FÉLAGSDÓMUR Dómur þriðjudaginn 18. febrúar 2020. Mál nr. 18/2019: Sjómannasamband Íslands ( Birna Ketilsdóttir lögmaður ) gegn Land s sambandi smábátaeigenda ( Lára V. Júlíusdóttir lögmaður) D ómur Félagsdóms Mál þetta var dóm tekið 28. janúar síðastliði nn. Mál ið dæma Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson , Karl Ó. Karlsson og Sigurður G. Guðjónsson. Stefnandi er Sjómannasamband Íslands, Guðrúnartúni 1 í Reykjavík. Stefndi er Landssamband smábátaeigenda, Hverfisgötu 105 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði að heimild til lækkunar á skiptaprósentu s amkvæmt 2. mgr. d - liðar 1. gr. kjarasamnings SSÍ, FFSÍ og VM annars vegar og Landssambands smábátaeigenda hins vegar um kaup og kjör á smábát um, í 20,36% á bátum með beitningarvél og fjóra menn í áhöfn eigi einungis við um þá bá ta sem eru styttri en 12 metrar að skráningarlengd þegar ráðinn er sérstakur vélavörður um borð í þá báta af þeirri stærð. 2 Stefnandi krefst einnig málskostnaðar úr hendi stefnda að mati Félagsdóms. Dómkröfur stefnda 3 Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda. Þá krefst stefndi málskostnað ar úr hendi stefnanda að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Málavextir 4 Stefnan di er stéttarfélag sjómanna á öllu landinu og gerir m eðal annars kjarasamninga við atvinnurekendur og samtök þeirra sem hafa sjómenn í þjónustu sinni. Stefndi er samband félaga og svæðisfélaga smábátaeigenda. Samkvæmt 2. gr. samþykkta stefnda er tilgangur samtakanna að tryggja sameiginlega hagsmuni smábátaei genda á öllum sviðum og vera opinber málsvari þeirra. Í greinargerð stefnda kemur fram að stefndi hafi komið að gerð kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna sinna frá árinu 2007. 5 Í málinu liggur fyrir kjarasamningur milli stefnanda, Farmanna - og fiskimannasam bands Íslands (FFSÍ) og Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM) annars vegar og stefnda hins vegar sem var undirritaður 29. ágúst 2012. Gildistími kjarasamningsins rann út 31. 2 janúar 2014. Þar er þó mælt fyrir um að hann haldi gildi sínu þar til nýr kjaras amningur hefur verið gerður. Ekki liggur fyrir að nýr kjarasamningur milli aðila hafi verið gerður og er óumdeilt að framangreindur kjarasamningur 29. ágúst 2012 gildi milli aðila. 6 Í 1. gr. kjarasamningsins er fjallað um skiptakjör bátsverja. Kemur þar fra m að þeir skuli fá í sinn hlut þann hundraðshluta af heildarverðmæti aflans sem tilgreindur sé í samningnum. Þó sé heimilt að draga frá tiltekinn kostnað. Í sérstökum kafla greinarinnar er fjallað um aflahlutinn í fjórum stafliðum. 7 A - liður 1. gr. sem er mismunandi eftir fjölda bátsverja. Séu fjórir um borð gildir svohljóðandi ákvæði um aflahlu t bátsverja: Fjórir um borð: Aflahlutir, án aukahluta og orlofs, skulu að lágmarki vera 21,6% af heildarverðmæti aflans sem skiptist jafnt milli bátsverja. Til viðbótar greiðir útgerð álag á aflahluti af sínum hlut samkvæmt neðangreindu: Skipstjóri sem jafnframt gegnir stöðu vélavarðar á bát styttri en 12 metrar að skráningarlengd skal hafa 100% álag á hásetahlut (sjá einnig d lið). Á bátum 12 metrar að skráningarlengd og lengri hefur skipstjórinn 100% álag á hásetahlut. 