1 Ár 2016, miðviku daginn 18. maí , er í Félagsdómi í málinu nr. 9 /2016: Samtök atvinnulífsins f.h. Isavia ohf. gegn BSRB f.h. Félags íslenskra flugumferðarstjóra kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 10. maí sl . Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, forseti Félags dóms, Ásmundur Helgason, Guðni Á. Haraldsson, Valgeir Pálsson og Gísli Guðni Hall . Stefnandi er Samtök atvinnulífsins, Borgartúni 35, Reykjavík, f.h. Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, Reykjavík . Stefndi er BSRB, Grettisgötu 89, Reykjavík f.h. Félags íslenska flugumferðarstjóra, Grettisgötu 89, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda Stefnandi krefst þess að þjálfunarbann það , sem Félag íslenskra flugumferðarstjóra boðaði með bréfi , dagsettu 26. apríl 2016 vegna félagsmann a sem starfa hjá Isavia ohf. og koma á til framkvæmda 6 . maí 2016 , sé ólögmætt. Þá krefst stefnandi málskostnað ar úr hendi stefnda að mati dómsins. Dómkröfur stefnda Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda , auk þess sem krafist er málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati réttarins. Málavextir Málavextir eru að mestu óumdeildir. Í stefnu er því lýst að s tefnandi, Isavia ohf. , hafi annast rekstur íslensku flugleiðsöguþjónustunnar en í því fel i st m.a. að veita íslenskum og erlendum flugförum flugleiðsöguþjónustu á íslenska flugstjórnarsvæðinu og á íslenskum flugvöllum . Félagið sé eini starfsvettvangur flugumferða r stjóra á Íslandi og anni st grunnnám í flugumferðarstjórn. N ám í flugumferðarstjórn sé byggt upp með þeim hætti að fyrst fari nemar í 10 vikn a grunnnám (bóknám) en síðan taki við verklegt nám undir handleiðslu flugumferðarstjóra með tilskilin kennsluréttindi. Stefndi , Félag íslenskra flugumferðarstjóra, tekur fram í greinargerð sinni að fyrirko mul ag námsins sé skipulagt þannig að grunnnám taki um það bil fjóra til sex 2 mánuð og skiptist það í bóknám og verknám. Verknámið fel i st í því að ná tökum á undirstöðuatriðum í flugumferðar stjórn í hermi áður en nemi fái að stjórna lifandi umferð. Að loknu gr u nnnámi fari nemar í réttindanám , sem hef ji st á bóklegu námi í verklagi og staðháttum í viðkomandi svæði , og að því loknu taki við verk leg þjálfun í hermi sem undirbúi nema undir vinnu á viðkomandi vinnustað. Að öllu þessu loknu fari nemar á vaktir og vinni undir handleiðslu fl ugumferðarstjóra í réttindanámi. Flugumferðarstjórar hafa frá upphafi sinnt verklegri þjálfun nema í flugumferðarstjórn. Við endurnýjun kjarasamninga árið 2002 gerði stefndi kröfu um hærri laun með vísan til þess álags sem fylgdi kennslu nema. Var ð það niðurstaða miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sem lögð var fram 11. febrúar 2002, að tekið var upp sérstakt 3% kennsluálag, sbr. bókun 2 með tillögunni: Flugumferðarstjórar með 3 ára starfsaldur skulu taka að sér þjálfun flugumferð arstjóra eftir þörfum. Vegna álags sem af þessu hlýst skal greiða þann tíma er samningurinn er gildur sérstakt 3% kennsluálag á laun (skv. gr. 1.1.1.) þeirra er hæfi hafa til þjálfunar. Við endurnýjun kjarasamninga árið 2008 kom fram það sjónarmið að kennsla hentaði ekki öllum flugumferðarstjórum og því væri óeðlilegt að skylda alla flugumferðarstjóra til að sjá um kennslu. Á kvæðinu var því breytt til að auka sveigjanleika, sbr. 3. gr. kjarasamnings aðila frá 27. júní 2008: Frá 1. september greiðist s érstakt kennsluálag, 3% af grunnlaunum, og myndar það stofn fyrir yfirvinnu og vaktaálag. Álagið greiðist frá þriggja ára starfsaldri. Við þriggja ára starfsaldur skulu flugumferðarstjórar fara á OJI námskeið og skuldbinda sig til nemaþjálfunar þegar þess er þörf. Hafni flugumferðarstjóri að fara á námskeiðið eða að taka að sér þjálfun skal kennslugjaldið falla niður. Ákvæði þetta stendur óbreytt en kennsluálagið