FÉLAGSDÓMUR Dómur miðvikudaginn 30. júní 2021. Mál nr. 19/2020: Félag íslenskra náttúrufræðinga ( Jón Sigurðsson lögmaður ) gegn í slenska ríkinu vegna Landbúnaðarháskóla Íslands ( Einar Karl Hallvarðsson lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 8. júní sl. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson , Kristín Benediktsdóttir og Jónas Fr. Jónsson. Stefnandi er Félag íslenskra náttúrufræðinga, Borgartúni 6 í Reykjavík. Stefndi er íslenska ríkið, Arnarhvoli í Reykjavík, vegna Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri í Borgarnesi. Dómkröfur stefnanda 1 Í málinu gerir stefnandi eftirfarandi dómkröfur: Að viðurkennt verði með dómi að stefndi, Landbúnaðarháskóli Íslands, hafi brotið í bága við gr. 3 .2.2 og 3.3 í stofnanasamningi milli stefnanda og stefnda, Landbúnaðarháskóla Íslands, dags. 6. maí 2014, með því að hafa ekki raðað A , kt. , í launaflokk 16 vegna tímabilsins frá 1. júní 2015 til 1. júní 2016, en í launaflokk 18 vegna tímabilsins frá 1 . júní 2016 til 1. desember 2019, en í launaflokk 19 frá og með 1. desember 2019. Að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins, að viðbættum virðisaukaskatti . Dómkröfur stefnda 2 Stefndi krefst sýknu af öllu m kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað samkvæmt mati dómsins . Málavextir 3 Þann 26. júlí 2001 gerðu fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, stefndi í málinu, og stefnandi með sér kjarasamning með gildistíma frá 1. júlí 2001 til 30. nóvember 2004. Í 11. kafla hans er kveðið á um gerð stofnanasamnings og samstarfsnefndir. Kjarasamningnum var breytt og hann framlengdur fyrst 18. mars 2005 og síðan 28. 2 júní 2008, 6. júní 2011, 11. febrúar 2013, 20. júní 2014, 14. ágúst 2015, 16. janúar 2017, 28. febrúar 2018 og loks 2. apríl 2020. 4 Stefndi og tilgreind aðildarfélög Bandalags háskólamanna (BH M) gerðu með sér samkomulag, dags. 6. júní 2011, um breytingu á grein 11.3.1 í kjarasamningi er laut að stofnsamningum. Sama dag gerðu fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og stefnandi með sér viðauka við samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamning i undirrituðu m 6. júní 2011. Í bókun 2 með samningnum er tekið fram að þrátt fyrir ákvæði 11. gr. í fyrrgreindu samkomulagi stefnda og aðildarfélaga BHM verði 11. kafli í gildandi kjarasamningi stefnanda og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs óbreyttur. 5 Kjara samningar félaga innan BHM runnu út 28. febrúar 2015. BHM vísaði deilunni til ríkissáttasemjara í mars 2015 og vinnustöðvanir aðildarfélaganna hófust í apríl sama ár. Alþingi stöðvaði vinnudeiluna með lögum nr. 31/2015. Þann 14. ágúst 2015 úrskurðaði gerða rdómur í kjaradeilunni og voru gildandi kjarasamningar framlengdir til 31. ágúst 2017. 6 Í 5. gr. úrskurðarins er meðal annars kveðið á um röðun starfa og mat álags og um stofnanaþátt sem varð þannig að nýjum kjarasamningsákvæðum 11.3.2 og 11.3.3. Þann 16. janúar 2017 gerði fjármála - og efnahagsráðuneytið og stefnandi með sér samkomulag um breytingu á úrskurðarorði gerðardóms hvað varðar ákvæði 11.3.3.1. 7 Þann 2. apríl 2020 undirrituðu aðilar kjarasamning og framlengdist hann þá frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023. Þar var ekkert fjallað um gr. 11.3.2 og 11.3.3 og standa þær greinar því óbreyttar í kjarasamningnum. 