1 Ár 2016, þriðjudaginn 23. febrú ar , er í Félagsdómi í málinu nr. 4/2016 : Samtök atvinnulífsins f.h. Rio Tinto Alcan á Íslandi gegn Alþýðusambandi Íslands f.h. Starfsgreinasambands Íslands vegna Verkalýðsfélagsins Hlífar kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið í dag. Málið dæma Sigurður G. Gí slason, varaforseti dómsins, Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson, Pétur Guðmundarson og Lára V. Júlíusdóttir. Stefnandi er : Samtök atvinnulífsins, kt. 680699 - 2919, Borgartúni 35, Re ykjavík, f.h. Rio Tinto Alcan á Íslandi, kt. 680466 - 0179, Straumsvík, Hafnarfirði. Stefndi er : Alþýðusamband Íslands, kt. 420169 - 6209, Guðrúnartúni 1, Reykjavík, f.h. Starfsgreinasambands Íslands, kt. 600100 - 3309, Guðrúnartúni 1, Reykjavík, vegna Verkalý ðsfélagsins Hlífar, kt. 620169 - 3319, Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði. Dómkröfur stefnanda: Dómkröfur stefnanda eru þær að vinnustöðvun sú sem Verkalýðsfélagið Hlíf boðaði með bréfi, dagsettu 16. febrúar 2016, vegna félagsmanna sinna er starfa á hafnar - og vinnusvæði Rio Tinto Alcan og koma á til framkvæmda við byrjun dags (kl.00:00), 24. febrúar 2016 verði dæmd ólögmæt. Þá er þessi krafist a ð stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að mati dómsins. Dómkröfur stefnda : Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda auk þess sem krafist er málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati réttarins. 2 Málavextir : K jarasamning ur milli stefnanda og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga, þar á meðal stefnda, Verkalýðsfélagsins Hlífar, rann út skv. efni sínu 31. desember 2014. Viðræðu r um framlagðar kröfur haf a reynst árangurslausar og var málinu vísað til Ríkissáttasemjara 15. apríl 2015. Þrátt fyrir að haldnir hafi verið 35 sáttafundir undir v erkstjórn ríkissáttasemjara haf a samningar ekki náðst. Þann 2 9. apríl 2015 v a r lýst yfir ára ngursleysi þessara viðræðna. S tefndi , Verkalýðsfélagið Hlíf, ásamt þeim verkalýðsfélögum öðrum sem aðild eig a að sameiginlegum kjarasamningi við stefnanda, hefur í tvígang áður boðað til vinnustöðvana vegna kjaradeilunnar . Þæ r aðgerðir haf a ekki komið til framkvæmda og kveður stefndi það vera vegna væntinga um að álverinu yrði þá lokað fyrir fullt og allt enda hafi ítrekað verið látið í það skína af hálfu stefnanda. Stefndi tekur fram að í byrjun janúar 2016 hafi aðalforstjór i stefn an da einhliða sent yfirl ýsingu til starfsmanna Rio Tinto um allan heim þess efnis að engar launahækkanir yrðu á árinu 2016 hjá fyrirtækinu nema þegar hefði verið um þær samið. Yfirlýsing þessi h a fi virst gefin út án nokkurs tillits til stöðu kjarasa mningaviðræðna hérlendis. Í þv í skyni að knýja stefnanda til samninga kveðst stefndi nú hafa brugðið á það ráð að efna til vinnustöðvunar þeirrar sem þrætt er um í málinu . Kveður stefndi að f undað hafi verið af hálfu stefnda í tvígang með félagsmönnum sem starfi hjá stefnanda í aðdraga nda vinnustöðvunarinnar, fyrst þann 11. febrúar og aftur þann 15. febrúar og hafi kjörfundur um vinnustöðvunina verið haldinn í framhaldi af því. Hafi þá farið fram almenn , leynileg atkvæðagreiðsla meðal allra félagsmanna Ver kalýðsfélagsins Hlífar sem star fi í flutningasveit stefnda og vinnustöðvunin taki til sbr. tillögu samninganefndar um afmarkaða vinnustöðvun. Kveður stefndi að allir hlutaðeigandi starfsmenn hafi verið mættir til atkvæðagreiðslunnar utan einn sem hafi veri ð í leyfi frá störfum. Við