1 Ár 2016, mánu daginn 6. júní , er í Félagsdómi í málinu nr. 23/2015 Landssamband slökkviliðs - og sjúkraflutningamanna (Garðar Steinn Ólafsson hdl.) gegn Fjarðabyggð (Jón Jónsson hrl.) kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 18. apríl 2016. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Ragnheiður Harðardóttir, Bergþóra Ingólfsdóttir og Gísli Gíslason. Stefnandi er Landssamband slökkviliðs - og sjúkraflutningamanna, Brautarholti 30, Reykjavík. Stefndi er F jarðabyggð, Hafnargötu 2, Reyðarfirði. Dómkröfur stefnanda Stefnandi krefst þess í stefnu að viðurkennt verði 1. að bakvaktarálag hlutastarfandi sjúkraflutningamanna fyrir vinnu utan dagvinnutímabils skuli reiknast sem 33.33%, 45.00% eða 90.00% af fullu dagv innukaupi viðkomandi starfsmanns samkvæmt gr. 1.6.2. í gildandi kjarasamningi stefnanda og Sambands íslenskra sveitarfélaga 2. að ákvörðun samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs - og sjúkraflutningamanna frá 18. febrúar 2015 um greiðslur fyrir bakvaktir hlutastarfandi sjúkraflutningamanna utan dagvinnutímabils sé bindandi fyrir stefnda. Þá k refst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda að mati réttarins. Dómkröfur stefnda Stefndi krafðist þess aðallega að málinu yrði vísað frá dómi en til vara að hann yrði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Stefndi krefst málskostnaðar úr hendi stefnan da að mati réttarins. Með úrskurði, uppkveðnum 10. mars sl., var kröfulið 2 í dómkröfum stefnanda vísað frá Félagsdómi. 2 Málavextir Stefnandi er stéttarfélag slökkviliðs - og sjúkraflutningamanna og hluti félagsmanna hans starfar hjá stefnda sem hlutastarfandi sjúkraflutningamenn sem hvorki eru ráðnir í tiltekið starfshlutfall né hafa ákveðna dagvinnuskyldu. Þeir stunda fasta vinnu í öðrum störfum en vera þeirra á bakvakt sem sjúkraflutningamenn felst í því að þeir eru til taks ef á þarf að halda. Uppgjör launa þeirra fer fram samkvæmt upplýsingum um hvernig þeir hafa sinnt þeirri kvöð í vinnuskýrslum . Í minnisblaði Guðmundar Helga Sigfússonar, slökkviliðsstjóra Fjarðabyggðar, dagsettu 7. apríl sl., er því lýst að í raun liggi ekki fyrir hverjir taki vaktir á sjúkrabifreiðunum fyrr en vinnuskýrslum er skilað inn í lok hvers mánaðar. Með samningi um sjúkraflutninga í Fjarðabyggð milli Heilbrigðisstofnun ar Austurlands og stefnda , dagsettum 26. júlí 2007, tók stefndi að sér að annast s júkraflutninga fyrir Heilbrigðisstofnun Austurlands samkvæmt sérstakri kröfulýsingu í samningnum . Skyldi Slökkvilið Fjarðabyggða r annast framkvæmd samningsins og var í fylgiskjali með samningnum mælt fyrir um að á reka skyldi fjórar sjúkrabifreiðar. Framan greindur samningur gilti til 31. desember 2007 en hann var framlengdur allt til síðustu áramóta. Fyrir gerð framangreinds samnings sá Hei lbrigðisstofnun Austurlands um sjúkraflutningana . Fram er komið að frá því að framangreindur samningur komst á milli s tefnda og Heilbrigðisstofnunar Austurlands hafa starfsmenn verið ráðnir á sambærilegum kjörum og eldri starfsmenn. Gert hefur verið tímabundið samkomulag við hvern starfsmann sem telst hluti af ráðningarsamningi starfsmannsins og stefnda. Þar segir að um ö nnur atriði en kveðið sé á um í samn ingnum fari samkvæmt 14. kafla í kjarasamningi Launaefndar sveitarfélaga f.h. Fjarðabyggðar og Landssambands slökkviliðs - og sjúkraflutningamanna eftir því sem við geti átt. Í 1. kafla um laun segir að k jör hlutastarfand i sjúkraflutningamanna séu ákveðin út frá kjörum hlutastarfandi slökkviliðsmanna í ofangreindum kjarasamningi að öðru leyti en því sem kveðið sé á um í samkomulaginu og komi það í stað 14. kafla. Jafnframt segir að fyrir þá kvöð, sem hvíli á hlutastarfandi sjúkraflutningamönnum að þurfa ávallt að vera viðbúnir að sinna verkefnum, skuli þeir fá sérstaka þóknun er greiðist eftir á með jöfnum mánaðarlegum greiðslum. Síðan er mælt fyrir um að þóknunin skuli vera tiltekið hlutfall af launaflokki starfsmanns í kj arasamningnum og að hún greiðist án orlofs. Fyrir hvert útkall ber að greiða að lágmarki fjórar klukkustundir samkvæmt yfirvinnukaupi. Hinn 11. desember 2008 var undirritaður kjarasamningur milli stefnanda og Launanefndar sveitarfélaga með gildistíma frá 1. þess mánaðar til 31. ágúst 2009 . Í 12. gr. slökkviliðsmenn. Við heiti greinarinnar bætist starfsheitið sjúkraflutningamenn. Heiti greinarinnar hljóði þv í svo: Hlutastarfandi slökkviliðsstjórar, slökkviliðsmenn og samningi, undirrituðum 20. ágúst 2010. 