FÉLAGSDÓMUR Dómur mánudaginn 6. júlí 2020: Mál nr. 10 /20 20 : Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar vegna Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. ( Jón Rúnar Pálsson lögmaður ) gegn Sjómannafélagi Íslands (Haukur Örn Birgisson lögmaður ) og Sjómannafélaginu Jötni til réttargæslu ( Birna Ketilsdóttir lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 6. júlí 2020 . Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson , Ólafur Eiríksson og Hafsteinn Þór Hauksson . Stefnandi er Samtök atvinnulífsins , Borgartúni 35 í Reykjavík , fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar vegna Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf . Stefndi er Sjómannafélag Íslands, Skipholti 50d í Reykjavík. Réttargæslustefndi er Sjómannafélagið Jötunn, Heiða rvegi 9b í Vestmannaeyjum . Dómkröfur stefnanda 1 Að boðaðar vinnustöðvanir sem Sjómannafélags Íslands tilkynnti þann 29. júní 2020 vegna félagsmanna sinna hjá Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi ohf. og starfa á m/s Herjólfi og koma eiga til framkvæmda dagana 7. til 8. júlí 2020, 14. til 16. júlí 2020 og 21. til 24. júlí 2020 verði dæmdar ólögmætar . 2 Að stefndi , Sjómannafélag Íslands , verði dæm dur til greiðslu sektar. 3 Að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að mati dómsins. Dómkröfur stefnd a 4 Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda. Hann krefst þess jafnframt að viðurkennt verði að hann fari með samningsaðild fyrir Ágústu J. Kjartansdóttur, kt. , Ágústu Magnúsdóttur, kt. , Berglindi H. Hallgrímsdóttur, kt. , Einar Magnússon, kt. , Eydísi Ösp Karlsdóttur, kt. , Gísla Guðnason, kt. , Gísla Stefánsson, kt. , Guðbjörn Guðmundsson, kt. , Gylfa Birgisson, kt. , Gylfa Rafn Gíslason, kt. , Helga Rasmussen Tórshamar, kt. , Hjördísi Ingu Magnúsdóttur, kt. , Ingibjörgu Sveinsdóttur, kt. , Ingveldi Magnúsdóttur, kt. 2 , Írisi Eir Jónsdóttur, kt. , Kristínu Margréti Guðmundsdóttur, kt. , Lindu Björk Brynjarsdóttur, kt. , Pál Eiríksson, kt. , Þorgeir Þór Friðgeirsson, kt. og Þröst Bjarnhéðin sson Johnsen, kt. , við gerð kjarasamnings við stefnanda, Samtök atvinnulífsins f yrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar vegna Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., vegna starfa þeirra um borð í ferjunni m/s Herjólfi. 5 Þá krefst stefndi málskostnaðar úr hend i stefnanda samkvæmt mati dómsins að teknu tilliti til greiðslu virðisaukaskatts. Dómkrafa réttargæslustefnda 6 Réttargæslustefndi krefst málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati Félagsdóms . Málavextir 7 Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. var stofnað í júní 20 18. Tilgangur f élagsins er að halda utan um ferjurekstur milli lands og eyja. Með sérstökum þjónustusamningi milli ríkisins og Vestmannaeyjabæjar 16. maí 2018 f ékk bæjarfélagið heimild til að stofna sérstakt félag um rekstur samningsins, s br. gr ein 2.8 , se m það gerði. Þjónustusamningurinn var gerður í aðdraganda komu nýrrar ferju sem leysa átti eldra skip af hólmi . Í þjónustusamningnum var sérstaklega tekið á skipulag i vakta og siglingakerfi . 8 Eimskipafélag ið hafði áður verið rekstraraðili ferjunnar en eftir ákvörðun stjórnvalda um að Vestmannaeyj abær tæk i yfir rekstur nýrrar ferju sagði Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. allri áhöfninni upp störfum. Í kjarasa mningi sem stefnandi gerð i 8. september 2014 við stefnda kom fram a ð samningurinn gilti meða n Eimskip afélagið sæi um rekstur ferjunnar. 