1 Ár 2015, 2 . des ember, var í Félagsdómi í málinu nr. 21/2015 Félag íslenskra atvinnuflugmanna gegn Samtökum atvinnulífsins f.h. Icelandair ehf. kveðinn upp svofelldur D Ó M U R: Mál þetta var dómtekið 26. október sl. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, Ragnheiður Harðardóttir , Ásmundur Helgason, Lára V. Júlíusdóttir og Valgeir Pálsson . Stefnandi er: Félag íslenskra atvinnuflugmanna , Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Stefndi er: Samtök atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík, f yrir hönd Icelandair ehf., Reykjavíkurflugvelli í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1. Að viðurkennt verði með dómi að það tímabil sem flugmaður hjá stefnda Icelandair ehf. er leystur undan starfsskyldum vegna uppsagnar/mannafækkunar eftir starfsaldursröð á starfsaldurslista samkvæmt starfsaldursreglum kjarasamnings Félags íslenskra atvinnuflugmanna við Samtök atvinnulífsins vegna Icelandair Group hf. og Icelandair ehf., sem endurnýjaður var 9. desember 2014 með gildistíma til 30. september 2017, og þar til flugmaðurinn hefur störf að nýju hjá stefnda Icelandair ehf. eftir starfsaldursröð á starfsaldurslista, skuli reiknast til starfstíma við mat á rétti til starfsaldurstengdrar launahækkunar, svo fremi sem hið skilgreinda tímabil sé eigi lengra en 4 ár. 2. Að viðurkennt verði með dómi að flugmaður sem nýráðinn er til stefnda Icelandair ehf. eftir 1. nóvember 2009 með a.m.k. tveggja ára reynslu af sambærilegu starfi sem flugmaður hjá öðrum flugrekanda, skuli fá starfsreynslu sína metna til launahækkunar sem n emi tveimur launaflokkum, í samræmi við bókun B 13 í kjarasamningi Félags íslenskra atvinnuflugmanna við Samtök atvinnulífsins vegna Icelandair Group hf. og Icelandair ehf., sem endurnýjaður var 9. desember 2014 með gildistíma til 30. september 2017. 2 Stefn andi krefst þess enn fremur að stefndi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar að mati Félagsdóms að teknu tilliti til virðisaukaskatts, hver sem úrslit málsins verða. Dómkröfur stefnda 1. Að stefndi verði sýknaður af fyrri kröfu stefnanda. 2. Hvað varðar seinni kröfu stefnanda krefst stefndi þess aðallega að þeim þætti málsins verði vísað frá dómi. Til vara krefst stefndi sýknu af kröfu stefnanda. Þá krefst stefndi þess að stefnanda verði í öllum tilvikum gert að greiða honum málskostnað að mati dómsins. Málavextir Hinn 9. desember 2014 ritaði stefnandi undir samkomulag um framlengingu á áður gildandi kjarasamning i við Samtök atvinnulífsins vegna Icelandair Group hf. og stefnda, Icelandair ehf. Gildistími þessa kjarasamnings er til 30. septe mber 2017. Í kafla 11 í framangreindum kjarasamningi er fjallað um laun félagsmanna s tefnanda. Í grein 11 - 1 í kjarasamningnum kemur fram að launa flokkar séu þrír og að flugstjórar séu í 1. flokki, flugmenn í 2. flokki og byrjendur í 3. flokki. Mælt er fyr ir um það í grein 11 - 2 að laun byrjenda séu 50% af launum flugstjóra. Launatöflur koma ekki fram í kjarasamningi, en í grein 11 - 3 segir að þær skuli birta á innri vef stefnanda . Ágreiningslaust er að í þessum launatöflum eru 25 aldursþrep þar sem laun fara hækkandi eftir starfsaldri hjá stefnda. Í 1. mgr. greinar 11 - 8 í kjarasamningnum er að finna ákvæði um starfsaldu Starfsaldurshækkanir nýrra flugm anna skulu miðast við ráðningardag, en annarra flugmanna við þá launaf Í meginmáli kjarasamningsins er einnig vikið að starfsaldri í kafla 3 sem ber Starfsaldur, up psagnarfrestur og aðset grein 03 - 1: Starfsaldur / Sjá meðfylgjandi reglur um starfsaldur, s em er hluti af samningi Í þessum sama kafla er einnig að finna ákvæði um uppsagnarfrest þar sem fram kemur að hann skuli af beggja