1 Ár 2010 , föstudaginn 4. júní, var í Félagsdómi í málinu nr. 3 /2010 . Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga f.h. Kristínar Albertsdóttur gegn íslenska ríkinu vegna Heilbrigðisstofnunar Suðurlands kveðinn upp svofelldur D Ó M U R Mál þett a var dómtekið 1. júní sl. að loknum munnlegum málflutningi. Málið dæma Eggert Óskarsson, Arnfríður Einarsdóttir , Kristj ana Jónsdóttir, Kristján Torfason og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Stefnandi er Félag íslenskra hjúkrunarfræ ðinga, Suðurlandsbraut 22, Reykjavík, f.h. Kristínar Albertsdóttur, kt. 291257 - 4379, Fossvegi 6, Selfossi. Stefndi er Í slenska ríkið, Arnarhvoli við Lindargötu, Reykjavík, vegna Heilbrigðisstofnunar Suður lands, Árvegi, Selfossi. Dómkröfur stefnanda St efnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi: Að ákvörðun Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, sem tilkynnt var Kristínu Albertsdóttur, kt. 291257 - 4379, hjúkrunarfræðingi á heilsugæslustöðinni Laugarási, um að segja upp föstum greiðslum fyrir akstur í starfi, sé andstæð grein 5.4.1 í kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, dags. 28. febrúar 2005, sbr. samkomulag dags. 9. júlí 2008 um breytingar og framlengingu á kjarasamningi. Þá krefst stefnandi þess að s tefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Dómkröfur stefnda Stefndi krefst þess hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda má lskostnað samkvæmt mati dómsins. 2 Málavextir Stefnandi, Félag ísl enskra hjúkrunarfræðinga, höfða r þetta mál f.h. félagsmanns síns, Kristínar Albertsdóttur, k t. 291257 - 4379, sem hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur hjá stefnda, Heilbrigðisstofnun Suðurla nds, nánar tiltekið á heilsugæslustöðinni Laugarási , sem er rekin af stefnda. Í gildi er ráðningarsamningur milli aðila, dags. 16. maí 2007, en um launagreiðslur og starfsk jör Kristínar Albertsdóttur fer samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræ ðinga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, dags. 28. febrúar 2005, sbr. síðari breytingar. Stefnandi er búsett á Selfossi en sæki r vinnu á heilsugæslustöðina Laugarás á Suðurlandi. Samkvæmt ráðningarsamningi mun vinnuskylda stefnanda hafa miðast við þrig gja daga vinnuviku í annarri vikunni en fjögurra daga vinnuviku í hinni vikunni. Kveðst stefnandi hafa fengið greiddar fastar akstursgreiðslur sem svöruðu til 60 ekinna kílómetr a fyrir þá daga sem hún var við störf, en það samsvari vegalengdinni frá Selfos si, þar sem stefnandi hefur búið, og að vinnustaðnum í Laugarási og til baka. Til viðbótar við þær föstu greiðslur kveðst stefnandi einnig hafa fengið greitt fyri r akstur vegna einstakra erinda f.h. vinnuveitandans, þ.m.t. fyrir vitjanir. Allan akstur hafi hún fært í akstursbók, sem greitt hafi verið til samræmis við. Hin n 9. des. 2008 ritað i stefndi stefnanda bréf og tilkynnt i henni um uppsögn á þeim föstum greiðslum fyrir a kstur sem hún hafði notið fram til þess tíma. Ástæðan var sögð endurskipulagning og hagræðing innan stefnda, með uppsögn launa og annarra greiðslna til starfsma nna. Uppsagnarfrestur