FÉLAGSDÓMUR Dómur þriðjudaginn 16. febrúar 20 2 1 . Mál nr. 1 3 /20 20 : Alþýðusamband Íslands vegna Sjómannasambands Íslands ( Birna Ketilsdóttir lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins vegna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi . ( Ragnar Árnason lögmaður ) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 2 . febrúar sl. Mál ið dæma Kjartan Bjarni Björgvinsson , Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson , Valgeir Pálsson og Karl Ó. Karlsson . Stefnandi er Alþýðusamband Íslands fyrir hönd Sjómannasambands Íslands , Guðrúnartúni 1 í Reykjavík . Stefndi er Samtök atvinnulífsins v egna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi , Borgartúni 35 í Reykjavík . Dómkröfur stefnanda 1 Að viðurkennt verði með dómi að umsamin 0,5% hækkun á skiptaverðmætishlutfalli vegna afla sem seldur er t il eigin vinnslu innanlands, sbr. 2. mgr. 1.29.1. gr. í kjarasamningi milli Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins annars vegar og Sjómannasambands Íslands hins vegar, dags. 18. febrúar 2017, haldi gildi sínu þar til um annað verði sam ið milli aðila. 2 Þá er gerð krafa um að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað . Dómkröfur stefnda 3 Stefndi krefst þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða honum málskostnað að mati dómsins. Málavextir 4 Þann 18. febrúar 2017 skrifuðu stefndi Samt ök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sam tök atvinnulífsins undir kjarasamning við stefnanda Sjómannasamband Íslands . Gi ldistími kjarasamning s ins var frá 18. febrúar 2017 til 1. desember 2019. 5 Aðilar sömdu meðal annars um að á meðan unnið væri að bókun um heildarendurskoðun kjarasamnings á gildistíma samningsins , skyldi skiptaverðmætishlutfall samkvæmt olíuverðsviðmiðun að lágmarki vera 70,5% hjá 2 útgerðum sem seldu afla til eigin vinnslu innanlands, sbr. ákv æði 1.29.1 í kjarasamningi aðila. 6 Bókunin sem vísað var til í ákvæðinu var bókun C við kjarasamnin ginn . S amkvæmt henni sömdu aðilar um að á gildistíma kjarasamningsins skyldi fara fram heildarendurskoðun á samningi aðila. Þannig ætti að færa orðalag einst akra greina til nútímans, fella greinar brott ef ástæða væri til og bæta greinum inn ef þörf væri á til að endurspegla þróun og breytt vinnubrögð útgerðar fiskiskipa og starfa fiskimanna. 7 Í bókuninni var einnig kveðið á um að skipa skyldi starfshóp til að vinna að þessu verkefni en hann skyldi skipaður fjórum fulltrúum stefnda sem og fjórum fulltrúm sem tilne f ndir væru sameiginlega af stefnanda , Félag i vélstjóra og málmtæknimann a , Farmanna - og fiskimannasambandi Íslands og Sjómannafélagi Íslands. Sagði jafnframt í bókuninni að samningsaðilar skyldu gera ríkissáttasemjara grein fyrir framgangi bókunarinnar reglulega, þ.e. í september, janúar og maí hvert ár á samningstímanum. Þá sa gði þar að fundir skyldu haldnir ekki sjaldnar en einu sinni í mánuði á skrifstofu ríkissáttasemjara. Loks var mælt fyrir um það í bókuninni að starfshópurinn skyldi hefja störf innan mánaðar frá því að kjarasamningur aðila væri samþykktur og miða við að h afa lokið störfum sínum eigi s í ðar en 1. júlí 2019. 8 Fyrir liggur að stefndi gerði samdægurs kjarasamninga við Sjómanna - og vélstjórafélag Grindavíkur, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Verkalýðsfélag Vestfirðinga, en allt eru þetta félög sjómanna. Þá gerði stefndi kjarasamning við Farmanna - og fiskimannasamband Íslands, dags. 24. júní 2016 , ásamt viðauka, dags. 12. maí 2017. 9 Í þessum kjarasamningum eru samhljóða ákvæði um skiptaverðmætishlutfall í tengslum við heildarendurskoðun kjarasamninganna á gil distíma þeirra . Þá eru þar einnig ákvæði um starfshóp sem átti að sinna verkefninu og var miðað við það að hópurinn hæfi störf innan mánaðar frá því að samningur var samþykktur . Einnig var miðað við að hópurinn lyki störfum eigi síðar en 1. júlí 2019 . 