1 Ár 2015 , miðvikudaginn 14 . október , er í Félagsdómi í málinu nr. 15/2015: SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu (Hilmar Gunnarsson hdl.) gegn íslenska ríkinu (Einar Karl Hallvarðsson hrl.) kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 1 1 . september 2015 . Málið dæma Sigurður G. Gíslason, varaforseti dómsins, Ásmundur Helgason, Guðni Á. Haraldsson, Bergþóra Ingólfsdóttir og Inga Björg Hjaltadóttir. Stefnandi er : SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu, kt. 620269 - 3449, G rettisgötu 89, Reykjavík. Stefndi er : Íslenska ríkið, kt. 5402 69 - 6459, Arnarhvoli, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda: Stefnandi krefst þess að gerðar verði breytingar á skrá, dags. 16. janúar 2015, sem birtist í B - deild Stjórnartíðinda þann 29. janúar 2 015, sem auglýsing nr. 70, á þann veg að eftirtalin störf verði felld úr skránni: Stofnun Svið Starf Þjóðminjasafn Íslands Netstjóri Menntaskólinn í Reykjavík Umsjónarmaður Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Húsvörður Fjölbrautaskóli Suðurnesja Faste ign Umsjónarmaður Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Hússtjóri Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Umsjónarmaður tölvukerfis Fiskistofa Sérfræðingur á sviði rannsókna Landhelgisgæsla Íslands JRCC - Ísland /stjórnstöð Stjórnstöðvarmaður 2 Landh elgisgæsla Íslands JRCC - Ísland /stjórnstöð Stjórnstöðvarmaður Landhelgisgæsla Íslands Flugvöllur Aðstoðarmaður flugvirkja Landhelgisgæsla Íslands Flugvöllur Lager - og innkaupastjóri Landhelgisgæsla Íslands Varðskýli Faxagarði Varðstjóri /varðmaður Land helgisgæsla Íslands Varðskýli Faxagarði Varðstjóri /varðmaður Landhelgisgæsla Íslands Skipadeild Tæknistjóri Landhelgisgæsla Íslands Keflavík Stjórnandi Keflavík Landhelgisgæsla Íslands Keflavík Yfirmaður Mannvirkja Landhelgisgæsla Íslands Keflavík Gag nafulltrúi Landhelgisgæsla Íslands Keflavík Gagnafulltrúi Landhelgisgæsla Íslands Keflavík Kerfisstjóri Landhelgisgæsla Íslands Gunnólfsvíkurfljall Staðarumsjónarmaður Landhelgisgæsla Íslands Stokksnes Staðarumsjónarmaður Landhelgisgæsla Íslands Bolaf jall Staðarumsjónarmaður Landhelgisgæsla Íslands Keflavík Verkefnisstjóri mannvirkja Tryggingastofnun Réttindasvið Tryggingafulltrúi Tryggingastofnun Fjármála - og rekstrarsvið Gjaldkeri Sjúkratryggingar Ísland Tryggingasvið Tryggingafulltrúi í alþjóðad eild Sjúkratryggingar Ísland Tryggingasvið Tryggingafulltrúi í sjúkraþjónustudeild/tannmál Sjúkratryggingar Ísland Deild hjálpartæki og næring Fulltrúi Sjúkratryggingar Ísland Deild hjálpartæki og næring Fulltrúi í bókun reikninga Sjúkratryggingar Ísla nd Verkstæði og lager Verkefnastjóri á verkstæði LSH - Flæðisvið Skrifstofa flæðisviðs Læknaritari LSH - Aðgerðasvið Miðstöð um sjúkraskrárritun/Skjalasafn Læknaritari/Heilbr.ritari /skrifstofumaður LSH - Aðgerðasvið Deildarritarar SFR Heilbrigðisritari / Skr i f ststofumaður LSH - Fjármálasvið Fjárstýring Gjaldkeri LSH - Fjármálasvið Launadeild Verkefnastjóri VinnuStundar Sólvangur hjúkrunarheimili Fasteign Umsjónamaður fasteigna Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Stjórnsýsla Deildarstjóri rafrænnar þjónustu Heil sugæsla höfuðborgarsvæðisins Stjórnsýsla Netstjóri Tollstjórinn Umsjónarmaður tölvukerfis Tollstjórinn Umsjónarmaður tollakerfis Landgræðsla ríkisins Rekstrarsvið Deildarstjóri 3 LSH - Fjármálasvið Verkefnastjóri v/tæknimála Við aðalmeðferð málsins lý sti lögmaður stefnanda því yfir að fallið væri frá kröfu varðandi eftirfarandi starf: Sjúkratryggingar Ísland Deild hjálpartæki og næring Fulltrúi í bókun reikninga. Þá gerir stefnandi kröfu um málskostnað úr hendi stefnda að skaðlausu samkvæmt mati Félags dóms eða framlögðum málskostnaðarreikningi Markarinnar lögmannsstofu hf. Dómkröfur stefnda : Af hálfu stefnda eru gerðar þær dómkröfur að stefndi, íslenska ríkið, verði sýknað af öllum kröfum stefnanda. Til vara er þess krafist að einungis eftirtalin st örf verði felld af gildandi skrá samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 : Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Húsvörður, Fiskistofa sérfræðingur á sviði rannsókna, Sólvangur hjúkrunarheimili Fasteign Umsjónarmaður fasteigna , Tollstjórinn um sjónarmaður tollkerfis, Landspítali - Flæðisvið Skri fstofa flæðisviðs Læknaritari, en að stefndi verði sýknaður að öllu öðru leyti af kröfum stefnanda. Í öllum tilvikum er þess krafist að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað samkvæmt mati Félagsdóms. Málavextir: Ágreiningur málsaðila varðar störf á lista skv. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Samkvæmt gögnum málsins sendi fjármála - og efnahagsráðuneyti ð stefnanda tölvupóst þann 5. desember 2014 . Var þar gerð grein fyrir því að fyrir 1. febrúar 2015 myndi stefndi auglýsa nýja skrá um störf sem falla undir ákvæði 5. tl. 19. gr. laga nr. 94/1986. Kom fram að aflað hefði verið tillagna frá stjórnendum stofnana um breytingar á síðustu auglýsingu. Fylgd i listi í excelskjali til umsagnar með tölvupóstinum og var óskað eftir að athugasemdir myndu berast ráðuneytinu ekki síðar en 12. desember 2014. S tefnand i svaraði framangreindum tölvupósti þann 11. desember 2014 og voru þar settar fram athugasemdir stefn anda við listann. Var tekið fram að stefnandi teldi sjálfsagt að fara yfir málið með stefnda ef þess væri óskað. 4 Stefndi svaraði síðastgreindum tölvupósti að bragði og lýsti því að ráðuneytið vildi gjarnan fara yfir þetta á fundi með stefnanda og fór fundu rinn fram 16. desember 2014. Ekki liggur fyrir fundargerð af fundinum. Þann 5. janúar 2015 sendi stefnand i tölvupóst til fjármála - og efnahagsráðuneytisins þar sem spurst var fyrir um það hvort von væri á frekari svörum um þau störf sem stefnandi hafi tali ð að ættu ekki að vera á listanum. Síðastgreindum tölvupósti var svarað daginn eftir og kom fram að stefndi hafi kallað eftir rökstuðningi frá þeim stofnunum sem um ræddi og myndi gera sitt besta til að koma þeim sjónarmiðum áleiðis til stefnanda áður en e ndanlegur listi myndi birtast. Listinn var birtur í B deild Stjórnartíðinda nr. 70/2015 með útgáfudag 29. janúar 2015. Þann 27. febrúar 2015 sendi stefnandi fjármála - og efnahagsráðuneytinu andmæli sín vegna umrædds lista og lýsti því sjónarmiði að hin um rædda skrá hefði ekkert gildi þar sem ekki hefði verið viðhaft lögbundið samráð við stefnanda, en í öðru lagi að þau störf sem tiltekin eru í stefnukröfum falli ekki undir 5. 8. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Var þess krafist í bréfinu að stefndi lýsti því yfir að viðkomandi starfsmönnum væri heimilt að fara í verkfall, en ella yrði farið með málið fyrir Félagsdóm. Var bréfi þessu svarað með bréfi fjármála - og efnahagsráðuneytisins, dags. 17. mars 2015, þar sem sjónarmiðum stefnanda var hafnað og t ekið fram að stefndi teldi störfin falla undir framangreinda undanþágu og væru þau því réttilega á hinum umdeilda lista. Kemur jafnframt fram í bréfinu að 26. janúar 2015 hafi stefndi hringt í stefnanda og gert grein fyrir því að ekki hefði gefist tími til að senda stefnanda formlegt erindi um umrædd störf fyrir birtingu listans. Við aðalmeðferð gáfu eftirfarandi skýrslur: Stefanía Sigríður Bjarnadóttir sérfræðingur í fjármála - og efnahagsráðuneyti Vegna Þjóðminjasafns: Anna Lísa Rúnarsdóttir, sviðstjór i rannsókna - og varðveislusviðs, Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörð ur . Valbjörn Steingrímsson, sviðsstjóri fjármála - og þjónustusviðs. Vegna Landhelgisgæslu: Auðunn F riðrik Kristinsson, verkefna stjór i aðgerðarsviðs, Höskuldur Ólafsson, tæknistjór i , Jó n B. Guðnason, framkvæmdastjór i lofthelgis - og öryggismálasviðs. 5 Vegna Landsbókasafns: Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, landsbókavörð ur , Edda Guðrún Björgvinsdóttir, sviðsstjór i rekstrarsviðs, Örn Hrafnkelsson, sviðsstjóri varðveislusviðs. Vegna Landgræ ðslu ríkisins: Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri. Vegna Fjölbrautaskóla Suðurlands: Kristján Pétur Ásmundsson, skólameistar i . Vegna Menntaskólans í Reykjavík: Yngvi Pétursson, rektor. Vegna Landspítala: Selma Guðnadóttir, deildarstjóri læknaritarar Erla Dögg Ragnarsdóttir, deildarstjór i - deildarritarar Magnús Birgisson, deildarstjóri - launadeild Sigrún Guðjónsdóttir, deildarstjóri fjárstýringar, Vegna Tryggingastofnunar: Runólfur Birgir Leifsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, R a gna Haraldsdótt ir, framkvæmdastjóri réttindasviðs, Vegna Sjúkratrygginga Íslands: Halla Björk Erlendsdóttir, deildarstjóri í alþjóðadeild Reynir Jónsson, tryggingayfirtannlæknir Björk Pálsdóttir , sviðsstjóri í þjónustu - og hjálpartækjamiðstöð , Vegna Tollstjórans í Reyk javík: Sigurður Skúli Bergsson , aðstoðartollstjóri Vegna Heilsugæslunnar: Jónas Guðmundsson, framkvæmdastjóri f j ármála - og rekstrar. Málsástæður og lagarök stefnanda : 6 Stefnandi kveður dómkröfu sína byggjast aðallega á því að stefndi hafi vanrækt samráðss kyldu samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Það leiði til þess að hin umdeilda skrá hafi ekki réttaráhrif að lögum og því beri að fallast á dómkröfu stefnanda. Ákvæði 19. gr. laga nr. 94/1986 hafi verið skýrt þannig að stefnda beri að senda stefnanda og öðrum stéttarfélögum tillögu að skrá með hæfilegum fyrirvara og óska eftir andmælum. Ef andmæli berist við efni skrárinnar beri stefnda að óska eftir viðræðum við stéttarfélögin og leita samkomulags, sbr. meðal annars dóm Félagsdóms í máli nr. 11/2001. Stefnandi byggi á því að stefndi hafi ekki leitað samkomulags eftir að stefnandi skilaði inn andmælum sínum við hina umdeildu skrá. Stefndi hafi því vanefnt samráðsskyldu sína og brotið gegn grunnreglum stjórnsýslulaga um rannsóknarskyldu, meðalhóf og andm ælarétt, sbr. 10., 12. og 13. gr. laga nr. 37/1993. Fallast beri því á dómkröfu stefnanda. Stefnandi kveður dómkröfu sína byggjast til vara á því að ekki séu uppfyllt skilyrði 5. 8. tl. 1. mgr. 19. gr., sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 varðandi s törfin sem tilgreind séu í dómkröfu. Að auki sé byggt á því að sum starfanna séu ekki tilgreind með nægjanlega skýrum hætti. Stefnandi árétti að ágreiningur um gildi skráa samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 hafi margoft komið til kasta Félagsdóms. M eginreglan sé sú að félagsmönnum stefnanda sé heimilt að gera verkfall með þeim takmörkunum einum sem koma fram í lögum nr. 94/1986. Skrá samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laganna feli í sér undantekningu frá meginreglunni og beri því að skýra þröngt. Af sömu ástæð u þurfi skrá að vera nákvæm og ótvíræð um það til hverra hún taki þannig að ekki leiki vafi við hvern [sé] átt 3/1992. Stjórnvöld beri einnig sönnunarbyrðina fyrir því að störf uppfylli skilyrði 5. 8. tl. 1. m gr. 19. gr. laganna. Þess vegna sé mikilvægt að samráð eigi sér stað áður en skrá sé birt svo ekki fari á milli mála að skilyrði laganna séu uppfyllt. Að mati stefnanda séu framangreind skilyrði ekki uppfyllt varðandi þau störf sem tilgreind séu í dómkröfu . Því til stuðnings vísast til eftirfarandi ÞÍ Stefnandi byggi á því að starf netstjóra uppfylli ekki skilyrði 5. 8. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 og beri því að fella það úr hinni umdeildu skrá. Að minnsta kosti sé það ósannað að starfið uppfylli skilyrði ákvæðisins. Starf húsvarðar Fjölbrautarskólans í FB og umsjónarmanns Menntaskólans í Reykjavík MR og Fjölbrautarskóla Suðurlands FS Stefnandi staðhæfi að FB, FS og MR séu einu fram haldsskólarnir sem geri kröfu um að húsvörður og umsjónarmaður séu við störf í verkfalli. Það bendi til þess 7 að aðrir framhaldsskólar telji ekki þörf á því að húsvörður eða umsjónarmaður séu við störf í verkfalli. Afstaða stjórnenda annarra framhaldsskóla leiði í ljós að umrædd störf uppfylli ekki skilyrði 5. 8. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Til viðbótar við framangreint þá bendi stefnandi á að þrír starfsmenn gegni starfi húsvarðar hjá FB, sbr. heimasíðu skólans http://www.fb.is/skolinn/starfsfolk/ . Óljóst sé hverjum af þessum þremur húsvörðum sé óheimilt að fara í verkfall. Af þeirri ástæðu sé nauðsynlegt að fella starfið úr hinni umþrættu skrá. Starf hússtjóra og umsjónarmanns tölvukerfis hj á Landsbókasafni Íslands LÍH uppfylli ekki skilyrði 5. 8. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 og beri því að fella störfin úr hinni umdeildu skrá. Að mi nnsta kosti sé það ósannað að störfin uppfylli skilyrði ákvæðisins. Sérfræðingur á sviði rannsókna hjá Fiskistofu. ti ekki tilgreint í skrá Fiskistofu um starfsmenn stofnunarinnar, sbr. heimasíðu stofnunarinnar http://www.fiskistofa.is/umfiskistofu/starfsmenn . Skrá stefnda uppfylli því ekki skilyrði 19. g r. laga nr. 94/1986 með þeim réttaráhrifum að fella bera starfið af skránni. Af sömu ástæðu sé það ósannað að starfi uppfylli skilyrði 5. 8. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. LÍ Stefnandi byggi á því að ekker t af þeim störfum, sem tilheyri LÍ, uppfylli skilyrði 5. 8. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Það sé að minnsta kosti ósannað enda hafi stefndi hvorki réttlætt né rökstutt að nauðsynlegt sé að banna fjölda starfsmanna LÍ að fara í verkfall. Stefnandi byggi einnig á því að óljóst sé hvaða starfsmenn það séu sem gegni starfi (1) stjórnstöðvarmanns, (2) aðstoðarmanns flugvirkja, (3) varðstjóra/varðmanns, (4) stjórnanda í Keflavík, og (5) gagnafulltrúa. TR Stefnandi byggi á því að störf sem tilheyri TR uppfylli ekki skilyrði 5. 8. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Þá sé óljóst hvaða starfsmenn það séu sem gegni þessum störfum sem tilheyri TR. SÍ ). 8 Stefnandi byggi á því að stö rf sem tilheyri SÍ uppfylli ekki skilyrði 5. 8. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Þá sé óljóst hvaða starfsmenn gegni starfi (1) tryggingafulltrúa í alþjóðadeild, (2) sjúkraþjónustudeild/tannmál, (3) fulltrúa, og (4) fulltrúa í bókun reikninga. St LSH Stefnandi byggi á því að störf sem tilheyri LSH uppfylli ekki skilyrði 5. 8. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Þá sé óljóst hvaða starfsmenn það séu sem gegni þessum störfum. Umsjónarmaður f asteigna hjá Sólvangi hjúkrunarheimili. Stefnandi byggi á því þetta starf uppfylli ekki skilyrði 5. 8. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. HH Stefnandi byggir á því að störf sem tilheyri HH uppfylli ekki skilyr ði 5. 8. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Starf umsjónarmanns tölvukerfis hjá embætti tollstjóra. Stefnandi byggi á því að starf umsjónarmanns tölvukerfis uppfylli ekki skilyrði 5. 8. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Þá sé óljóst hvaða st arfsmaður það sé sem gegni þessu starfi. Deildastjóri rekstrarsviðs hjá Landgræðslu ríkisins og verkefnastjóri v. tæknimála hjá LSH fjármálasviði. Stefnandi byggi á því að framangreind störf uppfylli ekki skilyrði 5. 8. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94 /1986. Stefnandi kveðst aðallega vísa til ákvæða laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, einkum ákvæða 19. gr. Þá sé vísað til almennra reglna og venja í vinnurétti. Um málskostnaðarkröfu stefnanda sé vísað til 68. gr. laga nr. 80/1938, sbr. 