FÉLAGSDÓMUR Dómur þriðjudaginn 2. júlí 20 2 4 . Mál nr. 3 /20 24 : Viska - stéttarfélag ( Harpa Rún Glad lögmaður ) gegn íslenska ríkinu vegna Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (Jóhanna Katrín Magnúsdóttir lögmaður ) og til réttargæslu Sameyki stéttarfélagi í almannaþjónustu ( Jenný Þórunn Stefánsdóttir lögfræðingur ) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 4. júní sl. Málið dæma Ásgerður Ragnarsdóttir , Ásmundur Helgason , Björn L. Bergsson , Guðmundur B. Ólafsson og Inga Björg Hjaltadóttir . Stefnandi er Viska stéttarfélag, Borgartúni 6 í Reykjavík . Stefndi er íslenska ríkið vegna Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16 í Reykjavík. Réttargæslustefndi er Sameyki stéttarfélagi í almannaþjónustu , Grettisgötu 89 í Reykjavík . Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að hann fari með samningsaðild fyrir A , kt. [...] , við gerð kjarasamninga við fjármálaráðherra f yrir hönd ríkissjóðs vegna starfa hennar sem skrifstofustjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins . 2 Stefnandi krefst jafnframt viðurkenningar á að kjarasamningur hans og fjármálaráðherra f yrir hönd íslenska ríkisins frá 1. apríl 2019, með síðari breytingum, gildi um laun og kjör A hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá og með ráðningu hennar til starfa en til vara frá öðru og síðara tímamarki að mati dómsins . 3 Þá k refst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnda og réttargæslustefnda 4 Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. 5 Réttargæslustefndi krefst málskostnað ar úr hendi stefnanda. Málavextir 2 6 Mál þetta verður rakið til ágreinings um hvort stefnandi geti farið með samningsaðild fyrir A , sem starfar sem skrifstofustjóri á heilsugæslustöð hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins , og hvort kjarasamningur stefnanda, sem h ét áður Fræðagarður, og stefnda frá 1. apríl 2019 skuli gilda um kjör hennar. 7 Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsti laust til umsóknar ótímabundið starf skrifstofustjóra við heilsugæsluna í Efstaleiti. Í auglýsingunni v ar gerð grein fyrir helstu verke fn um og ábyrgð sem þess að umsækjendur skyldu hafa menntun í heilbrigðisgagnafræði eða sambærilegt nám sem myndi nýtast í starfi. Þess var jafnframt getið að um laun færi samkvæmt gildandi kjarasamnin gi fjármála - og efnahagsráðherra við Sameyki, sem hefur verið stefnt til réttargæslu. 8 Stefnandi var ráðin með ráðningarsamningi 1. desember 2022 . Þar kemur fram að hún sé ráðin ótímabundið sem skrifstofustjóri á starfsstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Efstaleiti. Í samningnum er réttargæslustefndi tilgrein dur í dálki um ráðningarkjör sem stéttarfélag og vísað til grunnlaunaflokks, nr. 632 - 130 og launaflokks 632 - 193. Nánar er tekið fram í samningnum launaflokk, starfsaldur til launa og önnur starfskjör, [fari] efti r samningnum og samningssviði stéttarfélagsins og starfsmaðurinn hafi rétt til aðildar að stéttarfélaginu 9 Fy rrgreindur starfsmaður var félagsmaður í stefnanda þegar hún var ráðin til starfa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún hefur lokið meistaranámi í mannfræði og hefur átt aðild að stefnanda og forverum stéttarfélagsins í tæp 30 ár. Þegar starfsmaðurinn réði sig í núverandi starf kveðst hún hafa óskað eftir því að vera áfram í stéttarfélaginu og að kjör hennar tækju mið af kjarasamningi félagsins við stefnda. 