FÉLAGSDÓMUR Dómur þriðjud aginn 30 . nóvember 20 2 1 . Mál nr. 9 /202 1 : Alþýðusamband Íslands fyrir hönd VR ( Guðmundur B. Ólafsson lögmaður ) gegn Costco Wholesale Iceland ehf. ( Sigurður Ágústsson lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var tekið til dóms 11. nóvember 2021. Málið dæma Ásgerður Ragnarsdóttir, Ásmundur Helgason , Björn L. Bergsson, Karl Ó. Karlsson og Valgeir Pálsson . Stefnandi er Alþýðusamband Íslands fyrir hönd VR, Borgartúni 6 í Reykjavík. Stefndi er Costco Wholesale Iceland ehf., Borgartúni 26 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 Endanlegar dómkröfur stefnanda eru að viðurkennt verði með dómi að skylt, sjái stefndi þeim ekki fyrir ferðum, að greiða starfsmönnum sínum fyrir ferðir til og frá vinnu í verslun stefnda við Kauptún í Garðabæ, á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki skv. grein 3.4 í kjarasamningi VR og SA, á n tillits til þess hvernig st arfsmenn haga 2 Þá er gerð krafa um að viðurkennt verði með dómi að til þess að koma sér til eða frá vinnu í verslun stefnda við Kauptún á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, sjái stefndi þeim ekki fyrir ferðum, skuli stefndi greiða þeim aksturskostnað skv. gr. 3.6 í kjarasamning 3 Loks gerir stefnandi kröfu um greiðslu málskostnaðar úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnda 4 Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar að mati dómsins. 5 Með úrskurði Félagsdóms 11. október 2021 var frávísunarkröfu stefnda hafnað. Málavextir 6 Stefndi rekur vöruhús og aðra starfsemi í Kauptúni 3 í Garðabæ. Ágreiningur hefur verið milli stefnanda VR og stefnda um greiðslur til starfsmanna vegna ferða til og frá vinnu þegar strætisvagnar ganga ekki. Með bréfi stefnanda til stefnda 7. nóvember 2018 var þess krafist að fyrirtækið greiddi fyrrverandi starfsmanni sínum, sem verið 2 hefði í fullri vinnu í bakaríi þess o g oftast hafið störf klukkan 4.00 að morgni þegar almenningssamgöngur eru ekki í boði, vangoldnar akstursgreiðslur að tiltekinni fjárhæð frá 1. júní til 12. október 2018 í samræmi við ákvæði greina 3.4 og 3.6 í kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins. Í bréfinu var þess jafnframt krafist að fyrirtækið greiddi öðrum starfsmönnum vangoldnar akstursgreiðslur eins og við ætti í hverju tilviki. Erindið mun hafa verið ítrekað í bréfi VR 5. desember 2018 og var því hafnað með bréfi stefnda 18. sama mánaðar. Í b réfi fyrirtækisins er gerð grein fyrir þeirri afstöðu að ákvæði greinar 3.4 í framangreindum kjarasamningi eigi ekki við um þá starfsmenn sem noti eigin bifreið i r til að komast til og frá vinnu. Einungis komi til greina að beita ákvæðinu þegar starfsmaður hafi ekki tök á því að nota eigin bifreið utan aksturstíma strætisvagna og verði því að leita annarra kostnaðarsamari leiða til að komast til og frá vinnu. Í öllu falli verði grein 3.4 í kjarasamningnum ekki skilin á annan hátt en þann, að þar sé átt við a ð vinnuveitandi greiði útlagðan kostnað starfsmannsins veg n a slíkra ferða. Jafnframt eigi grein 3.6 um útreikning ferðakostnaðarnefndar ríkisins ekki við, enda fjalli ákvæðið um notkun starfsmanns á eigin bifreið við starf sitt en ekki um ferðir milli heim ilis og vinnu utan vinnutíma. Þar sem þeir starfsmenn, sem stefnandi vísi til, hafi ekki sýnt fram á raunkostnað af ferðum sínum sé ekki tilefni til að fallast á kröfur þeirra. 