FÉLAGSDÓMUR Dómur fimmtudaginn 16. september 2021. Mál nr. 2/2021 : Félag íslenskra atvinnuflugmanna ( Ragnar H. Hall lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins, fyrir hönd Bláfugls ehf. og Bláfugli ehf. ( Ragnar Árnason lögmaður) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 31. ágúst sl. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir , Kolbrún Benediktsdóttir , Ragnheiður Harðardóttir , Guðmundur B. Ólafsson og Ólafur Eiríksson . Stefnandi er Félag íslenskra atvinnuflugmanna , Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Stefndi e r Samtök atvinnulífsins , Borgartúni 35 í Reykjavík, fyrir hönd Bláfugls ehf. Stefndi er Bláfugl ehf. , Hlíðasmára 12 í Kópavogi. Dómkröfur stefnanda 1 Að viðurkennt verði með dómi Félagsdóms að uppsagnir stefnda Bláfugls ehf. á eftirtöldum félagsmönnum stefnanda, sem starfa hjá fyrirtækinu, það er: A , kt. [...] , B , kt. [...] , C , kt. [...] , D , kt. [...] , E , kt. [...] , F , kt. [...] , G , kt. [...] , H , kt. [...] , I , kt. [...] , J , kt. [...] og K , kt. [...] 2 og tilkynntar voru með bréfum 30. desember 2020 og tóku gildi næsta dag, séu ólögmætar og að með þeim hafi hið stefnda félag brotið gegn 4. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. 2 Að viðurkennt verði með dómi Félagsdóms að framangreindir félagsmenn stefnanda sem sagt var upp störfum hjá stefnd a Bláfugli ehf. 30. desember 2020 eigi samkvæmt kjarasamningi aðila rétt á endurráðningu til starfa hjá félaginu. 3 Að viðurkennt verði með dómi Félagsdóms að sú ákvörðun stefnda Bláfugls ehf. hinn 30. Desember 2020 að taka framangreinda félagsmenn í stefna nda af vaktskrá fyrirtækisins frá og með 1. janúar 2021og fela svonefndum sjálfstætt starfandi verktökum að ganga í störf þeirra sem flugstjórar og/eða flugmenn í flugferðum til og frá Íslandi meðan yfirstandandi verkfall félagsmanna í stefnanda stendur, f eli í sér í senn ólögmætt verkbann og brot gegn löglega boðuðu yfirstandandi verkfalli félagsmanna í stefnanda sem hófst 1. febrúar 2021, sbr. ákvæði II. kafla laga nr. 80/1938. 4 Að stefndi Bláfugl ehf. verði dæmdur til sektargreiðslu samkvæmt 70. gr., sbr . 65. gr. laga nr. 80/1938 fyrir brot gegn 4. gr., sbr. 18. og 19. gr., sbr. 15. og 16. gr. laganna. 5 Að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu að mati Félagsdóms. Dómkröfur stefnda Samtaka atvinnulífsins fyrir hö nd Bláfugls ehf. 6 Stefndi krefst þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða honum málskostnað að mati dómsins. Dómkröfur stefnda Bláfugls ehf. 7 Stefndi krefst þess aðallega að máli þessu verði vísað frá dómi e n til vara að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Þá krefst stefndi þess að stefnanda verði gert að greiða honum málskostnað að mati dómsins. Málavextir 8 Stefnandi er stéttarfélag atvinnuflugmanna og hefur um áratugaskeið haft með höndum kjaras amninga fyrir hönd félagsmanna sinna samkvæmt lögum félagsins og ákvæðum laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Stefndi Bláfugl ehf. hefur með höndum vöruflutninga með flugi og kemur fram í greinargerðum stefndu að félagið hafi starfað eftir ísle nsku flugrekstrarleyfi frá 2001. Stærð flota fyrirtækisins hefur verið fimm til átta flugvélar síðustu tíu ár en félagið leigir nú sex flugvélar frá leigusölum sem munu vera ótengdir félaginu og eigendum þess. Þá mun fyrirtækið vera með viðhaldsstöðvar bæð i í Keflavík og í tveimur öðrum löndum Evrópu og heimahöfn allra flugvéla þess er utan Íslands. 9 atvinnuflugmanna & Bluebird Nordic um kaup og kjör & Starfsaldursreglur flugm - 0 í inngangskafla samningsins 3 segir að samningurinn sé gerður milli flugmanna og Bláfugls ehf. Óumdeilt er að um er að ræða kjarasamning milli stefnanda og Bláfugls ehf. sem undirritaður var 2. júlí 2018 með g ildistíma til 31. mars 2020. Jafnframt virðist óumdeilt að samningurinn var framlengur til 30. júní sama ár með skjali sem samkvæmt heiti sínu er kjarasamningur milli stefnanda og Bláfugls ehf. frá 14. apríl sama ár. 10 Meðal gagna málsins er skjal sem undir ritað er af framkvæmdastjóra Samtaka kjarasamnings milli Samtaka atvinnulífsins f.h. Bláfugls ehf. og Félags íslenskra ví hverjir sitji í samninganefnnd samtakanna. Þá liggur fyrir viðræðuáætlun stefnanda og stefnda kjarasamnings milli Bláfugls ehf. og Félags íslenskra atvinnuflugmanna sem la us var aðilar meginmarkmið við komandi samningsgerð og að eigi síðar en 23. næsta mánaðar hefjist viðræður um kaupliði kjarasamnings og breytingar á þeim ákvæðum sem h afa áhrif á launakostnað. Þá er mælt fyrir um það að hafi samningur ekki komist á 2. janúar 2021 sé hvorum aðila um sig heimilt að fela ríkissáttasemjara stjórn viðræðna með vísan til laga nr. 80/1938. 