var þrír mánuðir og því ráðgert að greiðslur fyrir akstur féllu niður frá 31. mars 2009 að telja. Hinum föstu akstursgreiðslum til stefnanda lauk miðað við það tímamark. Stefnandi kveðst hafa ritað stefnda bréf, dags. 1. júlí 2009, þar sem uppsögninni hafi verið mótmælt og krafist leiðréttingar, enda hafi stefnandi talið að stefndi hafi greitt fyrir akstur stefnanda til og frá vinnu í samræmi við gr. 5.4.1 í kjarasamningi aðila, en í ákvæðinu segi: 5.4.1 Vinnustaðir fjarri leiðum almenningsvagna Vinni starfsmaður fjarri leiðum almenningsvagna, skal vinnuveitandi sjá honum fyrir ferðum til og frá vinnustað eða greiða honum ferðakostnað. Slíkar ferðir telja st til vinnutíma að því er nemur flutningstíma frá mörkum næsta aðalíbúðarsvæðis til vinnustaðar. Þar sem engin svör hafi borist, kveðst stefnandi hafa ítrekað erindi sitt með bréfi, dags. 17. sept. 2009. Svar hafi borist frá stefnda með bréfi, dags. 28. sept. 2009, þar sem kröfum í fyrrgreindu bréfi stefnanda, dags. 1. júlí 2009, hafi verið hafnað. 3 Í ljósi framanritaðs hafi stefnanda verið nauðsynlegt að höfða mál þetta til þess að fá kröfum sínum framgengt. Málsástæður stefnanda og lagarök Stefnan di reisir stefnukröfur sínar á því að stefndi hafi með ákvörðun sinni um að segja upp akstursgreiðslum til handa stefnanda brotið gegn ákvæði gr. 5.4.1 í gildandi kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðherra, f.h. ríkisins, sem og b rotið í bága við venjubundna og áralanga framkvæmd þess ákvæðis. Um leið hafi stefndi virt að vettugi réttindi stefnanda sem hjúkrunarfræðings. Hafi ekki verið unnt að segja akstursgreiðslunum upp þar sem um kjarasamningsbundin réttindi hafi verið að ræða . Af hálfu stefnanda sé vísað til þess að fyrirkomulag greiðslna til stefnanda ve gna aksturs til og frá vinnu hafi verið í samræmi við gr. 5.4.1 í kjarasamningi aðila. Þær greiðslur sem stefnandi hafi fengið, og svöruðu til 60 ekinna kílómetra fyrir þá d aga sem hún var við störf, hafi verið til samræmis við gr. 5.4.1 í kjarasamningi. Hafi 60 km svarað til vegalengdarinnar frá heimili stefnanda á Selfossi og að vinnustað num í Laugarási og til baka. Þá vísi stefnandi til þess að þar sem ekkert sé fjallað s érstaklega um akstur s greiðslur í ráðningarsamningi, sé ljóst að um þær fastákveðnu greiðslur hafi gilt fyrrnefnd gr. 5.4.1, enda sé í ráðningarsamningnum tekið fram að um launagreiðsl ur og önnur starfskjör fari samkvæmt kjarasamningi. Þá byggir stefnandi á því að hún hafi gengið út frá því að ákvæði gr. 5.4.1 hafi gilt um hinar föstu akstursgreiðslur sem hún fékk, enda hafi þær föstu greiðslur verið til samræmis við það ákvæði. Af hálfu stefnanda sé bent á að umrætt kjarasamningsákvæði hafi verið hluti af kjarasamningi um langt árabil. Óheimilt sé að segja upp starfskjörum sem byggi á ákvæðum kjarasamnings, en slíkt verði einungis gert með nýjum kjarasamningi. Þar sem ekki hafi verið um slíkt að ræða hafi stefndi ekki getað sagt akstursgreiðslum til stef nanda upp með þeim h ætti sem stefndi gerði í bréfi til stefnanda, dags. 9. des. 2008, og sé uppsögnin því ólögmæt. Stefnandi byggir enn fremur á