atkv æðagreiðsluna hafi verið stuðst við lista sem stefnandi hafi sjálfur útbúið fyrir flutningasveitina í þeim tilgangi að færa þar inn yfirvinnu þessara starfsmanna. Á þeim lista séu þó nöfn þriggja einstaklinga sem ekki séu len gur í starfi í flutningasveitin ni, sbr. framlagðan tölvupóst frá launafulltrúa stefnanda þar sem taldir eru upp 12 starfsmenn flutningasveitar stefnanda, og hafi þeir því ekki verið meðal þeirra sem teki ð hafi þátt í atkvæðagreiðslunni né ráð gert fyrir fy rir þeim á annan máta. Allir þe ir sem tekið hafi þátt í atkvæðagreiðslunni hafi greitt vinnustöðvuninni atkvæði sitt. Hefur kjörskráin verið lögð fram í málinu og eru á henni nöfn 12 manna, sem eru í samræmi við áðurnefndan tölvupóst frá launafulltrúa stef nanda. K emur fram að 11 hafi te kið þátt í atkvæðagreiðslunni og allir sagt já. 3 M eð bréfi , dags. 16. febrúar 2016 , og mótteknu sama dag , boðað i stefndi vinnustöðvun þá sem deilt er um í máli nu, þ.e. ótímabundna en takmarka ða vinnustöðvun félagsmanna Verkal ýðsfélagsins Hlífar er tilheyri flutni ngasveit fyrirtækisins og starfi á hafnar - og vinnusvæði félagsins við útskipun á áli . Jafnframt sé tekið fram að aðgerðin feli í sér að engu áli verði skipað um borð í skip í Straumsvíkurhöfn. Um sé að ræða ótímabundi ð útskipunarbann á áli frá byrj un dags (kl. 00:00), 24. febrúar 2016. Í lok bréfsins er þetta tilgreint sem ótímabundið útflutningsbann á áli frá byrjun dags þann 24. febrúar nk. Stefndi kveður að stefnandi hafi í framhaldi af því fengið afhent sýnishorn a f kjörseðli að hans beiðni. Boð unin vakti spurningar um fyrirkomulag vinnustöðvunar innnar hjá stefnanda sem óskaði skýringa hjá stefnda um það hverjir muni leggja niður vinnu hverju sinni, hv aða störf, hvenær og hvað lengi. Af hálfu stefnda var því svarað að félagið myndi ekki fylgja þe ssari boðun eftir með frekari skriflegum greinargerðum um efni hennar , enda sé vinnustöðvun af þessu tagi alþekkt á íslenskum vinnumarkaði og að mati stefnda tilkynning hans fullnægjandi í þessu efni . Stefnandi kveður að v enj ulegt v innufyrirkomulag mun i ve ra þannig að svokölluð flutningasveit fyrirtækisins sinni störfum á hafnarsvæðinu og ann i st m.a. losun og lestun sk ips sem komi í byrjun hverrar viku með aðföng , bæði fyrir Rio Tinto Alc an og aðra aðila , sem starfsmenn skipi upp. Hvað varði lestun álsins þ á taki hún allt að tvo daga og misjafnt hve margir kom i þar að og hvort áætlun standist. Starfsmennirnir í hópnum vinni samhliða önnur verk a llt eftir því hvaða verkefni séu fyrir hendi og mannaflaþörf við útskipun álsins. Kv eður stefnandi að s vo virðist s em starfsmenn hafi ekki verið upplýstir um það fyrir atkvæðagreiðsluna að þeir ættu að leggja niður vinnu og hafi gert ráð fyrir að sinna öðrum verkum í stað útskipunar áls. Stefndi kveður önnur viðbrögð stefnanda við tilkyn ningu stefnda um vinnustöðvun h afi verið þau að starfsmannastjóri, Jakobína Jónsdóttir , hafi haft samband við formann stefnda í þeim tilgangi að óska eftir því að verkfallinu yrði frestað. Sem fyrr segi hafi ekki verið boðað til fundar með aðilum né hafi b ólað á tillögum frá stefnanda t il lausnar á kjaradeilu aðila frá því að tilkynnt hafi verið um vinnustöðvunina. Málsástæður og lagarök stefnanda : Stefnandi kveðst legg ja m ál ið fyrir Félagsdóm með vísan til 1. töluliðar 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. K rafa stefnanda um að að boðað verkfall stefnd a verði dæmt ólögmætt byggir á eftirfarandi málsástæðu m: 4 Krafa um skýrleika í tillögu um verkfallsboðun ekki uppfyllt Stefnandi kveður að í 3. mgr. 15. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938, sb r. 4. gr. l. nr. 75/1996 , sé gerð krafa um að í tillögu um vinnustöðvun skuli kom a skýrt fram til hverra henni sé ætlað að taka og hvenær vinnustöðvun sé ætlað að koma til framkvæmda, þ annig að það liggi ljóst fyrir hvaða sta rfsmenn eigi að leggja niður vi nnu og á hvaða tíma. Í tillögu þeirri sem lögð hafi verið fyrir félagsmenn stefnda sé - og vinnusvæði Rio Tinto Alcan (ISAL), þ.e. stöðvun vinnu við útskipun á fr amleiðsluvöru fyrirtækisins (ál Framkvæmd vinnustöðvunarinnar sé því ætlað að taka til framkvæmdar ákveðins verkþáttar í starfi starfsmanna, þ.e. útskipunar áls, hvenær sá verkþáttur verði unninn hverju sinn i og af hverjum. Það skýri ekki hvernig vinnustöðvuninni sé ætlað að koma til framkvæmda í reynd eins og lög krefjist. Auk þessa sé orðnotkunin í tillögunni villandi og til þess fallin að valda misskilningi . Notuð séu orðin útflutningsbann og stöðvun vinnu við útskipun án þess að það ko mi fram í spurningunni á atkvæðaseðlinum að starfsmönnum sé ætlað að leggja niður vinnu í verkfalli og þá með hvaða hætti. Það sé því hvorki skýrt hvenær vinnustöðvuninni sé ætlað að koma til framkvæmda eða til hverra hún nær eins og lög áskilja. Tillagan uppfylli því ekki formkröfur 3. mgr. 15. gr . laga nr. 80/1938. Stefnandi kveður b oðun vinnustöðvunarinnar vera sama merki brennd a og vísar til þess sem að ofan getur um efni hennar. Að mati stefnanda leiðir óskýrleiki boðuna rinnar t il þess að skilyrði sem leiða megi af lögum nr. 80/1938 og dómaframkvæmd um boðun vinnustöðvunar séu ekki uppfyllt. Þegar horft sé til athugasemda með frumvarpi því sem orðið hafi að lögum nr. 75/1996 sem lögfestu umrætt ákvæði 3. mgr. 15. gr. og tilgangs þeirrar lagagreinar sé ljóst að það ber i að skýra þröngt. Stefn andi tel ur því að lagaskilyrði hafi brostið til hins umdeilda verkfalls . Boðuð vinn ustöðvun stefnda sé því ólög mæt . Krafa 15. gr. laga nr. 80/1938 um atkvæðagreiðslu Stefnandi kveður að s amkvæmt 1. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938 sé aðeins heimilt að hefja vinnustöðvun hafi ákvörðun um hana verið tekin við almenna leynilega atkvæðagreið slu með þátttöku a. m. k. fimmt ungs atkvæðisbærra félagsmanna og að tillaga n hafi hlotið stuðning meiri h luta greiddra atkvæða. Heimilt sé samkvæmt 2. mgr. 15. gr. laganna að taka ákvörðun um vinnustöðvun með atkvæðum þeirra sem henni sé ætl að að taka til ef vinnustöðvun sé lað að Samkvæmt tilkynningu stefnda um vinnustöðvun hafi atkvæðagreiðsla farið fram um 5 fyrirhugaða vinnus töðvun á meðal félagsmanna Verkalýðsfélagsi ns Hlífar er tilheyri flutning a sveit Rio Tinto Alcan og starfi á hafnar - og vinnusvæði fyrirtækisins við útskipun á áli. Að þv í er fram komi í tilkynningunni hafi 12 verið á kjörskrá en 11 hafi greitt atkvæði. Til að ákvæði 2. mgr. 15. gr. eigi við og ekki þurfi að halda almenna leynile ga atkvæðagreiðslu samkvæmt 1. mgr. 15. gr., þurfi þeir sem stöðva eiga vinnu annað hvort að falla undir það að vera skilgreindur hópur félagsmanna stéttarfélags, eða þá ákveðinn vinnustaður í heil d sinni. Að mati stefnanda g eti þessi hópur 12 stafsmanna, sem sinni afmörkuðu hlutverki hjá stefnanda , ekki talist til Verkalýðsfélagsins Hlífar í skilningi 2. mgr. 15. g r. laga nr. 80/1938. Skýrlega sé um að ræða afmarkaðan hóp innan Rio Tinto Alcan, en