11 Fyrir liggur að Bláfugl ehf. sagði upp öllum félagsmön num stefnanda sem störfuðu hjá félaginu með uppsagnarbréfum 30. desember 2020. Tóku uppsagnirnar gildi frá og með 1. janúar 2021 og var uppsagnarafrestur þrír mánuðir en vinnuskylda var afnumin meðan á honum stóð. Áður en til þess kom, eða í byrjun nóvembe r 2020, réð fyrirtækið tíu nýja flugmenn til starfa, að sögn sem sjálfstætt starfandi verktaka. Um það virðist ekki deilt að frá því uppsagnirnar tóku gildi hafi hinir nýráðnu flugmenn flogið vélum Bláfugls ehf. 12 Stefnandi mótmælti uppsögnum félagsmanna si nna 4. janúar 2021 og vísaði kjarasamningsviðræðum aðila til ríkissáttasemjara sama dag. Með bréfi 15. sama mánaðar tilkynnti stefnandi stefnda að ákvörðun hefði verið tekin um vinnustöðvun flugmanna Bláfugls ehf., sem störfuðu á grundvelli kjarasamnings a ðila, í þeim tilgangi að knýja fram breytingu eða ákvörðun um kaup og kjör. Var jafnframt tilkynnt að verkfallsaðgerðir hæfust 1. febrúar 2021 og liggur fyrir í málinu að það gekk eftir. Málsástæður og lagarök stefnanda 13 Stefnandi kveður Samtökum atvinnulífsins stefnt í málinu þar sem þau hafi forræði á gerð kjarasamnings og túlkun ákvæða hans fyrir hönd aðildarfélags síns, Bláfugls ehf. Félaginu sé jafnframt stefnt þar sem gerð sé krafa um að því verði ákveðin refsing. 14 S tefnandi byggir á því að uppsagnir Bláfugls ehf. á félagsmönnum stefnanda sem hjá honum starfi meðan kjarasamningsviðræður aðila séu í lögmæltu ferli sýni viðleitni fyrirtækisins til að komast hjá því að gera nýjan kjarasamning við stefnanda. Hafi 4 þetta ve rið gert þrátt fyrir augljósa skyldu Bláfugls ehf. til slíkrar samningsgerðar samkvæmt kjarasamningnum. 15 Viðurkenningarkrafa stefnanda í fyrsta kröfulið í stefnu byggist á því að framangreindar uppsagnir séu aðferð Bláfugls ehf. sem vinnuveitanda til að ha fa með ólögmætum hætti áhrif á yfirstandandi vinnudeilu málsaðila. Fyrirtækinu sé samkvæmt 4. gr. laga nr. 80/1938 óheimilt að reyna að hafa afskipti af vinnudeilu með því að segja starfsmönnum sínum upp störfum. Af hálfu stefnanda er að þessu leyti lögð á hersla á að Bláfugl ehf. hafi ekki í hyggju að fækka starfandi flugmönnum heldur standi til að ráða svokallaða verktaka til starfanna og þá með lakari starfskjörum en félagsmenn stefnanda hafi notið samkvæmt kjarasamningi. Telur stefnandi ljóst að slíkir s muni þeir ekki leggja annað af mörkum í starfsemi fyrirækisins en vinnuframlag sitt. Þeir lúti stjórn fyrirtækisins og hafi samband þeirra öll einkenni vinnuréttarsambands. 16 Viðurkenningarkrafa stefn anda í öðrum tölulið í stefnu er reist á því að Bláfugli ehf. sé samkvæmt kjarasamningi aðila skylt að ráða ekki aðra en félagsmenn stefnanda til þeirra starfa sem málið snúist um og í samræmi við framlagðan starfsaldurslista. Samkvæmt skýringum fyrirtækis ins hyggist það ráða verktaka, það er flugmenn sem ekki eru félagsmenn stefnanda, til að gegna stöðum flugmanna en slíkar mannaráðningar séu að mati stefnanda ólögmætar. 17 Stefnandi vísar jafnframt til þess að kjör samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarf élags mæli fyrir um lágmarkskjör fyrir launþega sem starfi á félagssvæði þess, sbr. 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Bláfugl ehf. sé íslenskur lögaðili og starfi á grundvelli starfsleyfis frá íslenskum y firvöldum og því sé fyrirtækið bundið af þessum reglum eins og öðrum íslenskum lagareglum í starfsemi sinni. 18 Til stuðnings viðurkenningarkröfu sinni í þriðja tölulið í stefnu vísar stefnandi til þess að ákvörðun Bláfugls ehf. um að taka alla félagsmenn ste fnanda af vaktskrám allan uppsagnarfrest þeirra til þess að geta falið öðrum að ganga í störf þeirra sé í eðli sínu verkbann í skilningi laga nr. 80/1938. Þá feli þessar aðgerðir í sér brot gegn löglega boðaðri vinnustöðvun félagsmanna stefnanda, sbr. 19. gr. laganna. Ljóst sé að fyrirtækið hafi í engu farið að fyrirmælum II. kafla laga nr. 80/1938 og séu framangreindar aðfarir þess því ólögmætar. 19 Þá telur stefnandi að svonefndir verktakar hjá Bláfugli ehf. séu bundnir af löglega boðuðu verkfalli stefnanda svo sem ákvæði 18. gr. laga nr. 80/1938 hafi verið túlkað í úrlausnum Félagsdóms. Eigi það að minnsta kosti við um þá aðstöðu þegar þeir gangi í störf félagsmanna stefnanda um borð í flugvélum fyrirtækisins í flugi til eða frá Íslandi meðan á verkfalli sta ndi sem ella hefði verið sinnt af félagsmönnum stefnanda. 