1 FÉLAGSDÓMUR Úrskurður þriðjudaginn 9. maí 202 3 . Mál nr. 6 /202 3 : Verkfræðingafélag Íslands vegna A ( Halldór Kr. Þorsteinsson lögmaður ) gegn íslenska ríkinu vegna umhverfis - , orku - og loftslagsráðuneytisins (Erna Hjaltested lögmaður) og til réttargæslu Bandalagi háskólamanna fyrir hönd F élags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins ( Júlíana Guðmundsdóttir lögmaður) Úrskurður Félagsdóms Mál þetta var tekið til úrskurðar 27. apríl sl. vegna kröfu stefnanda um málskostnað. Málið úrskurða Ásgerður Ragnarsdóttir, Ásmundur Helgason , Ragnheiður Bragadóttir , Guðni Á. Haraldsson og Inga Björg Hjaltadóttir. Stefnandi er Verkfræðingafélag Íslands, Engjateigi 9 í Reykjavík, vegna A . Stefndi er íslenska ríkið vegna umhverfis - , orku - og loftslagsráðuneytisins. Þá er Bandalagi háskólamanna fyrir hönd Félags háskólamenntaðrar starfsmanna stjórnarráðsins stefnt til réttargæslu. Dómkröfur aðila 1 Stefnandi kr afðist þess að viðurkennt yrði með dómi að V erkfræðingafélag Íslands fari með samningsaðild fyrir A við gerð kjarasamninga vegna starfa hennar sem verkfræðingur hjá umhverfis - , orku - og loftslagsráðuneytinu. Þá er krafist viðurkenningar á að kjarasamningur Verkfræðingafélags Íslands og íslenska ríkisins frá 9. mars 2005, sem framlengdur var með breytingum 28. júní 2008, 27. júní 2011, 30. apríl 2014, 17. nóvember 2015 og 31. janúar 2020, gildi um laun og kjör hennar hjá ráðuneytinu frá 1. júlí 2022, en til vara frá öðru og síðara tíma bili að mati réttarins. Jafnframt var krafist málskostnaðar úr hendi stefnda . 2 Stefndi kr afðist aðallega sýknu, en til vara að kjarasamningur Verkfræðingafélags Íslands og íslenska ríkisins frá 9. mars 2005 með síðari breytingum gil t i eingöngu fyrir A frá 1. apríl 2023 þegar sá kjarasamningur sem hún hefur tekið laun samkvæmt rann út. Jafnframt var aðallega krafist málskostnaðar úr hendi stefnanda, en til vara að málskostnaður yrði látinn niður falla. 3 Í þinghaldi 27. apríl 2023 lögðu aðilar fram dómsátt sem náði ekki til málskostnaðar. Stefnandi áréttaði að gerð væri krafa um málskostnað úr hendi stefnda og lagði fram málskostnaðarreikning. 2 Stefndi tók fram að ekki væri gerð krafa um málskostnað, en að ákveða bæri þann máls kostn að sem stefnda yrði gert að greiða stefnanda að virtu umfangi málsins. Niðurstaða 4 Mál þetta , sem var þingfest 7. mars 2023, v erður rakið til ágreinings um hvort Verkfræðingafélag Íslands fari með samningsaðild fyrir A við gerð kjarasamninga vegna starfa hennar hjá umhverfis - , orku - og auðlindaráðuneytinu fremur en Félag háskólamenntaðra starfmanna Stjórnarráðsins (FHSS). Starfsmaðurinn átti aðild að Verkfræðingafélagi Íslands þegar hún hóf störf sem verkfræðingur hjá fyrrgreindu ráðuneyti 1. júlí 2022 . Hú n gerði fyrirvara við ákvæði ráðningarsamning s þess efnis að stéttarfélagsgjöld ættu að renna til FHSS og lífeyrisgreiðslur til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Þar sem ekki tókst að leysa ágreining aðila var mál þetta höfðað. 5 Stefndi skilaði greinarger ð 4. apríl 2023 og krafðist aðallega sýknu, en til vara að kjarasamningur Verkfræðingafélags Íslands og íslenska ríkisins gilti einungis fyrir starfsmanninn frá 1. apríl 2023. Stefnandi óskaði eftir fresti til að kynna sér framlögð gögn og var málinu frestað til 27. apríl 2023. 6 Með dómsátt sem var lögð fram 27. apríl 2022 viðurkenndi stefndi að Verkfræðingafélag Íslands færi með samningsaðild fyrir stefnanda við gerð kjarasamninga vegna starfa hennar í ráðuneytinu. Jafnframt var viðurkennt að kjarasamningur Verkfræðingafélagsins og íslenska ríkisins frá 9. mars 2005, með síðari breytingum, gilti um laun og kjör hennar frá 1. júlí 2022. 7 Samkvæmt dómsáttinni hefur stefndi fallist á kröfur stefnanda. Að þessu virtu og samkvæmt 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, ber stefnda að greiða stefnanda málskostnað . Að teknu tilliti til umfangs málsins og stöðu þess þegar sátt náðist áður en aðalmeðferð fór fram þykir málkostnaður hæfilega ákveðinn með þeim hætti sem greinir í úrskurðarorði . Úrskurðarorð: Stefndi, íslenska ríkið vegna umhverfis - , orku - og loftslagsráðuneytisins, greiði stefnanda, Verkfræðingafélagi Íslands vegna A , 400.000 k rónur í málskostnað .