1 Ár 2017, föstu daginn 16 . júní , er í Félagsdómi í málinu nr. 2 /201 7 Alþýðusamband Íslands f.h. Rafiðnaðarsambands Íslands vegna Félags rafeindavirkja vegna Áslaugar Sturlaugsdóttur (Dagný Ósk Aradóttir Pind hdl.) gegn Samtökum atvinnulífsins vegna Isavia ohf. (Kristín Þóra Harðardóttir hdl.) kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 4. maí sl. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Guðni Á. Haraldsson, Lára V. Júlíusdóttir og Valgeir Pálsson. Stefnandi er Alþýðusamband Íslands, Guðrúnartúni 1, Reykjavík, fyrir hönd Rafiðnaðarsambands Íslands vegna Félags rafeindavirkja , Stórhöfða 31, Reykjavík, vegna Áslaugar Sturlaugsdóttur , Háagerði 11, Reykjavík . Stefndi er Samtök atvinnulífsins, Borgartúni 35, vegna Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda Stefnandi krefst þess aðallega að viðurkennt verði að launat axti Áslaugar Sturlaugsdóttur hafi átt að fylgja meistarataxta kjarasamnings milli Samtaka atvinnulífsins og Samtaka rafverktaka annars vegar og Rafiðnaðarsambands Íslands vegna aðildarfélaga hins vegar og heildarlaun hennar að vera kr. 651.831 frá 1. maí 2015 til 1. janúar 2016 og kr. 692.243 frá 1. janúar 2016 til 1. apríl 2016. Til vara er þess krafist að viðurkennt verði að launataxti Áslaugar Sturlaugsdóttur hafi átt að fylgja meistarataxta kjarasamnings milli Samtaka atvinnulífsins og Samtaka rafverk taka annars vegar og Rafiðnaðarsambands Íslands vegna aðildarfélaga hins vegar og vera kr. 355.222 frá 1. maí 2015 til 1. janúar 2016 og kr. 374.758 frá 1. janúar 2016 til 1. apríl 2016. Þá krefst stefnandi þess a ð stefndi verði dæmdur að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati réttarins. 2 Dómkröfur stefnda Stefndi krefst sýknu af ö llum kröfum stefnanda. Til vara er gerð krafa um að viðurkennt verði að heildarlaun Áslaugar Sturlaugsdóttur hafi hækkað í samræmi við 2. gr. kjarasamnings stefnda og Rafiðnaðarsambands Íslands frá 22. júní 2015 og að breytt launasamsetning hefði ekki haft þau áhrif að laun henn ar hækkuðu meira en sem þeirri hækkun nam. Þá er gerð krafa um að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað að m ati dómsins . Málavextir Áslaug Sturlaugsdóttir hefur starfað sem rafeindavirki hjá Isavia ohf. og forverum þess félags frá árinu 2000. Hún mun hafa lokið sveinsprófi í rafeindavirkjun 1983 og meistaraprófi í faginu 1986. Áslaug starfar eftir kjarasamningi Rafiðnaðarsambands Íslands fyrir hönd aðildarfélaga og Samtaka atvinnulífsins og Samtaka rafverktaka. Þann 22. júní 20 15 var kjar asamningur milli þessara aðila undirritaður og þá var samið um launahækkanir sem gilt u frá 1. maí 2015. Launataxtar kjarasamnings hækkuðu meira en almennt gerðist á þeim tíma. Mánaðarlaun Áslaugar voru fyrir hækkun 314.447 krónur eða sem nam rétt rúmlega meistarataxt a kjarasamnings sem var 313.540 krónur. Að auki fékk Áslaug greitt fyrir 54 yfirvinnu tíma og einhverjar sérgreiðslur þannig að laun hennar voru samtals 635.052 krónur . Hluti yfirvinnunnar var unninn en fj öldi unninna yfirvinnutíma var misjafn eftir mánuðum. Eftir að kjarasamningar voru samþykktir sumarið 2015 hækkuðu mánaðarlaun Áslaugar í 327.654 krónur eða um 4,2% og önnur laun hækkuðu einnig um 4,2%. Áslaug taldi hins vegar að launataxti hennar ætti að hækka í samræmi við taxtahækkanir kjarasamnings og nema 355.222 krónum . Með tölvuskeyti lögmanns Áslaugar 11. nóvember 2016 til starfsmannastjóra Isavia ohf. var þess krafist að laun hennar yrðu leiðrétt. Erindinu var hafnað og fór málið þá til lögman ns Sa mtaka atvinnulífsins. Lögmenn aðila voru í samskiptum vegna málsins án niðurstöðu. Þann 1. janúar 2016 hækkuðu laun um 6,2% og var taxti Áslaugar þá 347.969 krónur og meistarataxti 377.245 krónur. Þann 27. júní 2016 sendi lögmaður Áslaugar bréf til lögman n s S amtaka atvinnulífsins þar sem sett var fram fjárkrafa fyrir hönd Áslaugar. Kröfunni var hafnað 14. júlí 2016 og í kjölfarið ákvað stefnandi að höfða mál þetta til úrlausnar á þessum ágreiningi aðila. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi kveðst byggja aðalkröfu sína á því að kjarasamningar kveði á um lágmarkskjör, sbr . 1. gr. laga nr. 55/1980 , um starfskjör launafólks og sk yldutryggingu lífeyrisréttinda , og 7. gr. laga nr . 