FÉLAGSDÓMUR Ár 2019, miðvikudaginn 20. nóvember 2019, er í Félagsdómi í málinu nr. 9 /2019: Félag íslenskra náttúrufræðinga (Jón Sigurðsson lögmaður) gegn íslenska ríkinu vegna Umhverfisstofnunar (Soffía Jónsdóttir lögmaður) kveðinn upp svofelldur dómur: Mál þetta var dómtekið 23. október sl. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason , Ragnheiður Harðardóttir , Sonja M. Hreiðarsdóttir og Guðmundur B. Ólafsson Stefnandi er Félag íslenskra náttúrufræðinga, Borgartúni 6 í Reykjavík. Stefndi er íslenska ríkið, Arnarhvoli við Lindargötu í Reykjavík, vegna Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess að stefndi, Umhverfisstofnun, hafi brotið gegn gr einum 5, 6.1 og 9 í stofnanasamningi mill i aðila , dags ettum 11. júlí 2017, með því að hafa ekki raðað Kristínu Salóme Jónsdóttur, kt. 080751 - 4199, í launaflokk 24 - 5 vegna tímabilsins frá 1. júní 2016 til 1. september 2017 og í launaflokk 24 frá og með 1. september 2017. Þá krefst stefnandi þess a ð stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins, að viðbættum virðisaukaskatti Dómkröfur stefnda 2 Stefndi krefst þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Þá krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati dómsins. Málavextir 3 Kristín Sa lóme Jónsdóttir var ráðin til starfa hjá Umhverfisstofnun í kjölfar auglýsingar frá 13. apríl 2007 þar sem auglýst var eftir sérfræðingi. Helstu verkefnum var lýst svo að í þeim fælist mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, skipulagsáætlunum og umhverfismat áætlana , f ramsetning gagna í landupplýsingakerfi , e ftirlit með framkvæmdum , v erkefn i er vörðuðu löggjöf á verksviði stofnunarinnar og s amskipt i við fyrirtæki og stofnanir hérlendis og erlendis . 2 Meðal menntunar - og hæfniskrafna var gerð krafa um framhaldsmenntun á sviði náttúru - og raunvísinda eða sambærileg a menntun er nýttist í starfi 4 Þegar Kristín var ráðin bjó hún að framhaldsmenntun á sviði arkitektúr s sem var metin fullnægjandi framhaldsmenntun samkvæmt aug lýsing u . Við ráðningu var henni skipað í launaflokk 13.5 sem fól í sér grunnröðun í launaflokk 11 en við bættust tveir launaflokkar vegna framhaldsmenntunarinnar í samræmi við þágildandi stofnanasamning aðila frá 23. júní 2006, en í b - lið greinar 6.1 var k veðið á um að meistarapróf leiddi til þess að starfsmaður ætti rétt til tveggja launaflokka. 5 Kristín brautskráðist frá Háskóla Íslands 2014 með MS - gráðu í umhverfis - og auðlindafræðum, en þar sem hún hafði áður notið arkitektanáms sína fékk hún einn launaf lokk til viðbótar í samræmi við 2. mgr. greinar 6.1 í þágildandi stofnanasamning i aðila. 6 Auk launaflokkahækkana vegna menntunar hafði Kristín notið hækkana vegna mats Umhver f isstofnunar á hæfni hennar í starfi og voru henni því greidd laun í samræmi við launaflokk 19.5 frá miðju ári 2016 , auk viðbótarlauna með vísan til þágildandi stofnanasamnings. 7 Þann 14. ágúst 2015 úrskurðaði gerðardómur, sem skipaður hafði verið á grundvelli laga nr. 31/2015, í kjaradeilu aðila. Með úrsk urði gerðardómsins voru gildandi kjarasamningar aðila framlengdir frá 1. mars. 2015 til 31. ágúst 2017 ásamt þeim breytingum sem úrskurðurinn kveður á um. Í 5. gr. úrskurðarins er kveðið á um röðun starfa og mat álags og um stofnanaþátt. Ákvæði umræddrar 5 . gr. urðu að nýjum kjarasamningsákvæðum , 11.3.2 og 11.3.3 og undirgreinum. Í ákvæði 11.3.3 er komist svo að orði að almennt skuli byggt á því að um sé að ræða þrjá þætti sem myndi samsetningu launa hvers og eins . Þættirnir þrír eru síðan taldir upp í grei num 11.3.3.1 (röðun starfs), 11.3.3.2 (persónubundnir þættir) og 11.3.3.3 (tímabundnir þættir). Í grein 11.3.2 kemur fram að við gerð stofnanasamnings skuli semja um röðun starfa í launaflokka s amkvæmt ákvæði 11.3.3.1 í kjarasamningi. Þar skuli fyrst og fr emst meta þau verkefni og þá ábyrgð sem felist í viðkomandi starfi auk þeirrar færni sem þ urfi til að geta innt það af hendi. 8 Gerðardómur fjallaði um það í grein 11.3.3.1 hvernig meta sk y l d i viðbótarmenntun umfram grunnmenntun til launa við grunnröðun í la unaflokka. Diplómanám skyldi leiða til eins launaflokk s hækkunar, meistaragráða til hækkunar um tvo launaflokka og doktorsnám til fjögurra launaflokka hækkunar. Í umfjöllun um persónubundna þætti í grein 11.3.3.2 var vikið að ýmsum atriðum á borð við kunná ttu eða reynslu sem áhrif hefðu til fjölgunar álagsþrepa. Sérstaklega skyldi meta formlega framhaldsmenntun sem lokið væri með viðurkenndri prófgráðu og ekki væri þegar metin við grunnröðun starfsins. Þyrfti menntunin að nýtast í starfi og því miðað við að hún væri á fagsviði viðkomandi. Sérreglur giltu um stefnanda að þessu leyti þannig að framhaldsmenntun viðkomandi leiddi til launaflokkahækkunar en ekki fjölgunar 3 álagsþrepa. Skyldi diplómapróf leiða til hækkunar um tvo launaflokka, meistaragráða um fjóra launaflokka og doktorsgráða til sex launaflokka hækkunar. 9 Hinn 29. apríl 2016 sendi fjármála - og efnahagsráðuneytið forstöðumönnum ríkisstofnana leiðbeiningar um útfærslu menntunarákvæðis gerðardómsins. Með bréfi, dags ettu 5. desember 2016, mótmælti stefnandi þessari túlkun ráðuneytisins . 10 Hinn 16. janúar 2017 gerð u stefnandi og fjármála - og efnahagsráðuneytið með sér samkomulag um breytingu á úrskurðarorði gerðardóms hvað varðar ákvæði greinar 11.3.3.1. Breytingin fólst í því að skilgreind viðbótarmen ntun samkvæmt grein inni var hærra metin við grunnröðun starfs en gerðardómurinn hafði ákveðið ef hennar væri krafist samkvæmt starfslýsingu. Diplómanám skyldi þannig leiða til hækkunar um tvo launaflokka í stað eins, meistaragráða til hækkunar um fjóra flo kka í stað tveggja og doktorsgráða til sex flokka í stað þriggja. 