1 FÉLAGSDÓMUR Dómur föstudaginn 20. desember 2019. Mál nr. 16/2019 : Félag íslenskra náttúrufræðinga ( Jón Sigurðsson lögmaður ) gegn íslenska ríki nu ( Óskar Thorarensen lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 26. nóvember sl. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson , Guðmundur B. Ólafsson og Sonja M. Hreiðarsdóttir . Stefnandi er Félag íslenskra náttúrufræðinga, Borgartúni 6 í Reykjavík. Stefndi er íslenska ríkið, Arnarhvoli við Lindargötu í Reykjavík . Dómkröfur stefnanda 1 Samkvæmt stefnu eru dómkröfur stefnanda þær að eftirtalin stöðugildi/störf verði með dómi felld út af skrá yfir þau störf hjá stofnunum ríkisins sem eru undanþegin verkfallsheimild og birt var í B - deild Stjórnartíðinda með auglýsingu nr. 101/2019 þann 31. janúar 2019: Stofnun Starfsheiti Fjöldi starfa Nr. 1 Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum Líffræðingur á sýkladeild bakvakt 1 Nr. 2 Landspítali - Aðgerðasvið Blóðbankinn deildarstjóri dagvinna 1 Nr. 3 Landspítali - Rannsóknarsvið Erfða - og sameindalæknisfræðideild deildarstjóri dagvinna 1 Nr. 4 Landspítali - Rannsóknarsvið Erfða - og sameindalæknisfræðideild náttúrufræðingur dagvinna 1 Nr. 5 Landspítali - Rannsóknarsvið Erfða - og sameindalæknisfræðideild náttúrufræðingur bakvakt 1 Nr. 6 Landspítali - Rannsóknarsvið Sýklafræðideild náttúrufræðingur dagvinna 1 Nr. 7 Landspítali - Rekstrarsvið Skipulags - og næringaráðgjöf deildarstjóri dagvinna 1 2 2 Undir rekstri málsins féll stefnandi frá kröfu samkvæmt kröfulið 10 í stefnu. Dómkröfur stefnda 3 Í greinargerð sinni féllst stefndi á að felld yrðu út af skrá í framangreindri auglýsingu í Stjórnartíðindum nr. 101/2019 eftirtalin störf: Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum , líffræðingur á sýkladeild, bakvakt, eitt starf (liður 1 í kröfugerð stefnanda í stefnu) Landspítalinn, aðgerðasvið, Blóðbankinn, deildarstjóri, dagvinna, eitt starf ( kröfu liður 2 í stefnu) Landspítali, rekstrarsvið, rekstrarstjóri, dagvinna, eitt starf ( kröfu liður 9 í stefnu) Til viðbótar hefur stefndi undir rekstri málsins fallist á kröfu stefnanda um að felld verði út af skrá í framangreindri auglýsingu eftirtalin störf: Veðurstofa Íslands, a thugana - og tæknisvið, sérfræðingur/jarðeðlisfræðingur, bakvakt, eitt starf ( kröfu liður 12 í stefnu) Veðurstofa Íslands, f jarkönnun, sérfræðingur, bakvakt, eitt starf ( kröfu liður 13 í stef nu) Stefndi krefst sýknu af öllum öðrum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati Félagsdóms. Málavextir 4 Þann 17. október 2018 barst stefnanda tölvuskeyti frá Veðurstofu Íslands þar sem óskað var eftir athugasemdum hans vegna birtinga r á fyrirhugaðri skrá um störf sem undanþegin væru verkfallsheimild hjá stofnuninni. Með fylgdi í viðhengi bréf Veðurstofunnar til stefnanda, Nr. 8 Landspítali - Rekstrarsvið Skipulags - og næringaráðgjöf Matvæla - /næringafr. dagvinna 1 Nr. 9 Landspítali - Rekstrarsvið Skipulags - og næringaráðgjöf rekstrarstjóri dagvinna 1 Nr. 10 Landspítali - Rekstrarsvið Skipulags - og næringaráðgjöf verkefnastjóri dagvinna 1 Nr. 11 Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðsverðir 5 Nr. 12 Veðurstofa Íslands Athugana - og tæknisvið sérfræðingur/jarðeðlisfræðingur bakvakt 1 Nr. 13 Veðurstofa Íslands Fjarkönnun sérfræðingur bakvakt 1 Nr. 14 Veðurstofa Íslands Eftirlits - og spásvið veðurathugunarmaður bakva kt 1 Nr. 15 Veðurstofa Íslands Fjármál og rekstur sérfræðingur tölvukerfa bakvakt 1 3 dagsett sama dag, auk lista yfir þau störf sem Veðurstofan taldi nauðsynlegt að yrðu undanþegin verkföllum. Í bréf inu var óskað eftir því að athugasemdum stefnanda við listann yrði komið til Veðurstofunnar eigi síðar en 26. október sama ár. Athugasemdir stefnanda bárust Veðurstofunni 30. sama mánaðar. Aðilar funduðu um málið 22. nóvember 2018 og liggur fundargerð hans fyrir í gögnum málsins. 5 Stefnandi kveðst hafa átt í svipuðum samskiptum við Landspítala. Með tölvuskeyti 25. október 2018 sendi Landspítali lista yfir þau störf, sem stofnunin taldi nauðsynlegt að væru undanþegin verkfallsheimild samkvæmt 5. tölulið 1. m gr. 19. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Óskað var eftir athugasemdum stefnanda vegna birtingar á fyrirhugaðri skrá um þessi störf og sendi stefnandi formlegar athugasemdir sínar 6. nóvember 2018. Nokkur samskipti munu hafa átt sér stað milli aðila í kjölfarið. Stefnandi sendi síðan viðbótarrökstuðning til Landspítala 26. sama mánaðar. 6 Þann 11. desember árið 2018 barst stefnanda tölvuskeyti frá stefnda, fjármála - og efnahagsráðuneytinu, þar sem óskað var eftir athugasemdum stef nanda vegna birtingar á fyrirhugaðri skrá um störf sem undanþegin væru verkfallsheimild hjá stofnunum ríkisins, þar með talið störfum hjá Landspítala og Veðurstofu Íslands. Óskað var eftir að afstaða félagsins til einstakra starfa á meðfylgjandi lista bæri st ráðuneytinu eigi síðar en 20. sama mánaðar. Í tölvuskeyti frá stefnanda 3. janúar 2019 kemur fram að ekki hefði gefist tími til að sinna málinu fyrr en þá og jafnframt óskað eftir fundi með ráðuneytinu til að fara yfir undanþágulistann. 7 Samráðsfundur m illi stefnanda og fulltrúa fjármála - og efnahagsráðuneytis fór fram 7. á röksemdir félags til að hægt verði að taka upplýstsa ákvörðun innan ráðuneytisins um hvor t viðkomandi starf/störf falli undir ákvæði 5. tl. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og eigi þ.a.l. heima á undanþágulista sem tekur g ildi 8 Þann 14. jan úar 2019 var haldinn samráðsfundur milli stefnanda og fulltrúa Landspítala um þau störf sem spítalinn tilgreindi á undanþágulista vegna ársins 2019. Á fundinum var farið yfir sjö störf af þeim níu sem þar eru nefnd en ekkert samkomulag mun hafa náðst. Í fu ndargerð kemur fram að aðilar hafi orðið sammála um að ekki væri þörf á öðrum fundi en að málin yrðu afgreidd í póstsamskiptum. Stefnandi sendi Landspítala viðbótarrökstuðning sinn 29. sama mánaðar. 9 Í stefnu bendir stefnandi á að á ofangreindu tímabili ha fi stéttarfélagið fengið send nokkur excel skjöl frá Landspítala og fjármála - og efnahagsráðuneyti með lista yfir þau störf sem birta hafi átt á öryggisskrá. Skjölin hafi verið mjög misvísandi um það, hvaða störf myndu verða í skránni, þar sem sum störf ha yfirferð þess. 4 10 Skrá yfir þau störf hjá stofnunum ríkisins, sem undanþegin eru verkfallsheimild, samkvæmt 5 - 8. tölulið 1. mgr. 19. gr., sbr. 2. mgr. 19. gr., laga nr. 94/1986, var birt sem auglýsing nr. 101/2019 í B - deild Stjórnartíðinda 31 . janúar 2019. 11 Með bréfi, dagsettu 28. febrúar 2019, setti stefnandi fram andmæli sín við framangreinda skrá. Í bréfinu áskildi stefnandi sér jafnframt rétt til að bera ágreiningsefnið undir Félagsdóm ef ekki yrði orðið við andmælum hans. Í svarbréfi fjármála - og efnahagsráðuneytis frá 14. mars 2019 er móttaka athugasemda stefnanda staðfest en ekki talin ástæða til að bregðast frekar við þeim. Stefnandi höfðaði mál þetta með stefnu birtri 22. ágúst sl. Málsástæður og lagarök stefnanda 12 Stefnandi kveður mál þetta eiga undir Félagsdóm samkvæmt 4. tölulið 1. mgr. 26. gr. og 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Ágreiningur máls þessa sé í raun tvíþættur og lúti í fyrsta lagi að því, hvort fjármála - og efnahagsráðuneytið hafi í umboði stefnda fylgt settu m lagafyrir m ælum varðandi undirbúning og aðdraganda að birtingu núgildandi öryggisskrár en hins vegar að tilteknum nýjum stöðugildum, sem bætt hafi verið inn á skrána , og krefjist stefn andi þess að stöðugildin verði felld af skránni. Þau séu öll mönnuð af félagsmönnum stefnanda og sé stefnandi því réttur aðili til sóknar í málinu fyrir hönd félagsmanna sinna á grundvelli 4. mgr. 27. gr. laga nr. 94/1986. 13 Stefnandi byggir á því að samráð sferli í aðdraganda birtingar núgildandi öryggsskrár hafi ekki uppfyllt kröfur 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um lögbundið samráð. Þeir ágallar hafi verið í aðdraganda og undirbúningi birting arinnar sem leiða eigi til þess að fella beri niður breytingar og viðbætur á störfum hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum samkvæmt kröfulið 1 í stefnu , hjá Landspítala, samkvæmt kröfuliðum 5, 6 og 10 og hjá Vatnajökulsþjóðgarði samkvæmt kröflið 11. 14 Stefnandi bendir á að til þess að hin lögbundna samráðsskylda teljist uppfyllt, þurfi að senda stéttarfélögum tillögur að skrám með hæfilegum fyrirvara og óska eftir athugasemdum. Geri stéttarfélag athugasemdir við skrá, beri aðilum að eiga viðræður og leita samkomulags . Það hafi hins vegar ekki verið gert um þau st örf sem framangreindir kröfuliðir taka til . 15 Stefnandi færir þau rök fyrir því að ekkert raunverulegt samráð hafi verið haft við stefnanda um störf á Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum og í Vatnajökulsþjóðgarði, sem tilgreind eru í kröfuliðum 1 og 11 í stefnu, við og fyrir birtingu á núgildandi öryggisskrá. Þann 11. desember 2018 hafi fjármála - og efnahagsráðuneytið fyrir hönd stefnda sent tölvuskeyti til stefnanda með lista yfir þau störf sem áætlað hafi verið að birta í skránni. Á listanum hafi umrædd störf verið tilgreind en enginn rökstuðningur fylgt með. Á fundi aðila 7. janúar 2019 hafi stefndi samþykkt munnlega að þessi störf yrðu felld af listanum vegna samráðsleysis og því hafi e ngin umræða orðið u m þau . Engin frekari samskipti hafi átt sér stað milli aðila í kjölfar fundar ins fram að birtingu skrár innar . Í ljós i þessar a fyrirheita stefnda á fundinum telji stefnandi a ð brotið hafi verið í bága við lögbundna samráðsskyldu s amkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 við undanfara að birtingu núgildand i öryggisskrár. 