1 Ár 2016 , mán udaginn 2 7 . júní , er í Félagsdómi í málinu nr. 8/2016 Stéttarfélag lögfræðinga gegn íslenska ríkinu v/Sýslumannsins í Vestmannaeyjum kveðinn upp svofelldur ú r s k u r ð u r: Mál þetta var tekið til úrskurðar 30. maí sl. um kröfu um niðurfellingu málsins og málskostnaðarkröfu r aðila. Málið úrskurða Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason , Guðn i Á. Haraldsson , Ing a B. Hjaltadóttir og Guðmundur B. Ólafsson . Stefnandi er Stéttarfélag lögfræðinga, Borgartúni 6, Reykjavík. Stefndi er íslenska ríkið, Arnarhvoli við Lindargötu, vegna Sýslumannsins í Vestmannaeyjum, Heiðarvegi 15, Vestmannaeyjum. Í þinghaldi 30. maí sl. upplýsti l ögmaður stefnda að stefndi f é llist á viðurkenningarkröfu stefnanda í málinu en krafðist þess að málskostnaður yrði felldur niður. Lögmaður stefnanda gerði kröfu um málskostnað úr hendi stefnda. Málið var tekið til úrskurðar eftir að lögmenn aðila höfðu fært rök fyrir kröfum sínum að þ ví er varðaði málskostnað . Með vísan til ákvæða 1. og 2. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, ber að fella mál þetta niður og úrskurða jafnframt um málskostnaðarkröfur. Í sam ræmi við meginreglu 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 ber stefnda að greiða stefnanda málskostnað sem ákveðinn verður 300.000 krónur. Ú r s k u r ð a r o r ð: Mál þetta fellur niður. Stefndi, íslenska ríkið vegna Sýslumannsins í Vestmannaeyjum, greiði stefnanda, Stéttarfélagi lögfræðinga, 300.000 krónur í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Inga Björg Hjaltadóttir Guðmundur B. Ólafsson