FÉLAGSDÓMUR Úrskurður fimmtudaginn 25. mars 20 21 . Mál nr. 16 /20 20 : Sjómannafélag Íslands, fyrir hönd Berglindar H. Hallgrímsdóttur, Ingibjargar Sveinsdóttur, Írisar Eirar Jónsdóttur og Páls Eiríkssonar . ( Haukur Örn Birgisson lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins, fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar, vegna Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. ( Jón Rúnar Pálsson lögmaður) og S jómannafélaginu Jötni ( Oddur Ástráðsson lögmaður) Úrskurður Félagsdóms Mál þetta var tekið til úrskurðar 23. febrúar sl. Mál ið úrskurða Sigurður G. Gíslason , Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson , Hafsteinn Þór Hauksson og Valgeir Pálsson . Stefnandi er Sjómannafélag Íslands, Skipholti 50d í Reykjavík, fyrir hönd Berglindar H. Hallgrímsdóttur Faxastíg 9 Vestamannaeyjum, Ingibjargar Sveinsdóttur Vestamannabraut 71 Vestmannaeyjum , Írisar Eirar Jónsdóttur Hásteinsvegi 64 Vestamannaeyjum og Páls Eiríkssonar Hrauntúni 1 Vestamannaeyjum . Stefndi er Samtök atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykja vík, f.h. Samtaka ferðaþjónustunnar, Borgartúni 35 í Reykjavík, vegna Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. , Básaskersbryggju í Vestmannaeyj um , og Sjómannafélagi ð Jöt unn , Heiðarvegi 9b í Vestmannaey jum . Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess aðallega að viðurkennt verði með dómi að kjarasamningur milli stefnda Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. og stefnda Sjómannafélagsins Jötuns, sem undirritaður var þann 11. febrúar 2020, sé ekki í gildi. Stefnandi krefst þess til vara að ákvæði greinar 5. 3 í kjarasamningi stefnda Vestmannaeyjafer j unnar Herjólfs ohf. og stefnda Sjómannafélagsins Jötuns, sem undirritaður var þann 11. febrúar 2020, verði fellt úr gildi með dómi. Í öllum tilfellum krefst stefnandi þess að stefndu greiði stefnanda in solidum má lskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins. Dómkröfur stefndu 2 Stefndi , Samtök atvinnulífsins , krefst þess a ð ö llum kröfum stefnanda verði vísað frá Félagsdómi og stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar til stefnda að mati 2 réttarins . Til vara kr efst hann þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar til stefnda að mati réttarins . 3 Stefndi, Sjómannafélagið Jötunn, krefst þess aðallega að öllum kröfum stefnanda á hendur honum verði vísað frá Félagsdómi. Til vara krefst hann þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati Félagsdóms. Málavextir 4 Stefnan di hefur starfað sem stéttarfélag sjómanna um áratugaskeið en he fur starfað á landsvísu frá árinu 2007. 5 Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. var stofnað í júní 2018. Tilgangur félagsins er að halda utan um ferjurekstur milli lands og E yja. Með sérstökum þjónustusamningi milli ríkisins og Vestmannaeyjabæjar 16. maí 2018 f ékk bæjarfélagið heimild til að stofna sérstakt félag um rekstur samningsins, sem það gerði. Þjónustusamningurinn var gerður í aðdraganda komu nýrrar ferju sem leysa átti eldra skip a f hólmi. Í þjónustusamningnum var sérstaklega tekið á skipulagi vakta og siglingakerfi. 6 Eimskipafélagið hafði áður verið rekstraraðili ferjunnar en eftir ákvörðun stjórnvalda um að Vestmannaeyjabær tæki yfir rekstur nýrrar ferju sagði Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. allri áhöfninni upp störfum. Í kjarasamningi sem stefndi, Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar, vegna Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. gerði 8. september 2014 við stefnanda kom fram að samningurinn gilti meðan Eimskipafélagið sæi um rekstur ferjunnar. 7 Í lok árs 2019 óskaði stefndi, Sjóm annafélagið Jötunn eftir því að hið opinbera hlutafélag gerði kjarasamning við stéttarfélagið. Í ársbyrjun 2020 ákváðu stefndu að taka upp viðræður um gerð kjarasamnings vegna nýs Herjólfs og var Sjómannasamband Íslands (SSÍ) aðili að þeim viðræðum, en Sjómannafélagið Jötunn er aðili að þeim samtökum. Þann 11. febrúar 2020 var undirritaður kjarasamningur stefndu um kaup og kjör bryta, bátsmanna, háseta og þerna á Herjólfi með gildistíma frá undirritun til 1. nóvember 2022. Í grein 5.3 segir meðal annars: meðlimir Sjómannafélagsins Jötuns hafa forgangsrétt til þeirra starfa á skipinu er 8 Stefnandi leitaði nokkrum sinnum eftir því við stefnda, Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar, vegna Vestmanna eyjaferjunnar Herjólfs ohf. að gengi ð yrði til kjarasamningsviðræðna. Ekki var orðið við því og leitaði því stefnandi til ríkissáttasemjara. Þann 10. júní 2020 boðaði ríkissáttasemjari fulltrúa Samtaka atvinnulífsins og Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á fund eftir að stefn andi hafði óskað eftir samningafundi hjá embættinu vegna kjarasamningsgerðar fyrir undirmenn á Herjólfi. Á fundinum mun fulltrúum stefn anda hafa verið gerð grein fyrir þeirri afstöðu stefnda Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Sam taka ferðaþjónustunnar, vegna Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. að engir kjarasamningar væru í gildi milli aðila 3 málsins. Á öðrum fundi hjá ríkissáttasemjara 16. júní 2020 mun stefn di hafa ítrekað að hann ætti ekki í kjaradeilu við stefn anda vegna undir manna á ferjunni. Hins vegar væri í gildi kjarasamningur milli stefndu . Fulltrúi stefn anda mun þá hafa lýst því yfir að viðræður hefðu reynst árangurslausar. 