1 Ár 2013 , fimmtudaginn 14. febrúar, er í Félagsdómi í málinu nr. 11 /2012 Félag íslenskra náttúrufræðinga gegn íslenska ríkinu v/Veiðimálastofnunnar kveðinn upp svofelldur d ó m u r Mál þetta var dómtekið 21. janúar 2013. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir , Gylfi Knudsen, Kristjana Jónsdóttir, Inga Björg Hjaltadóttir og Elín Blöndal. Stefnandi er Félag íslenskra náttúrufræðinga, kt. 530169 - 4139, Borgartúni 6, Reykjavík. Stefndi er íslenska ríkið v/Veiðimálastofnunar, kt. 680 269 - 3949, Keldnaholti, Reykjavík. Dómkr öfur stefnanda Stefnandi gerir þær dómkröfur að viðurkennt verði með dómi að stefnda sé, í samræmi við 8. gr stofnanaþáttar kjarasamnings Veiðimálastofnunar og Félags íslenskra náttúrufræðinga, samkvæmt ákvæðum kj arasamnings félagsins og fjármálaráðherra, frá 18. mars 2005, skylt að greiða 5 yfirvinnutíma virka daga og 10 yfirvinnutíma laugardaga og sunnudaga í rannsóknarferðum, nema um sé að ræða heimferðardag eða dagsferð. Þá er þess krafist að stefndi verði dæm dur til greiðslu málskostnaðar að mati dómsins. Dómkröfur stefnda Stefndi gerir þá kröfu að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað að mati réttarins. 2 Málavextir Stefnandi lý sir málavöxtum þannig, að í árslok 2010 hafi starfsmönnum Veiðimálastofnunar og félagsmönnum stefnanda , Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN), verið tilkynnt að fyrirhuguð væri skerðing á yf irvinnutímum í rannsóknarferðum en svo séu nefndar ferðir starfsm anna út á land til þess að afla sýna af fiski og smádýrum úr ám og vötnum. Ákvarðanir um þessar ferðir og tilhögun þeirra sé jafnan í samráði við yfirmenn eða sviðsstjóra sem stjórni þessum ferðum. Ferðirnar taki oftast marg a daga og allt að tveimur vikum en sviðsstjóri og viðkomandi sérfræðingur taki ákvörðun um lengd ferðar fyrirfram. Við mat á því hversu löng hver ferð skuli vera , sé gengið út frá því að hver vinnudagur sé að jafnaði um 13 tímar á virkum dögum en 10 tímar um helgar. R annsóknirnar fari iðulega fram fjarri mannabyggðum og taki starfsmenn því jafnan hvorki matar - né kaffitíma , eins og ve njubundið sé á föstum vinnustað , en nærist á skrínukosti yfir daginn og vinni nær óslitið langa n vinnudag. Vinnudagur í slíkri ferð hefjist að jafnaði kl. 8 að morgni og sé ekki komi ð í náttstað fyrr en milli kl. 8 og 10 að kvöldi. Þá taki við vinna við frágang sýna og tækja , sem notuð hafi verið yfir daginn , þannig að vinnudegi sé ekki lokið um leið og m enn komi í hús. R annsóknir nar séu mikilvægur þáttur í starfsemi Veiðimálastofnunar og því hafi fljótlega verið samið um það við starfsmenn að þeir nytu fastrar yfirvinnu vegna þessara ferða , enda ekki hægt um vik að haga vinnudegi sem endranær, auk þess sem vinnuframlagið hafi verið mjög mikið. Hafi það því v erið talið hagfellt báðum aðilum að gera samning um fasta yfirvinnu. Árið 1981 hafi fyrst verið gert samkomulag um vinnutíma náttúrufræðinga á Veiðimálastofnun við störf fjarri föstum vinnustað. S kyldi vinnutími að jafnaði vera 11 stundir á dag mánudaga til föstudaga en 10 stundir um helgar og á sérstö kum frídögum. Þá skyldi greiða 3 klukkustundir í yfirvinnu virka daga en 10 kl ukkustundir aðra daga, enda unnið þá daga á samsvarandi hátt og virka daga. Hafi þetta samkomulag verið hluti kjarasamnings aðil a allt til ársins 2 000 . Í stefnu er því lýst að í sérstöku samkomulagi aðila, sem gert hafi verið í tengslum við röðun starfa í launaflokka árið 1997, hafi verið samið sérstaklega um fjölgun yfirvinnustunda í rannsóknarferðum. Þá hafi komið inn sú orðala gsbreyting að í stað þess að talað væri um skyldu til greiðslu ákveðins tímafjölda , hafi ákvæðið verið Stefnandi kveður ástæðu orðalagsbreytingar innar hafa verið þá, að á heimfer ðardegi rannsóknarferðar geti staðan verið sú, að starfsmaður sé kominn til síns heima áður en tilskyldu yfirvinnumarki sé náð. Hafi því verið talið eðlilegt að þann dag væri aðeins greidd yfirvinna til loka ferðarinnar. Sama eigi við ef aðeins sé um að ræ ða dagsferð og hafi verið talið eðlilegt að greiða í samræmi v ið þann rauntíma sem ferðin taki , ef 3 hún er skemmri en til skilið hámark yfirvinnugreiðslu. Allt frá öndverðu h afi framkvæmd ákvæðisins verið sú að greitt hafi verið tilskilið hámark yfirvinnu sa mkvæmt ákvæðinu, nema í þeim tilvikum heimferðar og dags ferða , sem áður voru rakin. Hafi sú framkvæmd verið ágreiningslaus fram til þessa eða í nærfellt 30 ár. Stefnandi kveður að í kjarasamningum 2001 hafi verið samið um gerð sérstakra stofnanasamninga sem skyldu vera hluti af kjarasamn ingi . Samkvæmt því hafi verið heimilt að semja um yfirvinnu fjarri föstum vinnustað, sbr. gr. 11.1.3.2. Stofnanasamningur