sem slíku r geti hann ekki talist mynda t ilgreindan hóp innan Verkalýðsfélagsins Hlífar, líkt og til að mynda fagmen n innan ákveðinna iðngreina geti talist til hópa innan sinna verkalýðsfélaga. Leiða megi af athugasemdum með frumvarpi til laga nr. 75/1996, um breyti ngu á lögum nr. 80/1938, að með orðalagi 2. mgr. 15. gr. laga nr. 380/1938 sé horft til þess að um eitt fyrirtæki í heild sinni sé að ræða en ekki afmar kaðan hluta fyrirtækis. Ljóst sé að framangreindur hópur 1 2 starfs manna Rio Tinto Alcan sé einung is hluti sta rfsmanna fyrirtækisins og falli hann því ekki undir or ðalag 2. mgr. 15. gr. Að auki sé engin nákvæm lýsing á því hver jir þeir starfsmenn séu sem eigi í hlut. Með hliðsjón af framangreindu byggir stefnandi á því að fara hefði þurft fram almenn o g leynileg atkvæðagreiðs la meðal allra félagsmanna Verkalýðsfélagsins Hlífar, í samræmi við 1. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938. Þar sem það hafi ekki verið gert sé fyrirhuguð vinnustöðvun ólögmæt. Þar sem ekki ligg i fyrir stað festar upplýsingar af hálfu ste fnda um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar eða að hún hafi farið fram í samræmi við lagaskilyrði, áskilur stefnandi sér jafnframt rétt til að byggja á því að framkvæmd atkvæðagreiðslunnar hafi ekki verið í samræmi við 15. gr. laga nr. 80/1938 sem valdi ólögmæti fyrirhugaðrar vinnustöðvunar. Áhrif á aðra þætti framleiðslunnar Stefnandi byggir jafnframt á því að verkfallsboðun stefnda hafi haft þær afleiðingar að óhjákvæmilegt hafi verið að bera ákvörðun um verkfall undir alla féla gsmenn stefnda. Ótímabu ndið ver kfall, sem stefndi hafi boðað vegna star fsmanna í flutningadeild, geti leitt til þess að stöðva verði framleiðslu áls, enda séu takmörk fyrir því hvað hægt sé að framleiða af áli ef ekki er hægt að koma því út af athaf nasvæði fyrirtækisins. Því liggi fyrir a ð verkfallsboðun stefnda leiði ekki einungis til þess að starfsmenn flutningasveitar muni leggja niður störf heldur einnig félagsmenn stefnda sem s tarfi við framleiðslu. Ákv örðun um verkfall, sem borin hafi 6 verið undi r 12 f élagsmenn stefnda, leiði því ti l þess að allir félagsmenn stefnda muni leggja niður störf og falla af launaskrá hjá stefnanda. Samkvæmt 2. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938 hefðu allir hlutaðeigandi félagsmenn stefnda átt að taka þ átt í atkvæðagreiðslunni. Sú hafi ekki verið raunin og sé þv í verkfallsboðun stefnda andstæð lögum. Málskostnaður Krafa stefnanda um málskostnað styðst við 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 65. gr. laga nr. 80/1938. Málsástæður og lagarök stefnda : Stefndi byggir sýknukröfu sína á þv í að atkvæðagreiðsla um vinnust öðvun stefnanda hafi verið lögmæt og í fullu samræmi við fyrirmæli laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 sem og venjur á vinnumarkaði hvað það varði. Stefndi kveðs t hafa lagt fyrir félagsmenn sína, sem verkf allið ei gi að taka til, atkvæðaseðil þa r sem tilhögun vinnustöðvunarinnar hafi komið fram, en eins og atkvæðaseðillinn ber i með sér hafi verið um að ræða afmarkað verkfall á hafnar - og vinnusvæði Rio Tinto Alcan sem nánar hafi ver i ð lýst sem ótímabundnu útflutning sbanni, þ.e. stöðvun vinnu við útskipun á áli frá byrjun dags þann 24. febrúar n.k. Stefndi kveður þá sem greitt hafi atkvæði hafi átt þrjá kosti. Þeir hafi getað greitt atkvæði gegn því að fara í verkfall með þessum hætti , með því eða skilað auðu. Kosnin gin hafi verið almenn