FÉLAGSDÓMUR Dómur þriðjudaginn 26. apríl 20 22 . Mál nr. 19 /20 21 : Kennarasamband Íslands vegna Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum ( Gísli G. Hall lögmaður ) gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga ( Anton B. Markússon lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 1. mars sl. Málið dæma Kjartan Bjarni Björgvinsson , Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson , Lára V. Júlíusdóttir og Gísli Gíslason . Stefnandi er Kennarasamband Íslands fyrir hönd Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Borgartúni 30 í Reykjavík . Stefndi er Samband íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að þeir, sem eiga rétt á röðun sem tónlistarskólakennari III samkvæmt skýringu við grein 1.3.1 í kjarasamningi aðila sem gildir frá 1. september 2020, á þeim grundvelli að þeir hafi lokið einleikaraprófi, burtfararprófi frá viðurk enndum tónlistarskóla eða hlotið samsvarandi menntun, eða hafa verið ráðnir í Sinfóníuhljómsveit Íslands eða sambærilegar atvinnuhljómsveitir að undangengnu prufuspili, allt að uppfylltum forsendum sem koma fram í bókun 4 með sama kjarasamningi, eigi rétt á þeirri röðun frá 1. september 2020 og viðbótarlaunum vegna framhaldsmenntunar, samkvæmt grein 1.3.3, fyrir hvert fullt námsár, eins og þar er nánar kveðið á um, þar með talið nám til kennaraprófs, BM prófs, B.Ed. prófs með tónmenntavali. 2 Þá krefst stefna ndi málskostnaðar úr hendi ste fnda. Dómkröfur stefnda 3 Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda . Málavextir 4 Ágreiningur málsins snýr að túlkun gr eina 1.3.1 og 1.3.3 í kjarasamningi milli stefnanda, Félags kennara og stjórnenda í tónlistarsk ólum, og stefnda, Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var 9. desember 2020 og var í gildi á tímabilinu 1. september 2020 til 31. desember 2021. Meginágreiningur aðila virðist 2 annars vegar lúta að því hvaða félagsmenn eigi rétt á röðun í starfsheitið tónlistarskólakennari III samkvæmt skýringarákvæði við grein 1.3.1 í samningnum. Hins vegar snýr ágreiningurinn að því hvort þeir sem eiga rétt á röðun í starfsheitið tónlistarskólakennari III samkvæ mt skýringarákvæðinu eigi jafnframt rétt til viðbótarlauna vegna framhalds menntunar á grundvelli greinar 1.3.3, þar með talið vegna náms til kennaraprófs, BM prófs og B.Ed. prófs með tónmenntavali. 5 Samkvæmt lögum stefnanda , Kennarasambands Íslands, fara f ormenn aðildarfélaga stefnanda með umboð sambandsins gagnvart undirbúningi, gerð og undirritun viðræðuáætlana og kjarasamninga sem tengjast samningssviðinu. Er þá stjórn aðildarfélags jafnframt samninganefnd og formaður félags formaður samninganefndar. Kja rasamninginn sem um ræðir í þessu máli gerði Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (áður ,,Félag tónlistarskólakennara stefnanda við stefnda Samband íslenskra sveitarfélaga 6 Meðal annarra félaga sem gera kjarasamninga fyrir tónlistarskólakennara við stefnda Félag tónlistarskólakennara og FÍH voru um langt skeið í samfloti í kjaraviðræðum og gerðu sameiginlega kjarasamninga við sveitarfélögin. Þannig stóðu félögin sameiginlega að g erð kjarasamnings við stefnda sem undirritaður var 30. maí 2011. Í þeim samningi var að finna ákvæði um röðun í launaflokka tónlistarskólakennara eftir starfsheiti og greiðslu viðbótarlauna vegna framhaldsmenntunar . 7 Í g rein 1.3.1 í framangreindum, sameiginleg um kjarasamning i stéttarfélaganna við stefnda var fjallað um ákveðin starfsheiti tónlistarskólakennara , þeim lýst sem og hvernig tónlistarkennurunum væri raðað í launaflokka eftir starfsheiti. Samkvæmt grein 1.3.1 var tónlistarskólakennari II sá sem ekki hafði lokið framhaldsprófi og raðaðist viðkomandi þá í launaflokk 115. Starfsheitið t ónlistarskólakennari III tók til þess sem lokið hafði framhaldsprófi og tilheyrði viðkomandi þá launaflokki 121. Starfsheitið t ónlistarskólakennari IV náði síðan til þess sem lokið hafði kennaraprófi eða B.Ed . með prófi með tónmenntavali frá KHÍ en af því leiddi að viðkomandi raðaðist í launaflokk 127 . 8 Samkvæmt sérst öku skýringarákvæði við grein 1.3.1 féllu einnig undir starfsheitið tónlistarskólakennari IV þeir sem lokið höfðu einleikaraprófi, burtfararprófi frá viðurkenndum tónlistarskóla eða hlotið samsvarandi menntun . Auk þess heyrðu undir skýringarákvæðið þeir félagsmenn stefnanda sem ráðnir höfðu verið í Sinfóníuhljómsveit Íslands að undangengnu prufusp ili. Raðaðist viðkomandi tónlistarskólakennari þá í launaflokk 127. Starfsheitið tónlistarskólakennari I var hins vegar fellt út úr samningi 2011 þar sem röðun tónlistarskólakennara I og tónlistarskólakennara II var sú sama. 9 Í grein 1.3.3 kjarasamning num v ar síðan fjallað um hvernig framhaldsmenntun þeirra sem féllu undir starfsheitið tónlistarskólakennari IV samkvæmt grein 1.3.1 væri metin 3 til viðbótarlauna . Samkvæmt ákvæðinu raðaðist tónlistarskólakennari IV tveimur launaflokkum ofar en ella f yrir hvert fullt námsár eftir lokapróf fyrir allt að fimm námsár. Með fullu námsári væri átt við nám við viðurkenndan tónlistarháskóla sem svaraði til 30 eininga náms á háskólastigi og væri lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Námið skyldi staðfest af viðkomandi kennslustofnun/kennara. 10 Í grein 1.3.3 sagði síðan að hefði tónlistarskólakennari IV lokið mastersprófi eða sambærilegu prófi í faggrein sinni raðaðist hann fjórum launaflokkum ofar en samkvæmt 1.3.1 . Fyrir hvert viðbótarnámsár umfram masters nám gilti 1. mgr. greinar 1.3.3. Þá sagði þar að ef tónlistarskólakennari hefði lokið doktorsprófi í faggrein sinni raðaðist hann tíu launaflokkum ofar en samkvæmt 1.3.1 . Í ákvæðinu sagði einnig að þessi grein gæfi að hámarki 10 launaflokka . 11 Á 64. fundi sa mstarfsnefndar stefnda og FÍH 4. nóvember 2014 var fjallað um mat á menntun tveggja tónlistarskólakennara og röðun þeirra í launaflokk á grundvelli kjarasamnings stefnda við FÍH. Þar kemur fram að annar kennarinn hafi kennarapróf í rytmískri tónlist frá Tónlistarskóla FÍH árið 2008, rytmískt grunnpróf í rafgítarleik árið 2014. Auk þess sé kennarinn með burtfararpróf á bassa frá Tónlistarskóla FÍH en einnig voru lögð fram staðfest gögn um tveggja ára námsferil kenna rans við Listaháskóla Íslands árin 2008 til 2010. 12 Í fundargerð fundarins er rakið að það sé niðurstaða nefndarinnar að viðkomandi kennari grunnraðist í samkvæmt starfsheitinu tónlistarskólakennari IV í launaflokk 127. Af fundargerðinni verður jafnframt rá ðið að kennarinn sé á grundvelli burtfara r prófs frá Tónlistarskóla FÍH metinn til hækkunar um tvo launaflokka. F ramhaldsnám kennararans í tvö námsár hjá Listaháskóla Íslands sé aftur á móti metið til fjögurra launaflokka. Lokaröðun kennarans sé því launafl okkur 133. 13 Aðilar þessa máls gerðu samkomulag 25. nóvember 2014 um að breyta k jarasamning num frá 30. maí 2011 og framlengja hann . Í samkomulaginu, sem gilti frá 1. nóvember 2014 til 31. október 2015 var starfsheitum tónlistarskólakennara í grein 1.3.1 bre ytt á þann veg að tónlistarskólakennurum var raðað í starfsheiti tónlistarskólakennara I, II og III í stað II, III og IV. Í þessu fólst þó engin efnisleg breyting þar sem samkvæmt kjarasamningnum var enginn í flokki I. 14 Með samkomulaginu var þó útvíkkuð skilgreining þess hverjir féllu undir starfsheitið tónlistarskólakenna ri III (áður tónlistarskólakennari IV) . Í breytingunni fólst að tónlistarskólakennari III tók frá 2014 til þess sem hafði ,, lokið kennaraprófi, BM prófi, B.Ed. prófi með tónmenntavali eð a sambærilegu 180 ECTS eininga háskólanámi í . Fyrir breytinguna var ákvæðið orðað á þann veg að það tók aðeins til þess sem sem lokið hafði kennaraprófi eða B.Ed. með prófi með tónmenntavali frá KHÍ . Mun breytingin hafa átt rót að rekja til að t ekið hafði verið upp samræmt evrópskt einingakerfi í háskólum með svonefndum ECTS einingum . Sem fyrr raðaðist tónlistarskólakennari III í launaflokk 12 7 samkvæmt grein 1.3.1 . 