9 Í lok árs 201 9 óska ði réttargæslustefndi eftir því að hið opinbera hluta félag ger ð i kjarasamning við stéttarfélagið. Í árs byrjun 2020 ákváðu réttargæslustefndi og stefnandi að taka upp viðræður um gerð kjarasamnings vegna nýs Herjólfs og var Sjómannasamband Íslands (SSÍ) aðili að þeim viðræðum , en réttargæslustefndi er aðili að þeim samtökum. Þann 11. febrúar 2020 var undirritaður kjarasamningur milli réttargæslustefnd a og s tefnanda u m kaup og kjör bryta, bátsmanna, háseta og þerna á Herjólfi með gildistíma frá undi rritun til 1. nóvember 2022 . Í g rein 5.3 segir meðal starfa á skipinu er samning Af framlögðum eldri kjarasamningum veg na undirmanna á Herjólfi má ráða að í þeim voru ekki slík forgang s réttarákvæði. 10 Stefndi leitaði nokkrum sinnum eftir því við stefnanda að gengið yrði til kjarasamningsviðræðna. Ekki var orðið við þ ví og leitaði því stefndi til ríkissáttasemjara. Þann 10. júní 2020 boðaði ríkissáttasemjari fulltrúa stefnanda og Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á fund eftir að stefndi hafði óskað eftir samningafundi hjá embættinu vegna kjarasamningsgerðar fyrir undirmenn á Herjólfi. Á fundinum mun fulltrúum stefnda hafa verið gerð grein fyrir þ eirri afstöðu stefnanda 3 að engir kjarasamningar væru í gildi milli aðila málsins. Á öðrum fundi hjá ríkissáttasemjara 16. júní 2020 mun stefnandi hafa ítrekað að hann ætti ekki í kjaradeilu við stefnda vegna undirmanna á ferjunni. Hins vegar væri í gildi kjarasamningur milli réttargæslustefnd a og stefnanda f yrir hönd Vestmannaeyjaferjun nar Herjólfs ohf . Fulltrúi stefnda mun þá hafa lýst því yfir að viðræður hefðu reynst árangurslausar . 11 Í málinu liggur fyrir tilkynning stefnda um boðun verkfalls sem dagsett er 29. júní 2020 . Þar segir að félagsmenn í stefnda , sem starfa á Herjólfi, hafi samþykkt að boða til verkfalls til þess að fylgja eftir kröfum stefnda um að gengið y rði til kjarasamnings gerðar vegna starfa þessara félagsmanna stefnda tilhögun boðað ra verkfall a þannig: Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 7. j úlí 2020 til klukkan 00:00 miðvikudaginn 8. júlí 2020 (einn sólarhringur) Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 14. júlí 2020 til klukkan 00:00 fimmtudaginn 16. júlí 2020 (tveir sólarhringar) Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 21. júlí 2020 til klukkan 00:00 föstudaginn 24. júlí 2020 (þrír sólarhringar) Málsástæður og lagarök stefnanda 12 Stefnandi leggur mál þetta fyrir Félagsdóm með vísan til 1. og 2. töluliðar 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Hann kveður b oð a ð a vinnustöð vun vera brot á II. kafla laga nr. 80/1938, 14. til 17. gr., og kjarasamning i stefnanda við réttargæslustefnda og sé andstæð eðlilegum og umsömdum starfsháttum á vinnumarkaði og því ólögmæt. 13 Krafa stefnanda um ólögmæti boðaðra tímabundinna verkfalla stefn da á Herjólfi byggi st aðallega á þeirri málsástæðu að stefnandi sé þegar bundinn af kjarasamningi við réttargæslustefnda , en félagsmenn hans njó ti forgangsréttar til allra starfa undirmanna um borð í Herjólfi. Friðarskylda gildi um þessi störf undirmanna u m borð í skipinu, þ að e r bryta, bátsmanna, háseta og þerna , á gildistíma kjarasamningsins, eða til nó vember 2022. Kjarasamningur inn sé bindandi sem lágmarkskjör s amkvæmt lögum nr. 55/1980 , um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, vegna allra þeirra starfa sem hann t aki til , án tillits til félagsaðildar starfsmanna. Félagsmenn stefnda hafi þegar fengið þær kjarabætur sem kjarasamningur réttargæslustefnd a og stefnanda kveði á um. Stefnandi hafi ekki haft afskipti af því í hvaða stétt arfélagi undirmenn hafi verið meðan engir kjarasamningar voru í gildi vegna þeirra . 