FÉLAGSDÓMUR Dómur þriðjudaginn 1. febrúar 20 2 2 . Mál nr. 15 /20 20 : A ( Helgi Birgisson lögmaður ) gegn Kópavogsbæ ( Ari Karlsson lögmaður ) Dómur Félagsdóms Mál þetta er höfðað með stefnu birtri ótiltekinn dag, en málið var þingfest 17. nóvember 2020. Málið var dómtekið að lokinni aðalmeðferð 4. janúar 2022. Málið dæma Sigurður G. Gíslason, Ásmundur Helgason, Guðni Á. Haraldsson, Karl Ó. Karlsson og Gísli Gíslason. Ste fnandi er A , í Garðabæ . Stefndi er Kópavogsbær, Fannborg 2 í Kópavogi . Dómkröfur stefnanda 1 Endanlegar dómkröfur stefnanda eru eftirfarandi: 1. Að viðurkennt verði með dómi að stefnandi hafi borið samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara að njóta starfsréttinda og launakjara sem grunnskólakennari í launaflokki 233, en ekki leiðbeinandi 2 í launaflokki 228, í kennslustarfi sínu við Vatnsendaskóla í Kópavogi á vorönn 2018. 2. Að viðurkennt verði með dómi að stefnda h afi borið að viðurkenna til starfsreynslu kennsluferil stefnanda við Háskólann á Bifröst árin 1991 - 1995 við launasetningu hans í starfi við Vatnsendskóla á vorönn 2018. 3. Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt málskostnaðarreikningi sem lagður verður fram við aðalmeðferð málsins. Dómkröfur stefnda 2 Stefndi krefst sýknu af öllum dómkröfum stefnanda. Þá krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati Félagsdóms eða samkvæmt málflutningsyfirliti. Málavextir 3 Stefnandi lauk B.S. gráðu í tveimur aðalgreinum , þ.e. í sálfræði og líffræði, frá Lewis og Clark College í Bandaríkjunum 1984. Hann lauk M.S. gráðu í vinnumarkaðsfræðum frá Oregon Háskóla þar í landi 1989 og meistaragráðu frá sama háskóla í fjármálahagfræði 1991. Á árunum 1985 - 1987 kenndi hann efnafræð i, 2 líffræði og sálfræði við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Þá var hann lektor við Samvinnuháskólann á Bifröst frá 1991 til 1995. Hinn 15. maí 2008 fékk stefnandi leyfi Menntamálaráðuneytisins til að nota starfsheitið framhaldsskólakennari í viðskiptagrein um og líffræði á grundvelli laga nr. 80/1996 um grunnskóla og laga nr. 86/1998 um lögverndu n á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra. 4 Staða umsjónarkennara á unglingastigi í náttúru - og eðli s fræðikennslu við Vatnsendaskóla var auglýst laus til umsóknar frá 28. nóvember 2017 með umsóknarfresti til 20. desember sama ár. Stefnandi sótti um starfið 14. desember 2017 og var hann eini umsækjandinn. 5 Í málinu liggur fyrir að vegna umsóknar stefnanda var Menntamálastofnun send umsókn um heimild til að lausráða starfsmann, sem ekki hefur leyfi mennta - og menningarmálaráðherra til að nota starfsheitið grunnskólakennari og til að starfa sem slíkur hér á landi við grunnskóla á vegum opinberra aðila eða aðr a hliðstæða skóla, sbr. 4. gr. laga nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla, og framhaldsskóla. Var umsóknin samþykkt 1. febrúar 2018. 6 Stefnandi var þannig ráðinn tímabundið við Vatnsendaskóla í 100% starfshl utfall og launaflokkar vegna menntunar á grundvelli greinar 1.3.2 í kjarasamningi og tók stefnandi því laun samkvæmt launaflokki 231. Samkvæmt ráðningarkjörum fékk stefnandi greitt fyrir yfirvinnu umfram fullt starf sem nam 6 stundum á mánuði á tímabili kennslu. 