4 15 Í skýringarákvæði samningsins var áfram tekið fram að þeir sem lokið hefðu einle ikaraprófi, burtfararprófi frá viðurkenndum tónlistarskóla eða hlotið samsvarandi menntun röðuðust einnig sem tónlistarskólakennari III, og einnig þær sem ráðnir hefðu verið í Sinfóníuhljómsveit Íslands að undangengnu prufuspili. Við skýringarákvæðið var h ins vegar bætt við nýju m málslið um að þessi skýring gilti um lokapróf sem tekin voru fyrir stofnun tónlistardeildar Listaháskóla Íslands haustið 2001. 16 Stefndi og FÍH undirrituðu nýjan kjarasamning 16. febrúar 2016 sem gilti frá 1. ágúst 2015 til 31. mars 2019. Fyrsti málsliður skýringarákvæði sins við grein 1.3.1 hélst óbreytt ur í þeim samningi . Ö ðrum málsliðum ákvæðisins var hins vegar breytt á þann veg að þeir sem ráðnir höfðu verið í sambærilegar atvinnuhljómsveitir og Sinfóníuhljómsveit Íslands röðuðust einnig sem tónlistarskólakennari III í launaflokki 127 . Í kjarasamningi stefnda og FÍH var hins vegar ekki skeytt við þeirri takmörkun sem var í samnin gi stefnanda við stefnda um að skýringin gilti um lokapróf sem tekin voru fyrir stofnun tónlistardeildar Listaháskóla Íslands haustið 2001 . 17 Eftir að gildistími samkomulags aðila þess a máls frá 25. nóvember 2014 rann sitt skeið náðu aðila r ekki saman um ný tt samkomulag fyrr en ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu 31. janúar 2017 um að samkomulagi ð yrði framlengt til 31. mars 2018 með ákveðnum breytingum. Aðilar samþykktu þessa tillögu sem öðlaðist við það stöðu kjarasamnings. Greinar 1.3.1 og 1.3.3 héldust óbreyttar , þar með talið lokamálsliður skýringarákvæðisins við grein 1.3.1 um að ákvæðið sem tekin voru fyrir stofnun tónlistardeildar Listaháskóla Íslands haustið 2001 . 18 Samkvæmt framangreindu voru skýringar ákvæði í kjarasamningum stefnanda og FÍH við stefnda frá og með 2014 ekki lengur samhljóða um mat á einleikaraprófi, burtfararprófi eða samsvarandi menntun , svo og ráðningu í Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem skýringin í þágildandi kjarasamningi Félags tónlistarsk ólakennara við stefnda tók einungis til lokapróf a eða ákvarðana um ráðningu í Sinfóníuhljómsveitina sem áttu sér stað fyrir haustið 2001 . Engin slík takmörkun var hins vegar í kjarasamningi stefnda og FÍH. 19 Á 72. fundi samstarfsnefndar stefnda og Félags tó nlistarskólakennara þann 19. september 2018 náðu aðilar saman um að framlengja fyrri kjarasamning til og með 30. júní 2019 án þess að hróflað væri við greinum 1.3.1 eða 1.3.3. 20 Af gögnum málsins verður ráðið að haustið 2018 hafi þess orðið vart að tónlistarkennurum í Félagi tónlistarskólakennara og FÍH væri ekki raðað í starfsheiti á sömu forsendum. Í tölvupóstsamskiptum frá 2. október 2018 kemur fram að A skólastjóri Tónlistarsk óla Rangæinga hafi sent fyrirspurnir til B , sérfræðings hjá kjarasviði stefnda, vegna þess að henni hafði verið gert að raða tónlistarkennurum með sams konar menntun í mismunandi í starfsheiti . Af samskiptunum verður ráðið að þessi munur hafi ráðist af því að röðun í starfsheiti vegna menntunar , eins og t.d. 5 burtfararprófs, sem lokið var eftir haustið 2001 væri mismunandi eftir hvort viðkomandi tæki laun eftir kjarasamningi Félags tónlistarskólakennara eða FÍ H . 21 Í einum tölvupósta A til B kemur fram að hún muni eiga fund með skólanefnd tónlistarskólans 9. október 2018 þar sem hún muni óska eftir að setja alla tónlistarskólakennara hjá sér með burtfararpróf eða kennaramentun í star f sheitið tónlistarskólakennari III, svo framarlega sem hún verði komin með svö r og staðfestingu frá stefnda. Með því myndi málið leysast þannig að henni þætt i gætt jafnræðis milli kennara í skólanum. 22 Í öðrum tölvupósti A til B síðar sama dag kemur fram að ef burtfararpróf/framhaldspróf dugi til að raðast í starfsheitið tónlistarskólakennari III þá séu það auðvitað miklar breytingar. Þá varpaði A einnig fram þeirri spurningu hvar slík niðurstaða setti fólk sem hefði lokið burtfararprófi og fyrstu háskólagráðu. Lýsti A jafnframt þeirri skoðun sinni að samræmi yrði að vera á milli stéttarfélaga að þessu leyti en viðbúið væri að dýrt yrði að gera þess a breytingu þar sem sex launaflokkum munaði á tónlistarkennurum eftir því hvort þeir tækju laun undir starfsheitinu tónlistarskólakennari II eða III. 23 Í svarpósti B til A síðar sama dag kemur fram að það sé óskilgreint í samningalegu tilliti til hver sé eðlileg krafa til að raðast sem tónlistarskólakennari III. Í niðurlagi póstsins kemur einnig fram að B reikni ekki með að unnt verði að klára þessa umræðu á fundi samstarfsnefndar aðila næsta dag. 24 A sendi B tölvupóst að nýju 3. október 2018 þar sem hún lýsti því að hver sem niðurstaðan yrði hefði hún ákveðið að láta jafnt ganga yfir alla kennara skólans hjá sér. Það valdi henni sem yfirmanni hugarangri að standa frammi fyrir því a ð mismuna fólki með sömu menntun í launum og ekki eigi að þurfa að deila um virði menntunar á sama skólastigi þegar komi að röðun í starfsheiti. Jafnframt lýsti hún því að hún vildi óska þess að samningar tónlistarskólakennara væru samhljóma í öllum greinu m og hún myndi verða fegin því þegar niðurstaða kæmi úr málinu sem hún fagnaði að væri tekið fyrir. 25 Á 71. fundi samstarfsnefndar stefnda og FÍH 3. október 2018 var fjallað um mál sem varðaði röðun tveggja tónlistarskólakennara í starfsheiti. Er bókað undi r lið 5 í fundargerð að samkvæmt grein 1.3.1 í kjarasamningi rað i st félagsmenn FÍH sem lokið hafa burtfararprófi frá viðurkenndum tónlistarskóla sem tónlistarskólakennari III . Af öðrum lið fundargerðarinnar verður ráðið að á fundinum hafi einnig verið rætt mál sem varðaði mat á menntun tveggja tónlistarskólakennara en afgreiðslu þess hafi verið frestað. FÍH og ste fnda leggi áherslu á mikilvægi þess að allir tónlistarskólakennara r á landinu starfi samkvæmt samræmdum kjarasamningi og að því markmiði verði aðeins náð með því að stéttarfélög tónlistarskólakennara komi að sama borði við gerð kjarasamninga í komandi kjar aviðræðum. 6 26 Með tölvupósti 24. október 2018 upplýsti B A um framangreinda niðurstöðu samstarfsnefndarinnar . Í tölvupósti A til B síðar sama dag segir að þessi rökstuðningur dugi henni ekki þar sem hún verði að frá betri skilgreiningu og staðfestingu á því að framhaldsstig úr FÍH sé meira v irði en framhaldsstig úr öðrum tónlistarskólanum. Í svari B til A síðar um daginn segir að niðurstaða samstarfsnefndar ste fn da og FÍH sé bindandi eins og um kjarasamning sé að ræða. 27 Í svari sínu við þessum pósti B spurði A hvort stefndi væri að hvetja hana til að mismuna fólki með sambærilega menntun í launasetningu. A ritaði annan tölvupóst síðar um daginn þar sem hún bætti skólanefnd tónlistarskólans og formönnum stéttarfélaga inn í samskipti sín við B . Í þeim pó sti lýsir A þeirri skoðun að það sé mismunun að meta nám úr tónlistarskólum ekki jafnt til launa. Í grunninn sé um að ræða mál sem varði samræmingu kjarasamninga þar sem annað félagið setji meiri menntunarkröfur um launaröðun í tónlistarskólakennara III en hitt. Þet t a skapi ójöfnuð sem stefnda takist ekki að jafna, hverju sem um sé að kenna. Í tölvupóstinum er þó lýst þeirri afstöðu að þau sem hafi mikla háskólamenntun að baki umfram próf þessum gjörningi að leyfa FÍH að hafa greinina og skýringuna varðandi launaröðunina einsog hún er . 28 Í tölvupósti B til A , dags. 25. okt óber 2018, er síðastgreinda tölvupóstinum svarað. Þar segir að mismuninn megi rekja til þess að Félag tónlistarskólakennara hafi óskað eftir að skýringin í röðunarkafla kjarasamningins gilti aðeins um burtfararpróf sem lokið var fyrir stofnun Listaháskóla Íslands haustið 2001. FÍH hafi hins vegar hafnað því að þetta atriði yrði samræmt í kjarasamningum félaganna þar sem það myndi skerða kjör félagsmanna sem lokið hefðu burtfararprófum úr ís lenskum tónlistarskólum eftir árið 2001. Í t ölvupóstinum segir jafnf ramt að það stæði ekki á stefnda að koma að umræðu við Félag tónlistarskólakennara um að tryggja að sömu kjör giltu fyrir félagsmenn þeirra og félagsmenn þeirra þriggja annarra stéttarfélaga sem semdu við stefnda um kjör tónlistarskólakennara . 