1 Ár 2010 , mánudaginn 21. mars , var í Félagsdómi í málinu nr. 8 /2010 . Dýralæknafélag Íslands gegn íslenska ríkinu kveðinn upp svofelldur D Ó M U R: Mál þetta var dóm tekið að loknum munnlegum málflutningi 28. febrúar sl. Málið dæma Eggert Óskarsson, Gylfi Knudsen, Kristjana Jónsdóttir, Inga Björg Hjaltadóttir og Magnús Ingi Erlingsson. Stefnandi er Dýralæknafélag Íslands, Skólavörðustíg 35, 101 Reykjavík. Stefndi er íslenska ríkið , Arnarhvoli, Reykjavík. Dómkrö fur stefnanda Stefnandi gerir þær dómkröfur að viðurkennt verði a ð grein 1.6 um álagsgreiðslur - vaktaálag og 2. kafli um vinnutíma í kjarasamningi Dýralæknafélags Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, dagsettur 28. febrúar 2005, sem framlengdur va r þann 28. júní 2008 til 31. mars 2009, gildi um héraðsdýralækna frá 1. janúar 2006. Til vara krefst stefnandi þess að viðurkennt verði að um greiðslur og fyrirkomulag vaktaþjónustu dýralækna samkvæmt 12. gr. laga nr. 66/1998 , fari samkvæmt samningi Dýral æknafélags Íslands og landbúnaðar - og fjármálaráðuneytisins, dagsettu m 23. ágúst 1999, þar til nýr samningur um vaktþjónustu tekur gildi. Að stefnanda verði dæmdur málskostnaður úr hendi stefnda samkvæmt mati réttarins og að við málskostnaðarákvörðun verð i gætt að skyldu stefnanda til að greiða virðisaukaskatt af þóknun lögmanns síns. Dómkröfur stefnda Þ ess er krafist að stefndi verði sýknaður af öllum dómkröfum stefnanda. Krafist er málskostnaðar samkvæmt mati réttarins. 2 Með úrskurði Félagsdóms , up pkveðnum 8. júní 2010 , var hafnað kröfu stefnda um frávísun mál s ins. Sá úrskurður var staðfestur með dómi Hæstaréttar 13. ágúst 2010 í máli nr. 383/2010. Málavextir Málavextir eru þeir að stefnandi gerði samning um vaktaþjónustu (hér eftir nefndur vaktþj ónustusamningur) við landbúnaðar - og fjármálaráðuneytið í ágúst 1999. Vaktþjónustusamningurinn var gerður samkvæmt fyrirmælum í IV. kafla laga nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr (dýralæknalög) sem fjallar um skipan héraðsdýralæknisumdæ ma. Í 12. gr. laganna er mælt fyrir um að landið skuli skiptast í ákveðin vaktsvæði og að skipulagðar skuli vaktir í samráði við starfandi dýralækna innan hvers vaktsvæðis þannig að dýralæknir sé þar jafnan á vakt. Þá segir að fyrir vaktþjónustuna skuli gr eiða samkvæmt samningi stefnanda við landbúnaðar - og fjármálaráðuneytið. Þegar umræddur vaktþjónustusamningur var gerður voru héraðsdýralæknar undir kjaranefnd. Í úrskurði nefndarinnar frá 16. nóvember 1999 er fjallað um hvernig laun og önnur starfskjör h éraðsdýralækna skuli vera frá 1. desember 1999. Í 2. tl. IV. kafla úrskurðarins segir að fyrir vaktþjónustu skuli greiðast samkvæmt samningi stefnanda við landbúnaðar - og fjármálaráðuneytið, sbr. 12. gr. laga nr. 66/1998 . Taldi kjarnefnd að hér væri um að ræða undantekningu frá því hlutverki kjaranefndar að ákveða heildarlaun fyrir aðalstarf embættismanna. Kjarasamningur var undirritaður á milli stefnanda og ríkisins þann 28. febrúar 2005 með gildistíma frá 1. febrúar 2005 til 30. apríl 2008. Samkomulag um breytingar og framlengingu á þeim kjarasamningi var undirritað milli aðila þann 28. júní 200 8 þar sem gildandi kjarasamningur var fra mlengdur til 31. mars 2 009. Umræddir kjarasamningar voru undirritaður af sameiginlegri samninganefnd 24 aðildarfélaga BHM. Héraðsdýralæknar féllu utan ákvörðunarvalds