hálfu vera þrír mánuðir og að uppsögn miði st vi ð mánaðamót, sbr. grein 03 - 2. Með þeim kjarasamningi sem lagður hefur verið fram í málinu fylgja reglur sem Starfsaldursreglur flugmanna Icelandair Group hf. / Það eru þær re glur sem vísað er til í grein 03 - 1. Í 1. gr. þessara reglna segir Icelandair) skipa flugmenn í stöður, taka ákvarðanir um fækkun eða fjölgun flugmanna og veiti þeim leyfi í samræmi við . Samkvæmt 2. gr. reglnanna skal starfsaldur flugmanns miðast við þann starfstíma sem 3 hann hefur st samanber starfsaldurslista flugmann a . Fyrirmæli um hvernig haga sk uli gerð starfsaldurslista eru í 3. gr. reglnan na. Þar segir að á listanum sé númararöð með nöfnum allra fastráðinna flugmanna og að flugmað starfsaldursröð sína viðurkennda missa þa , nema annað ko mi fram í starfsaldursreglunum. Í 4. gr. reglnan na segir að starfsaldur byrji þann dag sem flugmaður er fastráðinn til flugmannsstarfa. Þá er því lýst í sex stafliðum í 5. gr. reglnanna við hvaða aðstæður starfsaldursreglurnar gilda. Þar segir að þær gildi um alla flugmenn meðal annars að því er snerti stöðuhækkun eða - lækkun , sbr. a - lið greinarinnar, fjölgun eða fækkun o , eins og segir í b - lið. Þá gilda þær við val í lausar stöður samkvæmt nánari fyrirmælum er koma fram í c - lið 5. gr. reglnanna. Í d - lið greina rinnar, sem vísað er til í áðurnefndum b - lið, kemur fram að flugmaður, sem hefur látið af starfi vegna mannafækkunar, skuli eiga rétt á endurráðningu í þrjú ár frá því að hann lét af störfum. Stefnandi kveður þennan rétt vara í fjögur ár, sbr. bókun í kjar asamningi aðila frá 1. febrúar 2010 og sætir það ekki andmælum af hálfu stefnda. Flugmaður fyrirgerir þó rétti sínum t il kemur ekki aftur til starfa hjá félaginu innan 3 mánaða frá því að tilkyn . Fyrir liggur að stefndi, Icelandair ehf., hefur undanfarin ár haft þann háttinn á að fækka flugmönnum sem starfa í þjónustu félagsins að hausti, en fjölga þeim aftur að vori , til að mæta árstíðabundnum sveiflum í starfsemi þess. Er það gert með því að ti lkynna v iðkomandi flugm önnum bréflega um sumarið að þeim sé sagt upp með samningsbundnum þriggja mánaða uppsagnarfresti. S tarfsaldur samkvæmt framangreindum starfsaldursreglum ræður almennt því hvaða flugmönnum er sagt upp. Á vormánuðum eru þeir síðan að jafnaði ráðnir til starfa að nýju í starfsald ursröð , eins og segir í framlögðum ráðningar b réfum. Stefnandi kveður þetta my nstur endurtaka sig ár eftir ár, með ákveðnum undantekningum, allt þa r til viðkomandi flugmaður er kominn það ofarlega í starfsaldursröð að hann sé kominn fyrir vind í þessum skilningi. Til ágreinings hefur komi ð milli flugmanna og stefnda um ávinnslu starfsaldurshækkana á launum meðan á árstíðabundin ni uppsögn stendur . Gögn málsins bera m eð sér að rætt hafi verið um málið á svonefndum samstarfsnefn darfundum stefnanda og stefnda sumarið 2012. Jafnframt báru tveir flugmenn, Ingvi Geir Ómarsson og Guðleifur Árnason, málið undir starfsráð félagsins, sem starfar á grundvelli starfsaldursreglnan na, með kæru 28. janúar 2013. Málinu var vísað frá starfsráði með úrskurði 13. mars 2013. Í bókunum með fyrrgreindum kjarasamningi aðila er að finna ákvæði um ma t á starfsreynslu, sbr. bókun B 13. Bókun þessi kom inn í kjarasamning aðila við 4 framlengingu gildandi kjarasamnings sem var undirrit aður 1. febrúar 2010 en gilti frá 1. nóvember 2009 . Í bókuninni Icelandair ehf. með reynslu af sambærilegu starfi sem flugmaður hjá öðrum flugrekanda fær s Meðal gagna málsins er u tölvuskeyti frá þremur flugmönnum er starfa hjá stefnda þar sem óskað er eftir því að starfsreynsla þeirra hjá öðrum flugfélögum verði metin til launa á grundvelli fr amangreindrar