FÉLAGSDÓMUR Dómur fimmtudaginn 5. mars 2020. Mál nr. 3/2020: Samtök atvinnulífsins, f.h. Samtaka verslunar og þjónustu vegna Samtaka sjálfstæðra skóla (Kristín Þóra Harðardóttir l ögmaður) gegn Alþýðusamband i Íslands, f .h. Starfsgreinasambands Íslands v egna Eflingar - stéttarfélags (Karl Ó. Karlsson lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dóm tekið 4 . mars 2020. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson , Eva Dís Pálmadóttir og Ólafur Eiríksson . Stefnandi er Samtök atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík, fyrir hönd Samtaka verslunar og þjónustu vegna Samtaka sjálfstæðra skóla. Stefndi er Alþýðusamband Íslands, Guðrúnartúni 1 í Reykjavík, fyrir hönd Starfsgreinasambands Íslands vegna Eflingar - stéttarfélags . Dómkröfur stefnanda 1 Að boðað ótímabundið samúðarverkfall Eflingar vegna félagsmanna sem starfa hjá skólum innan Samtaka sjálfstæðra skóla og koma á til framkvæmda þann 9. mars 2020 og boðað var með bréfi 2. mars 2020 verði dæmt ólögmætt. 2 Stefnandi krefst einnig málskostnaðar úr hendi stefnda að mati Félagsdóms . Dómkröfur stefnda 3 Stefndi krefst sýknu af öllum dómkröfum stefnanda. 4 Jafnframt krefst stefndi þess að stefnanda verði gert að greiða honum málskostnað að mati Félagsdóms, að teknu tilliti til virðisaukaskatts, hver sem úrslit málsins verða. Málavextir 5 Í málinu liggur frammi samkomulag milli Eflingar - stéttarfélags og Samtaka sjálfstæðra skóla (SSSK) frá 26. janúar 2006 þar sem kemur fram að aðilar séu sammála um að kjarasam ningur Eflingar - stéttarfélags og Reykjavíkurborgar frá 4. desember 2005 með gildistöku frá 1. október 2005, gildi fyrir starfsmenn hjá SSSK með viðaukum sem settir eru fram í samkomulaginu. 2 6 Eftir þann tíma hefur SSSK , fyrir hönd skóla innan samtakanna , ge fið út yfirlýsingar um kjör Eflingarstarfsmanna skólanna og hefur þar verið vísað til ofangreinds kjarasamnings að því er varðar launahækkanir og önnur tilgreind atriði. Síðasta yfirlýsing SSSK þess efnis er frá 17. desember 2015. 7 Óumdeilt er að frá árinu 2006 hafi kjör umræddra starfsmanna fylgt þeim kjarasamningi sem Efling - stéttarfélag hefur gert við Reykjavíkurborg og laun þeirra t ekið þeim hækkunum sem samið er um fyrir félagsmenn Eflingar - stéttarfélags sem starfa hjá Reykjavíkurborg í sambærilegum st örfum. 8 Kjarasamningur Eflingar - stéttarfélags og Reykjavíkur borgar féll úr gildi vorið 2019. Ekki náðist að endurnýja kjarasamninginn fyrir upphaf sumarleyfa og var því gert samkomulag 4. júlí 2019 um innágreiðslu vegna áætlaðra launabreytinga í tengslum við frestun á kjaraviðræðum Eflingar og Reykjavíkurborgar . Skyldi innágreiðslan nema 105.000 krónu m. 9 Í kjölfarið sendi Efling - stéttarfélag eftirfarandi skeyti til stefnanda vegna félagsmanna hjá SSSK: Á föstudagi nn var gengið frá endurskoðaði viðræðuáætlun við Reykjavíkurborg sjá viðhengi. Einkareknir leikskólar hafa fylgt samningi við Reykjavíkurborg. Óskar því Efling eftir að samskonar samkomulag verði gert við Samtök sjálfstæðra skóla. 10 SSSK gaf út yfirlýsingu 15. júlí 2019 um sambærilega innágreiðslu aðildarfyrirtækja SSSK til félagsmanna Eflingar - stéttarfélags . Í yfirlýsingunni sagði m eðal a nnars að greiðslan væri vegna áætlaðra launabreytinga í tengslum við frestun á kjaraviðræðum Eflingar - stéttarfélags og Reykjavíkurborgar, sbr . samkomulag Eflingar - stéttarfélags og samninganefndar Reykjavíkurborgar frá 4. júlí 2019. Óumdeilt er að e ngar frekari viðræður hafa verið milli Eflingar - stéttarfélags og SSSK . 