FÉLAGSDÓMUR     Dómur   föstudaginn   15. desember   20 2 3 .   Mál nr.  10 /20 23 :   Félag íslenskra náttúrufræðinga   ( Jón Sigurðsson  lögmaður )   gegn   í slenska ríkinu vegna Landspítala   ( Ingvi Snær Einarsson   lögmaður)   og til réttargæslu Lyfjafræðingafélagi Íslands   ( Halldór   Kr. Þorsteinsson   lögmaður)     Dómur Félagsdóms   Mál þetta var dómtekið  21. nóvember   sl.   Málið dæma  Ásgerður Ragnarsdóttir ,  Ásmundur Helgason ,  Björn L. Bergsson ,  Guðmundur B .  Ólafsson   og  Jónas Friðrik Jónsson .   Stefnandi er   Félag íslenskra náttúrufræðinga ,  Borgartúni 27   í Reykjavík .   Stefndi er   í slenska ríkið   vegna Landspítala . Þá er   Lyfjafræðingaféla gi   Íslands ,  Safnartröð 3  á  Seltjarnarnesi, stefnt til réttargæslu.   Dómkröfur stefnanda   1   Stefnandi krefst þess að   viðurkennt verði með dómi að  hann  fari með samningsaðild  fyrir  A,  kt. [...] , við gerð kjarasamninga við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs vegna  starfa hennar sem lyfjafræðingur hjá Landspítala.   2   Stefnandi krefst jafnframt  viðurkenningar á að  kjarasamningur  stefnanda  og  fjármálaráðherra f yri r hönd  íslenska ríkisins   28. febrúar 2018 , sem   var  endurnýjaður  með samkomulagi 2. apríl 2020 og 4. apríl 2023, gildi um laun og kjör  A   hjá  Landspítala frá 1. apríl 2023, en til vara frá öðru og síðara tímamarki að mati dómsins .   3   Þá krefst s tefnandi málskos tnaðar úr hendi stefnda.    Dómkröfur stefnda   og réttargæslustefnda   4   Stefndi krefst sýknu  og málskostnaðar úr hendi stefnanda.    5   Réttargæslustefndi krefst málskostnaðar úr hendi stefnanda.   Málavextir   6   Mál þetta verður rakið til ágreinings um hvort stefnandi geti farið með samningsaðild  fyrir  A ,   sem starfar  sem lyfjafræðingur  hjá Landspítalanum , og  hvort  kjarasamningur  stefnanda og stefnda  skuli gilda um kjör hennar.  Í  ráðningarsamningi  starfsmannsins  og Landspítala frá  25. júlí 2018 kemur fram að  hún  sé ráðin í 100% starf sem   2     lyfjafræðingur og skuli hefja störf 2. janúar 2019.  Í samningnum er  Lyfjafræðingafélag Íslands , sem hefur verið stefnt til réttargæslu,   tilgreint sem  stéttarfélag o   er  tekið fram að til grundvallar ráðningarsamningnum liggi lög  nr. 70/1996 um réttindi  og skyldur   starfsmanna ríkisins og  fyrrgreindur  kjarasamningur   réttargæslustefnda og  stefnda .   7   A   var   félagsmaður í  réttargæslustefnda fram til 1. júlí 2021. Þann dag var umsókn  hennar um aðild að stefnanda samþykkt og úrsögn úr réttargæslustefnda móttekin án  athugase mda. Sama dag átti starfsmaðurinn í samskiptum við  mannauðssvið  Landspítala ns vegna breyttrar stéttarfélagsaðildar , en hún taldi að kjarasamningur  stefnanda og stefnda ætti að gilda um kjör sín.  Lýsti Landspítalinn þeirri afstöðu sinni  að ráðningarsamning i   starfsmannsins  yrði  ekki  breytt nema með uppsögn. Þá væri í  gildi  kjara samningar milli Landspítala og réttargæslustefnda um störf lyfjafræðinga  sem spítalanum bæri að virð a, en önnur stéttarfélög hefðu ekki samið um kjör  lyfjafræðinga.    8   Með  tölvu skeyti  8.   september 2022   fór  A   fram á  að  Landspítal inn  viðurkenndi  að  stefnandi færi með  samningsumboð  fyrir hana og að kjarasamningur stefnanda gilti  um laun hennar og önnur  kj ör.  A fstaða Landspítal a   var  ítrekuð   með tölvuskeyti sama  dag .  Starfsmaðurinn  ítrekaði er indi sitt 16. mars 2023   og v ísaði  Landspítal inn  til fyrri  afstöðu .   9   Ágreiningnum var vísað til samstarfsnefndar  stefnanda  og Landspítala 24. mars 2023.  Sama dag sendi stefnandi Landspítalanum erindi þar  sem farið var fram á  staðfestingu  á  s amningsumboði stefnanda og að um  launa -   og starfskjör  A   fær i   eftir kjarasamningi  stefnanda og stefnda .  Kröfum stefnanda var hafnað með bréfi  Landspítal ans  17. maí  2023 .   