FÉLAGSDÓMUR Úrskurður föstudaginn 11. febrúar 20 2 2 . Mál nr. 25/ 202 1 : Alþýðusamband Íslands , fyrir hönd Starfsgreinasambands Íslands , vegna Eflingar stéttarfélag s fyrir hönd A ( Karl Ó. Karlsson lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins , fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar , vegna Icelandair ehf. ( Sólveig B. Gunnarsdóttir lög fræðingur ) Úrskurður Félagsdóms Mál þetta var tekið til úrskurðar 3 1 . janúar 202 2 um frávísunarkröfu stefnda. Mál ið úrskurða Ásgerður Ragnarsdóttir, Ásmundur Helgason , Ragnheiður Harðardóttir , Eva Dís Pálmadóttir og Valgeir Pálsson. Stefnandi er Alþýðusamband Íslands fyrir hönd Starfsgreinasambands Íslands, vegna Eflingar stéttarfélags, Sætúni 1 í Reykjavík, fyrir hönd A . Stefndi er Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar, Borgartúni 35 í Reykjavík, vegna Icelandair ehf., Reykjavíkurflugvelli í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess a ð viðurkennt verði með dómi að uppsögn Icelandair ehf. á A , trúnaða rmanni og öryggistrúnaðarmanni hjá félaginu , símleiðis 20 . ágúst 2021 og síðar staðfestri með móttöku uppsagnarbréfs, dagsettu 20. ágúst 2021, þann 25. ágúst 2021, feli í sér brot gegn 11. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur og sé af þeim s ökum ólögmæt. 2 Þ ess er jafnframt krafist að stefnd a verði gert að greiða sekt í ríkissjóð samkvæmt ákvörðun réttarins. 3 Loks gerir stefnandi kröfu um greiðslu málskostnaðar úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnda 4 Stefndi krefst þess aðallega að A hafi verið ólögmæt þar sem hún hafi gegnt stöðu öryggistrúnaðarmanns verði vísað frá 5 Stefndi krefst til vara sýknu af kröfum stefnanda. 2 6 Þá krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda. Helstu m álavextir 7 A hóf störf hjá hlaðdeild Flugfélags Íslands ehf. í nóvember 2016. Á vormánuðum 2020 tók stefndi Icelandair ehf. yfir starfsemi fyrirtækisins og urðu aðilaskipti að rekstri þess í skiln ingi laga nr. 72/2002 um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtæki. 8 Samkvæmt gögnum málsins var A kosin trúnaðarmaður Eflingar stéttarfélags 16. mars 2018. Með bréfi stéttarfélagsins 26. sama mánaðar var Flugfélagi Íslands ehf. tilkynnt um tiln efningu A sem trúnaðarmanns fyrir tímabilið 16. mars 2018 til 16. mars 2020, sbr. 13. kafla kjarasamnings Eflingar stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsins. Tekið var fram að A hefði ekki setið trúnaðarmannanámskeið og hefði hún verið skráð á næsta námskeið . 9 Stefnandi byggir á því að við lok tímabilsins hafi starfsmenn hlaðdeildar valið A til áframhaldandi starfa sem trúnaðar mann . Hafi stéttarfélagið fengið vitneskju um það . Það liggur fyrir að tilkynning um þetta var hvorki send Flugfélagi Íslands ehf. né stefnda Icelandair ehf. Stefndi telur félagið ekki hafa haft vitn eskju um að A gegndi áfram störfum trúnaðarmanns eftir 16. mars 2020 og mótmælir því að svo hafi verið. 10 Með símtali stöðvarstjóra stefnda Icelandair ehf. á Reykjavíkurflugvelli 20. ágúst 2021 var A tilkynnt um uppsögn úr starfi. Hinn 25. sama mánaðar barst henni uppsagnarbréf, sem var dagsett 20. ágúst 2021, í ábyrgðarpósti. Með tölvupósti sem sendur var sam dægurs óskaði A eftir fundi með fulltrúum stefnda til að fá upplýsingar um ástæðu uppsagnarinnar. Fundur vegna þessa fór fram 27. ágúst 2021. 11 Með bréfi Eflingar stéttarfélags 1. september 2021 var uppsögninni mótmælt sem ólögmætri. Gerð var grein fyrir þv í að A hefði sem trúnaðarmaður og öryggistrúnaðarmaður notið verndar gegn uppsögn, sbr. 11. gr. laga nr. 80/1938 , og var skorað á stefnda að draga uppsögnina til baka. 12 Með bréfi Samtaka atvinnulífsins 9. september 2021 var því meðal annars mótmælt að A h efði verið trúnaðarmaður og öryggistrúnaðarmaður hjá stefnda Icelandair ehf. þegar henni var sagt upp störfum. Í bréfi Eflingar stéttarfélags 13. sama mánaðar var rökstutt að A hefði að lögum haft stöðu trúnaðarmanns og öryggistrúnaðarmann s á þessum tíma , auk þ ess sem skorað var á stefnda að leggja fram tiltekin gögn . Þá var áskorun um að uppsögnin yrði dregin til baka áréttuð. Með bréfi Samtaka atvinnulífsins 1. október 2021 var því hafnað og lögð áhersla á að stefnd a hefði ekki verið tilkynnt um að A hef ði verið valin til að gegna starfi trúnaðarmanns , auk þess sem hún hefði ekki haft stöðu öryggistrúnaðarmanns hjá félaginu þegar henni var sagt upp störfum. 