bókunar. Annars vegar er um að ræða beiðni frá Davíð Brá Unnarssyni frá september 2015, þar sem fram kemur að hann hjá hinu stefnda félagi vorið 2014. Í svari fr á starfsmanni Fjárvakurs, sem annast launavinnslu fyrir stefnda , kemur fram að félagið og því fengi Davíð ekki starfsaldurinn hjá Primera metinn. Hins vegar er um að ræða erindi Birki s Arnar Arnaldssonar og Hauks Daníel s Hr afnssonar frá árinu 2012 til Hilmars B. Baldursson ar, flugrekstrarstjóra stefnda. Þar geta þeir þess að þeir hafi Hilmars 22. maí 2012 staðfestir hann að heimild sé í samnin gi til að meta fyrri störf í flugi allt að tveimur launaflokkum. Hins vegar hefði ekki enn verið tekin afstaða í málinu og boðaði hann að haft yrði samband við þá. Birkir Örn Arnaldsson gaf skýrslu fyrir dómi og kvaðst ekki hafa fengið frekari svör við be iðni um að starfsreynsla hans verði metin til launa . Hilmar B. Baldursson gaf einnig skýrslu fyrir Félagsdómi og staðfesti a ð máli Birkis væri ólokið. Skýrði hann stöðu málsins á þann veg að óljóst væri hvað átt væri við með sambærilegu starfi í bókuninni. Málsástæður og lagarök stefnanda Um fyrri kröfulið stefnanda vísar hann til þess að um laun flugmanna fari samkvæmt 11. kafla kjarasamnings aðila. Í 1. mgr. greinar 11 - 8 sé í kjarasamningum skýrt kveðið á um, án nokkurs fyrirvara, að starfsaldurshækkani r nýrra flugmanna skuli miðast við ráðningardag, en annarra flugmanna við þá launaflokka, sem hafi verið í gildi. Stefnandi kveður ráðningardag vera upphafsráðningardag flugmanns. Síðari hluti málsgreinarinnar eigi sér sögulegar rætur til þess þegar samein ingar flugfélaga hafi átt sér stað og skipti hann ekki máli við úrlausn þessa máls. Stefnandi víkur enn fremur að grein 03 - 1 í kjarasamningi aðila þar sem vísað sé til starfsaldursreglna sem séu hlut i kjarasamningsins. Þá vísar hann til 2., 3., 4. og 5. gr . starfsaldursreglnanna. Af efni framangreindra ákvæða telur stefnandi að draga verði þá ályktun að þótt flugmanni sé sagt upp starfi af hálfu stefnda vegna mannafækkunar á grundvelli starfsaldursreglna og hann sé síðan endurráðinn síðar eftir starfsaldur snúmeri 5 samkvæmt starfsaldursreglum, eigi flugmaðurinn skýlausan rétt til þess að fá starfsaldur sinn metinn sem samfellu frá fastráðningardegi samkvæmt starfsaldursreglum, svo lengi sem flugmaðurinn h aldi starfsaldurrétti sínum samkvæmt starfsaldursreglum . Hafi ætlun stefnda verið að undanskilja bæri það tímabil sem flugmanni sé haldið frá störfum vegna einhliða ákvörðunar stefnda um mannafækkun samkvæmt starfsaldursreglum, hafi borið að kveða skýrt á um það í kjarasamningnum eða starfsaldursreglum. Það ha fi ekki verið gert og verði stefndi að bera hallann af því, gegn skýru og ótvíræðu orðalagi kjarasamnings og starfsaldursreglna um starfsaldursrétt flugmanna stefnda. Kveður stefnandi að starfsaldursreglur kjarasamnings aðila skilgreina nákvæmlega undir hv aða kringumstæðum flugmenn stefnda geti misst starfsaldursrétt sinn. Flugmaður haldi starfs aldurstengdum réttindum ef endurkoma til starfa eigi sér stað innan fjögurra ára. Til frekari stuðnings því sem að framan greinir bendir stefnandi m.a. á að flugmað ur sem leystur hefur verið undan störfum vegna mannafækkunar fái oftar en ekki upplýsingar um hvenær viðkomandi megi vænta þess að hefja aftur flug fyrir stefnda. Flugmaðurinn haldi öllum skilríkjum og búnaði sem hann þurfi til þess að sinna starfi hjá ste fnda, þ.m.t. svokölluð um ID kort um , tölvu, internettengingu, einkennisfötum, heyrnartólum og flugtösku. Flugmaðurinn hafi aðgang að höfuðstöðvum stefnda og áhafnarherbergi, aðgang að starfsmannaneti, tölvupósti og öðrum rafrænum gögnum sem þar séu. Starfssambandi aðila ljúki