7 Með stefnanda og stefnda reis ágreiningur um réttindi stefnanda vegna ráðningar hans við Vatnsendaskóla í janúar 2018. Einnig reis ágreiningur milli aðila um mat á k ennslureynslu stefnanda og þá ákvörðun að neita honum um umsjónarkennslu og aukakennslu við Vatnsendaskóla á vorönn 2018. Fyrir liggur að við upphaf kennslu í Vatnsendaskóla gekk stefnandi inn í úthlutaða kennslu og stundaskrá þess kennara sem hætt hafði s törfum við skólann. Stefnandi lýsir málavöxtum á þann veg að honum hafi verið falið hlutverk umsjónarkennara fyrstu tvo dagana í starfi þar til deilda r stjóri unglingastigs hafi stigið inn í og tekið þá kennslu yfir á þeirri forsendu að stefnandi hafi ekki getað sinnt hlutverkinu þar sem hann væri á undanþágu sem leiðbeinandi við skólann. Þessu hefur stefndi mótmælt sem röngu. Stefndi lýsir málavöxtum á þann veg að ástæða þess að stefnanda hafi ekki verið falin umsjónarkennsla hafi verið sú að einungis var l aus umsjónarkennsla í 10. bekk en breytingar höfðu áður verið á umsjón hópsins og var því talið farsælast að fela umsjón kennurum sem höfðu kennt nemendunum áður og þekktu til þeirra. 8 Kennarasamband Íslands neitaði að höfða mál þetta fyrir hönd stefnanda en stefnandi lagði fram sönnun um synjun Kennarasambands Íslands fyrir forseta dómsins áður en 3 stefna var gefin út í samræmi við 5. mgr. 27. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Málsástæður og lagarök stefnanda 9 Stefnandi vísar til þ ess að áður en gengið var frá ráðningu stefnanda við Vatnsendaskóla hafi skólastjóri skólans að eigin frumkvæði sótt um heimild til að lausráða stefnanda til kennslustarfans. Stefnandi hafi í kjölfar undirritunar ráðningarsamnings komið á framfæri andmælum sínum við skólastjórann við ráðningarfyrirkomulagið þar sem hann væri með kennsluréttindi á sínu sérsviði og því væri undanþáguheimild og ráðningarsamningurinn ekki í samræmi við starfsréttindi hans. Þeim athugasemdum stefnanda hafi ekki verið sinnt af sk ólastjóra samkvæmt fyrirmælum stefnda. 10 Stefnandi kveðst byggja á því að engin rök hafi staðið til þess af hálfu stefnda að sækja um heimild til undanþágunefndar til þess að ráða stefnanda til kennslu við Vatnsendaskóla, né að heimfæra ráðningu og starfsrét tindi stefnanda undir lausráðinn leiðbeinanda við grunnskóla. Stefnandi hafi verið með leyfisbréf framhaldsskólakennara sem hafi veitt honum heimild til kennslu á sínu sérsviði í 8. - 10. bekk grunnskóla án undanþágu. Stefnandi telur það jafngilda stöðu þess sem hefur leyfisbréf grunnskólakennara. Með réttu hafi undanþágunefnd átt að hafna því að taka umsóknina til meðferðar og vísa henni frá. 11 Stefnandi vísar til þess að í grein 1.3.1 í þágildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grun nskólakennara sé fjallað um starfsheiti og röðun grunnskólakennara í launaflokka. Í launaflokk 233 sé raðað grunnskólakennara, sem lgreind tvö starfsheiti 228 og sækja verði um undanþágu fyrir. Stefnandi telur að hann hafi verið ranglega ki þurft undanþágu þar sem hann hafi haft lögbundin réttindi til kennslu í 8. - 10. bekk grunnskóla á sínu sérsviði. Telur stefnandi að hann hafi átt að njóta launa sem grunnskólakennari í launflokki 233. Þá telur stefnandi einnig að hann hefði með réttu átt að njóta grunnlauna í launaflokki 235 sem umsjónarkennari ef ekki hefði verið gengið fram hjá honum með umsjón nemenda. 