því að skilyrði fy rir greiðslu ferðakostnaðar samkvæmt ákvæði gr. 5.4.1 í kjarasamningi séu uppfyllt í tilvik i stefnanda. Stefnandi vinni sem starfsmaður fjarri leiðum almenningsvagna og beri því að fá greiddan ferðakostnað. Almenningsvagnar gangi ekki á milli Selfoss og Laugaráss. Einu gildi í því sambandi þótt einstakar áætlunarferðir kunni að vera á milli stað anna, því þær ferðir séu alltof stopular til að hafa einhverja þýðingu, m.a. séu þær ekki á þeim tímum þegar stefnandi þurfi að komast til og frá vinnu. Af hálfu stefnanda sé sérstök athygli vakin á því fordæ misgildi sem stefnandi telji að dómur Félagsd óms í máli nr. 5/2009 hafi við úrlausn máls þessa. Sé bent á að 4 þar hafi verið deilt um sambærileg atvik og kjarasamningsákvæði og í þessu máli. Með dóminum hafi verið viðurkennt að ákvörðun um að hætta keyrslu sjúkraliða búsettum í Reykjanesbæ til og frá vinnustað í Grindavík hafi verið brot gegn gr. 5.4.1 í þeim kjarasamningi, en í umþrættu kjarasamningsákvæði í því máli hafi verið gert ráð fyrir að unnt væri að aka starfsmönnum til og frá vinnustað eða greiða kostnað við slíkar ferðir. Stefndi, H eilbri gðisstofnun Suðurlands, sé undir yfirstjórn heilbrigðisráðherra, sbr. lög nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu, sbr. einnig reglugerð nr. 785/2007 um heilbrigðisu mdæmi, með síðari breytingum. Sé íslenska ríkinu því stefnt vegna heilbrigðisstofnunarinnar. A uk framangreindra lagatilvísana byggir stefnandi kröfur sínar fyrst og fremst á gildandi kjarasamningi aðila, sbr. kjarasamning fyrir tímabilið 1. feb. 2005 til 30. apríl 2008, sbr. samkomulag aðila dags. 9. júlí 2008, þar sem sá samningur var framlengdur til 31. mars 2009 með breytingum. Stefnandi vísar einnig til almennra reglna um skuldbindingargildi samninga og meginreglna vinnuréttar, til dómafordæma Félagsdóms, og til hliðsjónar til dóms Félagsdóms uppkveðnum þann 24. apríl 2009, í máli nr. 5/2009. Þá er vísað til laga nr. nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, þ.m.t. 3. tl. 1. mgr. 26. gr., sbr. einnig IV. kafla, þ.m.t. 44. gr., laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Kröfu um málskostnað styður stefnandi við XXI. kafla l aga nr . 91/1991, aðallega 129. og 130. gr. Krafa um virðis aukaskatt af málskostnaði byggist á l ögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, en stefnandi sé ekki virðisaukaskatt s skyldur aðili og til að tryggja skaðleysi sitt sé honum nauðsynlegt að fá skattinn dæmdan úr hendi stefnda. M álsástæður stefnda og lagarök Stefnandi, sem er búsett á Selfossi, hóf störf á heilsugæslustöðinni í Laugarási 1. maí 2007, sbr. ráðningarsamning hennar dags. 16. maí 2007. Samkvæmt ráðningarsamningnum sé vinnustaður hennar (ráðningarsta ður) heilsugæslustöðin í Laugarási. Heilsugæslustöðin í Laugarási sé starfrækt af Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Hún hafði því starfað þar í rúmlega 19 mánuði þegar föstum greiðslum hennar fyrir akstur var sagt upp 9. desember 2008. Stefndi byggir sýknu kröfu sína á því að á kvörðun stefnda um grei ðslur fyrir akstur stefnanda hafi ekki byggst á ákvæði 5.4.1 í gildandi