og leynil eg og farið fram á kjörfundi í afdrepi starfsmanna á hafnarsvæðinu. Fundurinn hafi hafist kl. 12: 30 þann 15. febrúar 2016 og lokið kl. 13:00. Atkvæði hafi þeir félagsmenn stefnda greitt sem starfi í svoka llaðri flutningasveit , en svo sé nefndur sá hópur st arfsmanna ste fnda [sic.] sem vinni á hafnarsvæði stefnanda og anni st m.a. losun og lestun skipa á athafnasvæðinu í Straumsvík . Þessi hópur telji nú 12 starfsmenn se m vinni að jafnaði í dagv innu en yfirvinnu ef þörf krefji. S tefndi kveður flutningadeild ve ra tiltekna starfsde ild innan fyrirtækisins og hafi sem slík ákveðið númer innan fyrirtækisins og þá sé fjallað sérstaklega um hana í kjarasamningi aðila . St arfsmenn flutningasveitar vinni á hafnarsvæðinu, þar sem þeir starf i við að þjónusta allar deild ir fyrirtækisins en deildin anni st m.a. alla flutninga á varningi innan svæðisins og einnig losun og lestun skipa þegar svo ber i undir. Stefnandi hafi sjálfur skilgreint þennan hóp starfsmanna og útbúið sérstakan lista yfir þá , sem hagnýttur sé til dæmis við skráningu yfirvinnu auk þess sem stefnandi hafi fjallað um hópinn opinberlega . Við þennan lista stefnanda hafi verið stuðst sem 7 kjörskrá við kosninguna. Ellefu starfsmenn af tólf hafi greitt atkvæði og hafi þeir allir greitt atkvæði með verkfallinu. V erkf allið hafi því verið samþykkt með 91,60 % atkvæða . Byggir stefndi á því að með þessari tillögu og framkvæmd atkvæðagreiðslu um hana hafi í einu og öllu verið farið að kröfum 15. gr. laga nr. 80/1938 um ákvörðun um vinnustöðvun . Skýrt sé til hverra vinnustöð vunin taki , hvað í henni fel i st og hvernig og hvenær hún komi til framkvæmda. S tefndi byggir ennfremur á því að réttur til þess að gera verkföll sé grundvallarréttur, sem tryggður sé í 74. og 75. gr. stjórnarskrár sbr. 2. mgr . 11. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu . Allar takmarkanir á þeim rétti verði því að túlka þröngt. Heimildir stéttarfélaga til að gera verkföll séu því aðeins bundnar þeim skilyrðum og takmörkunum einum sem sett eru í lögum sbr. 14. gr. laga nr. 80/1938. Þá byggir stefndi á því að reglur vinnulöggjafarinnar um samþykki við verkfallsboðun geri beinlínis ráð fyrir því að hluti félagsmanna stéttarfélags geti greitt atkvæði um verkfall. Hugtakið allsherjaratkvæðagreiðsla í skilningi 15. gr. verði ekki skilið svo að það þurfi að ná til allra fé la gsmanna þess stéttarfélags sem eigi í hlut. Markmið laganna í þessu ef ni sé að trygga að þeir sem eigi að taka þátt í verkfalli séu þeir sem taki ákvörðun um hana. Annar háttur f ari beinlínis gegn margvíslegum grundvallarre glum er varði skoðana - og tjáni ngarfrelsi þeirra einstaklinga sem um ræði . Vísar stefndi í þessu til ítrekaðra dómafordæma Félagsdóms um þetta efni. Það blasi við að mati stefnda að sú krafa stefnanda að allir félagsmenn V erkalýðsfélagsins Hlífar sem starf i hjá stefnanda, um 300 einstak lingar taki ákvörðun um að 12 þeirra fari í verkfall með þeim réttarfylgjum sem það hafi í för með sér gagnvart þeim persónulega sé aldeilis fráleit og í algerri andstöðu við markmið og tilgang reglna um atkvæðagreiðslur um v erkfall. Þessum reglum sé einmi tt æ tlað að tryggja að þeir sem eigi að leggja niður störf hafi sjálfir um það að segja en lúti ekki vi lja annarra, sem auk heldur eigi ekki að leggja niður störf. Það sé að mati stefnda alls ekki óljóst hvaða einstaklingar eig i hér í hlut, slíkt sé bæði rangt og ósannað. Stefnandi sjálfur hafi ítrekað lýst