10 Samkvæmt gögnum málsins lýsti vinnuveitandi starfsmannsins þeirri afstöðu að starfsmanninum væri frjálst að eiga áfram aðild að stefnanda. Aftur á móti myndu laun og kjör hennar taka mið af kjarasamningi réttargæslustefnda og stefnda, auk þess sem iðgjöld yrðu greidd til réttargæslustefnda. 11 Með bréfi stefnanda 8. nóvember 2023 var krafist staðfestin gar á því að stéttarfélagið færi með samningsumboð vegna starfsmannsins, að um kjör hennar gilti kjarasamningur stefnanda og að starfsmanninum væri ekki skylt að greiða iðgjöld til réttargæslustefnda. Ekki barst svar frá stefnda og með bréfi 29. sama mánað ar boðaði stefnandi málshöfðun þessa. Málsástæður og lagarök stefnanda 12 Stefnandi vísar til þess að hann sé stéttarfélag sem geri kjarasamninga fyrir félagsmenn sína samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga 3 opinberra starfsmanna. Stefnan di fari með samningsumboð fyrir félagsmenn s em starfa hjá stefnda, þar með talið þá sem starfa sem skrifstofustjórar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins . Þá hafi stefnandi gert stofnanasamning við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 14. júní 2007 sem nái til allra félagsmanna sem þar starfa og sé samningurinn ekki takmarkaður við tiltekin starfsheiti eða starfsstéttir. 13 Hafa verði í huga að stefnandi sé sérhæft félag í þeim skilningi að félagsmenn hafi menntun á háskólastigi . Líta verði á réttargæslustefnd a sem almennt stéttarfélag þar sem félagsmenn séu að meginstefnu til ófaglærð ir og hafi ekki lokið háskólaprófi. Kjarasamningar stéttarfélag a nna tveggja eigi það sammerkt að vera ekki bundnir við ákveðin störf eða starfsstéttir, enda starfi félagsmenn þeir ra á fjölbreyttum vettvangi. Gerð sé krafa um að skrifstofustjóra r hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafi menntun í heilbrigðisgagnafræði eða sambærilegu námi sem nýtist í starfi. Starfsmaðurinn hafi lokið meistaranámi í mannfræði og hafi stefndi viðurkennt með ráðningu hennar að sú menntun nýtist í starfi. Starfsmaðurinn gegni þannig starfi þar sem krafist sé menntunar og eigi hún fullan rétt á að vera í stéttarfélagi faglærðra fremur en í almennu stéttarfélagi þar sem meirihluti félagsmanna séu ófaglærðir. 14 Stefnandi vísar til þess að starfsmaðurinn eigi rétt á að vera félagsmaður hans og verði ekki þvinguð t il aðildar að réttargæslustefnda gegn vilja sínum, sbr. 74. gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu . Verði stjórnarskrárvörðum rétti starfsmannsins ekki vikið til hliðar með vísan til tilgreiningar á réttargæslustefnda og kjarasamning i hans og stefnda í ráðningarsamningi. Þá feli framkvæmd stefnda í sér brot á samningsrétti stefnanda fyrir hönd félagsmanns síns. Starfsmenn verði ekki þvingaðir til að fela stéttarfélagi, sem þeir tilheyra ekki, umboð til að gera kjarasamning fyrir sína hönd, án skýrrar lagaheimildar. Í lögum sé ekki mælt fyrir um skyldu skrifstofustjóra hjá H eilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til að eiga aðild að réttargæslustefnda . 15 Stefnandi byggir á því að stefndi hafi í reynd fallist á stefnukröfur með því að viðurkenna rétt annars skrifstofustjóra , sem starfar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins , til þess að vera meðlimur í st éttarfélaginu og að um kjör hans gildi kjarasamning ur stefnanda og stefnda . Með þessu hafi stefndi viðurkennt að tvö stéttarfélög geti farið með samningsumboð vegna starfsmanna sem sinna sömu störfum. Standist ekki að heimila tilteknum skrifstofustjóra aðild að stefnanda en skikka annan skrifstofustjóra til aðildar að réttargæslustefnda með vísan til þe ss að starfið og launaflokkurinn tilheyri honum. 