er nú innifalið í launatöflu flugumferðarstjóra, sbr. kjarasamning aðila frá 31. maí 2011. Al lir flugumferðarstjórar með að minnsta kosti þ riggja ára starfsreynslu fá greitt álag vegna þessarar kennsluskyldu og mun álagið vera greitt allt árið . Í stefnu er þess getið að e nginn hafi óskað eftir því að afsala sér álagi nu en í greinargerð stefnda er þeirri staðhæfingu mótmælt og te kið fram að a.m.k. tveir almennir flugumferðarstjórar í flugturninum á Keflavíkurflugvelli hafi óskað eftir því að vera undanþegnir því að þjálfa nema . Þá séu aðalvarðstjórarnir í Keflavík undanþegnir þeirri skyldu . Í gr einargerð stefnda kemur fram að framangreint úrræði flugumferðarstjóra til að veigra sér hjá skyldu til að þjálfa nema eigi sér lengri sögu en rakin sé í stefnu . Samkvæmt bókun frá því í september 1997 hafi flugumferðarstjórum , sem náð hafi 50 ára aldri , v erið heimilað að neita að þjálfa nema. Vísar stefn di að þessu leyti til framlagðrar bókunar með kjarasamningi. Fram er komið að s tefndi boðaði til verkfallsaðgerða vorið 2011 til að fylgja eftir kröfu m sínum. Stefndi boðaði einnig þjálfunarbann , þ.e. að f lugumferðarstjórum væri óheimilt að leiðbeina nemum. 3 Kjarasamningur aðila hefur verið laus frá 1. febrúar 2016. Viðræður um gerð nýs kjarasamnings hófust í lok október 2015 og samkvæmt viðræðuáætlun átti viðræð um að vera lokið fyrir 31. janúar 2016 . Fundað var 22. janúar 2016 en kjaradeilunni var vísað til r íkissáttasemjara 23. febrúar sl. Stefndi efndi til vinnustöðvunar sem felst í umþrættu þjálfunarbanni. Í málinu liggur frammi kynningarbréf stjórnar stefnda til félagsmanna sinna vegna atkvæðagr eiðslu um vinnustöðvunina. Almenn leynileg atkvæðagreiðsla um boðað þjálfunarbann frá 6. maí sl. fór fram 20. - 25. apríl sl. meðal allra félagsmanna stefnda sem starfa hjá stefn an da og bannið tekur til. Atkvæði voru greidd um tillögu stjórnar stefnda um þ jálfunarbann en stefndi telur bannið vera afmarkaða vinnustöðvun. Í greinargerð stefnda er því lýst að í banninu felist að félagsmenn stefnda tak i ekki að sér a ð sinna tilteknum verkum sem séu skýrt skilgreind, feli í sér aukalegar verkskyldur , sem sérstak lega hafi verið greitt fyrir og séu ekki hluti af almennri rækslu daglegra starfsskyldna flugumferðarstjóra. Á kjörskrá við atkvæðagreiðsluna voru 125 félagsmenn stefnda en af þeim greiddu 94 atkvæði eða 75%. Af þeim guldu 88 jáyrði sitt en 6 sögðu nei og samþykktu því 93% umrætt þjálfunarbann . Með bréfi stefnanda til stefnda, dagsettu 28. apríl sl., mótmælti stefnandi boðuðu þjálfunarbanni sem ólögmætri aðgerð og skoraði á stefnda að afturkalla hana fyrir kl. 12:00 föstudaginn 29. apríl 2016, ella yrði félaginu stefnt fyrir Félagsdóm. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir dómkröfur sínar á því að svonefnt þjálfunarbann , sem stefndi hafi boðað til, sé ekki vinnustöðvun í skilningi 19. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, o g verði því ekki beitt í kjaradeilu. Aðgerðin sé því ólögmæt. Samkvæmt lögum nr. 80/1938 sé stéttarfélögum og atvinnurekendum heimilt að gera verkföll og verkbönn til að vinna að framgangi krafna si nna í vinnudeilum. Verkfall sé vinnustöðvu n en hugtak ið sé nánar skilgreint í 19. gr. laganna. Aðgerð teljist vera vinnustöðvun þegar launamenn leggi niður venjuleg störf sín að einhverju eða öllu leyti. Það sé hugtaksskilyrði að launamaður sé ekki við störf. Boðað þ jálfunarbann feli á hinn bóginn í sér að félag smenn stefnda séu við störf en sinni ekki tilteknum starfsskyldum á venjulegum vinnudegi. Stefnandi hafnar því að stéttarfélag geti beitt verkfalli gegn tilteknum starfsskyldum félagsmanna sinna, enda teljist það að mati stefnanda ekki vera vinnustöðvun í skilningi 19. gr. laga nr. 80/1938. Þá kveður stefnandi ekki skipta máli við túlkun hugtaksins vinnustöðvun hvort greidd sé sérstök umbun fyrir ábyrgð eða álag sem einstökum verkefnum launamanna fylgi. Flestir launamenn fái ein mánaðarlaun fyrir dagvinnu o g beri þeim að sinna starfsskyldum sínum, án þess að sérstakt álag sé greitt fyrir einstaka þætti starfsins. Þótt kjarasamningur tilgreini sérstaka umbun fyrir álag í starfi, verði sá verkþáttur ekki sjálfkrafa andlag verkfallsréttar. 