því yfir meðal annnars í stefnu máls þessa hvaða hópur starfsmanna það sé sem hér um ræði og hvaða störfum og verkefnum hann sinni. Hverjir þetta séu og að hvaða verkef ni vinnustöðvunin beinist að sé ót vírætt og ætti að vera óumdeilt. Nafnalisti yfir þessa starfsmenn frá stefnanda liggi fyrir og verkþátturinn se m vinnustöðvunin beinist gegn sé augljós og auðafmarkaður, vinna við að skipa út áli um borð í skip til flutnings b rott af vinnusvæði stefnanda s é stöðvuð. Stefndi kveður að a ðri r en greindir 12 starfsmenn muni ekki leggja niður störf og þeir ekki heldur umfram þann verkþátt að framleiðsluvöru stefnanda verði ekki skipað út. Það sé rangt að allir félagsmenn stefnda hjá stefnanda muni leggja niður störf. Slíkur málatilbúnaður af hálfu stefnanda verði að mati stefnda vart skilinn á 8 annan veg en sem hótun stefnanda um að hann muni stöðva aðra starfsemi fyrirtæ kisins ef til verkfallsins komi , enn hafi stefnandi þannig up pi hótanir um að stöðva rekstur ve rksmiðjunnar sem stefnandi hafi sífellt haldið á lofti þann tíma sem knúið hafi verið á um gerð kjarasamnings. Stefndi kveður tilgang vinnustöðvunar stefnda vera sem endranær um vinnustöðvanir að knýja gagnaðila í kjarade ilu til að gera samning. Vinnus töðvun sé lögleyfð þvingunaraðgerð til að knýja á um lausn deilu af þessu tagi. Stefnandi hafi þann möguleika í hendi sér til að enda verkfallið að gera kjarasamning við stefnda. Ekkert ófremdarástand þurfi þannig að skapast sökum þess að framleiðsluvöru sé ekki skipað út. Stefnanda sé hins vegar ekki heimilt að lögum að leggja starfsemi niður eða taka aðra starfsmenn af launaskrá vilji hann ekki semja, slíkt ráðslag væri ólögmætt verkbann í skilningi laga nr. 80/1938. Stefnd i kveður i nntak fyrirhugaðrar v innustöðvunar stefnda á engan hátt vera óljóst eða óskýrt til hverra hún taki. Öllum formkröfum. 3. mgr. 15. g r . laga nr. 80/1938 sé fullnægt. Algerlega sé ljóst til hverra vinnustöðvunin taki , í raun líka í huga stefnanda en da fjalli hann ítrekað um þann hóp starfsmanna í stefnu sinni og nefni hann með þ ví sérstaka heiti sem hann gangi undir, þ.e. flutningasveit. Stefnandi hafi sjálfur lýst því í stefnu í hverju verkefni þessa hóps feli st og samið sérstaklega um ýmis kjör han s í kjarasamningi. Stefndi k veður að s em fyrr segi séu verkfallsheimildum þær einar skorður settar sem lög nr. 80/1938 greina. Hugtakið verkfall sé skýrt í 19. gr. laganna en þar segi að til vinnustöðvunar í skilningi laganna teljist það þegar launamen n leggja niður venjuleg störf s ín að einhverju eða öllu leyti í því skyni að ná tilteknu sameiginlegu markmiði. Sama gildi r um aðrar sambærilegar aðgerðir af hálfu atvinnurekenda eða launamanna sem jafna m á Samkvæmt þessu þurfi tvennt til að um verkfall sé að ræða. Annars vegar að launamenn hafi la gt niður venjubundna vinnu að einhverju eða öllu leyti og hins vegar að um sameiginlegan tilg ang sé að ræða. Um hið síðara sé ekki ágreiningur með aðilum. Stefndi byggir á því að boðuð vinnu stöðun falli að fyrrgreindu hug taksskilyrði vinnustöðvunar, þ.e. fyrirhuguð vinnustöðvun stefnda, ótímabundið útflutningsbann, felist í því að lögð séu niður ákveðin störf að hluta, þ.e. tiltekin verkefni ákveðinna starfsmanna verði ekki unnin , framleiðslu vöru st efnanda verði ekki skipa ð út í skip. Því sé boð u ð vinnustöðvun ótvírætt vinnustöðvu n í skilningi 19. gr. vinnulöggjafarinnar . Þessi tilhögun vinnustöðvunar sé á engan hátt andstæð lögum og hafi oft