FÉLAGSDÓMUR Ár 2019 , miðvikudaginn 4. desember 2019 , er í Félagsdómi í málinu nr. 10/2019 Kennarasamband Íslands vegna Félags grunnskólakennara ( Gísli Guðni Hall lögmaður ) gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga ( Anton Björn Markússon lögmaður) kveðinn upp svofelldur dómur : Mál þetta var dómtekið 11. nóvember síðastliðinn . Mál ið dæma Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason , Ragnheiður Harðardóttir , Gísli Gíslason og Karl Ó. Karlsson . Stefnandi er Kennarasamband Íslands, Laufásvegi 81 í Reykjavík, vegna Félags grunnskólakennara. Stefndi er Samband íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 Að viðurkennt verði að í grein 1.3.4 í kjarasamningi aðila, með gildistíma frá 1. desember 2016 til 30. nóvember 2017, sem var framlengdur með samkomulagi sömu aðila með tilgreindum breytingum, með gildistíma frá 1. desember 2017 til 30. júní 2019, fel i st að kennarapróf grunnskólakennara, sem falla undir greinina, veiti rétt til persónuálags eins og meistarapróf, samkvæmt gre in 1.3.2.1 í tilvitnuðu samkomulagi um framlengingu. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda að skaðlausu. Dómkröfur stefnda 2 Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda auk málskostnaðar að skaðlausu. Málavextir 3 Í framlögðum heildarkjarasamni ngi stefnanda við stefnda sem gilti frá 1. desember 2016 til 30. nóvember 2017 var í 1. kafla fjallað um laun kennara við grunnskóla. Þar var í grein 1.3.2 Samkvæmt greininni nutu þeir starfsmenn grunnskóla, sem kjarasamningurinn tók til, hækkunar um einn launaflokk hefðu þeir lokið 30 ECTS eininga sérhæfðu viðbótarnámi á háskólastigi eða 60 ECTS eininga framhaldsnámi í fagi á háskólastigi. kið tillit til viðbótarnáms í list - 2 samstarfsnefnd setti um framkvæmdina. Enn fremur sagði í ákvæðinu að tvöfalt n doktorspróf um þrjá launaflokka. 4 Í grein 1.3.4 í kjarasamning num var á sama tíma svohljóðandi ákvæði : Miða skal við, að kennarapróf, sem lögum samkvæmt veita kennurum sömu starfsréttindi, séu jafngild til launa án tillits til þess, á hvaða tíma þau hafa verið tekin. Ákvæðið stendur óbreytt í núgildandi kjarasamningi aðila. Í málatilbúnaði þeirra er greinin jafnan nefnd jafngildisákvæðið . 5 Með kjarasamningi stefnanda og stefnda með gildistíma frá 1. desember 2017 til 30. júní 2019 var gildandi kjarasamni ngur milli aðila framlengdur með þeim breytingum sem þar voru tilgreindar. Þar voru gerðar ákveðnar breytingar á 1. kafla kjarasamnings aðila um laun. Þær lutu meðal annars að grein 1.3.2 og skyldi hún hljóða svo frá 1. ágúst 2018: 1.3.2 Persónuálag vegna viðbótarmenntunar grunnskólakennara og náms - og starfsráðgjafa. 1.3.2.1 Fyrir hverjar 30 ECTS einingar í háskólanámi, umfram grunnnám til B.Ed prófs eða annað sambærilegt bakkalárpróf fær starfsmaður með leyfisbréf til kennslu í grunnskóla 2% persónuálag, enda nýtist námið í starfi hans. Sama gildir um náms - og starfsráðgjafa sem hafa leyfi til að starfa sem slíkir. Hækkun samkvæmt grein þessari skal taka gildi næstu mánaðamót eftir að starfsmaður leggur fram staðfest námsferilsyfirlit frá viðkomandi hásk óla til vinnuveitanda. Á námsferilsyfirlit i skal koma fram yfirlit yfir loknar ECTS einingar. Meginreglan við mat á námi er sú að einingar eru aldrei tvítaldar og að námið nýtist í starfi. Hámark persónuálags samkvæmt greininni er 16%. Starfsmaður sem hefur lokið formlegu doktorsprófi fær 6% til viðbótar enda hafi hann skilað prófskírteini frá viðkomandi háskóla. Starfsmenn sem fá menntun metna samkvæmt ofangreindu taka laun eftir launatöflu 1. 