5 16 Ekkert samráð hafi heldur verið viðhaft við stefnanda vegna starfs náttúrúfræðings á bakvakt á rannsóknarsviði erfða - og sameindalæknisfræðideild ar Landspítala, sem tilgreint er í kröfu l ið 5, en það hafi fyrst komið fram þegar núgildandi öryggisskrá var birt . Stefnanda hafi ekki verið kunngert um mögulega birtingu starfsins í skránni og því hafi birting þess þar, án nokkurs undanfara, brotið í bága við lögbundna samráðsskyldu samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. 17 Þá hafi l ögbundið sa mráð ekki farið fram í aðdraganda og undirbúningi að birtingu starfs náttúrufræðings í dagvinnu á rannsóknarsviði sýklafræðideild ar Landspítala, sem tilgreint sé í kröfulið 6 . Þau excel skjöl, sem komið hafi frá Landspítala og fjármála - og efnahagsráðuneyt inu með listum yfir umrædd störf, hafi verið misvísandi þar sem ofangreint hafi ekki verið sýnilegt við s koðun excel skjal anna en þurft hafi að framkalla umrædd a sér stakri excel aðgerð. Stefnandi bendir á að stefndi hafi ekki upplýst stefnanda um þessar földu skráningar eða línur í skjalinu. Nánar tiltekið hafi ofangreint starf verið tilgreint í röð 229 í skjali frá 25. október 2018 það hafi hins vegar verið falið í excel skjali frá 26. nóvember sama ár. Í því skjali hafi starfið verið í röð 210 en raðir 182 217 hafi verið faldar ásamt fleiri röðum. Á excel skjali , sem sent hafi verið 11. desember 2018, hafi svo starfið birst í skjalinu á nýjan leik . Sí ðastnefnt skjal hafi verið s ett upp með öðrum hætti þar sem það hafi kom ið frá fjármála - og efnahagsráðuneytinu en ekki frá Landspítala. Starfið hafi ekki sést þegar excel skjal frá 10. janúar 2019 hafi verið yfirfarið en st arfið hafi verið í röð 150 en raðir 122 - 157 hafi verið faldar. Þá hafi starfið ekki heldur sést í excel skjali frá 14. janúar 2019. Stefnandi bendir enn fremur á að ekki hafi verið fjallað um starfið á samráðsfundi aðila 14. janúar 2019. Þar sem starfið hafi ekki birst heldur verið fal ið í excel skjölum sem send i hafi verið stefnanda, kveðst stefnandi hafa haft réttmætar væntingar um að stefndi hefði fallið frá því að færa starf þetta í öryggisskrána. 18 K röfu r stefnanda um að tiltekin stöðugildi verði felld út af núgildandi öryggisskrá by ggjast á því að samkvæmt lögum nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, sé það meginregla að þeim starfsmönnum, sem lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 tak i til, sé heimilt að gera verkfall með þeim takmörkunum einum sem tilteknar eru í lögunum. Af því leiði að ákvæði um undantekningar frá þessari meginreglu lúti þrengjandi lögskýringu , svo sem í trekað hafi verið vísað til í dómaframkvæmd Félagsdóms. 19 S amkvæmt 5. t ölulið 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 sé þeim sem starfa við nauðsynlegustu öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu óheimilt að gera verkfall. Ákvæðið fel i í sér undantekningu frá meginreglunni og því beri að túlka hana þröngt. Ekki sé nægilegt a ð störf sem um ræði séu nauðsynleg , heldur verði þau að vera nauðsynle gust á sviði öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu til þess að heimilt sé að undanskilja þau verkfallsheimild. Með nauðsynlegustu heilbrigðisþjónustu sé átt við heilbrigðisþjónustu sem sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarlegt heilsutjón manna. Um þá nauðsyn hverju sinni beri íslenska ríkið 6 sönnunarbyrði. 20 Í stefnu andmæl ir stefnandi því sérstaklega að stöðugildin , sem auðkennd eru nr. 1, 6, 12 og 15 í dómkröfum og bætt hafi verið við núgildandi öryggisskrá en hafi ekki verið á eldri skrá, teljist til nauðsyn legustu öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu í skilningi ákvæðisins. S töðugildin lúti ekki að störfum á nýjum deildum eða sviðum og sé því ekki um breytingu að ræða frá því fyrirkomulagi , sem hafi verið við lýði við birtingu eldri öryggisskrár, sbr. auglýs ingu nr. 95/2018. Stefndi hafi ekki sýnt fram á að brýna nauðsyn beri til að tilgr eind störf séu unnin komi til verkfalls. Um verulega íþyngjandi ákvörðun sé að ræða þar sem hinir umþrættu starfsmenn, sem nú séu undanþegnir verkfallsheimild, hafi ekki veri ð undanþegnir þeirri heimild áður. Stefnd i h afi ekki sýnt fram á að fullnægt sé skilyrðum 5. t öluliðar 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 að því er þessi störf varðar og beri þegar af þeirri ástæðu að fallast á kröfur stefnanda og fella hin tilgreindu nýju s töðugildi/störf með dómi af núgildandi öryggisskrá. 21 Svo sem að framan er getið hefur stefndi undir rekstri málsins fallist á kröfur stefnanda að því er varðar kröfur sem auðkenndar eru nr. 1, 2, 9, 12 og 13 í stefnu, auk þess sem stefnandi hefur fallið frá kröfu sinni samkvæmt kröfulið 10. Af þeim sökum v erða málsástæður stefnanda til stuðnings kröfugerð hans samkvæmt þeim liðum ekki raktar frekar, heldur einungis þær röksemdir sem liggja til grundvallar kröfuliðum 3, 4, 5, 6, 7, 8, 11, 14 og 15. 22 Kröfuliður 3; Deildarstjóri í dagvinnu á rannsóknarsviði erfða - og sameindalæknisfræðideild ar Landspítala, eitt stöðugildi: Til grundvallar kröfu sinni vísa r stefnandi til þess að ekki verði séð hvernig umræ tt stöðugildi geti talist til nauðsynlegustu heil brigðisþjónustu í skilningi 5. t öluliðar 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 , auk þess sem engin rök sé að finna í rökstuðningi Landspítala fyrir því að nýtt yfirmannsstarf deildarstjóra , sem sé ábyrgur fyrir daglegri mönnun á rannsóknarstofu, þar á meðal í v erkfalli, geti talist til nauðsynlegra r öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu í skilningi lagaákvæðisins. Í síðari viðbótarrökstuðningi Landspítala segi um þetta starf að hann þurfi að vera til staðar við skipulagningu starfseminnar. Slík verk geti ekki fall ið að skilyrðum lagaákvæðisins, enda lúti slík störf ekki að raunverulegri öryggisgæslu eða heilbrigðisþjónustu. Auk þessa bendir stefnandi á að þurfi að skipuleggja mönnun meðan verkfalli standi , sé ekki þörf á heilli stöðu deildarstjóra alla daga , heldur dugi í þessu tilviki að óska eftir undanþágu hjá undanþágunefnd, sbr. heimild í 20. gr. laga nr. 94/1986. 23 Kröfuliður 4; Náttúrufræðingur í dagvinnu á rannsóknarsviði erfða - og sameindalæknisfræðideildar Landspítala, eitt stöðugildi: Stefnandi kveðst geta fallist á að starf við lífsnauðsynlegar rannsóknir geti fallið undir nauðsynlega öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu í skilningi 5. töluliðar 19. gr. laga nr. 94/1986, meðal annars vegna fósturgreininga, fylgjuvefsýna, nýburarannsókn a og rannsókna er snúa að erfðasjúkdómum. Stefnandi telji þó hvorki að fram komin rök Landspítala styðji það að stöðugildi þurfi til að 7 uppfylla slíkt né að kröfur , sem búnar séu til innan búða r, geti breytt þeirri afstöðu. Í slíkum tilvikum dugi að beita úrræði 20. gr. laga nr. 94/1986 og óska eftir undanþágu vegna starfsins hjá undanþágunefnd. 24 Kröfuliður 5; Náttúrufræðingur á bakvakt á rannsóknarsviði e rfða - og sameindalæknisfræðideildar Landspítala, eitt stöðugildi : Stefnandi vekur sérstaka athygli á því ekkert samráð hafi verið haft við stefnanda vegna ofangreinds starfs. Starfið hafi komið fyrst fram við birtingu á núgildandi öryggisskrá , án nokkurs samráðs við stefnanda , og því hafi stefndi brotið í bága við lögbundna samráðsskyldu samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 í aðdraganda birtingar þessa starfs á núgildandi öryggiskrá. 25 Kröfuliður 6 ; Náttúrufræðingur í dagvinnu á rannsóknarsviði sýklafræðideildar Landspítala, eitt stöðugildi: Stefnandi vísar til þess í fyrsta lagi að brotið hafi verið gegn skilyrðinu um lögbundið samráð stefnda við stefnanda samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 í aðdraganda og undirbúningi að birtingu þessa starfs í núgildandi öryggisskrá. Í öðru lagi telur stefnandi að s tarf ið falli hvorki undir 5. t ölulið 1. mgr. 19. gr. laga nna né önnur ákvæði sömu málsgreinar. S tarfið hafi ekki verið á öryggisskrá 2018 og því sé vandséð hvernig það geti talist til nauðsynlegustu heilbrigðisþjónustu, 26 Kröfuliður 7; Deildarstjóri í dagvinnu á rekstrarsviði , skipulags - og næringarráðgjöf á Landspítala, eitt stö ðugildi: Stefnandi vísar til þess að starf deildarstjóra falli hvorki undir nauðsynlega öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu samkvæmt 5. t ölulið 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um nauðsynlega öryggisgæs lu og heilbrigðisþjónustu né öðrum ákvæðum málsgreinarinnar. Í rökstuðningi og viðbótarrökstuðningi Lands p ítala sé vísað til þess að deildarstjóri fari með yfirstjórn og ábyrgð á rekstri , meðal annars með áherslu á hagkvæmni, gæði og öryggi. Að mati stefna nda geti slíkt starf ekki fallið undir undantekningarákvæði framangreinds lagaávæðis . Stefnandi bendir á að ef skipuleggja þurfi mönnun meðan verkfalli standi , þurfi ekki eitt stöðugildi deildarstjóra í dagvinnu að vera undanþegið verkfalli , heldur dugi að beita úrræði um undanþágu samkvæmt 20. gr. laga nna ef sérstök neyð skapist. 27 Kröfuliður 8; Matvæla - og næringarfræðingur í dagvinnu á rekstrarsviði, skipulags - og næringarráðgjöf, Landspítala, eitt stöðugildi : Til grundvallar kröfu sinni um brottfall ofangreinds stöðugildis af núgildandi öryggisskrá vísar stefnandi til þess að umrætt starf falli hvorki undir ákvæði 5. töluliðar 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 né önnur ákvæði framangreindrar málsgreinar. 