kjaranefnd ar frá 1. janúar 2006. Stefnandi heldur því fram að eftir það hafi þeir fengið greidd laun sín samkvæmt kjarasamningi aðila nema hvað varðar b akvakta greiðslurnar en þær hafi áfram verið greiddar samkv æmt vaktþjónustu samningnum frá 1999. Þá hafi ekki verið farið eftir 2. kafla kjarasamningsins hvað varðar bakvaktarfrí o . fl. til handa héraðsdýralæknum. Vaktþjónustusamningnum var sagt upp í lok ágúst 2009 og tók sú uppsögn gildi 1. janúar 2010. S tefn andi kveður stöðuna í dag vera þá að stefnandi sé með lausan kj arasamning við ríkið og þá hafi ekki verið samið að nýju um vaktþjónustu héraðsdýralækna í samræmi við ákvæði dýralæknalaga þar um. Félagsmönnum stefnanda , sem sinni bakvaktarþjó nustu samkvæmt dýralæknalögum sé í dag greitt samkvæmt einhliða 3 ákvörðun rí kisins um greiðslu sem hvorki sé í samræmi við kjarasamning né vaktþjónustusamning aðila. Stefndi heldur því hins vegar fram að eftir 1. janúar 2010 hafi stefndi greitt í samræmi við þann vaktþjó nustusamning sem í gildi var áðu r milli aðila, eins og haldið sé fr am, en frá og með sama tíma hafi verið felldar niður vísitöluhækkanir sem þá áttu að koma til framkvæmda samkvæmt fyrri samning i. Málsástæður stefnanda og lagarök Stefnandi byggir á þv í að mál þetta lúti dómsvaldi Félagsdóms á grundvelli 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Um aðild íslenska ríkisins til varnar vísar stefnandi til þess að samningsaðili Dýralæknafélags Íslands sé annars vegar fjármálaráðherra , f.h. ríkissjóðs vegna kjarasamningsins , og hins vegar landbúnaðar - og fjármálaráðuneytið , vegna vaktþjónustusamningsins. Með kröfum sínum kveðst stefnandi vera að leitast við að fá úr því skorið hvaða kjara samnings ákvæði eigi að legg ja til grundvallar greiðslum og starfskjörum vegna bakvakta sem félagsmenn stefnanda sinna fyrir stefnda samkvæmt dýralæknalögum. Stefnand i byggir aðalkröfu sína á því að hinn 1. febrúar 2005 hafi komist á bindandi kjarasamningur á milli stefnanda annars vegar og ríkisins hins vegar. Með samkomulagi milli aðila , dagsett u 28. júní 2008 , hafi kjarasamningurinn verið framlengdur til 31. mars 2009. Stefnandi telur að um laun og laun a kjör héraðsdýralækna gildi ofangreindur kjarasamningur félagsins við ríkið fr á því að þeir voru teknir undan kjaranefnd þann 1. janúar 2006 , þ.m.t . grein 1.6 og kafli 2 í kjarasamningi aðila. Stefnan di bendi á að kjarasamningur sé sk riflegur samningur sem gerður sé milli stéttarfélags annars vegar og atvinnurekanda h ins vegar um k aup og kjör og nái til a llra þeirra launamanna sem vinni á félagssviði stéttarfélags. Kjarasamningur kveði á um lágmarkskjör, sbr. 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldut ryggingu lífeyrisréttinda. Þá sé í 24. gr. laga nr. 94/1986 um kja rasamninga opinberra starfs manna mælt fyrir um það að ákvæði í ráðningarsamningi sé ógilt ef það brjóti í bága við kjarasa mning þann sem um starfið gildi, starfsmanni í óh ag. Eftir að kjarasamningi hafi verið sagt upp þá gildi hann samt sem áður áfram í sa mskiptum aðila þar til nýr kjarasamningur hefur verið gerður , sbr. 2. mgr. 12 . gr. fyrrnefndra laga um kjara samninga opinberra starfsmanna. Við það að héraðsdýralæknar voru teknir undan kjaranefnd þann 1. janúar 2006, ákveð i st laun þeirra og launakjör eft ir gildandi kjarasamningi stefnanda og ríkisins hverju sinni, sbr. 9. og 47. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Því hafi laun þeirra og launakjör öll átt að miðast við þann kjarasamning frá 1. janúa r 2006. Í kjarasamningi aði la sé m.a. samið um álagsgreiðslur - vaktaálag , sbr. 4 grein 1.6 , og um vinnutíma , sbr. 2. kafla. Í gr. 2. 5 í 2. kafla kjarasamningsins sé sérstaklega fjallað um bakvaktir og bakvaktarfrí. Stefnandi telji, í ljósi þess að vaktþ jónustusamningurinn samkvæmt 12 . gr. dýralæknalaga, fjalli um sömu atriði og kjarasamningur aðila, hefði verið nauðsynlegt að skoða umræddan vaktþjónustusamning þegar í byrjun árs 2006 og aðlaga hann að gildandi kjarasamningi héraðsdýralækna en það hafi ekki verið gert af hálfu ríkisins . Stefnandi telji að skýra verði kjarasam n inginn í samræmi við meginreglu samninga - og vinnuréttar og að efna beri hann í samræmi við bein og skýr ákvæði hans, m.a. þannig að ákvæði hans um álagsgreiðslur - vaktaálag , sbr. gr. 1.6 , og um vinnutíma , sbr. 2. kafla , gildi um héraðsdýralækna eins og um aðra félagsmenn stefnanda sem séu í ráðningarsambandi við ríkið. Stefnandi bendi á að kjarasamningur aðila sé undirritaður af hálfu stefnda án nokkurs fyrirvara sem takmarkað geti gildissvið hans gagnvart félags mönnum stefnanda vegna einstakra hluta hans. Þá hafi það staðið stefnda nær við lagabreytinguna 2005 að gera fyrirvara vegna bakvaktaþjónustunnar ef stefndi teldi að kjarasamningur aðila ætti ekki að gilda að öllu leyti um kaup og starfskjör héraðsdýralækn a. Það hafi ekki verið gert og beri ríkið því sönnunarbyrði fyrir því að um laun og starfskjör þessara félagsmanna stefnanda vegna bakvaktaþjónustu gildi eitthvað annað en kjarasamningur aðila segi til um. Þá bendir stefnandi einnig á að samkvæmt almennum lögskýringarreglum hafi nýrri samningar gildi fram yfir eldri. Þá bendi stefnandi á að kjörin samkvæmt vaktþjónustusamningnum séu mun lakari en samkvæmt kjarasamningnum og að það standist ekki að í gildi sé samnin gur sem mæli til um kjör sem séu undir lá gmarkskjörum kjarasamnings. Stefnandi byggi á því að félaginu sé nauðsynlegt að fá fram staðfestingu á því hvort grein 1.6 um álagsgreiðslur - vaktaálag og 2. kafli um vinnutíma í kjarasamningi aðila gildi um hér aðsdýralækna eða ekki. Staðan sé sú að stefnd i v irði ekki ákvæði kjarasamningsins um bakvaktaþjónustu þessara félagsmanna stefnan da og ljóst sé að með málsaðilum sé ágreiningur um túlkun samningsins að þessu leyti. Stefnandi byggi varakröfu sína á því að vaktþjónustusamningurinn frá 1999 sé ígildi kjarasamnings. Eftir að uppsögn samningsins tók gildi þann 1. janúar 2010 og þar til nýr samningur verði gerður gildi ákvæði eldri samnings um greiðslur fyrir vaktaþjónustu. Stefnandi bendi á að um ígildi kjarasa mnings sé að ræða þegar málum sé skipað me ð ákveðnum hætti á vinnumarkaði, s.s . með mi ðlunartillögu og lögum sem hafi sömu áhrif og hefðbundinn kjarasamningur. Um túlkun slíkra samninga fari þá eftir sömu reglum og um túlkun kjarasamninga. Stefnandi telji ótvírætt að u mræddur vaktþjónustusamning ur sé ígildi kjarasamnings varðandi þennan þátt launa og starfskjara h éraðsdýralækna. Um 5 samninginn sé mælt fyr ir í lögum. Samningurinn fjalli um hefðbundin atriði k jarasamnings og kjaradómur hafi, á sí num tíma , talið þarna vera um undantekningu að ræða fr á því að dómurinn úrskurðaði um heildarlaunakjör embæ ttismanna. Um samninginn gildi því sú