FÉLAGSDÓMUR Dómur fimmtudaginn 30. nóvember 20 2 3 Mál nr. 9 /20 23 : Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði ( Reimar Snæfells Pétursson lögmaður ) gegn Alþýðusambandi Íslands vegna Eflingar stéttarfélags ( Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 10. nóvember sl. Málið dæma Ásgerður Ragnarsdóttir , Ásmundur Helgason , Ragnheiður Bragadóttir Eva Dís Pálmadóttir og Kristinn Bjarnason . Stefnandi er Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði , Bauganesi 22 í Reykjavík . Stefndi er Alþýðusamband Íslands vegna Eflingar stéttarfélags , bæði skráð að Guðrúnartúni 1 í Reykjavík . Dómkröfur stefnanda Stefnandi gerir eftirfarandi dómkröfur : 1 Að viðurkennt verði með dómi að stefnandi fari með samningsumboð fyrir félagsmenn sína gagnvart st efnda við gerð kjarasamnings sem gildi um störf félagsmanna stefnda. 2 Að viðurkennt verði með dómi að miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu stefnda og Samtaka atvinnulífsins frá 1. mars 2023, sem f ól í sér framlengingu á kjarasamningi stefnda og S amtaka atvinnulífsins vegna vinnu starfsfólks á veitinga - og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi, sé ekki bindandi fyrir stefnanda og félagsmenn hans. 3 Að viðurkennt verði með dómi að miðlunartillagan í skilningi laga nr. 5 5/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda fyrir félagsmenn stefnda sem ráðnir eru til starfa hjá félagsmönnum stefnanda. 4 Að viðurkennt verði með dómi að þau kjör sem mælt var fyrir um í kjarasamningi stefnda og Samtaka atvinnulífsins, vegna vinnu starfsfólks í veitinga - og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi, sem gilti samkvæmt frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022, teljist 2 stefnda sem ráðnir eru til starfa hjá félagsmönnum stefnanda þar til gerður hafi verið kjarasamningur milli stefnanda og stefnda. 5 Aðallega að viðurkennt verði með dómi að félag smenn stefnanda, sem hafa greitt starfsmönnum sínum, sem eru félagsmenn stefnda, laun í samræmi við miðlunartillöguna eigi rétt til endurgreiðslu þess hluta sem er umfram lágmarkskjör. Til vara að viðurkennt verði að stefndi hafi verið bær til að móttaka f yrir hönd félagsmanna sinna fyrirvara um endurgreiðslu ofgreiddra launa sem kom fram í bréfi 24. mars 2023. 6 Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Dómkröfur stefnda 7 Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans . Málavextir 8 Hinn 31. október 2022 féll úr gildi kjarasamningur stefnda Eflingar - stéttarfélags við Samtök atvinnulífsins (SA), vegna vinnu starfsfólks á veitinga - og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi, sem gilt hafði frá 1. apríl 2019 . Stefndi og SA áttu í kjara viðræðum og var þeim vísað til ríkissáttasemjara 7. desember 2022. Leyst var úr vinnudeilu stefnda og SA þegar miðlunartillaga ríkissáttasemjara var samþykkt 8. mars 2023. Komst þá á nýr kjarasamningur á milli þeirra, með þeim hætti sem n ánar greinir í miðlunartillögunni. 9 Frá maí 2022 áttu forsvarsmenn stefnanda og stefnda í samskiptum sem lutu að mögulegum viðræðum um gerð kjarasamnings. Hinn 16. maí 2022 óskuðu forsvarsmenn stefnanda eftir því að funda með stefnda vegna gerðar kjarasamning s . Því ti l stuðnings var vísað til þess að stefnandi væri stærstu samtök veitingageirans þar sem um 150 fyrirtæki væru félagsmenn. Gögn málsins bera með sér að forsvarsmenn félaganna hafi fundað haustið 2022 og átt frekari samskipti . Með tölvuskeyti stefnda 3. janú ar 2023 var tilkynnt að eins og staðan væri hefði stéttarfélagið ekki annað í hyggju en að endurnýja kjarasamning við SA um þau störf sem um ræðir. Féllst stefndi þannig ekki á að ganga til viðræðna um kjarasamning við stefnanda. 10 Stefnandi mótmælti afstöðu stefnda með bréfi 16. febrúar 2023. Vísað var til þess að SA hefði ekki umboð til að gera kjarasamning fyrir hönd félagsmanna í stefnanda og að slíkur samningur gæti ekki skapað félagsmönnum stefnda réttindi gagnvart félagsmönnum stefnanda. Skorað var á a ð stefnda að staðfesta vilja sin n til að ganga til viðræðna um kjarasamning við stefnanda en ella yrði deilunni vísað til ríkissáttasemjara. Stefndi brást ekki við áskorun stefnanda og beindi stefnandi erindi til ríkissáttasemjara 24. febrúar 2023 . Í erindinu kom fram að deilunni væri vísað til embættisins í þeirri von að slíkt gæti liðkað fyrir gerð kjarasamnings. Erindið var ítrekað 1. mars 2023 . 