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991. Mál sástæður og lagarök stefnda: Stefndi gerir a thugasemdir við framsetningu dómkra fna og málatilbúnaðar stefnanda um að ekki sé í öllum tilvikum greint frá til hvaða starfa stefna taki eða greint frá fjö lda þeirra starfa sem krafist sé að felld verði af skrá í þeim tilvikum þegar um fleiri en eitt starf sé að ræða. Í einu tilviki sé t.d. getið um 20 störf á 9 u ndanþágulista, en í stefnu komi ekki fram hvort ger ð sé athugasemd við öll störfin eða einungis eitt , eins o g stefnan sé úr garði gerð. Þá geti í einhverjum tilvikum verið u m dag - eða bakvakt að ræða og sé ekki í stefnu greint þar á milli. Rökstuðningur í stefnu um það af hverju stefnandi telji að störf eigi ekki að vera undanþegin verkfalli sé nánast enginn, þó tt ekki sé almennt ágreiningur um að tilgreina beri störf þau sem 19. gr. laga nr. 94/ 1986 geri ráð fyrir að skuli undanþegin verkfalli. Af þessum ástæðum tel ji stefndi ekki hjá þ ví komist að fjalla ítarlega um þessi störf í greinargerð sinni, að því gefnu að málið sé tækt til efnisdóms. Stefndi mótmælir því að ekki hafi verið haft lögbundið samráð við stefnanda við undirbúning og gerð hinnar umdeildu skrár. Stefndi hefji undirbúning skrárin nar í október ár hvert og hafi samráð við ríkisstofnanir og viðkom andi stéttarfélög. Samráð við stéttarfélög fel i st í því að félögin fá i sent , í tölvupósti, yfirlit yf ir þau störf sem stofnanir hafi óskað eftir að séu undanþegin verkfallsheimild. Stefndi ós ki eft ir athugasemdum félaganna og fari samráðið ýmist fram rafræ nt, skriflega eða með sérstökum fundum í fjármála - og efnaha gsráðuneytinu. Í kjölfarið meti stefnd i þær athugasemdir er komið hafi fram bæði frá félögum og stofnunum. Stefndi kveður á kvæði 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 fela í sér samráð við viðkomandi stéttarfélög en í ákvæðinu fel i st ekki að aðilar þurfi að vera sammála eða að stéttarfélögin veiti samþykki sitt fyrir því að ákveðin störf s kuli vera á þeim lista sem um sé deilt. Í samráðsferlinu sé stéttarfélögum gefinn kostur á að koma á framfæri athug asemdum sínu m og sjónarmiðum. Stefndi bregðist við þeim athugasemdum og afli sér, eftir atvikum, nánari upplýsinga frá stofnunum og stét tarfélögum. Endanleg ákvörðun sé tekin af fjármála - og efnahagsráðuney tinu og sé sú ákvörðun birt í umræddum lista. Ú rræ ði það sem um geti í 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 sé til þess fallið að veita stefnda í þessu tilviki rétt til að ákvarða, að undangengnu samráði, hvaða störf skuli undanþegin verkfallsheimild þannig að ríkið geti haldið uppi þeirr i lögbundnu starfsemi sem því sé falið að sinna hverju sinni og að tryggja nauðsynlegustu öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu , sbr. 5. t ölulið og 6. - 8. töluliði 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Stefndi tekur fram að þann 5. desember sl. hafi, í samræmi við ofangreint , verið sendur listi til stefnanda yfir þau störf sem ríkisstofnanir he fðu óskað eftir að kæmu fram á umræddum undanþágulista. Frestur hafi verið veittur til 12. desember 2014 til að koma að athugasemdum. Þann 11. desember hafi stefnda borist erindi frá stefnanda, þar sem komið hafi verið á framfæri athugasemdum og óskað eftir fundi í ráðuneytinu. Þann 16. desember 2014 hafi aðilar hist á fundi í ráðuneytinu þar sem farið var yfir og tekið á móti athugasemdum og rökstuðningi stefnanda. Í kjölfarið hafi ráðuneytið ó skað eftir frekari upplýsingum frá stofnunum um þau störf sem SFR he fði gert athugasemd við. Þann 5. janúar 2015 hafi stefnandi sent ráðuneytinu 10 fyrirspurn um stöðu mála varðandi þau störf er rædd hafi verið á ofangreindum fundi, til ráðuneytisins. Hafi þv í erindi verið svarað þann 6. janúar 2015 í tölvupóst i til stefnanda. Hafi þar komið fram að kallað hefði verið eftir rökstuðningi frá viðkomandi stofnunum og nokkur svör fengist, verið væri að yfirfara þau og að ráðuneytið myndi gera sitt besta til að kom a þeim sjónarmiðum áleiðis til SFR fyrir birtingu listans. Þann 26. janúar 2015 hafi starfsmaður ráðuneytisins hringt í starfsmann stefnanda og útskýrt að ekki hefði gefist tími til að senda félaginu formlegt erindi um umrædd störf fyrir birtingu listans. Engu að síður hafi farið fram lögbundið samráð við gerð og vinnslu undanþágulistans. Stefndi kveður stefnanda hafa fengið, sem fyrr segi , lista með 413 störfum hjá 24 ríkisstofnunum sem til hafi staðið að birta á umræddum lista og sem hafi átt að vera und anþegin verkfallsheimild. Á fundi þann 16. desember hafi verið farið yfir alls 416 störf sem ætlun in hafi verið að setja á un danþágulistann, þar sem óskað he fði verið eftir að bæta við þremur störfum á listann af hálfu stofnana eftir að samráðsferli h ófst. Í endanlegri auglýsingu séu birt alls 382 störf sem varði félagsmenn stefnanda. Að loknu samráði hafi þannig verið fækkað um alls 34 störf frá því sem upphaflega hafi staðið til að birt yrðu á skránni . Stefndi hafnar málsástæðum sem fram komi í stefnu st efnanda, þ.e. í fyrsta lagi að tilvitnuð skrá sé ekki gild þar sem stefndi hafi vanrækt samráðsskyldu skv. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986, að í öðru lagi að störfin séu ekki nægilega vel tilgreind í skránni og í þriðja lagi að störfin uppfylli ekki skily rði 5. 8. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Stefndi kveður m jög virkt samráð skv. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 hafa farið fram, tekið hafi verið á móti athugasemdum og rökstuðningi félagsins og þær rannsakað ar eins og fyrr sé lýst . Leitað hafi verið eftir sjónarmiðum bæði stofnana og stefnanda og rök þessara aðila hafi verið vegin og metin . Ítrekar stefndi að samráð feli ekki í sér að aðilar þurfi að vera sammála um niðurstöðu eða að þar verði náð einhverskon ar samkomulagi, en Félagsdómur sker i úr ágreiningi varðandi listann. Þannig hafi niðurstaða ráðuneytisins verið sú að þau störf sem stefnandi geri athugasemdir við, falli undir undanþágu 5. 8. t l . 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 og eigi því réttilega að vera á skrá yfir störf sem undanþegin séu verkfallsheimild. M eðalhófsreglu hafi verið gætt, enda ber i allt samráðið með sér að unnið hafi verið samkvæmt því sjónarmiði. Stefndi hafi upphaflega veitt frest til 12. desember 2014 til að koma að athugasemdum og hafi þá verið haldinn fundur veg na þeirra athugasemda sem SFR hy gðist gera við umræddan lista. Á þeim fundi hafi verið tekið tillit til athugasemda stefnanda að hluta . Stefndi bendir á að á hverju ári sé sendur listi til stefna nda með þeim störfum sem standi til að birta skv. 19. gr. laga nr. 94/1986. Á hverju ári séu gerðar breytingar, 13 þess að bregðast mætti við neyðarástandi með víðtæ kari undanþágum en 19. gr. geri ráð fyrir. Stefndi tekur fram að í á kvæði 19. gr. laga nr. 94/1986 sé fjallað um störf, en ekki starfsmenn. Megintilgan gur þess sé að tryggja ákveðna starfsemi og að tilteknum störfum sé sinnt, ekki að kveða á um hvaða tilteknu starfsmenn skuli undanþegnir verkfallsheimild. Eigi þetta sérstaklega við þar sem vaktafyrirkomulag sé við lýði. Þannig hafi verið gert ráð fyrir a ð þörf kynni að vera á víðtækari undanþágu en gert sé ráð fy rir í þeim lista sem tilgreini þau störf sem almennt eigi að v era undanþegin verkfalli. Þar sé ekki gert ráð fyrir að nefndin eigi að koma í stað tilgreiningar starfa á undanþágulista. Málsá s tæ ðu m stefnanda sé því mótmælt. Stefndi telur, v a rðandi málsástæður stefnanda sem snerti hvert starf fyrir sig , að það sé sameiginleg röksemdafærsla gagnvart þeim öllum að þar sem í gildandi vinnufyrirkomulagi á viðkomandi stofnunum sé ekki gert ráð fyrir því vinnufyrirkomulagi sem forsendur undanþágulistans gangi út frá þá beri þegar af þeirri ástæðu að fella þau út af listanum. Rök um stefnanda um þörf á annars konar mati á aðstæðum þegar verkfall er í gangi sé því mótmælt. Stefndi mótmælir því jafnframt að v irkt samráð hafi ekki verið viðhaft við gerð þess lista sem stefnt sé ve gna, en skv. málavaxtalýsingu sé ljóst að samráð hafi farið fram og fallist á röksemdir stefnanda að einhverju leyti. Sé litið ti l þeirra starfa sem stefnt hafi verið vegna, kom i stefn di til móts við kröfugerð stefnanda að einhverju leyti. Stefndi byggir á því að í öllum tilvikum sé um störf að ræða þar sem tryggja þurfi nauðsynlegustu öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu . Í öðru lagi sé u m að ræða störf annarra er gegni þeim störfum se m öldungis verði jafnað til þeirra starfa sem getið er um í 6. og 7. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986, sbr. 8. t ölulið 1. mgr. 19. gr. laganna. Stefndi leggur á það áherslu að undanþágulista verði að skoða heildstætt, en að meta það með afmörkuðum hæt ti og út frá einstaka stéttarfélögum hvaða störf eigi að vera á lista, sé óraunhæft . Þau störf sem séu á listanum, hafi í langflestum tilvikum áhrif á önnur störf og séu hlut i af tiltekinni keðju sem verði að vera órofin þegar tiltekin þjónusta sé veit t. V erkfall einnar stéttar hafi þannig veruleg áhrif á störf annarra stétta s em ekki séu í verkfalli og geti þannig komið í veg fyrir, eða a.m.k. haft veruleg áhrif á að nauðsynlegasta þjónusta sé ekki veitt, eða a.m.k. veitt með afar takmörkuðum hætti. Þá gan gi sú röksemd ekki upp að önnur starfsstétt g eti sinnt þeim störfum sem um sé deilt komi til verkfalls, af þeirri ástæðu einnig að sú stétt geti jafnframt boðað til verkfalls. Því sé afar mikilvægt að undanþágulistinn tryggi að ákveðin lágmarksþjónusta sem sé nauðsynleg, leggist ekki af komi til allsherjarverkfalls. Stefndi legg i því til grundvallar tiltekið heildarmat á öllum þeim störfum sem undir eru hverju sin ni. 14 Stefndi telur óhjákvæmilegt að fjalla um hvert og eitt tilvik vegna þeirra starfa sem viki ð er að í stefnu. Þjóðminjasafn Íslands Netstjóri. Stefndi kveður Þjóðminjasafn Íslands vera höfuðsafn á sviði menningarminja og ber i safnið ábyrgð á varðveislu íslensks menningararfs til fram tíðar. S afngripir séu að stærstum hluta varðveitt i r í alls 8 geymslu - og sýningarstöðum á h öfuðborgarsvæðinu en auk þess sé hluti menningararf sins varðveittur í gagnagrunnum eða rafrænu gagnasafni Þjóðminjasafns. Að mati stefnda séu störf netstjóra/kerfisstjóra og umsjónarmanns fasteigna - og öryggismála mjög samtvin nuð þeg ar komi að öryggi menningararfsins og sé mikilvægt að halda báðum störfum á listanum. Stefndi bendir á að nútíma hússtjórnarkerfi og samtengd öryggiskerfi margra húsby gginga sem Þjóðminjasafnið reki á höfuðborgarsvæðinu byggi á tölvutækni. Hita - og raka stig í húsnæði sem hýsi viðkvæma safngripi þurfi stöðuga vöktun og stýringu, en eftirlit með umferð um og umhverfis geymslu húsnæði á Reykjavíkursvæðinu fari að hluta fram í gegnum IP - eftirlitsmyndavélakerfi. Stefndi kveður að netstjóri kom i með virkum hætti að umsjón með þeim tæknibúnaði sem nýttur sé við stjórnun og eftirlit með aðstæð um í húsnæði safnsins og tryggi þannig rétt varðveislu skilyrði safnkostsins. Þá hafi netstjóri umsjón með tæknibúnaði safnsins, þ.e. tölvu kerfi í heild og netþjónum, ann i st afritun og varðveislu ö ryggisafrita. Mikið gagnamagn sé á netþjónum safnsins, þ.á m. gögn sem flokki st sem menningararfur sem Þjóðminjasafnið ber i ábyrgð á að varðveita til framtíðar samkvæmt lögum (þjóðháttaskrár, innskönnuð gömul myndasöfn, fornleifa gögn o . fl.). Netstjó ri sé á útkallslista stofnunarinnar vegn a öryggis - og tæknimála og geti hann þurft að bregðast við á öllum tímum sólarhrings, ekki síður en umsjónarmaður fasteigna - og öryggismála. Stefndi kveður bæði störf vera skilgreind þannig að uta n virks vinnutíma séu þeir á bakvakt vegna öryggis - og tæknimála. Í sa mræmi við starfslýsingu aðstoði netstjóri umsjónarmann f asteigna - og öryggismála ef þurfi . Hann sé tengiliðu r við öryggisþjónustur og sinni m.a. útköllum vegna öryggiskerfa í veikindum/o rlofi umsjónarmanns fasteigna. Þá bendir stefndi á að starf netstjóra sé sérhæft tæknistarf og hafi forstöðumaður stofnunar engar forsendur til að sinna hans verkum, en því hafi áður verið haldið fram. Um sé að ræða starf er varði nauðsynlegustu öryggisgæs lu. Menntaskólinn í Reykjavík Umsjónarmaður. Stefndi kveður umsjónarmann Menntaskólans í Reykjavík hafa, umfram húsvörslu, umsjón með öryggiskerfum, loftræstikerfum og ly ftum stofnunarinnar. Auk þess sé hann tengilið ur við Öryggismiðstöðina sem sjái um þjófavarnarkerfi skólans og brunaboðunarkerfi ásamt vatnsúðunarkerfi, þ.e. sprinklerkerfi Gamla 15 skólans. Ef skynja rar í framangreindum kerfum bili, anni st umsjónarm aður endurnýjun þeirra og hafi þannig umsjón með þessum kerfum fyri r hönd skólans. Umsjón armaður sé ekki á sólarhringsvakt en hafi bú setu á lóð skólans og unnt sé að boða hann til starfa með skömmum fyrirvara ef nauðsyn ber i til. Umsjónarmaður sé því lykilstarf smaður í mörgum atriðum er snúi að öryggisgæslu í starfsemi skólans . Ástæða þess að umrætt starf er á undanþágulista sé vegna öryggisástæðna, þ.e. vegna nauðsynlegrar öryggisgæslu. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Húsvörður. Stefndi telur það vera Félagsdóms að meta hvort þetta starf skuli undan þegið verkfalli, en stefndi geti fallist á að það megi falla brott af undanþágulista. Fjölbrautaskóli Suðurnesja Umsjónarmaður. Stefndi tekur fram að um sé að ræða starfsheiti skv. kjarasamningi. Í starfi umsjónarmanns fel ist að viðkomandi sé rekstrarstjóri húsnæði skólans, en ekki ein göngu húsvörður. Umsjónarmaður eigi sæti í og stýri svokallaðri öryggisnefnd, auk þess að vera kallaður til ásamt skóla meistara ef slys eða óhöpp verði í hús næði skólans. Umsjónarmaður annist öryggi húsnæðisins og hafi eftirlit með því, m eðal annars umsjón með loftræstikerfum ásamt kynding u, kælikerfi mötuneytis og hafi auk þess eftirlit með leka eð a vatnstjóni. Umsjónarmaður anni st eftirlit með bruna - og þjófavarnakerfum skólans, en í húsnæðinu séu mikil verðmæti. Hann anni st eftirlit á kælikerfi netþj ónarými s kólans, en ef það bili eða slái út, séu ne tþjónar skólans í hættu sem hafi bæði í för með sér fjárhagslegt tjón og mikið gagnatap. Umsjónarmaður sé með viðvörunar - og eftirli tsbúnað tengdan í síma og geti komist á eftirlitskerfin í heimatölvu ef því er a ð sk ipta. Umsjónarmaður skólans hafi alla tíð verið á undanþágulista og hafi ekki verið gerð athugasemd við það áður. Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn Hússtjóri. Til að tryggja öryggi þeirra gagna sem Landsbókas afn Íslands Háskólabókasafn eigi eða hafi yfir að ráða telur stefndi að starf hússtjóra verði að vera un danþegið verkfallsheimild. Um sé að ræða nauðsynlegustu öryggisgæslu og eftirlit vegna þe irra gagna sem safnið varðveiti , sem eru hluti af þjóðararfi Ís lendinga. Starf hússtjóra hafi ve rið á undanþágulista svo til frá upphafi, en hann fylgist með öryggisþáttum öryggiskerfa safnsins, s.s. eldvörnum, brunaboðum og stýringu þess varðandi ljós, hita , raka auk stýringar á aðgangi starfsfólks og gesta að rýmum í Þjóðarbókhlöðunni, auk varaeint akasafns í Reykholti. Hann ber i ábyrgð á að ýmsar þjóðargersemar, s.s. handrit, bækur og annað efni sé varðveitt við rétt hita og rakastig og í öruggum geymslum. 16 Stefndi tekur fram að búið sé að verja miklum fjármunum og ótal ársverkum í að varðveita men ninga rarf þjóðarinnar. Ef kerfin bili , eða ef gerð er árás á þau sé hætta á að þetta efni glatist. Um sé að ræða lykilstarf við varðveislu menningararfsins og er húss tjóri á bakvakt ef eitthvað fari úrskeiðis, en það geti orsakað óbætanlegt tjón fyrir ísle nsku þjóðina. Yfirmenn hafi ekki tæknilega þekkingu til að ganga í umrætt starf. Landsbókasafn Íslands - Umsjónarmaður tölvukerfis. Til að tryggja öryggi þeirra gagna sem Landsbókasafn Íslan ds Háskólabókasafn eigi að hafi yfir að ráða telur stefndi að umsjónarmaður tölvukerfis verði að vera und anþeginn verkfallsheimild. Um sé að ræða nauðsynlegustu öryggisgæslu og eftirlit vegna þe irra gagna sem safnið varðveiti , sem séu hluti af þjóðararfi Íslendinga. Starf umsjónarmanns tölvukerfa (kerfisstjóri) hafi verið á undanþágulista frá því safnið flutti í Þjóðarbókhlöðuna árið 1994. Umsjónarmaður tölvukerfis ber i ábyrgð á tölvu - og netkerfum safnsins og þar með talið varðveislu og öryggis stafræns menningararfs, en umfang slíkra gagna aukist ár frá á ri. Umsjón armaður tölvukerfa sjái um að vírus - og öryggisvarnir séu uppfærðar með reglubundnum hætti til að hrinda tölvuárásum á netkerfi og þá hafi hann einnig eftirlit með daglegri afritun, þ.e. taki afrit ( backup ) af stafrænum gögnum safnsins, bæði vinnutengdum g ögn um og varðveislugögnum. Hann sjái einnig um að stýrikerfi, tölvur, netþjónar og netbúnaður virki sem skyldi. Stefndi tekur fram að búið sé að verja miklum fjármunum og ótal ársverkum í að koma menningararfi þjóðarinnar á stafrænt form til varðve islu o g miðlunar. Ef kerfin bili, eða ef gerð er árás á þau sé hætta á að þetta efni glatist. Sem dæmi megi nefna allt efni á vefgáttunum timarit.is, baekur.is, islands kort.is og handrit.is. Einnig sé um að ræða efni í vefsafni, hljóðsafni og fleiri gagnagrunnum . Stefndi kveður s t arf umsjónarmanns tölvukerfis vera lykilstarf vegna varðveislu menningararfs þjóðarinnar og sé umsjónarmaður tölvu kerfis á bakvakt ef eitthvað fari úrskeiðis. Það geti orsakað óbætanlegt tjón fyrir íslensku þjóðina ef það efni sem varðve itt er, glatist. Y firmenn hafi ekki tæknilega þekkingu til að ganga í umrætt starf. Fiskistofa sérfræðingur á sviði rannsókna. Stefndi getur fallist á umrætt starf megi falla brott af undan þágulista þar sem starfið hafi nú verið lagt niður. Landhel gisgæsla Íslands Stefndi tekur fram og leggur áherslu á að það mun i skapast neyðarástand hjá Landhelgisgæslu Íslands að mati stefnda ef þau störf hjá stofnuninni sem tilgreind eru 17 í auglýsingu nr. 70 frá 2015, verði ekki undanþegin verkfallsheimild. Stefn di telur rétt að fjalla fyrst um þau störf sem falli undir aðgerðarsvið Landhelgisgæslunnar, þ.e. störf stjórnstöðvarmanna, varðstjóra/varðmanns o g tæknistjóra í skipadeild. Þá sé fjallað um störf er falli undir flugdeild Landhelgisgæslunnar, þ.e. aðstoðar maður flugvirkja, l ager - og innkaupastjóra. Loks sé fjallað um störf sem falli undir lofthelgi svið Landhelgisgæslunnar, þ.e. yfirmaður mannvirkja, gagnafu lltrúi, kerfisstjóri, staðarums jónarmaður o g verkefnisstjóri mannvirkja. Sé það nokkuð önnur röðun en í stefnu . Að mati stefnda sé fyllilega ljóst um hvaða störf er að ræða. Að mati stefnda sé u öll þau störf sem tilgreind eru á undanþágulista nauðsynleg svo unnt sé að tryggja að Landhelgisgæsla Íslands geti sinnt lögboðnum verkefnum sínum og tryggt eins o g frekast er unnt nauðsynlegustu öryggisgæslu og eftir atvikum nauðsynlegustu heilbrigðis þjónustu á og í kringum Ísland. H vert og eitt starf á listanum sé að mati stefnda órjúfanlegur hlekkur í þeirri viðleitni Landhelgisgæslu Íslands að tryggja öryggi, h eilsu og almenna velferð borgaranna. Stefndi kveður að í öllum tilvikum sé um að ræða störf sem falli undir 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Stefndi bendir einnig á að Landhelgisgæsla Íslands hafi, frá 1. janúar 2011, tekið yfir flest rekstrarverk efni samanber v arnarmálalögin, lög nr. 34/2008 . Með verkefnunum hafi fylg t starfsmenn Varnarmálastofnunar sem fyrir þann tíma h afi ekki haft rétt til að fara í verkfall né taka þátt í verkfallsboðun samanber þáverandi 11. gr. VML. Við breytingar á varnarmá lalögunum sem gerðar hafi verið í árslok 2010 hafi sú grein verið felld niður, án nokkurra skýringa. Stefndi kveður að v ið brotthvarf varnarliðsins frá Ís landi haustið 2006 hafi íslenska ríkið yfirtekið ýmis öryggis - og varnartengd verkefni sem varnarlið ið hafi áður séð um, m.a. r ekstur loftvarnarkerfis og rats járstöðva. Með lögum nr. 34/2008 hafi Varnarmálastofnun verið falin framkvæmd þessara verkefna, m.a. rekstur íslenska loftvarnakerfisins, þ.m.t. fjarskiptastöðva og ratsjárstöðva Atlan t shafsbandalag sins á Ísland, sjá 7. t ölulið upprunalegu laganna, nú 1. t ölulið 1. mgr. 7. gr. núgildandi laga. Í 11. gr. laganna eins og þau hafi verið samþykkt og hafi gilt meðan Varnarmálastofnun var við lýði, hafi verið lagt bann við verkföllum . Sag t hafi í athugasem dum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 34/2008 að þetta væri lagt til í ljósi þess að Varnarmálastofnun færi með framkvæmd varnarmála og mætti ekki lamast vegna verkfalla. Stefndi tekur fram að þegar Varnarmálastofnun hafi verið lögð niður, hafi Land helgisgæslu Íslands og em bætti ríkislögreglustjóra verið falin framkvæmd varnartengdra verkefna af utanríkisráðuneytinu, auk þess sem utanríkisráðuneytið hafi tekið við hluta verkefna á nýjan leik. Um leið hafi 11. gr. laganna verið felld brott úr lögum nr . 