12 Stefnandi bendir á að meðal þess sem komið hafi fram í ráðningarsamningi stefnanda hafi verið að hann væri með yfir fimm ára kenns luferil, sem væri þannig til kominn að hann hafi tveggja ára starfsreynslu við Fjölbrautarskólann í Breiðholti, eins árs við Valhúsaskóla og þrjú og hálft ár við Háskólann á Bifröst. Í meðförum stefnda hafi kennsluferill stefnanda verið færður niður í þrjú ár, þar sem kennsluferillinn á Bifröst hafi ekki verið viðurkenndur sem starfsreynsla. Sú ákvörðun á sér að mati stefnanda enga stoð í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna 4 grunnskólakennara. Kennsluferil stefnanda við Háskólann á Bif röst árin 1991 - 1995 hafi borið að meta til starfsreynslu þegar stefnandi hóf störf við Vatnsend a skóla. 13 Stefnandi byggir á því að hann hafi í Vatnsendaskóla annast kennslu á sérfræðisviði sínu, þ.e. í náttúrufræðum, en verið ranglega metinn sem leiðbeinandi , en ekki réttindakennari. Af þeim sökum hafi verið fallið frá því að fela honum umsjónarkennslu og honum ekki gefinn kostur á að sinna aukakennslu. Vorið 2018 hafi stefnandi leitað eftir því að annast áfram kennslu við Vatnsendaskóla. Fram hjá honum hafi hins vegar verið gengið með þeim rökum að hann væri leiðbeinandi og staðan auglýst. Hafi nýr kennari með grunnskólaréttindi verið ráðinn fyrir skólaárið 2018/2019 áður en starfstíma stefnanda hafi lokið. Stefnandi vísar til þess að um ráðningu kennara og s kólastjórnenda segi í grein 14.2 í kjarasamningi aðila að þeir skuli almennt ráðnir ótímabundið með gagnkvæmum uppsagnarfresti. Við sérstakar aðstæður sé þó heimilt að ráða tímabundið til kennslustarfa þegar umsækjandi hefur ekki leyfisbréf til kennslurétt inda og sækja þarf um heimild fyrir ráðningu hans til undanþágunefndar grunnskóla. Stefnandi telur að sú undantekningarregla hafi ekki átt við um stefnanda og hafi því borið að ráða hann ótímabundið með gagnkvæmum uppsagnarfresti. 14 Af því sem hér að f raman er rakið telur stefnandi að stefndi hafi gróflega brotið gegn honum þegar stefndi hafi ákveðið starfsréttindi hans og launakjör sem leiðbeinanda í stað grunnskólakennara. Réttilega væri stefnandi launasettur í samræmi við staðfest réttindi, rúmlega f imm ára kennslureynslu og 465 ECTS - nám. Þá hafi verið með ólögmætum hætti gengið fram hjá stefnanda þegar honum hafi verið synjað um áframhaldandi kennslu við Vatnsendaskóla á þeirri forsendu að hann hefði ekki réttindi til kennslu við grunnskóla og að gru nnskólakennarar nytu forgangs sem 15 Stefnandi telur að af kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna hafi verið verulega of lág þar sem hann ha fi ekki verið talinn réttindakennari og fallið hafi verið frá því að veita honum umsjón bekkjar sökum ætlaðs skorts á réttindum. Þess utan sé ljóst að stefnandi hafi ranglega ekki verið talinn hæfur til að taka að sér aukakennslu sem sé töluverður tekjupós tur, ekki síst hjá vönum kennara eins og stefnanda. Þar sem stefnandi hafi ekki fengið áframhaldandi kennslu hafi hann orðið af launum frá því um sumar 2018 og til 10. september 2018 þegar hann hóf kennslu við Hólabrekkuskóla. 16 Stefnandi vísar til þess að hin ólögmæta meðferð á ráðningu hans hafi valdið því að hann hafi verið hýrudreginn með því að vera færður niður í launaflokk leiðbeinenda í stað þess að um starfskjör hans færi sem réttindakennara við grunnskóla. Hafi hann augljóslega orðið fyrir tekjutap i og þar með tjóni af hinni ólögmætu ákvörðun. Hefði stefnandi fengið ráðningu sem réttindakennari við grunnskóla stefnda hefðu fylgt því umtalsvert hærri laun og verðmætari réttindi í formi starfsöryggis og lífeyrisréttinda. 