ekki, heldur sé það í ákveðnum dvala, trúnaðarsamband haldist óbreytt, sem og afsláttarfarseðlar starf hef ji st að nýju. Telur stefnandi að aðstöð u flugmanns í þessum sporum megi jafna til þess að flugmaðurinn sé settur í launalaust leyfi, en fyr ir liggi bindandi úrskurður starfsráðs um að flugmaður í launalausu leyfi skuli njóta starfsaldursbundinnar hækkunar launa fyrir þann tíma sem launalausa le yfið varir. Oftar en ekki sé flugmaður í launalausu leyfi frá störfum í lengri tíma en þegar hann er leystur frá störfum árstíðabundið. konar málamyndagerninga, sem gerðir séu í því augnamiði einu að losna tímabundið undan greiðsluskyldu launa, enda sé gert ráð fyrir því af hálfu stefnda að flugmennirnir komi g að nýju að vori stæði stefndi frammi fyrir ómöguleika við að geta staðið við áætlun og/eða stækkunaráform, enda ekki ráðrúm til nýráðninga og þjálfunar slíks fjölda flugmanna. Sé litið til reglna um bakgrunnsskoðun flugmanna verði myndin enn skýrari að m ati stefnanda. Slíkar athuganir séu einungis framkvæmdar við fyrstu leyst stefnda undan þeirri kjarasamningsbundnu skyldu að meta starfsaldur flugmanna 6 samfellt frá fyrsta r áðningardegi innan þeirra tímamarka sem greini í fyrri lið dómkrafnanna. Um annan kröfulið stefnanda vísar han n til umræddrar bókunar í lið B - 13 sem hafi verið samþykkt við framlengingu kjarasamnings aðila 1. febrúar 2010. Orðalag ákvæðisins gefi til kynn a að það mæli fyrir um skilyrðislausan rétt til launaflokkshækkunar við þessar aðstæður, en ekki heimild. Flugmaður skuli fá reynslu sína metna. Framkvæmd stefnda hafi hins vegar verið á þann veg að enginn hafi hlotið slíka launaflokkshækkun, þó tt fyr ir li ggi að fjölmargir flugmenn hafi verið nýráðnir eftir gildistöku ákvæðisins, sem hafi haft reynslu af sambærilegum störfum. Ákvæðið beri að túlka svo að hafi flugmaður yfir að ráða tveggja ára reynslu af sambærilegu starfi skuli hann raðast tveimur launaflo kkum hærra í launatöflu. Sama gildi um flugmann sem hafi meira en tveggja ára reynslu, þar sem ákvæðið mæli fyrir um hámark eða þak. Flugmaður með meira en eins árs , en skemmri en tveggja ára starfsreynslu af sambærilegu starfi, eigi með sama hætti skýlaus an rétt á því að raðast einum launaflokk hærra heldur en maður án reynslu. Stefnandi kveðst sækja mál þetta á grundvelli ákvæða laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur, einkum 2. töluliðar 1. mgr. 44. gr. laganna. Málskostnaðarkrafan styðjist við reglur XXI. kafla laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938 . Kr öfu sína um virðisaukaskatt á málskostnað kveður hann styðjast við ákvæði laga nr. 50/1988 , um virðisaukaskatt. Málsástæður og lagarök stefndu Stefndi reisir kröfu sína um sýknu af fyrri kröfulið stefnanda á þeim rökum að ákvæði 1. mgr. greinar 11 - 8 í kjarasamningi aðila hafi verið óbreytt í kjarasamningnum frá árinu 1986. Viðmið þeirrar greinar um að starfsaldurshækkanir nýrra flugmanna skuli miðast við ráðningardag , hafi frá upphafi verið skilið þannig að nýir flugmenn raðist inn í töfluna miðað við ráðningardag, þótt frá því kunni að vera einhver frávik. Þá skuli miða starfsaldur þeirra flugmanna sem endurráðnir eru til félagsins, og geti því ekki talist nýir í ski lningi kjarasamningsins, við þá launaflokka sem þeir hafi áunnið sér á fyrri starfstímabilum. Þannig hafi þetta ákvæði verið túlkað hingað til án ágreinings. Ávinnsla starfsaldurs til launa miðist þannig við starfstíma viðkomandi flugmanns hjá stefnda. Stefndi tekur fram að þegar flugmönnum er sagt upp störfum vegna verkefnaskorts að hausti sé um fullgilda uppsögn að ræða sem hafi réttaráhrif sem slík. Slíkri uppsögn verði ekki jafnað til þess að menn séu leystir tímabundið undan starfsskyldum þannig að jafngildi launalausu leyfi og að þeir ávinni sér því áfram rétt til starfsaldurshækkana launa eins og krafist sé af hálfu stefnanda. 