Málsástæður   og lagarök stefnanda   10   Stefnandi  byggir á því að  A   eigi lögvarinn rétt  til að   vera félagsmaður  hans .  S tefnandi   fari  sem stéttarfélag   með  samningsaðild við stefnda   vegna félagsmannsins , sbr.  1.  mgr. 4. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmann a .  Beri því að  viðurkenna að  kjarasamningur  stefnanda og stefnda   frá 28. f ebrúar 2018, með síðari  breytingum,  gildi  um laun og kjör  félagsmannsins  frá 1. apríl 2023 .    11   Stefnandi  vísar til þess að með framgöngu Landspítalans  hafi  umræddur  starfmaður   verið  skikkuð til aðildar að  réttargæslustefnda   gegn  vilja hennar.  Vinnuveitendur  geti  ekki krafið starfsmenn um að eiga aðild að tilteknu stéttarfélagi eða ákveðið slíkt  einhliða .    12   Samkvæmt 2. gr. laga stefnanda   sé hlutverk félagsins m eðal annars  að vinna að  bættum kjörum félagsmanna   og  að gera   kjarasamning a   fyrir þeirra hönd .  Stefnand i  hafi staðfest  félagsaðild  umrædds  starfsmanns  1. júlí 2021   og sama dag hafi   3     réttargæslustefndi móttekið úrsögn  hennar .  Staðhæfingar stefnda um að  starfsmaðurinn geti ekki  breytt um félagsaðild þar sem ráðningarsamningur kveði á  um aðild   að réttargæsluste fnda séu fráleitar   og  í andstöðu við stjórnarskrárvarin  réttindi hennar, sbr. 74. gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr.   mannréttindasáttmála Evrópu .    13   Stefnandi vísar til þess að  A  sé félagsmaður  hans  og fari stéttarfélagið með  fyrirsvar  við  gerð kjarasamninga  fyrir hönd félagsmanna sinna, þar með talið fyrir þá sem starfi  á  Landspítalan um   sem lyfjafræðingar. Hafi stefnandi samið við fjármálaráðherra fyrir  hönd ríkissjóðs um  kaup og kjör lyfjafræðinga sem  eigi aðild að stéttarfélaginu vegna  starfa þeirra hjá   hin u opinbera , sbr. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 94/1986.  Þá hafi  stefnandi  á  grundvelli kjarasamnings ins gert  stofnanasamning við Landspítala   22. maí 2018.  Stofnanasamningurinn nái til alls starfsfólks á Landspítala sem njót i   kjara samkvæmt  gildandi kjarasamningi   og sé  ekki takmarkaður við tiltekin starfsheiti eða starfsstéttir.    14   Stefnandi tekur fram að  samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laga nr. 94/1986 fari aðeins eitt félag  með umboð til samninga fyrir  A   og sé það  stefnandi . Ekkert hindri að  fleiri stéttarfélög  fari með s amningsumboð starfsmanna sem starfi innan sömu starfsstéttar, að því gættu  að einungis eitt félag fari með s líkt  umboð vegna hvers starfsmanns.  Í  1. mgr. 6. gr.  laga nr. 94/1986 sé tekið fram að eingöngu geti eitt stéttarfélag haft rétt til  samningsgerðar  við sama vinnuveitandann fyrir sömu starfsstétt.  Í   dóma framkvæmd  hafi  verið viðurkennt  að fleiri en eitt stéttarfélag fari með samningsumboð fyrir sama  starfið.  Talið hafi verið  leiða  af    4. mgr. 6. gr. laga nr. 94/1986, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga  nr. 80/193 8, að ný stéttarfélög geti öðlast samningsumboð um störf  sem  annað  stéttarfélag hafi samið um, eftir að  gildistími  kjarasamnings renn ur   út .  Þá g eti  vinnuveitandi ekki ákveðið að allt starfsfólk sem sinni tilteknum störfum skuli vera í  sama stéttarfélaginu.   Af þessu leiði að jafnvel þó tt  að tiltekinn hópur lyfjafræðinga  sem starfa hjá ríkinu séu meðlimir í réttargæslustefnda takmarki það í engu rétt  stefnanda til samningsumboðs fyrir  þann starfsmann sem um ræðir , enda sé  í gildi  kjarasamningur vegna félagsma nna stefnanda sem starfa hjá  Landspítalanum .    15   Stefnandi  telur þá afstöðu  stefnda að hafna því að viðurkenna samningsumboð  hans  gang a   gegn félagafrelsisákvæði 74. gr. stjórnarskrár, sbr. 11. gr. mannréttindasáttmála  Evrópu. Félagafrelsi nái  meðal annars til   réttar einstaklings til að láta til sín taka í  starfsemi félagsins, þar með að fela stéttarfélagi umboð til ger ð a r   kjarasamning s .   