8 Fyrsti stofnanasamningur á milli Landbúnaðarháskóla Íslands og stefnanda var undirritaður 19. nóvember 2004. Næsti stofnanasamningur var undirritað ur 16. janúar 2006 með gildistíma frá 1. nóvember 2005 og því næst 16. janúar 2009 með gildistíma frá 1. janúar 2009. Þann 6. maí 2014 var stofnanasamningur undirritaður milli aðila með gildistíma frá 1. mars 2014. Í stofnanasamningnum eru ákvæði um persón ubundna stigagjöf í grein 3.2 og í grein 3.2.2 er fjallað um menntun og í gr. 3.3 er fjallað um röðun í launaflokka. 9 A var ráðinn til starfs sem doktorsnemi hjá stefnda Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2011 . Í maímánuði árið 2015 hafði hann lokið 158,2 ECT S einingum af 180 heildar einingafjölda doktors náms ins . 10 Samkvæmt launaákvörðun stefnda með gildistíma frá 1. mars 2015 var A raðað í launaflokk 14, samkvæmt launaákvörðun stefnda með gildistíma frá 1. júní 2016 var honum raðað í launaflokk 16, og samkvæmt launaákvörðun stefnda með gildistíma frá 1. desember 2019 var honum raðað í launaflokk 17 . Var það síðasta breyting á launaflokkaröðun A . 11 Með erindi , dags. 2. febrúar 2020, óskaði A eftir leiðréttingu launa við skólann og að laun hans yrðu leiðrétt afturvi rkt frá 1. apríl 2019 en þá haf ð i hann óskað eftir 3 launaviðtali. Kom þar fram að hann taldi sig eiga rétt á hækkun vegna viðbótarnáms á háskólastigi. Landbúnaðarháskólinn hafnaði beiðni A í tölvupósti þann 28. febrúar 2020 með vísan til þess að skólinn túl kaði ekki hluta af doktorsnámi (PhD) sem viðbótarnám á háskólastigi. 12 Þann 4. mars 2020 fór A með málið fyrir samstarfsnefnd stefnanda og Landbúnaðarháskólans sem starfar á grundvelli kafla 11.4 í kjarasamningi aðila . Mál hans var tekið fyrir á nokkrum fund um samstarfsnefndar án niðurstöðu. Á fundi sem haldinn var 8. október 2020 hafnaði skólinn kröfum og sjónarmiðum stefnanda vegna máls A . Lauk þar með m eðferð samstarfsnefndar á málinu án þess að á kröfu hans væri fallist . Málsástæður og lagarök stefnanda 13 Stefnandi byggir stefnukröfur sínar á því að stefndi hafi, með því að skirrast við að raða félagsmanni stefnanda og starfsmanni stefnda, A , í þá launaflokka sem stefnukröfur mæli fyrir um, brotið í bága við ákvæði greina 3.2.2 og 3.3 í stofnanasamning i aði la frá 6. maí 2014. Telur stefnandi að umræddur starfsmaður eigi samning s bundna og lögvarða kröfu á því að honum hafi verið raðað í umrædda launaflokka á þeim tímabilum sem stefnukröfur tilgreini . Ekki sé hægt að túlka umrædd samningsákvæði með öðrum hætti en samkvæmt orðanna hljóðan, sem sé til samræmis við túlkun stefnanda á þeim. Bendir stefnandi á að stofnanasamningur sé gerður samkvæmt ákvæðum 11. kafla kjarasamnings milli stefnanda og stefnda . 14 Stefnandi bendir á að A hafi í maí árið 2015 verið búinn að ljúka 158,2 ECTS einingum sem hluta af doktorsnámi. Í gr. 3.2.2 í stofnanasamningi sé fjallað um einingar í viðbótarnámi á háskólastigi skuli gefa 1 stig til viðbótar við ofa ngrein d a telur augljóst að í þessum orðum ákvæðisins felist að fyrir þær einingar sem lokið hefur verið í námi skuli gefa viðbótarstig, að því gefnu að ECTS einingarnar sem lokið sé við séu fleiri en 20 talsins. Stefnandi telur að þ ar sem A hafi lokið við 158,2 einingar þá eigi hann rétt til 7 viðbótarstiga, sbr. gr. 3.2.2. Samkvæmt gr ein 3.3 í stofnanasamningnum þá hafi 7 stig jafngilt tveimur launaflokkum, sem nemi þeirri hækkun sem A eigi rétt til og stefnandi byggir á . Stefn andi bendir á að ljóst megi vera af umræddu ákvæði gr einar 3.2.2 í stofnanasamningi, að komi til þess að A ljúki doktorsprófi síðar, þá falli niður hin umkröfðu stig fyrir viðbótarnám og A fái þá doktorsgráðuna metna sem formlegt nám samkvæmt 1. mgr. sama samningsákvæðis. 