1 Ár 2014 , mánudaginn 6. október , er í Félagsdómi í málinu nr. 2 /2014 Alþýðusamband Íslands vegna Rafiðnaðarsamband s Íslands f.h. Félags íslenskra rafvirkja gegn Samtökum atvinnulífsins vegna Rio Tinto Alcan á Íslandi hf. kveðin n upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 9. september 2014. Málið dæma Sigurður Gísli Gíslason, Ásmundur Helgason, Guðni Á. Haraldsson, Lára V. Júlíusdóttir og Valgeir Pálsson. Stefnandi er : Alþýðusamband Íslands, kt. 420169 - 6209, Sæ túni 1, Reykjavík, vegna Rafiðnaðarsambands Íslands, kt. 440472 - 1099, Stórhöfða 31, Reykjavík, fyrir hönd Félags íslenskra rafvirkja, kt. 530169 - 4489, Stórhöfða 31, Reykjavík. Stefndi er : Samtök atvinnulífsins, kt. 680699 - 2919, Borgartúni 35, Reykjav ík, vegna Rio Tinto Alcan á Íslandi hf., kt. 680466 - 0179, Straumsvík, Hafnarfirði. Dómkröfur stefnanda: Dómkröfur stefnda eru þær að viðurkennt verði að uppsögn Björgvins Þórs Ingvarssonar, kt. 300866 - 4099, sem fram fór þann 16. október 2013, hafi bro tið gegn 11. gr. laga nr. 80/1938 og verið ólögmæt af þeim sökum. Þá krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati réttarins. Dómkröfur stefnda : Stefndi krefst sýkn u af öllum kröfum stefnan da og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað samkvæmt mati dómsins. 2 Málavextir : Björgvin Þór Ingvarsson starfaði hjá Rio Tinto Alcan hf. (ISAL) sem rafvirki á aðalverkstæði og s tarfað i þar frá árinu 2000. Honum var sagt upp þann 16. októbe r 2013, laust eftir hádegi, með bréfi afhen du þann dag. Ástæður uppsagnar voru ekki tilteknar í uppsagnar bréfi nu . Seinna s íðastgreindan dag voru gerð kunn úrslit úr trúnaðarmannakosningu hjá Félagi íslenskra rafvirkja (FÍR) hjá ISAL og var Björgvin kjörin n trúnaðarmaður í þeirri kosningu. Kveður stefnandi að Björgvin hafi í raun gegnt stöðu trúnaðarmanns fyrir kosninguna. Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ), Kristján Þórður Snæbjarnarson, sen di tilkynningu um kjörið um kl. 18 þann sama dag til star fsmannastjóra ISAL , Jakobínu Jónsdóttur og fleiri hjá fyrirtækinu . Daginn eftir, þann 17. október 2013, svarað i starfsmannastjórinn formanni RSÍ því að Björgvini hefði verið sagt upp daginn áður og því þyrfti að kjósa nýjan trúnaðarmann. Stefnandi kveður a ð Kristján Þórður hafi mótmælt þessu og hafi fundur verið haldinn þann dag, 17. október, til að ræða málið. Þann fund hafi setið Jakobína Jónsdóttir, starfsmannastjóri ISAL, Kristján Þórður, formaður RSÍ, Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðarmaður hjá ISAL og D agný Aradóttir Pind, lögmaður RSÍ. Kveður s tefnandi að á fundinum 17. október hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við uppsögn Björgvins og sú afstaða FÍR og RSÍ gerð ljós að Björgvin hafi notið uppsagnarverndar í samræmi við 11. gr. laga um stéttarfé lög og vinnudeilur á þeim tíma sem uppsögnin fó r fram. Undir þetta hafi Gylfi aðaltrúnaðarmaður tekið, sem hafi einnig haft fleiri athugasemdir við uppsögnina. Af hálfu ISAL hafi komið fram að uppsögnin hafi verið gerð í hagræðingarskyni. Starfsmannastjóri hafi verið hvattur til að draga uppsögnina til baka og fylgja lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og hafi ISAL verið gefinn nokkurra daga frestur til að bregðast við áður en málið færi í formlegan farveg. Aðaltrúnaðarmaður hafi sent tölvupóst á starfsman nastjóra þar sem hans afstaða hafi verið ítrekuð og skýrð. Af hálfu ISAL hafi ekki verið orðið við munnlegri beiðni RSÍ um að endurskoða málið og hafi forstjóra og starfsmannastjóra ISAL því verið sent bréf þann 21. október 2013 og í því bréfi hafi afstaða RSÍ og FÍR verið skýrð enn frekar, að Björgvin hafi notið uppsagnarverndar skv. 11. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938. Þá segir stefnandi að fyrirtækinu hafi einnig verið gerð grein fyrir því að sjónarmið um uppsögn í hagræðingarskyni væ ru ótrúverðug, þar sem ekki hafi legið fyrir að fara ætti í hagræðingaraðgerðir, þrátt fyrir að kveðið sé á um samráð vegna slíks í kjarasamningi aðila . Hafi átt að hagræða hafi trúnaðarmaður átt að sitja fyrir um að halda vinnu ef fækka þyrfti starfsmönnu m, sbr. síðari málslið 11. gr. laga nr. 80/1938. Ítrekað hafi verið að afstaða RSÍ væri að uppsögnin hefði verið ólögmæt og sú krafa 3 gerð að uppsögnin yrði dregin til baka og umræddur starfsmaður beðinn afsökunar. Svar við því bréfi hafi borist þann 28. ok tóber og kröfum RSÍ verið hafnað á þeim grundvelli að hann hafi ekki notið uppsagnarverndar skv. 11. gr. laga nr. 80/1938 þegar uppsögnin fór fram. Í greinargerð stefnda eru ekki færðar fram sérstakar athugasemdir við málavaxtalýsingu stefnanda að öðru le yti en því að stefndi mótmælir því sem röngu og ósönnuðu að Björgvin hafi gegnt stöðu trúnaðarmanns fyrir kosninguna. Stefndi lýsir því að í júní 2013 hafi verið ljóst að hagræða yrði verulega hjá stefnda vegna slæmrar afkomu. Hafi verið stefnt að lækkun kostnaðar um 15% fyrir árið 2013 og aftur önnur 15% fyrir árið 2014. Ljóst hafi verið að fækka yrði starfsmönnum ásamt öðrum aðgerðum. Stefndi kveður að þann 26. júní hafi framkvæmdastjórn félagsins haft vinnufund um lækkun rekstrarkostnaðar. Gaukur Garð arsson, framkvæmdastjóri viðhaldssviðs hafi þar lagt fram tillögu um að stöðugildum á aðalverkstæði yrði fækkað úr 72 í 62 stöðugildi. Vinnuhópum yrði fækkað um einn og verkefni þess hóps fækkað um þrjá, starfslokum eins yrði flýtt og tveimur yrði sagt upp störfum en Björgvin hafi verið annar þeirra. Stefndi kveður að þann 24. september hafi verið fundur í trúnaðarráði starfsmanna sem Björgvin hafi sótt einhverra ástæðna vegna. Björn Fri ðriksson, skipaður trúnaðarmaður, hafi þó verið til staðar í fyrirtækinu á þeim tíma. Í vikunni 14 . til 18 . október hafi farið fram kosning trúnaðarmanns rafvirkja hjá ISAL. Engin n starfmaður hafi gefið kost á sér í starfið en a llir rafiðnaðarmenn hafi ve rið í kjöri . Um hádegisbil þann 16. október hafi Björn Friðriksson, trúnaðarmaður rafiðnaðarmanna verið kallaður til Hallgríms Smára Þorvaldssonar verkstjóra aðalverkstæðis þar sem honum hafi verið tjáð að Björgvini yrði sagt upp störfum. Tilkynnt yrði um breytingar á aðalverkstæði daginn eftir þar sem þjónustuhópur kerskála yrði lagður niður og sameinaður öð r um hópum. Björn hafi þá skýrt verkstjórunum frá því að kosningu trúnaðarmanns væri að ljúka og niðurstöður talning ar mynd u liggja fyrir þennan sama d ag. Björgvin hafi síðan verið kallaður til verkstjóra milli kl. 12 og 13 þennan sama dag og honum afhent uppsagarbréfið. Þessi hluti hagræðingaraðgerðanna hafi fyrst komið til framkvæmda þar sem um skipulagsbreytingu hafi verið að ræða en aðrar aðgerðir ha fi verið almenns eðlis. Tilkynning Rafiðnaðarsambandsins um að Björgvin Þór Ingvarsson hafi verið kjörinn trúnaðarmaður rafvirkja hafi borist framkvæmdastjóra starfsmannasviðs síðar þennan sama dag, nánar tiltekið kl. 18:16. Á fundi í samstarfsnefnd ISAL þ ann 21. október 