7 Með bréfi 18. febrúar 2019 voru kröfur stefnanda á hendur stefnda ítrekaðar og var fyrirtækinu sent innheimtubréf 10. apríl sama ár. Kröfunum var hafnað með bréfi 3. maí 2019. Ítrekunarbréf vegna fjárkrafna tiltekinna starfsmanna stefnda voru send 9. maí 2019 en kröfunum var öllum hafnað 10. sama mánaðar. Málsástæður og lagarö k stefnanda 8 Dómkröfur stefnanda byggjast á því að skýr greiðsluskylda hvíli á vinnuveitendum til greiðslu ferðakostnaðar starfsmanna sinna þegar vinna hefst eða henni lýkur á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki og atvinnurekandi s ér þeim ekki fyrir ferð um. Slík skylda sé óháð því hv ernig starfsmenn komi venjulega til vinnu. Af hálfu stefnanda er vísað til greinar 3.4 í kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins sem mæli fyrir um að ferðir til og frá vinnustað á Stór - Reykjavíkursvæðinu á þeim tíma sem strætisvagnar gangi ekki greiðist af vinnuveitanda. Stefnandi mótmælir því s jónarmiði stefnda að grein 3.4 eigi aðeins við um starfsmenn sem nýti sér strætisvagna að staðaldri til að komast til og frá vinnu en gildi ekki þegar starfsmenn nýti sér eigin bifreiðir. Ákvæðið hafi ekki að geyma slíkt skilyrði fyrir því að réttur til gr eiðslna samkvæmt því stofnist. Beri því að viðurkenna greiðsluskyldu stefnda óháð því hvernig starfsmaður komi st til vinnu að því gefnu að vinnuveitandinn bjóði ekki upp á ferðir til vinnu. Í þessu sambandi vísar stefnandi til dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E - 4913/2017 þar sem reynt hafi á sambærileg sjónarmið. 9 Stefnandi vísar til þess að í grein 3.6 í framangreindum kjarasamningi sé að finna viðmið um það hvernig beri að greiða launþegum aksturskostnað. Viðmiðin gildi þegar starfsmenn nýti bifreið i r við starf sitt þegar ekki sé samið um annað. Þess sé 3 krafist að viðurkennt verði að grein 3.6 í kjarasamningnum eigi við þegar starfsmenn nýti eigin bifreið til ferða til og frá vinnustað á þeim tíma sem strætisvagnar gangi ekki , sbr. ákvæði greinar 3.4 í sama kjarasamningi. Stefnandi bendir á að ekki sé ágreiningur við Samtök atvinnulífsins um túlkun ákvæðisins og hafi af þeirra hálfu verið viðurkennt í orði að greiða beri fyrir slíkar ferðir í samræmi við kröfu stefnanda í þessu máli. Stefndi hafi hins vegar ekki viljað una þeirri niðurstöðu og því sé óhjákvæmilegt að fá efnisdóm um viðurkenningu á túlkun VR á greinum 3.4 og 3.6 í kjarasamning num. 10 Um lagarök vísar stefnandi til laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, laga nr. 28/1930 um greiðs lu verkkaups, laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, meginreglna kröfuréttar og vinnuréttar sem og til kjarasamninga VR og vinnuveitenda og bókanir sem teljast hluti kjarasamninga. Stefnandi byggir málskostnaðarkröfu sína á 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála . Þá er krafist virðisaukaskatts af málskostnaði. Málsástæður og lagarök stefnda 11 Stefndi reisir kröfu sína um sýknu af fyrri dómkröfu stefnanda á því að ákvæði greinar 3.4 í kjarasamningi sé æt lað að tryggja að starfsmenn, sem almennt noti almenningssamgöngur vegna vinnu sinnar, komist til og frá vinnu utan áætlunartíma strætisvagna, án þess að hafa af því viðbótarkostnað. Eigi ákvæðið því ekki við þegar starfsmaður, sem almennt noti eigin bifre ið til slíkra ferða, mætir til vinnu á eigin bifreið áður en áætlunartími strætisvagna hefst eða vinnur svo lengi að heimferð hans frá vinnu er eftir að akstri strætisvagna lýkur. Viðbótarkostnaður hans sé enginn vegna ferðarinnar. Að mati stefnda geti ákv æðið samkvæmt orðanna hljóðan aðeins átt við þegar starfsmaður hefur ekki tök á að komast til eða frá vinnu utan áætlunartíma strætisvagna og verður fyrir kostnaði þess vegna, svo sem með því að taka leigubifreið. Krafa um fortakslausa greiðsluskyldu vegna ferða starfsmanna utan áætlunartíma strætisvagna fái því ekki stoð í ákvæði greinar 3.4 í kjarasamningnum og af þeim sökum beri að sýkna stefnda. Þá mótmælir stefndi því að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E - 4913/2017 hafi fordæmisgildi í þessu mál i. Loks bendir stefndi á að orðalag í fyrri dómkröfu stefnanda um að greiðsluskylda kunni að falla eigi sér ekki stoð í ákvæði greinar 3.4 í kjarasamningnum. Orðalag ið gefi til kynna að vinnuveitandi verði að búa til fyrirsjáanlegt ferðaskipulag og útvega starfsmönnum ferðamáta til vinnu til að komast hjá greiðsluskyldu. Svo rík krafa verði hins vegar ekki gerð til vinnuveitanda. 