1 Ár 2011 , föstudaginn 24. júní, er í Félagsdómi í málinu nr. 4 /2011 Sjúkraliðafélag Íslands vegna Hafdísar Maríu Kristinsdóttur gegn Grund, dvalar - og hjúkrunarheimili kveðinn upp svofelldur D Ó M U R Mál þetta var dóm tekið 14. júní sl. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir , Þorgerður Erlendsdóttir , Kristjana Jónsdóttir, Valgeir Pálsson og Bergþóra Ingólfsdóttir . Stefnandi er Sjúkraliðafélag Íslands, Grensásvegi 16, Reykjavík, vegna Hafdísar Maríu Kristinsdóttur, kt. 1401 79 - 4339, Unnarbraut 5, Seltjarnarnesi. Stefndi er Grund, dvalar - og hjúkrunarheimili, kt. 580169 - 1209, Hringbraut 50, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1. Að viðurkennt verði að ákvörðun stefnda í maí 2010 um að hætta að greiða Hafdísi Maríu Kristinsdó ttur yfirvinnukaup vegna takmörkunar á ma tar - og kaffitímum, samkvæmt grein 2.6.9 í kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu, hafi verið andstæð kjarasamningsákvæðinu. 2. Að viðurkennt verði að Hafdís María Krist insdóttir eigi rétt á að fá greitt yfirvinnukaup vegna takmörkunar á ma tar - og kaffitímum, samkvæmt grein 2.6.9 í kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Loks krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda að viðbættum virðisaukaskatti af lögmannsþóknun. Dómkröfur stefnda Af hálfu stefnda er krafist sýk nu af öllum dómkröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu að mati dómsins, auk virðisaukaskatts af málflutnings þóknun. 2 Málavextir Sjúkraliðafélag Íslands er fagstéttarfélag sjúkraliða og er aðili að Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja . Stefndi starfrækir dvalar - og hjúkrunarheimili og er aðili að Samtökum fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Hafdís María Kristin sdóttir er starfandi sjúkraliði hjá stefnda og fer um launakjör hennar samkvæmt kjarasamningi Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og Sjúkraliðafélags Íslands sem er með gildistíma til 30. apríl 2008 en óumdeilt er að hann sé enn í gildi. Hafdís Marí a hefur unnið hjá stefnda í u.þ.b. 11 ár, þar af síðastliðin 3 - 4 ár sem sjú kraliði. Um laun hennar fer samkv æmt áðurnefndum kjarasamningi en hún er ráðin í 80% starfshlutfall og vinnur vak tavinnu á reglubundnum vöktum. Um vaktavinnu eru sérstök ákvæð i í gr ein 2.6 í kjarasamningnum. Ágreiningsefni þessa máls lýtur að því hvernig skýra beri ákvæði greinar 2.6.9 í kjarasamningnum . Með samningi samningsaðila, dagsettum 19. nóvember 2010, var ákvæðinu breytt á þann veg að mínútufjöldi til lengingar vakta vegna s kerðingar matar - og kaffitíma var lengdur úr 15 mínútum í 25 mínútur. Ákvæði greinar 2.6.9 er u nú svohljóðandi: Starfsmenn í vaktavinnu hafa ekki sérstaka matar - og kaffitíma. Starfsmönnum er þó heimilt að neyta matar og kaffis við vinnu sína á vaktinni e f því ve rður við komið starfsins vegna. Vegna takmörkunar þeirrar sem að ofan greinir á matar - og kaffitímum, skal telja hverja vakt sem unnin er til uppfyllingar vikulegri vinnuskyldu, 25 mínútum lengri en raunverulegri viðveru nam. Allt þar til í aprí l 2010 fékk Hafdís María greidd yfirvinnulaun vegna skerðingar á matar - og kaffitímum, í sam ræmi við kjarasamningsákvæðið. Í maí 2010 breytti stefndi fyrirkomu laginu með einhliða ákvörðun og hefur Hafdís María frá þeim tíma fengið greidd dagvinnulaun v egna þessarar sömu skerðingar. S júkraliðafélag Íslands hefur mótmælt breytingunni . Fyrir liggur að eftir framangreinda breytingu hafa sjúkraliðar í 100% starfshlu tfalli fengið greidda yfirvinnu vegna umræddrar skerðingar en s júkra liðar í lægra starfshlutfalli hins vegar fengið greidda dagvinnu . Málsástæður stefnanda og lagarök Af hálfu stefnanda er á því byggt að með hinni umdeildu ákvörðun stefnda og með því að framfylgja he nni hafi stefndi brotið gegn grein 2.6.9 í framangreindum kjarasamningi Samtaka fyrir tækja í heilbrigðisþjónustu og Sjúkraliðafélags Íslands og þar með virt að vettugi réttindi Hafdísar Maríu Kristinsdóttur. 