1.3.2.2 Grunnskólakennarar og náms - og starfsráðgjafar se m voru í starfi fyrir 1. ágúst 2018 og hafa fengið launaflokka skv. gr. 1.3.2 í kjarasamningi aðila er gilti til 30. nóvember 2017 geta valið að halda þeim launaflokkum og taka laun samkvæmt launatöflu 2. 3 Starfsmaður sem valið hefur ofangreinda leið getu r ekki fengið launaflokka til viðbóta vegna frekari viðbótarmenntunar skv. gr. 1.3.2 í kjarasamningi aðila sem gilti til 30. nóvember 2017. Starfsmaður, sem tekur laun samkvæmt launatöflu 2, getur óskað eftir því að færast á launatöflu 1 og fá menntun sí na metna samkvæmt gr. 1.3.2 í gildandi kjarasamningi aðila. Starfsmaður sem hefur tekið laun samkvæmt kjarasamningi Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara fyrir 1. ágúst 2018 heldur ofangreindum rétti til að velja um launatöflu 1 eða 2, k omi hann aftur til starfa sem grunnskólakennari eða náms - og starfsráðgjafi. 6 K jarasamning ur aðila rann út 30. júní síðastliðinn , eins og áður segir. Samkvæmt almennri venju og með hliðsjón af 2. mgr. 12. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, er þó áfram farið eftir kjarasamningnum uns nýr samningur hefur verið gerður. 7 Í stefnu greinir svo frá að þegar komið hafi að framkvæmd hi ns nýja ákvæðis í grein 1.3.2 haustið 2018 hafi komið í ljós ágreiningur milli málsaðila. Þar segir að einstök sveitarfélög hafi þá fengið ráðleggingar frá stefnda þar sem miðað hafi verið við að kennarar með kennarapróf samkvæmt eldri lögum ættu ekki rétt á persónuálagi samkvæmt grein 1.3.2.1 nema að þeir hefðu aflað sér tilskilinnar viðbótarmenntunar. Hafi ágreiningurinn verið tekinn til umfjöllunar í samstarfsnefnd samningsaðila. 8 Í málinu liggur fyrir fundargerð samstarfsnefndar 2. október 2018. Meðal þe ss sem þar kom til umræðu var mat á menntun samkvæmt grein 1.3.2.1. Ber fundargerðin með sér að tilefni umræðunnar hafi verið ágreiningur um hvað teldist grunn n ám samkvæmt greininni og hvað væri viðbótarnám. Af þessu tilefni lýstu fulltrúar stefnda afstöðu sinni til markmiðs greinarinnar og skýringar á henni. Þar kom meðal annars í kennaran ám eftir að kröfur laga um menntun grunnskólakennara voru auknar úr þriggja ára B.Ed. prófi í fimm ára M.Ed. próf. Í fundargerð var bókað af hálfu stefnanda að félagið væri ósammála útlistun fulltrúa stefnda í grundvallaratriðum og teldi hana ekki eiga sto ð í viðkomandi samningsgrein. 9 Einnig liggur fyrir fundargerð samstarfsnefndar samningsaðila 4. mars 2019. Þar er fjallað um jafngildisákvæðið í grein 1.3.4. Af hálfu stefnanda var farið fram á að staðfest yrði í nefndinni að kennari með starfsréttindi á g kennaraprófs heldur en meistar a prófs eða annarra þeirra prófa sem talin eru upp í 2. málsg r . 4. gr. laga nr. 87/2008 og á rétt samkvæmt kjarasamningsgrein 1.3.4, eigi á grundvelli kjarasamningsgreinar 1.3.2.1 rétt til a.m.k. 8% persónuála farið fram á staðfestingu á því að kennari, sem falli undir grein 1.3.4, eigi að fá greitt 4 viðbótarpersónuálag samkvæmt grein 1.3.2.1 fyrir 30 eininga viðbótarnám við kennaraprófið, á sama hátt og kennari með starfsréttindi á grundvelli mei star a prófs. Fram kemur í fundargerðinni að stefnandi hafi rökstutt kröfuna með því að vísa til hljóðan orðanna í grein 1.3.4, tilgangs ákvæðisins og að um réttlætismál væri að ræða þar sem önnur túlkun leiddi til mismunar milli yngri og eldri kennara. Af h álfu stefnda var bókað að kröfunni væri hafnað sem og rökstuðningi stefnanda. Málsástæður og lagarök stefnanda 10 Stefnandi kveður málið snúast um skilning á ákvæðum kjarasamnings aðila og eigi því undir Félagsdóm samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 11 Stefnandi kveðst reisa kröfu sína á grein 1.3.2.1 í nýjum kjarasamningi aðila eins og hún verði skýrð með tilliti til greinar 1.3.4 í eldri samningi. Stefnandi telur að fallast beri á kröfuna þegar af þeirr i ástæðu að hún sé í samræmi við skýr og fortakslaus ákvæði þessara greina. 