FÉLAGSDÓMUR Dómur þriðjudaginn 10. desember 2019 . Mál nr. 11/2019: BSRB fyrir hönd Félags flugmálastarfsmanna ríkisins ( Gísli Guðni Hall lögmaður ) gegn Samtökum atvinnulífsins fyrir hönd Isavia ohf. (Kristín Þóra Harðardóttir lögmaður ) Dómur Félagsdóms Mál þetta var dómtekið 20. nóvember sl. Mál ið dæma Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson , Valgeir Pálsson og Kristján B. Thorlacius. Stefnandi er BSRB fyrir hönd Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, Grettisgötu 89 í Reykjavík. Stefndi er Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda 1 Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði að Isav ia ohf. sé skylt að greiða Unnari Erni Ólafssyni, félagsmanni í Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins, staðgengilslaun samkvæmt launaflokki 33 tímabilið 23. ágúst 2017 til 14. september 2017 og samkvæmt launaflokki 31 tímabilið 14. mars 2018 til 24. apríl 20 18, samkvæmt grein 9.1.1 í kjarasamningi stéttarfélagsins og stefnda fyrir hönd Isavia ohf. 2 Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnd a að skaðlausu samkvæmt mati Félagsdóms og að við ákvörðun málskostnaðar verði gætt að skyldu stefnanda til að grei ða virðisaukaskatt af þóknun lögmanns hans . Dómkröfur stefnda 3 Stefnd i krefst sýkn u af öllum k röfum stefnanda. 4 Þá er gerð krafa um að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað að mati dómsins. Málavextir 5 Helstu málavextir eru óumdeildir. Unnar Örn Ólafsson, félagsmaður í stefnanda, Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins, hefur starfað sem flugvallarstarfsmaður hjá Isavia ohf. frá 2012 og nýtur kjara samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins 2 vegna Isavia o hf. og Félags flugmálastarfsmanna ríkisins. Stéttarfélagið er aðili að BSRB sem eru heildarsamtök stéttarfélaga í almannaþjónustu. 6 Unnari Erni var í tvígang falið að leysa af vaktstjóra, í fyrra tilvikinu frá 23. ágúst 2017 til og með 14. september sama á r og í síðara tilvikinu frá 14. mars 2018 til og með 24. sama mánaðar. Á báðum tímabilum naut hann kjara samkvæmt launaflokki 25 í kjarasamningi aðila en vaktstjórinn, sem hann leysti af á fyrra tímabilinu, var í launaflokki 33 en sá, sem hann leysti af á síðara tímabilinu, var í launaflokki 31 í kjarasamningi Isavia ohf. og Landssambands slökkviliðs - og sjúkraflutningamanna . Ágreiningslaust er að launatöflur framangreindra kjarasamninga eru sambærilegar og þá virðist jafnframt óumdeilt að grunnröðun vaktst jóra er launaflokkur 17 samkvæmt þeim báðum. 7 Af framlögðu upplýsingaskjali frá stefnda v er ður ráðið að Unnar Örn fékk greitt samkvæmt launaflokki 25 vegna þeirra tveggja tímabila sem hann starfaði sem staðgengill vaktstjóra. Sú röðun var fundin út með því að raða honum í grunnlaunaflokk 17 en til viðbótar fékk hann þrjá launaflokka vegna viðbótarmenntunar, einn launaflokk fyrir að hafa lokið flugöryggisvarðarnámskeiði, þrjá launaflokka fyrir að stjórna vakt með minnst 15 manns og einn launaflokk vegna áætl unarflugs minnst fimm daga vikunnar. Að mati stefnda er þessi útreikningur í samræmi við grein 1.2.2 í kjarasamningi aðila þar sem segir að auk grunnröðunar skuli við röðun í launaflokka taka tillit til annarrar reynslu, færni, námskeiða, menntunar og ábyr gðar samkvæmt töflu sem þar greinir. 8 Stefnandi telur þennan skilning stefnda ekki tækan, heldur verði hér að líta til ákvæða greinar 9.1.1 í kjarasamningi aðila þar sem mælt sé fyrir um það, að staðgengill skuli taka laun samkvæmt launaflokki þess sem ley stur er af. Ákvæðið er svohljóðandi: Starfsmanni sem er falið að gegna störfum yfirmanns í forföllum hans eða störfum annars hærra launaðs starfsmanns skal taka laun skv. launaflokki hins forfallaða starfsmanns þann tíma, er hann gegnir starfi hans. Málsás tæður og lagarök stefnanda 9 Um lögsögu Félagsdóms vísar stefnandi til 2. töluliðar 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, en samkvæmt ákvæðinu falli undir verkefni dómstólsins að dæma í ágreiningsmálum um skilning á kjarasamningi. Samtökum atvinnulífsins sé stefnt fyrir hönd stefnda, Isavia ohf., með vísan til 1. mgr. 45. gr. sömu laga, að teknu tilliti til úrskurðar Félagsdóms í málinu nr. 4/2019 sem kveðinn var upp 7. júní 2019. 