11 Þann 11. júní 2017 var undirritaður stofnanasamningur milli FÍN og Umhverfisstofnunar sem gildir frá 1. júní 2016 . Í fjórða, fimmta og sjötta kafla samningsins er m eðal annars fjallað um sta rfaskilgreiningar og röðun starfa í launaflokka, starfsbundna þætti og persónubundna þætti, þ.m.t. viðbótarmenntun. Ákvæði þessi eru reist á greinum 11.3.2 og 11.3.3 í kjarasamningi aðila eins og þær voru ákveðnar í úrskurði gerðardóms með framangreindri b reytingu 16. janúar 2017. Í bókanakafla stofnanasamnings kemur fram í bókun 2 áskilnaður um að leita með ágreining um menntunarákvæðin til úrlausnar fyrir Félagsdómi. 12 Í kjölfar undirritunar stofnanasamningsins hækkaði Umhverfisstofnun þá starfsmenn sína, s em eru félagsmenn í stefnanda og falla undir stofnanasamninginn, um þann fjölda launaflokka vegna menntunar í samræmi við þann skilningi sem k jara - og mannauðssýsla fjármála - og efnahagsráðuneytis haf ð i sett fram gagnvart einstökum ríkisstofnunum. Þær laun aflokkshækkanir voru framkvæmdar í nóvember 2017, en voru miðaðar við sama upphafstímamark og stofnanasamningur mælir fyrir um. 13 Í tilviki Kristínar leiddi n ýi stofnanasamningur inn til þess að grunnlaunaflokkur hennar hækkaði úr launaflokki 12 í launaflokk 14 . Þá naut hún MS - gráðu sinnar í umhverfis - og auðlindafræðum og fékk fjóra launaflokka , auk þess sem henni var metin sérstök þekking sem hún hafði áunnið sér í starfi til tveggj a launaflokka með svipuðum hætti og áður. H ækkaði Kristín þar með um einn launaflokk í launaflokk 20.5. 14 Í bréfi stefnanda til Umhverfisstofnunar , dags ettu 10 . janúar 201 9 , er tekið fram að stefnanda þyki ljóst að ekki hafi verið samhljómur milli stefnanda og ríkisstofnana um hvernig túlka beri menntunarákvæðin í úrskurði gerðardóms . Taldi stefnandi að miða ætti við að félagsmenn í stefnanda ættu rétt á hækkun sem næmi jafnmörgum launaflokkum og samanlagðar framhaldsmenntunarprófgráður gæfu tilefni til . Var veittur frestur til 25. sama mánaðar til þess að verða við kröfu um launaflokkshækkun og launaleiðréttingu félagsmanna stefnanda og starfsmanna stofnunarinnar. Með bréfi 4 Umhverfisstofnunar til stefnanda, dags ettu 24. janúar 2019, var þeim kröfum stefnanda hafnað. Málsástæður og lagarök stefnanda 15 Stefnandi kveðst reisa stefnukröfur á því að stefndi hafi, með því að skirrast við að raða Kristínu Salóme Jónsdóttur, félagsmanni stefnanda og starfsmanni stefnda, í þann launaflokk sem stefnukrafa mæli fyrir um, f rá 1. júní 2016 að telja, brotið gegn ákvæð um stofnanasamnings aðila, dags ettum 11. júlí 2017, sér í lagi gr einum 5., 6.1 og 9 í samningnum. Byggt er á því að umræddur starfsmaður eigi samningabundna og lögvarða kröfu á því að henni verði raðað í umræddan launaflokk samkvæmt ákvæðum stofnanasamnings og fái greidd laun frá stefnda samkvæmt því frá og með 1. júní 2016, sbr. einnig úrskurð gerðardóms s amkvæmt lögum nr. 31/2015, samkomulag um breytingu á gerðardómsúrskurði, dags ettu 16. janúar 2017 og ákvæði kj arasamnings. 16 Ágreiningur aðila sn úi að því hvernig túlka beri svokölluð menntunarákvæði stofnanasamnings, sbr. gerðardóm, samkomulag um breytingu á gerðardómsúrskurði og kjarasamning, er lúta sérstaklega að starfsbundnum og persónubundnum þáttum, m eðal an nars viðbótarmenntun, nánar tiltekið þegar gerð er krafa um viðbótarmenntun umfram grunnmenntun og þegar um er að ræða viðbótarmenntun sem ekki er þegar metin við grunnröðun og þar sem menntunin nýtist í starfi. Stefnandi leggur þann skilning í þessi ákvæð i að meta skuli til sérstakrar launaflokk a hækkunar prófgráðu sem starfsmaður stefnda hafi og krafist sé að hann hafi, en til viðbótar því eigi sami starfsmaður rétt á því að meti n sé til launaflokka viðbótar p rófgráð a sem ekki er þegar metin við grunnröðun og sem nýtist í starfi. Stefnandi vekur athygli á því að ágreiningur aðila sé samkvæmt þessu ekki um einstaklingsbundin umsamin ráðningarkjör einstakra starfsmanna. Stefnandi vísa r til stuðnings kröfum sínum einnig til hliðsjónar til ákvæðis 1. gr. laga nr . 55/1980 , um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda , og til laga nr. 94/1986 , um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 17 Stefnandi bendir á að stofnanasamningur sé gerður samkvæmt ákvæðum 11. kafla kjarasamnings milli stefnanda og fjármála - og efnahagsráðherra f.h. stefnda ríkissjóðs, sbr. einnig gr ein 11.3.2 í úrskurði gerðardóms um að samið skuli í stofnanasamningi um röðun starfa í launaflokka. Í bókun 2 með stofnanasamningnum komi fram áskilnaður um að leita úrlausnar Félagsdóms á ágrei ningi um menntunarákvæði gerðardóms ins . 18 Dómkröfur stefnanda byggjast á því að framangreindri Kristínu Salóme Jónsdóttur hafi verið raðað ranglega í launaflokk og sú röðun hafi ekki verið í samræmi við ákvæði stofnanasamnings ins , sbr. einnig úrskurð gerðardóms og samkomulags um breytingu á gerðardómsúrskurði. 5 19 Stefnandi vísar til þess að menntunarákvæði stofnanasamnings aðila séu skýr og ótvíræð. Samkvæmt ákvæðunum beri að hækka starfsmann um launaflokka fyrir starfsbundna þætti (formleg a framhaldsmenn tun), þ.e. viðbótarmenntun sem gerð sé krafa um umfram grunnmenntun (BA/BS) samkvæmt starfslýsingu, sbr. gr ein 5 í stofnanasamningi, en því til viðbótar vegna þeirrar framhaldsmenntunar sem lokið er með viðurkenndri prófgráðu, ekki er þegar metin við grunn röðun starfs, sem nýtist í starfi og er á fagsviði viðkomandi, sbr. gr ein 6.1 í stofnanasamningi. Samkvæmt báðum ákvæðunum sé MA/MS - próf eða sambærilegt próf metið til fjögurra launaflokka í hvoru tilviki fyrir sig. Ekkert sérstakt hámark sé tiltekið, nema það að röðunin sé innan launatöflu. S tofnunum sé ekki í sjálfsvald sett að meta hvort hækkun samkvæmt ákvæðunum geti átt við, ef menntunin hvort tveggja nýtist í starfi og krafa er gerð um hana. Samkvæmt þessum skilningi stefnanda á ákvæðunum sé það í sam ræmi við skýrt orðalag þeirra að líta svo á að starfsmaður stefnda