1 Ár 2013, föstudaginn 20. desember , er í Félagsdómi í málinu nr. 10 /2013 Alþýðusamband Íslands, f.h. S tarfsgreinasambands Íslands, vegna Verkalýðsfélags Grindavíkur gegn Grindavíkurbæ kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 19. nóvember 2013. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir , Gylfi Knudsen, Kristjana Jónsdóttir, Lára V. Júlíusdótti r og Gísli Gíslason. Stefnandi er Alþýðusamband Íslands, Guðrúnartúni 1, Reykjavík, f.h. Starfsgreinasambands Íslands, Guðrúnartúni 1, Reykjavík vegna Verkalýðsfélags Grindavíkur, Víkurbraut 46, Grindavík . Stefndi er Grindavíkurbær, Víkurbraut 62, Grindavík. Dómkröfur stefnanda Stefnandi krefst þess að dæmt verði að stefnda beri að greiða félagsmanni stefnanda, Hrönn Ág ústsdóttur, laun í veikindum samkvæmt grein 12.2.1 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands. Þá er gerð krafa um að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að mati Félagsdóms. Dómkröfur stefnda Ste fndi krefst þess að hann ver ði sýknaður af kröfum stefnanda. Þá krefst stefndi j afnframt að honum verði dæmdur málskostnaður, að teknu tilliti til virðisaukaskatts, að skaðlausu úr hendi stefnanda að mati dómsins . Málavextir Um kaup og kjör starfsmanna sv eitarfélaga , þar á meðal stefnda, sem vinna við ræstingu fer samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands, vegna nánar tilgreindra stéttarfél aga, þar á meðal stefnanda . Samkvæmt þeim kjarasamningi er gert ráð fyri r því að unnt sé að ráða ræstingafólk til þeirra starfa með þrenns konar hætti. Í fyrsta lagi í tímavinnu, í öðru lagi samkvæmt fermetramælingu og í þriðja lagi í tímamælda ákvæðisvinnu, sbr. gr. 2 1.9 í kjarasamningi. Þá eru einnig í gildi tvenns konar kerf i um greiðslur fyrir tímamælda ákvæðisvinnu samkvæmt sama samningi, sbr. gr. 1.9.1 og 1.9.6. Stefnandi vísar til þess í stefnu að t ímamæld ákvæðisvinna sé samkvæmt orðanna hljóðan ákvæðisvinna, þ.e. ein tegund af afkastahvetjandi launakerfi. Kerfið megi re kja aftur til samkomulags aðila vinnumarkaðarins um vinnurannsóknir frá áttunda áratug síðustu aldar. Með þeim rannsóknum hafi verið lagður grunnur að stöðlun útreikninga vinnustunda , m eðal annars við ræstingu, sem ha fi haft það að markmiði að bæta vinnuti lhögun og vinnuaðferðir og finna grundvöll launaákvarðana. Stefndi mótmælir því að tímamæld ákvæðisvinna teljist afkastahvetjandi kerfi þar sem ljóst sé að launþegi fái sömu vinnulaun óháð því hversu langan eða skamman tíma hann nýti til vinnu sinnar. Því er lýst í stefnu að á grundvelli samkomulags aðila vinnumarkaðarins um vinnurannsóknir hafi verið gerður r ammasamningur um vinnu v ið ræstingar 1994 sem hafi æ síðan verið grundvöllur ræstingaákvæða kjarasamninga. Í gr. 5.2 þess samnings kemur fram að grei ddur tími fyrir ræstingarsvæði sé mældur í klukkustundum fyrir hvert skipti. Stefnandi tekur fram í stefnu að störf ræstingafólks hafi á liðnum árum tekið breytingum og nú sinni langflest ræstingafólk öðrum st örfum samhliða ræstingunni , t.d. sk ólaliða r sem sinna ræstingu í dagvinnu. Þeim starfsmönnum , sem vinni í tímamældri ákvæðisvinnu , hafi fækkað en enn séu starfsmenn ráðnir með þessum hætti , þar á meðal félagsmaður stefnanda, Hrönn Ágústsdóttir, sem hafi starfað við ræstingar hjá Grindavíkurbæ frá 22. m aí 2006 . Gerður var skriflegur ráðningarsamningur við Hrönn 28. mars 2007. Samkvæmt samningnum var hún ráðin til starfa við ræstingar á leikskólanum Laut og er þar tilgreint að hún hafi verið ráðin í tímamælda ákvæðisvinnu. Um ráðningartegund er hakað við reit merktan ráðning til frambúðar og um greiðslutímabil fastra launa er tilgreint að það sé mánuður eftir á. Í Óumdeilt er að um kaup og