10 Í gö gnum málsins liggur fyrir kynningarefni frá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna og Sjómanna - og vélstjórafélagi Grindavíkur um kjarasamninga félaganna við stefnda. Í kynningarefni fyrrnefnda félagsins , dags. 18. febrúar 2017 segir m.a. svo um hlutfall skipt averðmætis lágmarki 70,5% hjá útgerð sem selur afla til eigin vinnslu innanlands. Ákvæðið gildir Sjómanna - og vélstjórafélags Grindavíkur , sem þá var eitt aðildarfélaga stefnanda og dagsett er sama dag , segir í umfjöllun um samræmi við breytt olíuviðmið. Á meðan unnið er að bókun um heildarendurskoðun kjarasamnings á gildistím 11 Stefndi sendi félag s mönnum sínum einnig kynningarefni vegna nýrra kjarasamninga þann 22. febrúar 2017 þar sem settar eru fram upplýsingar um helstu dagsetningar . 3 Segir þar meðal annars að olíuverðsviðmiðun 70,5% falli niður 1. júlí 201 9 í tengslum við vinnu við bókun um heildarskoðun kjarasamnings. Í umfjöllun um olíuviðmið kemur að sama skapi fram að 0,5% álagið skuli falla niður 1. júlí 2019. 12 Ágreiningslaust er að starfshópur samkvæmt bókun C tók til starfa eftir að kjarasamningur aði la var undirritaður. Í gögnum málsins er hins vegar ekki að finna neinar upplýsingar um fundi starfshópsins. Ekki er deilt um að starfshópurinn hafi fundað fullskipaður 11. nóvember 2019 og að haldinn hafi verið fundur í minni hóp i 20. nóvember 2019 um stæ rðarviðmiðanir skipa. Af gögnum málsins verður hins vegar ekki ráðið hvort og þá hvernig starfshópurinn hafi starfað eftir þann tíma. 13 Rétt áður en gildistíma kjarasamnings aðila lauk 1. desember 2019 gerðu aðilar viðræðuáætlun vegna endurnýjunar kjarasamn ings 28. nóvember 2019. Kröfugerðir viðsemjenda stefnda voru kynntar stefnda og ljóst eftir framlagningu þeirra að ekki yrði um samflot að ræða eða sameiginlega nálgun af hálfu stéttarfélaganna. 14 K jarasamningur aðila rann út 1. desember 2019 án þess að hei ldarendurskoðun samningsins væri lokið . Sama dag runnu út aðrir kjarasamningar stefnda við sambönd og félög sjómanna, að frátöldum kjarasamningi Félags vélstjóra og málmtæknimanna sem féll úr gildi 1. október 2019. 15 Nýr kjarasamningur hefur ekki verið undirritaður frá því að kjarasamningur aðila rann út og eru kjarasamningar sjómanna því lausir. Ágreiningslaust er að eldri kjarasamningur hefur verið lagður til grundvallar í lögskiptum málsaðila um kaup og kjör. 16 Í kjölfar heimsfaraldur s COVID - 19 lækkaði heimsmarkaðsverð á olíu og hækkaði skiptaverð til sjómanna þegar aflinn er seldur til skyldra aðila með því úr 70,5% af verðmætinu í 75,5%. 17 Með bréfi , dags. 6. maí 2020, tilkynnti stefndi stefnanda, ásamt öðrum verkalýðsfélögum, um afnám 0,5% hækkunar á skiptaverðmætishlutfalli á afla sem seldur er til eigin vinnslu innanlands . Í bréfinu vísaði stefndi til síðustu kjarasamninga við sjómenn þar sem samið var um að skiptaverðmætishlutfall samkvæmt olíuverðsviðmiðun væri að lágmarki 70,5% hjá útgerðum sem seldu afla til eigin vinnslu innanlands, á meðan unnið væri að bókun um heildarendurskoðun kjarasamninga á gildistíma viðkomandi samnings. 18 Í sama bréfi lýst i stefndi því síðan yfir að frá og með 1. júní 2020 yrði afnumin 0,5% hækkun á skiptaverðmætishlutfalli vegna afla, sem seldur væri til eigin vinnslu innanlands, þar sem um tímabundna breytingu hafi verið að ræða . Í bréfi stefnda sagði að þessi breyting hafi verið skilyrt við vinnu við bókun um heildarendurskoðun kjara samninga á gildistíma þeirra. Vísaði stefndi jafnframt til þess að nú lægju fyrir undirritaðar viðræðuáætlanir og kröfugerðir allra hlutaðeigandi, auk þess sem samning a nefndir færu með samningsumboð. S tarfshópur inn sem skipaður var og vann 4 að bókun inni hef ði því hvorki hlutverk né umboð til frekari vinnu við heildarendurskoðun. 19 Stefnandi svaraði bréfi stefnda með bréfi, dags. 7. maí 2020 . Í bréfinu mótmælt i stefnandi því að stefndi gæti með einhliða yfirlýsingu breytt kjarasamningi milli aðila . Benti stefna ndi á að samningstími kjarasamningsins frá 18. febrúar 2017 hafi verið tímabundinn samkvæmt ákvæði 1.45. 