3 Nýr kjarasamningur var undirritaður 15. júlí 2011 með gildistíma frá 1. maí 2011 til 30. september 2014. Í bókun 11 segir að vegna uppt öku starfsmats 1. desember 2011 séu aðilar sammála um að endurskoða 14. kafla kjarasamningsins um hlutastarfandi slökkviliðsmenn og skuli þeirri endurskoðun lokið fyrir 1. desember 2011. Kjarasamninguri nn var framlengdur frá 1. maí 2014 til 30. apríl 2015 með kjarasamningi, dagsettum 30. október 2014. Núgildandi kjarasamningur var undirritaður 16. mars sl. með gildistíma frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019. Á 34. fundi samstarfsnefndar stefnanda og Launa nefndar sveitarfélaga 27. maí 2008 er bókað að fulltrúar stefnanda óski eftir að ítrekað verði við sveitarfélögin að ákvæði kjarasamnings um greiðslur fyrir bakvaktir verði virtar. Síðan segir að fulltrúar Launanefndar sveitarfélaga telji bakvaktarákvæði s amningsins ekki gilda um hlutastarfandi slökkvilið og slökkviliðsstjóra slíkra liða sem starfi eftir 14. kafla samningsins. Þá kemur fram að fulltrúar stefnanda séu ósammála skilgreiningu launanefndarinnar á því hverjir séu hlutastarfandi, sérstaklega hvað varðar slökkviliðsstjóra sem séu í fullu starfi sem slíkir í hlutastarfandi slökkviliði. Málefni sjúkraflutningamanna í Fjarðabyggð komu til sérstakrar umfjöllunar á 35. fundi samstarfsnefndar 23. janúar 2009 en þá hafði stefndi samið um að taka tímabund ið yfir rekstur sjúkraflutninga. Þar segir m.a. : hjá slökkviliði Fjarðabyggðar í ágúst 2007 sem gilti út nóvember 2008. Áður störfuðu þeir hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands sk v. samkomulagi milli LSS og ríkisins. Í kjarasamningi LN og LSS voru ekki ákvæði um hlutastarfandi sjúkraflutningamenn en þau voru innleidd í kjarasamningnum frá 1. desember 2008. Þar vantar þó nánari útfærslu og voru aðilar sammála um við kjarasamningsger ðina að útfæra þau í samstarfsnefnd. Aðilar eru sammála um að vinna að innleiðingu ákvæða um hlutastarfandi sjúkraflutningamenn, á grundvelli samkomulags milli LSS og ríkisins. Málið var rætt og ákveðið að vinna málið nánar sameiginlega fram að næsta fundi Á 36. fundi 4. mars 2009 lögðu fulltrúar stefnanda fram tillögu að samkomulagi um kjör sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar og var bókað að fulltrúar launanefndar sveitarfélaga myndu skoða málið mi lli funda. Samkvæmt fundargerð 51. fundar hinn 19. október 2011 og 54. funda r 15. desember sama ár var enn fjallað um framangreint en án niðurstöðu. Á 62. fund i 15. maí 2013 var samþykkt breyt ing á 14. kafla þágildandi kjarasamnings á grundvelli áðurgreindrar bókunar 11 í þeim kjarasamningi um end urskoðun kaflans. Í fundargerð 65. fundar samstarfsnefndar hinn 16. nóvember 2013 er bókað að fjallað hafi verið um erindi stefnanda um hvernig eigi að launaraða hlutastarfandi sjúkraflutningamönnum samkvæmt gr. 14.2.3 í kjarasamningi aðila. Niðurstaðan sé sú að á grundvelli bókunar 11 með gildandi kjarasamningi sé samstarfsnefndin sammála um að gr. 14.2 hljóði svo: 4 skv. samningi þessum fyrir þau störf er þeir hafa innt af hen di fyrir launagreiðanda. Þó er heimilt að greiðslur eigi sér stað ársfjórðungslega, sé um það samkomulag. 14.2.2 Slökkviliðsnemar/sjúkraflutningamenn raðast í lfl. 120. Fyrir æfingar og útköll skal greiða pr. Yfirvinnuklukkustund samkvæmt lfl. 120. Grunnná mi slökkviliðsmanns/ sjúkraflutningamanns skal lokið innan þriggja ára frá ráðningu. 14.2.3 Þeir sem lokið hafa tilskyldu grunnámi slökkviliðsmanna/sjúkraflutningamanna skulu raðast í lfl. 130. Fyrir æfingar og útköll skal greiða pr. yfirvinnuklukkustund s kv. lfl. 130. Þeir starfsmenn þann 15. maí 2013 hafa starfað lengur en þrjú ár ráðast samkvæmt gr. Fjallað var um greiðslu fyrir bakvaktir á 67. fundi samstarfsnefndar 30. október 2014 . Þar var ítrekað að um greiðslur fyrir bakvaktir fari eftir ákvæðum gr. 2.5 í kjarasamningi aðila. Síðan segir í 7. lið fundargerðarinnar sem fjallar um hlutastarfandi slökkviliðs - og sjúkraflutningamenn að um hlutastarfandi sjúkraflutningamenn gildi ákvæði gr. 14.2 í kja rasamningnum. Um greiðslu fyrir bakvaktir segir í fundargerð 68. fundar 16. janúar 2015 að af hálfu fulltrúa stefnanda hafi verið óskað eftir umræðu um það, hvernig greiðsla