1 Ár 2016 , föstudaginn 29. apríl , er í Félagsdómi í málinu nr. 1/2016 Læknafélag Íslands gegn íslenska ríkinu vegna Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 5. apríl 2016. Málið dæma Sigurður G. Gíslason, varaforseti dómsins, Ásmundur Helgason, Guðni Haraldsson, Karl Ó. Karlsson og Inga B. Hjaltadóttir. Stefnandi er Læknafélag Íslands, kt. 450269 - 2639, Hlíðasmára 8, Kópavogi. Stefndi er íslenska ríkið, kt. 540269 - 6 459, Arnarhvoli, Reykjavík vegna Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, kt. 521005 - 0760, Álfabakka 16, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda Dómkröfur stefnanda eru eftirfarandi: Að viðurkennt verði með dómi að stefndi hafi brotið gegn ákvæði 3.2.4 í kjarasamningi fjármála - og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og Læknafélags Íslands með því að segja upp ráðningarbundnum starfskjörum Árna Schevings Thorsteinsson ar , kt. 160462 - 3459, s em felast í greiðslu álags, samtals 15% af launaflokki og launaþrepi. Að viðurkennt verði með dómi að stefnda beri að greiða Árna Scheving Thorsteinssyni, kt. 160462 - 3459 , 15% álag á laun sín samkvæmt ákvæði 3.2.4 í kjarasamningi, frá 7 . janúar 2015. Að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins, að viðbættum virðisaukaskatti . Dómkröfur stefnda Stefndi krefst þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Þá krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati dómsins. 2 Málavextir Árni Scheving Thorsteinsson, félagsmaður í Læknafélagi Íslands, h efur starfað á Heilsugæslustöð Seltjarnarne ss frá árinu 2000. Í upphafi var hann ráðinn sem heilsugæslulæknir en frá 1. september 2009 hefur hann star fað sem yfirlæknir heilsugæslustöðvarinnar. Árni h efur starfað í 100% starfi samkvæmt ráðningarsamning i . Hann hefur fengið greidd svokölluð samsett laun, þ.e. laun hans hafa verið greidd sem 90% af föstum mánaðarlaunum og laun vegna 10% greidd með afkasta tengdum launum , en heimild til þessa er að rekja til ákvörðunar kj aranefndar frá 15. október 2001. Frá 2003 og fram á mitt á r 2013 sinnti Árni læknisstarfi á Hrafnistu meðfram starfi sínu sem yfirlæknir hjá Heilsugæslustöð Seltjarnarness. Eftir að hann hætti starfi sínu á Hrafnistu sótt i hann , þ ann 11. apríl 2013 , um að fá greitt svonefnt helgunarálag skv. grein 3.2.1.3 í þágildandi kjarasamningi frá 5. mars 2006 , en hann kveður sér hafa verið kunnugt um að aðrir heilsugæslulæknar, sem hafi notfær t sér þessa heimild um samsett laun og ekki v erið í öðrum störfum hafi fengið helgunarálag. Samþykkt var að Árni fengi greitt helgunarálag en með því fékk hann 15% álag ofan á mánaðarlaun sín, frá og með þeim tíma sem hann óskaði eftir . Naut hann þessa álags þa ngað til honum barst 29. janúar 2015 bréf frá Heilsugæslu höfuðbo rgarsvæðisins þar sem honum var tilkynnt ákvörðun um breytingar á ráðningarb undnum starfskjörum sem hann hafi notið í starfi hjá stofnuninni. Í bréfinu segi r : á ráðningarbundnum starfskjörum í því að niður falla mánaðarlegar greiðslur vegna sérstaks álags (helgunarálags), samtals 15% af launaflokki og launaþrepi. Í því sambandi skal upplýst að