3 Samkvæmt kjarasamningsákvæðinu beri að meta hverja vakt 25 mínútum leng ri en raunverulegri viðveru nam og er ágreiningslaust að bæta beri Hafdísi Maríu með launagreiðslu skerðingu á matar - og kaffitímum samkvæmt ákvæðinu. Hafdís María hafi uppfyllt vikulegar vinnuskyldur sínar í dagvinnu miðað við 80% starfshlutfall með því að vinna þær vaktir sem henni hafi verið úthlutaðar hverju sin ni. Umræddar mínútur vegna hverrar vaktar séu umfram dagvinnuskyldur hennar og þegar af þeirri ástæðu beri að bæta skerðinguna með yfirvinnu, enda ekkert í orðalagi ákvæðisins sem bendi til að 25 mínúturnar skuli meðhöndlaðar á annan hátt. Stefnandi kveður rökleysu að gera greinarmun að þessu leyti eftir því hvort starfsmaður sé í fullri vinnu eða í skertu starfshlutfalli. Starfsmaður í skertu starfshlutfalli eigi rétt á að fá greidda yfirvinnu vegna hvers kyns aukavinnu, þ.e. vinnu umfram vinnuskyldu miðað við skert star fshlutfall, sbr. ákvæði greinar 2.3 í kjarasamningnum. Þá vísar stefnandi til þeirrar venju, sem skapast hafi um skýringu og framkvæ md umrædds kjarasamningsákvæðis. Í tilvikum sem þessum beri að greiða yfirvinnukaup, eins og gert hafi verið allt þar til í maí 2010, á grundvelli venjunnar. Verði venjunni ekki breytt með einhliða ákvörðun stefnda. Um lagarök vísar stefnandi til meginreglna samninga - og vinnuréttar um túlkun kjarasamninga. Málskostnaðarkröfu sína reisir stefnandi á 130. gr., sbr. 129. gr., laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Stefnandi eignist ekki frádráttarrétt vegna kostnaðar af virðisaukaskatti og beri því að taka tillit til þess við ákvörðun málskostnaðar. Stefnandi kveður ágreiningsefni aðila lúta að túlkun á ákvæðum kjarasamnings og eiga undir Félagsdóm, sbr. 2. tl. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938. Mál sástæður stefnda og lagarök Af hálfu stefnda er málatilbúnaði stefnanda alfarið mótmælt og á því byggt að um greiðslur fyrir framangreinda skerðingu á matar - og kaffi tímum, eigi að far a samkvæmt grein 2.6.9. í kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Umrætt ákvæði, rétt skýrt, feli hins vegar ekki í sér að starfsmenn í hlutastarfi eigi rétt á að fá umrædda skerðingu greidda á yfirvinnukaupi, heldur beri að greiða fyrir skerðinguna dagvinnulaun , eins og um aukning u á starfshlutfalli sé að ræða. Sú túlkun kjarasamningsákvæðisins, og sambærilegra ákvæða í kjarasamningum , hafi tíðkast um langt árabil athugasemdalaust af þeim sem by ggja rétt og skyldu á slíkum kjarasamningsákvæðum. Röng túlkun stefnda á kjarasamningsákvæðinu um hríð breyti ekki innta ki ákvæðisins að þessu leyti . Umrætt ákvæði kjarasamningsins í grein 2.6.9. mæli fyrir um að starf s menn í vaktavinnu taki ek ki sérstaka matar - og kaffitíma en vegna þeirrar skerðingar skuli telja hverja vakt , sem unnin sé til uppfyllingar vikulegri vinnuskyldu, 25 mínútum 4 lengri en raunverulegri viðveru starfsmanns n e m i. Af þessu leiði ljóslega að vakt, sem ekki telst fela í sér fullt star f, sk u l i telja 25 mínútum lengri en til fullnægingar vikuleg ri vinnuskyldu, þ.e. þannig að bæta sku l i umræddum 25 mínútum við útreikning á starfshlutfallinu og þar me ð við vaktina. Í framkvæmd hafi þetta verið svo að hlutastarfsmenn fái mínúturnar vegna sk erðingarinnar sem viðbót við starfshlutfall (dagvinnu) eða með sérstakri greiðslu sem mið i st við dagvinnukaup. Að því er varðar starfsmenn í fullu starfi , sé umrædd skerðing bætt með yfirvinnukaupi. Á stöðu starfsmanna , sem vinna fullt starf (100% starfsh lutfall) , og þeirra sem vinna hlutastarf , sé sá augljósi munur að umrædd viðbót gagnvart starfsmönnum í fullu starfi tel ji st umfram hámarksvinnutíma (100% starf) en í reynd tel j i st vakt þess , sem sinnir