3 11 Með tölvupósti ríkissáttasemjara 2. mars 2023 var vísað til þess að embættið hefði ekki heimild samk væmt lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur til að bregðast við erindi stefnanda . Var meðal annars tekið fram að engin n kjarasamningur væri í gildi milli stefnanda og stefnda og hefði stefndi engan vilja sýnt til að gera slíkan samning. 12 Stefnand i ítrekaði beiðni sínu um að gengið yrði til kjarasamningsviðræðna með tölvupósti til stefnda 9. mars 2023. Í svari stefnda, sem sent var degi síðar, kom fram að kjarasamningsgerð stéttarfélagsins við SA um störf á gistihúsum og veitingahúsum hefði lokið 8 . mars 2023 þegar miðlunartillaga ríkissáttasemjara hefði tekið gildi. Tekið var fram að k jarasamningurinn væri bindandi sem lágmarks kjör ófaglærðs starfsfólks á veitingahúsum á félagssvæði stefnda . 13 Með bréfi stefnanda 24. mars 2023 var því lýst yfir að f élagsmenn hans væru ekki bundnir af þeim kjarasamningi sem komst á með samþykkt miðlunartillögunn ar. Áréttað var að SA hefði ekki umboð til að gera kjarasamning fyrir hönd félagsmanna stefnanda og var áskilinn réttur þeirra til krefjast endurgreiðslu launa sem yrðu greidd samkvæmt kjarasamningnum. Stefndi svarað i erindinu 28. mars 2023 og ítrekað i fyrri afstöðu sína. Málsástæður og lagarök stefnanda 14 Stefnandi kveðst vera sjálfstæð samtök sem stofnuð hafi verið 2. júní 2021 í því skyni að skapa vettvang fyrir fyrirtæki á veitingamarkaði til að standa vörð um og tryggja sérstaka hagsmuni sína. Samkvæmt 2. gr. samþykkta samtakanna sé tilgangur þeirra að vera sameiginlegur málsvari gagnvart stjórnvöldum og almenningi, stuðla að fagmennsku í veitingageiranum og annast samskipti við stéttarfélög, gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna sem falið hafi samtökunum umboð til þess og vera í forsvari við rekstur mála fyrir dómi og gagnvart stjórnvöldum í málum sem snerti hagsmuni og réttindi félagsmanna stefnanda. Aðild að stefnanda geti átt fyrirtæki og sjálfstæðir atvinnurekendur sem starfi á veitingamarkaði og hafi tilskilin rekstrarleyfi , sbr. 3. gr. samþykkt anna . 15 Stefnandi kveður félagsmenn samtakanna telj a 175 rekstraraðila sem reki tæplega 300 veitingastaði með um það bil 5.500 til 6.000 starfsmenn, sem nemi um það bil 55% allra starfa á þessum markaði. Til samanburðar séu aðeins um það bil 40 rekstraraðil ar veitingahúsa innan vébanda S A . Með aðild að stefnanda hafi félagsmenn veitt s amtökunum umboð til að fara með gerð kjarasamninga og ákvarðanir um vinnustöðvanir, sbr. 12. og 13. gr. samþykktanna. 16 Á þessum grunni hafi forsvarsmenn stefnanda óskað eftir þ ví vorið 2022 að ganga til viðræðna við stefnda um gerð kjarasamnings fyrir hönd félagsmanna sinna um störf á starfssvæði stefnda. Stefndi hafi hafnað þeirri málaleitan , en stefnandi mótmælt því og lagt áherslu á að SA hefði ekki umboð til að gera kjarasam ninga fyrir hönd félagsmanna stefnanda . Hafi stefnandi leitað til ríkissáttasemjara , en hann ekki talið 4 sér heimilt að bregðast við erindinu . Hinn 10. mars 2023 hafi stefndi lýst þeirri afstöðu að kjarasamningur hans við S A um störf á gistihúsum og veiting ahúsum kvæði á um kjör ófaglærðs starfsfólks á veitingahúsum á félagssvæði stefnda og að hann væri bindandi um lágmarkskjör. 17 Stefnandi byggir á því að afstaða stefnda standist ekki lög. Samkvæmt 4. tölulið 1. mgr. 2. gr., 3. mgr. 3. gr. og. 1. mgr. 12. gr ., sbr. 4. mgr. 3. gr., samþykkta stefnanda hafi félagsmenn falið samtökunum óskorað umboð til að fara með hagsmuni sína og gera alla kjarasamninga fyrir þeirra hönd. Félagsmönnum stefnanda sé frjálst að ráðstafa samningsumboði sínu með þessum hætti á grun dvelli 74. og 75. gr. stjórnarskrárinnar. Þá beri að líta á stefnanda vinnulöggjafar og fari samtökin meðal annars með heimild til samningaviðræðna og undirritunar kjarasamnings, sbr. 5. gr. laga nr. 80/1938. 