5 17 Um málsmeðferðina vísar stefna ndi til ákvæða IV. kafla laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og IV. kafla laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur og laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, eftir því sem við á. Um viðurkenningarkröfu stefnanda vísar stefnandi ti l 2. mgr. 25. gr. laga um meðferð einkamála og um málskostnaðarkröfu til XXI. kafla laganna og 65. gr. laga nr. 80/1938. Málsástæður og lagarök stefnda. 18 Stefndi byggir kröfur sínar um sýknu af dómkröfum stefnanda á eftirfarandi málsástæðum. 19 Stefndi byggir á því að þ egar atvik málsins hafi orðið hafi stefnandi ekki haft leyfi grunnskólakennara en ha fi frá árinu 2008 haft leyfi til kennslu í framhaldsskóla á sérsviði sínu. Þegar atvik málsins hafi orðið hafi einungis verið heimilt að ráða aðila sem höfðu leyf i grunnskólakennara, skv. 4. gr. laga nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla, og framhaldsskóla, ótímabundið til starfa í grunnskólum stefnda og hafi þeir jafnframt notið forgangs til þeirra starfa samkvæmt 2. mgr. 20. gr. laganna. Stefnandi hafi haft heimild til kennslu á sérsviði sínu í 8. - 10. bekk grunnskóla, en hafi hins vegar ekki notið forgangs til starfans sbr. 2. tölul. 21. gr., sbr. 6. mgr. 20. gr. laganna. 20 Af þv í sama leiði að ekki hafi verið heimilt að ráða stefnanda ótímabundið til starfa hjá stefnda í andstöðu við ákvæði laganna enda hafi þeir sem höfðu leyfi grunnskólakennara forgang til þeirra starfa hjá stefnda. 21 Stefndi bendir á að l ög nr. 87/2008 hafi veri ð felld úr gildi með lögum nr. 95/2019 um menntun, hæfni, og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Með síðarnefndum lögum hafi verið gerðar grundvallarbreytingar um eitt leyfisbréf þvert á skólastig. Í almennum at hugasemdum í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögunum s egi um fyrra réttarástand: laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 87/2008, voru ríkari kröfur gerðar til menntunar kennara með það að leiðarljósi að skapa nemendum bestu mögulegu skilyrði til uppeldis og náms. Markmiðið var einnig að auka samfellu milli skólastiga, færa þau nær hvert öðru og stuðla að því að strax í leikskóla hæfist undirbúningur að samfellu í skólastarfi þar sem eitt skólastig tæki við af öðru. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 87/2008 kom fram sú fyrirætlan að gildissvið leyfisbréfa leik - , grunn - og framhaldsskólakennara skyldi útvíkkað til aðliggjandi skólastiga þannig að viðkomandi kennari hefði einnig heimild til að kenna tilteknum aldurshópi nemenda eða sinna kennslu á sérsviði sínu. Tilgangurinn var að þannig yrði stuðlað að ákveðnum sveigjanleika milli skólastiga. Markmiðum laganna um sveigjanleika og samfellu milli skólastiga hefur þó ekki verið náð. Kennarar sem valið hafa að starfa á aðliggjandi skólastigi á grundvelli sérstakrar heimildar, öðru en leyfisbréf þeirra tilgreinir, hafa verið ráðnir til kennslu sem leiðbeinendur og starf þeirra auglýst 6 árlega. Hefur þ etta m.a. haft í för með sér að heimild þeirra til að kenna á aðliggjandi skólastigum hefur ekki verið viðurkennd við ráðningar sem leitt hefur til þess að þeir búa við óviðunandi starfsöryggi. Mennta - og menningarmálaráðuneyti hafa borist upplýsingar um a ð hæfir og reynslumiklir kennarar hafi kosið að láta af störfum sem leiðbeinendur því ekki sé unnt að greiða þeim laun í samræmi