kjarasa mningi aðila. Um hafi verið að ræða einstaklingsbu ndin ráðningarkjör sem samið hafi verið um við stefnanda við upphaf ráðningar henna r í Laugarási. Samkvæmt upplýsingum frá Hei lbrigðisstofnun Suðurlands hafi stofnunin af margvíslegum ástæðum, öðrum en kjarasamningslegum, tekið ákvörðun um 5 viðbótargreiðslur til starfsmanna, m.a. í formi akstursgreiðslna. Til dæmis mun stofnunin hafa þu rft að grípa til slíkra greiðslna vegna manneklu í tengslum við ráðningar, í samkeppnislegu tilliti til að jafna kjör starfsmanna gagnvart öðrum vinnuveitendum o.fl. Ákvarðanir um slíkar greiðslur hafi byggst á einstaklingsbundnum forsendum en ekki kjarasa mningsbundnum. Samkvæmt upplýsingum frá He ilbrigðisstofnun Suðurlands hafi nokkur fjöldi starfsmanna stofnunarinnar fengið akstursgreiðslur sem hluta ráðninga rbundinna starfskjara en því fari fjarri að fjarlægð búsetu frá vinnustað hafi ráðið mestu um hv erjir nutu slíkra greiðslna. Í tengs lum við meðferð máls þessa hafi verið leitt í ljós að uppsögn akstursgreiðslna í desembermánuði 2008 náði til 38 starfsmanna en fjöld i starfsmanna stofnunarinnar hafi verið um 330. Það sé meginregla vinnuréttarins að s tarfsmenn komi sér sjálfir til og frá vinnu í eigin tíma o g á eigin farartækjum. Þeir eigi almennt ekki rétt á launum eða þóknun fyrir það umfram regluleg laun nema sérstaklega sé um það samið. Í kjarasamningum hafi verið samið um frávik frá þessari meginr eglu þegar tilteknar aðstæður séu fyrir hendi. Ákvæði 5. 4.1 í kjarasamningi aðila byggi á sambærilegu ákvæði og hafi verið í aðalkjarasamningi BSRB og fjármálaráðherra, dags. 15. desember 1973, en upphaflegur aðalkjarasamningur BSRB og fjármála ráðherra sé frá 1962. Á þeim tíma hafi Hjúkrunarfélag Íslands átt aðild að BSRB en samkvæmt þágildandi löggjöf hafi samningsrétturinn verið hjá bandalögum en ekki einstökum stéttarfélögum. Í ofan greindum aðalkjarasamningi segi í 5. mgr. 19. gr.: Vinni starfsmaður fja rri leiðum almenningsvagna, skal ríkið sjá honum fyrir ferðum til og frá vinnustað eða greiða honum ferðakostnað. Slíkar ferðir teljast til vinnutíma, að því er nemur flutningstíma frá mörkum næsta aðalíbúasvæðis til vinnustaðar. Flutningslína í Reykjavík miðast við Elliðaár. Upphaflega hafi ákvæðið gilt um hjúkrunarfræðinga, um starfsmenn Ríkisspítala (nú Landspítala) sem á þeim tíma störfuðu á höfuðborgarsvæðinu en aðrir sta rfsmenn heilbrigðisstofnana hafi á þeim tíma ýmist verið starfsmenn sjúkrasamlags eða sjúkrahúss sem rekin voru af sveitarfélögum. Af efn i kjarasamningsákvæðisins verði ráðið að gildissvið þess hafi miðast við svæði þar sem almenningssa mgöngur voru fyrir hendi, en svo hafi háttað til að einhverjar starfseiningar voru starfræktar utan þe s s. Frá upphafi hafi túlkun og öll framkvæmd ákvæðisins takmarkast við slíkar aðstæður. Í öðrum tilvikum hafi gilt áðurnefnd meginregla íslensks vinnuréttar að starfsmönnum beri að koma sér til starfsstöðvar í eigin tíma og á eigin kostnað. Ráða megi af ák væðinu að það hafi verið ætlun samningsaðila að sjá starfsmönnum fyrir akstri til og frá vinnu eða greiða ferðakostnað þegar svo stæði