7 Stefndi byggir á því að hafi ætlunin verið að víkja frá starfstímatengingunni hafi slík undantekning þurft a ð koma fram með skýlausum hætti. Slík ákvæði séu hvorki í launakafla kjarasamningsins né í starfsaldursreglum hans. Af hálfu stefnda er á það bent að starfsaldursreglur kjarasamningsins taki ekki til launaákvarðana. Þær gildi eingöngu um þær ákvarðanir sem þar eru tilgre indar, þ.e. um stöðubreytingar, fjölgun eða fækkun flugmanna, rétt til endurráðningar og fjarvistir vegna leyfa auk nokkurra annarra ákvæða. Jafnvel þó að svo væri leiði starfsaldursreglurnar ekki til þess að starfsmaður ávinni sér starfsaldurshækkanir uta n starfstíma síns á grundvelli 2., 3. og 4. gr., sbr. 5. gr. starfsaldursreglnanna eins og stefnandi byggi á. Ákvæði 3. gr. reglnanna tryggi einungis að þeir flugmenn sem sagt er upp störfum vegna verkefnaskorts skuli halda röð sinni á starfsaldurslista st efnda. Hvergi komi fram að starfsaldur flugmanna til launa skuli hækka meðan þeir eru ekki við störf af framangreindum ástæðum. Stefndi telur því að krafa stefnanda eigi ekki stoð í kjarasamningi aðila. Með vísan til þessara atriða mótmælir stefndi því sem röngu að líta megi svo á að umræddir flugmenn hafi verið í ráðningarsambandi við stefnda á heilsársgrundvelli. Þeir hafa hvorki verið starfandi hjá stefnda né í launalausu leyfi og eigi því að mati stefnda ekki rétt til að fá starfsaldur sinn metinn í sam fellu frá fastráðningu eins og stefnandi haldi fram. Stefndi byggir einnig á áralangri og athugasemdalausri framkvæmd þess efnis að flugmenn á starfsaldurslista stefnda njóti ekki hækkunar starfsaldurs eftir að þeim hefur verið sagt upp störfum vegna verk efnaskorts. Ágreiningur um þetta fyrirkomulag hafi fyrst komið upp í tengslum við úrskurð starfsráðs árið 2013. Telur stefndi að skapast hafi venja um skýringu á grein 11 - 8 í kjarasamningi aðila sem komi í veg fyrir að unnt sé að fallast á viðurkenningarkr öfu stefnanda. Stefndi áréttar að ráðningarsambandi við umrædda flugmenn sé lokið með lögformlegri uppsögn. Engu breyti um það þó að stefndi hafi lagt sig fram við að gefa flugmönnunum sem fyrst upplýsingar við hverju megi búast varðandi endurráðningu og sýnt tillitsemi með því að kalla ekki inn skilríki, tölvu og einkennisföt eða loka fyrir aðgang að tölvupósti og rafrænum gögnum. Ranghermt sé hins vegar að flugmenn haldi afsláttarmiðum samkvæmt reglum stefnda eftir uppsögn. Þá mótmælir stefndi því sem rö ngu og tilhæfulausu að haustuppsagnirnar séu einskonar málamyndagerningar. Ferðum fækki mjög yfir vetrarmánuðina og því sé augljós verkefnaskortur. Þá hafi stefnandi ekki sýnt fram á að framkvæmd uppsagnanna eða önnur atriði varðandi þær beri með sér að þæ r séu gerðar til málamynda og eigi ekki að hafa gildi samkvæmt efni sínu. Um það vísar stefndi til dóm Félagsdóms í málinu nr. 14/2004. Þá kveður stefndi að úrskurður starfsráðs frá 8 12. október 2009, sem fjallar um starfsaldurstengdar launahækkanir í launa lausu leyfi flugmanna, hafi ekki fordæmisgildi í máli þessu. Stefndi krefst þess aðallega að síðari kröfulið stefnanda verði vísað frá dómi. Til stuðnings þeirri kröfu vísar stefndi til 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Ágreiningur sé milli aðila hvað teljist sambærilegt starf í bókun B - 13 í kjarasamningi aðila. Dómkrafa stefnanda endurspegli því ekki túlkunarágreining aðila og sé því ekki til þess fallin að leiða ágreining aðila til lykta. Vísar stefndi til þess að dómkrafa þurfi að ve ra þannig úr garði gerð að