28 Kröful iður 11; Þjóðgarðsverðir í Vatnajökulsþjóðgarði, fimm stöðugildi: Til grundvallar kröfu sinni um brottfall þessara starfa af núgildandi öryggisskrá, byggir stefnandi í fyrsta lagi á því að skilyrði um samráð samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 hafi e kki verið uppfyllt og þá falli störfin ekki undir skilgreiningu í 5. tölulið 1. mgr. sömu lagagreinar á 8 því hvað sé n auðsynleg öryggisgæsl a og heilbrigðisþjónust a. Þá g efi rökstuðningur frá Vatnajökulsþjóðgarð i ekki tilefni til að ætla að nauðsynlegustu ör yggisgæslu og heilbrigðisþjónustu verði ekki komið við ef umrædd störf verða felld út af öryggisskrá. 29 Kröfuliður 14; Veðurathugunarmaður á bakvakt á eftirlits - og spásviði Veðurstofu Íslands, eitt stöðugildi: Til grundvallar kröfu sinni um brottfall þessa stöðugildis af núgil dandi öryggisskrá vísar stefnandi til þess að umrætt starf falli hvorki undir 5. tölulið 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 né undir önnur ákvæði framangreindrar málsgreinar. Ekki sé nauðsynlegt að tryggja að bakvakt veðurathugunarmanns, sem staðsettur er á Keflavíkurflugvelli, falli undir heimild til undanþágu verkfalls, enda verði öryggishlutverki ekki raskað með slíkum ráðstöfunum. Nú þegar hafi verið samþykkt að birta á núgildandi öryggisskrá störf vakthafandi veðurfræðings, sem starf i á sólarhringsvöktum, og störf tveggja náttúruvársérfræðinga, annars vegar á bakvakt og hins vegar sem starfa á sólarhringsvöktum. Telur stefnandi ljóst að með því hafi öryggiskröfum verið fullnægt. 30 Kröfuliður 15; Sérfræðingur tölvukerfa á bakvakt, fjármál og rekstur, á Veðurstofu Íslands, eitt stöðugildi: S tefnandi bendir á að st arf ið falli hvorki undir 5. tölulið 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 né undir önnur ákvæði framangreindrar málsgreinar. Það sé nýtt á öryggisskrá og því vandséð hvernig það geti talist til nauðsynlegustu öryggisgæslu . Í röksemdum Veðurstofu Íslands sé byggt á því að mikilvægt sé að aðvaranir og spár um yfirvofandi náttúruvá berist án tafa til viðbragðsaðila og byggi á gögnum frá mælitækjum. Það sé fyrirséð að kalla þurfi út mann á bakvakt ef komi upp tilvik sem kalli á aðkomu vegna rekstrar tölvukerfa. Slíkt falli ekki undir nauðsynlega öryggisgæslu í skilningi framangreinds lagaákvæðis , enda sé ekki verið að raska öryggishlutverki Veðurstofu Íslands. Þá sé ekki nauðsynlegt a ð undanþiggja öll störf viðkomandi starfsmanns frá verkfalli. Loks telur stefnandi að Veðurstofa Íslands hafi ekki náð að sýna fram á að ofangreint starf á bakvakt sé nauðsynlegt til að tryggja öruggt aðgengi annarra að gögnum. Dugi í þessum tilvikum að be ita ákvæði 20. gr. laga nr. 94/1986 um undanþágunefnd komi þær aðstæður upp sem Veðurstofa Íslands nefni. 31 Stefnandi bendir á að með títtnefndum lögum nr. 94/1986 hafi verið lögfest sú meginregla að þeim starfsmönnum ríkisins, sem lög nr. 38/1954 hafi tekið til, sbr. núgildandi lög nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sé heimilt að gera verkfall með þeim takmörkunum einum sem tilgreindar eru í lögunum. Ákvæði um undantekningar frá meginreglu þessari lúti því þrengjandi lögskýringu. Af þv í leiði að komi til ágreinings um tilgreiningu á skrá samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986, svo sem er í þessu máli, verði sá sem gefi út skrána að sýna fram á að tilgreiningin sé ekki umfram það sem þörf sé á til að nauðsynlegustu öryggisgæslu og hei lbrigðisþjónustu verði haldið uppi í skilningi 5. töluliðar 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Stefndi hafi ekki fært viðhlítandi rök fyrir því að nauðsynlegustu lágmarksstarfsemi, sem starfrækja skuli meðan á verkfalli stendur, verði ekki sinnt ef framkomn ar kröfur stefnanda verði teknar til greina. Auk þess hafi stefndi ekki 9 rökstutt nægilega hvers vegna hann telji réttlætanlegt að bæta við nýjum störfum á núgildandi öryggisskrá sem ekki hafi verið á þeirri skrá áður. Sönnunarbyrði í þeim efnum hvíli alfar ið á stefnda. 32 Stefnandi telur að með svo umfang smiklum breytingum , sem núgildandi öryggisskrá feli í sér , hafi stefndi farið á svig við meðalhófsreglu, jafnt ólögfesta sem lögfesta, sbr. 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Unnt sé að tryggja nauð synlegustu öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu í skilningi 5. t öluliðar 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 með öðru og vægara móti en núgildandi öryggisskrá geri kröfu um. Þá telur stefnandi rétt að hafa hliðsjón af ákvæði 20. gr. laga nr. 94/1986 sem heimil i að starfsmenn í verkfalli séu kallaðir tímabundið til vinnu í þeim tilgangi að afstýra neyðarástandi. Sé tekið mið af þeim störfum , sem undanþegin eru verkfalli í núgildandi öryggisskrá auk þeirrar heimildar sem veitt er í áðurnefndu ákvæði 20. gr. , sé l jóst að fjöldi starfa eða stöðugilda fari langt fram úr því sem lögum nr. 94/1986 sé ætlað að tryggja. 33 Kröfum sínum til stuðnings bendir stefnandi á að séu undanþágur frá heimild til verkfalls víðtækar, sé hætta á því að tilgangur verkfalls, sem fyrst og fremst sé sá að knýja fram lok vinnudeilu og ná fram bættum kjörum, ónýtist. Þá sé h ætta á að verkföll dragist úr hófi nái undanþáguheimildir til svo margra starfsmanna að unnt sé að halda uppi starfsemi sem ekki fari fjarri þeirri mönnun sem að jafnaði sé miðað við í daglegum rekstri. V erkfallsréttur , sem varinn sé í lögum nr. 94/1986 , sé órjúfanlegur hluti samningsréttar stéttarfélaga og njóti sérstakrar verndar í stjórnarskrá, sbr. 1. mgr. 74. gr. og 1. og 2. mgr. 75. gr., sbr. og 11. gr. Mannréttindasát tmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. U ndantekningar frá verkfallsheimild beri því að skýra með hliðsjón af tilgreindum ákvæðum. Ekki verði séð að almannahagsmunir krefjist hinna umfangsmiklu breytinga sem hafi tekið gildi í núgildandi öryggisskrá, sbr. síða ri málslið 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinn ar. Málsástæður og lagarök stefnda 34 Sýknukröfu sinni til stuðnings bendir stefndi á að við túlkun á ákvæðum 19. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, verði að leggja til grundvallar að ríkinu sé ætlað að sinna tilteknum grundvallarverkefnum sem séu hverju þjóðfélagi nauðsynleg til þess að öryggi borgara, í víðum skiln ingi, sé ekki stefnt í voða. Að mati stefnda verði því ekki beitt þrengjandi lögskýringu á þetta sjálfstæða ákvæða laganna um það hvaða störf unnt sé að undanþiggja verkfalli þar sem með því væri skertur réttur almennings til að njóta þess lögboðna öryggis sem ríkisvaldinu sé ætlað að tryggja. 35 Jafnframt verði að líta til þess að af hálfu ríkisins hafi verið litið svo á að það hefi ekki gert kröfu til þess að því væri tryggður verkbannsréttur, eins og öðrum vinnuveitendum, en sá réttur sé í vinnuréttarfræðu m talinn sambærilegur verkfallsrétti. Réttur ríkisins til þess að takmarka hvaða störf fallir undir verkfallsheimild 14. gr. laganna komi að hluta til í stað verkbannsréttar og þannig geti ríkið takmarkað það tjón sem verkfalli sé ætlað að valda. 10 36 Stefndi mótmælir því að ekki hafi farið fram lögbundið samráð við stefnanda við undirbúning og gerð núgildandi öryggisskrár. Samráðið hafi falist í því að stefnandi hafi 11. desember 2018 fengið sent yfirlit yfir þau störf sem stofnanir hafi óskað eftir að væru un danþegin verkfallsheimild og í kjölfarið verið boðaður á sérstakan samráðsfund í fjármála og efnahagsráðuneytinu 7. janúar 2019. Á fundinum hafi verið farið yfir röksemdir stofnana og stefnanda og þá sýni gögn málsins að áður en til þess fundar kom, hafi s tefnandi fundað með tilteknum stofnunum. Stefnandi hafi átt samráðsfund með Landspítala 14. janúar 2019 þar sem hafi verið farið enn frekar yfir þau störf sem ekki hefði þegar náðst samkomulag um. Á fundinum hafi ekki hafi náðst samstaða en stefnda hafi bo rist upplýsingar um niðurstöður fundanna og athugasemdir, sem borist hafi í kjölfarið, áður en hann hafi tekið afstöðu til þess hvort umrædd störf skyldu undanþegin verkfallsheimild. 37 Stefndi bendir á að í ákvæði 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um samráð f elist ekki að aðilar þurfi að vera sammála eða að stéttarfélög veiti samþykki sitt fyrir því að störf sé á öryggisskrá. Í samráðsferlinu sé þeim gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum sínum og sjónarmiðum. Stefndi bregðist við athugasemdunum og af li sér, eftir atvikum, nánari upplýsinga frá stofnunum og stéttarfélögum. Endanleg ákvörðun sé tekin af fjármála - og efnahagsráðuneytinu og sé sú ákvörðun birt í umræddri skrá. Úrræði 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 sé til þess fallið að veita stefnda í þ essutilviki rétt á að ákvarða, að undangengnu samráði, hvaða störf skuli undanþegin verkfallsheimil d þannig að ríkið geti haldið uppi þeirri lögbundnu starfsemi, sem því sé falið að sinna hverju sinni, og að tryggja nauðsynlegustu öryggisgæslu og heilbrigð isþjónustu, sbr. 5. tölulið og 6. - 8. töluliði 1. mgr. 19. gr. laganna. 