FÉLAGSDÓMUR Ár 2019, miðvikudaginn 20. nóvember 2019, er í Félagsdómi í málinu nr. 7 /2019: Félag íslenskra náttúru fræðinga ( Jón Sigurðsson lögmaður ) gegn íslenska ríkinu, vegna Hafrannsókna s tofnunar, rannsókna - og ráðgjafastofnun ar hafs og vatna ( Soffía Jónsdóttir lögmaður) kveðinn upp svofelldur dómur: Mál þetta var dómtekið 23. október sl. Mál ið dæma Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason , Ragnheiður Harðardóttir , Sonja M. Hreiðarsdóttir og Guðmundur B . Ólafsson Stefnandi er Félag íslenskra náttúrufræðinga , Borgartúni 6 í Reykjavík. Stefndi er íslenska ríkið , Arnarhvoli við Lindargötu í Reykjavík, vegna Hafrannsóknastofnunar, rannsókna - og ráðgjafastofnun hafs og vatna , Skúlagötu 4 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þ ess að viðurkennt verði með dómi að stefndi Hafrannsóknastofnun hafi brotið í bága við 3., 4. og 13. gr. og bókun 1 í stofnanasamningi milli stefnanda og stefnda Hafrannsóknastofnunar, dags. 30. júní 2017, með því að hafa ekki raðað Guðmundi Jóhanni Óskars syni, kt. 050169 - 5619, í launaflokk 34 - 5 vegna tímabilsins frá 1. júlí 2016 til 1. september 2017, og í launaflokk 34 frá og með 1. september 2017. Þá krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu samkvæmt m ati dómsins, að viðbættum virðisaukaskatti. Dómkröfur stefnda 2 Stefndi krefst þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Þá krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati dómsins . Málavextir 3 Hinn 26. júlí 2001 gerðu fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs annars vegar og stefnandi, Félag Íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) , hins vegar með sér kjarasamning með gildistíma frá 1. júlí 2001 til 30. nóvember 2004. Í 11. kafla hans er kveðið á um gerð stofnana samnings og samstarfsnefndir. Kjarasamningum var breytt og hann 2 framleng dur fyrst 18. mars 2005 og síðan 28. júní 2008, 6. júní 2011, 11. febrúar 2013, 20. júní 2014, 14. ágúst 2015 og loks 16. janúar 2017. 4 Fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og þar tilgreind aðildarfélög Bandalags háskólamanna (BHM) gerðu með sér samkomulag, dags. 6. júní 2011 , um breytingu á grein 11.3.1 í kjarasamningi er laut að stofnsamningum. S ama dag gerðu fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og FÍN með sér viðauka við samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi undirrituðu 6. júní 2011. Í bókun 2 er tekið fram að þrátt fyrir ákvæði 11. gr. í samkomulagi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og aðildarfélaga BHM um breytingar og framle ngingu á kjarasamningi aðila þá verði 11. kafli í gildandi kjarasamningi Félags íslenskra náttúrufræðinga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs óbreyttur. 5 Stofnasamningur milli FÍN og Hafrannsóknastofnunar var undirritaður 10. maí 2012 og tók hann gildi 1. j úní 2012. Í stofnanasamningnum voru ákvæði um röðun í launaflokka á grundvelli menntunar í grein 4.2 og umbun vegna sérstakra tímabundinna starfstengdra og persónutengdra þátta í greinum 5.1. til 5.3. 6 K jarasamningar félaga innan BHM runnu út 28. febrúar 20 15 . V iðræður milli B HM og Samninganefndar ríkisins (SNR) voru þá þegar hafnar og höfðu alls 19 aðildarfélög BHM, þ. á m. FÍN , ákveðið að vera í samfloti um gerð kjarasamninga með eina sameiginlega saminganefnd. Þann 26. mars 2015 vísaði BHM deilunni til rí kissáttasemjara . V innustöðvanir aðildarfélagann hófust í apríl sama ár. Alls voru haldnir 24 fundir hjá sáttasemjara áður en Alþingi setti lög á deiluna 13. júní 2015, lög nr. 31/2015 , um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 7 Þann 14. ágúst 2015 úrskurðaði gerðardómur , sem skipaður hafði verið á grundvelli laga nr. 31/2015 , í kjaradeilu aðila. Með úrskurði gerðardómsins voru gildandi kjarasamningar aðila framlengdir frá 1. mar s. 2015 til 31. ágúst 2017 ásamt þeim breytingum sem úrskurðurinn kv eður á um . Í 5. gr. úrskurðarins er kveðið á um röðun starfa og mat álags og um stofnanaþátt . Samanst endur umrædd 5. gr. þannig af ákvæðum sem urðu að nýjum kjarasamningsákvæðum 11.3.2 og 11.3.3 og undirgreinum . Í ákvæði 11.3.3 er komist svo að orði að almennt skuli byggt á því að um sé að ræða þrjá þætti sem myndi samsetningu launa hjá hverjum og einum . Þessir þrír þættir eru síðan taldir upp í grei num 11.3.3.1 (röðun starfs), 11.3.3.2 (persónubundnir þættir) og 11.3.3.3 (tímabundnir þættir). Í grein 11.3.2 kemur fram að við gerð stofnanasamnings skuli semja um röðun starfa í launaflokka skv. ákvæði 11.3.3.1 í kjarasamningi. Þar skuli fyrst og fremst met a þau verkefni og þá ábyrgð sem f e list í viðkomandi starfi auk þeirrar færni sem þyrfti til að geta innt það af hendi. 8 Gerðardómur fjallaði um í ákvæði 11.3.3.1 hvernig meta sk y l d i viðbótarmenntun umfram grunnmenntun til launa við grunnröðun í launaflokka . D iplómanám skyldi leiða til eins launaflokka hækkunar, meistaragráða til hækkunar um tvo launaflokka 3 og doktorsnám til fjögurra launaflokka hækkunar. Í umfjöllun um persónubundna þætti í ákvæði 11.3.3.2 var vikið að ýmsum atriðum á borð við ku nnáttu eða reynslu sem áhrif hefðu til fjölgunar álagsþrepa. Sérstaklega skyldi meta formlega framhaldsmenntun sem lokið væri með viðurkenndri prófgráðu og ekki væri þegar metin við grunnröðun starfsins. Þyrfti menntunin að nýtast í starfi og því miðað við að hún væri á fagsviði viðkomandi. Sérreglur giltu um stefnanda að þessu leyti þannig að framhaldsmenntun viðkomandi leiddi til launaflokkahækkunar en ekki fjölgunar álagsþrepa. S kyldi diplóma próf leiða til hækkunar um tvo launaflokk a , meistar a gráða um fj óra launaflokka og doktors gráða til sex launaflokka hækkunar . 9 Hinn 29. apríl 2016 sendi fjármála - og efnahagsráðuneytið forstöðumönnum ríkisstofnana leiðbeiningar um útfærslu menntunarákvæðis gerðardómsins. Með bréfi, dags. 5. desember 2016 , mótmælti FÍN þeirri túlkun ráðuneytisins birtist í fyrrgreindum leiðbeiningum fjármála - og efnahagsráðuneytisins . 10 Hinn 16. janúar 2017 gerði FÍN og fjármála - og efnahagsráðuneytið með sér samkomulag um breytingu á úrskurðarorði gerðardóms hvað varðar ákvæði 11.3.3.1. Breytingin fólst í því að skilgreind viðbótarmenntun samkvæmt grein 11.3.3.1 var meira metin við grunnröðun starfs en gerðardómurinn hafði ákveðið ef hennar væri krafist samkvæmt starfslý singu. Diplóma nám skyldi þannig leiða til hækkunar um tvo launaflokka í stað eins, meistaragráða til hækkunar um fjóra flokka í stað tveggja og doktors gráða til sex flokka í stað þriggja. 11 Þann 30. júní 2017 var undirritaður stofnanasamningur milli FÍN og Hafrannsóknastofnunar sem gildir frá 1. júlí 2016 . Í þriðja og fjórða kafla samningsins er m.a. fjallað um grunnröðun starfs í starfsheiti og launaflokka, starfsbundna þætti og persónubundna þætti, þ.m.t. viðbótarmenntun. Ákvæði þessi eru reist á greinum 1 1.3.2 og 11.3.3 í kjarasamningi aðila eins og þær voru ákveðnar í úrskurði gerðardóms með framangreindri breytingu 16. janúar 2017. Í bókun 1 við samninginn er meðal annars bókað að gengið sé út frá því að allir félagsmenn stefnanda myndu hækka um einn lau naflokk og um menntunarákvæði gerðardóms. Jafnframt fylgdi stofnanasamningnum bókun 2 þar sem fram kemur að túlkun aðila á menntunarákvæðum gerðardóms falli ekki saman og því verði mögulegur ágreiningur úrlausnarefni Félagsdóms. 