8 Framangreint hlutfall, 21,6%, er sama hlutfall og gildir að lágmarki þegar tveir eða þrír bátsverjar eru um borð. Álag skipstjóra, sem jafnframt gegnir starfi vélavarðar á bát styttri en 12 metrar, ofan á hásetahlut er 50% séu tveir um borð en 75% séu þeir þrír. Á bátum sem eru lengri en 12 metrar er skipstjóri með fast 50% álag ef tveir eru um borð en 75% álag ef þrír eru um borð. Séu bátsverjar hins vegar fimm er aflahluturinn að lágmarki 22,5% en 23,14% af heildarverðmæti aflans ef þeir eru sex um borð. Í báðum tilvikum er skipstjóri me ð 100% álag á hásetahlut ef hann gegnir stöðu vélavarðar á bát sem er styttri en 12 metrar að skráningarlengd og ávallt með sama álag á bátum sem eru 12 metrar eða lengri. 9 Í d - lið 1. gr. kjarasamningsins er fjallað um aflahlut vélstjóra. Ákvæðið er svohlj óðandi: d) Um vélstjóra. Ákveði útgerð að ráða vélavörð á bát styttri en 12 metrar að skráningarlengd með færri en 4 menn í áhöfn skal hann hafa 1/3 af álagi skipstjórans og skipstjórinn 2/3 sbr. álag skipstjóra skv. a og b lið. Ákveði útgerð að ráða vélav örð á bát styttri en 12 metrar að skráningarlengd með beitingarvél og 4 menn í áhöfn skal skiptaprósentan vera 20,36% af heildarverðmæti aflans sem skiptist jafnt milli bátsverja. Til viðbótar greiðir útgerð álag á aflahluti af sínum hlut þannig að skipstj óri hafi 100% álag á hásetahlut og vélavörður 50% álag. 3 Á bátum 12 metrar og lengri skal vélstjóri hafa 50% álag á hásetahlut. 10 Með tölvuskeyti 22. maí 2018 óskaði Verðlagsstofa skiptaverðs eftir því að stefnandi lýsti því hvaða skilning félagið legði í d - lið 1. gr. framangreinds kjarasamnings er lyti að heimild til þess að lækka skiptaprósentu í 20,36%. Í svari stefnanda 6. júní sama ár kom fram að félagið kannaðist ekki við að ágreiningur væri milli samningsaðila um túlkun ákvæðisins. Ætti heimildin aðein s við ef vélavörður væri ráðinn á bát sem væri styttri en 12 metrar að skráningarlengd. Væri skipið lengra ætti heimildin ekki við enda væri þá skylt að hafa skráðan vélstjóra á bátnum væri vélaraflið 250 kw til 750 kw. 11 Verðlagsstofa skiptaverðs kallaði m eð tölvuskeyti 22. maí 2018 einnig eftir afstöðu stefnda til túlkunar á sama kjarasamningsákvæði. Í erindinu kom fram að styttri en 12 metrar eða hvort lækkuð skiptaprósenta eigi jafnt við um báta styttri og lengri en 12 metrar og í ákvæðinu sé einungis verið að leggja áherslu á orðalagsbreytingu á 2018 kemur fram að við gerð kjaras amningsins hafi verið lagt til grundvallar að hann vélavarðaréttindi lækkaði launaprósenta úr 21,6 í 20,36, eða sem nam vélavarðaálaginu. Það sama átti við ef báturinn var 12 metrar og lengri, enda þá ekki lengur spurning um efði lögum um stjórn fiskveiða verið breytt þannig að hámarksstærð krókaaflamarksbáta var færð úr 15 brúttótonnum að 30 brúttótonnum og 15 metra lengd. Taldi stefndi að rétt væri að beita kjarasamning num eins og unnt væri um alla krókaaflamarksbáta enda væri hann sniðinn að útgerð þeirra. 