Starfsmenn verði ekki þvingaðir til að fela stéttarfélagi, sem þeir tilheyra ekki, umboð  til að gera kjarasamninga fyrir sína   hönd, án skýrrar og ótvíræðrar lagaheimildar.  Slíka  lagaheimild skorti í þessu máli.     16   Stefnandi bygg ir  á því að stefnd i   hafi í reynd fallist á stefnukröfur með því að  viðurkenna rétt einstakra lyfjafræðinga sem starfi í ýmsum ríkisstofnunum, þ ar með  talið   Landspítala, til þess að vera meðlimir í stefnanda og  að um kjör þeirra gildi  kjarasamning a r   stefnanda.  Hafi stefndi  því einnig viðurkennt að tvö stéttarfélög geti  farið með samningsumboð vegna starfsmann a   innan sömu starfsstéttar.  Með  bréfi  Landspítalans  17. maí 2023  hafi stefndi  viðurkenn t   að hafa í nokkrum tilvikum samið   4     við fleiri en eitt stéttarfélag um sömu eða sambærileg störf. Alls séu um 70  lyfjafræðingar félagsmenn í stefnanda.   Þar af starfi um átta sem  lyfjafræðingar hjá  hinu opinbe ra   og sjö þeirra hjá stefnda, en um laun þeirr a   gildi  kjarasamning ur   stefnanda og stefnda.  Einn  starfi hjá Hafrannsóknastofnun, þrír hjá Landspítala, einn  hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, einn hjá Háskóla Íslands og einn hjá  Lyfjastofnun. Þá  hafi La ndspítalinn einnig  viðurkennt í verki að lyfjafræðingar  sem   þar starfa  geti verið félagsmenn í stefnanda og  kjarasamningur  stefnanda  gilt um laun  þe i rra.  Fyrir utan  A   starfi hjá Landspítala   þrír lyfjafræðimenntaðir einstaklingar sem  taki laun samkvæmt kjar asamningi  stefnanda . Tveir þeirra  hafi starfsleyfi sem  lyfjafræðingar   og starfi annar  þeirra  við rannsóknir á rannsóknarkjarna Landspítala ,  en hinn við  lyfjaframleiðslu geislavirkra efna fyrir jáeindaskanna á Landspítala num.   17   Stefnandi  styður kröfu um viðurkenningu á að  kjarasamningur  hans og stefnda  frá  28.  febrúar 2018, með síðari breytingum, gildi um laun og kjör  A   við  4. gr. laga nr.  94/1986.  Þegar  krafa  starfsma nnsins var sett fram  hafi verið í gildi kjarasamningur  réttargæslustefnd a   og  stefnda  frá   6. maí 2020   og hafi hann  gilt til  31. mars 2023.  Frá  þeim tíma hafi  Landspítalanum borið að  fara með kjör  starfsmannsins eftir  kjara samningi  stefnanda og stefnda,  enda vari binding launa og kjara starfsfólks  ekki  lengur en til þess tíma þe gar  kjarasamningur f ellur  úr gildi .  Vegna þessa  miðist  dómkrafa stefnanda við  1. apríl 2023 ,  en til vara við síðara tímamark.    Málsástæður   og lagarök stefnda   18   Stefndi  mótmælir því að  stefnandi  geti farið með samningsaðild fyrir  A   við gerð  kjarasamninga við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs vegna starfa  hennar  sem  lyfjafræðingur hjá Landspítala.    19   Stefndi tekur fram  að það sé ekki rétt að  hann  hafi  skikk að   starfsmanninn til aðildar  að réttargæslustefnda, enda sé ágreiningslaust   að henni sé heimilt að eiga aðild að  stefnanda.   Aftur á móti fari réttargæslustefndi með  samningsaðild fyrir  starfsmanninn  vegna þess starfs sem hún gegni   og beri Landspítalanum því að greiða gjöld til  réttargæslustefnda óháð stéttarfélagsaðild  hennar ,  sb r.  2. mgr. 7. gr. laga nr. 94/1986   og dóm  Félagsdóms   frá   22. september 1998 í máli nr. 4/1998.     20   Stefndi vísar til þess að  starfsmaðurinn  hafi  verið  upplýst um að hún gæti ekki einhliða  breytt forsendum gildandi ráðningarsamnings   og að kjarasamningur  réttar gæslustefnda myndi áfram gilda um kjör hennar.  Hafi þannig ekki verið lagðar  hömlur á félagafrelsi  starfsmannsins , en vegna 2. mgr. 7. gr. laga nr. 94/1986 telji  stefndi sér  skylt að skila félagsgjaldi hennar til  réttargæslustefnda.  Því er mótmælt að  sú af staða  jafngildi því að stefndi  hlutist  til um stéttarfélagsaðild  starfsmannsins  með  ólögmætum hætti , sbr.  74. gr.  stjórnarskrár innar   og  11. gr. mannréttindasáttmála ns.    21   Stefndi  byggir á því  að réttargæslustefndi  fari með samningsaðild fyrir  A   vegna þess  starfs sem hún gegnir hjá Landspítalanum.  