4 Stefnandi byggir á þ ví að ef stéttarfélög ættu að hafa heimild til að beina verkfalli að einstaka verkþáttum, hefði þurft að kveða á um það með skýrum hætti í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, enda sé um sérlega íþyngjandi aðgerð að ræða gagnvart atvinnurekanda sem raski því jafnvægi sem viðurkennt sé að þurfi að ríkja milli hagsmuna atvinnurekenda og stéttarfélaga. Stefnandi bendir á að stefndi hafi á árinu 2011 boðað þjálfunarbann samhliða yfirvinnubanni. Af hálfu stefnanda hafi þá verið ákveðið að láta það óátalið, end a hefði verið talið að samningar myndu nást innan ska mms tíma. Um hafi verið að ræða hagsmunamat en ekki viðurkenningu á túlkun laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Framangreind ákvörðun stefnanda hafi enga þýðingu, enda sé ekki á valdsviði málsaðila að ák veða eða breyta túlkun almennra laga frá Alþingi. Krafa stefnanda um málskostnað styðst við 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 65. gr. laga nr. 80/1938. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að atkvæðagrei ðsla um vinnustöðvun hjá stefnanda hafi verið lögmæt og í fullu samræmi við fyrirmæli laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur, sem og venjur á vinnumarkaði hvað það varðar. Stefndi kveðst hafa lagt fyrir félagsmenn sína, sem verkfallið eigi að tak a til, atkvæðaseðil þar sem tilhögun vinnustöðvunarinnar komi fram . E ins og atkvæðaseðillinn beri með sér , hafi verið um að ræða afmarkað verkfall á vinnu við þjálfun nemenda í vinnustöðu flugumferðarstjóra frá byrjun dags hinn 6. maí sl., svo sem komi fra m í framlögðu kynningarbréfi stjórnar stefnda til flugumferðarstjóra vegna atkvæðagreiðslunnar. Stefndi vísar til þess að skylda til að þjálfa nema í vinnustöðu flugumferðarstjóra sé afmarkaður hluti starfsskyldna flugumferðarstjóra sem tekinn hafi verið upp, sérstaklega samið um og greitt fyrir með afmörkuðum hluta vinnulauna þeirra . Það að leggja niður tilgreint starf með löglega boðuðu verkfalli, hafi engin áhrif á rækslu almennra starfa flugumferðarstjóra og feli á engan hátt í sér veigrun við að sinn a afmörkuðum hluta starfsskyldna á þann hátt að fari í bága við verkfallsheimildir vinnu löggjafarinnar eða venjubundna túlkun Félagsdóms á heimildum stéttarfélaga til að afmarka umfang verkfalla. Skýrt sé til hverra verkfallið taki, hvað í því felist og h vernig og hvenær það komi til framkvæmda. Verkfallið hafi verið samþykkt í löglegri atkvæðagreiðslu og með tillögugerð stjórna r stefnda og framkvæmd atkvæðagreiðslu um hana hafi í einu og öllu farið að kröfum 15. gr. laga nr. 80/1938 um ákvörðun um vinnustöðvun. Stefndi byggir enn fremur á því að réttur til þess að gera verkföll sé grundvallarréttur sem tryggður sé í 74. og 75. gr . stjórnarskrár, sbr. 2. mgr. 11. gr. m annréttindasáttmála Evrópu. Allar takmarkanir á þeim rétti verði því að túlka þröngt. Heimildir stéttarfélaga til að gera 5 verkföll séu því bundnar þeim skilyrðum og takmörkunum einum, sem sett séu í lögum, sbr. 14. gr . laga nr. 80/1938. Tilgangur vinnustöðvunar stefnda sé sem endranær um vinnustöðvanir að knýja gagnaðila í kjaradeilu til að gera kjara samning. Vinnustöðvun sé lögleyfð þvingunaraðgerð til að knýja á um lausn deilu af þessu tagi. Stefnandi eigi þá kosti til að enda verkfallið a ð gera kjarasamning við stefnda og að b regðast við með verkbanni. Verkfallsheimildum séu settar þær einar skorður sem lög nr. 