1 Ár 201 8 , fimmtudaginn 24. maí , er í Félagsdómi í málinu nr. 2 /201 8 Rafiðnaðarsamband Íslands f.h. Félags íslenskra rafvirkja vegna Arnars Þórðar Friðgeirssonar ( Ólafur Karl Eyjólfsson lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins f.h. Norðuráls Grundartanga ehf. ( R agnar Árnason lögmaður ) kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 4 . apríl sl. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Guðni Á. Haraldsson, Valgeir Pálsson og Karl Ó. Karlsson . Stefnandi er Rafiðnaðarsamban d Íslands , Stórhöfða 31 í Reykjavík fyrir hönd Félags íslenskra rafvirkja , Stórhöfða 31 í Reykjavík , vegna Arnars Þórðar Friðgeirssonar, Einigrund 8 á Akranesi. Stefndi er Samtök atvinnulífsins , Borgartúni 35, Reykjavík , vegna Norðuráls Grundartanga ehf., Grundartanga, Akranesi. Dómkröfur stefnanda Stefnandi krefst þess að allega að viðurkennt verði að stefnda hafi borið að greiða Arnari Þórði Friðgeirssyni 30% af dagvinnulaunum með 15% álagi fyrir bakvaktargreiðslur þegar hann var að leysa af liðstjóra I dagana 23. til 28. júní 2016. Til vara krefst stefnandi að stefnda stefnandi málskostnaðar. Dómkröfur stefnda Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda auk málskostnaðar. Málavextir Stefnandi, Rafiðnaðarsamband Íslands, er landssamband stéttarfélaga rafiðnaðarmanna, og á stefnandi, Félag íslenskra rafvirkja, sem er stéttarfélag, aðild að sambandinu. 2 Stétta r félagið fer með samningsumboð fyrir hönd félagsmanna sinna, en Arnar Þórður Friðgeirsson er meðal þeirra. Stefndi, Norðurál Grundartanga ehf., er fyrirtæki í álframleiðslu , sem fer sjálft með samningsumboð við gerð kjarasamninga. Félagið hefur gert kjarasamning við nokkur stéttarfélög, þar á meðal við stefnanda, um lágsmarkskjör starfsmanna sinna. Núgildandi kjarasamningur aðila tók gildi 1. janúar 2015 og gildir hann út ár ið 2019. Áður var í gildi kjarasamningur milli sömu aðila með gildistíma frá 1. janúar 2010 til 31. desember 2014. Arnar Þórður Friðgeirsson er rafvirki að mennt. Hann var ráðinn til starfa á aðalverkstæði B hjá hinu stefnda einkahluta félagi með ráðningars amningi 17. september 2014. Í samningnum er u m vinnutíma, laun og uppsögn samningsins vísað til kjarasamnings. Gerð var viðbót við ráðningarsamninginn 20. september 2017 . Þar er kveðið á um að Arnar Þórður muni starfa sem liðstjóri á aðalverkstæði B frá og með 28. sama mánaðar og fengi við það 15% álag ofan á mánaðarlaun sín. Að öðru leyti skyldi ráðningarsamningur hans standa óbreyttur. Í grein 3.16.1 í framangreindum kjarasamningi er mælt fyrir um liðstjóraálag. Þar segir orðrétt eftirfarandi: Hjá félagi nu starfa tvenns konar liðstjórar, I og II. Lið s stjóri I hefur stjórnunarábyrgð umfram lið s stjóra II og aðra samstarfsmenn sína. Hann er ráðinn til slíkra starfa og fær þá greitt 15% álag á laun. Starfsmenn sem taka að sér þjálfun nýliða. Liðs s tjóri II er tengiliður við næsta yfirmann og sér um að koma upplýsingum til hans og boðum um verkefni til viðk o mandi starfsmanna og leiðbeina þeim við störf. Lið s stjóri II er ekki ráðinn til slíkra starfa en meðan hann gegnir þeim fær hann greitt 5% álag á laun. Áður en framangreind breyting var gerð á ráðningarsamningnum hafði Arnar Þórður leyst liðstjóra á aðalverkstæði af eftir þörfum . Af framlögðu vinnuyfirliti má ráða að það hafi hann gert vikuna 20. til 24. júní 2016 (mánudag til föstudags) sem og mánudaginn 27. júní sama ár. Ágreiningslaust er að við greiðslu mánaðarlauna hafi Arnar Þórður fengið 15% álag þá daga er hann leysti liðstjórann af . Arnar Þórðu r gegndi bakvöktum hjá stefnda se m voru skipulagðar fram í tímann. Bar Í málinu er skjal sem stefndi hefur lagt fram með bakvak tarplani starfsmannsins. Samkvæmt því var hann á bakvakt frá 23. til 28. júní 2016. Samkvæmt því var hann á bakv akt fimmtudaginn 23. og föstudaginn 24. júní 2016, sem og mánudaginn 27. sama mánaðar, en eins og áður segir leysti hann liðstjóra af þessa daga . 