15 Stefnandi bendir á að samkvæmt launaákvörðun stefnda með gildistíma frá 1. mars 2015 hafi A verið raðað í launaflokk 14, samkvæmt launaákvörðun með gildistíma frá 1. júní 2016 hafi honum verið raðað í launaflokk 16, en í launaflokk 17 samkvæmt launaákvörðun með gildistíma frá 1. desember 2019, sem hafi verið síðasta breyting á launaflokkaröðun hans. Stefnandi byggir á því að A hafi átt rétt til þess að vera raðað tveimur l aunaflokkum ofar á hverju þessara tímabila frá árinu 2015. Kröfur stefnanda 4 taki mið af þeim rétti til hækkunar. Því hafi A átt rétt til þess að vera raðað í launaflokk 16 vegna tímabilsins frá næsta launagjalddaga eftir að umræddum einingafjölda var náð, þ.e. 1. júní 2015, og fram til 1. júní 2016, en í launaflokk 18 vegna tímabilsins frá 1. júní 2016 til 1. desember 2019, en í launaflokk 19 frá og með 1. desember 2019. 16 Stefnandi telur að skilningur og túlkun stefnda á framangreindum ákvæðum stofnanasamni ngs fái með engu móti staðist. Sú túlkun sé með þeim hætti að gr ein 3.2.2 nái eingöngu til formlegrar menntunar. Gegn þessu kveðst stefnandi byggja á því að formleg menntun, sem starfsmaður hafi lokið að fullu með veitingu prófskírteinis, sé augljóslega um fjöllunarefni 1. mgr. ákvæðisins, en hins vegar sé í 2. mgr. ákvæðisins fjallað sérstaklega um viðbótarnám . Stefnandi telur að þ egar sá hluti ákvæðisins sé lesinn , þá eigi enginn að velkjast í vafa um að þar sé átt við rétt starfsmanns til viðbótarstiga en da þótt að hann hafi einungis lokið við hluta náms og prófgráðu enn ekki náð. Vísar stefnandi til þess að slíkt fái jafnframt stuðning af 3. mgr. greinar 3.2.2, þar sem fjallað sé um heimil d til að gefa stig fyrir ígildi formlegrar menntunar hafi starfsmað ur tekið að sér verkefni sem krefjist slíkrar menntunar og skilað þeim með sóma. Stefnandi telur að einu gildi þótt stefndi hafi ekki beitt ákvæðinu áður með þeim hætti sem túlkun stefnanda byggi á. Þá bendir stefnandi á að ekki fái staðist sú röksemdafærs la stefnda í fundargerð samstarfsnefndar, að hafi gildandi ákvæði greinar 3.2.2 komið fyrst inn í stofnanasamning árið 2009 , þ.e. einungis fimm árum áður en gildandi stofnanasa mningur hafi tekið gildi. 17 Auk framangreindra lagaraka byggir stefnandi kröfur sínar fyrst og fremst á gildandi stofnanasamningi aðila, dags. 6. maí 2014, og kjarasamningi aðila, sbr. gildandi kjarasamning , dags. 28. febrúar 2018 , og eldri kjarasamninga se m ná i til umkrafins tímabils skv. stefnukröfum, með síðari breytingum. Stefnandi vísar einnig til almennra reglna um skuldbindingargildi samninga og meginreglna vinnuréttar og kröfuréttar. Vísar stefnandi í því samhengi til ákvæða laga nr. 55/1980 um starf skjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, til stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og til laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Þá vísar stefnandi til laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, þ.m.t. 3. tl. 1. mgr. 26. gr., sbr. einnig IV. kafla, þ.m.t. 44. gr., laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. 18 Kröfu um málskostnað styður stefnandi við XXI. kafla l aga nr. 91/1991, aðallega 129. og 130. gr. Krafa um virðisaukaskatt af málskostnaði sé reist á l ögum nr. 50/1988 um virðisauka skatt, en stefnandi kveðst ekki vera virðisaukaskattskyldur og til að tryggja skaðleysi sitt sé honum nauðsynlegt að fá skattinn dæmdan úr hendi stefnda. Málsástæður og lagarök stefnda. 