fyrir bakvaktir skuli reiknast af dagvinnukaupi, hjá hlutastarfandi sjúkraflutning amönnum, á dagvinnutímabili. Ákveðið var að Samband íslenskra sveitarfélaga myndi skoða málið milli funda. Sama niðurstaða lá fyrir eftir 69. fund samstarfsnefndar hinn 6. febrúar sama ár. Á 70. fundi samstarfsnefndar 18. febrúar 2015 var haldið áfram umr æðu um greiðslu fyrir bakvaktir hlutastarfandi sjúkraflutningamanna. Um niðurstöðu er bókað: dagvinnulaunum í þeim launaflokk sem viðkomandi starf raðast. SNS leggur fram til lögu með nánari útfærslu á næsta fundi. SNS skoðar málið milli funda. Um greiðslur fyrir bakvaktir utan dagvinnutíma gilda ákvæði greinar 1.6.2 í kjarasamningi um álagsgreiðslur Í tölulið 4 í fundargerð 73. fundar 17. mars 2015 kemur fram að fjallað hafi verið um erindi frá stefnanda þar sem óskað var eftir umræðu um það, hvernig greiða skuli fyrir bakvaktir hlutastarfandi sjúkraflutningamanna á dagvinnutímabili, þ.e. frá klukkan 8:00 til mild í gr. 2.5.7 til að semja um annað Í bréfi Gunnars Jónssonar, bæjarritara Fjarðabyggðar, til Sambands íslenskra sveitarfélaga, samstarfsnefndar kjarasamningsaðila og stefnanda, dagsettu 8. janúar 2015, er gerð grein fyrir ágreiningi um greiðslu þóknunar til hlutastarfandi sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar. Þar er óskað eftir að samstarfsnefndin fjalli um málið. Með bréfi lögmanns stefnanda til stefnda, dagsettu 11. mars 2015, var g erð grein fyrir þeirri afstöðu stefnanda að greiðslufyrirkomulag launa til hlutastarfandi sjúkraflutningamanna hjá stefnda ætti sér enga stoð í kjarasamningi sem stefndi væri bundinn af. Jafnframt var skorað á stefnda 5 að hann viðurkenndi greiðsluskyldu sín a svo hægt væri að ganga til samninga um uppgjör á vangreiddum launum þessara starfsmanna. Svarbréf stefnda er dagsett 9. júní sama ár þar sem hafnað var greiðsluskyldu. Í bréfinu kemur fram sú afstaða stefnda að almenn ákvæði kjarasamnings um kaup og vinn utíma nái ekki yfir þá sérstöku aðstöðu hlutastarfandi starfsmanna að hafa ekki almenna dagvinnuskyldu og að í 14. kafla kjarasamningsins sé ekki kveðið á um hvernig launa beri fyrir bindingu hlustastarfandi slökkviliðs - og sjúkraflutningamanna vegna starf a sinna. Stefndi ritaði stefnanda bréf hinn 19. júní 2015 sem samkvæmt efni sínu er svar við bréfi stefnanda frá 3. sama mánaðar um launakjör hlutastarfandi sjúkraflutningamanna. Í bréfi stefnda kemur fram að hann muni ekki aðhafast frekar meðan afstaða sa mstarfsnefndar um efnið liggi ekki fyrir. Mál þetta var þingfest 23. september 2015. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi kveður mál þetta heyra undir Félagsdóm samkvæmt 3. tölulið 26. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Með málssókn sinni hyggst hann fá viðurkenndan skilning sinn á ákvæðum þess kjarasamnings sem gildi um kaup og kjör félagsmanna sinna hjá stefnda. Stefnandi byggir á því að stefndi sé bundinn af gildandi kjarasamningi milli stefnanda og Sambands íslenskr a sveitarfélaga, enda hafi stefndi gefið sambandinu umboð til þess að semja fyrir sína hönd. Sá kjarasamningur sé samningur um lágmarkskjör félagsmanna stefnanda, sbr. 1. gr. laga nr. 55/1980, um starfskjör launþega, sbr. og 24. gr. laga nr. 94/1986, um kj arasamninga opinberra starfsmanna. Þannig eigi stefndi að greiða hlutastarfandi sjúkraflutningamönnum laun samkvæmt gildandi kjarasamningi hverju sinni, sbr. gr. 14.2.1 í kjarasamningi aðila, og sé bundinn af þeim samningi. Stefnandi kveður kröfu sína , sem nú sé til úrlausnar hjá Félagsdómi, lúta að því að bakvaktarálag hlutastarfandi sjúkraflutningamanna skuli miðast við gr. 1.6.2 í gildandi kjarasamningi aðila, enda sé mælt fyrir um það í gr. 2.5 kjarasamningsins að greiða skuli fy rir vinnu á bakvöktum samkvæmt því ákvæði . Samkvæmt gr. 1.6.2 skuli bakvaktarálag reiknast af dagvinnukaupi eins og það sé skilgreint í gr. 1.4.1 í kjarasamningnum. Á 67. fundi samstarfsnefndar stefnanda og Sambands íslenskra sveitarfélaga 30. október 2014 hafi verið ítrekað að greiðslur fyrir bakvaktir færu eftir ákvæðum gr. 2.5 í kjarasamningnum. Á 70. fundi samstarfsnefndarinnar 18. febrúar 2015 hafi verið staðfest að greiðslur fyrir bakvaktir utan dagvinnutímabils skyldu fara eftir gr. 1.6.2. Stefndi hafi ekki farið efti r þessum ákvæðum og greiði hann ekki álag ofan á dagvinnustund eins og hún sé fundin samkvæmt gr. 1.4.1. í kjarasamningi aðila, heldur reikni hann fyrst 83% af mánaðarlaunum og reikni síðan meðaltalsbakvaktarálagsprósentu ofan á þá tölu. Þannig skerði hann grunn bakvaktarálagsins og greiði auk þess ekki þann hundraðshluta ofan á grunninn sem um getur í gr. 1.6.2. 