1     FÉLAGSDÓMUR     Úrskurður  miðvikudaginn   1 1 . september   202 4 .   Mál nr.  7 /202 4 :   Alþýðusamband Íslands    fyrir hönd Starfsgreinasambands   Íslands   vegna  Verk alýðsfélags Suðurlands    ( Leifur Gunnarsson  lögmaður )   gegn   Hvalvörðugilslæk ehf.    ( Bragi Rúnar Axelsson  lögmaður)   Úrskurður Félagsdóms   Mál þetta var tekið til úrskurðar  9. september   sl.     Málið úrskurða  Ásgerður Ragnarsdóttir,   Ásmundur Helgason ,  Ívar Þór Jóhannsson,  Karl Ó .   Karlsson og  Ragnheiður Bragadóttir.     Stefnandi er  Alþýðusamband Íslands fyrir hönd  Starfsgreinasambands Íslands, bæði skráð  að Sætúni 1 í Reykjavík, vegna Verkalýðsfélags Suðurlands, Suðurlandsvegi 3 á Hellu.    Stefndi er  Hvalvörðugilslækur ehf., Borgartúni 4 í Öræfum.    Dómkröfur  aðila   1   Stefnandi  kr afðist þ ess að  viðurkennt  yrði  með dómi   að  stefndi hafi brotið gegn 4. gr. laga um   Þá  va r  krafist  málskostnaðar   úr hendi stefnda .     2   Stefndi  kr afðist  sýknu en til vara að kröfu stefnanda um sekt yrði vísað frá dómi. Þá var krafist  málskostnaðar úr hendi stefnanda.    3   Í þinghaldi  7. júní 2024 var upplýst að gallar kynnu að vera á kröfugerð stefnanda sem gætu leitt til  frávísunar málsins án kröfu, sbr. 1.  mgr. 100. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 69.  gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Fyrirhugað var að málflutningur vegna þessa  færi fram 9. september 2024 . L ögmaður stefnanda upplýsti 5. sama mánaðar að hann hygðist fella  má lið niður.    4   Í þinghaldi 9. september 2024 krafðist  s tefnandi þess að málið yrði fellt niður með vísan til c - liðar  1. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991. Stefndi tók fram að hann  gerði kröfu um málskostnað úr hendi  stefnanda   og lagði fram málskostnaðarreikning .   Stefnandi  krafðist þess að málskostnaður yrði  felldur niður en ella að hann yrði hóflegur.     5   Málið var tekið til úrskurðar um ákvörðun málskostnaðar og niðurfellingu þess, sbr. 2. mgr.  105. gr. laga nr. 91/1991, eftir að lögmenn höfðu gert grein fyrir sjónarmiðum  máls aðila .        2     Niðurstaða    6   Mál þetta , sem var þingfest  2 4 .  apríl  202 4 ,   v arðar kröfu st efnanda um  viðurkenningu á því að  stefndi hafi brotið gegn 4. gr. laga nr. 80/1938 með því að fallast ekki á beiðni tiltekins starfsmanns  um að vera í stéttarfélagi, hóta honum uppsögn og segja honum upp. Stefndi skilaði greinargerð 4.  júní 2024 og hafnaði   málatilbúnaði stefnanda.    7   Fallist verður á kröfu stefnanda um að mál þetta verði fellt niður, sbr. c - lið 1. mgr. 105. gr. laga nr.  91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. Það leiðir af 2. mgr. 130. gr. laga   nr. 91/1991  að stefnanda  ber að greiða stefnda málskostnað sé mál fellt niður af annarri ástæðu en þeirri að stefndi efni þá  skyldu sem hann sé krafinn um í máli.  Ekki standa rök til að víkja frá þeirri meginreglu og  verður  stefnanda gert að greiða stefnd a   málskostnað . Að teknu tilliti til umfangs málsins   og  stöðu  þess   þegar stefnandi krafðist niðurfellingar málsins  þykir  málskostnaður hæfilega ákveðinn  með þeim hætti sem greinir í úrskurðarorði.    Úrskurðarorð:   Mál þetta er fellt niður.   Stefn and i,  A lþýðusamband Íslands   fyrir hönd  Starfsgreinasambands Íslands, vegna  Verkalýðsfélags Suðurlands,  greiði  stefnda,  Hvalvörðugilslæk ehf. ,   300.000  krónur í  málskostnað .