hafi verið undirritaður í mars 2012 og þar hafi umþrætt ákvæði verið að finna í 8. gr. og mælt fyrir um greiðslu á a llt að 5 yfirvinnutímum virka daga en 10 aðra daga. Ákvæðið hafi verið óbreytt í endurnýjuðum stofnanasamningi 2004 og 2006 . Aðalkjarasamningur FÍN hafi verið end urnýjaður í tvígang frá því, þ.e. 2008 og 2011, en stofnanaþáttur samningsins sé enn óbreyttur frá 2006. Stefnandi lýsir því, að 2009 hafi stefndi sett fram tillögu um breytingu á stofnanansamningi þannig að yfirvinnugreiðsla í rannsóknarferðum yrði lækkuð um 20% tímabundið út árið vegna fjárhagsástæðna í þjóðfélaginu. Fundur féla gsmanna stefnanda, starfsmanna stefnda , hafi ekki fallist á þessa tillögu, enda skammt til þess að kjarasamningar yrðu lausir og því hafi verið talið rétt að sjá hvaða breytingar yrðu gerðar á honum , áður en samið væri um annað í stofnanasamningi . Engar br eytingar hafi verið gerðar á gildandi stofnanasamningi við starf smenn stefnda . Þá kveður stefnandi að á starfsmannafu ndi stefnda Veiðimálastofnunar hi nn 10. janúar 2011 hafi forstjóri stefnda tilkynnt starfsmönnum að framkvæmd stofna nasamnings yrði breyt t einhliða og að f ramvegis yrðu aðeins greiddir 4 yfi rvinnutímar á virkum dögum og 8 um helgar, þ.e. yfirvinnuhámarkið yrði lækkað um 20%. Hafi þessi ákvörðun tekið gildi þ á þegar en allt að einu hafi engin breyting orðið á vinnuframl agi starfsmanna í ferð um þessum . Stefndi mótmælir framangreindri málavaxtalýsingu stefnanda og vísar til þess að margt hafi breyst í rekstri stefnda frá 1981. Þá hafi rekstur stofnunarinnar alfarið verið kostaður með fjármunum af fjárlögum og hafi umrædd yfirvinna verið hluti af kjörum náttúrufræðinga en laun þeirra hafi á þessum tíma verið ákvörðuð af sérstakri kjaranefnd. Frá 2004 hafi stefnda verið gert að afla sértekna og hafi hlutdeild þeirra vaxið æ síðan. Háskólamenn hafi fengið samningsrétt seint á níunda áratug síðustu aldar og hafi fyrirkomulagi yf irvinnu og greiðslu fyrir hana einnig verið breytt í tímans rás. Sérstakir stofnanasamningar hafi verið teknir upp með kjarasamningum 1997 og hafi þá verið fært í letur hvernig yfirvinnu skyldi háttað hjá stefnda, þ.m.t. yfir vinnu í rannsóknarferðum. Í þeim samningi hafi verið kveðið á um þak yfirv innu í slíkum ferðum, enda segi 5 eða 10 tímum allt sem segja þurfi. Stefndi hafi í tillögu sinni um breytingu á stofnanasamningi 2009 lagt til að öll yfirvinna y rði lækkuð um 20% en ekki bara yfirvinna í rannsóknarferðum, eins og 4 segi í stefnu. Í stofnanasamningi séu ákvæði um aðra yfirvinnu sem séu ekki eins sveigjanleg. Einnig hafi verið um að ræða tilraun til að ná sátt um aðhaldsaðgerðir vegna mikils niðurskur ðar á framlagi ríkisins til stofnunarinnar. Allt kapp hefði verið lagt á að ná fram sparnaði og aðhaldi, án þess að til uppsagna kæmi. Þegar ljóst hafi verið að stefnandi hafnaði þessari leið, hafi verið gripið til tiltækra ráða, t .d. að lækka yfirvinnuþak í rannsóknarferðum, enda hafi það verið í samræmi við inntak gildandi samninga . Stefnandi mótmælt i framangreindri ákvörðun stefnda með b réfi , dags. 2. mars 2011 , og taldi að um brot á kjarasamningi væri að ræða þar sem ákvörðun in færi gegn venjubundinn i framkvæmd ákvæðis um greiðslur fyrir ran nsóknarferðir . Í svarbréfi stefnda, dags. 22. mars 2011 , kemur fram að stofnunin hafi talið að nauðsynlegt væri að skera niður kostnað. Fækkun yfirvinnutíma væri í fullu samræmi við ákvæði kjarasamninga og þá stydd u vinnuverndarsjónarmið þessa ákvörðun. Kom jafnframt fram það álit stefnda að ákvörðun in væri betri kostur en uppsagnir starfsmanna. Ágreiningur aðila var lagður fyrir samstarfsnefnd Fjársýslunnar (FJS) og FÍN samkvæmt ákvæðum kjarasamnings þar um. Samk væmt fundargerð nefndarinnar 21. september 2011 var það sameiginleg niðurstaða hennar að sá háttur , sem verið haf ð i á greiðslum fyrir vinnu í rannsóknarferðum , væri hluti af kjarasamningi og því væri ekki unnt að segja honum upp einhliða með þeim hætti sem gert var . Með bréfi, dags. 14. mars 2012, krafðist stefnandi þess að ógreiddir yfirvinnutímar yrðu greiddir með vísan til framangreindrar niðurstöðu samstarfsnefndarinnar. Með bréfi, dags. 5. júní 2012 , lýstu fulltrúar FSJ í samráðsnefndinni því hins vega r yfir við stefnanda að þeir teldu sig ekki bundna af fyrri niðurstöðu og vísuðu um það til fullyrðinga forstjóra Veiðimál a stofnunar sem krafðist endurupptöku málsin s í nefndinni . Ekkert varð af frekari fundahöldum vegna þessa og leitaði stefnandi þá til l ögmanns . Með bréfi lögmanns stefnanda , dags. 1. október 2012 , var skorað á stefnda að leiðrétta launagreiðslur til starfsmanna vegna rannsóknarferða. Málsástæður stefnanda og lagarök Stefnandi kveður ágreiningsefni máls þessa ótvírætt falla að lögbundnu hlutverki og verkefnum Félagsdóms samkvæmt 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, sbr. 44. gr. laga nr. 80/1938. Stefnandi sé stéttarfélag í skilningi 47 . gr. laga nr. 70/1996 og geri kjarasamning fyrir félagsmenn sína, þar á með al starfsmenn stefnda og sé því rétt að höfða mál þetta til réttra efnda á þeim kjarasamningi. Krafa stefnanda bygg i r á ákvæði 8 í stofnanaþætti kjarasamnings Veiðimálastofnunar og stefnanda á Veiðimálastofnun, samkvæmt ákvæðum kjarasamnings félagsins og f jármálaráðherra frá 18. mars 2005. 