1 Ár 2013, fimmtudaginn 30. maí , er í Félagsdómi í málinu nr. 4/2013 Flugvirkjafélag Íslands gegn íslenska ríkinu vegna Flugmálastjórna v r Íslands kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 29. apríl 2013. Málið dæma Arnfrí ð ur Einarsdóttir, Gylfi Knudsen, Kristjana Jónsdóttir, Guðni Á. Haraldsson og Inga Björg Hjaltadóttir. Stefnandi er Flugvirkjafélag Íslands, Borgartúni 22, Reykjavík. Stefndi er í slenska ríkið, Arnarhvoli við Lindargötu, Reykjavík, vegna Flugmálastjórna r Íslands, Skógarhlíð 12, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær að viðurkennt verði með dómi að stefnandi, Flugvirkjafélag Íslands, fari með samningsaðild fyrir Eyjólf Orra Sverrisson, kt. 070765 - 3659, Hreiðar Pál Haraldsson, kt. 260166 - 3449, Ketil Má B jörnsson, kt. 120563 - 3439, Ómar Þór Edvardsson, kt. 230665 - 3979, Rúnar Stanley Sighvatsson, kt. 190972 - 4539, og Þröst Erlingsson, kt. 190675 - 4089, við gerð kjarasamninga við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs vegna starfa þeirra sem flugvirkja hjá Flugmálas t jórn Íslands. Þá kveðst stefnandi krefjast þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins, að viðbættum virðisaukaskatti . Dómkröfur stefnda eru þær að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda o g að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað samkvæmt mati dómsins. Málavextir Stefnandi höfðar mál þetta vegna framangreindra f lugvirkja sem allir eru félagsmenn í stefnanda. Flugvirkjarnir eru einnig allir star fsmenn Flugmálastjórnar Ísland s sem er sérstök stofnun er heyrir undir innanríkisráðherra og starfar samkvæmt 2 lögum nr. 100/2006. Fer stofnunin með stjórnsýslu og eftirlit á sviði loftferða á Ísland i og á íslensku yfirráðasvæði, sbr. 1. gr. laganna. Stefnandi kveður flugvirkja þá , sem starfi hjá Flugmálastjórn Íslands, hafa frá upphafi starfað hjá stofnuninni án kjarasamnings. L aunakjör þeirra hafi lengst af verið miðuð við kjarasamning milli stefnanda og fjármálaráðh erra vegna flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands. Allt fr á 1989 hafi stefnandi, f.h. félagsmanna sinna sem starfa hjá Flugmálastjórn , farið fram á að gerður yrði kjarasamningur milli stefnanda og stefnda vegna sömu flugvirkja. Í málinu liggur frammi bréf stjórnar stefnanda til starfsmannaskrifstofu fjármálaráðun e ytisins, dags. 25. nóv. 1996, þar sem óskað er eftir því að gerður verði formlegur kjarasamningur milli aðila þessa máls vegna flugvirkja hjá Flugmálastjórn. Með bréfi, dags. 7. janúar 1997, óskaði starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins eftir afstöðu Flugmálastjórnar til erindisins og í bréfi starfsmannaskrifstofunnar til stefnanda, dags. 11. mars s.á., kemur fram að Flugmálastjórn hafi lýst vilja sínum til þess að gerður yrði slíkur samningur. Var lagt til að aðilar hæfu kjarasamningsviðræður . Kemur fram í stefnu málsins að við ræður hafi hafist og með bréfi, dags. 9. apríl s.á., óskaði stefnandi formlega eftir því að kjarasamningsviðræðum yrði haldið áfram en ekkert mun hafa orðið úr frekari viðræðum . Með bréfi stefnanda til samninganefndar ríkisins , dags. 28. nóvember 2003, var óskað eftir því, að kjarasamningsviðræður yrðu hafnar vegna flugvirkjanna hjá Flugmálastjórn. Hinn 9. desember 2003 barst svar fjármálaráðuneytisins þar sem erindinu var hafnað með þeim skýringum að flugvirkjarnir hefðu eftir l it með störfum annarra flugvirkja og því væri ekki talið eðlilegt að kjör þeirra væru háð stefnanda. Samkvæmt samkomulagi um útfærslu kjara flugvéltækna starfandi sem eftirlitsmenn hjá Flugmálastjórn Íslands, dags. 24. nóvember 2004, skyldu l aun flugvirkj a hjá Flugmálastjórn taka mið af því sem laun myndu verða samkvæmt kjarasamningi stefnanda um störf hjá Landhelg isgæslunni . Skyldu launin þó reiknast samkvæmt ákvæðum kjarasamnings Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og uppgjör fara fram samkvæmt honum . H inn 17. ágúst 2007 óskaði Flugmálastjórn Íslands eftir því við stefnda að hafin yrði vinna við gerð kjarasamnings aðila vegna flugvirkja , sem starfa hjá stofnuninni , og 24. september s.á. sendi s tefnandi stefnda viðræðuáætlun ve gna kjarasamningsviðræðna. S tefndi hafnaði gerð kjarasamningsins með sömu rökum og áður í svarbré fi til Flugmálastjórnar, dags. 17. okt. 2007 . Framlögð gögn málsins bera með sér að á árinu 2008 hafi flugvirkjar hjá Flugmálastjórn reynt að fá fund með fjármálaráðherra vegna krafna si n na og stefnanda en að því er virðist án árangurs. Þá liggur fyrir minnisblað flugmálastjóra , dags. 30. júlí 2008 , þar sem fram kemur sú 3 kjarasamning við Flugvirkjafélag Íslands fyrir þessa starfsmenn á sömu nótum og gert . Með bréfi lögmanns stefnanda til stefnda, dags. 30. október 2012 , var enn á ný krafist gerð ar kjarasamnings en stefndi hafnaði erindinu sem fyrr með bréfi, dag s . 3. desember s.