12 Til stuðnings kröfu sinni um sýknu af seinni kröfu stefnanda vísar stef ndi til þess að samkvæmt grein 3.4 í kjarasamningnum beri vinnuveitanda að greiða fyrir ferðir starfsmanna til og/eða frá vinnustað að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Þar sé ekki kveðið á um fjárhæð greiðslu og því verði að túlka ákvæðið þannig að greiða e igi raunkostnað vegna ferða nema um annað hafi verið samið. Krafa um að greitt sé 4 kílómetragjald Ferðakostnaðarnefndar ríkisins samkvæmt grein 3.6 í kjara samningnum eigi sér enga stoð í ákvæði greinar 3.4 eða öðrum ákvæðum. 13 Stefndi vísar til þess að í grei n 3.6 í kjarasamningnum sé að finna tvo mikilvæga fyrirvara við að um fjárhæð aksturskostnaðar skuli taka mið af ákvörðun f erðakostnaðarnefndar ríkisins um kílómetragjald. Annars vegar segi að greinin eigi einungis við um notkun starfsmanns á eigin bifreið í starfi sínu og hins vegar að vinnuveitanda og starfsmanni sé heimilt að gera samkomulag um annað fyrirkomulag en greiðslu kílómetragjalds. Þá sé skýrlega tekið fram í ákvæðinu að það eigi ekki við þegar starfsmenn noti eigin bifreið við ferðir milli hei milis og vinnustaðar utan vinnutíma. 14 Um lagarök er vísað til meginreglna vinnuréttar, kröfuréttar og viðeigandi kjarasamninga, sem og laga nr. 80/1938 og laga nr. 55/1980. Krafa um málskostnað er studd við 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 1. mgr. 65. gr. o g 69. gr. laga nr. 80/1938. Niðurstaða 15 Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. 16 Aðila greinir á um túlkun á grein 3.4 í kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins og hvort stefnda sé skylt að greiða ferðakostnað starfsmanna sinna þegar vinna hefst eða henni lýkur á þeim tíma sem ekki er unnt að nýta strætisvagna til að komast til og frá vinnu. Óumdeilt er að kjar asamningurinn taki til starfsmanna stefnda. Stefnandi byggir á því að greiðsluskylda stefnda sé óháð því hvernig starfsmenn haga ferðum til og frá vinnustað á öðrum tímum. Stefndi telur aftur á móti að greiðsluskylda sé aðeins til staðar liggi fyrir að viðkomandi starfmaður verði fyrir kostnaði, svo sem þar sem hann noti alm ennt ekki eigin bifreið vegna ferða til og frá vinnu. Ákvæðið sem ber Ferðir til og frá vinnustað á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Seltjarnarnes), á þ eim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, greiðast af vinnuveitanda. 17 Þegar grein 3.4 í kjarasamningnum er skýrð samkvæmt orðanna hljóðan felur hún í sér ótvíræða skyldu vinnuveitanda til að greiða fyrir ferðir starfsmanna til og frá vinnustað á höfuðborgarsv æðinu þegar strætisvagnar ganga ekk i. Ákvæðið er afdráttarlaust og er ekki gerður greinarmunur á því með hvaða hætti starfsmenn ferðast almennt til og frá vinnu . Því síður er greiðsluskylda skilyrt við að viðkomandi starfsmaður hafi í reynd borið kostnað , svo sem vegna ferðar með leigubifreið. Sú túlkun sem stefndi telur að leggja eigi til grundvallar fær þannig ekki stoð í orðalagi ákvæðisins . Þá hafa ekki verið lögð fram gögn sem benda til þess að það hafi verið vilji eða skilningur samningsaðila að túl ka bæri hið umdeilda ákvæði með þeim hætti sem stefndi heldur fram. 5 18 Stefnandi afmarkar dómkröfu sína með þeim hætti að greiðsluskylda samkvæmt grein 3.4 komi aðeins til sjái stefndi starfsmönnum ekki fyrir ferðum til eða frá vinnu á þeim tíma þegar stræti svagnar gang a ekki . D ómkr afa stefnanda fel ur að þessu leyti í sér bindandi yfirlýsingu um túlkun ákvæðisins af hálfu þess stéttarfélags sem á beina aðild að kjarasamningnum . Yfirlýsingin er að mati dómsins samrýmanleg þeim tilgangi ákvæðisins að það skuli koma í hlut atvinnureka nda, en ekki starfsm ann a , að bera kostnað vegna ferða starfsmann a til eða frá vinnu á þeim tíma sólarhrings sem ákvæðið mælir fyrir um. 19 Að framangreindu virtu verður fallist á fyrri dómkröfu stefnanda eins og hún er fram sett . 