stofnunin hóf greiðslu álags til þín snemma árs 2013 og byggði sú ákv örðun á því að þú myndir starfa eingöngu hjá stofnuninni í samræmi við ákvæði kjarasamnings þar um. Nýverið kom í ljós að þú hefur verið á samsettum launum 90/10 þ.e. sinnt gjaldskrárverkum samhliða 90% starfi. Stofnunin hefur því greitt áðurnefnt álag til Í lok bréfsins var Árna svo tilkynnt að ráðningarbund num starfskjörum hans sem falist hafi í greiðslu álags (helgunarálags), samtals 15% af launaflokki og launaþrepi, væri sagt upp með þrig gja mánaða uppsagnarfresti frá 31. janúar s.l. að telja. Uppsögn inni var mótmælt með tölvupósti 4. febrúar 2015 og j afnframt var þess óskað að uppsögnin yrði dregin til baka. 3 Þann 2. mars 2015 svar aði Svanhvít Jakobsdótt i r forstjór i Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins tölvupósti num með öðrum tölvupósti . Þar var upplýst að ákvæði greinar 3.2.4 í kjarasamningi Læknafélags Íslands og fjármála - og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs kveði á um greiðslu sérstaks álags til sérfræðilækna og yfirl ækna sem sinni í starfi sínu verkefnum sem krefj i st þess að þeir vinni eingöngu á viðkomandi stofnun. Í tilviki stefnanda hafi hann gegnt starfshlutfalli hjá stofnun sem nemi 90% starfi en sinnt að öðr u leyti gjaldskrárverkum. Því var jafnframt lýst að sto fnunin telj i að þeir læknar sem sinnt hafi gjaldskrárverkum samhliða skertu starfshlutfalli (hlutastarfi) uppfylli ekki skilyrði nefnds ákvæðis kjarasamnings til greiðslu sérstaks álags. Þá var hafnað kröfu stefnanda um að uppsögnin verði dregin til baka. Stefnandi mótmælti þessari skýringu stefnda með tölvupósti 26. mars s.l. Jafnframt var sett fram fyrirspurn til stefnda um það hvort stefndi telji þá að ákvörðun ríkisins í félagsdómsmáli frá árinu 2013 skipti engu máli í þ essu sambandi, en í því máli hafi verið ger ð dómsátt þar sem stefndi hafi fallist á að heilsugæslulæknar sem hafi fyrirkomulag launa eins og Árni, séu í 100% starfi hjá stefnda. Jafnframt hafi verið áréttuð sú afstaða stefnanda að Árni eigi rétt á helgun þar sem hann sé í 100% starfi hjá stefnda og ekki í öðru starfi. Þann 12. júní 2015 barst svar stefnda vegna síðastnefnds tölvupósts stefnanda. Þar var áréttað að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins telji ákvörðun ríkisins í nefndu félagsdómsmáli ekki breyta fyrri afstöðu til framkominnar krö fu. Voru f yrri sjónarmið stefnda áréttuð. Í greinargerð stefnda skorar hann á stefnanda að upplýsa hvar Árni Scheving Thorsteinsson hafi aflað 10% tekna sinna með gjaldskrárverkum árin 2003 til 2015. Brást stefnandi við þessu með því að upplýsa að Árni haf i starfað í 20% starfi sem læknir á Hrafnistu frá árinu 2003 til 2013 en eftir það hafi hann eingöngu verið í starfi sem læknir hjá Heilugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Laun hans sem fram komi á framlögðum launaseðlum vegna áranna 2014 og 2015 séu eingöngu fyr ir starf hans sem lækni r á Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi kveðst byggja málssókn þessa á eftirfarandi málsástæðum: Stefnandi byggir á því að stefndi hafi með uppsögn ráðningarbundinna