14 Verkfall stefnda til að knýja á um gerð nýs kjarasamnings fyrir nákvæmlega sömu störf í sama skipi, Herjólfi , fái ekki staðist samkvæmt lögum og íslenskum vinnurétti, 4 sbr. niðurstöður Félagsdóm s í málum nr. 1/1974 og nr. 9/2009. Þegar eitt stéttarfélag hafi samið um forgangsrétt til starfa á ákveðnu landssvæði, byggðarlagi eða í einstöku fyrirtæki, eins og hér eigi við, geti ekki annað stéttarfélag krafist kjarasamnings um sömu störf eða starfsheiti. Um þetta hafi hingað til ekki verið ágreiningur milli aðila vinnumarkaðarins og sé ljóst að Hæstiréttur Íslands hafi talið forgangsréttarákvæði lögmæt , sbr. dóm í máli nr. 265/2003. 15 Stefnandi telur að e ftir undirritun kjarasamn ings réttargæslustefnd a og stefnanda eigi félagsmenn réttargæslustefnda forgangsrétt til nýrra starfa og við uppsagnir ef fækka þ u rf i mannskap. Þeir geti hins vegar ekki rutt einstaklingum í öðrum félögum úr skiprúmi. Forgangsréttarákvæði kjarasamninga snú i st um skipulag á vinnumarkaði, umsaminn forgang ákveðinna stéttarfélaga meðan sá kjarasamningur er í gildi eða eftir honum er unnið. Stefnandi fyrir hönd Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. sé bundi nn af forgangsrétti réttargæslustefnd a og sé því óheimil t að semja við önnur stéttarfélög um sömu störf/starfsheiti um borð í skipinu. Nú séu fimm stéttarfélög með félagsmenn um borð í Herjólfi sem séu undirmenn: r éttargæslustefndi , stefndi , Sjómannafélag Grindavíkur, Verkalýðsfélagið Drífandi í Vestmannaeyjum og Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar. 16 Stefnandi bendir á að stefndi hafi áður heitið Sjómannafélag Reykjavíkur en forsvarsmenn fyrrnefnds félags hafi breytt s amþykktum stéttarfélagsins 2 007 og gert félagið að landsfélagi . Það hafi gen gið úr SSÍ og Alþýð usambandi Íslands (ASÍ) , enda hafi samþykktir nýja landsfélagsins gengið gegn félagslögum staðbundinna sjómannafélaga innan SSÍ um land allt, þ.m.t . félagslögum réttargæslustefnda . 17 Stefnandi vísar til þess að Herjólfur ohf. hafi verið nýtt opinbert hlutafélag stofnað af Vestmannaeyjabæ og í eigu bæjarins og hafi sem lögaðili verið óbundið af öllum kjarasamningum við önnur stéttarfél ö g þegar það hafi hafið rekstur ferju nnar 30. mars 2019. Fyrirtækið hafi þurft að uppfylla nýjar skyldur samkvæmt þjónustusamningi við ríkið á nýju og minna skipi og með gerbreyttu launa - og vaktafyrirkomulagi og mönnunarkröfum. 18 Frá desember 2018 til mars 2019 hafi verið unnið að gerð nýrra ráðninga rs amninga um þau störf sem ákveðið var að ráð a í. Hvergi í þ essum ráðningarsamningum undirmanna sé vísað til eldri kjarasamninga , enda hafi þeim ekki verið til að dreifa og launakjör allra starfsmanna verið gerbreytt frá fyrri ráðningarsamningum. Laun og önnur starfskjör, vaktakerfi og mönnun skipsins hafi verið al lt önnur en hafi gilt hjá Eimskip afélagi nu . Hvorki l ög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72/2002 hafi tekið til sjómanna þegar hið nýja opinbera hlutafélag hóf rekstur né lög um hópuppsagnir nr. 63/2000. Báðum þessum lögum hafi verið breytt eftir að hið opinbera hlutafélag yfirtók reksturinn, sbr. lög nr. 51/2019 frá 18. júní 2019 með gildistöku frá 26. júní s ama á r . Þess vegna hafi Eimskipafélaginu verið heimilt að segja öllum í áhöfn Herjólfs upp störfum þegar það hafi hætt rek stri skipsins og kjarasamningur þess fallið úr gildi. 