á að stofnun væri utan þess svæðis sem almenningssamgöngur á því svæði næðu almennt til. 6 Þeirri fullyrðingu stefnanda a ð stefndi hafi brotið í bága við venjubundna og ára langa framkvæmd ákvæðis 5.4.1 sé mótmælt sem ósannaðri. Á árinu 1986 hafi lög nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna öðlast gil d i og hafi með þeim verið gerðar talsverðar breytingar á samning srétti sté ttarfélaga. Með þeim hafi verið gerð sú breyting að stéttarfélög áttu þá samningsrétt í stað þess að umboð t il að gera aðalkjarasamninga hafi verið bundið við bandalög. Á næstu árum hafi einnig átt sér stað umtalsverðar breytingar á rekstri heil brigðisstofnana sem efnislega hafi falið það í sér að sveitarfélög hættu að starfsrækja heilsugæslu og íslenska ríkið tók þá starfsemi alfarið yfir. Eftir gildistöku laga nr. 94/1986 h ó f íslenska ríkið að gera kjarasamninga við einstök stéttarfélög, þ.á m . við Hjúkrunarfélag Íslands. Kjarasamningurinn mun i að stofni til hafa verið byggður á fyrrgreindum aðalkjarasamningi BSRB. Að svo miklu leyti sem ákvæði fyrrgreinds kjarasamnings færðust óbreytt yfir í kjarasam ning Hjúkrunarfélags Íslands hafi borið að l eggja óbreytta túlkun og framkvæmd einstakra kjarasamningsák væða til grundvallar. Með því sé átt við að gildissvið ákvæða um vinnustaði fjarri leiðum almenningsvagna skyldi haldast óbreytt, bæði að efni og framkvæmd, þrátt fyrir að ákvæði kjarasamninga næð u eftirleiðis til starfsmanna sem störfuðu á landsbyggðinni þar sem almenningsvagnar ganga ekki. Heilbrigðisstofnun Suðurlands sé st arfrækt á landsbyggðinni. Þar sé ekki fyrir að fara skipulög ðum almenningssamgöngum og taki ákvæðið því ekki til star fsmann a stofnunarinnar. T ilvitnað orðalag og efni ákvæðis gre inar 5.4.1 í kjarasamningi hafi allt frá upphafi verið bundið starfssvæði þar sem almenningsvagnar gengu en hafi ekki tekið til annarra starfssvæða. A kstursgreiðslurnar hafi ekki byggst á samkomulagi s amkvæmt ákvæði greinar 5.4.3 í kjarasamningi aðila. Af hálfu stefnda sé á því byggt að akstursgreiðslur stofnunar til starfsmanna hafi ekki byggt á ákvæði greinar 5.4.1. í kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóð s. Byggist sú afstaða á því að stofnunin sé starfrækt á landsbyggðinni, fjarri leiðum almenningsvagna , og taki tilgreint ákvæði því ekki til s tarfsmanna stofnunarinnar. Í því sambandi sé á réttað að tilvitnað orðalag og efni ákvæðis greinar 5.4.1. í k jara samningi hafi allt frá upphafi verið bundið starfssvæði þar s em almenningsvagnar gengu en hafi ekki tekið til annarra starfssvæða. Jafnframt sé áréttað að akstursgreiðslur hafi ekki byggst á samkomulagi samkvæmt ákvæði greinar 5.4.3 í kjarasamningi. Öllu framangrei ndu til viðbótar s é bent á að í til viki stefnanda þessa máls liggi fyrir a ð viðmið akstursgreiðslna hafi ekki byggst á fjarlægð milli heimilis og sta rfsstöðvar stefnanda. Þannig sé stefnandi búsett ur á Selfossi en starfsstöðin sé að Laugarási í Biskupstungum en þar á milli séu 40 km eða 80 km báðar leiðir. Greiðsla hafi miðast við 60 km fyrir hvern unnin dag og hafi stefnanda einungis verið greiddar 7 