á. Var þar gefin sú ástæða fyrir höfnuninni að þar sem störf flugvirkja hjá Flugmálastjórn væru talin þess eðlis að þau væru á lista yfir störf , sem undanþegin séu verkfalli , auk þess sem þeir hefðu eftirlit með störfum annarra flugvirkja , væri ekki eðlilegt að kjör þeirra væru háð kjarasamningi við stefnanda. Í kjölfarið boðaði stefnandi málshöfðun þessa með bréfi til starfsmannaskrifstofu fjármála - og efnahagsráðuneytisins , dags. 17. desember 2012 . Í greinargerð stefnda er gerð grein fyr i r því, í hverju störf umræddra félagsmanna í stefnanda felast. Samkvæmt skipuriti Flugmálastjórnar Íslands frá 1. janúar 2012 vinni viðkomandi starfsmenn sem deildarstjóri og eftirlitsmenn í lofthæfi - og skráningardeild á f lugöryggissviði hjá F lugmálastjó r n . Á heimasíðu stofnunarinnar komi fram að deildin beri m.a. ábyrgð á úttektum og vottun viðhaldsstöðva loftfara og viðhaldsstjórnun flugrekenda, svokölluðum lofthæfifyrirtækjum (CAMO) , auk þess að sjá um skráningu loftfara og halda loftfaraskrá, annast m a t á lofthæfi og gefa út lofthæfiskírteini. Starfsemi lofthæfi - og skráningardeildar byggi st einkum á reglugerðum Evrópusambandsins sem EASA gefur út og annist hún meðal annars; reglubundið eftirlit, þ .m.t. úttektir og vottun íslenskra Part 145 viðhaldsstö ð va og leiðarstöðva, Part M lofthæfifyrirtækja og Part 147 skóla; tæknilegar úttekt ir á íslenskum loftförum og einnig á erlendum loftföru m í tengslum við svonefnda SAFA - áætlun; e ftirlit með viðhaldi einkaflugvéla; m at á lofthæfi , þ.e. útgáfu og endurnýjun l ofthæfivottorða sem staðfesti að loftfar sé lofthæft að uppfylltu m ákveðnum kröfum; ú tgáfu loftfaraskrár, þ.e. lögformleg r a r eigandaskráning ar loftfara. Einnig sjái deildin um allar nýskráningar, afskráningar og breytingar á eignarhaldi loftfa ra sem eru í notkun á Íslandi; m at á menntun, þ jálfun og prófum flugvéltækna; s amskipti við erlendar flugmálastjórnir, flugrekendur og framleiðendur loftfara um málefni er varði lofthæfi og þátttöku í starfi EASA við samræmingu og innleiðingu reglna ásamt ýmsum samski p tum við stofnunina um lofth æfimál og starfsemi leyfishafa. Þessu til viðbótar séu reglulega gerðar úttektir til þess að fylgjast með að gildandi kröfum sé fylgt í hvívetna og séu samskipti við flugrekendur og viðhaldsfyrirtæki mikil varðandi innleiðingu o g túlkun á kröfunum. Nokkur hluti starfseminnar felist í ráðgjöf og yfirferð ými ssa gagna og handbóka sem tengi st leyfishöfum. Málsástæður stefnanda og lagarök Stefnandi byggir stefnukröfur sínar á því að stefnandi eigi samningsrétt við 4 stefnda, fjárm á laráðherra f.h. ríkissjóðs, vegna þeirra sex félagsmanna stefnanda , sem taldir eru upp í kröfugerð og starfi hjá Flugmálastjórn Íslands, á grundvelli 3. tl. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 94/1986 , um kjarasamninga opinberra starfsmanna, sbr. einnig 1. mgr. 1. gr . s.l. Jafnframt er byggt á því, að stefndi hafi brotið í bága við þessi lagaákvæði með því að viðurkenn a ekki samningsaðild stefnanda. Fari stefndi, fjármálaráðherra, með fyrirsvar ríkissjóðs við gerð og framkvæmd kjarasamninga samkvæmt lögum nr. 94/1986, sbr. 1. mgr. 3. gr. s.l. Stefnandi sé eina fagstéttarfélag flugvirkja á Íslandi og með vísan til framangreindra lagaákvæða eigi félagið því réttmæta kröfu til þess að fara með s amningsaðild fyrir umrædda flugvirkja hjá Flugmálastjórn við gerð kjarasamning s við stefnda. Stefnandi bendir á að þær fjöldatakmarkanir , sem um getur í 3. tl. 5. gr. laga nr. 94/1986 , hafi engin áhrif til takmörkunar á rétti stefnanda, þótt heildarfjöldi félagsmanna í stefnanda í starfi hjá ríkinu sé undir 40. Beri því að líta sv o á að áskilnaði ákvæðisins sé fullnægt. Vísar stefnandi að þessu leyti til dómafordæmis Félagsdóms í máli nr. 9/1999, þar sem fjöldatakmörkunum 3. tl. 5. gr. framangreindra laga hafi verið vikið til hliðar og réttur stéttarfélags til að fara með samningsa ð ild viðurkenndur, m.a. með vísan til meginreglunnar um samningsfrelsi og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Þá hafi stefndi viðurkennt í verki að víkja beri umræddum fjöldatakmörkunum til hliðar, sbr. m.a. gildandi kjarasamning mil l i aðila þessa máls vegna þeirra 18 flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands. Stefnandi bendir á að innan Flugmálastjórnar Íslands hátti svo til að ýmsar fagstéttir, aðrar en stétt flugvirkja , hafi sinn eigin kjarasamning við stefnda. Eigi þetta m.a. við um flugumferðarstjóra en Félag flugumferðarstjóra geri f.h. félagsmanna sinn a samninga um kjör við stefnda og sama eigi við um Verkfræðingafélag Íslands (áður Stéttarfélag verkfræðinga) vegna verkfræðinga sem starfi hjá Flugmálastjórn. Skjóti því skökku við að flugvirkjum hjá Flugmálastjórn, félagsmönnum í stefnanda, skuli meinað að gera kjarasamning við stefnda. Brjóti sú mismunun gegn jafnræðisákvæði 65. gr. stjórnarskrár, sbr. einnig jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í framang r eindum takmörkunum á félagafrelsi flugvirkjanna felist einnig hömlur á tjáningarfrelsi þeirra og brjóti stefndi þannig gegn 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Stefnandi mótmælir þeim málatilbúnaði st e fnda , að ekki sé eðlilegt að kjör flugvirkjanna séu háð kjarasamningi við stefnanda vegna eftirlits þeirra