5 19 Stefnandi bendir á að í 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 segi að það sé verkefni Félagsdóms að dæma í málum sem rísa út af ágreiningi um skilning á kjarasamningi eða gildi hans. Stefndi eigi rétt á að fá úr ágreiningi sínum skorið fyrir Félagsdómi, sbr. niðurstöðu Félagsdóm s í máli nr. 9/2009, en í stað þess hafi hann boðað vinnustöðvun til að knýja fram nýjan kjarasamning fyrir sömu störf og réttargæslustefndi hafi þegar samið um. Fyrir þá h áttsemi sé eðlilegt að dæma stefnda til greiðslu sektar samkvæmt 70. gr. , sbr. 65. gr. laga nr. 80/1938. Athygli ve ki einnig að ekki sé þess getið í verkfallsboðuninni hvenær atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun hafi átt sér stað eða hver niðurstaða hennar ha fi verið. 20 Krafa stefnanda um málskostnað styðst við 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 65. gr. laga nr. 80/1938. Málsástæður og lagarök stefn da 21 Stefndi mótmælir öllum kröfum og málsástæðum stefnanda . Boðaðar vinnustöðvanir séu lögmætar og í fullu samræmi við fyrirmæli II. kafla laga nr. 80/1938 og séu öll lagaskilyrði fyrir vinnustöðvun fyrir hendi. 22 Sýknukrafa stefnda byggist í fyrsta lagi á því að félagið sé stéttarfélag sjómanna sem star fi á landsvísu og sé því réttur aðili til að semj a um kaup og kjör félagsmanna sinna, sbr. 5. gr. laga nr. 80/1938 . 23 Í öðru lagi séu uppfyllt sk ilyrði þess að grípa til boðaðra aðgerða. Þar sem stefndi tel ji st lögformlegur samningsaðili í skilningi 5. gr. laganna njóti félagið heimildar samkvæmt 14. gr. þ eirra til þess að gera verkföll í þeim tilgangi að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum og til verndar rétti sínum samkvæmt lögunum. Stefndi bendir á að takmarkanir á þessum rétti verð i að vera lögbundnar en e ngum slíkum takmörkunum sé til að drei fa í málinu. 24 Stefndi bendir á að í ljósi þess að Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. h afi synjað ítrekuðum kröfum stefnda um að semja við sig um kaup og kjör félagsmanna sinna um borð í skipinu, eigi stefndi ekki annan kost en að nýta lögbundinn verkfallsré tt sinn til að knýja á um samningsgerð og framfylgja þannig samningsrétti sínum. 25 Stefn di hafnar þeim rökum stefnanda að þar sem til staðar sé gildur kjarasamningur á milli Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. og réttargæslustefnda gildi friðarskylda um störf allra undirmanna um borð í Herjólfi . Í þessu samhengi bendir stefndi á að félagsmenn hans sé u ekki bundnir af kjarasamningi réttargæslustefnda og Herjólfs ohf. F riðarskyldan skuldbind i aðila gildandi kjarasamnings til að halda friðinn um það sem sami ð h afi verið um. Hafi kjarasamningur ekki verið gerður milli aðila, eða ef hann er fallinn úr gildi, hvíli engin friðarskylda á þeim . 26 Að mati stefnda sé sakarefni máls þessa ekki sambærilegt því sem fjallað var um í dómum Félagsdóms í málum nr. 1/1974 og 9 /2009 . Í því sambandi bendir stefndi á að félagsmenn í stefnda séu ekki jafnframt félagsmenn í réttargæslustefnda. Þá ætti að 6 vera óumdeilt að tilgreindir starfsmenn hafi ekki verið félagsmenn í réttargæslustefnda þegar kjarasamningur réttargæslustefnda vi ð Herjólf ohf. var gerður í febrúar 2020 . Hið rétta sé að allir félagsmenn stefnda, sem starfa um borð í Herjólfi, hafi sagt sig úr réttargæslustefnda 2014. Réttargæslustefndi hafi þar af leiðandi ekki haft umboð til að semja fyrir hönd félagsmanna stefnda í febrúar 2020 og haf i starfsmennirnir ekki haft aðkomu að samningnum á neinu stigi málsins. Af þeim sökum sé ljóst að félagsmenn stefnda sé u ekki, og haf i aldrei verið, bundnir af kjarasamningi réttargæslustefnda og stefnanda, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 80/1938 . 