34/2008, enda hafi engir starfsmenn verið lengur hjá Varnarmálastofnun og á þeim tíma sem stofnunin var lögð niður hafi ekki endanlega verið búið að ákveð a 18 hvar þau verkefni sem um ræði , yrðu hýst. Af þeim sökum hafi ekki verið unnt að gera ráðstafanir t il þess að tryggja í lögum undanþágu frá verkfallsrétti hjá þeim starfsmönnum sem önnuðust þessi mál hjá nýjum umsj ónaraðilum varnarmála. Þá komi fram að með samningi milli utanríkisráðherra og innanríkisráðherra dags. 30. júlí 2014, um að Landhelgisgæslan og ríkislögreglustjóri annist tiltekin verkefni skv. varnarmálalögum nr. 34/2008, hafi nánar verið kveðið á um hvaða verkefni framangreindum aðilum hafi verið falið að framkvæ ma. Í 2. gr. þess samnings komi m.a. fram að Landhelgisgæslan og ríkislögreglust jóri hafi frá árinu 2011 annast framkvæmd varnartengdra verkefna og tekið yfir ráðningarsamband starfsmanna fyrrum Varnarmálastofnunar þegar sú st ofnun hafi verið lögð niður. Fram komi að augljóslega sé ekki hægt að breyta lögum með samningsákvæðum en um l eið sé af þessu ákvæði ljóst að ráðningarsamningarnir, þ.m.t. ákvæði þeirra um undanþágu frá verkfallsrétti hafi átt að halda gildi sínu. Stefndur kveður það vera afstöðu utanríkisráðuneytisins að í ljósi þess að vilji löggjafans við setningu varnarmálala ga nr. 34/2008 hafi verið skýr, þ.e. starfsmenn sem sinni framkvæmd varnarmála eigi ekki að hafa verkfallsheimild og ennfremur vegna þess að nýir umsjónaraðilar varnarmálaverkefna hafi tekið yfir ráðningarsamninga starfs manna Varnarmálastofnunar, telji uta nríkisráðuneytið nauðsynlegt að starfsme nn Landhelgisgæslunnar sem sinni varnartengdum verkefnum, sé u und anþegnir verkfallsheimild. Þá sé lögð áhersla á að þar sem loftvarnakerfi og ratsjárstöðvar séu mikilvægur hlekkur í vörnum Atlan t shafsbandalagsins, se m snerti öll aðildarríki þess og sérstaklega Íslands, sé óásættanlegt að verkfall verði þess valdandi að umrædd kerfi lamist. Stefndi tekur fram að samfara framangreindum breytingum hafi verið unnin n listi yfir þau störf sem síðar hafi orðið grunnur að au glýsingu um skrá yfir þau störf hjá stofnunum ríkisins sem eru undanþegin verkfallsheimild. Varðandi verkefnin sem L andhelgisgæslan sé ábyrg fyrir í þessu ljósi séu auglýst störf að mati stofnunarinnar í r aun færri en lágmarkskröfur geri ráð fyrir til að u ppfylla öryggis - og varnars kuldbindingar íslenska ríkisins Að mati stefnda sé alveg ljóst að til að uppfylla lágmarks örygg is - og varnarskuldbindingar þurfi alla starfsmenn Landhelgisgæslunnar sem við viðkomandi verkefni starfi, enda í upphafi séð til þes s með 11. gr. fyrrgreindra laga. Stefndi kveður stefnanda gera þá kröfu að fjöldi starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands verði felld út af undanþágulista, sem gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir öryggis - og varn armálarekstur Íslands. Þau verkefni sem Landh elgisgæsla Íslands ber i ábyrgð á séu til að tryggja órofa framkvæmd öryggis - og varnarverkefna og aðrar þjóðréttarlegar skuldbindingar sem Ísland hafi undirgengist. Þessu til viðbótar mun i íslenska ríkið ekki uppfylla samninga um gistiríkjastuðning, þátttö ku í samræmdu 19 loftrýmiseftirliti og loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins og öðru tengdu varnarsamstarfi, þ.e. Ísl and verði fyrsta ríkið innan bandalagsins til að hætta þátttöku í verkefninu vegna verkfalla. Sem dæmi megi nefna að þá mun i flugleiðsaga ver ða mjög takmörkuð komi til verkfalla hjá þeim störfum sem hér er um fjallað, en afurðir úr loftvarnakerfinu hér á la ndi séu einnig nýttar til almennrar flugleiðsögu þ.e. ratsjárgögn og til viðbótar sé fjarskiptabúnaður fyrir flugleiðsögu hýstur á ra tsjár - og fjarskiptastöðvunum. Til viðbótar framangreindu verði upplýsingar frá samstarfsþjóðum Íslands ekki aðgengilegar hér á landi en þeim sé einni g miðlað hér á landi þegar við eigi , til að tryggja almennt flugöryggi. Stefndi kveður ö ryggis - og varnarmannvi rki ásamt ratsjár, fjarskipta og kerfisbúnaðinum hér á landi einnig vera hagnýtt til almannaheilla þ.m.t. sé það hluti af almannavarnarviðbúnaði á Keflavíkurflugvelli auk þess sem hluti öryggisfjarskipta landsins sé hýstur á ratsjár og fjarskiptastöðvunum. Rauntímagögn úr kerfinu séu nýtt til flugleiðsögu, björgunaraðgerða, og til rannsókna eftir að atvik haf i átt sér stað. Stefndi tekur fram að e f framang reind störf verði ekki á undanþágulista, verði Ísland fyrsta ríkið til að leggja niður framkvæmd ör yggis - og varnarverkefna vegna verkfalla. Jafnframt mun i Ísland ekki standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar sem hluti af sameiginlegu varnarkerfi Atlantshafsbandalagsins (NATO). Aðgerðasvið Landhelgisgæslu Íslands Landhelgisgæsla Íslands JRCC - Ísl and/stjórnstöð (Tvö) störf Stjórnstöðvarmanns. Stefndi kveður í upphafi stefnuna vera mjög óljós a um þ að hve mörg störf stjórnstöðvarmanns stefnandi kref ji st að verði fja rlægð af undanþágulista. Ekki sé tilgreint hvort átt sé við um dagvakt, eða næturva kt, en í stefnu séu tvö störf stjórnstöðvarmanns tilgreind. Á undanþágulista fjármálaráðherra séu þrjú störf stjórnstöðvarmanns í dagvinnu og þrjú störf stjórnstöðva rmanns á næturvakt. Mikilvægt sé vegna nauðsynlegrar öryggisgæslu í skilningi 5. t ölulið ar 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 að umræ dd störf séu öll á undanþágulista. Stefndi kveður s tjórnstöð L andhelgisgæslu Íslands (JRCC) vera samhæfingar - og þjónustuaðil a fyrir alla sta rfsemi LHG en undir hana falli ein nig vaktstöð siglinga. Hún hafi sérstöðu umfram hefðbundnar stjórn - eða vaktstöðvar þar sem samræming allrar s tarfsemi Landhelgisgæslunnar fari þar fram. Stjórnstöðin sinni allri neyðarsímsvörun fyrir Landhelgisg æsluna, boði gæslueiningar og viðbragðsaðila í útköll, samhæfi verkefni þeirra og sj ái um fjarskipti. Þessi verkefni séu órjúfanlegur þáttur í verkefnum Landhelgisgæslunnar. Stefndi tekur fram að stjórnstöðin björgunarstjórnstöð sjófarenda og loftfara (MRCC - Maritime Rescue Coordination Center og ARCC - Ai r Rescue Coordination 20 Center) sé áb yrg fyrir skilvirkri skipulagningu leitar - og björgunarþjónustu fyrir sjófarendur og loftför og fyrir samhæfingu framkvæmdar leitar - og björgunaraðgerða innan íslenska leitar - og björgunarsvæðisins. Stjórnstöðvarmenn anni st m eðal annars vöktun fjareftirlit skerfa vegna löggæslu, leitar og björgunar og landamæraeftirlits, móttöku neyðarskeyta og hjálparbeiðna frá sjófarendum og vegna loftfara, aðgerðarstjórnun vegna leitar, björgunar og sjúkraflutnin ga vegna skipa og loftfara, anni st fjarskipti vegna eininga Landhelgisgæslunnar (þyrlur, skip, flugvél og sérhæfð aðgerðarteymi), anni st móttöku tilkynningar vegna mengunar og vöktun gervitunglamynd vegna mengunar og hafís, ann i st samskipti við yfirvöld vegna hafnarríkiseftirlits og miðlun upplýsinga um siglingarör yggi, eig i samskipti við erlendar björgunarstjórnstöðvar og hafi flugumsjón vegna loftfara LHG. Stefndi tekur fram að á stjórnstöðinni þurfi ávallt að vera mönnun í þremur stöðum stjórnstöðvarmanns hverju sinni, allan sólarhringinn, allt árið um kring til þess að tryggja nauðsynlegt öryggi. Ef störfin séu ekki mönnuð í verkfalli, verði ofangreindum verkefnum ekki sinnt og mun i öryggisþjónusta vegna sjófarenda og loftfara, þ.m.t. leit, björgun og sjúkraflutningar á sjó auk aðkallandi sjúkraflutninga á landi með þyrlum raskast verulega eða hreinlega leggjast af. Til að tryggja lágmarks öryggi er það mat stefnda að nauðsynlegt sé að ávallt séu 3 stjórnstöðvarmenn við vinnu , ef slíkt sé ekk i tryggt geti það takmarkað starfsemi eininga stofnunarinnar verulega. Þ að sé mat Landhelgisgæslunnar að það geti skapast hættulegt ástand verði starfið ekki undanþegi ð verkfallsheimild. Þannig verði ekki hægt að boða þyrlur, skip eða loftför í neyðarflug, né halda uppi tryggum fjarsk iptum við þessar einingar sem sé forsenda þ ess að hægt sé að sinna lögbundnum verkefnum á neyðarstundu. Að mati stefnda sé al gjörlega ljóst að ef kalla þurfi til Landhelgisgæslu Íslands vegna verkefna er varð i líf og heilsu bo rgara að þá þurfi umrædd störf í stjórnstöð að vera mönnuð. Stefndi telu r að ef stjórnstöðvarmenn fari í verkfall mun i það hafa mjög alvarleg áhrif á öryggi sjófarenda og almennra borgara og í raun hafa áhrif á alla neyðarþjónustu innan íslenska leitar - og björgunarsvæðisins. Landhelgisgæsla Íslands Varðskýli Faxagarði - V arðstjóri/varðmaður. Stefndi tekur fram að á undanþágulista sé einn varðstjóri/varðmaður tilgreindur á dagvakt o g tveir á næturvakt. Í stefnu s éu greind tvö störf va rðstjóra/varðmanns sem farið sé fram á að felld verði brott. Ekki sé ljóst hvort um sé að ræða dag - eða næturvakt í stefnu sem krafist sé að verði felld af undanþágulista. Stefndi tekur fram að v arðstjórar/varðmenn í varðskýli Landhelgi sgæslu Íslands á Faxagarði vakti hafnaraðstöðu Landhelgisgæslunnar í Reykjavík og þau varðskip sem séu í hö fn þar hverju sinni. Þeir tryggi að engin n óviðkomandi far i um borð í varðskipin og bregðist við ef viðvörunarkerfi fari í gang, t.d. vegna elds, le ka 21 eða af öðrum ástæðum. Þá taki þeir á móti landfestum og slepp i við komu og brottför varðskipanna. Stefndi kveður v arðskip L andhelgisgæslunnar vera löggæslu - og björgunartæki og þegar þau séu í höfn í Reykjavík séu þau oftast nær fullbúin og verði að vera til taks til að fara út með skömmum fyrirvara. Varðskipin séu búin löggæslu - og björgunarbúnaði, þ.m.t. vop num og skotfærum og flóknum og dýrum björgunartækjum. Þá séu þau búin lækningabúnaði og búnaði til sjúkraflutninga, þ.m.t. lyfjum. Varðskipin séu vöktuð allan sólarhringinn, allt árið um kring af varðmönnum sem hafi starfsaðstöðu í varðskýli stofnunarinnar við Faxagarð . Ef viðkomandi störf verði ekki mönnuð, séu varðskip óvöktuð og óvarin. Eina eftirlitið með þessum verðmætu og nauðsynlegu löggæslu - og öryggistækjum verði þá í formi daglegra eftirlitsferða skipherra og yfirvélstjóra . Stefndi telur ljóst að fari varðmenn á Faxaga rði í verkfall geti það haft mjög alvarleg áhrif á öryggi varðskipann a, þ.e. auðveldara en ella verði fyrir óviðkomandi að fara um borð í skipin og fremja á þeim skemmdarverk eða fjarlægja vopn, lyf eða annan búnað og bregðast við ef upp kemur leki, eldur eða bilun á tækjabúnaði. Þetta geti haft áhrif á útkallstíma og hæfni varðskipanna til að sinna neyðar - og öryggisþjónustu. Landhelgisgæsla Íslands Skipadeild Tæknistjóri. Stefndi kveður tæknistjóra skipadeildar ber a ábyrgð á viðhaldi varðskipa og báta Landhelgisgæslunnar . Tæknistjóri sjái um gerð viðhaldsáætlana fyrir skip og báta stofnunarinnar, tilboðsgerð, innkaup á tækjabúnaði, o.s.frv. í samráði við svið s stjóra og yfirmenn viðkomandi eininga. Tæknistjóri ber i ábyrgð á að unnið sé á hagkvæman og skipulegan hátt að þeim markmiðu m og verkefnum sem deildin hafi með höndum og að þjónusta sé til fyrirmyndar þannig að fyllsta öryggis gætt. Stefndi tekur fram að h elstu verkefni tæknistjóra séu tæknilegur rekstur og viðhald skip a og báta stofnunarinnar, samskipti við birgja og undirverktaka vegna viðhalds varðskipa, dagleg innkaup á útgerðarvörum og varahlutum vegna tækja, gerð og eftirfylgni rekstraráætlunar tækni og viðhaldssvið sem og eftirlit með rekstrarkostnaði í samvinnu v ið rekstrarsvið, yfirferð og samþykkt reikninga tækni - og viðhaldssviðs, gerð verkáætlana og útboðsgagna vegna viðhalds og nýsmíði skipa og önnur til fallandi störf sem viðkomandi séu falin á grundvelli menntunar og hæfni. Stefndi te l ur að ef viðkomandi st arfi sé ekki sinnt leggist ofangreind verkefni af. Það mun i hinsvegar ekki hafa veruleg áhrif á daglega starfsemi stofnunarinnar til skamms tíma en til lengri tíma mun i það hafa áhrif á framkvæmd viðha lds varðskipanna. Ef viðhaldi sé ekki sinnt á varðskipu m og bátum til langs tíma geti það 22 haft áhrif á öryggi áhafnar og viðbragðsgetu stofnunarinnar til að annast björgunarverkefni. Flugdeild Landhelgisgæslu Íslands Landhelgisgæsla Íslands Flugvöllur Aðstoða r maður flugvirkja. Stefndi tekur fram að á u ndanþágulista séu þrjú störf aðs toðarmanns flugvirkja. Óljóst sé í stefnu hvort átt sé við öll störfin, eða einungis eitt þeirra. Gengið sé út frá því að krafist sé að eitt star f verði fellt af skrá. Stefndi kveður aðstoðarmann flugvirkja á flugvelli sinn a m eðal annars öryggisgæslu á flu gvellinum þannig að völlurinn sé vaktaður og þurfi aðstoðarmaður að vera til taks allan sólarhringinn allt árið um kring. Hlutverk aðstoðarmanns sé, auk öryggisgæslu og almennra starfa á flugvelli, m.a. að aðstoða flugvirkj a í kringum flug á þyrlum (æfingaflug og útköll/neyðarflug) undirbúa vélar fyrir flugin, draga þyrlur inn og út úr skýli og sjá um eldsneytisáfyllingu á þyrlur Landhelgisgæslunnar . Ef ti l verkfalls aðstoðarmanna komi verði engin öryggisgæsla á flugvellinum og björgunartæki og annar búnaður þar af leiðandi óvarin n fyrir óboðnum gestum og sk emmdarverkum. Ekki sé möguleiki á því að manna þessa öryggisgæslu með öðrum starfsmönnum stofnunarinnar vegna sérhæfnisþjálfunar sem krafist sé auk þess að ekki sé til man nskapur á lausu til starfans. Stefndi tekur fram að aðstoðarmaður flugvirkja sé nauðsynlegur hlekkur í ke ðju sem verði að vera ós litin vegna alls flugs á þyrlum , hvort sem um er að ræða skipulagt æfingarflug eða útkal l/neyðarflug. Eins og áður segi aðstoð i hann flugvirkja við að undirbúa vélarnar, draga þær út og fylla á eldsneyti og eftir flugin að ganga frá þeim aftur og setja inn í skýli. Þetta verk sé sérhæft og kref ji st þjálfunar sem einungis flugvirkjar og aðstoðarmenn bú i yfir. Þetta sé vandasamt ve rk og þurfi oft að vinna í mikl um f lýti og undir álagi. Stefndi telur útilokað að hægt sé að fullmanna stöðu aðstoðarmanns með flugv irkjum. Í neyðarútköllum skipti hver mínúta máli. Það blasi því við að án aðstoðarmanns á vakt geti orðið miklar tafir á bjö rgunarflugi, jafnvel ekki hægt að sinna því í einhverjum tilfellum og með því heilsu og lífi fólks stefnt í hættu. Landhelgisgæsla Íslands Flugvöllur Lager - og innkaupastjóri. Stefndi kveður lager - og innkaupastjóra an n ast öll innkaup, tollaafgreiðs lu og utanumhald varahlutalagers og bókhald fyrir flugvél og þyrlur LHG. Þessi vinna sé mjög sérhæfð og fari öll innkaup fram við erlenda b i rgja og framleiðendur sem hafi nauðsynlegar vottanir. Mjög ströngum og nákv æmum alþjóðlegum verkferlum þurfi að fylg ja við þessi innkaup. Daglega beri st varahlutir vegna viðhalds véla Landhelgisgæslunnar , sem bæði geti verið fyrirséð og undirbúið með fyrirvara eða 23 vegna óvæ ntra bilana sem bregðast verði við hratt og örugglega til þess að niðurtími vélanna sé sem stystur í viðhaldi. Þetta sé flókið og sérhæft starf og það t aki langan tíma fyrir einstakling að öðlast góða þekkingu á varahlutainnkaupum fyrir sérhannaðar þyrlur og flugvélar og komast inn í þ að tengslanet sem nauðsynlegt sé til að varahlutaflæði sé með öruggu m og eðlilegum hætti. Stefndi kveður þ yrlur og flugvélar stofnunarinnar fylgja mjög ít arlegri viðhaldsáætlun sem kalli á örar viðhaldsskoðanir og varahlutaskipti. Slíkt sé gert til að tryggja öryggi áhafna og landsmanna. Kæmi til verkfalls hjá lager - og innkaupastjóra sé ljóst að aðeins væri dagaspursmál hvenær það hefði áhrif á þyrlur , þ.e. að þær stöðvuðust