kjör Hrannar , sem félagsmanns stefnanda , fer samkvæmt framangreindum k jarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands. Samkvæmt ráðningarsamningi var Hrönn ráðin í tímamælda ákvæðisvinnu og nýtur hún launa eins og kveðið er á um í grein 1.9.1 í kjarasamningi, þ.e. 1.359 kr ónur fyrir vinnu á tíma bilinu 8:00 20:00 mánudaga til föstudaga en 1.640 kr. fyrir aðra tíma, sbr. þó gr. 1.9.1.2, eins og framlagðir launaseðlar bera með sér. Í maí sl. gekkst Hrönn undir liðskiptiaðgerð og varð af þeim sökum óvinnufær frá 15. maí til lo ka september 2013 í þ að minnsta . Stefndi greiddi Hrönn laun í veikindum miðað við að hámarksréttur hennar til veikinda næmi 3 0 dögum á hverjum 3 tólf mánuðum sem starfsmanni í tímavinnu, sbr. gr. 12.2.2 í framangreindum kjarasamningi. Gögn málsins bera með sér að í júlí sl. hafi stefnandi gert athugasemdir við greiðslu stefnda á launum til Hrannar í veikindum hennar. Var afstaða stefnda sú að hún hefði verið ráðin í tímavinnu og veikindaréttur starfsmanna í tímavinnu væri aðeins 30 dagar. Stefnandi lagði ágreiningsefnið f yrir sam ráðsnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands og var á þeim vettvangi fjallað um málið í ágúst sl. Samkvæmt framlagðri fundargerð nefndarinnar voru aðilar ósammála um túlkun kjarasamningsins að þessu leyti og töldu fulltrúar St arfsgreinasambands Íslands veikindarétt starfsmanna í tímamældri ákvæðisvinnu eiga að fara sam kvæmt gr. 12.2.1 í kjarasamningnum en fu lltrúar gagnaðilans teldu ákvæði 12.2.2. eiga við . Með bréfi lögmanns stefnanda, dags. 18. september 2013 , var því mótmæl t að Hrönn Ágústsdóttur hefðu verið greidd veikindalaun eins og um tímavinnustarfsmann væri að ræða og sú túlkun talin brjóta gegn ákvæðum kjarasamningsins og ákvæðum laga um hlutastarfsmenn nr. 10/2004. Var s korað á stefnda að efna án tafar kjarasamningsb undna skyldu til greiðslu veikindalauna Hrannar í samræmi við ákvæði 12.2.1 í kjara samningi . Segir síðan í bréfinu að verði það ekki gert innan 10 daga frá dagsetningu bréfsins sé þess að vænta að stefnandi leiti til Félagsdóms til að fá skorið úr ágreinin gi aðila. færi gegn ákvæðum kjarasamnings aðila auk laga um hlutastarfsmenn nr. 10/2004. Stefndi hafnaði kröfu stefnanda með bréfi , dags. 23. september sl. , og á réttað i þann skilning sinn á gildandi kjarasamningi að ræstingarfólk í tímamældri ákvæðisvinn u væri tímavinnufólk , enda væri sérstaklega samið um tímavinnu fyrir þau störf. Hrönn Ágústsdóttir hefði ekki verið ráðin í s tarfshlutfall og rað að ist því ekki í launaflokk samkvæmt starfsmati. Málsástæður stefnanda og lagarök Stefnandi byggir dómkröfur sínar á því að starfsmenn í tímamældri ákvæðisvinnu við ræstingar vinni ekki í tímavinnu í skilningi kjarasamnings aðila. Starfsmenn í tímamældri ákvæðisvinnu , eins og Hrönn Ágústsdóttir, s éu ráðnir ótímabundinni ráðingu og þv í fari ekki um kjör þeirra ein s og tímavinnustarfsmanna sem séu eðli máls samkvæmt ráðnir til íhlaupavinnu eða í afmörkuð tiltekin verkefni. Stefnandi byggir á því að Hrönn sé í raun ráðin ótímabundið í 75% starfshlutfall og fái greitt samkvæmt samningum um tímamælda ákvæðisvinnu miða ð við upp mælda vinnu í 6 stundir á dag. Málsástæðu þessa styður stefnandi þeim rökum að tímamæld ákvæðisvinna sé tegund afkastahvetjandi launakerfi s, sem taki mið af útreikningum á afköstum starfsmanna , sem virki þannig að fundið sé út hversu margar 4 staðla ðar vinnustundir það taki að ræsta tiltekið svæði eftir fyrirfram ákveðnu verklagi. Þannig sé aðferðin til þess fallin að ákvarða hvaða laun skuli greidd fyrir vinnuframlagið. Viðkomandi starfsmaður geti, eftir atvikum, unnið verkið hr aðar eða hægar en mæl ingin segi