16 Stefnandi tekur fram að samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 94/1986 hafi eitt stéttarfélag rétt til samningsgerðar við sama vinnuveitanda fyrir sömu starfsstétt. Frá því séu frávik og þegar til staðar séu tvei r jafngildir kjarasamningar við tvö stéttarfélög um sömu störf hafi vinnuveitandinn ekki forræði á því hvor kjarasamningurinn gildi . Þó að tilteknir skrifstofustjóra r sem starfa hjá stefnda séu meðlimir í réttargæslustefnda takmarki það ekki rétt stefnanda til samningsumboðs fyrir þann starfsmann sem hér 4 um ræðir. Hvorki sjónarmið um skipulag og stöðugleika á vinnumarkaði né efni ráðningarsamnings starfsmanns geti rutt úr vegi grundvallarrétti hans samkvæmt 74. gr. stjórnarskrár innar . 17 Stefnand i leggur áherslu á að starfsmaðurinn hafi aldrei verið félagsmaður réttargæslustefnda, enda hafi hún komið vilja sínum um áframhaldandi aðild að stefnanda á framfæri við vinnuveitanda sinn áður en til ráðningar kom. Stefndi hafi borið því við að starfsmaðu rinn geti bæði verið félagsmaður í stefnanda og réttargæslustefnda, en hún eigi rétt til þess að vera eingöngu í stefnanda líkt og hún hafi verið í fjölda ára, sbr. meðal annars 1. mgr. 7. gr. laga nr. 94/1986. 18 Stefnandi telur að viðurkenna eigi að kjaras amningur hans og stefnda gildi um kjör starfsmannsins frá 1. desember 2022 þegar hún var ráðin til starfa , sbr. 4. gr. laga nr. 94/1986. Á þeim tíma hafi sta rfsmaðurinn verið félagsmaður stefnanda og ekkert verið því til fyrirstöðu að starfskjör hennar fær u f r á öndverðu eftir þeim samningi. Ekki standist að kjarasamning ur réttargæslustefnda ráði kjörum starfsmannsins , enda hafi hún aldrei með réttu verið félagsmaður þess félags. T il vara er byggt á því að kjör starfsmannsins skuli fara eftir kjarasamning i s tefnanda frá öðru og síðara tímamarki að mati dómsins. Málsástæður og lagarök stefnda 19 Stefndi hafnar því að starfsmaðurinn hafi verið þvinguð til aðildar að réttargæslustefnda. Henni sé áfram heimilt að vera félagsmaður í stefnanda og sé félagafrelsi hennar virt, sbr. 74. gr. stjórnarskrárinnar . Aftur á móti fari réttargæslustefndi með samningsaðild fyrir starfsmanninn vegna þess starfs sem hún gegni og beri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins því að greiða gjöld til þess stéttarfélags , sbr. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 94/1986. Geti starfsmaðurinn ekki einhliða breytt forsendum gildandi ráðningarsamnings og því að kjör hennar fara eftir kjarasamningi réttargæslustefn d a og stefnda. 20 Stefndi vísar til þess að lög nr. 94/1986 geri ráð fyrir þv í að stéttarfélög , sem hafi samningsaðild samkvæmt 4. og 5. gr. laganna, semji fyrir hönd þeirra starfsmanna sem undir lögin heyra. Þegar þetta sé haft í huga og með hliðsjón af 1. til 3. mgr. 6. gr. laganna, verði að álykta að stéttarfélag haldi þeirri sa mningsaðild sem það hafi haft vegna tiltekinna starfa, jafnvel þótt viðkomandi starfsmaður segi sig úr félaginu. Leiði þetta ótvírætt af fyrirmælum 1. og 2. mgr. 7. gr. laga nr. 94/1986 og sé því ekki hægt að fallast á viðurkenningarkröfu stefnanda. 