20 Fjórða krafa stefnanda í stefnu um að Bláfugl ehf. verði gert að greiða sekt er reist ákvæðum 70. gr. laga nr. 80/1938, sbr. 1. gr. 65. gr. laganna. Stefnandi telur brot 5 fyrirtækisins gegn ákvæði 4. gr. laganna vera stórfellt og þá hafi ásetningur stjórnenda þess til að hafa ákvæði laganna og kjarasamnings aðila að engu verið einbeittur. Jafnframt fari ólögmætt verkbann Bláfugls ehf. og aðrar aðgerðir þess til að afstýra verkfalli með ólögmætum hætti gróflega á svig við skýr ákvæði II. kafla laganna. Fordæmi séu fyrir beitingu sektarrefsinga í sambærilegum málum fyrir Félagsdómi. 21 Um málskostnaðarkröfu sína vísar stefnandi til 130. gr. laga nr. 91/1991. Málsástæður og lagarök stefnda Samtaka atvinn ulífsins fyrir hönd Bláfugls ehf. 22 Stefndi Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Bláfugls ehf. hafnar því að uppsagnir 11 félagsmanna stefnanda í starfi hjá Bláfugli ehf. 30. desember 2020 falli undir verknaðarlýsingu ákvæðis 4. gr. laga nr. 80/1938. Beri því að sýkna stefnda af viðurkenningarkröfu stefnanda í fyrsta kröfulið í stefnu. Umræddir félagsmenn í stefnanda hafi verið launamenn og tekið laun samkvæmt kjarasamningi stefnanda og Bláfugls ehf. Ákvörðun fyrirtækisins um uppsagnir þeirra hafi byggst á rekstr arlegum forsendum og hafi að engu leyti tengst stéttarfélagsaðild þeirra. Þá hafi uppsagnirnar náð til allra flugmanna sem fallið hafi undir kjarasamninginn, óháð stéttarfélagsaðild þeirra, og því sé ekki um það að ræða að uppsögnunum hafi verið ætlað að h afa áhrif á stéttarfélagsaðild starfsmannanna eða þátttöku þeirra í starfi stéttarfélaga. Að mati stefnda hafi uppsagnirnar enn síður tengst afstöðu eða afskiptum flugmanna fyrirtækisins af vinnudeilu. Í lok desember 2020 hafi engar umræður verið um boðun vinnustöðvunar og enginn umræddra flugmanna átt sæti í samninganefnd stefnanda í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Bláfugls ehf. Þar sem allir flugmennirnir hafi verið áfram í ráðningarsambandi við fyrirtækið hafi jafnframt verið ljóst að það hefði með uppsögnum engin áhrif haft á ákvörðun flugmannanna um hvort þeir tækju þátt í atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 23 Stefndi bendir á að dómkrafa stefnanda lúti ekki að því að fá dóm um það, hvort umræddar uppsagnir hafi verið andstæðar ákvæðum kjarasamnings, heldur sé eingöngu byggt á því að þær hafi verið andstæðar 4. gr. laga nr. 80/1938 og þar með ólögmætar. Viðurkenning á broti gegn lagaákvæðinu feli í sér þungan áfellisdóm og verði því ekki beitt um háttsemi sem ekki falli með beinum hætti undir verknaðarlýsingu þess. Þessi krafa stefnanda byggist í raun ranglega á því að stefndi hafi með uppsögnunum reynt að hafa áhrif á kjaraviðræður aðila en ákvæði 4. gr. laga nr. 80/1938 verði ekki túlkuð svo rúmri skýringu að það nái einnig til hagsmuna stéttarfélaga af samningsstöðu þeirra í kjaraviðræðum. Ákvæðið afmarkist við aðgerðir atvinnurekenda sem hafi bein áhrif á launamenn og afstöðu þeirra til stéttarfélaga eða vinnudeilna. 24 Stefndi bendir á að skilja megi málsástæður stefnanda til grundvall ar fyrstu dómkröfu sinni á þann veg að óskað sé eftir afstöðu Félagsdóms til þess hvort Bláfugli ehf. sé heimilt að semja við flugmenn sem verktaka þannig að dómstóllinn eigi að endurskoða eða leggja mat á hvor samning ssamband stefnda við flugmenn sé ráðn ingarsamband eða verksamningur.Stefndi hafnar því að það sé á valdi 6 Félagsdóms að leggja mat á eðli samningssambands Bláfugls ehf. við sjálfstætt starfandi flugmenn. Slíkt mat ráðist hvorki af túlkun kjarasamnings aðila né laga nr. 80/1838. Þá bendir stefn di á að ágreiningslaust sé að allt frá upphafi starfsemi Bláfugls ehf. hafi stærsti hluti flugmanna verið í verktakasambandi við fyrirtækið. 