en fái hins vegar ekki greitt í samræmi við þann vinnutíma. Þannig sé í reynd verið að ákvarða starfshlutfall með tímamælingunni en ekki sé í raun greitt fyrir tíma , sem inntur sé af hendi hverju sinni, og í þ ví felist í reynd ákvæðisvinnan eða hið afkastahvetjandi launakerfi. Meðal annars þess vegna sé rangt að tala um að starfsmaður í tímamældri ákvæðisvinnu, eins og Hrönn, sé tímavinnustarfsmaður , auk þess sem fjölmörg ákvæði kjarasamningsins mæli gegn þeim skilningi sem stefndi leggi í hugtak ið tímavinna , t.d. ákvæði 1.4 og gr. 11.1.3.2. L aun ákvæðisvinnufólks ákvarði st í samræmi við þá aðferð , sem notuð sé við afkastamælingu hverju sinni , og í þessu tilviki við tímamælingu. Viðkomandi starfsmaður s é ráðinn til ræstingarstarfa , sem mæld séu up p , og fái greiðslu í samræmi við þá mælingu. Viðkomandi starfsmaður, líkt og Hrönn Ágústsdóttir , sé því fastráðinn starfsmaður við ræsti ngu sem fái greidd laun í samræmi þess aðferð. Aðferðin , sem notuð s é til að ákvarða launin , ákvarði hins vegar ekki hvo rt hún sé tímavinnustarfsmaður eða ekki. Þá byggir stefnandi einnig á því að Hrönn hafi starfað hjá stefnda í nærfellt sjö ár. Þrátt fyrir að í ráðningarsamningi hennar segi að vinnuframlag hennar sé sex stundir á dag , feli það ekki í sér að hún sé tímavi nnustarfsmaður , enda fari slíkur skilningur gegn á kvæðum kjarasamningsins að því er varðar ræstingarfólk. Skilgreining á vinnustundafjölda í þessu tilvik, þ.e. þegar um tímamælda ákvæðisvinnu s é að ræða, feli fyrst og fremst í sér skilgreiningu á starfshlu tfalli. Þá byggir stefnandi á því að heimildir til þess að ráða starfsmenn í tímavinnu, m.a. við ræstingar, séu að mörgu leyti takmarkaðar , enda fari slíkur ráðningarháttur beinlínis gegn markmiðum kjarasamninga sem lúti að því að starfsmenn ávinni sér með auknum starfsaldri margvísleg réttindi, t.d. í veikindum, auk þess sem slíkur háttur á ráðningu til lengri tíma færi gegn ákvæðum laga nr. 10/2004 , um hlutastarfsmenn. Þá s é ráðning í tímavinnu enn fremur undantekning frá því sem almennt gerist , að starfs menn séu ráðnir ótímabundið í fast starf. Stefnandi vísar til þess að í gildandi kjarasamningi sé gert ráð fyrir því að ræstingafólk kunni að vera ráðið í tímavinnu, sbr. gr. 1.9. 2. 3 og 1.9.2.4 , en þar s é um að ræða heimild til að ráða fólk tímabundið í slí kt starf áður en tímamæling fari fram á svæðinu. Því s é ekki til að dreifa í þessu tilviki, þar sem um árabil hafi verið stuðst við mælingu á því svæði sem ræst sé í á kvæðisvinnu á leikskólanum Laut . Þá liggi fyrir að ræstingarsvæðið á l eikskólanum haf i verið mælt upp og reiknað til vinnustunda . Frávik það , sem fel i st í ráðningu í tímavinnu , eigi því ekki við um tilvik Hrannar. 5 Þá byggir stefnandi á því að þó sveitarfélagið l í ti svo á að það hafi ráðið viðkomandi starfsmann og félagsmann stefnanda í tí mavinnu , hefði því samkvæmt gr. 1.4.3 í umræddum kjarasamningi borið að ráða hana í fast starfshlutfall þar sem vinnuskylda hennar sé mun meiri en 20% á mánuði og engar þær undantekningar , sem það ákvæði greini til tímabundinna ráðninga , eigi við í tilviki hennar. Réttindi hennar samkvæmt kjarasamningi eigi því í reynd að vera eins og hlutastarfsmanns, í samræmi við starfshlutfallið, þ.e. 75%. Ráðningu Hrannar verði að mati stefnanda ekki jafnað til þess sem á við um tímavinnufólk, enda hafi hún fasta vinnu skyldu allt árið í ákveðnu hlutfalli af fullu starfi sem sé umfram það lágmar k sem kjarasamningurinn heimili að tímavinnufólk sinni. Jafnframt byggir stefnandi á því að ákvæði um kaupgreiðslur tímavinnufólks eigi ekki við þá sem vinni v ið tímamælda ákvæðis vinnu. Gr. 1.4. kjarasamningsins f jalli um tímavinnu - og unglingakaup. Samkvæmt því s é tímavinnukaup fast hlutfall af mánaðarlaunum , auk persónuálags , sbr. gr. 1.1.1 og 10. kafla kjarasamningsins. Kaupgreiðslur Hrannar hafi ekki verið ákveðnar með þeim hæ tti eins og launaseðlar hennar beri með sér. Þá eigi tímavinnustarfsmenn ekki rétt til greiðslu desemberuppbótar eða orlofsuppbótar samkvæmt gr. 1. 