FÉLAGSDÓMUR     Úrskurður  miðvikudaginn   24. maí   20 2 3 .   Mál nr.  2 / 202 3 :   Sjómannafélag  Íslands    vegna  A o.fl.   ( Sigrún Ísleifsdóttir  lögmaður )   gegn   Sam tökum atvinnulífsins    vegna Eimskips Ísland s   ehf.    (Ólafur Eiríksson lögmaður)   og   Alþýðusambandi Íslands   vegna Eflingar   -   stéttarfélags    ( Daníel Ísebarn Ágústsson   lögmaður)   Úrskurður  Félagsdóms   Mál þetta var  dómtekið  27. apríl   Málið  dæma  Ásgerður Ragnarsdóttir,  Ásmundur Helgason ,  Björn L. Bergsson,  Einar  Hugi Bjarnason   og Guðbjarni Eggertsson .    Stefnandi er  Sjómannafélag Íslands,   Skipholti 50 D í Reykjavík ,   vegna   A   o. fl.   Stefnd u eru  Sam tök atvinnulífsins, Borgartúni  3 5   í Reykjavík , vegna Eimskips  Íslands  ehf., Sundabakka 2 í Reykjavík, og Alþýðusamband Íslands   vegna Eflingar  - stéttarfélags ,  bæði skráð að  Guðrúnartúni 1 í Reykjavík .    Dómkröfur stefn a nda   1.   Stefn andi krefst  þess að viðurkennt verði að Sjómannafélag Íslands fari með  samningsaðild fyrir  þá  starfsmenn sem um ræðir við  gerð kjarasamnings við Samtök  atvinnulífsins, vegna  starfa þeirra  sem hafnarverkamenn hjá Eimskip Ísland i   ehf.    2.   Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnd u .    Dómkröfur stefnd u   3.   Stefndi  Alþýðusamband Íslands vegna Eflingar stéttarfélags krefst aðallega sýknu af  kröfum stefnda  Sjómannafélag Íslands höfðar málið vegna hafi sagt sig úr Eflingu stéttarfélagi frá og   málskostnaðar úr hendi stefnanda.    4.   Stefndi Samtök atvinnulífsins  vegna Eimskips Íslands ehf. krefst  sýknu og  málskostnaðar úr hendi stefnanda.    Málavextir    2     5.   Mál þetta verður rakið til þess að 58 hafnarverkamenn sem starfa hjá Eimskip Íslandi  ehf. undirrituðu beiðni um inn g öngu í Sjómannafélag Íslands og samhliða úrsögn úr   Eflingu     stéttarfélagi á tímabilinu 23. september til 10. nóvember 2022 .     6.   Með t ölvupósti 21. nóvember 2022  upplýsti formaður stefnanda starfsmann Eimskips  Ísland s   ehf. um nöfn þeirra hafnarverkamanna sem hefðu gengið í  stéttar félagið og  óskaði eftir því að stéttarfélagsgjöld yrðu framvegis greidd félaginu. Með vísan til  laga Eflingar     stéttarfélags óskaði  Eimskip Ísland ehf.  28. sama mánaðar eftir  staðfestingu á  því að  úrsögn  starfsmannanna  hefði borist  stéttarfélaginu áður en   kjaraviðræður  við Samtök atvinnulífsins  hófust.   Lögmaður stefnanda svaraði  erindinu degi síðar og  vísaði meðal annars til þess að Efling     stéttarfélag hefði tekið  við úrsögnunum athugasemdalaust og  að það  væri óheimilt að takmarka rétt  umræddra starfsma nna  til að ganga úr félaginu á þessu tímamarki.  Stefnandi og  Eimskip Ísland ehf. áttu í frekari samskiptum í desember 2022 og var þar  meðal annars  fjallað um  hvort  úrsagnir úr Eflingu     stéttarfélagi hefðu verið heimilar á þeim tíma  sem um ræðir.   7.   Stefnandi   kveðst hafa sent  Eflingu     stéttarfélagi yfirlýsingar  umræddra  starfsmanna  um úrsagnir úr stéttarfélaginu og samhliða inngöngu í stefnanda  29. nóvember 2022.  Stéttarfélagið kveðst hafa móttekið úrsagnirnar 2. desember sama ár.    8.   