12 Í stefnu kemur fram að þegar fyrirsvarmaður stefnanda las framangreint svarbréf stef nda til Verðlagsstofu skiptaverðs hafi stefnandi sent stefnda tölvuskeyti 20. desember 2018. Þar var farið fram á að túlkun stefnda á d - lið 2. mgr. 1. gr. kjarasamningsins yrði leiðrétt. Stefndi svaraði umleitan stefnanda með bréfi 25. febrúar 2019 og hafn aði ósk stefnanda . 13 Með úrskurði Félagsdóms 4. desember 2019 var fyrri kröfulið stefnanda í stefnu vísað frá dómi en frávísunarkröfu stefnda hafnað að öðru leyti. Til úrlausnar eru því einungis þær kröfur aðila sem hér að framan eru raktar. Málsástæður og l agarök stefnanda 14 Stefnandi reisir kröfur sínar í málinu á því að gildissvið umrædds kjarasamnings nái til allra báta sem hafi verið undir 15 brút t ótonnum að stærð en á þeim tíma sem hann hafi g að það væru bátar undir þeim stærðarmörkum. Ekki hafi verið talin þörf á nánari skilgreiningu á gildissviði samningsins að þessu leyti en með því að í heiti kjarasamningsins kæmi fram að hann st aða stefnda að samningurinn nái eingöngu til krókaaflamarksbáta ekki staðist enda komi fram í a - lið 1. gr. samningsins að 4 hann taki m eðal a nnars til netaveiði. Krókaaflamarksbátar hafi ekki leyfi til að stunda slíkar veiðar, sbr. 7. gr. laga nr. 116/2008. 15 Stefnandi vísar til þess að ákvæði d - liðar 2. mgr. 1. gr. kjarasamnings aðila beri með sér að heimilt sé að lækka skiptaprósentu í 20,36% á bátum sem eru styttri en 12 metrar og með fjóra menn í áhöfn ákveði útgerð að ráða vélavörð á bátinn í stað þess að skipstjóri sinni því starfi með skipstjórastarfinu. Á bátum sem séu 12 metrar eða lengri sé skylt að hafa vélstjóra skráðan um borð, sbr. 2. tölul. a - liðar 3. mgr. 12. gr. laga nr. 30/2007, um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa. Sá skilningur stefnda á framangreindu ákvæði kjarasamningsins, að útgerð hafi heimild til að nýta sér lækkun á aflahlutum ákveði hún að ráða vélstjóra um borð í bát sem er lengri en 12 metrar, með beitningarvél og með fjóra í áhöfn, samrýmist ekki framangrei ndu lagaákvæði. 16 Stefnandi hafnar þeirri fullyrðingu stefnda að breyting á lögum um stjórn fiskveiða, sem gerð hafi verið 2 013 , hafi haft bein áhrif á kjarasamning aðila sem hafi verið undirritaður ári áður. Þá byggir hann á því að hvergi í kjarasamningnum komi fram að samningurinn skuli aðeins ná til krókaaflamarksbáta. Stefnandi bendir jafnframt á að útgerðir þeirra báta, sem hafi látið stækka þá í kjölfar lagabreytingarinnar, séu ekki lengur með aðild að stefnda. Telur stefnandi það eitt og sér styðja þá túlkun að samningurinn nái aðeins til þeirra báta sem séu undir 15 brúttótonnum og að túlkun stefnda standist ekki. 17 Stefnandi kveðst byggja á því að ákvæði d - liðar 2. mgr. 1. gr. kjara samningsins beri að túlka eftir orðanna hljóðan , enda sé ákvæðið mjög sk ýrt. Það mæli einfaldlega fyrir um heimild til lækkunar á skiptaprósentu sé vélavörður ráðinn á bát sem er styttri en 12 metrar að skráningarlengd. Ákveði útgerð að ráða vélavörð á slíkan bát skuli skiptaprósentan vera 20,36% af heildarverðmæti aflans sem skiptist jafnt milli allra bátsverja. 