verði beitt . Í lögunum sé í sjálfu sér engin takmö rkun á því hvert skuli vera fyr irkomulag verkfalla eða hvernig þau skuli skipulögð af h álfu verkfallsboðenda Stefndi sé því frjáls að því að haga vinnustöðvun inni með þeim hætti sem hann kjósi að gættum lögfestum skilyrðum um atkvæðagreiðslu, boðun verkfal ls og önnur 9 formskilyrði . Þá sé framkvæmd sem þessi velþekkt, að vinnustöðvun sé látin ná til afmarkaðra verka . Félagsdómur hafi ítrekað staðfest að verkfallsboðandi hafi vald á því með hvaða hætti hann skipuleggur vinnustöðvun, engar takmarkanir sé á því að finna í lögum og því boðuð v innustöðvun fullkomlega lögmæt. Þá skuli áréttað að útflutningsbönn sem þetta eigi sér langa sögu á Íslandi þó nokkuð sé umliðið að slík vinnustöðvun hafi verið boðuð. Þá byggir stefndi og á því að með því að boða verkfall m eð þessum hætti sé þess jafnfra mt gætt að grípa til vægasta úrræðis sem unnt sé og með þessu móti gætt meðalhófs í boðun fyrirhugaðrar vinnustöðvunar enda um að ræða mikilvæga hagsmuni og íþyngjandi aðgerð. Fyrirhuguð verkfallsframkvæmd sé þannig að einung is verð i lögð niður vinna við á kveðin störf , þ.e. vinna við útskipun áls , öll önnur verk flutningasveitar verði unnin sem endranær. Stefnanda sé það fulljóst enda þessu lýst í stefnu og því engin óvissa sé um framkvæmd þess. Ágreiningslaust sé að stefnanda sé frjálst að nýta sér starfsk rafta þessara starfsmanna við önnur störf en þau sem verkfallið beinist að, á grundvelli stjórnun arheimilda sinna, en það breyti hins vegar engu um rétt stefnda til að boða vinnustöðvun á þennan tiltekna verkþátt í starfsemin ni á vinnustaðnum. Því hafi ítr ekað verið lýst yfir af hálfu stefnanda að allsherjarverkfall myndi mögulega leiða til varanlegrar lokunar þess . M eð aðgerðum sínum sem gangi mun skemur en allsherjarverkfall hafi stefndi tekið tillit til hagsmuna stefnanda í þessu efni en um leið nýtt sér lögbundinn rétt sinn til þess að knýja á um kjarasamning við stefnanda. Stefndi kveður þ að að ákveða verkfall með þeim hætti sem hér um ræði fara í engu gegn lögum og brjóti ekki í bága við þá framkvæmd sem viðurkennd hafi verið af aðilum vinnumarkaðari ns. Stefndi k emur ekki auga á nokkur málefna leg né lögfræðileg rö k fyrir slíkri niðurstöðu og sé því málatilbúnaði stefnanda í þessum efnum mótmælt sem röngum. Þá verði ekki heldur séð að nein málefna leg rök standi til þess a ð koma í veg fyrir að verkfall sé boðað með svo afmörkuðum hætti. Stefndi telur hið minna felast í hinu meira, fyrst boða megi ótímabundið verkfall standi engin rök til þess að takmörkuð vinnustöðvun eins og hér um ræði, sem ekki sé jafn viðurhlutamikil , t eljist ólögmæt. Stefndi byggir á ákvæðum laga nr. 80/1938 og Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, sérstaklega 74. og 75. gr. Einnig 11. gr. MSE sbr. lög nr. 62/1994. Kröfu um málskostnað styður stefndi við 130. gr. laga nr. 91/1991 sem og lög nr . 50/ 1988 hvað varði kröfu um v irðisaukaskatt á málflutningsþóknun en stefndi kveðst ekki virðisaukaskattskyldur og ber i því nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefnanda. 10 Forsendur og niðurstaða : Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 1. tl . 