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur . Launataxti Áslau gar eigi því að minnsta kosti að fylgja lágmarkslaunataxt a kjarasamnings, eins og hann he fði gert fram til þess að 3 kjarasamningar voru samþykktir um mitt ár 2015, þegar meistarataxti kjarasamnings hafi verið 313.540 krónur og launataxti Áslaugar 314.447 kr ónur . Heildarlaun hafi verið 581.451 króna . Eftir launahækkun 2015 hafi launataxti Áslaugar verið 327.654 krónur og meistarataxti kjarasamnings 355.222 krónur en h eildarlaun hafi numið 606.685 krónum . Laun Áslaugar hafi verið hækkuð um 4,2% samkvæmt launaþróunartryggingu kjarasamningsins . Þann 1. janúar 2016 hafi laun hennar hækkað um 6,2% og launa taxti nn þá orðið 347.969 krónur og meistarataxti nn 377.245 krónur . Heildarlaun hafi orðið 643.910 krónur . Stefnandi vísar til þess að í d - lið gr. 1.2.1 í kjarasamningnum segi: Launasamanburður Við samanburð launa skal miða við föst viku - eða mánaðarlaun að viðbættum föstum álags - eða aukagreiðslum, hverju nafni sem þau nefnast, þ.m.t. fastri yfirvinnu. Í gr. 1.2.6 í kjarasamningnum segi að tilgangur launahækkunarinnar sé að færa kauptaxta nær greiddum launum í greininni . Þá segi í bókun með kjarasamningnum : Við mat á því hvort breytingar á launatöxtum gefi tilefni til hækkunar launa, sem fyrir gerð samningsins voru hærri en launataxtinn , ber að leggja við launataxtann allar aukagreiðslur fyrir dagvinnu, aðrar en endurgjald á útlögðum kostnaði. Engu skiptir hvaða máli þær aukagreiðslur nefndast og hvort þær eru fastar eða breytilegar, tengdar afköstum eða öðru . Stefnandi byggir á því að þar sem yfirvinna hafi verið unnin að hluta sé ekki um að ræða fas ta yfirvinnu í skilningi d - liðar gr. 1.2.1 í kjarasamning num . Orðalag mismunandi ákvæða samningsins sé ekki að fullu sambærilegt. Í bókun sé en í 2. g r. kjarasamnings sé - viku eða mánaðarlaun að viðbættum föstum álags - Yfirvinna Áslaugar hafi verið mismunandi en ekki hafi verið greitt sérstaklega fyrir hana. Hún hafi einnig gengið bakvaktir en ekki hafi verið greitt sérstaklega fyrir útköll , heldur hafi sú yfirvinna verið innifalin í fastri yfirvinnu . Á framlögðum tímaskýrslum sjáist að yfirvinna Áslaugar hafi verið allt að 47 tímar á mánuði. Þá haldi Áslaug því einnig fram að hún hafi ekki skrifað alla yfirvinnu, þar sem hún hafi vitað að hún fengi ekki greitt aukalega fyrir hana. Stefnandi byggir á því að Áslaug eigi inni greiðslur vegna þess að launataxti hennar hafi verið of lágur mánuðina maí 2015 til mars 2016. M ánaðarlaun in hefðu átt að hækka samkvæmt kjarasamningi í bæði skiptin sem laun hafi verið hækkuð og afleiddar greiðslur fyrir unna vinnu, svo sem yfirvinna og bakvaktir, sem séu reiknaðar á grundvelli d agvinnulauna, að hækka til samræmis við það. Heildarlaun hefðu því átt að vera hærri á þessu tímabili , eða 651.831 króna á tímabilinu 1. maí 2015 til 1. janúar 2016 og 692.243 krónur frá 1. janúar 2016 til 1. apríl 2016 , svo sem fram komi í framlögðum útr eikningi stefnanda. Laun Áslaugar hafi hækkað eftir að fyrirtækjasamningur Isavia ohf. og 4 rafiðnaðarmanna hafi tekið gildi 1. apríl 201 6 og hafi eftir það verið hærri en meistarataxti kjarasamnings. Krafan sé því fyrir tímabilið maí 2015 til mars 2016. Komist dómurinn að því að laun Áslaugar, þ.e. mánaðarlaun og föst yfirvinna, hafi verið heildarlaun fyrir dagvinnu , vísar stefnandi um varakröfu sína einnig til þess að kjarasa mningar kveði á um lágmarkskjör, sbr. 1. gr. laga nr. 55/1980 , um starfskjör lau nafólks og skyld utryggingu lífeyrisréttinda, og 7. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Þá kveðst stefnandi einnig byggja á því að samkvæmt gr. 1.2.6 í kjarasamningnum hafi starfsmaður átt að láta vinnuveitanda vita kysi hann að halda þeim greiðslum , sem hann hafi haft umfram launataxta , og að það hafi ekki verið á valdi vinnuveitanda að ákveða hvort taxtinn yrði hækkaður eða ekki. Nefnd gr. 1.2.6 hljóði svo: Taxtar faglærðra færðir nær greiddum launum Með samningnum eru lágmarkskauptaxtar faglærðra færðir nær greiddum launum í greininni. Nýir kauptaxtar eiga ekki sjálfkrafa að leiða til hækkunar umfram almennar launahækkanir skv. 2. gr. Þá skulu launabreytingar samkvæmt samningi þessum í engum tilvikum leiða til minni launahækkana en sem n emur launhækkun skv. 2. gr. Sjá nánar meðfylgjandi bókun um taxtabreytingarnar. Starfsmaður sem kýs