3 Í grein 3.08.1 í framangreindum kjarasamningi er kveðið á um hvernig greitt skuli fyrir bak vaktir. Þar segir orðrétt eftirfarandi: Greiðsla fyrir bakvaktir skal auk greiðslu fyrir útkall vera 30% af dagvinnutímakaupi viðkomandi manns fyrir hverja klst. á kallvakt. Stefnandi ritaði hinu stefnda einkahluta félagi bréf 12. september 2016. Þar er vísað til greinar 3.16.1 um 15% álag á laun þeirra rafiðnaðarmanna sem leysa liðstj óra af. Kemur þar fram að þegar sömu starfsmenn gangi bakvaktir meðan þeir sinna þessari afleysingu fái þeir greinar 3.08.1 í kjarasamningnum sem og til greinar 2.12.1 um greiðslu fyrir útkall. Er þar talið að reiða þau laun sem viðkomandi starfsmaður er á þá um að laun þeirra sem þetta ætti við um yrðu leiðrétt til samræmis við þetta aftur í tímann. Ekki liggur fyrir í má linu að hið stefnda félag hafi brugðist við erindi þessu . Málsástæður og lagarök stefnanda : Stefnandi reisir kröfur sínar á framangreindum ákvæðum kjarasamnings starfsmanna stefnda, Norðuráls Grundartanga ehf. Kjarasamningurinn kveði á um lágmarkskjör samkvæmt 1. gr. laga nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, og samkvæmt 7. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Stefnandi telur að útreikningar stefnda séu í andstöðu við gildandi kjarasamni ng og séu lægri en lágmarkslaun samkvæmt honum. Stefnandi kveðst byggja á því að félagsmanni hans, Arnari Þórði Friðgeirssyni, hafi borið að fá greitt fyrir tilgreindar bakvaktir 30% af dagvinnukaupi sem hafi verið með 15% álagi vegna þess að hann hafi ver ið að leysa af liðstjóra umrædda daga. Um þetta vísar stefnandi til greinar 3.16.1 í kjarasamningnum. Stefnandi vísar til þess að Arnar Þórður hafi verið með 360.271 krónu í föst mánaðarlaun á umræddu tímabili. Bakvaktir á launaseðli fyrir umrætt tímabil m iði við að greiðsla fyrir hverja klukkustund á bakvakt nemi 692,8 krónum. Af þessu megi sjá að allar bakvaktir séu einungis miðaðar við 30% af föstum dagvinnulaunum og að ekkert tillit sé tekið til þess að Arnar Þórður hafi leyst liðstjóra I af og þá verið með 15% álag ofan á dagvinnulaun sín. Réttur útreikningur á greiðslum fyrir bakvakt verði að taka tillit til þessarar álagsgreiðslu. Stefnandi styður varakröfu sína við sömu málsástæður og aðalkröfu að breyttu breytanda. Launaseðlar gefi til kynna að við útreikning á launum Arnar Þórðar sé annars vegar miðað við 360.721 krónu sem föst mánaðarlaun og hins vegar 414.312 krónur sem séu föst mánaðarlaun með 15% álagi. Því komi fram á launaseðlinum að 46% af mánuðinum hafi Arnar Þórður verið með álag á greidd dagvinnulaun en 54% af mánuðinum með föst laun án álags. Stefnandi byggir á því að einnig eigi að hlutfalla bakvaktir með tilliti til afleysinga á liðstjóra 4 I og 15% álags ofan á laun á sama hátt og dagvinna hans sé hlutfölluð með og án 15% álagi. Það hafi ekki verið gert og sé það skýrt brot á kjarasamningi. Stefnandi kveðst reisa málskostnaðarkröfu sína á reglum XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 65. gr. laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur . M álsástæður og lagarök stefnda Stefndi kveðst á engan hátt hafa brotið gegn ákvæðum vinnustaðasamnings og krefst því sýknu . Eigi aðalkrafa stefnanda um 15% liðstjóraálag á bakvaktargreiðslur sér enga stoð í samningnum. Verði hún ekki reist á tilvitnuðum ákvæðum vinnustaðasamningsins. Stefndi bendir á að samkvæmt grein 3.16.1 í vinnustaðasamningnum skuli greiða þeim starfsmönnum liðstjóraálag sem ráðnir eru í starf liðstjóra. Á því tímabili se m aðalkrafa stefnanda tilgreini