18 S amkvæmt framangreindu hafi stefnda verið óheimilt að ganga til samninga við S A vegna félagsmanna sem vinni hjá félagsmönnum stefnanda . SA hafi ekki umboð til að semja fyrir hönd félagsmanna stefnanda og vinnumarkaðslöggjöfin mæli ekki fyrir um almenna heim ild samtakanna til að taka ákvarðanir fyrir atvinnurekendur sem standi utan þeirra. Þvert á móti leiði af 23. gr. laga nr. 80/1938 að umboð til slíks geti ekki skapast nema á grundvelli beins löggernings eða viljayfirlýsingar , sbr. einnig meginreglur samni ngaréttarins. Afstaða stefnda virðist reist á hugmynd um um einhvers konar framsal á opinberu valdi til SA til ákvörðunar á lágmarkslaunum og sé í brýnni andstöðu við 2. gr. stjórnarskrárinnar , sbr. 72., 74. og 75. gr , sem og 8. og 11. gr. mannréttindasáttm ála Evrópu og 1. gr. 1. samningsviðauka sáttmálans , sbr. lög nr. 62/1994 . 19 Stefnandi tekur fram að heimild ir löggjafans til að framselja vald til reglusetningar séu afar takmarkaðar þegar um sé að ræða íþyngjandi skerðingar á félaga - og atvinnufrelsi. H agsmunir félagsmanna í SA fari lítt saman við hagsmuni félagsmanna stefnanda, enda sinni einungis örfáir félagsmenn SA veitingarekstri og hafi atkvæði þeirra lítið sem ekkert vægi við atkvæðagreiðslur á vettvangi samtakanna . Engin lagaákvæði takmarki rétt félagsmanna stefnanda til þess að taka sjálfstæðar og óháðar ákvarðanir án afskipta annarra, svo sem um hvernig umboði til kjarasamningsgerðar sé háttað. Sú hugmynd að SA hafi einhvers konar boðvald yfir félagsmönnum stefnanda við gerð kjarasamninga f a ri í bága við framangreind grundvallarréttindi. 20 Með vísan til framangreinds séu félagsmenn stefnanda óbundnir af þeim kjarasamning i sem komist hafi á milli SA og stefnda með samþykkt m iðlunartill ögu ríkissáttasemjara. Miðlunartillagan hafi eingöngu verið bori n undir atkvæði félagsmanna stefnda og aðildarfélaga SA . Félagsmenn stefnanda hafi hvorki átt aðkomu að kjarasamningsviðræðum né atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna. 21 Verði ekki fallist á að miðlunartillagan nái ekki til félagsmanna stefnanda byggir stefn andi á því að hún fái ekki stoð í lögum nr. 80/1938 að því er varðar félagsmenn 5 hans. R íkissáttasemjari hafi lýst því í tölvupósti 2. mars 2023 að hann hefði ekki heimild samkvæmt fyrrgreindum lögum til að bregðast við erindi stefnanda um að vísa deilu aði la til embættisins. Þá hafi í tölvupósti embættisins 6. sama mánaðar Í þessu felist staðfesting á því að miðlunartill agan geti ekki haft gildi gagnvart félagsmönnum stefnanda samkvæmt lögum. 22 Samkvæmt framangreindu geti félagsmenn stefnanda ekki talist bundnir af efni miðlunartillögunnar og kveði hún ekki 55/1980 fyrir félagsmenn stefnda sem starfi hjá félagsmönnum stefnanda. S tefndi hafi ekki gert kjarasamning við stefnanda þrátt fyrir ítrekaðar kröfur samtakanna. Að þessu virtu sé félagsmönnum stefnanda rétt að líta svo á að eldri kjarasamningur milli stefnda og S amtaka atvinnulífsins vegna vinnu starfsfólks í veitinga - og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi, sem hafi tekið gildi 1. apríl 2019 og runnið út 1. nóvember 2022, telji st enn gilda sem lágmarkskjör í skilningi fyrrgreindra laga. Þa nnig sé réttarstaðan þar til gerður hafi verið nýr kjarasamningur milli málsaðila. 23 Stefnandi tekur fram að margir félagsmenn hafi talið rétt, á meðan mál þetta sé til úrlausnar, að greiða starfsmönnum sem séu félagar í stefnda laun í samræmi við miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hafi stefnandi því séð sig knúinn til að beina formlegum fyrirvara til stefnda með bréfi 24. mars 2023 um endurkröfu ofgreiddra launa umfram lágmarkskjör . Leiði af almennum reglum kröfuréttar um endurheimtu ofgreidds fjár að starfsmönnunum beri að endurgreiða þær fjárhæðir sem um tefli. 24 Stefnandi kveðst hafa ríka hagsmuni af því að fyrsti kröfuliður sem lýtur að viðurkenningu á samningsumboði hans verði t ekinn til greina. Stefndi hafi ekki fallist á að stefnandi sé réttur samningsaðili vegna félagsmanna sinna við gerð kjarasamnings og þurfi að slá því föstu með dómi að svo sé. 25 Jafnframt sé brýnt að annar kröfuliður sé tekinn til greina og staðfest að miðl unartillaga ríkissáttasemjara eigi ekki við um stefnanda. Stefndi hafi ekki viljað fallast á þetta og talið að aðild SA að miðlunartillögunni og kosning um hana innan vébanda þeirra hafi með einhverjum hætti bindandi gildi fyrir félagsmenn stefnanda. 