FÉLAGSDÓMUR Úrskurður fimmtu daginn 16. desember 20 2 1 . Mál nr. 1 6 / 202 1 : Læknafélag Íslands f yrir hönd A ( Hulda Rós Rúriksdóttir lögmaður ) gegn íslenska ríkinu vegna Landspítala ( Einar Karl Hallvarðsson lögmaður) Úrskurður Félagsdóms Mál þetta var tekið til úrskurðar 7. desember 2021 um frávísunarkröfu stefnda. Mál ið úrskurða Ásgerður Ragnarsdóttir , Guðmundur B. Ólafsson, Jónas Fr. Jónsson , Kolbrún Benediktsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir. Stefnandi er Læknafélag Íslands, Hlíðasmára 8 í Kópavo gi. Stefndi er íslenska ríkið vegna Landspítala, Eiríksgötu 5 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess a ð viðurkennt verði að A , kt. , eigi rétt til frítökuréttar samtals 292,62 klukkustundir. 2 Þá gerir stefnandi kröfu um málskostnað úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnda 3 Stefndi krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá dómi, en til vara sýknu af kröfum stefnanda. 4 Þá krefst stefndi þess að stefnanda verði gert að greiða honum málskostnað. Málavextir 5 A , sem er félagsmaður í stefnanda, hefur starfað sem yfirlæknir á æðaskurðdeild Landspítalans frá árinu 2011. Hún sinnir almennum skyldum á deildinni og gengur auk þess gæsluvaktir í samræmi við fyrirfram ákveðið vaktafyrirkomulag . Komið hefur t il þess að yfirlæknirinn hafi ekki náð lágmarkshvíldartíma , sbr. grein 4 .6. 1 í kjarasamningi aðila og lög nr. 46/1980 um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðu m , og telur stefnandi að það hafi leitt til frítökuréttar í samræmi við grein 4.6.2 í kjarasamningi aðila . 6 Ráðið verður af gögnum málsins að fram til ársins 2015 hafi vinna án þess að lágmarkshvíldartíma yfirlæknisins hafi verið náð sólarhringin n á undan, það er 2 svokölluð hvíldartímabrot , verið staðfest af fulltrúum spítalans . Yfirlæknirin n var þá upplýst af deildarstjóra á launadeild spítalans um að þörf væri á samþykki yfirmanns fyrir slíkum hvíldartímabrotum og stofnun frítökuréttar samkvæmt grein 4.6 .2 í kjarasamningi . Lögð hafa verið fram tölvupóstsamskipti sem varða tilraunir yfirlækn isins , þar með talið með liðsinni stefnanda, til að fá umræddan frítökurétt staðfestan a f yfirmönnum innan spítalans . Þá var málið rætt í samráðsnefnd stefnanda og stefnda án þess að það skilaði niðurstöðu. 7 Meðal gagna málsins er minnisblað framkvæmdastjór nar Landspítalans til stjórnenda var tilgangur þess sagður að árétta ábyrgð stjórnenda á skipulagi vinnutíma, þar með talið sínum eigin vinnutíma, og að hann sé í samræmi við lög og öryggissjónarmið. Tekið va r fram að stjórnendur sk yldu skipuleggja vinnutíma sinn með eðlilegan hvíldartíma að leiðarljósi og ákvæði um frítökurétt myndu eftirleiðis ekki taka til tiltek in na hópa á spítalanum, þar með talið yfirlækna , enda hefðu þeir umboð til að ha g a eða breyta vinnutíma sínum til að eðlileg hvíld næðist og öryggi sjúklinga, sem og starfsmanna, væri tryggt. Þá sagði að h víldartíma b r otum skyldi að jafnaði stjórnenda . Í u ndantekningartilvikum skyldi yfirmaður þó staðfesta slík brot stjórnenda skriflega ef hann teldi að ekki hefði verið mögulegt að skipuleggja vinnu og þjónustu við sjú klinga með öðrum hætti. Þetta skyldi þó gert strax eða við næstu yfirferð . V fyrri ára eða fyrri launatímabila yrðu 8 Með bréfi stefnand a til ríkislögmanns 20. apríl 2021 var vísað til þess að yfirlæknirinn hefði ekki fengið hvíldartímabrot sín samþykkt þrátt fyrir ítrekaðar óskir. Ástæðan virtist vera sú að enginn hjá Landspítalanum vildi afgreiða málið , en það varðaði verulega hagsmuni f yrir yfirlækninn. Í bréfinu var tekið fram að það virtist vera þörf á því að stefna málinu fyrir almennan dómstól. Með tölvubréfi kjara - og mannauðssýslu ríkisins var tekið fram að ekki væri talið tilefni til að gera athugasemdir við afstöðu Landspítalans. Málsástæður og lagarök stefn an da 9 Stefnandi vísar til þess að A hafi stundum ekki getað virt ákvæði um lágmarkshvíldartíma þar sem hún hafi eftir gæsluvakt þurft að mæta snemma að morgni til að sinna skyldum sínum sem yfirlæknir og sem sérfræðingur í starfi. Hafi oftast verið um að ræða brot á 11 tíma hvíld, sbr. 4. mgr. greinar 4.6.2 í kjarasamningi aðila , en einstök tilvik eru ekki skýrð nánar . 