19 Stefndi byggir á því að kjarasamningur sé samningur milli stéttarfélag a og ríkisins um kaup og kjör og sé stofnanasamningur hluti af honum. Stofnanasamningur sé sérstakur samningur milli stofnunar og stéttarfélags um aðlögun tiltekinna þátta kjarasamningsins að þörfum stofnunar og starfsmanna með hliðsjón af eðli starfsemi, 5 skipulagi og/eða öðru því sem gefur stofnuninni sérstöðu. Í stofnanasamningi skuli semja um grunnröðun starfa og hvaða þættir og/eða forsendur eigi að ráða röðuninni. Þar sé u fyrst og fremst metin þau verkefni og skyldur sem í starfinu felist auk þeirrar f ærni (kunnátta/sérhæfing) sem þurfi til að geta innt starfið af hendi. 20 Stefndi telur að þegar k omi að túlkun og skýringu á ákvæðum kjarasamninga svo og stofnanasamninga skuli sömu sjónarmið eiga við og almennt gildi um samninga að teknu tillit i til sérstö ðu kjarasamninga. Meðal þess sem taka þurfi tillit til við túlkun samninga séu aðstæður við samningsgerð, hvað hafi vakið fyrir samningsaðilum, þ ess skilning s sem ætla má að aðilar hafi lagt í samninginn, þeirrar orðnotkun ar sem almennt hafi tíðka s t þegar samningur hafi verið gerður, venjur sem kunn i að hafa skapast, framkvæmda r og forsögu samningsins. Fjallað sé um stofnanaþátt og samstarfsnefndir í 11. kafla kjarasamnings aðila frá 28. febrúar 2018. Í grein 11.3.3.2 sé fjallað um persónubundna þætti og þa r segi meðal annars: Sérstaklega skal meta formlega framhaldsmenntun sem lokið er með viðurkenndri prófgráðu og ekki er þegar metin við grunnröðun starfsins. Menntunin þarf að nýtast í starfi og því miðað við að hún sé á fagsviði viðkomandi. Miða skal við að diplóma (60 einingar) leiði til hækkunar um 2 launaflokka, meistaragráða leiði til hækkunar um 4 launaflokka og doktors - eða sambærileg gráða um 6 launaflokka, en þó aldrei hærra en launataflan leyfir. Styttra formlegt nám skal metið með sambærilegum h ætti. 21 Stefndi vísar til þess að í stofnanasamningi stefnanda og Landbúnaðarháskólans sem undirritaður var 6. maí 2014 og gildir frá 1. mars 2014 sé fjallað um matsþætti í 3. gr. og í 3.2 sé fjallað um persónubundna stigagjöf. Grein 3.2.2 fjallar um menntun og sé svohljóðandi: Formleg menntun umfram BS (eða samsvarandi) er metin með eftirfarandi hætti. Stig leggjast ekki saman: BS Hon eða sambærilegt 3, MSc eða sambærilegt 6, PhD eða sambæri legt 12. Viðbótarnám: Fyrir hverjar 20 ECTS einingar í viðbótarnámi á háskólastigi skal gefa 1 stig til viðbótar við ofangreinda formlega menntun. Heimilt er að gefa stig fyrir ígildi formlegrar menntunar hafi starfsmaðurinn tekið að sér verkefni sem krefj ast slíkrar menntunar og skilað þeim með sóma. 22 Stefndi bendir á að ECTS einingar standi fyrir European Credit Transfer System og séu notaðar til þess að meta nám milli háskóla meðal annars hvað teljist fullt nám á hverri önn. Kerfið hafi verið tekið upp í Háskóla Íslands veturinn 2008 - 2009 og te ljist fullt nám á önn 30 einingar og eitt námsár sé þannig 60 einingar. 23 Stefndi byggir á því að samkvæmt túlkun Landbúnaðarháskólans og framkvæmd á 2. mgr. í grein 3.2.2 í stofnanasamningi aðila frá 2014 sé tillit t ekið til viðbótarnáms þegar því hafi formlega verið lokið . Stefndi telur að eftir þessu ákvæði hafi verið farið 6 frá því að það kom inn í stofnanasamning aðila árið 2009. Að mati stefnda er um að ræða óslitn a og ótvíræða framkvæmd skólans. 