26 Til að ágreiningur aðila sé að fullu útkljáður sé einnig brýnt að fallist verði á þriðju og fjórðu kröfu st efnand a . Í dómaframkvæmd Félagsdóms hafi ítrekað verið fjallað um hv aða kjarasamningur gildi sem lágmarkskjör og falli úrlausn um það hvort miðlunartillagan gildi sem lágmarkskjör undir lögsögu dómstólsins . Að sama skapi beri að staðfesta að eldri kjarasamningur, sem samkvæmt efni sínu rann út 1. nóvember 2022 , gildi enn óbreyttur fyrir félagsmenn stefnanda hvað lágmarkskjör varðar. 6 27 Til stuðnings sjöttu kröfu stefnanda er vísað til þess að margir félagsmenn hafi greitt starfsmönnum, sem séu félagsmenn í stefnda, laun í samræmi við miðlunartillöguna . S amkvæmt 44. gr. laga nr. 80/1938 dæmi Félagsdómur í málum sem v arði ágreining um skilning á kjarasamningi eða gildi hans. Undir það falli úrlausn um hvort ofgreiðslur miðað við kjarasamning stofni rétt til endurgreiðslu. Að virtum fyrirvara um endurgreiðslur sem stef n andi hafi beint til stefnda hafi hann lögvarða hags muni af úrlausn um kröfuna. Sé í öllu falli mikilvægt að staðfest verði að stefndi teljist hafa móttekið þann fyrirvara sem gerður h afi verið um endurgreiðslu ofgreiddra launa fyrir hönd félagsmanna sinna. Málsástæður og lagarök stefnda 28 Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda . Vísað er til þess að t ilgangur málsóknarinnar virðist vera að félagsmenn stefnanda geti greitt starfsmönnum lægri laun en kveðið sé á um í samningum aðila vinnumarkaðarins. Það sé hlutverk stefnda að gæta hagsmuna félagsfól ks síns að þessu leyti, sbr. meðal annars 74. gr. stjórnarskrárinnar og ákvæði laga nr. 80/1938 , og mikilvægt að kröfur stefnanda nái ekki fram að ganga . 29 S tefndi vekur athygli á því að kröfur stefnanda lút i að því að kjarasamningur stefnda og SA sé ekki b indandi þar sem stefnandi fari með samningsumboð fyrir ótilgreinda félagsmenn. Snúi málsástæður stefnanda að miklu leyti að ágreiningi milli hans og SA um umboð til þess að gera kjarasamning og um félagsaðild. Hljóti aðkoma SA að vera nauðsynleg til þess a ð leysa úr málatilbúnaði og kröfum stefnanda. 30 Stefndi vísar til þess að stefnandi hafi ekki lagt fram gögn sem sýni fram á að hann teljist félag atvinnurekenda í skilningi vinnulöggjafarinnar. Til að mynda hafi ekki verið lagðar fram upplýsingar um úrsagnir atvinnurekenda úr SA , en reglur um úrsagnir s é að finna í 8. gr. samþykkta samtakanna. Það auki á óskýrleika málatilbúnaðar stefnanda að ekki sé tilgrein t það tímamark sem hann telji sig hafa orðið bæran til þess að fara með samningsumboðið í stefnu. Því sé í öllu falli ekki haldið fram að allir starfsmenn á veitingamarkaði eigi aðild að stefnanda og hafi s amningsumboði SA ekki verið hnekkt , enda sé fjöldi fyrirtækja á veitingamarkaði innan sa mtakanna . Þá hafi SA og forverar þeirra um áratugaskeið samið um störf á veitingamarkaði á félagssvæði stefnda. 31 Stefn di mótmælir því að ákvörðun stefnda um að ganga til samninga við SA fel i í sér ,,einhvers konar framsal á opinberu valdi til ákvörðunar á lágmarkslaunum . Að sama skapi er staðhæfingum um að kjarasamningsgerð in sé andstæð ákvæðum stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu mótmælt sem haldlausum . 32 Stefndi telur helst unnt að skilja málatilbúnað stefnanda þannig að hann telji fyrirkomulag 1. gr. laga nr. 55/1980 og laga nr. 80/1938, þar sem aðilum vinnumarkaðarins sé falið það hlutverk að semja um lágmarkslaun fyrir þau störf sem þeir hafa látið til sín taka, ósamrýmanlegt stjórn arskrá og mannréttindasáttmála num. 7 Lögmæti fyrirkomulagsins hafi ítrekað verið staðfest í framkvæmd. Þ á k omi fram í 2. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 13. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, að í lögum skuli kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu. Með þessu hafi verið fe st í stjórnarskrá það samningsfrelsi sem ríkt hafi á Íslandi á meðal þorra launafólks um kjör og önnur mikilvæg réttindi sem teng ist vinnu. Hafi ákvæðið ótvíræða tengingu við rétt stéttarfélaga til þess að semja sameiginlega fyrir hönd félagsmanna sinna um starfskjör sem verndaður sé í félagafrelsisákvæði 74. gr. stjórnarskrárinnar. 