29 Samkvæmt gö gnum málsins áttu A og B síðan í frekari tölvupóstsamskiptum um röðun félagsmanna FÍH með burtfararpróf í mars 2019. Í tölvupósti B til A , dags. 15. mars 2019, er lýst þeirri afstöðu að grundvöllur ákvörðunar samstarfsnefndar stefnda og FÍH um að félagsmenn FÍH sem lokið hafa burtfararprófi raðist í starfsheitið tónlistarskólakennari III hafi aldrei falið í sér viðurkenningu á því að viðbótarnám við Tónlistarskóla FÍH eða m enntaskóla í tónlist sem útskrifar nemendur með burtfararpróf sé nám á háskólastigi. Samningsaðilar séu sammála um að hér sé um að ræða nám, sem með undantekningu sem ski lg reind er í skýringarákvæði í kjarasamningi FÍH, raði þeim sem ekki hafa lokið háskólaprófi í starfsheitið tónlistarskólakennari III. 7 30 Í tölvupósti num segi r einnig að Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum hafi krafist þess að sett yrði inn viðbót við skýringarákvæði í sínum kjarasamningi sem raðaði félagsmönnum þess með öðrum hætti en félagsmönnum FÍH hvað varðaði undanþágu með tilliti til burtfararp rófs og sá kjarasamningur væri enn í fullu gildi. Í ljósi mismunandi ákvæða í kjarasamningum Félags tónlistarskólakennara og FÍH sæi kjarasvið stefnda ekki að sveitarfélög þyrftu að bregaðst við með sérstökum hætti eða endurraða félagsmönnum FT í samræmi v ið kjarasamningi FÍH eða ákvörðun samstarfsnefndar frá 3. október 2018. 31 Loks segir í tölvupóstinum að frá 1. desember 2018 eigi skýringar - og undanþáguákvæði FÍH ekki lengur við og því líti kjarasvið svo á að nú ríki fullt jafnræði á milli félagsmanna FÍH og FT hvað varðar launasetningu og röðun í starfsheiti frá þeim tíma. Frá 1. desember 2018 sé sú krafa til bæði félagsmanna FT og FÍH að forsenda röðunar í starfsheitið Tónlistarskólakennari III sé án nokkurra undantekninga grunnháskólapróf, sbr. ákvæði o g skýringu í kjarasamningi sem fram kemur við umrætt starfsheiti. Niðurstaða samstarfsnefndar FÍH og stefnda frá 3. október 2018 sé endanleg og ekki sé ágreiningur á milli samningsaðila um þá niðurstöðu. Í ljósi framangreinds sé því máli hvað varðar röðun félagsmanna FÍH sem lokið hafa burtfararprófi og starfa við Tónlistarskóla Rangæinga lokið af hálfu kjarasviðs. 32 Af fundargerð 72. fundar samstarfsnefndar FÍH og stefnda sem haldinn var 19. desember 2018 verður ráðið að fjallað hafi verið áfram um mál sem varðaði mat á menntun tveggja tónlistarskólakennara sem tekið hafði verið fyrir á 71. fundi nefndarinnar. Segir í fundargerð undir lið 1 að málið hafi verið rætt og niðurstaðan 33 Á sama fundi var e innig tekin fyrir tillaga FÍH um breytingu á grein 1.3.1 í kjarasamningi aðila um starfsheiti. S egir þar undir lið 3 í fundargerðinni að aðilar séu sammála um að frá og með 1. desember 2018 falli niður sú skýring sem finna megi við grein 1.3.1 um röðun þei rra sem hafa lokið einleikaraprófi, burtfararprófi eða hlotið samsvarandi menntun og áður er vitnað til raðist í tónlistarskólakennara III. Var jafnframt tekið upp í ákvæði 1.3.1 að frá sama tíma skuli tónlistarskólakennari hafa lokið 180 ECTS eininga grun nprófi frá háskóla til að eiga kost á því að raðast í starfsheitið tónlistarskólakennari III. Þá sagði að þeir sem ættu samkvæmt skýringarákvæðum við grein 1.3.1 að raðast sem tónlistarskólakennari III og luku námi eða prufuspili fyrir 1. desember 2018 hél du þeirri röðun. 34 Á 75. fundi samstarfsnefndar aðila málsins vegna Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum sem haldinn var 21. mars 2019 kom upp ágreiningur um mál félagsmanns stefnanda sem lokið hafi burtfararprófi frá tónlistarskóla FÍH árið 2011 og hvernig honum yrði raðað í starfsheiti samkvæmt kjarasamningi. Létu fulltrúar stefnda bóka að samkvæmt þágildandi skýringarákvæði við grein 1.3.1 í kjarasamningi aðila röðuðust aðeins þeir tónlistarskólakennara r sem luku 8 einleikaraprófi, burtfararprófi eða samsvarandi menntun fyrir stofnun Listaháskóla Íslands árið 2001 í star f she itið tónlistarskólakennari III. Þeir sem lyk j u sömu menntun eftir árið 2001 röðuðust hins vegar í starfsheitið tónlistarskólakennari II. Til stuðnings þessari afstöðu vísuðu ful ltrúar stefnda til þess að samkvæmt orðalagi skýringarákvæðisins í þágildandi kjarasamningi aðila gilti skýringin einungis lokapróf sem tekin voru fyrir stofnun tónlistardeildar Listaháskóla Íslands haustið 2001 35 Fulltrúar Félags tónlistarskólakennar a létu hins vegar bóka á fundinum að einstaklingurinn sem um ræddi hefði lokið burtfararprófi frá tónlistarskóla FÍH árið 2011 og að einstaklingum með sömu menntun hefði verið raðað í starfsheitið tónlistarskólakennari III með ákvörðunum samstarfsnefndar s tefnda og FÍH 4. nóvember 2014 og 3. október 2018. Með vísan til þeirrar stefnu sem stefndi hefði lýst um að jafnræði ríkti í launasetningu óháð stéttarfélagsaðild teldi Félag tónlistarskólakennara ekki stætt á öðru en að einstaklingnum sem um ræddi yrði e innig raðað í starfsheitið tónlistarskólakennari III. Í fundargerð var bókuð sú afstaða félagsins að túlkun á skýringatexta við grein 1.3.1 í kjarasamningi félagsins og stefnda gæti ekki komið í veg fyrir að jafnræðis væri gætt við launaröðun einstaklinga. 36 Á fundinum var einnig fjallað um star f sheiti og launaröðun félagsmanna Félags tónlistarskólakennara með lokapróf. Létu fulltrúar Félags tónlistarskólakennara bóka að niðurstöður samstarfsnefndar stefnda og FÍH frá 4. nóvember 2014 og 3. október 2018 leiddu til þess að mismunur hefði orðið í launasetningu tónlistarskólakennara sem gegndu sömu störfum og hefðu sömu menntun eftir því hvort þeir væru félagsmenn í stefnanda eða FÍH. Í bókun Félags tónlistarskólakennara er vísað til þess að niðurstöður samstarfsnefndar stefnda og FÍH feli í sér nýja túlkun og framkvæmd greina 1.3.1 og 1.3.3 frá 2001 um röðun í starfsheiti og mat á menntun tónlistarskólakennara . Þær f eli í sér að framhaldspróf frá tónlistarskóla sem kallað sé burtfararpróf sé metið til jafns við inntak þriggja til fjögurra ára háskólanáms. 37 Í bókuninni segir einnig að þessi túlkun, sem virðist vera orðin að veruleika fyrir tímabilið 2014 - 2018, skapi óá sættanlegan launamun, eða allt að 17% milli félagsmanna FÍH og félagsmanna annarra stéttarfélaga með sömu menntun. Var jafnframt bókað að fulltrúar stefnanda teldu ótækt að félagsmenn nytu ekki sömu eða sambærilegrar launaröðunar og félagsmenn FÍH á grundv elli greina 1.3.1 og 1.3.3 í kjarasamningi , sbr. og jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga. 38 Í svari við þessari bókun stefnanda létu fulltrúar stefnda bóka að vegna breytinga sem gerðar hefðu verið á kjarasamningi FÍH á fundi samstarfsnefndar FÍH og stefn da 19. desember 2018 liti stefndi svo á að frá og með 1. desember 2018 væri félagsmönnum allra stéttarfélaga, sem gerðu kjarasamninga við stefnda vegna tónlistarskólakennara , raðað í starfsheiti og til launa með sama hætti samkvæmt greinum 1.3.1 og 1.3.3 ó háð félagsaðild eða hvenær þeir luku lokaprófi. 9 39 Aðilar þessa máls undirrituðu síðan þann k jarasamning sem ágreiningur málsins lýtur að 9. desember 2020 . Með samningnum var fyrri kjarasamning ur framlengdur með tilgreindum breytingum , meðal annars á grein 1.3.1 . Í ákvæði 1.3.1 er tónlistarskólakennara III áfram lýst sem þeim sem hefur lokið kennaraprófi, BM prófi, B.Ed. prófi með tónmenntavali eða sambærilegu 180 ECTS eininga háskólanámi í tónlist. 40 Grein 1.3.1 var þó breytt á þann hátt að skeytt va r inn nýju viðbótarákvæði fyrir aftan skilgreining u á starfsheitum tónlistarskólakennara . Í ákvæðinu segir að þeir sem eiga samkvæmt skýringarákvæðum við grein 1.3.1 að raðast sem tónlistarskólakennari III og luku námi eða prufuspili fyrir 1. desember 201 8 [haldi] þeirri röðun. Frá sama tíma [skuli] tónlistarskólakennari hafa lokið 180 ECTS eininga grunnprófi frá háskóla til að eiga kost á því að raðast í starfsheitið tónlistarskólakennari III. 41 Í viðbótarákvæðinu var þó sérstaklega tiltekið að ákvæði bókunar V um endurröðun í starfsheiti sé undanskilið. Í því ákvæði segir að samstarfsnefnd geti að fenginni ósk tónlistarskóla ákveðið að raða í starfsheiti tónlistarskólakennari III (áður IV) þeim einstaklingum sem vegna reynslu sinnar, þekkingar og færni eru ráðnir til kennslu eða prófdæmingar á efstu stigum tónlistarnáms. 