10 Stefnandi byggir dómkröfu sína á ákvæðum greinar 9 .1.1 en efni þess er rakið í málavaxtakafla hér að framan. Hann krefst þess að viðurkenndur verði skýr og ótvíræður réttur Unnars Arnar Ólafsson til að fá laun samkvæmt sama launaflokki og þeir menn, sem hann var staðgengill fyrir, voru í. Öll skilyrði fyr ir greiðslu 3 staðgengilslauna samkvæmt kjarasamningsákvæðinu séu uppfyllt samkvæmt orðanna hljóðan. 11 Stefndi hafi hins vegar ekki fengist til að greiða Unnari Erni full staðgengilslaun í samræmi við fyrirmæli greinar 9.1.1 heldur hafi stefndi miðað launagrei ðslur hans á staðgengilstímabilunum við launaflokk 20 að viðbættum fjórum viðbótarflokkum með þeim rökum að einstaklingsbundin laun þeirra, sem leystir voru af, fylgi ekki með þegar greidd séu staðgengilslaun, heldur eingöngu þau laun sem fylgi starfinu eð a stöðunni. Vegna þessa ágreinings sé mál þetta höfðað. 12 Stefnandi vísar til 130. gr., sbr. 129. g r., laga nr. 91/1991, um meðferð einkamálalaga, til stuðnings málskostnaðarkröfu sinni. Stefnandi bendir á að hann njóti ekki réttar til frádráttar vegna kos tnaðar af virðisaukaskatti af aðkeyptri lögmannsþjónustu. Málsástæður og lagarök stefnda. 13 Í greinargerð sinni gerir stefndi athugasemdir við formhlið málsins á þann hátt að með málsókn sinni krefjist stefnandi ekki kjarasamningsbundinna launa, sem vaktstj órar eigi rétt á samkvæmt kjarasamningi, heldur að staðgengill vaktstjóra skuli fá persónubundin laun einstakra vaktstjóra sem séu mismunandi hjá þeim einstaklingum sem gegni vaktstjórastarfi. Ekki sé ljóst að slíkur ágreiningur eigi undir Félagsdóm. 14 St efndi hafnar þeirri túlkun stefnanda að ákvæði greinar 9.1.1 í kjarasamningi aðila um að staðgengill fái laun samkvæmt launaflokki hins forfallaða starfsmanns mæli fyrir um að með því séu staðgengli tryggð persónubundin laun hins forfallaða starfsmanns. Pe rsónubundin laun geti fylgt ákveðnum réttindum starfsmanna, starfsaldri og/eða sérstökum ákvæðum í ráðningarsamningum. 15 Þegar staðgengli sé falið að ganga í störf annars hærra launaðs starfsmanns, beri að greiða honum þau laun sem fylgi starfinu samkvæmt k jarasamningi. Í tilvitnuðu kjarasamningsákvæði sé eingöngu tilgreint að staðgengill skuli fá laun samkvæmt launaflokki hins forfallaða starfsmanns en ekki mælt fyrir um að hann skuli einnig fá þau persónubundnu kjör sem sá forfallaði kynni að hafa. Grein 9 .1.1 taki þannig til þeirra launa, sem fylgi starfsheiti hins forfallaða starfsmanns, en ekki til persónubundinna aukagreiðslna sem viðkomandi starfsmaður njóti. Það sé starfið sjálft sem ráði launasetningunni. 16 Stefndi bendir á að vaktstjóra sé raðað í gr unnlaunaflokk 17 í báðum þeim kjarasamningum sem hér séu til skoðunar. Vaktstjórarnir, sem Unnar Örn hafi leyst af, séu auk þess með viðbótarlaunaflokka sem tilgreindir séu í grein 1.2.2 í kjarasamningi aðila, þ.e. þrjá launaflokka vegna viðbótarmenntunar, einn launaflokk vegna flugöryggisvarðarnámskeiðs, þrjá launaflokka vegna vaktstjórnar minnst 15 manna og einn launaflokk vegna áætlunarflugs minnst fimm daga vikunnar. Unnar Örn hafi uppfyllt skilyrði fyrir þessum launaflokkahækkunum og hafi launaröðun ha ns verið í samræmi við það. 4 17 Stefndi kveður vaktstjórana, sem Unnar Örn leysti af, hafa notið fleiri launaflokkahækkana sem ráðist hafi af persónubundnum þáttum sem tengist sérstakri ábyrgð eða álagi, áunnum réttindum sem sjúkraflutningamenn, svonefndu só larlagsákvæði í kjarasamningi stefnda og Landssambands slökkviliðs - og sjúkraflutningamanna, auk þess sem annar