Ár 2013, föstudaginn 12. apríl, er í Félagsdómi í málinu nr. 1 /201 3 Læknafélag Íslands gegn íslenska ríkinu f.h. Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins kveðinn upp svofelldur ú r s k u r ð u r: Mál þetta var tekið til úrskurðar 11. febrúar 2013. Málið úrskurða Arnfríður Einarsdóttir, Gylfi Knudsen, Kristjana Jónsdóttir, Ástráður Haraldsson og Inga Björg Hjaltadóttir. Stefnandi er Læknafélag Íslands, Hlíðasmára 8, Kópavogi. Stefndi er íslenska ríkið, Arnarhvo li, Reykjavík, vegna He ilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, Reykjavík . Við fyrirtöku máls þessa 11. febrúar sl. var því lýst yfir af hálfu stefnda að hann féllist á að greiða hafi átt mánaðarlega launauppbót svo sem krafist var viðurkenningar á af hálfu stefnanda. Í kjölfarið krafðist s tefnandi þess að málið yrði fellt niður og féllst stefndi á þá kröfu. Báðir málsaðilar gerðu kröfu um málskostnað úr hendi gagnaðila. Með vísan til c - liðar 1. mgr. og 2. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 69. gr . laga nr. 80/1938, ber að fella málið niður og úrskurða jafnframt um málskostnaðarkröfur aðila. Að framangreindu virtu og með vísan til ákvæða 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnda gert að greiða stefnanda 250.000 krónur í málskostnað. Uppkvaðn ing úrskurðarins hefur dregist vegna embættisanna dómsforseta. Ú r s k u r ð a r o r ð: Mál þetta fellur niður. Stefndi, íslenska ríkið vegna Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, greiði stefnanda, Læknafélagi Íslands, 250.000 krónur í málskostnað. Arnfríðu r Einarsdóttir Gylfi Knudsen Kristjana Jónsdóttir Ástráður Haraldsson Inga Björg Hjaltadóttir.