12 Síðsumars 2017 hófu stefnan di og samninganefnd ríkisins undirbúning kjarasamningsviðræðna sem fram fóru í kjölfarið. Ákvað stefnandi að vísa kjaradeildu sinni til ríkissáttasemjara í október 2017 en kjarasamningur var undirritaður 28. febrúar 2018. Í bókun 5, með kjarasamningi, kemu r fram að aðilar séu sammála um að fram að næstu samningsgerð verði unnið að endurskoðun á 1. og 11. kafla samningsins. Ákvæði 11.3.2 og 11.3.3 standa óbreytt í kjarasamningnum. Gildistími hans rann út 31. mars 2019 en honum er þó áfram fylgt uns nýr kjara samningur hefur verið gerður. 4 13 Í bréfi stefnanda, til forstjóra Hafrannsóknarstofnunar , dags. 3. apríl 2018 , er tekið fram að stefnanda þyki ljóst að ekki hafi verið samhljómur milli stefnanda og ríkisstofnana um hvernig túlka beri menntunarákvæðin í úrskur ði gerðardóms. Var þess krafist að farið yrði að túlkun stefnanda og laun þeirra félagsmanna stefnanda sem starfi hjá stofnunni verði leiðrétt sem hefði í för með sér launaflokkshækkun og launaleiðréttingu félagsmanna stefnanda og starfsmanna stofnunarinnar. Málsástæður og lagarök stefnanda 14 Stefnandi kveðst reisa stefnukröfur á því að stefndi hafi, með því að skirrast við að raða Guðmundi Jóhann i Óskarssyni , félagsmanni stefnanda og starfsmanni stefnda Hafrannsóknastofnunar, í þann launaflokk sem stefnukrafa mæli fyrir um, frá 1. júlí 2016 að telja, brotið í bága við ákvæði stofnanasamnings aðila, dags. 30. júní 2017, ákvæði 3. gr., sbr. sérstakl ega gr. 3.3, 4. gr., 13. gr. og bókunar 1 í samningnum. Byggt er á því að umræddur starfsmaður eigi samningabundna og lögvarða kröfu á því að honum verði raðað í umræddan launaflokk samkvæmt ákvæðum stofnanasamnings og fá greidd laun frá stefnda samkvæmt þ ví frá og með 1. júlí 2016, sbr. einnig úrskurð gerðardóms s amkvæmt lögum nr. 31/2015, samkomulag um breytingu á gerðardómsúrskurði, dags. 16. janúar 2017 , og ákvæði kjarasamnings. 15 Ágreiningur aðila sn úi að því hvernig túlka beri svokölluð menntunarákvæði stofnanasamnings, sbr. gerðardóm, samkomulag um breytingu á gerðardómsúrskurði og kjarasamning, er lúta sérstaklega að starfsbundnum og persónubundnum þáttum, m.a. viðbótarmenntun, nánar tiltekið þegar gerð er krafa um viðbótarmenntun umfram grunnmenntun og þegar um er að ræða viðbótarmenntun sem ekki er þegar metin við grunnröðun og þar sem menntunin nýtist í starfi. Stefnandi leggur þann skilning í þessi ákvæði að meta skuli til sérstakrar launaflokkshækkunar prófgráðu sem starfsmaður stefnda hafi og kra fist sé að hann hafi, en til viðbótar því eigi sami starfsmaður rétt á því að metið sé einnig til launaflokka ef hann hafi viðbótarprófgráðu sem ekki er þegar metin við grunnröðun og sem nýtist í starfi. Stefnandi kveðst vekja athygli á því að ágreiningur aðila sé samkvæmt þessu ekki um einstaklingsbundin umsamin ráðningarkjör einstakra starfsmanna. Stefnandi kveðst vísa til stuðnings kröfum sínum einnig til hliðsjónar til ákvæðis 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisr éttinda og til laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 16 S tefnandi bendir á að stofnanasamningur sé gerður samkvæmt ákvæðum 11. kafla kjarasamnings milli stefnanda og fjármála - og efnahagsráðherra f.h. stefnda, ríkissjóðs, sbr. einnig gr. 1 1.3.2 í úrskurði gerðardóms um að samið skuli í stofnanasamningi um röðun starfa í launaflokka. Í bókun 1 með stofnanasamningnum komi fram að allir skuli hækka um launaflokk og um menntunarákvæði gerðardóms sem séu þau sömu og mælt sé fyrir um í stofnanasa mningnum. Sömuleiðis komi þar fram að menntunarákvæði gerðardóms taki gildi 1. júlí 2016, þegar að menntunarákvæði eldri stofnanasamnings falli niður. Ástæðan fyrir því tímamarki í 5 stofnanasamningnum hafi verið sú að sama dag, 1. júlí 2016, hafi Hafrannsók nastofnun tekið til starfa, sbr. 10. gr. laga nr. 112/2015. Meta skuli menntun s amkvæmt . gr. 3.3 í og 4.1 í stofnanasamningi en að öðru leyti sé vísað til ákvæða gerðardóms, sbr. samkomulag um breytingu á gerðardómsúrskurði, dags. 16. janúar 2017 . Þá sé í bókun 2 sérstakt ákvæði um áskilnað til að leita með ágreining um menntunarákvæði gerðardóms til úrlausnar fyrir Félagsdómi. 17 Stefnandi kveðst byggja á því, svo sem að framan greinir, að Guðmundi Jóhanni Óskarssyni hafi verið raðað ranglega í launaflokk og ekki til samræmis við ákvæði stofnanasamnings frá 1. júlí að telja, sbr. einnig úrskurð gerðardóms og samkomulag um breytingu á gerðardómsúrskurði. 18 Stefnandi byggir á því að menntunarákvæði stofnanasamnings aðila, dags. 30. júní 2017, séu skýr og ótví ræð. Samkvæmt ákvæðunum beri að hækka starfsmann til launaflokka fyrir starfsbundna þætti, þ.e. viðbótarmenntun sem gerð sé krafa um umfram grunnmenntun, sbr. gr ein 3.3 í stofnanasamningi, en því til viðbótar vegna þeirrar framhaldsmenntunar sem nýtist í s tarfi, sbr. gr. 4.1 í stofnanasamningi. Ekkert hámark sé þar á, nema sú eina að röðunin sé innan launatöflu. S tofnunum sé ekki í sjálfsvald sett að meta hvort að hækkun samkvæmt ákvæðunum geti átt við, ef menntunin hvort tveggja nýtist í starfi og krafa s é gerð um hana. Samkvæmt þessum skilningi stefnanda á ákvæðunum, sé það til samræmis við skýrt orðalag þeirra að líta svo á að starfsmaður stefnda og félagsmaður stefnanda geti átt hvort tveggja rétt til hækkunar samkvæmt því annars vegar sem mælt sé fyrir um í gr. 3.3 og hins vegar því sem mælt sé fyrir um í gr. 4.1 í stofnanasamningi. Ríkisstofnunum sé ekki í sjálfsvald sett að meta menntun með öðrum hætti, í ljósi skýrra ákvæða stofnanasamnings, sbr. kjarasamning, úrskurðarorð gerðardóms og samkomulag um breytingu á gerðardómsúrskurði . Þegar menntunarákvæðin séu borin saman við fyrirliggjandi gögn og upplýsingar um þann starfsmann Hafrannsóknastofnunar og félagsmann stefnanda sem dómkröfur lúti að, m.a. um starf hans og menntun, komi í ljós að hann hafi á tt inni launaflokkshækkanir og launaleiðréttingu, frá 1. júlí 2016. Menntun umrædds einstaklings sé af ýmsum toga og fleiri en ein háskólagráða, en menntunarinnar sé krafist í starfi umfram grunnmenntun og menntunin nýtist einnig í starfi. Starfslýsing lig gi til grundvallar og er skýr um þá menntun sem krafist sé og nýtist. Kveðst stefnandi vísa nánar tiltekið til eftirfarandi röksemda þessu til stuðnings. Stefnandi vekur athygli á því að ekki sé ágreiningur uppi milli aðila um fjölda lífaldursþrepa sem sta rfsmanninum sé raðað í og fram komi í tilgreiningu á eftir launaflokki. Þá bendir stefnandi á að núverandi launaflokksröðun stefnda , Hafrannsóknastofnunar , á framangreindum starfsmanni sé byggð á skilningi stefnda á menntunarákvæðum gerðardóms, nýjum stofn anasamningi aðila og afstöðu Kjara - og mannauðssýslu hjá stefnda, fjármála - og efnahagsráðuneyti, til menntunarákvæða sem stofnunin hafi fylgt. 