27 Stefndi bendir á að í febrúar 2020, þegar umræddur kjarasamningur réttargæslustefnda og Herjólfs ohf. var undirritaður, hafi félagsaðild undirmanna um borð í Herjólfi skipst með þeim hætti að 20 þeirra hafi verið félagsmenn í stefnda en einu ngis þrír v erið félagsmenn í réttargæslustefnda. Ef fallist yrði á kröfur og málatilbúnað stefnanda jafngil ti það í raun að þvinga félagsmenn stefnda til að samþykkja að annað stéttarfélag, sem þeir vil ji ekki tilheyra, hafi haft umboð þeirra til kjarasamn ingsgerðar. Slík niðurstaða bryti gróflega gegn rétti félagsmanna stefnda til þess að velja sér stéttarfélag og fela því umboð sitt til kjarasamninga, sbr. 74. gr. stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. 28 Stefndi mótmælir því sem röngu , sem látið sé í veðri vaka í stefnu , að réttargæslustefndi hafi samningslegan yfirráðarétt, umfram stefnda, og því sé stefnanda óheimilt að semja við önnur stéttarfélög um sömu störf/starfsheiti um borð í skipinu Herjólfi . Virðist stefnandi byggja á því að þessi yfirr áðaréttur sé annars vegar vegar vegna þess að Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. , og þar með stefnandi , sé bundið af forgangsrétti réttargæslustefnda, sem birtist í grein 5 .3 í kjarasamningi. 29 Stefndi byggir á því að landfræðileg staðsetning réttargæslustefnda hafi enga þýðingu í málinu, enda sta rfi stefndi um allt land, þar með talið í Vestmannaeyjum. Þá verði forgangsréttarákvæði umrædds kjarasamnings aldrei túlkað á þann veg að ákvæðið komi í veg fyrir að önnur stéttarfélög geti átt aðkomu að kjarasamningum vegna sömu starfa. Í besta falli leiði forgangsákvæðið til þess að önnur stéttarfélög geti ekki fengið sambærilegan forgang til starfa fyrir sína félagsmenn. Ákvæðið ko mi hins vegar ekki í veg fyrir að annað stéttarfélag semji við sama vinnuveitanda um kaup og kjör fyrir sína félagsmenn. 30 Í þessu sambandi bendir stefndi á að réttargæslustefndi h afi ekki komið að kjarasamningsviðræðum vegna undirmanna á Herjólfi síðan 201 1 og séu nær allir undirmenn skipsins félagsmenn hjá stefnda, það er 20 af 24 starfsmönnum , en e inn starfsmaður sé hvorki félagsmaður í réttargæslustefnda né stefnda. Því skyti það verulega skökku við ef vinnuveitandi gæti útilokað annað stéttarfél a g frá s amningaborðinu með því að semja við eitt stéttarfélag sem kæmi fram fyrir hönd mikils minnihluta starfsmanna. Í tilviki réttargæslustefnda séu einungis þrír af 24 7 starfsmönnum Herjólfs skráðir í félagið og hafi hann því einungis samning sumboð frá 12,5% sta rfsmanna en stefndi sé með umboð frá 83% starfsmanna. 31 Stefndi telur a ð með því að semja um forgangsrétt félagsmanna í réttargæslustefnda til starfa um borð í Herjólfi, í krafti mikils minnihluta starfsmanna, hafi stéttarfélögum, sem starfi á svæðinu, verið mismunað, auk þess sem meirihlut i starfsfólks á Herjólfi eða þeirra sem hygg i st starfa þar sé þannig þvingaður til þess að gerast félagsmenn í réttargæslustefnda. Það brjóti gegn fyrrnefndu stjórnarskrárákvæ ði sem og jafnræðissjónarmiðum, sbr. meðal annars 65. gr. stjórnarskrárinnar. Þá vísar stefndi til þess að í eldri kjarasamningum fyrir þennan starfshóp hafi ekki verið f organgsréttarákvæði, enda réttlæti engin efnisleg rök slíka mismunun sem fel i st í því að útiloka samningsrétt annarra stéttarfélaga á þessu sviði. Loks tekur stefndi fram að flestir sjómenn tilheyri stéttarfélögum sem standi utan SSÍ og ASÍ . 