5 Ákvæðið sé svohljóðandi: 8. Yfirvinna í rannsóknarferðum fjarri heimili og föstum vinnustað Aðilar eru sammála um að vinna fjarri heimili og föstum vinnustað skuli eftir því sem kostur er unnin virka daga. Undantekningar frá því skulu vera í samráði við framkvæmdastjóra. Greitt skal fyrir yfirvinnu í rannsóknarferðum þannig að allt að 5 yfirvinnutímar greiðist virka daga en allt af 10 yfirvinnutímar laugardaga og sunnudaga. Í samræmi við ákvæðið sé vinna í rannsóknarfe rðum unnin í dagvinnu eins og kostur er. Ákvarðanir um lengri ferðir séu teknar af sviðstjóra og hlutaðeigandi sérfræðingi í umboði framkvæmdastjóra. F ramkvæmdastjóri komi ekki beint að ák vörðunum um hverja ferð og hafi aldrei gert. Sé þess ævinlega freist að að hafa ferðir sem stystar þannig að vinnutími starfsmanns nýtist sem best og til þess að halda kostnaði af ferðum og fjarveru starfsmanns frá fjölskyldu í lágmarki. Sé þessi háttur á ákvörðunum fastmótaður og aldrei fyrr verið ágreiningur um hann. Ste fnandi byggi r á því að sá skilningur hafi fest sig í sessi að greiða beri hámarkstímafjölda samkvæmt kjarasamningsákvæðinu , nema á heimferðardegi og í dagsferðum ef starfsmenn komi st til síns heima á skemmri tíma en ákvæðið greini sem hámark. Aldrei á 30 á ra tímabili hafi ákvæðið verið framkvæmt eða skilið með öðrum hætti. Framkvæmdin sé því orðin venjuhe lguð og fastmótuð. Stefndi hafi sjálfur átt fullan þátt í að móta þessa framkvæmd með því að greiða þannig fyrir þessa vinnu. Viðurkenning stefnda í verki á réttum skilningi í samræmi við dómkrö fu stefnanda liggi því fyrir. Að mati stefnanda geti stefndi ekki einhliða og fyrirvaralaust breytt áralangri framkvæmd ákvæðisins með þeim hætti sem gert var í þessu tilviki, þ.e. án þess að um það væri samið í kjara samningi. Með því að greiða í samræmi við fyrrgreint um svo langt skeið , hafi verið tryggilega fest í sessi tiltekin túlkun og beiting á ákvæðum kj arasamnings aðila sem ekki verði breytt einhliða, enda um lögbundin lágmarkskjör að ræða. Það að rekstra r fé V eiðimálastofnunar kunni að hafa verið skorið við nögl af hálfu Alþi ngis við setningu fjárlaga , geti ekki réttlætt að brotið sé á þeim grundvallarréttindum starfsmanna að lágmarkskjör séu virt, sbr. 1. gr. laga nr. 55/1980. Þá byggi r stefnandi einnig á því að stefndi hafi verið þess meðvitaður að honum bæ ri að semja um breytingar að þessu leyti . Stefndi hafi staðfest grandsemi sína í þessum efnum þegar hann gerði tillögu um breytingu á ákvæðinu í tengslum við gerð kjarasamn inga árið 2009 . Sú ósk um breytingu hafi fallið algerlega að þeirri einhliða fyrivaralausu breytingu sem stefndi hafi svo hrundið í framkvæmd í árslok 2010. 6 Þegar ósk stefnda hafi komið fram, hefði aðalkjarasamningar aði la verið í deiglunni en hann hefði r unnið út samkvæmt efni sínu í lok m ars 2009. Nýr kjarasamningur hafi hins vegar ekki verið gerður fyrr en í júní 2011 en ekki hafi þá verið hreyft við efni gildandi stofnanaþáttar . Hefði stefndi viljað ná fram breytingu á hinu umþrætta ákvæði , hefði honum því verið rétt að hafa þá kröfu upp i við gerð þess kjarasamnings eða nýs stofnanaþáttar í kjölf ar hins nýja aðalkjarasamnings. Sá dráttur , sem orðið hafi á gerð aðalkjarasamnings , breyti engu í þessu sambandi en stefndi sé jafn bundinn af stofnanaþætti kjarasamningsins sem fyrr , enda sé han n hluti núgildandi samnings . Þá sé mótmælt sem röngum og ósönnuðum þeim málatilbúnaði stefnda að um tilmæli um takmörkun á yfirvinnuskyldu hafi verið að ræða en ekki bann af hálfu forstjóra . Þessi skýring stefnda hafi ekki komið fram af hálfu stofnunarinn ar fy rr en eftir að samstarfsnefnd F J S og stefnanda hafði komist að einróma niðurstöðu í ágreiningsmálinu. Hér sé því að mati stefn an da augljóslega um að ræða eftiráskýringu sem eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Þá blasi við af hálfu stefnanda að slík tilmæli hefðu enga þýðingu í sjálfu sér , eðli máls samkvæmt , þar sem aðstæður í rannsóknarferðum ger i það ómögulegt að vinna með öð rum hætti en þeim sem áður hafi verið lýst. Þá myndi