starfskjara Árna Schevings , sem feli st í greiðslu álags, samtals 15% af launaflokki og launaþrepi, brotið gegn skýru ákvæði 3.2.4 í kjarasamningi fjármála - og efnahagsráðherra og Læknafélags Íslands frá 7. janúar 2015. Í ákvæðinu sé skilyrðislaust ákveðið að greiða skuli y firlæknum sem eingöngu séu starfandi 4 yfirlæknar og ekki í öðrum störfum, 15% álag á laun sín. Stefnandi telji því að stefnda hafi verið með öllu óheimilt að segja upp greiðslu álagsins. Stefnandi kveður Árna eingöngu starfa á Heilsugæslustöð Seltjarnarnes s. Hann starfi ekki annars staðar. Hann telji því að ákvæði kjarasamnings í grein 3.2.4 eigi við um hann. Grein 3.2.4 sé svohljóðandi: sínu verkefnum sem krefjast þess að þei r vinni eingöngu á viðkomandi stofnun. Í eldri kjarasamningi sem verið hafi í gildi frá árinu 2006 hafi verið fjallað um greiðsl u álags til yfirlækna sem sinni starfi sem krefjist þess að læknir vin ni eingöngu á viðkomandi stofnun. Ákvæðið hafi verið eftirfarandi: 3.2.1.3 Viðbótarþættir við launaflokk 400 vegna lækna með sérfræðileyfi eru tvenns konar: Í fyrsta lagi vegna sérstakra verkefna t.d. á sviði stjórnunar og í öðru lagi verkefna sem krefjas t þess að læknir vinni eingöngu á viðkomandi stofnun. Meta skal hvora forsendu um sig til hækkunar um allt að 20% af lfl. 400. Hækkun á grundvelli beggja forsendna getur þó ekki samanlagt orðið hærri en 30%. Ákvæðinu hafi því nokkuð verið breytt í núgilda ndi kjarasamningi. Stefnandi telur að af því sem fram kemur í bréfum stefnda megi ráða að hann hafi ekki áttað sig á gildi ákvæðis kjarasamningsins, í þessu tilviki ákv æði 3.2.4 , en með því ákvæði hafi það verið gert að skilyrðislausri skyldu stefnda að gr eiða álag til yfirlækna sem ekki séu í öðrum störfum en starfi yfirlæknis. Þá kveður stefnandi að svo virðist sem stefndi rugli saman ákvæði ákvörðunar kjaranefndar frá 15. október 2002 um laun heilsugæslulækna, við réttarstöð u heilsugæslulækna eins og hún sé samkvæmt nýjasta kjarasamningnum en í þes sari ákvörðun kjaranefndar hafi sagt að laun heilsugæslulækna gætu verið þannig: 1. í formi fastra mánaðarlauna en þá skyldi heilsugæslulækni greidd föst mánaðarlaun fyrir 100% starf og skyldi heilsugæslustöð / hei lbrigðisstofnun þá heimilt að greiða honum allt að 15% álag ofan á mánaðarlaun enda sinnti hann ekki öðrum launuðum störfum utan heilsugæslunnar eða heilbrigðisstofnunarinnar eða 2. í formi samsettra launa en í þeim tilvikum skyldi heilsugæslulækni greidd föst mánaðarlaun og að hluta afkastatengd laun samkvæmt gjaldskrá. Samkvæmt 5 ákvæðinu gat læknir í þeim tilvikum innt af hendi allt að 20% af vinnuskyldu sinni á afkastatengdum launum gegn samsvarandi lækkun fastra mánaðarlauna. Stefnandi kveður ákvörðun kjaranefndar hafa sömu réttaráhrif og kjarasamningur. Samkvæmt ákvæðinu hafi læknar því annaðhvort getað verið á mánaðarlaunum og 15% álagi eða að laun þeirra hafi verið samsett. Kjar asamningurinn sem undirritað ur hafi verið þann 7. janúar 2015 hafi breytt eldra ákvæði um álagsgreiðslurnar. S amkvæmt nýjum kjarasamningi eigi læknar skilyrðislaust rétt á þessu helgunarálagi séu þeir ekki í öðrum