regla, sem gildi almennt um kjarasamninga, að eftir að honu m h a f i verið sagt upp þá gildi hann áfram í samskiptum aðila þar til nýr samningur á grund velli 12. gr. dý ralæknalaga komist á. Málsókn sína styður stefnandi við lög nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, sbr. einnig lög nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sem og meginreglur vin nuréttar og samningaréttar um skuldbindingargildi samninga. Krafa um málskostnað styðst við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Krafa um virðisaukaskatt af málflutningsþóknun sé reist á lögum nr. 50/1988. Málsástæður stefnda og la garök Aðalkrafa stefnanda sé að viðurkennt verði að grein 1.6 um álagsgreiðslur - vaktaálag og 2. kafli um vinnutíma í kjarasamningi Dýralæknafélags Íslands og fjármálaraðherra f.h. ríkissjóðs gildi um héraðsdýralækna frá 1. janúar 2006. Stefnandi byggi þ á kröfu sína á því að hinn 1 . febrúar 2005 hafi komist á bindandi kjarasamningur milli stefnanda annars vegar og ríkisins hins vegar. Með samkomulagi aðila , dagsett u 28. júní 2008 , hafi kjarasamningurinn verið framlengdur með gildistíma frá 1. júní 2008 ti l 31. mars 2009. Stefnandi telur að um laun og launakjör héraðsdýralækna gildi ofangreindur kjarasamningur félagsins við ríkið frá því að þeir voru teknir undan kjaranefnd þann 1. janúar 2006, þ.m.t. grein 1.6 og kafli 2 í kjarasamningi aðila. Við það að h éraðsdýralæknar voru teknir undan kjaranefnd 1. janúar 2006 ákveðist laun þeirra og launakjör eftir gildandi kjarasamningi stefnanda og ríkisins hverju sinni, sbr. 9. og 47. gr. laga nr. 70/1996. Því hafi laun þeirra og launakjör átt að miðast við þann kja rasamning frá 1. janúar 2006. Stefndi mótmælir þessum skilningi stefnanda alfarið. Í 2. mgr. 12. gr., laga nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr segir að héraðsdýralæknar skuli skipuleggja vaktir í samr áði við starfandi dýralækna innan sinna vaktsvæða þannig að dýralæknir sé þ ar jafnan á vakt og auðvelt sé að afla vitneskju um hvaða dýralæknir sé á vakt hverju sinni. Samkvæmt 5. mgr. 12. gr. greiðist fyrir vaktþjónustuna samkvæmt samningi Dýralæknafélags Í slands við landbúnaðar - og fjárm álaráðuneyti. Því sé ljóst að ekki eigi að greiða fyrir vaktþjónustuna eftir kjarasamningi Dýralæknafélags Íslands við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Aðalstarf þeirra dýralækna sem sinna vaktþjónustunni sé ýmist hjá 6 ríkinu, sveitarfélögum eða þeir starf a sjálfstætt. Þeir dýralæknar sem starfa hjá ríkinu eða sveitarfélögum og sinna auk þess ofangreindri vaktþjónustu fá i greidd laun fyrir aðalstarf sitt eftir kjarasamningi Dýralæknafélags Í slands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs eða kjarasamningi Dýralæ knafélags Í slands og launanefndar sveitarfélaga. Fyrir vaktþjónustuna fá i þeir greitt samkvæmt ofangreindum samningi við landbúnaðar - og fjárm á laráðuneyti um vaktþjónustu. Ofangreind vaktþjónusta sé ekki hluti af aðalstarfi þeirra enda sé sérstaklega kveði ð á um hana í fyrrgreindum lögum nr. 66/1998 og sérstaklega tekið fram í lögunum að greitt sé fyrir hana samkvæmt sérstökum samningi. Sjálfstætt starfandi dýralæknar, sem sinna vaktþjónustu til jafns við aðra dýralækna, fá i einnig greitt fyrir vaktþjónustu na samkvæmt ofangreindum samningi. Samningurinn um vaktþjónustuna sé því sjálfstæður samningur fyrir þjónustu