12 Í grein 1.3.4 birtist að mati stefnanda sú hugsun og ætlun kjarasamningsaðila að kennarar, sem hafi fengið starfsréttindi á grundvelli menntunarkrafna sem í gildi hafi verið á hve rjum tíma, njóti jafnréttis í launum samanborið við þá sem fái starfsréttindi síðar, jafnvel þótt menntunarkröfum hafi verið breytt. Önnur túlkun fæli í sér að þessi ætlun gengi ekki eftir. 13 Þá vísar stefnandi til þess að um mikilvægt réttlætis - og jafnrétt ismál sé að ræða. Önnur túlkun en stefnandi leggi til feli í sér að yngri kennarar nytu að öðru jöfnu hærri launa en þeir eldri og reyndari vegna breyttra laga og þjóðfélagsaðstæðna. Það sé mismunun andstæð kjarasamningum og jafnræðishugsjón sem aðilar sam ningsins standi fyrir. 14 Stefnandi vísar og til þess að löng hefð sé fyrir ákvæði eins og grein 1.3.4 í kjarasamningum kennara, sem sé mikilvæg af framangreindum ástæðum. Færi það þvert gegn hefðinni ef þeir, sem falli undir grein 1.3.4, yrðu lakar settir í launum en þeir sem h efðu öðlast starfsréttindi síðar á grundvelli breyttra laga og forsendna. 15 Stefnandi kveður málskostnaðarkröfu sína styðjast við 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála Málsástæður og lagarök stefnda 16 Stefndi hafnar því að grein 1.3.4 í kjarasamningi aðila veiti grunnskólakennurum, sem haf a ekki lokið 120 ECTS einingum í háskólanámi, rétt til 8% persónuálags ofan á grunnlaun samkvæmt grein 1.3.2.1 í kjarasamningnum. 17 Í þessu sambandi bendir stefndi á að menntunarákvæði, þar sem kennarar hafi notið launahækkunar fyrir viðbótarmenntun sem þeir afli sér umfram grunnám, eigi sér langa sögu. Í dæmaskyni bendir stefndi á ákvæði af þeim toga í kjarasamningi 5 fjármálaráðherra f .h. ríkissjóðs við Kennarasamband Íslands með gildistíma frá 1. mars 1995 til 31. desember 1996. Að baki þessum ákvæðum hafi legið sú hugsun að um gagnkvæman ávinning væri að ræða. Eftir því sem kennarar væru betur menntaðir ykjus t gæði skólastarfsins í þá gu nemenda. Fyrir framlag sitt í þágu betri menntunar og ekki síst fyrir að leggja á sig viðbótarnám hafi kennurum verið greitt persónuálag ofan á grunnlaun. 18 Stefndi vísar og til þess að vilj a stefnda til þess að breyta þágildandi ákvæðum kjarasamnings um áhrif viðbótarmenntunar á laun grunnskólakennara megi rekja aftur til ársins 2008 þegar menntunarkrafa til kennarastarfsins hafi með lögum verið aukin úr þriggja ára námi til B.Ed. prófs í fimm ára nám til M.Ed. prófs. Talið hafi verið nauðsynlegt að laga menntunarákvæðið að þessum breyttu kröfum. Þá hafi ekki síður skipt máli að lagabreytingin hafi leitt til þess að aðsókn í kennaranám hafi hrunið og kennaraskortur blasað við. Því hafi um skeið skapast mikil þörf á aðgerðum til þess að fjölga í kennarast étt. Með nýjum menntunarkafla kjarasamningsins hafi markmiðið verið að auka launalegan hvata í kjarasamningi til að einstaklingar veldu kennaranám. Það hafi jafnframt verið markmið samningsaðila að byggja menntunarákvæðin þannig upp að í því fælist aukinn hvati fyrir starfandi grunnskólakennara með B.Ed. próf, sem er um 90% allra starfandi kennara, til að ljúka M.Ed. prófi. Hafi stefnandi komið með beinum hætti að innleiðingu ákvæðisins, þ.e. greinar 1.3.2.1. Orðalagi þess hafi verið hagað þannig að starfan di kennarar og leiðbeinendur, sem væru í starfi samhliða námi, nytu ávinnings af menntun sinni strax á meðan þeir væru á námsleiðinni. 