einungis hlutastarfi , því lengri sem þessum mínútum n emur, eins og k veðið sé á um í umræddri grein 2.6.9. í kjarasamningi. S kilja verði málatilbúnað stefnanda svo að hann krefjist þess að viðurkennt verði með dómi að ákvörðun stefnda um að greiða takmörkunina á matar - og kaffitíma Hafdísar Maríu sem dagvin , þ.e. grein 2.6.9. Í því fel is t sú afstaða stefnanda að skilja beri ákvæðið á þann veg sem á er by ggt af hans hálfu. Ljóst sé því að ef ekki sé fallist á þann skilning stefnanda , beri að sýkna stef nda af d ómkröfum stefnanda. Þá sé til viðbótar af hálfu stefnanda vísað til venju , sem hafi skapast varðandi skýringu og framkvæmd umrædds kjarasamni ngsákvæðis, en í því sambandi sé vísað til þess að stefnandi hafi fengið greidd yfirvinnulaun hjá stefnda vegna ske rðingarinnar allt fram til maí 2010. Stefndi fallist ekki á það með stefnanda, að f ramkvæmd sú , sem viðgekkst hjá stefnda , heldur sé þvert á móti ljóst að sú framkvæmd hafi ekki verið í samræmi við rétta og viðurkennda skýringu á kvæðisins. Stefndi byggi hins vegar á því að hann hafi á tímabili ranglega túlkað umrætt ákvæði kjarasamningsins og hafi því verið heimilt að víkja frá fyrri framkvæmd, þó svo að deila megi um hvort gæta hefði þurft að uppsagnarfresti við uppsögn hennar, en á því sé ekki byggt af hálfu stefnanda í máli þessu . Vísi stefndi að þessu leyti til þess viðurkennda sjónarmiðs varðandi réttarheimildina venju að hún þurfi að vera almenn og óumdei ld og að menn hafi almennt hegðað sér með tilteknum hætti á gru ndvelli upplýstrar ákvörðunar. Slíku sé ekki til að dreifa varðandi greiðslur til stefnanda á tilgreindu tímabili. Stefndi kveðst jafnframt byggja á því, að löng og athugasemdalaus venja sé að skýra ákvæði greinar 2.6.9., sbr. og sambærileg ákvæði annarra kjarasamninga , á þann veg að vaktir þeirra , sem gegna hlutastarfi , teljist lengri sem skerðingu vegna matar - og kaffitíma nemur. Um þetta vísi stefndi m.a. til framlagðra gagna, s.s. útreiknin ga á l engingu vakta hjá Borgarspítala frá 1995, kjarasamnings fjármálaráðherra f.h. 5 ríkissjóðs, og Starfsmannafélagsins Sóknar frá 1995, en þar sé lýst sameiginlegum skilningi samningsaðila varðandi dagvinnugreiðslu r til starfsmanna í hlutastarfi við sambæ ril egar aðstæður, greinar í Hjúkrunarblaðinu frá 1994 þar sem lýst sé breytingu starfshlutfalls hjá hlutavinnufólki vegna matar - og kaffitíma, kynningarefnis SFR, dagsetts 10. nóvember 2010, sem beri yfirskriftina Vaktavin na þar sem fram komi sá skilningur g vinnu) varðandi helgidagafrí og greiðslureglur frá Starfsmennt, vegna ma tar - og kaffitíma, en þar sé vís að til þess sama, en þó tekið fram að sumir samningar kveði á um að ávallt skuli greiða skerði ngu með yfirvinnukaupi, en því sé ekki til að dreifa í þeim samningi sem hér sé til umfjöllunar. Um lagarök vísar stefndi til almennra reglna samninga - og kröfur éttar, einkum á sviði vinnuréttar. Um málskostnað vísast til 130., sbr. 129. gr. , laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála. Niðurstaða Mál þetta á undir Félagsdóm , sbr. 2. tl. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938. Í máli þessu er ágreiningur með aðilum um hve rnig skýra beri ákvæði í grein 2.6.9 í kjarasamningi Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu annars vegar og hins vegar Sjúkraliðafélags Íslands. Með samkomulagi aðilanna 19. nóvember 2010 var þágildandi kjarasamningur á milli þeirra framlengdur til 30. nóvember 2010 auk þess sem nokkrum ákvæðum í samningnum var breytt, þar á meðal gr ein 2.6.9. Eftir breytinguna hljóðar ákvæðið svo: Starfsmenn í vaktavinnu hafa ekki sérstaka matar - og kaffitíma. Starfsmönnum er þó heimilt að neyta matar og kaffis við vi nnu sína á vaktinni ef því verður við komið starfsins vegna. Vegna takmörkunar þeirrar sem að ofan greinir á matar - og kaffitímum, skal telja hverja vakt