9 Í ljósi árangurslausra viðræðna boðaði stefnandi til vinnustöðvunar sem var samþykkt af hálfu fél agsmanna um borð í Herjólfi þann 25. júní 2020. Ágreiningur vegna boðaðra vinnustöðvana rataði inn á borð Félagsdóms í málinu nr. 10/2020, en málið var höfðað af Samtökum atvinnulífsins, f.h. Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. gegn stefnanda til viðurken ningar á því að boðuð vinnustöðvun væri ólögmæt. Í málinu var stefnda Sjómannafélaginu Jötni stefnt til réttargæslu. 10 Félagsdómur kvað upp dóm þann 6. júlí 2020 og komst að þeirri niðurstöðu að stefnandi væri sýkn af kröfum stefnda Samtaka atvinnulífsins fy rir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar vegna Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf . og fyrirhuguð vinnustöðvun væri því lögmæt. Þá var viðurkennt að stefnandi færi með samningsaðild fyrir tilgreinda félagsmenn sína um borð. 11 Í kjölfar dóms Félagsdóms og stuttra vinnustöðvana félagsmanna stefnanda hófust viðræður milli stefnanda og stefnda Samtaka atvinnulífsins, f.h. Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. Var undirrituð viðræðuáætlun, þar sem kveðið var á um að viðræðum aðila skyldi lokið samkvæmt henni fyrir 17. á gúst 2020. Það náðist ekki og var málinu vísað til ríkissáttasemjara , en þeim viðræðum var síðar frestað vegna fjárhagsstöðu fyrirtækisins. 12 Í lok ágúst 2020 var öllum starfsmönnum Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. sagt upp störfum með hópuppsögn. Ástæða hópuppsagna voru rekstrarerfiðleikar og endurskipulagning vegna fækkunar farþega og þar með sértekna. 13 Í lok nóvember 2020 var gengið frá nýjum þjónustusamningi við ríkið og voru í kjölfarið all ir fastráðn ir starfsmenn um borð í skipinu endurráðnir . 14 Við málflutning um frávísunarkröfur stefndu 23. febrúar 2021 upplýsti lögmaður stefnanda um breytta aðild að málinu, þar sem að félagsmönnum í stefnanda sem standi að málsókninni hafi fækkað. Eftirtaldir aðilar standa nú að málsókninni: Berglind H. Hallgrí msdóttir, Ingibjörg Sveinsdóttir, Íris Eir Jónsdóttir og Páll Eiríksson. Málsástæður og lagarök stefnanda 15 Stefnandi kveður mál þetta lagt fyrir Félagsdóm með vísan til 1. og 2. tölul. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Málið v arð i gildi kjarasamnings stefndu í milli og þýðingu samningsins gagnvart félagsmönnum stefnanda. Ljóst sé að gildi samningsins h afi veruleg áhrif á störf félagsmanna stefnanda um borð í skipinu Herjólfi og þeir haf i verulega hagsmuni af því að fá úr því sk orið hvort meintur kjarasamningur bindi þá með einhverjum hætti. H a f i þetta 4 sérstakt vægi í ljósi þess að nú h a f i stefndi Herjólfur sagt upp öllu starfsfólki um borð, sem fel i í sér að félagsmenn stefnanda stand i höllum fæti gagnvart félagsmönnum stefnda J ötuns þegar kemur til endurráðninga um borð. 16 Stefnandi byggir á því að félagið teljist réttur aðili til þess að semja um kaup og kjör félagsmanna sinna um borð í Herjólfi, sbr. 5. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Þetta h a f i fengist staðfest með dóm i Félagsdóms frá 6. júlí sl. í máli nr. 10/2020 og kveður stefnandi að þetta ætti að vera óumdeilt í málinu. 17 Stefnandi kveðst aðallega krefjast þess að viðurkennt verði með dómi að kjarasamningur stefndu, sem undirritaður var þann 11. febrúar 2020, sé ekki í gildi. 18 Stefnandi kveður aðalkröfu sína byggja á því að kjarasamningurinn hafi ekki öðlast gildi vegna fyrirvara í samningnum sjálfum. Kjarasamninga, líkt og aðra samninga, þurfi að samþykkja svo að þeir öðlist gildi milli samningsaðila. Vísar stefnandi til þess að í 3. mgr. 5. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur komi fram að kjarasamningar gildi frá undirskriftardegi sé ekki um annað samið. Telur stefnandi að k jarasamningur stefndu, sem lagður var fram á fundi ríkissáttasemjara þann 16. júní sl., be r i með sér að hann hafi verið undirritaður þann 11. febrúar 2020. Kjarasamningurinn hafi á hinn bóginn verið undirritaður með fyrirvara um gildistöku hans, sbr. 10. gr. samningsins, u um samning þennan skal vera lokið innan tveggja vikna frá undirritun og tilkynna skal um niðurstöðu hennar um leið og hún liggur hafi ekki átt að öðlast gildi fyrr en hann hafi verið staðfestur í atkvæðagreiðslu. 