vegna viðhalds sem kallaði á varahlutaskipti og gætu því ekki sinnt neyðarþjónustu eða neyðar - og björgunarflugi. Að mati stefnda yrði með því heils u og lífi fólks stefnt í hættu. Lofthelgissvið Landhelgisgæslu Íslands Stefndi vill sérstaklega benda á að stefnandi kref ji st þess að öll störf á lofthelgisviði verði felld af undanþágulista og hefði það þau áhrif að öryggis - og varnarmálarekstur íslens ka ríkisins myndi lamast algjörlega. Væri það án fordæma innan Atlantshafsbandalagsins. Þá tekur stefndi fram að þ au verkefni sem Landhelgisgæsla Íslands ber i ábyrgð á, sbr. varnarmálalög nr. 34/2008 séu til að tryggja órofa framkvæmd öryggis - og varnarv erkefna og aðrar þjóðréttarlegar skuldbindingar sem Ísland hafi undirgengist, sbr. varnarmálalög nr. 34/2008, samþykkt Norður Atlantshafsráðsins frá 27. júlí 2007 um framkvæmd verkefna hér á landi (MCM 0049/2007) en þar séu tilvísanir í öll þ au verkefni se m hér á landi skuli framkvæma og styðja, samning íslenskra stjórnvalda við Supreme Headquarters Allied Powers Europe (SHAPE Herstjórn NATO) frá 6. apríl 2008, tæknilegt samkomulag við Allied Joint Force Command Brunssum (Samræmingarstjórn NATO) frá 14. j úlí 2008, tvíhliða varnarsamninginn milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda frá 5. maí 1951 og síðari breytingar, Atlantshafssáttmálann (Norður - Atlantshafssamningur) frá 4. apríl 1949 og aðra grannríkjasamninga milli íslenskra stjórnvalda og helstu sams tarfsríkja Íslands. Landhelgisgæsla Íslands Keflavík stjórnandi. Stefndi kveður stjórnanda Lofthelgi - og öryggismálasviðs Landhelgisgæslunnar sjá um daglega framkvæmd öryggis - og varnartengdra verkefna í samræmi við skuldbindingar íslenska ríkisins eins og upp sé talið í varnarmálalögum og öðrum öryggis - og var narskuldbindingum. Starfið feli í sér daglega ákvörðunartöku varðandi framkvæmd öryggis - og varnarmála hér á landi, samþættingu verkefnisins hér á landi og erlendis, samráð við stofnanir og fyr irtæki 24 sem að verkefninu kom i , annars vegar varðandi framkvæmd öryggis - og varnarmála og hins vegar varðandi rekstur og viðhald i nnviða og kerfa. Ef verkefnið sé ekki framkvæmt alla daga ársins á öllum tímum, sé varnar - og öryggis samstarfinu á friðartímum stefnt í voða og alþjóðasamþykktir vanræktar. Stefndi tekur fram að starfið feli í sér umsýslu og daglega stjórnun verkefnisins þ.m.t. sé rekstrarleg ábyrgð, dagleg skipulagning og þá ekki síst ákvörðunartaka varðandi framkvæmd öryggis - og varnarverkefna . Þar á meðal sé rekstur þeirra öryggis - og varnarkerfa sem séu í rekstri hér á landi og einnig séu notuð í almanna þágu . Fjölmargir rekstrarþættir komi að verkefnum er varði almannaheill og flugöryggi , þ.e. sé starfið ekki mannað sé það mat stefnda að þjó ðaröryggi og flugöryggi sé stofnað í hættu. Starfið kalli á 24 tíma aðgengi alla daga ársins. Landhelgisgæsla Íslands Keflavík Yfirmaður mannvirkja. Stefndi kveður yfirmann mannvirkja á öryggissvæðum íslenska ríkisins í Keflavík tryggja og ber a ábyr gð á að öll öryggis - og varnartengd mannvirki, svæði og farartæki séu ávallt í nothæfu ástandi og þeim viðhaldið til að uppfylla öryggis og varnarskuldbindingar í slenska ríkisins. Ef verkefnið sé ekki framkvæmt alla daga ársins sé því varnar - og öryggis sa mstarfi sem Ísland sé þátttakandi í, stefnt í voða og alþjóðasamþykktir vanræktar. Megi geta þess að fjárfest hafi verið í kerfinu fyrir yfir 60 milljarða íslenskra króna. Þá kveður stefndi starf yfirmanns mannvirkja fela í sér ákvörðunartöku varðandi öll aðkallandi umhverfis mál og viðhaldsmál sem ekki geti beðið. Viðkomandi ber i ábyrgð á rekstri öryggismannvirkja á Öryggissvæðunum sem einnig séu hluti af almannavarnarviðbúnaði hér á landi. Verði umræt t starf ekki á undanþágulista sé fyrirsjáanlegt að í ve rkfalli verði umtalsvert tjón á innviðum og aðgengi að mikilvægum öryggismannvirkjum verði ógnað auk þess sem hætta verði á umhverfistjóni. Landhelgisgæsla Íslands Keflavík Gagnafulltrúi. Stefndi bendir á að á undanþágulista séu störf tveggja gagnaf ulltrúa í dagvinnu og störf tveggja gagnafulltrúa í næturvinnu. Í stefnu séu einu ngis tiltekin stör f tveggja gagnafulltrúa. Ekki sé ljóst í stefnu hvort átt sé við störf gagnafulltrúa á dagvakt eða nætu r vakt, eða eitt starf á dagvakt og eitt starf á bakvak t. Stefndi kveður g agnafulltrúa vinna eftir samþykktum og reglum Atlantshafsbandalagsins, þ.e. tryggja framkvæmd Íslands í samræmdu loftrýmiseftirliti og loftrýmisgæslu innan skilgreinds loftrýmiseftirlitssvæðis Atlantshafs bandalagsins. Að lágmarki þurfi tveir starfsmenn að vera á hverri vakt alla daga ársins 24 tíma á dag. Ef verkefnið sé ek ki framkvæmt alla daga ársins sé varnar - 25 og öryggis samstarfi Íslands stefnt í voða og alþjóðasamþykktir og samningar vanræktir. Verkefni gagnafulltrúa feli í sér að auðkenna innan skilgreind s tíma öll loftför sem leið eigi um þann hluta loftrýmiseftirlitssvæðis Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber i ábyrgð á að hafa eftirlit með, vinna úr þeim upplýsingum og miðla áfram til næstu stjórnstöðvar Atlantshafsbandalagsins í Þýskalandi þar sem ákvarðanir séu teknar um aðgerðir hverju sinni. Var ðandi loftrýmisgæslu taki starfsmenn , í samvinnu við þann erlenda liðsafla sem sé hér á landi á hverjum tíma, þátt í framkvæmd loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins hér við land og á jaðarsvæðum okkar næstu aðildarþjóða. Gagnafulltrúar sjá i einnig um fjarskipta - og gagnatengingaþjónustu við herflugvélar og herskip. Til viðbótar framangreindu hafi starfsmenn eftirlit með þeim gögnum sem Atlantshafsbandalagið vinni varðandi umferð hersk ipa og kafbáta á og í hafinu umhverfis Ísland o g á Norður Atlantshafinu og taki þátt í þeirri upplýsingamiðlun, en rétt sé að ítreka að þær upplýsingar séu gríðarlega mikilvægar komi til björgunaraðgerða á framangreindum svæðum og geti skipt sköpum við bjö rgun fólks. Stefndi tekur fram að gagnafulltrúar gegni lykilhlutverki varðandi greiningu verði flugatvik hér við land, á landi eða á Norðu r Atlantshafi. Viðkomandi gegni einnig mikilvægu hlutverki í að trygg ja öryggi flugfara sem leið eigi um Norður - Atlan tshafið , þ.e.a.s. sé verkefnið ekki framkvæmt sé öryggi flugfarþega stofnað í hættu og upplýsi ngum um óauðkennd flugför verði ek ki miðlað til flugfara sem þurfi nauðsynlega á þeim að halda, svo lágmarks flugöryggis sé gætt. Landhelgisgæsla Íslands Kefl avík Kerfisstjóri. Stefndi tekur fram að á undanþágulista séu störf fimm kerf isstjóra í Keflavík. Í stefnu sé einungis tilgreint eitt starf kerfisstjóra og lítur stefndi svo á að einungis sé krafist þess að eitt starf kerfisstjóra verði fellt af undanþá gulista, þrátt fyrir að stefna sé óskýr um þetta atriði. Stefndi kveður kerfisstjóra tryggja að öll upplýsingakerfi þ.m.t. upplýsinga - , stjórn - , hugbúnaðar - og fjarskiptakerfi NATO hér á landi séu rekstrarhæf og þeim viðhaldið á öllum tímum þannig að þátt taka í samræmdu loftrýmiseftirliti og öðrum öryggis - og varnartengdum verkefnum sé tryggð. Ef verkefnið sé ek ki framkvæmt alla daga ársins sé varnar - og öryggis samstarfinu stefnt í voða og alþjóðasamþykktir vanræktar. Stefndi tekur fram að s tarfsmenn geg n i einnig mikilvægu hlutverki í að tryggja öryggi flugfara sem leið eig i um Norður Atlantshafið , þ.e.a.s. sé verkefnið ekki framkvæmt sé öryggi flugfarþega stofnað í hættu en starfsmenn sjá i um rekstur alls kerfisbúnaðar þ.m.t . þann búnað sem nauðsynlegur sé til að deila gögnum varðandi almenna flugleiðsögu sem framkvæmd sé hér á landi af Isav ia. Öllum gögnum til 26 Isavia sé miðlað frá stjórnstöð NATO í Keflavík sem rekin sé af Landhelgisgæslunni. Að mati stefnda sé mikilvægt að öll störf kerfisstjóra á unda nþágulista ve rði undanþegin verkfallsheimild. Landhelgisgæsla Íslands Gunnólfsvíkurfjall/Stokksnes/Bolafjall staðarumsjónarmenn. Stefndi tekur fram að til einföldunar sé fjallað um staðarumsjónarmenn á þessum þremur stöðum, þ.e. á Gunnólfsvíkurfj alli, Stokksnesi og á Bolafjalli , hér á einum stað. Um sé að ræða sömu störf en á mörgum stöðum á landinu. Stefndi kveður s taðarumsjónarmenn tryggja rekstur ratsjár - og fjarskiptastöðva Íslands, þ.e. rekstur, öryggi og aðgengi. Stöðvarnar gegn i mikilvægu hlutverki í almanna - og öryggisfjarski ptum Íslands þ.e. á stöðvunum sé hýstur fjarskiptabúnaður fyrir öryggisfjarskipti og símafyrirtæki landsins. Ef verkefnið sé e kki framkvæmt alla daga ársins sé öryggisfjarskiptum og varnar - og öryggis samstarfi stefnt í voða. Stefndi leggur sérstaka áherslu á a ð stöðvist rekstur stöðvanna sé ekki hægt að vinna upplýsingar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í Keflavík, þ.e. alþjóðaskuldbin dingar hvað flugsamgöngur varði verði ekki uppfylltar, flugöryggi sé stofnað í hættu og almannahagsmunum þar sem öryggisfjarskipti mun i lamast á þeim svæðum sem stöðvarnar þjón i . Flugfjarskipti og flugleiðs aga verði takmörkuð þ.e. nauðsynleg gögn mun i ekki berast frá stöðvunum. Framkvæmd flugleiðsögu mun i að hluta til færast í handvirka óöruggari framkvæmd o g inn á önnur flugumsjónasvæði. Stefndi telur a ð það að hafa stöðvarnar ómannaðar skapi hættu á tjóni á stöðvunum, vegum og öðrum mannvirkjum auk þess sem ekki sé þá hægt að fyrirbyggja umhverfistjón vegna t. d. olíuleka. Öryggiskerfin verði ekki vöktuð og ekki verði brugðist við viðvörunum frá þeim. Stefndi bendir á að stöðvarnar og búnaðurinn í þeim kost i tugi milljarða , verði tjón á stöðvunum sé óljóst hvort hægt verði að koma þeim aftur í rekstur. Landhelgisgæsla Íslands Keflaví k Verkefnisstjóri mannvirkja. Stefndi kveður verkefnisstjóra mannvirkja í Keflavík vera ábyrgan fyrir viðhaldi allra mannvirkja á Öryggissvæðinu á Keflaví kurflugvelli og sinni jafnframt starfi staðarumsjónarmanns á ratsjár - og farskiptastöðinni á Miðnesh eiði. Ef verkefnið sé ek ki framkvæmt alla daga ársins sé varnar - og öryggis samstarfinu stefnt í voða með þeim afleiðingum eins og áður hafi verið lýst. Stefndi tekur fram að ó rofa rekstur stjórnstöðvar og ratsjár - og fjarskiptastöðva sé grundvöllur þess a ð hægt sé að uppfylla kröfur hér á landi um lágmarks þátttöku í loftrýmiseftirliti og loftrýmisgæslu og þar með tryggja almennt flugöryggi . Verði staðan ekki mönnuð þá sé öryggis - og varnarhagsmunum ógnað og flugöryggi stofnað 27 í hættu. Mannvirkin á Öryggis svæðinu séu einnig hluti af almannavarnarvið - búnaðinum á Keflavíkurflugvelli. Án reglulegs eftirlits með mannvirkjum skapi st hætta á umtalsverðu eignatjóni þ.m.t mannvirkjum auk þess sem ekki sé þá hægt að fyrirbyggja umhverfistjón vegna t.d. olíuleka. Sam andregið um helstu afleiðingar þess að framangreind störf Landhelgisgæslu Íslands verði tekin af umdeildri skrá: 1. Loftrýmiseftirlit og loftrýmisgæsla verð i ekki framkvæmd. Eftirlit með óauðkenndu flugi á Norður Atlantshafi mun i liggja niðri og almennu f lugöryggi ógnað á sama tíma. 2. Frá Íslandi mun i ekki berast rauntíma upplýsingar um loftrýmiseftirlit á Norður Atlantshafi. Ekki verð i hægt að treyst a á órofa upplýsingaflæði frá landinu. Flugleiðsögu og flugöryggi verð i stofnað í hættu þar sem upplýsing ar um óauðkennd flugför mun i ekki berast til flugfara. Eftirlit með flugi ríkisfara mun i liggja niðri. 3. Ekki verð i hægt að framkvæma loftrýmisgæslu við Ísland. 4. Til Íslands mun i ekki berast rauntíma upplýsingar frá samstarfsþjóðum og þeim upplýsingum því ekki miðlað hér á landi til þeirra sem gætu þurft á þeim að halda við björgunaraðgerðir og fleira. 5. Flugleiðsaga mun i verða mjög takmörkuð og flugöryggi ógnað. Taka verð i upp að hluta til handvirka flugleiðsögu með takmörkunum á afkastagetu og flugör yggi. 6. Almenn flugfjarskipti sem hýst séu á ratsjár - og fjarskiptastöðvunum mun i leggjast af og hafa verulega hamlandi áhrif á flugleiðsögu og flugöryggi, sjá lið 2. 7. Ekki verð i hægt að veita upplýsingar komi til alvarlegra flugatvika en Landhelgisgæs lan í Keflavík vinn i greiningar úr kerfunum fyrir rannsóknarnefnd flugslysa. 8. Mannvirki á öryggissvæði verð i ekki til afnota fyrir almannavarnaráætlun Keflavíkurflugvallar. 9. Gistiríkjastuðningur sem íslenska ríkið h afi skuldbundið sig til að veita ver ð i ekki til staðar. 10. Á ratsjár - og fjarskiptastöðvunum sé hýstur farskiptabúnaður fyrir öryggis - og almenn fjarskipti. Komi til að rekstur stöðvanna stöðvist mun i framangreind fjarskipti skerðast og að lokum falla niður. 11. Hætta sé á tugmilljóna tjó ni við að koma kerfum aftur í notkun. 28 12. Möguleg get i sú staða komið upp að kostnaðarlega verið ekki hægt að hefja rekstur aftur, að hluta til eða öllu. Búnaðurinn sem kost i tugi milljarða sé ekki hannaður til að stoppa eða stöðvast. 13. Eftirlit með ver ðmætum byggingum og kerfum mun i liggja niðri og fyrirséð að umtalsvert tjón mun hljótast af því. Tjónið verð i aðeins bætt með hagræðingu í útgjöldum en dýrasti útgjaldaliðurinn sé launakostnaður. 14. Ekki verð i hægt að tryggja umhverfistjón vegna olíuleka frá þeim olíubirgðum sem séu á ratsjár - og fjarskiptastöðvunum. Öryggis - og eftirlitskerfi Íslands verð i óvöktuð og óvarin. Tryggingastofnun Stefndi kveður Tryggingastofnun greiða yfir 60 þúsund einstaklingum lífeyrisgrei ðslur um hver mánaðarmót. Um sé að ræða greiðslur vegna ellilífeyris, örorkulífeyris, endurhæfingarlífeyris og annarra bótaflokka t il landsmanna. Mjög mikilvægt sé að greiðslur stöðvist ekki algerlega þó svo að önnur starfsemi leggist af, ef til verkfalls kemur. Ef þau störf sem unnin er u af félagsmönnum stefnanda þ.e. Stéttarfélag s í almannaþjónustu (SFR), verði tekin af umræddum undanþágulista, mun i bótagreiðslur stöðvast og yfir 60 þúsund landsmanna ekki fá greiddan lífeyri. Stefndi vill leggja áherslu á að lífeyrisgreiðslur séu samb ærilegar og launagreiðs lur en þeir starfsmenn sem vinni m.a. hjá Fjársýslu ríkisins og sjá i um launagreiðslur til opinberra starfsmanna séu undanþegnir verkfallsheimild. Flestir viðskipta vina Tryggingastofnunar reiði sig á lífeyrisgreiðslur til framfærslu, en án þeirra gætu þeir ekki framfleytt sér og fjölskyldu sinni, greitt lyf, mat eða aðra nauðsynjavöru. Sé því um öryggisatriði að ræða að viðkomandi störf séu á undanþágulista. Stefndi bendir á að í 6. t ölulið 1. mgr . 19. gr. laga nr. 94/1986 komi fram að undanþegnir verkfallsheimild séu starfsmenn launadeilda sveitarfélaga. Í 8. t ölulið sama ákvæðis k omi fram að undanþegnir séu verkfallsheimild þeir starfsmenn sem lögin ná i til, sem gegn i störfum sem öldungis verði jafnað til þeirra starfa sem getið sé um í 6. 7. t öluliðum ákvæðisins. Að mati stefnda verð i umræddum störfum hjá Tryggingastofnun öldungis jafnað þeirra starfa sem um sé getið í 6. t ölulið ákvæðisins, sbr. það sem áður sé rakið og k omi einnig fram í greinargerð með frumvarpi því er varð að lögum nr. 94/1986. Tryggingastofnun - Réttindasvið - Tryggingafulltrúi. Stefndi kveður tryggingarfulltrúa á rétti ndasviði Tryggingarstofnunar sjá um að fara yfir allar lífeyrisgreiðslur og gera villuprófanir um hver mánaðarm ót. Ef sá starfsmaður sem geg ni umræddu starfi leggi niður störf, verði ekki hægt að greiða lífey risþegum þær bætur sem þeir eigi rétt á. 29 Tryggingastofnun Fjármála - og rekstrarsvið - Gjaldkeri. Stefndi kveður g jaldker a á fjármálasviði Tryg gingastofnunar fá villuprófaðan lista f rá tryggingafulltrú a fyrir hver mánaðarmót og gefi samþykki sitt til að greiða út úr bótakerfinu. Um sé að ræða starf sem sé nauðsynlegur hlekkur í greiðslu bóta sbr. ofangreint. Sjúkratryggingar Íslands Tryggingasvið Tryggingafulltrúi í alþjóðadeild . Stefndi kveður t ryggingafulltrúa í alþjóðadeild Sjúkratrygginga Íslands afgreiða umsóknir um meðferð og innlagnir sjúklinga erlendis. Ef sjúklingur sem staddur er erlendis, sé brýn nauðsyn á að komast á sjúkrahús þá þurfi umsókn um slíkt að berast til S Í sbr. lög um sjúkratryggingar nr. 112/ 2008. Ef umsókn sé samþykkt þurfi að senda tilkynningu erlendis á viðkomandi sjúkrahús, upplýsa viðkomandi fl ugfélag og í sumum tilvikum þurfi að upplýsa te ngiliði erlendis o.fl. Hér geti t.d. verið um að ræða börn se m fæðast með hjartaga lla, líffæraþega o.fl. sem þurfi að kom ast án tafar á sjúkrahús. Sama eigi við vegna slysa erlendis. Án þessarar starfsemi mun i sjúkratryggðir einstaklingar ekki eiga kost á lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Um sé að ræða nauðsynle gustu heilbrigðisþjónustu. Sjúkratryggingar Íslands Tryggingasvið Tryggingafulltrúi í sjúkraþjónustudeild/tannmál. Stefndi kveður t ryggingafulltrúa í sjúkraþj ónustudeild/tannmálum afgreiða beiðnir um kostnaðarþátttöku vegna tannviðgerða. Ef be iðnir eru ekki afgreiddar, verði tannlæknar að innheimta fullt ve rð hjá sjúklingi sem aftur geti leitt til þess að hann eigi ekki kost á nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Sjúkratryggingar Íslands Deild hjálpartæki og næring Fulltrúi. Stefndi kveður f ulltr úa í Hjál partækjamiðstöð afgreiða umsóknir um lífsnauðsynleg hjá lpartæki og næringarefni. Um sé ræða hjálpartæki og næringu fyrir mjög veika og eða fjölfatlaða einstaklinga. Helst sé hér um að ræða öndunarhjálpartæki, sjúkrarúm og lífsnauðsynlega næringu, s.s. sondunæringu o g amínósýrublöndu. Að auki geti þetta verið mjög dýr búnaður og ekki hægt að gera ráð fyrir að umsækjendur, aðstandendur hafi bolmagn til að fjármagna. Um sé að ræða nauðsynlegustu heilbrigðisþjónustu. Sjúkratryggingar Íslands Verkst æði og lager Verkefnisstjóri á verkstæði. 