25 Um aðra dómkröfu stefnanda í stefnu vísar stefndi til þess að þegar mál þetta hafi verið höfðað og greinargerð ste fnda lögð fram hafi allir tilgreindir flugmenn enn verið í ráðningarsambandi við hann. Hvorki komi fram í kröfugerð stefnanda né málsástæðum hans í stefnu hvenær réttur til endurráðningar eigi að verða virkur eða hvort stefnandi krefjist endurráðningar þeg ar frá 1. apríl 2021, frá uppkvaðningu dóms Félagsdóms eða síðar í samræmi við forsendur kjarasamnings. Að mati stefnda sé þessi dómkrafa svo óljós að hún fullnægi ekki áskilnaði d - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um glögga og skýra dómkröfu og því s é óhjákvæmilegt að vísa henni frá dómi. 26 Stefndi telur mögulegt að túlka dómkröfu samkvæmt öðrum kröfulið í stefnu á þann veg að þess sé krafist að tilgreindir flugmenn eigi rétt á endurráðningu þegar ráðið verði aftur í stöður flugmanna á grundvelli kjaras amnings aðila. Samkvæmt áðurgildandi kjarasamningi sé réttur til endurráðningar háður áhafnaþörf fyrir flug til og frá Íslandi, sbr. grein 01 - 3 í kjarasamningnum. Útreiknuð áhafnaþörf skuli miðast við 12 mánaða tímabil og reiknuð 1. desember ár hvert. Þrát t fyrir þessa reglu kjarasamningsins hafi verið samkomulag um að á gildistíma samningsins skyldi fjöldi starfandi flugmanna í stefnanda hjá Bláfugli ehf. vera 11. Kjarasamningurinn hafi fallið úr gildi 30. júní 2020, án sérstakrar uppsagnar, og þar með ein nig sú skuldbinding stefnda að hafa þessa 11 flugmenn við störf. Þar sem kjarasamningurinn sé fallinn úr gildi eigi það sama við um ákvæði hans um forgangsrétt félagsmanna stefnanda. Þótt ágreiningslaust sé að stefnda beri að virða lágmarkskjör starfandi f lugmanna um tíma eftir að kjarasamningur er fallinn úr gildi, sé forgangsréttarákvæði annars eðlis, enda teljist forgangsréttur ekki til lágmarkskjara í skilningi 1. gr. laga nr. 55/1980. Kjarasamningsákvæði um forgangsrétt til starfa takmarki rétt launafó lks til að ganga í stéttarfélög að eigin vali og standa utan stéttarfélaga og beri því að túlka þröngt. Þá telur stefndi að eftir að kjarasamningur er fallinn úr gildi teljist ákvæði um forgangsrétt félagsmanna tiltekins stéttarfélags andstætt 74. gr. stjó rnarskrárinnar, sbr. lög nr. 33/1944, sbr. einnig 12. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Geti stefnandi því ekki byggt kröfu um endurráðningu félagsmanna sinn á þeim ákvæðum. 27 Stefndi bendir á að samkvæmt starfsaldursreglum flugmanna Bláfugls ehf. gildi réttur til endurráðningar í tvö ár frá því flugmaður lætur af störfum. Yrði fallist á dómkröfu stefnanda samkvæmt öðrum kröfulið í stefnu væri jafnframt verið að fallast á að stefndi væri bundinn af forgangsrétti við endurráðningar í allt að þrjú ár eftir að kjarasamningur félli úr gildi, meðal annars óháð því með hvaða hætti samið yrði síðar um réttindi flugmanna hjá fyrirtækinu. Stefndi mótmælir því að veita megi 7 tilgreindum flugmönnum slík rétt indi hjá stefnda með dómi. Þá bendir stefndi jafnframt á að það sé ekki á valdsviði Félagsdóms eða annarra dómstóla að koma að nýju á ráðingarsambandi milli atvinnurekanda og starfsmanns sem hafi verið slitið. Dómur geti því ekki kveðið á um skyldu stefnda til að endurráða tiltekinn starfsmann frá og með tilteknu tímamarki. 28 Stefndi bendir á að þriðja viðurkenningarkrafa stefnanda sé háð mörgum fyrirvörum sem allir þurfi að vera uppfylltir svo hún nái fram að ganga. Þá sé krafan ekki byggð á því að uppsagni rnar hafi falið í sér ólögmætt verkbann heldur að breytt vaktskrá jafngildi verkbanni og brjóti gegn löglega boðuðu verkfalli. Þessu mótmælir stefndi og vísar til þess að atvinnurekanda sé frjálst að ákveða hvort hann kjósi að afþakka vinnuframlag starfsma nna á uppsagnartíma að öllu leyti eða að hluta. Þá hafi hann ekki afþakkað vinnuframlag flugmanna en kosið í upphafi janúr 2021 að setja ekki alla flugmenn á vaktskrá fyrir mánuðinn. Svo aðgerð atvinnurekanda geti talist verkbann í skilningi laga nr. 80/19 38 þurfi hún að hafa neikvæð áhrif á hlutaðeigandi starfsmenn. Flugmenn hafi haldið fullum launum í janúarmánuði og stefndi hafi staðið að fullu við lög - og samningsbundnar skyldur sínar gagnvart félagsmönnum stefnanda. Þegar þessari ástæðu hafi stefndi þe irri málsástæðu stefnanda að boðað hafi verið til ólögmæts verkbanns. Loks bendir stefndi á að þegar verkfall stefnanda hafi hafist 1. febrúar 2021 hafi félagsmenn stefnanda ekki verið settir á vaktskrá þar sem þeim hafi verið óheimilt að vinna samkvæmt ve rkfallsboðun stefnanda. Geti sú ákvörðun stefnda að setja tilgreinda félagsmenn stefnanda ekki á vaktskrá eftir 1. febrúar 2021 því ekki falið í sér brot gegn löglega boðuðu verkfalli. 