18 Verði ekki fallist á að ákvæðið sé nægilega skýrt , kveðst stefnandi byggja á því að horfa verði til tilgangs ákvæðisins og hvaða skilningur hafi verið lagður í það við samningsgerðina. Í því sambandi bendir stefnandi á að ástæðan fyrir því að þessari heimild hafi verið bætt inn í kjarasamninginn hafi verið sú að á báta , sem séu styttri en 12 metrar að skráningarlengd, þurfi ekki að ráða sérstaklega vélavörð ef skipstjórinn hafi vélavarðaréttindi. Hins vegar hafi sumar ú tgerðir minni báta viljað hafa annan en skipstjóra um borð sem sinni starfi vélstjóra. Því hafi ákvæði d - liðar 2. mgr. 1. gr. verið sett inn í samninginn til þess eins að liðka fyrir slíkri skipan. 19 Stefnandi telur að við túlkun laga ákvæðisins verði að haf a í huga að ekki hafi orðið ágreiningur um það fyrr en með máli þessu, tæplega sjö árum eftir undirritun kjara samningsins. Þá verði að líta til þess að kjarasamningnum hafi verið ætlað að gilda til lengri tíma og því beri að túlka ákvæði hans samkvæmt orða nna hljóðan og í samræmi við þau lög sem hafi verið í gildi þegar hann hafi verið gerður og þeirrar orðanotkunar sem hafi tíðkast á þeim tíma. 20 Um lagarök vísar stefnandi til meginreglna samningaréttar um skuldbindingargildi gerðra samninga. 5 Málsástæður og lagarök stefnda 21 Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að þegar kjarasamningur aðila var undirritaður 29. ágúst 2012 hafi verið tekið mið af stærð báta sem tilheyrðu félagsmönnum stefnda. Hafi þeir verið í báðum veiðikerfum, þ.e. krókaaflamarki og aflamarki . Hafi stærð krókaaflamarksbáta þá verið allt að 15 brúttótonnum. Á þessum tíma hafi sérfræðingar haldið því fram, að þessi brúttótonnatala gæti að hámarki skilað skráðri lengd báts að 12 metrum. Með þá vitneskju hafi verið gengið frá kjarasamningi þannig að hann myndi örugglega ná yfir alla krókaaflamarksbáta. 22 Stefndi rekur í greinargerð sinni þá breytingu á lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 sem gerð var með lögum nr. 82/2013. Með þeim hafi stærðarmörkum krókaaflamarksbáta verið breytt þannig að þeir gætu verið allt að 15 metrar að lengd í stað 12 metra og 30 brúttótonn í stað 15 brúttótonna. Stefndi kveður alveg ljóst að með þessari lagabreytingu hafi verið gerð breyting á hámarkslengd smábáta og stærð þeirra. 23 Bent er á að kjarasamningur aðila hafi ve rið gerður ári fyrir þessa lagabreytingu. Þar hafi í d - lið 1. gr. verið fjallað um aflahlut vélstjóra. Í því tilviki sé fjallað um báta sem séu styttri en 12 metrar. Það komi þannig skýrt fram, sbr. framangreint, að smábátar/ - skip hafi verið talin vera þau sem voru 12 metrar að lengd eða styttri. Því hafi verið breytt 2013 þannig að smábátar geti verið allt að 15 metrar að lengd. 24 Stefndi telur rök stefnanda ekki standast að það þurfi ekki nauðsynlega vélavörð á báta undir 12 metrum, meðan það sé nauðsynlegt á bátum sem séu 15 metrar, enda fari þörf fyrir vélstjóra eftir véla r stærð skips en ekki lengdarmetrum. Stefndi áréttar í þessu sambandi að með lagabreytingunni 2013 geti krókaaflamarksbátar verið allt að 15 metrar að lengd og 30 brúttótonn. Telur stefndi að skoða verði kjarasamningsákvæðið í samhengi við lagabreytinguna, eins og annað í kjarasamningnum. Þannig telur stefndi að skiptaprósentan eigi áfram að vera 20,36% í þeim tilvikum sem ákvæðið lýsir vegna krókaaflamarksbáta. Telur stefndi dóm Félagsdóms í máli nr. 1/2017 styðja þá niðurstöðu. Niðurstaða 25 Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. 