Samkvæmt 1. til 3. mgr. 6. gr. laga  nr.  94/1986  haldi  stéttarfélag þeirri samningsaðild sem það h afi   haft vegna tiltekinna   5     starfa   þótt starfsmaður segi sig úr félaginu , sbr. jafnframt  1. og 2. mgr. 7. g r.  sömu  laga.    22   Stefndi byggir á því að  samkvæmt  1. mgr. 6. gr. laga nr. 94/1986 hafi aðeins eitt  stéttarfélag rétt til samningsgerðar við sama vinnuveitanda fyrir sömu starfsstétt, sbr.  3. tölul ið   5. gr. laganna.  R éttargæslustefndi  f ari   með þann rétt gagnvart  A , s vo sem  fram komi í  ráðningarsamning i hennar. Því er mótmælt að stefnandi hafi  samið við  stefnda vegna  starfa  lyfjafræðinga   hjá Landspítala.  I nnan  spítalans  sé   að finna þrjá  starfsmenn sem  séu menntaðir sem lyfjafræðingar en eigi   ekki aðild að  réttargæslustefnda.  Enginn þeirra  gegni starfi sem lyfjafræðingur innan spítalans .  Einn starfi sem  deildarstjóri verkefnastofu í Fræðagarði og  sé  ekki gerð krafa um  lyfjafræðimenntun í því starfi . Hinir  tveir  séu   með starfsheitið náttúrufræðingar og  starf i   annars vegar  á rannsóknarkjarna spítalans og  hins vegar  á röntgendeild. Hvorugt  starfa nna   sé   skilgreint fyrir lyfjafræðinga og  sé  ekki gerð krafa um lyfjafræðimenntun .  Falli  störfin því ekki  undir þá  flokkun sem   mælt  sé   fyrir um í stofnanasamningi  réttargæslustefnda  og Landspítalans .   23   Stefndi  mótmælir því  að  stofnanasamningur  stefnanda  við Landspítala nn   geti gilt um  starf  A . Stofnanasamningurinn fjalli  ekki um röðun eða röðunarforsendur  vegna þeirra   einstaklinga   s em starfi sem  lyfjafræðinga r   á spítalanum.  Engin dæmi séu um  að  stofnanasamningur inn   hafi gilt um  störf lyfjafræðinga   á Landspítalanum og geti hann  ekki gilt um  starf smanninn.    24   Stefndi  telur rangt að það leiði af  1. mgr. 7. gr.  og 1. mgr. 6. gr.  laga nr. 9 4/1986  að  stefnandi  fari með samningsumboð fyrir  A .  Ekki sé uppi  sú s taða   að  tvö eða fleiri  stéttarfélög fari með samningsumboð vegna starfa lyfjafræðinga hjá Landspítala.  Á  spítalanum  starfi  54 lyfjafræðingar í 46 stöðugildum sem skilgreind  séu   sem  lyfjafræðistörf. Um laun þessara starfsmanna og önnur starfskjör f ari   samkvæmt  kjarasamningi  réttargæslustefnda  og  stefnda, sem og  stofnanasamningi þess félags við  Landspítala.  A   starfi á   deild klínískra lyfjafræðinga   og starfi þar um  30 lyfjafræðinga r  sem allir heyr i   undir kjarasamning og stofnanasamning  réttargæslustefnda.    25   Stefndi bendir á að innan spítalans sé að finna örfá tilvik þar sem samið hafi verið  við  fleiri en eitt stéttarfélag um sömu eða sambærileg störf. Fyrir slíku fyrirkomulagi  séu   sö gulegar ástæður, s vo sem  vegna sameiningar Sjúkrahúss Reykjavíkur og  Ríkisspítala og vegna annarra stofnana sem haf i   runnið saman við Landspítala.  S tærsti  hópurinn sem þannig hátt i   til um  séu   ófaglærðir starfsmenn í aðhlynningu sem ýmist  séu   í Eflingu eða  Sameyki , en  í stofnanasamningum beggja stéttarfélaga  hafi   sannarlega   verið   til staðar röðunarreglur og röðunarforsendur vegna sömu starfa.    26   Stefndi leggur áherslu á að í  ráðningarsamningi  A   sé   tilgreindur sá kjarasamningur  sem aðilar  voru  sammála um að  sky ldi  gilda um laun og önnur kjör  hennar.  Í  ráðningarsamningi  komi fram að  um sé að ræða starf lyfjafræðings   4   og megi finna  röðunarforsendur og launasetningu vegna  þess starfs  í stofnanasamning i   6     réttargæslustefnda og Landspítalans .  Hafi starfsmanninum  þannig   verið   ljóst   að  tiltekinn  kjarasamningur yrði lagður til grundvallar launakjörum   hennar   og geti hún  ekki  einhliða breytt  þeim eða þvingað Landspítalann til  að gera slíkar breytingar.    