breyting á þeirri vinnutilhögun auk þess leiða til þess að ferðirnar le ngdust og kostnaður vegna þeirra aukast að sama skapi. Stefnandi kveðst byggja kröfur sínar á lögum nr. 94/1986 , um kjarasamninga opinberra starfsmanna, lögum nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur, lögum nr. 70/1986 , um réttindi og skyldur starfsma nna ríkisins, og varðandi málskostnað á lögum nr. 91/1991 , um meðferð einkamála. Krafa um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun styðst við lög nr. 50/1988 en stefnandi sé ekki virðisaukaskattsskyldur og ber i því nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefnda. Málsástæður stefnda og lagarök Stefndi mótmælir því að venja hafi skapast sem víki ákvæði 8 . gr. í stofnanasamningi aðila til hliðar. Forstöðumaður Veiðimálastofnunar hafi byggt umrædda ákvörðun sína um rýmri framkvæmd, þrátt fyrir að haf a framkvæmt hana um langa hríð, á grundvallarreglunni um stjórnunarrétt vinnuveitanda. Samkvæmt þeirri grundvallarreglu fari forstöðumaður með vald til að stjórna og stýra starfse mi þeirrar stofnunar sem hann sé skipaður fyrir. Vald hans í þessum efnum sé óskert fyrir utan þær takmarkanir sem lög, samningar og fyrirmæli æðri stjórnvalda kunni að setja honum. Í stjórnunarréttinum felist m . a . vald til að ákveða fyrirkomulag vinnunnar, hvaða verk skuli unnin og skipa mönnum til verka. Vald forstöðumanna í þess um efnum byggi einkum á hinni óskrifuðu reglu um stjórnunarrétt vinnuveitanda. 7 Stefndi byggir á því, að á grundvelli stjórnunarréttarins ákveði forstöðumaður vinnutíma þeirra starfsmanna , sem starfi hjá stofnun , að því marki sem lög og kjarasamningar leyf a. Heimild hans í þeim efnum byggi á 17. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (stml.). Auk þess sé ljóst að það sé undir mati forstöðumanns á aðstæðum komið hvort tilefni sé til breytinga á vinnutíma og framkvæmd vinnun n ar. Að mati stefnda verði að skýra 17. gr. stml. þannig að það sé forstöðumaður sem fari með vald til að beita henni. Samþykki starfsmanns fyrir breytingum , sem séu innan laga og kjarasamninga , sé því ekki nauðsynlegt ef þær sé u gerðar með hæfilegum fyrirvara. Ák varðanir um breytingu samkvæmt 17. gr. stml. geti haft í för með sér breytingar á kjörum starfsmanna sem leiði til þess að taka verð i mið af uppsagnarfrestum í ráðningarsamningi eða kjarasamningum þegar slík ákvörðun sé tekin. Þá bendir stefndi á, að á fo rstöðumönnum hvíli hins vegar sú ábyrgð s amkvæmt 2. mgr. 38. gr. st ml. að gæta þess að tekjur og útgjöld stofnunar séu í samræmi við fjárlög og að fjármunir hennar s éu nýttir á árangursríkan hátt. Um ábyrgð forstöðu manna með fjármunum stofnunar megi einnig vísa til 49. gr. laga nr. 88/1997, um fjárreiður ríkisins, og reglugerðar nr. 1061/2004, um framkvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjárreiðum ríkisstofnana í A - hluta. Í 6. gr. og 14. gr. reglugerðarinnar sé mælt svo fyrir að forstöðumaður beri ábyrgð á því að rek strarútgjöld og rekstrarafkoma stofnunar sé í samræmi við fjárheimildir og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt, sbr. 49. gr. laga nr. 88/1997. Með þessa ábyrgð í huga hafi forstöðumaður Veiðimálastofnunar talið að við þessar aðstæður væri ekki önn ur leið fær en að grípa til niðurskurðar á rekstri vegna ársins 2011. Stefndi tekur fram að n iðurskurður á fjárheimildum Veiðimálstofnunar vegna efnahagslegar aðstæðna í þjóðfélaginu hafi leitt til þess að forstöðumaður stofnunar innar , á grundvelli 17. gr . og 2. mgr. 38. gr. stml., hafi m.a. tekið þá ákvörðun að fækka þeim tímum sem greiddir voru fyrir yfirvinnu í rannsókna rferðum . Fram að því að ákvörðun um fækkun yfirvinnutíma vegna rannsóknarferða var tekin , he fði ekki komið til skerðingar á launum star fsmanna Veiðimálstofnunar en laun séu rúm 70% af útgjöldum stofnunar innar . Megináhersla forstöðumanns ins hafi verið að vernda störf og hefðu r ök hans fyrir ákvörðun sinni um að fækka yfirvinnutímum , lotið að því að fjárframlag til Veiðimálstofnunar frá rík i hefði verið skorið niður , auk þess sem horfur vegna sértekna væru ekki góðar. Stefndi mótmælir þeirri túlkun stefnanda að hér sé um samningsatri ði að ræða sem Veiðimálstofnun geti ekki breytt einhliða. Orðalag greinarinnar gefi ekkert tilefni til að túl ka hana á þann hát t sem stefnandi geri . Fram komi í fyrri hluta 8 . gr. í stofnanasamningi stefnanda og Veiðimálstofnunar að aðilar séu sammála um að vinna fjarri heimili skuli , eftir því sem kostur er , unnin virka da ga. Undantekningar frá því 8 skuli vera í samráði við framkvæmdastjóra. Í seinni hluta greinarinnar komi fram að greiða skuli fyrir yfirvinnu í rannsóknarferðum þannig að allt