21 Stefn di byggir einnig á því að samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 94/1986 hafi aðeins eitt stéttarfélag rétt til samningsgerðar við sama vinnuveitanda fyrir sömu starfsstétt, sbr. 3. tölul ið 5. gr. laganna. Réttargæslustefndi fari með þann rétt gagnvart starfsman ninum eins og ráðningarsamningur hennar segi til um. 22 Stefndi tekur fram að hann starfræk i fimmtán heilsugæslustöðvar og starfi þar skrifstofustjórar sem taki laun samkvæmt kjarasamningi réttargæslustefnda og 5 stefnda . Samkvæmt stofnanasamningi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við réttargæslustefnda flokk i st skrifstofustjóri heilsugæslustöðvar í starfaflokk IV , en forsendur starfaflokka bygg i st meðal annars á skipuriti, eðli starfa og umfangi. Samkvæmt starfslýsingu séu h elstu verkefni skrifstofustjóra á heilsugæslunni í Efstaleiti að bera gagnvart svæðisstjóra ábyrgð á að daglegu r rekstur skrifstofu, þar með talin móttaka og símsvörun, raskist ekki og að starf heilsugæslu - og móttökuritara sé unnið í samræmi við starfslý singu. Skrifstofustjóri sé svæðisstjóra til aðstoðar við skráningu og við að koma gögnum varðandi starfsemi til viðeigandi aðila á skrifstofu heilsugæslunnar ásamt því að gegna starfi ritara svæðisstjóra. Sá skrifstofustjóri , sem stefnandi telji gegna samb ærilegu starfi og A , starfi á aðalskrifstofu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Álfabakka . Samkvæmt starfslýsingu séu helstu viðfangsefni skrifstofustjóra á aðalskrifstofu ekki sambærileg viðfangsefnum skrifstofustjóra á öðrum heilsugæslustöðvum. S krifstof ustjóri á aðalskrifstofu sé jafnframt ritari forstjóra og framkvæmdastjórnar og heyri undir framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar. Þá aðstoði s krifstofustjórinn forstjóra og samþykki reikninga, auk þess sem hún þjóni öllum stoðsviðum í Álfabakka. Að virtu ólíku hlutverki skrifstofustjóra samkvæmt fyrrgreindum starfslýsingum sé ekki um sambærileg störf að ræða og séu gerðar mun meiri kröfur til skrifstofustjóra á aðalskrifstofu. Um laun annarra skrifstofustjóra á starfsstöðvum heilsugæslunnar gildi kjarasamning ur réttargæslustefnda og stefnda. 23 Stefndi mótmælir skilningi stefnanda á 1. mgr. 6. gr. og 1. mgr. 7. gr. laga nr. 94/1986. Því er hafnað að tvö eða fleiri stéttarfélög fari með samningsumboð vegna starfa skrifstofustjóra heilsugæslustöðva , en starfið sé skilgreint í ákvæði 3 í stofnanasamningi réttargæslustefnda við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Það hvíli á herðum stjórnenda að skilgreina innra skipulag stofnunar, þar með talið að taka ákvörðun um hvaða kjarasamningur skuli lagður til grun dvallar viðkomandi starfi. Hafi legið ljóst fyrir við ráðningu starfsmannsins að um kjör hennar gilti kjarasamningur réttargæslustefnda og stefnda. Hafi þetta verið forsenda ráðningarinnar og geti starfsmaðurinn ekki einhliða breytt ráðningarkjörum sínum e ða þvingað vinnuveitanda til slíkra breytinga. V innuveitandi nn hafi mátt treysta því að greidd yrðu laun samkvæmt fyrrgreindum kjara samningi og sé f yrirsjáanleiki nauðsynlegur til að unnt sé að ná samfélagslegum markmiðum með starfseminni og tryggja jafnræ ði í kjörum. Stefndi bendir á að taki mismunandi kjara samningar og stofnanasamningar til starfsmanna , sem starfa samkvæmt sömu starfslýsingu , geti það leitt til ólíkra kjara . 