27   Stefndi byggir á því að með gerð kjarasamnings við  réttargæslustef nda  hafi  Landspítali nn   mátt treysta því að farið  yrði  eftir þeim launakjörum sem samningur inn   vísi til vegna þeirra starfa sem hann taki til. Slíkur fyrirsjáanleiki sé nauðsynlegur t il  að spítalinn  geti  viðhaldið  samræmi og stöðugleika í  rekstri sínum.  Ein staka  starfsmaður eða stéttarfélag  geti ekki einhliða breytt  slíku fyrirkomulagi og   raskað  þeim fyrirsjáanleika sem stjórnendum sé nauðsynleg ur   til að geta sinnt þessu starfi  sínu.   M ismunandi kjara -   og stofnanasamningar starfsmanna sem st undi störf  s amkvæm t sömu starfslýsingu leiði til  munar á launum og starf s kjörum.  Það blasi við  að  munur sé á  kjarasamning um   réttarg æslustefnda og stefnanda, svo sem hvað varðar  laun, vinnutíma og skipulag vinnu.    28   Því er mótmælt sem  röngu og ósönnuðu  að  stefndi hafi í reynd fallist á kröfur  stefnanda  með því að viðurkenna rétt einstakra lyfjafræðinga sem starfi  hjá  ríkisstofnunum, þ ar með talið   Landspítala, til þess að  eiga aðild að  stefnanda og  að  um kjör þeirra fari   samkvæmt kjarasamningi  stefnanda og s tefnda .   Áréttað er að  kjarasamningur stefnanda gildi ekki um neinn starfsmann sem starfi sem  lyfjafræðing ur  hjá Landspítala , en þeir  tveir starfsmenn sem vísað sé til í stefnu  sinni  ekki  störfum sem séu skilgreind fyrir lyfjafræðinga .     29   Verði fallist á kröf u stefnanda um viðurkenningu á  samningsaðildarkröfu stefnanda  er byggt á því að  kjarasamningur  stefnanda geti  ekki orðið skuldbindandi um starf  A   fyrr en gerður hefur verið nýr kjarasamningur eftir 31. mars 2024.  Í þeim efnum  er  vísað til þess að gildandi  kjarasamningur  stefnanda fjalli  ekki um röðun eða  röðunarforsendur fyrir lyfjafræðinga og  geti því ekki gilt um starfið.    Málsástæður   og lagarök réttargæslustefnda   30   Réttargæslustefndi  vísar til þess að hann  sé landsfélag lyfjafræðinga   og sé f élagið  meðal an nars  opið öllum sem lokið hafi háskólaprófi í lyfjafræði eða hlotið  starfsréttindi sem lyfjafræðingar eða aðstoðarlyfjafræðingar.  Félagið hafi meðal  annars það hlutverk  að gera kjarasamninga fyrir félagsmenn   og uppfylli skilyrði 3 .  tölul iðar   5. gr. laga nr . 94/1986.   31   Réttargæslustefndi tekur fram að a llir lyfjafræðingar sem starf i   sem slíkir hjá  Landspítala starf i   samkvæmt kjarasamningi  hans  við fjármálaráðherra f yrir hönd   ríkissjóðs. Þá tak i   laun lyfjafræðinga mið af stofnanasamningi réttargæslustefnda  og  L andspítalans.  E inn menntaður lyfjafræðingur  sé  félagsmaður stefnanda og t aki   kjör  samkvæmt kjara -   og stofnanasamningi félagsins. Viðkomandi  hafi   hins vegar ekki  verið  ráðinn til að sinna störfum lyfjafræðings heldur sem starfsmaður á röntgendeild .    32   Samkvæm t 1. mgr. 7. gr. laga nr. 94/1986 f ari   aðeins eitt stéttarfélag með  samningsumboð fyrir hvern starfsmann.  H afi  vinnuveitandi viðurkennt fleiri en eitt   7     stéttarfélag sem viðsemjanda með því að gera kjarasamninga við  félögin  geti  vinnuveitandi  hins vegar  ekki einhliða ákveðið hvoru félaginu starfsmaður skuli  tilheyra, sbr.  til dæmis  dóm Félagsdóms í máli nr. 3/2015.    33   Hvað varðar  samningsfyrirsvar vegna starfa lyfjafræðinga hjá Landspítala  sé   ljóst að  einungis  hafi verið  samið við réttargæslustefnda . Þá  sé  eingöngu  fjallað um  launaröðun lyfjafræðinga hjá hinu opinbera í kjarasamningi  og stofnanasamningi  réttargæslustefnda við stefnda.  Fari  réttargæslustefndi þa nnig  með umboð til  samninga fyrir lyfjafræðinga sem starf i   hjá  Landspítalanum , sbr. 1. mgr. 7. gr.  laga  nr. 94/1986 . Það leiði af  2. mgr. 7. gr. laganna að vinnuveitandi  skuli  hald a   eftir af  launum starfsmanns gjaldi til réttargæslustefnda   sem samsvari  því  sem greiða beri til  félagsins væri hún félagsmaður réttargæslustefnda.   