6 19 S amkvæmt starfslýsingu Guðmundar, undirritaðri í ágúst 2017, sé starfsheiti hans ist hann því í launaflokk 23, sbr. gr. 3.1 í stofnanasamningi og sé það óumdeilt milli aðila. Samkvæmt launasetningu stofnunarinnar eftir gerð nýs stofnanasamnings sé Guðmundi raðað í launaflokk 29 - 5. Varðandi hækkun vegna viðbótarmenntunar skv. grein 3.3 í stofnanasamningi byggir stefnandi á því að í því starfi sem Guðmundur gegni hjá Hafrannsóknastofnun sé gerð krafa um m eistara - eða doktorspróf, sbr. starfslýsingu. Guðmundur sé með doktorspróf í fiskifræði frá Dalhousie Háskólanum. Rétt sé því að miðað sé hér við hærri gráðuna af þeim tveimur sem tilteknar eru í starfslýsingu og þar af leiðandi eigi Guðmundur rétt á sex launaflokkum vegna viðbótarmenntunar sinnar. Hvað varðar hækkun samkvæmt grein 4.1 í stofnanasamningi, þá kveðst stefnandi benda á að Gu ðmundur sé einnig með MS próf í fiskifræði frá Háskólanum í Bergen. Um sé að ræða formlega framhaldsmenntun sem lokið hafi verið með viðurkenndri prófgráðu sem ekki sé þegar metin við grunnröðun starfsins. Menntunin nýtist einnig í starfi. Samkvæmt framang reindu eigi Guðmundur rétt til fjögurra launaflokka þar. Samkvæmt bókun 1 með stofnanasamningi sé síðan gengið út frá því að allir hækki um einn launaflokk til viðbótar. Að öllu þessu virtu hafi stefnda, Hafrannsóknastofnun, borið að raða Guðmundi í launaf lokk 34 - 5 miðað við tímabilið frá 1. júlí 2016 til 1. september 2017, en frá og með því tímamarki í launaflokk 34 , en ekki launaflokk 29, eins og honum sé nú raðað í . 20 Stefnandi vekur athygli á því að með gerð kjarasamnings aðila, sem undirritaður hafi veri ð 28. febrúar 2018, hafi launatöflu verið breytt frá og með 1. september 2017 þannig að allir launþegar sem undir kjarasamninginn falli hafi hækkað frá þeim tíma í lífaldursþrep 5. Þau lífaldursþrep sem áður höfðu gilt, þ.e. 1 - 4, hafi dottið út en eftir br eytinguna hafi eingöngu verið um að ræða lífaldursþrep 5. Við þá hækkun hafi allir félagsmenn stefnanda sem undir kjarasamninginn falla færst úr lífaldursþrepi 1 - 4 í lífsaldursþrep 5. Samhliða þessari breytingu hafi verið felld út sérstök tilgreining á líf aldursþrepi, svo sem launatöflur í kjarasamningi sýn i , en þess í stað hafi launaflokkurinn sem viðkomandi tilheyrði verið tilgreindur. Eins og áður sagði hafi sú breyting gilt frá 1. september 2017 samkvæmt kjarasamningnum. Þegar af þeirri ástæðu taki stefnukröfur breytingu við það tímamark, þ.e. að tilgreining lífaldursþreps falli út frá og með 1. september 2017. 21 Að mati stefnanda f ái skilningur og túlkun stefnda á menntunarákvæðum stofnanasamnings ekki sta ðist. Sú túlkun sé með þeim hætti að hæsta menntunargráða sem viðkomandi hafi og sem nýtist í starfi eða krafist sé til starfans, teljist ein til hækkunar. 22 S tefnandi telur að s tefndi hafi við túlkun á menntunarákvæðum litið til aðfaraorða úrskurðar gerðard óms frá árinu 2015 og álítur að þau gefi til kynna að túlka beri menntunarákvæðin út frá kröfum og sjónarmiðum sem samninganefnd ríkisins hafi haft upp í samningaferlinu, fram að úrskurði gerðardóms. Samkvæmt því skuli 7 einungis tekið mið af hæstu prófgráðu sem krafist sé vegna viðkomandi starfs, en stofnanir verði sjálfar að meta hvort framhaldsmenntun uppfylli bæði skilyrði um að nýtast í starfi og vera á fagsviði viðkomandi. Meðal annars verði að horfa til þess hvort við mat á grunnröðun hafi verið tekið tillit til viðbótarmenntunar. Í þeim tilvikum þegar menntun bæði nýtist í starfi og gerð er krafa um menntun viðkomandi í starfinu, virðist stefndi hafa talið að meiri menntun ryðji út minni menntun að þessu leyti. 23 S tefnand i bygg ir á því að túlkun þessi sé afar þröng og ekki til samræmis við ákvæði stofnanasamnings, sbr. einnig gildandi kjarasamning, úrskurð gerðardóms og samkomulag um breytingu á gerðardómsúrskurði frá 16. janúar 2017 . Bendir stefnandi á að dómsmálið lúti að ágreiningi um skilning á ákvæðu m stofnanasamnings. Aðfaraorð gerðardómsins frá 2015 séu ekki beinn hluti af stofnanasamningi og ekki hafi verið gerður fyrirvari af hálfu stefnda Hafrannsóknastofnunar um að skýra yrði einstök menntunarákvæði út frá aðfaraorðum gerðardómsins frá árinu 201 5, m eðal annars sé enginn fyrirvari um það í stofnanasamningi. Stefnandi kveðst einnig benda á að í gildi sé kjarasamningur aðila, dags. 28. febrúar 2018, þar sem meðal a nnars sé að finna í 11. kafla umrædd menntunarákvæði. Kjarasamningur þessi gildi frá 1 . september 2017. Ekki sé hægt með neinum hætti að lesa út úr þeim ákvæðum þá túlkun eða sjónarmið sem stefndi hafi haldið fram, sbr. framangreint. Þá telur stefnandi að ákvæði stofnanasamnings séu afar skýr og valdi engum vafa hvernig beri að túlka. Hið s ama eigi einnig við um gerðardóminn. Aðfaraorð gerðardómsins og úrskurðurinn sjálfur séu sitt hvor hluturinn. Úrskurðarorðið sé afar skýrt og vísi ekki til aðfaraorða sérstaklega, hvað þá að þar sé gerður nokkur fyrirvari við að ákvæði úrskurðarorða beri a ð túlka eftir orðanna hljóðan . 24 Í aðfaraorðum gerðardómsins sé eingöngu fjallað um tillögu eða tilboð samninganefndar ríkisins 10. júní 2015 sem lotið hafi að viðbótarmenntun samkvæmt gr ein 11.3.3.2. Ekki sé getið um að tilboðið hafi náð einnig til efnis gr ein 11.3.3.1 sbr. það sem fram komi í aðfaraorðum gerðardómsins. Mismunandi matsþættir menntunar í köflum 11.3.3.1 og 11.3.3.2 í úrskurði gerðardóms séu ekki spyrtir saman í aðfaraorðunum, ólíkt því sem stefndi virðist telja að beri að gera. 25 V ið túlkun men ntunarákvæðanna sé mikilvægt að horfa til þess hvert upphaflegt markmið hafi verið með setningu þeirra og hvaða kröfum þeim hafi verið ætlað að mæta. Ákvæðin hafi, eins og fyrr greinir verið sett inn í stofnanasamning aðila í kjölfar úrskurðar gerðardóms 1 4. ágúst 2015 og samkomulags um breytingu á gerðardómsúrskurði 16. janúar 2017 . Löng barátta stefnanda og Bandalags háskólamanna, sem stefnandi eigi aðild að, fyrir því að menntun yrði metin til launa hafi skilað sér í því að umrædd ákvæði voru færð í gerðardóm, breytingarsamkomulag og þar með kjarasamning. Krafan hafi verið byggð á málefnalegum sjónarmiðum og sameiginlegum hagsmunum ríkisins og starfsfólks þess. Grunnrökin byggðu á 8 mikilvægi þess að hæft fólk starfi innan stjórnsýslunnar, m.a. til að auka gæði hennar, færni og þjónustu. Hluti af því hafi verið að menntað fólk sæi ha g sinn í því að starfa innan stjórnsýslunnar og nýta menntun sína í þágu ríkisins. 