24 Stefndi leggur áherslu á að hvorki kjarasamningur stefnanda né stofnanasamningur sem hann eigi aðild að fjalli um röðun eða röðunarforsendur fyrir störf skrifstofustjóra hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Það sýni að kjarasamningurinn geti ekki tekið ti l þess starfs sem hér um ræðir. Verði fallist á að stefnandi fari með samningsaðild fyrir starfsmanninn er byggt á því að kjarasamningur stefnanda og stefnd a geti ekki 6 tekið til starfsmannsins fyrr en gerður hafi verið nýr kjarasamningur eftir 31. mars 202 4. Málsástæður og lagarök réttargæslustefnda 25 Réttargæslustefndi tekur undir röksemdir stefnda um að eini kjarasamningurinn sem gildi um starf skrifstofustjóra heilsugæslustöðva sé kjarasamningur stéttarfélagsins við stefnda. Stefnandi hafi ekki samið sérs taklega um störf skrifstofustjóra hjá heilsugæslunni. Með vísan til 1. mgr. 6. gr. og 7. gr. laga nr. 94/1986 sé réttargæslustefndi eina stéttarfélagið sem fari með samningsumboð vegna starfsins. Séu þannig ekki til staðar tveir jafngildir kjarasamningar s em taki til sömu starfa. Líta beri til rökstuðning s í dómi Félagsdóms 15. desember 2023 í máli nr. 10/2023 sem eigi við í þessu máli. Jafnframt er byggt á því að stefnandi uppfylli ekki skilyrði 4., 5. og 6. gr. laga nr. 94/1986 og geti því ekki farið með samningsumboð vegna starfs skrifstofustjóra hjá heilsugæslunni. Niðurstaða 26 Mál þetta, sem varðar samningsaðild stéttarfélaga og gildi kjarasamnings fyrir tiltekinn starfsmann, á undir Félagsdóm samkvæmt 1. og 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986. 27 Ágreiningur aðila lýtur að því hvort stefnandi fari með samningsaðild fyrir A við kjarasamningsgerð og hvort um kjör hennar sem skrifstofustjóra hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins skuli gilda kjarasamningur stefnanda eða réttargæslustefnda við stefnda. 28 Svo sem rakið hefur verið hóf umræddur starfsmaður störf sem skrifstofustjóri á heilsugæslunni í Efstaleiti 1. desember 2022 og var hún þá félagsmaður í stefnanda. Í auglýsingu um starfið var gerð krafa um menntun á sviði heilbrigðisgagnafræði eða sambæri legt nám sem nýtist í starfi. Starfsmaðurinn hafði lokið meistaranámi í mannfræði og taldi stefndi það uppfylla kröfuna. Í ráðningarsamningi var réttargæslustefndi tilgreindur sem stéttarfélag og kom fram að um kjör starfsmannsins gilti kjarasamningur féla gsins og stefnda . A bar fyrir Félagsdómi að við undirritun ráðningarsamningsins hafi verið gefið til kynna að síðar yrði auðvelt að breyta til vísun samningsins til stéttarfé lag s í samræmi við vilja hennar . Framlögð t ölvupóstsamskipti milli hennar og yfirma nn s á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins styðja þá staðhæfingu hennar að hún hafi frá upphafi óskað eftir því að eiga áfram aðild að stefnanda og að kjör hennar tækju mið af kjarasamningi stéttarfélagsins við stefnda. Í framburði forsvarsmanns stefnanda fyrir Félagsdómi kom fram að hún teldi nokkurn mun vera á launakjörum sem starfsmaðurinn myndi njóta samkvæmt kjarasamningum stefnanda og réttargæslustefnda, sem og að þess mætti vænta að starfsmaðurinn nyti hærra launa samkvæmt kjarasamningi stefnanda. 29 St efndi telur að starfsmanninum sé frjálst að eiga aðild að stefnanda, en að kjör hennar skuli engu að síður taka mið af kjarasamningi réttargæslustefnda og að vinnuveitanda 7 beri að greiða iðgjöld til þess stéttarfélags. Þ ví til stuðnings er einkum vísað til þess að réttargæslustefndi sé eina stéttarfélagið sem hafi rétt til samningsgerðar við stefnda vegna starfa skrifstofustjóra hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 94/1986. Stefnandi telur aftur á móti tvo jafngilda kjarasamnin ga taka til starfsins og starfsmanninn hafa val um hvaða stéttarfélagi hún vil ji eiga aðild að, sbr. 74. gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu . 30 Til þess er að líta að stéttarfélög starfsmanna ríkis og sveitarfélaga eða samtök slíkra félaga fara með fyrirsvar félagsmanna sinna um gerð kjarasamninga , sbr. 4 gr. laga nr. 94/1986 , og til hliðsjónar 1. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur . Talið hefur verið að megininntak réttar manna til aðildar að stéttarfélögum sé að þau fari með samningsfyrirsvar við kjarasamningsgerð, sbr. meðal annars dóma Félagsdóms 6. apríl 2006 í máli nr. 1/2006 og 17. júlí 2015 í máli nr. 3/2015. Þá leiðir af 74. gr. stjórnarskrárinnar , sbr. 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu , að starfsmenn eiga rétt til að ganga í stéttarfélög að eigin vild til verndar hagsmunum sínum en eru þó háðir málefnalegum skilyrðum um inngöngu í slík félög . 31 Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 94/1986 er gert ráð fyrir því að almennt hafi eitt stéttarfélag rétt til samningsgerðar við sama vinnuveitanda fyrir sömu starfsstétt. Þannig gildir að jafnaði einn kjarasamningur um laun og önnur kjör þeirra sem sinna sams konar starfi hjá tilteknum v innuveitanda. Frá þessu eru frávik og að virtum ákvæðum laganna er ekki útilokað að samningssvið mismunandi stéttarfélaga geti skarast þannig að fleiri en einn kjarasamningur geti gilt um sama starfið. Talið hefur verið að þegar til staðar eru tveir jafngi ldir kjarasamningar við tvö stéttarfélög um sömu störf hafi vinnuveitandinn ekki forræði á því hvor kjarasamningurinn gildi, sbr. til hliðsjónar dóma Félagsdóms 17. júlí 2015 í máli nr. 3/2015 , 6. apríl 2006 í máli nr. 1/2006 og 15. desember 2023 í máli nr . 10/2023 . Þessu til stuðnings hefur dómstóllinn meðal annars vísað til réttar manna til að ganga í stéttarfélög að eigin vild og til þess að megininntak aðildar að stéttarfélögum sé samningsfyrirsvar félaganna við kjarasamningsgerð, sbr. 74. gr. stjórnars krárinnar og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. 32 Fyrir liggur að bæði stefnandi og réttargæslustefndi hafa gert kjarasamning við fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins , en ganga verður út frá því að kjarasamningarnir sé u í báðum tilvikum gerðir á g rundvelli fyrirsvars stéttarfélaganna samkvæmt 4. gr. laga nr. 94/1986. Aðild að stéttarfélögunum er ekki bundin við tiltekna starfsstétt eða starfsgrein. Samkvæmt 4. grein laga stefnanda geta félagsmenn verið þeir sem lokið hafa eða eru í háskólanámi eða sambærilegu námi og þau sem gegna sérfræðistörfum sem krefjast þekkingar sem alla jafnan er á háskólastigi. A ðild að réttargæslustefnda er ekki háð tiltekinni menntun, en samkvæmt 3. grei n laga félagsins eiga meðal annars rétt til inngöngu þeir sem starfa hjá stofnunum í almannaþágu og þeir sem starfa í þjónustu ríkisins en eiga ekki aðild að öðru stéttarfélagi sem fer með samningsaðild fyrir viðkomandi starfsmann. 8 33 Samkvæmt framangreindu starfa félagsmenn beggja stéttarfélaga á fjölbreyttum vettvangi og eru þeir kjarasamningar sem um ræðir ekki bundnir við tiltekna starfsstétt. Geta kjarasamningarnir þvert á móti tekið til fjölda starfsstétta og starfsmanna sem starfa á ýmsum sviðum. Þá er samkvæmt hæfniskröfum í auglýsingu um hið umþrætta starf gert ráð fyrir því að umsækjendur með ólíka menntun geti sinnt starfinu . Er því hvorki unnt að líta svo á að stefn di hafi samið sérstaklega við stefnanda né réttargæslustefnda um kjör skrifstofustjó ra hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Eru atvik að þessu leyti frábrugðin þeim sem voru til skoðunar í dómi Félagsdóms í máli nr. 10/2023, en þar hafði stefndi samið sérstaklega við Lyfjafræðingafélag Íslands sem fagfélag, sbr. 3. tölulið 5. gr. laga nr . 