10 Stefnandi tekur fram að f ramkvæmdin sé sú að s amþykkja þurfi hvíldartímabrot til að læknir fái skráðan frí tökurétt samkvæmt kjarasamningi . Fram til ársins 2015 hafi launafulltrúi eða starfsmaður á mannauðssviði Landspítalans samþykkt hvíldartímabrot yfirlæknisins í samræmi við skráðan vinnutíma samkvæmt 3 stimpilklukku . Hafi síðan komið fram sú afstaða launadeil dar spítalans að yfirmaður umrædds yfirlæknis þyrfti að samþykkja hvíldartímabrot hennar. 11 Stefnandi tekur fram að á árinu 2019 hafi skipuriti Landspítala verið breytt og er í stefnu gerð grein fyrir yfirmönnum hennar. Vísað er til þess að í desember 2019 hafi ný framkvæmdastjórn spítalans boðað að ekki ætti að samþykkja hvíldartímabrot yfirlækna þar sem þeir ættu að skipuleggja vin n utíma sinn sjálfir, auk þess sem ekki ætti að samþykkja brot aftur í tímann sem láðst hefði að afgreiða. 12 Stefnandi vísar til þess að deildarstjóri launadeildar Landspítalans hafi staðfest að yfirlæknirinn eigi 292,6 2 klukk u stund ir í uppsafnaðan frítökurétt sem ekki hafi fengist staðfestur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hennar. Ástæðan sé sú að enginn yfirmanna yfirlæknisins haf i fengist til að samþykkja hvíldartímabrotin og þar með frítökurétt . 13 Krafa stefnanda er byggð á ákvæðum í kafla 4.6 í kjara s amningi aðila og kjarasamningsbund num frítökurétt i yfirlæknisins . Ekki standist að frítöku réttur yfirlæknisins falli niður af þeim sökum að yfirmenn vilji ekki staðfesta að hún hafi neyðst til að vinna svo langan vinnutíma sem raun ber vitn i . Hafi meðal annars verið vísað til þess að ekki verði samþykkt hvíldartímabrot aftur í tímann. 14 Stefnandi telur að yfirstjórn Landspítalans sé óheimilt að svipta yfirlækna og aðra stj ó rnendur kjarasamningsbundnum rétti v egna brota á hvíldartíma með fullyrðingum um að þeir ráði s jálfir vinnutíma sínum og geti séð til þess að þeir nái ætíð hvíld. Bent er á að eftir gæsluvakt séu y firlæknar oftast með fyrirfram skipulagða dagskrá sem ekki sé hlaupið að því að breyta nema með miklum afleiðingum, fyrst og fremst fyrir sjúklinga. Hafi Landspítalinn fallist á sjónarmið stefnanda og tekið undir að í slíkum tilvikum ætti næsti yfirmaður y firlæknis að samþykkja brot á hvíldartíma. Hins vegar hafi A reynst ómögulegt að fá slíkt samþykki eða staðfestingu. Málsástæður og lagarök stefnda 15 Stefndi reisir kröfu sína um frávísun málsins á því að málið falli utan lögsögu Félagsdóms . Vísað er til þess að í 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna séu tæmandi talin tilvik sem falli undir lögsögu Félagsdóms. Í stefnu sé ekki gerð grein fyrir því á hvaða grundvelli málið sé lagt fyrir Félagsdóm til efnislegrar úrlausnar. Málið v arði ekki samningsaðild, vinnustöðvun, undanþágulista eða önnur atriði sem aðilar hafi samið um að leggja fyrir dóminn. Þá telji stefndi sakarefnið ekki geta falið í sér viðurkenningu á skilningi á kjarasamningi eða gildi hans. Túlka beri lögsögu Félagsdóm s þröngt og beri að vísa málinu frá. Jafnframt megi sjá af dómaframkvæmd að ágreiningsefnið eigi undir almenna dómstóla , sbr. til dæmis dóma Hæstaréttar 18. janúar 2018 í máli nr. 740/2016 og 30. september 2019 í máli nr. 27/2019. 