og félagsmaður stefnanda geti átt hvort tveggja rétt til hækkunar samkvæmt því annars vegar sem mælt sé fyrir um í gr ein 5 og hins vegar því sem mælt sé fyrir um í gr ein 6.1 í stofnanasamni ngi. Í ljósi skýrra ávæða stofnanasamningsins, sbr. einnig kjarasamning, úrskurðarorð gerðardómsins og samkomulag um breytingu á gerðardómsúrskurði, sé r íkisstofnunum ekki í sjálfsvald sett að meta menntun með öðrum hætti. Þegar menntunarákvæðin séu borin saman við fyrirliggjandi gögn og upplýsingar um Kristínu sem starfsmann, m eðal annars um starf hennar og menntun, komi í ljós að hún hafi átt inni launaflokkshækkanir og launaleiðréttingu, frá 1. júní 2016. Menntun Kristínar innihaldi fleiri en eina háskól agráðu, m.a. tvær meistaragráður, en menntunarinnar sé krafist í starfi umfram grunnmenntun og menntunin nýtist einnig í starfi. Starfslýsing ligg i til grundvallar og sé skýr um þá menntun sem krafist er og nýtist, sbr. einnig fyrirliggjandi auglýsing um s tarfið . Stefnandi vekur athygli á því að ekki sé ágreiningur uppi milli aðila um fjölda lífaldursþrepa sem starfsmanninum sé raðað í og fram komi í tilgreiningu á eftir launaflokki. Þá sé núverandi launaflokksröðun stefnda Umhverfisstofnunar hvað Kristínu varðar byggð á skilningi stefnda á menntunarákvæðum gerðardóms, nýjum stofnanasamningi aðila og afstöðu k jara - og mannauðssýslu hjá stefnda, fjármála - og efnahagsráðuneyti, til menntunarákvæða sem stofnunin hafi fylgt. 20 Stefnandi bendir á að samkvæmt starfs lýsingu Kristínar, dags ettri 7. maí 2015, sé s ein 4.2 í stofnanasamningi eins og óumdeilt sé milli aðila. Samkvæmt launasetningu stofnunarinnar eftir gerð nýs stofnanasamnings sé Kristínu raðað í launaflokk 20 - 5. Óumdeilt sé að annað m eistara prófið af tveimur sem Kr i st í n hafi, sé metið til launaflokkshækkunar. Varðandi hækkun vegna viðbótarmenntu nar s amkvæmt grein 5 í stofnanasamningi byggir stefnandi á því að í því starfi sem Kristín gegni hjá Umhverfisstofnun sé gerð krafa um m eistara próf, sbr. framhaldsmenntun á sviði náttúru - eða raunvísinda, s amkvæmt starfslýsingu og starfsauglýsingu. Kristín sé með m eistara próf í umhverfis - og auðlindarfræði frá Háskóla Íslands. Hvað varðar hækkun 6 samkvæmt grein 6.1 í stofnanasamningi, bendir stefnandi á að Kristín sé með MS - próf í arkitektúr frá University of Oulu. Um sé að ræða formlega framhaldsmenntun sem lokið hafi verið með viðurkenndri prófgráðu sem ekki sé þegar metin við grunnröðun starfsins. Menntunin nýtist einnig í starfi, sbr. starfslýsingu. Samkvæmt framangreindu eigi Kristín rétt til fjögurra launaflokka af þessum sökum . Að öllu þessu virtu hafi stefnda, Umhverfisstofnun, borið að raða Kristínu í launaflokk 24 - 5 miðað við tímabilið frá 1. júní 2016 til 1. september 2017, en frá og með því tímamarki í launaflokk 24, en ekki launaflokk 20 eins og henni sé nú raðað í. Grunnröðun s amkvæmt grein 4.2 í stofnanasamningi gæfi þannig 14 launaflokka, krafa um viðbótarmenntun umfram grunnmenntun, sbr. gr ein 5 í stofnanasamningi fjóra launaflokka, sérstakt mat á framhaldsmenntun sem nýtist í starfi, sbr. gr ein 6.1 í stofnanasamningi aðra fjóra launaflokka og að lokum gæfi sérstök þekking, sbr. gr ein 6.4 í stofnanasamningi tvo launaflokka. 21 Stefnandi vekur athygli á því að með gerð kjarasamnings aðila, sem undirritaður hafi verið 28. febrúar 2018, hafi launatöflu verið breytt frá og með 1. september 2017 þannig að allir launþegar , sem falla undir kjarasamninginn , hafi hækkað frá þeim tíma í lífaldursþrep 5. Þau lífaldursþrep sem áður h efðu gilt, þ.e. 1 - 4, hafi dottið út en eftir breytinguna hafi eingöngu verið um að ræða lífaldursþrep 5. Við þá hækkun hafi allir félagsmenn stefnanda , sem undir kjarasamninginn falla , færst úr lífaldursþrepi 1 - 4 í lífsaldursþrep 5. Samhliða þessari breytingu hafi verið felld út sérstök tilgreining á lífaldursþrepi, svo sem launatöflur í kjarasamningi sýna, en þess í stað hafi launaf lokkurinn sem viðkomandi tilheyrði verið tilgreindur. H afi sú breyting gilt frá 1. september 2017 s amkvæmt kjarasamningnum. Þegar af þeirri ástæðu taki stefnukröfur breytingu við það tímamark, þ.e. að tilgreining lífaldursþreps falli út frá og með 1. septe mber 2017. 22 Að mati stefnand a fái skilningur og túlkun stefnda á menntunarákvæðum stofnanasamnings ekki staðist. Sú túlkun sé með þeim hætti að einungis hæsta menntunargráða sem viðkomandi hafi og sem nýtist í starfi eða krafist sé til starfans, teljist til hækkunar. 23 Stefnandi telur að s tefndi hafi við túlkun á menntunarákvæðum litið til aðfaraorða úrskurðar gerðardóms frá 2015 og álít i að þau gefi til kynna að túlka beri menntunarákvæðin út frá kröfum og sjónarmiðum sem samninganefnd ríkisins (SNR) hafi haft upp í samningaferlinu fram að úrskurði gerðardóms. Samkvæmt því skuli einungis tekið mið af hæstu prófgráðu sem krafist sé vegna viðkomandi starfs, en stofnanir verði sjálfar að meta hvort framhaldsmenntun uppfylli bæði skilyrði um að nýtast í s tarfi og vera á fagsviði viðkomandi. Meðal annars verði að horfa til þess hvort við mat á grunnröðun hafi verið tekið tillit til viðbótarmenntunar. Í þeim tilvikum þegar menntun bæði nýtist í starfi og gerð er krafa um menntun viðkomandi í starfinu, virðis t stefndi hafa talið að meiri menntun ryðji út minni menntun að þessu leyti. 