29 Vegna fullyrðingar stefnanda í stefnu um að sjálfstætt starfandi verkta kar hafi gengið í störf félagsmanna stefnanda bendir stefndi á að flugrekstur Bláfugls ehf. hafi mjög takmarkaða tengingu við Ísland. Einungis 9% flugs á árunum 2019 til 2020 hafi fallið undir skilgreiningu greinar 01 - 3 í kjarasamningi aðila um flug til og frá Íslandi. Stefndi byggir á því að jafnvel þótt talið yrði að sjálfstætt starfandi flugmenn stefnda hafi sinnt verkefnum eftir 1. febrúar 2021, sem félagsmenn stefnanda hefðu ella sinnt hefðu þeir verið á vaktskrá, teljist sú vinna ekki andstæð 18. gr. laga nr. 80/1938. Sjálfstætt starfandi verktakar hafi aldrei átt aðild að stefnanda og eigi ekki aðild að öðrum stéttarfélögum eða samböndum að staðið hafi að vinnustöðvuninni. Þá sé óumdeilt að sjálfstætt starfandi flugmenn taki ekki og hafi aldrei tekið laun samvæmt kjarasamningi málsaðila. Loks vísar stefndi til þess að sjálfstætt starfandi flugmenn hafi frá upphafi verið í þjónustu Bláfugls ehf. og með vitund stefnanda. Kjarsamningar milli stefnanda og Bláfugls ehf. þar sem gert hafi verið ráð fyrir til vist verktaka hafi ítrekað verið endurnýjaðir. Stefndi hafni því að það sé á valdi Félagsdóms að leggja mat á eðli samningssambands fyrirtækisins og sjálfstætt starfandi flugmanna, enda ráðist slíkt mat hvorki af túlkun á kjarasamningi aðila né laga nr. 80 /1938. 30 Til stuðnings málskostnaðarkröfu sinni vísar stefndi til 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. 8 Málsástæður og lagarök stefnda Bláfugls ehf. 31 Stefndi Bláfugl ehf. krefst frávísunar á sektarkröfu stefnanda í fjórða tölulið kröfuge rðar hans í stefnu. Stefndi eigi aðild að Samtökum atvinnulífsins en samkvæmt 45. gr. laga nr. 80/1938 skuli atvinnurekendafélög reka mál fyrir hönd meðlima sinna fyrir Félagsdómi. Af þeim sökum hafi stefnanda borið að beina málsókn þessari að Samtökum atv innulífsins fyrir hönd Bláfugls ehf. en ekki að fyrirtækinu eingöngu, án milligöngu heildarsamtakanna. 32 Telji Félagsdómur forsendur fyrir efnislegri umfjöllun um sektarkröfu stefnanda krefst stefndi sýknu og tekur undir málsástæður Samtaka atvinnulífsins í máli stefnanda á hendur samtökunum fyrir hönd Bláfugls ehf. og gerir þær að sínum. Stefndi hafi ekki brotið gegn lögum nr. 80/1938 og því komi refsing ekki til álita. Þá telur stefndi að þótt Félagsdómur meti umræddar athafnir stefnda andstæðar framangrei ndum lögum séu brot hans ekki þess eðlis að þau réttlæti viðurlög. 33 Um málskostnaðarkröfu sína vísar stefndi til 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. 34 Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 1. og 2. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/193 8 um stéttarfélög og vinnudeilur. 35 Stefnandi gerir í máli þessu þrjár viðurkenningarkröfur. Krafist er viðurkenningar Félagsdóms á því að uppsagnir stefnda á tilgreindum félagsmönnum stefnanda sem starfa hjá Bláfugli ehf. séu ólögmætar og að þeir eigi samkv æmt kjarasamningi rétt á endurráðningu hjá fyrirtækinu. Þá krefst stefnandi viðurkenningar á því að sú ákvörðun Bláfugls ehf. 30. desember 2020 að taka tilgreinda félagsmenn stefnanda af vaktskrá frá 1. janúar 2021 og fela verktökum að ganga í störf þeirra meðan verkfall félagsmanna stefnanda stendur, feli í sér ólögmætt verkbann og brot gegn löglega boðuðu verkfalli sem hófst 1. febrúar 2021, sbr. II. kafla laga nr. 80/1938. Loks krefst stefnandi þess að Bláfugl ehf. verði dæmdur til greiðslu sektar samkv æmt 70. gr., sbr. 65. gr. laga nr. 80/1938 fyrir brot gegn 4. gr., 18. gr. og 19. gr., sbr. 15. og 16. gr. laganna. 36 Áður er komið fram að kjarasamningur stefnanda og Bláfugls ehf. frá 2. júlí 2018 var framlengdur til 30. júní 2020 með kjarasamningi 14. a príl 2020. Viðræðuáætlun stefnanda og stefnda Samtaka atvinnulífsins vegna Bláfugls ehf. var undirrituð 7. október 2020 sem meðal annars kvað á um að heimilt væri að vísa deilu aðila til ríkissáttasemjara frá og með 2. janúar 2021 sem stefnandi gerði 4. þe ss mánaðar. Áður en til þess kom, eða þann 30. desember 2020, var öllum félagsmönnum í stefnanda, sem voru í starfi hjá stefnda, sagt upp störfum og vinnuframlags þeirra ekki krafist á uppsagnarfresti. Stefnandi mótmælti uppsögnum félagsmanna sinna 4. janú ar 2021 og vísaði kjarasamningsviðræðum aðila til ríkissáttasemjara sama dag. Í kjölfarið boðaði stefnandi til vinnustöðvunar frá og með 1. febrúar 2021. 9 37 Í íslenskum vinnumarkaðsrétti hefur verið gengið út frá því að sú regla gildi að þegar kjarasamningur rennur út eða honum er sagt upp fari í meginatriðum áfram um réttindi og skyldur samningsaðila eftir eldri samningi meðan enn er ósamið og verkfall ekki skollið á, sbr. meðal annars dóm Félagsdóms 17. febrúar 1986 í máli nr. 10/1985 og 16. febrúar 2021. V erður því að leggja til grundvallar að forgangsréttarákvæði í áðurgreindum kjarasamningi haldi gildi sínu þar til nýr kjarasamningur hefur verið gerður. 