38 Líkt og gögn stefnda beri með sér hafi verið haft mjög virkt samráð við stefnanda í samræmi við fyrirmæli 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 . Tekið hafi verið á móti athugasemdum og rök stuðningi félagsins og þær rannsakaðar. Þá hafi verið l eitað eftir sjónarmiðum bæði stofnana og stefnanda og rök þeirra verið vegin og metin. Að mati stefnda hafi bæði meðalhófs - og rannsóknarreglu verið gætt, enda beri allt samráðið það með sér . Félagsdóm ur hafi slegið því föstu að í lögbundinni samráðsskyldu felist að stéttarfélögum sé veittur hæfilegur frestur til að kynna sér fyrirhugaðar breytingar og komi fram athugasemdir fari fram viðræður milli aðila og leitað verði samkomulags áður en skrá er gefi n út, sbr. m eðal annars dóma Félagsdóms frá 4. júní 1992 (Fd. IX:506), 15. janúar 1996 (Fd. X:534), 20. maí 2001 í máli nr. 11/2001 og 20. janúar 2014 í máli nr. 9/2013 , auk áðurgreinds dóms frá 6. apríl 2015. Þá hafi umboðsmaður Alþingis í tvígang fjallað um þessi málefni, sbr. álit frá 21. september 1990 í máli nr. 241/1990 (SUA 1990:176) og álit frá 6. ágúst 1997 í máli nr. 1747/1996 (SUA 1997:246). Samkvæmt framansögðu þ u rf i samráðið að miða að samstöðu milli stefnda og viðkomandi stéttarfélags um undanþágur frá verkfallsrétti. Samráðsskyldunni verð i því ekki fullnægt með því einu að gefa stéttarfélaginu færi á að koma að tillögum og athugasemdum við drög stefnda að skrá yfir störf sem undanþegin eru verkfallsheimild. Hins vegar fel i hún heldur ekki í sér að samkomulag þurfi að hafa náðst um þá niðurstöðu sem stefndi ákveð i að birta. 11 39 Stefndi bendir á að í dómi Félagsdóms í máli nr . 9/2013 sé því slegið föstu að það teljist til nægilegs samráðs í skilningi 19. gr. laga nr. 94/1986 að við undirbúning og útgáfu skrá r yfir störf , sem eru undanþegin verkfallsheimild , hafi raunverulega verið farið yfir þau störf sem voru á skránni, stefnanda gefinn kostur á að koma á framfæri andmælu m sínum, fá umsagnir stofnana í hendur (sem séu best til þess fallnar að meta nauðsyn þar sem það st andi þeim næst) og veita andmæli. Það sé þó stefndi sem leggi sjálfsætt mat á það hvort rétt sé að samþykkja störf á skrá na , sbr. álit UA í máli nr. 1747/19 96. Til að slíkt sjálfstætt mat geti farið fram , þurfi rannsókn málsins að vera fullnægjandi og mikilvægt að aðilar fái aðgang að gögnum og njóti andmælaréttar, sbr. 10., 13. og 15. gr. stjórnsýslulaga. Að mati stefnda hafi þessa verið gætt og því hafi sam ráðsskyldan uppfyllt og mat ráðherra verið byggt á fullnægjandi upplýsingum. 40 Stefndi mótmælir þeirri málsástæðu stefnanda að öll þau störf , sem tilgreind séu í stefnu , uppfylli ekki skilyrði 5. tölul iðar 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Með birtingu umræ ddrar skrár í B - deild S tjórnartíðinda sé stefndi m eðal a nnars að sinna þeirri skyldu sinni að koma í veg fyrir alvarlegt heilsutjón og sjá til þess að nauðsynlegustu öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu sé sinnt. Að því er varðar umfjöllun í stefnu um að úr ræði samkvæmt 20. laganna séu nægileg, vísar stefndi ti l þess sem seg i í greinargerð með frumvarpi sem varð að lögum nr. 94/1986 um þann ágreining sem til dæmis ríkti um störf kjaradeilunefndar . T il viðbótar m egi segja að reynsla ríkisins af störfum nefnda á grundvelli 20. gr. og 21. gr. laganna sé sú að fulltrúar stéttarfélaga telj i sjaldan ástæðu til að veita undanþágu og svipaður ágreiningur milli aðila og hafi verið um störf kjaradeilunefndar. 41 Þá leggur stefn di áherslu á að umrædd a skrá verði að skoða heildstætt. Þau störf , sem sé u tilgreind í skránni, haf i í langflestum tilvikum áhrif á önnur störf og séu hluti af tiltekinni keðju sem verð i að vera órofin þegar tiltekin þjónusta er veitt. Verkfall einnar stét tar hefur þannig t.d. veruleg áhrif á störf annarra stétta , sem ekki sé u í verkfalli , og get i þannig komið í veg fyrir, eða a ð minnsta kosti haft veruleg áhrif á að nauðsynlegasta þjónusta sé ekki veitt eða veitt með afar takmörkuðum hætti. Því sé afar mik ilvægt að umrædd skrá tryggi að ákveðin nauðsynleg lágmarksþjónusta leggist ekki af komi til allsherjarverkfalls. 42 Stefndi færir eftirfarandi rök fyrir afstöðu sinni til einstakra stöðugildum í kröfugerð stefnanda: 43 Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum. Líffræðingur á sýkladeild, bakvakt, kröfuliður 1 í stefnu: Að teknu tilliti til dóms Félagsdóms í máli nr. 9/2015 fellst stefndi á kröfu stefnanda um að starf líffræðings á bakvakt á sýkladeild deildarinnar verði ekki undanþegið verkfallsheimild. 44 Landspít ali, aðgerðarsvið, Blóðbankinn. Deildarstjóri, dagvinna, kröfuliður 2 í stefnu: 12 Að teknu tilliti til dóms Félagsdóms í máli nr. 9/2015 fellst stefndi á kröfu stefnanda um að starf deildarstjóra í dagvinnu hjá Blóðbanka á Landspítala verði ekki undanþegið verkfallsheimild. 45 Landspítali, rannsóknarsvið, erfða - og sameindalæknisfræðideild. Deildarstjóri, dagvinna, kröfuliður 3 í stefnu: Stefndi kveður erfða - og sameindalæknisfræðideild spítalans veita alhliða erfðaheilbrigðisþjónustu. Deildin sé sú eina sinna r tegundar og þjóni hún Landspítala, læknastofum og sjúkrastofnunum á landinu öllu. Erfða - og sameindalæknisfræðideild annist þjónusturannsóknir og erfðaráðgjöf til greiningar á erfðasjúkdómum og erfðatengdum vandamálum. Mörg þeirra vandamála séu meðal erf iðustu sjúkdóma og sjúkdómsgreininga og stuttur svartími því mikilvægur. Deildin sjái einnig um eftirlit og meðferð sjúklinga með tiltekna erfðasjúkdóma. Deildarstjóri stýri framangreindri deild og beri ábyrgð á að hún starfi með skilvirkum hætti. Viðvera deildarstjóra sé því liður í því að nauðsynlegustu heilbrigðisþjónustu sé sinnt á umræddri deild. Þá telur stefndi ekki hægt að vísa til 20. gr. laga nr. 94/1986 að þessu leyti þar sem að baki þeirri grein búi önnur sjónarmið en það sem ágreiningur þessi l úti að. Náttúrufræðingur, dagvinna, kröfuliður 4 í stefnu: Stefndi bendir á að starf náttúrufræðings á þessari deild sé sérhæft starf sem sinni t.d. litningarannsóknum og sameindarannsóknum í bráðatilvikum. Mikilvægt sé að lágmarksþjónusta sé til staðar s vo unnt sé að sinna nauðsynlegustu heilbrigðisþjónustu, þ. á m. bráðaþjónustu. Stefndi telur að hún sé tryggð með þeim stöðugildum sem tilgreind séu í umræddri skrá. Þá telur stefndi að ekki sé hægt að vísa hér til 20. gr. laga nr. 94/1986 þar sem að baki þeirri grein búi önnur sjónarmið en það sem ágreiningur þessi lúti að. Náttúrufræðingur, bakvakt, kröfuliður 5 í stefnu: Stefndi vísar til sömu raka og rakin eru hér að framan varðandi starf náttúrufræðings í dagvinnu. Sé starfið nauðsynlegur liður í nau ðsynlegustu heilbrigðisþjónustu. Stefndi fellst ekki á málatilbúnað stefnanda um að ekki hafi verið haft nægilegt samráð vegna ofangreinds starfs og vísar til þeirra raka hans sem hér að framan voru rakin um það álitaefni. Til viðbótar kveður stefndi að í samráðsferlinu hafi legið fyrir að setja starfið á núgildandi skrá svo sem fyrirliggjandi gögn beri með sér. Þá geti stefndi ekki borið ábyrgð á tómlæti stefnanda í þeim efnum. 46 Landspítali, rannsóknarsvið, sýklafræðideild Náttúrufræðingur, dagvinna, kröfuliður 6 í stefnu: Stefndi kveður starf nátturufræðings á sýklafræðideild meðal annars felast í því að sjá um gerð sýklaæta fyrir deildina og fyrir sýklarannsóknastofur við heilbrigðisstofnanir um allt land. Félli sú framleiðsla niður myndi bakteríu - og svepparannsóknir, auk næmisprófana 13 leggjast af innan fárra daga. Viðvera í umræddu starfi sé því liður í því að nauðsynlegustu heilbrigðisþjónustu sé sinnt. Þá fellst stefndi ekki á málatilbúnað stefnanda um að ekki hafi verið haft við hann nægilegt sa mráð vegna ofangreinds starfs og vísar til þeirra raka hans sem hér að framan voru rakin um það álitaefni. Til viðbótar kveður stefndi að í samráðsferlinu hafi legið fyrir að setja starfið á núgildandi skrá svo sem fyrirliggjandi gögn beri með sér. Þá geti stefndi ekki borið ábyrgð á tómlæti stefnanda í þeim efnum. Loks bendir stefndi á að eldri skrár séu ekki lengur í gildi og hafi umfjöllun um þær enga þýðingu þar sem ný skrá hafi tekið gildi. Að baki núgildandi skrá liggi fyrir bæði samráð og rök. 47 Lands pítali, rekstrarsvið, skipulags - og næringarráðgjöf. Deildarstjóri, dagvinna, kröfuliður 7 í stefnu: Stefnandi kveður starfsemi eldhúss og matsala Landspítala ekki snúa beint að því að sinna sjúklingum en hún sé allt að einu hluti af þeirri keðju sem sé nauðsynleg til að þjóna grunnþörfum þeirra. Matur sé mikilvægur þáttur í meðhöndlun sjúklinga á sjúkrahúsi og til þess að hægt sé að halda sjúkradeild opinni þurfi matur að berast sjúklingum með reglubundnum hætti. Fullnægjandi næring, sem henti meðferð h vers sjúklings, stuðli að skjótari bata og auki mótsöðu gegn sýkingum. Rétt samsett fæði geti minnkað lyfjagjöf og stytt legutíma. Ef þjónusta eldhúss og matsala við deildir Landspítala skerðist, umfram þá mönnun sem skrá yfir störf sem undanþegin eru verk fallsheimild mæli fyrir um, sé ekki unnt að tryggja fullnægjandi næringu fyrir alla inniliggjandi sjúklinga. Ef þessi þjónusta stöðvist berist enginn matur til sjúklinga og loka þurfi öllum legudeildum. Deildarstjóri fari með yfirstjórn umræddrar deildar o g beri ábyrgð á að hún starfi með skilvirkum hætti. Viðvera deildarstjóra sé því liður í því að nauðsynlegustu heilbrigðisþjónustu sé sinnt á umræddri deild. Þá telur stefndi ekki unnt að vísa til 20. gr. laga nr. 94/1986 að þessu leyti þar sem að baki þei rri grein búi önnur sjónarmið en þau sem ágreiningur þessi lúti að. Matvælafræðingur/næringarfræðingur, dagvinna, kröfuliður 8 í stefnu: Stefndi vísar um starfsemi skipulags - og næringarráðgjafar Landspítala