7 24 Stefnandi bendir á að þessi túlkun sé afar þröng og ekki til samræmis við ákvæði stofnanasamnings, sbr. einnig gildandi kjarasamning, úrskurð gerðardóms og samkomulag um breytingu á gerðardómsúrskurði frá 16. janúar 2017. D ómsmálið lúti að ágreiningi um skilning á ákvæðum stofnanasamnings en a ðfaraorð gerðardómsins frá 2015 séu ekki beinn hluti af þeim samningi og ekki hafi verið gerður fyrirvari af hálfu stefnda , Umhverfisstofnuna r , um að skýra yrði einstök menntunarákvæði út frá aðfaraorðum gerðardómsins. Stefnandi vísar einnig til þess, að í gildi sé kjarasamningur aðila, dags ettur 28. febrúar 2018, þar sem m eðal a nnars sé að finna í 11. kafla umrædd menntunarákvæði. Ekki verði l esi út úr þeim ákvæðum sú túlkun eða þau sjónarmið sem stefndi hafi haldið fram. Þá séu ákvæði stofnanasamnings ins afar skýr og valdi engum vafa við túlkun . Hið sama eigi einnig við um gerðardóminn. Aðfaraorð gerðardómsins og úrskurðurinn sjálfur séu hins vegar sitt hvor hluturinn. Úrskurðarorðið sé afar skýrt og vísi ekki sérstaklega til aðfaraorða og þá sé þar heldur ekki gerður fyrirvari við að ákvæði þess beri að túlka eftir orðanna hljóðan. 25 Í aðfaraorðum gerðardómsins sé eingöngu fjallað um tillögu eða tilboð SNR 10. júní 2015 sem lotið hafi að viðbótarmenntun samkvæmt gr ein 11.3.3.2. Ekki sé getið um að tilboðið hafi einnig náð til efnis gr einar 11.3.3.1 , sbr. það sem fram komi í aðfaraorðum gerðardómsins. Mismunandi matsþættir menntunar í köflum 11.3. 3.1 og 11.3.3.2 í úrskurði gerðardóms séu ekki spyrtir saman í aðfaraorðunum, ólíkt því sem stefndi virðist telja að beri að gera. 26 V ið túlkun menntunarákvæðanna sé mikilvægt að horfa til þess hvert upphaflegt markmið með setningu þeirra hafi verið og hvaða kröfum þeim hafi verið ætlað að mæta. Ákvæðin hafi verið sett inn í stofnanasamning aðila í kjölfar úrskurðar gerðardóms ins 14. ágúst 2015 og samkomulags um breytingu á gerðardómsúrskurði frá 16. janúar 2017. Löng barátta stefnanda og B andalags háskólamanna, sem stefnandi eigi aðild að, fyrir því að menntun yrði metin til launa hafi skilað sér í því að umrædd ákvæði voru færð í gerðardóm, breytingarsamkomulag og þar með kjarasamning. Krafan hafi verið byggð á málefnalegum sjónarmiðum og sameiginlegum hagsmunum ríkisins og starfsfólks þess. Grunnrökin hafi byggst á mikilvægi þess að hæft fólk starf að i innan stjórnsýslunnar, meðal annars til að auka gæði hennar, færni og þjónustu. Hluti af því hafi verið að menntað fólk sæi hag sinn í því a ð starfa innan stjórnsýslunnar og nýta menntun sína í þágu ríkisins. 27 Auk framangreindra lagatilvísana kveðst stefnandi byggja kröfur sínar fyrst og fremst á stofnanasamningi milli stefnanda og Umhverfisstofnunar. Byggt er á kjarasamningi aðila, hvort tveg gja gildandi kjarasamningi og þeim sem í gildi var á undan honum, en einnig á úrskurði gerðardóms frá 14. ágúst 2015, sbr. lög nr. 31/2015, og samkomulagi um breytingu á gerðardómsúrskurði, dags ettu 16. janúar 2017. Stefnandi vísar einnig til almennra regl na um skuldbindingargildi samninga og meginreglna vinnuréttar og kröfuréttar. Vísað er til ákvæða laga nr. 31/2015 um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna og 8 Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, til laga nr. 55/1980 , um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, til stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og til laga nr. 90/2002 , um Umhverfisstofnun. Þá er vísað til laga nr. nr. 94/1986 , um kjarasamninga opinberra starfsmanna, þ.m.t. 3. tl. 1. mgr. 26. gr., sbr. einn ig IV. kafla, þ.m.t. 44. gr., laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur. 28 Kröfu um málskostnað styður stefnandi við XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, aðallega 129. og 130. gr. Krafa um virðisaukaskatt af málskostnaði byggi st á lögum nr. 50/1988 , um virðisaukaskatt, en stefnandi kveðst ekki vera virðisaukaskattskyldur og til að tryggja skaðleysi sitt sé honum því nauðsynlegt að fá skattinn dæmdan úr hendi stefnda. Málsástæður og lagarök stefnda 29 Stefndi v ekur athygli á því að dómkrafa stefnanda sé í ósamræmi við málsástæður hans. Krafist sé viðurkenningar á því að Umhverfisstofnun hafi brotið í bága við greinar 5, 6.1 og 9 í stofnanasamningi, með því að raða Kristínu S. Jónsdóttur ekki í launaflokk 24. 30 Í stefnu sé fullyrt að Kristín hafi sem sérfræðingur notið kjara í samræmi við launaflokk 14 samkvæmt grein 4.2 í stofnanasamningi. Þetta sé óumdeilt og málsaðilar sammála í þessum efnum. Þá segi að óumdeilt sé að Kristínu hafi verið raðað í launaflokk 20.5 og undir það t aki stefndi. Því næst segi í stefnunni að ó umdeilt sé milli aðila að annað af tveimur m ei st a r a próf um Kristín ar sé metið til launaflokkshækkunar. Varðandi hækkun vegna viðbótarmenntunar s amkvæmt grein 5 í stofnanasamningi byggir stefnandi á því að í því starfi sem Kristín gegni hjá Umhverfisstofnun sé gerð krafa um m eistara próf, sbr. framhaldsmenntun á sviði náttúru - eða raunvísinda, s amkvæmt starfslýsingu og starfsauglýsingu. Kristín sé með m eis tara próf í umhverfis - og auðlindafræði frá Háskóla Íslands. 31 Stefndi telur r étt hjá stefnanda að tilgreint meistarapróf sé metið Kristínu til launa og þessar staðhæfingar stefnanda fel i þannig í sér óumdeildar staðreyndir, sem jafnframt fel i í sér að stefn di h afi í hvívetna haft í heiðri samningsskuldbindingar sínar samkvæmt grein 5 í stofnanasamningi og metið MS - próf Kristínar til fjögurra launaflokka. Samkvæmt óumdeildum staðreyndum þessa máls get i það ekki átt við rök að styðjast að stefndi hafi brotið g egn grein 5 í stofnanasamningi. Dómkrafa stefnanda sé í þessum efnum í beinni andstöðu við tilgreindan málatilbúnað stefnanda sjálfs og þau gögn sem hann hafi lagt fram . 32 Þá telur stefnd i óljóst á hvern hátt hann eigi að hafa brotið gegn grein 9 í stofnana samningi. Stefnandi h afi engum rökum te fl t fram er l úti að því ákvæði. Raunar hátt i svo til að tvær greinar stofnanasamningsins séu númer 9, annars vegar ákvæði um endurskoðun og hins vegar ákvæði er l úti að gildistöku stofnanasamningsins. Hvorugt ákvæðið h afi stefndi brotið og stefnandi hafi raunar 9 ekki rökstutt það á neinn hátt að slíku broti sé til að dreifa. Í ljósi þessa sýnist stefnda einboðið að vísa verði kröfugerð stefnanda frá hvað þetta tiltekna ákvæði snerti ef stefnandi f alli ekki frá kröfugerð í þessum efnum enda sé stefnda með öllu ótækt að taka til varna gagnvart svo óútskýrðum málatilbúnaði eins og þeim er l úti að þessu tiltekna ákvæði. 