34   Hvað varðar síðari dómkröfu   stefnanda bendir r éttargæslustefndi á að  það hafi verið  talið  leiða af 2. mgr. 3. gr. laga nr. 80/1938 að  þrátt fyrir  úrsögn  starfsmanns  úr  stéttarfélagi  sé hann  áfram bund inn  af kjarasamningi stéttarfélags ins   meðan  hann  sé  í  gildi,  enda gegni  viðkomandi  starfi sem samningurinn taki til .  Réttargæslustefndi  hafi  um árabil gert kjarasamninga við fjármálaráðherra f yrir hönd  íslenska ríkisins vegna  félagsmanna sem starfi hjá hinu opinbera.  A   hafi verið ráðin til starfa hjá Landspítala  sem lyfjafræðingur og ver ið  félagsmaður réttargæslustefnda . Á þeim tíma hafi  verið í  gildi kjarasamningur réttargæslustefnda og stefnda  sem hafi gilt til  31. mars 2019.     Rétt sé  að  miða við að gildistími  kjarasamningsins hafi  liðið undir lok 1. apríl 2023 ,  sbr. 2. mgr. 3. gr. laga   nr. 80/1938 , enda þótt samningurinn hafi tvívegis verið  framlengdur.    35   Að mati réttargæslustefnda verði   að líta til þess að  ráðningar -   og launakjör sem  samið  hafi verið um séu  skuldbindandi fyrir aðila. Þótt réttur starfsmanns til að greiða  félagsgjöld til   þess stéttarfélags sem hann óskar sé virtur sé  viðkomandi  bundinn af  þeim ráðningarsamningi sem hann hafi gert, þ ar með talið  af  vísan  hans  til  kjarasamnings. Starfsmenn geti ekki   breytt ráðningarkjörum sínum einhliða með því  að breyta  viðmiðunarkjarasamningi.   Hafa megi hliðsjón af  2. mgr. 3. gr. laga nr.  80/1938   og líta svo á að  starfsmaður inn sé  áfram bundin af ráðningarsamningi, þ ar  með talið  tilvísun til kjarasamnings, þangað til honum er sagt upp eða breytt með  samkomulagi aðila.   Ni ðurstaða    36   Mál þetta, sem varðar samningsaðild stéttarfélaga og  gildi  kjarasamning s  fyrir  tiltekinn starfsmann, á undir Félagsdóm s amkvæmt  1 .  og 3.  tölulið  26 . gr. laga nr.  94/1986.    37   Svo sem rakið hefur  verið lýtur á greiningur aðila  að því hvort stefnandi f ari með  samningsaðild fyrir  A   við kjarasamningsgerð og hvort um kjör hennar  sem  lyfjafræðings á Landspítalanum  skuli  gild a   kjarasamningur stefnanda  eða  réttargæslustefnda  við stefnda.     8     38   Umræddur starfsmaður hóf  störf á Landspítalanum í janúar 2019 og kom fram í  ráðningarsamningi að um kjör hennar gilti kjarasamningur réttargæslustefnda og  fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins.  Það er ágreiningslaust að laun  og önnur  starfskjör  starfsmannsins  hafa tekið  mi ð af  fyrrgreindum kjarasamningi og af  launaröðun  samkvæmt stofnanasamningi réttargæslustefnda og Landspítalans.  Starfsmaðurinn átti aðild að réttargæslustefnda fram  til  1. júlí 202 1   en frá þeim tíma  hefur hún verið félagsmaður í stefnanda. Þrátt fyrir brey tta stéttarfélagsaðild telur  stefndi að um laun og kjör starfsmannsins gildi áfram kjarasamningur  réttargæslustefnda og stefnda, sem og stofnanasamningur Landspítalans og  réttargæslustefnda.  Stefnandi telur þessa afstöðu í andstöðu við 74. gr.  stjórnarskrá rinnar, 11. gr. mannréttindasáttmálans og ákvæði laga nr. 94/1986.   39   S amkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 94/1986 er gert ráð fyrir því að almennt hafi eitt  stéttarfélag rétt til samningsgerðar við sama vinnuveitanda fyrir sömu starfsstétt.  Þannig gildi r   að jafn aði  einn kjarasamningur um laun og önnur kjör þeirra sem sinna  sams konar starfi hjá  tilteknum  vinnuveitanda.  Frá þessu eru frávik og hefur  verið  talið að þegar  til staðar  eru  tveir jafngildir kjarasamningar við tvö stéttarfélög um  sömu störf   hafi   vinnuvei tandinn ekki forræði á því hvor kjarasamningurinn gildi, sbr.  til hliðsjónar dóm a   Félagsdóms  frá  17. júlí 2015 í máli nr. 3/2015  og  frá  6. apríl 2006  í máli nr. 1/2006 .  