dýralækna sem sé ekki hluti af aðalstarfi þeirra. Hann sé því ótengdur áðurnefndum Dýralæknisfélag Íslands og fjármálaráðherra. Samningurinn um va ktþjónustuna fjalli eingöngu um greiðslufyrirkomulag, þ.e. hvernig greitt sé fyrir vaktirnar án tillits til hvar dýralæknarnir starfa. Því sé mótmælt sem fram kemur í stefnu að í 2. tl. IV. kafla úrskurðar kjaranefndar frá 16. nóvember 1999 komi fram að h ér sé um að ræða undantekningu frá því hlutverki kjaranefndar að ákveða heildarlaun fyrir aðalstarf embættismanna. Þetta komi ekki fram í 2. tl. IV. kafla úrskurðarins og ekki verði séð að þetta komi fram annars staðar í honum. Stefnandi geri til vara krö fu um að viðurkennt verði að um greiðslur og fyrirkomulag vaktaþjónustu héraðsdýralækna fari samkvæmt samningi Dýralæknafélags Íslands og landbúnaðar - og fjármálaráðuneytis, dagsettum 23. ágúst 1999, þar til nýr samningur um vaktþjónustu taki gildi. Hann byggir varakröfu sína á því að vaktþjónustusamningurinn frá 1999 sé ígildi kjarasamnings. Eftir að uppsögn samningsins tók gildi þann 1. janúar 2010 og þar til nýr samningur sé gerður gildi ákvæði eldri samnings um greiðslur fyrir vaktþjónustu. Því sé mót mælt að vaktþjónustusamningurinn frá 1999 sé ígildi kjarasamnings. Eins og áður hafi komið fram byggir hann á lögum nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr og sé kveðið á um í 5. mgr. 12. gr. laganna að fyrir vaktþjónustuna greiðist samkvæm t samningi Dýralæknafélags Íslands við landbúnaðar - og fjármálaráðherra. Hann fjalli því um greiðslufyrirkomulag, þ.e. hvernig greitt sé fyrir vaktir samkvæmt lögum nr. 66/1998. Þá skuli tekið fram að samningurinn um vaktþjónustuna taki ekki bara til launþ ega heldur einnig til sjálfstætt starfandi dýralækna. Með vísan til ofangreinds geti samningurinn ekki talist vera ígildi kjarasamnings. Samkvæmt ofangreindu beri því að sýkna stefnda af öllum dómkröfum stefnanda. 7 Niðurstaða Samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, dæmir Félagsdómur m.a. í málum sem rísa á milli samningsaðila um ágreining um skilning á kjarasamningi eða gildi hans. Stefnandi í máli þessu er stéttarfélag samkvæmt greindum lögum nr. 94/ 1986. Í málinu liggur fyrir kjarasamningur á milli málsaðila, sem undirritaður var hinn 28. febrúar 2005 og gilti til 30. apríl 2008. Sá kjarasamningur var framlengdur með breytingum til 31. mars 2009 með samkomulagi, dags. 28. júní 2008. Upplýst hefur ver ið í málinu að kjarasamningar séu lausir, en samkvæmt 2. mgr. 12. gr. laga nr. 94/1986 skal farið eftir síðastgildandi kjarasamnin gi uns nýr kjarasamningur hefur verið gerður. Þá liggur fyrir í málinu samningur, dags. 23. ágúst 1999, á milli stefnanda anna rs vegar og landbúnaðar - greiðslur fyrir vaktþjónustu samkvæmt 12. gr. laga nr. 66/1998, um dýralækna og tók sú ákvörðun gildi hinn 1. janúar 2010. Aðalkrafa stefnanda í máli þessu lýtur að því að viðurkennt verði að tilgreind ákvæði varðandi álagsgreiðslur/vaktaálag og vinnutíma í síðastgildandi kjarasamningi aðila gildi um héraðsdýralækna frá 1. janúar 2006. Héraðsdýralæknar eru starfs menn ríkisins og falla undir lög nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Mælt er fyrir um héraðsdýralækna í fyrrgreindum lögum nr. 66/1998, þar á meðal um starfshlutverk þeirra og starfsumdæmi. Meðal lögmæltra verkefna héraðsdýralækna er vaktþjónusta. Samkvæmt 2. mgr. 11. gr. laga