33 Að mati stefnda snúist ágreiningur aðila í raun einvör ðungu um grein 6.1 í stofnanasamningi . Krafa stefnanda byggist á því að stefndi hafi látið undir höfuð leggjast að hækka laun félagsmanns stefnanda, Kristínar S alóme Jónsdóttur , um fjóra launaflokka vegna m eistara gráðu hennar í arkitektúr á grundvelli grei nar 11.3.3.2. í kjarasamningi aðila og samvarandi ákvæðis í grein 6.1 í stofnanasamningi Umhverfisstofnunar og stefnanda. Þessu sé stefndi ósammála. 34 Af hálfu stefnanda sé lykilástæðum þess að ekki ber að hækka laun Kr i st í nar um fjóra launaflokka, umfram þá sem hún hefur þegar notið, í raun haldið til haga í stefnu , þ.e. a ð meistaragráðan verð i að nýtast í starfi og jafnframt vera á fagsviði viðkomandi starfs. Á hvoru tveggja skortir. 35 Stefndi bendir á að málsaðilar séu bundnir af úrskurði lögbundins gerðardó ms frá 14. ágúst 2015 sem settur hafi verið á laggirnar samhliða því að verkföll stefnanda, annarra aðildarfélaga Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga voru stöðvuð með sömu lögum. Það hafi verið með þeim úrskurði sem grunnur hafi ve rið lagður að því hvernig menntun skyldi metin til launaflokka , annars vegar sem hluti af grunnröðun í launaflokka og hins vegar hvernig persónubundin viðbótarmenntun sem nýttist í starfi skyldi metin. Notuð var sama útfærslan en eðli máls samkvæmt á sitt hvorum grunninum. Útfærslur gerðardómsins í þessum efnum hafi breytt þeim hluta kjarasamnings sem hafi ákvæði um stofnanasamninga að geyma, þ.e. 11. kafla. 36 Gerðardómurinn hafi kosið að hafa þann hátt á að fjalla efnislega um þær forsendur sem lutu að verke fni gerðardómsins og síðan tekið sérstaklega efnislega afstöðu til þeirra atriða sem samningsaðilar h e fðu tekist á um í kjarasamningsviðræðum í aðdraganda setningar laga nr. 31/2015. Þegar þannig h e f ð i verið höggvið á þá hnúta sem verið höfðu í viðræðum aðila hafi breytingarnar sem sú niðurstaða leiddi til verið færðar inn í viðeigandi kjarasamningsákvæði. Bendir stefn d i á að úrskurður gerðardómsins sé 43 blaðsíður og stefnanda sé ekki tækt að lesa einungis tvö ákvæði úrskurðarorðsins og rangtúlka þar a ð auki það sem þar standi. 37 BHM - félögunum, við breytingar á 11. kafla kjarasamningsins, að hafa hliðsjón af því sem fram kemur í vinnuskjali SNR frá 10. júní 2015 um þ S íðan sé því slegið föstu í umfjöllun í XI. kafla úrskurðarins , sem fjall i um launasetningu með tilliti til menntunar , að leggja efnislega til grundvallar tillögu SNR frá 10. júlí 2015 en þó með fjölgun launaflokka fyrir hverja námsgráðu umfr am það sem tillagan hafi gert 10 ráð fyrir. Efni tillögu stefnda , sem gerðardómurinn hafi lagt til grundvallar niðurstöðu sinni , hafi verið teki ð orðrétt upp í úrskurðinn: Sérstaklega skal meta formlega framhaldsmenntun sem lokið er með viðurkenndri prófgráðu og ekki er þegar metin við grunnröðun starfsins. Menntun þarf að nýtast í starfi og því miðað við að hún sé á fagsviði viðkomandi. 38 Stefndi telur að m eð þeirri niðurstöðu sinni, að útfæra annars vegar nákvæmlega hve marga launaflokka hver prófgráða fæli í sér inn í grunnröðun og hins vegar hve marga launaflokka viðbótarmenntun, sem væri umfram kröfur sem gerðar væru vegna starfs hafi gerðardómurinn í raun verið að útfæra, hlutbinda og gera bæði g a gnsætt og fyrirsjáanlegt hvernig nám , sem lyki með formlegri gráðu , endurspeglaðist í ákvörðun launaflokka. Með ákvörðun sinni hafi gerðardómurinn þar með tekið af skarið um ágreiningsmál , sem hafi verið við lýði að minnsta kosti frá 2001 , með því að fjalla um það í grein 11.1.3 og grein 11.1 .3.1 kjarasamnings aðila frá 26. júlí 2001, að við gerð stofnanasamnings ætti meðal annarra upptalinna atriða , sem horfa mætti til við grunnröðun starfa og í samningum um persónubundna þætti , að horfa til aukinnar hæfni starfsmanna vegna formlegs framhalds náms. 39 Gildandi stofnanasamningur aðila sé síðan ljós í þessum efnum og í fullu samræmi við kjarasamning. Efni greinar 6.1 um viðbótarmenntun sé svo sótt til greinar 11.3.3.2 . 40 Þegar horft sé til þessara ákvæða og samhengis þeirra við önnur ákvæði og forsend ur gerðardómsins, telur stefndi blasa við að túlkun og beiting stefnda sé rétt. Grunnröðun launa viðkomandi starfs sé fundi n með því að innifela þá launaflokka sem leiða af æðra menntunarstigi en grunnmenntun, Bakkalárprófi, BA, BS eða B.Ed - gráðu. E f viðko mandi búi að persónubundnum þætti eins viðbótarmenntun umfram það sem starfslýsing krefst , sé umbunað fyrir það með skilgreindum fjölda launaflokka. 41 Stefndi bendir á að m álsaðilar séu bundnir af þessum ákvæðum , enda hafi þau verið hluti af kjarasamningi al lt frá því gerðardómurinn var kveðinn upp 14. ágúst 2015. Að mati stefnda blasi jafnframt við að kröfugerð stefnanda eigi ekki við rök að styðjast þegar hugað sé að réttindum þess félagsmanns sem nafngreindur sé í dómkröfu stefnanda. 42 M eistaragráða Kristínar S alóme Jónsdóttur í umhverfis - og auðlindafræði frá árinu 2014 hafi verið metin til fjögurra launaflokka við grunnröðun starfs hennar á grundvelli greinar 5 , eins og óumdeilt sé með málsaðilum , enda nýtist það nám beinlínis í starfi hennar hjá Um hverfisstofnun. 43 Að mati stefnda nýtist m eistaragráða Kristínar í arkitektúr hins vegar ekki í starfi hennar hjá stofnun inni . Svo sérstaklega st andi á að í öndverðu, við ráðningu Kristín ar , hafi það verið sú gráða sem hefði dugað henni til þess að hún teldi st fullnægja þeim hæfnis kröfum, sem gerð ar hafi verið til umsækjenda, þ.e. að vera með 11 framhaldsmenntun. Staðreyndin sé hins vegar sú að sú námsgráða h afi lítt eða ekki nýst í starfi í þágu stofnunarinnar og raunar ekkert frá árinu 2009. 