30 Stefndi tekur fram að f jölmargir sjúklingar séu algjörlega háðir sínum hjálpartækjum við allar athafni r daglegs lífs. Þegar fram komi bilun sé nauðsynlegt að verkefnastjóri verkstæðis sé til staðar og geti brugð ist við þeim atvikum sem komi upp hverju sinn i. Verkefnastjóri á verkstæði sé vélfræðingur sem geti gert við öll hjálpartæki. D æmi um bilanir sem bregðast þurfi við séu t.d. að sjúkrarúm er í of hárri stöðu og notandi k omist ekki út úr rúminu eða í það. An nað dæmi sé bilun í loftfestri lyftu þar sem notandi er fastur í lyftu sem er notuð til að koma einstaklingi t.d. úr rúmi yfir í hjólastól eða f rá rúmi inn á baðherbergi. Um sé að ræða nauðsynlegustu heilbrigðisþjónustu. Landspítali - Flæðisvið Skrifstof a flæðisviðs Læknaritari. Stefndi telur ekki ástæðu til að starf læknaritara á skrifstofu flæðisviðs verði á undanþágulista. L andspítali - Aðgerðasvið Miðstöð um sjúkraskrárritun/Skjalasafn Læknaritari/Heilbr.ritari/skrifstofumaður. Stefndi bendir á að eins og fram komi á skrá ríkisins yfir störf sem undanþegi n eru verkfallsheimild tilheyri umrædd störf skurðlækningasviði Landspítalans eins og fram komi í auglýsingu stefnda, en ekki aðgerðarsviði eins og ranglega sé tilgreint í stef nu. Í fyrirsögn ums agnarinnar sé vísað til starfanna á a ðgerðarsviði, eins og fram komi í stefnu en þau séu hins vegar á skurðlækningasviði eins og áður s egi . Stefndi vill taka fram í upphafi að stefna sé mjög óljós um þ að hve mörg störf læknaritara/heilbrigðisritara og skr ifstofumanns stefnandi kref ji st að felld verði af undanþágulista. Á undanþágulista séu alls tu ttugu slík störf, en í stefnu sé einungis eitt star f tilgreint á lista. Sem dæmi megi nefna að á öðrum stað í stefnu þar sem stefnandi listi upp tvö störf, séu þr jú störf á undanþágulista. Stefndi tekur fram að á Landspítala hvíli skylda til að tryggja að sjúkraskrárupplýsingar séu færðar í sjúkraskrár sjúklinga, sbr. lög nr. 55/2009 um sjúkraskr ár. Sjúkraskrárupplýsingar skuli færðar jafnóðum eða að jafnaði innan tuttugu og fjögurra stunda frá því að þeirra var aflað. Á Landspítala séu það læknaritarar, heilbrigðisritarar og skrifstofumenn sem sjá i að mestu leyti um skráningu sjúkraskrárupplýsinga og því sé nauðsynlegt að hafa hluta þessara einstaklinga við störf til að spítalinn geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu og veiti um leið nauðsynlegustu heilbrigðisþjónustu. Stefndi kveður Miðstöð um sjúkraskrárritun og skjalasafn LSH hafa orðið til árið 2010 og við það hafi öll sjúkraskrárumsýsla spítalans verið sameinuð undir einum hatti. Það sé mat stjórnenda LSH að til þess að hægt sé að uppfylla nauðsynlega skráningu og varðveislu upplýsinga í sjúkraskrá sjúklinga annarsvegar og hinsvegar 31 að fullnægja upplýsingagjöf úr eldri sjúkraskrám þurfi 20 stöðugildi læknaritara /heilbrigðisr itara/skrifstofumanna af 56, eða rétt um þriðjungur starfanna , að vera á skrá yfir störf sem undanþegin séu verkfallsheimild. Stefndi tekur fram að g erð sé krafa um að upplýsingar vegna bráðasjúkraskráa liggi fyrir sem næst rauntíma og alls e kki seinna en 6 klukkustundum eftir komu á tímabilinu 06:00 til 20:00 á virkum dögum og um helgar frá 12:0 0 til 20:00. Nauðsynlegt s é að sinna lág marksþjónustu í skrifum er varði áframhald meðferðar og líf sjúklinga eins og t.d. röntgenrannsóknir, meinafræ ðisvör, hjartaómanir, hjartaþræðingar, meðferðir við lifrarbólgu, lungnarannsóknir, álagspróf, Holterrannsóknir (hjartasíriti), aðgerðalýsingar, bráðamóttökuskrár, vökudeildarnótur, taugalækningasvör og sjúkraskrár svo fátt eitt sé nefnt. Ef þessir læknari tarar/heilbri gðisritarar/skrifstofumenn verði ekki við störf til að skrifa niðurstöður og innlestur á sjú kraskrám verði ekki hægt að hefja meðf erðir og gera aðgerðir sem geti leitt til langvarandi veikinda og jafnvel dauða. Þá telur stefndi það vera nauðs ynlegt að hafa að lágmarki 2 starfsmenn á s kjalasafni því nauðsynlegt geti verið að nálgast eldri skrár, þ.e. fram til ársins 2000 sem séu á pappírsformi við mat og ákvörðun um meðferð sjúklinga. LSH - Aðgerðasvið Deildarritarar SFR Heilbrigðisritari/sk rifstofumaður. Stefndi bendir á að eins og fram komi á skrá ríkisins yfir störf sem undanþegin eru verkfallsheimild tilheyri umrædd störf skurðlækningasviði LSH en ekki að gerðarsviði eins og ranglega sé tilgreint í stefnu, en það komi skýrlega fram í augl ýsingu stefn da. Í fyrirsögn umsagnarinnar sé vísað til starfanna á a ðgerðarsviði, eins og fram komi í stefnu en þau séu hins vegar á skurðlækningasviði eins áður s eg i. Stefndi vill taka fram í upphafi að stefna sé mjög óljós um þ að hve mörg störf Heilbrig ðisritara og skrifstofumanns stefnandi kref ji st að felld verði af undanþágulista. Á undanþágulista séu alls sex slík störf, en í stefnu sé einungis eitt star f tilgreint á lista. Sem dæmi megi nefna að á öðrum stað í stefnu þar sem stefnandi listi upp tvö s törf, séu þrjú störf á undanþágulista. Stefndi kveður þau störf sem um ræði tilheyra bráðalegudeildum spítalans. Það séu heila - , tauga - og bæklunarskurðdeild, bæklunarskurðdeild, HNE - , lýta - og æðaskurðdeild, hjarta - , lungna - og augnskurðdeild, skurðlækni ngadeild og skurð - og þvagfæraskurðl ækningadeild. Miklu máli skipti að á umræddum deildum séu starfandi heilbrigð isritari/skrifstofumaður enda sé hlutverk þeirra á deildunum afar m ikilvægt. Starfsemi deildanna sé því háð því að störf þeirra séu framkvæmd. Heilbrigðisritarar/skrifstofumenn bráðalegudeilda sjá i m.a. um sjúklingabókhald deildanna, þar með talið innritanir, útskriftir og önnu r skráningaratriði sem til falli. Viðkomandi haldi utan um sjúkraskrár deildarinnar, finn i til eldri gögn ef með þarf og 32 gang i frá sjúkraskrám sjúklinga skv. reglum LSH. Þá sjá i heilbrigðisritarar/skrifstofu - menn um að útfylla pantanir um rannsóknir fyrir sjúklinga deildanna skv. fyrirmælum og útvega rannsóknarsvör. Jafnframt sjá i þeir um skráningu raunmönnunar í sjúklingafl okkun og um pantanir og frágang á vörum. Loks sinn i heilbrigðisritarar/ - skrifstofumenn símavörslu á deild, móttöku, frágang i pósts, kom i skila boðum til réttra aðila, liðsinni sjúklingum , starfsfólki og gestum, aðstoði deildarstjóra við að útvega starfsfólk á þær v ak tir sem vanti á, ýmis ritara störf o.fl. Stefndi kveður ö ryggi sjúklinga deildanna vera háð því að störf heilbrigðis - ritara/skrifstofu manna séu unnin og eigi það jafnframt við í verkfalli. Afar mikilvægt sé að þeir heilbrigðisstarfsmenn sem sinni sjúklingum hafi fengið upplýsingar úr sjúkraskrám með tilliti til áframhaldandi meðferðar sjúklings, að rannsóknir séu pantaðar og að ábyrgur sérfræðingur fái rannsóknarniðurstöður. Stefndi legg i því áherslu á að kröfu stefnanda um að heilbrigðisritarar/ skrif - stofumenn bráðalegudeilda verði felldir úr af skrá yfir störf sem undanþegin eru verkfallshei mild verði hafnað, þar sem um sé að ræða lið í nauðsynlegustu heilbrigðisþjónustu. LSH - Fjármálasvið Fjárstýring Gjaldkeri. Stefndi kveður g jaldkera fjá rstýringar sinna veigamiklu hlutverki er lúti að öry ggi sjúklinga. Nauðsynlegt geti verið að greiða fyrir niðurstöður á erlendum rannsóknum áður en þæ r séu sendar á spítalann. Sinni gjaldkeri því verkefni. Þá geti þurft að greiða fyrir lífsnauðsynlega íhlu ti og ýmsa aðra sjúkrahúsvöru sem ekki sé afhent nema gegn staðgreiðslu. Sama eigi í sumum tilvikum við um varahluti vegna lækningatækja sem nauðsynlegt sé að fá afhenta án tafar. Loks sé ekki hægt að taka við greiðslum fyrir veitta þjónustu frá t.d. ósjúk ratryggðum einstaklingum sem séu að fara úr landi ef gjaldkeri sé fjarverandi. Stefndi tekur fram að það a ð hafa gjaldkera ekki við störf í verkfalli geti því haft alvarlegar afleiðin gar fyrir sjúklinga ef töf verði á því að rannsóknarniðurstöður, íhlutir eð a varahlutir í lækningatæki beri st. Stefndi telur því ekki annað forsvaranlegt en að hafa einn gjaldkera við störf meðan á verkfalli standi til a ð tryggja öryggi sjúklinga. Um sé að ræða lið í nauðsynlegustu heilbrigðisþjónustu. Landspítali - Fjármálasv ið Launadeild Verkefnastjóri VinnuStundar. Stefndi kveður s tarf verkefnastjóra Vi nnuStundar falla undir 6., sbr. 8. tölulið 19. gr. laga nr. 94/1986. Starfið sé sérhæft og kref ji st mikillar reynslu og skilnings á launavinnslu, vaktavinnu, kjarasamning um, sérstaklega vinnutímakafla kjarasamninga og þekkingar á þeim kerfum sem unnið sé með á launadeildinni, þ.m.t. launa - og st arfsmannakerfinu. Starfinu gegni nú tveir starfsmenn. 33 Stefndi tekur fram að Vinnustund sé hugbúnaður sem samanstandi af vaktskema gerðarkerfi og vinnutí makerfi starfsmanna. Vaktskrá sé gerð fram í tímann í hugbúnaðinum og þannig verði til vaktskema fyrir alla vaktavinnumenn hj á stofnuninni. Starfsmenn stimpli sig inn til vinnu og séu tímastimplanirnar varðveittar í hugbúnaðinum. Stim planir séu bornar saman við vaktskema fyrir vaktavinnufólk eða vinnutímaskipulag hvers og eins dagvinnumanns og á grundvelli ákvæða kjarasamnings séu þær túlkaðar yfir í launaforsendur sem síðan séu fluttar yfir til greiðslu í gegnum launakerfið. Það sé hl utverk verkefnastjóra Vinnustundar að sjá til þess að þetta ferli gangi vel og hnökralaust fyrir sig og án þessara starfsmanna sé alls ekki hægt að tryggja réttmæti launagreiðslna til starfsfólks eða yfirleitt að þær eigi sér stað með eðlilegum hætti. Stef ndi vekur í þessu samhengi athygli á að nær án undantekninga séu þeir starfsmenn sem annast launagreiðslur hj á hinum ýmsum stofnunum á undanþágulistum. Stefndi kveður v erkefnastjóra leiðbeina þeim starfsmönnum LSH sem sjá i um gerð vaktskráa og fylgjast me ð að það sé rétt gert. Þá fylgi st verkefnastjórar með því miðlægt að ákvæði samninga um vinnutíma séu virt og að gerð vaktskráa og vinnutími starfsmanna endursp egli það. Verkefnastjórar fylgi st með færslum starfsmanna sem starfa á fleiri en einni deild eða sviði og sjá i til þess að þeir njóti þeirri réttinda sem fylgi því að vinna á einni stofnun. Verkefnastjórar fylgi st með villulistum og keyrslum og sjá i til þess að brugðist sé við með eðlilegum hætti. Þeir aðlag i reiknireglur og virkni hugbúnaðarins og s já i til þess að það sé í samræmi við ákvæði laga og kjaras amninga. Verkefnastjórar aðstoði og leiðbeini launafulltrúum í starfi þeirra. Stefndi tekur fram að v erkefnastjórar séu lykilmenn þegar komi að greiðslu launa í verkföllum því frádráttur frá launum vegna boðaðra verkfalla sé framkvæmdur miðlægt af Fjársýslu ríkisins en endurgreiðslur til þeirra starfsmanna sem vinni í verkföllum séu f ramkvæmdar hjá launadeild LSH á grundvelli þeirra upplýsinga sem séu í Vinnustund. Mönnunarlistar á grundvelli undanþ águlista séu einnig búnir til innan Vinnustundar. Stefndi telur að á n verkefnisstjóra Vinnustundar á launadeild LSH sé vandséð að hægt væri að greiða starfsmönnum í stéttarfélögum í verkfalli laun vegna vinnu sem unnin er á grundvelli undanþágu. Starfið sé það sérhæft að yfirmaður gangi að öllu jöfnu ekki inn í alla þætti þess. LSH - Fjármálasvið Verkefnastjóri v/tæknimála. Stefndi vekur athygli á að sá starfsma ður sem geg n i umræddu starfi sé ekki í stéttarfélagi stefnanda. Geti því stefnandi ekki krafis t þess að starfið verði fellt af 34 lis tanum. Sá starfsmaður sem gegni starfinu sé í Kjarafélagi viðskipta - og hagfræðinga. Sólvangur hjúkrunarheimili Fasteign Umsjónarmaður Fasteigna. Stefndi fellst á að umrætt starf verði fellt út af undanþágulistan um. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Stefndi bendir á að eingöngu starfsmenn deildar rafrænnar þjónustu hafi aðgang og þekkingu á nauðsynlegum tölvukerfum og á búnað í tölvusal sem sé nauðsynlegur liður í rekstri stofnunarinnar. Ákveðnir starfsmenn þurf i að vera til taks allan sólarhringinn ef upp komi vandamál vegna leka, rafmagns eða annarra bilana til að tryggja rekstur á upplýsingatæknikerfum heilsugæslunn ar. Um sé að ræða nauðsynlegustu öryggisgæslu svo hægt sé að veita nauðsynleg ustu heilbrigðisþjó nustu. Um sé að ræða eftirfarandi tölvukerfi : Sjúkra skrárkerfið Sag a: Ef heilbrigðisstarfsmenn hafi ekki aðg ang að rafrænni sjúkraskrá geti það sett öryggi sjúklinga í hættu. Símkerfi HH: Símkerfið sé eitt af stoðkerfum heilsugæslunnar þar sem sjúklingar fá i viðtöl við hei lbrigðisstarfsmenn og endurnýi nauðsynleg lyf. Hekla: Um sé að ræða heilbrigðisgátt sem anni st rafræn samskipti heilbrigðisstofnanna og heilbrigðisfyrirtækja. Afritunarkerfi HH: Tryggja þurfi að afritun sjúkraskrárgagnagrunns sé í lagi al la daga. Afritun sjúkraskrárgagnagrunns sé gerð á klukkutíma fres ti alla virka daga. Ískrá: Um sé að ræða sjúkraskrárkerfi fyrir skólaheilsugæslu á öllu landinu. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Stjórnsýsla Deildarstjóri rafrænnar þjónustu. Stefndi tekur fram að í starfi deildarstjóra rafrænnar þjónustu fel i st að hann ber i ábyrgð á upplýsingaöryggi gagna og vél - og hugbúnaði. Viðkomandi eigi í samskiptum við sérfræðinga innan og utan stofnunar veg na ýmissa tölvumála, og þá hafi hann umsjón og eftirli t með sjúkraskrárkerfum HH. Deild arstjóri rafrænnar þjónustu hafi umsjón með sti llingum í sjúkraskrárkerfum, sjái um stofnun og breytingar á notendum í kerfinu og aðstoði notendur á vinnutíma þ egar upp komi ýmisk onar vandamál. Viðkomandi sinni útkallsþjónu stu í neyðartilvikum utan vinnutíma og ber i ábyrgð á upplýsingaöryggi og gæði gagna í sjúk raskrárkerfum. Viðkomandi leysi hlutverk netstjóra í fjarveru þess starfsmanns. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Stjórnsýsla Netstjóri. 35 Stefndi kveður n etstjóra hafa umsjón og eftirlit með vél - og hugbúnaði, tölvukerfi, netþjónum og netkerfi heilsugæslunnar. Viðkomandi sjái um að afritunartaka eigi sér stað og að öryggi henn ar sé í lagi. Viðkomandi tryggi að uppitími netkerfis og netþjóna sé eins og best verði á kosið. Hann ber i ábyrgð á að upplýsingaöryggi gagna og vél - og hugbú naðar sé tryggt. Netstjóri hafi umsjón með stillin gum á tölvu - og netkerfi HH, sjái um stofnun og breyting ar á notendum tölvukerfis HH, aðstoði notendur þegar vandamál komi upp og anni st ú tkallsþjónustu í neyðartilfellum utan vinnutíma. Tollstjórinn Umsjónarmaður tölvukerfis. Að mati stefnda er nauðsynlegt vegna öryggissjónarmiða að umsjónarmaður tölvukerfis verði undanþeginn verkfallsheimild, sbr. 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr . 84/19 96. Í nútímasamfélagi sé tollstjórn verulega háð tölvubúnaði og tækn ilegum lausnum, en tollstjórn sé einkum fólgin í tollheimtu og tolleftirliti. Öryg gishlutverki Tollstjóra sé ein kum sinnt af tollgæslunni, sem eigi að tryggja að farið sé eftir tollalöggjö f o g öðrum reglum sem Tollstjóra sé falið að framkvæma. Í tollgæslu og öðru tolleftirliti fel i st bæði varsla almannahagsmuna, t.d. fjárhagslegra hagsmuna hins opinbera og einkahagsmuna, s.s. öryggishagsmuna borgaranna og hagsmuna sem lúti að heilsu þeirra. Stefndi tekur fram að t ollgæsla og tolleftirlit verði að byggja á sjónarmiðum og starfsaðferð um áhættustjórnunar, en slíkt sé óhugsandi nema stuðst sé við tölvubúnað og ýmis tölvukerfi. St arf umsjónarmanns tölvukerfis sé nauðsynleg forsenda þess. Umsjón armaður tölvukerfis hafi eftirlit og umsjón með tölvum og öðrum tækjabúnaði Tollstjóra og veiti starfsmönnum nauðsy nlega aðstoð vegna mála er varði upplýsingatækni. Hann ver ði m.a. að tryggja virkni svonefnds Vöruhúss gagna, sem m.a. nýti Business objects - hugbúnað til að sækja upplýsingar og gögn í tölvukerfi tollafgreiðslu (tollakerfið), sem notað sé við tollafgreiðslur varnings, þ.m.t. álagningu og innheimtu aðflutningsgj alda. Ennfremur komi hann að tengingum við upplýsingakerfi lögre glu (LÖKE), sem tollg æslan hafi aðgang að og þurfi að tryggja virkni og notkun afgreiðslu - og skýrslugerðarkerfis tollgæslu (AST). Þessar tæknilegu lausnir séu meðal nauðsynlegra forsendna eftirlits - og rannsóknarvinnu tollgæslu, m.a. til að gæta öryggis borgaranna og úrvinnsl u mála, svo sem í tengslum við tollafgreiðslu ferðamanna og farmanna. Stefndi leggur því áherslu á að umsjónarmaður tölvukerfis verði undanþeginn verkfallsheimild, eins og gert er ráð fyrir í auglýsingu stefnda. Tollstjórinn Umsjónarmaður tollakerfis. 36 Stefndi fellst á að umsjónarmaður tollkerfis sé ekki á umræddum undanþágulista. Landgræðsla ríkisins Rekstrarsvið Deildarstjóri. Stefndi kveður s tarf deildarstjóra rekstrarsviðs hjá Landgræðslu ríkisins í Gu nnarsholti á Rangárvöllum falla undir 5. tl. 1. mgr., sem og 7. tl. sbr. 8. tl. 1. mgr . 