26 Auk framangreindra lagatilvísana kveðst stefnandi byggja kröfur sínar fyrst og fremst á stofnanasamningi milli stefnanda og Hafrannsóknastofnunar. Byggt er á kjarasamningi a ðila, hvort tveggja gildandi kjarasamningi og þeim sem í gildi var á undan honum, en einnig er byggt á úrskurði gerðardóms 14. ágúst 2015, sbr. lög nr. 31/2015, og samkomulagi um breytingu á gerðardómsúrskurði frá 16. janúar 2017. Stefnandi vísar einnig ti l almennra reglna um skuldbindingargildi samninga og meginreglna vinnuréttar og kröfuréttar. Vísað er til ákvæða laga nr. 31/2015 , um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, til laga nr. 55/1980 , um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, til stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og til laga nr. 112/2015 , um Hafrannsóknastofnun, rannsókna - og ráðgjafarstofnun hafs og vatna. Þá er vísað til laga nr. nr. 94/1986 , um kjarasamnin ga opinberra starfsmanna, þ.m.t. 3. tl. 1. mgr. 26. gr., sbr. einnig IV. kafla, þ.m.t. 44. gr., laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur. 27 Kröfu um málskostnað styður stefnandi við XXI. kafla l aga nr. 91/1991, aðallega 129. og 130. gr. Krafa um virð isaukaskatt af málskostnaði byggi á l ögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, en stefnandi kveðst ekki vera virðisaukaskattskyldur og til að tryggja skaðleysi sitt sé honum nauðsynlegt að fá skattinn dæmdan úr hendi stefnda. Málsástæður og lagarök stefnda 28 Stef ndi mótmælir öllum málatilbúnaði stefnanda sem röngum og ósönnuðum. 29 Að mati stefnda h afi stefnandi uppi kröfur á tvíþættum grunni að því að næst verði komist. Að stefndi hafi ekki staðið við hækkun um einn launaflokk launa allra félagsmanna stefnanda hjá H afrannsóknarstofnun í samræmi við bókun 1 sem fylgi gildandi stofnanasamningi og að stefndi hafi látið undir höfuð leggjast að hækka laun félagsmanns stefnanda, Guðmundar Jóhanns Óskarssonar um fjóra launaflokka vegna mastersgráðu hans á grundvelli greinar 11.3.3.2 . 30 Stefndi krefjist sýknu þar sem fyrsti þáttur kröfu stefnanda sé rangur, laun hafi verið verið hækkuð um einn launaflokk og eins sé krafist sýknu þar sem hinn þáttur kröfu stefnandi byggi á rangri túlkun og beitingu ákvæða stofnanasamnings, sem grundvallaður er á kjarasamningi málsaðila. Tekið sé tillit til doktorsgráðu Guðmundar í grunnröðun starfs hans enda áskilin menntunarkrafa í starfslýsingu. Til skýringar vísar stefndi til þess að d oktorsgráða í fiskifræði s é æðri en m eistara gráða í sa ma fagi og því eigi Guðmundur ekki rétt til sértakrar hækkunar á grundvelli menntunar á grundvelli greinar 11.3.3.2. Öllum réttindum Guðmundar h a f i þannig verið haldið til haga. 9 31 Stefndi bendir á að m álsaðilar séu bundnir af úrskurði lögbundins gerðardóms f rá 14. ágúst 2015, sem settur hafi verið á laggirnar samhliða því sem verkföll stefnanda, annarra aðildarfélaga Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga voru stöðvuð með sömu lögum. Það hafi verið með þeim úrskurði sem grunnur hafi veri ð lagður að því hvernig menntun skyldi metin til launaflokka annars vegar sem hluti af grunnröðun í launaflokka og hins vegar hvernig persónubundin viðbótarmenntun sem nýttist í starfi skyldi metin. Notuð var sama útfærslan en eðli máls samkvæmt á sitthvor um grunninum. Útfærslur gerðardómsins í þessum efnum hafi breytt þeim hluta kjarasamnings sem h afi ákvæði um stofnanasamninga að geyma, 11. kafla. 32 Gerðardómurinn hafi kosið að hafa þann hátt á að fjalla efnislega um þær forsendur sem lutu að verkefni gerða rdómsins og síðan tekið sérstaklega efnislega afstöðu til þeirra atriða sem samningsaðilar höfðu tekist á um í kjarasamningsviðræðum í aðdraganda setningar laga nr. 31/2015. Þegar þ annig haf i verið höggvið á þá hnúta sem verið höfðu í viðræðum aðila hafi br eytingarnar sem sú niðurstaða leiddi til verið færðar inn í viðeigandi kjarasamningsákvæði. Bendir stefni á að ú rskurður gerðardómsins sé 43 blaðsíður og stefnanda sé ekki tækt að lesa einungis tvö ákvæði úrskurðarorðsins og rangtúlka þar að auki það sem þ ar st andi . 33 Í úrskurði gerðardómsins hafi því verið BHM - félögunum, við breytingar á 11. kafla kjarasamningsins, að hafa hliðsjón af því 34 Í tilvitnuðu vinnuskjali, sé fjallað um röðun starfa og mat álags. Sé þar vísað til þess að um röðun starfa í launaflokka eigi að fara eftir grein 11.3.3.1 en að meta skyldi sem álagsþrep persónu - og tímabundna þætti og vísað til greina 11.3.3.2 og 11.3.3. 3. Þá hafi 11. kafli kjarasamnings um stofnanaþátt verið úfærður út í hörgul. 35 Í þeirri útfærslu hafi sérstaklega verið fjallað um röðun starfs í launaflokka og lagt til grundvallar að ef gerð væri menntunarkrafa umfram grunnmentun sem skilgreind var sem BA /BS skyldi starfsmaður fá vegna hennar umbun sem næmi ávinnslu vegna viðbótarmenntunar eða framhaldsmenntunar á grundvelli 11.3.3.2. Þess hafi sérstaklega verið getið að slík menntun sem metin væri sem hluti röðunar starfs yrði ekki tvítalin og bætist ekki aftur við á grundvelli 11.3.3.2. 36 Stefn d i telur að í umfjöllun í XI. kafla úrskurðar gerðardómsins , sem fjall i um launasetningu með tilliti til menntunar , sé því slegið föstu að leggja efnislega til grundvallar tillögu samninganefndar ríkisins frá 10. júlí 2015 með þó fjölgun launaflokka fyrir hverja námsgráðu umfram það sem tillagan gerði ráð fyrir. Efni tillögu stefnda , sem gerðardómurinn hafi lagt til grundvallar niðurstöðu sinni , hafi verið tekin orðrétt upp í úrskurðinn: Sérstaklega skal meta formlega framhaldsmenntun sem lokið er með viðurkenndri prófgráðu og ekki er þegar metin 10 við grunnröðun starfsins. Menntun þarf að nýtast í starfi og því miðað við að hún sé á fagsviði viðkomandi. 37 Sérstaklega hafi verið tekið af skarið af hálfu gerðardómsins um a ð fallist væri á rök stefnda um að ef greiða ætti viðbótargreiðslur fyrir menntun ætti að miðast við að hún nýttist í starfi því sem starfsmaðurinn væri ráðinn til að rækja, menntunin þurfi að vera á fagsviði viðkomandi og nýtast honum í starfi. 38 Í útfærslu gerðardómsins á ákvæðum kjarasamnings hafi síðan verið skilgreint hvernig meta ætti framhaldsmenntun sem áskilin væri vegna viðkomandi starfs inn í grunnröðun í grein 11.3.3.1 og hvernig meta ætti persónubundna viðbótarframhaldsmenntun sem ekki væri áskil in en nýttist í starfi í grein 11.3.3.2. S tefnandi og stefndi hafi síðan komið sér saman um aukinn rétt vegna námsgráðu sem áskilin væri í starfslýsingu sem þannig hafi aukið við réttindi samkvæmt grein 11.3.3.1 . 39 Stefndi telur að með því að útfæra annars v egar nákvæmlega hve marga launaflokka hver prófgráða fæli í sér inn í grunnröðun og hins vegar hve marga launaflokka viðbótarmenntun, sem væri umfram kröfur sem gerðar væru vegna starfs , hafi gerðardómurinn í raun verið að útfæra, hlutbinda og gera bæði ge gnsætt og fyrirsjáanlegt hvernig nám , sem lyki með formlegri gráðu , endurspeglaðist í ákvörðun launaflokka. Annars vegar hvað einstök störf snerti með launaflokkaskilgreiningu starfsins og hins vegar með hliðsjón af persónulegum aðstæðum starfsmanns með ti lliti til mögulegrar framhaldsmenntunar sem nýttist í starfi. Með ákvörðun sinni hafi gerðardómurinn þar með tekið af skarið um ágreiningsmál sem verið hafði við lýði að minnsta kosti frá 2001 er fjallað var um í grein 11.1.3 og grein 11.1.3.1 þess kjarasa mnings , að við gerð stofnanasamnings ætti meðal annarra upptalinna atriða sem horfa mætti til við grunnröðun starfa og í samningum um persónubundna þætti aukna hæfni starfsmanna vegna formlegs framhaldsnáms. 