38 Fyrsta dómkrafa stefnanda lýtur að því að viðurkennt verði að umræddar uppsagnir Bláfugls ehf. 30. desember 2020 á tilgreindum 11 félagsmönnum í stefnanda sem starfa hjá fyrirtækinu, séu ólögmætar þar sem hið stefnda félag hafi með þeim brotið gegn ákvæðum 4. gr. laga nr. 80/1938. 39 Samkvæmt meginreglu íslensks vinnuréttar er vinnuveitanda heimilt að segja upp starfsmönnum sínum með tilskildum fyrirvara nema sérstök lagafyrirmæli eða samningsákvæði kveði á um annað. 40 Í a - lið 4. gr. laga nr. 80/1938 er mælt f yrir um að atvinnurekendum, verkstjórum og öðrum trúnaðarmönnum atvinnurekenda sé óheimilt að reyna að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir verkamanna sinna, afstöðu þeirra og afskipti af stéttar - eða stjórnmálafélögum eða vinnudeilum með uppsögn úr vinnu eða h ótunum um slíka uppsögn. Eins og fyrr segir höfðu aðilar þegar hafið kjarasamningsviðræður haustið 2020 þegar til uppsagnanna kom og þá liggur fyrir að Bláfugl ehf. réð til starfa tíu nýja flugmenn í nóvember sama ár. 41 Þegar litið er til framlagðra gagna má lsins verður ekki talið að sýnt hafi verið fram á það með fullnægjandi hætti að til grundvallar þeirri ákvörðun Bláfugls ehf. að segja upptilgreindum félagsmönnum stefnanda sem unnu hjá fyrirtækinu hafi legið rekstrarlegar ástæður. Þá kemur meðal annars fr am í greinargerð Bláfugls ehf. að um haustið 2020 hafi félagið tekið ákvörðun um að bæta tveimur flugvélum við flugvélaflota sinn og því bætt við sig tíu flugmönnum. Að framangreindu gættu verður ekki hjá því komist að líta svo á að tilgreindar uppsagnir f élagsmanna stefnanda hafi verið liður í því að hafa áhrif á þá kjaradeilu sem þegar var uppi milli aðila málsins og unnið var að því að leysa með formlegum hætti á þessum tíma. Samkvæmt þessu er það niðurstaða Félagsdóms að framangreind ákvörðun Bláfugls e hf. um uppsagnir tilgreindra félagsmanna stefnanda feli í sér brot fyrirtækisins gegn ákvæði a - liðar 4. gr. laga nr. 80/1938 og séu þær því ólögmætar. Af þeim sökum verður tekin til greina krafa stefnanda samkvæmt fyrsta tölulið kröfugerðar hans í stefnu. 42 félagsmenn stefnanda sem sagt var upp störfum hjá Bláfugli ehf. 30. desember 2020 [...] eigi samkvæmt kjarasamningi aðila rétt á endurráðningu til starfa hjá hinu stefnda félagi. - 3 í kjarasamningi stefnanda og Bláfugls ehf. þar sem mælt er fyrir um að flugmenn fyrirtækisins, sem 10 eru löglegir félagar í stefnanda, skuli hafa forgang að þeim flugverkefnum sem um er að ræða á vegum fyrirtækisins með tilteknum fyrirvörum. Þá segir að lágmarksfjöldi starfandi félagsmanna í stefnanda á samningi hjá Bláfugli ehf. miðist við áhafnaþörf fyrir flug til og frá Íslandi og að þörfin skuli reiknuð af fyrirtækinu og staðfest af samstarfsne fnd þess og stefnanda innan 15 daga. Loks segir í greininni að þrátt fyrir framangreint skuli fjöldi starfandi flugmanna í stefnanda á starfsaldurslista vera 11 á gildistíma samnings. Í stefnu er jafnframt rakið efni greinar 03 - 1 sem vísar til d - liðar 5. g reinar sérstakra starfsaldursreglna sem eru hluti kjarasamningsins. Þar segir að flugmaður sem látið hafi af starfi vegna mannafækkunar skuli eiga rétt á endurráðningu í tvö ár frá því hann lét af störfum. Í ákvæðinu er einnig gerð grein fyrir því hvenær t alið verði að starfsmaður hafi fyrirgert endurráðningarrétti sínum sem og öðrum atriðum sem líta beri til. 43 Samkvæmt meginreglum vinnuréttar verða menn ekki dæmdir í starf að nýju þótt uppsögn þeirra sé talin ólögmæt. Af stefnu verður ekki ráðið að kröfuge rð stefnanda samkvæmt þessum kröfulið lúti að því að fá umrædda félagsmenn sína dæmda í störf sín að nýju, heldur er samkvæmt orðanna hljóðan eingöngu krafist viðurkenningar á til ákvæða kjarasamningsins sem réttur starfsmannanna er reistur á og talið er að brotið hafi verið gegn né heldur er í stefnu að finna umfjöllun um það, að hvaða leyti uppfyllt séu þau skilyrði sem ákvæði kjarasamningsins setja fyrir endurráðningarrétti greindra starfsmanna. Loks er í stefnu ekki gerð skýr grein fyrir því hvernig standa skuli að slíkum endurráðningum þessara starfsmanna, meðal annars að því leyti h vort og þá við hvaða tímamörk skuli miða samkvæmt þeim ákvæðum kjarasamningsins sem þar er getið. Að þessu gættu er það mat Félagsdóms að framsetning kröfu stefnanda í öðrum kröfulið og rökstuðningur fyrir henni í stefnu sé svo óskýr að dómur verði ekki á hana lagður og að kröfugerðin fullnægi þannig ekki áskilnaði d - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. Er kröfunni því vísað frá Félagsdómi. 