með störfum annarra flugvirkja. Vísar stefnandi til fordæma um að stéttarfélög geri kjarasamninga við stefnda þótt félagsmenn þeirra annist í starfi sínu eftirlit með einstaklingum sem séu félagsmenn í sama stéttarfélagi. Þetta eigi m.a. við um flugumferðarstjóra í tilviki Flugmálastjórnar Íslands, þar sem flugumferðarstjórar lúti sama kjarasamningi og þeir 5 flugumferðarstjórar sem þeir hafi eftirlit m e ð og starf i hjá Isavia . Hið sama eigi einnig við um verkfræ ðinga hjá stofnuninni og Isavia en verkfræðingar hjá síðarnefndum a ðila lúti eftirliti Flugmálastjórnar. Þá séu sérfræðingar hjá Fjármálaeftirlitinu innan sömu stéttarfélaga og lúti sömu kjarasamn i ngum og starfsmenn aðila sem stofnanir þessar haf i eftirlit með. Þá bendir stefnandi á að störf flugvirkja hjá Flugmálastjórn tengist vottun og eftirliti með fyrirtækjum sem stundi viðhald og viðhaldsstjórnun loftfara. Sjaldnast hafi þeir því bein afskipt i af störfum einstaklinga hjá þeim fyrirtækjum, þ.e.a.s. flugvirkja sem eru félagsmenn í stefnanda. Þá bendir stefnandi á, að umræddir flugvirkjar hjá Flugmálastjórn séu og hafi verið félagsmenn í stefnanda og séu því í sama stéttarfélagi og flugvirkjar , s e m starfi hjá eftirlitsskyldum aðilum , og taki saman þátt í félagsstörfum á þeim vettvangi. Stefnandi hafna r einnig þeim sjónarmiðum , sem stefndi hafi byggt synjun kjarasamningsgerðar á, um að flugvirkjar hjá Flugmálastjórn séu á lista yfir störf sem und a nþegin séu verkfalli. Bendir stefnandi á að hér sé rangt með farið hjá stefnda, þar sem enginn þeirra flugvirkja sem starfa hjá Flugmálastjórn eða þeirra störf falli undir það að vera á skrá yfir störf sem undanþegin eru verkfallsheimild, sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 , um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Hvíli á stefnda að sýna fram á með óyggjandi hætti að svo sé. Enda þótt þannig háttaði til að umræddir flugvirkjar væru án verkfallsréttar, kveður stefnandi það engin áhrif hafa á rétt stefnand a til samningsaðildar f.h. flugvirkjanna hjá Flugmálastjórn. Verkfallsréttur hafi þannig ekki staðið því í vegi að flugvirkjar hjá Landhelgisgæslu Íslands og félagsmenn stefnanda haf i gert kjarasamning við stefnda en meðal þessara flugvirkja séu nokkrir se m tilheyri áhöfn og sinni þannig löggæslustörfum og hafi því ekki verkfallsrétt samkvæmt 22. gr. laga nr. 52/2006 , um Landhelgisgæslu Íslands. Stefnandi vísar einnig til þess fordæmis að Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins geri fyrir milligö n g u BHM kjarasamning við stefnda en félagið sé eitt aðildarfélaga BHM. Þetta eigi sér stað , þrátt fyrir að háskólamenntaðir starfsmenn stjórnarráðsins hafi ekki verkfallsrétt lögum samkvæmt. Hið sama eigi einnig við um einstaka stjórnendur , sem séu félagsm e nn einstakra aðildarfélaga BHM, að því leyti að þeir hafi ekki verkfallsrétt en falli samt undir kjarasamning sem aðildarfélög þeirra geri við vinnuveitanda. Auk framangreindra lagaraka vísar stefnandi til almennra reglna samningaréttar og meginreglna vi n nuréttar. Þá vísar hann til ákvæða stjórnsýslulaga nr. 37/1993, til 65., 73., og 74. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, og til laga nr. 62/1994 , um m annréttindasáttmála Evrópu. Stefnandi vísar einnig til laga nr. 94/1986 , um kjarasamninga opinberra star f smanna, þ.m.t. 1. tl. 1. mgr. 26. gr. um það í hvaða málum Félagsdómur dæmir, til laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur, m.a. IV. kafla þeirra laga, og til laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála. 6 Kröfu um málskostnað styður stefnandi við XXI. k a fla l aga nr. 91/1991, aðallega 129. og 130. gr. Krafa um virðis aukaskatt af málskostnaði byggist á l. nr. 50/1988 , um virðisaukaskatt, en stefnandi kveðst ekki vera virðisaukaskattskyldur og sé honum því nauðsynlegt að fá skattinn dæmdan úr hendi stefnda. Mál sástæður stefnda og lagarök Stefndi mótmælir dómkröfu stefnanda um að viðurkennt verði með dómi að félagið fari með samningsaðild fyrir sex tilgreinda starfsmenn hjá Flugmálastjórn Íslands og krefst sýknu . Stefndi vísar til þess að v iðkomandi star f smenn séu allir ráðnir sem ríkisstarfsmenn með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja, sbr. lög nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins , en u m réttindi til kjarasamnings reyni á lög nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna. H a fi starfsmennirnir haft lugmálastjórn en þeir séu hins vegar a llir menntaðir flugvirkjar og félagsmenn í stefnanda. Ekki sé á valdi stefnanda eða viðkomandi starfsmanna að breyta starfi flugvéltækna, sbr. dóm Félagsdóm s f r á 13. mars 1986 í máli nr. 1/1986. Um það hvort F lugmálastjórn teljist þurfa á starfsmönnum að halda með flugvirkjamenntun , hafi hún hins vegar fullt mat, þó að gættum kröfum EASA til mannauðs flugmálastjórna, sbr. framlagt minnisblað flugmálastjóra. Þar s em samningsaðild stefnanda hafi ekki verið viðurkennd af hálfu ríkisins , hafi launakjör félagsmanna hans hjá F lugmálastjórn verið ákvörðuð af stofnuninni á grundvelli 