Með tölvupósti 12. desember   2022 óskaði stefnandi eftir afstöðu Eflingar     stéttarfélags til úrsagnanna. Hinn 22. sama mánaðar sendi  Efling  -   stéttarfélag   bréf til  þeirra starfsmanna  sem um ræðir og  kom þar  fram að samkvæmt 3. mgr. 5. gr. laga  stéttarfélagsins væri óheimilt að segja   sig úr félaginu á meðan kjaraviðræður stæðu  yfir.  Tekið var fram að  k jaraviðræður við Samtök atvinnulífsins hefðu staðið yfir frá  30. nóvember 2022   og  hefði  úrsögn úr stéttarfélaginu verið óheimil við þessar  aðstæður. Tölvupóstur sem hafði að geyma sama efni barst stefnanda 3. janúar 2023.    9.   Á aðalfundi stefnanda  28. desember 2022 v oru samþykktar breytingar á lögum  stéttar félag sins   og var nýjum staflið bætt við   3. gr. þar sem fjallað er um þær  starfgreinar sem heyra undir félagið. Samkvæmt breytingunni starfar  sérstök deild  hafnarverkamanna innan félagsins   og hefur hún meðal annars það markmið að annast  gerð kjarasamninga  fyrir starfsstéttina.    Málsástæður og la garök stefnanda   10.   Stefnandi  byggir á því að  viðurkenna verði rétt  hans   til gerðar kjarasamnings f y rir  hönd umræddra hafnarverkmanna, enda hafi þeir sagt sig úr Eflingu     stétt a rfélagi  með lögmætum hætti og gerst félagsmenn í stefnanda.  Réttur manna til að ei ga aðild  að stéttarfélögum fái stoð í 74. gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. mannréttindasáttmála  Evrópu. Túlka verði hömlur á rétti félagsmanna til úrsagnar úr stéttarfélagi með  hliðsjón af  þessum ákvæðum.    11.   Stefnandi telur að 3. mgr. 5. gr. laga Eflingar     stéttarfélag s   gangi lengra en heimilt  sé v i ð takmörkun á rétti félagsmanna til að segja sig úr félaginu.  Fram komi í   3     ákvæðinu að óheimilt sé að segja sig úr félaginu þegar viðræður um kjarasamninga  séu hafnar, en það tímamark sé ekki skýrt nánar í lögunum, lögum Alþýðusambands  Íslands eða  lögum nr. 80/1938   um stéttarfélög og vinnudeilur . Þá virðist afstaða  stéttarfélagsins til þessa tímamarks vera óljós  og verði stefndu að bera hallann af vafa  í þe im   efnum.  Stefnandi telur fyrrgreint ákvæð i   ganga lengra  en  3. mgr. 12. gr. laga  Alþýðusambands Íslands sem stéttarfélag ið   hafi skuldbundið sig til að hlíta . Þar  komi  fram að hömlur á úrsögn félagsmanna megi aðeins vera tímabundnar   og sé hið  óljós a   tímamark  samkvæmt 3. mgr. 5. gr.  laga stéttarfélagsins ekki í samræmi við það.  Ákvæðið gangi  jafnframt  lengra en nauðsynlegt sé til að ná því  lögmæta  markmiði  að  stéttar félagið geti sinnt h l utverki sínu sem samningsaðil i   á vinnumarkaði og komið  í veg fyrir að úrsag nir félagsmanna dragi úr  vægi aðgerða í tengslum við vinnudeilu.  Hafa verði í huga að viðræður um kjarasamninga hefjist í mörgum tilvikum á meðan  félagsmenn séu enn bund n ir af fyrri samningi, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 80/193 8. Þá  hafi  hvorki  verið komin   upp vinnudeila né aðgerðir verið fyrirhugaðar í tengslum við  slíka deilu þegar hafnarverkamennirnir sögðu sig úr stéttarfélagi nu .   12.   Að framangreindu virtu hafi úrs agnir  hafnarverkamanna úr Eflingu     stéttarfélagi  verið lögmæt ar   og lög félagsins ekki  hamlað  því.  Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr.  80/1938 sé stefnanda tryggður ótvíræður réttur til gerðar kjarasamnings fyrir hönd  félagsmanna sinna. Fram komi í a - lið 3. gr. laga stefna n da að rétt til inngöngu í  félagið hafi allir sem stundi atvinnu á sjó eða starf i á hvers konar flotmannvirkjum,  svo og þeir sem atvinnu hafa af hvers  konar flutningastarfsemi.   Hafnarverkamenn  geti fallið undir   þennan lið. Þá hafi  frá  28. desember 2022 starfað  sérstök deild  hafnarverkamanna innan félagsins sem hafi meðal annars það ma rkmið að sjá um  gerð  kjarasamnings fyrir  starfsstéttina.    13.   Stefnandi  leggur áherslu á að sá  kjarasamningur sem hafnarverkamenn hjá Eimskip  Íslandi ehf. störfuðu eftir  hafi runnið  út 31. október 2022.   Hafi þeir hafnarverkamenn  sem tilgreindir eru í kröfugerð   stefnanda því ekki verið bundnir af neinum samningi    þegar þeir sögðu sig úr Eflingu     stéttarfélagi. Með inngöngu í stefnanda hafi þeir  veitt  félaginu  umboð til gerðar kjara s amnings um störf s ín.  Slíkur kjarasamningur  hafi enn ekki verið gerður og hamli  ágreiningur aðila því. Vegna úrsagnar úr  Efling u      stéttarfélag i geti síðar til komnir kjarasamningar sem taka  til starfa  hafnarverkamanna  ekki  tekið til  þeirra   starfsmanna sem um ræðir .  Tekið er fram að  haf i   eldri kjarasamningur Eflingar     stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsins kveðið á  um forgangsrétt félagsmanna til starfa hafnarverkamanna á félagssvæðinu hafi slík  ákvæði verið bundin við gildistíma samningsins  sem hafi nú fallið úr gildi.  Standi  þannig  ek kert  þv í  í  vegi að hafnarverkamenn geti falið stefnanda umboð til  kjarasamningsgerðar  sem taki til þeirra.  Önnur n iðurstaða  fæli í  sér þvingað  samningsumboð til stéttarfélags sem  umræddir   starfsmenn  vil j i ekki  eiga aðild að,  en  það sé meðal annars í andstö ðu við 74. gr. stjórnarskrárinnar.     4     Málsástæður og lagarök stefnda   Al þýðusambands Íslands vegna Eflingar  stéttarfélags   14.   Stefndi byggir á því að  úrsagnir fyrrgreindra hafnarverkamanna úr Eflingu     stéttarfélagi hafi ekki verið gildar  þegar þær bárust   2. desember 2022 . Þær geti aftur  á móti verið gildar núna, enda hafi aðstæður breyst. Geti stefndi þannig fallist á að  úrsagnir úr stéttarfélaginu taki gildi frá og með dómsuppsögu eða öðrum málalokum  fyrir dómi.    15.   Stefndi leggur áherslu á að þegar úrsagni rnar bárust hafi  kjaraviðræður st aðið  yfir   á  milli Eflingar     stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsins   og vinnudeila   verið til staðar .  Hafi  félagsmönnum  verið óheimilt að segja sig úr stéttarfélaginu á þeim tíma, sbr. 5.  gr. laga  félagsins. Á kvæðinu sé ætla ð að koma í veg fyrir að unnt sé að grafa undan  kjarasamningsgerð stéttarfélags með því að stuðla að úrsögnum úr félaginu á meðan  kjaraviðræður eða vinnudeila stendur yfir.  Um sé að ræða málefnalega reglu sem  samrýmist 74. gr. stjórnarskrárinnar. Því er mó tmælt að ákvæðið gangi lengra en 3.  