sem unnin er til uppfyllingar vikulegri vinnuskyldu, 25 mínútum lengr i en raunverulegri viðveru nam. Breyting sú sem gerð var á ákvæðinu fólst í því að hver vakt sem unnin er til uppfyllingar vikulegri vinnuskyldu skal talin 25 mínútum lengri en raunverulegri viðveru nam í stað 15 mínútna samkvæmt eldri samningi. Krafa stefnanda í máli þessu, að frátaldr i kröfu um málskostnað, er tvíþætt. Samkvæmt fyrri kröfu sinni krefst stefnandi þess að viðurkennt verði að ákvörðun stefnda í maí 2010 að hætta að greiða Hafdísi Maríu Kristinsdóttur yfirvinnu vegna takmörkunar á m atar - og kaffitímum samkvæmt grein 2.6.9 í kjarasamningi málsaðila hafi verið andstæð kjarasamningsákvæðinu. Samkvæmt síðari kröfunni krefst stefnandi 6 þess að viðurkennt verði að Hafdís María eigi rétt á að fá greitt yfirvinnukaup vegna takmörkunar á matar - og kaffitímum samkvæmt fyrrgreindu kjar asamningsákvæði. Hafdís María mun hafa starfað hjá stefnda sem sjúkraliði í um þrjú til fjögur ár í 80% starfshlutfalli. Ekki er um það deilt að fram til maí 2010 fékk hún greidd yfirvinnulaun vegna skerðingar á matar - og kaffitímum. Frá þeim tíma fékk hún hins vegar greidd dagvinnulaun vegna skerðingarinnar. Fyrir dómi bar vitnið Anna Scheving, launafulltrúi hjá stefnda, að uppgjörsfyrirkomulag það , sem tíðkaðist fyrir maí 2010 , hafi verið við lýði hjá stefnda frá því hún hóf þar störf, eða í um sjö til át ta ár. Í hinu umdeilda kjarasamningsákvæði er þess ekki getið berum orðum hvort sá mínútufjöldi, sem greiða skal til viðbótar við hverja vakt vegna takmörkunar á matar - og kaffitímum, skuli greiddur með yfirvinnukaupi eða dagvinnukaupi. Af ákvæðinu verður að öðru leyti heldur ekki ráðið hvernig greiðslunum skuli háttað. Þá verður ekki ráðið með fullri vissu af gögnum málsins að ákvæðið sé túlkað og því beitt með einum og sama hætti af öllum aðilum sem greiða laun samkvæmt því. Í ljósi þessa þykir varhugave rt að fullyrða að sú ákvörðun stefnda í maí 2010 að greiða Hafdísi Maríu dagvinnulaun vegna skerðingar á matar - og kaffitímum hafi verið andstæð kjarasamningsákvæði því sem deilt er um í máli þessu. Samkvæmt þessu verður stefndi sýknaður af fyrri dómkröfu stefnanda. Eins og áður getur hefur Hafdís María starfað sem sjúkraliði hjá stefnda um þriggja til fjögurra ára skeið. Frá því hún hóf störf sem sjúkraliði og fram til maí 2010 fékk hún greidd yfirvinnulaun vegna skerðingar á matar - og kaffitímum þrátt fyr ir að hafa einungis verið í 80% starfshlutfalli. Sömuleiðis er ljóst af því sem fram hefur komið í málinu að áður en stefndi breytti tilhögun launagreiðslnanna í maí 2010 hafði hann um sjö til átta ára skeið haft þann hátt á að greiða sjúkraliðum yfirvinnu laun vegna skerðingarinnar , jafnvel þótt þeir hafi ekki verið í fullu starfi. Verður að telja að hér hafi komist á venja um greiðslu launa til sjúkraliða vegna skerðingar á matar - og kaffitímum og hafi venjan verið orðin það föst í sessi í maí 2010 að stef ndi hafi ekki getað vikið henni til hliðar einhliða . Ber því að taka til greina síðari kröfu stefnanda um að viðurkennt verði að téð Hafdís María eigi rétt á að fá greitt yfirvinnukaup vegna takmörkunar á matar - og kaffitímum samkvæmt hinu umdeilda kjarasa mningsákvæði. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda 300.000 krónur í málskostnað. 7 D Ó M S O R Ð Viðurkennt er að Hafdís María Kristinsdóttir eigi rétt á að fá greitt yfirvinnukaup vegna takmörkunar á matar - og kaffitímum sa mkvæmt grein 2.6.9 í kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Að öðru leyti er stefndi, Grund, dvalar - og hjúkrunarheimili, sýkn af kröfum stefnanda, Sjúkraliðafélags Íslands vegna Hafdísar Maríu Kristinsdóttur. S tefndi greiði stefnanda 300.000 krónur í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Þorgerður Erlendsdóttir Kristjana Jónsdóttir Bergþóra Ingólfsdóttir Valgeir Pálsson