2013 hafi forstjóri farið yfir fyrirhugaðar aðgerðir vegna fækkunar á starfsgildum í öðrum deildum fyrirtækisins 4 auk þeirra aðgerða sem þegar höfðu átt sér stað með aðaltrúnaðarmanni og öðrum fulltrúum starfsmanna. Við aðalmeðferð gáfu sk ýrslur Björgvin Þór Ingvarsson rafvirki, G ylfi I ngvarsson fráfarandi aðaltrúnaðarmaður hjá stefnda, Gaukur Garðarsson framkvæmdastjóri viðhaldssviðs hjá stefnda, H allgrímur S mári Þ orvaldsson verkstjóri aðalverkstæðis hjá stefnda og J akobína J ónsdóttir fram kvæmdastjóri starfsmannasviðs hjá stefnda. Málsástæður stefnanda : Stefnandi byggir á því að brotið hafi verið gegn 11. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur með umræddri uppsögn og hafi hún því verið ólögmæt. Fram hafi komið, eftir að uppsögn átti sér stað, að hún hafi verið í hagræðingarskyni og sé því byggt á því að brotið hafi verið gegn síðari málslið 11. gr. Í þeim málslið felist sú meginregla að trúnaðarmanni eigi ekki að se g ja upp störfum við fækkun starfsmanna nema vinnuveitandinn sýni fram á ríkar ástæður til þe ss . Ekki hafi komið fram fyrr en eftir að uppsögn hafði átt sér stað að um uppsögn vegna hagræðingar væri að ræða. Þá byggir stefnandi á því að í kjarasamningi aðila séu ákvæði er varði samráð trúnaðarráðs og ISAL vegna breytinga á r ekstri og vinnutilhögun. Greina r 7.12 og 7.13 fjalli um þetta og þar segi í grein 7.12 að ISAL skuli kynna fyrir trúnaðarmönnum verulegar breytingar á rekstri og vinnutilhögun með eins miklum fyrirvara og unnt sé. Gerð hafi verið tvö samkomulög um þetta sa mráð, sbr. grein 7.13. Séu þau fylgiskjöl 10 og 11 með kj arasamningi og hafi verið í gildi frá 1979. Annars vegar sé um samstarfsnefndir í 9 deildum ISAL að ræða, sbr. samko mulag 10, og hins vegar starfi samstarfsnefnd ISAL yfir allt fyrirtækið og sé skipu ð þremur fulltrúum starfsmanna og þremur fulltrúum frá framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Allar ne fndir hafi skilgreind verkefni og skuli hittast annars vegar mánaðarlega (heildarnefndin) og hins vegar annan hvern mánuð. Meðal verkefna beggja nefnda sé að ræð a um skipulag, breytingar á því og samd rátt í rekstri. Aðalnefndin skuli fjalla um áætlanir um endurskipulagningu. Stefnandi kveður þessi mál ekki hafa verið rædd, hvorki í samstarfsnefnd á aðalverkstæði né í samstarfsnefnd ISAL, áður en Björgvini hafi ve rið sagt upp. Stefnandi kveður því blasa við að Björgvini hafi verið sagt upp í snarhasti, áður en formleg tilkynning hafi borist frá stéttarfélagi hans um kjör hans sem trúnaðarmaður. Sú tilkynning hafi verið send nokkrum kl ukkutímum síðar, en kosningu ha fi verið lokið þegar uppsögn fór fram. Stefnandi tekur fram að u m trúnaðarmenn sé fjallað í grein 7.11 í kjarasamningi aðila og í lögum nr. 80/1938. Framkvæmdin hjá rafiðnaðarmönnum 5 ISAL hafi ver ið með þeim hætti að kosið sé um trúnaðarmann á tveggja ára fresti. Kosning h afi verið auglýst á meðal starfsmanna og allir verið í kjöri. Björgvin h af i nokkru áður tekið að sér hlutverk trúnaðarmanns rafvirkja þar sem sá sem hafi verið kjörinn trúnaðarmaður 2011 h afi ekki sinnt sí nu starfi sem slíkur. Hann hafi mæ tt á fund trúnaðarráðs þann 24. september 2013. Starfsmannastjóra hafi verið tilkynnt um það 17. september og verkstjórum í kjölfarið. Trúnaðarmenn njóti launa á meðan þeir s inni trúnaðarstörfum, sbr. grein 7.11.1 í kjarasamningi aðila. Stefnandi byggir á því að með því að greiða Björgvini laun á fundi trúnaðarráðs