að 5 yfirvinnutímar greiðist virka daga en allt að 10 yfirvinnutímar laugardaga og sunnudaga. Eins og greinin sé orðuð , sé ljóst að ákvæði hennar gefi kost á því að greið a færri en 5 tíma fyrir yfirvinnu tt framkvæmd Veiðimálstofnunar hafi í langan tíma verið á þann veg að greiða hámarkstímafjölda samkv æmt greininni , felist ekki í þeirri framkvæmd sú takmörkun á stjórnunarrétti að Veiðimálstofnun geti ekki fækkað þeim tímum , sem greiddir séu vegna yfirvinnu í rannsóknarferðum , vegna þess að fjárhagslegar forsendur stofnunarinnar hafi breyst í veigamiklum atriðum frá því að ákvæðið kom fyrst í kjarasamning aðila, sbr. 17. gr. og 2. mgr. 38. gr. stml. Ívilnandi framkvæmd Veiðimálstofnunar um árabil geti ekki breytt skýru ákvæði greinarinnar þannig að beiting stofnunar innar á henni til ívilnunar fyrir félags menn stefnanda hafi fest í sessi tiltekna túlkun á henni. Stefndi mótmælir því , sem fram kemur í stefnu , að brotið hafi verið gegn 1. gr. laga nr. 55/1980 með ákvörðun um fækkun á yfirvinnutímum. Samkvæmt 2. mgr. 38. gr. stml. ber i forstöðumaður ábyrgð á því að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma stofnunarinnar sé í samræmi við fjárlög. Forstöðumanni Veiðimálastofnunar hafi því borið að útfæra rekstraráætlun stofnunar innar í samræmi við þær fjárheimildir sem Alþingi hafi ætlað stofnuninni til reksturs á árin u 2011. Eins og áður hafi komið fram sé eða 10 yfirvinnutímum við tiltek nar aðstæður í rannsóknarferðum . Eins og orðalag greinarinnar sé, verði ekki séð að hún feli í sér að sá t ímafjöldi , sem þar sé tiltekinn , séu lágmarkskjör sta rfsmanna. Veiðimálastofnun hafi því ekki brotið gegn 1. gr. laga nr. 55/1980 við fækkun yfirvinnutíma vegna rannsóknarferða. Þá mótmælir stef ndi þeirri túlkun stefnanda að forstöðumaður Veiðimálastofnun ar hafi verið meðvitaður um það að honum bæri að semja um breytingu á þessu fyrirkomulagi við stefnanda. Sú tillaga , sem forstöðumaður Veiðimálastofnunar hafi gert að breytingu á viðauka hi nn 13. febrúar 2009 við gildandi stofnanasamning milli stefnanda og Veiðimálastofnunar , hafi eingöngu falið í sér tilraun af hans hálfu til að gera breytingar í sátt við félagsmenn stefnanda hjá stofnun inni. Hafi breytingunni enda verið ætlað að standa í tiltekinn tíma eða frá 1. mars ti l ársloka 2009 . T ilraun forstöðuman ns ins til að ná sátt um breytingar við félagsmenn stefnanda hafi ekki tekist og því verið ljóst að v egna fjárveitinga til Veiðimálastofnunar fyrir árið 2011 þyrfti stofnunin að grípa til aðgerða til að ná endum saman í rekstri. Af hálfu forstöðumanns Veiði málastofnunar hafi því verið nauðsynlegt, í ljósi tilrauna hans til að ná sátt við breytingar á árinu 2009, að grípa til einhliða breytinga í krafti stjórnunarréttar síns, sbr. 17. gr. og 2. mgr. 38. gr. stml. Á 9 starfsmannafundi 10. janúar 2011 hafi starfs mönnum Veiðimálastofnunar verið tilkynnt um þá ákvörðun forstöðumanns ins að grípa þyrfti til aðgerða á árinu 2011 og m.a. hafi forstöðumaður tilkynnt þá ákvörðun sína að lækka yfirvinnu í felti um 20% með því að fækka fjölda yfirvinnutíma sem greiddir væru starfsmönnum í rannsóknarferðum. Byggir s tefndi á því að allar athafnir og ákvarðanir stefnda hafi verið lögmætar. Loks mótmælir stefndi því sem ósönnuðu sem segi í stefnu að breyting á vinnutilhögun myndi leiða til þess að rannsóknar ferðirnar lengdust o g kostnaður vegna þeirra myndi aukast að sama skapi . Um lagarök vísar s tefndi til laga nr. 80/1938, m.a. IV. kafla um Félagsdóm , og til laga nr. 70/1996, auk þeirra lagaákvæða sem að framan eru rakin. Um málskostnaðarkröfu er vísað til 1. mgr. 130. gr. la ga nr. 91/1991. Niðurstaða Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Ágreiningsefni málsins varðar skilning á ákvæði 8. gr. í stofnanaþætti kjarasamnings stefnanda, Félags ís lenskra náttúrufræðinga (FÍN) , og Veiðimálastofnunar, sem undirritaður var hinn 23. maí 2006, og fjallar um greiðslur fyrir yfirvinnu í rannsóknarferðum fjarri heimili og föstum vinnustað og heimild stofnunarinnar til að fækka einhliða yfirvinnutímum í slí kum ferðum. Í 1. gr. stofnanasamnings ins kemur fram að hann sé gerður á grundvelli 11. gr. kjarasamnings stefnanda og fjármálaráðherra, sem gerður var hinn 26. júlí 2001, og skyldi gilda frá 1. júlí 2001 til 30. nóvember 2004, sbr. framlengingu á þeim samn ingi með tilgreindum b reytingum með samkomulagi, dags. 18. mars 2005, sem gilda skyldi frá 1. mars 2005 til 30. apríl 2008. Með samkomulagi aðila, dags. 28. júní 2008, voru gildandi kjarasamningar framlengdir frá 1. júní 2008 til 31. mars 2009 með tilgrein dum breytingum. Enn voru gildandi kjarasamningar aðila framlengdir frá 1. maí 2011 til 