við stöðu þeirra, auk þess sem starfsöryggi þeirra sé óviðunandi. Brýnt er að bregðast við ofangreindum vanda og ágalla á lögun um, standa vörð um réttindi og starfsöryggi kennara, auka flæði milli skólastiga, fjölga tækifærum til starfsþróunar kennara og fjölbreytileika í 22 Stefndi telur með vísan til fyrrnefndra lögskýringargagna að enginn vafi leiki á því hvernig t úlka bar lög nr. 87/2008 um heimild til ráðningar og kennslu þeirra sem hafi haft leyfi til kennslu á aðlægu skólastigi. Samkvæmt umfjöllun í lögskýringargögnum hafi verið ein af ástæðum lagabreytinga að ákvæði laga nr. 87/2008 hefðu ekki kveðið á um forga ng aðila í sömu stöðu og stefnandi og hafi löggjafinn því kosið með sérstakri umfjöllun í lögskýringargögnum að breyta því með setningu nýrra laga . 23 Að sama brunni ber i önnur lögskýringargögn og umsagnir sem hafi verið veittar þegar frumvarpið varð að lögum . Stefndi mótmælir því sérstaklega að bréf mennta og menningarmálaráðuneytisins eða hugleiðingar þess um túlkun laga nr. 87/2008 um heimild til ráðningar sem stefnandi hefur lagt fram verði lagt hér til grundvallar eða að einhver sérstakur réttur verði by ggður þar á. Stefndi bendir á að slíkt sé í andstöðu við þá túlkun sem lögð hafi verið til grundvallar af hálfu samningsaðila kjarasamningsins og þau lögskýringargögn sem rakin haf i verið hér að framan. 24 Af því sama leiði að ákvæði gr. 14.2 í þágildandi kja rasamningi um að jafnaði skuli ráða kennara ótím a bundið til starfa ge ti ekki vikið ófrávíkjanlegum ákvæðum laga 87/2008 um heimild til ráðninga r til hliðar með hliðsjón af lögmætisreglu stjórnsýsluréttar. Slík ráðning hefði því að mati stefnda verið andstæð lögum. 25 Að sama skapi mótmælir stefndi því að ákvæði gr. 14.2 í þágildandi kjarasamningi leggi fortakslausa skyldu á hann að ráða kennara ótímabundið til starfa. Sérstaklega sé þeirri staðhæfingu stefnanda að stefndi hafi byggt ákvörðun um tímabundn a ráðningu hans sem leiðbeinanda á ákvæði gr. 14.2 kjarasamning s ins mótmælt sem rangri og ósannaðri enda hafi hún ekki verið á því byggð, heldur takmörkunum samkvæmt fyrrnefndum ákvæðum laga nr. 87/2008. Þá sé í skýringum við ákvæði greinar 14.2 í þágildan di kjarasamningi sérstaklega rakið að til þess að vera ráðinn kennari við grunnskóla skuli umsækjandi hafa öðlast leyfi menntamálaráðherra sem grunnskólakennari. Heimilt sé að ráða tímabundið þá sem höfðu fengið undanþágu til kennslu en að öðru leyti vísað í skýringu ákvæðisins í kjarasam n ingnum til laga nr. 87/2008. 26 Stefndi bendir hér á að enginn ágreiningur hafi verið uppi með samningsaðilum þ.e. Sambandi íslenskra sveitarfé l aga og Kennarasambands Íslands vegna Félags 7 grunnskólakennara, um þá túlkun á ákv æði gr. 1.3.2 í þágildandi kjarasamningi um að launasetja bæri aðila í sömu stöðu og stefnanda sem leiðbeinendur en ekki grunnskólakennara. Að sama skapi hafi ekki verið ágreiningur meðal samningsaðila um það hvernig túlka ætti og skilja ákvæði laga nr. 87 /2008 um að einungis væri heimilt að ráða sömu aðila tímabundið og þá að uppfylltum öðrum skilyrðum laganna. 27 Engu máli skipti í því sambandi hvort um væri að ræða aðila sem hefði heimild til kennslu á aðlægu skólastigi eða sem hefði fengið undanþágu til ke nnslu á grundvelli laga nr. 87/1998. Í báðum tilfellum hafi þeir verið launasettir á grundvelli ákvæðis gr. 1.3.1 í þágildandi kjarasamningi sem leiðbeinendur þ.e. sem leiðbeinandi 1 eða 2. 