7. gr. laga nr. 94/1986. Með einstaklingsbundnu samkomulagi við viðkomandi starfsmenn hi n n 24. nóvember 2004 hafi F lugmálastjórn gert samkomulag um að laun þeirra skyldu taka mið af því sem laun myndu verða samkvæmt kjarasamningi stefnanda um störf hjá Landhelgisgæslu Íslands en laun þeirra skyldu þó reiknast samkvæmt ákvæðum kjarasamnings Fé l ags íslenskra flugmálastarfsmanna og uppgjör fara fram á grundvelli hans. Hafi sá háttur verið hafður á frá þeim tíma. Í samkomulaginu sé auk þess samið um frekari útfærslu kjara flugvéltækna hjá Flugmálastjórn . Í raun megi því segja að stefnandi hafi óbe i nt getað barist fyrir sameiginlegum hagsmunum félagsmanna sinna hjá Flugmálastjórn og þannig staðið vörð um og tryggt hagsmuni þeirra með kjarasamningu m vegna félagsmanna sinna hjá Landhelgisgæslunni og á almennum vinnumarkaði . Vísar stefndi til fyrirkomu l ag sins við gerð kjarasamnings stefnda vegna félagsmanna hans hjá Landhelgisgæslunni þar sem segi í grein 1.1 í kjarasamningi fjármá laráðherra f.h. ríkissjóðs og Flugvirkjafélags Íslands vegna starfa hjá Landhelgisgæslunni, að á meðan kjarasamningur Flugvi r kjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins og IGS frá 9. nóvember 2004 sé í gildi, fari um kaup fyrir flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni samkvæmt honum að öðru leyti en í samningnum greini. 7 Ý msar skyldur séu lagðar á félagsmenn opinberu stéttarfélaganna í lögum nr. 94/1986 sem ekki verði lagðar á félagsmenn stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði samkvæmt lögum nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Þó tt leiða megi af dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 167/2002 að verkfallsrétturinn sé hluti af samni n gsfrelsinu og þannig varinn af stjórnarskrá samkvæmt 74. gr. og 75. gr. , segi í 2. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar að með lögum skuli kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu. Lög nr. 94/1986 og 80/1938 kveði á um gerð og gildi kjarasamninga og réttinn til verkfalla. Í 14. gr. beggja laga segi efnislega að rétturinn til verkfalla sé háður skilyrðum og takmörkunum sem sett sé u í lög. Verkfallsrétturinn sé víða takmarkaður í lögum og sæti margir skerðingu verkfallsré t tar. Sú skerðing sé annað hvort lögbundin eða samningsbundin. Þetta eigi t.d. við þá aðila , sem heyri undir kjararáð, suma félagsmenn í stefnanda , sem starfi hjá L andhelgisgæslunni, og þá aðila , sem taldir séu upp í 1. - 8. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1 9 86. Samkvæmt 19. gr. laga nr. 94/1986 nái heimild til verkfalls samkvæmt 14. gr. laganna ekki til tiltekinna starfsmanna samkvæmt því lagaákvæði og séu þessir starfsmenn taldir upp í 1. mgr. 1. - 8. tl. Ráðherra skuli samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laganna, að un d angengnu samráði við viðkomandi stéttarfélög, birta skrá um störf þau , sem falli und ir ákvæði 5. - 8. tl. , og taki hún gildi 15. febrúar næst eftir birtingu. Fjármála - og efnahagsráðherra hafi síðast birt skrá 17. janúar 2013 yfir þau störf hjá stofnunum rí k isins , sem sé u undanþegin verkfallsheimild , með auglýsingu nr. 81/2013 í B - deild Stjórnartíðinda. Samkvæmt 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laganna nái heimild til verkfalls ekki til þeirra sem starfi við nauðsynlegustu öryggisgæslu. Stefndi tekur fram að samkvæm t auglýsingu nr. 81/2003 séu 13 starfsheiti hjá Flugmálastjórn undanþegin verkfallsheimild og sé fjöldi starfsmanna alls 16 en þó ekki störf þeirra starfsmanna sem kröfugerð stefnanda taki til. Samkvæmt fylgiskjali 2 með frumvarpi því , sem varð að lögum nr . 94/1986 , hafi 17 starfsheiti hjá F lugmálastjórn verið undanþegin verkfallsheimild. Hins vegar sé stefnandi stéttarf élag samkvæmt lögum nr. 80/1938 og í þeim lögum s é ekki samsvarandi ákvæði og í 19. gr. laga nr. 94/1986 um undanþágur starfa frá verkfalli . Regla 5. tl. 19. gr. laganna sé sett til þess að tryggja að ekki verði neyðarástand þótt opinberir starfsmenn fari í verkfall. Sambærileg skylda verði ekki lögð á félagsmenn stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði þar sem lög nr. 94/1986 taki ekki til þeir r a, sbr. 3. tl. 2. mgr. 19. laga nna . Þar sem starfsmenn Flugmálastjórnar starfi við nauðsynlega öryggisgæslu , sé ríkinu nauðsynlegt að hafa þann möguleika opinn að geta fellt störf viðkomandi félagsmanna F lugvirkjafélags Íslands undir ákvæði laga nr. 94/19 8 6 um undanþágu starfa frá verkfalli. Slíkt væri ekki unnt ef lög nr. 80/1938 giltu um viðkomandi starfsmenn. Á þeim grundvelli hafi ríkið m.a. hafnað því að gera kjarasamning við stefnanda vegna þess að störfin séu þess eðlis að nauðsynlegt geti 8 verið að h afa þau á lista yfir störf sem undanþegin séu verkfalli, sbr. ákvæði 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laganna um störf við nauðsynlega öryggisgæslu. Ekki sé hægt, eins og stefnandi geri í lið 2.5 í ste fnu, að bera saman félagsmenn Flugvirkjafélags Íslands hjá Landh e lgisgæslunni , starfsmenn stjórnarráðsins og einstaka stjórnendur við félagsmenn stefnanda hjá F lugmálastjórn þar sem það sé lögbundið að þessir starfsmenn megi ekki fara í verkfall, sbr. 22. gr. laga nr. 52/2006, um Landhelgisgæslu Íslands og 1. - 8. tl. 19 . gr. laga nr. 94/1986. Verkfallsrétturinn hafi því engin áhrif á það, hvort gerðir séu kjarasamninga r við þessa aðila eða ekki. Hann hafi hins vegar áhrif þegar samningsaðild stefnanda vegna félagsmanna hans, sem starfa hjá Flugmálastjórn, sé metin. Lög n r . 