19. gr. laga nr. 94/1986 og eigi því réttilega að vera á undanþágulista. Stefndi bendir á að hafa v erð i í huga að þegar fjallað sé um starf deildarstjóra rekstrarsviðs, að höfuðstöðvar Landgræðslu ríkisins eru í Gunnarsholti á Rangárvöllum sbr. 2. gr. laga um landgræðslu nr. 17/1965. Stefndi tekur fram að Landgræðsla ríkisins eigi og reki 36 hús og fasteignir í Gunnarsholti, bílaflota og margs konar tækja - og vélbúnað vegna starfsemi stofnunarinnar. Til að lág marka tjón af völdum eldsvoða, innbrota, va tns og annarskonar atvika, hafi Landgræðslan komið upp öryggiskerfum í hlu ta fasteigna sinna. Einnig hafi það verið viðtekin venja að fara yfir fasteignir staðarins eftir ofsaveður, sem og að hreinsa frá niðurföll um fyrir asahláku til að fyrirbyggja og lágmarka tjón á þeim af völdum veðurs. D eildarstjóri rekstrardeildar búi í Gunnarsholti, sinni ör yggiskerfum stofnunarinnar og sé hann efstur á lista þeirra sem sinna útköllum vegna öryggiskerfa. Ef skemmdir haf i orð ið á fasteignum eftir óveður, geri deildarstjóri frekari ráðstafanir til að draga úr frekara tjóni og fylgist með að hiti haldist á byggingum þegar engin starfse mi er í þeim. Deildarstjóri annis t þessi verkefni hvenær sem er sólarhrings og alla daga ársins eftir því sem þurfa þyki . Deildarstjórinn sinni þannig eftirliti með því að fasteignir, vélar og tæki Landgræðslunnar skemmist ekki eða liggi a.m.k. ekki undir skemmdum . Deildarstjóri rekstrarsviðs sé eini starfsmaður Landgræðslunnar með þekkingu á öllum ofangreindum atriðum sem geti brugðist við aðstæðum á rét tan máta. Að mati stefnda falli starfið því undir 5. tl. 19. gr. laga nr. 94/1986, að því leyti að u m nauðsynlegustu öryggisgæslu sé að ræða. Stefndi tekur fram Landgræðsl a ríkisins reki ei nnig neys luvatnskerfi sem þjóni í búum Gunnarsholts, en kerfið sé sambærilegt neysluvat nskerfum sveitarfélaganna. Um sé að ræða tvö vatnsból ásamt tveimur dælustöðvum og lagnakerfi frá þeim sem liggi í fa steignir staðarins. Einnig reki Landgræðs lan holræsakerfi sta ðarins og sé það einnig sambærilegt holræsakerfi í þéttbýli, en það samanstandi af holræsalögnum í jörðu, brunnum og rotþróm. Deildarstjóri rekstrarsviðs ann i st og ber i ábyrgð á rekstr i ofangreindra kerfa. Þannig sé í hans verkahring að bregðast við bilun u m á kerfunum sem almennt verði að telja til grunnþjónustu staðarins. Starf deildarstjóra rekstrarsviðs hafi því einnig verið talið falla undir 7. sbr. 8. tl. 19. gr. laga n r. 84/1986, að því leyti að um sé að ræða starf sem öldungis megi jafna til þess sta rfs sem forstöðumenn eða 37 staðgenglar þeirra sinn i vegna stærri atvinnu - og þjónustustofnana sveitarfélaga, í þessu tilviki vatnsveitu, holræsa - og frárennsliskerfa. Stefndi bendir á að d eildarstjóri rekstrarsviðs hafi um langa hríð verið talinn með nauðsy nlegustu starfsmönnum Landgræðslu ríkisins í ljósi alls ofangreinds. Með vísan til alls ofangreinds hafnar stefndi málatilbúnaði stefnanda . Í þei m tilvikum þar sem stefndi hafi talið að fella megi af skránni stör f verði Félagsdómur engu að síður að taka afst öðu til þess í úrlausn sinni. Sé því aðallega krafist sýknu, en til vara að einungis verði felld af skrá þau störf sem talin eru upp í varakröfu og sýknað að öðru leyti. Stefndi bendir á að starf hjá Sjúkratryggingum Íslands Deild hjálpartæki og nær ing Fulltrúi í bókun reikninga sé ekki á undanþágulista og þá sé verkefnisstjóri v/tæknimála hjá LSH - fjármálasviði ekki í stéttarfélagi stefnanda. Til stuðnings kröfum stefnda um málskostnað vísast í öllum tilvikum til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um með ferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Forsendur og niðurstaða: Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 4. tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Lýtur ágreiningur aðila að tilg reindum störfum á skrá stefnda yfir þau störf sem eru undanþegin verkfallsheimild samkvæmt 5. 8. tl. 1. mgr., sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986, sbr. auglýsingu nr. 70 frá 16. janúar 2015, sem birt var í B - deild Stjórnartíðinda 29. janúar 2015. Varða r ágreiningurinn þau störf sem tiltekin eru í stefnukröfum sem lýst er hér að framan. Meginmálsástæða stefnanda er sú að stefndi hafi ekki viðhaft lögbundið samráð við undirbúning og gerð skrárinnar, sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986, en það leiði til þess að skráin hafi ekki gildi að lögum og beri því að fallast á dómkröfur stefnanda. Hafi stefndi ekki leitað samkomulags eftir að stefnandi s k ilaði inn andmælum við skrána og þannig vanefnt samráðsskyldu sína og brotið gegn grunnreglum stjórnsýslulaga um rannsóknarskyldu, meðalhóf og andmælarétt, sbr. 10., 12. og 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Til vara byggir stefnandi á því að ekki séu uppfyllt skilyrði 5. 8. tl. 1. mgr. 19. gr., sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 varðandi þau störf sem dóm kröfur stefnanda beinast að. Þá kveður hann sum starfanna ekki vera tilgreind með nægilega skýrum hætti. Skráin feli í sér undantekningu frá meginreglu um að félagsmönnum stefnanda sé heimilt að gera verkfall og beri því að skýra þröngt. Skráin þurfi að ve ra nákvæm og ótvíræð um það til hverra hún taki þannig að ekki leiki vafi á því við 38 hvern sé átt. Beri stefndi sönnunarbyrði fyrir því að störfin uppfylli skilyrði 5. 8. tl. 1. mgr. 19. gr. nefndra laga, en stefn an di telur að skilyrðin séu ekki uppfyllt. Samkvæmt 14. gr. laga nr. 94/1986 er stéttarfélögum, sem eru samningsaðilar samkvæmt lögunum, heimilt að gera verkfall og samkvæmt 18. gr. laga þessara tekur það til allra starfsmanna í viðkomandi stéttarfélagi hjá þeim vinnuveitanda, sem verkfall beinis t gegn, nema þeim sé óheimilt að leggja niður störf samkvæmt lögunum. Samkvæmt 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986, sbr. 56. gr. laga nr. 70/1996, er þeim sem starfa við nauðsynlegustu öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu óheimilt að gera verkfall. Samk væmt 2. mgr. 19. gr. skulu ráðherra og sveitarfélög, að undangengnu samráði við viðkomandi stéttarfélög, birta fyrir 1. febrúar ár hvert skrár um störf þau sem falla undir ákvæði 5. - 8. tl. fyrri málsgreinar greinarinnar. Ný skrá tekur gildi 15. febrúar næs t á eftir birtingu. Sé ný skrá ekki birt samkvæmt framangreindu framlengist síðast gildandi skrá um eitt ár. Andmæli gegn breytingum á skrám skulu borin fram fyrir 1. mars sama ár og skal ágreiningur um breytingar lagður fyrir Félagsdóm sem sker úr honum t il fullnustu. Tekið skal fram að Félagsdómur hefur túlkað 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 svo að stéttarfélög hafi rétt til þess að bera árlega fram andmæli við skrá og ekki skipti máli í því sambandi hvort andmælum hafi verið hreyft við auglýsingum fyrri ára eða ekki, sbr. m.a. dóma Félagsdóms frá 9. desember 1994 (Fd. X:282), 25. september 1995 (Fd. X:440) og 30. október 1995 (Fd. X:453). Í samræmi við 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 birti stefndi greinda skrá með framangreindri auglýsingu nr. 70/2015 í B - deild Stjórnartíðinda. Stefnandi gerði athugasemdir með bréfi, dags. 2 7 . febrúar 2015. Ekki verður séð að stefndi hafi aðhafst neitt í tilefni af bréfi þessu. Í fjölmörgum dómum Félagsdóms hefur á það reynt hvernig túlka beri ákvæði III. kafla laga nr . 94/1986 um verkfallsrétt opinberra starfsmanna og undanþágur frá þeim verkfallsrétti, síðast í dóm i frá 6. apríl 2015 í málinu nr. 7/2015. Að því er varðar framkvæmd á hinni lögskipuðu samráðsskyldu, sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/19 86, hefur Félagsdómur slegið föstu að í henni felist að stéttarfélögum sé veittur hæfilegur frestur til að kynna sér fyrirhugaðar breytingar og komi fram athugasemdir fari fram viðræður milli aðila og leitað verði samkomulags áður en skrá er gefin út, sbr. m.a. dóma Félagsdóms frá 4. júní 1992 (Fd. IX:506), frá 15. janúar 1996 (Fd. X:534) , d óma frá 20. maí 2001 í málinu nr. 11/2001 og 20. janúar 2014 í málinu nr. 9/2013 auk áðurgreinds dóm s frá 6. apríl 2015. Þá hefur umboðsmaður Alþingis í tvígang fjallað um þessi málefni, sbr. álit frá 21. september 1990 í málinu nr. 241/1990 (SUA 1990:176) og álit frá 6. ágúst 1997 í málinu nr. 1747/1996 (SUA 1997:246). Samkvæmt framansögðu þarf samráðið að miða að samstöðu milli stefnda og viðkomandi stéttarfélags um und anþágur frá 39 verkfallsrétti. Samráðsskyldunni verður því ekki fullnægt með því einu að gefa stéttarfélaginu færi á að koma að tillögum og athugasemdum við drög stefnda að undanþágulista. Hins vegar felur hún heldur ekki í sér að samkomulag þurfi að hafa náð st um þá niðurstöðu sem stefndi ákveður að birta. Eins og að framan er lýst sendi stefndi stefnanda drög að lista með tölvupósti þann 5. desember 2014 og var óskað eftir að athugasemdir bærust ekki síðar en 12. desember 2014, eða viku síðar. Stefnandi sen di athugasemdir sínar þann 11. desember 2014 og liggur fyrir að fundur var haldinn um listann þann 16. desember 2014. Ekki liggur fyrir fundargerð af fundinum, en vitnið Stefanía Sigríður Bjarnadóttir lýsti því fyrir dóminum að á þar hafi verið farið yfir listann og rætt um öll þau störf sem ágreiningur hafi verið um. Fram hefur komið að eftir fundinn hafi stefndi aflað umsagna frá ríkisstofnunum um hin umdeildu störf, en ekki kom til þess að þær umsagnir og frekari upplýsingar frá stefnda bærust til stefna nda áður en endanlegur listi var birtur. Fram hefur komið að á upphaflegum lista hafi verið tiltekin 413 störf hjá 24 stofnunum. Á fundinum hafi verið farið yfir 416 störf þar sem þrjú hafi bæst við að ósk ótiltekinna stofnana. Á endanlegum lista hafi ve rið tiltekin 382 störf. Af framangreindu verður ekki önnur ályktun dregin en að á fundi aðila 16. desember 2014 hafi raunverulega verið farið yfir þau störf sem ágreiningur var um. Í ljósi þess sem að framan er rakið um túlkun samráðsskyldunnar samkvæmt 2 . mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 telur dómurinn að rétt hefði verið að leita að nýju samkomulags við stefnanda eftir að umsagnirnar bárust stefnda. Því er það niðurstaða dómsins að með þessu hafi stefndi ekki vanrækt svo verulega samráðsskyldu sína að fella beri hin umþrættu störf af listanum eins og krafist er af hálfu stefnanda. Þá hefur stefnandi vísað til þess að tilgreining starfa á hinum umdeilda lista sé ekki fullnægjandi, en af listanum verði að vera unnt að ráða nákvæmlega hvaða starfsmenn séu unda nþegnir verkfallsheimild og hverjir ekki. Að mati dómsins er ekki unnt að fallast á þetta. Er þess hér að geta að lista þennan ber að gefa út fyrir 1. febrúar ár hvert og verður honum ekki breytt eftir það nema með dómi Félagsdóms. Verkfall getur hins vega r orðið hvenær sem er á árinu eftir útgáfu listans. Er þá meira en mögulegt að slíkar mannabreytingar hafi orðið að listinn sé þegar orðinn rangur eða úreltur þegar til á að taka. Gildir þetta ekki síst þegar um svo marga og ólíka vinnustaði er um að ræða og raun ber vitni í máli þessu. Þá er til þess að líta að í ákvæðum þeim sem um þetta gilda, nánar tiltekið 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986, er sérstaklega vísað til starfa en ekki til starfsmanna. Verður þ ess ari málsástæð u stefnanda því ha fnað . Stefnan di hefur vísað til þess að við undirbúning og útgáfu hins umdeilda lista hafi stefndi brotið gegn grunnreglum stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um 40 rannsóknarskyldu, meðalhóf og andmælarétt. Ekki eru þó færð nein sérstök rök fyrir málsástæðum þessum í stefnu og v erður þessum rökum hafnað. Víkur þá að efnislegri úrlausn um þau einstöku störf sem ágreiningur aðilanna stendur um. Þjóðminjasafn Íslands Netstjóri Stefnandi krefst þess að umrætt starf verði fellt út af listanum og byggir á því að starfið uppfylli e kki skilyrði 5. 8. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986, en a.m.k. sé ósannað að svo sé. Stefndi kveður starfið vera á listanum vegna nauðsynlegustu öryggisgæslu. Netstjóri komi með virkum hætti að umsjón tæknibúnaðar sem tryggi rétt varðveisluskilyrði s afnkostsins. Jafnframt hafi hann umsjón með tölvukerfi og netþjónum þar sem m.a. sé geymt mikið af gögnum á tölvutæku formi sem falli undir menningararf þjóðarinnar. Starf hans sé samtvinnað við starf umsjónarmanns fasteigna - og öryggismála. Þá sé starf n etsjóra sérhæft og hafi forstöðumaður stofnunarinnar engar forsendur til að sinna starfinu. Samkvæmt því sem fram hefur komið fyrir dóminum gegnir umræddur starfsmaður lykilhlutverki við að verja þann hluta af safnkostinum sem varðveittur er stafrænt, en sá hluti hefur, ásamt öðrum safnkostum, verið skilgreindur sem hluti af menningararfi þjóðarinnar. Fellst dómurinn á þau sjónarmið stefnda að starf þetta teljist til nauðsynlegustu öryggisgæslu í skilningi 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 og verður kr öfum stefnanda um það hafnað. Menntaskólinn í Reykjavík - Umsjónarmaður Stefnandi krefst þess að umrætt starf verði fellt út af listanum og byggir á því að starfið uppfylli ekki skilyrði 5. 8. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986, en a.m.k. sé ósa nnað að svo sé. Vísar stefnandi jafnframt til þess að í mörgum öðrum framhaldsskólum sé ekki talin þörf á að húsvörður eða umsjónarmaður sé við störf í verkfalli og renni það stoðum undir réttmæti kröfu stefnanda. Stefndi vísar til þess að umsjónarmaður ha fi umsjón með öryggiskerfum, loftræstikerfum og lyftum og sé tengiliður við Öryggismiðstöðina. Um sé að ræða nauðsynlegustu öryggisgæslu. Starf þetta hefur ekki verið áður á lista yfir þá sem gegna nauðsynlegustu öryggisgæslu. Samkvæmt því sem fram kom f yrir dómi er ýmis sjálfvirkur öryggisbúnaður í og við skólann sem gefur frá sér boð til umsjónarmanns sem og til rektors ef út af bregður. Er það mat dómsins að þ eir öryggishagsmunir sem stefndi vísar til séu ekki þess eðlis að að umsjónarmaðurinn starfi v ið nauðsynlegustu öryggisgæslu í skilningi 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986, þó að á það megi fallast að hann gegni mikilvægu hlutverki í skólanum. Því ber að fallast á kröfu stefnanda um að starfið verði fellt út af umræddum lista. 41 Fjölbrautaskól inn í Breiðholti Húsvörður Ekki er í greinargerð stefnda gerð grein fyrir því hvers vegna starf þetta ætti að vera á umræddum lista og því lýst yfir að stefndi geti fallist á að fella starfið af honum. Ekki hefur verið sýnt fram á að starfið falli undir skilyrði 5. 8. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 og ber því að fallast á kröfu stefnanda um að það verði fellt af umræddum lista. Fjölbrautaskóli Suðurnesja Umsjónarmaður Stefnandi krefst þess að umrætt starf verði fellt út af listanum og byggir á því að starfið uppfylli ekki skilyrði 5. 8. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986, en a.m.k. sé ósannað að svo sé. Vísar stefnandi jafnframt til þess að í mörgum öðrum framhaldsskólum sé ekki talin þörf á að húsvörður eða umsjónarmaður sé við störf í v erkfalli og renni það stoðum undir réttmæti kröfu stefnanda . Stefndi kveður viðkomandi vera rekstrarstjóra húsnæðis skólans og stýra öryggisnefnd hans. Hann sé kallaður til við slys og óhöpp, annist öryggi húsnæðisins og hafi umsjón með loftræstikerfum , ky ndingu, kælikerfi mötuneytis o.fl. Þá annist hann eftirlit með bruna - og þjófavarnarkerfum skólans auk kælikerfi netþjónarýmis skólans. Hafi hann alltaf verið á undanþágulista. Samkvæmt því sem fram hefur komið fyrir dómi er til staðar í skólanum ýmis ör yggisbúnaður sem gefur frá sér boð ef út af bregður. Þá eru þeir öryggishagsmunir sem stefndi vísar til ekki þess eðlis að líta verði svo á að umsjónarmaður inn starfi við nauðsynlegustu öryggisgæslu í skilningi 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Því ber að fallast á kröfu stefnanda um að starfið verði fellt út af umræddum lista. Ekki getur breytt þessu að starfið hafi áður verið á undanþágulista. Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn - Hússtjóri Stefnandi krefst þess að umrætt starf verði fellt út af listanum og byggir á því að starfið uppfylli ekki skilyrði 5. 8. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986, en a.m.k. sé ósannað að svo sé. Stefndi vísar til þess að um sé að ræða nauðsynlegustu öryggisgæslu og eftirlit vegna gagna sem safnið varðveiti, sem sé hluti þjóðararfs íslendinga. Starfið hafi verið á undanþágulista svo til frá upphafi , en undir það falli að fylgjast með öryggisþáttum öryggiskerfa safnsins og beri starfsmaðurinn ábyrg ð á að ýmsar þjóðargersemar séu varðveittar við rétt skilyrði. Þetta sé lykilstarf við varðveislu menningararfsins. Yfirmenn hafi ekki tæknilega þekkingu til að sinna starfinu. Samkvæmt því sem fram hefur komið fyrir dóminum gegnir umræddur starfsmaður lykilhlutverki við að verja safnkost Landsbókasafns - Háskólabókas afns , sem hefur meðal annars að geyma hluta af menningararfi þjóðarinnar og mikilvægar 42 heimildir um sögu hennar. Fellst dómurinn á þau sjónarmið stefnda að starf þetta teljist til nauðsynlegustu öryggisgæslu í skilningi 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/ 1986 og verður kröfum stefnanda um það hafnað. Landsbókasafn Íslands Umsjónarmaður tölvukerfis Stefnandi krefst þess að umrætt starf verði fellt út af listanum og byggir á því að starfið uppfylli ekki skilyrði 5. 8. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/ 1986, en a.m.k. sé ósannað að svo sé. Stefndi vísar til þess að um sé að ræða nauðsynlegustu öryggisgæslu og eftirlit vegna gagna sem safnið varðveiti, sem sé hluti þjóðararfs íslendinga . Starfið hafi verið á undanþágulista frá 1994 þegar safnið hafi flutt í Þjóðarbókhlöðu. Umsjónarmaðurinn beri ábyrgð á tölvu og netkerfum safnsins þ.m.t. varðveislu stafræns menningararfs, sem aukist ár frá ári. Yfirmenn hafi ekki tæknilega þekkingu til að sinna starfinu. Samkvæmt því sem fram hefur komið fyrir dóminum ge gnir umræddur starfsmaður lykilhlutverki við að verja hluta af safnkosti Landsbókasafnsins, sem hefur meðal annars að geyma hluta af menningararfi þjóðarinnar og mikilvægar heimildir um sögu hennar. Fellst dómurinn á þau sjónarmið stefnda að starf þetta te ljist til nauðsynlegustu öryggisgæslu í skilningi 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 og verður kröfum stefnanda um það hafnað. Fiskistofa sérfræðingur á sviði rannsókna Stefnandi byggir á því að óljóst sé hvaða starfsmaður gegni umræddu starfi. Hin umdeilda skrá uppfylli því ekki skilyrði 19. gr. laga nr. 94/1986 og beri því að fella starfið af skránni. Af sömu ástæðu sé ósannað að starfið uppfylli skilyrði 5. 8. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 . Ekki er í greinargerð stefnda gerð grein fyr ir því hvers vegna starf þetta ætti að vera á umræddum lista og lýsir stefndi því yfir í greinargerð sinni að hann geti fallist á að starfið fall i brott af undanþágulistanum þar sem starfið hafi verið lagt niður. Með vísan til þess sem hér hefur verið raki ð verður starf þetta fellt út af umræddum lista. Störf hjá Landhelgisgæslu Íslands Stefnandi byggir á því að ekkert þeirra starfa sem tilheyra Landhelgsigæslunni uppfylli skilyrði 5. 8. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Það sé a.m.k. ósannað enda hafi stefndi hvorki rökstutt né réttlætt að nauðsynlegt sé að banna fjölda starfsmanna Landhelgisgæslunnar að fara í verkfall. Þá kveðst stefnandi einnig byggja á því að óljóst sé hverjir gegni starfi (1) stjórnstöðvarmanns, (2) aðstoðarmanns flugvirkja, ( 3) varðstjóra/varðmanns, (4) stjórnanda í Keflavík og (5) gagnafulltrúa. Í stefnu er ekki fjallað sérstaklega um neitt af umræddum störfum. 43 Um er að ræða mörg störf hjá Landhelgisgæslunni sem krafist er að verði felld út af umræddum lista.Almennt vísar st efndi til þess að neyðarástand muni skapast hjá Landhelgisgæslunni ef þau störf hjá stofnuninni sem tilgreind eru á umræddum lista verða ekki undanþegin verkfallsheimild. Kveður stefndi fyllilega ljóst um hvaða störf sé að ræða. Stefndi byggir á því að öl l störfin hjá Landhelgisgæslunni sem tiltekin eru á umræddum lista vera nauðsynleg til að stofnunin geti sinnt lögboðnum verkum sínum og tryggt eins og unnt sé nauðsynlegustu öryggisgæslu og eftir atvikum nauðsynlegustu heilbrigðisþjónustu á og í kringum l andið. Séu öll störfin órjúfanlegur hlekkur í viðleitni stofnunarinnar til að tryggja öryggi, heilsu og almenna velferð borgaranna. Öll störfin falli undir 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Stefndi bendir á að starf s menn Landhelgisgæslunnar sinni verkefnum sem starfsmenn Varnarmálastofnunar hafi áður sinnt, en starfsmenn hennar hafi ekki haft verkfallsheimild. Þá sinni starfsmenn stofnunarinnar ýmsum öryggis - og varnartengdum verkefnum sem varnarliðið hafi áður sinnt. Leggur stefndi áherslu á að þa r sem loftvarnakerfi og ratsjárstöðvar séu mikilvægur hlekkur í vörnum Atlantshafsbandalagsins, sem snerti öll aðildarríki þess og sérstaklega Ísland, sé óásættanlegt að verkfall verði þess valdandi að umrædd kerfi lamist. Ljóst sé að til að uppfylla lágma rks öryggis - og varnarskuldbindingar þurfi alla starfsmenn stofnunarinnar sem við viðkomandi verkefni starfi. Verði framangreind störf ekki á undanþágulista verði Ísland fyrsta ríkið til að leggja niður framkvæmd öryggis - og varnarverkefna vegna verkfalla. Þá muni Ísland ekki standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar sem hluti af sameiginlegu varnarkerfi NATO. Aðgerðasvið Landhelgisgæslu Íslands JRCC Ísland /stjórnstöð (tvö) störf Stjórnstöðvarmanns Stefndi kveður óljóst í stefnu hve mörg störf sé k rafist að verði fjarlægð af listanum. Mikilvægt sé vegna nauðsynlegrar öryggisgæslu að öll störfin verði á listanum sbr. 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Stjórnstöðin sé samhæfingar - og þjónustuaðili fyrir alla starfsemi stofnunarinnar en undir han a falli einnig vaktstöð siglinga. Stjórnstöðin sinni allri neyðarsímsvörun fyrir stofnunina, boði gæslueiningar og viðbragðsaðila í útköll, samhæfi verkefni þeirra og sjái um fjarskipti. Lágmarksmönnun sé þrír stjórnstöðvarmenn samtímis , en ella verði ekki hægt að boða þyrlur, skip eða loftför í neyðarflug. Nýtur þetta stuðnings í framburði A u ðuns Kristinssonar verkefnastjóra á aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar við aðalmeðferð málsins. 44 Það er mat dómsins að sýnt hafi verið fram á það að umrædd störf falli u ndir hugtakið nauðsynlegasta öryggisgæsla í skilningi 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 og verður kröfum stefnanda um þessi störf hafnað. Varðskýli Faxagarði Varðstjóri/varðmaður Stefndi telur óljóst hvort stefnandi krefjist þess að dag - eða n æturvakt verði felld út af listanum. Stefndi vísar til þess að varðskipin séu löggæslu - og björgunartæki og þegar þau séu í höfn í Reykjavík séu þau oftast nær fullbúin og verði að geta lagt úr höfn með skömmum fyrirvara. Um borð sé löggæslu - og björgunarb únaður, þ. á m. vopn og skotfæri ásamt flóknum og dýrum björgunarbúnaði, auk lækningabúnaðar og búnaðar til sjúkraflutninga. Séu skipin vöktuð allan sólarhringinn alla daga ársins. Verði þessi störf ekki mönnuð verði skipin óvöktuð og óvarin, en eina eftir litið væri þá daglegar eftirlitsferðir skipherra og yfirvélstjóra. Í framburði Auðuns Kristinssonar við aðalmeðferð kom fram að nauðsynlegt væri að tveir varðmenn væru við störf að næturlagi af öryggisástæðum. Það er mat dómsins að sýnt hafi verið fram á það að umrædd störf falli undir hugtakið nauðsynlegasta öryggisgæsla í skilningi 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 og verður kröfum stefnanda um þessi störf hafnað. Skipadeild Tæknistjóri Stefndi kveður tæknistjóra bera ábyrgð á viðhaldi varðsk ipa og báta stofnunarinnar. Verði starfinu ekki sinnt muni verkefnin leggjast af. Það muni ekki hafa veruleg áhrif á daglega starfsemi stofnunarinnar til skamms tíma, en til lengri tíma muni það hafa veruleg áhrif á framkvæmd viðhalds varðskipanna. Það get i svo aftur haft áhrif á öryggi áhafnar og viðbragðsgetu stofnunarinnar. Það er álit dómsins að stefnda hafi ekki tekist að sýna fram á að starf þetta falli undir nauðsynlegustu öryggisgæslu í skilningi 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 og verður fa llist á kröfur stefnanda um að starfið verði fellt út af umræddri skrá. Flugdeild Landhelgisgæslu Íslands Flugvöllur Aðstoðarmaður flug virkja Stefndi tekur fram að óljóst sé hvort átt sé við eitt starf eða öll þrjú störfin sem séu á listanum. Kveðst stefndi ganga út frá því að krafan beinist að einu starfi. Stefndi kveður aðstoðarmanninn m.a. sinna öryggisgæslu á flugvellinum þannig að hann sé vaktaður. Þurfi aðstoðarmaður að vera til taks allan sólarhringinn. Aðs t oðarmaðurinn undirbúi vélar fyrir f lug, dragi þyrlur inn og út úr skýli og sjái um eldsneytisáfyllingu. Verkið sé sérhæft og vandasamt og krefjist þjálfunar sem aðeins 45 flugvirkjar og aðstoðarmenn hafi. Ljóst sé að án aðstoðarmanns geti orðið verulegar tafir á björgunarflugi og jafnvel ekki unnt að sinna því. Nýtur þetta stuðnings í framburði Höskuldar Ólafssonar tæknistjóra L andhelgisgæslunnar við aðalmeðferð málsins. Kom fram hjá honum að venjulega séu fimm starfsmenn sem sinni þessu, en lágmarkið sé þrír og sé þá einn við störf í einu. Þ að er mat dómsins að sýnt hafi verið fram á það að umrædd störf falli undir hugtakið nauðsynlegasta öryggisgæsla í skilningi 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 og verður kröfum stefnanda um þessi störf hafnað. Flugvöllur Lager - og innkaupastjór i Stefndi kveður lager - og innkaupastjóra annast öll innkaup, tollafgreiðslu og utanumhald varahlutalagers fyrir þyrlur og flugvél stofnunarinnar. Daglega berist varahlutir og sé starfið flókið og sérhæft. Kæmi til verkfalls starfsmannsins væri aðeins dag aspursmál hvenær það hefði þau áhrif að þyrlur myndu stöðvast vegna viðhalds sem kallaði á varahlutaskipti. Gætu þær þá ekki sinnt neyðar - og/eða björgunarflugi. Nýtur þetta stuðnings í framburði Höskuldar Ólafssonar tæknistjóra Landhelgisgæslunnar við aða lmeðferð málsins. Það er mat dómsins að sýnt hafi verið fram á það að umræ tt st a rf falli undir hugtakið nauðsynlegasta öryggisgæsla í skilningi 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 og verður kröfum stefnanda um þe tta st a rf hafnað. Lofthelgi svið Lan dhelgisgæslu Íslands Stefndi bendir sérstaklega á að kröfur stefnanda beinist að því að öll störf á lofthelgissviði Landhelgisgæslunnar verði felld af listanum, en það myndi valda því að öryggis - og varnarmálastarfsemi íslenska ríkisins myndi lamast a lgjörlega, en það væri án fordæma innan Atlantshafsbandalagsins. Keflavík Stjórnandi Stefndi kveður starfið m.a. fela í sér daglega ákvörðunartöku varðandi framkvæmd öryggis - og varnarmála. Verði starfinu ekki sinnt alla daga verði varnar - og öryggiss amstarfinu stefnt í voða og alþjóðasamþykktir vanræktar. Starfið kalli á 24 tíma að gengi alla daga ársins og sé það ekki mannað þá stofni það í hættu þjóðaröryggi og flugöryggi. Nýtur þetta stuðnings í framburði Auðuns Kristinssonar og Jóns B. Guðnasonar v ið aðalmeðferð málsins. Það er mat dómsins að sýnt hafi verið fram á það að umrætt starf falli undir hugtakið nauðsynlegasta öryggisgæsla í skilningi 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 og verður kröfum stefnanda um þetta starf hafnað. 46 Keflavík Yfirmaður mannvirkja Stefndi vísar til þess að yfirmaður mannvirkja tryggi og beri ábyrgð á að öll öryggis - og varnartengd mannvirki, svæði og fara r tæki séu í nothæfu ástandi og að þeim sé viðhaldið. Hann beri ábyrgð á rekstri öryggismannvirkja sem séu hl uti af almannavarnarviðbúnaði. Verði starfið ekki á undanþágulista sé hætta á tjóni á innviðum og aðgengi að mikilvægum öryggismannnvirkjum verði ógnað. Nýtur þetta stuðnings í framburði Jóns B. Guðnasonar við aðalmeðferð málsins. Það er mat dómsins að sý nt hafi verið fram á það að umrætt starf falli undir hugtakið nauðsynlegasta öryggisgæsla í skilningi 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 og verður kröfum stefnanda um þetta starf hafnað. Keflavík Gagnafulltrúi Stefndi bendir á að krafa stefnanda um þetta starf sé óljós og ekki komi fram hvort krafist sé að starfsmenn á dagvakt eða næturvakt verði felldir af listanum. Stefndi vísar til þess að lágmarksmönnun séu tveir starfsmenn á hverjum tíma, en ella sé varnar - og öryggissamstarfinu stefnt í voða og alþjóðasamþykktir og samningar vanræktir. Hefur komið fram, bæði í gögnum málsins, sem og í framburði Jóns B. Guðnasonar við aðalmeðferð málsins, að starfsmenn þessir gegni lykilhlutverki um alla upplýsingamiðlun og greiningu varðandi umferð flugvéla o g skipa, þ.m.t. herflugvéla og herskipa. Það er mat dómsins að sýnt hafi verið fram á það að umrætt starf falli undir hugtakið nauðsynlegasta öryggisgæsla í skilningi 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 og verður kröfum stefnanda um þetta starf hafn að. Keflavík Kerfisstjóri Stefndi hefur gert grein fyrir því að kerfisstjóri tryggi að öll upplýsingakerfi, þ.m.t. upplýsinga - , stjórn - , hugbúnaðar - og fjarskiptakerfi NATO hér á landi séu rekstrarhæf og að þeim sé viðhaldið. Verði verkefninu ekki sin nt alla daga ársins, þá verði varnar - og öryggissamstarfinu stefnt í voða og alþjóðasamþykktir vanræktar. Samkvæmt því sem fram kom í framburði Jóns B. Guðnasonar við aðalmeðferð eru fimm kerfisstjórar lágmarksmönnnun til að verkinu verði sinnt. Það er ma t dómsins að sýnt hafi verið fram á það að umrætt starf falli undir hugtakið nauðsynlegasta öryggisgæsla í skilningi 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 og verður kröfum stefnanda um þetta starf hafnað. Staðarumsjónarmenn Gunnólfsvíkurfjall/Stokksn es/Bolafjall Um er að ræða sama starf á þremur stöðum á landinu. Fram hefur komið að starfsmenn þessir tryggi rekstur ratsjár - og fjarskiptastöðva landsins. Sé verkinu ekki 47 sinnt alla daga ársins þá sé öryggisfjarskiptum og varnar - og öryggissamstarfi ste fnt í voða. Stöðvist rekstur stöðvanna þá verði ekki unnt að vinna með upplýsingar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í Keflavík. Flugfjarskipti og flugleiðsaga verði takmörkuð. Það er mat dómsins að sýnt hafi verið fram á það að umrædd störf falli undir hu gtakið nauðsynlegasta öryggisgæsla í skilningi 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 og verður kröfum stefnanda um þetta starf hafnað. Keflavík Verkefnisstjóri mannvirkja Fram hefur komið að verkefnisstjóri mannvirkja í Keflavík er ábyrgur fyrir við haldi allra mannvirkja á ö ryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og sinnir einnig starfi staðarumsjónarmanns á ratsjár - og fjarskiptastöðinni á Miðnesheiði. Kveður stefndi að verði verkefninu ekki sinnt alla daga ársins sé öryggis - og varnarsamstarfinu stefnt í voða. Órofa rek s tur stjórnstöðvar og ratsjár - og fjarskiptastöðva sé grundvöllur þess að unnt verði að uppfylla kröfur um lágmarksþátttöku í loftrýmiseftirliti og loftrýmisgæslu og þar með að tryggja almennt flugöryggi. Verði starfinu ekki sinnt þá sé ö ryggis - og varnarhagsmunum ógnað og flugöryggi stofnað í hættu. Í framburði Jóns B. Guðnasonar við aðalmeðferð kom fram að starfsmaður þessi er undirmaður Yfirmanns mannvirkja í Keflavík. Kom jafnframt skýrt fram að yfirmaðurinn hefur alla burði og getu ti l að sinna starfinu . Það er mat dómsins að ekki hafi tekist að sýn a fram á það að umrætt starf falli undir hugtakið nauðsynlegasta öryggisgæsla í skilningi 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 og verður fallist á kröfu r stefnanda um þetta starf. Try ggingastofnun Réttindasvið Tryggingafulltrúi Fram hefur komið að starfsmaðurinn kemur villuprófuðum lista yfir lífeyrisþega í hverjum mánuði til greiðslu hjá gjaldkera. Verði starfinu ekki sinnt verði ekki unnt að greiða lífeyrisþegum þær bætur sem þe ir eigi rétt á. Samkvæmt því fram kom í skýrslu Rögnu Haraldsdóttur , framkvæmdastjóri réttindasviðs Tryggingarstofnunar , er þetta tiltekna verkefni starfsmannsins unnið undir lok mánaðar og tekur það um einn dag fyrir hann að sinna því. Þar sem þetta tilt ekna verkefni er jafn lítill hluti af starfsskyldum viðkomandi starfsmanns og raun ber vitni og með vísan til þess hvers eðlis það er verður ekki á það fallist að það sé öldungis sambærilegt starfi á launadeildum sveitarfélaga, sbr. 6. og 8. tl. 1. mgr. 19 . gr. laga nr. 94/1986. Þá þykir stefndi ekki hafa sýnt fram á að aðrir töluliðir málsgreinarinnar geti átt við um umrætt starf. Því verður fallist á kröfu stefnanda um að það verði tekið af undanþágulistanum. 48 Tryggingastofnun Fjármála - og rekstra rsvið - Gjaldkeri. Fram hefur komið að starfsmaðurinn sér um að greiða lífeyri til þeirra sem rétt eiga á honum. Verði starfinu ekki sinnt verði ekki unnt að greiða lífeyrisþegum þær bætur sem þeir eigi rétt á. Samkvæmt framburði Runólfs Birgis Leifssona r fjármálastjóra Tryggingastofnunar eru 60.000 lífeyrisþegar sem fá þessar greiðslur og reiða sig á þær til framfærslu. Því virðist starf gjaldkera á fjármála - og rekstrarsviði Tryggingastofnunar mikilvægur hlekkur við að tryggja framfærslu mikils fjölda m anna. Ekki er þó á það fallist að starfið sé þess eðlis að það sé öldungis sambærilegt starfi launafulltrúa sveitarfélaga, eins og stefndi heldur fram. Ekki verður séð að starf þetta falli undir einhverja aðra töluliði 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Því verður tekin til greina krafa stefnanda um að starf þetta verði fellt brott af undanþágulistanum. Sjúkratryggingar Íslands Tryggingasvið Tryggingafulltrúi í alþjóðadeild Fram hefur komið að starfsmaður þessi sér um að afgreiða umsóknir um meðferð og innlagnir sjúklinga erlendis. Fram kom hjá Höllu Björk Erlendsdóttur starfsmanni Sjúkratrygginga við aðalmeðferð að þurft geti að bregðast skjótt við þegar leita þurfi í skyndi eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu erlendis. Hins vegar kom jafnframt fr am hjá henni að vegna breytinga á skipulagi hjá Sjúkratryggingum Íslands þá sé það ekki lengur þessi starfsmaður sem sinni umræddu starfi. Þykir stefndi því ekki hafa sýnt fram á að umrætt starf geti talist til nauðsynlegustu öryggisgæslu og heilbrigðisþjó nustu í skilningi 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Verður fallist á kröfur stefnanda um starfið. Sjúkratryggingar Íslands Tryggingasvið Tryggingafulltrúi í sjúkraþjónustudeild /tannmál. Fram kom við aðalmeðferð að starfsmaður þessi sér um þa ð að tannlæknar fái greiddan hluta af gjaldi sínu frá Sjúkratryggingum. Lýsti vitnið Reynir Jónsson því við aðalmeðferð að einn starfsmaður sinnir þessu og er hann ekki leystur af í sumarleyfum. 