42 Í skýringarákvæði við grein 1.3.1 voru áfram ákvæði um að þeir sem lokið hefðu einleikaraprófi, burtfararprófi frá viðurkenndum tónlistarskóla eða hlotið samsvarandi menntun röð uðust enn fremur sem tónlistarskólakennari III og að sama röðun gilti um þá sem ráðnir hefðu verið í Sinfóníuhljómsveit Íslands undangengnu prufuspili . 43 Með kjarasamningi aðila árið 2020 voru hins vegar gerðar tvær breytingar á skýringarákvæði nu við grein 1.3.1. Þannig var ákvæðið látið einnig látið taka til þeirra sem ráðnir voru í sambærilegar atvinnuhljómsveitir og Sinfóníuhljómsveit Íslands að undangengnu prufuspili. Var ákvæðið að þessu leyti fært til samræmis við kjarasamning stefnda og FÍH. 44 Samtímis gerðu aðilar jafnframt breytingu á gildissviði skýringarákvæðisins. Í fyrri samningi aðila hafði ákvæðið verið takmarkað að því leyti að það gilti aðeins um lokapróf sem tekin voru fyrir stofnun tónlistardeildar Listaháskóla Íslands árið 2001 . Með nýjum kjarasamningi aðila var þessi takmörkun felld brott. Í staðinn kom nýr málsliður þar sem sagði að ákvæðið gildi fyrir þá félagsmenn sem rétt á röðun skv. framangreindu til 1. desember 2018. 45 Í bókun 4 með kjarasamningnum er fjallað um röðun í starfsheiti vegna burtfararprófs. Segir þar að forsenda þess að tilgreind menntun teldist samsvara burtfararprófi sa m kvæmt skýringarákvæði við grein 1.3.1 frá viðurkenndum tónlistarskóla væri að sú menntun inn i bæri að minnsta kosti eins árs nám umfram fram haldspróf sem staðfest væri með vitnisburðarblaði. 10 46 Í bókuninni segir einnig að s amstarfsnefnd gæti að fenginni ósk tónlistarskólakennara ákveðið að raða kennara í starfsheitið tónlistarskólakennari III á grundvelli skýringarákvæða við grein 1.3.1 enda hafi því námi sem óskin grundvallast á verið lokið fyrir 1. desember 2018. Í bókuninni sagði jafnframt að ef vafi léki um slíkar forsendur gæti hvor aðili óskað eftir áliti/mati fagaðila sem samningsaðilar væru ásáttir um. Með fagaðila væri átt við Menntamálaráðuneyti, Menntamálastofnun, Tónlistardeild Listaháskóla Íslands og Prófanefnd tónlistarskóla. 47 Í bókun 5 við kjarasamning aðila segir síðan að aðilar séu sammála um að móta sameiginlega stefnu um hvernig launamyndun vegna menntunar og starfsreyn slu tónlistarskólakennara og stjórnenda í tónlistarskólum verði best fyrir komið. Í þeirri vin n u verði áfram tryggt að jafnræði ríki í launasetningu sömu starfa óháð kynferði, búsetu eða stéttarfélagsaðild. 48 Í kjarasamningi stefnda og FÍH sem undirritaður var 20. desember 2020 og gilti frá 1. janúar 2021 til 31. desember 2021 segir í grein 1.3.1 að tónlistarskólakennari III sé sá sem lokið hefur kennaraprófi, BM prófi, B.ed. prófi með tónmenntavali eða sambærilegu 180 ECTS eininga háskólanámi í tónlist . Rað ast tónlistarskólakennari þá í launaflokk 127. Bókun 4 í kjarasamning i stefnda og FÍH er samhljóða bókun 4 í kjarasamningi aðila um hvaða menntun samsvarar burtfararprófi og röðun í starfsheitið tónlistarskólakennari III á grundvelli skýringarákvæða við gr ein 1.3.1. Rétt er eins og í kjarasamningi aðila er röðun samkvæmt skýringarákvæðum bundin við að námi sem óskin grundvallast á hafi verið lokið fyrir 1. desember 2018. 49 Af gögnum málsins verður ráðið að ágreiningur hafi vaknað með aðilum málsins í kjölfar ið um skilning á kjarasamningi þeirra frá 9. desember 2020 með tilliti til þess hvort tónlistarskólakennarar ættu tilkall til endurröðunar í launaflokka eftir menntun . Í tölvupósti B til formanns stefnanda, dags. 28. janúar 2021, sem sendur var í afriti á ríkissáttasemjara, er því mótmælt að bókun 4 leiði til þess að kalla eigi eftir menntunargögnum allra tónlistarskólakennara . Í tölvupóstinum kemur fram að stefndi muni þegar senda út erindi á sveitarfélögin og stjórnendur tónlistarskóla og þeim ráðlagt að bíða með allar breytingar í tengslum við bókun 4 aðrar en þær sem stefndi telur sig hafa samið um, sem var að jafna réttindi þeirra félagsmanna FÍH og Félags tónlistarskólakennara se m hefðu ekki fengið röðun sem tónlistarskólakennari III í samræmi við bókun 4 og skýringarákvæði í kjarasamningi. 50 Við aðalmeðferð má lsins gáfu skýrslur C , formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, B og D , formaður FÍH. Ekki þykir þörf á að rekja framburð þeirra fyrir dóminum sérstaklega. Málsástæður og lagarök stefnanda 51 Stefnandi byggir á því að krafa hans sé í samræmi við orðalag greina 1.3.1 og 1.3.3 og bókun 4 með kjarasamningi aðila. Vísar s tefnandi sérstaklega til þeirrar viðbótar við skýringarákvæði 1.3.1 í kjarasamningi aðila sem undirritaður var 2020 . Þar sé 11 tekið fram að tónlistarskólakennara r sem eig i að raðast sem tónlistarskólakennari II I samkvæmt skýringarákvæðum við grein 1.3.1 og luku námi eða prufuspili fyrir 1. desember 2018 haldi þeirri röðun. Að mati stefnanda vísar orðalagið í ákvæðinu til þess að það séu ekki eingöngu þeir sem þegar höfðu raðast sem tónlistarskólakennara r III sem eigi rétt samkvæmt ákvæðinu, heldur einnig þeir sem uppfylli efnislegu skilyr ðin fyrir að raðast sem tónlistarskólakennari III . 52 Stefnandi vísar einnig til skýringarákvæðisins við grein 1.3.1 , þar sem segi að þeir sem lokið hafi einleikaraprófi, burtfararprófi frá viðurkenndum tónlistarskóla eða hlotið samsvarandi menntun raðist sem tónlistarskólakennari III. Einnig þeir sem ráðnir hafi verið í Sinfóníuhljómsveit Íslands eða sambærilegar atvinnuhljómsveitir að undangengnu prufuspili. Þetta gildi fyrir þá félagsmenn sem eigi rétt á röðun samkvæmt framangreindu til 1. desember 2018. Lo kasetningin feli í sér að ákvæðið sé sólarlagsákvæði með lokadagsetningu 1. desember 2018. 53 Stefnandi telur að dagsetningin 1. desember 2018 í skýringarákvæðinu taki af öll tvímæli. Í fyrri kjarasamningi aðila hafi verið miðað við að skýringin gilti um lokapróf sem tekin voru fyrir stofnun tónlistardeildar Listaháskóla Íslands haustið 2001 Þessu tímamarki hafi hins vegar verið breytt í 1. desember 2018 með skýringarákvæði við kjarasamning aðila sem undirritaður var 9. desember 2020. Tilgangurinn með breytingunni hafi eingöngu verið að koma ákvæðinu í samsvarandi horf og í kjarasamningi stefnda við FÍH og ná þannig samræmi og jafnræði í launasetningu tónlistarskólakennara óháð stéttarfélagsaðild. 54 Stefnandi vísar sérstaklega til þess a ð þessi tilgangur með breytingunni hafi komið skýrt fram í viðræðum aðila við gerð kjarasamningsins og hafi átt rót í ákvörðunum samstarfsnefnda stéttarfélaganna. Vísar stefnandi að þessu leyti til fundargerð ar 64. fundar samstarfsnefndar stefnda og FÍH 4. nóvember 2014, þar sem umrædd framkvæmd hafi komist á í tilviki félagsmanna FÍH, og 75. fundar samstarfsnefndar stefnda og Félags tónlistarskólakennara 21. mars 2019 , þar sem fulltrúar samninganefndar stefnda í nefndinni hafi hafnað erindi félagsins. Samninganefnd stefnda hafi þá vísað sérstaklega til þágildandi skýringarákvæðis í samningi Félags tónlistarskólakennara , þar sem sagt hafi að skýringin gilti eingöngu um lokapróf sem tekin hafi verið fyrir stofnun tónlistardeildar Listaháskóla Íslands haus tið 2001. 55 Stefnandi byggir á því að það sé einmitt þessu atriði sem hafi verið breytt með núgildandi samningi og af þessari einu ástæðu. Ný ja dagsetning in 1. desember 2018, hafi ekki verið tilviljun heldur skýrist hún af sömu dagsetningu í kjarasamningi F ÍH. 56 Þá vísar stefnandi jafnframt til þess að í bókun 4 með kjarasamningi aðila sé gert ráð fyrir því að ef vísa þurfi málum til samstarfsnefndar þá geti samstarfsnefnd in endurraðað kennurum í starfsheitið tónlistarskólakennari III , enda hafi því námi sem e rindi grundvallast á verið lokið fyrir 1. desember 2018. 12 57 Stefnandi vísar einnig til þeirrar skýringarreglu í samningarétti að túlka beri samningsákvæði á þann veg að þau hafi efnislega þýðingu (gildisreglan). Ef ekki verði fallist á kröfu stefnanda hafi vi ðbæturnar, sem voru gerðar við grein 1.3.1, sbr. einnig bókun 4, enga efnislega þýðingu eða tilgang, sem vart geti hafa verið ætlun aðila. 