19 Ste fnandi kveðst byggja á því að framangreind atkvæðagreiðsla um samninginn hafi aldrei farið fram. Félagsmenn stefnanda um borð í skipinu hafi t.a.m. ekki vitað af viðræðum stefndu og þeim aldrei verið gert viðvart um það að búið væri að semja um kaup og kjö r þeirra um borð í Herjólfi. Þá b endir stefnandi á að stefndi , Sjómannafélagið Jötunn , hafi ekki upplýst um það hverjar niðurstöður meintrar atkvæðagreiðslu hafi verið eða hvernig samningurinn hafi verið kynntur í kjölfar undirritunar hans þann 11. febrúar 2020. Byggir stefnandi á því að engin kynning hafi farið fram á samningnum og að umrædd atkvæðagreiðsla hafi aldrei farið fram. 20 Stefnandi vísar til þess að undir rekstri máls nr. 10/2020 fyrir Félagsdómi hafi stefnandi skorað á báða stefndu þessa máls, se m einnig voru aðilar að málinu nr. 10/2020, að leggja fram upplýsingar eða gögn um annars vegar kynningu kjarasamningsins og hins vegar um atkvæðagreiðsluna , en ekki hafi ve ri ð brugðist við þessari áskorun af hálfu þeirra. Stefnandi byggir á því að hægur l eikur hefði átt að vera fyrir stefndu að sýna fram á þessi gögn þar sem sérstök kjörstjórn starf i innan stefnda , Sjómannafélagsins Jötuns, sem h a f i það hlutverk að annast stjórn atkvæðagreiðslna um kjarasamninga, sbr. 18. gr. laga félagsins. Stefnandi telu r ástæðu þess að engin gögn voru lögð fram vera þá að hvorki hafi farið fram kynning á samningnum né atkvæðagreiðsla. Með vísan til þess að engar upplýsingar liggi fyrir 5 um kynningu og atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn, sem undirritaður var þann 11. febrú ar 2020, telur stefnandi að ekki verði hjá því komist að ætla að sá sérstaki fyrirvari sem gerður var í 10. gr. samningsins hafi aldrei verið uppfylltur. Af þeim sökum hafi kjarasamningurinn aldrei öðlast gildi og því beri að fallast á kröfu stefnanda um v iðurkenningu þess efnis. 21 Stefnandi byggir á því að í ljósi þess að honum hafi verið neitað um gerð kjarasamnings um störf félagsmanna sinna um borð í Herjólfi á grundvelli þess að fyrir liggi annar kjarasamningur um sömu störf, liggi fyrir að stefnandi og félagsmenn hans hafi verulega lögvarða hagsmuni af því að fá úr því skorið hvort umræddur kjarasamningur sé í gildi eða ekki. 22 Verði ekki fallist á aðalkröfu stefnanda, kveðst stefnandi gera þá kröfu til vara að ákvæði greinar 5.3 í kjarasamningi stefnda He rjólfs og stefnda Jötuns, sem undirritaður var þann 11. febrúar 2020, verði fellt úr gildi með dómi. 23 Umrætt ákvæði greinar 5.3 í kjarasamningnum kveð ur efnislega á um það að félagsmenn í stefnda Jötni hafi forgang til starfa um borð í Herjólfi, bæði hvað v arðar nýráðningar og þegar kemur að uppsögnum. Þetta leiði til þess að mati stefnanda að félagsmenn stefnanda stand i félagsmönnum stefn d a , Sjómannafélagsins Jötuns , aftar þegar kemur að mannabreytingum um borð í skipinu. Stefnandi byggir á því að stefndu g eti ekki samið sín á milli um störf undirmanna um borð í Herjólfi þannig að félagsmenn stefnda Jötuns njóti forgangsréttar sem á sama tíma skerði rétt annarra. 24 Stefnandi byggir á því að stefndi Jötunn hafi ekkert umboð haft til þess að semja um kaup og kjö r undirmanna um borð í Herjólfi. Vísar stefnandi til þess að í 1. mgr. 5. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur segi að stéttarfélög séu lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör meðlima sinna. Í umræddu tilviki hafi hins vegar einungis tveir af 23 undi rmönnum um borð í Herjólfi verið félagsmenn í stefnda Jötni á meðan 21 hafi verið félagsmaður í stefnanda. Langstærsti hluti umræddra undirmanna hafi því verið félagsbundinn stefnanda og h a f i þessir starfsmenn beinlínis sagt sig úr félagi við stefnda Jötunn árið 2014 til þess að gerast félagsmenn í stefnanda. Með þeirri aðgerð hafi starfsmennirnir beinlínis hafnað því að stefndi Jötunn hefði heimild til þess að semja um kjör fyrir þeirra hönd. 25 Að mati stefnanda felst k jarni félagafrelsis skv. 74. gr. stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, ekki aðeins í rétti til að vera félagsmaður í félagi, heldur einnig í því að taka þátt í starfsemi félags, þ.m.t. með því að fela stéttarfélagi sínu umboð til þess að gera kjarasamning. Það liggur að mati stefnanda í augum uppi að ef starfsfólkið hefði talið sig eiga samleið með stefnda Jötni og vildi að félagið semdi fyrir þeirra hönd, þá hefði það haldið áfram félagsþátttöku sinni í stefnda. Þetta ha fi báðum stefndu verið fullljóst. Engu að síður hafi stéttarfélagið hafið viðræður við stefnda Herjólf, á sama tíma og stefnandi hafi ítrekað óskað eftir samningsviðræðum fyrir hönd sinna félagsmanna. 6 26 Kjarasamningur bindi almennt séð einungis þá starfsmen n sem eru félagsmenn í því stéttarfélagi sem er aðili að viðkomandi kjarasamningi, sbr. 1. mgr. 3. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Þá segi í 7. gr. sömu laga að samningar einstakra verkamanna við atvinnurekendur séu ógildir að svo miklu leyti, sem þeir fara í bága við kjarasamning stéttarfélags við atvinnurekandann. Leiðir þetta að mati stefnanda til þess að starfsmenn fyrirtækis geti samið um eigin kjör, svo fremi sem þau kjör eru ekki lakari heldur en kveðið er á um í kjarasamningnum. Að þessu le yti geti félagsmenn stefnanda ekki talist bundnir af ákvæðum kjarasamnings stefndu. Frá þessu sé þó þýðingarmikil undantekning, svo sem í þeim tilvikum þegar samið er um forgangsréttarákvæði í kjarasamningum sem bindi ekki aðeins hendur samningsaðila heldu r einnig þeirra sem standa utan samninganna. 