11 Þann 21 . febrúar síðast liðinn birtist á heimasíðu Eflin g ar - stéttarfélags og í fjölmiðlum frétt um að félagið hygðist hefja atkvæðagreiðslu um samúðarverkfall Eflingarstarfsfólks hjá skólum innan SSSK. 12 Í stefnu er vísað til þess að í kvöldfréttum í sjónvarpi RÚV 21. febrúar síðast liðinn hafi verið rætt við Viðar Þorsteinsson , framkvæmdastjóra Eflingar - stéttarfélags, sem hafi kjarafyrirkomulag starfsmanna einkareknu skólanna taki mið af Síðan hafi Viðar sagt: hafa bara þessi r félagsmenn okkar verið að hringja hér og spyrja hvers vegna erum við ekki líka í verkfalli. Vegna þess að þeir átta sig á því að þeirra kjör munu taka mið af Reykjavíkurborgarsamningnum.... Ég tel að þær aðgerðir muni hafa mjög skörp áhrif á rekstur eink 13 Í frétt á heimasíðu félagsins er eftirfarandi haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur , formanni Eflingar - stéttarfélags : borgarstarfsmenn hafa lýst eindreginni samstöðu og stuðnin gi við aðgerðir okkar í 3 borginni. Þeir hafa margir haft samband á síðustu vikum og lýst yfir vilja til að taka þátt [ f ] undir okkar með þessum hópum sýna að þar eru nákvæmlega sömu vandamál á ferðinni og hjá Reykjavíkurborg: undirmönnun, ofu rálag, lítilsvirðing og vanmat störfum fólks. Sem auðvitað tengist því að þetta eru að stórum hluta kvennastéttir. Við munum að sjálfsögðu fara fram á sams konar leiðréttingu fyrir þennan 14 Þann 25. febrúar 2020 sendu Samtök atvin nulífsins Eflingu - stéttarfélagi erindi þar sem þeirri fyrirætlan stéttarfélagsins að boða til samúðarverkfalls var mótmælt og þeirri afstöðu lýst að Samtök atvinnulífsins tel du aðgerðina ólögmæta. Jafnframt var skorað á stéttarfélagið að stöðva atkvæðagrei ðsluna sem að hófst sama dag, 25. febrúar kl . 12:00. Tilkynning um samúðarvinnustöðvun barst SSSK og Samtökum atvinnulífsins fyrir hádegi 2. mars 2020 . Málsástæður og lagarök stefnanda 15 Stefnandi leggur mál þetta fyrir Félagsdóm með vísan til 1. töluliðar 1 . mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. 16 Krafa stefnanda um viðurkenningu ólögmætis boðaðs samúðarverkfalls stefnda er reist á þeirri málsástæðu að samúðarverkfall eigi ekki að hafa áhrif á kjör þeirra starfsmann a, sem taka þátt í samúðarverkfalli , heldur sé eingöngu til stuðnings félagi í verkfalli. 17 Af hálfu stefnanda er bent á að ekki sé að finna í lögum sérstök ákvæði um samúðarverkföll. Með gagnályktun frá 3. tölulið 17. gr. laga nr. 80/1938 hafi hins vegar verið litið svo á, að samúðarverkfall sé heimilt til stuðnings löglega boðuðu verkfalli. Þ ví sé stéttarfélagi heimilt að boða samúðarverkfall til að styðja annað félag sem er í lögmætu verkfalli. 18 Samúðarverkfall verð i þó ekki löglega boðað hafi það áhrif á skipan kjaramála hjá þeim aðila sem samúðarverkfallið beinist að. Stefnandi telur þessa afstöðu hafa verið staðfesta í dómi Félagsdóms í máli nu nr. 7/1997 en þar segi í forsendum: Samúðarverkfall telst vinnustöðvun eins aðila til stuðnings kröfum annars sem á í verkfal li. Það er skilyrði samúðarverkfalls að því sé ekki ætlað að hafa áhrif á samningsbundna skipan mála milli þess aðila sem að verkfallinu stendur og hins sem það verður að þola. 19 Stefnandi vísar til þess að f rá árinu 2006 haf i kjör Eflingarstarfsmanna hjá e inkareknum skólum innan SSSK tekið mið af kjarasamningi Reykjavíkurborgar við Eflingu - stéttarfélag . Þannig hafi til að mynda verið tekið mið af starfsmati Reykjavíkurborgar við mat á þeim störfum sem um ræðir og launasetning t aki mið af framan greindum kja rasamningi. 