80/1938 hafi ekki sambærilegt ákvæði og sé að finna í 19. gr. laga nr. 94/1986 um undanþágur starfa frá verkfalli , auk möguleikans í 20. gr. sömu laga til undanþágu einstakra starfsmanna frá verkfalli til að afstýra neyðarástandi. Samkvæmt 21. gr. laga n r. 94/1986 skuli nefnd tveggja manna ákveða hverj ir skulu kvaddir til starfa samkvæmt 20. gr. laganna. Stefndi hafi einnig hafnað því að gera kjarasamning við stefnanda vegna viðkomandi félagsmanna vegna þess að þeir hafi eftirlit með störfum annarra flu g virkja og því sé ekki eðlilegt að kjör þeirra séu háð kjarasamningi félagsins. Í stefnu á bls. 3, lið 2.4, vísi stefnandi til þess að ýmsar aðrar fagstéttir hafi kjarasamning við stefnda , þótt félagsmenn þeirra stéttarfélaga annist í starfi sínu eftirlit m eð einstaklingum , sem séu félagsmenn í sama stéttarfélagi. Þau stéttarfélög , sem stefnandi vísi til , hafi hins vegar öll rétt til að semja við ríkið á grundvelli laga nr. 94/1986 . Stefndi geti því ekki takmarkað rétt þessara stéttarfélaga til að gera kjar a samninga við ríkið , nema á grundvelli laga nr. 94/1986. Stefnandi, sem stéttarfélag sem starfi á grundvelli laga nr. 80/1938, eigi ekki sama rétt, sbr. það sem fram komi um takmarkanir í ákvæðum 4., 5. og 6. gr. laga nr. 94/1986. Stefndi telur skipta meg i nmáli við úrlausn sakarefnisins að líta verði til þess að stefnandi sé stéttarfélag sem starfi á grundvelli laga nr. 80/1938. Til að geta öðlast samningsrétt samkvæmt lögum nr. 94/1986 , þurfi stéttarfélög að uppfylla tiltekin skilyrði. Stefnandi uppfylli e kki þessi skilyrði og sé það m eginástæða þess að stefndi hafi hafnað því að gera kjarasamning við stefnanda vegna flugvirkja sem starfa hjá F lugmálastjórn. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 94/1986 gildi lögin um alla starfsmenn , sem séu félagar í stéttarfélögum , s em samkvæmt 4. og 5. gr. laganna hafi rétt til að gera kjarasamninga samkvæmt þeim , og séu ráðnir hjá ríkinu með föstum tíma - , viku - eða mánaðarlaunum, enda verði starf þeirra talið aðalstarf. Samningsaðild opinberra starfsmanna lúti takmörkunum samkvæmt 4. - 6. gr. laga nr. 94/1986 og s amkvæmt 1. mgr. 4. gr. laganna fari stéttarfélög starfsmanna ríkis ins með fyrirsvar félagsmanna sinna við gerð kjarasamninga samkvæmt lögunum. Þá sé í 2. mgr. 4. gr. laganna mælt 9 fyrir um samningsrétt þeirra stéttarfélaga se m hafi haft sérkjarasamninga við fjármálaráðherra fyrir gildistöku laganna. Stefndi bendir á að í greinargerð með frumvarpi því , sem orðið hafi að lögum nr. 94/1986 , komi fram að ein af meginbreytingum laganna sé að þau félög , sem hafi haft sérkjarasamnin g a við ríkið á grundvelli gildandi laga , fái fullan samningsrétt og önnur stéttarfélög fái þennan rétt að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ljóst sé því að með lögum nr. 94/1986 sé skipulagi á opinberum vinnumarkaði viðhaldið en þó sé fleiri stéttarfélögum, s e m ekki nutu samnings aðildar fyrir setningu laganna, gert kleift að ná fram slíkum rétti , þótt samningsaðildin sæ ti enn takmörkunum samkvæmt 5. gr. laganna. Þau almennu skilyrði , sem sett hafi verið fyrir samningsaðild af hálfu opin berra starfsmanna sem e kki hafi samningsaðild samkvæmt 4. gr., kom i fram í 5. gr. laga nr. 94/1986. Þá segi í 6. gr. laganna að eigi skuli nema eitt stéttarfélag hafa rétt til samningsgerðar við sama vinnu veitanda fyrir sömu s tarfsstétt, sbr. 3. tl. 5. gr. Á kvæðið takmarki þó e kki þann rétt til samninga sem félög hafi samkvæmt 2. mgr. 4. gr. Stefndi vísar til þess, að þrátt fyrir að opnað hafi verið fyrir það með 5. gr. laga nr. 94/1986 að fleiri stéttarfélög en áður gætu öðlast samningsaðild á grundvelli laganna , lúti samning s aðild af hálfu opinberra starfsmanna verulegum takmörkunum. Stefnandi sé stéttarf élag samkvæmt lögum nr. 80/1938 og sé s tefnda ekki skylt að gera kjarasamninga við stéttarfélög sem starfi samkvæmt þeim lögum . Heimild stefnda til að gera kjarasamninga við þ essi stéttarfélög takmarkist því af reglum laga nr. 94/1986. Það sé á hendi löggjafans að kveða nánar á um það , hvort stéttarfélag uppfylli skilyrði til að fara með samningsumboð og til hverra starfsmanna eða hópa þeirra á vinnumarkaði það taki. Einhliða y firlýsing starfsmanna geti t.d. ekki breytt stöðu þeirra sem opinberra starfsmanna, sbr. dóm Félagsdóm s frá 13. mars 1986 í máli nr. 1/1986. Sjálfstæður réttur til að eiga samningsaðild fyrir tiltekna hópa starfsmanna verði þannig ekki leiddur af ákvæði 7 4 . gr. stjórnarskrárinnar. Í máli þessu geri stéttarfélag kröfur en ekki einstakir félagsmenn. Afstaða stefnda og löggjafans til þess , hvort eða undir hvaða kringumstæðum stéttarfélag geti farið með samningsaðild , geti ekki skoðast sem andstæð 74. gr. stjó r narskrár. T akmarkanir laga nr. 94/1986 byggist á lögmætum markmiðum um að tryggja skipulag á vinnumarkaðnum og ef stefnandi uppfyllti skilyrði laganna , bæri ríkinu einnig að semja við hann . Verði að mati stefnda að ganga út frá því að samningsumboð stét t arfélaga sé háð því að til þeirrar réttarstöðu sé stofnað að lögum , eins og þau geri ráð fyrir, sbr. ákvæði laga nr. 80/1938 og laga nr. 94/1986. Þetta eigi sérstaka stoð í 2. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar . Engin rök standi því til þess í máli 10 þessu, að víkja til hliðar ákvæðum laga nr. 94/1986 , sem mæl i nánar fyrir um skilyrði fyrir samningsumboði stéttarfélaga, sbr. fjöldatakmörkunina í 3. tl. 5. gr. laganna. Stefndi tekur fram að í stefnu sé því haldið fram að stefnandi geti farið með samningsrétt á g rundvelli 3. tl. 5. gr. l aga nr. 94/1986 en hins vegar hafi s tefnandi ekki sýnt fram á að félagið uppfylli skilyrði laga nr. 94/1986. Í 5. gr. laga nr. 94/1986 um um ræðir í 4. gr. öðlast rétt til að vera samningsaðili samkvæmt lögum þessum sé a ð félag taki til a.m.k. 2/3 hluta starfsmanna sem undir lögin heyra og eru í s t arfsstétt með lögformleg starfsréttindi eða uppfylla skilyrði um formlega menntun sem jafna má til slíkra starfsréttinda og að þe ir félagsmenn séu 40 eða fleiri . Vísar stefndi nánar um þetta til athugasemda með 5. gr. frumvarps til laganna, einkum varðan d i 3. tölulið, en ekkert skilyrða ákvæðisins sé uppfyllt. Stefndi mótmælir því sem stefnandi heldur fram að víkja beri fjöldatakmörkunum 3. tl. 5. gr. laga nr. 94/1986 til hliðar í tilviki stefnanda. Stefnandi haldi því fram að enda þótt heildarfjöldi fél a gsmanna stefnanda í starfi hjá ríkinu sé undir 40 , beri að víkja því til hliðar á grundvelli meginreglna um félagafrelsi og samningsfrelsi og vísi því til stuðnings til Félagsdóms í máli nr. 9/ 1999. Kjarni málsins, þegar komi að skýringu 5. gr. laga nr. 9 4 /1986, sé sá hvort ski lyrði greinarinnar séu uppfyllt en s tefndi telur því ekki til að dreifa í máli þessu. Meginregla laga nr. 94/1986 sé að setja ákveðnar skorður við fjölda samningsaðila, sbr. 4., 5. og 6. gr. laganna. Þar sem fjöldi félagsmanna stefna n da hjá ríkinu sé vel undir 40, þ.e. 18 hjá Landhelgisgæslunni og 6 hjá F lugmálastjórn , telur stefndi að fjöldatakmarkanir samkvæmt 3. tl. 5. gr. laga nr. 94/1986 taki til stefnanda, þar sem viðkomandi starfsmenn séu ekki félagsmenn í stéttarfélagi sem eft i r 4. og 5. gr. laganna hafi rétt til að gera kjarasamning við ríkið, sbr. 1. gr. laga nr. 94/1986. Sú aðgreining milli stéttarfélaga , sem fram komi í fjöldatakmörkunum í 3. tl. 5. gr. laga nr. 94/1 986, verði að teljast málefnaleg og hlutlæg og að mismunun feli ekki í sér takmörkun á samningsfrelsi sem sé í andstöðu við 74. gr. og 2. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar eða 11. gr. m annréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994 , og sú skerðing á samningsfrelsi stefnanda sem fram komi í 3. tl. 5. gr. laga nr. 9 4/1986 sé því heimil í því tilviki. Í dómi Hæstaréttar Íslands frá 14. nóvember 2002 í máli nr. 167/2002 hafi meðal annars verið komist að þeirri niðurstöðu að samningsfrelsi verkalýðsfélaga og beitingu verkfallsréttar mætti aðeins skerða með lögum. Hvað t akmarkanir á félagafrelsinu, sbr. 1. mgr. 11. gr. og 2. mgr. 11. gr., varði og túlkun 11. gr. m annréttindasáttmála Evrópu bendir stefndi einnig á ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Francesco Schettini ofl. gegn Ítalíu frá 9. nóvember 2000 í máli n r. 29529/95, dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli 11 Swedish Engine Drivers´ Union gegn Svíþjóð frá 6. febrúar 1976 í máli nr. 5614/72, Series A og dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli National Union of Belgian Police gegn Belgíu frá 27. október 1975 í m á li nr. 4467/70, Series A 19. Stefndi telur tilvísun stefnanda til dóms Félagsdóms í máli nr. 9/1999 ekki hafa þýðingu , enda séu málin ekki sambærileg vegna þeirra starfa sem hér um ræði, eins og reifað sé að framan um fjöldatakmarkanir. Í nefndu máli haf i verið til úrlausnar að Reykjavíkurborg hafði í langan tíma gert kjarasamning um störf vélfræðinga við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og taldi sig bundna að lögum til kjarasamningsgerðar við það félag um umrædd störf en ekki við Vélstjórafélag Íslands . Forsendur dómsins hafi sérstaklega verið einangraðar við það tilvik sem til úrlausnar hafi verið . Stefndi mótmælir þeirri fullyrðingu stefnanda að stefndi hafi sjálfur í verki viðurkennt stefnanda sem samningsaðila vegna þeirra 18 flugvirkja sem starfa h já L andhelgisgæslunni . Horfa verði hér til forsögu þess , hvers vegna fjármála - og efnaha gsráðherra f.h. ríkissjóðs geri kjarasamning við Flugvirkjafélag Íslands vegna flugvirkja sem starfi hjá Landhelgisgæslunni . Um L andhelgisgæsluna hafi gilt lög nr. 25/ 1 967 fyrir gildistöku laga nr. 94/1986. Samkvæmt þeim lögum skyldi um l