6 Af hálfu stefnanda er á því byggt að enga heimild sé að finna fyrir þessari reikningsaðferð stefnda og eigi hún sér enga stoð í kjarasamningi aðil a. Hún sé beinlínis andstæð skýrum ákvæðum samningsins og í beinni andstöðu við niðurstöðu samstarfsnefndarinnar. Þannig beri stefnda í fyrsta lagi að miða bakvaktarálag við full laun en ekki 83% af launum viðkomandi starfsmanns. Í gr. 1.6.2 sé beinlínis v ísað til þess að greiðslur fyrir bakvaktir skuli reiknast af dagvinnukaupi eins og það sé skilgreint í gr. 1.4.1 í sama samningi. Sú grein heimili ekki að einungis sé miðað við 83% af dagvinnukaupi. Í öðru lagi beri stefnda við útreikning á bakvaktarálagi að miða við þann hundraðshluta sem fram komi í gr. 1.6.2. Eigi að greiða 33.33%, 45.00% eða 90.00% álag á dagvinnulaun, allt eftir því á hvaða tíma sú vakt sé unnin. Kjarasamningur heimili stefnda hins vegar ekki að reikna út meðaltalsbakvaktarálag. K ra fa stefnanda eigi við um vinnu, sem unnin sé utan dagvinnutímabils, og sé því ekki krafist viðurkenningar á því hvernig haga eigi útreikningi fyrir bakvaktir á dagvinnutímabili. Að því er varðar síðari kröfu stefnanda, vísar hann til þess að stefndi sé bu ndinn af niðurstöðu samstarfsnefndar aðila, sbr. gr. 11.2 og lokamálslið gr. 11.2.2 í kjarasamningi aðila. Þannig sé stefndi í raun bundinn af niðurstöðu samstarfsnefndar og geti nú ekki, þvert ofan á skýr kjarasamningsákvæði og þvert gegn niðurstöðu nefnd arinnar, reiknað bakvaktarálag á allt annan hátt en kjarasamningur segi til um. Stefnandi vísar til þess að nefnd þessi hafi með ákvörðun sinni á fundi 18. febrúar 2011 staðfest að greiðslur fyrir bakvaktir hlutastarfandi sjúkraflutningamanna hjá stefndu s kuli fara samkvæmt gr. 1.6.2 í kjarasamningnum. Stefnandi kveðst hafa lögvarða hagsmuni af því að fá dóm fyrir kröfunni þar sem stefndi hafi, þrátt fyrir þessa niðurstöðu, ekki greitt laun til félagsmanna stefnanda samkvæmt henni. Sé um það meðal annars ví sað til dóms Félagsdóms í málinu nr. 3/1996 frá 23. apríl sama ár. Málsástæður og lagarök stefnda Sýknukröfu sinni til stuðnings vísar stefndi til forsögu ákvæða 14. kafla kjarasamninga stefnanda og Launanefndar sveitarfélaga og síðar Sambands íslenskra sveitarfélaga og samskipti aðila eftir að stefndi t ók yfir sjúkraflutninga á vegum H eilbrigðisstofnunar Austurlands á árinu 2007. Af henni megi ráða að ekki hafi verið samið um þóknun hlutastarfandi sjúkraflutningamanna í Fjarðabyggð, sem ekki hafa dagvinn uskyldu og eru ekki ráðnir í starfshlutfall, fyrir þá skuldbindingu sem felst í starfinu. Ákvæði kjarasamnings stefnanda og Sambands íslenskra sveitarfélaga ná i ekki til ákvörðunar fastra launa eða dagvinnulauna, sbr. kafla 1, og bakvaktaákvæði kaflans, þ. e. grein 1.6, eigi ekki við um slíka starfsmenn. S taðan sé því óbreytt frá því að kjarasamningur hafi fyrst náð til sjúkraflutningamanna og þ egar af þeirri ástæðu ber i að sýkna stefnda af kröfu stefnanda. Í greinargerð stefnda er því lýst, að kafli 14 í kj arasamningnum sé til kominn vegna þess vinnufyri rkomulags í smærri byggðarlögum að menn hafi verið ráðnir í slökkvilið, án 7 þess að sinna nokkurri dagvinnuskyldu eða hafa starfshlutfall. Slíkt vinnufyrirkomulag sé alþekkt og hafi í raun verið grundvöllurinn að störfum margra slökkviliða á landsbyggðinni. Fyrirkomulagið hvíli á því að starfsm enn sinni öðrum störfum í fullu starfi en geti, með heimild vinnuveitanda, verið hlutastarfandi og sinnt útköllum eða æfingum . Þróunin hafi orðið sú, að í einhverjum tilf ellum hafi starfsmenn verið ráðnir í starfshlutfall og geti þá haft dagvinnuskyldu . Það eigi t.d. við um slökkviliðsstjóra vegna aukinna krafna og verkefna á sviði brunavarna. Ákvæði 14. kafla kjarasamningsins geti því nú bæði átt við um starfsmenn sem eru í starfshlutfalli með einhverja dagvinnuskyldu og starfsmenn sem hafa enga dagvinnuskyldu og eru ekki ráðnir í starfshlutfall . Eftir að sjúkraflutningamenn hafi verið felldir undir ákvæði 14. kafla gildi hið sama um þá og slökkviliðsmenn áður. Ákvæði kafla 14.2 verði ekki skýrð með mismunandi