31. mars 2014 með tilgreindum breytingum, sbr. samkomulag aðila, dags. 6. júní 2011. Samkvæmt grein 11.1.1 í kjarasamningnum er stofnanasamningur hluti af kjarasamningi . Umrætt ákvæði stofnanasamningsins er svohljóðandi: því sem kostur er unnin virka daga. Undantekningar frá því skulu vera í samráði við framkvæmdastjóra. Greitt skal fyrir yfi rvinnu í rannsóknarferðum þannig að allt að 5 yfirvinnutímar greiðist virka daga en allt að 10 yfirvinnutímar laugardaga og 10 Í 7. gr. stofnanasamningsins er fjallað um yfirvinnu á föstum vinnustað og tekið fram að aðilar séu sammála um að ekki sé unnin yfirvinna á föstum vinnustað, utan þess sem getur í 6. gr., nema sérstaklega standi á og þá með samþykki framkvæmdastjóra. Í 6. gr. stofnanasamningsins er fjallað um afkastahvetjandi þætti og greiðslur fyrir þá mældar á skala yfirvinnu. Samkvæmt a lmennri skilgreiningu telst yfirvinna sú vinna sem unni n er utan tilskilins dagvinnutímabils eða umfram umsamdar vaktir , sé um vaktafyrirkomulag að ræða. Að meginstefnu til er launafólki á almennum vinnumarkaði ekki skylt að vinna yfirvinnu þótt eftir því sé leitað, nema það leiði af ákvæðum kjarasamnings, svo sem dæmi eru um, vegna samkomulags um vinnufyrirkomulag eða vegna sérstöðu starfa og venjumyndunar um vinnutilhögun, sbr. m.a. dóm Félagsdóms frá 22. maí 1986 (Fd. IX. bindi, bls. 144). Þá kunna að ve ra ákvæði í ráðningarsamningi um skyldu til yfirvinnu, auk þess sem lög kunna að mæla fyrir um yfirvinnuskyldu. Í þeim efnum er veigamest sú skylda, sem lögð er á starfsmenn ríkisins samkvæmt 2. mgr. 17. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsm anna ríkisins, til að vinna þá yfirvinnu, sem forstöðumaður telur nauðsynlega. Þó sé engum starfsmanni, nema þeim er gegnir lögreglustörfum eða annarri öryggisþjónustu, skylt að vinna meiri yfirvinnu í viku hverri en nemur fimmtungi af lögmæltum vikulegum vinnutíma. Eru þeir félagsmenn stefnanda, sem mál þetta varðar, seldir undir síðastgreint ákvæði, enda starfsmenn ríkisstofnunar, sbr. lög nr. 59/2006, um Veiðimálastofnun. Er stofnunin A - hluta stofnun, sbr. 3. gr. laga nr. 88/1997, um fjárreiður ríkisins. Þá ber að hafa í huga að hvíldartímareglur kunna að setja yfirvinnu skorður. Þess er ennfremur að geta að samið kann að vera um svonefnda fasta yfirvinnu í kjarasamningi eða ráðningarsamningi og er þá atvinnurekanda skylt að greiða þá yfirvinnu jafnvel þó tt hún sé ekki unnin. Í 2. kafla kjarasamnings aðila um vinnutíma eru m.a. ákvæði um yfirvinnu. Samkvæmt grein 1.5.1 í kjarasamningnum skal yfirvinna greidd með tímakaupi. Í grein 1.5.3 í kjarasamningnum segir að sé yfirvinna fjarri föstum vinnustað ekki g reidd samkvæmt tímareikningi , skuli semja um þá greiðslu fyrirfram við viðkomandi starfsmann. Þá segir í grein 1.5.4 að heimilt sé í stofnanasamningi að semja um fasta þóknun fyrir yfirvinnu. Í grein 11.1.3.2 í kjarasamningnum kemur fram að heimilt sé að s emja um aðra og/eða nánari útfærslu tilgreindra ákvæða í kjarasamningnum, þar á meðal yfirvinnu fjarri föstum vinnustað, sbr. grein 1.5.3 og heimild til að semja um fasta þóknun, sbr. grein 1.5.4. Bókun 1 með kjarasamningi aðila, dags. 18. mars 2005, fjall ar jafnframt um heimild til að semja sérstaklega um greiðslur til félagsmanna stefnanda vegna starfa fjarri föstum vinnustað. 11 Af hálfu stefnanda er byggt á því að sá skilningur á 8. gr. stofnanasamningsins hafi fest sig í sessi, vegna einhlítrar og langvar andi framkvæmdar um 30 ára skeið, að greiða beri hámarkstímafjölda yfirvinnu samkvæmt grein þessari nema á heimferðardegi og í dagsferðum. Hér sé því um venjuhelgaða og fastmótaða framkvæmd að ræða sem Veiðimálastofnun hafi átt fullan þátt í að móta með þv í að greiða fyrir vinnuna með þessum hætti. Geti stofnunin því ekki breytt einhliða þessari framkvæmd svo sem gert var í ársbyrjun 2011. Þá sé greind framkvæmd í samræmi við orðanna hljóðan ákvæðisins. Tilhögun þessa megi rekja til samkomulags frá 1981 se m talið hafi verið hagfellt báðum aðilum. Vísað er til þess að Veiðimálastofnun viðurkenni þessa framkvæmd og hafi talið sig bundna af henni, sbr. tillögugerð stofnunarinnar við endurnýjun stofnanasamnings á árinu 2009. Þá er ennfremur vísað til einróma ni ðurstöðu samstarfsnefndar, sbr. fundargerð frá 21. september 2011. Því er mótmælt að hin umdeilda skerðing á yfirvinnutímum geti fallið undir stjórnunarrétt stofnunarinnar og áréttað að önnur úrræði til sparnaðar í rekstri stofnunarinnar hafi verið tiltæk. Af hálfu stefnda er því mótmælt að venja hafi skapast um framkvæmd 8. gr. stofnanasamningsins í þá veru sem stefnandi heldur fram, er víki skýru og ótvíræðu hámarki yfirvin nutíma. Að þessu gættu geti forstöðumaður