mgr. 12. gr. laga Alþýðusambands Íslands   þar sem kveðið sé á um að hamla megi  úrsögnum úr félagi tímabundið, til dæmis á meðan kjaradeila stendur yfir eða séu  verkfallsaðgerðir hafnar . Undir það geti ljóslega fallið tíma bundnar hömlur á  úrsögnum vegna kjaraviðræðna.  Þá  gildi  lög Eflingar     stéttarfélags  um úrsagnir úr  félaginu  fremur en  lög  Alþýðusambandsins , sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 80/1938.      16.   Stefndi  vísar til þess  að úrsagnir þeirra félagsmanna sem kröfugerð  stefnanda tekur  til hafi ekki borist skrifstofu Eflingar     stéttarfélags fyrr en 2. desember 2022. Það  hafi enga þýðingu þótt Eimskip Ísland ehf. hafi borist úrsagnirnar fyrr,   en d a komi  skýrt fr a m í lögum stéttarfélagsins að úrsögn skuli afhent skrifstofu  félagsins.  Þegar  úrsagnirnar bárust  hafi kjaraviðræður  við  Samt ök  atvinnulífsins staðið yfir og  úrsagnir  því verið ólögmætar, sbr. 5. gr. laga stéttarfélags ins   og   2. mgr. 3. gr. laga nr.  80/1938. Hafi umræddum einstaklingum fyrst verið heimilt að segja sig úr félaginu  8. mars 2023 þegar bundinn var endi á vinnudeilu na  með samþykkt miðlunartillögu  ríkissáttasemjara . Á sama tímamarki hafi kjarasamningur komist á og r íki því  friðarskylda.    Málsástæður og lagarök stefnda   Samtaka atvinnulífsins vegna Eimskips Ísland s   ehf.    17.   Stefndi gerir athugasemd við að ekki sé tilgreint í kröfugerð stefnanda frá og með  hvaða degi krafist sé viðurkenningar á því að  félagið   fari með samn ingsaðild fyrir þá  einstaklinga sem  þar  eru tilgreindir. Gera verði ráð fyrir að  krafan miðist við  dómsuppkvaðningu, enda  hafi  það fyrst verið á aðalfundi stefnanda 28. desember  2022 sem lögum félagsins var breytt og sérstök hafnardeild gerð að hluta starf sgreina  félagsins . Sé ætlun stefnanda að miða kröfugerð við aðra dagsetning u   sé um að ræða  vanreifun sem leiði til frávísunar málsins af sjálfsdáðum eða til þess að kröfum  stefnanda verði hafnað .    5     18.   Stefndi tekur fram að hann hafi verið upplýstur um að hafnar verkamenn hefðu gengið  í stefnanda með tölvupósti frá formanni félagsins 21. nóvember 2022. Óskað hafi  verið afstöðu Eflingar     stéttarfélags sem hafi staðfest að erindi með beiðni um  úrsagnir  úr félaginu h efði  borist 2. desember 2022 .  Þá hafi stéttarfélag ið upplýst 3.  janúar 2023 að kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins h afi  staðið yfir þegar  úrsagnir bárust   og  á þeim tíma  verið óheimilt að segja sig úr félaginu. Yrði því að  telja úrsagnir  ólögmætar   og færi Efling     stéttarfélag með  samningsumboð fyrir  hafnarverkamenn .    19.   Stefndi tekur fram að  samk v æmt  1. og 2. mgr. 3. gr. laga nr. 80/1938 geti stéttarfélag  sett takmarkanir í félagslög sín vegna úrsagna, enda séu þær málefnalegar ,   byggðar  á starfslegum hagsmunum félaganna og gangi ekki lengra en þörf krefu r. Efling     stéttarfélag   hafi nýtt þessa heimild og telji úrsagnir ekki hafa borist fyrr en  eftir að  kjaraviðræður  voru hafnar , sbr. 5. gr. laga félagsins .   Stefndi hafi ekki skoðun á því  hvort ákvæði félagslaga stéttarfélagsins gangi of langt en   telji sig  bund inn   af  gildandi  ákvæð um  nema  fyrir liggi að  dómstólar  telji  ákvæðin  ekki  stand a st lög.   