33 Stefndi leggur áherslu á að þ að fyrirkomulag að lágmarkskjör séu tryggð í samningum aðila vinnumarkaðarins, þar sem stéttarfélög beiti samningsrétti sínum í þágu launþega, sé b æði lögbundið og stjórnarskrárbundið. Réttindunum sé ætlað að styrkja stöðu launafólks sem standi jafnan höllum fæti gagnvart atvinnurekendum. Verði r éttindunum ekki beitt með sama hætti í þágu atvinnurekenda og félaga atvinnurekenda. Þá standist ekki tilv ís un stefnanda til þess að skylda til að greiða kjarasamningsbundin lágmarkslaun brjóti gegn 72. gr. stjórnarskrárinnar, en það sé bæði ómálefnalegt og andstætt því vinnumarkaðsmódeli sem hér sé við lýði . Geti félagsmenn stefnanda ekki svipt starfsfólk lág markslaunum með því að standa utan heildarsamtaka atvinnurekenda . Það sé nauðsynlegt að kjarasamningar bindi atvinnurekendur óháð aðild þeirra að slíkum samtökum , enda gætu atvinnurekendur ella ákveðið að þau lágmarkslaun sem samið hafi verið um gildi ekki fyrir það launafólk sem hjá þeim starfi. Verði talið að samningur stefnda og SA fel i í sér takmörkun á félagafrelsi, atvinnufrelsi eða eignarrétti félagsmanna stefnanda sé sú takmörkun lögbundi n og stefni að því lögmæt a markmiði að gæta réttinda launafólks gagnvart atvinnurekendum . 34 Stefndi telur aðra, þriðj u og fjórð u kröfu stefn anda allar hafa það markmið að hnekkja því að sá kjarasamningur , sem komst á með samþykkt miðlunartillögu ríkissáttas emjara, gildi gagnvart félagsmönnum stefnanda sem lágmarkslaun. Þessi málatilbúnaður sé í andstöðu við 1. gr. laga nr. 55/1980 , sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 þar sem fram komi að stéttarfélög séu lögformlegir samningsaðilar um kaup og kjör meðlima s inna. Þ essu hlutverki fullnægi stéttarfélög með gerð kjarasamninga og hafi s amþykkt miðlunartillögu ríkissáttasemjara samkvæmt III. kafla laga nr. 80/1938 sömu áhrif . Þegar kjarasamningur sé kominn á gildi hann sem lágmarkslaun fyrir allt það launafólk sem hann taki til og séu s amningar einstakra atvinnurekenda við verkafólk, að svo miklu leyti sem þeir fari í bága við kjarasamning, ógildir , sbr. 1. gr. laga nr. 55/1980 og 1. mgr. 7. gr. laga nr. 80/1938. 35 Samkvæmt i - lið 1. mgr. 2. gr. laga Eflingar - stéttarfélags semji félagið meðal annars fyrir starfsfólk á veitinga - og gististöðum á s tarfs s væði s ínu. Hafi stefndi um árabil samið við SA um störf þessa starfsfólks og hafi gildistími kjarasamnings verið framlengdur til 31. janúar 202 4 með samþykkt m iðlunartillögu ríkissáttasemjara, með þeim breytingum og viðbótum sem tilgreindar hafi verið í tillögunni. Frá þeim tíma 8 hafi verið í gildi kjarasamningur sem taki til starfsfólks stefnda á veitinga - og gististöðum, þ ar með talið hjá félagsmönnum stefnanda . Með erindum ríkissáttasemjara , sem stefnandi hafi vísað til, hafi hlutverk hans verið útskýrt og fari því fjarri að staðfest hafi verið að miðlunartillagan hefði ekki gildi gagnvart félagsfólki stefnanda. 36 Stefndi tekur fram að í megindráttum sé eini mun ur inn á þeim kjarasamningi sem stefnandi ha l di fram að skuli gilda og þeim sem hafi tekið gildi með miðlunartillögu ríkissáttasemjara að fjárhæðir launaliða hafi verið hækkaðar. Það sýni glöggt að markmið málatilbúnaðar stefnanda sé að félagsmönnum hans verði heimilað að greiða lægri laun en samið hafi verið um. Samkvæmt gildandi rétti verði á hætta af atvinnurekstri ekki lögð á herðar launafólks þannig að semja verði á ný um lágmarkslaun telji atvinnurekandi ekki forsendur fyrir greiðslu þeirra , heldur be ri atvinnurekandinn sjálfur halla n n af slíkri áhættu . 37 Stefndi bendir á að kröfur stefnanda stand i st ekki jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar . Yrði fallist á kröfurnar væru einstaklingar í öldungis sambærilegum störfum, í sama stéttarfélagi og á sama félagssvæði með mismunandi laun, eingöngu vegna félagsaðildar vinnuveitenda að samtökum atvinnurekenda. Gæti vinnuveitandi þannig skapað grundvöll ómálefnalegrar mismununar í kjörum tveggja starfsmanna sem þó starf i við sambærileg störf. 