24 Stefndi kveðst byggja á því að þannig hafi ekki verið gefin stig fyrir hverjar 20 ECTS einingar fyrr en námi sé formlega lokið með prófgráðu. Stefndi bendir á að skólinn sé með doktorsnemendur og stundum meistaranemendur á launum og að hækkum á launum þeirra komi ekki ti l skoðunar þótt þeir hafi klárað ákveðinn einingarfjölda í námi sínu. Menntun sé talin til stiga þegar henni hafi formlega verið lokið. Að mati stefnda er einnig órökrétt, þversagnakennt og á skjön við orðalag ákvæðanna þegar doktorspróf veit i tiltekin st ig og launaflokk en geti einnig á sama tíma veitt stig og aðra röðun í launaflokka meðan á því st andi sem viðbótarnám. Bendir stefndi á að slíkt sé augljóslega ekki það sem vakið hafi fyrir aðilum stofnanasamningsins. 25 Að mati stefnda og skólans sé það einnig mjög sérkennileg staða og viðurhlutamikið mál fyrir skólann ef nemendur hans (bæði MSc og PhD nemar) , sem oft séu í starfi hjá skólanum með námi , ættu rétt til hækkunar á launum þegar þeir klári áfanga og/eða hluta af rannsóknaverkefni á leið s inni til prófgráðu. 26 Vísar stefndi til þess að l aun sérfræðinga hjá skólanum séu háð árangursstigum og sé það á ábyrgð starfsmanna að skila inn gögnum sem metin séu til stiga á ári hverju og hafi starfsmenn getað gert athugasemdir við matið hafi þeim þótt ástæða til. Stigin ráði síðan launasetningu sérfræðinga hverju sinni. 27 Stefndi bendir á að A , sem sé félagsmaður stefnanda, hafi hafið störf hjá stefnda í janúar 2011 sem verkefnastjóri og hafi þá raðast í launaflokk 12. Við stigamat fyrir árin 2015 - 2019 h afi hann fengið 40 kennslustig. Í desember 2019 hafi A hækkað í launaflokk 17 og hafi það byggt á stigamati opinberra háskóla. Honum sé í dag raðað í launaflokk 17 og telur stefndi það í samræmi við framkvæmd og túlkun Landbúnaðarháskólans á gildandi stofn anasamningi. 28 Stefndi kveðst mótmæla málatilbúnaði stefnanda þar sem kröfur stefnanda hafi byggt á rangri túlkun á umræddu ákvæði í stofnanasamningi aðila. Telur stefndi að röðun A sé í fullu samræmi við ákvæði stofnanasamnings og kjarasamning aðila. 29 Stefnd i kveðst hafna því að unnt sé að túlka ákvæðið eftir orðanna hljóðan á þann hátt sem stefnandi byggir á. Telur stefndi að við túlkun ákvæðisins þurfi meðal annars að skoða tengsl þess við kjarasamning aðila, tilgang og framkvæmd stofnunar við útfærslu ákvæ ðisins í rúman áratug. 30 Stefndi telur að einnig þurfi að horfa til forsögu málsins. Þannig kom fram með skýrum hætti í stofnanaþætti núgilda ndi kjarasamnings stefnanda og stefnda , í 2. mgr. greinar 11.3.3.2 , að sérstaklega skuli meta formlega framhaldsmenn tun sem lokið sé með viðurkenndri prófgráðu og ekki sé þegar metin við grunnröðun starfsins og að menntunin hafi þurft að nýtast í starfi og þurfi því að hafa verið á fagsviði viðkomandi. Stefndi vísar einnig til greinar 11.1.3.1 í 3. lið kjarasamningsins . Telur stefndi þessar 7 skýru leiðbeiningar í kjarasamningi aðila í samræmi við túlkun og framkvæmd Landbúnaðarháskólans á umræddu ákvæði í stofnanasamningi aðila. 31 Stefndi bendir á, að af hálfu skólans hafi alltaf verið gerð krafa um það, að til þess að vi ðbótarnám skv. 2. mgr. greinar 3.2.2 í stofnanasamningi komi til skoðunar og leiði hugsanlega til launaflokkahækkunar , þá þurfi að vera um nám að ræða sem hafi verið lokið með prófgráðu. Ákvæðið hafi aldrei verið útfært með öðrum hætti af hálfu Landbúnaðar háskólans og aldrei hafi verið gerð krafa um það af hálfu stefnanda fyrr en nú. Eins og fram hafi komið í fundargerð samstafsnefndar frá 8. október 2020 , þá er það afstaða Landbúnaðarháskólans að það hafi verið ætlunin að ákvæðið tæki einungis til formlegr ar menntunar. 