19 Stefndi byggir á því að það hafi verið sameiginlegur skilningur samningsaðila að áður en hægt væri að líta á nám sem viðb ótarmenntun, sem metið væri til persónuálags, þyrfti kennari að hafa lokið B.Ed. námi eða sambærilegu 180 ECTS eininga grunnnámi á háskólastigi , auk þess að hafa leyfisbréf til kennslu í grunnskóla. Eina undantekningin h afi verið nám sem hefði verið forver i kennaranáms á háskólastigi sem veitti starfsleyfi strax að loknu námi. Nánar sé á því byggt að samið hafi verið um það að fyrir hverjar 30 ECTS einingar í háskólanámi , sem kennarar lykju umfram grunnnám til B.Ed. próf s eða 180 ECTS bakkalárprófs , skyldu þeir njóta tveggja prósenta persónuálags. 20 Stefndi kveður ákvæðið afdráttarlaust um afstöðu samningsaðila og að það gefi ekki tilefni til annar r ar skýringar. Samanburðarskýring stefnanda á grein 1.3.2.1 og grein 1.3.4 feli í sér afbökun á staðreyndum. Orðal ag fyrrnefndu greinarinnar taki af öll tvímæli um afstöðu og vilja aðilja. Aldrei hafi farið á milli mála hvert hafi verið markmið og inntak menntunarákvæðisins. Telur stefndi að það sé í andstöðu við sameiginleg markmið samningsaðila með menntunarákvæðinu að fara fram á það , eftir samþykkt þess , að all ir grunnskólakennarar skuli eins settir og þeir hefðu lokið námi á meistarastigi og n ytu launa samkvæmt því. 21 Af hálfu stefnda kemur fram að jafngildisákvæðið í grein 1.3.4 hafi lengi verið bitbein í kjarasamn ingsviðræðum. Stefndi hafi farið fram á að ákvæðið yrði fellt úr 6 kjarasamningi aðila í viðræðum 2014 og kveður ástæðu þess hafa verið þær ríflegu kjarabætur sem félagsmenn stefnanda hafi átt í vændum í formi grunnlaunahækkana er tækju til allra grunnskólak ennara óháð menntun. Því hafi það verið afstaða stefnda að jafngildisákvæðið væri óþarft. Á það hafi stefnandi ekki fallist en þó lýst því yfir í samningaviðræðunum í maí 2014 að félagið myndi ekki bera ákvæðið fyrir sig á gildistíma kjarasamningsins og að það væri reiðubúi ð til að vinna að endurskoðun greinarinnar. Stefndi leggur fram skjal sem hefur að geyma yfirlýsingu þessa efnis, dags etta 20. maí 2014, sem geymd var hjá ríkissáttasemjara, og aðilar kalla 22 Stefndi leggur áherslu á að 2014 hafi krafa laganna um kennaranám á meistarastigi verið í gildi í hartnær sex ár. Fyrstu grunnskólakennararnir , sem lokið hafi meistaranámi á grundvelli laganna , hafi útskrifast 2014. Þeir, ásamt kennurum sem höfðu áður lokið háskólaprófi á meistarastigi fyrir gildistöku laganna, hafi fengið 5,2% álag ofan á grunnlaun umfram kennara sem höfðu B.Ed. próf. Stefndi telur það skjóta skökku við að stefnandi geri nú kröfu um sömu laun fyrir alla kennara á grundvelli ja fn gildisá kvæðisins þegar það hafi hvorki verið gert við gildistöku laganna 2008 né í viðræðum aðila 2014. Það sýni að s tefnandi telji ákvæðið ekki kveða á um skyldu heldur sé það valkvætt þannig að það komi aðeins til framkvæmda ef viðsemjandi hans samþykki það fyr ir sitt leyti. Sá skilningur sé í samræmi við orðalag ákvæðisins um að miða skuli við að grunnskólakennarar fái sömu laun óháð menntun. Ekki sé því unnt að leggja til grundvallar við skýringu þess að stefndi sé skuldbundinn til þess að hækka laun 90% kenna rastéttarinnar, rúmlega 4.500 manns, um 8% án þess að þeir hafi lokið tilskilinni háskólagráðu og án þess að fá nokkuð í staðinn. 