28 Stefndi vísar hér jafnframt til þess að með kjarasamningi þeim sem gerður var 25. maí 2018 og tók gildi frá og með 1. ágúst 2018 hafi ákvæði gr. 1.3.1 um launasetningu verið breytt með þeim hætti að aðilar sem höfðu leyfi til kennslu á öðrum skólastigum og hefðu öðlast heimild til að kenna nemendum skv. undanþágu skyldu raðast í launum sem leiðbeinendur 4, en áður höfðu þeir verið launasettir sem leiðbeinendur 2. Með vísan til þessa telur stefndi að engum vafa sé til að dreifa um skýringu á ákvæði gr. 1.3.1 í þágildandi kjarasamningi um launasetningu stefnanda og að hann hafi aldrei getað vænst þess að vera launasettur sem grunnskólakennari. Með nýjum kjarasamningi hafi verið brugðist við mögulegri óvissu um hvernig bæri að túlka hinn eldri kjarasamning og tekið af skarið um inntak ákvæðis eldri kjarasamnings. Um leið hafi það verið staðfest að túlkun og beiting stefnda á eldri kjarasamningi hafi verið í samræmi við hann. Þá þegar af þeirri ástæðu ber i að sýkna stefnanda af fyrstu dómkröfu stefnanda. 29 Stefndi vísar einnig til þess að þær stöður sem auglýstar hafi verið, þ.e. í Vatnsendaskóla og Salaskóla hafi ekki verið á sérsviði stefnanda skv. því leyfi sem hann hafi haft til kennslu í framhaldsskólum. Hann hafi því ekki haft heimild til þeirra starfa á grundvelli laga nr. 87/2008. Þó ákvæði 3. t öluliðar 1. mgr. 21. gr. þágildandi laga nr. 87/2008 hafi kveðið á um heimild stefnanda til kenns l u á sérsviði sínu í 8. - 10. bekk grunnskóla þ á liggi fyrir að kennsla í náttúrufræði hafi ekki aðeins verið í líffræði heldur jafnframt á sviði efnafræði og eðlisfræði í Vatnsendaskóla. 30 Í aðalnámsskrá grunnskóla , sem stefnandi hafi sjálfur lagt fram í málinu, komi fram að undir kennslu í náttúrugreinum í grunnskóla heyri náttúrufræði, eðlisvísindi, efnafræði, jarðvísindi, lífvísindi og umhverfismennt. Óumdeilt sé að heimild stefnanda til kennslu í framhaldsskólum taki til kennslu í líffræði, en svið náttúruvísinda í grunnskólum sé víðtækara. Samkvæmt ákvæðum laga um framhaldsskóla og aðalnámsskrá framhaldsskóla sé kennsla í líffræði, eðlisfræði og efnafræði allt s érstakar kennslugreinar. Af þessu leiði að stefnandi hafi ekki haft heimild til kennslu samkvæmt ákvæðum laga nr. 87/2008 og verði sérgrein hans í líffræði ekki útvíkkuð með þeim hætti sem hann geri í stefnu. Þvert á móti hafi stefndi metið það svo að stef nandi hafi ekki haft heimild til þeirrar kennslu sem falist hafi í auglýstum störfum á grundvelli leyfisbréfs hans til kennslu í framhaldsskólum. 8 31 Stefndi vísar til þess að m eð annarri dómkröfu sinni krefjist stefnandi viðurkenningar á því að stefnda hafi borið að meta kennslureynslu hans við Háskólann á Bifröst til launa í starfi við Vatnsendaskóla. Stefnandi geri hins vegar hvorki í dómkröfunni grein fyrir því hvernig eigi að meta þessa starfsreynslu eða á grundvelli hvaða ákvæðis þágildandi kjarasamnings eigi að fallast á þessa dómkröfu hans, eða að öðru leyti. M eð vísan til þessa sé óhjákvæmilegt að sýkna stefnda þá þegar af þessari dómkröfu stefnanda. 32 Að því frágengnu byggir stefndi á því að ákvæði gr. 10.3 í þágildandi kjarasamningi hafi kveðið á um þ að að kennarar skyldu hljóta 2 launaflokka til viðbótar eftir 5 ára kennsluferil. Kennslureynsla í skilningi ákvæðisins hafi verið túlkuð af samningsaðilum um langa hríð þannig að kennsla í háskólum félli þar ekki undir. 