40 Stefndi byggir á því að g ildandi stofnanasamnin gur aðila sé ljós í þessum efnum og í fullu samræmi við kjarasamning. Efni greinar 3.3 um starfsbundna þætti sé sótt til samkomulags málsaðila frá 16. janúar 2017, sem hafi breytt ákvæði gerðardóms um grein 11.3.3.1. Efni greinar 4.1 um viðbótarmenntun sé svo sótt til greinar 11.3.3.2. 41 Þegar horft sé til þessara ákvæða og samhengis þeirra við önnur ákvæði og forsendur gerðardómsins, telur stefndi blas a við að túlkun og beiting stefnda sé rétt. Grunnröðun launa viðkomandi starfs sé fundið með því að innifela þá launaflokka sem leiða af æðra menntunarstigi en grunnmenntun, Bakkalárprófi, BA, BS eða B.Ed gráðu. Síðan ef viðkomandi b úi að persónubundnum þætti eins viðbótarmenntun umfram það sem starfslýsing krefst er umbunað fyrir það með skilgreindum fjölda lau naflokka. 42 S tefndi telur að þess sjáist hvergi stað að ráðagerð stefnanda eigi við rök að styðjast að hægt sé að horfa til þess launaflokks sem starfsmaður naut áður en stofnanasamningurinn var gerður, sem innihélt launaflokkaákvörðun með tilliti til 11 áskilinnar aukinnar menntunar, og reikna ásk ildu viðbótarmenntunina aftur ofan á þá launaflokka og bæta svo enn við þeim launaflokkum sem persónubundin viðbótarmenntun kunni að skila starfsmanni. Slík margtalning sömu menntunar til launaflokka eigi sér enga stoð í úrskurði gerðardóms, ákvæðum kjaras amnings eða stofnanasamnings. 43 S tefndi telur þ að ekki heldur eiga sér stoð að í launaflokkum sem félagsmenn stefnanda hafi unnið eftir, þar til gerðardómsúrskurðurinn var kveðinn upp, hafi ekki verið tekið neitt tillit til áskilinnar viðbótarmenntunar, umbu n fyrir slíka menntun hafi þeir þurft að sækja í greipar viðeigandi stofnunar stefnda sem viðbótarlaunaflokka. Slíkur málatilbúnaður er í andstöðu við staðreyndir og gengur í berhögg við kjarasamninga málsaðila, þar með talið ákvæði um stofnanasamninga sem gilti óbreytt frá 1. júlí 2001, þar til gerðadómurinn hafi kveðið upp úrskurð sinn 14. ágúst 2015. Stefnandi sé bundinn af þessum ákvæðum enda séu þau hluti af kjarasamningi allt frá því gerðardómurinn var kveðinn upp. 44 Að mati stefnda blasir jafnframt við að kröfugerð stefnanda eigi ekki við rök að styðjast þegar hugað er að réttindum þess félagsmanns sem nafngreindur er í dómkröfu stefnanda. 45 Stefndi bendir á að Guðmundur Jóhann Óskarsson, félagsmaður stefnanda, h afi starfað hjá Hafrannsóknarstofnun í árar aðir og h afi starfsheiti hans breyst með aukinni reynslu, starfsþróun og ábyrgð. Í október 2005 hafi hann útskrifast með doktorspróf og uppfrá því verið raðað í launaflokk í samræmi við það. Hann hafi hækkað um einn launaflokk vegna þessa á árinu 2005, eð a á grundvelli æðstu menntunar en ekki bæði vegna doktors - og meistaranáms, sbr. gr. 4.2 í stofnanasamningi frá 5. maí 2006 . 46 Samkvæmt stofnanasamningi frá 10. maí 2012, hafi starf Guðmundar verið skilgeint sem sérfræðingur 4/Rannsóknarstjóri og honum verið raðað í launaflokk 24 og hafi hann hækkað um einn launaflokk 1. ágúst 2013 í samræmi við lokaákvæðið í gr. 4.1. Guðmundi hafi því verið raðað í launaflokk 25 samkvæmt þeim stofnasamningi í samræmi við framkvæmd Hafrannsóknarstofnunar á stofnanasamningi að æðsta menntagráða starfsmanns endurspeglist í endanlegri röðun í launaflokk. 47 Í tilvitnuðum stofnanasamningi frá 10. maí 2012, hafi verið kveðið á um grunnröðun starfa og talin upp launaflokkaröð starfanna. S érfræðingur 4/Rannsóknarstjóri fól í sér grunnr öðun, í launaflokk 25. Starfinu var lýst á eftirfarandi máta: Sérfræðingur sem ber faglega ábyrgð á mjög umfangsmiklu fag - eða verkssviði, stjórnar og hefur umsjón með stærri verkefnaflokkum. Sérfræðingur í forystu alþjóðlegra vinnunefnda. Séfræðingur sem hefur með sinni vísindalegu vinnu öðlast viðurkenningu á alþjóðavettvangi með greinarskrifum í ritrýnd tímarit, að lágmarki 20 greinum, þar af helmingur sem fyrsti höfundur. 12 48 Stefndi telur augljóst af þessari skilgreiningu starfs og með tilliti til áskilin nar menntunar í starfslýsingu, að Guðmundi Jóhanni hafi verið skipað réttilega í launaflokk og notið menntunar sinnar sem áskilin hafi verið til fullnustu í því. Fyrir ligg i samkvæmt starfslýsingunni að lögð hafi verið að jöfnu meistara - og doktorspróf við skilgreiningu menntunarkröfu í starfi Guðmundar. Stefndi bendir á að tveir launaflokkar hafi verið ofan við flokk Guðmundar, annars vegar vegna starfsheit i sins forstöðumaður og hins vegar aðstoðarforstjóri. Guðmundur hafi þannig í raun ver i ð kominn efst í launaflokkaröð, án þess að vera meðal æðstu stjórnenda stofnunarinnar. 49 Þegar gerðardómurinn hafi veirð kveðinn upp 14. ágúst 2015 og ákvæði 11.3.3.1 hafi verið leiðrétt með samkomulagi í janúar 2017, hafi niðurstaðan orðið sú að skipan launaflokka var en durskipulögð í stofnanasamningi þannig að launaflokkar voru skilgreindir þannig að grunnröðun í stofnanasamningi tók mið af BA námsgráðum eða sambærilegum og síðan launaflokkur hvers starfs fundin útfrá menntunarkröfum sem gerðar voru til þeirra sem sinntu hverju starfi fyrir sig. Í þeirri útfærslu hafi annars vegar verið tekið af skarið um að hækkun samkvæmt bókun 1 með stofnanasamningi kæmi til framkvæmda og hins vegar að launaflokkur endurspeglaði menntun í samræmi við grein 11.3.3.1. Útfært á þessum for sendum hafi Guðmundur raðast í launaflokk 29 og hækkað við það í launum sem nam 12% . Þ ar af hafi hækkun vegna menntaákvæða kjarasamnings numið 9% og 3% vegna bókunar 1. Hvorki Guðmundur né stefnandi haf i gert athugasemd við þessi ráðningarkjör, hvorki með tilliti menntunar né þess að launaflokkahækun vegna bókunar hafi verið óefnd. 50 Stefndi vísar til þess að e ftir gerð nýs stofnanasamnings 30. júní 2017 hafi Hafrannsóknastofnun haldið sig við sömu framkvæmd og áður og grei tt laun á grundvelli launaflokka vegna hæstu menntunargráðu en ekki bæði fyrir meistaranám og doktorsnám í sama fagi. Stefndi telur því að Guðmundi Jóhanni Óskarssyni sé réttilega raðað samkvæmt stofnanasamningi aðila, þ.e. í launaflokk 29. 51 Augljóst sé af þe ssu að fullyrðing stefnanda um vanefndir stefnda á því að hækka alla um einn launaflokk sé röng. Útfærsla og framkvæmd stofnanasamnings hafi verið unnin í nánu samstarfi með stefnanda og engar athugasemdir fyrr en með stefnu í máli þessu haf i komið um að s tefndi hafi vanefnt stofnanasamning í þessum efnum. Væri þess að vænta að hljóð hefði heyrst úr horni ef sú væri raunin að stofnanasamningurinn hefði verið vanefndur gagnvart öllum félagsmönnum stefnanda. Engar forsendur séu heldur til að telja að Guðmundu r h afi borið skarðari hlut frá borði en aðrir félagsmenn stefnanda í þessum efnum. Vert sé líka að halda því til haga að hvergi sé minnst á kröfugerð sem þessa í kröfubréfi sem ritað hafi verið af hálfu stefnanda , tölvuskeytum eða drögum formanns stefnanda að fundargerð samstarfsnefndar . Þögn þessara gagna allra , sem öll staf i að mestu frá stefnanda auk þess sem engin gögn styðj i málatilbúnað stefnanda í þessum efnum , tal i því einu máli að krafan eigi ekki við nokkur rök að styðjast og sé með öllu ósönnuð. 