20 Stefndi kveður afstöðu SSSK og Eflingar - stéttarfélags hafa verið þá, að skólarnir fylgi samningi Reykjavíkurborgar að því er varðar launakjör starfsmanna . Því hafi SSSK gefið út yfirlýsingar þess efnis í hvert sinn sem nýr samningur milli stét tarfélagsins og Reykjavíkurborgar hafi verið undirritaður . 4 21 Það sé óumdeilt að félagsmenn Eflingar - stéttarfélags, sem starfa hjá aðildarfyrirtækjum SSSK, haf i beina hagsmuni af niðurstöðu í kjaradeilu milli stéttarfélagsins og Reykjavíkurborgar. Hlutaðeiga ndi starfsmenn haf i um langt skeið notið sömu launakjara og samið h afi verið um í kjarasamningum milli Eflingar - stéttarfélags og Reykjavíkurborgar. Með samúðarverkfalli sé u starfsmenn aðildarfyrirtækja SSSK orðnir beinir þátttakendur í verkfalli með það að markmiði að bæta eigin kjör. Þetta hafi f orsvarsmenn Eflingar - stéttfélags staðfest bæði í fjölmiðlum og í frétt á heimasíðu stéttarfélagsins . 22 Stefnandi kveður s tarfsmenn skóla innan SSSK , sem eru félagsmenn Eflingar , munu fá þær kjarabætur sem samið verð i um fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar í sömu störfum. Með boðuðu verkfalli séu þeir að fylgja eftir eigin launakröfum , án þess að þær hafi verið hafðar uppi í formlegum kjaraviðræðum við SSSK í samræmi við lög nr. 80/1938. Með þessu sé farið á svig við lagareglur um gerð kjarasamninga og boðun verkfalla í lögum nr. 80/1938. Efling - stéttarfélag hafi engar kröfur lagt fram um kjaraviðræður vegna þessa hóps og ekki óskað eftir viðræðum við SA/SSSK um gerð kjarasamnings. 23 Eins og fram komi í erindi Eflingar - stéttarfélags frá 8. júlí 2019 sé afstaða félagsins skýr að því leyti að skólar innan SSSK fylgi kjarasamningi Reykjavíkurborgar við stéttarfélagið . Efling - stéttarfélag hafi ekki gert sérstakar kröfur að því er varðar launakjör félagsmanna sinna hjá einkar eknum skólum heldur gengið að því sem vís u að framangreindur k jarasamningur gildi. Stefnandi bendir á að í tölvupósti 8. j úlí 2019 frá Ragnari Ólasyni , sviðsstjór a kjaramála hjá Eflingu - stéttarfélagi, áréttað samkomulag Reykjavíkurborgar og Eflingar - stétta rfélags um endurskoðun á viðræðuáætlun með ósk um að sams konar samkomulag yrði gert að því er varð i félagsmenn sem starfa í einkareknum skólum innan SSSK. Í kjölfarið hafi aðildarfyrirtæki SSSK gefið út yfirlýsingu um innáborgun til Eflingarstarfsmanna sk ólanna. 24 Stefnandi kveður Efling u - stéttarfélag og SSSK því í raun þegar hafa ákveðið að fylgt verði þeim kjarasamningi stéttarfélagsins og Reykjavíkurborgar sem félagið þrýsti nú á með verkfallsaðgerðum. Yfirlýsing SSSK frá 15. júlí 2019 og samskipti aðila í tengslum við hana gang i út frá þeirri forsendu að félagsmenn Eflingar - stéttarfélags hjá SSSK muni fá sömu kjarabætur og um semjist milli stéttarfélagsins og Reykjavíkurborgar. Boðað samúðarverkfall Eflingar - stéttarfélags gagnvart SSSK sé því gert til að auka þrýsting á Reykjavíkurborg að samþykkja kröfur sem síðan hafi bein áhrif á launakjör þeirra sem eigi að taka þátt í því verkfallinu. 25 Um kröfu sína um málskostnað vísar stefnandi til 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 65. gr. laga nr. 80 /1938. Málsástæður og lagarök stefnda 26 Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að boðuð samúðarvinnustöðvun félagsmanna Eflingar - stéttarfélags , sem vinn i hjá skólum sem aðild eiga að Samtökum sjálfstæðra 5 skóla ( SSSK ), sé lögmæt og fullnægi í einu og öllu ákvæ ðum laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. 