störfum. Stefnandi byggir á því að þar s em Árni sé ráðinn í 100% starf sem yfirlæknir Heilsugæslustöðvar Seltjarnarness, beri honum sérstakt álag samkvæmt ákvæði 3.2.4 í núgildandi kjarasamningi. Það sem ráði úrslitum með það, sé sú staðreynd að hann sinni starfi sín u í fullu starfi eins og hann sé ráðinn til og hann vinni eingöngu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og hvergi annars staðar. Röksemd stefnda fyrir uppsögn he lgunarálags Árna hafi verið sú að hann ynni ekki eingöngu hjá stefnda . Árni telji þessa röksemd ekki standast enda hafi hann ráðningarsamning upp á 100% starf við stofnunina. Til viðbótar komi að í máli stefnanda gegn íslenska rí kinu f.h. Heilsugæslu höfu ðborgarsvæðinu nr. 1/2013 hafi íslenska ríkið fallist á að læknar sem starfað hafi með þeim hætti sem Árni geri teldust í ful lu starfi hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins . Um lagarök vísar s tefnandi til kjarasamning s aðila frá 7. janúar 2015. Vísað er til 2. tölul. 44. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 um lögsögu Félagsdóms í máli nu . Kröfu um málskostnað styð ur stefnandi við 130. gr. laga um meðferð einkamála, sbr. 65. gr. l aga nr. 80/1938. Stefnandi reki ekki virðisaukaskattskylda starfs emi, sbr. lög nr. 50/1988, og sé óskað eftir að tillit verði tekið til þess við ákvörðun málskostnaðar. Málsástæður og lagarök stefnda : Stefndi byggir sýk nukröfu sína á því að hann hafi í engu brotið grein 3.2.4 í kjarasam ningi aðila. Engin skylda hvíli á stefnda að greiða Árna Scheving helgunarálag samkvæmt nefndri kjarasamningsgrein, enda uppfylli hann ekki skilyrði greinarinnar. Málatilbúnaði stefnanda sé öllum mótmælt sem röngum. Stefndi telur að skýra beri grein 3.2.4. svo að ekki verði greitt helgunarálag ofan á samsett laun, eins og þau sem Ár ni hafi fengið greidd í samræmi við ósk hans frá því í lok árs 2003, sb r. bréflega ósk hans um það frá 12. desember 2003. Laun Árna í 100% starfi hans sem yfirlæknis hjá stefnda hafi því verið samsett þannig að hann fái greidd 90% föst laun og 10% gjaldskrárlaun. Í bréfi sem stefndi hafi sent 6 Árna 29. janúar 2015, hafi honum verið tilkynnt um breytingar á ráðningarbundnum starfskjörum sem myndu öðlast gildi 1. maí 2015. Ástæða f yrir uppsögn á helgunarálagi hafi verið tilgreind í bréfinu og sé sú að hann uppfylli ekki skilyrði kjarasamnings til að njóta 1 5% helgunarálags þar se m hann sé á samsettum launum, þ.e. sinni gjaldskrárverkum samhliða starfi yfirlæknis. Stefndi kveður Kjaranefnd fyrst hafa verið falið að ákveða laun og önnur starfskjör heimilislækna með lögum nr. 150/1996 eftir að langvinna kjarade ilu. Í kjölfar þess að gerður hafi verið kjarasamningur við sjúkrahús lækna sem tekið hafi gildi 1. apríl 2002 hafi formaður Félags íslenskra heilsugæslulækna óskað eftir því við kjaranefnd að gildandi úrskurður um kjör heilsugæslulækna y rði endurskoðaður. Kjaranefnd hafi fyrst o g fremst haft það hlutverk að jafna launakjör og starfsréttindi heilsugæslulækna á við sjúkrahúslækna, bæði hvað varðaði föst laun og gjaldskrárverk. Stefndi vísar til þess að í úrskurði kjaranefndar frá 