til ofangreindrar umfjöllunar um þá keðju sem sé nauðsynleg til þess að sinna grunnþörfum sjúklinga spítalans. Viðvera matvælafræðings/náttúrufræðings tryggi að sjúklingar fá rétta næringu með tilliti til næringarútreikninga, ofnæmis og fleiri atriða. Starf matvælafræðings sé því liður í að tryggja að n auðsynlegustu heilbrigðisþjónustu sé sinnt. Rekstrarstjóri, dagvinna, kröfuliður 9 í stefnu: Stefndi fellst á kröfu stefnanda um að starf rekstrarstjóra í dagvinnu verði ekki undanþegið verkfallsheimild þar sem starfið hafi þegar verið lagt niður á grundv elli skipulagsbreytinga og breytt í starf verkefnastjóra. Verkefnastjóri, dagvinna, kröfuliður 10 í stefnu: 14 Stefnandi hefur fallið frá kröfu sinni samkvæmt þessum kröfulið og því er ekki þörf á að rekja málsástæður stefnda er að honum lúta. 48 Vatnajökulsþjóðgarður . Þjóðgarðsverðir, kröfuliður 11 í stefnu: Stefndi vísar til þess að þjóðgarðsverðir sjái meðal annars um daglegan rekstur þjóðgarðsins, hafi umsjón með öryggismálum og annist eftirlit með viðkvæmri náttúru innan hans. Mikilvægt sé a ð ekki verði rof í þeirri samfellu sem nauðsynleg sé í rekstri þjóðgarðsins. Mikilvægt sé að nauðsynlegasta öryggisgæsla sé til staðar og verði hún tryggð með þeim stöðugildum sem tilgreind séu í umræddri skrá. Þá bendir stefndi á að Fræðagarður, sem jafn framt hafi samingsumboð fyrir framangreind störf, þ.e. tvö stöðugildi, hafi í samráðsferlinu ekki gert athugasemdir við að framangreind stöðugildi þjóðgarðsvarða yrðu undanþegin verkfallsheimild kæmi til verkfalls. 49 Veðurstofa Íslands, eftirlits - og spásvi ð. Veðurathugunarmaður, bakvakt, kröfuliður 14 i stefnu: Stefnandi kveður starf veðurathugunarmanns felast meðal annars í því að gera veðurathuganir fyrir Keflavíkurflugvöll. Slíkar athuganir séu nauðsynlegar til þess að Veðurstofan geti veitt flugveðurþj ónustu en hún falli undir flugleiðsöguþjónustu sem Íslandi hafi verið falið að veita hér á landi og í lofthelgi Íslands samkvæmt skuldbindingum og samningum á sviði þjóðaréttar. Flugveðurþjónustan gefi meðal annars út flugveðurgreiningar, veðurskeyti, ösku spár, flugveðurspár og aðvaranir, ásamt því að gefa út mikilvægar veðurfræðilegar upplýsingar. Kröfum, sem gerðar séu til þjónustunnar sé ítarlega lýst í reglugerð nr. 771/2010, um veitingu veðurþjónustu fyrir flugleiðsögu, en jafnframt sé kveðið á um að þ jónustan sé veitt í samræmi við ákvæði samnings Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um svæðisbundna flugleiðsögu. Samkvæmt samningnum skuli tilteknar athuganir gerðar allan sólarhringinn á tilteknum flugvöllum og sé Keflavíkurflugvöllur einn af fjórum íslenskum flugvöllum sem sú krafa nái til. Veðurstofa Íslands telji sig ekki geta veitt flugveðurþjónustu verði veðurathugunarmaður ekki við störf á Keflavíkurflugvelli og geti því ekki uppfyllt lögboðið hlutverk sitt og skyldur. Þar sem um fámennan hóp sé að ræða, líti stefndi svo á að bakvaktir séu nauðsynlegar til að tryggja eftir fremsta megni samfelldan rekstur starfsstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli svo ekki komi án fyrirvara rof í flugveðurþjónustu og þar með flugleiðsöguþjónustu á Keflavíkurflugvelli, komi t il veikinda eða annarra fjarvista starfsmanna. Undanþága umrædds starfs frá verkfallsheimild sé því liður í því að nauðsynlegustu öryggisgæslu sé sinnt. 50 Veðurstofa Íslands, fjármál og rekstur. Sérfræðingur tölvukerfa, bakvakt, kröfuliður 15 í stefnu: 15 Ste fndi bendir á að það sé ein af grunnforsendum þess að halda úti nauðsynlegustu öryggisþjónustu að sérfræðingar Veðurstofunnar hafi tryggt aðgengi að gögnum frá mælitækjum, líkönum, reikniforritum o.s.frv. til að geta afstýrt mögulegu neyðarástandi. Öll gög nin séu birt í tölvuumhverfi en mikilvægt sé að aðvaranir og spár um yfirvofandi náttúruvá berist án tafa til viðbragðsaðila og almennings. Því sé nauðsynlegt að tryggja rekstrarsamfellu tölvukerfa og innviðakerfa. Undanþága umrædds starfs frá verkfallshei mild sé því liður í því að nauðsynlegustu öryggisgæslu sé sinnt. 51 Svo sem þegar hefur verið vikið að féllst stefndi undir rekstri málsins á kröfur stefnanda samkvæmt kröfuliðum 12 og 13 í stefnu. Er því óþarft að rekja málstæður stefnda sem lágu til grundva llar kröfu hans um sýknu af þeim kröfuliðum. Niðurstaða 52 Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 4. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 53 Ágreiningur aðila lýtur að tilgreindum störfum á skrá stefnda yfir þau störf sem undanþegin eru verkfallsheimild samkvæmt 5. - 8. tölulið 1. mgr. 19. gr., sbr. 2. mgr. sömu greinar, laga nr. 94/1986, sbr. auglýsingu nr. 101/2019 frá 16. janúar 2019 sem birt var í B - deild Stjórnartíðinda 31 . janúar 2019 . Ágreiningurinn er tvíþættur og snýst annars vegar um það að ekki hafi verið gætt að lögbundinni samráðsskyldu samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 áður en núgildandi öryggisskrá var birt og hins vegar lýtur ágreiningurinn að kröfu stefnanda um að ti ltekin stöðugildi verði felld út af skránn i þar sem þau fullnægi ekki skilyrðum 5. töluliðar 1. mgr. 19. gr. laganna . 54 Undir rekstri málsins féll stefnandi frá kröfu sinni í kröfu lið 10 í stefnu um að fellt yrði út af öryggisskránni eitt starf verkefnastjó ra í dagvinnu við skipulags - og næringarráðgjöf á rekstrarsviði Landspítala. 55 Stefndi féllst í greinargerð sinni á kröfu stefnanda um að felld yrðu af framangreindri skrá eitt stöðugildi líffræðings á sýkladeild á bakvakt á Tilraunastöð Háskóla Íslands á Ke ldum samkvæmt kröfu lið 1 í stefnu , eitt stöðugildi deildarstjóra í dagvinnu á aðgerðarsviði Landspítala í Blóðbankanum samkvæmt kröfu lið 2 í stefnu og eitt st öðugildi rekstrarstjóra í dagvinnu á rekstrarsviði Landspítala samkvæmt kröfulið 9 stefnu . Þá hefur stefndi við meðferð málsins fallist á dómkröfur stefnanda að því er varðar eitt st öðugildi sérfræðings/jarðeðlisfræðings á bakvakt á athugana - og tæknisviði Veðurstof u Íslands samkvæm t kröfu lið 12 í stefnu og eitt st öðugildi sérfræðings á bakvakt, f jarkönnun á Veðurstof u Íslands samkvæmt kröfu lið 13 í stefnu . 56 Ágreiningur aðila varðar því níu störf í kröfugerð stefnanda í stefnu, þ.e. samkvæmt kröfuliðum 3, 4, 5, 6, 7, 8, 11, 14 og 15. 57 Eins og áður segir reisir stefnandi hluta af dómkröfum sínum á því að stefndi hafi við gerð öryggis skrárinnar virt að vettugi samráðsskyldu sem á honum hvíli samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Í ákvæðinu er sú skylda lögð á stefnda að hafa samráð við stéttarfélög 16 um gerð árlegrar skrár um störf sem eru undanþ egin verkfalli. Þar er því ekki lýst nánar hvernig haga beri samráðinu . Í nokkrum dómum Félagsdóms hefur þó verið fjallað um það atriði. Þar hefur komið fram að stéttarfélögunum skuli veittur hæfilegur frestur til þess að kynna sér tillögur að skrá þannig að þau eigi þess kost að koma með athugasemdir sínar. Komi slíkar athugasemdir fram er jafnframt við það miðað að viðræður eigi sér stað þar sem leitað er samkomulags áður en skráin er gefin út. Í samráðsskyldunni felst aftur á móti ekki skilyrði um að sam komulag hafi náðst milli stefnanda og stefnda um þau störf sem um ræðir. 58 Eftir að stefndi hefur fallist á tilteknar kröfur stefnanda í máli þessu og stefnandi fallið frá kröfulið 10 lýtur málsástæða stefnanda um skort á samráði að kröf uliðum 5, 6 og 11. Kr öfuliður 5 fjallar um starf náttúrufræðings á bakvakt hjá rannsóknarsviði erfða - og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans. Stefnandi byggir á því að ekkert samráð hafi verið haft við stefnanda áður en starfið var sett á umræddan lista. Kr öfuliður 6 lýtu r að starfi náttúrufræðings í dagvinnu á sýklafræðideild Landspítalans. Stefnandi telur að þetta starf hafi verið falið í excel - skjölum sem spítalinn sendi stefnanda þar á meðal í útgáfum þeirra 10. og 14. janúar 2019 og því ekki rætt á samráðsfundi 14. janúar 2019. Kr öfuliður 11 fjallar um störf þjóðgarðsvarða. Stefnandi kveður ekkert raunverulegt samráð hafa verið haft u m þessi störf. Þau hafi verið tilgreind á lista sem fjármála - og efnahagsráðuneytið sendi stefnanda án nokkurs rökstuðnings og á samráðsfundi í ráðuneytinu hafi verið samþykkt að störfin yrðu felld af listanum. 59 Meðal gagna málsins er tölvuskeyti 25. októbe r 2018 sem Landspítali sendi stéttarfélögum þar á meðal stefnanda máls þessa. Með honum fylgdi excel - skjal með lista yfir öll störf sem spítalinn taldi þörf á að væru undanþegin verkfallsheimild. Á listanum voru tvö störf náttúrufræðinga í dagvinnu á ranns óknarsviði erfða - og sameindalæknisfræðideildar spítalans. Í dálki þar sem nánar var vikið að störfunum segir að gert sé ráð fyrir tveimur eytinu fylgdi annað skjal þar sem vikið var að röksemdum deildarinnar fyrir fyrir lágmarksmönnum til að sinna nauðsynlegustu litningarannsóknum, lífefnaerfðarannsóknum og sameindaerfðarannsóknum á deildinni. Þar er áréttað að lágmarksmönnu n kalli auk annar ra starfsmanna á tvo náttúrufræðinga í dagvinnu, en til vara einn í dagvinnu og annan á bakvakt. 60 Í athugasemdum stefnanda 6. nóvember 2018 var því mótmælt að framangreind tvö störf náttúrufræðinga væru þess eðlis að þau féllu undir undanþáguheimild 5. tö luliðar 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Stefnandi átti síðar í bréfaskiptum við Landspítalann meðal annars um umrædd störf náttúrufræðinga á erfða - og sameindalæknisfræðideild, sbr. bréf stefnanda 26. nóvember 2018. 