44 Á kvæði stofnanasa mnings um viðbótarmenntun á grunni úrskurðar gerðardómsins frá 14. ágúst 2015 s tandi en samhliða því að skerpa á því hvernig menntun sé metin til launaflokka með því að gera útfærslu viðeigandi ákvæða kjarasamnings hlutrænni og g a gnsærri, hafi gerðardómurinn áréttað sérstaklega að menntun þyrfti bæði að vera á viðkomandi fagsviði og nýtast í starfi. 45 Stefndi byggir á því, að f rá og með 1. júní 2016, þegar stofnanaþáttur 11. kafla kjarasamnings hafi tekið gildi samkvæmt úrskurði gerðadóms, hafi þannig ekki verið lengur fyrir hendi skilyrði greinar 11.3.3.2 í kjarasamningi til að greiða Kristínu viðbótarlaun á grundvelli arkitektúrnáms hennar. Sú menntun sé ekki á fagsviði sérfræðingsstarfs hennar hjá Umhverfisstofnun og því nýtist sú menntun henn i ekki í starfi. Við blasi af gögnum málsins að þau störf sem Kristín inn i af hendi hjá Umhverfisstofnun séu ekki arkitektastörf. Ólíku sé þar saman að jafna við MS - gráðu hennar í umhverfis - og auðlindafræði sem hún hafi aflað sér samhliða starfi sínu hjá stofnuninni og metin sé á grundvelli greinar 5. Sú menntun sé á fagsviði starfs hennar og nýtist bæði henni og stofnu ni nni í því starfi sem hún gegni. 46 Stefndi telur að ef kröfugerð stefnanda næði fram að ganga myndi Kristín njóta fjögurra launaflokka hækku nar fyrir nám sem nýtist ekki vinnuveitanda hennar, þvert gegn skýrum fyrirmælum í úrskurði gerðardóms um að menntunin þurfi að nýtast í starfi. Öndverð túlkun stefnanda f ái því ekki staðist og mótmæl ir stefndi henni sem rangri, órökstuddri og ósannaðri. 47 S tefndi bendir á að niðurstaða gerðardóms samkvæmt lögum nr. 31/2015 , um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, fel i í sér lögbundna takmörkun á samningsfrelsi samningsaðila, sem h af i verið slegið föstu fyrir dómstólum að standist stjórnarskrá. Þegar svo hátt i til verð i sá skýringarkostur á orðum gerðardómsins , sem varlegastur sé, sá sem öll rök stand i til. Niðurstaða gerðardóms sem til hafi verið stofnað með þessum hætti verð i ekki t úlk uð rúmt eða á einhvern hátt með rýmkandi skýringu. Í þeim efnum verði einnig að horfa til eðlilegrar orðskýringar á þeim forsendum sem gerðardómurinn hafi lagt til grundvallar niðurstöðu sinni. Séu þessi sjónarmið höfð í heiðri sé ekkert rými til svo rúmrar túlkunar sem stefnandi legg i til grundvallar. Þá leyfi texti gerðardómsins ekki ályktanir stefnanda. 48 Að síðustu byggir stefndi á því að frá því að gerðardómurinn hafi ver i ð kveðinn upp hafi málsaðilar ítrekað sest að samningaborðinu og fjallað þar m eðal annars um ákvæði um stofnanasamninga og menntunarákvæði þau sem dómsmál þetta l úti að. Þannig hafi stefnandi og fjármálaráðuneytið gert með sér samkomulag um breytingu á úrskurðarorði gerðardóms 16. janúar 2017 um ákvæði greinar 11.3.3.1 , án þess að vi kið hafi verið að kröfum í anda þeirra sem grundvalla málsókn stefnanda. Í þessu 12 sambandi árétti stefndi að rétt ríflega mánuði fyrr, 5. desember 2016, hafi stefnandi sent bréf til allra stofnana stefnda , sem félagsmenn stefnanda starfi hjá , þar sem árétta ð hafi verið að niðurstöður gerðardómsins hvað varðar menntunarákvæðin væru túlkuð með öðrum hætti af hálfu stefnanda en ráðuneytið h e f ð i kynnt í leiðbeiningum til stofnana 49 S tefnandi hafi í raun aldrei hreyft einstaklingsbundnum ágreiningi um málefni Krist ínar S alóme Jónsdóttur við stefnda eða Umhverfisstofnun fyrr en með þingfestingu stefnu þessa máls. S ýnist málið lítt eða ekki lúta að grundvallarágreiningi um túlkun stofnanasamnings eða á gerðardómi samkvæmt lögum 31/2015 , heldur m iklu fremur að orðskýri ngu á því hvaða menntun nýtist í starfi og sé á fagsviði viðkomandi starfs. Að mati stefnda sé ótvírætt að það sé á valdi stefnda að leggja mat á það hvaða menntun hann telji nýtast sér og sé á fagsviði viðkomandi starfs. Þar sé beinlínis við forsendur ger ðardóms að styðjast þar sem segi að gerðardómurinn fallist á þau rök að það sé eðlileg krafa vinnuveitanda að viðbótargreiðslur fyrir menntun skuli miðast við að hún nýtist starfsmanni til að rækja það starf sem hann er ráðinn til. Vilji stefnandi halda öð ru fram sé það tvímælalaust á hans ábyrgð að færa sönnur á staðhæfingar sínar í þ ví tilliti. Engri slíkri sönnun sé hér til að dreifa og það leiði til sýknu stefnda. 50 Til stuðnings sýknukröfu vísar stefndi til kjarasamninga aðila og samþykkt ra breyting a og framlenging ar kjarasamningsins frá 2 001. Einnig er vísað til laga nr. 94/1986 og laga nr. 80/1938 , eftir þv í sem við get i átt. Krafa um málskostnað styðst við 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 80/1938. Niður staða 51 Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 52 Stefnandi krefst viðurkenningar á því að brotið hafi verið gegn nánar tilgreindum ákvæðum í stofnanasamningi milli stefnanda og Umhverfisstofnunar með því að raða ekki starfsmanninum Kristínu Salóme Jónsdóttur, sem er félagsmaður í stefnanda, í launaflokk 24 - 5 á tímabilinu 13. mars 2017 til 1. september 2017 og í launaflokk 24 frá og með þeim tíma. Samkvæmt þessari framsetningu krö fugerðarinnar lýtur sakarefnið að því hvort ákvæði stofnanasamningsins leiði óhjákvæmilega til þess að raða beri starfsmanninum í umræddan launaflokk. Af málatilbúnaði aðila verður ráðið að meginágreiningur þeirra sé um hvernig meta eigi framhaldsmenntun h ennar á háskólastigi til launaflokkahækkana samkvæmt stofnanasamningnum. 