33 Hafi þetta meðal annars verið stað fest á 73. fundi samráðsnefndar samningsaðila sem starfaði á grundvelli kjarasamningsins þann 28. september 2017 en fundargerð fundarins sé að finna meðal framlagðra dómskjala stefnanda. Í fyrrnefndri fundargerð k omi fram að til kennslureynslu teldist kenn sla við skóla ríkis og sveitarfélaga sem starf i samkvæmt lögum og námskrá sem menntamálaráðuneytið hafi sett . Í þessu samhengi bendir stefndi á að háskólar starf i ekki samkvæmt staðfestri námskrá menntamálaráðuneytisins sbr. og ákvæði laga nr. 63/2006 um háskóla og þá sé Háskólinn á Bifröst sjálfseignarstofnun sem stund i atvinnurekstur, stofnuð árið 1969 , en ekki stofnun ríkis eða sveitarfélaga. 34 Af þessu leiði að ákvörðun stefnda að meta ekki kennslureynslu stefnanda vi ð Háskólann í Bifröst til launa, hafi að öllu leyti verið til samræmis við túlkun samningsaðila á gr. 10.3 í þágildandi kjarasamningi og því ber i að sýkna stefnda af þessari dómkröfu stefnanda í málinu. 35 K röfu um málskostnað styð ur stefndi við 65. gr. laga nr. 80/1938, sbr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Niðurstaða 36 Mál þetta á undir Félagsdóm skv. 3. t ölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 37 Fyrri krafa stefnanda er um að viðurkennt verði með dómi að hann hafi átt að njóta starfsréttinda og launakjara sem grunnskólakennari í launaflokki 233 samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara en ekki sem leiðbeinandi 2 í launaflokki 228 meðan hann starfaði við Vatnsendask óla . 38 Fyrir liggur í málinu að á þeim tíma sem stefnandi var ráðinn til s tarfa við Vatnsendaskóla hafði hann útgefið leyfi menntamálaráðuneytisins, dags. 15. maí 2008, til að nota starfsheitið framhaldsskólakennari í viðskiptagreinum og líffræði. Var sta rfsleyfið gefið út með vísun til 1. gr. og 5. mgr. 11. gr. laga nr. 80/1996 um framhaldsskóla og 11. gr., sbr. 2. t ölulið 1. mgr. 12. gr. laga nr. 86/1998 um 9 lögverndun á st arfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjór a. 39 Stefnandi var ráðinn til starfsins eftir að það hafði verið auglýst 14. desember 2017. Í auglýsingunni kom fram að kennslugreinar væru náttúru - og eðlisfræði. Á skilið var að umsækjandi hefði kennsluréttindi í grunnskóla. 40 Stefnandi var ráðinn til starfans með ráðningarsamningi, dags. 2. febrúar 2018. Í Í samningnum var vísað til laga um grunnskóla og l aga um réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla , að svo miklu leyti sem ekki væri mælt fyrir um í samningnum eða kjarasamningi. Þá var um grunnröðun í launaflokka tekið fram að átt væri við launaflokk skv. starfsheiti sem merkt væri við í samningnum, að viðbættum launaflokkum vegna gr. 1.3.3 og 1.3.5 en án annarra viðbótarflokka s.s. vegna gr. 1.3.2 í kjarasamningi. 41 Í þágildandi lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008 v ar kveðið á um það í 1. mgr. 21. gr. að ráðherra veitti kennurum leyfisbréf til notkunar á starfsheitum kennara, en að um gildissvið leyfisbréfa færi að öðru leyti eftir því sem segði í ákvæðinu. Í 3. t ölulið 1. mgr. 21. gr. laganna var kveðið á um að leyf isbréf framhaldsskólakennara veitti honum heimild til kennslu á sérsviði sínu í 8. 10. bekkjum grunnskóla. 42 Heimild stefnanda til kennslu í grunnskóla, nánar tiltekið í 8. - 10. bekk byggði á síðastgreindu ákvæði. 