27 Telur stefnandi því ljóst að grein 5.3 í kjarasamningi stefndu hafi veruleg áhrif á stöðu félagsmanna stefnanda, án þess þó að þeir hafi haft nokkra aðkomu að samningu ákvæðisins. Telur stefnandi þetta hafa sérs taka og aukna þýðingu í ljósi þess að nú h a f i stefndi Herjólfur sagt upp öllu starfsfólki um borð og muni félagsmenn stefnda Jötuns því njóta forgangs þegar kemur til endurráðningar. 28 Sú einkennilega staða sé því komin upp í málinu að stéttarfélag, sem hafi kom ið fram fyrir hönd tveggja af 23 undirmönnum um borð og hafi beinlínis verið svipt samningsumboði sínu af meirihluta undirmanna, h a f i samið við atvinnurekandann um forgang sinna örfáu félagsmanna um borð í skipinu. 29 Stefnandi byggir á því að umræddur kjarasamningur hafi verið gerður í þeim eina tilgangi að útiloka stefnanda frá kjarasamningsviðræðum og þvinga undirmenn um borð í Herjólfi til þess að gerast meðlimir í stefnda Jötni. 30 Stefnandi telur að stefndi Herjólfu r hafi vísvitandi dregið samningaviðræður á langinn til þess að útiloka stefnanda frá viðræðunum. Kveður stefnandi þá ályktun ekki síst dregna af þeirri staðreynd að nú sé ljóst að á meðan fulltrúar stefnanda hafi reynt að fá stefnda Herjólf að samningabor ðinu hafi báðir stefndu átt í viðræðum, án þess þó að sjá nokkra ástæðu til þess að upplýsa stefnanda um það. Vekur stefnandi athygli á því að 4. mgr. 5. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur geri beinlínis ráð fyrir því að tvö eða fleiri stéttarfélög ge ti staðið að vinnustaðarsamningi við atvinnurekanda. Þá sé enn fremur ljóst að mati stefnanda að stefndi Jötunn hafi óskað eftir því við stefnda Herjólf að félagið færi þess á leit við undirmenn sína að þeir gerðust félagar í Jötni . Þessi samskipti sýn i gl ögglega hvernig málum hafi verið háttað auk þess sem greinilegt sé að stefndu h afi haft samráð um það að brjóta gegn þeirri grundvallarreglu vinnuréttar sem fel i í sér að atvinnurekendum sé óheimilt að hafa áhrif á afstöðu starfsmanna sinna til stéttarféla ga, sbr. 4. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur. 31 Stefnandi byggir á því að stefndu hafi með háttsemi sinni í kjarasamningsviðræðum um störf undirmanna um borð í Herjólfi verið leynt og ljóst að gera tilraun til þess að þvinga félagsmenn stefnanda til þ ess að skipta um stéttarfélag. Í málinu ligg i þannig 7 fyrir að atvinnurekandinn hafi í skjóli nætur gert kjarasamning við stéttarfélag sem kom i fram fyrir hönd tveggja undirmanna um borð, sem hann tel ji síðar leiða til þess að honum sé óheimilt að semja við það stéttarfélag sem f ari með samningsumboð nær allra undirmanna um borð. 32 Stefnandi telur k jarasamningu stefndu vera í hróplegu ósamræmi við kröfur meirihluta undirmanna um borð í Herjólfi. Þá séu ákvæði í samningnum sem séu í ósamræmi við ýmsar meginreglur vinnuréttar, svo sem að starfsmenn öðl ist ekki þriggja mánaða uppsagnarfrest fyrr en eftir fjögurra ára samfellt starf, sbr. 6. gr. samningsins. 33 Stefnandi telur ljóst að stefndi Herjólfur hafi valið að semja við stefnda Jö tunn til þess eins að útiloka viðræður við stefnanda og þannig komast hjá því að ræða sanngjarnar og eðlilegar kröfur undirmanna um borð. Hafi stefndu hafi samið um störf undirmanna án vitneskju þeirra þá , en einnig samið um áðurnefnt forgangsréttarákvæði sem hafi beinlínis r ýrt réttindi meirihluta undirmanna um borð í skipinu. 34 Það sé ótækt að undirmenn um borð, sem eru félagsmenn stefnanda, þurfi að sæta því að starfa samkvæmt kjarasamningi sem samið hafi verið um af hálfu stéttarfélags sem hafi gætt hagsm una tveggja undirmanna um borð, ekki síst ef þessir undirmenn samþykktu ekki einu sinni samninginn fyrir sitt leyti líkt og kveðið sé á um í lögum stefnda Jötuns og fyrirvara í 10. gr. kjarasamningsins. Byggir stefnandi því einnig á sömu málsástæðum og lig gja að baki aðalkröfu hans, að breyttu breytanda. 35 Þó forgangsréttarákvæði hafi tíðkast hér á landi þá telur stefnandi ljóst að atvik í þessu máli séu sérstök . Í fyrsta lagi séu undirmenn um borð í Herjólfi meðlimir í þremur mismunandi stéttarfélögum og því ekki um að ræða félag sem situr eitt að borðinu. Í öðru lagi hafi atvinnurekandi samið um forgangsrétt við stéttarfélag sem f ari með umboð mjög lítils hluta starfstéttarinnar sem um ræðir . Það verði að telja verulega óvenjulegt og telur stefnandi það ber a þess skýr merki að verið sé að bola starfsfólki úr því félagi sem flestir eru aðilar að , en í fyrri kjarasamningum um störf undirmanna um borð í Herjólfi hafi ekki verið ekki samið um forgangsréttarákvæði, hvorki þegar stefndi Jötunn sá um kjarasamningsge rðina né þegar stefnandi gerði það. 36 Stefnandi byggir á því að e ngin efnisleg rök réttlæt i þá mismunun sem fel i st í forgangsréttarákvæði kjarasamnings stefndu. Með þessu sé í krafti mikils minnihluta starfsmanna verið að mismuna þeim stéttarfélögum sem star f i á svæðinu og eig i félagsmenn um borð í skipinu auk þess sem verið sé að þvinga meirihluta undirmanna um borð, og þeim sem hyggjast starfa um borð í framtíðinni, til þess að gerast félagsmenn í stefnda Jötni. Þetta telur stefndi brjóta gegn 74. gr. stjór narskrárinnar og jafnræðissjónarmiðum, sbr. m.a. 65. gr. stjórnarskrárinnar. Bendir stefnandi á að öllu starfsfólki Herjólfs hafi verið sagt upp og það ligg i fyrir að ef ráða eigi fólk aftur til starfa þá mun i félagsmenn stefnda Jötuns ganga fyrir í störfi n að öllu óbreyttu. Það gef i auga leið að starfsfólkið mun i neyðast til þess að gerast félagsmenn í stefnda Jötni til þess eins að eiga kost á að fá starf sitt aftur þegar ráðið verður aftur í störfin. 