þann 24. september hafi ISAL viðurkennt stöðu hans sem trúnaðarmanns og hafi þar með uppsagnarvernd 11. gr. laga nr. 80/1938 tekið gildi gagnvart honum. Því hafi hann átt að sitja fyrir um að ha lda vinnu, hefðu uppsagnir þurft að fara fram í hagræðingarskyni. Stefnandi kveður ekkert hafa komið fram af hálfu ISAL um að nauðsynlegt hafi verið að segja Björgvini upp til þess að ná fram hagræðingu. Eins og fyrr segi hafi umrædd hagræðingaráform ekki verið rædd í samráðsnefndum ISAL og ekki sé sý nt að áætlaðri hagræðingu hafi ekki mátt ná með öðrum hætti. Stefnandi kveðst byggja mál sitt á lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, einkum 11. gr. Stefnandi byggir mál sitt einnig á skuldbindinga rgildi kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins og vísar sérstaklega til kjarasamnings aðila. Hvað varð ar lögsögu Félagsdóms vísar stefnandi til 2. tölul. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, og hvað varð ar aðild vísar stefnandi ti l 1. mgr. 45. gr. sömu laga. Stefnandi kveðst reisa málskostnaðarkröfu sína á reglum XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 65. og 69. gr. laga nr. 80/1938. Mál sástæður stefnda: Stefndi byggir á því að Björgvini hafi verið sagt upp stör fum rúmum fimm klukkustundum áður en stefnda var tilkynnt um kosningu hans sem trúnaðarmanns. Hann hafi því ekki notið verndar gegn uppsögnum samkvæmt 11. gr. , sbr. 9. gr. laga um stéttarfélög og vinnudei lur. Forsenda þeirra verndar sé að viðkomandi stétta rfélag hafi áður tilkynnt vinnuveitandanum um kosninguna og þar með skipað hann til að gegna starfinu. Óumdeilt sé að atkvæði h afi hvorki verið talin né Björgvin verið skipaður trúnaðarmaður við uppsögn hans. Stefndi mótmælir því sem röngu og ósönnuðu að Björgvin hafi í reynd geg n t starfi trúnaðarmanns áður en uppsögn fór fram. Bendir stefndi á að Björn Friðriksson hafi gegnt því starfi og engin tilkynning um breytingu hva ð það varði hafi borist frá stéttarfélaginu. 6 Stefndi mótmælir þ ví sem röngu og óröks tuddu að stefndi hafi viðurkennt stöðu Björgvins sem trúnaðarmanns með því að greiða laun eða öllu heldur að hafa ekki dregið af launum vegna setu hans á fundi trúnaðarráðs þann 24. september 2013. Stefndi mótmælir þv í einnig sem fráleitu að mætingarlistin n fyrir umræddan fund hafi þýðingu í þessu sambandi. Stefndi kveður að u ppsögn Björgvins hafi með öllu verið ótengd trúnaðarmannskosningunni. Þá hafi stefndi ekki með nokkru móti getað vitað að Björgvin yrði kosinn trúnaðarmaður enda hann ekki verið í fram boði frekar en aðrir. Ítrekar stefndi að umræddar breytingar hafi verið ræddar á fundi samstarfsnefndar ISAL þann 21. október 2013. Um lagarök vísar stefndi aðallega til l aga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur og kjarasamning s aðila. Málskostnaðar krafa stefnda byggir á 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Forsendur og niðurstaða: Mál þetta á undir Félagsdóm skv. 1. og 2. tl. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Aðilar máls þessa hafa samið svo um í kj arasamningi að sambönd stéttarfélaga og stéttarfélög sem aðild eiga að kjarasamningi vegna álversins í Straumsvík hafi heimild til þess að velja sér trúnaðarmann á vinnustað. Hefur það val farið fram með kosningu starfsmanna á vinnustað og hefur viðkomandi samband eða verkalýðsfélag síðan tilkynnt um val sitt til stjórnenda ISAL. Stefnandi byggir mál sitt á því að skv. 11. gr. laga nr. 80/1938 hafi verið óheimilt að segja Björgvini Þór Ingvarssyni upp störfum vegna þess að hann hafi haft stöðu trúnaðarmanns innan fyrirtækisins og þess vegna hafi borið að láta hann ganga fyrir um störf, en ekki hafi komið fram fyrr en eftir uppsögnina að hún væri vegna hagræðingar . En jafnframt bendir stefnandi á að samkvæmt kjarasamningi aðila skuli hafa samráð milli trúnaða rráðs aðila og kynna trúnaðarmönnum verulegar breytingar á reks tr i og vinnutilhögun með eins miklum fyrirvara og unnt sé. Málsástæðu sína um að Björgvin Þór Ingvarsson hafi notið uppsagnarverndar 11. gr. laga nr. 80/1938 byggir stefnandi á því að hann hafi gegnt starfi trúnaðarmanns í forföllum hans, en m.a. hafi Björgvin sótt fund í tr ú naðarráði fyrir hinn kjörna trúnaðarmann, að beiðni hans og fengið greidd laun á meðan skv. ákvörðun stefnda. Með þessu hafi stefndi í verki viðurkennt Björgvin sem trúnaðar mann. Ekki eru í lögum og kjarasamningi ákvæði um sérstakan varatrúnaðarmann og ekki gert ráð fyrir honum þar. Fram kom í skýrslugjöf Gylfa Ingvarssonar fráfarandi aðaltrúnaðarmanns við aðalmeðferð málsins að ekki hafi farið fram sérstök kosning varatrúnað armanns, en að 7 Björgvin hafi fengið næstflest atkvæði þegar Björn Friðriksson var kjörinn trúnaðarmaður. Fyrir liggur að Björn Friðriksson var í starfi trúnaðarmanns og hafði stefnda ekki verið tilkynnt um neina breytingu á því, en jafnframt hafði stefnda ekki verið tilkynnt um að Björgin Þór hefði nokkra stöðu sem trúnaðarmaður eða Þá kom það fram við skýrslugjöf Gauks Garðarssonar framkvæmdastjóra viðhaldssviðs hjá stefnda að hann hafi starfað hjá stefnda frá árinu 1999 og aldrei hey rt um tilvist varatrúnaðarmanna eða að Björgvin hafi verið slíkur. Við skýrslugjöf Hallgríms Smára Þorvaldssonar verkstjóra aðalverkstæðis hjá stefnda kom fram að hann kannaðist ekki við að Björgvin hafi gegnt starfi varatrúnaðarmanns og hafi vitnið aldrei heyrt um slíkt starf. Þá kom það jafnframt fram hjá Jakobínu Jónsdóttur framkv æ mdastjóra starfsmannasviðs hjá stefnda að hún hafi aldrei heyrt um tilvist varatrúnaðarmanns og enginnn samningur væri til um slíkt. Það er mat dómsins að seta Björgvins Þórs I ngvarssonar á einum fundi trúnaðarráðs þann 24. september 2013 hafi ekki skapað honum réttarstöðu trúnaðarmanns, enda hafi hvorki stéttarfélagasamband hans eða stéttarfélag á þeim tíma tilkynnt hann sem trúnaðarmann né hafði hann á þeim tíma verið kosinn af starfsmönnum sem slíkur. Að framangreindu virtu þykir stefnandi ekki hafa fært á það sönnur að Björgvin Þór Ingvarsson hafi notið stöðu trúnaðarmanns hjá stefnda þá er honum var sagt upp störfum í umrætt sinn. Framangreindu til viðbótar þykir rétt að g eta þess að þegar Björgvini var sagt upp störfum var ekki lokið talningu atkvæða í kosningu trúnaðarmanns og Björgvin hafi því ekki verið tilkynntur til stefnda sem trúnaðarmaður á þeim grundvelli að hann hafi verið kosinn til þess starfs. Samkvæmt framans ögðu verður stefndi sýknaður af öllum kröfum stefnanda í málinu. Eftir niðurstöðu málsins verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 300.000 krónur. D ó m s o r ð: Stefndi, Samtök atvinnulífsins vegna Rio Tinto Alcan á Íslandi hf., skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Alþýðusambands Íslands vegna Félags íslenskra rafvirkja. Stefnandi greiði stefnda kr. 300.000 í málskostnað. 8 Sigurður Gísli Gíslason Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Lára V. Júl íusdóttir Valgeir Pálsson