20 Seinni dómkrafa stefnanda er byggð á því að greiða skuli starfsmönnum sem nota eigin bifreið til þess að komast til eða frá vinnu þegar strætisvagnar ganga ekki aksturskostnað samkvæmt grein 3.6 í fyrrgreindum kjarasamningi, að því gefnu að stefndi sjái þeim ekki fyrir ferðum. svohljóðandi: Noti starfsmenn eigin bifreið við starf sitt skal, ef ekki er samkomulag um annað, höfð viðmiðun af ákvörðun Ferðakostnaðarnefndar ríkisins um k ílómetragjald. Breytingar á taxta þessum verða gefnar út í samræmi við breytingar á taxta hjá opinberum starfsmönnum og öðlast gildi við útgáfu. 21 Áður hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að samkvæmt grein 3.4 í kjarasamningnum hvíli greiðsluskylda á st efnda vegna ferða starfsmanna til og frá vinnu á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki. Í ákvæðinu er aftur á móti ekki mælt fyrir um hvernig skuli ákveða þann kostnað sem vinnuveitand a ber að greiða vegna slíkra ferða. Þá taka önnur ákvæði kjarasamningsins ekki af skarið um þetta atriði. Þar sem kjarasamningurinn hefur ekki að geyma fyrirmæli eða viðmið um hvernig skuli ákveða greiðslur samkvæmt grein 3.4 þarf að beita fyllingu. Stefnandi telur að lí ta skuli til greinar 3.6 og miða við ákvörðun ferðakostnaðarnefndar ríkisins um kílómetragjald , en stefndi hefur mótmælt því. 22 Til þess er að líta að með grein 3.6 sömdu aðilar um að miða skyldi greiðslu starfsmanna sem nota eigin bifreið við starf sitt við ákvörðun ferðakostnaðarnefndar ríkisins um kílómetragjald , en samsvarandi ákvæði er að finna í öðrum kjarasamningum aðildarfélaga ASÍ við Samt ök atvinnulífsins á almennum vinnumarkaði . Varð þannig samkomulag á milli aðila um að þetta viðmið skyldi nýtt þegar ákveðin væri greiðsla til starfsmanna sem nýt a eigin bifreið við starf sitt . Að mati dómsins verður notkun eigin bifreið i r eins og hér háttar til , í því skyni að komast til og frá vinnu þegar strætisvagnar ganga ekki , öldungis jafnað til þe irrar aðstöðu að verið sé að nota bifreið við starf í þágu atvinnurekanda . Að þessu virtu telur dómurinn unnt að skýra grein 3.4 með hliðsjón af grein 3.6 þannig að greiðsla til starfsmanna 6 taki við þessar aðstæður mið af ákvörðun ferðakostnaðarnefndar rík isins um k í lómetragjald , enda hafi ekki verið gert samkomulag um annað . Verður því fallist á síðari dómkröfu stefnanda. 23 Samkvæmt framangreindu er fallist á báðar dómkröfur stefnanda. Að virtum úrslitum málsins og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. sbr. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 80/1938, verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað sem er hæfi lega ákveðinn 600.000 krónur og hefur þá verið tekið tillit til kostnaðar vegna málflutnings um frávísunarkröfu stefnda. Dómsor ð: Viðurkennt er að samkvæmt grein 3.4 í kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins sé stefnda, Costco Wholesale Iceland ehf . , s kylt að greiða starfsmönnum fyrir ferðir til og frá vinnu í verslun stefnda við Kauptún í Garðabæ, á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, án tillits til þess hvernig starfsmenn haga ferðum til og frá vinnu á öðrum tíma , enda sjái stefndi starfsmönnum ek ki fyrir ferðum . Viðurkennt er að noti starfsmenn stefnda eigin bifreið til að komast til eða frá vinnu í verslun stefnda við Kauptún á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki skuli stefndi greiða þeim aksturskostnað samkvæmt grein 3.6 í kjarasamningi VR o g Samtaka atvinnulífsins, enda sjái stefndi þeim ekki fyrir ferðum. Stefndi greiði stefnanda 600.000 krónur í málskostnað. Ásgerður Ragnarsdóttir Ásmundur Helgason Björn L. Bergsson Karl Ó. Karlsson Valgeir Pálsson