7 og 1.8. í kjarasamning i en þær greiðslur s éu bundnar þeim skilyrðum að starfsmaður hafi verið í fullu star fi eða hlutastarfi. Hvað Hrönn varði beri launaseðlar hennar með sér að laun hennar hafi verið í samræmi við ákvæði gr. 1.9.1.1 , auk þes s sem hún hafi notið desember - og orlofsuppbótar eins og um mánaðarkaupsstarfsmann væri að ræða samkvæmt gr. 1.7 og 1.8. Í þessu samhengi byggir stefnandi á því að ákvæði gr. 1.9.2.5 í kjarasamningi um greiðslu orlofs - og desemberuppbótar til ræstingarfólks eigi aðeins við um þá , sem ræsti samkvæmt fermetramælingu , en sú sé heldur ekki raunin í þessu tilviki. Stefnandi vís ar til þess að u m rétt starfsmanna til launa í veikindum sé fjallað í gr. 12.2 í kjarasamningi aðila. Í gr. 12.2.1 sé fjallað um rétt starfsmanna , sem ráð nir séu til starfa á mánaðarlaunum samvkæmt gr. 1.1.1 í a.m.k. tvo mánuði en þá skuli starfsmaður hald a launum í ákveðinn tíma sem miði st við veikindadaga talda í almanaksdögum. Í samræmi við það eigi starfsmaður í fullu starfi, sem unnið hafi lengur en 1 ár , rétt til 133 veikindadaga en 175 daga eftir 7 ár í starfi. Stefnandi kveður að í ákvæði þessu sé að engu leyti vikið að réttindum þeirra , sem starf i í hlutastörfum, né heldur í tilvitnuðu ákvæði gr. 1.1.1, sem aðeins fjalli um þá sem séu í fullu starfi. Af sjálfu leiði þó að starfsmaður , sem ráðinn sé í minna starfshlutfall en 100% , eigi sömu réttindi og sá , sem ráðinn sé í fullt starf, í samræmi við starfshlutfallið. Það sé enda í samræmi við ákvæði laga nr. 10/2004, en samkvæmt a - lið 1. mgr. 3. gr. þeirra laga tel ji st starfsmaður vera í hlutastarfi ef venjulegur vinnutími hans á viku eða að meðaltali , miðað við heilt ár , sé styttri en sambærilegs star fsmanns í fullu starfi. Þá skuli hlutastarfsmenn ekki njóta hlutfallslega lakari kjara 6 eða sæta lakari meðferð en aðrir sambærilegir starfsmenn af þeirri ástæðu einni, sbr. 4. gr. Að þessu virtu og með h liðsjón af því að starfshlutfall Hrannar nemi 75%, reiknað út frá uppmældum vinnustundum hennar á viku 6 stundum x 5 daga = 30 stundir alls á viku af 40 stundum í fullu starfi , sbr. gr. 1.1.1.2 í kjarasamningi , sé á því byggt að Hrönn Ágústsdóttur beri rét tur til veikindalauna eins og starfsmanni eftir 1 ár í starfi, þar sem enn hafi verið vika í að hún næði sjö ára viðmiðinu þegar hún veiktist. Loks byggir stefnandi á því að ákvæði gr. 12.2.2 um veikindarétt tímavinnustarfsmanna beri það efnislega með sér að þar sé ekki átt við starfsmenn sem starfi til lengri tíma hjá atvinnurekanda, líkt og raunin sé í tilviki Hrannar . Af ákvæðinu verði á hinn bóginn ráðið að þar sé átt við þá , sem vinni um skamma hríð eða að afmörkum tímabundnum verkum fyrir atvinnurekan da, sbr. t.d. 4. mgr. ákvæðisins þar sem fram komi að rétti þessum sé þó ekki ætlað að vara lengur en ráðningu sé ætlað að standa. Stefnandi vísar til þess að ákvæði gr. 12.2.2 sé undantekning frá almennu veikindar éttarákvæði kjarasamningsins í gr. 12.2.1 og beri því að skýra það þröngt. Um dómsvald Félagsdóms í máli þessu vísar stefnandi til 2. tölul. 