hætti eftir því hvort um er að ræða sjúkraflutningamenn eða slökkviliðsmenn. Stefndi vísar til þess að með ákvæðum 14. kafla kjarasamningsins sé hlutastarfandi starfsmönnum tryggð l aun vegna unninna starfa og tiltekin starfsréttindi, s.s. rétt ur til launa eins og þeir væru ráðnir í ful lt starf í vinnuslysatilfellum. Með 14. kafla sé starfsmönnum tryggður réttur til greiðslna í því formi að fá laun greidd á yfirvinnukaupi vegna útkalla eða æfinga, þótt þau s éu unnin á dagvinnutíma. Ákvæði kafla ns fjall i um launaflokk sem umrædda r yfirvinnukaupsgreiðslur reikni st á en þau fjalli hins vegar ekki um og geri ekki sérstaklega ráð fyrir að hlutastarf andi starfsmaður fái dagvinnugreiðsl ur eða önnur föst laun. Hlu tastarfandi slökkviliðsmenn fái yfirleitt ekki slík föst laun, þótt ekki sé útilokað að það sé gert í einhverjum tilfellum vegna skuldbindingar starfsins og til að trygg ja mönnun. Slíkar greiðs lur byggist hins vegar ekki á kjarasamningi. Stefndi byggir á því að á kvæði 14. kafla hafi verið tekin upp í framangreindan kjarasamning þar sem önnur ákvæði hans gildi ekki um viðkomandi störf . Líta beri á ákvæði kaflans sem s érákvæði um tiltekna starfsm enn og séu þau tæmandi um þau réttindi sem þar er fjallað um. Ákvæði kaflans væru enda með öllu óþörf ef launasetning og réttindi þessara starfsmanna féllu undir almenn ákvæði kjarasamningsins . Ef almenn ákvæði um kaup, tímavinnu og bakvaktaálag yrðu talin ná til þeirra, væru t.d. ákvæði gr. 14.2.1 - 3, 14.3.5 og 14.3. óþörf. Í kafla 1 í kjarasamningnum sé fjallað um kaup. Kaflinn taki hins vegar ekki til hlutastarfandi sj úkraflutningamanna, sem ekki eru ráðnir í starfshlutfall, nema að því marki s em það geti átt við vegna ákv æða í kafla 14.2 og 14.3. Gr. 1.1 um föst mánaðarlaun eigi ekki við, enda sé forsenda launagreiðslna að starfsmaður sinni reglubundinni eða fastri vinnuskyldu, í fullu starfi eða í tilteknu starfshlutfalli. Þá bendir stefndi á að 14. k afli feli í sér sérreglu gagnvart gr. 1.4.2. um tímavinnu og tryggi kaflinn m.a. greiðslu yfirvinnukaups vegna allrar vinnu. Ákvæði greinarinnar byggist á því að heimilt sé að ráða í tímavinnu ef reglubundin vinnuskylda er minni en 20% eða ef um e r að ræða óregluleg vinnuskil. 8 Orð a lagið vís i til þess að vinnuveitandi krefjist tiltekinna vinnuskila en geti ekki átt við um hlutastarfandi starfsmenn samkvæmt 14. kafla. Í kafla 1.6 sé fjallað um álagsgreiðslur vaktaálag. Vaktaá lag skuli greitt til þeirra starfsmanna sem m.a. vinna bakvaktir sem falla utan dagvinnutímabils en eru hluti vikulegrar vinnuskyldu. Forsenda bakvaktaálags, sbr. grein 1.6.2, sé því að starfsmaður hafi reglubundna eða fasta vinnuskyldu og þar af leiðandi að grein 1.1. nái til viðkomandi starfsmanns. Það eigi ekki við um starfsmenn stefnda. Þá vísar stefndi almennt til 2 . kafla í kjarasamning num þar sem fjallað er um vinnutíma. Skilgrein ingar kaflans falli ekki að því vinnufyrirkomulagi sem eigi við um störf hlutastarfandi sjúkraflutningamanna sem ekki hafa dagvinnuskyldu eða eru ráðnir í starfshlutfall. Hefði kaflinn átt við um slíka starfsmenn , hefði ákvæði 14. kafla verið óþarft. Ákvæði greinar 14.2 um greiðslu fyrir vinnu ,,sem er innt af hen sé í raun sérstök skilgreining vinnutíma þeirra sem falla undir greinina. Sú aðstaða stefnda að kjarasamningar fjalli ekki um þóknun fyrir skuldbindingu st arfsins komi skýrlega fram í bókun samstarfsnefndar eftir að Fjarðabyggð gerði samning um sjúkraf lutninga við Heilbrigðisstofnun Austurlands á árinu 2007, sbr. t.d. bókun á 35. fundi samstarfsnefndar 23. janúar 2009. Þar komi fram að aðilar séu sammála um að innleiða ákvæði um sjúkraflutningamenn á grundvelli samkomulags milli stefnanda og ríkisins. Stefndi vísar til þess að óumdeilt hafi verið milli aðila kjarasamn ingsins að ákvæði kjarasamningsins fjölluðu ekki um þóknun fyrir skuldbindingu starfsins. Stefndi byggir á því að ennþá sé ósamið um þessi atriði og að breyting á því verði ei nungis gerð með kjarasamningi milli aðila. Stefndi byggir á því að bókun samstarfsnefndar frá 18. febrúar 2015 eigi ekki við um hlutastarfandi sjúkraflutningamenn hjá Fjarðabyggð sem ekki hafa dagvinnuskyldu og eru ekki ráðnir í starfshlutfall. Þá sé u ndan fari bókunarinnar erindi frá stefnanda , sem ekki liggi fyrir í málinu , og því sé óljós t til hvaða aðstæðna bókunin