15. október 2002 hafi fyrst verið ákveðið að greiða mætti heilsugæslulæknum laun með tvennum hætti. Annars vegar í formi fastra mánaðarlauna fyrir 100% starf, sbr. grein IX. 1. A, sem hafi heimilað heilsugæslustöð að greiða lækni allt að 15% álag ofan á föst mánaðarlaun, enda sinnti hann ekki öðrum launuðum störfum utan heilsugæslunnar , eða h ins vegar í formi svokallaðra samsettra launa, sbr. grein IX. 1. B, þar sem heilsugæslulæknir hafi að hluta fengið greidd föst mánaðarlaun og að hluta afkastatengd laun samkvæmt gjaldskrá. Þannig hafi læknir getað innt af hendi allt að 20% af vinnuskyldu sinni á afkastatengdum launum gegn samsvarandi lækkun fastra mánaðarlauna. Stefndi vísar til þess að úrskurður kjaranefndar sé skýr og af honum megi ráða að læknir sem kjósi að vera á samsettum launum eigi ekki rét t á að fá allt að 15% álag ofan á sín mánaðarlaun þar sem hann eigi kost á afkastatengdum launum að hluta. Hann sinni því í raun öðru starfi samhliða föstu starfi hjá heilsugæslu. Í grein IX . 3. 3 í úrskurði kjaranefndar sé tekið fram að heimilt sé að grei ða yfirlækni allt að 15% af mánaðarlaunum yfirlæknis, sé hann á föstum mánaðarlaunum og sinni ekki launuðum störfum utan heilsugæ slunnar, sbr. kafla IX. 1. A. Sé sérstaklega mælt fyrir um þennan greinarmun í úrskurði num í kafla IX. 4 þar sem segi að heilsu gæslulæknir sem fái samsett laun, sbr. IX. 1. B, skuli inna af hendi allt að 20% af vinnuskyldu sinni við sérstaka móttöku á stöðinni á afkastatengdum l aunum samkvæmt gjaldskrá. Það sé því alveg ljóst að ekki sé gerð krafa um að viðkomandi læknir þurfi að sinna starfi utan eiginlegrar starfstöðvar heilsugæslu til að fa lla undir grein IX. 1. B, það sé beinlínis mælt fyrir um að sinni heilsugæslulæknir hluta af vinnuskyldu sinni við sérstaka móttöku á heilsugæslustöð, teljist hann fá samsett laun. Árið 2006 hafi aftur verið farið að semja um laun heilsugæslulækna í kjarasamni ngum. Það hafi ekki verið vilji til þess að semja um laun fyrir samsett störf 7 og gjaldskrár verk í kjarasamningi og því hafi verið mælt fyrir um það í bókun 1 með kjarasamningi milli Lækna félags Íslands og fjármálaráðherra, dags. 5. mars 2006, að grein IX. 1. B í úrskurði kjaranefndar frá 15. október 2002 um fyrirkomulag á greiðslum fyrir gjaldskrárverk haldi gildi sínu og verði óbreytt á gildistíma samningsins. Þegar kjarasamningur milli a ðila hafi verið fr amlengdur 2008, 2009 og 2011 hafi ekki verið samið um fyrirkomulag samsettra starfa og greiðslna fyrir gjaldskrárv erk að öðru leyti en því að mælt hafi verið fyrir um hækkanir á greiðslum fyrir gjaldskrárverk til samræmis við aðrar taxtah ækkanir, sbr. bókun 3 í kjarasamningi milli aðila frá 2008, 2. gr. kjarasamnings frá 2009 og bókun 1 í kjarasamningi milli aðila frá 2011. Í bókun 5 með núgildandi kjarasamningi milli aðila, dags. 7. janú ar 2015, segi yrir gjaldskrárverk skv. A, B og C - lið fylgiskjals með úrskurði kjaranefndar dags. 15. október 2002, og samkomulagi fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og Læknafélags Íslands fyrir hönd heilsugæslulækna dags. 17. desember 2003, þar með talin ákvæði 2. m