32 Stefndi byggir á því að s tofnanasamning og ákvæði hans verði að túlka með hliðsjón af og taka mið af þeim kjarasamningi sem stofnanasamningurinn byggir á og vísar stefndi til þess sem fram komi í grein 11.1.1 í kjarasamningi aðila. Þá sé ekki hægt að horfa fram hjá þeim ágreiningi sem stefnandi hafi átt í við samningsaðila sinn um langt árabil vegna mats á viðbótarmenntun félagsmanna sinna og túlkun og útfærslu á því mati. Fyrir ligg i niðurstaða gerðardóms skv. lögum nr. 31/2015, dags. 14. ágú st 2015, þar sem meðal annars sé tekið á þessum atriðum, kjarasamningur og svo dómar í þremur málum þar sem reynt hafi á túlkun og framkvæmd á menntunarákvæðum stofnanasamnings og mati á viðbótarmenntun . 33 Að mati stefnda liggur ljóst fyrir með hvaða hætti m enntun skuli metin til launaflokka, annars vegar sem hluti af grunnröðun í launaflokka og hins vegar sem persónubundin viðbótarmenntun sem nýttist í starfi. Að mati stefnda skal horfa til formlegrar framhaldsmenntunar sem lokið hafi verið með viðurkenndri prófgráðu og sé ekki þegar metin við grunnröðun starfsins. 34 Stefnandi byggir á því að t úlkun Landbúnaðarháskólans og framkvæmd við mat á menntun skv. 2. mgr. gr. 3.2.2 í stofnanasamningi aðila sé í samræmi við framangreinda túlkun. Hafi umrætt ákvæði stofn anasamnings aldrei verið útfært með þeim hætti sem nú sé krafist af stefnanda hálfu heldur hafi alltaf verið krafist formlegrar prófgráðu til þess að viðbótarnám komi til skoðunar og metið til launaflokkahækkunar. Á það við hvort heldur horft sé til fyrri eða núgildandi stofnanasamnings aðila. 35 Einnig bendir stefndi á að útfærsla og framkvæmd stofnanasamnings aðila hafi verið unnin í nánu samstarfi með stefnanda og engar athugasemdir hafi verið gerðar fyrr en í aðdraganda þessa máls. Hafi stefnandi verið ósá ttur við framkvæmd og túlkun Landbúnaðarháskólans á umræddu ákvæði hafi félagið átt að setja fram athugasemdir mun fyrr , enda hafi umrætt ákvæði verið í stofnanasamningi aðila frá árinu 2009. Stefnandi hafi ekki gert neinar athugasemdir varðandi túlkun og framkvæmd á ákvæðinu né lagt fram erindi fyrir samstarfsnefnd félagsins og Landbúnaðarháskólans 8 fyrr en nú. Stefndi telur að stefnandi hafi sýnt af sér verulegt tómlæti að þessu leyti sem eigi að leiða til þess að hafna ð sé kröfum stefnanda . 36 Þá byggir stef ndi á að ef Félagsdómur fallist á röksemdir stefnanda þá fyrnist launakröfur á 4 árum frá gjalddaga skv. lögum nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. Ekki sé því unnt að fallast á viðurkenningarkröfur stefnanda. 37 Með vísan til alls framangreinds er málatil búnaði stefnanda að öðru leyti mótmælt og krafist sýknu í málinu þar sem að mati stefnda hafi í engu verið brotið gegn stofnanasamningi frá 6. maí 2014. 38 Til stuðnings kröfum stefnda um málskostnað vísast í öllum tilvikum til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Niðurstaða 39 Mál þetta á undir Félagsdóm skv. 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 40 Í málinu deila aðilar um skilning og túlkun á grein 3.3.2 og 3.3 í stofnanasamningi þeirra varðandi það hvort hverjar þær 20 ECTS einingar, sem einstaklingur lýkur sem hluta af doktorsnámi, verði metnar sem viðbótarnám skv. grein 3.3.2 og gefi stig fyrir p ersónubundna þætti sem geti nýst til hækkunar um launaflokk skv. grein 3.3. 