61 Með tölvuskeyti 11. desember 2018 ósk aði kjara - og mannauðssýsla í fjármála - og efnhagsráðuneytinu einnig eftir afstöðu stefnanda til lista með tillögum ríkisstofnana að þeim störfum sem ætlunin var að undanþiggja verkfallsheimild samkvæmt 5. tölulið 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986. Umrædd t vö dagvinnustörf náttúrufræðinga á erfða - og sameindalæknisfræðideild voru á þeim lista. Með tölvuskeyti 3. janúar 2019 óskaði 17 stefnandi eftir fundi með fulltrúum kjara - og mannauðssýslunnar til að fara yfir störfin á listanum. Sá fundur var haldinn 7. jan úar sama ár. Fundargerð þess fundar ber með sér að umrædd störf hafi borið á góma og að stefnandi hafi mótmælt því að fullnægt væri skilyrðum til að þau væru undanþegin verkfallsheimild. 62 Í kjölfar framangreinds fundar leitaði kjara - og mannauðssýsla ráðun eytisins til Landspítala og fór fram á að spítalinn héldi samráðsfund með stefnanda vegna þeirra starfa sem andmælin lutu að ef það kynni að leiða til þess að meiri sátt ríkti um störfin á undanþágulistanum. Fundurinn var haldinn 14. janúar 2018. Þar var s érstaklega fjallað um störf tveggja náttúrufræðinga á erfða - og sameindalæknisfræðideild. Samkvæmt fundargerð tvö störf. Í framlögðu tölvuskeyti Landspítalans til kjara - og mannauðssýslu ráðuneytisins 63 Ekki er í gögnum málsins að finna frekari athugasemdir stefnanda við umrædd tvö störf eða umfjöllun af há lfu Landspítalans um þau. Í auglýsingu sem birt var í B - deild Stjórnartíðinda 31. janúar 2019 nær undanþágan til eins starfs náttúrufræðings í dagvinnu og annars á bakvakt í stað tveggja í dagvinnu eins og upphaflega hafði verið miðað við af hálfu Landspít alans. Þegar litið er til þess sem að framan er rakið um samráð það sem haft var við stefnanda um þau tvö störf sem hér um ræðir verður ekki fallist á með stefnanda að skort hafi á að stefndi fullnægði samráðsskyldu sinni áður en ákveðið var að starfið, se m k röfuliður 5 lýtur að, skyldi vera á undanþágulistanum. 64 Starf náttúrufræðings á sýklafræðideild Landspítalans, sem kr öfuliður 6 fjallar um, var sýnilegt í excel - skjali sem barst stefnanda með tölvuskeyti Landspítalans 25. október 2018. Stefnandi kveður starfið ekki hafa sést við yfirferð á excel - skjali sem barst frá Landspítala 26. nóvember sama ár. Það sást aftur á móti í skjali sem kjara - og mannauðssýslu ráðuneytisins sendi stefnanda 11. desember 2018. Starfið hafi að sögn stefnanda hins vegar hvorki sést við yfirferð á excelskjölum sem bárust frá Landspítala 10. né 14. janúar 2019. Er þetta í samræmi við útprentanir á excel - skjölum sem lögð hafa verið fyrir Félagsdóm. Í skýrslu sinni fyrir dómi greindi Runólfur Vigfússon, verkefnastjóri hjá stefnanda, frá því að línur sem lutu að umræddu starfi hafi verið faldar í excel - skjölum sem bárust frá Landspítala í nóvember 2018 og janúar 2019. Hafi þetta ekki uppgötvast fyrr en í maí 2019 en að það hafi þurft að hafa nokkuð fyrir því að opna línur nar í skjöl unum. 65 Stefndi mótmælir því að lögbundnu samráði hafi verið ábótavant af hans hálfu. Vísar hann einkum til þess að stefnandi hafi fengið sent yfirlit yfir umrædd störf 11. desember 2019 og að fundir hafi verið haldnir í kjölfarið þar sem farið hafi verið y fir þau störf sem ekki hefði þegar náðst sátt um. Í málatilbúnaði stefnda koma aftur á móti ekki fram mótmæli við því að þeir hnökrar, sem stefnandi lýsir að hafi verið á excel - skjölum sem bárust frá Landsspítalanum, hafi verið til staðar varðandi umrætt s tarf. Verður að leggja til grundvallar að lýsing stefnanda um það atriði, sem fær stoð í framangreindum framburði og að nokkru leyti í framlögðum gögnu m , eigi við rök að styðjast. 18 66 Starfið á sýklafræðideild í kröf ulið 6 kom til umræðu á samráðsfundi aðila 7 . janúar 2019 eins og fundargerð ber með sér. Um starfið er það eitt bókað í fundargerðina að því hafi verið hafnað af stefnanda. Jafnframt er þar fært til bókar að stefnandi hafi upplýst að enginn g rakið hefur verið leitaði kjara - og mannauðssýsla ráðuneytisins í kjölfarið til Landspítalans og óskaði eftir því að leitað yrði samráðs með því að halda fund með stefnanda í því skyni að komast að samkomulagi um þau störf sem ágreiningur stóð um. Eins o g rakið hefur verið var Landspítalinn í samskiptum við stefnanda um störfin og sendi stefnanda uppfærðan lista í excel - skjali 10. janúar 2019 þar sem starfið sem um ræðir var ekki sjáanlegt við venjulega yfirferð. Fundargerð ber ekki með sér að fjallað haf i verið um starf náttúrufræðings á sýklafræðideild á samráðsfundi stefnanda og Lanspítala 14. janúar 2019. 67 Eins og fram hefur komið miðar samráðsskylda samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 ekki aðeins að því að viðkomandi stéttarfélag fái tækifæri til þess að lýsa afstöðu sinni til starfa sem stefnandi telur að eigi að vera undanþegin verkfallsheimild. Skyldan felur einnig í sér kröfu um að stefndi eigi í viðræðum við stéttarfélagið um þau störf sem ágreiningur er um í því skyni að komast megi að samko mulagi. Óljóst er af framlagðri fundargerð samráðsfundar 7. janúar 2019 hvort raunverulegar viðræður hafi farið þar fram milli aðila um starfið á sýklafræðideild Landspítalans. Kjara - og mannauðssýsla ráðuneytisins taldi að minnsta kosti ekki fullreynt að frekara samráð gæti skilað árangri og fól því Landspítala að eiga samráðsfund með stefnanda. Vegna hnökra á framsetningu excel - skjals, sem Landspítali sendi stefnanda í aðdraganda fundarins 14. janúar 2019, átti engin umræða sér stað um starfið. Því verður að líta svo á að ágalli, sem stefndi ber ábyrgð á, hafi hindrað að lögmæltri samráðsskyldu væri fullnægt með viðhlítandi hætti. Það er mat dómsins að þessi annmarki á meðferð málsins hafi verið svo verulegur að efni sé til þess að fallast á kröfu stefnand a um að fella starf náttúrufræðings á sýklafræðideild af skrá yfir þau störf sem undanþegin eru verkfallsheimild og birt var í B - deild Stjórnartíðinda með auglýsingu nr. 101/2019. 68 Stefnandi reisir kröfu sína samkvæmt kröfulið 11, þess efnis að störf fimm þ jóðgarðsvarða Vatnajökulsþjóðgarðar verði felld út af undanþágulistanum, einkum á því að fulltrúar stefnda á samráðsfundi 7. janúar 2019 hafi samþykkt að störfin færu af listanum og því hafi engin umræða farið fram um þau. Af málatilbúnaði stefnda verður á móti ráðið að hann telji að samráð um þessi störf hafi uppfyllt kröfur 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 og að þjóðgarðsverðir gegni nauðsynlegustu öryggisgæslu á svæðum þar sem þeir starfa. 69 Samkvæmt fundargerð samráðsfundar 7. janúar 2019 voru störf þjóðg arðsvarða þar til umfjöllunar. Lögð voru fram tvö bréf Vatnajökulsþjóðgarðar frá október 2017 þar sem leitast var við að rökstyðja að þjóðgarðsverðir skyldu undanþegnir verkfallsheimild en störfin voru á sams konar lista samkvæmt auglýsingu nr. 95/2018 sem gilti fram að birtingu hafnað / Ekki hefur ur í fundargerðinni verður ráðið 19 væru á undanþágulista. Fundargerðin ber því ekki með sér að stefndi hafi samþykkt að fella störfin af listanum. S tefnandi hefur ekki fæ rt sönnur á að stefndi hafi gengið á bak orða sinna með því að hafa þessi störf á endanlegum undanþágulista. Þá er ekki upplýst að samráði nu , sem viðhaft var um þau, hafi verið svo ábótavant að efni sé til þess að fella þau af listanum af þeim sökum . 70 Kemu r þá að efnislegri úrlausn um þau einstöku störf sem ágreiningur aðila stendur um en svo sem áður er getið eru það störf sem tilgreind eru í kröfuliðum 3, 4, 5, 7, 8, 11, 14 og 15 í stefnu. 71 Með lögum nr. 94/1986 var lögfest sú meginregla að þeim starfsmönnum ríkisins, sem lög nr. 38/1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, tóku til, sbr. nú lög nr. 70/1996, er heimilt að gera verkfall með þeim takmörkunum einum sem tilteknar eru í lögunum. Verkfallsréttur stéttarfélaga nýtur verndar samk væmt 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar. Af framangreindu leiðir að ákvæði um undantekningar frá þessari meginreglu lúta þrengjandi lögskýringu. Af meginreglunni leiðir einnig að ef ágreiningur er um tilgreiningu starfa á skrá samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 verður sá, sem gefur út slíka skrá að sýna fram á að tilgreining þar sé ekki umfram það sem þörf er á til að nauðsynlegustu öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu verði haldið uppi. 72 Stefnandi krefst þess í kröfulið 3 í stefnu að eitt s töðugildi deildarstjóra í dagvinnu á rannsóknarsviði erfða - og sameindalæknisfræðideild ar á Landspítala verði fellt út af öryggisskrá. Í greinargerð stefnda er þess getið að erfða - og sameindalæknisfræðideild sé sú eina sinnar tegundar og veiti Landspítala, læknasto fum og sjúkrastofnunum í landinu öllu alhliða erfðaheilbrigðisþjónustu, meðal annars við greiningar á erfðasjúkdómum og erfðatengdum vandamálum. 73 Samkvæmt framlögðum rökstuðningi Jóns Jóhannesar Jónssonar, prófessors og yfirlæknis erfða - og sameindalæknisfr æðideildar á Landspítala, og Eiríks Briem, deildarstjóra á sömu deild, er staða deildarstjóra nýtt yfirmannsstarf á deildinni sem heyrir undir framkvæmdastjóra. Deildarstjórinn er meðal annars ábyrgur fyrir daglegri mönnun á rannsóknarstofum og myndi skipu leggja mönnun í verkfalli. 