8 37 Þá bendir stefnandi á að þegar stefndi Herjólfur lagði fram kjarasamning sinn við stefnda Jötunn á fundi hjá ríkissáttasemjara þann 16. júní 2020 og sagðist ekki geta samið við annað stéttarfélag, þar sem þegar væri í gildi samningur um störfin, hafi ríkissáttasemjari ekki vir st hafa vitneskju um samninginn. Telur stefnandi að þ essi afstaða stefnda Herjólfs hafi ekki komið fram á fyrri stigum og kjarasamningurinn aldrei borist til tals, hvorki af hálfu stefnda né ríkissáttasemjara. Stefnandi vísar til þess að s amkvæmt 3. mgr. 22. gr. laga um stéttarfélög og vi nnudeilur sk uli ríkissáttasemjari halda skrá yfir gildandi kjarasamninga og samtökum launafólks sé skylt að senda honum alla kjarasamninga sem gerðir eru jafnskjótt og þeir hafa verið undirritaðir. Miðað við það sem að framan er rakið hafi ríkissáttasemjar a ekki virst vera kunnugt um samninginn er boðað var til fundar í vinnudeilu stefnanda og stefnda Herjólfs. Stefnandi telur þetta til marks um það að samningnum og forgangsréttarákvæði hans hafi verið komið á með samráði stefndu í þeim tilgangi einum að þv inga félagsmenn stefnanda til að gerast félagsmenn stefnda Jötuns og útiloka stefnanda frá kjarasamningsviðræðum. Byggir stefnandi aðalkröfu sína jafnframt á þessari málsástæðu. 38 Með vísan til alls framangreinds kveðst stefnandi gera þá kröfu að umrætt forg angsréttarákvæði verði ógilt með dómi. 39 Stefnandi vísar til meginreglna vinnuréttar, sbr. ákvæði laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Um lögsögu Félagsdóms vísa r stefnandi til 44. gr. sömu laga. Stefnandi vísar jafnframt til ógildingarreglna sam ningaréttar, sbr. einkum 36. gr. laga nr. 7/1936 um samninga, umboð og ógilda löggerninga. Þá vísa r stefnandi enn fremur til stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, með síðari breytingu, sbr. einkum 74. og 65. gr. 40 Málskostnaðarkrafa stefnanda er re ist á 65. gr. laga nr. 80/1938, sbr. XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Málsástæður og lagarök stefnd u 41 Stefndi Samtök atvinnulífsins telur kröfugerð stefnanda vera alvarlegt inngrip inn í kjarasamning annars stéttarfélags við samtök atvinnur ekenda sem ekki eigi sér fordæmi í íslenskri vinnumarkaðsréttarsögu. Óumdeilt sé að stefnandi eigi enga aðild efnislega. Kröfugerðin sé beiðni um lögfræðilegt álit á gil di kjarasamnings stefndu, þótt stefnandi sé ekki aðili þess kjarasamnings. 42 Þá byggir stefnandi Samtök atvinnulífsins á því að stefnandi hafi enga lagaheimild eða lögmæta hagsmuni til slíkrar málsóknar fyrir Félagsdómi gegn þriðja aðila, stefndu í málinu. Í þessu sambandi verði einnig að hafa í huga að stefnandi vís i ekki í stefnu, til neinna kjarasamningsákvæða sem hann hafi gert við stefnda sem kjarasamningur milli stefndu eigi að hafa brotið gegn. Vísar stefndi í þessu sambandi til kröfugerðar í Félagsdóm smálinu nr . 10/2020. 9 43 Stefndi, Samtök atvinnulífsins, byggir á því að stefnandi h afi haft uppi sömu málsástæður og lagarök í Félagsdómsmálinu nr. 10/2020. Í því dómsmáli hafi einnig verið byggt á því, bæði í stefnu og málflutningi fyrir Félagsdómi , að kjar asamningur stefndu væri ógildur og bryti jafnframt gegn mannréttindum félagsmanna stefnanda. Stefndi Samtök atvinnulífsins kveðst ekki skil ja niðurstöðu Félagsdóms í máli nr. 10/2020 með öðrum hætti en að kjarasamningur stefndu hafi verið gildur og þ.m.t f organgsréttarákvæði hans, og vísar stefndi sérstaklega til málsliða nr. 42 og 47 í niðurstöðu dómsins. Með dóminum hafi aftur á móti verið fallist á samningsrétt og lögmæti verkfalls stefnanda f.h. tilgreindra félagsmanna sinna hafi stefnandi ekki krafist forgangsréttar fyrir hönd þeirra með verkfallinu. Að mati stefnda, Samtaka atvinnulífsins, hefur Félagsdómur þegar fjallað um þær málsástæður og lagarök efnislega sem stefnandi byggir málssókn sína á í máli þessu. Fyrrgreindur dómur hafi bindandi réttaráhr if, res judicata, samkvæmt 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 44 Stefndi, Samtök atvinnulífsins, telur lýsingu stefnanda á málsatvikum vanreifaða og efnislega ranga um það sem hafi gerst eftir dóm Félagsdóms frá 6. júlí 2020. Kröfur og málatilbún aður stefnanda byggi á þeirri röngu fullyrðingu að stefndi hafi neitað að gera kjarasamning við stefnanda eftir að dómur Félagsdóms gekk. Hið rétta sé að strax eftir að dómur Félag s dóms gekk hafi stjórn Herjólfs og forráðamenn stefnanda átt fund í Vestmann aeyjum. Stefnanda hafi þá staðið , og standi enn til boða , samskonar kjarasamningur og Jötunn gerði við stefnda. Bendir stefndi á að þess sé í engu getið í stefnu að stefnandi hafi sjálfur aflýst verkfalli því sem dæmt hafði verið lögmætt og samhliða því ha fi stefnandi og stefndi gert viðræðuáætlun um gerð kjarasamnings í samræmi við 23. og 24. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur þann 20. júlí 2020. 45 Stefndi, Samtök atvinnulífsins, telur að h ópuppsögn stefnda í lok ágúst 2020 á öllum starfsmönnum fyrirtækisins hafi ekki heldur gefið stefnanda lögmæta ástæðu til þessarar málsóknar og kröfugerðar. Allir þeir starfsmenn stefnda sem taldir eru upp í stefnu hafi verið endurráðnir eða k osið sjálfir að ganga til annarra starfa og hætta hjá stefnda. Aldrei hafi því reynt á forgangsrétt í kjarasamningi stefndu við endurráðningu starfsmanna í lok nóvember 2020 eftir að nýr þjónustusamningur fyrirtækisins við ríkið náðist. 46 Stefndi , Samtök atvinnulífsins, telur málatilbúnað og kröfugerð stefnanda ekki í samræmi við réttarfarslög, sbr. m.a. 24. gr., 25. gr., 80.gr. og 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og málsóknarreglur laga nr. 80/1938. Félagsdómur eigi því að vísa þessu máli ex officio frá dóm i, sbr. 100. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og 69. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. 47 Stefndi, Samtök atvinnulífsins, byggir sýknukröfu sýna á því að stefnandi eigi enga aðild að þeim kjarasamningi frá 11. febrúar 2020, sem han n telji ógildan eða eigi að ógilda að hluta, þ.e. forgangsréttarákvæði hans, gr. 5.3. Telur stefndi að aðildarskortur 10 stefnanda eigi að leiða til sýknu stefnda af öllum kröfum stefnanda, sbr. 16. gr. laga nr. 19/1991 því hann eigi enga aðild að þeim kjaras amningi sem hann vilji fá hnekkt fyrir Félagsdómi. Eins og stefnandi leggi málið fyrir Félagsdóm sé ætlun hans að eyða kjarasamningi annars stéttarfélags við stefnda sem jafnframt sé samkeppnisaðili um félagsmenn. Kjarasamningi sem gerður hafi verið í þágu félagsmanna í Sjómannafélaginu Jötni. 48 Stefndi, Samtök atvinnulífsins, telur stefnanda hafa enga lagaheimild, réttindi, fyrirsvar eða umboð lögum samkvæmt sem heimili honum þessa málsókn og kröfugerð fyrir Félagsdómi. Kröfugerðin sé gróf tilraun til inngri ps inn í gildandi kjarasamning og samningsfrelsi þeirra aðila sem hann gerðu samkvæmt lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Það sé einungis hlutverk stefnanda að gera kjarasamninga fyrir sína félagsmenn. 49 Stefnandi geti aðeins rekið mál um gildi eða ógildi eigin kjarasamninga samkvæmt lögum nr. 80/1938. Tilvísun stefnanda til 1. og 2. tölulið ar 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 eigi einfaldlega ekki við. Augljóst sé af málsóknarreglum laganna, 45. gr., að sambönd og stéttarfélög séu í forsvari fy rir Félagsdómi vegna eigin kjarasamninga sem þau gera fyrir hönd sinna eigin félagsmanna. Aðildarskortur stefnanda einn sér eigi því að leiða til sýknu stefnda. 50 Stefndi, Samtök atvinnulífsins, telur málatilbúnað stefnanda skorta alla lagastoð og telur han a vera fordæmalausan. Hann sé fyrst og fremst byggður á dylgjum og ósannindum í garð forsvarmanna Sjómannafélagsins Jötuns sem hafi verið í fullum rétti að tryggja hag félagsmanna sinna með gerð kjarasamnings við stefnda eins og sé beinlínis hlutverk stétt arfélaga samkvæmt lögum nr. 80/1938. Stefnandi hafi fengið viðurkenndan samningsrétt og verkfallsrétt fyrir hönd félagsmanna sinna með dómi Félagsdóms í máli nr. 10/2020. Það séu ósannindi að stefnanda hafi verið neitað um gerð kjarasamnings við stefnda ef tir að þetta lá fyrir eins og stefnandi haldi fram. 51 Bendir stefndi, Samtök atvinnulífsins, á að stefnanda hafi verið boðinn kjarasamningur við stefnda hinn 8. júlí 2020 og svo aftur á samningafundi með ríkissáttasemjara hinn 25. ágúst 2020. Stefndi hafi hi ns vegar hafnað viðbótarkröfum stefnanda um verulegar kauphækkanir og breytingar á mönnun skipsins, þ.e. kröfum umfram það sem fólst í kjarasamningi við Jötunn. 52 Stefndi, Samtök atvinnulífsins, vísar til þess að m eð breytingu á lögum nr. 80/1938 með lögum n r. 75/1996 hafi verið mælt fyrir um sérstakar reglur um gildi og samþykki kjarasamninga sem undirritaðir hafa verið milli atvinnurekenda og stéttarfélaga. Hvergi í lögunum sé það gert að gildisskilyrði að kjarasamningur sé lagður í leynilega atkvæðagreiðsl u. Kjarasamningur stefndu hafi þannig öðlast gildi í síðasta lagi fjórum vikum eftir undirritun hans, sbr. 1. málslið 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938. 53 Bendir stefndi á að k jarasamningur stefndu hafi verið undirritaður f.h. stéttarfélagsins af Kolbeini Agn arssyni formanni Sjómannafélagsins Jötuns, Erlingi Guðbjarnarsyni 11 ritara og Inga Þór Arnarsyni vararitara og af Ólafi Garðari Halldórssyni hagfræðingi hjá Samtökum atvinnulífsins f.h. SA og af Guðbjarti Ellert Jónssyni framkvæmdastjóra Vestmannaeyjaferjun nar Herjólfs ohf. f.h. félagsins. Allir þessir einstaklingar hafi verið bærir að lögum til að undirrita kjarasamninginn f.h. félaga sinna, samtaka og fyrirtækja. 