32 Stefndi byggir á því í þriðja lagi að réttilega hafi verið staðið að boðun vinnustöðvunarinnar sem m ál þetta snúist um. Stefndi hafi auglýst kosningu um vinnustöðvunina á heimasíðu sinni og með tölvupósti til félagsmanna sinna 22. júní 2020 og hafi k osningin f arið fram með rafrænum hætti dagana 23. til 25. júní sama ár . Niðurstöður hennar hafi legið fyrir 25. júní á þann veg að 17 af 20 starfsmönnum hafi greitt atkvæði með vinnustöðvun en enginn verið á móti henni . V innustöðvunin teljist því samþykkt með lögmæltum hætti og mótmælir stefndi öllum sjónarmiðum stefnanda í aðra veru . 33 Stefndi mótmælir k röfu stefnanda um að stefndi verði dæmdur til greiðslu sektar og krefst sýknu af henni . Vísar stefndi til þess að full ástæða hafi verið til þess að boða umræddar verkfallsaðgerðir og að engin skylda hafi hvílt á honum að bera ágreining aðila fyrst undir Félagsdóm, líkt og stefnandi h aldi fram. Þá sé það rangt í stefnu að stefn andi hafi, á fundi aðila hjá r íkissáttasemjara 16. júní 2020 , bent fulltrúum stefnda egna félagsmanna 34 Ekki sé heldur hægt að fallast á með stefnanda að stefnda hafi borið að bera ágreining um samningsrétt sinn undir Félagsdóm áður en til vinnustöðvunar var boðað. Samningsréttur stefnda sé t il staðar og get i ágreining um samningsréttinn með þeim afleiðingum að það falli í hlut stefnda að leita til Félagsdóms. Lögbundinn réttur stefnda fel i st í vinnustöðvun og get i ekki komið til skoðunar að beita hann sektu m ef hann k jósi að nýta sér þann rétt sinn. Í því samhengi vísar stefndi meðal annars til dóms Félagsdóms í máli nr. 1/1974 . 35 Í greinargerð sinni skoraði stefndi á stefnanda að leggja fram upplýsingar og gögn um kynningu kjarasamnings við réttargæslustefnd a sem undirritaður var 11. febrúar 2020 og atkvæðagreiðsluna sem átti sér stað um samþykki samningsins í kjölfar undirskriftar hans. 8 36 Kröfu sína um að viðurkennt verði með dómi að stefndi fari, við gerð kjarasamnings, með samningsaðild fyrir þá félagsmenn s ína sem starfa um borð i Herjólfi reisir stefndi á sömu málsástæðum og þegar hafa verið raktar, að breyttu breytanda. Um heimild til að halda uppi gagnkröfu í málinu vísa r stefndi til 53. gr. laga 80/1938 . Málsástæður og lagarök réttargæslustefnda 37 Réttargæ slustefndi rekur í greinargerð sinni að hann sé að ili að gildum kjarasamningi milli sín og stefnanda og að hann sé lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör, sbr. 5. gr. laga nr. 80/1938. Lítur réttargæslustefndi svo á að með kjarasamningnum hafi verið sa mið um lágmarkskjör samkvæmt ákvæðum laga nr. 55/1980. 38 Réttargæslustefndi telur mál þetta ekki lúta að réttindum sínum . A ðstæður í þessu máli séu að einhverju leyti sambærilegar þeirri stöðu sem hafi verið uppi í máli Félagsdóms nr. 1/1974 . Telur réttargæslustefndi því að ekki hefði þurft að stefna honum fyrir dóm til réttargæslu í málinu, heldur hefði verið unnt að kalla eftir afstöðu hans til sakarefnisins án réttargæsluaðildar. Hann krefst því málskostnaðar úr hendi stefnanda. Niðursta ða 39 Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 1. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80 /1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur. 40 Ágreiningur aðila lýtur að því hvort stefnda sé heimilt að hefja vinnustöðvun þeirra félagsmanna sinna sem starfa um borð í ferjunni Herjó lfi , til að knýja stefnanda til að ger a kjarasamning fyrir hönd Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. við stefnda um kjör umræddra starfsmanna. Eins og rakið hefur verið undirritaði stefnandi kjarasamning 11. febrúar 2020 fyrir hönd Vestmannaeyjaferjunnar H erjólfs ohf. við réttargæslustefnda um kaup og kjör bryta, bátsmanna, háseta og þerna á ferjunni. Í þeim kjarasamningi er mælt fyrir um forgangsrétt félagsmanna réttargæslustefnda til framangreindra starfa um borð í skipinu en umrætt ákvæði samningsins er rakið orðrétt í málavaxtalýsingu . 41 Samkvæmt 14. gr. laga nr. 80/1938 er stéttarfélögum heimilt að gera verkföll í þeim tilgangi að vinna að framgangi krafna sinna og til verndar rétti sínum samkvæmt lögunum með þeim skilyrðum og takmörkunum einum sem sett e ru í lögum. 42 Bæði stefndi og réttargæslustefndi eru stéttarfélög í skilningi 1. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 og eru því lögformlegir samningsaðilar um kaup og kjör meðlima sinna eins þar er kveðið á um. Stefndi er stéttarfélag sjómanna og starfar á landsví su. Réttargæslustefndi er einnig stéttarfélag sjómanna en félagssvæði þess er Vestmannaeyjar. Ekki er í lögum settar skorður við því að fleiri en eitt stéttarfélag sé starfrækt í hverri starfsgrein á hverju félagssvæði. Ákvæði kjarasamnings um forgangsrétt félagsmanna réttargæslustefnda til umræddra starfa um borð í Herjólfi leiðir hins vegar til þess að Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. getur á gildistíma samningsins ekki ráðið aðra en félagsmenn réttargæslustefnda í störfin sækist þeir eftir þeim . Þó að í þessu felist ákveðin skuldbinding af hálfu vinnuveita nda til að taka 9 eitt stéttarfélag fram yfir önnur haggar það ekki ráðningarsamningum hans við félagsmenn stefnda sem gerðir voru áður en nokkur kjarasamningur var gerður um störfin. Þrátt fyrir framang reinda skuldbindingu samkvæmt kjarasamningi stefnanda við réttargæslustefnda breytir það í engu að stefndi er lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör félagsmanna sinna sem starfa um borð í ferjun ni . 43 Í málinu liggja fyrir kröfur af hálfu stefnda um gerð kjarasamning s og efni hans sem kynntar voru stefnanda og lágu til grundvallar viðræðutilraunum sáttasemjara. Þar er ekki krafist forgangsréttar til handa félagsmönnum stefnda. Samkvæmt því miðar verkfall stefnda ekki að því að því að knýja Vestmannaeyjafer juna Herjólf ohf. til þess að veita félagsmönnum stefnda hagsmuni sem eru ósamrýmanlegir skuldbindingum félagsins gagnvart réttargæslustefnda. Atvik eru því ekki sambærileg þeim sem fjallað var um í dómi Félagsdóms 25. júní 1974 í máli nr. 1/1974 (Fd. VII. bindi, bls. 154). 44 Fyrir liggur að tilgangur boðaðra vinnustöðvana stefnda samrýmist 14. gr. laga nr. 80/1938. Þá fær dómurinn ekki annað séð en að ákvörðun stefnda um vinnustöðvu n hafi verið tekin í samræmi við 1. til 3. mgr. 15. gr. , 16. gr. og 17. gr. laganna. 45 Eins og áður segir telur stefnandi að verkfall stefnda sé ólögmætt þar sem stefnandi hafi þegar gert kjarasamning við réttargæslustefnda sem taki til umræddra starfa og skuldbundið sig til þess að veita félagsmönnum þess forgang til þeirra. Þegar hefur verið vikið að því að þessi staða breytir því ekki að stefndi er eftir sem áður lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör félagsmanna sinna sem starfa um borð í Herjólfi. 