58 Stefnandi vísar einnig þeirrar yfirlýstu stefn u stefnda að jafnræði ríki í launasetningu sömu starfa óháð kynferði, b úsetu eða stéttarfélagsaðild. Þessi stefnumörkun hafi margoft komið fram af hálfu stefnda en um hana sé bókað í fundargerð 71. fundar samstarfsnefndar stefnda og FÍH 3. október 2018 og í bókun 5 með kjarasamningnum i til þess að jafnræði hafi verið tryggt með kjarasamningnum og að í vinnunni framundan skuli það verða tryggt áfram. Þessi atriði ren ni enn frekari stoðum undir túlkun stefnanda á kjarasamningsákvæðinu sem um sé deilt, enda færi öndverð túlkun þvert gegn þessum orðum, yfirlýstri stefnu sambandsins og tilgangi aðila. 59 Loks vísar stefnandi til skýringa í fundargerðum 64. og 71. fundar sams tarfsnefndar stefnda og FÍH, þar sem fram komi hvernig skýra bæri umræddar greinar 1.3.1 og 1.3.3. Stefnandi byggir á að skýra beri greinina í núgildandi kjarasamningi málsaðila með sama hætti, enda túlkunaratriðið hið sama og breytingin með kjarasamningi aðila hafi verið gerð í því eina augnamiði að ná fram samræmdri skýringu . 60 Í þessu sambandi bendir stefnandi á að á 64. fundi samstarfsnefndar FÍH og stefnda 4. nóvember 2014 hafi orðið breyting á því hvernig menntun hafi verið metin til viðbótarlauna. Þar hafi það orðið niðurstaðan að tónlistarskólakennari með kennarapróf í rytmísk ri tónlist frá Tónlistarskóla FÍH árið 2008, og grunnpróf í rafgítarleik frá 2014 hafi fengið grunnröðun í lauunaflokkinn tónlistarskólakennari IV, sem nú svar i til tónlistarskóla kennara III. Samstarfsnefndin hafi síðan metið burtfararpróf sem kennarinn hafði frá tónlistarskóla FÍH sem eitt námsár í háskóla samkvæmt grein 1.3.3 og tveggja ára nám við Listaháskóla Íslands sem tveggja ára framhaldsnám samkvæmt grein 1.3.3. Matið á bu rtfararprófinu og náminu í Listaháskólanum á grundvelli greinar 1.3.3 hafi síðan leitt til þess að tónlistarskólakennari nn raðaðist í launaflokk 133, en upphafslaunaflokkur tónlistarskólakennara IV (nú III) hafi verið 127. 61 Af hálfu stefnanda er á því byggt að fram að þessu hafi framhaldsmenntun til viðbótarlaunaflokka samkvæmt grein 1.3.3 einungis verið metin sem nám að afloknu lokapró f i, þ . e. bakk a lárprófi eða samsvarandi þriggja ára námi á hásk ó lastigi, auk undantekninga sem fram koma í skýringu við grein 1.3.1. Með bókuninni á 64. fundi samstarfsnefndar stefnda og FÍH hafi verið horfið frá því, og háskólagrunnnám, auk burtfararprófs, hafi verið metið sem framhaldsmenntun eins og skilyrðin fyrir því voru túlkuð, þ.e. á grundvelli kennarapróf s frá Tónl istarskóla FÍH eða burtfararprófs. 62 Til einföldunar og skýringar á ágreiningsefni málsins bendir stefnandi á að það sé ekki aðalatriði hvort kennarinn í umræddu tilviki uppfyllti skilyrði til að raðast sem 13 tónlistarskólakennari III á grundvelli kennarapróf s frá Tónlistarskóla FÍH eða burtfararprófs. Aðalatriðið sé að viðbótarmenntun þess, sem uppfyllir skilyrði til að raðast sem tónlistarskólakennari III á grundvelli skýringarákvæðis við grein 1.3.1 telst vera framh ald smenntun sem veitir rétt til viðbótarla unaflokka samkvæmt grein 1.3.3. Það eigi samkvæmt þessari skýringu m.a. við um kennarapróf, BM próf, B.ed. próf með tónmenntavali frá KHÍ, einleikarapróf , og burtfararpróf, þ.e. grunnháskólamenntunina. Kröfugerð stefnanda í þessu máli lítur að því að fá þa ð viðurkennt að þessi sama skýring gildi fyrir tónlistarskólakennara sem starfa samkvæmt núgildandi kjarasamningi aðila. 63 Málskostnaðarkrafa stefnanda er gerð með vísan til 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Málsástæður og lagarök stefnda 64 Stef ndi byggir á þeirri meginmálsástæðu fyrir sýknu að bókun 4 með kjarasamningi undirrituðum 9. desember 2020, nái eingöngu til félagsman n a stefnanda sem fyrir 1. geti samkvæmt bókuninni og s kýringarákvæði við grein 1.3.1 í kjarasamningi átt rétt á endurröðun uppfylltu skilyrði um að hafa lokið fullnægjandi burtfararprófi og/eða hafa lokið sambærilegu námi frá viðu rkenndum tónlistarskóla. 65 Stefndi byggir á því að bókun 4 hafi ekkert með félagsmenn stefnanda í öðrum starfsheitum að gera, hvorki hvað varðar endurröðun né mat á viðbótarmenntun. Vilji svo ólíklega til að fallist yrði á kröfu stefnanda hefði það þær aflei ðingar í för með sér, að allir tónlistarskólakennarar, óháð starfsheiti, ættu rétt á endurröðun í launaflokka, réttara sagt viðbótarlaunum, samkvæmt gr ein 1.3.3 í kjarasamningi með tilheyrandi launaskriði og gríðarlegum fjárútlátum fyrir sveitarfélög lands ins sem bjóða upp á tónlistarnám. Nánar byggir stefndi á því að aldrei hafi staðið til að umbylta launasamsetningu eða launaflokkum tónlistarskólakennara líkt og krafa stefnanda geri ráð fyrir, heldur hafi tilgangurinn með bókun 4 verið sá, að ná fullu jafnræði milli félagsmanna FÍH og stefnanda í skilningi kjarasamnings. 66 Stefndi vísar til þess að hann hafi komist að sameiginlegum viðmiðum með FÍH um hvaða lágmarkskröfur ætti að gera til tónlistarskólakennara sem lokið hefðu hefði lokið viðbótarnámi eftir framhaldsp róf sem lýst var með ákveðnum hætti af hálfu samningsaðila FÍH og stefnda . Í burtfararprófi fælist að tveimur önnum var bætt við hefðbundið framhaldsnám samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla í tónheyrn, snarstefjun og tónlistarsögu. Útskriftar - eða burtarfar arprófstónleikar hafi síðan gert ríkulegar kröfur til próftaka, meðal annars um tímalengd, frumsamið efni og frammistöðu sem metin væri af dómnefnd kennara. 14 67 Stefndi bendir á að um félagsmenn stefnanda gildi nákvæmlega sömu viðmið. Hafi þeir tónlistarskóla útlistað sé hér að framan, þ.e.a.s. viðbótarár og burtfararprófstónleika, eigi þeir rétt á endurröðun í s Þessi réttu r til endurröðunar sé alveg óháður því frá hvaða tónlistarskóla náminu hafi verið lokið en námið þurfi að standast framangreind lágmarksviðmið um að hafa falið í sér eitt viðbótarár og leikið hafi verið á burtfararprófstónleikum. Um framkvæmdina sé það að segja, að breyting skilyrðum almennra ák væða kjarasamnings um framlagningu fullnægjandi gagna en ella taki ný röðun í starfsheiti gildi næstu mánaðamót eftir að fullnægjandi gögn hafi verið lögð fram. 68 Stefndi byggir á að í grunninn gangi krafa stefnanda fyrir Félagsdómi út á að ná fram breyting u til hækkunar á launum allra félagsmanna sinna (viðbótarlaunaflokka) sem falli kjarasamningi, fyrir hvert fullt námsár, þar með talið nám til kennaraprófs, BM prófs, B.Ed. próf i með tónme nntavali frá KHÍ, einleikarapróf og burtfararpróf. M álatilbúnaður stefnanda byggist þá á því að aðeins þannig verði bundinn endi á þá mismunun sem ríkt hafi milli félagsmanna hans og FÍH allt frá árinu 2014. 69 Af hálfu stefnda er bent á að grundvöllur kröfu stefnanda um leiðréttingu virðist eiga rætur að rekja til sama tímabils, þ.e.a.s. 2014, eða við það tímamark er slitnað hafi upp úr samstarfi FÍH og stefnanda, sbr. ummæli í stefnu um að fulltrúar Félags tónlistarskólakennara hafi orðið þess áskynja haust ið 2018 að samhljóða greinar 1.3.1 og 1.3.3 í kjarasamningum stéttarfélaganna tveggja voru skýrðar með mismunandi hætti eftir að þau hættu að gera sameiginlegan kjarasamning og tilvísunar til 64. fundar samstarfsnefndar stefnda og FÍH 4. nóvember 2014 . 70 Stefndi byggir jafnframt á því að umfjöllun, samanburður og ályktanir sem stefnandi dragi af kjarasamningi stefnda við FÍH geti ekki rennt stoðum undir einstakar málsástæður stefnanda . Stefnandi hafi staðið fastur á því, þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir ste fnda, að bæta þeirri setningu við skýringarákvæði gr. 1.3.1 við gerð kjarasamnings árið 2014 um lokapróf sem tekin voru fyrir stofnun . 71 Stefndi telur að afstaða stefnanda í þessa veru h afi leitt til þess að félagsmenn hans sem lokið hefðu burtfararprófi á árabilinu 2001 - 2014 áttu ekki rétt til endurröðunar með sama hætti og fyrir breytingu . Að mati stefnda ber stefnandi ábyrgð á kröfugerð fyrir hönd sinna félagsmanna og útilokað sé að ha nn geti síðar krafist með afturvirkum hætti leiðréttingar á einstökum samningsatriðum með skírskotun til annarra kjarasamninga. 