53 Í málinu liggur fyrir kjarasamningur stefnanda og stefnda, sem undirritaður var 28. febrúar 2018, og gilti til 31. mars á þessu ári. Samkvæmt venju og með hliðsjón af 2. gr. 12. gr. laga nr. 94/1986 er áfram farið eftir þeim samningi uns nýr kjarasamningur hefur verið gerður. Í 11. kafla kjarasamningsins er fjallað um stofnanasamninga. Í 13 grein 11.1.1 kemur fram að stofnanasamningar séu hluti kjarasamnings og gerður milli stofnunar og stéttarfélags um aðlögun tiltekinna þátta kjarasamningsins að þörfum stofn unar og starfsmanna, með hliðsjón af eðli starfsemi, skipulagi og/eða öðru því sem gefur stofnuninni sérstöðu. Þar segir einnig að samstarfsnefndir eða sérstakar nefndir samkvæmt grein 11.1.3.4 annist gerð og breytingar stofnanasamnings. Þá er þar mælt fyr ir um að viðræður um stofnanasamning skuli fara fram undir friðarskyldu. 54 Í grein 11.1.3 í kjarasamningnum kemur fram að í stofnanasamningi skuli semja um grunnröðun starfa og hvaða þættir eða forsendur skuli ráða röðun þeirra. Skuli þá miða við viðvarandi og stöðugt verksvið. Þá sé heimilt að semja um persónubundna þætti sem geri menn hæfari en ella til þess að sinna viðkomandi starfi. Nánar er fjallað um þá þætti sem hér kom a til álita í grein 11.1.3.1. Þar segir meðal annars í 3. tölulið að þar undir fal li þættir sem auki hæfni starfsmanns og tekið fram að það geti tengst og þekkingar sem að gagn i formlegt framhaldsnám 55 Greinar þær sem að framan eru raktar eiga rætur að rekja til kjarasamninga sem gerðir voru fyrir verkfall aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM), þ. á m. stefnanda, árið 2015, er lauk með setningu fyrrgreindr a laga nr. 31/2015. Fyrir 2015 voru gerðir stofnanasamningar milli stefnanda og Umhverfisstofnunar og hefur stofnanasamningur frá 23. júní 2006 milli þeirra verið lagður fyrir Félagsdóm ásamt viðauka við hann frá 21. desember 2007. Þar er í 5. gr. fjallað um grunnröðun starfa í launaflokka og mælt fyrir í 6. gr. um tilteknar launaflokkahækkanir vegna tilgreindrar framhaldsmenntunar á háskólastigi. Meistarapróf eða sambærilegt nám veitti t.d. tvo launaflokka hjá sérfræðingum og einn launaflokk hjá fagstjórum 56 Eins og vikið hefur verið að tók gerðardómur samkvæmt lögum nr. 31/2015 í úrskurði sínum 14. ágúst 2015 m.a. afstöðu til ágreinings BHM - félaganna við stefnda um launasetningu með tilliti til men ntunar. Í forsendum úrskurðarins er vikið að kröfu BHM - félaganna um þetta atriði og viðbrögðum samninganefndar stefnda við henni. Tekið er fram að gerðardómurinn telji rétt að taka til greina kröfu BHM - félaganna um tt lágmarksákvæði um það hvernig viðbótarme n fara eftir tillögu samninganefndar stefnda frá 10. júlí 2015 í þessu efni með þeirri eins og SNR bauð, þá skuli hækkunin vera 2 álagsþrep fyrir diplómu og að meistaragráða leiði til hækkunar um 4 þrep en ekki 2 þrep eins og SNR bauð og dokto sérregla ætti að gilda um stefnanda, FÍN, þar sem launatafla þeirra væri byggð upp 14 með öðrum hætti. Í stað tveggja álagsþrepa hækkunar í launatöflu þess félags kæmi tveggja launaflokka hækkun. 57 starfi við gildistöku kjarasamningsins. Stæði þannig á skyldi viðkomandi halda áunnum kjörum sínum, en ekki vera lækkaður í flokkum/þrepum vegna hugsanlegrar 58 Eins og rakið er í málavaxtalýsingu var kjarasamningur aðila framlengdur frá 1. mars 2015 til 31. ágúst 2017 með úrskurðaro rði gerðardómsins . Þar eru raktar breytingar á kjarasamningnum sem leiddu af 5. gr. úrskurðarorðanna en með greininni urðu verulegar breytingar á 11. kafla samningsins. Þessar breytingar koma fram í greinum 11.3.2 og 11.3.3 í gildandi kjarasamningi aðila f rá febrúar 2018 en þar er einnig tekið mið af samkomulagi aðila 17. janúar 2017 um tilteknar breytingar á úrskurðarorði gerðardóms. Síðara ákvæðið lýsir þeim þáttum sem eiga að ákvarða röðun starfa í launaflokka, þar á meðal þýðingu viðbótarmenntunar umfr am grunnmenntun á háskólastigi. Eins og lýst hefur verið leiðir slík viðbótarmenntun til launaflokkahækkunar annars vegar á grundvelli greinar 11.3.3.1, þegar gerð er krafa um slíka menntun til að viðkomandi fái gegnt starfinu, og hins vegar á grundvelli g reinar 11.3.3.2, þegar viðbótarmenntun nýtist í starfinu án þess að hennar sé krafist. 59 Stofnanasamningur aðila sem deilt er um í þessu máli er frá 11. júlí 2017, en þá voru tæp tvö ár liðin frá því að úrskurður gerðardóms féll. Samningurinn gilti þó frá 1. júní 2016 eins og segir í 9. gr. hans. Í 4. gr. samningsins er fjallað um starfaskilgreiningar og grunnröðun starfs í samræmi við grein 11.1.3 og grein 11.3.3.1 í kjarasamningi aðili sem raktar hafa verið. Þar eru í grein 4.2 skilgreind starfsheiti og þ eim raðað í mismunandi launaflokka. Í lýsingu starfsheitanna koma fram ólíkar kröfur til ábyrgðar og verkefna eins og ráðgert er samkvæmt grein 11.3.2 í kjarasamningi aðila. Þar kemur fram að starfi sérfræðings sé raðað í launaflokk 14. 60 Í 5. gr. stofnanasa mningsins er skírskotað til greinar 11.3.3.1 í kjarasamningnum, sbr. úrskurð gerðardóms, með eftirfarandi orðum: Ef gerð er krafa um viðbótarmenntun umfram grunnmenntun (BA/BS) skv. starfslýsingu skal taka tillit til hennar í samræmi við úrskurð gerðardóm s (11.3.3.1) frá 14. ágúst 2015, sbr. samkomulag FÍN og fjármála - og efn a hagsráðherra f.h. ríkissjóðs frá 15. janúar 2017: Diplóma/BA/BS hons (eitt ár umfram BA/BS gráðu) 2 launaflokkar MA/MS próf eða sambærilegt 4 launaflokkar Dr. próf eða sambærilegt 6 launaflokkar 15 61 Í grein 6.1 í stofnanasamningnum er að finna ákvæði sem á sér samsvörun í grein 11.3.3.2 í kjara sa mningnum eins og honum var breytt með úrskurði gerðardóms. Þar segir orðrétt eftirfarandi: Sérstaklega skal meta formlega framhaldsmenntun s em lokið er með viðurkenndri prófgráðu og ekki er þegar metin við grunnröðun starfs. Menntunin þarf að nýtast í starfi og því miðað við að hún sé á fagsviði viðkomandi. Miða skal við að: Di plóma /BA/BS hons (eitt ár umfram BA/BS gráðu) 2 launaflokkar MA/MS próf eða sambærilegt 4 launaflokkar Dr. próf eða sambærilegt 6 launaflokkar Styttra formlegt nám skal metið með sambærilegum hætti. 