að halda þeim greiðslum sem hann hefur haft umfram taxta kjarasamnings skal tilkynna vinnuveitanda það skriflega innan 30 daga frá gildistöku samnings þessa . Kemur þá hækkun skv. 2. gr. á laun hans en kauptaxti hans hækkar ekki að öðru leyti. Stefnandi kveður Áslaug u aldrei hafa tilkynnt vinnuveitanda sínum að hún vildi halda aukagreiðslunum, enda he f ð i hún frekar kosið að kauptaxti hennar myndi hækka, þótt yfirvinnugreiðslur myndu lækka á móti og heildarlaun þar af leiðandi vera þau sömu. Að þessu leyti vísar stefnandi jafnframt til bókun ar með kjarasamningnum þar sem segi: Þannig eiga laun sem t.d. eru samsett af taxtakaupi og prósentuá lagi að reiknast sem ein upphæð. Reynist heildardagvinnulaun hærri en viðkomandi launataxti þá eiga þau laun ekki að hækka nema sem svarar almennri hækkun skv. 2. gr. samnings þessa. Af þessu leiðir að samsetning dagvinnulaunanna breytist. Dagvinnulaun hæk ka til samræmis við nýju taxtana en álagshlutfallið lækkar tilsvarandi saman og vegur þ.a.l. minna í heildarlaunum en áður . Stefnandi bendir á að það geti skipt máli hver dagvinnutaxti sé, óháð upphæð heildarlauna, þar sem t.d. réttur til greiðslu launa ve gna vinnuslysa eða atvinnusjúkdóma byggist á dagvinnulaunum. Um lagarök vísar stefnandi til laga nr . 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur, einkum 1. gr. og 1. mgr. 5. gr., og einnig til laga nr. 55/1980 , um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífey risréttinda, einkum 1. gr. Um lögsögu Félagsdóms vísar stefnandi til 2. tl. 1. mgr. 44. gr . laga nr. 80/1938 um aðild til 1. mgr. 45. gr. sömu laga. Viðu rkenningarkrafa 5 stefnanda byggist á 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938 , málskostnaðarkrafan er sett fram með vísan til XXI. kafla laga nr. 91/1991 , sbr. 65. gr. laga nr. 80/1938. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi byggir málsástæður sínar á ákvæði kjarasamnings milli Samtaka atvinnulífsins og Samt aka rafverktaka annars vegar og R afiðnaðarsambands Í slands vegna aðildarfélaga hins vegar frá 2 2. júní 2015 þar sem fram kemur útfærsla á launahækkunum rafiðnaðarmanna samkvæmt samningnum og á fyrirtækjaþæt ti kjarasamnings milli starfsmanna Isavia ohf. og félagsins sem og bókun með þeim samningi. Í kjarasamning i stefnda og Rafiðnaðarsambands Íslands í júní 2015 hafi verið samið um umtalsverða hækkun launataxta rafiðnaðarmanna í því skyni að færa taxta nær greiddum launum , eins og það sé orðað í samningnum. Þannig hafi taxtarnir hækkað um allt að 20% á meðan almennar launahækkanir hafi verið 3,2 - 7,2%. Skýrt sé tekið fram í kjarasamningum að þetta hafi ekki átt að leiða til þess að laun þeirra starfsmanna , sem væru yfirborgaðir miðað við kjarasamningstaxta , myndu hækka meira en útfært sé í 2. gr. samningsins samkvæmt svo nefndri launaþróunartryggingu . Til skýringar vísar stefn di til 3. gr. kjarasamnings stefnda og Rafiðnaðarsambands Íslands. Sú aðferðarfræði , sem hér sé byg gt á , sé ekki ný af nálinni og hafi ítrekað verið beitt í kjarasamningum iðnaðarmanna. Þannig hafi verið samið samkvæmt sömu hugmyndafræði 1997 og einnig 2008. Í öllum tilvikum sé viðurkennt að samfara hækkun taxta lækki yfirborgun fyrir dagvinnu. Þá s kipti engu hvort yfirborgun sé í formi álagsgreiðslna, bónusa, fastrar yfirvinnu eða annars. Launaþróunartrygging samkvæm t 2. gr. kjarasamningsins hafi tryggt starfsmönnum , sem hafi verið yfirborgaðir miðað við kjarasamningstaxta , hækkun sem hafi að hámarki verið 7,2% en farið stiglækkandi með hækkandi launum en þó aldrei verið lægri en 3,2%. Laun Áslaugar Sturlaugsdóttur ha fi tekið hækkun frá 1. maí 2015 í samræmi við ák væði kjarasamningsins og hækkað um 4,2%. Staðfest hafi verið að fyrirtækjaþáttur Isavia ohf. og starfsmanna skyldi taka gildi í kjölfar undirritunar aðalkjarasamningsins. Þegar til hafi átt að taka , hafi ei nhverjir starfsmenn ekki verið tilbúnir til þess að fella sig við launasamsetninguna , sem þar hafi verið samið um , og því hafi ekki verið unnt að skrifa undir fyrirtækjaþáttinn á þeim tíma sem áætlað hafði verið og ákveðið . Stefndi kveður s tarfsmönnum Isav ia ohf. hafa verið kunnugt um fyrirætlanir um að breyta samsetningu launanna í samræmi við ákvæði fyrirtækjaþáttar kjarasamningsins. Starfsmenn Isavia ohf. hafi falið fulltrúum sínum