74 Jón J óhannes Jónsson st aðfesti í skýrslu sinni f yrir Félagsdómi að starf deildarstjóra væri nýtt starf í skipulagi deildarinnar en hann væri jafnsettur yfirlækni og hefði umsjón með daglegum rekstri deildarinnar. Starfið fæli í sér nauðsynlegustu heilbrigðisþjónustu, enda væri deildin mjög sérhæfð og þar færi meðal annars fram bráðaþjónusta. Sérhæft starfsfólk deildarinnar ynni við mjög sérhæfðar rannsóknir og sæi deildarstjórinn um mönnun he nnar. Eiríkur Briem k vað starfið felas t í skipulag i starfseminnar , auk þess sem hann bæri sem deildarstjóri fjárhagslega ábyrgð á rekstri dei ldarinnar. Þá kvaðst hann einnig koma að rannsóknum, þótt hann sinnti ekki störfum nátt ú rufræðings . 75 Fyrir liggur að auk starfs deildarstjóra eru á öryggisskránni starf yfirlæknis á erfða - og sameindalæknisfræðideild sem og störf eins lyfjafræðings, tveggja náttúrufræðinga, tveggja 20 lífeindafræðinga og eins skrifstofumanns í hlutastarfi. Að þessu gættu og með vísan til þe ss, sem hér að framan er rakið um rökstuðning og framburð yfirlæknis og deildarstjóra á erfða - og sameindalæknisfræðideildar um að kæmi til verkfalls fælist starf deildarstjóra einkum í umsjón með mönnun deildarinnar er það mat dómsins að stefndi hafi ekki sýnt nægilega fram á að nauðsynlegustu lágmarksstarfsemi við rannsóknir og bráðaþjónustu verði ekki sinnt nema með því að deildarstjórinn verði við störf. Verður því að fallast á það með stefnanda að starf deildarstjóra verði fellt út af umræddri skrá fyr ir störf sem undanþegin eru verkfallsheimild. 76 Stefnandi krefst þess í kröfulið um 4 og 5 í stefnu að fell d verði út af öryggisskrá eitt stöðugildi náttúrufræðings í dagvinnu og eitt stöðugildi náttúrufræðings á bakvakt á rannsóknarsviði e rfða - og sameindal æknisfræðideildar Landspítala . Þótt stefnandi geti fallist á að störf við lífsnauðsynlegar rannsóknar geti fallið undir að vera nauðsynleg öryggisgæsla og heilbrigðisþjónusta í skilningi 5. töluliðar 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986, telur stefnandi að hvo rki rökstuðningur spítalans né kröfur hans til starfsemi sinnar styðji þá afstöðu hans að það verði að manna stöðurnar í verkfalli, en da sé unnt að óska eftir undanþágu samkvæmt 20. gr. laganna ef á þurfi að halda í verkfall i. Af hálfu stefnda er hins vegar bent á að deildin sé sú eina sinnar tegundar á landinu öllu, svo sem þegar hefur verið getið . Sú mönnun, sem gert sé ráð fyrir í núgildandi öryggisskrá sé nauðsynleg til að halda uppi nauðsynlegustu heilbrigðisþjónustu, þ. á m. bráðaþjónustu, og því komi undanþáguúrræðið ekki að gagni . 77 Valdís Finnsdóttir, náttúrufræðingur á erfða - og sameindalæknisfræðideild, kvaðst vinna við fósturskimanir og sinn a því starfi sem tilgreint er í kröfulið 4. Hún kvað engum bakvöktum sinnt í tengslum við þetta sta rf. Þetta staðfesti Eiríkur Briem deildarstjóri í skýrslu sinni en hér væri um að ræða meðal annars fóstur - og nýburaskimanir. Hins vegar væri bakvakt vegna litningarannsókna. Eiríkur kvað færri stöðugildi náttúrufræðinga en þau tvö stöðugildi , sem tilgrei nd eru í kröfuli ðum 4 og 5 í stefnu , ekki vera nægilega mönnun til að sinna þessum rannsóknum. Auk þess tók hann fram að vegna þess hversu sérhæfðar rannsóknirnar væru, gæt i ekki hvaða náttúrufræðingur sem er innan deildarinnar sinnt þeim. Þá benti Eiríkur á að fjöldi sýna, sem rannsaka þyrfti á degi hverjum, væri sveiflukenndur en þau þyrfti hins vegar að rannsaka strax. Því væri nauðsynlegt að náttúrufræðing u r vær i að störfum, auk bakvaktar til vara, svo sem gert væri ráð fyrir á núgildandi öryggisskrá. 78 Í rökstuðningi þeirra Jóns Jóhannesar Jónssonar yfirlæknis og Eiríks Briem deildarstjóra kemur fram að munur á mönnun náttúrufræðinga á erfða - og sameindalæknisfræðideildinni nú og 2015 megi rekja til breytinga á starfseminni sem allar kalli á aukna neyðar vinnu náttúrufræðinga í verkfalli. Starfsemin hafi í sumum tilvikum aukist um tugi prósentna en stöðugildi starfsmanna innan stefnanda hafi verið sjö en séu nú 14. Einnig hafi kröfur um styttri svartíma rannsókna aukist, t.d. í örflögugreiningum vegna fósturgreininga, við meðferð á hvítblæði og alvarlegum barnasjúkdómum. Náttúrufræðingur sjái um nýburaskimanir og lífefnaerfðafræðirannsóknir í stað lífeindafræðings áður . Miðað við 21 ráðgerð verkefni s é beiðni um tvö störf náttúrufræðinga hófleg. Þá séu störfin sérhæfð og því takmörkunum háð að færa starfsmenn þar á milli. 79 Þegar litið er til alls þess, sem hér að framan hefur verið rakið, einkum þess sem fram er komið um eðli umræddra rannsókna og hversu miklu varðar að rannsóknarniðurstöður berist fljótt og örugglega sem og að kröfur á þessu sviði haf i aukist verulega, þykir sýnt að ekki sé tryggt að nauðsynlegasta heilbrigðisþjónusta verði veitt á erfða - og sameindalæknisfræðideild á Landspítala nema þeir tveir náttú rufræðingar, sem kröfuliðir 4 og 5 lúta að, séu að störfum komi til verkfalls. Ekki verður séð að umsókn um undanþágu vegna þessara rannsókna samkvæmt 20. gr. laga nr. 94/1986 komi að nægu haldi. Verður því hafnað kröfum stefnanda um að fella störf samkvæm t þessum kröfuliðum af öryggisskrá. 80 Stefnandi krefst þess í kröfuliðum 7 og 8 í stefnu að fell d verði af öryggisskrá eitt stöðugildi deildarstjóra í dagvinnu og eitt stöðugildi m atvæla - og næringarfræðing s í dagvinnu á rekstrarsviði, skipulags - og næringa rráðgjöf, á Landspítala . Í greinargerð stefnda kemur fram að þótt starfsemi eldhúss og matsölu Landspítalans snúi ekki beint að því að sinna sjúklingum, sé hún hluti þeirrar keðju sem sé nauðsynleg til að þjóna grunnþörfum þeirra. Matur sé mikilvægur þáttur í umönnun sjúklinga á sjúkrahúsi og til þess að halda sjúkradeild opinni, þurfi matur að berast sjúklingum með reglubundnum hætti. Stöðvist þessi þjónusta í verkfalli sé ekki hægt að tryggja fullnægjandi næringu fyrir alla sjúklinga. Deildarstjóri fari með yfirstjórn deildarin nar og beri ábyrgð á að hún starfi með skilvirkum hætti og sé því liður í nauðsynlegustu heilbrigðisþjónustu. 81 Sigrún Hallgrímsdóttir, sem gegnir starfi deildarstjóra sem tilgreint er í kröfulið 7 kvað störfin í kröfuliðum 7 og 8 vera ólík. Deildarstjóri s inni stjórnuarstarfi og sjái um að samhæfa verklag milli eininga starfseminnar. Kvað hún daglega þurfa að færa starfsmenn milli eininga og yrði ekki unnt að halda uppi eðlilegum afköstum í eldhúsi spítalans ef starfið væri ekki unnið. Starf matvæla - og nær ingarfræðings samkvæmt kröfulið 8 lyti að ger ð sérfæðismatseðla sem útbúa þyrfti á hverjum degi fyrir sjúklinga sem þyrftu að vera á sérfæði. Tók Sigrún fram að sérfæðis matseðlar væru ekki gerðir langt fram í tímann því ekki væri unnt að sjá fyrir hvaða sj úklingar legðust inn hverju sinni. 82 Auk framangreindra tveggja stöðugilda eru tilgreind tvö önnur störf við skipulag og næringarráðgjöf á rekstrarsviði Landspítala, þ . e. starf rekstrarstjóra í dagvinnu samvæmt kröfulið 9 í stefnu og starf verkefnastjóra í dagvinnu samkvæmt kröfulið 10 . Stefndi hefur fallist á kröfu stefnanda um að starf rekstrarstjóra ns verði fellt út af öryggisskránni og þá hefur stefnandi fallið frá kröfu sinni um að sta rf verkefnastjóra verði fellt út af skránni. Liggur því fyrir að síða rgreind a starfinu verður sinnt þótt komi til verkfalls. Að þessu gættu er það mat dómsins að stefndi hafi ekki sýnt nægilega fram á að nauðsynlegustu heilbrigðisþjónustu verði ekki sinnt nema með því að deildarstjóri í dagvinnu verði við störf í verkfalli. Þá verður ekki annað séð en að unnt sé að nýta úrræði 20. gr. laga nr. 94/1986 og sækja um undanþágu fyrir þennan starfsm a nn, ef þörf krefur . Verður því að fallast á það 22 með stefnanda að st a rf samkvæmt kröfulið 7 í stefnu verði fell t út af umræddri skrá y fir störf sem undanþegin eru verkfallsheimild. 83 Þegar á hinn bóginn er litið til þess, sem hér að framan er lýst sem og framburðar Sigrúnar Hallgrímsdóttur um eðli starfs matvæla - og næringarfræðing s í dagvinnu sem útbúi sérfæðismatseðla á hverjum degi fyr ir þá sjúklinga, sem heilsu sinnar vegna verði að vera á sérstöku fæði , og að slíka matseðla sé ekki unnt að gera fram í tímann , er það mat dómsins að líta verði svo á a ð starfið sé l iður í nauðsynlegustu heilbrigðisþjónustu . Þá verður ekki séð að umsókn um undanþágu samkvæmt 20. gr. laga nr. 94/1986 komi að nægu haldi vegna þessa starfs. Verður því hafnað kröfu stefnanda um að fella starf samkvæmt kröfulið 8 í stefnu út af öryggisskrá. 84 Stefnandi krefst þess í kröfulið 11 í stefnu að felld verði af öryggis skránni fimm stöðugildi þjóðgarðsvarða í Vatnajökulsþjóðgarði, enda falli störf þeirra ekki undir skilgreiningu í 5. tölulið 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 á því hvað teljist vera nauðsynleg öryggisgæsla og heilbrigðisþjónusta. Af hálfu stefnda er hins v egar vísað til þess að meðal verkefna þjóðgarðsv arða sé daglegur rekstur þjóðgarðsins, umsjón með öryggismálum og e ftirlit með viðkvæmri náttúru innan hans. Nauðsynlegasta öryggisgæsla verði aðeins tryggð með þeim stöðugildu m sem tilgreind séu í öryggisskrá . 85 Ekki er ágreiningur um að tveir af fimm þjóðgarðsvörðum eru ekki félagsmenn í stefnanda, heldur eru þeir í öðru stéttarfélagi sem nær almennt til starfsmanna með háskólamenntun. Ákvæði 19. gr. laga nr. 94/1986 verður að skilja, í samræmi við 1. mgr. 18. gr. sömu laga, á þann veg að stéttarfélög geti aðeins hreyft andmælum við tilgreiningu starfa á öryggisskrá sem starfsmenn í því stéttarfélagi gegna og fylgt þeim ágreiningi eftir fyrir Félagsdómi samkvæmt 4. tölulið 1. mg r. 26. gr. sömu laga. Kemur því aðeins til álita að stefnandi geti krafist þess fyrir dómi að stöðugildi þriggja þjóðgarðsvarða , sem eru félagsmenn í stefnanda, verði felld út af umræddri skrá. 86 Í rökstuðningi Þórðar H. Ólafssonar , framkvæmdastjóra Vatnaj ökulsþjóðgarðs , kemur fram jafnframt vísað til ákvæða um þjóðgarðsverði í 9. gr. laga nr. 60/2007, um Vatnajökulsþjóðgarð. Þar segir að á hverju rekstrarsvæði skuli starfa þjóðgarðsvörður og að þeir annist daglegan rekstur, starfsmannahald og stjórn viðkomandi rekstrarsvæðis í samráði við framkvæmdastjóra og samkvæmt starfslýsingu . 