dómsniðurstaða á grundvelli hennar leiði til lykta þann ágreinin g sem er í málinu. Þar sem þessi dómkrafa fullnægi ekki þeim áskilnaði verði að vísa þessum þætti málsins frá dómi. Stefndi vísar einnig til þess að krafa stefnanda í málinu sé þess efnis að það ákvæði kjarasamnings aðila sem deilt er um túlkun á verði viðurkennt . Dómkrafan sé því ekki til þess fallin að leysa úr þeim ágreiningi sem ríki milli aðila. Hún sé því andstæð d - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, sbr. úrsk urð Félagsdóms í máli nr. 2/2006. Stefnandi hafi þar með ekki lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn um síðari dómkröfu sína. Því beri að vísa þessum þætti málsins frá dómi. Verði ekki fallist á frávísunarkröfu stefnda krefst hann sýknu af þessari kröfu. B endir stefndi á að umrædd bókun feli í sér frávik frá viðmiði greinar 11 - 8 um að starfsaldurshækkanir nýrra flugmanna skuli miðast við ráðningardag og því beri að túlka hana þröngt. Litlar umræður hafi farið fram milli samningsaðila um hvað átt sé við með Stefndi telur ekki full ljóst hver sé skilningur stefnanda að þessu leyti, enda komi hann ekki fram í stefnu. Stefndi telur hins vegar að reynsla sem flugmaður á þotu af sambærilegri stær ð og í svipuðum rekstri og hjá stefnda uppfylli skilyrði bókunarinnar um sambærilegt starf. Stefndi kveðst byggja kröfur sínar aðallega á kjarasamningi aðila, almennum reglum vinnuréttar, auk 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá byggi málskost naðarkrafa stefnda á 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991. Niðurstaða Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Í máli þessu greinir aðila í fyrsta lagi á um það hvort grein 11 - 8 í gildandi kjarasamningi aðila, sem fjallar um starfsaldurshækkanir flugmanna hjá stefnda, eigi að skýra á þann veg að við ákvörðun starfsaldurs við röðun í launatöflu beri að taka tillit til þess tíma þegar flugmenn eru ekki við störf yfir vetrarmánuðina vegna árstíðabundins samdráttar í starfsemi stefnda. Ákvæðið er rakið í málavaxtalýsingu, en þar segir að starfsaldurshækkanir nýrra flugmanna skuli miðast við ráðningardag, 9 en hjá öðrum f lugmönnum miðast þær við þá launaflokka sem hafi verið í gildi. Ste fnandi leggur áherslu á að túlka verði greinina í samhengi við starfsaldursreglur flugmanna stefnda sem eru hluti af kjarasamningi aðila, sbr. grein 03 - 1 í kjarasamningi. Stefndi mótmælir því að unnt sé að leggja þann skilning í greinina , sem stefnandi kre fst viðurkenningar á , hvort sem greinin er túlkuð í samhengi við starfsaldursreglurna r eða ekki . Eins og rakið hefur verið mætir stefndi árstíðarbundnum sveiflum í rekstri sínum með því að segja flugmönnum upp í samræmi við stöðu þeirra á starfsaldurslista samkvæmt 3. gr. fyrrgreindra starfsaldursreglna. Þeir eru síðan að jafnaði endurráðnir í öfugri röð samkvæmt sama lista þegar verkef ni aukast á vormánuðum. Í starfsaldursreglunu m virðist gert ráð fyrir að þessi háttur sé hafður á, sbr. einkum d - lið 5. gr. þeirra sem er rakinn í málavaxtalýsingu, en þar segir að flugmaður, sem hefur látið af starfi vegna mannafækkunar, eigi rétt á endurráðningu í tilgreinda tíma frá því að hann lé t af störfum. Sá réttur virðist takmarkast af stöðu flugmanna samkvæmt starfsaldursregl unum, sbr. upphaf 5. gr. reglnanna . Ekkert er fram komið sem styður það að uppsagnir þær sem flugmennirnir sæta af framangreindri ástæðu hafi ekki sömu áhrif og uppögn á ráðningarsamningi h efur almennt. Því verður að ganga út frá því að við lok uppsagnarfrestsins falli ráðningarsamningur milli flugmannsins og stefnda úr gildi með öllum þeim réttaráhrifum sem hann hafði. Fellur þá meðal annars niður vinnuskylda