27 Stefndi vísar til þess að ó umdeilt sé að stéttarfélögum sé heimilt að boða til samúðarvinnustöðvunar til stuðnings löglega boðuðu verkfalli. Félagsdómur h afi í úrlausnum sínum rökstutt þessa reglu með g agnályktun frá ákvæðum 3. tölul iðar 17. gr. laga nr. 80/1938, þar sem mælt sé fyrir um að óheimilt sé að hefja vinnustöðvun til styrktar félagi sem hafi hafið ólögmæta vinnustöðvun. Um samúðarvinnustöðvanir sé ekki að finna frekari ákvæði í lögum . 28 Stefndi bendir á að það sé e kki skilyrði samúðarvinnustöðvunar að eitt stéttarfélag boði til samúðarvinnustöðvunar með öðru stéttarfélagi, heldur geti sama stéttarfélag boðað til samúðarvinnustöðvunar með annarri lögmætri vinnustöðvun sem það h efur sjálft boðað t il. Þá sé það heldur ekki skilyrði samúðarvinnustöðvunar að friðarskylda ríki milli aðila, en samúðarvinnustöðvun tel ji st til einna af fáum lögmætum undanþágum friðarskyldu , sbr. dóm Félagsdóms í málinu nr. 6/1975. 29 Félagsdómur h afi í dómsúrlausnum sínum vísað til þess að samúðarvinnustöðvun megi ekki vera ætlað að hafa áhrif á samningsbundna skipan mála milli þess aðila, sem að verkfallinu st andi , og hins sem það verð i að þola, sbr. t il að mynda dóma Félagsdóms í málunum nr. 6/1975 og 7/1997. Samúðarvinnustöðvun verði því að vera til stuðnings öðru lögmætu verkfalli. 30 Stefndi vísar til þess að m álatilbúnaður stefnanda byggi st á þeirri málsástæðu einni að hin boðaða samúðarvinnustöðvun verði að vera til stuðnings öðru lögmætu verkfall i og megi ekki vera ætlað að hafa áhrif á samningsbundna skipan mála milli þess, sem að verkfallinu stendur, og hins sem það verður að þola. Af hálfu stefnda sé þessari mál sástæðu stefnanda mótmælt sem rangri , enda komi skýrt fram í tilkynning u Eflingar - st éttarfélags 2. mars síðast liðinn um samúðarvinnustöðvunina að til hennar sé boðað Tilvitnuð orð , sem höfð hafi verið eftir formanni og framkvæmd astjóra Eflingar - stéttarfélags , breyt i engu þar um. Ummæli þeirra endurspegl i einungis söguleg a tengingu kjara starfsmanna aðildarfélaga SSSK innan vébanda Eflingar - stéttarfélags sem fyrirliggjandi gögn málsins be ri vott um. Markmið samúðarverkfallsins sé samstaða með þeim félagsmönnum sem eru í verkfalli og sinn i ólíkum störfum innan Reykjavíkurborgar. Það sé því bæði of - og rangtúlkun þegar stefnandi fullyrði að með samúðarverkfallinu séu starfsmenn aðildarfélaga SSSK orðnir beinir þátttakendur í verkfall i með það að markmiði að bæta eigin kjör. 31 Sú staðreynd að gerður hafi verið sérkjarasamningur á árinu 2006 milli Eflingar - stéttarfélags og SSSK , þar sem vísað sé um önnur atriði til kjarasamnings Eflingar - stéttarfélags og Reykjavíkurborgar, að samkomul a g hafi verið gerð í kjölfarið mill i aðila, eða að einhliða yfirlýsingar hafi litið dagsins ljós af hálfu SSSK, fe li ekki í sér að samúðarvinnustöðvunin teljist brjóta gegn áður greindu skilyrði um tilgang 6 samúðarverkfalls . Sérkjarasamningurinn frá 2006, ásam t því sem á eftir hafi fylgt, staðfesti að samningsforræðið um störf félagsmanna stéttarfélagsins , sem starf i hjá aðildarfélögum SSSK , sé hjá Eflingu - stéttarfélagi og SSSK og séu þau lögformlegir samningsaðilar um kaup og kjör þeirra félagsmanna Eflingar - s téttarfélags sem stand i að samúðarvinnustöðvuninni. Eðli máls samkvæmt mun i slík vinnu stöðvun skapa aukinn þrýsting á Reykjavíkurborg að gera kjarasamning, enda sé það einn tilgangur samúðarvinnustöðvana. 