20 Í bréfi stefnanda til stefnda var jafnframt vísað til meginregl u nnar um að ákvæði kjarasamnings gil tu þar til nýr kjarasamningur væri gerður og að nýr samningur miðaðist þá við lok gildistíma hins fyrri. Aðilar hafi þó ekki alltaf virt viðmið um gildistíma en inntak reglunnar um að eldri kjarasamningur gil ti þar til nýr væri gerður hefði verið óumdeilt og ágreiningslaust. 21 Stefnandi tók í bréfi sínu und ir sjónarmið úr bréfi stefnda frá 6. maí 2020 um að vinnu við bókun með kjarasamningnum sem undirritaður var 18. febrúar 2017 hafi átt að vera lokið fyrir 1. júlí 2019, enda hafi báðir samningsaðilar verið með það metnaðarfulla verkefni að ljúka gerð nýs k jarasamnings fyrir 1. desember 2019. Til þess að svo mætti verða hafi verið nauðsynlegt að setja ákveðna pressu á aðila um að ljúka endurskoðuninni samkvæmt bókuninni ef takast ætti að undirrita nýjan kjarasamning strax þann 1. desember 2019. Þetta hafi ko mið fram í samtölum milli formanns samningsnefndar stefnda og fulltrúa stefnanda í aðdraganda þess að samningar voru undirritaðir. Þá hafi þessi skilningur jafnframt komið fram í samtölum milli aðila á samningstímanum. 22 Í framhaldinu benti stefnandi á að þ ótt ekki hafi tekist að ljúka þessari heildarendurskoðun fyrir tilsettan tíma, veitti það stefnda engan rétt til þess að afnema umrætt samningsákvæði einhliða enda væri endurskoðunin forsenda þess að samningar tækjust milli aðila um framlengingu á síðast g ildandi kjarasamningi. 23 Af gögnum málsins verður ekki séð að stefndi hafi svarað þessu bréfi stefnanda efnislega. Með tölv u pósti, dags. 27. maí 2020 , sendi Friðrik Þór Gunnarsson, hagfræðingur stefnda, tölvupóst á tilgreinda aðila þar sem olíuskjal fyrir júní 2020 var viðhengt. 24 Fulltrúi stefnanda svaraði þessum tölvupósti samdægurs og gerði athugasemd við að búið væri að taka út dálk um sölu innanland s þegar afli er seldur til skyldra aðila. Ítrekaði hann jafnframt afstöðu stefnanda að stefnda væri óheimilt að breyta þessu með einhliða yfirlýsingu líkt og þeirri sem send var út þann 6. maí 2020. Skiptaverð afla sem seldur væri innanlands til skyldra að ila ætti því að vera 77,5% frá og með 1. júní 2020 eins og tilgreint væri í ákvæði 1.29 .1 í kjarasamningi aðila. 25 A thugasemdum stefnanda var ekki svarað efnislega en með tölvupósti dags. 24. júní 2020 sendi hagfræðingur stefnda aftur tölvupóst á tilgreinda aðila þar sem olíuskjal fyrir júlí 2020 var viðhengt. 5 26 Í svari f ulltrú a stefnanda sem sent var samdægurs ítrekaði hann fyrri athugasemdir um að ekki væri tekið fram í skjalinu að skiptaverð, þegar afli er seldur skyldum aðilum, skuli vera 73,5%. Þá ítrekað i fulltrúi stefnanda fyrri sjónarmið um að kjarasamningurinn væri skýr um þetta atriði og að tilkynning stefnda frá 6. maí 2020 væri markleysa þar sem síðast gildandi samningur væri í gildi þar til nýr væri gerður . Það ætti einnig við um skiptaverð þegar a flinn væri seldur til skyldra aðila. 27 Þar sem ljóst hafi verið að aðila greini á um túlkun og gildi ákvæðis 1.29. 1 í kjarasamningi aðila taldi stefnandi óhjákvæmilegt að vísa málinu til Félagsdóms til að leysa úr ágreiningi aðila. 28 Við aðalmeðferð málsins 2. febrúar sl. gáfu skýrslu Valmundur Valmundsson, formaður samninganefndar stefnanda og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri stefnda. Málsástæður og lagarök stefnanda 29 Að mati stefnanda lýtur s akarefni þessa máls í meginat riðum að því hvort stefnda hafi verið heimilt að segja upp að hluta, einhliða og fyrirvaralaust, ákvæði 1.29.1 í kjarasamningi aðila, með yfirlýsingu líkt og þeirri sem stefndi sendi 6. maí 2020. 30 Stefnandi telur það stríða gegn meginreglum vinnuréttar og ákvæðum laga nr. 55/1980 að stefndi segi upp kjarasamning i aðila, hvort sem það er í heild sinni eða hluta . Í íslenskum vinnurétti verði sú meginregla talin gilda að jafnvel þó kjarasamningur renni sitt skeið skuli hann gilda um kjör viðkomandi starfsmanna þar til nýr kjarasamningur hafi verið gerður. 