti sér stoð í ákvæðum samningsins . Það er ósannað að mati dómsins að framangreindum breytingum hafi aðeins verið ætlað að hafa þau takmörkuðu áhrif sem stefnd i kveður hafa verið ætlunina. Vegna röksemda stefnda um kostnaðarmat vegna kjarasamningsins er þess að geta að ekki hefur verið leitt í ljós að um hafi verið að ræða kostnaðarmat sem unnið ha fi verið sameiginlega af samningsaðilum, heldur hefur þvert á móti komið fram að kostnaðarmatið var unnið af hálfu hagfræðings Sambands íslenskra sveitarfél a ga og að hagfræðingur stefnanda hafi haft mjög takmarkaða aðkomu að því. Þá hefur komið fram að ekk i hafi verið leitað eftir því sérstaklega að taka tillit í kostnaðarmatinu til þess kostnaðarauka sem af breytingunum gætu hlotist. Verður að leggja til grundvallar að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi ekki sérstaklega kannað hjá sveitarfélögum hvaða áh rif breytingarnar myndu hafa, en í framburði vitnisins Benedikts Þórs Valssonar hagfræðings kom fram að kostnaður allra sveitarfélaga á landinu yrði að líkindum um 35 milljónir króna á ári. Við þessar aðstæður telur dómurinn ekki fært að grundvalla skýring u á ákvæðum kjarasamningsins á kostnaðarmatinu. Samkvæmt orðanna hljóðan er ljóst að þeir sjúkraliðar sem um ræðir í málinu vinna störf sem falla í flokk B í grein 1.3.1 eins og henni var breytt samkvæmt framansögðu. Það er álit dómsins að stefndi hafi ek ki sýnt fram á að þrátt fyrir þetta hafi breytingunum ekki verið ætlað að hafa áhrif samkvæmt orðalagi sínu, en hér er til þess að líta að mikilvægt er að þeir sem greiða atkvæði um kjarasamning geti treyst því að efni hans sé það sem ráðið verður af skýru orðalagi. Má hér jafnframt líta til þeirrar meginreglu sem birtist í 10. gr. l a ga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna um að kjarasamningar skuli vera skriflegir, en af því leiðir að greini aðila um efni kjarasamnings skuli hinn ritaði texti lagður til grundvallar. Verður samkvæmt framansögðu fallist á kröfur stefnanda í málinu. Rétt er að stefndi greiði stefnanda málskostnað og er hann ákveðinn kr. 400.000. 13 D ó m s o r ð: V iðurkennt er að starfandi sjúkraliðar á Hjúkrunar - og d valarheimilinu Hlíð og á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshl í ð á Akureyri fall a samkvæmt grein 1.3.1 í kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd þeirra sveitarfélaga og annarra aðila s em það hefur samningsumboð fyrir, þar á meðal Akureyrarbæ, eins og greininni var breytt með 5. gr. samkomulags þessara aðila dagsettu 23. október 2014. Stefndi, Akureyrarbær, greiði stefnanda, Sjúkraliðafélagi Íslands, kr. 400.000 í málskostnað . Sigurður G. Gíslason Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Gísli Gíslason Bergþóra Ingólfsdóttir