15 72 Stefndi lýsir því svo, að í framhaldi af undirritun kjarasamnings 9. desember 2020, hafi stjórnendur tónlistarskóla sveitarfélaga leitað skýringa á því hvort stefndi tæki undir túlkun stefnanda um að framkvæmd bókunar 4 fæli jafnframt í sér endurskoðun viðbóta r náms, sbr. gr. 1.3.3. Ástæðan hafi ve rið sú að í kjölfar kynningarfunda um efni kjarasamnings kröfðust fulltrúar stefnanda að stjórnendur kölluðu eftir menntunargögnum allra tónlistarskólakennara óháð starfsheiti. Sú framkvæmd hafi jafnframt verið kynnt af stefnanda, að 7. stig í eldri námsle ið auk viðbótarárs, eða 7. stig auk eins árs háskólanáms væri fullnægjandi forsenda endurröðunar sem jafnframt hefði áhrif á mat félagsmanna stefnanda þegar komi að viðbótarmenntun. 73 Stefndi gerði strax athugasemdir við túlkun stefnda í tölvubréfi til ríki ssáttarsemjara, stefnanda, stjórnenda tónlistarskóla og sveitarfélaga. Í bréfinu hafi komið fram sú afstaða stefnda að bókun 4 næði eingöngu til endurröðunar þeirra félagsmanna stefnanda sem röðuðust við undirritun kjarasamnings í starfsheitið hefðu lokið burtfararprófi fyrir 1. desember 2018 sem feli í sér að auk framhaldsprófs hafi þeir lokið eins árs viðbótarnámi við viðurkenndan tónlistarskóla, útskrifast með burtfararpróf og leikið á burtfararprófstónleikum. 74 Stefndi byggi r á að v ið sönnunarmat á því hvernig be ri að túlka bókun 4 ber i Félagsdómi að gefa yfirlýsingu hins viðsemjanda stefnda, FÍH, um efni bókunarinnar sérstakan gaum, en í henni komi fram sá skilningur FÍH að engin umræða haf i farið fram að hálfu félagsins um að ákvörðun um endurröðun samkvæmt skýringarákvæði hefði jafnframt áhrif á framkvæmd greinar 1.3.3 þegar komi að mati á viðbótarmenntun í tilviki þeirrar félagsmanna FÍH sem um árabil hafi raðast sem Tónlistarskólakennara un launaflokka út frá viðbótarmenntun hafi aldrei verið rædd við samningaborðið, hvorki gagnvart stefnanda né FÍH, í tengslum við innleiðingu bókunar 4. Það sést best á því að hvergi í orð a vali ákvæða kjarasamningsins frá 9. desember 2020 eða í fylgiskjölu m sé minnst á það einu orði að endurskoða eigi viðbótarlaunaflokka eða kalla eftir námsgögnum 75 Stefndi vísar til þess að þ á hafi aldrei verið r ætt um nein tengsl á milli bókunar 4 og 5 enda standi þær hvor fyrir sig með sjálfstæðum hætti í kjarasamningi án þess að vísa hvor í aðra. Um skýringu þeirra geti þar af leiðandi ekki verið ágreiningur líkt og haldið sé fram í stefnu. Máli sínu til stuðnings bendir stefndi á að í bókun 5 sé fjallað með skýru orð alagi um mótun sameiginlegrar stefnu samningsaðila þegar komi að launamyndun vegna starfsreynslu og menntunar. Það sé hins vegar svo að þessi vinna sé ekki hafin og henni því ólokið. Þegar af þeirri ástæðu sé útilokað fyrir stefnanda að tala um ágreining á þessu stigi. Lögð sé áhersla á að mat á menntun sé með sama hætti í dag og hafi verið fyrir gerð kjarasamnings ins sem undirritaður var 9. desember 2020. 76 Stefndi vísar til þess að engin tengsl séu milli bóku nar 4 og 5, þ.e. mat á 16 starfsheiti samkvæmt skýringarákvæði gr einar 1.3.1. Staðreyndin sé sú að ekkert gefi tilefni til slíkrar túlkunar. Við blasi að hefði það verið vilji stefnda að breyta mati á viðbótarmenntun félagsmanna stefnanda til viðbótarlauna hefði það verið gert í kjarasamningi með breytingu á ákvæðum gr einar 1.3.3. Út frá grunnsjónarmiðum um jöfnun réttinda hefði slík breyting einnig náð til félagsmanna FÍH sem gekk frá framlengingu á kjarasamningi stuttu eftir stefnanda. Á því sé byggt að með bókun 5 hafi í engu átt að gera breytingar á núverandi mati á viðbótarmenntun. Með henni hafi stefnandi og stefndi verið sammála um að fresta allri umræðu um mat á viðbótarmenntun t ónlistarskólakennara en hefja sameiginlega vinnu á samningstímanum um með hvaða hætti meta ætti viðbótarnám samkvæmt gr ein 1.3.3. 77 Stefndi telur að við sönnunarmat hafi sú staðreynd þýðingu að ekki hafi þótt ástæða til að gera kostnaðarmat í tengslum við kj arasamningsgerðina. Slík vinna eigi sér undantekningarlaust stað áður en lagt sé af stað í kjaraviðræður, en í henni felst að tekið er mið af kröfugerð viðsemjanda stefnda í það skiptið og hversu miklu fjármagni stefndi geti varið í kjarasamninginn. Stefndi kveður mat sitt í aðdraganda viðræðna við stefnanda hafa byggst á því að endurröðun í starfsheiti samkvæmt bókun 4 hafi átt við um örfáa félagsmenn stefnanda , að hámarki fimm talsins. 78 Krafa stefnanda um mat á viðbótarmenntun til launa varði hins vegar félagsmenn hans sem um árabil hafi Stefndi telur að h vorki sjálf kröfugerðin né málatilbúnaður stefnanda að öðru leyti, sé skýr um það til hvaða félagsmanna krafan nái , um fjölda þeirra sem eigi rétt á endurrö ðun samkvæmt henni og síðast en ekki síst hvaða fjárhæðir sé um að ræða. Að því leyti uppfylli kröfugerðin ekki skilyrði réttarfars um skýran málatilbúnað. 79 Að mati stefnda má jafna kröfugerðinni til þess að sveitarfélögin hafi fallist á launahækkun allra félagsmanna stefnanda, óháð starfsheiti án nokkurra viðræðna, grundvallaða á menntunargögnum einum saman . Stefndi telur stefnanda einnig byggja á því að stefndi hafi ekki talið ástæðu til að láta gera kostnaðarmat þar sem réttur félagsmanna stefnanda væri ótvíræður og þarfnaðist ekki skoðunar . Málatilbúnaður stefnanda feli í sér að sá kostnaðarauki og þau fjárútlát sem fylgdu innleiðingu endurröðunar hafi engu skipt þar sem sveitarfélögin hafi raunverulega skuldað félagsmönnum stefnanda launaflokkana sökum þess að félagsmenn FÍH hafi notið betri réttar samkvæmt kjarasamningi þess stéttarfélags. 80 Stefndi telur þennan málflutning óskiljanlegan þegar horft sé til þeirrar staðreyndar að aðilar hafi átt í margra mánaða kjaraviðræðum auk þess að hafi setið saman v ið samningaborðið með og án þátttöku ríkissáttasemjara. Gera verði þá kröfu til stefnanda að hann útskýri hvernig standi á því að hann geri ágreining um mat á viðbótarmenntun eftir undirritun kjarasamnings sem aðilar hafi sammæl st um að skoða nánar á gildi stíma samningsins án frekari ábyrgðar. Telur stefndi afstöðu sinni í því sambandi best vera lýst með því að ekki þótti ástæða til að gera kostnaðarmat með bókun 4 eða 5. Með öðrum orðum þá hafi sveitarfélög sem halda úti tónlistarnámi 17 ekki gert ráð fyrir fjárveitingum vegna bókunar 5 við gerð fjárhagsáætlunar . Engin rök, hvorki sanngirnis - né önnur rök , standi til þess að sveitarfélög verði dæmd til að bera slíkar fjárha gs legar byrðar án þess að hafa stofnað til nokkurra skuldbindinga né heldur s kapað þær aðstæður í starfsumhverfi sínu að réttlætt geti launahækkun ákveðinnar starfsstéttar, vel að merkja án samþykkis þeirra. 81 Þá bendir stefndi á ef dómurinn fellst á kröfur stefnanda, sé komin upp sú sérkennilega staða að búið sé að setja inn í kjar asamning efnisatriði sem aldrei hafi verið ætlunin að innleiða. 82 Stefndi byggir á því að í samræmi við meginreglur réttarfarslöggjafar hvíli sönnunarbyrði á stefnanda um atvik máls, þ.m.t. að kjaraviðræður hafi snúist um breytingar á menntunarákvæðum kjara samningsins samkvæmt gr. 1.3.3, sbr. bókun 5, og að náðst hafi samkomulag um endurröðun allra þeirra félagsmanna stefnanda sem falli viðbótarmenntunar. Vegna þeirra fjárhagslegu hags muna sem séu undir í málinu hvíli jafnframt sú skylda á stefnanda að sýna fram á til hversu margra félagsmanna krafan nái , þ.e. myndu njóta viðbótarlauna, og um hvaða fjárhæðir sé um að ræða. Að því leyti séu kröfur máls og málatilbúnaður stefnanda haldinn þeim annmarka að vera óskýr. Það hljóti því að vera sjálfstætt úrlausnarefni Félagsdóms hvort kröfur stefnanda séu yfirhöfuð dómtækar í þeim búningi sem stefnandi hafi klætt þær. 83 Af hálfu stefnda er enn fremur byggt á því að við röðun í starfsheiti samkvæ mt bókun 4 hafi einungis verið horft til sömu aðferðarfræði og þegar gengið hafi verið frá sameiginlegum skilningi milli FÍH og stefnda. Samkvæmt túlkun stefnanda sé aftur á móti krafist endurröðunar félagsmanna hans sem bókunin eigi ekki við um, félagsmön num sem við undirritun kjarasamnings hafi þegar verið raðað í hæsta 84 Skýringin við gr. 1.3.1 í kjarasamningi fjalli um frávik frá meginreglu um að þeir sem rað i Skýringin heimili endurröðun þeirra sem ekki hafi lokið fullnægjandi námi samkvæmt grein 1.3.1 eigi við um bókun 5 frá árinu 2 006 í kjarasamningi, en samkvæmt henni geti samstarfsnefnd stefnanda og stefnda heimilað, að undangenginni tillögu og með rökstuðningi skólastjórnenda, til að raðast í starfsheitið. 