31 Stefnandi bendir á að í ákvæði 1.29.1 í kjara samning num sé fjallað um skiptaverð á afla innanlands og á vinnsluskipum . Samkvæmt ákvæði nu sk uli skiptaverðmætishlutfall sem tekur mið af gasolíuverði á heimsmark aði vera í samræmi við þær tölur sem getið er um í ákvæðinu. Þannig sk uli skiptaverð vera 80% af heildar aflaverðmætinu sé heimsmarkaðsverð á gasolíu 164,00 bandaríkjadoll arar eða lægra en 70% sé heimsmarkaðsverð á gasolíu 353,00 bandaríkjadoll arar eða hærra. Í 2 . mgr. greinarinnar segi síðan: gildistíma þessa samnings, skal útgerð sem selur afla til eigin vinnslu innanlands, þ.e.a.s. í viðskiptum milli skyldra aðila, skal skiptaverðmætishlutfall vera að lágmarki vera 70,5%. Aðrar tölur fyrir afla til 32 Stefnandi byggir á því að a ðilar hafi með þessu ákvæði samið um að skiptaverðmætishlutfall skyldi á gildistíma samnin gsins vera 0,5% hærra en ella þegar útgerð selur afla til eigin vinnslu innanlands, þ.e.a.s. í viðskiptum milli skyldra aðila. Í þessu felist að þegar skiptaverð innanlands er 70% af heildar verðmæti afla (þ.e. þegar heimsmarkaðsverð á olíu er 353,00 bandar íkjadollarar og hærra) eigi það 6 samkvæmt 2. mgr. ákvæðis 1.29. 1 í kjarasamning num að vera 70,5% þegar afli er seldur skyldum aðila. Lækki olíuverð þá hækk i skiptaverðmætihlutfallið í samræmi töfluna í ákvæði 1.29 .1 og þá fylgi 0,5% alltaf þeim breytingum þegar útgerð selur afla til eigin vinnslu innanlands, sbr . aðrar tölur fyrir afla til eigin vinnslu innanlands breytast til samræmis við þetta 33 Stefnandi byggir á því að á stæðan fyrir því að aði lar sömdu um þetta atriði hafi verið krafa sjómanna um hækkun skiptaverðs. Þegar aðilar rituðu undir kjarasamninginn í febrúar 2018 hafi einnig verið rætt um það að afnema tengingu skiptaverðs við olíuverð og skipta út heildarverðmætinu en stefnandi bendir á að lög nr. 24/1986 um Þeim lögum hafi síðan verið breytt með lögum nr. 21/1987 í kjölfar kjarasa m ning s milli sjómanna og Landssambands íslenskra útgerðarmanna þar sem olí uverð hafi verið tengt við skiptaverðið. Hluti af þeirri vinnu sem bókun C í kjarasamningi aðila hafi snúist um hafi verið að finna út hvernig best væri að standa að því að afnema olíuverðsviðmiðið enda hafi það verið og sé barns síns tíma. Þeirri vinnu sé aftur á móti ekki lokið. 34 Af hálfu stefnanda er vísað til þess að b ókun C í kjarasamningi aðila sn úi að heildarendurskoðun kjarasamningsins . A ðilar hafi verið sammála um að kjarasamningurinn yrði yfirfarinn í heild sinni á samningstímanum og að skipa ætti starfshóp til að vinna að því verkefni. M iðað hafi verið við að starfshópurinn hæfi s törf innan mánaðar frá því að samningurinn væri samþykktur og hefði lokið störfum eigi síðar en 1. júlí 2019. Samningur aðila hafi aftur á móti runnið út 1. desember 2019 án þess þó að vinn u við heildarendurskoðun samningsins samkvæmt bókun C, væri lokið. Stefnandi telur það ekki veita stefnda heimild til þess að semja nýtt ákvæði eða nýjan kjarasamning eða fella úr gildi ákvæði í kjarasamningi aðila án þe ss að gerður sé nýr samningur. 35 Stefnandi byggir málatilbúnað sinn aðallega á því að stefndi geti ekki, einhliða og fyrirvaralaust sagt upp ákvæði 1.29. 1 í kjarasamningi aðila með þeim hætti sem gert var. Vísar stefnandi þá til þess að kjarasamningur aðila frá 18. febrúar 2017 haldi gildi sínu þar til aðilar hafa skrifað undir nýjan kjarasamning og sé aðilum að samningnum óheimilt að breyta ákvæðum samningsins eða segja þeim upp einhliða. Það sama gildi um þær bókanir er fylgdu kjarasamningnum enda hafi þær bókanir og yfirlýsingar sem fylgdu kjarasamningnum sama gildi og kjarasamningurinn sjálfur og eiga að skoðast sem hluti hans . 36 Stefnandi byggir á því að þar sem aðilar haf i ekki undirritað nýjan kjarasamning og heildarendurskoðun kjarasamningsins sé þar með ólokið sé stefnda með öllu óheimilt að taka einhliða ákvörðun um að fella úr gildi hluta af ákvæði 1.29.1 í kjarasamningi . Á kvæðið sé enn í gildi þar til nýr kjarasamningur h afi verið undirritaður. Því til stuðnings bendir stefnandi á að aðilar haf i sammæ lst um það í tugi ára að síðast gildandi kjarasamningur gildi þar til aðilar undirrita nýjan samning. 