hafi Arnar Þórður ekki verið í starfi li ðstjóra, enda hafi hann ekki verið ráðinn sem slíkur fyrr en 28. september 2017. Fram að því hafi hann aðeins sinnt tilfallandi afleysingum og geti ekki byggt rétt á framangreindu samningsákvæði. Stefndi kveður algengast að afleysing liðstjóra vari í einn dag vegna tilfallandi fjarvista. Afleysing hefjist þá í upphafi vinnudags og ljúki í lok sama dags, almennt átta klukkustundir. Bakvakt starfsmanns fyrir afleysingu eða eftir hana tengist með engum hætti starfi liðstjóra og beri starfsmaður engar skyldur liðstjóra meðan á bakvakt stendur. Af hálfu stefnda er vísað til þess að samkvæmt grein 3.08.1 í vinnustaðasamningnum sé greiðsla fyrir bakvakt 30% af dagvinnutímakaupi viðkomandi starfsmanns. Telur stefndi ljóst tilfallandi eða breytilegar viðbótargreiðslur sem starfsmanni séu greiddar vegna afmarkaðra verka eins og eigi við um tilfallandi liðstjóraálag. Greiðslur stefnda til Arnars Þórðar vegna afleysinga hafi ekki verið hluti fastra launa og myndi því ekki stof n við útreikning á bakvaktarálagi . Verði fallist á með stefnanda að tilfallandi liðstjóraálag geti myndað grunn við útreikning bakvaktarkaups krefst stefnandi að ekki verði fallist á dómkröfuna óbreytta. Kveður hann mjög óljóst í stefnu hvaða túlkun á kjar asamningnum stefnandi hyggist ná fram með kröfugerð sinni. Þar sé vísað til tilgreinds tímabils, 23. til 28. júní 2016, og krafist 15% álags á því tímabili, þótt Arnar Þórður hafi einungis sinnt afleysingum liðstjóra á hluta þessa tímabils. Frá því síðdegi s 24. júní og til morguns 27. júní 2016 hafi hann ekki sinnt neinum afleysingum liðstjóra. Ekki verði séð hvernig unnt sé að fallast á 15% álag á bakvaktargreiðslur á því tímabili. Sem dæmi um erfiða framkvæmd dómkrafna stefnanda bendir stefndi á að frá 5. til 12. desember 2016 hafi Arnar Þórður verið á bakvakt. Þegar henni hafi lokið að morgni 12. desember hafi hann tekið að sér afleysingu liðstjóra í einn dag. Hann hafi einnig leyst liðstjóra af 13. mars 2017, en bakvakt hafi byrjað í lok þess dags og sta ðið til 2 0. mars. Ekki verði séð í stefnu hvort stefnandi telji hér vera grundvöll fyrir kröfu um 15% liðstjóraálag meðan á bakvöktum hafi staðið . Til þess að leysa úr dómkröfu stefnanda þurfi hins vegar að taka 5 afstöðu til þess hvort tilfallandi afleysing ar, sem á einhvern hátt falli á sama sólarhring og bakvakt , geti myndað grunn að 15% liðstjóraálagi á bakvaktargreiðsluna og eftir atvikum alla þá viku sem bakvaktin hafi staðið. Stefndi kveður var akröfu stefnanda vera mjög óskýra og ódómhæfa. Telur hann ó hjákvæmilegt að henni verði vísað frá dómi ex officio, enda upp fylli hún, og málsástæður henni tengdar, ekki skilyrði d - og e - liða 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Ekki sé í dómkröfu vísað til tímabils, dagsetninga, launa, ákvæða kjarasamnings eða annarra þátta sem nauðsynlegt sé að tilgreina í dómkröfu svo dómur verði felldur á hana. Verði varakröfu stefnanda ekki vísað frá dómi krefst stefndi sýknu af henni. Virðist stefnda sem hún sé á því reist að taki starfsmaður að sér afleysingar einhvern hluta lau natímabilsins skuli greiða álag á bakvaktir á sama launatímabili. Þannig geti afleysing í einn dag í fyrstu viku launatímabils leitt til þess að bakvakt í lok sama launatímabils sé greidd með sérstöku álagi sem ráðist af því hversu stóran hluta launatímabi lsins starfsmaðurinn hafi sinnt afleysingum. Krafan eigi sér hvorki stoð í vinnustaðasamningi stefnda né öðrum samningum sem stefndi sé bundinn. Því beri að sýkna stefnda af kröfunni. Stefndi kveðst styðja málskostnaðarkröfu sína við 130. gr. laga nr. 91/1 991, um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Niðurstaða Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 