nái. Stefnandi beri hallann af þeim sönnunarskorti . Efni bókunarinnar vísi til þess að erindi stefnanda varði það , hvernig bakvaktir skuli re iknast af dagvinnukaupi hjá hlutastarfandi sjúkraflutningamönnum á dagvinnut ímabili. Forsenda bókunarinnar sé því að hún eigi við hlut astarfandi sjúkraflutningamenn sem sinna dagvinnuskyldu, svo sem með því að vera ráðnir í hlutastarf. Bókunin nái því ekki til hlutastarfandi sjúkraflutningamanna sem ekki hafa dagvinnuskyldu og eru ekki ráðnir í starfshlutfall. Stefndi byggir jafnframt á því a ð fyrirkomulag starfa sjúkraflutningamanna hjá Fjarðabyggð feli ekki í sér bakvakt í skilningi kjarasamnings ins , sérs taklega með tilliti til ákvæða 14. kafla samningsins. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að 10 - 12 einstaklingar eru ráðnir vegna eins sjúkraflutningabíls sem er mannaður tveimur mönnum. Fjarðabyggð geri 9 ekki kröfu um að tiltekinn starfsmaður sé bundin n á til teknum tíma og starfsmannahópurinn skipuleggi sjálfur vaktir sjálfur , m.a. út frá aðstæðum starfsmanna í aðalstarfi, fjölskyldu o.fl. Eiginleg bakvakt í skilningi kjarasamnings ins feli hins vegar í sér að vinnuveitandi skipuleggi vaktir og skilgreini hvað a starfsmaður er á vakt til viðbótar almennri vinnuskyldu. Ákvæði kafla 2.5 í kjarasamningi hvíli á því að bakvaktir séu hluti af föstu starfi með vinnuskyldu og fylgi bakvöktum réttindi til frítöku og frítökuréttar. Binding hlutastarfandi sjúkraflutningam anna, án vinnuskyldu , falli ekki að slíkum réttindum. Þá byggir stefndi á því að bókun samstarfsnefndar geti ekki breytt kjarasamningi eða kveðið á um ný ákvæði kjarasamnings þannig að umræddur kjarasamningur fjalli nú um þóknun fyrir skuldbindingu starfs hlutastarfandi sjúkraflutningamanns sem ekki hefur dagvinnuskyldu eða er ráðinn í fast starfshlutfall, sbr. ákvæði kafla 11.2 um samskipti aðila. Hlutverk samstarfsnefndar sé að koma á sáttum í ágreiningsmálum sem rís i vegna kjarasamnings , sbr . grein 11.2. 1. Hvor aðili geti skotið ágreiningsefni til nefndarinnar og verði samstarfsnefnd sammála um afgreiðslu þess ágreiningsmáls , skuli sú breytin g gilda frá og með næstu mánaða mótum, sbr. grein 11.2. 2. Ekki liggi fyrir að það ágreiningsmál , sem stefnandi skaut til nefndarinnar , eigi við um stöðu hlutastarfandi sjúkraflutningamann í Fjarðabyggð og feli b ókun nefndarinnar því ekki í sér niðurstöðu eða sátt um það. Stefndi bendir á að til staðar sé almenn bókun um að bakvaktagreiðslur nái ekki til hlutastarfandi starfsmanna samkvæmt 14. kafla, sbr. bókun samstarfsnefndar frá 27. maí 2008. Fyrirvari stefnanda um þá bókun virðist fyrst og fremst hafa varðað slökkviliðs stjóra, enda geti þeir haft reglu bundna vinnuskyldu. Þá vísar stefndi til þess að við yfirtöku Fjarðabyggðar á sjúkraflutningum hafi það verið óumdeilt að ákvæði 14. kafla fjallaði ekki um þóknun vegna skuldbindingar starfs hluta starfandi sjúkraflutningamanna fremur en slökkviliðsmanna. Þ egar slík samningsákvæði skorti, geti bókun í samstarfsnefnd ekki falið í sér nýtt kjarasamningsákvæði. Kjarasamningur sé formbundinn og af hálfu stefnda séu nýir kjarasamningar staðfestir með samþykki stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Yrði falli st á skýringu stefnanda á bókuninni , væri efni hennar utan valdhei milda samstarfsnefndar og myndi ekki binda stefnda fyrr en hún væri samþykkt sem kjarasamningur. Um málskostnaðarkröfu sína vísar stefndi til XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamál a, sbr. 65. gr. laga 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur . Niðurstaða Eins og áður er getið var kröfu stefnanda í kröfulið 2 í stefnu vísað frá Félagsdómi með úrskurði dómsins, uppkveðnum 10. mars sl. Liggur því fyrir dóminum að taka afstöðu ti l ágrei nings aðila um kröfulið 1 í stefnu og á sá ágreiningur undir Félagsdóm samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 10 Fram er komið að stefndi hefur í þjónustu sinni nokkurn fjölda hlutastarfandi sjúkraflutningamanna sem hvorki eru ráðnir í tiltekið starfshlutfall né hafa ákveðna dagvinnuskyldu. Í vætti Þorbergs Níelsar Haukssonar, aðstoðarslökkviliðsstjóra Fjarðabyggðar, kom fram að hann sæi um að raða sjúkraflutning amönnum á vaktir á sjúkrabifreiðum með hliðsjón af því hvenær þeir gætu verið á vakt. Vaktaplanið væri þó ekki bindandi og ef viðkomandi