44. gr. laga nr. 80/1938, sbr. 45. gr. sömu laga. Um lagarök að öðru leyti vísar stefnandi til laga nr. 55/1980 , um lágmarkskjör og ógildi lakari kjara , auk 4. gr. laga 10/2004 , um starfsmenn í hlutastörfum. Kröfu sína um máls kostnað byggir stefnandi á 130. gr. laga nr. 91/1991 og kröfu um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun við lög nr. 50/1988 en stefnandi kveðst ekki vera virðisaukaskattskyldur og ber i því nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefnda. Málsástæður stefnda og lagarök Stefndi byggir sýknukröfu sína á því Hrönn Ágústsdóttir hafi verið ráðin í tímavinnu hjá stefnda og að u m laun hennar og önnur réttindi hafi því farið eftir ákvæðu m kjarasamnings , sem fjalli um réttindi þeirra aðila sem ráðnir séu á þeim kjörum , þ.m.t. um rétt hennar til launa í veikindaleyfi. Hafi Hrönn verið greidd laun í veikindaleyfi í samræmi við ákvæði kjarasamnings þar um , þ.e. í samræmi við grein 12.2.2. St efndi vísar til þess að það sé m eginregla samkvæmt kjarasamningi aðila að greiða ber i starfsfólki mánaðarlaun í samræmi við starfshlutfall viðkomandi aðila. Samkvæmt 2. mgr. gr. 1.4.3 sé þó gert ráð fyrir að heimilt sé að ráða fólk í tímavinnu óháð vi nnusk yldu í nokkrum tilvikum, sbr. tl. 1 - 5. Samkvæmt 4. tl. greinarinnar sé þannig heimilt að ráða í tímavinnu [s] tarfsmenn, sem ráðnir eru til að vinna að Stefndi lítur svo á að þeir sem starfi við ræstingar fa lli undir 4. tl. 2. mgr. gr. 1.4.3 og að undanþágan eigi við um þá. 7 Ræstingar, eins og í því tilviki sem hér um ræði , sé sérhæft og afmarkað verkefni. Um sé að ræða skilgreint og af markað verk sem starfmaður geti sinnt án verkstjórnar og sérstaks eftirlits. Þá ber i starfs ma nni ekki skylda til að sinna neinum öðrum verkum , jafnvel þó tt vinna hans við hið ákveðna verk taki skemmri tíma en greitt sé fyrir. Stefndi tekur fram að í samræmi við framangreint og til viðbótar sé sérstakur kafli í kjaras amningnum, kafli 1.9, sem fj alli um starfsmenn sem ráðnir séu í ræstingar í svokallaða tímamælda ákvæðisvinnu , eins og eigi við um störf Hrannar Ágústsdóttu r. Laun þeirra starfsmanna séu reiknuð samkvæmt tímataxta en ekki starf shlutfalli, eins og skýrt komi fram í gr. 1.9.1.1.1 og 1. 9.1.1.2. Sé um að ræða sérstakt tímagjald sem sé nokkru hærra en almennt tímagjald samkvæmt gr. 1.4.1. Stefndi byggir á því að ákvæðin í kafla 1.9 séu sérákvæði sem gangi framar almennum ákvæðum samningsins, enda væri el la ekki þörf á þeim. Vinna þessara starfsmanna sé um margt sérstök þar sem þeir hafi mikið frelsi til að vinna vin nuna á þeim tíma sem þeim henti . Í því ti lviki , sem hér um ræði , skuli verkið unnið á tímabilinu frá lokun leikskóla þar til hann opni að nýju. Starfsmaður í slíkri vinnu hafi f rjálsar hendur u m hvenær á tímabilinu hann vinni verkið og fái greidda fasta þóknun, án tillits til þess tíma sem verkið taki. Starfsmenn lúti ekki beinni verkstjórn og þurfi ekki að si nna öðrum störfum sem til falli á viðkomandi vinnustað. Sérstakar r egl ur og sérstök sjónarmið gildi því um störf og kjör þessa starfsfólks sem gangi framar öðrum ákvæðum samningsins. Stefndi mótmælir þeirri fullyrðingu stefnanda að starfsmenn í tímamældri ákvæðisvinnu vinni ekki í tímavinnu í skilningi kjarasamnings aðila. S érstök heimild sé til að ráða starfsmenn í varanlega vinnu á tímagjaldi , þ.e. í 4. tl. 2. mgr. gr. 1.4.3 og í k afla 1.9, sem beinlínis fjalli um kjör þeirra sem þannig séu ráðnir. Skýrt sé af ráðningarsamningi aðila að Hrönn hafi verið ráðin til að vinna 6 tíma á dag . Samkvæmt kjarasamningi aðila sé einnig heimilt að ráða fólk til ræstingarstarfa í tiltekið starfshlutfall á mánaðarlaun með sama hætti og aðra starfsmenn. Það eigi hins vegar ekki vi ð í því tilviki sem hér um ræði. Í slíkum tilvikum hafi star fsmaður bæði önnur réttindi og aðrar skyldur. Starfsmaður geti ekki fallið undir bæði kerfin og valið það besta úr báðum. Bendir stefndi á að nýtt kerfi tímamældrar