43 Samkvæmt téðu ákvæði einskorðaðist heimild stefnanda til grunnskólakennslu við kennslu á hans sérsviði. Samkvæmt leyfisbréfi stefnanda til að starfa sem framhaldsskólakennari var sérsvið hans viðskiptagreinar og líffræði. Gat hann því ekki starfað sem grunnskólakennari í öðrum greinum á grundvelli framangreinds ákvæðis 3. t öluliðar 1. mgr. 21. gr. laga nr. 87/2008. 44 Í ráðningarsamningi stefnanda og stefnda var ekki kveðið á um hvaða greinar og námsfög stefnandi skyldi kenna. Verður því að líta til auglýsingarinnar sem stefnandi var ráðinn eftir, sem og til stundatöflu stefnanda sem hefur verið lögð fram í málinu. 45 Í auglýsingunni kom fram að kennslugreinar yrðu náttúru - og eðlisfræði. Í stundatöflunni eru , en auk þess kemur fram í málati lbúnaði s tefnda að stefnandi hafi annast kennslu í stærðfræði og hefur því ekki verið andmælt af hálfu stefnanda. 46 Það er álit dómsins að kennsla í stærðfræði og eðlisfræði geti ekki fallið undir sérsvið stefnanda í kennslu samkvæmt framansögðu, en sérsvið hans voru sem fyrr segir viðskiptagreinar og líffræði. Við svo búið var ekki unnt að ráða hann til starfa sem grunnskólakennar a á grundvelli 3. t öluliðar 1. mgr. 21. gr. laga nr. 87/2008 , en jafnframt var þá ekki unnt að launasetja hann sem slíkan í launaflokk 233 . Það leiðir 10 til þess að sýkna ber stefnda af kröfu stefnanda um að viðurkennt verði að honum hafi borið að njóta starfsréttinda og launakjara sem grunnskólakennari í launaflokki 233, en ekki sem leiðbeinandi 2 í launaflokki 228, eins og nánar greinir í dó mkröfum. 47 Seinni krafa stefnanda er um að viðurkennt verði að stefnda hafi borið að viðurkenna til starfsreynslu kennsluferil stefnanda við Háskólann á Bifröst, allt eins og nánar greinir í dómkröfum stefnanda. Um þetta vísar stefnandi til þess að þetta eig i sér enga stoð í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna grunnskólakennara. Kennsluferil stefnanda við Háskólann á Bifröst árin 1991 - 1995 hafi því borið að meta til starfsreynslu þegar stefnandi hóf störf við Vatnsendaskóla. 48 Um þessa k röfu stefnanda er nánast engin umfjöllun í stefnu og er t.a.m. engin grein gerð fyrir því hvernig eigi að meta þessa starfsreynslu eða á grundvelli hvaða ákvæðis kjarasamningsins krafan er byggð. 49 Í grein 10.3 í kjarasamningi aðila er kveðið á um launaflok kahækkanir á grundvelli starfsreynslu. Stefndi byggir á því að um árabil hafi þetta, af báðum aðilum kjarasamningsins, verið túlkað svo að þetta eigi einungis við um kennslu í skólum ríkis og sveitarfélaga sem starfa samkvæmt lögum og námskrá sem menntamál aráðuneytið setur. Vísar stefndi til þess að háskólar starfi ekki skv. staðfestri námsskrá menntamálaráðuneytisins, en auk þess sé Háskólinn á Bifröst sjálfseignarstofnun, en hvorki rekinn af ríki né sveitarfélagi. Til stuðnings þessu hefur stefndi vísað t il fundargerðar 73. fundar samráðsnefndar samningsaðila sem starfaði á grundvelli kjarasamningsins, þann 28. september 2017. 50 Gegn framangreindum rökum stefnda hefur stefnandi ekki fært fram viðhlítandi röksemdir sem megi duga til að fallist verði á þessa kröfu hans og ber því að sýkna stefnda af henni. 51 Samkvæmt ofansögðu verður stefndi sýknaður af öllum kröfum stefnanda í málinu. 52 Með hliðsjón af málsatvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður á milli aðila. Dómsorð: Stefndi, Kópavogsbær, skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Aðalsteins Júlíusar Magnússonar. Málskostnaður milli aðila fellur niður.