41 Stofnanasamningar eru hluti af kjarasamningum sem mæla fyrir um aðlögun tiltekinna þátta kjarasamnings að þörfum stofnunar og starfsmanna hennar með hliðsjón af eðli starfsemi, sk ipulagi og öðru sem gefur stofnun sérstöðu. Við túlkun á ákvæðum stofnanasamnings verður því litið til ákvæða kjarasamnings. 42 Í grein 11.3.3.2 í úrskurði gerðardóms frá 14. ágúst 2015, sem framlengdi kjarasamning aðila með gildistíma frá 1. mars 2015, og í sömu grein í kjarasamningi aðila frá 28. febrúar 2018, er fjallað um persónubundna þætti við röðun starfa í launaflokka. Þar kemur fram, að álag fyrir persónubundna þætti sé varanlegt enda umbun fyrir t.d. kunnáttu eða reynslu viðkomandi starfsmanns. Þá se gir að sérstaklega skuli meta formlega framhaldsmenntun sem lokið er með viðurkenndri prófgráðu og sé ekki þegar metin við grunnröðun starfs. Jafnframt er sett viðmið um mat til hækkunar launaflokka miðað við diplómu, meistaragráðu og doktorsgráðu og síða n tiltekið að styttra formlegt nám skuli metið með sambærilegum hætti. 43 Í stofnanasamningi aðila dags. 6. maí 2014, er samið um mat á starfstengdum og persónubundnum þáttum til röðunar í launaflokka. Persónubundnir þættir snúa að persónulegri færni starfsma nns með hliðsjón af árangri, menntun eða sérstakri færni vegna annarra þátta sem gera starfsmann hæfari til að sinna starfi sínu. 44 Í ákvæði 3.2.2. greinar stofnanasamningsins er mælt fyrir um mat til stiga við röðun í launaflokka vegna menntunar sem persón ubund ins þáttar. Í 1. mgr. ákvæðisins er 9 fjallað um formlega menntun, í 2. mgr. er fjallað um viðbótarnám til viðbótar við formlega menntun skv. 1. mgr. og í 3. mgr. er fjallað um hvernig meta megi ígildi menntunar fyrir starfsmann sem hefur sinnt með sóma starfi sem krefst meiri menntunar en hann hefur. Í þessu máli kemur til skoðunar túlkun og samhengi 1. og 2. mgr. ákvæðisins, en 3. mgr. varðar ólíka aðstöðu en hér er uppi. 45 Að mati dómsins verður af orðalagi ákvæðisins og með hliðsjón af ákvæðum kjarasam nings að túlka það þannig, að veita skuli stig til röðunar í launaflokka þegar starfsmaður hefur öðlast þá persónubundnu færni sem staðfest er með prófgráðu eða öðru lokaprófi við lok háskólanáms. Þannig felst í 1. mgr. að veitt eru nánar tilgreind stig fy rir nám þegar því lýkur með þeim prófgráðum sem þar eru taldar upp. Þá felst í 2. mgr. að veitt skuli stig við lok formlegs viðbótarnáms , sem starfsmaður hefur sótt til viðbótar við nám sem lokið er með prófgráðum skv. 1. mgr., og þá fyrir hverjar 20 ECTS einingar sem í náminu felast. 46 Stefnandi hefur ekki sýn t fram á að skilja eigi framangreint ákvæði stofnanasamningsins með öðrum hætti eða að fyrir samningsaðilum hafi vakað að semja um að veitt væru stig til launahækkana fyrir hverjar 20 ECTS einingar í n ámi án þess að því sé lokið. Í ljósi ákvæða kjarasamnings aðila, m.a. þess ákvæðis að meta eigi styttra formlegt nám með sambærilegum hætti og námi sem lýkur með diplómu, meistaragráðu eða doktorsgráðu, þá telur dómurinn að aðilar hefðu þurft að semja um s líka framkvæmd með skýrum hætti í stofnanasamningi. 47 Eins og úrslitum málsins er háttað verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 500.000 kr. Dómsorð: Stefndi íslenska ríkið vegna Landbúnaðarháskóla Íslands er sýkn af kröfu stefnanda, Félags íslenskra náttúrufræðinga. Stefnandi greiði stefnda 500.000 krónur í málskostnað.