85 Grundvöllur ákvörðunar samstarfsnefndar um að félagsmenn FÍH sem lokið hafa hafi aldrei falið í sér viðurkenningu á því að viðbótarnám við Tónlistarskóla FÍH eða m enntaskóla í tónlist sem útskrifi nemendur með burtfararpróf sem nám á háskólastigi. Samningsaðilar (FÍH og stefndi) séu sammála um að hér sé að ræða nám, sem með þeirri 18 undantekningu, sem skilgreind sé í skýringarákvæði í kjarasamningi FÍH, raði þeim sem háskólanám í kjölfarið fái hann einingar metnar í samræmi við ákvæði gr. 1.3.3. 86 Stefndi vísar til þess að stefnandi hafi krafist þess að sett yrði inn viðbót við skýringarákvæði í kjarasamning sinn árið 2014 (stofnun Listaháskóla Íslands 2001) sem raði félagsmönnum hans með öðrum hætti en félagsmönnum FÍH hvað varðar undanþágu með tilliti til burtfararpróf og sé sá kjarasamningur enn í fullu gildi. 87 Í ljósi mismunandi ákvæða í kjarasamningum FÍH og stefnanda telji stefndi að sveitarfélög hafi ekki þurft að bregðast við kröfu stefnanda með sérstökum hætti eða endurraða félagsmönnum stefnanda í samræmi við kjaras amning FÍH eða ákvörðun samstarfsnefndar frá 3. október 2018. 88 Frá 1. desember 2018 eigi skýringar - og undanþáguákvæði í kjarasamningi FÍH ekki lengur við og því líti stefndi svo á að frá sama tíma ríkti að nýju fullt jafnræði milli félagsm a nna FÍH og stefnanda hvað varðar launasetningu og röðun í starfsheiti. 89 Niðurstaða samstarfsnefndar FÍH og stefnda frá 3. október 2018 sé endanleg og ekki sé ágreiningur milli samningsaðila um þá niðurstöðu. FÍH hafi munnlega staðfest framangreindan skilning og af samtölum við formann og fulltrúa félagsins í samstarfsnefnd liggi fyrir að FÍH telji túlkun stefnanda ganga mun lengra en um hafi verið samið við FÍH. Verði kröfur stefnanda ofan á sé komin upp sú staða að þ ví ójafnræði sem til stæði að eyða með bókun 4 hafi raunverulega tryggt félagsmönnum stefnanda betri rétt en félagsmönnum FÍH. Niðurstaða Afmörkun kröfugerðar 90 Stefndi hefur byggt á því í málinu að kröfugerð stefnanda uppfylli ekki skilyrði réttarfars um skýran málatilbúnað. Þannig sé kröfugerð in óskýr um það til hvaða félagsmanna hún nái , fjölda þeirra sem eigi rétt á endurröðun samkvæmt henni og hvaða fjárhæðir sé um að ræða. 91 Krafa stefnanda er að viðurkennt verði að þeir félagsmenn hans, sem eiga rétt á að raðast sem tónlistarskólakennari III samkvæmt skýring arákvæði v ið grein 1.3.1 í kjarasamningi aðila sem tók gildi 1. september 2020 og uppfylli forsendur bókunar 4 við kjarasamning num um röðun í starfsheiti vegna burtfararprófs eigi rétt á þeirri röðu n frá 1. september 2020 . Er jafnframt krafist viðurkenningar á því að þessir félagsmenn eigi rétt á viðbótarlaunum vegna framhaldsmenntunar samkvæmt grein 1.3.3 í kjarasamningi aðila fyrir hvert námsár eins og þar er nánar kveðið á um. 92 Kröfugerð stefnanda er afmörkuð á þann veg að hún tekur til þeirra félagsmanna hans sem eiga rétt á röðun sem tónlistarskólakennari III samkvæmt núgildandi skýringarákvæði við grein 1.3.1 í kjarasamningnum og uppfylla forsendur bókunar 4 við samninginn. 19 93 Í skýringarákvæðinu við grein 1.3.1 kemur fram að það taki til þeirra félagsmanna sem lokið hafa einleikaraprófi, burtfararprófi frá viðurkenndum tónlistarskóla eða í ákv æðinu að þeir sem ráðnir hafa verið í Sinfóníuhljómsveit Íslands eða sambærilegar atvinnuhljómsveitir að undangengnu prufuspili raðist einnig sem tónlistarskólakennari III. 94 Kröfugerð stefnanda er að þessu leyti í samræmi við það orðalag sem notað er í ský ringarákvæðinu og afmarkast við þá einstaklinga sem lokið hafa þeirri menntun sem þar er tilgreind . 95 Í skýringarákvæðinu er auk þess jafnframt tekið fram að það gildi fyrir þá félagsmenn sem eiga rétt á röðun 1. desember 2018 . Þar e r vísað til þeirra grein 1.3.1 að raðast sem tónlistarskólakennari III og luku námi eða prufuspili fyrir 1. desember 2018 halda þeirri röðun Með hliðsjón af því að skýringar ákvæðið er miðað við dagsetninguna 1. desember 2018 og að stefnandi hefur vísað til skýringarákvæðisins í heild í kröfugerð sinni verður að túlka kröfugerðina þannig að hún taki til einungis til þeirra félagsmanna stefnanda sem luku því námi sem þar er til greint fyrir 1. desember 2018. 96 Stefnandi hefur einnig afmarkað kröfugerð sína á þann veg að hún taki til félagsmanna sem uppfylli forsendur í bókun 4 með kjarasamningi aðila og tók gildi 1. október 2020. Í bókuninni er fjallað um hvaða menntun telst samsvarandi menntun og burtfararpróf frá viðurkenndum tónlistarskóla í skilningi skýringarákvæðisins við grein 1.3.1. Samkvæmt bókuninni er það forsenda þess að tilgreind menntun teljist samsvara burtfararprófi samkvæmt skýringarákvæðinu að menntunin inniberi að minnsta kosti eins árs nám umf ram framhaldspróf sem staðfest er með vitnisburðarblaði. Í ákvæðinu kemur jafnframt fram að samstarfsnefnd aðila geti að fenginni ósk tónlistarskólakennara ákveðið að raða honum í starfsheitið tónlistarskólakennari III á grundvelli skýringarákvæða við grei n 1.3.1 , enda hafi því námi sem óskin grundvallast á verið lokið fyrir 1. desember 2018. Leiki vafi um slíkar forsendur get ur hvor aðili óskað eftir áliti/mati fagaðila sem samningsaðilar eru ásáttir um. 97 Samkvæmt framangreindu tekur kröfugerð stefnanda til þeirra félagsmanna sem luku tilskilinni menntun, sem skilgreind er í skýringarákvæði við grein 1.3.1 og bókun 4 við kjarasamning aðila, fyrir 1. desember 2018. Verður því að telja að kröfugerð in sé því nægilega skýr um það til hvaða félagsmanna hún taki. 98 Að öðru leyti er með dómkröfu stefnanda leitað viðurkenningar á því að félagsmenn hans sem sem falla undir skýringarákvæðið samkvæmt framangreindu eigi rétt til viðbótarlauna fyrir hvert fullt námsár vegna framhaldsmenntunar í samræmi við grein 1.3.3, . 20 99 Samkvæmt 1. mgr. greinar 1.3.3 raðast t nlistarsk lakennari III tveimur launaflokkum ofar en ella fyrir hvert fullt n ms r eftir lokapr f fyrir allt að fimm n ms r. Í ákvæðinu kemur fram að með fullu n ms ri sé tt við n m við viðurkenndan t nlistarh sk la sem svarar til 30 eininga n ms h sk lastigi og er l nshæft hj L nasj ði slenskra n msmanna. Þá er það skilyrði samkvæmt ákvæðinu að viðkomandi ke nnslustofnun/kennari staðfesti námið. 100 Það leiðir af 2. mgr. greinar 1.3.3 að hafi t nlistarsk lakennari III lokið masterspr fi eða sambærilegu pr fi faggrein sinni raðast hann fj rum launaflokkum ofar en samkvæmt ákvæði 1.3.1. Samkvæmt síðastnefnda ákvæðinu gildir ákvæði 1. mgr. fyrir hvert viðb tarn ms r umfram mastersn m. Hafi tónlistarskólakennari III lokið doktorspr fi faggrein sinni raðast hann t u launaflokkum ofar en samkvæmt 1.3.1 á grundvelli 2. mgr. 1.3.3. 101 Í 3. mgr. greinar 1.3.3 segir að launabreytingar vegna framhaldsn ms gildi fr næstu m naðam tum eftir að starfsmaður skilar inn g gnum fr viðkomandi kennslustofnun/kennara til vinnuveitenda er s ni með tilskildum staðfestum g gnum að n mi s lokið. Í 4. mgr. 1.3.3 kem ur síðan fram að þessi grein gefi að h marki 10 launaflokka. 