Að virtum  atvikum hafi  stefndi átt þann kost einan að skila áfram félagsgjöldum til Eflingar     stéttarfélags , enda hafi þeir starfsmenn sem um ræðir enn verið  félagsmenn í  stéttarfélaginu.   20.   Stefndi tekur fram að 8. mars 2023 hafi  miðl u nartillaga ríkissáttasemjara verið  samþykkt og sé í gildi kjarasamningur  á milli Eflingar     stéttarfélags og Samtaka  atvinnulífsins  til 31. janúar 2024. Samkvæmt gildandi kjarasamni ngi hafi félagsmenn  stéttarfélags ins   forgangsrétt til allrar hafnarvinnu og sé stefndi bundinn af þeim  kjarasamningi. Hafi eitt stéttarfélag samið um forgangsrétt til starfa á ákveðnu  landsvæði, byggðarlagi eða í ein s töku fyrirtæki, geti annað stéttarfélag   ekki krafist  kjarasamnings um sömu störf og starfsheiti.  Þetta sýni jafnframt að  Félagsdómur  get i   ekki orðið við kröfum stefnanda.    Niðurstaða    21.   Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt  2 . tölulið 44. gr. laga nr. 80/1938 um  stéttarfélög og vinnudeilur.    22.   Ágrei ningur aðila lýtur að því hvort  þeim starfsmönnum sem  taldir eru upp í  kröfugerð stefnanda  hafi verið heimilt að segja sig  úr Eflingu       s téttarfélagi  á  grundvelli yfirlýsinga sem bárust stéttarfélaginu 2. desember 2022. Stéttarfélagið  telur  að  úrsagnir ha fi verið óheimilar  á þessum tíma þar sem kjaraviðræður  við  Samtök atvinnulífsins  hafi staðið yfir og fram komi í  3. mgr. 5. gr. laga félagsins að  enginn geti sagt sig úr félaginu meðan viðræður um kjarasamninga   eða vinnudeila  stendur yfir.  Stefnandi telur  umrætt ákvæði ekki  hamla úrsögnum umræddra  starfsmanna  úr stéttarfélaginu  og vísar meðal annars til þess að  óljóst sé  hvenær  kjara viðræður teljist hafnar og að ákvæðið  gangi lengra en heimilt sé samkvæmt  lögum Alþýðusambands Íslands sem  stéttarfélagið sé b undið af.     6     23.   Krafa stefnanda lýtur að viðurkenningu á því að hann fari með samningsaðild fyrir  nánar tilgr einda starfsmenn við gerð kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins vegna  starfa þeirra sem hafnarverkamenn hjá Eimskip Íslandi ehf.  Af málatilbúnaði  stef nanda, sem og skýringum við munnlegan málflutning, er ljóst   að með  viðurkenningarkröfu nni  er ætlun   stefnanda  að fá  staðfestingu á því að starf s menn irnir   hafi gengið í  stéttar félagið með lögmætum hætti og séu ekki bundnir af kjarasamningi  sem komst á milli  Eflingar     stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsins þegar  miðlunartillaga ríkissáttasemjara var samþykkt 8. mars 2023   og fól í sér að gildandi  kjarasamningur aðila framlengdist til 31. janúar 2024.   Eins og áður greinir telur  Efling     stéttarfélag að þeir  starfsmenn sem um ræðir hafi ekki getað sagt sig úr  félaginu á meðan kjaraviðræður stóðu yfir   og að þeir séu bundnir af þeim  kjarasamningi sem komst á   út gildistíma hans . Frá þeim tíma hafi starfmönnunum  aftur á móti verið  heimilt að segja sig úr stéttarfé lagi nu   og gerast meðlimir í  stefnanda .    24.   