stofnunarinnar, á grundvelli stjórnunarréttar samkvæmt 1. mgr. 17. gr. laga nr. 70/1996, ákveðið vinnutíma þeirra starfsmanna, sem starfa hjá stofnuninni, að því marki sem lög og kjarasamningar leyfa. Þá er því ein nig borið við af hálfu stefnda til styrktar hinni umdeildu ákvörðun um fækkun yfirvinnutíma að samkvæmt 2. mgr. 38. gr. greindra laga nr. 70/1996 beri forstöðumaður ábyrgð á því að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma stofnunarinnar séu í samræmi við fjárlög og fjármunir hennar séu nýttir á árangursríkan hátt, sbr. og 49. gr. laga nr. 88/1997, um fjárreiður ríkisins, og tilgreind ákvæði reglugerðar nr. 1061/2004, um framkvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjárreiðum ríkisstofnana í A - hluta. Samkvæmt gögnum málsins, sbr . fyrirliggjandi fundargerð starfsmannafundar, sem haldinn var hinn 10. janúar 2011, tilkynnti forstjóri Veiðimálastofnunar m.a. um virkum dögum í stað 5 og 8 tímar um helgar í stað 10. Fram kom að um væri að ræða lið í sparnaðaraðgerðum í rekstri stofnunarinnar til að ná endum saman í rekstri hennar. Tillögu af sama toga hafði forstjórinn lagt fram við tillögugerð um breytingar á stofnanasamningi í febrúar 2009 sem ekki náði fr am að ganga. Þar var vísað til fjárhagsaðstæðna í þjóðfélaginu og fjárhagshorfa stofnunarinnar. Hefur enda ekki annað komið fram en að hin umdeilda fækkun yfirvinnutíma í rannsóknarferðum hafi eingöngu ráðist af fjárhagsástæðum Veiðimálastofnunar sem hafi versnað, m.a. vegna 12 minnkandi tekna, í kjölfar efnahagshrunsins, sbr. skýrslutöku af forstjóra stofnunarinnar, Sigurði Guðjónssyni, hér fyrir dómi. Af hálfu stefnanda var þessari ákvörðun mótmælt með bréfi, dags. 2. mars 2011, enda yrði breyting þessi ekki gerð einhliða þar sem hún bryti gegn kjarasamningi. Sjónarmiðum stéttarfélagsins var hafnað með bréfi forstjóra Veiðimálastofnunar, dags. 22. mars 2011. Með bréfi, dags. 14. mars 2012, krafðist stefnandi greiðslu yfirvinnu í samræmi við og með vísan til n iðurstöðu samstarfsnefndar frá 21. september 2011. Með bréfi, dags. 1. október 2012, ítrekaði stefnandi kröfur og sjónarmið sín sem hafnað var af hálfu Veiðimálastofnunar með bréfi, dags. 5. október 2012. Í skýrslutökum hér fyrir dómi hefur rannsóknarferðu m þeim, sem 8. gr. stofnanasamningsins tekur til, verið nokkuð lýst, sbr. einkum skýrslutökur af starfsmönnum Veiðimálastofnunar, þeim Þórólfi Má Antonssyni, fiskifræðingi, og Friðþjófi Árnasyni, líffræðingi. Þar kom fram að umræddar rannsóknarferðir væru hluti af starfinu, sbr. það hlutverk Veiðimálastofnunar að stunda rannsó knir á lífríki og fiskistofnum í ám og vötnum. Ferðir þessar væru skipulagðar að vori, auk þess sem um fastar árlegar ferðir væri að ræða. Um væri að ræða þrjár til fimm ferðir á ári er gætu tekið frá einum degi allt að 10 dögum. Vinnudagur væri langur. Farið væri upp árla morguns og staðið við fram á kvöld, fram yfir náttmál, og þá þyrfti að ganga frá, m.a. sinna búnaði. Legi ð væri við í tjöldum eða ga n gn amannakofum, ef því væri að sk ipta, svo sem við rannsóknir á heiðum uppi, eð a í besta falli í bændagistingu . Ganga verður út frá því að þátttöku í umræddum rannsóknarferðum fylgi jafnan ótilgreind yfirvinna. Þegar þessar sérstöku aðstæður eru virtar , þykir nærtækt að draga þá ályktun a ð hinir tilgreindu yfirvinnutímar í 8. gr. stofnanasamningsins hafi átt að jafngilda fastri yfirvinnu í umræddum rannsóknarferðum, enda hefur ekkert komið fram um að rauntími yfirvinnu ætti að skipta hér máli, að undanskildum heimferðardegi og dagsferðum. Verður því að líta svo á að hin umdeilda ákvörðun forstjóra Veiðimálastofnunar hafi varðað skerðingu á fastri kjarasamningsbundinni yfirvinnu. Álitamálið er síðan að hvaða marki það var á valdi hans að ákvarða einhliða greiðslu fyrir þá vinnu. Eins og fram er komið var hinn 18. september 1981 fyrst gert samkomulag um daglegan vinnutíma náttúrufræðinga þegar þeir væru við störf fjarri föstum vinnustað og gistu þar. Var vinnutími í því samkomulagi fastsettur 11 tímar virka daga og 10 tímar á laugardögum, sunn udögum og sérstökum frídögum. Þannig skyldi greiða 3 tíma í yfirvinnu á dag virka daga og 10 tíma í yfirvinnu á dag á laugardögum, sunnudögum og sérstökum frídögum, enda væri unnið þessa daga á samsvarandi hátt og hina daga vikunnar. Breyting varð á þessu við upptöku nýs launakerfis á árinu 1997, sbr. samkomulag, dags. 12. nóvember 1997, milli aðlögunarnefndar, Veiðimálastofnunar og FÍN vegna náttúrufræðinga á stofnuninni um forsendur 13 röðunar starfa, samkvæmt ákvæðum kjarasamnings frá 5. júlí 1997. Í 8. gr. samkomulagsins komst ákvæði um yfirvinnu í rannsóknarferðum, sem nú er í 8. gr. stofnanasamnings, að