32 Stefndi kveður niðurstöðu kjaraviðræðna Eflingar - s téttarfélags og Reykjavíkurborgar get a haft óbein áhrif á kjör þeirra félagsmanna Eflingar - stéttarfélags sem starf i hjá aðildarfélögum SSSK í ljósi tilhögunar samningamál a milli Eflingar - stéttarfélags og SSSK. Það leið i hins vegar ekki til þess að samúðarvinnustöðvunin teljist þegar af þeirri ástæðu ólögmæt. Líkt og stefnandi bendi réttilega á , hafi Efling - stéttarfélag ekki sett fram kröfugerð gagnvart SSSK og því sé ekki og get i ekki verið um það að ræða , að félagsmenn Eflingar - stéttarfélags sem starf i hjá aðildarfélögum SSSK boði til samúðarvinnustöðvunar í því skyni að ná fram sínum eigin kröfum. Niðurstaða kjaraviðræðna Eflingar - stéttarfélags og Reykjavíkurborgar h afi ekki sjálfkrafa áhrif á samning Eflingar - stéttarfé lags og SSSK. Vísar stefndi í þessu sambandi til dóms Félagsdóms í máli nu nr. 7/1997. 33 Um lagarök vísa r stefndi til ákvæða laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Hann byggir málskostnaðarkröfu sína á XXI. kafla laga nr. 91/1991, einkum 129. gr. o g 130. gr., sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. Krafa um virðisaukaskatt er byggð á ákvæðum l aga nr. 50/1988 en stefndi kveðst ekki reka virðisaukaskattsskylda starfsemi. Niðurstaða 34 Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 1. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/19 38, um stéttarfélög og vinnudeilur. 35 Samkvæmt 14. gr. laga nr. 80/1938 er stéttarfélögum heimilt að gera verkföll í þeim tilgangi að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum og til verndar rétti sínum samkvæmt lögunum með þeim skilyrðum og takmörkunum einum sem sett eru í lögum. Í samræmi við framangreindan áskilnað um tilgang verkfall a stéttarfélaga er þess krafist í 3. mgr. 15. gr. laganna að viðræðutilraunir um framlagðar kröfur hafi reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu sáttasemjara. Eðli mál sins samkvæmt á það skilyrði þó aðeins við þegar vinnustöðvun miðar að því að knýja fram breytingu eða ákvörðun um kaup og kjör, sbr. 16. gr. laganna , sem kveður á um að tilkynn a beri sáttasemjara og þeim, sem hún beinist aðallega geg n , með ákveðnum fyrirv ara um verkfall sem boðað er til í þeim tilgangi, en ekki þegar stéttarfélag boðar til verkfalls til verndar rétti sínum samkvæmt lögunum. 36 Í 17. gr. laga nr. 80/1938 er því jafnframt lýst hvenær óheimilt er að hefja vinnustöðvun. Samkvæmt 3. tölulið greinarinnar er meðal annars óheimilt að hefja vinnustöðvun til styrktar félagi sem hefur hafið ólögmæta vinnustöðvun. Með gagnályktun frá ákvæði nu 7 hefur í dómaframkvæmd Félagdóms verið fallist á að heimilt sé að hefja vinnustöðvun til styrktar félagi sem hefur hafið lögmætt verkfall. Taka reglur II. kafla laganna þá til slíkra samúðarverkfalla eftir því sem við á. Um þetta má m.a. vísa til dóma Fé lagsdóms frá 14. febrúar 1941 (Fd. I:130), 16. júní 1975 (Fd. VII:192) og 2. júní 1997 (Fd. XI:67). 