3 Helstu m álsástæður og lagarök stefnanda 13 Dómkröfur stefnanda eru reistar á því að uppsögn A feli í sér brot gegn 11. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeildur. Hún hafi notið stöðu sem trúnaðarmaður þegar uppsögn hafi borið að, sbr. grein 13.1 í kjarasamningi Eflingar stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsins. Samkvæmt kjarasamningsákvæ ðinu sé það ekki skilyrði að tilkynning um trúnaðarmann sé sett fram með tilteknum hætti gagnvart atvinnurekanda. Þvert á móti leiði af dómaframkvæmd Félagsdóms að sönnun um val starfsmanns sem trúnaðarmanns og vitneskju atvinnurekanda lúti almennum sönnun arreglum. Þá leiði formgalli í tengslum við val á trúnaðarmanni ekki einn og sér til þess að réttarvernd trúnaðarmanna að lögum falli á brott. Stefnandi byggir jafnframt á því að A hafi verið kosin til að gegna stöðu öryggistrúnaðarmanns , sbr. 5. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerð nr. 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum. 14 Stefnandi telur gögn málsins sýn a að A hafi gegn t störfum sem trúnaðarmaður og jafnframt verið tilgreind með þeim hætti á innri vef stefnda . Þá muni sönnunarfærsla fyrir dómi, þar með talið framburður vitna, sýna fram á slíkt. Byggt er á því að uppsögnin hafi verið vegna starfa A sem trúnaðarmanns og hafi hún í öllu falli verið látin gjalda þess að hafa sinnt st örfum sem trúnaðarmaður, sbr. 1. málslið 11. gr. laga nr. 80/1938 . 15 Stefnandi byggir á því að málið heyri undir Félagsdóm, sbr. 1. tölulið 44. gr. laga nr. 80/1938, enda varði það viðurkenningu á broti gegn lögunum. Þá megi sjá af dómaframkvæmd Félagsdóms að sambærilegt sakarefni hafi verið talið falla undir lögsögu dómstólsins, sbr. dóma í málum nr. 10/2009 og 3/2016. Það skipti ekki máli þó að Félagsdómur geti þurft að taka afstöðu til annarra lagaákvæða við úrlausn málsins, enda falli sakarefnið undir lö gsögu dómsins. Helstu m álsástæður og lagarök stefnda 16 Stefndi krefst frávísunar á hluta fyrri dómkröfu stefnanda að því marki sem hún er byggð á stöðu A sem öryggistrúnaðarmanns. Byggt er á því að við úrlausn um kröfuna reyni fyrst og fremst á hvort A hafi notið stöðu öryggistrúnað a rmanns við yfirtöku stefnda Icelandair ehf. á Flugfélagi Íslands vorið 2020. Það sé ágreiningslaust að hún hafi verið tilkynnt sem öryggistrúnaðarmaður hjá Flugfélagi Íslands ehf. og þar með notið verndar samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 46/1980 . Reyni því á túlkun II. kafla laga nr. 46/1980 og ákvæða laga nr. 72/2002. Að mati stefnda falli það utan valdsviðs Félagsdóms að dæma um stöðu öryggistrúnaðarmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum og beri því að vísa viðurkenningarkröf u stefnanda frá að þessu leyti. 17 Stefndi vísar til þess að Félagsdómur sé sérdómstóll með afmarkaða lögsögu og verði hún ekki skýrð rúmt gagnvart lögsögu almennra dómstóla . Um brot á lögum nr. 46/1980 skuli farið eftir lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála og falli ágreiningur um slíkt einnig utan lögsögu Félagsdóms. Öryggistrúnaðarmenn og öryggisnefndir 4 gegni ekki hlutverki samkvæmt lögum nr. 80/1938 og sé augljóst að Félagsdómur geti ekki gert stefnda refsingu á grundvelli laga nr. 46/1980 . 