sjúkraflutningamaður væri upptekinn við eitthvað annað, fyndi hann annan til að taka vaktina í hans stað. Ágreiningur hefur risið á milli aðila um að hvaða marki samið hafi verið um kjör þessara starfsmanna með gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og stefnanda. Eins og gögn málsins bera með sér hefur stefnandi haldið því fram að almenn ákvæði kjarasamni ngsins um grei ðslu fyrir bakvaktir, þ.e. gr. 1.6.2, taki til hlutastarfandi sjúkraflutningamanna sem ráðnir eru með þessum hætti í þjónustu stefnda. Stefndi hefur hafnað því og telur að þetta ákvæði geti ekki átt við, enda verði því einungis beitt um þá st arfsmenn sem hafa reglubundna eða fasta vinnuskyldu. Það eigi ekki við um sjúkraflutningamenn sem starfi hjá honum. Af framangreindu og framlögðum gögnum verður þannig ráðið að ágreiningur málsaðila lúti að því, hvort ákvæði kjarasamningsins um launasetnin gu nái til fastra launa þeirra hlut astarfandi sjúkraflutningamanna sem ekki hafa neina dagvinnuskyldu og eru ekki ráðnir í starfshlutfall. Ákvæði um kaup er að finna í 1. kafla kjarasamnings aðila og ákvæði gr. 1.1.1 hefur að geyma ákvæði um mánaðarlaun þeirra sem gegna fullu starfi. Í gr. 1.6.1 í kjarasamningnum er mælt fyrir um útreikning á vaktaálagi sem hlutfall af dagvinnukaupi. Þar er s érstaklega afmarkað að ákvæðið eigi við um greiðslu slíks álags til þeirra starfsmanna sem vinna vaktavinnu, bakvaktir og aðra vinnu, sem fellur utan dagvinnutímabils en er hluti vikulegrar vinnuskyldu. Í gr. 1.6.2 er síðan að finna tilvitnað ákvæði um gre iðslur fyrir bakvaktir og er þar gerð grein fyrir útreikningi slíkra greiðslna sem hlutfall af dagvinnukaupi samkvæmt gr. 1.4.1 sem fjallar um t ímavinnukaup. Af framangreindu orðalagi ákvæða gr. 1.6.1 og 1.6.2, sem saman mynda kafla 1.6 um álagsgreiðslur o g vaktaálag, verður ráðin sú afmörkun að þau eigi einungis við þegar vinnuframlagið, sem greiða á fyrir, er hluti vikulegrar vinnuskyldu. Eins og áður er getið hafa h lutastarfandi sjúkraflutningamenn hjá stefnda ekki dagvinnuskyldu og eru ekki ráðnir í starfshlutfall sem sjúkraflutningamenn. Þeir stunda aðra fasta vinnu en vera þeirra á bakvakt sem sjúkraflutningamenn felst í því að þeir eru til taks ef á þarf að halda. Það er mat dómsins að s ú skuldbinding þeirra að vera til taks með þessum hætti verði ekki lögð til jafns við það þegar starfsmenn eru ráðnir í tiltekið starfshlutfall hjá viðkomandi launagreiðanda og þurfa að inna af hendi vinnuframlag samkvæmt fyrirfram tiltekinni og reglubundinni vinnuskyldu. Þá verður að fallast á það með stefnda að ski lgreiningar 2. kafla kjarasamningsins , sem fjallar um vinnutíma, falli ekki að 11 vinnufyrirkomulagi þeirra sjúkraflutningamanna sem hvorki hafa dagvinnuskyldu né eru ráðnir í ákveðið starfshlutfall. Grein 14.3 í núgildandi kjarasamningi aðila fjallar um gre iðslu launa til hlutastarfandi sjúkraflutningamanna, sem svo eru nefndir í kaflanum, og röðun þeirra í launaflokka. Þar segir í gr. 14.3.1 að um hlutastarfandi sjúkraflutningamenn gildi ekki önnur ákvæði kjarasamningsins en gr. 14.3 og 14.4. Í gr. 14.3.2 s egir að fyrsta hvers mánaðar skuli greiða hlutastarfandi sjúkraflutningamönnum samkvæmt samningi þessum fyrir þau störf sem þeir hafa innt af hendi fyrir launagreiðanda. Ekki er þar hins vegar vikið sérstaklega að því hvernig þeim er greitt fyrir að vera á skal vera reiðubúinn að sinna útkalli. Af gögnum málsins verður ráðið að mál sjúkraflutningamanna í Fjarðabyggð hafa lengi verið til sérstakrar umfjöllunar í samstarfsnefnd kjarasamningsað ila. Í fundargerð 35. fundar nefndarinnar 23. janúar 2009 er bókað að í kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og stefnanda hafi ekki verið ákvæði um hlutastarfandi sjúkraflutningamenn en að þau hafi verið innleidd í áðurnefndum kjaras amningi frá 1. desember 2008. Síðan segir að þar hafi þó vantað nánari útfærslu og að við kjarasamningsgerðina séu aðilar sammála um að útfæra þau í samstarfsnefnd og að vinna að innleiðingu ákvæða um hlutastarfandi sjúkraflutningamenn á grundvelli samkomulags mi lli stefnanda og ríkisins. Stefnandi hefur vísað til þess að á 67. fundi samstarfsnefndar 30. október 2014 hafi verið ítrekað að greiðslur fyrir bakvaktir færu eftir ákvæðum gr. 2.5 í kjarasamningnum. Þá hafi verið staðfest á 70. fundi nefndarinnar 18. feb rúar 2015 að greiðslur fyrir bakvaktir utan dagvinnutímabils skyldu fara eftir gr. 1.6.2. Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri stefnanda, sem bæði hefur setið í samninganefnd og samráðsnefnd, sagði í skýrslu sinni fyrir dóminum að hann kynni ekki s kýringu á því sem fram kemur í ákvæði 14.3.1 að um hlutastarfandi sjúkraflutningamenn gildi engin önnur ákvæði kjarasamningsin s en ákvæði gr. 14 .3 og 14.4. Það væri hins vegar skilningur hans að á 70. fundi samráðsnefndarinnar hefði verið hnykkt á því að u m bakvaktir utan dagvinnutíma skyldi fara samkvæmt ákvæðum gr. 1.6.2 í kjarasamningnum og kvað hann engan ágreining hafa verið um þann skilning milli fulltrúa kjarasamningsaðila. Sigurfinnur Líndal Stefánsson, fyrrum trúnaðarmaður hjá Fjarðabyggð sem sat í samninganefnd 2014 , gaf skýrslu fyrir dóminum og kvað fulltrúa kjarasamningsaðila hafa rætt um það á kjarafundi að bakvaktakafli kjarasamningsins ætti að gilda um alla sjúkraflutningamenn. Tók hann svo til orða að hann hefði þó viljað sjá skýrari útfærslu á þessu í kjarasamningnum. Í skýrslu Ingu Rúnar Ólafsdóttur, sviðsstjóra kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga og formanns samninganefndar launanefndar sveitarfélaga, kom hins vegar fram að ákvæði gr. 14.3.1 hefðu verið sett inn í kjarasamninginn t il að staðfesta þá framkvæmd , sem þegar hefði verið viðurkennd , þ.e. að hinn almenni bakvaktakafl i kjarasamningsins ætti ekki við um hlutastarfandi sjúkraflutningamenn . Það á kvæði samningsins tæki ekki á 12 b akvaktagreiðslum til hlutastarfandi sjúkraflutningamanna sem ekki væru ráðnir í starfshlutfall . Það sama ætti við um samkomulag kjarasamningsaðila á 73. samstarfsnefndarfundi um að nýta heimild í gr. 2.5.7 til að semja um annað fyrirkomulag greiðslu fyrir bakvaktir á dag vinnut íma. Þá lyti bó kun á 70. fundi samráðsnefndar um að um greiðslur fyrir bakvaktir utan dagvinnutíma gilti ákvæði gr. 1.6.2 í kjarasamningi um álagsgreiðslur og vaktaálag eingöngu að stöðu sjúkraflutningamanna s em væru ráðnir í starfshlutfall. Loks tók hún fram að 14. kaf vísað til, ættu ekki við um hlutastarfandi sjúkraflutningamenn. Guðmundur Helgi Sigfússon, slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar, tók í sama streng og kvað það skilning sinn að engin ákvæði væru enn komin inn í 14. kafla kjarasamningsins um greiðslu bakvaktarálags hlutastarfandi sjúkraflutningamanna. Gunnar Jónsson, bæjarritari í Fjarðabyggð, bar á þann veg í skýrslu sinni fyrir dóminum a ð hann hefði aldrei heyrt af því að búið væri að leysa mál sjúkraflutningamanna í kjarasamningi. Engin sérstök ákvæði er að finna í kjarasamningnum um bakvaktarálag hlutastarfandi sjúkraflutningamanna og er ljóst af orðalagi 14. kafla samningsins að önnur ákvæði en gr. 14.3 og 14.4 gilda ekki um hlutastarfandi sjúkraflutningamenn. Þá s ér þess hvergi stað í bókunum eða fylgiskjölum í framlögðum kjarasam ningi að tekið hafi verið á því álitaefni, þótt fyrir liggi að um þetta hafi verið rætt í samstarfsnefnd k jarasamningsaðila í aðdraganda samningsgerðarinnar . Að því gættu og með hliðsjón af framangreindum framburði fyrir dóminum , sem rakinn er hér að framan, er ljóst að aðilar kjarasamningsins lögðu hvorki sama skilning í efni kjarasamningsins að þessu leyti n é framangreinda bókun í fundarge rð 70. fundar samstarfsnefndar. Óumdeilt er að bókunin lá frammi við undirritun kjarasamningsins en í ljósi framangreinds telst hún ekki vera kjarasamningsígildi þannig að það breyti efni kjara samningsins að þessu leyti . Í ljósi alls framangreinds þykir það ekki ráða úrslitum í málinu þótt fyrir liggi að sveitarfélögin Ísafjarðarbær og Skagafjörður hafa greitt hlutastarfandi sjúkraflutningamönnum fyrir bakvaktir samkvæmt gr. 1.6.2 í kjarasamningnum. Að öllu framangreindu v irtu er það því niðurstaða dómsins að ekki verði fallist á kröfu stefnanda og ber því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað, sem þyk ir hæfilega ákveðinn 450.000 krónur. Uppkvaðning dómsins hefur dregist vegna embættisanna dómsforseta. D ó m s o r ð: Stefndi, Fjarðabyggð , skal vera sýkn af öllum kröfum st efnanda, Landssambands slökkviliðs - og sjúkraflutninga manna, í máli þessu. Stefnan di greiði stefnda 45 0.000 krónur í málskostnað. 13 Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Ragnheiður Harðardóttir Gísli Gíslason Bergþóra Ingólfsdóttir