38 Stefndi telur að alkröfu samkvæmt fimmta kröfulið stefnu ódómhæf a , sbr. 1. mgr. 25. gr. og d - og e - liði 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála , sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. Ekki sé tilgreint hver eða hverjir séu skuldarar þeirra endurgreiðslukrafna sem um ræðir, til hvaða tímabils viðurkenningarkrafa stefnanda taki eða á hvaða grundvelli meint kröfuréttindi félagsmanna s tefnanda séu reist. Þá eigi krafan sem lúti að endurgreiðslu ofgreiddra laun a ekki undir lögsögu Félagsdóms , sbr. 1. mgr. 44. gr. laga n r. 80/1938. Verði kröfunni ekki vísað frá dómi beri að hafna henni með vísan til þess sem áður hefur verið rakið um skyldu til að greiða lágmarkslaun . Jafnframt beri að vísa varakröfu stefnanda frá dómi þar sem hún feli í sér lögspurningu í andstöðu við 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 , auk þess sem úrlausn um kröfuna falli utan valdsviðs Félagsdóms . Að sama skapi séu ekki efnisleg skilyrði til að fallast á kröfuna , svo sem nánar er rökstutt í greinargerð stefnda. Niðurstaða 39 Kröfur stefnanda , sem er samtök atvinnurekenda á veitingamarkaði , lúta að því að viðurkennt verði með dómi að hann fari með samningsumboð fyrir félagsmenn sína gagnvart stefnda Eflingu stéttarfélagi við gerð kjarasamnings sem gildi um störf félagsmanna stéttarfélagsins. Þess er jafnframt krafist að viðurkennt verði með dómi að miðlunartillaga ríkissáttasemjara, sem var samþykkt 8. mars 2023, sé ekki bindandi fyrir félagsmenn stefnanda og að hún hafi ekki gildi sem lágmarkskjör í skilningi laga nr. 55/1980 fyrir félagsmenn stefnda sem starfa hjá þeim félögum sem eiga aðild að stefnanda. Þá er krafist viðurkenningar á að kjarasamningur stefnda og SA vegna 9 vinnu starfsfólks á veitinga - og gistihúsum, sem gilti frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022, hafi gildi sem lágmarkskjör í fram angreindum skilningi þar til gerður hafi verið kjarasamningur á milli málsaðila. Loks er krafist viðurkenningar á rétti félagsmanna stefnanda til endurgreiðslu launa sem hafi verið umfram lágmarkskjör samkvæmt þeim kjarasamningi sem stefnandi telur gilda , en til vara viðurkenningar á að stefndi hafi verið bær til að móttaka fyrirvara um endurgreiðslu ofgreiddra launa. 40 Stefndi hefur vakið athygli á því að SA hafi ekki verið stefnt í málinu og telur að þörf hafi verið á aðild samtakanna til varnar , enda lúti kröfur og málsástæður stefnanda að kjarasamningi sem samtökin hafi gert. Að virt um kröfum stefnanda verður ekki séð að honum hafi verið skylt að beina þeim sameiginlega að stefnda og SA, sbr. 18. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. Verður málinu því ekki vísað frá Félags dómi á þessum grunni. 41 Fyrsta dómkrafa stefnanda lýtur að viðurkenningu á því að hann fari , sem félag atvinnurekenda á veitingamarkaði, með umboð fyrir félagsmenn sína til að gera kjarasamning við stefnda sem gildi um störf félagsmanna stéttarfélagsins. Við munnlegan málflutning kom fram að með kröfunni væri leitað staðfesting ar Félagsdóms á því að stefnandi færi með slíkt samnings umboð til framtíðar litið , en fram til þessa hefði stefndi neitað að ganga til viðræðna um kjarasamning við samtökin. 42 Fjallað er um lögsögu Félagsdóms í 44. gr. laga nr. 80/1938 og eru mál sem falla undir valdsvið dómsins þar tæmandi talin. Við munnlegan málflutning kom fram að stefnandi teldi úrlausn um kröfuna heyr a undir Félagsdóm samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. , en þar kemur fram að það sé verkefni dómsins að dæma í málum sem rísa út af kærum um brot á kjarasamningi eða 43 Í dómaframkvæmd hefur verið talið falla innan valdsviðs Félagsdóms að leysa úr kröfum um viðurkenningu á samningsaðild tiltekinna stéttarfélaga vegna félagsmanna á grundvelli 2. töluliðar 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938. Hefur það verið rökstutt með vísan til þess að sam kvæmt 1. mgr. 5. gr. laganna séu stéttarfélög lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör meðlima sinna og að me gininntak réttar manna til aðildar að stéttarfélögum sé samningsfyrirsvar félaganna við kjarasamningsgerð, sbr. til hliðsjónar d óm Hæstaréttar 27 . maí 2011 í máli nr. 302/2011 . Hefur þannig verið litið til lögbundins samningsfyrirsvars stéttarfélaga og tengsla þess við gildi kjarasamning s sem varða kaup og kjör meðlima þeirra, sbr. 