102 Þegar litið er til efnis þeirra ákvæða sem vísað er til í kröfugerð stefnanda er ekki annað að sjá en að kröfugerð hans um þá félagsmenn sem tilgreindir eru í kröfugerðinni samkvæmt framangreind u sé tvíþætt . Þannig leitar stefnandi viðurkenningar á að félagsmenn han s sem uppfylla skilyrði skýringarákvæðis og bókunar 4 fyrir röðun í starfsheitið tónlistarskólakennari III á grundvelli náms eða prufuspils fyrir 1. desember 2018 eigi rétt á röðun í framangreint starfsheiti frá gildistöku samningsins 1. september 2020. Samhliða krefst stefnandi þess að sömu félagsmenn eigi rétt á viðbótarlaunum vegna framhaldsmenntunar í samræmi við ákvæði greinar 1.3.3., þar með talið vegna náms til kennaraprófs, BM, prófs og B.Ed prófs með tónmenntavali. Verður að telja að kröfugerð stefnanda sé að þessu leyti nægilega skýr um hver yrðu réttaráhrif dóms um kröfuna til þess að hún verði tekin til efnislegrar umfjöllunar. Málsástæðum stefnda um að hún uppfylli ekki s ki lyrði réttarfars um skýran málatilbúnað er því hafnað. Réttur til röðunar í tónlistarskólakennara III á grundvelli skýringarákvæðis 103 Ágreiningur aðila fyrir dóminum lýtur annars vegar að því hvaða félagsmenn stefnanda eigi rétt á röðun í starfsheitið tónli starskólakennari III á grundvelli menntunar sem lýst er í skýringarákvæði við grein 1.3.1 og bókun 4 við kjarasamning aðila. Hins vegar greinir aðila á um hvort þeir félagsmenn sem eiga rétt á röðun samkvæmt framangreindu eigi jafnframt rétt til viðbótarla una vegna framhalds menntunar samkvæmt grein 1.3.3. Ágreiningur málsins stendur að þessu leyti um túlkun kjarasamnings og málið á því undir Félagsdóm samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 21 104 Af málatilbúnaði stefnda fyrir dóminum verður ráðið að hann telji þá félagsmenn stefnanda sem luku einleikar a prófi, burtfararprófi frá viðurkenndum tónlistarskóla eða samsvarandi menntun , eða voru ráðnir til Sinfóníuhljómsveitar Íslands að undangengu prufu spili eftir haustið 2001 og fram til 2014 eigi ekki rétt til endurröðunar í starfsheitið tónlistarskólakennari III á grundvelli kjarasamningsins sem mál þetta lýtur að. Verður ekki annað séð en að stefndi telji að þessi niðurstaða sé afleiðing lokamálslið a r skýringarákvæðisins við grein 1.3.1 sem kom inn í kjarasamning aðila árið 2014 . Telur stefndi að samkvæmt ákvæðinu eigi félagsmenn stefnanda sem luku burtfararprófi á árunum 2001 - 2014 ekki rétt til endurröðunar með sama hætti og fyrir breytingu na 2014 . 105 Stefnandi telur á hinn bóginn a ð orðalag skýringarákvæðisins um að það gildi fyrir þá félagsmenn vísi til þess að það séu ekki eingöngu þeir sem höfðu þegar raðast sem tónlistarskólakennara r III sem eigi rétt samkvæmt ákvæðinu, heldur einnig þeir sem uppfylli efnisleg skilyrð i ákvæðisins fyrir að raðast sem tónlistarskólakennari III en höfðu ekki fengið slíka röðun . Vísar stefnandi þá enn fremur til þess að í skýringarákvæðinu sé tilgreint að röðunin samkvæmt ákvæðinu gildi um þá þá félagsmenn sem eigi rétt á röðun samkvæmt framangreindu til 1. desember 2018. Lokasetningin feli í sér að ákvæðið sé sólarlagsákvæði með lokadagsetningu 1. desember 2018. 106 Ljóst er að skýringarákvæði ð við grein 1.3.1 í kjarasamningi aðila, eins og því v ar breytt með kjarasamningnum sem undirritaður var 9. desember 2020, er sam k væmt orðalagi sínu miðað við að það taki til þeirra sem eiga rétt til röðunar á grundvelli Gögn málsins bera enn f remur með sér að í aðdraganda samningsgerðarinnar hafi verið ósætti vegna þess misræmis sem gætti í launasetningu tónlistarskólakennara með sömu menntun og rekja mátti til innkomu lokamálsliðar ins við skýringarákvæði í kjarasamningi aðila 2014 sem takmarka ði gildi þess við þá sem höfðu lokið prófi fyrir stofnun tónlistardeildar Listaháskóla Ísland s haustið 2001. Sem fyrr greinir var þessi takmörkun felld brott árið 2020. 107 Þegar litið er til framangreinds , sem og þess að í bókun 5 með kjarasamningi aðila er með skýrum hætti lýst þeirri afstöðu samningsaðila að jafnræði verði tryggt í launasetningu sömu starfa óháð stéttarfélagsaðild , verður að leggja til grundvallar að skýringarákvæði við 1.3.1 við kjarasamning aðila frá 9. desember 2020 taki til þeirra sem l uku menntun sem lýst er í ákvæðinu eftir haustið 2001 til 1. desember 2018. Réttur til viðbótarlauna vegna framhaldsmenntunar 108 Aðila greinir enn fremur á um hvort þeir félagsmenn stefnanda sem falla undir skýringarákvæðið við grein 1.3.1 eigi jafnframt rétt á viðbótarlaunum vegna framhaldsmenntunar í samræmi við ákvæði greinar 1.3.3., þar með talið vegna náms til kennaraprófs, BM, prófs og B.Ed prófs með tónmenntavali. 22 109 Af hálfu stefnda er því mótmælt að kjarasamningur aðila hafi átt að veita félagsmönnum stefnanda , sem falla undir starfsheiti ð tónlistarskólakennari III , rétt til að fá endurskoðun á launaflokkun samkvæmt grein 1.3.3 vegna þeirrar framhaldsmenntunar sem lýst er í skýringarákvæðinu . Í því sambandi vísar stefndi til þess að orðala g kjarasamningsins beri ekki með sér að slík endurskoðun skyldi eiga sér stað. Þá hafi slík endurskoðun hvorki verið rædd við gerð kjarasamnings aðila, né við gerð kjarasamnings FÍH. 110 Eins og rakið er hér að framan gerðu aðilar þessa máls þá breytingu á sk ýringarákvæði 1.3.1. með undirritun kjarasamnings 9. desember 2020 að einleikarapróf , burtfararpróf frá viðurkenndum tónlistarskóla eða samsvarandi menntun , sem og r áðning í Sinfóníuhljómsveit Íslands eða sambærilega atvinnuhljómsveit að undangengnu prufuspili , sem lokið væri á t ímabilinu haustið 2001 til 1. desember 2018 væri fullnægjandi grundvöllur til að falla undir starfsheiti tónlistarskólakennara III. Í ljósi þessa verður að fallast á að frekari framhaldsmenntun þeirra sem uppfylla þessi skilyr ði skýringarákvæðisins um að falla undir starfsheiti tónlistarskólakennara III skuli metin til viðbótarlauna að því gefnu að hún falli undir grein 1.3.3. í kjarasamningi aðila. Að mati dómsins verður ekki séð að efni séu til að gera greinarmun á mati framh aldsmenntunar eftir því hvort tónlistarskólakennari raðast í starfsheitið tónlistarskólakennari III samkvæmt grein 1.3.1 eða skýringarákvæðinu við þá grein , enda sé ljóst að sama menntun sé ekki tvímetin til launa. 111 Í samræmi við framangreint er fallist á þá kröfu stefnanda um að viðurkennt verði að þeir sem eiga rétt á röðun sem tónlistarskólakennari III samkvæmt skýringu við grein 1.3.1 í kjarasamningi aðila sem gildir frá 1. september 2020, á þeim grundvelli að þeir hafi lokið einleikaraprófi, burtfararp rófi frá viðurkenndum tónlistarskóla eða hlotið samsvarandi menntun, eða hafa verið ráðnir í Sinfóníuhljómsveit Íslands eða sambærilegar atvinnuhljómsveitir að undangengnu prufuspili fyrir 1. desember 2018 , allt að uppfylltum forsendum sem koma fram í bóku n 4 með sama kjarasamningi, eigi rétt á þeirri röðun frá 1. september 2020 . 112 Jafnframt er fallist á kröfu stefnanda um að þeir félagsmenn sem eiga rétt á röðun sem tónlistarskólakennari III samkvæmt framangreindri skýringu við grein 1.3.1 eigi rétt á viðbótarlaunum vegna framhaldsmenntunar samkvæmt grein 1.3.3, fyrir hvert fullt námsár, eins og nánar er kveðið á um í ákvæðinu. Þar sem mat framhaldsmenntunar samkvæmt ákvæðinu er bundið vi ð að um sé að ræða nám við viðurkenndan tónlistar há skóla sem svarar til 30 eininga náms á háskólastigi og væri lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, sem og að vera staðfest af viðkomandi kennslustofnun/kennara, hefur dómurinn ekki forsendur til að fa llast á þá kröfu stefnanda, eins og hún er sett fram, um að viðurkennt verði að nám til kennaraprófs, BM prófs og B.Ed prófs með tónmenntavali skuli almennt veita rétt til á viðbótarlaunum vegna þeirrar framhaldsmenntunar. 23 113 Með vísan til þessara úrslita má lsins verður stefnda gert að greiða stefnanda kostnað af rekstri málsins sbr. 1 . mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála , eftir því sem kveðið er á um í dómsorði. 114 Við uppkvaðningu dómsins var gætt ákvæða 1. mgr. 115. gr. nr. 91/1991, um meðfe rð einkamála. Dómsorð: Viðurkennt er með dómi Félagsdóms að félagsmenn stefnanda , sem eiga rétt á röðun sem tónlistarskólakennari III samkvæmt skýringu við grein 1.3.1 í kjarasamningi aðila sem gildir frá 1. september 2020, á þeim grundvelli að þeir hafi lokið einleikaraprófi, burtfararprófi frá viðurkenndum tónlistarskóla eða hlotið samsvarandi menntun, eða hafa verið ráðnir í Sinfóníuhljómsveit Íslands eða sambærilegar atvinnuhljómsveitir að undangengnu prufuspili fyrir 1. desember 2018 , allt að uppfylltum forsendum sem koma fram í bókun 4 með sama kjarasamningi, eigi rétt á þeirri röðun frá 1. september 2020 , og viðbótarlaunum vegna framhaldsmenntunar, samkvæmt grein 1.3.3, fyrir hvert fullt námsár, eins og þar er nánar kveðið á um, Stefndi greið i stefnanda 600.000 krónur í málskostnað.