44 Stefnandi krefst í þriðju dómkröfu sinni viðurkenningar á því a ð sú ákvörðun Bláfugls ehf. 30. desember 2020 að taka tilgreinda félagsmenn í stefnanda af vaktskrá hjá eindum hætti meðan yfirstandandi verkfall félagsmanna stefnanda stendur feli í sér í senn ólögmætt verkbann og brot gegn löglega boðuðu verkfalli félagsmanna stefnanda sem hófst 1. febrúar 2021. 45 Stefnandi hefur kosið að setja þriðju dómkröfu sína fram með þeim hætti að óska viðurkenningar Félagsdóms á því að með ákvörðun sinni hafi Bláfugl ehf. með nánar tilgreindum hætti brotið gegn ákvæðum II. kafla laga nr. 80/1938. Er í málsástæðukafla stefnunnar vísað til ákvæða 19. gr. og 18. gr. laganna og kröfugerð in 11 reist á ákvæðum þeirra. Samkvæmt 19. gr. eru vinnustöðvanir í skilningi laganna verkbönn atvinnurekenda og verkföll þegar launamenn leggja niður venjuleg störf sín að einhverju eða öllu leyti í því skyni að ná tilteknu sameiginlegu markmiði. Jafnframt e r tekið fram í ákvæðinu að sama gildi um aðrar sambærilegar aðgerðir af hálfu atvinnurekenda eða launamanna sem jafna megi til vinnustöðvunar. Þá er í 18. gr. laganna kveðið á um að þegar vinnustöðvun er löglega hafin, sé þeim, sem hún að einhverju leyti b einist gegn, óheimilt að stuðla að því að afstýra henni með aðstoð einstakra meðlima þeirra félaga eða sambanda sem að vinnustöðvuninni standa. 46 Fyrir liggur að hin umdeilda ákvörðun Bláfugls ehf. var tekin áður en stefnandi boðaði til verkfalls, sem hófst 1. febrúar 2021, og jafnframt áður en til þess kom að kjaradeilu aðila var vísað til meðferðar hjá ríkissáttasemjara. Eins og þessi viðurkenningarkrafa stefnanda er sett fram í stefnu og rökstudd með vísan til þeirra lagaákvæða sem hún er grundvölluð á og rakin eru hér að framan, þykir þegar af þessum sökum ekki unnt að fallast á það með stefnanda að ákvörðun Bláfugls ehf. hafi falið í sér ólögmætt verkbann eða brot gegn löglega boðuðu verkfalli félagsmanna stefnanda. Verður því að hafna kröfu stefnanda sa mkvæmt þriðja tölulið kröfugerðar hans í stefnu og sýkna stefnda af kröfunni. 47 Í máli þessu hefur stefnandi kosið að stefna annars vegar Samtökum atvinnulífsins fyrir hönd Bláfugls ehf. vegna þriggja viðurkenningarkrafna sinna og hins vegar Bláfugli ehf. t il sektargreiðslu samkvæmt fjórða kröfulið í stefnu, án milligöngu Samtaka atvinnulífsins. Fyrir liggur og er óumdeilt að stefndi Bláfugl ehf. er aðili að þessum heildarsamtökum atvinnurekenda. 48 Í 1. mgr. 45. gr. laga nr. 80/1938 segir að sambönd verkalýðs félaga og atvinnurekendafélaga reki fyrir hönd meðlima sinna mál fyrir Félagsdómi. Félög, sem ekki eru meðlimir sambandanna, reki sjálf mál sín og meðlima sinna. 49 Það er álit Félagsdóms að framangreint ákvæði 1. mgr. 45. gr. laga nr. 80/1938 sé fortakslaus t og gildi jafnt um stefnanda og stefnda í málum fyrir dóminum, sbr. meðal annars dóm Félagsdóms 25. mars 2021 í máli nr. 16/2020. Var stefnanda samkvæmt skýru orðalagi lagaákvæðisins því ekki unnt að stefna Bláfugli ehf. eingöngu, án milligöngu þeirra hei ldarsamtaka sem félagið á aðild að. Breytir því engu um þá niðurstöðu þótt kröfugerð stefnanda lúti að þessu leyti aðeins að því að fyrirtækinu verði gert að greiða sektina en ekki heildarsamtökunum sem það á aðild að. Þegar af þessum sökum verður að vísa frá Félagsdómi kröfu stefnanda í fjórða tölulið kröfugerðar hans í stefnu á hendur Bláfugli ehf. um að fyrirtækið verði dæmt til greiðslu sektar. 50 Eftir framangreindum úrslitum þykir rétt að hvor aðili beri sinn kostnað af máli þessu. 12 Dómsorð: Viðurkenn t er að Bláfugl ehf. hafi með uppsögnum, sem tilkynntar voru með bréfum 30. desember 2020 og tóku gildi degi síðar, á félagsmönnum stefnanda Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sem starfa hjá fyrirtækinu, þeim A , B , C , D , E , F , G , H , I , J og K , brotið gegn ákvæði a - liðar 4. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur og séu uppsagnirnar þar með ólögmætar. Viðurkenningarkröfu stefnanda samkvæmt öðrum kröfulið í stefnu er vísað frá Félagsdómi. Stefnandi Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Bláfugls ehf. er sýkn af viðurkenningarkröfu stefnanda samkvæmt þriðja kröfulið í stefnu. Kröfu stefnanda samkvæmt fjórða kröfulið í stefnu er vísað frá Félagsdómi. Málskostnaður fellur niður. Arnfríður Einarsdóttir Kolbrún Benediktsdóttir Ragnheiður Harðardóttir 13 Sératkvæði Guðmundar B. Ólafssonar 1 Ég er sammála meirihluta dómsins er varðar fyrsta kröfulið og fjórða kröfulið í kröfugerð stefnanda, en ekki samþykkur niðurstöðu er varðar kröfuliði tvö og þrjú og málskostnað. 