að annast samningaviðræður við forsvarsmenn Isavia ohf. og hafi fulltrúarnir notið liðsinnis og ráðgjafar starfsmanna Rafiðnaðarsambands Íslands , þ. á m. lögmanns sambandsins . Samninganefnd starfsmanna hafi haft samband við Róbertu 6 Maloney , deildarstjóra kjaramála hjá Isavia ohf., í byrjun október 2015 til að biðja um að fá send þau skjöl sem frágengin hafi verið við gerð fyrirtækja þáttar kjarasamningsins þann 22. júní 2015 . Það að ekki hafi verið skrifað undir samninginn þannig að þessar breytingar gætu komist í gagnið , sé alfarið á ábyrgð samninganefndar starfsmanna, sem hafi fengið umboð til að annast samningagerðina. Stefndi áréttar að kjör Áslaugar hafi aldrei verið lakar i en kjarasamningur aðila mæli fyrir um , enda hafi hún fengið kjarasamnings b undna hækkun 1. maí 2015. Stefndi bendir á að þegar ljóst hafi verið a ð starfsmenn hafi ekki ætlað sér að standa við samkomulag sitt um undirritun fyrirtækjaþáttar , hafi verið ítrekað í tölvupóstsamskiptum milli lögmanns stefnda og lögmanns Rafiðnaðarsambands Íslands annars vegar og einnig í tölvupóstsamskiptum milli Róbertu Maloney , deildarstjóra kjaramála hjá Isavia ohf., og lögmanns Rafiðnaðarsambands Íslands að enn væri ekki búið að skrifa undir fyrirtækjaþáttinn og því væru breytingar á launasamsetningu starfsmanna í bið . Þannig segi m.a. í tölvupóstskeyti lögmanns stefn da til lögmanns RSÍ þann 2. mars 2016: Nú er það svo að ekki hefur verið gengið frá fyrirtækjasamningnum vegna einhverrar óljósrar fyrirstöðu í starfsmannahópnum. Það er víst fundur á morgun þannig að vonandi verður gengið frá því þar. En það var alveg ljóst í sumar þegar unnið var að gerð fyrirtækjasamningsins að með þeim breytingum kæmi breyting á launasamsetningunni þannig að dagvinna hækkaði á móti lækkun á viðbótargreiðslum. Frá þessu hefur hins vegar ekki verið gengið af ofangreindum ástæðum. Í svari lögmanns Rafiðnaðarsambandsins sama dag Þetta hefur eitthvað ruglast hjá mér. Kannski einmitt út af þessu fyrirtækjasamningsrugli... Ég get ekki annað en fallist á þínar röksemdir. Það þarf þá bara að leysa úr því hvernig launasetningunni y rði háttað eftir þessar breytingar á dagvinnnutaxta. Framlagður ú treikningur lögmanns stefnanda á launum Áslaugar sýni annars vegar laun hennar samkvæmt útgefnum launaseðlum og hin s vegar samkvæmt töxtum svo sem segi í skjalinu. Ú treikningur inn byggist á því að launataxti Áslaugar hækki miðað við nýja taxta í samningi Rafiðnaðarsamband Íslands og Samtaka atvinnulífsins og að fastar yfirvinnustundir og aðrar greiðslur fyrir dagv innu haldist óbreyttar. Að mati stefnda sé þetta hins vegar í ósamræmi við ákvæði samningsins og bókun um breytingar á launatöxtum 1. maí 2015 þar sem hækkun launataxta eigi ekki að leiða sjálfkrafa til hækkunar heildarlauna fyrir dagvinnu umfram þá hækkun sem tilgrei nd sé í 2. gr. kjarasamningsins , þ.e. launaþróunartrygging 3,2 - 7,2% . Stefndi vísar til þess sem fram kemur í bókun með kjarasamningi stefnda og R afiðnaðarsamanbands Íslands um breytingar á launatöxtum 1. maí 2015 þar sem segi: 7 Kjarasamningur aðila miðar að því að færa launataxta faglærðra nær greiddu kaupi án sjá lfkrafa hækkunar á launum sem hærri eru en nýju taxtarnir. Minnsta hækkun skal þó í hvert skipti vera eins og segir í 2. gr. samningsins. Við mat á því hvort breytingar á launatöxtum gefi tilefni til hækkunar launa sem fyrir gerð samningsins voru hærri en launataxtinn, ber að leggja við launataxtann allar aukagreiðslur fyrir dagvinnu, aðrar en endurgjald á útlögðum kostnaði. Engu skiptir hvaða nafni þær aukagreiðslur nefnast og hvort þær eru fastar eða breytilegar, tengdar afköstum eða öðru. Þannig eiga l aun sem t.d. eru samsett af taxtakaaupi og prósentuálagi að reiknast sem ein upphæð. Reynist heildardagvinnulaun hærri en viðkomandi launataxti þá eiga þau laun ekki að hækka nema sem svarar almennri hækkun skv 2. gr. samnings þessa. Af þessu leiðir að sam setning dagvinnulaunanna breytist. Dagvinnulaun hækka til samræmis við nýju taxtana en álagshlutfallið lækkar tilsvarandi saman og vegur þ.a.l. minna í heildarlaununum en áður. Stefndi telur útreikninga stefnanda á launum Áslaugar einnig vera í ósamræmi v ið fyrirtækjaþátt kjar asamningsins , enda hafi þar verið samið um hækkun taxta á móti lækkun fastrar yfirvinnu og annarra