37 Samúðarvinnustöðvun felur í sér frávik frá því sem mælt er fyrir um í 14. gr. laganna um tilgang verkfalla. Vegna framangreindra fyrirmæla í 14., 15. og 16 . gr. laganna verður að liggja skýrt fyrir að slík vinnustöðvun sé ekki gerð til að vinna að breytingum á kaupi og kjörum þeirra sem að samúðarvinnustöðvun standa, heldur einungis til stuðnings félagi sem er í lögmætu verkfalli. Um það má m.a. vísa til fra mangreindra dóma Félagsdóms frá 16. júní 1975 (Fd. VII:192) og 2. júní 1997 (Fd. XI:67). Í síðargreinda málinu var fallist á að samúðarvinnustöðvun væri lögmæt enda gat niðurstaða í vinnudeilu sem aðalverkfall laut að ekki leitt til breytinga á samningsbun dinni skipan milli stéttarfélagsins sem boðaði til samúðarvinnustöðvunar til þess að stéttarfélagið h a fði nýlega gert kjarasamning þar sem engin ákvæði voru sem gátu veitt meiri k auphækkanir á samningstímabilinu en þar var beinlínis kveðið á um þótt aðrir hópar launfólks auðnuðust að ná þeim fram. 38 Í því máli sem hér er til umfjöllunar er aðstaðan önnur. Hið stefnda stéttarfélag fer með samningsfyrirsvar fyrir félagsmenn sína sem st arfa hjá aðildarfyrirtækjum stefnanda, Samtaka sjálfstæðra skóla. Af framlögðum gögnum verður ráðið að gerður hafi verið sérkjarasamningur milli þessara aðila árið 2006 sem í aðalatriðum vísaði til þágildandi kjarasamnings stéttarfélagsins við Reykjavíkurb org með ákveðnum frávikum. Ekki voru í samningnum bein ákvæði um gildistíma eða uppsögn hans. Ágreiningslaust er að sömu aðilar gerðu með sér samkomulag um ákveðnar breytingar á gildandi kjörum árið 2009 en lýstu því jafnframt yfir að þeir væru sammála um að hefja vinnu við gerð heildarkjarasamnings. Af því virðist þó ekki hafa orðið, heldur hefur stefnandi, Samtök sjálfstæðra skóla, gefið út yfirlýsingar um kjör félagsmanna stefnda, síðast 17. desember 2015, er gilti frá 1. maí sama ár til 31. mars 2019. Þ ar skuldbundu aðildarfyrirtæki stefnanda sig einhliða til þess að hækka launataxta í samræmi við launatöflur í kjarasamningi hins stefnda stéttarfélags og Reykjavíkurborgar frá 13. nóvember 2015. 39 Í ljósi þess hvernig aðilar hafa samkvæmt framansögðu hagað samningsfyrisvari sínu um kjör félagsmanna stefnda, sem starfa hjá aðildarfyrirtækjum stefnanda, er augljóst að niðurstaða í vinnudeilu stéttarfélagsins við Reykjavíkurborg getur haft áhrif á kaup og kjör þeirra, sem hyggjast leggja niður störf hjá aðilda rfyrirtækjum stefnanda í samúðarvinnustöðvun, eins og verið hefur a.m.k. síðast liðin fjórtán ár. Þá virðist beinlínis við það miðað af hálfu stefnda að svo verði áfram. Um það vitnar beiðni af hálfu stéttarfélagsins til stefnanda um samkomulag aðila í ten gslum við endurskoðaða viðræðuáætlun stéttarfélagsins við Reykjavíkurborg. Fól hún meðal annars í sér Í beiðninni skírskotar stefndi til þess að einkareknir leikskólar 8 endurspegla tilvitnuð ummæli formanns stéttarfélagsins á heimasíðu þess 21. febrúar s íðast liðinn þau áform að félagsmenn stefnda, sem starfa hjá aðildarfyrirtækjum stefnanda, fái sömu leiðréttingar á kjörum sínum og þeir sem starfa hjá Reykjavíkurborg. 40 Í þessu ljósi verður að leggja til grundvallar að tilgangur boðaðrar samúðarvinnustöðvunar hjá aðildarfyrirtækjum stefnanda sé í raun að vinna að breytingum á kaupi og kjörum þeirra sem að samúðarvinnustöðvuninni standa. Hefur það verið gert án þess að hið stefnda stéttarfélag hafi sett fram kröfur á hendur stefnanda og viðræður átt sér stað um þær. Ekki er unnt að fallast á að vinnustöðvun, sem boðuð er í þessum tilgangi, fái stoð í gagnályktun frá 3. tölulið 17. gr. laga nr. 80/1938. Því er fallist á með stefnanda að fyrirhuguð vinnustöðvun sé ólögmæt. Af þeim sökum verður krafa stefnanda tekin til greina eins og í dómsorði greinir. Með