ákvæðisvinnu samkvæmt gr. 1 .9.6 1.9.6.8. í kjarasamningi mun i taka við 1. mars 2014 , sbr. gr. 1.9. Stefndi mótmæl ir því jafnframt að starfsmaðurinn sé ráðinn ótímabundið í 75% starfshlutfall miðað við 6 tíma uppm ælda vinnu á dag. Hvorki gr. 1.4 né 11.1.3.2. mæli gegn þeim skilningi stefnda að um sé að r æða tímavinnu. Bæði ákvæðin geri sérstak lega ráð fyrir að heimilt sé að ráða starfsmenn varanlega í tímavinnu , óháð vinnuskyldu. Stefndi kveðst vera ósammála þeirri ályktun st efnanda að aðferðin við að ákveða laun Hrannar ákvarði ekki hvort hún sé tímavinnustarfsmaður og á greiningur 8 aðila snúist einmitt um það. Ef laun starfsmannsins séu ákveðin á grundvelli tímagjalds en ekki eftir starfshlutfalli , sé starfsmaðurinn ráðinn í t ímavinnu. Um starfsmanninn gildi því ákvæði samningsins um starfsmenn , sem ráðnir séu í tímavinnu , en ekki ákvæði um star fsmenn sem ráðnir séu í tiltekið starfshlutfall. Þótt heimildir til að ráða starfsmenn í tímavi nnu séu takmarkaðar breyti það hins vegar engu í því máli , sem h ér sé til umfjöllunar , enda geri kjarasamningur aðila beinlínis ráð fyrir að það sé heimilt í því tilviki , sem hér um ræði . Á kvæði kjarasamningsins eða túlkun stefnda á þeim s é ekki andstæð lögum nr. 10/ 2004 , enda geri lögin beinlínis ráð fyrir slíku fyrirkomulagi. Samkvæmt 3. mgr. 2. gr. laga nna, eins og hún var fyrir breytin gu laganna, sbr. lög nr. 85/ 2009, hafi tímavinnustarfsmenn verið undanþegnir ákvæðum laganna. Með lögum nr. 85 / 2009 h afi 3. og 4. mgr. 2. gr. verið felldar niður. Í frumvarpi me ð greindum breytingarlögum komi fram að breytingin leiði ekki til þess að óheimilt verði að ráða fólk í tímavinnu á grundvelli hlutlægra ástæðna. Starfsskilyrði og starfskjör slíks starfsmanns eigi hins vegar að bera saman við starfskjör sambærilegs starfsmanns í fullu starfi samkvæmt b. - lið 3. gr. laga nna. Hrönn Ágústsdóttir njóti að mati s tefnda ekki verr i kjara né sæti hún l akari meðferð en aðrir , sem vinni tímavinnu , enda falli þeir allir undir ákvæði gr. 12.2.2 í kjarasamningnum . Hrönn njóti hins vegar annarra kjara, í samræmi við ákvæði kjarasamnings aðila, en starfsmenn , sem ráðnir séu á mánaðarlaun eða hluta þeirra, þar sem starfskjör hennar séu í heild önnur , m.a. skylda til viðveru, sem sé engin umfram þann tíma sem taki að ljúka verkinu. Stefndi mótmælir þeirri túlkun stefn anda að ákvæði kjarasamningsins , sem geri ráð fyrir að heimilt sé að ráða ræstingafólk í tímavinnu, sbr. gr. 1.9.2.3. og 1.9.2.4., gildi bara áður en tímamæling fari fram á tilteknu svæði . Fullyrðing stefnanda þar um eigi sér enga stoð í kjaras amningnum og staðfesti á kvæðin hins vegar að heimilt sé að ráða starfsmenn í tímavinn u við ræstingar. Með vísan til heimilda 4. tl. 2. mgr. greinar 1.4.3 og kafli 9.1 í kjarasamningi aðila, telur stefndi að sér hafi verið heimilt að ráða Hrönn Ágústsdóttur í tímavinnu. Mótmælt sé fullyrðingu stefnanda um að stefnda hafi borið að ráða hana sem hlutastarfsmann. Stefndi tekur fram að á bending stefnanda um að laun Hrannar hafi ekki verið ákveðin samkvæmt gr . 1.4, sem fjallar um tímavinnustarfsmenn, sé rétt. Sérstök ákvæði gildi um tímavinnustarfsmenn í tímamældri ákvæðisvinnu , sbr. kafla 1.9. Laun Hrannar hafi verið ákveðin í samræmi það samkvæmt greinum 1. 9.1.1. og 1.9.1.2. Engu breyti þótt stefndi hafi , umfram skyldu, greitt Hrönn orlofs - og jólauppbót samkvæmt gr. 1.9.2.5, enda sé v innuveitanda heimilt að gera betur við st arfsmenn en kjaras amningur geri ráð fyrir. Bendir stefndi á að ákvæði gr. 1.9.2.5. 