2 Í öðrum lið kröfugerðar stefnanda segir að þess sé krafist að viðurkenndur verði réttur tiltekinna starfsmanna til endurráðningar. Í málavaxtakafla í stefnu er vísað til tilgreindra kjarasamningsákvæða er kveða á um að ef fækka á fólki eigi starfsmenn samk væmt starfsaldurslista rétt til endurráðningar ef fjölga eigi starfsmönnum aftur. Ég tel að framsetning kröfugerðar og rökstuðningur í stefnu henni til stuðnings séu í eðlilegum tengslum og að kröfugerð sé nægilega skýr til að unnt sé að leggja á hana efni slegan dóm. Vegna þess að meirihluti dómsins tekur ekki efnislega afstöðu til þessa kröfuliðar stefnanda er ekki ástæða fyrir mig að gera það. 3 Ég er jafnframt ósammála efnislegri niðurstöðu meirihluta dómenda er varðar þriðja kröfulið, þar sem gerð er kraf a um viðurkenningu á því að stefndi hafi brotið gegn II. kafla laga nr. 80/1938 og þá er einkum vísað til 18. og 19. gr. laganna er fjalla um verkföll og verkbann. 4 Stefndi sagði upp öllum félagsmönnum stefnanda áður en boðað var til verkfalls. Stefndi tók jafnframt alla félagsmenn af vaktskrá frá og með 1. janúar 2021 og kom þannig í veg fyrir að þeir gætu sinn störfum sínum. Löglega boðað verkfall hófst 1. febrúar 2021 og þá voru engir félagsmenn stefnanda skráðir á vaktir. Óumdeilt er að stefndi fjölgaði í starfsliði sínu þrátt fyrir uppsagnir á félagsmönnum stefnanda. Ekki liggur fyrir í málinu á hvaða ráðningarkjörum nýir ráðnir starfsmenn voru fengnir til starfa en tilgangur með ráðningu þeirra var augljóslega sá að sinna störfum þeirra 11 félagsmanna s tefnanda sem kjarasamningur stefnanda tók til. Sú athöfn, að hafa enga félagsmenn stefnanda á vaktskrá er verkfall hófst 1. febrúar 2021 og láta nýráðna starfsmenn sinna störfum þeirra hafði þann eina tilgang að koma í veg fyrir að verkfall hefði tilætluð áhrif. Að framansögðu verður að líta svo á að athafnir stefnda að setja félagsmenn stefnanda ekki á vaktskrá en ráða þess í stað nýja starfsmenn hafi verið til þess eins að hafa áhrif á framgang löglega boðaðs verkfalls . Því tel ég rétt að fallast á þess k röfu stefnanda . 5 Eftir framangreindum úrslitum ber stefnda að greiða stefnanda 400.000 krónur í málskostnað. Guðmundur B. Ólafsson 14 Sératkvæði Ólafs Eiríkssonar 1 Líkt og fram kemur í niðurstöðu meirihluta dómsins gerir stefnandi í máli þessu þrjár viðurkenningarkröfur. Að auki gerir stefnandi þá kröfu að stefnda Bláfugl ehf. verði dæmt til sektargreiðslu. 1 Dómari þessa sératkvæðis er sammála niðurstöðu meirihlutans varðandi aðra og þriðju dómkröfu stefnanda og tekur undir rökstuðning meirihluta dómsi ns fyrir þeim. Að auki er tekið undir niðurstöðu meirihluta um að vísa beri frá Félagsdómi kröfu stefnanda á hendur Bláfugli ehf. um að fyrirtækið verði dæmt til greiðslu sektar. 2 Dómari sératkvæðis er ósammála meirihluta dómenda hvað varðar fyrstu viðurke nningarkröfu stefnanda. Þar krefst stefnandi þess að viðurkennt verði með dómi Félagsdóms að uppsagnir stefnda Bláfugls á tilteknum félagsmönnum stefnanda sem starfa hjá fyrirtækinu og tilkynntar voru með bréfum 30. desember 2020 og tóku gildi næsta dag sé u ólögmætar og að með þeim hafi hið stefnda félag brotið gegn 4. gr. laga um stéttarfélag og vinnudeilur nr. 80/1938. 3 Samkvæmt 4. gr. laga nr. 80/1938 er atvinnurekendum, verkstjórum og öðrum trúnaðarmönnum atvinnurekenda óheimilt að reyna að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir verkamanna sinna, afstöðu þeirra og afskipti af stéttar - eða stjórnmálafélögum eða vinnudeilum í fyrsta lagi með uppsögn úr vinnu eða hótunum um slíka uppsögn og í öðru lagi með fjárgreiðslum, loforðum um hagnað eða neitunum á réttmætum greiðslum. Í greinargerð með 4. gr. frumvarps þess er síðar varð að lögum nr. 80/1938 kemur fram að greinin sé sett til að tryggja skoðanafrelsi verkamanna. Að öðru leyti þarfnist greinin ekki skýringar við. 4 Ekki verður séð að neitt það hafi borið til í sambandi við þau atvik sem í málinu greinir er bendi til að stefndi hafi gerst sekur um nokkuð það sem fellur undir verknaðarlýsingu greinds lagaákvæðis og þykir stefnandi ekki hafa sýnt fram á neitt slíkt. Þar sem brot á umræddri 4. gr. laga nr. 80/1938 e r grundvöllur fyrir því að hægt sé að taka kröfu stefnanda til greina og annar lagalegur grundvöllur kemur ekki til skoðunar eins og krafan er sett fram þá telur dómari þessa sératkvæðis rétt að sýkna stefnda af þessari kröfu stefnanda. 5 Eftir framangreindu m úrslitum ber að dæma stefnanda til að greiða stefnda 400.000 krónur í málskostnað. Ólafur Eiríksson