1. mgr. 44.gr. laga nr. 80/19 38 um stéttarfélög og vinnudeilur. Ekki er á það fallist með stefnanda að tillaga Verkalýðsfélagsins Hlífar að vinnustöðvun sé ekki nægjanlega afmörkuð. Ef litið er til boðunar um vinnustöðvun og þess atkvæðaseðils sem lá ti l grundvallar ákvörðun félagsma nna stéttarfélagsins má sjá að vinnustöðvunin nær til vinnu við útskipun á framleiðsluvöru Rio Tinto Alcan á Íslandi. Þannig á vinnustöðvunin einungis að ná til þeirra félagsmanna Verkalýðsfélagsins Hlífar sem vinna við útski pun á vinnusvæð i Rio Tinto Alca n á Íslandi. F er því um ákvörðun hennar samkvæmt 2. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938. Það ákvæði heimilar vinnustöðvun ákveðins hóps félagsmanna stéttarfélags og eins félagsmanna á ákveðnum vinnustað. Ekki er á það fallist með stefnanda að tillaga að vinnust öðvun Verkalýðsfélagsins Hlífar eða boðun hennar sé í andstöðu við þetta ákvæði laganna. Þannig nær vinnustöðvunin til ákveðins hóps félagsmanna þess sem sinna útskipun á framleiðsluvörum Rio Tinto Alcan á Íslandi. Stefndi he fur lagt fram kjörskrá þá sem l ögð var til grundvallar við atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun. Á kjörskrá voru 12 félagsmenn V erkalýðsfélagsins Hlífar. Af þeim greiddu 11 atkvæði. Fyrir liggur í málinu um hvaða starfsmenn er að ræða. Vinnustöðvunin, sem var s amþykkt, tekur til þeirra starf smanna sem eru á kjörskrá. Þá ber að geta þess hér að í kjarasamningi aðila er á nokkrum stöðum vikið sérstaklega að starfsmönnum flutningasveitar, sem eru þ ví ekki bara skilgreindir sem hópur í starfsemi Rio Tinto Alcan, hel dur líka í kjarasamningi aðila málsins. Fer því ekki milli mála að mati réttarins til hverra vinnustöðvunin nær. Þá er það álit dómsins að ákvörðun um vinnustöðvun þessa hafi að réttu verið tekin í samræmi við ákvæði 2. mgr. 15.gr. laga nr. 80/1938. Með h liðsjón af framangreindu og að virtum lögskýringargögnum þykir jafnframt upplýst að tillaga um verkfall eins og henni er lýst á framlögðum atkvæðaseðli og verkfallsboðun fullnægi kröfum 3. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938 um skýrleika. Með vísan til þessara s ömu sjónarmiða er heldur ekki f allist á það með stefnanda að allir félagsmenn Verkalýðsfélagsins Hlífar hafi þurft að taka ákvörðun um þá vinnustöðvun er um ræðir. Skiptir þá engu máli hvort vinnustöðvunin muni hafa áhrif á vinnu annarra félagsmann stéttar félagsins eða hvort hún muni ha fa almenn áhrif á rekstur Rio Tinto Alcan á Íslandi. Ákvæði 2. mgr. 15.gr. laga nr. 80/1938 heimilar slíkar staðbundnar vinnustöðvanir sem náð geta til tiltekins hóps félagsmanna eins og á við í þessu máli. Sú heimild innihel dur engar slíkar takmarkanir en ekki verður réttur stefnda til að gera verkfall skilyrtur eða takmarkaður umfram það sem greinir í lögum nr. 80 / 1938 . 11 Þá er þ að álit dómsins að ekki sé vafi um það hvenær sú vinnustöðvun skuli koma til framkvæmda. Bæði í tillögu að vinnustöðvun og eins boðun kemur það skýrt fram að hún skuli koma til framkvæmda í byrjun dags kl. 00:00 þann 24. febr úar 2016. Eins og málið er lag t fyrir dóminn verður því stefndi sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Að þessu virtu og með vísan til 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála er það álit dómsins að stefnandi skuli greiða stefnda málskostnað eins og fram kemur í dómsorði. D ó m s o r ð: Stefndi, Alþýðusamband Íslands, f.h. Starfsgreinasambands Íslands, vegna Verkalýðsfélagsins Hlífar, skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Samtaka atvinnulífsins, f.h. Rio Tinto Alcan á Íslandi. Stefnandi greið i stefnda kr. 400.000 í málskos tnað. Sigurður G. Gíslason Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Pétur Guðmundarson Lára V. Júlíusdóttir