Ár 2018, mánu daginn 8 . október , er í Félagsdómi í málinu nr. 5 /2018 Alþýðusamban d Íslands fyrir hönd Verkalýðsfélags Akraness gegn Samtökum atvinnulífsins fyrir hönd Hvals hf . kveðinn upp svofelldur ú r s k u r ð u r: Mál þetta var tekið til úrskurðar 12. september sl. um kröfu um niðurfellingu málsins og málskostnaðarkröfu r aðila. Málið úrskurða Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason , Guðn i Á. Haraldsson , Lára V. Júlíusdóttir og Valgeir Pálsson . Stefnandi er Alþýðu samband Íslands, Guðrúnartúni 1, Reykjavík, fyrir hönd Verkalýðsfélags Akraness, Sunnubraut 13, Akranesi . Stefndi er u Samtök atvinnulífsins, Borgartúni 35, Reykjavík, fyrir hönd Hvals hf., Miðsandi, Akranesi. Dómkröfur stefnanda Stefnandi ger i r eftirfarandi kröfur í stefnu: 1. Að viðurkennt verði að kjarasamningur Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, sem gildir frá 1. maí 2015 til 31. desember 2018, gildi um kjör starfsmanna við hvalvinnslu 2018 hjá stefnda , Hval hf. 2. Að viðurkennt verði að við störf við hvalvinnslu 2018 hjá stefnda Hval hf. hafi ekkert stéttarfélag eða félagsmenn annars stéttarfélags forgang til starfa umfram stefnanda Verkalýðsfélag Akraness og félagsmenn þess, hvorki samkvæmt kjarasamningi Starfsgreinas ambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, sem gildir frá 1. maí 2015 til 31. desember 2018, né öðrum kjarasamningi. 3. Að viðurkennt verði að stefndi Hvalur hf. hafi í aðdraganda og við upphaf hvalvertíðar 2018 brotið gegn 4. gr. laga nr. 80/1938 , um stéttar félög og vinnudeilur, með því að reyna að hafa áhrif á afskipti starfsmanna sinna af stéttarfélögum með því að: i) lýsa því yfir stefndi sé bundinn við að eiga einungis samskipti við Stéttarfélag Vesturlands vegna starfa við hvalvinnslu árið 2018 hjá stef nda 1 ii) ákveða fyrir fram og lýsa því yfir að stefndi muni einungis greiða stéttarfélagsgjöld til Stéttarfélags Vesturlands vegna starfa við hvalvinnslu 2018 hjá stefnda iii) gera það skilyrði og lýsa því yfir í samskiptum við umsækjendur um störf við hval vinnslu 2018 að starfsmenn skuli ekki vera félagsmenn í stefnanda Verkalýðsfélagi Akraness. 4. Að stefnda Hval hf. verði gerð sekt fyrir brot gegn ákvæðum 4. gr. laga nr. 80/1938. 5. Að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda Hvals hf. gagnvart stefnanda Verkal ýðsfélagi Akraness vegna ólögmætra afskipta stefnda Hvals hf. af stéttarfélagsaðild starfsmanna í hvalvinnslu 2018. 6. Að stefnda Hval hf. verði gert að greiða stefnanda Verkalýðsfélagi Akraness málskostnað. Dómkröfur stefnda Í greinargerð sinni krefst stefn di þess aðallega að máli nu yrði vísað frá dómi en til vara sýknu af öllum kröfum stefnanda, að frátöldum fyrsta og öðrum töl ulið kröfugerðarinnar. Þá kref st hann málskostnaðar úr hendi stefnanda. Niðurstaða Í þinghaldi 12. september sl. krafðist stefna ndi þess að málið yrði fellt niður og að stefndi greiddi stefnanda málskostnað. Af hálfu stefnda var krafist málskostnaðar úr hendi stefnanda með vísan til ákvæða 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Málið var tekið til úrskurðar sama dag eftir að lögmenn aðila höfðu fært rök fyrir máli sínu að því er varðaði málskostnað arkröfur . Svo sem áður er rakið lúta f yrstu tvær dómkröfur stefnanda að því að fá viðurkennt að tiltekinn kjarasamningur gildi um kjör starfsmanna hjá stefnda Hval hf. við hvalvinnslu 2018 og því að ekkert stéttarfélag eða félagsmenn annars stéttarfélags en stefnanda hafi forgang til starfa við hvalvinnslu hjá stefnda. Í málinu liggja frammi bréfaskipti milli máls aðila og einnig milli þeirra og annarra aðila þar sem með al annars er fjallað um þessi ágreiningsefni . Af þeim verður ráðið að það var ekki fyrr en með framlagningu greinargerð ar stefnda í máli nu 23. ágúst sl. sem ljóst var að væri ] gerður um þessi atriði af þeim sökum yrði e kki krafist sýknu vegna fyrsta og annars kröfuliðar stefnanda í stefnu. Hins vegar krafðist stefndi sýknu af öðrum kröfuliðum. Eins og áður greinir óskaði stefnandi eftir niðurfellingu málsins 12. september sl. Með vísan til ákvæða c - liðar 1. mgr. og 2. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, 2 verður mál þetta fellt niður. Í samræmi við fyrirmæli sömu lagagreinar ber jafnframt að leysa úr ágreiningi aðila um málskostnað. Við þá úrlausn verður að líta til þess sem hér að framan er rakið að stefnandi gat ekki gert sér fyllilega ljósa breytta afstöðu stefnda til ágreinings aðila að því er varðaði fyrstu tvær stefnukröfur hans fyrr en eftir höfðun máls þessa og framlagningu greinargerð ar stefnda . Að þessu gættu og eftir atvikum að öðru leyti þykir rétt að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu. Ú r s k u r ð a r o r ð: Mál þetta er fellt niður. Málskostnaður fellur niður . Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Guðni Á . Haraldsson Lára V. Júlíusdóttir Valgeir Pálsson