viðbótarakstursgreiðslur í samræmi við vitjan ir á leið til og frá vinnu. Séu því ekki tengsl an nars vegar milli vegalengdar milli heimilis og vinnustaðar og hins vegar greiðslna. Í máli þessu liggi e nn fremur fyrir að stefnandi hafi ekki notið greiðslna meðan á akstri stóð, þ.e. sá tími hafi ekki talist til vinnutíma eins og kveðið sé á um í tilvi tnuðu kjara samningsákvæði. Sú staðreynd sé mikilvæg þegar metið sé hvort greiðslur hafi byggst á tilvitnuðu ákvæ ði kjarasamnings. Um þetta hafi stefnandi hvorki gert athugasemdir né haft uppi kröfur u m greiðslur. Framangreint sýni með ótvír æðum hætti að greiðsluskylda hafi verið byggð á persónubundnum ráðninga rkjörum á milli stefnanda og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands en ekki skyldu samkvæmt kjarasamningi. Af hálfu stefnda sé enn fremur á það bent að ákvæði greinar 5.4.1. í kjarasamningi Félags íslenskr a hjúkrunarfræðinga og fjármá laráðherra f.h. ríkissjóðs hafi í reynd ekki verið framkvæmt í samræmi við þa nn skilning sem stefnandi byggi á í máli þessu. Stefndi telji að líta beri til langrar og athugasemdalausrar framkvæmdar sem hafi bygg st á því að sta rfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja komi sér sjálfir á starfsstöð í eigin tíma og á eigin kostnað og jafnframt að gildissvið ákvæðis ins hafi takmarkast við starfssvæði þar sem almenningssamgöngur eru fyrir hendi. Með vísan til ofangreinds sé ljóst að stefn andi hafi ekki fengið greitt fyrir akstur samkvæmt ofangre indu kjarasamningsákvæði. Þá hafi fyrirkomulag akstursgreiðslnanna , eða tilhögun þeirra , ekki verið í samræmi við greinina. Því hafi stefnandi ekki getað gengið út frá því að greinin gilti um hana. Uppsögn akstursgreiðsl nanna hafi því ekki verið andstæð ofangreindri grein 5.4.1. Stefnandi veki í stefnu athygli á því fordæmisgildi sem hann telur að dómur Félagsd óms í máli nr. 5/2009 hafi við úrlausn málsins. Því sé mótmælt að ofangreindur dóm ur hafi fordæmisgildi í mál inu. Málsatvik séu ekki sambærileg , en í þessu máli hafi stefndi verið að segja upp föstu m einstaklingsbundnum ráðningar kjörum. Að öðru leyti sé málatilbúnaði, málsástæðum og lagarökum stefnanda mótmælt sem röngum og ósönnuðum. Til stuðnings kröfu um málskostnað vísar stefndi til XXI. kafla laga nr. 91/1991. Niðurstaða Mál þetta á undir Félagsdóm, sbr. 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986. Með ráðningarsamningi , dags. 16 . maí 200 7, var Kristín Albertsdóttir ráðin til s tarfa hjá Heilbrigðisstofnun Suður lands, sem hj úkr unarfræðingur á heilsugæ sl ustöðinni Laugarási. Um var að ræða 70% starfshlutfall. Í ráðningarsamningi segir að um launa greiðslur og önnur starfskjör fari eftir því sem í 8 þeim samningi greinir og samkvæmt kj arasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fyrir liggur að Kristín fékk fastar akstursgreiðslur sem miðuðust við 60 kílómetr a akstur frá heimili hennar á Selfossi að vinnustaðnum í Laugarási og til baka , eins og akstursdagbók sýnir. Um kjör hennar að þessu leyti segir ekkert í ráðningarsamningi, en stefnandi byggir á því að fyrirkomulag greiðslna vegna aksturs sé í samræmi