2 . tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Ágreiningur aðila lýtur að því hvort skilja beri greinar 3.08.1 og 3.16.1 í kjarasamningi aðila á þann veg að félagsmenn í stefnanda eigi tilkall til 15% álags á bakvaktargreiðslur þá daga er þeir leysa liðstjóra I af. Þegar hefur verið gerð grein fyrir inntaki samningsgreinanna. Samkvæ mt efni sínu tekur grein 3.16.1 einungis til þeirra sem hafa verið ráðnir til starfa sem liðstjóri I. Í framkvæmd hefur stefndi, Norðurál Grundartanga ehf., þó greitt liðstjóra álag á mánaðarlaun starfsmanna sinna í réttu hlutfalli við þá daga sem þeir hafa leyst liðstjóra I af. Af hálfu stefnda hafa á lagsgreiðslur þessar hins vegar ekki verið látnar mynda stofn fyrir bakvaktargreiðslur viðkomandi starfsmanna eins og rakið hefur verið. Samkvæmt grein 3.08.1 ber að greiða starfsmanni fyrir bakvakt fjárhæð sem nemur tilgreindu hlutf alli af dagvinnutímakaupi hans. Niðurstaða málsins ræðst af því hvort álagsgreiðslur þær sem koma fyrir að leysa liðstjóra I af eigi að teljast hluti af dagvinnutímakaupi viðkomandi starfsmanns. Í kjarasamningnum er hvorki vikið að því hvernig dagvinnutímakaup skuli reiknað út eða hvernig hugtakið er skilgreint. Við túlkun ákvæðisins kemur til álita að skoða það í samhengi við önnur ákvæði hans um launa greiðslur til starfsmanna sem og að líta til venju um túlkun samningsins og almennar venjur um skilgreiningu hugtaka á sviði vinnuréttar. 6 Ef í kjarasamningi er samið um greiðslu mánaðarkaups verður a lmennt að ganga út frá því að með dagvinnutímakaupi starfsmanns sé átt við hlutfall af mánaðarkaupi hans fyrir dagvinnu. Af grein 3.01.1 í kjarasamningi aðila , sem og framlögðum gögnum um launagreiðslur til starfsmanns stefnda, verður ráðið að starfsmenn stefnda fái greidd föst mánaðarlaun sem er tiltekin fjárhæð fyrir fulla vinnu . Í grein 3.01.2 er því næst gerð grein fyrirliðaþóknun. Hvergi er annars staðar í kjarasamningnum fjallað um fyrirliðaþóknun. Kemur helst til álita að þar sé vísað til liðstjóraálags í gre in 3.16.1 sem áður er getið. Framangreind samningsákvæði útiloka ekki þá túlkun samningsins að liðstjóraálag sé hluti af mánaðarkaupi starfsmanns sem myndar stofn til útreiknings á dagvinnu tíma kaupi hans. Á hinn bóginn er ástæða til að ætla að þættir sem eru breytilegir frá einum mánuði til annars myndi ekki grunn að dagvinnutímakaupi starfsmanns . Þetta sjónarmið styður þá framkvæmd við launagreiðslu stefnda að tilfallandi afleysingar, sem veitir rétt til liðstjóraálags þá daga sem starfsmaður leysir liðstjóra I af, leiði hvorki til beinnar né hlutfallslegrar hækkunar á dagvinnutímakaupi hans sem bakvaktargreiðslur skulu miðaðar við. Þegar jafnframt er litið til þess að á bakvakt reynir ekki á þá stjór nunarábyrgð sem liðstjóraálagi er ætlað að mæta verður ekki á það fallist með stefnanda að framangreind framkvæmd stefnda, Norðuráls Grundartanga ehf., fari í bága við kjarasamning aðila. Þó að dómkröfur stefnanda í varakröfu fullnægi ekki áskilnaði d - lið ar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, hefur málsástæðum hans þegar verið hafnað með framangreindum röksemdum. Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið ber að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Eftir þessum úrslitum verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 500.000 krónur. Uppkvaðning dómsins hefur dregist vegna anna dómsfor seta . D Ó M S O R Ð : Stefndi, Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Norðuráls Grundartanga ehf., er sýkn af kröfum stefnanda, Rafiðnaðarsamband s Íslands fyrir hönd Félags íslenskra rafvirkja . Stefnandi greiði stefnda 500.000 krónur í málskostnað Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Valgeir Pálsson Karl Ó. Karlsson