54 Vísar stefndi til þess að Vestmannaeyjaferjan Herjólfur hafi verið nýtt opinbert hlutafélag st ofnað af Vestmannaeyjabæ og hafi sem lögaðili verið óbundið af öllum eldri kjarasamningum við önnur stéttarfélög þegar það hóf rekstur Vestmannaeyjaferjunnar hinn 30. mars 2019. Ljóst sé að laun og önnur starfskjör, vaktakerfi um borð og mönnun skipsins ha fi verið allt önnur en gilt h afi hjá Eimskip. Stefndi, Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. hafi enga kjarasamninga fyrri rekstaraðila yfirtekið . Þeir starfsmenn sem hafi verið endurráðnir til nýja félagsins í kjölfar umsóknar sinnar, hafi aftur á móti fengi ð að halda áunnum orlofsrétti í nýjum ráðningarsamningum. Öll önnur kjör hafi verið gjörbreytt enda hafi kjarasamningar Eimskips við Sjómannafélag Íslands fallið úr gildi þegar það hætti rekstri ferjunnar samkvæmt ákvæði kjarasamningsins, 55 Þá vísar stefndi til þess að l ög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72/2002 hafi ekki tekið til sjómanna þegar nýja opinbera hlutafélagið hóf rekstur eða lög um hópuppsagnir nr. 63/2000. Báðum þessum lögum hafi verið breytt eftir að hið opinbera hlutafélag yfirtók reksturinn, sbr. lög nr. 51/2019 frá 18. júní 2019 með gildistöku frá 26. júní s.á. Þess vegna hafi Eimskip verið heimilt að segja öllum í áhöfn Herjólfs upp störfum þegar það hætti rekstri Herjólfs og kjar asamningurinn hafi fallið úr gildi þegar það hætti ferjurekstri eins og skýrt k omi fram í texta samningsins. 56 Stefndi, Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf., ha fi engin afskipti haft af því í hvaða stéttarfélagi undirmenn vildu vera meðan engir kjarasamningar voru í gildi um borð í skipinu. Eftir að kjarasamningur hafði verið gerður við Sjómannafélagið Jötunn hafi fyrirtækið talið hann bindandi sem lágmarkskjör skv. lögum nr. 55/1980 f yrir öll þau störf sem hann tekur til án tillits til félagsaðildar starfsmanna. Félagsmenn stefnanda, Sjómannafélags Íslands, hafi þannig fengið þær kjarabætur sem kjarasamningur Jötuns og SA kveður á um. 57 Að mati stefnda, Samtaka atvinnulífsins, á stefnand i á ekki heldur lögmæta aðild að ógildingarkröfu stefnanda á forgangsréttarákvæði kjarasamnings annars stéttarfélags, sbr. gr. 5.3 í kjarasamningi stefndu. Bendir stefndi á að forgangsréttarákvæði hafi verið í íslenskum kjarasamningum um áratuga skeið. Þau snúist um skipulag á vinnumarkaði, umsaminn forgang ákveðinna stéttarfélaga til ákveðinna starfa eða í ákveðnum fyrirtækjum meðan sá kjarasamningur sé í gildi eða eftir honum er unnið. 58 Forgangsréttarákvæði í kjarasamningum hafi verið talin lögmæt af Félag sdómi í fjölmörgum dómum og Hæstiréttur Íslands hafi einnig talið þau lögmæt og jafnvel 12 gilda við hópuppsagnir, sbr. mál nr. 265/2003, þegar fækka hafi þurft starfsmönnum vegna samdráttar. Enginn ákvæði í lögum banni að samið sé um forgangsrétt stéttarféla gs og slík ákvæði séu skuldbindandi eins og önnur samningsákvæði kjarasamninga. Stefndi bendir á að Hæstiréttur hafi einnig talið að kjarasamningsákvæði um greiðsluskyldu félagsgjalda (vinnuréttargjalds) til ákveðins stéttarfélags sé lögmætt og skuldbindan di ef atvinnurekandinn er félagsmaður í þeim atvinnurekenda samtökum sem þann kjarasamning gerði, sbr. dómur Hæstaréttar í máli nr. 390/2010. 59 Stefndi, Samtök atvinnulífsins, byggir á því að eftir undirritun kjarasamnings Jötuns og stefnanda hafi félagsmenn þess stéttarfélags forgangsrétt til nýrra starfa og við uppsagnir, þegar fækka þurfi mannskap. Þeir geti aftur á móti ekki rutt einstaklingum í öðrum félögum úr skipsrúmi vegna þess eins að þ á skorti atvinnu. Á forgangsrétt Jötuns hafi hins vegar ekki rey nt í kjölfar hópuppsagnar hjá stefnda, Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi í ágústlok 2020 eða við endurráðningar starfsmanna í nóvember lok 2020, eins og fyrr h a f i verið rakið. Stefndu hafi verið í fullum rétti til að semja um forgangsréttarákvæði í kjarasamn ingi sínum og engin efni standi til að ógilda ákvæðið líkt og stefnandi geri kröfu um. 60 Krafa stefnda, Samtaka atvinnulífsins, um málskostnað styðst við 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 65. gr. laga nr. 80/1938 . 61 Stefndi, Sjómannafélagið Jötunn, tekur undir m eð stefnda, Samtökum atvinnulífsins o g telur að Félagsdómur hafi þegar dæmt um sakarefni það sem stefnandi legg i hér fyrir dóminn með dómi sínum í máli nr. 10/2020. Í því máli haf i stefnandi haft uppi sambærilegar málsástæður og lagarök og gert sé hér . 62 Ei nnig telur stefndi, Sjómannafélagið Jötunn að stefnandi geti ekki átt aðild að máli fyrir Félagsdómi um gildi kjarasamnings annars stéttarfélags við tiltekinn atvinnurekanda. Fyrir slíkri aðild sé engin heimild í lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnud eilur og falli slíkur málatilbúnaður utan þess sem Félagsdómi sé falið að fjalla um samkvæmt 1. mgr. 44. gr. laganna. Þetta telur stefndi að leiði til frávísunar málsins. 63 Stefndi, sjómannafélagið Jötunn, telur loks að stefnandi beini kröfum sínum að honum í trássi við fyrirmæli 1. mgr. 45. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Að mati stefnda leiði þessi formlegi ágalli þegar til þess að vísa ber i kröfum stefnanda á hendur honum frá Félagsdómi. 64 Að framansögðu frágengnu telur stefndi, Sjómanna félagið Jötunn, málatilbúnað stefnanda svo vanreifaðan og óskýran að brjóti gegn meginreglu réttarfars um skýran og glöggan málatilbúnað, sbr. 