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 . 44 Ekki verður séð að áð ur hafi komið til úrlausnar hvort það falli innan valdsviðs Félagsdóms að leysa úr kröfu fél ags atvinnurekenda um viðurkenningu á umboði til að gan g a til samninga við tiltekið stéttarfélag í framtíðinni. Að virtu orðalagi fyrrgreinds ákvæðis og því að almennt ber að túlka lögsögu Félagsdóms sem 10 sérdómstóls þröngt, sbr. til dæmis dóma Hæstaréttar 5. nóvember 2002 í máli nr. 479/2002 og 9. maí 2005 í máli nr. 170/2005, verður ekki talið að úrlausn um kröfu stefnanda falli undir valdsvið dómstólsins. Verðu r því að vísa kröfunni sjálfkrafa frá dómi. 45 Svo sem áður greinir lýtur fimmta dómkrafa stefnanda að viðurkenningu á rétti félagsmanna hans til endurgreiðslu launa sem kunni að hafa verið ofgreidd, en til vara að viðurkenningu á að stefndi hafi verið bær t il að móttaka fyrirvara um slíkt. Úrlausn um þessa kröfu fellur utan valdsviðs Félagsdóms eins og það er afmarkað í 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 og verður kröfunni vísað sjálfkrafa frá dómi. 46 Með annarri og þriðju dómkröfu stefnanda er leitað úrlausnar um hvort sá kjarasamningur sem komst á þegar miðlunartillaga ríkissáttasemjara var samþykkt 8. mars 2023 sé bindandi fyrir stefnanda og félagsmenn hans. Þá lýtur fjórða dómkrafan að viðurkenningu á því að kjarasamningur SA og stefnda, sem var í gildi frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022, gildi fyrir félagsmenn stefnanda þar til nýr kjarasamningur hafi verið gerður milli málsaðila . Þessar kröfur eiga það sammerkt að lúta að gildi kjarasamnings í skilningi 2. töluliðar 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 og f ellur úrlausn um þær innan lögsögu Félagsdóms. 47 Af málatilbúnað i stefnanda verður ráðið að með fyrrgreindum dómkröfu m , sem eru nátengdar, sé leitað staðfestingar Félagsdóms á því að sá kjarasamningur sem komst á með samþykkt miðlunartillögu ríkissáttasemj ara gildi ekki gagnvart félagsmönnum stefnanda. Þannig séu þeir atvinnurekendur sem eiga aðild að stefnanda ekki bundnir af þeim lágmarkskjörum sem greinir í kjarasamningnum , sbr. 1. gr. laga nr. 55/1980 . Verði því að líta svo á að eldri kjarasamningur SA og stefnda, sem nú er fallinn úr gildi, mæli fyrir um lágmarks kjör þar til málsaðilar hafi gert nýjan kjara samning. 48 Þessu til stuðnings hefur stefnandi einkum vísað til þess að félagsmenn hans hafi hvorki komið að kjarasamnings viðræðum né greitt at k væði u m miðlunartillöguna . Hafi stefnda verið óheimilt að ganga til samninga við SA vegna starfsmanna sem starfi hjá félagsmönnum stefnanda , enda hafi stefnandi ítrekað óskað eftir kjaraviðræðum við stefnda. Þá telur stefnand i að afstaða stefnda sé reist á frams ali á valdi til SA til ákvörðunar á lágmarkslaunum sem standist ekki ákvæði stjórnarskrár eða mannréttindasáttmála Evrópu. 49 Til þess er að líta að þegar miðlunartillaga ríkissáttasemjara í deilu SA og stefnda Eflingar stéttarfélags var samþykkt 8. mars 202 3 komst á kjarasamningur sem tekur til starfsfólks á veitinga - og gistihúsum á starfssvæði stefnda . Með þessu var leyst úr vinnudeilu SA og stefnda á grundvelli ákvæða III. kafla laga nr. 80/1938 þar sem fjallað er um sáttastörf í vinnudeilum . Greiddu a nnars vegar félagsmenn stefnda og hins vegar félagsmenn SA atkvæði um tillöguna, sbr. 1. mgr. 27. gr. og 29. gr. laganna. Það er ágreiningslaust að félagsmenn stefnanda sem ekki áttu aðild að SA tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslunni . Ekki verður fallist á þá röksemd stefnanda að vegna þessa 11 standist miðlunartillagan ekki lög nr. 80/1938 að því er varðar félagsmenn hans, en da greiddu aðilar vinnudeilunnar atkvæði um tillöguna svo sem lögin gera ráð fyrir . 