9 væri óþarft ef umreikna bæri tímafjölda starfsmanna í tímavinnu yfir í starfshlutfall , eins og stefnandi haldi fram , sem og raunar kafli 1.9 að mestu leyti. Stefndi byggir á því að Hrönn sé ráðin í tímavinnu hjá stefnda samkvæmt sérstöku kerfi sem byggi á kafla 1.9 í kjarasamningi aðila. Þeim tímafjölda , sem starfsmanni sé greitt fyrir , verði ekki jafnað til tiltekins starfshl utfalls starfsfólks sem ráðið sé í tiltekið starfshlutfall með full ri viðveru. Stefndi byggir á því að ákvæði gr. 12.2.2 geri ráð fyrir tímavinnustarfsmönnum , sem ráð n ir séu í lengri tíma , enda sé samkvæmt kjarasamningnum heimilt að ráða starfsmenn varanlega í tímavinnu, eins og áður hafi verið rakið. Ákvæðið taki til þei rra , sem ráðnir séu varanlega í tímavinnu , sem og til þeirra , sem ráðnir séu til skemmri tíma en tveggja mánaða . Í ákvæðinu segi m.a. Ákvæði ð geri því augljóslega ráð fyrir langtíma ráðningum í tímavinnu. Hvað varði ákvæði 4. mgr. gr. 12.2.2. um að laun greiðist þó ekki lengur en ráðningu sé ætlað að standa, sé það haft í greininni vegna þeirra sem ráðnir séu til skemmri tíma í tímavinnu. Bend ir stefndi á að orðalag 4. mgr. gr. 12.2.2. sé nákvæmlega hið sama og orðalag 3. mgr. gr. 12.2.1. Vegna þeirrar fullyrðingar stefnanda um að á kvæði 12.2.2. sé undantekningarákvæði f rá almennu ákvæði samningsins í gr. 12.2.1. og því beri að skýra það þröngt , tekur stefndi f r am að kjarasamningur aðila geri ráð fyrir því að starfsmenn séu ráðnir til tímavinnu og sé í kjarasamning num sérstakur kafl i um slíka starfsmenn sem stundi ræstingar. Um sé að ræða sérreglur sem gangi framar almennu reglunum. Slíkir starf smenn falli hvað varðar veikindarétt undir ákvæði gr. 12.2.2 , samkvæmt skýru orðalagi þess og þ ví verði ekki breytt með þröngri skýringu. Um helstu lagarök vísar stefndi einkum til ákvæða margnefnds kjarasamnings , laga nr. 80/ 1938, um stéttarfélög og vinnu deilur, laga nr. 55/ 1980 , um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífey risréttinda, og laga nr. 10/ 2004 , um starfsmenn í hlutastörfum. Um m álskostnaðarkröfu sína vísar stefndi til 129. og 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 og ákvæða lag a um virðisaukaskatt nr. 50/ 1988. Stefndi sé ekki vi rðisaukaskattskyldur og því þurfi að taka tillit til þess við ákvörðun málskostnaðar. Niðurstaða Mál þe tta á undir Félagsdóm samkvæmt 2 . tölul. 1. mgr. 44. gr. , laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnude ilur , sbr. 45. gr. sömu laga . Áður er rakið að Hrönn Ágústsdóttir gekkst undir aðgerð í maímánuði sl. og er óumdeilt að hún var óvinnufær vegna þess frá 15. maí til loka september sl. Óumdeilt er að stefndi greiddi Hrönn laun í veikindum hennar miðað við að hámarksréttur 10 hennar til veikindalauna næmi 30 dögum af hverjum tólf mánuðum í samræmi við gr. 12.2.2 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga, f.h. þeirra sveitarfélaga og annarra aðila sem það hefur samningsumboð fyrir, og Starfsgreinasambands Íslands f.h. tiltekinna stéttarfélaga, sem gildir frá 1. maí 2011 til 30. júní 2014. Ágreiningur málsaðila lýtur að því, hvort sú ráðstöfun stefnda hafi verið í samræmi við ákvæði framangreinds kjarasamnings eða hvort um veikindarétt Hrannar eigi við ákvæ ði gr. 12.2.1 í kjarasamningnum, eins og stefnandi heldur fram. Í ráðningarsamningi Hrannar Ágústsdóttur og stefnda, dagsettum 28. mars 2007, kemur fram að Hrönn var ráðin í ræstingar við leikskólann Laut í Grindavík. Í reit um vinnutímaskipulag eru gefni r upp þrír kostir, þ.e. dagvinna, vaktavinna og annað. Er hakað í reit, sem merktur er annað, og þar ritað tímamæld ákvæðisvinna. Síðan segir að starfshlutfall sé 6 tímar á dag. Um ráðningartegund segir að ráðningin sé til frambúðar og loks kemur fram að g reiðslutímabil fastra launa sé mánuður og að greitt sé eftir á. Af