aun og starfskjör starfsmanna Landhelgisgæslunnar fara eftir lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna eða stéttarfélagssamningum viðkomandi starfsmanna, sbr. 9. og 10. gr. laganna. U m þetta segi í greinargerð með frumvarpi því , sem varð að lögum nr. 25/1967 : starfsmenn í landi, þ.e. á skrifstofu, hafi kjör eftir reglum um kjarasamninga opinberra starfsmanna en þ eir, sem á sjó eða í lofti vinna, hafi kjör eftir reglum viðkomandi Á grundvelli þessa sérákvæðis í lögum nr. 25/1967 hafi stefndi gert kjarasamninga við s tefnanda vegna flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni og vi ð þá kjarasamningsgerð hafi aðilar tekið mið af þeim samningum sem stefnandi h afi gert á almennum vinnumarkaði vegna flugvirkja. Lög nr. 52/2006 hafi síðan leyst lög nr. 25/1967 af hólmi en í þeim lögum séu ekki samsvarandi ákvæði og í 9. og 10. gr. laga n r . 25/1967. Í ljósi forsögunnar geri stefndi kjarasamning við stefnanda vegna flugvirkja , sem starfi hjá Landhelgisgæslunni eftir gildistöku laga nr. 52/2006 á grundvelli laga nr. 80/1938. Í þessari framkvæmd hafi því ekki falist viðurkenning ríkisins á þv í , að víkja b ær i umræddum fjöldatakmörkunum til hliðar , eins og stefnandi haldi fram. Í grein 1.1 í kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og stefnanda vegna sta rfa hjá Landhelgisgæslunni sé enda vísað til þess að á meðan kjarasamningur stefnanda o g Samtaka atvinnulífsins og IG S frá 9. nóvember 2004 sé í gildi, fari um kaup fyrir flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni samkvæmt honum að öðru leyti en í samningnum greini. 12 S tefnandi vísi í stefnu til þe ss að ýmsar fagstéttir innan Flugmálastjórnar hafi sin n eigin kjarasamning við stefnda. Telji stefnandi að það að honum sé meinað að gera kjarasamning við ríkið , feli í sér mismunun gegn jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrár, sbr. einnig jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1996. Jafnframt kveðst stef n andi byggja á því að í framangreindum takmörkunum á félagafrelsi flugvirkjanna felist einnig hömlur á tjáningarfrelsi þeirra og að stefndi brjóti þannig gegn 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. m annréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Stefndi m ótmælir þessari túlk un stefnanda en e ins og áður hafi komið fram sé stefnandi stéttarfélag , sem starfi á grundvelli laga nr. 80/1938 , en þau stéttarfélög , sem stefnandi vísi til , semji öll við ríkið á grundvelli laga nr. 94/1986. Hvergi í íslenskri löggjö f sé gert ráð fyrir kjaralegri einingu launþega. Af hálfu stefnda sé því mótmælt að framangreind ákvæði hafi verið brotin. Ákvæð i 73. gr. stjórnarskrárinnar séu einnig máli þessu óviðkomandi en hinn almenni löggjafi hafi engar skorður sett á tjáningarfrels i manna, hvorki með lögum nr. 94/1986 né lögum nr. 80/1938. Málsaðilar séu báðir bundnir af því lagaumhverfi , sem í gil di sé, og standi lög gegn því að heimilt sé að verða við kröfum stefnanda í máli þessu en ekki meint brot ríkisins á jafnræðisreglum, fél a gafrelsi eða tjáningarfrelsi. Með vísan til þess , sem að framan greinir , krefst stefndi sýknu af öllum kröfum stefnanda og mótmælir að öðru leyti málatilbúnaði hans . Til stuðnings kröfum um málskostnað vísar stefndi í öllum tilvikum til XXI. kafla laga n r. 91/1991 , um meðferð einkamála. Niðurstaða Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Ágreiningur málsaðila lýtur að því, hvort stefnanda sé heimilt að fara með samningsaðil d fyrir sex starfsmenn hjá Flugmálastjórn Íslands. Umræddir starfsmenn eru Eyjólfur Orri Sverrisson, Hreiðar Páll Haraldsson, Ketill Már Björnsson, Ómar Þór Edvardsson, Rúnar Stanley Sighvatsson og Þröstur Erlingsson. Þeir eru allir flugvirkjar og meðlimir í Flugvirkjafélagi Íslands. Samkvæmt framlögðum starfsmannalista starfa framangreindir flugvirkjar sem eftirlitsmenn í lofthæfi - og skrásetningardeild, að frátöldum Ómari Þór Edvardssyni sem gegnir stöðu deildarstjóra í sömu deild. Stefnandi byggir dómkr ö fu sína á því að hann eigi samningsrétt við stefnda, íslenska ríkið, vegna framangreindra sex félagsmanna sinna sem starfi hjá Flugmálastjórn Íslands á grundvelli 3. tl. 5. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, sbr. einnig 1. mgr. 1 . gr. sömu laga. Þar sem stefnandi sé eina 13 fagstéttarfélag flugvirkja á Íslands, eigi hann réttmæta kröfu til þess að fara með samningsaðild fyrir umrædda flugvirkja við gerð kjarasamnings við stefnda. Stefndi hefur mótmælt dómkröfum stefnanda og vísar t il þess að hér skipti meginmáli að stefnandi sé stéttarfélag, sem starfi á grundvelli laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, en til þess að öðlast samningsrétt samkvæmt lögum nr. 94/1986 þurfi stefnandi að uppfylla skilyrði þeirra laga. Byggir s tefndi á því að stefnandi uppfylli ekki skilyrði síðarnefndra laga og vísar einkum til þess að samningsaðild opinberra starfsmanna lúti takmörkunum samkvæmt ákvæðum 4. - 6. gr. laganna. Lýtur ágreiningur málsaðila í raun aðallega að því hvort uppfyllt sé sk i lyrði 3. tölul. 