7 37 Í því sambandi er á það bent að þegar kjarasamningar sjómanna losnuðu í janúar 2011 liðu rúmlega 6 ár þar til aðilar undirrituðu nýjan kjarasamning. Alla n þann tíma hafi aðilar farið eftir síðast gildandi samningi þegar kom að kaupum og kjörum sjómanna. Hafi það sýnt og sannað tilvist og inntak þeirrar meginreglu sem málatilbúnaður stefnanda í þessu máli byggir á. Stefnandi byggir á að það sama eigi að gil da nú og að kjarasamningnum verð i ekki breytt nema með nýjum samningi. Þangað til sé báðum aðilum óheimilt að segja tilteknum ákvæðum upp eða lýsa því yfir einhliða að tiltekin ákvæði gildi ekki lengur. 38 Stefnandi hafnar því sem stefndi heldur fram í bréfi sínu frá 6. maí 2020 að starfshópur inn sem skipaður var og vann að bókun C í kjarasamningi aðila, hafi hvorki lengur hlutverk né umboð til frekari vinnu við heildarendurskoðun kjarasamningsins. Í því sambandi bendir stefnandi á að þær dagsetningar sem settar voru fram í bókun C í kjarasamningi hafi einungis verið til viðmiðunar og settar inn til þess að setja ákveðna pressu á samningsaðila að ná saman um nýjan kjarasamning. Það hafi þó aldrei leikið neinn vafi á því að fulltrúar stefnda höfðu fullt umboð til þess að vinna í málum tengdum samningnum, þar með talið þeim bókunum er fylgdu samningnum, eftir þann tíma. 39 Hafi stefndi ekki talið sig hafa umboð til þess að vinna í málum tengdum samningnum eftir 1. júlí 2019 telur stefnand i með öllu óljóst hvenær stefndi tel ji sig hafa misst það umboð. 40 Í því sambandi bendir stefnandi á að samkvæmt 2. mgr. 23. gr. laga nr. 80/1938 skuli viðræðuáætlun gerð í síðasta lagi tíu vikum áður en gildandi kjarasamningur er laus. Þar sem kjarasamning ur aðila rann út 1. desember 2019 átt i viðræðuáætlun vegna kjaraviðræðna því að liggja fyrir um 20. september 2019. 41 Viðræðuáætlun milli aðila hafi þó ekki verið undirrituð fyrr en 28. nóvember 2019. Þá hafi kröfur aðila verið lagðar fram á fundi milli aði la þann 11. febrúar 2020 . Á fundinum hafi umboð enn fremur verið endurnýjuð og samningsnefndir hvors aðila um sig kynntar. E kkert hafi komið fram á fundinum af hálfu stefnda um að vinnu við bókanir kjarasamnings yrði hætt þar sem þeir hefðu ekki umboð til frekari vinnu enda með öllu óljóst hvernig stefndi hyggðist þá ljúka kjarasamningi við stefnanda án þess að halda vinnu við bókanir, sem eru hluti kjarasamningsins, áfram. 42 Stefnandi bendir einnig á að á tímabilinu 4. júní 2019 til og með 6. janúar 2020 haf i aðilar fundað alls 16 sinnum um þær bókanir er tengdust kjarasamningnum. Á fundi aðila þann 20. nóvember 2019 hafi aðilar lagt fram vinnuskjal um stærðarviðmið skipa sem aðilar hafi ætlað að fara með til sinna umbjóðenda . A ðilar hafi sammælst um að þegar fulltrúi stefnda væri búinn að fara yfir málið með sínum mönnum í ákveðinni veiðigrein ætti að halda fund um efnið aftur. 43 Á fundi aðila 6. janúar 2020 í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna hafi fulltrúi stefnda, sem var að skoða framangreindra skránin garlengd, tilkynnt að aðilar væru að 8 vinna í málinu. Afstaða stefnda, um að þeir hefðu ekki lengur umboð til þess að vinna að bókunum samkvæmt kjarasamningnum, hafi því komið stefnanda verulega á óvart enda hafi umboðið verið í fullu gildi þann 6. janúar 2 020. Þá hafi stefndi ekkert getið um umboðsleysi sitt þegar kröfur aðila í kjaraviðræðunum voru lagðar fram þann 11. febrúar 2020. Stefnandi telur meintan umboðsskort órökstuddan og jafnframt hvers vegna hann eigi að miðast við 1. júní 2020. 44 Stefnandi telur l jóst að heildarendurskoðun kjarasamnings aðila samkvæmt bókun C sé hvergi nærri lokið. Sú túlkun stefnda, að skýra beri 2. mgr. ákvæðis 1.29.1 í kjarasamningi aðila á þann veg að stefnda sé nú heimilt að afnema umrædda hækkun á skiptaverðmætishlutfa lli vegna afla sem seldur er til eigin vinnslu innanlands, þar sem um hafi verið að ræða tímabundna breytingu sem hafi verið skilyrt vinnu við bókun um heildarendurskoðun kjarasamningsins, fær því ekki staðist að mati stefnanda , enda sé vinnunni ekki lokið . Þar að auki sé stefnda með öllu óheimilt að breyta eða segja upp ákvæðum kjarasamningsins einhliða á meðan ósamið er um nýjan kjarasamning, vegna meginreglu vinnuréttar um að eldri kjarasamningur gildi þar til um nýjan hefur verið samið. 