vaktstjóranna hafi fengið tvo launaflokka til viðbótar vegna svonefndra AFIS - réttinda. Persónubundin laun vaktstjóranna hafi þannig verið mismun andi vegna mismunandi réttinda þeirra og því hafi öðrum þeirra verið raðað í launaflokk 33 en hinum í launaflokk 31. Stefndi hafnar því að staðgengill eigi að fá launaröðun sem ráðist af persónubundnum þáttum yfirmannsins sem sá síðarnefndi njóti á grundve lli meðal annars menntunar og annarra réttinda. Þá bendir stefndi á að yrði túlkun stefnanda lögð til grundvallar myndi Unnar Örn fá hærri laun sem staðgengill, sem leysir vaktstjóra af í stuttan tíma, heldur en hann fengi væri hann ráðinn til framtíðar í starf vaktstjóra. Loks telur stefndi að með sömu rökum mætti halda því fram að starfsmaður, sem í sínu reglubundna starfi væri með persónubundna launaflokka sem yfirmaður hans hefði ekki, ætti að missa þá launaflokka þegar hann sinnti starfi sem staðgengil l hans og gæti þá jafnvel lækkað í launum. 18 Stefndi bendir jafnframt á að endurnýjuð krafa stefnanda þar sem annars vegar sé krafist launa samkvæmt launaflokki 31 en hins vegar launaflokki 33 vegna afleysingastarfa Unnars Arnar, renni enn frekari stoðum und ir þá niðurstöðu að staðgengli beri ekki að fá persónubundin laun forfallaðs starfsmanns. Í báðum tilvikum, sem Unnar Örn hafi gengið í störf forfallaðra starfsmanna, hafi hann gegnt sama starfi en ef fallist yrði á kröfu stefnanda fælist í því viðurkennin g á að honum bæri að fá mismunandi laun fyrir sama starf og að launamunurinn stafaði af mismunandi persónubundnum launaflokkum þeirra sem hann leysti af. 19 Stefndi bendir á að Isavia ohf. hafi nýverið innleitt jafnlaunastaðal ÍST 85:2012, sbr. 19. gr. laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla . Fyrirtækið hafi fengið jafnlaunavottun á síðasta ári og þar með staðfestingu á því, að launakerfi þess uppfyllti kröfur jafnlaunastaðalsins um að launaákvarðanir séu málefnalegar og byggist á fagl egu mati á störfum og persónubundinni hæfni viðkomandi starfsmanna. Viðurkenning á kröfu stefnanda í máli þessu bryti gegn ákvæðum ofangreindra laga um að launaákvarðanir séu málefnalegar og faglegar en jafnlaunastaðallinn geri þá kröfu að öll störf séu me tin á sama hátt og jafnframt að mat á persónulegri hæfni sé framkvæmd á samræmdan máta vegna allra starfsmanna. Yrði fallist á kröfu stefnanda sé ljóst að launakerfi stefnda stæðist ekki lengur þær kröfur sem gerðar séu til fyrirtækja samkvæmt jafnréttislö gum um að launaákvarðanir endurspegli kröfur til starfs og persónubundinnar hæfni sem meta skuli á málefnalegan hátt. Það gangi gegn lögunum og þeim grundvallarmarkmiðum, sem þau og jafnlaunastaðallinn byggist á, að tilteknir starfsmenn geti fengið laun fy rir hæfni og réttindi sem þeir búi ekki yfir. 20 Stefndi byggir kröfur sínar í málinu á lögum nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, lögum nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu 5 lífeyrisréttinda, lögum nr. 10/2008, um jafna stöðu og ja fnan rétt kvenna og karla , kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins vegna Isavia ohf. og Félags flugmálastarfsmanna ríkisins með gildistíma frá 1. mars 2017 til 31. mars 2019 og kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins vegna Isavia ohf. og Landssambands slökkvilið s - og sjúkraflutningamanna með gildistíma frá 1. maí 2012 til 31. janúar 2014. Málskostnaðarkröfu sína byggir stefndi á XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, aðallega 129. - 131. gr. þeirra. Niðurstaða 21 Samkvæmt 2. tölulið 44. gr. laga nr. 80/1 938, um stéttarfélög og vinnudeilur , er það meðal verkefna Félagsdóms að dæma í málum sem rísa út af ágreiningi um skilning á kjarasamningi. Ágreiningur aðila máls þessa lýtur að því, hvernig skilja beri ákvæði greinar 9.1.1 í kjarasamningi Samtaka atvinnu lífsins vegna Isavia ohf. og Félags flugmálastarfsmanna ríkisins með gildistíma frá 1. mars 2017 til 31. mars 2019. Grein fjallar um staðgengla og laun starfsmanna sem falið er að gegna störfum yfirmanna eða annarra hærra launaðra s tarfsmanna. Mál þetta á því undir lögsögu Félagsdóms með vísan til framangreinds lagaákvæðis. 