Þessu til  stuðnings  hefur dómstóllinn  meðal annars vísað til  réttar  manna til að ganga  í stéttarfélög að eigin vild og til þess að  megininntak aðildar að  stéttarfélögum sé samningsfyrirsvar félaganna við kjarasamningsger ð , sbr.  74. gr.  stjórnarskrárinnar og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu .   40   Eins og hér háttar til  hafa réttargæslustefndi ,  sem er landsfélag lyfjafræðinga,   og  fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins  um langt skeið gert kjarasamninga sem  taka til  starfa lyfjafræðinga.  Samkvæmt lögum  réttargæslustefnda  geta allir  átt aðild  að félaginu  sem  hafa  lokið háskólaprófi í lyfjafræ ði eða hlotið starfsréttindi sem  lyfjafræðingar eða aðstoðarlyfjafræðingar, eða lyfjafræðinemar sem hafa tímabundið  leyfi til að gegna störfum aðstoðarlyfjafræðings eftir fjórða námsár, , sbr. nánar 4.  gr ein   laganna.    41   Á grundvelli kjarasamnings réttargæslu stefnd a og stefnda haf a   stéttarfélagið  og  Landspítalinn  gert stofnanasamning a   um forsendur  launa röðunar starfa   lyfjafræðinga  á spítalanum .   Samningarnir taka eingöngu til lyfjafræðinga á Landspítalanum sem  njóta ráðningarkjara samkvæmt fyrrgreindum kjarasam ningi.    42   Þegar  A   var ráðin til starfa var í gildi stofnanasamningur frá 14. júní 2016, en nýr  samningur tók gildi 20. október 2023.  Í  3. grein  eldri samning sins  er fjallað um  starfaflokkun með tilliti til launa   og grunn röðunar . Gert er  ráð fyrir  eftirfarandi  flokkum : Lyfjafræðingur 1 / almennur lyfjafræðingur, lyfjafræðingur 2 / almennur  lyfjafræðingur, cand.pharm.   / MSc., lyfjafræðingur 3 / sérhæfður lyfjafræðingur,  lyfjafræðingur 4 / verkefnastjóri og yfirlyfjafræðingur   /   deildarstjóri.  Nánar er   fjallað  um þætti  til ákvörðunar við launaröðun í  öðrum ákvæðum  samning sins  og fylgiskjali   9     1 , en þar er meðal annars vikið að menntun lyfjafræðinga og litið til þess hvort  starfsmenn geti talist sérhæfðir lyfjafræðingar að virtri þjálfun innan Landspítalan s.  F jallað er um starfaflokkun með tilliti til launaröðunar í 4. grein þess  stofnanasamnings sem nú er í gildi   og er   gerður greinarmunur á flokkunum  lyfjafræðingur A, lyfjafræðingur B, lyfjafræðingur C1 - C3, lyfjafræðingur D1 - D4,  lyfjafræðingur E1 - E2, verke fnastjóri, aðstoðardeildarstjóri, sérfræðingsstarf og  deildarstjóri.  Nánar er fjallað  um s kilgreiningar á flokku nu m  í fylgiskjali 1  og er  meðal annars tekið fram  í inngangi  að lyfjafræðingar á Landspítala beri ábyrgð á að  bæta lyfjaöryggi sjúklinga og  á  kl ínískum verkefnum á því sviði í samræmi við stefnu,  gildi og markmið Landsspítala.    43   Ráðið verður af gögnum málsins að um laun og kjör þeirra sem starfa sem  lyfjafræðingar á Landspítalanum gildi kjarasamningur réttargæslustefnda og stefnda ,  sem og stofnanas amningur stéttarfélagsins við réttargæslustefnda .  Aftur á móti ligur  fyrir  að innan spítalans starf a   þrír einstaklingar sem  eru   menntaðir sem lyfjafræðingar  en  njót a   ekki kjara á þeim grunni. Gögn málsins styðja þann málatilbúnað  stefnda  að  umræddir starfsmann starfi ekki sem lyfjafræðingar,  heldur starfi einn sem  deildarstjóri verkefnastofu í Fræðagarði og tveir sem náttúrufræðingar á  rannsóknarkjarna spítalans og á röntgendeild.    44   S tefnandi hefur  fyrir hönd félagsmanna sinna  gert kjarasam ning a   við fjármálaráðherra  og  er  nú í gildi kjarasamningu r   frá 28. febrúar 2018 sem var síðast framlengdur til 4.  apríl 2023. Samkvæmt lögum stefnanda   geta  átt  fulla  aðild að félaginu  þeir sem hafa   - prófi eða sambærilegri menntun og s tarfa á þeim sviðum sem   ein   laganna.  Stefnandi hefur  gert  stofnanasamning við Landspítalann ,   sem er bygg ður á  gildandi kjarasamningi ,  og er  hann  ekki bundinn við tiltekin starfsheiti eða starfsstétt. Fjallað er   um röðun starfa í  4. grein  gildandi  stofnanasamning s   og eru  þau greind í S1, S2, S3, S4,  aðstoðardeildarstjóra og deildarstjóra . Nánar er  mælt fyrir um þau skilyrði  sem þurfa  að vera uppfyllt fyrir hvern flokk í greininni   og er þar meðal annars vikið með  almennum hætti að sjálfstæði í starfi, ábyrgð, umsjón með verkefnum og stjórnun.  