flugmanns og hlýðniskylda hans gagnvart stefnda sem og skylda félagsins til að greiða flugmanninum laun. Engu breytir í því efni þó að báðir aðilar reikni með því að viðkomandi flugmaður verði endurráðinn þegar að því kemur, enda er hann ekki skuldbundinn til þess að ráða sig að nýju til stefnda. Þá er ekki unnt að fallast á það með stefnanda að uppsögnin sé einungis gerð til málamynda, þótt viðkomandi flugmaður haldi skírteini, tölvu , einkennisfatnaði og fleiru eftir ráðningarslitin í trausti þess að hann verði endurráðinn á grundvelli starfsaldursreglna. Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið er ekki unnt að fallast á að meðan flugmaður er í raun ekki í ráðningarsambandi við stefnda eigi sá tími að reiknast til starfsaldurs við röðun í launa töflu nema að afdráttalaust verði ráðið af kjarasamningi að um það hafi verið samið. Þegar orðalag fyrri liðar 1. mgr. greinar 11 - 8 er virt telur dómurinn ekki unnt að túlka greinina á þann veg að með ráðningardegi nýrra flugmanna sé átt við fyrsta ráðningardag flugmanns hjá stefnda þannig að hann eigi óslitið upp frá því að njóta starfsaldurshækkana , án tillits til þess h venær hann er raunverulega í ráðningarsambandi við stefnda. Þá hefur stefnandi ekki hnekkt fyrir dómi þeirri afstöðu stefnda að síðari liður málsgreinarinnar gildi um þá flugmenn sem eru endurráðnir í þjónustu stefnda þannig að rétt sé að raða þeim flugmönnum í þá launaflokka sem þeir hafa áunnið sér á fyrri starfstímabilum. 10 Í starfsaldursregl unum er u heldur engin ákvæði sem gefa skýrlega til kynna að flugmenn geti áunnið sér rétt til starfsaldurstengdra hækk ana á launum meðan þeir eru ekki við störf hjá stefnda í kjölfar árstíðabundinnar uppsagnar sökum verkefnaskorts. Þar sem ráðningarsamningur flugmanna fellur úr gildi við ráðningarslit í kjölfar uppsagnar eru þeir ekki í leyfi frá störfum þann tíma sem þeir sæta uppsögn á þessum grunni . Getur stefnandi því ekki borið fyrir sig b - lið 8. gr. starfsaldursreglnanna, en þar kemur fram að þegar flugmanni er veitt leyfi frá störfum samkvæmt ákvæðum a - um ber, meðan á slíku leyfi ste i hann atvinnuflugmannsskírteini því sem st aða hans krefst. Þegar af þe im ástæðum sem að framan greinir verður að hafna viðurkenningarkröfu stefnanda í fyrri kröfulið. Er þá ekki þörf á því að leggja mat á hvort venja hafi skapast um þá framkvæmd að flugme nn n jóti ekki starfsaldurshækkana þann tíma sem þeir sæ ta uppsögn á þessum grunni . Í síðari kröfulið stefnanda er þess krafist að viðurkennt verði að flugmaður , sem hefur verið nýráðinn til stefnda eftir 1. nóvember 2009 , skuli fá starfsreynslu sína metna í samræmi við bókun B 13 hafi hann að minnsta kosti tveggja ára reynslu af sambærilegu starfi . Ágreiningslaust er að bókun þessi hefur sama gildi og ákvæði í kjarasamningi. Í bókuninni, sem er lýst orðrétt í málavaxtakafla, kemur fram að flugmaður með rey nslu af sambærilegu starfi hjá öðrum flugrekanda fái starfsreynslu sína metna til launa allt að tveimur launaflokkum. Stefnandi kveðst leggja þann skilning í viðbrögð stefnda við óskum flugmanna , um að starfsreynsla þeirra verði metin til hækkunar á launum , á þann veg að stefndi telji sig ekki skuldbundinn til þess að gera það . Því sé krafist viðurkenningar á skyldu stefnda til þess að bregðast við slíkum beiðnum í samræmi við efni bókunarinnar. Stefndi telur aftur á móti dómkröfuna ekki vera til þess fallna að leysa úr ágreiningi aðila þar sem ha nn standi einungis um það hvenær starf flugmanns hjá stefnda sé sambærilegt starfi flugmanns hjá öðrum flugrekanda. Af gögnum málsins og skýrslu Hilmars B. Baldurssonar, flugrekstrarstjóra hjá stefnda, verður ráðið að stefndi telji óljóst