80/1938 gre ini . Hugtakið verkfall sé skýrt í 19. gr. laganna en þar segi að til vinnustöðvunar í skilning i laganna teljist ná tilteknu sameiginlegu markmiði. Sama gildir um aðrar sambærilegar aðgerðir af hálfu atvinnurekenda eða launamanna sem jafna má til vinnustö u rf i tvennt til að um verkfall sé að ræða, a nnars vegar að launamenn hafi lagt niður venjubundna vinnu að einhverju eða öllu leyti og hins vegar að um sameiginlegan tilgang sé að ræða. Um hið síðara sé ekki ágreiningur með aðilum. Stefndi byggir á því að vinnustöðun stefnda falli að fyrrgreindu hugtaksskilyrði vinnustöðvunar, þ.e. yfirstandandi vinnustöðvun sem sé ótímabundið þjálfunarbann, fel i st í því að lögð séu niður ákveðin störf að hluta með þeim hætti að tiltekin verkefni ák veðinna starfsmanna verði ekki unnin. Því sé boðuð vinnustöðvun ótvírætt vinnustöðvun í skilningi 19. gr. vinnulöggjafarinnar og sé hún á engan hátt andstæð lögum og h afi oft verði beitt. Í lögunum sé engin takmörkun á því hvert skuli vera fyrirkomulag ver kfalla eða hvernig þau skuli skipulögð af hálfu verkfallsboðenda. Stefndi sé frjáls að því að haga vinnustöðvuninni með þeim hætti sem hann kjósi, að gættum lögfestum skilyrðum um atkvæðagreiðslu, boðun verkfalls og öðrum formskilyrðum . Þá sé sú framkvæmd vel þekkt að vinnustöðvun sé látin ná til afmarkaðra verka. Félagsdómur hafi ítrekað staðfest að verkfallsboðandi hafi vald á því með hvaða hætti hann skipuleggi vinnustöðvun en engar takmarkanir á því sé að finna í lögum . Því sé b oðuð vinnustöðvun fullkom lega lögmæt. Þá byggir stefndi einnig á því að með því að boða verkfall með þessum hætti , sé þess jafnframt gætt að grípa til vægasta úrræðis sem unnt er og með þessu móti sé gætt meðalhófs í boðun fyrirhugaðrar vinnustöðvunar , enda sé um að ræða mikilvæga hagsmuni og íþyngjandi aðgerð. Fyrirhuguð verkfallsframkvæmd sé þannig að einungis verð i lögð niður vinna við ákveðin störf , þ.e. þjálfun flugumferðarstjóranema, en öll önnur verk flugumferðarstjóra verði unnin sem endranær. Með aðgerðum sínum , sem gangi mun skemur en allsherjarverkfall , hafi stefndi tekið tillit til hagsmuna stefnanda , sem feli st í að halda uppi reglubundinni starfsemi sinni , en um leið nýtt sér lögbundinn rétt sinn til þess að knýja á um kjarasamning við stefnanda. Ákvörðun um verkfall með framangreindum hætti brjóti hvorki gegn lögum né viðurkennda framkvæmd . Hvorki málefnaleg né lögfræðileg rök verði færð fyrir slíkri niðurstöðu og því sé málatilbúnaði stefnanda að þessu leyti mótmælt sem röngum. Þá verði 6 ekki heldur séð að málefnaleg rök standi til þess að koma í veg fyrir að verkfall sé boðað með svo afmörkuðum hætti. Stefndi telu r hið minna felast í hinu meira með þeim hætti að fyrst boða megi ótímabundið verkfall standi engin rök til þess að takmörkuð vinnustöðvun , eins og hér um ræ ði sem ekki sé jafn viðurhlutamikil , teljist ólögmæt. Um lagarök vísar stefndi til ákvæða laga nr. 80/1938 og s tjórnarskrá r lýðveldisins Íslands, sbr. lög nr. 33/1944, sérstaklega 74. og 75. gr. Þá vísar stefndi til 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Málskostnaðarkröfu sína byggir stefndi á 130. gr. laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála, og lögum nr. 50/1988 hvað varðar kröfu um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun . Stefndi kveðst ekki vera virðisaukaskattskyldur og ber i honum þv í nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefnanda. Niðurstaða Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 1. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Í máli þessu liggur fyrir að flugumferðarstjórar með þriggja ára starfsreynslu eða meira fá hærri mánaðarlaun vegna skyldu sem á þeim hvílir að þjálfa nema í flugumferðarstjórn. Í kjarasamningi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og stefnda er samið um endurgjald fyrir þessa þjálfun, sem ýmist er nefnt kennsluálag eða k ennslugjald, sem og um skyldu flugumferðarstjóra til þess að takast á hendur umrædda þjálfun. Þeir geta skorast undan að sækja námskeið sem nauðsynlegt er til þess að geta sinnt þjálfuninni , sem og að annast þjálfun nemanna, en þá fellur kennsluálagið niðu r. Kjarasamningur aðila nær þannig til þessara starfa flugumferðarstjóra. Stefndi hefur kosið með félagslegri aðgerð að stöðva þessa vinnu í þeim tilgangi að ná fram nýjum kjarasamningi. Þannig tóku félagsmenn stefnda ákvörðun um ótímabundna vinnustöðvun e r lýtur að þjálfun nema í flugumferðarstjórn . Af hálfu stefnanda er á því byggt að það geti ekki talist vinnustöðvun í skilningi 19. gr. laga nr. 80/1938 ef starfsmenn hans leggja einungis niður hluta af störfum sínum en halda vinnu sinni að öðru leyti áfram óbreyttri . Samkvæmt 14. gr. laga nr. 80/1938 er stéttarfélögum heimilt að gera verkföll í þeim tilgangi að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum og til verndar rétti sínum samkvæmt lögunum með þeim einu skilyrðum og takmörkunum sem sett eru í lögum. Í II. kafla laganna er vikið að því hvernig hefja megi lögmæta vinnustöðvun auk þess sem því er lýst í hvaða tilgangi óheimilt er að hefja vinnustöðvun. Fyrir setningu laga nr. 75/1996 var ekki skilgreint í lögunum hvers konar aðgerðir launamanna gætu talist verkfall eða vinnustöðvun. Með 4. gr. laga nr. 75/1996 var nýju ákvæði bætt við II. kafla laga nr. 80/1938 þar sem skilgreint er hvað felist í vinnustöðvun. Þar segir að vinnustöðvanir í skilningi laganna séu verkbönn atvinnurekenda og verkfö ll þegar launamenn leggja niður venjuleg störf sín að einhverju eða öllu leyti í því skyni að ná tilteknu, sameiginlegu markmiði. Þá segir í ákvæðinu 7 að sama gildi um aðrar sambærilegar aðgerðir af hálfu atvinnurekenda eða launamanna sem jafna má til vinnu stöðvunar. Skilgreining þessi var að mestu reist á þeirri afmörkun sem almennt hafði verið lögð til grundvallar í umfjöllun á sviði vinnuréttar hér á landi að því undanskildu að aðild stéttarfélags að verkfalli var ekki lengur hugtaksskilyrði. Eins og raki ð er í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er varð að lögum nr. 75/1996 var markmiðið með því að koma í veg fyrir að reglur laganna um boðun vinnustöðvunar og friðarskyldu væru sniðgengnar með því að stéttarfélög ættu ekki aðild að sameiginlegum aðger ðum launamanna. Þá undirstrikar síðari málsliður 19. gr. laganna, þar sem skilgreiningin er látin ná til sambærilegra aðgerða sem jafna má til vinnustöðvunar, þann löggjafarvilja að afmarka með rúmum hætti þær aðgerðir sem stéttarfélög mega grípa til í þág u sameiginlegra markmiða félagsmanna sinna, að því tilski ldu að þær séu boðaðar á þann hátt sem lögin mæla fyrir um og að reglur um friðarskyldu sé u virt ar . Enginn ágreiningur er um að stefndi hafi boðað til þjálfunarbannsins á þann hátt sem lögin kveða á um og að virtum reglum um friðarskyldu til þess að knýja á um gerð nýs kjarasamnings. Með þeirri aðgerð leggja flugumferðarstjórar niður nægjanlega afmarkaðan hluta af starfskyldum sínum til þess að hægt sé að framfylgja henni. Í þessu ljósi og með hliðsj ón af því sem rakið hefur verið um tilgang 4. gr. laga nr. 75/1996 er það álit réttarins að aðgerðin sé lögmæt vinnustöðvun. Því ber að sýkna hann af kröfum stefnanda. Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, verður stefnand a gert að greiða stefnda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 400.000 krónur. D ó m s o r ð: Stefndi, BSRB f.h. Félags íslenskra flugumferðarstjóra , skal vera sýkn af öllum kröfum st efnanda, Samtaka atvinnulífsins f.h. Isavia ohf . Stefnandi greiði stefnda 400.000 krónur í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Valgeir Pálsson Gísli Guðni Hall