Af málatilbúnaði aðila er ljóst að ekki er deilt um að  viðkomandi starfsmenn hafi  getað sagt sig úr stéttarfélaginu  og gerst félagsmenn í stefnanda  eftir að kjaradeilu   Eflingar     stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsi ns  lauk með samþykkt  miðlunartillögu   ríkissáttasemjara 8. mars 2023 .  Þá  verður ekki séð að ágreiningur sé  um að  frá þeim tíma hafi stefnandi  getað  farið með samnings aðild  fyri r   þá starfsmenn  sem um ræðir .   Á hið síðarnefnda  gæti   eftir atvikum   reynt þegar gildandi  kjarasamningur hefur runnið sitt skeið , en  það  fellur utan  sakarefnis málsins .   25.   Kröfugerð stefnanda er þannig fram sett að ekki er tilgreint frá og með hvaða tíma  þess er krafist að samnings aðil d   stefnanda verði viðurkenn d .  Gerð var at hugasemd  við þetta í greinargerð stefnda Samtaka atvinnulífsins vegna Eimskips Ísland s   ehf. og  bent á að gera yrði ráð fyrir því að krafan miðaðist við dómsuppsögu. Stefnandi hefur  ekki leitast við að gera breytingar á kröfugerð sinni af þessu tilefni , en  ljóst er að  hann  telur að lögmætar úrsagnir úr Eflingu     stéttarfélagi hafi borist félaginu 2.  desember 2022.  V ið munnlegan málflutning  var áréttað að  með  viðurkenningarkröfu   stefnanda  væri ætlunin að tryggja að umræddir star fsmenn væru ekki bundnir af þeim  kjarasamningi sem komst á 8. mars 2023  heldur kæmi það   í   hlut stefnanda að gera  kjarasamni n g sem taki til þeirra.   Fram kom að lögmaður stefnanda teldi kröfugerðina  í samræmi við þetta markmið og  uppfylla kröfur einkamálarét tarfars um skýrleika.    26.   Eins og atvikum er háttað skiptir miklu máli við hvaða tímamark viðurkenningarkrafa  stefnanda miðast .  Þótt fallist væri á viðurkenningarkröfu stefnanda, eins og hún er  fram sett, væri ekki skorið úr um það frá hvaða tíma stéttarfélag ið hefði farið með  samningsaðild fyrir þá starfsmenn sem um ræðir   eða hvort sá kjarasamningur sem  komst á 8. mars 202 3   taki til þeirra .  Að þessu virtu er k röfugerð stefnanda  ekki  til  þess fallin að  ná því markmiði sem  að er  stefnt  og  getur dómur ekki veitt   úrlausn um  þau  réttindi sem málsókninni er ætlað að tryggja . Stefnandi hefur samkvæmt þessu  ekki sýnt fram á að niðurstaða málsins hafi raunhæft gildi fyrir réttarstöðu sína eða   7     þeirra  starfsm anna  sem  um ræðir . Felst því í dómkröfunni  lögspurning sem er   í  andstöðu við  meginreglu    1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991   um meðferð einkamála .  Að  sama skapi  er krafan það óákveðin  að hún uppfyllir ekki meginreglu  einkamálaréttarfars um ákveðna og ljósa  kröfugerð, sbr. til hliðsjónar  d - lið 1. mgr.  80. gr. laga nr. 9 1/1991 .    27.   Að framangreindu virtu verður að vísa máli þessu frá Félagsdómi af sjálfsdáðum.  Með vísan til 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, verður  stefnanda gert að greiða stefndu málskostnað sem telst  hæfilega ákveðinn með þei m  hætti sem greinir í úrskurðarorði .    Úrskurðar orð:   Máli þessu er vísað frá Félagsdómi.    Stefnandi, Sjómannafélag Íslands   vegna  A o. fl. ,  greiði stefndu, Samtökum  atvinnulífsins vegna Eimskips Íslands ehf. og Alþýðusambandi Íslands vegna  Eflingar     stéttarfélags, 250.000 krónur hvorum um sig í málskostnað.