hálfu stefnda er byggt á því að Hrönn Ágústsdóttir hafi verið ráðin í tímavinnu hjá stefnda og því fari um veikindarétt hennar samkvæmt grein 12.2.2 í framangreindum kjarasamningi. Vísar s tefndi m.a. til þess að í ráðningarsamningi Hrannar komi skýrt fram að hún hafi verið ráðin til að vinna í sex tíma á dag en ekki í tiltekið starfshlutfall. Hér að framan hefur verið rakið að í umræddum ráðningarsamningi er í reit um vinnutímaskipulag rita ð tímamæld ákvæðisvinna og þá kemur fram að greiðslutímabil fastra launa sé mánuður. Þar sem mælt er fyrir um ráðningartegund í samningnum , er merkt við reit merktan ráðning til frambúðar en ekki er hakað við í reit fyrir tímabundna ráðningu. Í framangrein dum kjarasamningi í kafla 11.1 um réttindi og skyldur segir í gr. 11.1.3.2 að starfsmann skuli ráða á mánaðarlaun eða starfshlutfall ef reglubundin vinnuskylda hans er 20% á mánuði eða meiri. Síðan segir að sé reglubundin vinnuskylda hans minni og þegar um sé að ræða óregluleg vinnuskil, sé heimilt að ráða hann í tímavinnu. Jafnframt sé heimilt að ráða í tímavinnu, óháð vinnuskyldu, samkvæmt gr. 1.4.3. Síðarnefnt ákvæði er að finna í sérstökum kafla kjarasamningsins sem ber yfirskriftin - og ungl en þar segir að það eigi við í eftirfarandi undantekningartilvikum: 2. Lífeyrisþega, sem vinna hluta úr starfi. 3. Starf smenn, sem ráðnir eru til skamms tíma vegna sérstakra árvissra álagstíma ýmissa stofnana þó eigi lengur en 2 mánuði. 4. Starfsmenn, sem ráðnir eru til að vinna að sérhæfðum afmörkuðum verkefnum. 11 5. Starfsmenn, sem starfa óreglubundið um lengri eða skemmri tíma, þó aðeins Óumdeilt er að Hrönn Ágústsdóttir hafði unnið við ræstingar hjá stefnda frá árinu 2006. Þegar litið er til þess, sem hér að framan er rakið um efni ráðningarsamnings Hrannar Ágústsdóttur og stefnda og e fnisinnihald framangreindra ákvæða kjarasamningsins, verður að fallast á það með stefnanda að líta verði svo á að hún hafi verið ráðin sem fastur starfsmaður stefnda í tímamældri ákvæðisvinnu, sbr. ákvæði um ræstingar í kafla 1 . 9 í framangreindum kjarasamn ingi, en ekki sem starfsmaður í tímavinnu, svo sem stefndi heldur fram. Er jafnframt til þess að líta að samkvæmt framlögðum launaseðlum Hrannar voru henni í mánuði hverjum greidd laun samkvæmt sama einingafjölda, auk orlofs - og jólauppbótar . Í ljósi alls framangreinds þykir engu breyta um þá niðurstöðu þótt í ráðningarsamningi sé ritað , enda verður að líta svo á að þar sé um að ræða tilgreiningu á mældum vinnutíma hennar á degi hverjum en samkvæmt framlögð Að öllu framangreindu virtu er það því niðurstaða dómsins að fallast beri á það með stefnanda að stefnda hafi borið að greiða Hrönn Ágústsdóttur laun í veikindum hennar samkvæmt gr. 12.2 .1 í margnefndum kjarasamningi, svo sem krafist er í stefnu. Fær sú niðurstaða jafnframt stuðning í vætti Signýjar Jóhannesdóttur, formanns Stéttarfélags Vesturlands og varaforseta Alþýðusambands Íslands, sem kvað ákvæði gr. 12.2.2 í kjarasamningnum eiga v ið um þá, sem ráðnir væru til vinnu til skamms tíma, en ekki um þá, sem væru ráðnir í fast starf í tímamældri ákvæðisvinnu. Eftir niðurstöðu málsins verður stefnda gert að greiða stefnanda 300.000 krónur í málskostnað. Uppkvaðning dómsins hefur dregist veg na anna dómsforseta. D ó m s o r ð: Stefnda, Grindavíkurbæ, ber að greiða félagsmanni stefnanda, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Hrönn Ágústsdóttur, laun í veikindum samkvæmt grein 12.2.1 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasamban ds Íslands. Stefndi greiði stefnanda 300.000 krónur í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Gylfi Knudsen Kristjana Jónsdóttir Lára V. Júlíusdóttir Gísli Gíslason