5. gr. laganna um fjöldatakmarkanir. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, segir að stéttarfélög séu lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör meðlima sinna, enda hafi félagið í samþykktum sínum ákveði ð að láta starfsemi sína taka til slíkra málefna. Fyrir liggur að framangreindir starfsmenn eru meðlimir í Flugvirkjafélagi i lgangur félagsins sé m.a. sá, að vernda hagsmuni íslenskra flugvirkja og vinna að bættum kjörum þeirra, réttindum og vinnuskilyrðum. Af framlögðum gögnum verður ráðið að umræddir starfsmenn hafa allir lokið flugvirkjanámi og virðist óumdeilt að þeir hafi g ild réttindi sem slíkir. Að framangreindu virtu er ljóst að Flugvirkjafélag Íslands uppfyllir skilyrði 3. tölul. 5. gr. laga nr. 94/1986 um að félag taki til a.m.k. 2/3 hluta starfsmanna sem undir lögin heyra og eru í starfsstétt með lögformleg starfsrétt i ndi eða uppfylla skilyrði um formlega menntun. Hins vegar er óumdeilt og ljóst af framlögðum gögnum að félagsmenn félagsins, sem undir lögin heyra, eru færri en 40 í heild, svo sem einnig er gert að skilyrði í framangreindu ákvæði 3. tölul. 5. gr. laga nr . 94/1986. Við mat á því, hvort fallist verði á það með stefnanda að hann eigi samningsrétt við ríkið vegna nefndra flugvirkja hjá Flugmálastjórn, þrátt fyrir framangreinda fjöldatakmörkun í framangreindu lagaákvæði, verður að líta til þess að í 1. mgr. 7 4. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. 12. gr. laga nr. 97/1995, er kveðið á um rétt manna til að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi og er stéttarfélaga þar sérstaklega g etið. Í 11. gr. m annréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög n r . 62/1994, segir jafnframt m.a. að mönnum sé rétt að stofna og ganga í stéttarfélög til verndar hagsmunum sínum. Hefur verið talið að sá réttur taki ekki aðeins til þess að vera félagsmaður, heldur einnig til þess að láta til sín taka í starfsemi félagsin s og þar með að fela stéttarfélagi sínu umboð til að gera kjarasamning. Telst það til grundvallarhlutverks stéttarfélaga að annast samningsfyrirsvar félagsmanna sinna við kjarasamningsgerð. Verður hér einnig að líta til þess að frávik frá meginreglu samnin g aréttarins um samningsfrelsi aðila ber að skýra þröngt, auk þess 14 sem allan vafa verður að skýra til samræmis við stjórnarskrárvarinn rétt manna. Hafa sömu sjónarmið verið sett fram í fyrri úrlausnum Félagsdóms, sbr. t.d. dóm réttarins í máli nr. 9/1999: V é lstjórafélag Íslands gegn Reykjavíkurborg og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar (Fd. XI:484). Óumdeilt er að flugvirkjarnir sex hafa frá upphafi unnið hjá Flugmálastjórn án kjarasamnings og þá liggur fyrir að samið var um það með sérstöku samkomulagi fr á laun myndu verða samkvæmt kjarasamningi Flugvirkjafélags Íslands um störf hjá Landhelgisgæslunni . Bendir stefndi á að stefnandi hafi þannig óbeint getað barist fyrir s a meiginlegum hagsmunum félagsmanna sinna hjá Flugmálastjórn Íslands og staðið vörð um og tryggt hagsmuni þeirra með kjarasamningnum vegna félagsmanna sinna hjá Landhelgisgæslunni og á almennum vinnumarkaði. Þegar litið er til þess, sem hér að framan var ra k ið um ákvæði stjórnarskrár um félagafrelsi og meginregluna um samningsfrelsið, verður ekki fallist á það með stefnda að réttindi félagsmanna séu að þessu leyti tryggð með slíkri óbeinni aðkomu stéttarfélagsins. Þá verður í ljósi framangreinds ekki fallist á að það standi í vegi fyrir samningsaðild stefnanda gagnvart stefnda að stefnandi sé stéttarfélag samkvæmt lögum nr. 80/1938 og þar sé ekki að finna ákvæði um undanþágur tiltekinna starfa frá verkfalli eins og sé í lögum nr. 94/1986, t.d. varðandi þá, se m starfa við nauðsynlegustu öryggisgæslu. Loks þykir það ekki ráða hér úrslitum þótt umræddir flugvirkjar hafi eftirlit með störfum annarra flugvirkja, enda verður ekki séð að ákvæði 5. gr. laganna geri þann áskilnað að starfsmenn viðkomandi stéttarfélags g egni ekki störfum sem lúta að eftirliti með öðrum félagsmönnum. Að öllu framangreindu virtu verður að fallast á það með stefnanda að víkja beri fjöldatakmörkunum 3. tölul. 5. gr. laga nr. 94/1986 til hliðar í því tilviki, sem hér er til úrlausnar. Er þv í tekin til greina viðurkenningarkrafa stefnanda eins og hún er fram sett og nánar greinir í dómsorði. Eftir niðurstöðu málsins verður stefnda gert að greiða stefnanda 300.000 krónur í málskostnað. D ó m s o r ð: Viðurkennt er að stefnandi, Flugvirkjaf é lag Íslands, fari með samningsaðild fyrir Eyjólf Orra Sverrisson, kt. 070765 - 3659, Hreiðar Pál Haraldsson, kt. 260166 - 3449, Ketil Má Björnsson, kt. 120563 - 3439, Ómar Þór Edvardsson, kt. 230665 - 3979, Rúnar Stanley Sighvatsson, kt. 190972 - 4539, og Þröst Erl i ngsson, kt. 190675 - 4089, við gerð kjarasamninga við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs vegna starfa þeirra sem flugvirkja hjá Flugmálastjórn Íslands. Stefndi greiði stefnanda 300.000 krónur í málskostnað. 15 Arnfríður Einarsdóttir Þorgerður Erlendsdóttir Kristjana Jónsdóttir Guðni Á. Haraldsson Inga Björg Hjaltadóttir