nr. 66/1998 skulu héraðsdýralæknar ráðnir til starfa, sbr. 4. gr. laga nr. 76/2005, um breytingu á ýmsum lögum við stofnun Landbúnaðarstofnunar, er breytti hinu fyrrnefnda lagaákvæði. Áður voru héraðsdýralæknar s kipaðir í embætti sín. Af þessu leiddi og að héraðsdýralæknar voru felldir úr 22. gr. laga nr. 70/1996, sem tilgreinir embættismenn, sbr. 53. gr. laga nr. 76/2005, en þar hafði þeim verið skipað samkvæmt 9. gr. laga nr. 150/1996, um breytingar á sérákvæðum í nokkrum lögum er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Það olli því að héraðsdýralæknar féllu ekki lengur undir ákvörðunarvald kjaranefndar um laun og starfskjör sín, sbr. þágildandi lög nr. 120/1992, um Kjaradóm og kjaranefnd, með síðari brey tingum. Fram er komið að héraðsdýralæknar taka laun samkvæmt kjarasamningi aðila nema hvað varðar bakvaktargreiðslur. Eins og fram er komið voru laun og önnur starfskjör h éraðsdýralækna ákveðin af kjaranefnd uns þeir féllu utan ákvörðunarvalds kjaranefnd ar hinn 1. janúar 2006, svo sem rakið hefur verið. Í ákvörðun kjaranefndar um laun og önnur starfskjör héraðsdýralækna frá 16. nóvember 1999 er tekið fram að fyrir vaktþjónustu greiðist samkvæmt samningi Dýralæknafélags Íslands við landbúnaðar - og fjármála ráðuneyti, sbr. 5. mgr. 12. gr. laga nr. 66/1998. Þar er mælt svo fyrir að fyrir vaktþjónustu 8 greiðist samkvæmt samningi Dýralæknafélags Íslands við landbúnaðar - og fjármálaráðuneyti. Hefur ekki verið hróflað við þeirri skipan þrátt fyrir ýmsar breytingar á lögum nr. 66/1998. Þegar kjaranefnd tók umrædda ákvörðun lá fyrir vaktþjónustusamningur samkvæmt því lagaákvæði frá 23. ágúst 1999, sem tók gildi frá 1. desember 1999. Fyrir liggur að um bakvaktar greiðslur hefur farið samkvæmt þeim samningi síðan, einnig eftir uppsögn stefnda á honum, sem tók gildi 1. janúar 2010, en frá þeim tíma voru vísitöluhækkanir felldar niður. Samningur þessi, sem undirritaður er af Dýralæknafélagi Íslands annars vegar og landbúnaðarráðuneyti og fjármálaráðuneyti hins vegar, kveður á um vaktafyrirkomulag, greiðslur fyrir vaktþjónustu, orlofsfé, verðbreytingar, uppsögn og gildistíma. Að þessu leyti hefur hann á sér yfirbragð og einkenni kjarasamnings, sbr. ákvæði 3., 4., 9., 10. og 12. gr. laga nr. 94/1986. Verður því að telja að um sé að ræða kjarasamning í skilningi þeirra laga og að eftir honum skuli farið um greiðslur fyrir vaktþjónustu uns nýr samningur hefur verið gerður, sbr. 2. mgr. 12. gr. laga nr. 94/1986. Verður stefndi því sýknaður af aðalkröfu stefnanda í málinu, en fal list er á varakröfu hans, eins og nánar greinir í dómsorði. Samkvæmt þessum úrslitum málsins verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda 400.000 krónur í málskostnað. Við ákvörðun málskostnaðar hefur einnig verið litið til niðurstöðu í frávísunarþætti m álsins. D Ó M S O R Ð: Stefndi, íslenska ríkið, skal vera sýkn af aðalkröfu stefnanda, Dýralæknafélags Íslands, í máli þessu. V iðurkennt er að um greiðslur og fyrirkomulag vaktaþjónustu dýralækna samkvæmt 12. gr. laga nr. 66/1998, fari samkvæmt samnin gi Dýralæknafélags Íslands og landbúnaðar - og fjármálaráðuneytisins, dagsettu m 23. ágúst 1999, þar til nýr samningur um vaktþjónustu tekur gildi. Stefndi greiði stefnanda 400.000 krónur í málskostnað. Eggert Óskarsson, Gylfi Knudsen Kristjana Jónsdóttir, Inga Björg Hjaltadóttir Magnús Ingi Erlingsson