16 Stefndi leggur áherslu á að málið varði viðurkenningu á einstaklingsbundnum réttindum tiltekins starfsmanns samkvæmt kjarasamningi. Málið snúist um meint vangoldin réttindi til frítöku yfirlæknis sem kunni eftir atvikum að verða greidd út 4 sem laun síðar. Kröfugerð og málatilbúnaðu r stefnanda beri ekki með sér að málið varði ágreining um túlkun á ákvæðum kjarasamnings. Tekið er fram að 15. apríl 2021 hafi verið gerð dómsátt við stefnanda fyrir Félagsdómi um túlkun á ákvæðum sem tengist frítökurétti og virkni þeirra. Þá liggi fyrir á litsgerð frá árinu 2011 um túlkun og virkni ákvæða um frítökurétt í kjarasamningi sem hafi verið tekin saman af óháðum aðila fyrir samningsaðila. R étt túlkun og gildi ákvæða sem varðar frítökurétt sé því ljós og vandséð að um sé að ræða ágreining sem falli undir lögsögu Félagsdóms. Jafnframt er vísað til þess að dómkrafa stefnanda sé ekki tengd tilteknum atvikum eða ákvæð um í kjar a samningi aðila. Sé krafan því ódómhæf, sbr. 25. gr. og d - lið ur 1. mgr. 80. gr,. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur . Jafnframt sé ekki skýrt í stefnu við hvaða ákvæði kjarasamnings einstök tilvik sem mynd i samtölu dómkröfunnar s tyðjist. Að öllu virtu skorti stefnanda lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. 17 Til stuðning varakröfu stefnanda um sýknu er vísað til þess að reglur um hvíldartíma og hámarksvinnutíma sé að finna í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum og vinnutímatilskipun nr. 33/104/EB frá 23. nóvember 1993. Þá sé nánari útfærslu að finna í samningi 23. janúar 1997 um ákveðna þætti sem varði skipulag vinnutíma . Frítökuréttarákvæði kjarasamninga gangi að hluta til lengr a en ákvæði laga og fyrrgreinds samnings. Þar sé gert ráð fyrir auknum frítíma starfsmanna sem kallaðir eru til starfa áður en hvíldartími er uppfylltur og geti starfsmenn valið um að taka aukið frí út síðar eða fá það greitt út að hluta, sbr. greinar 4.6.2., 4.6.3 og 4.6.4 í kjarasamningi aðila. 18 Stefndi vísar til þess að með ákvæðum kjarasamninga um frítökurétt hafi tilgangur inn verið að hvetja til breytinga og mæla fyrir um viðurlög fyrir vinnuveitendur eða stjórnendur sem skipuleggi ekki vinnu þannig að ákvæðum um lágmarkshvíld sé náð . Ákvæði sem varði heimild til að skerða hvíldartíma séu undanþáguákvæði, enda bú i öryggis - og vinnuverndarsjónarmið að baki þeirri meginreglu að virða eigi hvíldartíma starfsmanna. Vegna þessa sé skýrt mælt fyrir um það í kjarasamningi að brot á hvíldartíma starfsmanna, sem leiði til frítöku, þurfi að vera samkvæmt sérstakri beiðni þess sem hefu r boðvald yfir starfsmönnum sem eftir atvikum öðlist rétt til frítöku. Þetta fyrirkomulag sæki einnig stoð í lög nr. 46/1980 og fyrrgreinda tilskipun. 19 Stefndi leggur áherslu á að starfsmaður geti ekki beðið sjálfan sig um að brjóta hvíldartíma og þannig f engið aukinn frítökurétt. Forsenda þess að frítökuréttur myndi st sé að starfsmaður sé kallaður til starfa áður en lágmarkshvíld sé náð . Mæti starfmaður eigi að síður til vinnu áður en hann hefur náð lágmarkshvíld skapi hann sér ekki frítökurétt. Þá vísar s tefndi til þess að A hafi sem stjórnandi s t ýrt vinnutíma og skipulagi vinnu sinnar sjálf. Fyrir liggi að yfirmaður hennar hafi ekki átt frumkvæði að því að kalla hana til starfa áður en lágmarkshvíld var náð heldur hafi það verið ákvörðun hennar sjálfrar. Því er einnig mótmælt að yfirlæknirinn hafi þurft að mæta 5 til vinnu að morgni þegar hefðbundin dagvinna hefjist. Forsendur fyrir frítökurétti vegna hvíldartímabrots séu því ekki uppfylltar. Niðurstaða 20 Krafa stefnda um frávísun er einkum reist á því að málið fal l i utan lögsögu Félagsdóms. Ákvæði