22 Óumdeilt er að félagsmaður stefnanda og starfsmaður stefnda, Unnar Örn Ólafsson, leysti af tvo vaktstjóra hjá stefnda, sem eru hærra launaðir starfsmenn, á tve imur tímabilum, nánar tiltekið frá 23. ágúst 2017 til og með 14. september sama ár og svo aftur frá 14. mars 2018 til og með 24. sama mánaðar. Einnig er óumdeilt að þeir starfsmenn, sem Unnar Örn leysti af á nefndum tímabilum, eru félagsmenn í Landssamban di slökkviliðs - og sjúkraflutningamanna og taka kjör samkvæmt kjarasamningi þess félags við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Isavia ohf. Lúta kjör þeirra beggja því ákvæðum þess kjarasamnings, öðrum þeirra var raðað í launaflokk 33 en hinum í launaflokk 31 samkvæmt þeim samningi. Fyrir liggur að launaflokkaröðun þess kjarasamnings er sambærileg launaflokkaröðun í kjarasamningi aðila þessa máls. 23 Af hálfu stefnanda er byggt á því að skilja beri grein 9.1.1 í kjarasamningi aðila þannig, að sá sem gegndi stöðu staðgengils skuli fá greidd sömu laun og þeir sem hann var staðgengill fyrir. Fái sú niðurstaða stoð í skýru orðalagi greinar 9.1.1. Stefndi telur hins vegar að réttur skilningur á ákvæðum greinarinnar sé sá, að staðgengill eigi einungis rétt á launum sam kvæmt grunnröðun þess starfs sem hann gegni sem staðgengill en njóti auk þess þeirra persónubundnu launa sem hann hafi sjálfur áunnið sér. 24 Svo sem rakið er í málavaxtalýsingu hér að framan, er mælt fyrir um það í grein 9.1.1 í kjarasamningi aðila , að tarfsmanni sem er falið að gegna störfum yfirmanns í forföllum hans eða störfum annars hærra launaðs starfsmanns [ sk u l i] taka laun skv. Dómurinn telur að við skýringu á kjarasa mningsákvæðinu beri að líta til orðalags 6 þess. Í ákvæðinu er kveðið á um það að greiða skuli staðgengli laun samkvæmt launaflokki þess starfsmanns sem leystur er af hverju sinni. Í texta ákvæðisins er hvorki tekið fram að greiða eigi staðgengli laun samkvæ mt grunnröðun starfs, sem viðkomandi gegnir sem staðgengill, né er þar getið annarrar afmörkunar á þeim launum sem samkvæmt ákvæðinu á að greiða samkvæmt launaflokki þess sem leystur er af. Sú túlkun stefnda að miða eigi við grunnröðun viðkomandi starfs á sér því ekki stoð í skýru orðalagi ákvæðisins. 25 Óumdeilt er að þeir starfsmenn, sem Unnar Örn Ólafsson leysti af sem staðgengill á umræddum tímabilum, nutu launa samkvæmt annars vegar launaflokki 31 og hins vegar launaflokki 33. Að þessu gættu og með vísan til þess , sem rakið hefur verið hér að framan , er það niðurstaða Félags dóms að fallast beri á dómkröfu stefnanda í máli þessu eins og nánar greinir í dómsorði. Verður enda ekki séð að tilvísun stefnda til jafnlaunastaðals IST 85:2012 og 19. gr. laga nr. 1 0/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, fái breytt þeirri niðurstöðu. 26 Eftir þessum úrslitum og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, verður stef nda gert að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 500.000 krónur. Dómsorð: Viðurkennt er að stefnda, Isavia ohf. , er skylt að greiða Unnari Erni Ólafssyni, félagsmanni í stefnanda, Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins, staðgengilslaun samkvæmt launaflokki 33 fyrir tímabili ð frá 23. ágúst 2017 til 14. september sama ár og samkvæmt launaflokki 31 fyrir tímabilið frá 14. mars 2018 til 24. apríl sama ár samkvæmt gr ein 9.1.1 í kjarasamnin gi Samtaka atvinnulífsins vegna Isavia ohf. og Félags flugmálastarfsmanna ríkisins með gildistíma frá 1. mars 2017 til 31. mars 2019. Stefndi greiði stefnanda 500.000 krónur í málskostnað. Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Valgeir Pálsson Kristján B. Thorlacius