greiðslna. Þetta hafi einnig orðið ljóst þegar launasamsetningunni hafi verið breytt í kjölfar undirskriftar fyrirtækjaþáttar kjarasamningsins í apríl 2016. Við gildistöku fyrirtækjaþáttarins hafi grunnlaun verið hækkuð með því að færa hluta fast rar yfirvinnu inn í grunnlaunin og hafi f öst yfirvinna þá lækkað á móti. St ærstur hluti fastrar yfirvinnu sé óunnin. Grunnlaun Áslaugar hafi hækkað um 104.195 krónur þann 1. aprí l 2016 en föst yfirvinna lækkað á móti ásamt öðrum breytingum á launasamsetningunni . Breytingar sem gerðar hafi verið á svokallaðri sérgreiðslu og bakvaktarfyrirkomu lagi séu samkvæmt bókun með fyrirtækjaþætti kjarasamningsins. Stefndi segir lögmann Rafiðnaðarsambands Íslands ranglega hafa haldið því fram í samskiptum við lögmann stefnda að nauðsynlegt hafi verið að segja upp fastri yfirvinnu Áslaugar ef lækka æ tti yf irvinnugreiðslur. K jarasamningur stefnda og Rafiðnaðarsambands Íslands frá 22. júní 2015 geri einmitt ráð fyrir því að hægt sé að breyta launasamsetningunni , án uppsagnar. Föst yfi rvinna Áslaugar hafi að stærstum hluta verið óunnin og sú staðhæfing sem fra m komi í stefnu að Áslaug hafi unnið allt að 47 y firvinnustundir á mánuði standist ekki skoðun. Í fyrsta lagi séu tímarnir í þeim mánuði sem vísað sé til, þ.e. mars 2014, ekki 47 heldur 37 s vo sem glöggt megi sjá ef tímar umfram vinnuskyldu eru lagðir sama n. Í öðru lagi byggist fastlaunasamningur Áslaugar eins og annarra starfsmanna á því að þörf fyrir yfirvinnu geti verið mismunandi milli mánaða og af þeim sökum sé fjöldi yfirvinnutíma tekin n saman árlega og ef tímar fari fram yfir umsaminn fjölda, sem í Áslaugar tilfelli voru 54 tímar á mánuði, sé greitt fyrir þá vinnu. Meðaltalsyfirvinna Áslau gar á umræddu tíma bili hafi verið um 6 stundir á mánuði. Enn fremur sé því haldið fram í stefnu að Áslaug hafi ekki skrifað alla 8 yfirvin nu þar sem hún hafi vitað að hún fengi hana ekki greidda. Áslaug hafi alltaf stimplað sig inn og út úr vinnu eins og sjáist á framlögðum tímaskýrslum og engin gögn liggi fyrir því til stuðnings að hún hafi unnið umfram þá tíma sem þar séu skráðir . Föst yfi rvinna Áslaugar hafi því verið þess eðlis að hana hefði átt að telja með við samanburð launa samkvæmt kjarasamningi aðila frá 22. júní 2015. Kjarasamningsgreinin sé alveg skýr að þessu leyti þar sem talað sé um að miða skuli við föst mánaðarlaun að viðbæt tum föstum álag s - eða aukagreiðsl um , hverju nafni sem þær nefni st, þ.m.t. fastri yfirvinnu. Þrátt fyrir mismunandi orðalag í kjarasamningsgrein og í bókun með kjarasamningi sé merkingin sú sama , á þann veg að telja skuli allar greiðslur fyrir da gvinnu, hva ða nafni sem þær nefni st , með við launa samanburð. Föst yfirvinna sé þar meðtalin eins og bæði komi fram í 2. gr. samningsins og ítrekað í skýringu í kjarasamningnum með launaþróunartryggingartöflu . Þá vísar stefndi til þess að l okamálsgrein 3. gr. kjarasam nings stefnda og R afiðnaðarsambands Íslands um tilkyn ningu starfsmanns , sem vilji hald a óbreyttri launasamsetningu, beri að skoða í því ljósi að starfsmenn Isavia ohf. hafi falið fulltrúum sínum að ganga frá fyrirtækjaþætti kjarasamnings þar sem frá því hafi verið gengið að launasamsetning allra myndi breytast við undirritun fyrirtækjaþáttarins. Ástæða þess að ekki hafi verið skrifað undir fyrirtækjaþáttinn , og af þeim sökum ekki gengið frá breyti ng unni á launasamsetningunni , hafi verið útskýrð og sé alfarið á ábyrgð starfsmanna. Stefndi mótmælir útreikningi lögmanns stefnanda sem röngum. Stefndi bendir á að útreikningurinn og sú a ðferðarfræði , sem þar sé lögð til grundvallar , geri ráð fyrir að la un Áslaugar skuli lækka frá og með gildistöku fyrirtækjaþáttar kjarasamningsins í ap ríl 2016. Aðalkrafa stefnanda sé að viðurkennt verði að heildarlaun Ásla ugar hafi átt að vera 692.243 krónur (án bifreiðastyrks) frá 1. janúar 2016 til 1. mars 2016. E kki s é ljóst hvers vegna miðað sé við 1. mars en ekki 1. apríl sem sé gildistökudagssetning fyrirtækjaþáttarins . Hins vegar sé ekki gerður ágreiningur um að r étt heildarlaun Áslaugar fyrir apríl 2016 séu 685.819 kr ónur (án bifreiðastyrks) . Í raun feli því krafa stefnanda í sér að laun Áslaugar hafi átt að lækka um ríflega prósent 1. apríl 2016 eða úr 692.243 kr ónum í 685.819 kr ónur . Stefndi byggir varakröfu