vísan t il 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, er stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 500.000 krónur. Dómsorð: Viðurkennt er að boðað, ótímabundið samúðarverkfall stefnda, Efl ingar stéttarfélags, vegna félagsmanna sem starfa hjá skólum innan stefnanda, Samtaka sjálfstæðra skóla, og koma á til framkvæmda 9. mars 2020, sé ólögmætt. Stefndi greiði stefnanda 500.000 krónur í málskostnað. Sératkvæði Guðna Á. Haraldssonar 1 Boðað samú ðarverkfall stefnda Eflingar - stéttarfélags, vegna félagsmanna þess er starfa hjá skólum sem aðild eiga að Samtökum sjálfstæðra skóla (SSSK), á samkvæmt boðun þess að vera til stuðnings kröfum félagsmanna Eflingar - stéttarfélags er starfa hjá Reykjavíkurborg . 2 Fyrir liggur í máli þessu að stefndi, Efling - stéttarfélag, hefur ekki sett fram sjálfstæðar kröfur um breytingar á launakjörum þeirra félagsmanna þess sem starfa hjá þeim skólum er tilheyra SSSK og leggja eiga niður vinnu í samúðarverkfalli því er um ræð ir. 3 Af gögnum málsins má glöggt sjá að það hefur tíðkast að launakjör þessara félagsmanna Eflingar - stéttarfélags taki sömu breytingum og um er samið í kjarasamningi þess við Reykjavíkurborg. Þannig liggur fyrir yfirlýsing frá aðildarfyrirtækjum SSSK frá 1 7. desember 2015 þess efnis að um launakjör starfsmanna skuli fara samkvæmt launatöflum í kjarasamningi Eflingar - stéttarfélags og Reykjavíkurborgar. Yfirlýsing þessi náði allt fram til 31. mars 2019. Þá liggur fyrir önnur yfirlýsing frá 15. júlí 2019 þar s em stefnandi SSSK lýsir því yfir að samtökin muni greiða starfsmönnum, sem eru 9 félagar í Eflingu - stéttarfélagi, innágreiðslu vegna áætlaðra launabreytinga í tengslum við frestun á kjarasamningsviðræðum. 4 Eiginlegum kjarasamningi er hins vegar ekki til að dreifa milli Eflingar - stéttarfélags og SSSK. 5 Af hálfu stefnanda er á því byggt að stéttarfélög megi ekki boða til samúðarverkfalla ef með þeim er reynt að hafa áhrif á skipan kjaramála hjá þeim sem samúða rverkföllin beinast gegn. Þar sem fyrir liggi að félagsmenn stefnda, Eflingar - stéttarfélags, sem starfa hjá stefnanda SSSK fái allar þær launahækkanir sem um semst milli Eflingar - stéttarfélags og Reykjavíkurborgar sé samúðarverkfallið í raun verkfall sem e igi að hafa áhrif á kaup og kjör þeirra sem starfa hjá skólum innan SSSK. Þá hafi félagið heldur engar kröfur sett fram um kjarabreytingar fyrir þessa félagsmenn sína sem vinna í nefndum skólum né hafi formlegar viðræður hafist um gerð kjarasamnings. Þanni g sé farið á svig við þær grunnreglur er gilda um gerð kjarasamninga og skilyrði fyrir lögmæti vinnustöðvana. 6 Í ljósi þeirra tengsla sem verið hafa um launaákvarðanir milli félagsmanna stefnda er starfa hjá Reykjavíkurborg og skólum innan SSSK er því ekki neitað af stefnda að kjaraviðræður Eflingar - stéttarfélags og Reykjavíkurborgar geti haft óbein áhrif á kjör þeirra félagsmanna Eflingar - stéttarfélags sem starfa hjá aðildarfélögum SSSK. Stefndi byggir hins vegar á því að niðurstaða í kjaraviðræðum Eflinga r - stéttarfélags og Reykjavíkurborgar hafi ekki sjálfstæð og bein áhrif á samning Eflingar - stéttarfélags við SSSK. 7 Samúðarverkföll eru samkvæmt dómaframkvæmd heimil á Íslandi, sbr. dómur Félagsdóms í málinu nr. 1/1941 (FD I:130). Samúðarverkfall hefur veri ð skilgreint þannig að það sé vinnustöðvun til stuðnings lögmætri vinnustöðvun annars félags sem eigi í deilu um kaup og kjör. Það hefur verið talið skilyrði