13 52 Stefndi telur að ef kröfugerð stefnanda næði fram að ganga myndi Guðmundur fyrst njóta í tvígang eins launaflokks hækkunar samkvæmt stofnanasamningi og njóta svo sérstaklega mastersgráðu sinnar sem þó sé eðlileg forsenda fyrir doktorsprófi hans. Engin ford æmi þekk i st í þessa veru auk þess sem vandséð sé hvað það sé í meistaragráðu í sama fagi sem hægt sé að flokka sem verðmæti fyrir framkvæmd starfs sem viðkomandi h afi fullnumað sig til doktorsgráðu í. Við blasi að mati stefnda að ef gerðardómurinn hefði ha ft í hyggju að stórauka vægi menntunar í launum svo mjög að leiða myndi til níu launaflokka hækkunar á einu bretti hefði það verið fært í orð. Alveg sérstaklega ef staðið hefði til að óæðri prófgráða þeirri sem starfsmaður nýtur til að rækja starf sitt ætt i að að teljast vegna persónubundins æðra náms. Telur stefn d i s lík a túlkun ekki eiga við nokkur rök að styðjast. 53 Í þessu sambandi vísar stefndi til þess að gerðardómurinn hafi tekið það sérstaklega fram þegar skilgreint var hverjar beinar launahækkanir fælust í úrskurðinum að útfærsla á menntunarþættinum og eftir atvikum öðrum þáttum í stofnanasamningi fæli í sér 1,65% framlag. Stefnandi h afi lýst sig óbundin n af þessari ákvörðun gerðardómsins, auk þess sem hann h afi skilgreint það að tveggja launaflokka hækkun fæli í sér 6,1% launahækkun. Að því gefnu að rétt sé að hækkun um tvo flokka nemi 6,1% þá fel i kröfugerð stefnanda í sér, ef hún næði fram að ganga, að Guðmundur myndi hækka um 24,4% í launum. Stefndi telur n æsta öruggt að gerðardómur, sem meðal annars hafi verið skipaður þrautreyndum endurskoðanda, hefði fært það í orð ef slíkur þungi hafi átt að vera á launahækkunum af þessu tilefni og reiknað annað og meira út en 1,65% framlag. 54 Stefndi vísar til forsendna gerðardóms samkvæmt lögum nr. 31/2015 og telur að þar hafi því sérstaklega slegið föstu á bls. 15 að það sé eðlileg krafa atvinnurekanda að hver sem hann er að viðbótargreiðslur fyrir menntun skuli mið ast við að nýtist starfsmanninum til að rækja það starf sem hann er ráðinn til. Telur stefndandi v andséð hvernig meistaragráða í fiskifræði get i nýst sérstaklega umfram doktorspróf í fiskifræði. Vart verð i komið auga á ávinning stefnda af því . Því er af þe ssum sökum mótmælt að meistarapróf Guðmundar nýtist í starfi á nokkurn þann hátt að réttlæti fjögurra launaflokka hækkun ofan á þann launaflokk sem doktorspróf hans tryggi r honum. 55 Stefndi byggir á því niðurstaða gerðardóms samkvæmt lögum nr. 31/2015 fel i í sér lögbundna takmörkun á samningsfrelsi samningsaðila, sem h afi verið slegið föstu fyrir dómstólum að standist stjórnarskrá. Þegar svo hátt i til verð i sá skýringarkostur sem varlegastur sé á orðum gerðardómsins sá sem öll rök stand i til. Niðurstaða gerð ardóms sem til hafi verið stofnað með þessum hætti verð i ekki túlk uð rúmt eða á einhvern hátt með rýmkandi skýringu. Horfa verð i í þeim efnum einnig til eðlilegrar orðskýringar á þeim forsendum sem gerðardómurinn lagði niðurstöðu sinni til grundvallar. Séu þessi sjónarmið höfð í heiðri sé ekkert rými til svo rúmrar túlkunar 14 sem stefnandi legg i til grundvallar. Að því ógleymdu sem fyrr h afi verið haldið til haga að texti gerðardómsins leyfi ekki ályktanir stefnanda. 56 Að síðustu byggir stefndi á því að frá því að gerðardómurinn hafi veirð kveðinn upp fyrir tæpum fjórum árum haf i málsaðilar ítrekað sest að samningaborðinu og fjallað þar meðal annars um ákvæði um stofnanasamninga og menntunarákvæði þau sem dómsmál þetta lýtur að. Þannig hafi stefnandi og fjármálaráðuneytið gert með sér samkomulag um breytingu á úrskurðarorði gerðardóms 16. janúar 2017 um ákvæði 11.3.3.1 án þess að vikið hafi verið að kröfum í anda þeirra sem grundvalla málsókn stefnanda. Í þessu sambandi árétt i stef nd i að rétt ríflega mánu ði fyrr, 5. desember 2016, hafi stefnandi sent bréf til allra stofnana stefnda sem félagsmenn stefnanda starf i hjá þar sem áréttað hafi verið að niðurstöður gerðardómsins hvað varðar menntunarákvæðin væru túlkuð með öðrum hætti af hálfu stefnanda en ráðune ytið hafi kynnt í leiðbeiningum til stofnana . 57 Síðsumars 2017 þegar kjarasamningur á grundvelli gerðardómsins hafi runnið sitt skeið hafi hafist undirbúningur kjarasamningsviðræðna sem hafi svo farið fram í kjölfarið og undir handleiðslu ríkissáttasemjara f rá október allt þar til ritað hafi verið undir nýjan kjarasamning 28. febrúar 2018. Ekki hafi verið gerður sérstakur ágreiningur um efni 11. kafla kjarasamningsins, en í bókun 5 með kjarasamningi k omi fram að aðilar séu sammála um að fram að næstu samnings gerð verði unnið að endurskoðun á 1. og 11. kafla hans . 58 Stefndi telur að a f framgangi stefnanda í þessum efnum verð i ekki annað ályktað en að um viðurkenningu í verki sé að ræða. Að hafast ekkert á vettvangi kjarasamningsviðræðna um árabil og halda kröfu í anda þeirrar sem málsókn þessi byggir á ekki til haga. Bæði sýnist blasa við að stefnandi h afi ekki talið ómaksins vert að reyna að halda svo langsóttri kröfu til streitu, einboðið sýnist, ef stefnandi teldi hér um réttindamál að ræða sem knýja ætti á um að mjög upplagt tækifæri hefði verið til þess þegar sérstakt samkomulag hafi verið gert um títtnefnt menntunarákvæði. En ef ekki þá, sýnist það falla vel að inntaki 9. gr. laga nr. 84/1996 til að brydda upp á lausn þessa ágreinings á vettvangi kjarasamning sviðræðna, sérstaklega með fulltingi ríkissáttasemjara sem h afi lögbundnu hlutverki að gegna við að freista þess að höggva á hnúta sem þennan. Tómlæti stefnanda í þessum efnum, að láta þessi tækifæri sér úr greipum renna, ætti að leiða sjálfstætt til sýknu í máli þessu. Ef ekki sýknu þá í það minnsta ætti þessi framganga að vega gegn stefnanda við mat á málsstað hans, sem þannig teldist órökstuddur og ósannaður, sem leið i til sýknu stefnda. 59 Til stuðnings sýknukröfu vísar stefndi til kjarasamninga aðila og s amþykktum breytingum og framlengingu kjarasamningsins frá árinu 2001. Einnig vísar hann til laga nr. 94/1986 og laga nr. 80/1938 eftir þv í sem við get i átt. Krafa um málskostnað styð ji st við 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, sbr. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 80/1938. 15 Niðurstaða 60 Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 61 Stefnandi krefst viðurkenningar á því að brotið hafi verið gegn nánar tilgreindum ákvæðum í stofnanas amningi milli stefnanda og Hafrannsóknastofnunar með því að raða ekki starfsmanninum Guðmundi Jóhanni Óskarssyni, sem er félagsmaður í stefnanda, í launaflokk 34 - 5 á tímabilinu 1. júlí 2016 til 1. september 2017 og í launaflokk 34 frá og með þeim tíma. Sam kvæmt þessari framsetningu kröfugerðarinnar lýtur sakarefnið að því hvort ákvæði stofnanasamningsins leiði óhjákvæmilega til þess að raða beri starfsmanninum í umræddan launaflokk. Af málatilbúnaði aðila verður ráðið að meginágreiningurinn lúti að því hver nig meta eigi framhaldsmenntun hans á háskólastigi til launaflokkahækkana samkvæmt stofnanasamningnum. 