sína einnig á ákvæði kjarasamnings stefnda og Rafiðnaðarsambands Íslands frá 22. júní 2015 þar sem fram komi útfærsla á launahækkunum rafiðnaðarmanna samkvæmt samningnum og fyrirtækjaþætti kjarasamnings stefnda og R afiðnaðarsambandsins milli starfsmanna Isavia ohf. og Isavia ohf. s em og bókun með þeim samningi. Fallist dómurinn á kröfu stefnanda um að g runnlaunataxti Áslaugar hafi átt að taka bre ytingum frá og með 1. maí 2015 , sé farið fram á að staðfest verði að sú breyting hefði ekki haft nein áhrif á heildarlaun Áslaugar þar sem heildarlaun hennar hafi hækkað á þeim tímapunkti samkvæmt 2. gr. kjarasamningsins um 4,2%. Hefði sú leið verið farin að breyta grunnlaun ataxta Áslaugar frá 1. maí 2015 hefði föst yfirvinna hennar lækkað að sama skapi í samræmi við skýr ákvæði kjarasam ningsins. Það verði því ekki séð að Áslaug hafi af því nokkra hagsmuni að fallist verði á að breyta hefði átt grunnlaunasetningu hennar frá og með 9 maí 2015. Niðurstaðan hefði orðið sú sama hvað varðar heildarlaun Áslaugar eins og sjá megi af framlögðum gögnum sem sýni samantekt á launaþróun hennar frá 1. maí 2015 1 . apríl 2016. Um lagarök vísar stefndi til laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur, og kjarasamnings Rafiðnaðarsambands Íslands og S amtaka atvinnulífsins frá 22. júní 2015 , með áorðnum breytingum, sem og fyrirtækjaþætti Isavia ohf. og starfsmanna Isavia ohf . M álskostnaðarkrafa stefnda byggi st á XXI. kafla laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála , aðallega 130. og 131. gr. Niðurstaða Með málssókn sinni krefst stefnandi viðurkenningar á því að túlka eigi nánar tiltekin ákvæði í gr. 1.1.1, 1.2 .1 og 1.2.6 í kjarasamningi aðila þannig að óheimilt sé að greiða lakari laun en lágmarkslaunataxta kjarasamnings og vitnar hann um það til 1. gr. laga nr. 55/1980 , um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, og 7. gr. laga nr. 80/1938 , u m stéttarfélög og vinnudeilur. Stefndi hafi ekki við greiðslu launa til félagsmanns stefnanda, Áslaugar Sturlaugsdóttur, farið eftir þessum ákvæðum og eins brotið ákvæði kjarasamnings aðila. Þegar kjarasamningur aðila var undirritaður 22. júní 2015 hækkuðu laun frá 1. maí það ár. Við það hækkuðu grunnlaun Áslaugar í 327.654 krónur á mánuði. Heildarlaun hennar með fastri yfirvinnu og öðrum ál agsgreiðslum voru á þessum sama tíma 606.685 krónur. Stefnandi telur að í þessu tilviki hafi stefndi brotið ákvæði kjarasamnings um lágmarkslaun og grunnlaunin hafi átt að vera 355.222 krónur en ekki 327.654 krónur. Sú hækkun hafi svo átt að leiða af sér frekari hækkanir á föstum aukagreiðslum eins og yfirvinnu og því hafi laun hennar átt að vera 651.831 króna e ins og fram kemur í aðalkröfu stefnanda. Frá 1. janúar 2016 hafi svo grunnlaun Áslaugar verið 347.969 krónur á mánuði en hafi átt að vera 377.245 krónur samkvæmt gr. 1.1.1 í kjarasamningnum. Heildarlaun hennar hafi frá þessu tímamarki verið 643.910 krónur en átt að vera samkvæmt kröfu stefnanda 692.243 krónur. Í fyrrgreindum kjarasamningi aðila frá 22. júní 2015 er að finna sérstaka bókun er lýtur að breytingu á launatöxtum 1. maí 2015. Í henni kemur fram að með kjarasamningi aðila sé ætlunin að færa launat axta faglærðra nær greiddu kaupi án sjálfkrafa hækkunar á launum sem hærri eru en nýju taxtarnir. Minnsta hækkun skuli þó í hvert skipti vera eins og segir í gr. 1.2.1 í kjarasamningnum. Við mat á því hvort breytingar á launatöxtum gefi tilefni til hækkuna r launa, sem fyrir gerð samningsins voru hærri en launataxtinn, ber samkvæmt bókuninni að leggja við launataxtann allar aukagreiðslur fyrir dagvinnu aðrar en endurgjald á útlögðum kostnaði. Skipti þannig engu máli hvaða nafni þær aukagreiðslur nefnast og h vort þær séu fastar eða breytilegar, tengdar afköstum eða öðru. Þannig eigi laun sem t.d. eru samsett af taxtakaupi og prósentuálagi að reiknast sem ein upphæð. Reynist heildardagvinnulaun þannig reiknuð hærri en viðkomandi launataxti ættu þau laun ekki að 10 hækka nema sem svarar almennri hækkun samkvæmt gr. 1.2.1 í kjarasamningnum. Loks segir í téðri bókun að af þessu leiði að sams etning dagvinnulauna breytist. Þau hækki til samræmis við hina nýju taxta en álagshlutfallið lækki tilsvarandi og vegi þar af le iðandi minna í heildarlaununum en áður. Í gr. 1.1.1 í kjarasamningnum er kveðið