teknu tilliti til hækkunar tímafjölda yfirvinnu hinn 1. apríl 1999, í núverandi horf, sbr. 8. gr. stofnanasamnings, dags. 12. mars 2002, og síðari stofnan asamninga, og sú orðalagsbreyting tekin upp að greiða skyldi fyrir yfirvinnu samkomulög felld úr gildi. Fyrir liggur að umræddar rannsóknarferðir eru fastur liður í starfsemi Veiðimála stofnunar. Verður að ganga út frá því að starfsmönnum stofnunarinnar sé skipað til verka með tíðkanlegum hætti varðandi rannsóknarferðir þessar og samkvæmt starfsskyldum beri þeim að fara í þessar ferðir sé þeim falið það, enda hefur annað ekki komið fram. Þegar litið er til þessa, eðlis ferða þessara og aðstæðna í þeim, sem að framan er lýst, og jafnframt horft til þess að nærlægt er að virða umrædda yfi rvinnutíma sem fasta yfirvinnu eða þá fasta þóknun, sbr. áðurgreind kjarasamningsákvæði, þykir skjóta no kkuð skökku við að umrædd orðalagsbreyting, sem stefndi bindur trúss sitt við, skuli hafa verið gerð. Ekki liggur óyggjandi fyrir hver tilgangurinn var með breytingu þessari og þá sérstaklega hvort stofnuninni var ætlað á eigin eindæmi að skammta yfirvinnu tíma í ferðum þessum. Stefnandi heldur því fram að orðalagsbreytingu þessari hafi einungis verið ætlað að taka til heimferðardaga og dagsferða, þar sem eðlilegt hafi verið talið að greiða í samræmi við rauntíma. Stefndi hefur mótmælt þessari skýringu. Hvað sem því líður liggur fyrir að um langt árabil eða frá 1997, þegar hið breytta ákvæði kom inn, hefur fullur tímafjöldi yfirvinnu verið greiddur, uns sú breyting varð í ársbyrjun 2011 vegna fjárhagsaðstæðna stofnunarinnar sem er tilefni máls þessa. Verður þ ví að taka undir það með stefnanda að venja hafi a.m.k. skapast um þá túlkun á umræddu ákvæði stofnanasamningsins sem stéttarfélagið heldur fram. Slíkri venjubundinni framkvæmd verður almennt ekki breytt nema með nýjum kjarasamningi milli aðila. Verður þan nig ekki fallist á að hin venjubundna framkvæmd, sem varðar í þessu tilviki kjarasamningsbundnar greiðslur vegna tiltekins vinnuþáttar, teljist vera einhliða ákvörðun á sviði stjórnunarréttar vinnuveitanda sem segja megi einhliða upp. Þá verður heldur ekki talið að fyrirmæli laga og stjórnvaldsfyrirmæla um ábyrgð forstöðumanna ríkisstofnana á rekstri og fjármunum stofnunar geti skipt hér máli svo sem stefndi ber við. Með vísan til þess, sem að framan er rakið, er dómkrafa stefnanda tekin til greina eins og hún er sett fram í stefnu. Eftir niðurstöðu málsins verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 300.000 krónur. 14 D ó m s o r ð: Viðurkennt er að stefnda, íslenska ríkinu vegna Veiðimálastofnunar, sé í samræmi við 8. gr. stofnanaþáttar kjarasamnings Veiðimálastofnunar og Félags íslenskra náttúrufræðinga, samkvæmt ákvæðum kjarasamnings félagsins og fjármálaráðherra, frá 18. mars 2005, skylt að greiða 5 yfirvinnutíma virka daga og 10 yfirvinnutíma laugardaga og sunnudaga í r annsóknarferðum, nema um sé að ræða heimferðardag eða dagsferð. Stefndi greiði stefnanda, Félagi íslenskra náttúrufræðinga, 300.000 kr. í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Gylfi Knudsen Kristjana Jónsdóttir Elín Blö ndal Sératkvæði Ingu Bjargar Hjaltadóttur Ég er sammála forsendum aftur að 13. málsgrein í atkvæði meirihlutans. Í stað þess sem þar kemur á eftir tel ég rétt að forsendur, niðurstaða og dómsorð hljóði svo: Orðalag 8. gr. stofnanasamnings kveður ský rlega á um að greiðsla skuli nema um leið og hámarks tímafjöldi vegna ferðar var aukinn. Samkvæmt orðanna hljóðan veitir kjarasamningsákvæðið því stofnuninni svigrúm til a ð skipuleggja vinnu starfsmanna í umræddum ferðum og ákvarða út frá því, með samkomulagi við viðkomandi starfsmann, greiðslu yfirvinnustunda upp að ákveðnu hámarki þá daga sem ferð varir. Fyrir liggur að um langt árabil eða frá 1997, þegar hið breytta ákvæ ði kom inn, hefur fullur tímafjöldi yfirvinnu verið greiddur, uns sú breyting varð í ársbyrjun 2011 vegna fjárhagsaðstæðna stofnunarinnar sem er tilefni máls þessa. Ekki liggur fyrir í málinu að aðilar hafi talið sér skylt að fylgja þeirri framkvæmd að gre iða fullan tímafjölda. Þrátt fyrir þá óslitnu framkvæmd verður því ekki fallist á það með stefnanda að með því að greiða um langt árabil ávallt hámarks tímafjölda skv. samningsákvæðinu hafi venja skapast um þá túlkun á umræddu ákvæði stofnanasamningsins se m stéttarfélagið heldur fram, er gengur gegn skýru orðalagi samningsákvæðisins. Með vísan til þess, sem að framan er rakið, ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í máli þessu. Aðrir dómendur í málinu hafa komist að annarri niðurstöðu. Kemur því ekki ti l frekari úrlausnar krafa stefnda um málskostnað. 15 Inga Björg Hjaltadóttir 16