62 Í málinu liggur fyrir kjarasamningur stefnanda og stefnda, sem undirritaður var 28. febrúar 2018, og gilti til 31. mars á þessu ári . Samkvæmt venju og me ð hliðsjón af 2. m gr. 12. gr. laga nr. 94/1986 er áfram farið eftir þeim samningi uns nýr kjarasamningur hefur verið gerður . Í 11. kafla kjarasamningsins er fjallað um stofnanasamninga. Í grein 11.1.1 kemur fram að stofnanasamning u r sé hluti kjarasamnings og gerður milli stofnunar og stéttarfélags um aðlögun tiltekinna þátta kjarasamningsins að þörfum stofnunar og starfsmanna, með hliðsjón af eðli starfsemi, skipulagi og/eða öðru því sem gefur stofnuninni sérstöðu. Þar segir einnig að samstarfsnefndir eða s érstakar nefndir samkvæmt grein 11.1.3.4 annist gerð og breytingar stofnanasamnings. Þá er þar mælt fyrir um að viðræður um stofnanasamning skuli fara fram undir friðarskyldu. 63 Í grein 11.1.3 í kjarasamningnum kemur fram að í stofnanasamningi skuli semja u m grunnröðun starfa og hvaða þættir eða forsendur skuli ráða röðun þeirra. Skuli þá miða við viðvarandi og stöðugt verksvið. Þá sé heimilt að semja um persónubundna þætti sem geri menn hæfari en ella til þess að sinna viðkomandi starfi. Nánar er fjallað um þá þætti sem hér kom a til álita í grein 11.1.3.1. Þar segir meðal annars í 3. tölulið að þar undir falli þættir sem auki hæfni starfsmanns og tekið fram að það geti tengst o g þekkingar sem að gagn i 64 Greinar þær sem að framan eru raktar eiga rætur að rekja til kjarasamninga sem gerðir voru fyrir verkfall aði ldarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM), þ. á m. stefnanda, árið 2015, er lauk með setningu laga nr. 31/2015, sem að framan er rakið. Fyrir 2015 voru gerðir stofnanasamningar milli stefnanda og Hafrannsóknastofnunar og hafa tveir þeirra verið lagðir fyrir Félagsdóm, annars vegar samningur frá 5. maí 2006 og hins vegar frá 10. maí 2012. Í báðum samningunum er í grein 4.1 fjallað um grunnröðun starfa í launaflokka og mælt fyrir í grein 4.2 um tilteknar 16 65 Eins og vikið hefur verið að tók gerðardómur samkvæmt lögum nr. 31/2015 í úrskurði sínum 14. ágúst 2015 m eðal annars afstöðu til ágreinings BHM - félaganna við stefnda um launasetning u með tilliti til menntunar. Í forsendum úrskurðarins er vikið að kröfu BHM - félaganna um þetta atriði og viðbrögðum samninganefndar stefnda við henni. Tekið er fram að gerðardómurinn telji rétt að taka til greina kröfu BHM - félaganna um að í 11. kafla kjara viðbótarmen n fara eftir tillögu samninganefndar stefnda frá 1 0. júlí 2015 í þessu efni með þeirri eins og SNR bauð, þá skuli hækkunin vera 2 álagsþrep fyrir diplómu og að meistaragráða leiði til hækkunar um 4 þrep en ekki 2 þrep eins og SNR bauð og sérregla ætti að gilda um stefnanda, FÍN, þar sem launatafla þeirra væri byggð upp með öðrum hætti. Í stað tveggja álagsþrepa hækkunar í launatöflu þess félags kæmi tveggja launaflokka hækkun. 66 starfi við gildistöku kjarasamningsins. Stæði þannig á skyl di viðkomandi halda 67 Eins og rakið er í málavaxtalýsingu var kjarasamningur aðila framlengdur frá 1. mars 2015 til 31. ágús t 2017 með úrskurðarorði gerðardómsins . Þar eru raktar breytingar á kjarasamningnum sem leiddu af 5. gr. úrskurðarorðanna en með greininni urðu verulegar breytingar á 11. kafla samningsins. Þ essar breytingar koma fram í greinum 11.3.2 og 11.3.3 í gildandi kjarasamningi aðila frá febrúar 2018 en þar er einnig tekið mið af samkomulagi aðila 17. janúar 2017 um tilteknar breytingar á úrskurðarorði gerðardóms. Síðara ákvæðið lýsir þeim þáttum sem eiga að ákvarða röðun starfa í launaf lokka, þar á meðal þýðingu viðbótarmenntunar umfram grunnmenntun á háskólastigi. Eins og lýst hefur verið leiðir slík viðbótarmenntun til launaflokkahækkunar annars vegar á grundvelli greinar 11.3.3.1, þegar gerð er krafa um slíka menntun til að viðkomandi fá i gegnt starfinu, og hins vegar á grundvelli greinar 11.3.3.2, þegar viðbótarmenntun nýtist í starfinu án þess að hennar sé krafist. 68 Stofnanasamningur aðila sem deilt er um í þessu máli er frá 30. júní 2017, en þá voru tæp tvö ár liðin frá því að úrsk urður gerðardóms féll. Samningurinn gilti þó frá 1. júlí 2016 eins og segir í 13. gr . Í 3. gr. samningsins er fjallað um grunnröðun starfs í samræmi við grein 11.1.3 og grein 11.3.3.1 í kjarasamningi aðili sem raktar hafa verið. Þar eru í grein 3.1 skilgre ind starfsheiti og þeim raðað í mismunandi launaflokka. Í 17 lýsingu starfsheitanna koma fram ólíkar kröfur til ábyrgðar og verkefna og að einhverju leyti til kunnáttu eins og fyrir er mælt í grein 11.3.2 í kjarasamningi aðila. 69 Fyrir liggur að starfsmaðurinn Guðmundur Jóhann Óskarsson er með starfsheitið Náttúrufræðingur 6. Samkvæmt grein 3.1 í stofnanasamningnum er starfinu grunnraðað í launaflokk 23. 70 Í grein 3.3 í stofnanasamningnum er skírskotað til greinar 11.3.3.1 í kjarasamningnum, sbr. úrskurð gerðard óms, með þeim orðum að taka skuli tillit til (11.3.3.1), frá 14. ágúst 2015, sbr. samkomulag FÍN og fjármála - og efnhagsráðherra, t na ð beint til kjarasamningsákvæðisins með framangreindri breytingu, en orðrétt er ákvæðið svohljóðandi: Ef gerð er krafa um viðbótarmenntun umfram grunnmenntun (Bakkalárpróf/BA/BS/B.Ed.) í starfslýsingu skal hún metin til viðbótar við grunnröðun til launa flokka sem hér segir: Diplóma eða sambærilegt nám (60 ECTS) 2 launaflokkar Meistaranám (90 120 ECTS) 4 launaflokkar Doktors - eða sambærileg gráða (180 ECTS) 6 launaflokkar Lengra formlegt grunnnám skal metið með sambærilegum hætti. 71 Í starfslýsingu þess starfs sem Guðmundur Jóhann gegnir hjá Hafrannsóknastofnun er gerð krafa um meistara - eða doktorspróf í líffræði. Aðilar eru sammála um að við röðun starfsins samkvæmt grein 3.3 í stofnanasamningnum skuli miða við hærri prófgráðuna sem veitir sex launaflokka til viðbótar því sem leiðir af grein 3.1. 72 Í grein 4.1 í stofnanasamningnum er kveðið á um að við grunnröðun starfs samkvæmt í næst vitnað beint til þess sem segir í grein 11.3.3.2 í kjarasamningnum eins og honum var breytt með úrskurði gerðardóms og vikið hefur verið að. Orðrétt segir þar eftirfarandi: Sérstaklega skal meta formlega framhaldsmenntun sem lokið er með viðurkenndr i prófgráðu og ekki er þegar metin við grunnröðun starfsins. Menntunin þarf að nýtast í starfi og því miðað við að hún sé á fagsviði viðkomandi. Miða skal við að diplóma (60 einingar) leiði til hækkunar um 2 launaflokka, meistaragráða leiði til hækkunar um 4 launaflokka og doktors - eða sambærileg gráða um 6 launaflokka, en þó aldrei hærra en launataflan leyfir. Styttra formlegt nám skal metið með sambærilegum hætti. 