18 Stefndi byggi r jafnframt á því að það falli utan valdsviðs Félagsdóms að túlka ákvæði laga nr. 72/2002. Ágreiningur aðila lúti að stöðu öryggisnefnda við aðilaskipti að fyrirtækjum fremur en að því hvort öryggistrúnaðarmaður njóti uppsagnarverndar samkvæmt 11. gr. laga nr. 80/1938. Túlka beri lögsögu Félagsdóms þröngt og falli ágreiningur sem upp komi í kjölfar aðilaskipta á fyrirtækjum þar fyrir utan. 19 Til stuðnings kröfu sinni um sýknu byggir stefndi einkum á því að uppsögn A hafi verið lögmæt og hafi hún ekki notið v erndar 11. gr. laga nr. 80/1938. Vísað er til þess að stefnda hafi ekki verið tilkynnt um að A hefði verið endurk jörin trúnaðarmaður eða verið tilnefnd til trúnaðarstarfa eftir 16. mars 2020. Hvorki verði séð að kosning meðal starfsmanna hafi farið fram né að tilnefning trúnaðarmanns hafi verið tilkynnt stefnda þrátt fyrir skýrt ákvæði greinar 13.1 í kjarasamningi aðila. T il þess að trúnaðarmenn njóti verndar samkvæmt 11. gr. laga nr. 80/1938 þurfi tilkynning að hafa borist vinnuveitanda og beri stefnandi sönnunarbyrði fyrir því að stefnda hafi verið kunnugt um meint endurkjör A . Þá falli það einnig í hlut stefnanda að sýna fram á raunveruleg a tilnefningu og endurkjör A sem trúnaðarmanns , en slíkt verði ekki ráðið af gögnum málsins . Stefndi mótmælir því að A hafi átt samskipti við yfirmenn sem trúnaðarmaður og öryggistrúnaðarmaður. Þá hafi uppsögn hennar ekki tengst slíkum s törfum, heldur verið vegna framkomu hennar og viðmóts gagnvart samstarfsfólki. Niðurstaða 20 Fyrri dómkrafa stefnanda lýtur að því að viðurkennt verði með dómi að uppsögn A , sem trúnaðarmanns og öryggistrúnaðarmanns hjá stefnda Icelandair ehf., hafi verið ó lögmæt þar sem hún brjóti gegn 11. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Stefndi byggir á því að vísa beri frá dómi þeim hluta kröfu nnar sem lýtur að viðurkenningu á því að uppsögn in hafi verið ólögmæt þar sem A hafi gegnt stöðu öryggistrúna ðarmanns hjá stefnda. 21 Til stuðnings frávísunarkröfu sinni hefur stefndi vísað til þess að einkum sé deilt um hvort A hafi haldið stöðu öryggistrúnaðarmanns eftir að stefndi tók yfir Flugfélag Íslands ehf . Við úrlausn málsins reyni á túlkun á II. kafla laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og l ögum nr. 72/2002 um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum. Túlkun á ákvæðum þessara laga falli utan valdsviðs Félagsdó ms og beri að skýra lögsögu dóms tóls ins þröngt . 22 Meðal verkefna Félagsdóms er að dæma í málum sem rísa út af kærum um brot á lögunum, sbr. 1. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Eins og rakið hefur verið byggir stefnandi á því að með uppsögn A , sem trúnaðarmanns og ör yggistrúnaðarmanns, hafi verið brotið gegn 11. gr. laganna þar sem trúnaðarmönnum er veitt ákveðin vernd gegn uppsögnu m. Sams konar sakarefni hefur áður verið talið falla undir lögsögu Félagsdóms, sbr. dóma frá 1. nóvember 2010 5 í máli nr. 10/2009 og frá 6. júní 2016 í máli nr. 3/2016. Í báðum málunum var fjallað efnislega um hvort uppsögn á öryggistrúnaðarmanni væri brot á 11. gr. laga nr. 80/1938. 23 Það er ljóst að aðila greinir á um hvort A hafi notið stöðu sem öryggistrúnaðarmaður hjá stefnda og þar með ve rndar 11. gr. laga nr. 80/1938 þegar henni var sagt upp störfum. Það fellur undir efnishlið málsins að meta hvort A hafi notið þeirrar verndar sem greinir í ákvæðinu þegar henni var kynnt uppsögnin . Við úrlausn um það kann Félagsdómur að þurfa að líta til ákvæða annarra laga, svo sem ákvæða laga nr. 46/1980 og eftir atvikum laga nr. 72/2002 . Það getur ekki eitt og sér leitt til þess að ágreiningur aðila falli utan lögsögu dóms tóls ins . 24 Að virtum kröfum stefnanda og mála tilbúnaði beggja aðila snýr ágreiningur þeirra fyrst og fremst að því hvort stefndi Icelandair ehf. hafi brotið gegn 11. gr. laga nr. 80/1938 . Það kemur skýrt fram í 1. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 að slíkur ágreiningur falli undir lögsögu Féla gsdóms. 25 Með vísan til framangreinds verður frávísunarkröfu stefnda hafnað. Rétt þykir að ákvörðun málskostnaðar vegna þessa þáttar málsins bíði efnisdóms. Úrskurðar orð: Frávísunarkröfu stefnda, Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar vegna Icelandair ehf., er hafnað. Ákvörðun málskostnaðar bíður efnisdóms.