við grein 5.4.1 í kjarasamningi aðila sem hljóðar svo: Vinni starfsmaður fjarri leiðum almenningsvagna skal stofnunin sjá honum f yrir ferðum til og frá vinnustað eða greiða ferðakostnað. Slíkar ferðir teljast til vinnutíma, að því er nemur flutningstíma frá mörkum næsta aðalíbúðarsvæðis til vinnustaðar. Stefnandi byggir á því að skilyrði fy rir greiðslu ferðakostnaðar samkvæmt grei ndu kjarasamning s ákvæði séu uppfyllt í tilviki Kristínar. Hún vinni sem starfsmaður fjarri leiðum almenningsvagna og eigi því að fá greiddan ferðakostnað. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að á kvörðun stefnda um grei ðslur fyrir akstur stefnanda hafi ek ki byggst á ákvæði greinar 5.4.1 í gildandi kjarasa mningi aðila. Um hafi verið að ræða einstaklingsbu ndin ráðningarkjör sem samið hafi verið um við stefnanda við upphaf ráðningar hennar í Laugarási. Þá byggir stefndi á því að tilvitnað orðalag og efni ákvæ ðis gre inar 5.4.1 í kjarasamningi hafi allt frá upphafi verið bundið starfssvæði þar sem almenningsvagnar g a ng i en hafi ekki tekið til annarra starfssvæða. Heilbrigðisstofnun Suðurlands sé st arfrækt á landsbyggðinni. Þar sé ekki fyrir að fara skipulög ðum a lmenningssamgöngum og taki ákvæðið því ekki til star fsmanna stofnunarinnar. Fallist er á að kjarasamningsákvæði þetta geti átt við um stefnanda þar sem vinnustaður hennar er utan þess svæðis sem almenningssamgöngur ná almennt til. Sú túlkun ákvæðisins er í samræmi við dóm Félagsdóms í máli nr. 5/2009. Þ ær akstursgreiðslur sem hér um ræðir áttu sér því stoð í greindu ákvæði kjarasamningsins og er ósannað að um einstaklingsbu ndin ráðningarkjör hafi verið að ræða enda er þeirra í engu getið í fyrrnefndum r áðningarsamningi. Þá virðast vera þau tengsl annars vegar milli vegalengdar milli heimilis og vinnustaðar og greiðslna fyrir aksturinn hins vegar að starfshlutfall stefnanda var 70%. Breytir hér engu þótt stefnandi hafi ekki fengið grei dd laun fyrir ferða tíman n. Verður því lagt til grundvallar að um starfskjör stefnanda að þessu leyti fari samkvæmt grein 5.4.1 í kjarasamningi aðila. Sú ákvörðun stefnda að segja upp föstum greiðslum til stefnanda fyrir akstur í starfi, var því andstæð fyrrnefndu kjarasamni ngsákvæði. Ber því að fallast á viðurkenningarkröfu stefnanda, eins og nánar greinir í dómsorði. 9 Samkvæmt þessum úrslitum málsins verður stefnda gert að greiða stefnanda 3 50.000 krónur í málskostnað. D Ó M S O R Ð : Viðurkennt er að ákvörðun Heilbrig ðisstofnunar Suðurlands, sem tilkynnt var Kristínu Albertsdóttur, kt. 291257 - 4379, hjúkrunarfræðingi á heilsugæslustöðinni Laugarási, um að segja upp föstum greiðslum fyrir akstur í starfi, sé andstæð grein 5.4.1 í kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarf ræðinga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs . Stefndi, íslenska ríkið vegna Heilbrigðisstofnunar Suður lands , greiði stefnanda, Félag i íslenskra hjúkrunarfræðinga vegna Kristínar Albertsdóttur 3 50.000 krónur í málskostnað. Eggert Óskarsson Arnfríð ur Einarsdóttir Kristjana Jónsdóttir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Kristján Torfason