23 Stefndi vísar einnig til þess að við samningu frumvarps ins , sem síðar varð að lögum nr. 87/2008 , hafi við útreikning viðbótark ostnaðar vegna launaauka í kjölfar samþykktar þess verið miðað við að greitt yrði sérstaklega fyrir viðbótarmenntun til þeirra sem hefðu meistarapróf en ekki að allir kennarar óháð menntun fengju launa hækkun vegna þeirra sem væru með meistarapróf. Byggir s tefndi á því að með lögunum hafi ákveðnum hópi kennara, þ.e. þeim sem lokið hefðu fimm ára meistaranámi, verið tryggður launaauki. Öðrum kennurum stæði hann til boða gegn því að þeir öfluðu sér sömu menntunar. 24 Stefndi byggir einnig á því að forsen da kostna ðarmats vegna breytinga á menntunarákvæðinu hafi verið að 10% kennara myndu njóta hækkunar á grundvelli þess 1. ágúst 2018. Breytingin hafi leitt til 2,8 prósentustiga hækkunar á menntunarálaginu vegna meistar a prófs hjá þessum hópi. Kostnað ara uki vegna bre ytingarinnar hafi verið metinn á bilinu 0,5% til 0 , 7% (173 til 242 milljónir króna) af heildarlaunakostnaði á ársgrundvelli. Stefndi leggur áherslu á að þetta kostnaðarmat hafi verið kynnt og rætt við samningaborðið. Hagfræðingur stefnanda , sem hafi verið þátttakandi í viðræðunum , hafi aldrei gert athugasemdir við mat 7 stefnda. Telur stefndi að líta verði svo á að hann hafi fallist á niðurstöður kostnaðarmatsins. Bendir stefndi á að yrði fallist á kröfu stefnanda um 8% hækkun á 90% kennarastéttarinna r hefði það í för með sér viðbótarfjárútlát fyrir sveitarfélögin um samtals tvo milljarða og 539 milljónir króna á ársgrundvelli auk lífeyrisskuldbindinga um 360 milljónir króna ár hvert. Ekki hafi verið gert ráð fyrir þessum kostnaði við gerð kjarasamninganna. 25 St efndi mótmælir þess veg n a harðlega kröfugerð stefnanda í málinu. Telur hann að hvert mannsbarn sjá i að fullkomin mótsögn sé í því að greiða 90% grunnskólakennara laun líkt og þeir hefðu lokið fimm ára námi til M.Ed prófs án þess að þeir hafi aflað sér slík rar menntunar. Það sé meðal annars í andstöðu við fyrirliggjandi kynningarefni stefnda og leiðbeiningar til sveitarfélaga og skólastjórnenda. Í því sambandi bendir stefndi meðal annars á að gerð hafi verið krafa um námskeiðsyfirlit ef kennarar ætluðu að fá menntun sína metna samkvæmt grein 1.3.2.1 þar sem sýnt væri fram á loknar ECTS einingar eða aðrar jafngildar einingar. Hafi það verið forsenda þess að unnt hafi verið að meta einingafjölda til persónuálags samkvæmt ákvæðinu og tryggja að einingar yrðu ekk i tvítaldar. 26 Stefndi telur að misskilnings gæti í málatilbúnaði stefnanda um að hið nýja menntunarákvæði feli í sér mismunun og stríði gegn jafngildisákvæðinu þar sem meistar a próf geti ekki talist viðbótarmenntun í skilningi menntunarákvæðisins eftir gildistöku laga nr. 87/2008. Horfi stefnandi þá framhjá þeirri staðreynd að öllum kennurum sé raðað í launaflokk 233 óháð því hvort starfsr é ttindi/leyfisbréf hafi fengist að loknu þriggja ára námi til B.Ed. prófs eða fimm ára námi til M.Ed. prófs . Af því l eiði að kennarapróf sé jafngilt í skilningi kjarasamningsins enda grunnlaunin þau sömu óháð menntun. Allt tal um mismunun og að menntunarákvæðið feli í sér að yngri kennarar njóti hærri launa en þeir eldri og reyndar i sé ekkert annað en útúrsnúningur. 27 Um l agarök vísar stefndi til laga nr. 87/2008, um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, einkum 4. gr. laganna. Þá sé vísað til menntunarkafla í kjarasamningi aðila eins og honum hafi verið breytt með gildis tíma til 30. júní 2019, sbr. grein 1.3.2 og undirgreina r 1.3.2.1 og 1.3.2.2. Loks sé vísað til meginreglna samninga - og kröfuréttar um skuldbindingargildi samninga/kjarasamninga og efndir þeirra. Um málskostnaðarkröfu sína vísar stefndi til 130. gr., sbr. 129. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Niðurstaða 28 Mál þetta heyrir undir Félagsdóm samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 29 Í málinu greinir aðila á um hvort grein 1.3.4 í kjarasamningi þeirra valdi því að grunnskólakennarar eigi almennt tilkall til þess að fá 8% persónuálag ofan á grunnlaun sín samkvæmt grein 1.3.2.1 í sama kjarasamningi óháð því hvort þeir uppfylli skilyrði 8 síðargreinda ákvæðisins um viðbótarmenntun umfram grunnnám til B.Ed. p rófs eða sambærilegs bakkalárprófs. Stefnandi telur svo vera og vísar í því sambandi til ótvíræðs orðalags greinar 1.3.4 um að miða skuli við að kennarapróf, sem veita sömu starfsréttindi, séu jafngild til launa án tillits til þess hvenær þau voru tekin. S tefndi hafnar þessum skilningi og vísar einkum til afdráttarlauss orðalags greinar 1.3.2.1 um þau skilyrði sem fullnægja verður til þess að öðlast rétt til persónuálags og að með samþykkt greinarinnar hafi ætlunin meðal annars verið að hvetja kennara með B .Ed próf til þess að sækja sér viðbótarmenntun. 30 Samkvæmt því sem fram hefur komið fyrir Félagsdómi hefur jafngildisákvæðið í grein 1.3.4 staðið óbreytt í kjarasamningi aðila um all langt skeið . Orðalag þess er skýrt um að haga beri ákvörðun um laun kennara á þann veg að kennarapróf , sem veita sömu starfsréttindi , teljist jafngild til launa óháð því hvenær prófi n voru tekin. Ákvæðið tekur samkvæmt orðum sínum til launagreiðslna án tillits til þess á hvaða grunni þau byggjast og gildi r því jafnt um grunnlaun og álagsgreiðslur. 31 Núgildandi g rein 1.3.2.1 kom inn í kjarasamning aðila 2018. Greinin eins og hún er orðuð er afdráttarlaus um að til þess að fá persónuálag þarf viðkomandi að hafa lokið a ð m innsta k osti 30 ECTS einingum í háskóla námi til viðbótar grunnámi. Hafi kennari ekki lokið slíku viðbótarnámi á háskólastigi hlýtur að verða að álykta af orðum greinarinnar að hann eigi ekki tilkall til persónuálags. 32 Þegar aðilar sömdu um framangreint persónuálag samkvæmt grein 1.3.2.1 hafði um langt árabil verið mælt fyrir um að meistarapróf væri skilyrði leyfis til að nota starfsheitið grunnskólakennari, sbr. 4. gr. laga nr. 87/2008. Þá voru fjögur ár einnig liðin frá því að fyrstu nemendur útskrifuðust sem hófu nám eftir gildistöku laganna. A ugljóst er að markmið greinar 1.3.2.1 var öðrum þræði að hv etja þá sem nutu kennsluréttinda á grundvelli eldri löggjafar , þar sem minni menntunarkröfur voru gerðar, til að afla sér viðbótarmenntunar. Þessi tilgangur ákvæð i sins yrði að engu ef jafngildisákvæðið hefði þá þýðingu sem stefnandi reisir kröfugerð sína á. Í því ljósi og þegar litið er til afdráttarlauss skilyrðis greinar 1.3.2.1 verður að leggja til grundvallar að með samþykkt hennar hafi verið vikið frá jafngildisákvæði greinar 1.3.4 , sem fyrir var í kjarasamningnum , að því leyti sem kveðið er á um í fyrrnefndu greininni. Þar sem stefnandi hefur á þennan hátt samþykkt tiltekið frávik frá ákvæði nu sem félagið ber fyrir sig verður stefnd i sýknaður af kröfum þess. 33 Eftir þessum úrslitum v erður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 500.000 krónur. 9 Dómsorð: Stefndi, Samband íslenskra sveitarfélaga, er sýkn af kröfu stefnanda, Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara. Stefnandi greiði stefnda 500.000 krónur í málskostnað.