hvenær störf flugmanna séu sambærileg og því hafi ekki verið tekin afstaða til beiðna frá flugmönnum um að tekið verði tillit til starfsreynslu þeirra hjá öðrum flugrekanda. Stefndi ber ábyrgð á því að greiða starfsmönnum í þ jónustu félagsins laun í samræmi við ákvæði kjarasamnings. Það kallar á að stefndi ákveði með túlkun eða fyllingu á kjarasamningi hver réttur starfsmanns sé að þessu leyti í hverju tilviki. Þrátt fyrir þetta hefur félagið ekki enn þá tekið afstöðu til þess hvaða merkingu það telji rétt að leggja í áskilnað bókunarinnar um að starf flugmanns þurfi að vera sambærilegt hjá öðrum flugrekanda. Meira en fimm ár eru liðin frá því bókunin var samþykkt og fyrir liggur að beiðni flugmanna frá 2012 um launahækkun á þe ssum grunni hefur ekki 11 verið afgreidd. Þar sem stefndi kveðst vera í óvissu um réttan skilning á efni bókunarinnar og hafi því ekki tekið afstöðu til slíkra óska verður ekki séð að málið sé komið á það stig að ágreiningur sé uppi um túlkun á því hvenær sta rf flugmanns hjá öðrum flugrekanda er sambærilegt starfi flugmanns hjá stefnda, líkt og stefndi heldur fram. Með viðurkenningarkröfu sinni leitar stefnandi eftir staðfestingu dómsins á því að stefnda sé skylt að virða efni bókunarinnar á þann hátt sem í d ómkröfunni segir. Felur krafan í sér nánari skilning á efni bókunarinnar að því leyti að afmarkað er frá hvaða tíma nýráðnir flugmenn geta átt rétt á grundvelli hennar og að þeir þurfi að hafa a.m.k. tveggja ára reynslu af sambærilegu starfi til að fá laun ahækkun sem nemi tveimur launaflokkum. Viðurkenningarkrafa stefnanda hefur ekki sætt athugasemdum af hálfu stefnda um þessi atriði. Í ljósi þess sem rakið hefur verið um viðbrögð stefnda við óskum flugmanna á grundvelli bókunarinnar telur dómurinn að stefnandi hafi lögvarða hagsmuni af því að dóm um skyldu stefnda að þessu leyti. Þá fullnægir krafan áskilnaði d - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála , um skýra og afmarkaða kröfugerð. Ekk i er því efni til að vísa kröfunni frá dómi og er þeirri kröfu hafnað . Með vísan til þess sem fram kemur í bókuninni , um að flugmenn með a.m.k. tveggja ára sambærilega starfsreynslu fái hana metna til launa allt að tveimur launaflokkum , er á það fallist a ð þeir skuli fá launahækkun sem því nemur þegar skilyrði bókunarinnar eru fyrir hendi . Gefur orðalag bókunarinnar ekki tilefni til svo þröngrar skýringar að hafna beri viðurkenningarkröfu stefnanda þrátt fyrir að hún feli í sér frávik frá grein 11 - 8 í kjar asamningi aðila. Að þessu gættu og með vísan til athugasemda stefnda við síðari kröfulið stefnanda verður á þá kröfu fallist eins og í dómsorði greinir. Í ljósi niðurstöðu málsins þykir rétt að hvor aðila beri sinn kostnað af rekstri þess. Málskostnaður mi lli aðila fellur því niður. D Ó M S O R Ð: Stefndi, Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair ehf., er sýkn af fyrri kröfulið stefnanda, Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hafnað er kröfu stefnda um að vísa síðari kröfulið stefnanda frá dómi. Viðurkennt er að flugmaður, sem nýráðinn er til stefnda, Icelandair ehf., eftir 1. nóvember 2009 með a.m.k. tveggja ára reynslu af sambærilegu starfi sem flugmaður hjá öðrum flugrekanda, skuli fá starfsreynslu sína metna til launahækkunar sem nemi tveimur launaflokk um, í samræmi við bókun B 13 í kjarasamningi Félags íslenskra atvinnuflugmanna við Samtök atvinnulífsins vegna Icelandair Group hf. og Icelandair ehf., sem endurnýjaður var 9. desember 2014 með gildistíma til 30. september 2017. 12 Málskostnaður milli aðila fellur niður. Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Ragnheiður Harðardóttir Lára V. Júlíusdóttir Valgeir Pálsson