Þá  er  tekið fram að sé  gerð krafa um viðbótarmenntun í starfslýsingu skuli tekið tillit til  þess við grunnröðun starfs í launaflokk .   45   Samkvæmt framangreindu hefur  fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs  bæði  gert  kjarasamning við stefnanda og réttargæslustefnda sem    taka til  starfa  á  Landspítalanum.  Sá munur er hins vegar á umræddum kjarasamningum, að m eð  kjarasamningi við réttargæslustefnda hefur stefndi samið sérst aklega um kjör  lyfjafræðinga sem starfa hjá íslenska ríkinu og er samningurinn bundinn við þá  starfsstétt.  Þá er mælt nánar fyrir um launaröðun lyfjafræðinga sem starfa á  Landspítalanum með hliðsjón af inntaki starfa þeirra í stofnanasamningi  réttargæslust efnda  og spítalans.     10     46   Kjarasamningur stefnanda og stefnda  er  aftur á móti  ekki bundinn við tiltekna  starfsstétt, enda starfa félagsmenn stéttarfélagsins á fjölbreyttum vettvangi   svo sem  fram kom í skýrslu Runólfs Vignissonar,  lögfræðings hjá  stefnanda, fyri r Félagsdómi .  Þá gera lög stefnanda, s vo sem áður  greinir,  eingöngu  ráð fyrir því að félagsmenn hafi  lokið  tilteknu námi og að  félagið  fari með  samningsumboð á  því sviði sem um ræðir .  A ð virtri afmörkun á aðild að stefnanda samkvæmt lögum félagsins er ljós t að  kjarasamningur inn  get ur   tekið til fjölda starfsstétta   og að félagsmenn starfa á ýmsum  sviðum . Að sama skapi er stofnanasamningur stefnanda og Landspítalans , svo sem  fyrr greinir,   ekki bundinn við tiltekin starfsheiti eða starfsstétt.    47   Að öllu framangreindu virtu  verður lagt til grundvallar að  stefndi hafi eingöngu samið  við réttargæslustefnda um störf lyfjafræðinga á  Landspítalanum, sbr. 1. mgr. 6. gr.  laga nr. 94/1986. Er því ekki  unnt að líta svo á að til staðar séu tveir jafngildir  k jarasamningar  stefnda  við réttargæslustefnda og stefnanda sem taki til sömu starfa .  Réttarstaðan  er að því leyti frábrugðin þeirri stöðu sem var til skoðunar  í  fyrrgreindum  dómi Félagsdóms í máli nr. 3/2015   og öðrum dómum sem stefnandi hefur vísað til .    48   Þa ð er ágreiningslaust að þeim starfsmanni sem um ræðir er heimilt að eiga aðild að  stefnanda, sbr. 74. gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.  Þa ð  leiðir aftur á móti af  1. mgr. 6. gr. laga nr. 94/1986, sbr. 7. gr. laganna,   og  kjara sa mningi stefnda við réttargæslustefnda um störf lyfjafræðinga,   að  réttargæslustefndi fer  einn  með rétt til samningsgerðar við stefnda vegna starfa  lyfjafræðinga á Landspítalanum . Þá fer  um kjör starfsmannsins samkvæmt  kjarasamningi   réttargæslustefnda og stefnanda, líkt og á við um aðra sem starfa sem  lyfjafræðingar á Landspítalanum   og tilgreint er í ráðningarsamningi hennar .  Með  þessu  fyrirkomulag i , sem reist er á lögum   nr. 94/1986 ,  er  sett umgjörð um ráðstöfun  samningsréttar vinnuv eitenda og stéttarfélaga og stefnt að því að   sömu kjör gildi um  sams konar störf hjá  tilteknum  vinnuveitanda og  hvílir  það  á málefnalegum grunni.  Eins og atvikum er háttað verður því ekki fallist á   að afstaða stefnda brjóti gegn  réttinum til  félagafrelsis  eða öðrum réttindum sem því tengjast.    49   Samkvæmt  því sem rakið hefur verið  verður stefndi sýknaður af kröfum stefnanda.    50   Að virtum  úrslitum málsins verður stefnanda gert að greiða stefnda og  réttargæslustefnda málskostnað, eins og nánar greinir í dómsorði.   Dómsorð:   Stefndi, íslenska ríkið vegna Landspítala, er sýkn af kröfum stefnanda, Félags  íslenskra náttúrufræðinga .    Stefn and i greiði   stefnda 600.000 krónur í málskostnað.    Stefnandi greiði réttargæslustefnda, Lyfjafræðingafélagi Íslands, 200.000 krónur í  m álskostnað.      11