samúðarverkfalls að því sé ekki ætlað að hafa áhrif á samningsbundna skipan mála milli þess aðila sem að verkfallinu stendur og þess sem verkfallið verður að þola. Þeir sem fara í samúðarverkfall eru þannig ekki að ná fram sínum eigin kröfum heldur kröfum annarra. Því er í raun um stuðningsaðgerð að ræða. 8 Það er mat dómara þessa sératkvæðis að ekki sé útilokað að þær kjarabreytingar sem um semst milli Eflingar - stéttarfélags og Reykjavíkurborgar geti skila sér til félagsmanna Eflingar - stéttarfélags sem vinna hjá skólum innan SSSK. Þetta byggir dómarinn á þeim samningum og yfirlýsingum sem fyrir liggja m illi aðila. Þannig er ekki útilokað að samúðarvinnustöðvun þessara félagsmanna Eflingar - stéttarfélags geti haft áhrif á þær kjarabreytingar sem þeim stendur endanlega til boða. Dómari þessa sératkvæðis tekur hins vegar undir það með stefnda að það er ekki sjálfgefið að svo verði meðan kjarasamningur Eflingar - stéttarfélags og Reykjavíkurborgar liggur ekki fyrir. Fullyrðingar um slíkt eru í raun byggðar á getgátum. 10 9 Þá er heldur ekki fyrir að fara beinum samningsákvæðum milli Eflingar - stéttarfélags og SSSK se m tryggja félagsmönnum stefnda er starfa hjá skólum innan SSSK slíkan rétt. 10 Kemur þá til skoðunar hvort slík samúðarvinnustöðvun sé á þessum forsendum ólögmæt. Heimild til samúðarvinnustöðvana má leiða af gagnályktun út frá 3. tl. 17. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Þannig fjalla lögin ekki beinlínis um skilyrði sem gilda um samúðarvinnustöðvanir. Skilyrði um að samúðarvinnustöðvun megi ekki boða til þess að hafa áhrif á launakjör þeirra sem að henni standa er þannig ekki lögbundið hel dur helgast af friðarskyldu þeirri sem er til staðar á gildistíma kjarasamnings. Þannig eru samúðarverkföll heimil jafnvel þótt í gildi sé kjarasamningur um kjör þeirra sem leggja niður vinnu, svo fremi sem með því samúðarverkfalli sé ekki ætlunin að ná fr am breytingum á kjörum þeirra sem að samúðarverkfallinu standa. Í þessu máli liggur það fyrir að ekki er í gildi kjarasamningur um kjör félagsmanna Eflingar - stéttarfélags við SSSK. Þá er óumdeilt milli aðila að Efling - stéttarfélag hefur ekki sett fram kröf ur á hendur SSSK um breytingar á kjörum félagsmanna sinna. 11 Réttur launþega til þess að fella niður vinnu er stjórnarskrárvarinn, sbr. dómur Hæstaréttar í málinu nr. 167/2002. Slíkan rétt má aðeins skerða með lögum. Efling - stéttarfélag hefur ekki sett fr am neinar kröfur á hendur SSSK líkt og á við um Reykjavíkurborg. Meðan svo er getur samúðarverkfall Eflingar - stéttarfélags ekki talist hefðbundið verkfall heldur stuðningsaðgerð. Sú staðreynd að kjarabreytingar sem um verður samið milli Eflingar - stéttarfél ags og Reykjavíkurborgar geti hugsanlega skilað sér til félagsmanna Eflingar - stéttarfélags er vinna hjá skólum innan SSSK upphefur ekki lögbundinn stjórnarskrárvarinn rétt félagsmanna Eflingar - stéttarfélags til þess að boða samúðarvinnustöðvun. 12 Það er þa nnig álit dómara þessa sératkvæðis að boðað samúðarverkfall Eflingar - stéttarfélags sem ná á til starfsmanna skóla innan SSSK hafi verið boðað í lögmætum tilgangi. Það feli í sér stuðningsaðgerð við áður boðað lögmætt verkfall Eflingar - stéttarfélags hjá Rey kjavíkurborg og sé því í samræmi við ákvæði laga nr. 80/1938, um stéttarfélag og vinnudeilur. Stefndi er því sýkn af kröfum stefnanda. Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Ólafur Eiríksson Eva Dís Pálmadóttir