á um hverjir skuli vera lágmarkskauptaxtar á samningstímanum fyrir þá sem taka laun samkvæmt kjarasamningnum. Þar er mælt fyrir um það að laun rafiðnaðarmanns með a.m.k. fimm á ra sveinspróf og meistararéttindi skuli frá 1. maí 2015 nema 355.222 krónum og 377.245 krónum frá 1. janúar 2016. Samkvæmt málatilbúnaði málsaðila hér fyrir dómi verður að telja óumdeilt að þessi launataxti eigi við um störf Áslaugar Sturlaugsdót tur hjá st efnda. Fyrir gerð kjarasamningsins 22. júní 2015 nam samsvarandi launataxti í eldr i kjarasamningi 313.540 krónum. Hækkun á launataxtanum sem tók gildi 1. maí 2015 nam því 41.682 krónum eða 13,29%. Í grein 1.2.1 eru nánari fyrirmæli um þær launabreytingar s em komu til framkvæmda 1. maí 2015. Í a - lið greinarinnar er mælt fyrir um svokallaða launaþróunartryggingu stafsmanna sem hóf u störf fyrir 1. febrúar 2014. Segir í upphafi þessa ákvæðis að starfsmönnum sem hófu störf hjá launagreiðanda fyrir 1. febrúar 201 4 sé tryggð lágmarkslaunaþróun á tímabilinu frá 2. febrúar 2014 til 30. apríl 2015 samkvæmt sérstöku fylgiskjali merktu sem nr. 1 og sé hluti kjarasamningsins. Í því fylgiskjali er að finna töflu sem sýnir hvernig launahækkanir á bilinu 3,2% til 7,2% dreif ast á laun frá 300.000 krónum og lægri til 750.001 krónu og hærri, þar sem lægstu launin hækka mest en hæstu minnst. Í d - lið greinar 1.2.1 er svo kveðið á um svonefndan launasamanburð. Þar segir að við samanburð launa skuli miða við föst viku - eða mánaðarl aun að viðbættum föstum álags - eða aukagreiðslum hverju nafni sem þær nefnast, þ.m.t. fastri yfirvinnu. þessari að með samningnum séu lágmarkskauptaxtar færðir nær grei ddum launum í greininni. Nýir kauptaxtar eigi ekki sjálfkrafa að leiða til hækkunar umfram almennar launahækkanir skv. gr. 1.2.1. Þá skuli launabreytingar samkvæmt samningnum í engum tilvikum leiða til minni launahækkana en sem nemur launahæ kkun samkvæmt g r. 1.2.1 og er í því efni vísað nánar til fyrrgreindrar bókunar um breyti ngu á launatöxtum 1. maí 2015. Þá segir einnig í gr. 1.2.6 að starfsmaður sem kjósi að að halda þeim greiðslum sem hann hafi haft umfram taxta kjarasamnings skuli tilkynna vinnuveitan da það skriflega innan 30 daga fr á gildistöku kjarasamningsins. Komi þá hækkun samkvæmt gr. 1.2.1 á laun hans en kauptaxti hans hækki ekki að öðru leyti. Þegar framangreind ákvæði kjarasamningsins eru virt heildstætt, og með tilliti til þess sem fram kemur í bókuninni um breytingu á launatöxtum 1. maí 2015, verður að líta svo á að mánaðarlaun að viðbættum föstum álags - eða aukagreiðslum hverju nafni sem nefnast, þar með talið fastri yfirvinnu, sem fyrir gildistöku kjarasamningsins 1. maí 2015 námu hærri fjá rhæð en lágmarkskauptöxtum samkvæmt gr. 1.1.1, skulu hækka samkvæmt því sem mælt 11 er fyrir um í gr. 1.2.1, þ.e.a.s. í samræmi við það sem fram kemur í töflunni á fylg iskjali 1 með kjarasamningnum. Kemur þá til skoðunar samkvæmt þessu hvort mánaðarlaun Áslau gar - eða aukagreiðslum hverju fjárhæð en nam hinum nýja launataxta, eða 355.222 krónum. Fyrir liggur í m áli þessu að Áslaug var með 54 fastar yfirvinnustundir á mánuði. Aðilar málsins eru um það sammála að hluti af fastri yfirvinnu félagsmanns stefnanda hafi verið unninn en greinir á að hve miklu leyti. Dómurinn lítur svo á að stefnanda hafi ekki tekist sönn un um það að hve miklu leyti sú yfirvinna var unnin. Verður því að miða við að sú vinna hafi að meðaltali numið sex klukkustundum á mánuði eins og viðurkennt er af hálfu stefnda. Í ljósi þessa ber að líta svo á að sú fasta yfirvinna sem Áslaug fékk greidda teljist til þeirrar föstu yfirvinnu sem telja skal með mánaðarlaunum í skilningi gr einar 1.2.1 í kjarasamningnum. Að fenginni þessari niðurstöðu þykir mega fallast á það með stefnda að mánaðarlaun Áslaugar í skilningi síðastgreinds kjarasamningsákvæðis vo ru fyrir 1. maí 2015 nokkru hærri en sem n am nýja lágmarkslaunataxtanum. Því bar að hækka laun hennar í samræmi við töflu þá sem er að finna á fylgiskjali 1 með kjarasamningnum, en í málinu er ekki sérstakur ágreiningur um þá hækkun. Er því niðurstaða dóms ins að laun Áslaugar hafi ekki átt að njóta aukinnar hækkunar umfram grunnhækkanir samkvæmt gr. 1.2.1 og því verður að sýkna stefnda af aðalkröfu stefnanda. Í varakröfu stefnanda er krafist viðurkenningar á því að launataxti