26 Í 1. gr. kjarasamnings milli Sjómannasambands Íslands, Farmanna - og fiskimannasambands Íslands (nú Félags skipstjórnarmanna) og Félags vélstjóra og málmtæknimanna annars vegar og Landssambands smábátaeigenda hins vegar frá 29. ágúst 2012 um kaup og kjör á smábátum er að finna ákvæði um aflahluti bátsverja af heildarverðmæti þess afla sem veiddur er. Ágreiningur málsaðila lýtur að því hvernig skilja beri ákvæði 2. mgr. d - að ráð a vélavörð á bát styttri en 12 metrar að skráningarlengd með beitingarvél og 4 menn í áhöfn [skuli] skiptaprósentan vera 20,36% af heildarverðmæti aflans sem skiptist jafnt en heldur 6 gildi sínu um kjör félagsmanna í stefnanda uns nýr samningur hefur verið gerður milli aðila . Er það jafnframt óumdeilt. 27 Með kröfugerð sinni leitar stefnandi viðurkenningar á því að einungis sé unnt að lækka skiptaprósentu á grundvelli 2. mgr. d - l iðar 1. gr. kjarasamnings aðila í 20,36% þegar báturinn sem um ræðir er styttri en 12 metrar að skráningarlengd og ráðinn er sérstakur vélavörður um borð í hann. Af framlögðum gögnum um samskipti samningsaðila í kjölfar fyrirspurnar Verðlagsstofu skiptaver ðs og málatilbúnaði aðila fyrir dómi verður ráðið að aðilar eru ekki á einu máli um hvaða skilning eigi að leggja í framangreint ákvæði kjarasamningsins. H efur stefndi lýst þeirri afstöðu sinni að heimild útgerðar til að lækka skiptaprósentuna á grundvelli kjarasamningsákvæðisins taki eins til báta sem eru 12 metrar eða lengri, enda sé vélavörður ráðinn um borð. Hefur stefndi mótmælt dómkröfu stefnanda af þessum sökum. 28 Það er meginregla í vinnurétti að túlka beri ákvæði kjarasamninga eftir orðanna hljóðan. Hér að framan er rakið efni 2. mgr. d - liðar 1. gr. umrædds kjarasamnings en samkvæmt orðalagi ákvæðisins skal skiptaprósentan nema 20,36% af heildarverðmæti afla að uppfylltum þeim skilyrðum að ráðinn hafi verið sérstakur vélavörður á bát sem er styttri en 12 metrar að skráningarlengd og með beitingarvél og fjóra menn í áhöfn. Ákvæðið er skýrt og því liggur ljóst fyrir hvaða viðmiðun aðilar kjarasamningsins lögðu til grundvallar því að víkja mætti frá þeirri meginreglu að skiptaprósenta á bátum með fjóra í áhöfn væri 21,6% af heildarverðmæti afla en þessi meginregla er sett fram í 6. mgr. a - lið ar 1. gr. kjarasamningsins. Hið umþrætta ákvæði kjarasamningsins felur þannig í sér undantekningu frá meginreglu hans um hvernig reikna skuli skiptaprósentu smábáta me ð fjóra í áhöfn . Þá liggur fyrir að í hvorugu kjarasamningsákvæðinu er með neinum hætti vikið að aðgreiningu á krókaaflamarksbátum og aflamarksbátum. 