94/1986, um kjör lyfjafræðinga sem starfa hjá íslenska ríkinu og var samningurinn bundinn við þá starfsstétt , sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 94/1986 . 34 Eins og atvikum er háttað hefur fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins gert kjarasamninga við tvö stéttarfélög sem geta tekið til starfs skrifstofustjóra hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Að virtum stjórnarskrárvörðum rétti manna til að ganga í stéttarfélag að eigin vild , sem og því grundvallarhlutverki stéttarfélaga að fara með samningsfyrirsvar við kjarasamningsgerð , hefur vinnuveitandi við þessar aðstæður ekki forræði á því hvor kjarasamningurinn skuli gilda. Geta hvorki ákvæði í ráðningarsamningi né röksemdir stefnda um skipulag vinnumarkaðar staðið samningsaðild stefnanda í vegi, sbr. til hlið sjónar dóm a Félagsdóms 14. júlí 1995 í máli nr. 16/1995, 27. júní 1997 í máli nr. 9/1997, 12. júlí 2004 í máli nr. 2/2004 , 6. apríl 2006 í máli nr. 1/2006 og 30. maí 2013 í máli nr. 4/2013 . 35 Að framangreindu virtu verður fallist á fyrri kröfu stefnanda og v iðurkennt að hann fari með samningsaðild fyrir starfsmanninn við gerð kjarasamninga vegna starfs hennar sem skrifstofustjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 36 Vegna síðari kröfu stefnanda er til þess að líta að starfsmaðurinn átti aðild að st efnanda þegar hún hóf störf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 1. desember 2022 . Leggja verður til grundvallar að hún hafi frá upphafi lýst vilja sínum til að eiga áfram aðild að stefnanda og ekki gerst félagsmaður í réttargæslustefnda þótt tilgreint hafi verið í ráðningarsamningi að kjör hennar færu eftir kjarasamningi réttargæslustefnda og stefnda. Að þessu virtu verður fallist á kröfu stefnanda um viðurkenningu á að um kjör starfsmannsins hafi frá ráðningu farið samkvæmt kjarasamning i stefnanda og stefnda, sbr. jafnframt til hliðsjónar dóma Félagsdóms 6. apríl 2006 í máli nr. 1/2006 og 16. maí 2007 í máli nr. 1/2007. Það fellur ekki i nnan valdsviðs Félagsdóms að dæma um ráðningarkjör eða ráðningarsamninga , sem starfsmaður semur um við vinnuveitanda sinn , sbr. 26. gr. laga nr. 94/1986, og geta álitaefni af þeim toga ekki staðið samningsaðild stefnanda vegna starfsmannsins í vegi , sbr. 1. mgr. 1. gr. og 1. mgr. 4. gr. sömu laga. 9 37 Að virtum úrslitum málsins verður stefnda gert að greiða s tefnanda málskostnað eins og í dómsorði greinir. Málskostnaður á milli réttargæslustefnda og stefnanda fellur niður. Dómsorð: Viðurkennt er að stefnandi, Viska stéttarfélag, fari með samningsaðild fyrir A við gerð kjarasamninga vegna starfs hennar sem skrifstofustjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Viðurkennt er að kjarasamningur stefnanda og fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins frá 1. apríl 2019 , með síðari breytingum, skuli gilda um laun og kjör A frá og með 1. desember 2022. Stefndi , íslenska ríkið vegna Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, greiði stefnanda 6 00.000 krónur í málskostnað. Málskostnaður milli réttargæslustefnda, Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu, og stefnanda fellur niður.