Áslaugar Sturlaugsdóttur hafi á tt að fylgja meistarataxta kjarasamnings aðila og vera 355.222 krónur frá 1. maí 2015 og 374.758 krónur frá 1. janúar 2016 til 1. apríl sama árs. Þessa kröfu styður stefnandi einnig við 1. gr. laga nr. 55/1980 , um starfskjör launafólks og skyldutryggingu l ífeyrisréttinda, og eins við 7. gr. laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur. Þá hafi Áslaug aldrei tilkynnt vinnuveitanda sínum að hún vildi halda greiðsl um umfram taxta kjarasamnings. Það hafi átt samkvæmt gr. 1.2.6. í kjarasamningi aðila að leið a til þess að kauptaxti hennar hafi átt að hækka, en greiðslur umfra m taxta að sama skapi að lækka. Stefnandi kveður það geta skipt máli hver dagvinnutaxt i sé, óháð fjárhæð heildarlauna. Þannig byggi t.d. réttur til greiðslu launa vegna vinnuslysa eða atvinnusjúkdóma á dagvinnulaunum, sbr. gr. 8.1.3 í kjarasamningnum. Óumdeilt er að viðkomandi félagsmaður stefnanda tilkynnti aldrei um þetta. Um þennan skilning sinn vitnar stefnandi til bó kunar aðila með kjarasamningi þar sem m.a. kemur fram að dagvinnulaun skuli hækka til samræmis við nýja taxta en álagshlutfallið skuli að sama skapi lækka og vega minna í heildarlaunum en áður. Stefndi krefst sýknu af varakröfu stefnanda. Fallist dómurinn hins vegar á að grunnlaunataxti viðkomandi félagsmanns stefnanda hafi átt að taka breytingum frá 1. maí 2015 krefst stefndi þess að staðfest verði að sú breyting hafi engin áhrif haft á heildarlaun hans. Hækkun grunnlauna hefði átt að þýða lækkun viðbótarg reiðslna sem aftur hafi átt að 12 leiða til sömu heildarlauna. Stefndi heldur því þess vegna fram að stefnandi hafi ekki lögvarða hagsmuni af því að fá úr því skorið hvort grunnlaun hennar hafi átt að miðast við lágmarkskauptaxta samkvæmt gr. 1.1.1 í kjarasam ningi aðila. Niðurstaðan breyti engu um heildarlaun hennar. Í lögum nr. 55/1980 , um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, segir að laun og önnur starfskjör sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um skuli vera lágmarkskjör. Samningar um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar kveða á um skuli ógildir. Sams konar ákvæði er í 7. gr. laga nr. 80/1938. Í kjarasamningi aðila hafa aðilar samið um lágmarkskauptaxta. Á það verður að fallast með stefnanda að grunnlaunaviðmiðun félagsmanna stefnanda geti aldrei verið lægri en þeir lágmarkskauptaxtar. Slík grunnlaunaviðmiðun er m.a. notuð sem viðmið við útreikning á dagvinnutímakaupi, yfirvinnu, vinnu á stórhátíðardögum og vaktaálagi. Með vísan til þess og eins þess að um lögbundin lágmark sla un í viðkomandi starfsgrein er að ræða verður að telja að stefnandi hafi lögvarða hagsmuni af því að fá skorið úr um varakröfu hans . Með sömu rökum verður einnig fallist á þá kröfu efnislega . Eins og að framan er rakið áttu laun þeirra , sem höfðu samanlö gð heildarlaun umfram lágmarkskauptaxta , ekki að tak a öðrum hækkunum en um getur í gr. 1.2.1 í kjarasamningi aðila. Dómurinn hefur áður komist að þeirri niðurstöðu hér að framan að svo hafi verið með laun félagsmanns stefnanda í máli þessu. Samanlögð heild arlaun hennar hafi þannig verið langt umfram þá lágmarkstaxta er um getur í gr. 1.1.1 í kjarasamningi aðila. Því verður að fallast á varakröfu stefnda þess efnis að viðurkenning á varakröfu stefnanda geti ekki þýtt hækkun á heildar launum félagsmanns stefna nda. Niðurstaðan er því sú að fallist er á varakröfur aðila í máli þessu eins og nánar greinir í dómsorði. Í ljósi þess þykir rétt að hvor aðili beri sinn kostnað að máli þessu og er því ekki fallist á málskostnaðarkröfur aðila í máli þessu. D Ó M S O R Ð : Stefndi, Samtök atvinnulífsins vegna Isavia ohf., skal vera sýkn af aðalkröfu stefnanda, Alþýðusambands Íslands fyrir hönd Rafiðnaðarsambands Íslands vegna Félags rafeindavirkja vegna Áslaugar Sturlaugsdóttur. Viðurkennt er að grunnlaun Áslaugar Sturlaug sdóttur hafi á tímabilinu 1. maí 2015 til og með 31. mars 2016 átt að vera 355.222 krónur á mánuði frá 1. maí 2015 til 31. desember 2015 og 374.758 krónur á mánuði frá 1 . janúar 2016 til 31. mars 2016 en heildarlaun hvers mánaðar á tímabilinu hafi þó ekki átt að nema hærri fjárhæð en nam greiddum launum hverju sinni. Málskostnaður fellur niður. Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Lára V. Júlíusdóttir Valgeir Pálsson