29 Víðar í kjarasamningnum er vísað til 12 metra lengdar báta og við hana miðað sérstaklega, sbr. þar sem fj allað er um álag á aflahluti til skipstjóra og vélavarða . Ekkert bendir því til annars en að aðilar kjarasamning sins hafi við gerð hans fjallað sérstaklega og síðan samið um þessa viðmiðun við tilekna lengdarmetra báta og talið hana eðlilega þegar samið var um aflahluti bátsverja . Ekki er því unnt að fallast á röksemdir stefnda sem lúta að því að stærðarmörkum krókaleyfisbáta hafi verið breytt með tilteknum hætti. Þeim v iðmiðunum , sem tilgreind eru sérstaklega í einstökum ákvæðum kjarasamningsins , verður ekki breytt með öðrum hætti en þeim að samkomulag náist um það milli málsaðila í kjarasamningsviðræðum og að efni þeirra kjarasamningsákvæða verði í kjölfarið breytt því til samræmis. Að þessu gættu og með vísan til alls framangreinds er því ekki unnt að f allast á það með stefnda að þær breytingar, sem orðið hafa meðal annars á lögum sem varða stjórnun fiskveiða og áhafnir íslenskra fiskiskipa og annarra skipa , sem sett hafa verið eftir undirritun kjarasamningsins, fái breytt efnisinnihaldi umþrætts kjarasa mningsákvæðis sem lýtur að umsaminni skiptaprósentu við útreikning á aflahlut bátsverja að uppfylltum þeim skilyrðum sem þar eru tilgreind með skýrum hætti. 7 30 Stefndi vísar til niðurstöðu í máli Félagsdóms nr. 1/2017 milli Alþýðusambands Íslands fyrir hönd Sjómannasambands Íslands vegna Sjómanna - og vélstjórafélags Grindavíkur annars vegar og Samtökum smærri útgerða vegna Kleifa ehf. hins vegar. Í máli nu var deilt um það, hvort verkfall stefnanda í því máli h efð i náð til áhafnar tiltekins báts sem ger ður var út af Kleif um ehf. Við úrlausn á deilu máls aðila fjallaði Félagsdómur meðal annars um almennt gildissvið kjarasamningsins frá 29. ágúst 2012 sem hér er einnig til umfjöllunar. Hins vegar laut úrlausn dómara Félagsdóms í máli nr. 1/2017 e kki að því að skýra einstök ákvæði kjarasamningsins og leysa úr ágreiningi um efni þeirra , svo sem hér liggur fyrir . Er því ekki unnt að fallast á það með stefnda að niðurstaða Félagsdóms í máli nr. 1/2017, meðal annars um gildissvið samningurinn geti ekki tekið til starfa um borð í þeim báti, sem um var að ræða í því máli, gefi fordæmi um það, hvernig skýra beri einstök efnisákvæði kjarasamnings ins í því máli sem hér er til úrlausnar. 31 Að öllu framangreindu virtu er það niðurstaða Félagsdóms að fallast beri á viðurkenningarkröfu stefnanda eins og hún er sett fram í kröfugerð hans , svo sem nánar greinir í dómsorði . 32 Eftir þessari niðurstöðu verður stefnda gert að greiða stefnanda 550.000 krónur í málskostnað. Dóms orð: Viðurkennt er að heimild til lækkunar á skiptaprósentu samkvæmt 2. mgr. d - liðar 1. gr. kjarasamnings SSÍ, FFSÍ og VM annars vegar og Landssambands smábátaeigenda hins vegar , um kaup og kjör á smábátum frá 29. ágúst 2012, í 20,36% á bátum með beitingarvél og fjóra menn í áhöfn eigi einungis við um þá bá ta sem eru styttri en 12 metrar að skráningarlengd þegar ráðinn er sérstakur vélavörður um borð í þá báta af þeirri stærð. Stefndi, Landssamband smábátaeigenda, greiði stefnanda, Sjómannasambandi Íslands, 550.000 krónur í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Karl Ó. Karlsson Sigurður G. Guðjónsson