45 Að öllu framangr eindu virtu telur stefnandi að fallast verði á málatilbúnað hans um að tilkynning stefnda um afnám á 0,5% hækkunar á skiptaverðmætishlutfalli vegna afla sem seldur er til eigin vinnslu innanlands hafi verið ólögmæt og að kjarasamningur aðila frá 18. febrúa r 2017, ásamt bókunum þe i m sem honum fylgdu, haldi gildi sínu þar til aðilar hafa undirritað nýjan samning. 46 Stefnandi kveðst byggja málsókn sína á meginreglum samningaréttar um skuldbindingargildi gerðra samninga og meginreglu vinnuréttar um gildi eldri kj arasamninga þar til nýir hafa verið gerðir. Krafa um málskostnað byggist á lögum nr. 91/1991 , um meðferð einkamála. Um dómsvald Félagsdóms kveðst stefnandi vísa til 44. og 45. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Málsástæður og lagarök stef nda. 47 Stefndi reisir sýknukröfu sína á því að krafa stefnanda um viðurkenningu á gildi sérstaks ákvæðis um tímabundna hækkun skiptaverðmætishlutfalls eig i sér ekki stoð í þeim kjarasamningi sem unnið sé eftir af hálfu aðila. 48 Stefndi vísar til þess að hann hafi gert kjarasamninga við sex sambönd og félög sjómanna og hafi í samningunum verið samhljóða ákvæði um endurskoðun sameiginlegra ákvæða kjarasamninganna. 49 Til að undirstrika áherslu aðila um endurskoðun hafi verið samþykkt að átta fulltrúar væru skipaði r í starfshóp, fjórir frá stefnda og fjórir frá tilgreindum samböndum og félögum. Þá hafi verið gert ráð fyrir gerð viðræðuáætlunar og reglubundinni upplýsingagjöf til ríkissáttasemjara um framgang viðræðna í starfshópnum. Haldnir skyldu mánaðarleg ir fundi r á skrifstofu ríkissáttasem jara, v innu starfshópsins var 9 markaður tilgreindur tími og g reitt hærra skiptaverðmætishlutfall á meðan unnið var að endurskoðun . 50 Ljóst er að mati stefnda að umboð starfshópsins og þar með tímabundið álag á skiptaverðmætishlutfa ll hafi verið afmarkað við gildistíma kjarasamningsins. Til að undirstrika tímabundið eðli ákvæðisins hafi það verið orðað með eftirfarandi hætti: Á meðan unnið er að bókun um heildarendurskoðun kjarasamnings á gildistíma þessa samnings [...] skal skiptav erðmætishlutfall vera að lágmarki 70.5%. 51 Ákvæði þetta hafi verið samhljóða í öllum kjarasamningum stefnda við félög sjómanna og þau því skuldbundin til að haga samstarfi um endurskoðun með tilteknum hætti. Samstarfið hafi einungis verið skuldbindandi út gildistíma kjarasamninganna. Þegar samstarfinu hafi l okið hafi jafnframt fallið brott forsenda fyrir greiðslu tímabundins álags. 52 Stefndi byggir á því að t ímabundið eðli ákvæðisins hafi verið áréttað með tvennum hætti, annars vegar með tilv ísun til tímabils á meðan unnið væri samkvæmt bókun um heildarendurskoðun kjarasamninganna og hins vegar með því að afma r ka þá vinnu við gildistíma kjarasamninganna. 53 Stefndi bendir á að þessi skilningur stefnda komi skýrt fram í kynningarefni hans vegna ný rra kjarasamninga , dags. 22. febrúar 2017. Sérstaklega sé áréttað að tímabundin hækkun falli niður 1. júlí 2019. Kynningarefni stefnda sé ótvíræð samtímaheimild um hvernig aðilar hafi túlk að ákvæði kjarasamningsins um tímabundna hækkun skiptaverðmætishlutf alls. Í kynningarefni VM hafi jafnframt verið gert ráð fyrir að hækkunin væri tímabundin en þar hafi sérstaklega verið tekið fram að hækkun skiptaverðmætishlutfalls gildi út samningstímann. Með því hafi sjómenn verið upplýstir, fyrir atkvæðagreiðslu um kja rasamninginn, að þeir gætu ekki byggt rétt á þessu ákvæði eftir að kjarasamningurinn væri úr gildi fallinn. Kynningarefni SVG, eins aðildarfélags stefnanda, verð i ekki skilið á annan veg en að sérstök hækkun hafi átt að vera tímabundin. 54 Stefndi telur að tú lka eigi ákvæði kjarasamnings aðila eftir orðanna hljóðan og með hliðsjón af vilja samningsaðila, sem h afi skýran stuðning í kynningarefni stefnda frá 22. febrúar 2017, og því sé ótvírætt að greiðsla álags hafi verið afmörkuð við tímabil á meðan unnið var að sameiginlegri heildarendurskoðun kjarasamninganna. 