62 Samkvæmt framlögðum ráðningarsamningi var Kristín Salóme Jónsdóttir ráðin sem sérfræðingur til Umhverfisstofnunar árið 2007 að undangengnu umsóknarferli. Í auglýsingu um starfið kom fram að krafa væri gerð um framhaldsmenntun á sviði náttúru - og raunvísinda eða sambærilega menntun sem nýttist í starfi. Helstu verkefnum var lýst þannig: umsagnir um mat á umhverfisáhrifum framkvæ mda, skipulagsáætlanir og umhve r fismat áætlana framsetning gagna í landupplýsingakerfi eftirlit með framkvæmdum verkefni er varða löggjöf á verksviði stofnunar samskipti við fyrirtæki og stofnanir hérlendis og erlendis. 63 Kristín Salóme hafði lokið m eistara námi í arkitektúr við Háskólann í Oulu í Finnlandi árið 1979 og uppfyllti samkvæmt því þær menntunarkröfur sem komu fram í auglýsingu. Hún lauk enn fremur m eistara námi í umhverfis - og auðlindafræði frá Háskóla Íslands árið 2014. 64 Í málinu liggja fyrir star fslýsingar á starfi því sem Kristín Salóme gegnir. Í starfslýsingu frá 2015 segir að menntunar - og hæfniskröfur séu framhaldsmenntun á sviði náttúru - eða raunvísinda. Sama segir í ódagsettri starfslýsingu á starfi hennar. Raunar er ágreiningslaust að fjóru m launaflokkum hefur verið bætt við grunnröðun starfsins á grundvelli 5. gr. stofnanasamningsins. Byggist sú hækkun á m eistaragráðunni í umhverfis - og auðlindafræði frá 2014. Enn fremur liggur fyrir að 16 Kristín Salóme fær tvo launaflokka til viðbótar vegna sérstakrar þekkingar sem hún hefur aflað sér. Samkvæmt því hefur henni verið raðað í launaflokk 20 (14+4+2). 65 Stefnandi telur að Kristín Salóme eigi tilkall til fjögurra launaflokka til viðbótar vegna fyrrgreindrar m eistara gráðu í arkitektúr, sbr. grein 6.1 í stofnanasamningnum. Stefndi mótmælir því og vísar til þess að sú framhaldsmenntun nýtist hvorki í starfi né sé hún á fagsviði viðkomandi starfs. Ágreiningur aðila lýtur einkum að þessu atriði. 66 Við túlkun á gildandi stofnanasamningi verður einkum að lít a til orðalags hans. Þar sem áskilið er í grein 6.1 að formleg framhaldsmenntun hafi ekki verið metin við grunnröðun starfsins samkvæmt 5. gr., og í ljósi tilurðar þessara greina, verður að túlka þær í samhengi hvora við aðra. Eins og rakið hefur verið eig a báðar greinarnar rætur að rekja til ákvæða kjarasamnings aðila eins og honum var breytt með úrskurði gerðardóms 14. ágúst 2015. Forsendur úrskurðar gerðardóms fylgdu úrskurðarorðunum og eru báðum samningsaðilum kunnar. Með því að þeir hafa við gerð stofn anasamnings lagt úrskurðarorð gerðardómsins til grundvallar, án þess að séð verði að gerður hafi verið fyrirvari við birtar forsendur gerðardómsins, er rétt að hafa þær til hliðsjónar við túlkun ákvæðanna svo langt sem þær ná og að því leyti sem orðalag þe irra veitir ekki skýra leiðsögn. 67 Eins og áður segir gerir grein 6.1 í stofnanasamningnum, sem og grein 11.3.3.2 í kjarasamningi aðila, kröfu um formlega framhaldsmenntun sem lokið er með viðurkenndri prófgráðu sem ekki hefur þegar verið metin við grunnröðu n starfsins. Samkvæmt efni sínu einskorðast ákvæðið því ekki við þá aðstöðu þegar starfsmaður, sem lokið hefur framhaldsmenntun, gegnir starfi þar sem einungis er krafist grunnmenntunar. Þá gerir ákvæðið heldur ekki að skilyrði að viðkomandi hafi aflað sér viðbótarmenntunar í sama fagi og krafist er til að hann fái gegnt starfinu. Hins kemur fram að þ að sé eðlileg krafa að viðbótargreiðslur fyrir menntun taki mið af því almennt hæfni starf smanna, en er ólíklega sá eiginleiki eða kunnátta sem viðkomandi vinnuveitandi er að sækjast eftir við ráðningu starfsmannsins. Því fellst gerðardómur á að rétt sé og eðlilegt, að við röðun starfsins í launaflokka skuli miða við að menntun sé á fagsviði vi kynna að umrædd skilyrði fléttist saman. Ber að leggja þann skilning í ákvæðið að viðbótarmenntunin þurfi að nýtast í starfinu og sé á fagsviði sem tengist því. 68 M eistara nám Kristínar Salóme í arkitektúr er formleg framhaldsmenntun. Henni lauk með viðurkenndri prófgráðu sem hefur ekki þegar verið metin við grunnröðun starfsins. Þegar Kristín Salóme hóf störf sem sérfræðingur við Umhverfisstofnun var arkitektanám hennar talið uppfylla hæfiskrö fur, sem komu fram í auglýsingu, um framhaldsmenntun á sviði náttúru - og raunvísinda eða sambærilega menntun sem 17 nýttist í starfi. Samkvæmt fyrirliggjandi starfslýsingum, sem ekki hafa tekið verulegum breytingum á starfstíma Kristínar Salóme, hafa verkefni hennar frá því að hún var ráðin til starfa árið 2007 lotið að umsögnum um skipulagsáætlanir, þ.e. svæðis - , aðal og deiliskipulagsáætlanir, þar með talið við mat á umhverfisáhrifum skipulags. Þegar til þessa er litið er nægjanlega fram komið að menntunin n ýtist henni í viðkomandi starfi og að hún sé á fagsviði sem tengist því. Því ber að taka til greina málsástæðu stefnanda um að Kristín Salóme eigi tilkall til fjögurra launaflokka hækkunar á grundvelli greinar 6.1 í stofnanasamningi aðila. 69 Samkvæmt framan sögðu bar að raða Kristínu Salóme í launaflokk 24 - 5 þann tíma sem tilgreindur er í kröfugerð stefnanda og launaflokk 24 eftir það. Þar sem það var ekki gert verður krafa stefnanda um viðurkenningu á broti stefnda á grein 6.1 í stofnanasamningi aðila tekin til greina. Hins vegar liggur ekkert fyrir um að stefndi hafi brotið gegn öðrum ákvæðum samningsins sem tilgreind eru í kröfugerð stefnanda. Því kemur ekki til álita að viðurkenna brot stefnda á þeim ákvæðum. 70 Eftir þessum úrslitum verður stefnda gert að gr eiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 500.000 krónur. Dómsorð: Viðurkennt er að stefndi Umhverfisstofnun hafi brotið í bága við grein 6.1 í stofnanasamningi milli stefnanda, Félags íslenskra náttúrufræðinga, og stefnda 11. júlí 2017, með því að hafa ekki raðað Kristínu Salóme Jónsdóttur, kt. 080751 - 4199, í launaflokk 24 - 5 frá 1. júní 2016 til 1. september 2017, og í launaflokk 24 frá og með 1. september 2017. Stefndi greiði stefnanda 500.000 krónur í málskostnað.