73 Í bókun 1 við stofnanasamninginn eru svohljóðandi ákvæði: Tryggt skal að enginn lækki í launum 18 Við gerð stofnanasamnings þessa er gengið út frá því að allir hækki um launaflokk og um menntunarákvæði gerðardóms. / Við röðun starfsmanna samkvæmt samningi þessum skal tryggt að enginn lækki í launum. Mat á menntun Starfsmenn á hinni nýju stofnun voru ráðnir til starfa á grunni eldri stofnanasamninga og hver og einn starfsmaður naut menntunarákvæða hjá hinum eldri stofnunum. Menntunarákvæðin sem starfsmenn höfðu í eldri stofnanasamningum falla niður 2. júlí 2016 og samhliða því taka ný menntunarákv æði gerðardóms gildi. Meta skal menntun sem krafist er í starfi samkvæmt grein 3.3 og meta skal menntun sem nýtist í starfi samkvæmt grein 4.1 í stofnanasamningi aðila. Að öðru leyti er vísað til ákvæða gerðardóms frá 14. ágúst 2015. 74 Eins og rakið hefur ve rið telur stefnandi framangreinda grunnröðun á starfi Guðmundar Jóhanns samkvæmt 3. gr., að teknu tilliti til menntunarkrafna samkvæmt grein 3.3, tryggja þeim sem gegnir starfinu röðun í launaflokk . Því til viðbótar komi sérstakt mat á framhaldsmenntun han s vegna meistaraprófs í fiskifræði, sem tryggi honum fjóra launaflokka til viðbótar, sbr. grein 4.1. Auk þess eigi hann tilkall til eins launaflokks á grundvelli framangreindrar bókunar 1, þar sem fram komi að gengið sé út frá því að við gerð stofnanasamni ngsins að allir hækki um launaflokk. Því eigi því að skipa Guðmund i Jóhann i í launaflokk 34 (23+6+4+1). 75 Við launasetningu Guðmundar Jóhanns hefur stefndi raðað honum í launaflokk 29. Ekki er fyllilega ljóst af gögnum málsins hvað hafi ráðið þeirri röðun e n í málatilbúnaði stefnda er ekki gerð skýr grein fyrir því atriði. Þó kemur fram í greinargerð stefnda að við útfærslu samkvæmt stofnanasamningi hafi annars vegar til framkvæmd a og hins vegar að launaflokkur endurspeglaði menntun í samræmi við raðast í launaflokk 29 og hann hækkað í launum um 12%, þ.e. 9% vegna menntaákvæða kjarasamni n gs og 3% vegna bóku nar 1. Hins vegar er því mótmælt að grein 4.1 í stofnanasamningnum eigi við um Guðmund Jóhann þar sem meistarapróf, sem hann hafi lokið í sama fagi og doktorsgráða hans er í, og hafi þegar verið metin samkvæmt grein 3.3, nýtist ekki í starfi hans umfram do ktorsprófið. 76 Meginágreiningur aðila lýtur að síðastgreinda atriðinu, þ.e. hvernig meta skuli meistaragráðu Guðmundar Jóhanns við launasetningu hans. Í því efni leggur stefnandi áherslu á að túlka verði ákvæði greinar 4.1 samkvæmt orðanna hljóðan. Meistara gráðan feli í sér formlega framhaldsmenntun, sem lokið hafi verið með viðurkenndri prófgráðu, og að hún hafi ekki verið metin við grunnröðun starfsins, einungis doktorsgráðan. Þá kveður stefnandi menntunina nýtast í starfi Guðmundar Jóhanns. 19 77 Við túlkun á gildandi stofnanasamningi verður einkum að líta til orðalags hans. Þar sem áskilið er í grein 4.1 að formleg framhaldsmenntun hafi ekki verið metin við grunnröðun starfsins samkvæmt 3. gr., og í ljósi tilurðar greina 3.3 og 4.1, verður að túlka þær í samhe ngi hvorar við aðra. Eins og rakið hefur verið eiga báðar greinarnar rætur að rekja til ákvæða kjarasamnings aðila eins og honum var breytt með úrskurði gerðardóms 14. ágúst 2015. Forsendur úrskurðar gerðardóms fylgdu úrskurðarorðunum og eru báðum samnings aðilum kunnar. Með því að þeir hafa við gerð stofnanasamnings lagt úrskurðarorð gerðardómsins til grundvallar, án þess að séð verði að gerður hafi verið fyrirvari við birtar forsendur gerðardómsins, er rétt að hafa þær til hliðsjónar við túlkun ákvæðanna s vo langt sem þær ná og að því leyti sem orðalag þeirra veitir ekki skýra leiðsögn. 78 Ákvæði stofnanasamnings aðila 30. júní 2017 eru reistar á þeim nýmælum í úrskurði gerðardóms er lutu að mati á menntun til launa samkvæmt kjarasamningi aðila. Þessi ákvæði mæla með tæmandi hætti fyrir um það, skref fyrir skref, hvernig því mati skuli hagað. Hvergi í stofnanasamningnum eða í úrskurði gerðardóms er vikið að því að líta skuli til röðunar starfsmanna samkvæmt eldri stofnanasamningi við það mat nema að því leyti að enginn átti að lækka í launum eins og kveðið er á um í bókun 1. Fær þessi skilningur einnig stoð í sömu bókun, þar sem sérstaklega er kveðið á um að menntunarákvæði samkvæmt eldri stofnanasamningum falli niður við gildistöku stofnanasamningsins 1. júlí 2016 og samhliða því taki ný menntunarákvæði gerðardóms gildi. Því verður að leggja til grundvallar að í kjölfar samþykktar samningsins hafi borið að meta störf og starfsmenn Hafrannsóknastofnunar, er njóta kjara samkvæmt kjarasamningi stefnanda við stefnd a, að öllu leyti á grundvelli ákvæða hans, m.a. um áhrif viðbótarmenntunar umfram grunnmenntun á launasetningu. 79 Grein 3.3 mælir fyrir um áhrif þess ef gerð er krafa í starfslýsingu til viðbótarmenntunar umfram grunnmenntun á grunnröðun starfs í launaflokk. Fara launaflokkar stigfjölgandi eftir því sem að krafist er æðri framhaldsgráðu umfram grunnmenntun. Háskólanám er þannig uppbyggt samkvæmt 6. og 7. gr. laga nr. 63/2006, um háskóla, að meistara - eða kandídatspróf byggist á bakkalárprófi eða jafngildi þes s ásamt viðbótarnámseiningum (90 120 staðlaðar námseiningar) og doktorspróf byggist á meistara - eða kandídatsprófi ásamt viðbótarnámseiningum (að lágmarki 180 stöðluðum námseiningum). Í því ljósi verður að leggja þann skilning í grein 3.3 að allt það fra mhaldsnám sem liggur til grundvallar doktorsgráðu, hvort sem það er undanfarandi nám á meistarastigi eða viðbótarnám til doktorsprófs, skuli meta samtals til sex launaflokka samkvæmt grein 3.3 enda sé krafist doktorsgráðu í starfslýsingu. Ekkert í forsendu m gerðardóms styður öndverða niðurstöðu. 80 Af skýru orðalagi greinar 4.1 í stofnanasamningnum verður að draga þá ályktun að framhaldsmenntun, sem þegar hefur verið metin við grunnröðun starfsins, komi ekki til sérstaks mats samkvæmt greininni. Ákvæði þetta miðar að því að hindra að 20 menntun, sem þegar hefur leitt til launaflokkahækkunar á grundvelli greinar 3.3, leiði einnig til hækkunar samkvæmt grein 4.1. Af gögnum málsins verður ekki annað ráðið en að doktorsgráða Guðmundar Jóhanns sé meðal annars reist á undanfarandi meistaranámi hans. Því verður að leggja til grundvallar að nám hans til meistarprófs hafi ásamt doktorsgráðunni þegar verið metin til sex launaflokka hækkunar samkvæmt grein 3.3. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið ber að hafna kröfu stefnanda um að hann eigi einnig tilkall til fjögurra launaflokka hækkunar samkvæmt grein 4.1 vegna meistaranámsins. 81 Samkvæmt framansögðu er ekki efni til að fallast á þá forsendu í kröfugerð stefnanda að raða skuli Guðmundi Jóhanni í launaflokk 34 í kjara samningi aðila. Eins og kröfugerðin er úr garði gerð koma aðrir þættir hennar um ætluð brot á tilgreindum ákvæðum stofnanasamnings aðila ekki til álita. Því ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. 82 Eftir þessum úrslitum verður stefnanda gert að greiða ste fnda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 500.000 krónur. Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið vegna Hafrannsóknastofnunar, rannsókna - og ráðgjafastofnun ar hafs og vatna, er sýkn af kröfum stefnanda, Félags íslenskra náttúrufræðinga. Stefnanda greiði stefnda 500.000 krónur í málskostnað.