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, svo leiði til frávísunar málsins. 13 65 Hvað varakröfu stefnanda varðar byggir stefnd i, S jómannafélagið Jötunn, í fyrsta lagi á því að sýkna beri af öllum kröfum stefnanda vegna aðildarskorts, enda geti stefnandi ekki átt aðild að dómsmáli um gildi kjarasamnings sem hann eigi enga aðild að. Leiði sama atriði ekki til frávísunar málsins, ei ns og að framan er krafist, skuli það í öllu falli leiða til sýknu, sbr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 66 Í öðru lagi að kjarasamningur hans við meðstefnda hafi verið gerður að öllu leyti í samræmi við meginreglur almenns vinnuréttar og ákvæð i laga nr. 80/1938 og að ekkert sé komið fram eða sannað sem leitt geti til þess að fallist skuli á kröfur stefnanda. Öllum málsástæðum stefnanda þar að lútandi sé mótmælt sem ósönnuðum og haldlausum. 67 Stefndi , Sjómannafélagið Jötunn, bendir á að hann sé s téttarfélag og h afi sem slíkt fullt umboð og heimild að lögum til að gera kjarasamninga fyrir félagsmenn sína við atvinnurekendur eða samtök þeirra. Það hvernig stefndi ráðstaf i hagsmunum sínum að því leyti sé stefnanda óviðkomandi með öllu, þó að í því sa ma felist að viðkomandi kjarasamningur bindi ekki félagsmenn stefnanda, sbr. forsendur dóms Félagsdóms í máli nr. 10/2020. 68 Þá telur stefndi að það sé rangt sem haldið er fram í stefnu, að samningurinn hafi ekki verið borinn undir atkvæði félagsmanna stefn da. Hið rétta sé að atkvæðagreiðsla hafi farið fram á skrifstofu stefnda 17. febrúar 2020 þar sem hann hafi verið borinn undir þá félagsmenn stefnda sem þá störfuðu hjá Herjólfi og samþykktur. Við það hafi kjarasamningurinn öðlast gildi miðað við undirritunardag. Kjarasamningurinn hefði jafnframt öðlast gildi í samræmi við 1. málsl. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938, í síðasta lagi fjórum vikum eftir undirritun, jafnvel þó svo hann h efði ekki verið borinn undir atkvæði félagsmanna st efnda, enda sé það ekki gildisskilyrði. Kjarasamningurinn hafi verið undirritaður af þar til bærum aðilum, fyrir hönd stefndu, og hafi við það öðlast fullt gildi. Þar að auki hafi Félagsdómur þegar fjallað um gildi kjarasamningsins í dómi sínum í máli nr. 10/2020 og vísast til röksemda dómsins til stuðnings sýknukröfu stefnda. 69 Hvað varðar varakröfu stefnanda, um ógildingu forgangsréttarákvæðis greinar 5.3. í kjarasamningi stefndu, bendir stefndi , Sjómannafélagið Jötunn, á að hann h afi haft fullt frelsi til að semja um slíkan rétt eins og venjulegt h afi verið um áratugaskeið að gera í kjarasamningum. Félagsdómur h afi þegar fjallað um það í dómi sínum í máli nr. 10/2020 að forgangsréttarákvæðið get i ekki talist vera ósamr ý manlegt hagsmunum stefnanda, sbr. eink um mgr. 43 og 48 og vísa r stefndi til þeirra röksemda til stuðnings sýknukröfu stefnda af varakröfu stefnanda. 70 Um málskostnaðarkröfu sína vísar stefndi , Sjómannafélagið Jötunn til 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Niðurstaða 71 Mál þetta á undi r Félagsdóm skv. 2. t ölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938. 14 72 Í 1. mgr. 45. gr. laga nr. 80/1938 segir að sambönd verkalýðsfélaga og atvinnurekendafélaga reki fyrir hönd meðlima sinna mál fyrir Félagsdómi. Félög, sem ekki eru meðlimir sambandanna, reki sjá lf mál sín og meðlima sinna. 73 Í máli þessu hefur stefnandi kosið að stefna annars vegar Samtökum atvinnulífsins, fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar, vegna Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. og hins vegar Sjómannafélaginu Jötni, til viðurkenningar á ógil di kjarasamnings þessara aðila. 74 Fyrir liggur að stefndi, Sjómannafélagið Jötunn, er aðili að Alþýðusambandi Íslands, bæði með beinni aðild, en jafnframt í gegnum aðild sína að Sjómannasambandi Íslands. 75 Það er álit dómsins að framangreint ákvæði 1. mgr. 4 5. gr. laga nr. 80/1938 sé fortakslaust og gildi jafnt um stefnanda og stefnda í málum fyrir dóminum. Þannig var stefnanda samkvæmt skýru orðalagi umrædds lagaákvæðis ekki unnt að stefna Sjómannafélaginu Jötni eingöngu án milligöngu þeirra heildarsamtaka s em félagið á aðild að. 76 Þegar af þessum sökum ber að vísa máli þessu frá Félagsdómi, en ófært er að fjalla um dómkröfurnar án aðildar af hálfu þeirra er stóðu að gerð kjarasamnings sem dómkröfur stefnanda lúta að, sbr. 1. og 2. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991. Að þessari niðurstöðu fenginni er rétt að stefnandi greiði stefndu málskostnað og er hann hæfilega ákveðinn kr. 400.000 fyrir hvorn hinna stefndu í málinu. Úrskurðar orð: Máli þessu er vísað frá Félagsdómi. Stefnandi, Sjómannafélag Íslands, fyrir hönd Berglindar H. Hallgrímsdóttur, Ingibjargar Sveinsdóttur, Írisar Eirar Jónsdóttur og Páls Eiríkssonar, greiði stefndu Samtöku m atvinnulífsins, fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar, vegna Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. og Sjómannafélaginu Jötni hvorum um sig kr. 400.000 í málskostnað. Sigurður G. Gíslason Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Hafsteinn Þór Hauksson Valgeir Pálsson