87 Valbjörn St eingrímsson, fjármálastjóri Vatnajökulsþjóðgarðar, sagði í skýrslu sinni fyrir Félagsdómi að þjóðgarðsverðir stýrðu daglegum störfum í þjóðgarðinum . Undir þá heyrðu landverðir , sem sinntu öryggismálum , en þjóðgarð s verðir nir væru þó ávallt í fararbroddi aðgerða, þótt starf þeirra lyti helst að stjórnun. Framburður Ragnheiðar Björgvinsdóttur, mannauðsstjóra Vatnajökulsþjóðgarðar, var á sama veg um að þjóðgarðsverðir væru 23 stjórnendur á sínum svæðum en tók fram að þeir bæru jafnframt ábyrgð á rekstri og öryggismálum. 88 Auk framangreindra fimm stöðugilda þjóðgarðsvarða eru á öryggisskránni eitt stöðugildi fjármálastjóra og eitt stöðugildi mannauðsstjóra hjá Vatnajökulsþjóðgarði og sinna þeir starfsmenn því störfum sínum þótt til verkfalls komi . A ð þessu gættu og þegar litið er til þess, sem fram kom í framburði þeirra Valbjörns og Ragnheiðar, um að störf þjóðgarðsvarða fel i st að meginstefnu til í stjórnun og rekstri á svæð um sínum innan þjóðgarðsins verður að fallast á það með stefnanda að stefndi hafi ekki sýnt nægilega fram á að nauðsynlegustu öryggisgæslu í þjóðgarðinum verði ekki sinnt nema með því að þjóðgarðverðir verði við störf í verkfalli. Er þá jafnframt litið til þess að ávallt er unnt að leita til landvarða, lögreglu og björgunarsveita ef til hættuástands kemur. Verður því að fallast á það með stefnanda að störf þriggja þjóðgarðsvarða samkvæmt kröfulið 11 ver ði felld út af umræddri skrá yfir störf sem undanþegin eru verkfallsheimild. Kröfu stefnanda sem lýtur að tveimur stöðugildum þjóðg arðsvarða í Vatnajökulsþjóðgarði er hins vegar hafnað. 89 Stefnandi krefst þess í kröfulið 14 í stefnu að fellt verði af öryggisskránni eitt stöðugildi veðurathugunarmanns á bakvakt á eftirlits - og spásviði Veðurstofu Íslands sem fram er komið að sér um veðurathuganir fyrir Keflavíkurflugvöll . Svo sem rakið hefur verið vísar stefndi til þess í gre inargerð sinni á að veðurathuganir á flugvellinum séu nauðsynlegar til þess að Veðurstofa Íslands geti veitt flugveðurþjónustu. Slík þjónusta falli undir flugleiðsöguþjónustu sem Íslandi hafi verið falið að veita hér á landi og í lofthelgi Íslands samkvæmt skuldbindingum og samningum á sviði þjóðaréttar. Flugveðurþjónusta gefi meðal annars út flugveðurgreiningar, veðurskeyti, öskuspár, flugveðurspár og aðvaranir. Veðurstofa Íslands telji sig ekki geta veitt flugveðurþjónustu verði veðurathugunarmaður ekki við störf á Keflavíkurflugvelli og muni við þær aðstæður ekki geta uppfyllt lögboðið hlutverk sitt og skyldur. Þar sem um fámennan hó p sé að ræða, séu bakvaktir nauðsynlegar til að tryggja eftir fremsta megni samfelldan rekstur starfsstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli svo að ekki komi án fyrirvara rof í flugveðurþjónustuna og þar með flugleiðsöguþjónustu á flugvellinum. Fram kom í skýrs lu Ingvar s Kristinsson ar , framkvæmdastjór a eftirlits - og spásviðs á Veðurstofu Íslands, að umræddar veður athuganir þ yrftu að fara fram á 30 mínútna fresti. 90 Fyrir liggur að auk þess stöðugildis, sem kröfuliður 14 lýtur að, eru á öryggisskrá vegna starfa á e ftirlits - og spásviði Veðurstofunnar meðal annars eitt stöðugildi veðurfræðings í vaktavin nu, sem mun starfa á sólarhringsvöktum, og tvö stöðugildi náttúruvársérfræðinga og er annar þeirra á bakvakt en hinn mun vera á sólarhringsvöktum. Þá er tryggt samkvæ mt öryggisskránni að veðurathugunarmaður á Keflavíkurflugvelli verði við störf 24 klukkustundir á sólarhring komi til verkfalls. Í því ljósi er það mat dómsins að stefndi hafi ekki sýnt nægilega fram á að nauðsynlegustu öryggisgæslu verði ekki sinnt nema með því að veðurathugunarmaður á Keflavíkurflugvelli sé einnig á bakvakt . Verður því að fallast á 24 það með stefnanda að stöðugildi veðurathugunarmanns á bakvakt verði fellt út af umræddri skrá yfir störf sem undanþegin eru verkfallsheimild. 91 Loks krefst ste fnandi þess í kröfulið 15 í stefnu að stöðugildi sérfræðings tölvukerfa á bakvakt á sviði fjármál a og rekst rar á Veðurstofu Íslands verði fellt út af öryggisskrá. Stefndi vísar til þess, sem fram kemur í rökstuðningi Veðurstofu Íslands, um að það sé ein af grunnforsendum þess að geta haldið úti nauðsynlegustu öryggisþjónustu að sérfræðingar Veðurstofunnar hafi tryggt aðgengi að gögnum frá mælitækjum, líkönum og reikniforritum en þessi gögn séu öll birt í tölvuumhverfi. Mikilvægt sé að aðvaranir og spár um y firvofandi náttúruvá berist án tafa til viðbragðsaðila og almennings og því sé nauðsynlegt að tryggja rekstrarsamfellu tölvu - og innviðakerfa. 92 Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri eftirlits - og spásviðs á Veðurstofu Íslands, sagði í skýrslu sinni að sérfr æðingur tölvukerfa væri alla jafna ekki við störf á hverjum degi, heldur væri látið duga að hafa einn slíkan sérfræðing á bakvakt. Fimm starfsmenn sinntu slíkum bakvöktum og væri sá, sem sinnti bakvakt hverju sinni, kallaður út þegar tölvukerfin biluðu. Taldi hann að án aðgangs að upplýsingakerfunum gæti Veðurstofan ekki sinnt öryggishlutverki sínu. 93 Óumdeilt er að starf sérfræðings tölvukerfa er nýtt á öryggisskrá. Ekkert er komið fram um að starfsemi Veðurstofu Íslands hafi tekið breytingum sem kalla á breytta framkvæmd að þessu leyti. Að því gættu og jafnframt með vísan til þess, sem hér að framan er lýst um tilhögun á starfi sérfræðingsins, telur dómurinn að stefndi hafi ekki sý nt fram á að ekki verði unnt að sinna nauðsynlegustu öryggisþjónustu verði st öðugildið fellt af öryggisskrá. Verður því að fallast á kröfu stefnanda um að stöðugildi sérfræðings tölvukerfa á bakvakt á sviði fjármála og rekstrar á Veðurstofu Íslands verði f ellt út af umræddri skrá yfir störf sem undanþegin eru verkfallsheimild. 94 Að öllu framangreindu virtu er það niðurstaða dómsins að fallist verði á kröfu stefnanda að því er varðar eitt stöðugildi líffræðings á bakvakt á sýkladeild Tilraunastöðvar Háskóla Í slands á Keldum , eitt stöðugildi deildarstjóra í dagvinnu í Blóðbankanum á aðgerðasviði Landspítala, eitt stöðugildi rekstrarstjóra í dagvinnu , skipulags - og næringarráðgjöf á rekstrarsviði Landspítala, eitt stöðugildi sérfræðings/jarðeðlisfræðings á bakva kt á athugana - og tæknisviði Veðurstof u Íslands og eitt stöðugildi sérfræðings á bakvakt við fjarkönnun á Veðursto fu Íslands, svo sem stefndi hefur samkvæmt framansögðu fallist á . Að auki ber að taka til greina kröfur stefnanda um að eitt stöðugildi deildarstjóra í dagvinnu á erfða - og sameindalæknisfræðideild á rannsóknarsviði Landspítala, eitt stöðugildi náttúrufræðings í dagvinnu á sýkladeild á rannsóknarsviði Landspítala, eitt stöðugildi deildarstjóra í dagvinnu við skipulags - og næring arráðgjöf á rekstrarsviði á Landspítala , þrjú stöðugildi þjóðgarðsvarða í Vatnajökulsþjóðgarði, eitt stöðugildi veðurathugunarmanns á bakvakt á eftirlits - og spásviði Veðurstofu Íslands og eitt stöðugildi sérfræðings tölvukerfa á bakvakt á sviði fjármála o g rekstrar á Veðurstofu Íslands. Verða þau stöðugildi því felld út af skrá yfir þau störf sem undanþegin eru verkfallsheimild sem birt var í B - deild 25 Stjórnartíðinda með auglýsingu nr. 101/2019 þann 31. janúar 2019 . 95 Svo sem áður er getið hefur stefnandi fallið frá kröfu sinni um að fellt verði út af umræddri skrá eitt stöðugildi verkefnastjóra í dagvinnu á rekstrarsviði, skipulags - og næringarráðgjöf á Landspítala. Öðrum kröfum stefnanda er hafnað. 96 Eftir þessari niðurstöðu þykir rétt að stefndi greiði st efnanda 400.000 krónur í málskostnað. Dómsorð: Af skrá yfir þau störf hjá stofnunum ríkisins sem eru undanþegin verkfallsheimild , sem birt var í B - deild Stjórnartíðinda með auglýsingu nr. 101/2019 þann 31. janúar 2019 , ber að fella eftirtalin stöðugildi: Eitt stöðugildi líffræðings á bakvakt á sýkladeild Tilraunastöðvar Háskóla Íslands á Keldum, eitt stöðugildi deildarstjóra í dagvinnu í Blóðbankanum á aðgerðasviði Landspítala, eitt stöðugildi rekstrarstjóra í dagvinnu , skipulags - og næringarráðgjöf á rekstrarsviði Landspítala, eitt stöðugildi sérfræðings/jarðeðlisfræðings á bakvakt á athugana - og tæknisviði Veðurstofu Íslands , eitt stöðugildi sérfræðings á bakvakt við fjarkönnun á Veðurstofu Íslands, eitt stöðugildi deildarstjóra í dagvinnu á erfða - og sameindalæknisfræðideild á rannsóknarsviði Landspítala, eitt stöðugildi náttúrufræðings í dagvinnu á rannsóknarsviði sýkladeildar Landspítala, eitt stöðugildi deildarstjóra í dagvinnu , skipulags - og næringarráðgjöf á rekstrarsviði Landspítala , þrj ú stöðugildi þjóðgarðsvarða í Vatnajökulsþjóðgarði, eitt stöðugildi veðurathugunarmanns á bakvakt á eftirlits - og spásviði Veðurstofu Íslands og eitt stöðugildi sérfræðings tölvukerfa á bakvakt á sviði fjármála og rekstrar á Veðurstofu Íslands. Að öðru leyti skal stefndi, íslenska ríkið, vera sýkn af kröfum stefnanda, Félags íslenskra náttúrufræðinga. Stefndi, íslenska ríkið, greiði stefnanda, Félagi íslenskra náttúrufræðinga, 400.000 krónur í málskostnað .