um lögsögu Félagsdóms vegna kjarasamninga opinberra starfsmanna er að finna í 26. gr. laga nr. 94/1986 og eru mál sem falla undir valdsvið dómsins þar tæmandi talin. Í stefnu er ekki tilgreint á hvaða grundvelli málið sé lagt fyrir Félagsdóm, en við munnlegan málflutning vísaði lögmaður stefnanda til 3. tölulið ar 1. mgr. 26. gr. laganna. Samkvæmt ákvæðinu dæmir Félagsdómur í málum sem rísa á milli samningsaðila og varða ágreining um skilning á kjarasamningi eða gi ldi hans. 21 Eins og rakið hefur verið krefst stefnandi viðurkenningar á því að A , sem er starfsmaður Landspítalans, eigi frítökurétt sem nemi 292,62 klukkustundum. Dómkrafan er ekki tengd við tiltekin ákvæði í kjarasamningi aðila, en af stefnu verður ráðið að krafan sé studd við grein 4.6.2 í kjarasamningnum. Að virtum málatilbúnaði aðila verður ekki séð að þeir deili um skilning á tilteknu ákvæði kjarasamningsins, svo sem um það hvenær frítökuréttur stofnist samkvæmt fyrrgreindu ákvæði. Aðspurð við munnlega n málflutning tók lögmaður stefnanda raunar fram að h ún teldi slíkan ágreining um túlkun kjarasamnings ekki vera til staðar og málið fremur snúast um skyldu yfirmanns til að staðfest a hvíldartímabrot yfirlæknisins. 22 Að virtri kröfugerð og málatilbúnaði stefnanda lýtur málið í raun ekki að ágreiningi um skilning á tilteknum ákvæðum í kjarasamningi aðila eða að gildi hans, heldur fremur að því hvort Landspítalanum sé skylt að viðurkenna frítökurétt stefnanda sem starfsm anns við tilteknar aðstæður. Við úrlausn málsins koma því til skoðunar ýmis önnur atriði sem varða ekki réttindi samkvæmt kjarasamningi, svo sem ákvæði IX. kafla laga nr. 46/1980 um hvíldartíma, skyldur yfirlækna samkvæmt ráðningarsamningi og staða þeirra innan stjórnkerfis Landspítalans. Horfa verður til þessa við mat á því hvort málið heyri undir Félagsdóm , sbr. til hlið s jónar dóm Hæstaréttar 5. nóvember 2002 í máli nr. 479/2002. Þá má ráða af d ómaframkvæmd að almennir dómstólar hafi leyst úr einstakling sbundnum kröfum starfsmanna gegn vinnuveitendum, þar með talið um viðurkenningu á frítökurétti samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna, sbr. til dæmis dóm Hæstaréttar 18. janúar 2018 í máli nr. 740/2016. 23 Að öllu framangreindu virtu , sem og með hliðsj ón af því að túlka ber lögsögu Félagsdóms þröngt, verður ekki talið að málið falli undir dómsvald dómsins, sbr. 26. gr. laga nr. 94/1986. Ber þegar af þeirri ástæðu að taka til greina kröfu stefnda um frávísun málsins frá Félagsdómi. 24 Að virtum úrslitum má lsins verður stefnanda gert að greiða stefnd málskostnað eins og nánar greinir í úrskurðarorði . 6 Úrskurðar orð: Máli þessu er vísað frá Félagsdómi. Stefnandi, Læknafélag Íslands, greið i stefnda, íslenska ríkinu vegna Landspítala , 300.000 krónur í málskostnað. Sératkvæði Guðmundar B. Ólafssonar 1 Ég er sammála niðurstöðu meirihluta dómenda um að vísa beri málinu frá dómi en með eftirfarandi athugasemdum. 2 Ég er ósammála meirihlutanum um að ekki sé til staðar ágreiningur um túlkun á ákvæði í kjarasamningi um frítökurétt. Ég tel að sá ágreiningur sem uppi er eigi undir Félagsdóm samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986, þó svo að fleiri atriði komi til skoðunar við túlkun ákvæðisins. 3 Kröfugerð stefnanda snýr á hinn bógi nn að viðurkenningu á tilteknum tímafjölda á uppsöfnuðum frítökurétti en ekki viðurkenningu á tiltekinni túlkun á ákvæði 4.6.2. í kjarasamningi sem leiðir til frítökuréttar. Málatilbúnaðurinn fullnægir því ekki skilyrðum d - og e - liða 1. mgr. 80.gr. laga nr . 91/1991. 4 Eins og málið er fram sett af hálfu stefnanda verður ekki hjá því komist að vísa því frá dómi. 5 Ég er sammála meirihluta dómenda um málskostnað.