49 Stefndi þykir ekki hafa sýnt fram á að umrætt starf geti tal ist til nauðsynlegustu öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu í skilningi 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Verður fallist á kröfur stefnanda um starfið. Sjúkratryggingar Íslands Deild hjálpartæki og næring Fulltrúi. Fram hefur komið að starfs maður þessi sér um að afgreiða umsóknir um lífsnauðsynleg hjálpartæki og næringu fyrir fólk sem er mjög veikt eða fjölfatlað. Er um að ræða s.s. öndunarhjálpartæki, sondunæringu og amínósýrublöndu. Stefndi þykir hafa sýnt fram á að umrætt starf geti tali st til nauðsynlegustu öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu í skilningi 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Verður ekki fallist á kröfur stefnanda um starfið . Sjúkratryggingar Íslands Verkstæði og lager Verkefnisstjóri á verkstæði Í málinu hefur það komið fram að fjölmargir eru algerlega háðir hjálpartækjum sínum um allar athafnir daglegs lífs. Þegar þau bila þá hefur umræddur starfsmaður það verk með höndum að koma til hjálpar. Dæmi um þetta er lyfta sem notuð er til að koma einstaklingi úr rúmi og í hjólastól, eða úr og í bað. Stefndi þykir hafa sýnt fram á að umrætt starf geti talist til nauðsynlegustu öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu í skilningi 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Verður ekki fallist á kröfur stefnanda um starfið . Lan dspítali Flæðisvið Skrifstofa flæðisviðs - Læknaritari. Í greinargerð stefnda kemur fram að hann telur ekki ástæðu til að starf þetta sé á hinum umdeilda lista. Verður fallist á kröfur stefnanda varðandi starfið enda hefur ekki verið sýnt fram á að um rætt starf geti talist til nauðsynlegustu öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu í skilningi 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Landspítali Aðgerðasvið Miðstöð um sjúkraskrárritun/Skjalasa fn Læknaritari/Heilbr.ritari/skrifstofumaður. Á hinum u mdeilda lista eru tilgreind 20 störf. Í framburði Selm u Guðnadótt u r deildarstjóri miðstöðvar um sjúkraskrárritun við aðalmeðferð kom fram að starfmennirnir séu tæplega 60 í 50 stöðugildum sem skrifi allt fyrir Landspítalann , nema fyrir gjörgæslu , þ. á m.a l lar sjúkraskrár og rannsóknir. Verði starfinu ekki sinnt þá geti það leitt til þess að truflanir verði á læknismeðferð. Hins vegar sé mögulegt að hlusta á efnið án þess að það hafi verið skrifað upp. Sjúkraskrá sé forsenda þess að læknir geti gert aðgerð. Sé þessu ekki sinnt geti það leitt til dauða í verstu tilfellum. All ar sjúkraskrár frá því fyrir árið 2000 sé u á pappír og geti verið nauðsynlegt að 50 fletta þeim upp og hafa aðgengilegt. Það gerist iðulega að rita þurfi sjúkraskrá í flýti til að sjúklingur komist í aðgerð. Algert lágmark fyrir starfsemina væru 16 starfsmenn. Það er álit dómsins að stefnda hafi tekist að sýna fram á það að starf þetta falli undir nauðsynlegustu öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu skv. 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 . Ekki liggur þó fyrir að nauðsynlegt sé að hafa fleiri en 16 starfsmenn undanþegna verkfallsheimild og verður fallist á að fjórar stöður verði felldar af listanum. LSH Aðgerðasvið Deildarritarar SFR Heilbrigðisritari/skrifstofumaður Í framburði E rlu Daggar Ragnarsdóttur hjúkrunardeildarstjóra við aðalmeðferð kom fram að þeir 6 starfsmenn sem sinna starfinu og eru á umræddum lista, séu á mismunandi deildum, einn á hverri deild. Umræddir starfsmenn séu í raun límið sem haldi starfseminni saman. Sjái þeir um símvörslu, allar innritanir og utanumhald um sjúkraskrár. Ef þessi starfsmaður sé ekki á staðnum þá fari fagfólkið úr klíník í að sinna þessum störfum sem ekki þoli bið. Þeir sinni þá ekki sjúklingum á meðan. Þeir sjái um allar pantanir og birgðas týringu á allri hjúkrunarvöru, líni, matvöru, ritföngum og hvers kyns aðföngum. Það er álit dómsins að stefnda hafi ekki tekist að sýna fram á það að starf þetta falli undir nauðsynlegustu öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu skv. 5. tl. 1. mgr. 19. gr. la ga nr. 94/1986 . Verður fallist á kröfur stefnanda um þetta starf. LSH - Fjármálasvið Fjárstýring Gjaldkeri Stefndi byggir á því að starf þetta sé liður í nauðsynlegustu heilbrigðisþjónustu. Nauðsynlegt geti verið að greiða fyrir nauðsynleg tæki og ra nnsóknir. Það að hafa ekki gjaldkera við störf í verkfalli geti því haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklinga. Í framburði Sigrúnar Guðjónsdóttur, deildarstjóra fjárstýringar á fjármálasviði kom fram að þetta gerist sjaldan, eða endrum og eins. Það er ál it dómsins að stefnda hafi ekki tekist að sýna fram á það að starf þetta falli undir nauðsynlegustu öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu skv. 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Verður fallist á kröfur stefnanda um þetta starf. Landspítali Fjármála svið - Launadeild Verkefnastjóri VinnuStundar. Stefndi byggir á því að starf þetta falli undir 6. tl. sbr. 8. tl., 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Í framburði Magnúsar Birgissonar deildarstjóra launadeildar LSH við aðalmeðferð kom fram að starfsmað ur þessi sé sérfræðingur í tölvukerfi því sem 51 heldur utan um vinnu starfsmanna. S é starfsmaðurinn lykilmaður í því að starfsmenn fái rétt laun greidd. Tveir verkefna stjórar sinni starfinu. Það er álit dómsins að starf þetta falli undir 6., sbr. 8. tl., 1 . mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 og verður ekki fallist á kröfur stefnanda um það. LSH Fjármálasvið Verkefnastjóri v/tæknimála. Samkvæmt því sem fram kemur í greinargerð stefnda er umræddur starfsmaður ekki í stéttarfélagi stefnanda, en er í Kjar afélagi viðskipta - og hagfræðinga. Verður starfið því ekki fellt af listanum á grundvelli kröfugerðar stefnanda. Sólvangur hjúkrunarheimili Fasteign Umsjónarmaður fasteigna. Samkvæmt því sem fram kemur í greinargerð stefnda er fallist á að starfið v erið fellt út af undanþágulistanum. Verður fallist á kröfur stefnanda um starfið enda ekki verið sýnt fram á að það falli undir 5. - 8. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Stjórnsýsla Deildarstjóri rafrænnar þjónustu Stjórnsýsla - Netstjóri Stefndi byggir á því að d eildarstjóri rafrænnar þjónustu beri ábyrgð á upplýsingaöryggi gagna og vél - og hugbúnaði. Í framburði Jónasar Guðmundssonar fjármálastjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins kom fram að starfsemin truflist verulega og geti nánast ekki farið fram ef tölvukerfi raskast. Það byggi m.a. á því að allar sjúkraskrár séu í tölvukerfinu. Meðal annars séu sjúkraskrár allra skólabarna í landinu í tölvukerfinu. Um sé að ræða nokkur sjúkraskrárkerfi og fjárhagskerfi, auk símkerfis. Netstjóri hafi umsjón og eftirlit með vél - og hugbúnaði, tölvukerfum, netþjónum og netkerfi heilsugæslunnar. Báðir starfsmennirnir sinni útkallsþjónustu. Nestjóri og deildarstjóri rafrænnar þjónustu sinni ekki sömu kerfum. Báðir starfsmennirni r eru sérfræðingar á sínu sviði. Afleiðingar þess að þeirra njóti ekki við geti verið þær að ef læknir missir aðgang að sínum kerfum þá hafi það áhrif á það hvernig hann geti sinnt sínum sjúklingum. Fyrir ekki löngu síðan hafi ein hei l sugæslustöð misst t ölvusamband og það hafi þurft að loka henni þann dag. Mögulega væri unnt að láta s t arfsemina ganga með öðrum þeirra, en það væri þá betra að halda netstjóranum í vinnu. Það er álit dómsins að stefnda hafi tekist að sýna fram á það að starf netstjóra falli undir nauðsynlegustu öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu skv. 5. tl. 1. mgr. 19. 52 gr. laga nr. 94/1986. Verður ekki fallist á kröfur stefnanda um þ að st a rf , en á hinn bóginn verður fallist á að deildarstjóri rafrænnar þjónustu falli af listanum. Tollstj órinn Umsjónarmaður tölvukerfis . Stefndi kveður nauðsyn vegna öryggissjónarmiða að starfsmaður þessi sé undanþeginn verkfallsheimild, skv. 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Öryggishlutverki Tollstjóra sé sinnt af tollgæslu og tollstjórn sé verule ga háð tölvubúnaði og tæknilegum lausnum. Starf u msjónarmanns tölvukerfis sé nauðsynleg forsenda þess að tollgæsla og tolleftirlit geti gengið eðlilega fyrir sig. Það er álit dómsins að stefnda hafi ekki tekist að sýna fram á það að st a rf þe tta falli und ir nauðsynlegustu öryggisgæslu skv. 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Verður fallist á kröfur stefnanda um þe tta st a rf. Tollstjórinn Umsjónarmaður tollakerfis. Stefndi hefur í greinargerð sinni fallist á að starf þetta verði ekki á undanþágulis tanum. Verður fallist á kröfur stefnanda um þetta starf, enda hafa ekki verið færð að því rök að að starf þetta falli undir nauðsynlegustu öryggisgæslu skv. 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Landgræðsla ríkisins Rekstrarsvið Deildarstjóri Ste fndi kveður starf þetta falla undir 5. tl. 1. mgr. sem og 7. tl., sbr. 8. tl., 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Deildarstjórinn sinni eftirliti með því að fasteignar, vélar og tæki skemmist ekki eða liggi ekki undir skemmdum. Þá sinni hann jafnframt neysl uvatnskerfi Landgræðslunnar og holræsakerfi sem séu umfangsmikil og megi jafna við slík kerfi hjá sveitarfélögum, en þannig hafi starfið verið talið sambærilegt við starf forstöðumanns þjónustustofnana sveitarfélaga. Að mati dómsins verður ekki talið að s tarf þetta verði talið til nauðsynlegustu öryggisgæslu í skilningi 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 . Þá er ekki unnt að líta svo á að umræddur starfsmaður gegni öldungis sambærilegu starfi og forstöðumenn þjónustustofnana sveitarfélaga, sbr. 7. og 8 . tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Verður fallist á kröfur stefnanda um að starfið verði fellt út af umræddum lista. Rétt þykir að hvor aðila beri sinn kostnað af málinu , sbr. 130. gr. laga nr. 91/1991 og 65. gr. laga nr. 80/1938. D ó m s o r ð: 53 Af skrá yfir þau störf hjá stofnunum ríkisins sem eru undanþegin verkfallsheimild sem birt var í B - deild Stjórnartíðinda með auglýsingu nr. 70, þann 29. janúar 2015, ber að fella eftirtalin störf: Starf umsjónarmanns í Menntaskólanum í Reykjavík. Starf húsvarðar í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti. Starf umsjónarmanns fasteigna í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Starf sérfræðings á sviði rannsókna hjá Fiskistofu. Starf tæknistjóra skipadeildar hjá Landhelgisgæslu Íslands. Starf verkefnisstjóra mannvirkja í Kef lavík hjá Landhelgisgæslu Íslands. Starf tryggingafulltrúa á réttindasviði hjá Tryggingastofnun. Starf gjaldkera á fjármála - og rekstrarsviði hjá Tryggingastofnun. Starf tryggingafulltrúa í alþjóðadeild á tryggingasviði hjá Sjúkratryggingum Íslands. Starf tryggingafulltrúa í sjúkraþjónustudeild/tannmál á tryggingasviði hjá Sjúkratryggingum Íslands. Starf læknaritara á skrifstofu flæðisviðs LSH. Störf fjögurra læknaritara/sjúkraskrárritara á Miðstöð um sjúkraskrárritun/Skjalasafni á Skurðlækningasviði LSH. S tarf heilbrigðisritara/skrifstofumanns meðal deildarritara á Skurðlækningasviði LSH. Starf gjaldkera fjárstýringar á fjármálasviði LSH. Starf umsjónarmanns fasteigna hjá Sólvangi hjúkrunarheimili. Starf deildarstjóra rafrænnar þjónustu í stjórnsýslu hjá H eilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Starf umsjónarmanns tölvukerfis hjá Tollstjóranum. Starf umsjónarmanns tollakerfis hjá Tollstjóranum. Starf deildarstjóra rekstrarsviðs hjá Landgræðslu ríkisins. Að öðru leyti skal stefndi, íslenska ríkið, vera sýkn af krö fum stefnanda, SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu . Málskostnaður fellur niður. Sigurður G. Gíslason Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Inga B. Hjaltadóttir 54 Sératkvæði Bergþóru Ingólfsdóttur Ég er sammála forsendum meirihluta dómsins sem settar e ru fram vegna einstakra starfa sem ágreiningur málsins snýst um. Á hinn bóginn er ég ósammála forsendum og niðurstöðu meirihluta dómsins að því er varðar framkvæmd hinnar lögboðnu samráðsskyldu samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Eins og lýst er í d ómi meirihlutans liggur fyrir að þann 5. desember 2015 sendi stefndi stefnanda lista yfir störf sem ráðuneytið taldi falla undir ákvæði 5. töluliðar 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna til umsagnar. Var óskað eftir að at hugasemdum yrði skilað eigi síðar en 12. desember s.á., eða viku síðar. Stefnandi sendi athugasemdir sínar þann 11. desember 2014 og þá liggur fyrir að fundur var haldinn með aðilum þann 16. desember 2014. Ekki liggur fyrir fundargerð af fundinum, en vitni ð Stefanía Sigríður Bjarnadóttir, sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu, lýsti því fyrir dóminum að á fundinum, sem hún taldi hafa staðið yfir í tæpa klukkustund, hafi verið farið yfir listann og rætt um þau 416 störf sem til umsagnar voru. Þá kom og fram að eftir fundinn hafi stefndi aflað umsagna frá ríkisstofnunum um hin umdeildu störf, en ekki kom til þess að þær umsagnir eða frekari upplýsingar frá stefnda bærust til stefnanda. Auglýsing nr. 70/2015 um skrá yfir þau störf hjá stofnunum ríkisins, sem undan þegin eru verkfallsheimild, birtist síðan í B - deild Stjórnartíðinda 29. janúar 2015. Ákvæði 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 mælir fyrir um lögboðið samráð ráðherra og viðkomandi stéttarfélags áður en skrá um þau störf sem falla undir ákvæði 5. - 8. töluli ð 1. mgr. 19. gr. er birt. Tilgangi með gerð þessarar skráar verður ekki náð nema tilhögun þess samráðs sé vönduð sem frekast má, sbr. m.a. dóm Félagsdóms frá 15. janúar 1996 í máli nr. 9/1995. Í því felst að stéttarfélögum sé gefinn hæfilegur frestur til að kynna sér fyrirhugaðar breytingar og komi fram athugasemdir fari fram viðræður milli aðila og leitað samkomulags áður en skrá er gefin út. Ábyrgð á þessu hvílir lögum samkvæmt á ráðherra, þ.e. að gæta þess að samráð hefjist svo tímanlega að skoðanaskipt i geti átt sér stað milli aðila, með það að markmiði að ná samkomulagi. Í því felst m.a. að stéttarfélögin fái hæfilegan tíma til að setja fram röksemdir og andsvör varðandi hugmyndir og tillögur um einstök störf sem til greina kemur að tilgreina í skrá og einnig að tími gefist til samráðs og samskipta milli aðila um það hvaða störf eigi þar réttilega heima. Þegar um störf sem falla undir 5. tölulið 1. mgr. 19. gr. er að ræða, þ.e. störf sem lúta að nauðsynlegustu öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu, er sér staklega mikilvægt að þess sé gætt af hálfu ráðherra að raunverulegt og virkt samráð eigi sér stað. Þá er einnig mikilvægt að samráðið hafi það markmið að ná sameiginlegri niðurstöðu aðila, enda þótt það geti eðli máls samkvæmt ekki alltaf orðið raunin, en da hvílir það mjög á mati hvors aðila fyrir sig hvaða störf teljast nauðsynlegust í þessu tilliti. Þar vegast enda á mikilsverðir 55 hagsmunir. Annars vegar grundvallarréttur stéttarfélaganna til að gera verkföll og hins vegar skylda ríkisvaldsins til að tryg gja landsmönnum nauðsynlega öryggsgæslu og heilbrigðisþjónustu. Verkfallsréttur stéttarfélaga nýtur stjórnarskrárverndar hér á landi, sbr. 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar. Þegar um slík réttindi er að ræða verður almennt að gera ríkari kröfur til málsm eðferðar stjórnvalda en endranær. Það er óumdeilt að eftir fund aðila þann 16. desember 2014 fækkaði störfum félagsmanna stefnanda á hinni umþrættu skrá úr 416 í 382. Á hinn bóginn liggja ekki fyrir skýringar á því hvers vegna ekki var haft frekara samráð við stefnanda eftir þann fund en stefndi kveðst þó hafa aflað frekari upplýsinga eftir þann fund frá einstökum stofnunum. Ekki verður annað séð en ráðrúm hafi verið til frekari viðræðna eftir nefndan fund en mánuður leið frá þeim fundi þar til skráin var b irt. Þannig liggur fyrir að stefnandi fékk ekki tækifæri til að tjá sig um þær viðbótarupplýsingar eða gögn sem aflað var í kjölfar fundarins. Eins og fram kemur í áliti umboðsmanns Alþingis frá 6. ágúst 1997 í máli nr. 1747/1996, ber ráðherra að leggja s jálfstætt mat á það hvaða störf teljist nauðsynlegust í skilningi 5. töluliðar 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 og verði því birt á skrá yfir þau störf hjá stofnunum ríkisins sem undanþegin eru verkfallsheimild, sbr. 2. mgr. 19. gr. Til að slíkt sjálfstætt mat geti farið fram þarf rannsókn máls að vera fullnægjandi og mikilvægir þættir í slíkri rannsókn eru að aðilar fái aðgang að gögnum þess og njóti andmælaréttar, sbr. 10., 13. og 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Að ofansögðu virtu og með hliðsjón af samskiptum aðila í heild er það niðurstaða mín að af hálfu stefnda hafi ekki verið sýnt fram á að tilgreining starfa á hinni umþrættu skrá hafi byggt á viðhlítandi undirbúningi. Hefur stefndi í máli þessu vanrækt svo verulega samráðsskyldu sína að fella b er hin umþrættu störf af listanum og ber stefnda að greiða stefnanda málskostnað. Bergþóra Ingólfsdóttir