50 Svo sem rakið hefur verið var áður í gildi kjarasamnin gur SA og stefn d a frá 1. apríl 2018 sem tók til starfsemi á veitinga - og gistihúsum á starfssvæði stefnda og var hann framlengdur með miðlunartillögu ríkissáttasemjara með þeim breytingum sem þar greinir. Liggur jafnframt fyrir að SA og hið stefnd a stéttar félag, sem og forverar þeirra, hafa um langt skeið gert kjarasamninga sem t aka til starfsfólks á starfssvæði stefnda. 51 Leggja verður til grundvallar að með þeim kjarasamningi sem komst á 8. mars 2023 hafi aðildarsamtök vinnumarkaðarins samið um laun og önnur starfskjör starfsfólks á fyrrgreindu sviði. Það leiðir af 1. gr. laga nr. 55/1980 að um er að ræða lágmarkskjör fyrir alla launamenn í viðkomandi starf s grein á því svæði sem s amningurinn tekur til. Þá er í ákvæðinu tekið af skarið um að samningar ein stakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveði skuli vera ógildir , sbr. einnig 7. gr. laga nr. 80/1938 . 52 Ákvæði um bindandi lágmarkskjör var fyrst tekið upp í 1. gr. laga nr. 9/1974 um starfskjör launþega o.fl. og er ákvæðið nú óbreytt í 1. gr. laga nr. 55/1980. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 9/1974 var tekið fram að það muni vera almenn skoðun að samningar aðildarsamtaka vinnumarkaðarins um kaup og kjör séu bindandi fyrir alla vin nuveitendur og launþega án tillits til þess hvort þeir séu aðilar að samtökum þeim, sem undirrita N ýlegir dómar Hæstaréttar hafi bent til þess að sú skoðun ork aði tvímælis og þ ætti nauðsyn að útiloka þann vafa. Til stuðnings þe ir ri nauðsyn var í athugasemdunum meðal annars vísað til þess að ef vinnuveitendur, sem ekki væru beinir aðilar að kjarasamning i , væru óbundnir af umsömdum lágmarkskjörum væri það til þess fallið að skerða rétt launþega til ávinnings fyrir vinnuveitanda. 53 Sam kvæmt framangreindu gerir gildandi réttur ráð fyrir því að lágmarkslaun tiltekinna starfsstétta taki mið af almennum kjarasamningum á sviðinu . Þ annig séu almennir kjarasamningar bindandi fyrir atvinnurekendur óháð aðild þeirra að samtökum atvinnurekenda sem komið hafi að gerð viðkomandi kjarasamning a . Hefur því ekki þýðingu hvort einstakir atvinnurekendur haf a komi ð að kjarasamningsviðræðum eða atkvæðagreiðslu um kjarasamning . Af l ögskýringargögn um verður ráðið að gagngert sé mælt fyrir um þessa skipan í vinnulöggjöf til að tryggja öllu launafólki í tiltekinni starfsgrein lágmarkskjör sem atvinnurekendur verði að hlíta. 54 L jóst er að þessu lögbundna fyrirkomulagi er ætlað að styrkja stöðu launafólks gagnvart atvinnurekendum. Fyrirkomulagið fær jafnframt st oð í 2. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 13. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, þar sem fram kemur að í lögum skuli kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi 12 tengd vinnu , og rétti stéttarfélaga til þess að semja fyrir hön d félagsmanna sinna um starfskjör sem nýtur verndar 74. gr. stjórnarskrárinnar , sbr. einnig 1. mgr. 5 . gr. laga nr. 80/1938 . 55 Að mati Félagsdóms hefur stefnandi ekki fært haldbær rök fyrir því að þetta lögbundna fyrirkomulag sé andstætt þeim stjórnarskrárá kvæðum og ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu sem hann hefur vísað til , en fyrirkomulagið fær jafnframt stoð í 74. gr. og 2. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar , sbr. 11. gr. mannréttindasáttmálans , svo sem áður hefur verið rakið . Tekið skal fram að þessi niðurstaða takmarkar ekki heimild stefnanda, sem félag s atvinnurekenda, til að ganga til viðræðna við stefnda um gerð kjarasamnings sem varðar starfsmenn á veitingamarkaði á síðari stigum, sbr. 74. gr. stjórnarskrárinnar. 56 Að öllu framangreindu virt u eru félagsmenn stefnanda með sama hætti og aðrir atvinnurekendur á veitingamarkaði bundnir af þeim lágmarkskjörum sem mælt er fyrir um í þeim kjarasamningi sem komst á með samþykkt miðlunartillögu ríkissáttasemjara 8. mars 2023. Verður stefndi því sýknað ur af annarri, þriðju og fjórðu dómkröfu stefnanda. 57 Að virtum úrslitum málsins verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Fyrstu og fimmtu dómkröfu stefnanda, S amtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, er vísað fr á dómi. Stefndi, Alþýðusamband Íslands vegna Eflingar stéttarfélags, er að öðru leyti sýkn af kröfum stefnanda. Stefnandi greiði stefnda 800.000 krónur í málskostnað.