gr. 5. gr., 4. gr., B lið 1. gr. og 2. mgr. 14. gr. heldur gildi sínu þar til aðilar verða sammála um nýtt fyrirkomulag. heilsugæslu greitt samkvæmt gjaldskrá fyrir læknisverk á vöktum greiðist auk gj aldskrárverka einungis gæsluvaktarálag skv. gr. 3.6.1.3 og ekki er greitt fyrir bindingu að öðru leyti. kjarasamningi hafi úrskurður kjaranefndar fallið úr gildi sé því mótmælt sem rangri og ósannaðri, enda ský rlega tekið fram í bókun 5 að hún haldi gildi sínu. Stefndi kveður að g rein 3.2.4 í gildandi kjar asamningi milli aðila, sem mæli fyrir um greiðslu svokallaðs helgunar álags til þeirra lækna sem sinni störfum sem krefji st þess að þeir v inni eingöngu hjá hei lsugæslu, sé einungis til árétting ar á þeirri heimild sem mælt sé fyrir um í grein IX. 1. A í úrskurði kjaranefndar og hafi engin áhrif á áframhaldandi gildi greinar IX 1. B í úrskurðinum sem heimili lækni að sinna samsettu starfi ásamt gjaldskr árverkum. A f gögnum málsins sjáist glögg t að Árni hafi unnið sem yfirlæknir í 90% starfshlutfalli hjá Heilsugæslu Seltjarnarness og sinnt gjaldskrárverkum samhl iða í 10% starfshlutfalli. Komi það m.a. skýrt fram í tölvupósti Árna til lögfræðings stefnanda frá 1. júl í 2015. Það sé því óumdeilt að Árni hafi nýtt sér þá heimild sem hann haf i haft samkvæmt grein IX. 1. B í úrskurði kjaranefndar frá 15. október 2002 til að sinna samsettu starfi, 90% starfi með föst mánaðarlaun og 10% starfi á afkastatengdum launum fyrir gj aldskrárverk. Hvorki í kjarasamningi milli aðila, bókunum sem honum fylgi né í úrskurði kjaranefndar sé gert ráð fyrir því að heilsugæslulæknir geti bæði fengið greitt sérstakt álag samkvæmt grein 3.2.4 og átt möguleika á afkastatengdum lau num með gjaldskr árverkum. Það sé því mat stefnda að Árni eigi ekki rétt á greiðslu sérstaks álags skv. núgildandi grein 8 3.2.4 í kjaras amningi milli aðila, enda sinni hann samsettu starfi skv. grein IX. 1. B í úrskurði kjaranefndar. Því ber i að sýkna stefn d a af öllum kröfu m stefnanda. Stefndi telur að dómur Fé lagsdóms í máli nr. 1/2013 hafi ekkert fordæmisgildi varðandi túlkun greinar 3.2.4 í kjar asamningi aðila. Sá dómur hafi að geyma dómsátt milli aðila um allt annað ágreiningsefni, en þar hafi verið deilt um inntak bókun ar 4 í kjarasamningi milli aðila frá 13. september 2011. Sú bókun hafi fallið úr gildi við upptöku nýrrar launatöflu 1. janúar 2015, eins og tekið sé fram í bókun 2 í núgildandi kjarasamningi milli aðila frá 7. janúar 2015. Stefndi bendir á að stefnandi ví si til 2. tölul. 44. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 um lögsögu Félagsdóms í máli nu . Stefndi vekur athygli á því að viðurkenningarkröfur stefnanda séu reistar á grundvelli kjarasamnings sem gerður sé milli aðila með vísan til laga nr. 9 4/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og því fari um lögsögu Félagsdóms í máli þessu eftir 3. tölul. 1. mgr. 26. gr. þeirra laga. Verði því vart séð að stefnan uppfylli þau skilyrði sem gerð séu til skýrleika stefnu í f - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamál a . Til stuðnings sýknukröfu vísar stefndi til kjarasamninga aðila ásamt samþykktum breytingum o g framlengingu þeirra. Þá vísar stefndi til úrskurðar K jar a nefndar frá 15. október 2002. Kr öfu um málskostnað styður stefndi við 130 . gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, sbr. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 80/1938. Forsendur og niðurstaða: Mál þetta á undir Félagsdóm skv. 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986. Í stefnu er ranglega vísað til ákvæða laga nr. 80/1938 um lögsögu Félagsdóms í málinu, en ekki veldur þetta frávísun málsins. Fyrir liggur í málinu að heimild til að greiða heilsugæslu læknum laun með tvenns konar hætti er að rekja til úrskurðar Kjarnanefndar frá 15. október 2002 . Þar var því lýst að annars vegar væri he imilt að greiða laun í formi fastra mánaðarlauna fyrir 100% starf, sbr. grein IX. 1. A, sem heimilað i heilsugæslustöð að greiða lækni allt að 15% álag ofan á föst mánaðarlaun, enda sinnti hann ekki öðrum launuðum störfum utan heilsugæslunnar , eða hins vega r í formi svokallaðra samsettra launa, sbr. grein IX. 1. B, þar sem heilsugæslulæknir hafi að hluta fengið greidd föst mánaðarlaun og að hluta afkastatengd laun samkvæmt gjaldskrá. Samkvæmt þessu gat það ekki farið saman að fá greidd hin svokölluðu samsett u laun annars vegar og hins vegar 15% álag. Þannig sýnist hafa verið gert ráð fyrir því í úrskurðinum að annað fyrirkomulagið útilokaði hitt. Eftir að farið var að semja um laun heilsugæslulækna í kjarasamningum á árinu 2006 hefur framangreindu fyrirkomul agi ekki verið breytt. Þvert á móti hafa aðilar kjarasamningsins samið um að framlengja þetta fyrirkomulag . Þannig segir í 9 bókun 5 með gildandi kjarasamningi aðila, sem undirritaður var 7. janúar 2015, og sem lýst er að framan, að núverandi fyrirkomulag á greiðslum fyrir gjaldskrárverk, eins og nánar er lýst í bókuninni, haldi gildi sínu þar til aðilar verði sammála um nýtt fyrirkomulag. Fyrir liggur að slíkt samkomulag hefur ekki verið gert. Verður samkvæmt framansögðu að telja að enn sé í fullu gildi sú regla sem á rót sína að rekja til áðurnefnds úrskurðar kjaranefndar og sem aðilar hafa samið um að gildi áfram. Ber að skýra ákvæði 3.2.4 í gildandi kjarasamningi til samræmis við framangreinda bókun, þannig að ekki geti verið um að ræða að laun séu bæði g reidd með he lgunarálagi og líka sem samsett laun, heldur að annað útiloki hitt. Verður þv í ekki fallist á það með stefnanda að uppsögn stefnda á umræddum ráðningarbundnum starfskjörum Árna Scheving Thorsteinsson hafi falið í sér brot gegn ákv æ ði 3.2.4 í k jarasamningi aðila málsins. Jafnframt verður þá ekki heldur fallist á þá kröfu stefnanda að viðurkennt verði að stefnda beri að greiða Árna Scheving 15% álag á laun sín s amkvæmt ákvæði 3.2.4 frá 7. janúar 2015. Samkvæmt framansögðu verður stefndi sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Rétt er að málskostnaður falli niður milli aðila. D ó m s o r ð: Stefndi, íslenska ríkið vegna Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Læknafélags Íslands. Málskostnaður fellur niður. Sigurður G. Gíslason Ásmundur Helgason Guðni Haraldsson Karl Ó. Karlsson Inga B. Hjaltadóttir