55 Stefndi byggir á því að aðilar kjarasamnings hafi í krafti samningsfrelsis heimild til að semja svo um að ákvæði í kjarasamningi falli niður að tilteknum tíma liðnum, annað hvort þegar tilgreind dagsetn ing er runnin upp eða þegar tilteknar aðstæður liggja fyrir. 56 Að mati stefnda er ljóst að ákvæði um tímabundna hækkun skiptaverðmætishlutfalls hafi verið bundið skilyrðum og forsendum. Þegar tiltekin lausnarskilyrði væru uppfyllt þá lyki samhliða skyldu ste fnda. 10 57 Stefndi telur kröfu stefnanda um að sérstakt álag á skiptaverðmætishlutfall haldi gildi sínu þar til stefnandi samþykkir annað vera í beinni andstöðu við ákvæði kjarasamnings sem skilyrðir greiðsluna við tímabil á meðan unnið sé að heildarendurskoðun kjarasamningsins. 58 Stefndi telur m eginmálsástæð u stefnanda byggjast á þeirri röngu forsendu að stefndi hafi sagt upp hluta kjarasamnings aðila. Stefndi hafi ekki sagt upp ákvæði um sérstakt álag, heldur hafi það einfaldlega fallið niður þegar forsendur voru ekki lengur fyrir hendi. 59 Stefndi byggir á því að stéttarfélög séu samkvæmt 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur , lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör meðlima sinna og séu einsta kir félagsmenn bundnir af samningum félagsins. Stéttarfélögum sé heimilt að semja um tímabundin kjör eða réttindi sem falli niður þegar forsendur séu ekki lengur fyrir hendi. Hvorki stéttarfélög eða einstaka félagsmenn get i byggt rétt á ákvæðum sem séu úr gildi fallin. 60 Stefndi andmælir þeirri ályktun stefnanda að stefndi sé með afstöðu sinni að hafna því að fylgja skuli meginefni kjarasamninga eftir að þeir falla úr gildi . Slík afstaða h afi hvergi komið fram af hálfu stefnda. Stefndi sé hins vegar í fullum rétti að hafna því að greiða áfram álag samkvæmt tímabundnu ákvæði kjarasamnings sem sé úr gildi fallið. 61 Stefndi telur að e f ætlun samningaaðila hefði verið að 0,5% hækkun skiptaverðmætishlutfalls ætti að gilda þar til um annað væri samið milli aðila þá he fði eðlileg framsetning verið að hækka hlutfall í töflu samningsins um 0,5%. Framsetning þessarar hækkunar, þ.e. að tengja hana við tiltekið tímabil og atburði, undirstrikar að mati stefnda þann vilja samningsaðila að einungis hafi verið um tímabundna aðge rð að ræða. 62 Stefndi telur þess misskilnings gæta í stefnu að stefndi hafi borið við eigin umboðsskorti. Vísar stefndi til þess að m eð aðild að stefnda og Samtökum atvinnulífsins fel i aðildarfyrirtækin samtökunum umboð til að gera kjarasamninga og gildi það umboð jafnt á gildistíma kjarasamninga og eftir að þeir falla úr gildi. Því hafi ekkert verið til fyrirstöðu að stefndi viðraði hugmyndir um breytingar á kjarasamningum við einstaka viðsemjendur. 63 S ameiginleg ur starfshópur stefnda og stéttarfélaganna hafi á hinn bóginn ekkert umboð haft til áframhaldandi vinnu eftir að skipunartíma hans lauk. Hver og einn viðsemjandi stefnda haf i gengið frá viðræðuáætlun við stefnda um fyrirkomulag kjaraviðræðna og lagt fram sjálfstæðar kröfur um breytingar á kjarasamningu m. Þá hafi verið orðið ljóst að ekkert yrði af samfloti viðsemjenda stefnda í kjaraviðræðum og samstarfi um sameiginlega endurskoðun samningsákvæða endanlega lokið. Með því hafi verið fallin brott forsenda fyrir tímabundinn hækkun skiptaverðmætishlutfalls. 11 64 Stefndi kveðst styðja kröfu sína um málskostnað við 130. gr. l aga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Niðurstaða 65 Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæm t 2 . tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur . 66 Ágreiningur inn í málinu lýtur að túlkun á 2. mgr. ákvæðis 1.29.1 í kjarasamningi aðila um ákvörðun skiptaverðs innanlands og á vinnsluskipum samkvæmt olíuverðsviðmiðun . Í ákvæðinu segir orðrétt meðan unnið er að bókun um heildarendurskoðun kjarasamnings á gildistíma þessa samnings, skal útgerð sem selur afla til eigin vinnslu innanlands, þ.e.a.s. í viðskiptum milli skyldra aðila, skal skiptaverðmætishlutfall vera að lágmarki 70,5%. u : Aðrar tölur fyrir afla til eigin vinnslu innanlands breytast til samræmis við þetta. 