46 Samkvæmt 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. mannréttindasáttmála E vrópu, sbr. lög nr. 62/1994, eiga menn rétt á því að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar á meðal stéttarfélög. Sá réttur nær ekki aðeins til þess að vera félagsmaður heldur einnig til þess að láta til sín taka í starfsemi félagsins og meðal an nars að fela stéttarfélagi sínu umboð til að gera kjarasamning, sbr. t.d. dóm Félagsdóms frá 23. desember 1999 í máli nr. 9/1999 (Fd XI. bindi, bls. 484). Taka verður tillit til þessara réttinda sem og meginreglunnar um samningsfrelsi við úrlausn þess ágre inings sem uppi er í málinu . 47 Kjarasamningur stefnanda við réttargæslustefnda leiðir til friðarskyldu milli aðila þess samnings en getur ekki bundið starfsmenn sem ekki eiga aðild að þeim kjarasamningi. 48 Í ljósi þess sem að framan greinir er ekki unnt að f allast á að kjarasamningur stefnanda við réttargæslustefnda eigi að leiða til þess að stefnda sé fyrirmunað að gera samning um kjör félagsmanna sinna sem starfa um borð í ferjunni . Er stefnda heimilt að beita verkfalli í því skyni að knýja stefnanda til að gera kjarasamning um þessi störf félagsmanna sinna enda eru kröfur hans ekki ósamrýmanlegar kjarasamningi við réttargæslustefnda. Samkvæmt framansögðu ber að sýkna stefnda af kröfu stefnanda um að boðuð vinnustöðvun verði dæmd ólögmæt sem og af sektarkröf u hans. 10 49 Stefndi fer jafnframt fram á að viðurkennt verði að hann fari með samningsaðild fyrir nafngreinda einstaklinga við gerð kjarasamnings við stefnanda vegna starfa þeirra um borð í Herjólfi. Í málinu er ekki gerður ágreiningur um að þeir starfsmenn se m taldir eru upp í kröfugerð stefnda séu félagsmenn hans og starfi um borð í skipinu . Þá hefur því ekki verið haldið fram að þessir starfsmenn séu félagsmenn í réttargæslustefnda. Í því ljósi og með vísan til þess sem að framan greinir er fallist á viðurke nningarkröfu stefnda. 50 Að þessu virtu og þar sem stefndi hefur verið sýknaður af kröfum stefnanda og fallist hefur verið á kröfur stefnda þykir með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938 rétt að stefnandi greiði stefnda 600.000 krónur í málskostnað. Málskostnaður milli réttargæslustefn da og stefnanda fellur niður. Dómsorð: Stefndi, Sjómannafélag Íslands, er sýkn af kröfum stefnanda, Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar vegna Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. Viðurkennt er að stefndi fer með samningsaðild fyrir Ágústu J. Kjartansdóttur, kt. , Ágústu Magnúsdóttur, kt. , Berglindi H. Hallgrímsdóttur, kt. , Einar Magnússon, kt. , Eydísi Ösp Karlsdóttur, kt. , Gísla Guðnason, kt. , Gísla Stefánsson, kt. , Guðbjörn Guðmundsson, kt. , Gylfa Birg isson, kt. , Gylfa Rafn Gíslason, kt. , Helga Rasmussen Tórshamar, kt. , Hjördísi Ingu Magnúsdóttur, kt. , Ingibjörgu Sveinsdóttur, kt. , Ingveldi Magnúsdóttur, kt. , Írisi Eir Jónsdóttur, kt. , Kristínu Margréti Guðmundsdóttur, kt. ] , Lindu Björk Brynjarsdóttur, kt. , Pál Eiríksson, kt. , Þorgeir Þór Friðgeirsson, kt. og Þröst Bjarnhéðinsson Johnsen, kt. , við gerð kjarasamnings við stefnanda vegna starfa þeirra um borð í ferjunni Herjólfi. Stefnandi greiði stefnda 600.000 krónur í málskostnað. Málskostnaður milli réttargæslustefnda, Sjómannafélagsins Jötuns, og stefnanda fellur niður.