67 Aðilar deila um það hvort umrætt ákvæði í samningnum haldi gildi sínu eftir að umsaminn gildistími hans er liðinn . Þannig leitar stefnandi með kröfugerð sinni viðurke nningar á því að ákvæði ð haldi gildi sínu þar til um annað verði samið. Stefndi byggir aftur á móti á því að ákvæðið sé samkvæmt efni sínu tímabundið og hafi því fallið niður um leið og gildistími kjarasamningsins rann út 1. desember 2019. 68 Í íslenskum vin numarkaðsrétti hefur um langt skeið verið gengið út frá því að sú regla gildi að þegar kjarasamningur rennur út eða honum er sagt upp fari í meginatriðum áfram um réttindi og skyldur samningsaðila eftir gamla samningnum meðan enn er ósamið og verkfall ekki skollið á , sjá hér m.a. dóm Félagsdóms frá 17. febrúar 1986 í máli nr. 10/1985. Þ essi regla takmarkar þó ekki heimildir samningsaðila til að semja um að tiltek num atriðum í kjarasamningi sé afmarkaður ákveðinn gildistími, svo framarlega sem ekki leiði ann að af lögum. 69 Samkvæmt orðalagi þess ákvæðis sem ágreiningur aðila í þessu máli lýtur að skyldi skiptaverðmætishlutfall vera að lágmarki 70,5% þegar útgerð sem seldi afla til eigin vinnslu innanlands, ,,á meðan unnið er að bókun um heildarendurskoðun kjara samnings á gildistíma þessa samnings Um gildistímann var síðan fjallað í 18. gr. samnings aðila en þar sagði orðrétt: ,,Með þeim breytingum sem hér eru gerðar framlengist kjarasamningur aðila til 1. desember 2019 og re 70 Það er meginregla í vinnurétti að túlka beri ákvæði kjarasamninga eftir orðanna hljóðan , sbr. dóm Félagsdóms frá 18. febrúar 2020 í máli 18/2019. Þegar litið er til orðalags ákvæðis 1.29.1 sem og 18. gr. kjarasamnings aðil a , sbr. einnig 1. málslið 6. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, verður ekki annað séð en ákvæðin beri skýrlega með sér að fyrrgreinda samningsákvæðinu hafi verið markaður ákveðinn gildistími til 1. desember 2019. 12 71 Í ljósi þessa ber stefnandi sönnunarbyrði fyrir því að aðilar málsins hafi lagt annan skilning í ákvæði 1.29.1 við samningsgerðina. Að mati dómsins getur það að aðildarfélög stefnda hafi áfram innt af hendi greiðslur samkvæmt ákvæðinu í rúmlega fimm mánuði eftir að það rann út eða að stefndi hafi talið rétt að tilkynna stefnanda sérstaklega um afnám þessara greiðslna ekki hnekkt skýru orðalagi samningsins um þetta atriði . Verður þá jafnframt að líta til þess að gögn málsins, þar á meðal kynningarefni sem stafar frá viðs emjendum stefnda, ber a að sama brunni um það að ákvæði 1.29.1 hafi átt að skilja í samræmi við orðalag þess um að það hefði afmarkaðan gildistíma. 72 Í þessu sambandi verður heldur ekki horft fram hjá því að gildistími ákvæðis 1.29.1 var einnig miðaður við þ ann tíma sem starfshópur samkvæmt bókun C ynni að heildarendurskoðun kjarasamnings. Samkvæmt upphafsorðum bókunarinnar voru miðað væri við að sá starfshópur sem skyldi vinna að verkefninu hefði lokið störfum eigi síðar en 1. júlí 2019. Ágreiningslaust er með aðilum að téðri endurskoðun var ekki lokið við lok samningstímans , 1. desember sama ár. Aðila , þar með talið þá sem leiddir voru fyrir d óm , greinir á hinn bóginn á um hvort starfshópurinn hafi verið að störfum á árinu 2020 að samningstímanum loknum . Telur dómurinn að öllu framangreindu virtu að það standi s tefnand a nær að færa fram sönnur á að star f shópurinn hafi í reynd verið að störfum e ftir að samningstímanum lauk . Engin gögn hafa verið lögð fyrir dóminn sem sýna fram á að svo hafi verið . 73 Með vísan til orðalags ákvæðis 1.29.1 sem og innbyrðis samræmis ákvæða í samningnum er það niðurstaða dómsins að ákvæði 1.29.1 um skiptaverðmætishlutfall við sölu útgerðar á afla til eigin vinnslu hafi verið markaður tiltekinn gildistími sem hafi runnið sitt skeið 1. desember 2019. 74 Í samræmi við framangreint verður að fallast á sýknukröfu stefnda í máli þessu. Eftir þessum úrslitum og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 500.000 krónur. Dómsorð: Ste fndi, Samtök atvinnulífsins, vegna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, er sýkn af kröfu stefnanda, Alþýðusambands Íslands vegna Sjómannasambands Íslands. Stefnandi greið i stefnda 500.000 kr. í málskostnað.